6
Stofnun samtakanna Þann 18. október 2011 var stofnfundur Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands haldinn í Gaflaraleikhúsinu við Víkingastræti í Hafnarfirði. Fundinn sóttu um 30 manns. Ellert Grétarsson flutti ávarp í upphafi fundar, Jóhannes Ágústsson var fundarstjóri og Björn Pálsson fundarritari. Á fundinum voru samþykkt nafn, lög og stefnuskrá Náttúrverndarsamtaka Suðvesturlands, skammstafað NSV og árgjald félaga. Samkvæmt lögum NSV geta menn gerst stofnfélagar til 1. janúar 2012 og eru félagar um þessar mundir um 100 talsins. Á fundinum fjallaði Inga Sigrún Atladóttir, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga, m. a. um lagningu Suðvesturlínu um Vatnsleysustönd, Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur, lýsti jarðfræði svæðisins og þegar gerðum og ætluðum gufuaflsvirkjunum og Ellert Grétarsson sýndi ljósmyndir af ýmsum nátturúperlum þar. Forsögu stofnunar NSV má rekja til fundar undir fyrirsögninni „Björgum Reykjanesskaganum“ í Firði í Hafnarfirði þann 20. september 2011 sem boðaður var af þeim Ellerti Grétarssyni og Jóhannesi Ágústssyni. Þar flutti Ellert Grétarsson inngangserindi, þeir Sigmundur Einarsson jarðfræðingur og Ómar Smári Ármannsson leiðsögumaður fjölluðu um jarðfræði og náttúru Suðvesturlands, og Jóhannes Ágústsson fjallaði um þjóðgarðsmál á Suðvesturlandi. Fundinn sóttu um 20 manns og mynduðu þeir undirbúningsnefnd stofnun náttúruverndarsamtaka. Á stofnfundi NSV voru eftirtalin kjörin í stjórn samtakanna: Björn Pálsson, Hveragerði, Ellert Grétarsson, Keflavík, Eydís Franzdóttir, Vatnsleysuströnd, Helena Mjöll Jóhannsdóttir, Hafnarfirði og Jóhannes Ágústsson Hafnarfirði. Verkaskipting stjórnar er þessi: Jóhannes er formaður ([email protected]), Björn ritari ([email protected]), Eydís gjaldkeri ([email protected]), Ellert fjölmiðlafulltrúi ([email protected]) og Helena Mjöll meðstjórnandi ([email protected]). Skoðunarmaður reikninga NSV var kjörinn Sigurður Jakob Halldórsson, Ásbrú. Athugasemdir við Rammaáætlun Stjórn NSV tók þegar til óspilltra málanna hvað varðar gerð athugasemda við

Fréttabréf NSVE

Embed Size (px)

DESCRIPTION

1. tbl. 1. árg. des. 2011

Citation preview

Page 1: Fréttabréf NSVE

Stofnun samtakanna

Þann 18. október 2011 var stofnfundur

Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands

haldinn í Gaflaraleikhúsinu við

Víkingastræti í Hafnarfirði. Fundinn sóttu

um 30 manns. Ellert Grétarsson flutti ávarp

í upphafi fundar, Jóhannes Ágústsson var

fundarstjóri og Björn Pálsson fundarritari.

Á fundinum voru samþykkt nafn, lög og

stefnuskrá Náttúrverndarsamtaka

Suðvesturlands, skammstafað NSV og

árgjald félaga. Samkvæmt lögum NSV

geta menn gerst stofnfélagar til 1. janúar

2012 og eru félagar um þessar mundir um

100 talsins. Á fundinum fjallaði Inga

Sigrún Atladóttir, forseti bæjarstjórnar

Sveitarfélagsins Voga, m. a. um lagningu

Suðvesturlínu um Vatnsleysustönd,

Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur, lýsti

jarðfræði svæðisins og þegar gerðum og

ætluðum gufuaflsvirkjunum og Ellert

Grétarsson sýndi ljósmyndir af ýmsum

nátturúperlum þar.

Forsögu stofnunar NSV má rekja til

fundar undir fyrirsögninni „Björgum

Reykjanesskaganum“ í Firði í Hafnarfirði

þann 20. september 2011 sem boðaður var

af þeim Ellerti Grétarssyni og Jóhannesi

Ágústssyni. Þar flutti Ellert Grétarsson

inngangserindi, þeir Sigmundur Einarsson

jarðfræðingur og Ómar Smári Ármannsson

leiðsögumaður fjölluðu um jarðfræði og

náttúru Suðvesturlands, og Jóhannes

Ágústsson fjallaði um þjóðgarðsmál á

Suðvesturlandi. Fundinn sóttu um 20

manns og mynduðu þeir

undirbúningsnefnd að stofnun

náttúruverndarsamtaka.

Á stofnfundi NSV voru eftirtalin kjörin í

stjórn samtakanna: Björn Pálsson,

Hveragerði, Ellert Grétarsson, Keflavík,

Eydís Franzdóttir, Vatnsleysuströnd,

Helena Mjöll Jóhannsdóttir, Hafnarfirði og

Jóhannes Ágústsson Hafnarfirði.

Verkaskipting stjórnar er þessi: Jóhannes

er formaður ([email protected]),

Björn ritari ([email protected]), Eydís

gjaldkeri ([email protected]), Ellert

fjölmiðlafulltrúi ([email protected]) og Helena

Mjöll meðstjórnandi ([email protected]).

Skoðunarmaður reikninga NSV var kjörinn

Sigurður Jakob Halldórsson, Ásbrú.

Athugasemdir við

Rammaáætlun

Stjórn NSV tók þegar til óspilltra

málanna hvað varðar gerð athugasemda við

Page 2: Fréttabréf NSVE

Drög að þingsályktunartillögu um vernd og

nýtingu náttúrusvæða með áherslu á

vatnsafl og jarðhitasvæði. Alls báust 225

athugasemdir og má lesa þær á vefsíðunni

rammaaaetlun.is. NSV og ritari

samtakanna áttu sjö þessara athugasemda

þ. e. númer: 74, 82, 86, 89, 90, 96, 97. Auk

þess áttu NSV þátt í sameiginlegri

athugasemd 13 samtaka, númer 210, kennd

við ritara athugasemdarinnar Rannveigu

Magnúsdóttur. Á meðal samtakanna 13

eru Landvernd, Fuglavernd og

Náttúruverndarsamtök Suðurlands. Vekja

má sérstaka athygli á eftirfarandi

athugasemdum, númer: 9 Hveragerðisbær

– bæjarráð; 14 Bæjarstjórn

Hveragerðisbæjar; 21 Hafnarfjarðarbær; 45

Grindavíkurbær; 105 Samtök

ferðaþjónustunnar; 142 Heilbrigðiseftirlit

Reykjavíkur; 161 Ferðafélagið Útivist; 197

Friðrik Dagur Arnarson (vann að

Rammaáætlun); 201 Græna netið og 224

borgarráð Reykjavíkur. Síðasti skiladagur

athugasemda var 11. nóvember 2011.

Fundur í Hveragerði

Þann 10. nóvember stóðu NSV fyrir

almennum borgarafundi í Hveragerði. Á

fundinum fluttu Björn Pálsson, ritari NSV,

og Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur,

erindi. Björn lýsti athafnasvæði

Hellisheiðarvirkjunar og þeim fjölmörgu

spurningum sem þar er ósvarað s.s. um

mengunarvarnir og Sigmundur endurflutti

erindi sitt frá stofnfundi með ýtarlegri

lýsingu á Hellisheiðar- og

Nesjavallavirkjunum. Sigmundur telur það

svæði þegar fullnýtt ef horft er til eðlilegs

líftíma gufuaflsvirkjanna þar. Þeir Björn og

Sigmundur ásamt Birgi Þórðarsyni,

heilbrigðisfulltrúa, svöruðu fyrirspurnum

ríflega 30 fundargesta. Þær fyrirspurnir

beindust einkum að skaðlegum áhrifum

jarðvarmavirkjanna á heilsu manna. Það

viðhorf ítrekar að náttúruvernd er jafnframt

heilsuvernd. Fundarstjóri var Jóhannes

Ágústsson, formaður NSV. Fundinn sátu

um 30 manns og meirihlutinn skráði sig í

Náttúrverndarsamtök Suðvesturlands.

Athugasemdir við

Svæðisskipulag

Suðurnesja

Þann 17. nóvember, á skiladegi, afhentu

NSV aðstandendum athugasemdir varðandi

drög að svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-

2024. Átti Ellert Grétarsson veg og vanda

að athugasemdum NSV. Sveitarfélögin

fimm á Suðurnesjum, Reykjanesbær,

Grindavík, Sandgerði, Garður og Vogar

eru aðstandendur þessa svæðisskipulags

auk Skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar,

Landhelgisgæslunnar og Sambands

sveitarfélaga á Suðurnesjum. Nánari

upplýsingar um svæðisskipulagið má fá á

heimasíðum aðstandenda.

Suðvesturlína

Samþykkt Sveitarfélagsins Voga hinn 28.

september 2011, að breyta aðalskipulagi

sveitarfélagsins í þá átt að heimila lagningu

jarðstrengs í stað loftlína um land þess,

hefur vakið verðskuldaða athygli

náttúruverndarfólks. Öflug samtök íbúa

sveitarfélagsins hafa með baráttu sinni

stuðlað að samþykkt þessari. NSV standa

heilshugar að baki samtökum þessum sem

og samþykkt bæjarstjórnar og munu veita

þeim allan þann stuðning sem í þeirra valdi

stendur. Eydís Franzdóttir, stjórnarmaður

NSV, er virkur þátttakandi í baráttunni á

Vatnsleysuströnd. Fulltrúar Voga, með

Ingu Sigrúnu Atladóttur, forseta

Page 3: Fréttabréf NSVE

bæjarstjórnar, í fararbroddi hafa m. a. hitt

að máli bæði atvinnuveganefnd og

umhverfis- og skipulagsnefnd Alþingis í

þessu sambandi.

Árósarsamningurinn

Í formála Árósasamningsins sem var

undirritaður í Árósum 25. júní 1998 er:

- sérstök áhersla lögð á tvö

grundvallaratriði: umhverfisrétt sem

mannréttindi annars vegar og mikilvægi

aðgangs að upplýsingum, þátttöku

almennings og aðgangs að réttlátri

málsmeðferð við sjálfbæra þróun hins

vegar.

- sú hugmynd að fullnægjandi

umhverfisvernd sé undirstaða þess að

menn geti notið grundvallarmannréttinda

tengd þeirri hugmynd að hver einstaklingur

eigi rétt á að lifa í heilbrigðu umhverfi og

honum beri skylda til að vernda umhverfið.

- dregin sú ályktun að til þess að geta

krafist þessa réttar og sinnt þessari skyldu

verði borgarar að hafa aðgang að

upplýsingum, hafa rétt til þátttöku í

ákvarðanatöku og njóta réttlátrar

málsmeðferðar í umhverfismálum.

- viðurkennt að sjálfbær og vistvæn

þróun byggist á virkri ákvarðanatöku

stjórnvalda sem grundvallist bæði á

umhverfislegum sjónarmiðum og framlagi

almennings. Þegar stjórnvöld veiti

almenningi aðgang að upplýsingum um

umhverfismál og geri honum kleift að eiga

aðild að ákvarðanatöku stuðli þau að

markmiðum samfélagsins um sjálfbæra

þróun.

Ísland verður frá og með 1. janúar

fullgildur aðili að Árósarsamingnum en þá

ganga í gildi Lög um úrskurðarnefnd

umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2011.

Lög þessi eru lokahnykkurinn í setningu

laga á Íslandi sem tengjast samningnum.

Hin eru Lög um mat á umhverfisáhrifum

nr. 106/2000; Lög um breytingu á lögum

um mat á umhverfisáhrifum, nr 106/2000,

og skipulags- og byggingarlögum, nr.

73/1997, með síðari breytingum og Lög

um upplýsingarétt um umhverfismál nr.

23/2006.

Í lögum nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd

umhverfis- og auðlindamála segir m. a.

„Úrskurðarnefnd umhverfis- og

auðlindamála hefur það hlutverk að

úrskurða í kærumálum vegna

stórnvaldsákvarðana og ágreiningsmálum

vegna annarra úrlausnaratriða á sviði

umhverfis- og auðlindamála...(1. gr.).“

„Þeir einir geta kært stjórnvaldsákvarðanir

til úrskurðarnefndarinnar sem eiga

lögvarða hagsmuni tengda ákvörðun sem

kæra á. Umhverfisverndar-, útivistar- og

hagsmunasamtök með minnst 30 félaga

geta þó kært eftirtaldar ákvarðanir án þess

að sýna fram á lögvarða hagsmuni enda

samrýmist tilgangi samtakanna að gæta

þeirra hagsmuna sem kæran lýtur að:

a. ákvarðanir Skipulagsstofnunar um

matsskyldu framkvæmda, sameiginlegt

mat á umhverfisáhrifum og endurskoðun

matsskýrslu samkvæmt lögum um mat á

umhverfisáhrifum,

b. ákvarðanir um að veita leyfi vegna

framkvæmda sem falla undir lög um mat á

umhverfisáhrifum,

c. ákvarðanir um að veita leyfi

samkvæmt lögum um erfðabreyttar lífverur

til sleppingar eða dreifingar erfðabreyttra

lífvera...(4. gr.).“

reifingar erfðabreyttra lífvera...(4. gr.).“

Page 4: Fréttabréf NSVE

Nýjir félagsmenn

Landvernd

Svæðisbundin starfsemi

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands

leggja nú á það höfuðáherslu að afla nýrra

félagsmanna. Lögð hefur verið áhersla á að

afla sem flestra félaga en halda

félagsgjöldum í lágmarki. Árgjald er kr.

1.500. Á félagssvæði NSV eru íbúar

nálægt 230.000. NSV gætir mjög

mikilvægra hagsmuna íbúanna. Lög þau

sem byggja á Árósarsamningunum gefa

NSV möguleika á að kæra hverskonar

framkvæmdir á vegum hins opinberra,

fyrirtækja eða einsaklinga er teljast að áliti

samtakanna ógna náttúru og umhverfi. Í

því augnamiði að NSV geti sinnt hlutverki

sínu væri ráðning starfsmanns í hlutastarf

mikilvægur áfangi. Þetta er ekki mögulegt

nema með stuðningi íbúa við málstað

samtakanna, með því að þeir gerist

félagsmenn í NSV. Landvernd eru

heildarsamtök náttúruverndarsamtaka á

Íslandi. Í samræmi við lög NSV eru

samtökin ein aðildarsamtaka Landverndar.

Með tilliti til mikilvægis starfsemi

Landverndar fyrir NSV mætti hugsa sér að

10% tekna NSV rynni til Landverndar.

Eftir því sem NSV vex ásmegin geta

samtökin stutt frekar við starfsemi

svæðisbundinna samtaka og hópa er sinna

náttúruverndar- og umhverfismálum á

Suðvesturlandi.

Fésbókar- og heimasíða

Eins og margir félagar NSV vafalaust

þekkja til þá getur á Fésbókinni að líta síðu

nokkra er kallast „Náttúruvernd á

Reykjanesskaga“. Á síðu þessari birtast

nánast daglega og stundum oft á dag fréttir

og upplýsingar tengdar náttúru- og

umhverfisvernd á Suðvesturlandi og

starfsemi Náttúruverndarsamtaka

Suðvesturlands. Fésbókarsíðan hóf

starfsemi sína áður en NSV voru stofnuð

og á fjölmiðlafulltrúi samtakanna Ellert

Grétarsson, ljósmyndari og leiðsögumaður,

veg og vanda að henni. Hugmyndin er að

breyta nafni síðunnar í „Náttúruvernd á

Suðvesturlandi“. Auk þess er ætlunin að

setja á fót heimasíðu NSV þar sem birtar

verða upplýsingar sem ætlast er til að

félagsmenn geti haft aðgang að til lengri

tíma s. s. lög og stefnuskrá samtakanna,

fundargerðir o. s. frv.

Aðgerðir í Krýsuvík 2012

Þann 8. janúar 2012 eru liðin 100 ár frá

fæðingu hins ástsæla jarðfræðings Sigurðar

Þórarinssonar, sem lést 8. febrúar 1983.

Sigurður var á meðal þeirra er áttu

frumkvæði að náttúruvernd á Íslandi.

Sagan segir að þetta frumkvæði hafi hann

tekið þá honum blöskraði umgangur manna

um náttúruperluna Krýsuvík og þá

sérstaklega Grænavatn, sem óvandir aðilar

nýttu sem ruslagryfju. NSV og væntanlega

fleiri náttúruverndarsamtök vilja minnast

100 ára afmælisárs þessa náttúruvinar m. a.

með viðhöfn í Krýsuvík. Reynir

Ingibjartsson, stjórnarmaður í

Hraunavinum og jafnframt einn stofnfélaga

NSV, hefur kynnt ýmsar athyglisverðar

hugmyndir í þessu sambandi. Af hálfu

Page 5: Fréttabréf NSVE

stjórnar NSV mun Helena Mjöll

Jóhannsdóttir sinna þessu verkefni fyrst og

fremst. Félagar í NSV, er telja sig hafa

möguleika á að sinna 100 ára

afmælisminningunni, eru hvattir til að

hafasamband við Helenu Mjöll:

[email protected].

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands

óska félagsmönnum gleðilegra jóla

og farsælls komandi árs!

Jafnframt minnum við á jólagjöfina í ár sem er félagsaðild að

samtökunum, sérstaklega handa unga fólkinu!

Tryggið vinum og vandamönnum stofnfélagsaðild að NSV!

Náttúrverndarsamtök Suðvesturlands

------------------

Page 6: Fréttabréf NSVE

Stofnfélagsaðild að

Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands:

Nafn:

Heimili:

Netfang:

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Stjórn Náttúrverndarsamtaka Suðvesturlands

Jóhannes Ágústsson formaður

Björn Pálsson Ellert Grétarsson

Eydís Franzdóttir Helena Mjöll Jóhannsdóttir