17
íþróttafélag reykjavíkur 2012-2013 frekari upplýsingar má finna á www.ir.is

ÍR bæklingur

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Hér má finna upplýsingar um ÍR

Citation preview

Page 1: ÍR bæklingur

íþróttafélagreykjavíkur2012-2013

frekari upplýsingar má finna á www.ir.is

Page 2: ÍR bæklingur

Jafnan er mikið um að vera í starfsemi ÍR á haustin, um það leiti þegar skólar hefjast aftur. Sem dæmi má nefna að skipulagning æfingatíma í íþróttahúsunum í Breiðholti krefst mikillar útsjónarsemi en aðeins þannig er hægt að koma fyrir þeirri gríðarlega umfangsmiklu starfsemi ÍR sem fer fram á þeim vettvangi.

ÍR tók yfir rekstur íþróttahúsanna við Seljaskóla og Austur­berg á síðasta ári og er óhætt að segja að það hafi orðið mikil lyftistöng fyrir starfsemi þeirra deilda sem þar eiga helst hagsmuna að gæta. Þessi tvö íþróttahús eru stærs­tu starfsstöðvar ÍR í Breiðholtinu ásamt starfseminni á Hertzvellinum við Skógarsel. Margvíslegt hagræði hefur orðið af yfirtöku ÍR á rekstri húsanna, nýting húsanna í þágu félagsins hefur aukist mikið, skipulagning tíma er nú mun greiðari, samnýting starfs­manna húsanna með annarri starfsemi innan félagsins og svo mætti lengi telja. Ekki hefur þetta fyrirkomulag bara reynst ÍR til heilla heldur ber öllum hagsmunaaðilum um að rekstur húsanna er mun betur fyrirkomið hjá ÍR. Með þessa góðu reynslu í farteskinu er ekki útilokað að ÍR taki að sér fleiri verkefni í Breiðholti í þessa veru á næstu misserum.

Það er mjög ánægjulegt í hversu góðu horfi starfsemi flestra deilda ÍR er um þessar mundir. Ekkert íþróttafélag býður upp á aðra eins fjölbreytni í íþróttaiðkun og ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Árangur íþróttamanna okkar síðustu misseri er mjög eftirtek­tarverður en ekki er síður eftirtektarverð sú umgjörð sem

hefur verið sköpuð í kringum starfið og atburði innan einstakra deilda.

Íþróttir hafa fyrir löngu sannað gildi sitt sem jákvæð forvörn og ekki síður hafa íþróttir mikla þýðingu félagslega. Vinir sem við eignumst í íþróttum fylgja okkur jafnan ævilangt.

Hvetjum börnin okkar til að reyna fyrir sér í þeim íþróttum sem hugur þeirra stendur til en höfum í huga að fjölbreytni er af hinu góða og því mikilvægt að kynna þeim sem flestar greinar á fyrstu árum grunnskóla.

ÍR kveðja,Hjálmar Sigurþórsson, formaður

ávarp formanns

Page 3: ÍR bæklingur

dansDansdeild ÍR hefur nú starfað í rúm 10 ár og býður danskennslu fyrir börn frá 3ja ára aldri þar sem barnadansar eru kenndir fyrstu árin og smátt og smátt fikrað sig yfir í sam­kvæmisdansa. Ungmenna og fullorðinshópar fylgja reglum DSÍ varðandi kunnáttu stig og keppa samkvæmt því. Verðskrá dansdeildarinnar hefur ávallt verið með lægsta móti og er stefnan sú að allir geti æft dans og nýtt Frísundakort Reykjavíkur til greiðslu æfingagjalda að hluta eða öllu leiti. Leyfum gleðinni að ráða og dönsum saman.

Page 4: ÍR bæklingur

ÍR hóf fyrst félaga iðkun frjálsíþrótta á Íslandi á Landakotstúninu sumarið 1907. Saga deildarinnar í rúmlega 100 ár er viðburðarík. Á nýrri öld hefur starfsemi deildarinnar vaxið jafnt og þétt, árangur í yngri og eldri flokkum verið sérlega glæsilegur. Fjöldi þjálfara vinnur

frábært starf undir styrkri stjórn Þráins Hafsteinssonar yfirþjálfara.

Sigurganga ÍR í frjálsum íþróttum hefur verið hreint ótrúleg og segja má að

þessi árangur sé eðlilegt framhald góðrar vinnu undanfarinna ára

hjá stjórnendum, þjálfurum og keppendum.

frjálsar

Page 5: ÍR bæklingur

ÍR hefur kappkostað að bjóða upp á góða handboltaþjálfun seinustu ár en í ár stígur félagið skrefinu lengra. Til að mynda má nefna það að Meistaraflokkur karla í handknattleik er kominn í úrvalsdeild. Þá hefur ÍR gefið út kennsluáætlun sem þjálfurum er ætlað að fara eftir. Markmiðið er að allir iðkendur hafi gagn og gaman af æfingum hjá ÍR. Handknattleiksdeildin er öflug á vefnum, eins og á Facebook og bloggi, þar sem farið er yfir alla helstu viðburði deildarinnar.

handbolti

Page 6: ÍR bæklingur

Júdódeild ÍR hefur vaxið og dafnað hratt undanfarin ár. Júdó er íþrótt sem allir geta stundað óháð aldri eða reynslu. Þó viðkomandi hafi enga reynslu þarf hann ekki að hafa neinar áhyggjur, því farið er rólega af stað fyrir byrjendur og undirstöður íþróttarinnar kynntar. Að æfa Júdó hjá ÍR veitir iðkendum góða og holla hreyfingu, skemmtilegan félagsskap og kennir í leiðinni mikilvæga sjálfsvörn. ÍR er svo heppið að hafa Björn H. Halldórsson 4.dan sem þjálfara, en Björn er einn reyndasti þjálfari landsins. Björn sér til þess að allir fái kennslu og þjálfun við hæfi. Nýtt á nálinni hjá júdódeildinni má n e f n a kvennasjálfsvörn fyrir 15 ára og eldri.

júdó

Page 7: ÍR bæklingur

Iðkendum í keilu hjá ÍR er stöðugt að fjölga og vel er staðið að öllum málum innan keiludeildarinnar hjá félaginu. Þetta frábæra starf hefur skilað ÍR miklum yfirburðum í keiluíþróttinni á Íslandi. T.a.m hefur ÍR orðið Íslandsmeistari og Bikarmeistari bæði í karla og kvennaflokki. Það er hreint út sagt frábær árangur og í takt við það góða starf sem unnið er innan deildarinnar.

Keila er skemmtileg íþrótt þar sem allir geta tekið þátt og því er upplagt að kíkja á æfingu hjá Keiludeild ÍR og prófa. Í keiluhallirnar er yngst tekið við 8 ára börnum, en keilukennsla fyrir yngri börn mun fara fram í grunnskólunum.

Kennsla hefur undanfarin ár eingöngu farið fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð en nú á haustmánuðum, í samstarfi við Fjölni í Grafarvogi, hefur ÍR æfingar í nýrri stórglæsilegri Keiluhöll í Egilshöllinni

keila

Page 8: ÍR bæklingur

Það má segja að annasamasti tíminn í knattspyrnu sé á sumrin en samt sem áður verður að venju einnig nóg um að vera hjá knattspyrnudeild ÍR í vetur. ÍR hefur yfir að ráða einum besta gervigrasvelli á landinu sem nýttur er vel á veturna bæði fyrir æfingar og keppni.

Yfirþjálfari yngri flokka hjá ÍR er Halldór Halldórsson (Dóri) og sér hann um að faglega sé staðið að öllum þáttum knattspyrnuþjálfunar hjá yngri flokkum félagsins. Það er bæði gaman og þroskandi að æfa fótbolta og því ekki að ástæðulausu að fótbolti er ein vinsælasta íþrótt í heimi. Fótboltinn mun fara meira fram í Egilshöll í vetur.

knattspyrna

Page 9: ÍR bæklingur

Körfuknattleikur er skemmtileg íþrótt sem hentar öllum aldurshópum og veitir alhliða þjálfun líkama og sálar. Mikill uppgangur hefur verið innan deildar­innar síðustu árin og árangurinn að sama skapi verið glæsilegur sama hvort verið sé að tala um yngri flokka eða meistaraflokk.

Hjá körfuknattleiksdeild ÍR er lögð rík áhersla á barna­ og yngriflokkastarf. Tveir yngstu flokkarnir bera nöfnin míkróbolti og minnibolti. Auk þess að fara yfir undirstöðuatriði í körfubolta læra börn mikið um almenna hreyfingu, aga og að bera virðingu fyrir íþróttum í heild sinni. Frábær umgjörð er í kringum starfsemina, þar sem foreldrar og aðstandendur iðkenda gegna lykilhlutverki.

körfubolti

Page 10: ÍR bæklingur

Skíðadeild ÍR heldur úti gríðarlega öflugu barna og unglingastarfi við skemmtilegar og krefjandi aðstæður. Það sem einkennir starf deildarinnar er samheldni iðkenda, foreldra, þjálfara og stjórnar. Þessi samheldni gerir það að verkum að deildin hefur vaxið og dafnað og stöðugt bætast nýir iðkendur í hópinn. Það er um að gera að hafa samband við þjálfara, prófa að mæta á æfingar og athuga hvort skíðaíþróttin sé ekki eitthvað sem hentar þér og þínu barni. Að stunda skíði er heilnæm fjölskylduíþrótt. Skíðadeild ÍR býður upp á mjög góða aðstöðu í Bláfjöllum. Þjálfarar Skíðadeildar ÍR eru margreyndir og hafa náð góðum árangri. Hjartanlega velkomin í Skíðadeild ÍR.

skíði

Page 11: ÍR bæklingur

Taekwondo er ævaforn bardagalist, uppruninn á Kóreuskaga, með sögu sem teygir sig meira en 2000 ár aftur í tímann. Taekwondo er nútíma samblanda af mörgum af hinum fjölmörgu bardagalistum sem eru upprunnar í Kóreu.

Taekwondodeild ÍR var stofnuð 1990 og er elsta starfandi Taekwondodeild á Íslandi. Eitt af því sem merkilegt er við Taekwondo er að oft byrja krakkarnir að æfa íþróttina en draga svo fjölskylduna með sér á æfingar. Taekwondo er þannig uppbyggt að allir geta byrjað að æfa íþróttina óháð aldri eða líkamlegu formi.

Taekwondo er skemmtileg íþrótt og leiðinni góð sjálfsvörn. Endilega prófaðu að mæta á æfingu og athuga hvort Taekwondo sé ekki eitthvað fyrir þig.

taekwondo

Page 12: ÍR bæklingur

Íþróttaskóli ÍR fyrir 3­6 ára börn. Íþróttaskólinn er í boði einu sinni í viku frá september til maí. Skólinn hefur aðsetur í ÍR­heimilinu Skógarseli 12. Best er að börnin séu berfætt og í þægilegum bol og buxum, ekki er þörf á sérstökum íþróttafatnaði. 3­4 ára börn eru saman í hóp og 5­6 ára saman. Yngstu börnin eru þau sem verða 3ja ára á árinu og þau elstu eru börn úr 1. árgangi skólanna.

Í Íþróttaskólanum eru leystar ýmsar þrautir þar sem börnin reyna á jafnvægi, fín­ og grófhreyfingar, samhæfingu og líkamlegan þroska sem og félagslegan. Þau læra að bera virðingu fyrir öðrum og vinna saman. Skynfærin þarf einnig að örva og samhæfa og í leikfimi sem þessari reynir á þau öll. Íþróttafræðimenntaðir einstaklingar ásamt aðstoðarmanni sjá um kennslu í tímum.

íþróttaskóli 3-6 ára

Page 13: ÍR bæklingur

Nýr hópur að nafni „ÍR­ungar“ verður innleiddur fyrir börn í 1. og 2.bekk. Börnin geta farið í flest allar íþróttagreinar sem í boði eru hjá ÍR, eins oft og þau vilja yfir veturinn. Eftirfarandi greinar eru í boði og er frjálst að æfa eftir stundaskrá hverrar deildar. Engin binding, engin kvöð.

Íþróttagreinarnar: dans, frjálsíþróttir, handbolti, júdó, fótbolti, körfubolti og skíði.

Markmiðið er fyrst og fremst að bæta þjónustu hjá félaginu og mæta þörfum fólks. Einnig að auðvelda börnum að stunda fleiri en eina íþróttagrein sem vissulega bætir íþróttalegan grunn þeirra og eykur líkur á að þau stundi hreyfingu síðar á ævinni.

ÍR-ungar - nýtt

Page 14: ÍR bæklingur

Kvennaleikfimi Fjölbreitt líkamsþjálfun og leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Tímarnir byggjast uppá góðri upphitun með tónlist, styrktaræfingum, teygjum og slökun í lok hvers tíma.

Skokkhópur Æfa saman fjórum sinnum í viku eða oftar. Stefnt er að því að enginn sé að hlaupa einn, þ.e. iðkendur finna hlaupafélaga sem ætla að vera á svipuðum hraða og helst svipaða vegalengd. Nýtt í vetur: Byrjendahópur í skokki 3 sinnum í viku.

NÝTT -Skokkhópur fyrir byrjendur Fyrir algjöra byrjendur á öllum aldri...við viljum koma þér út. Fræðsla og kynningarfundur í ÍR heimilinu (2. hæð) kl. 20:00 þann 11. september. Skokkað verður í vetur þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17:30 (farið frá íþróttahúsinu við Austurberg) og laugardaga kl. 09:00 (farið frá Breiðholtslaug). Þjálfari er Felix Gunnar Sigurðsson ([email protected]. s: 669­8315).

Leikfimi fyrir eldri borgara Flottur hópur fólks á besta aldri sem nýtir aðstöðuna í ÍR heimilinu í leikfimiæfingar og boccia og setjast niður með kaffibolla. Tvo morgna í viku fólki að kostnaðarlausu.

Almenningsíþróttir

Page 15: ÍR bæklingur

Íþróttafélag Reykjavíkur (ÍR) og Leiknir í samstarfi við frístundaheimili Breiðholts standa fyrir akstri svo börnin komist á æfingar á tíma sem foreldrar eru öllu jafna í vinnu.

Breiðholtsstrætóinn ekur börnunum á æfingar á tímabilinu kl.14:20 ­ 16:30 alla virka daga, án viðbótarkostnaðar.

Sumar æfingarnar falla inn á tíma frístundaheimilanna (karfa, frjálsar, handbolti, fótbolti). Þegar svo er, fyrir börn í 1.­4. bekk, fylgir starfsfólk frístundaheimilanna börn­unum út í rútu eða út í íþróttahús, eftir því sem við á. Þegar æfingar eru í íþróttahúsi

viðkomandi skóla þá eru börnin sótt af starfsfólki viðkomandi frístundaheimilis að æfingu lokinni og farið út í frístund að nýju.

Í sumum tilfellum nýtist rútan einnig til baka, að öðru leiti sækja foreldrar börnin út í íþróttahús að lokinni æfingu.

Kynnið ykkur æfingatöflur og áætlun vagnsins á www.ir.is.

breiðholtsstrætó

BreiðholtsskóliÍR völlur

ÖlduselsskóliHólmaselSeljaskóli

FellaskóliHólabrekkuskóli

AusturbergLeiknisvöllur

stoppistöðvar breiðholtsstrætó

Page 16: ÍR bæklingur

Á laugardögum milli kl: 11 og 13 er opið hús í ÍR­heimilinu þar sem við tippum saman. Boðið er uppá kaffi og með því.

Allir velkomnir – líka þeir sem ekki tippa. Hópaleikir í gangi og vegleg verðlaun í boði.

Í hópleiknum er hægt að styrkja sína deild með áheitum. Á milli ára hefur verið um 30% þátttökuaukning og ennbætum við í. Mætum öll í vetur og styðjum þannig við bakið á okkar frábæra íþróttafólki.

1x2 getraunir

getraunanúmer ír er 109

almennt

Íþróttafélag Reykjavíkur Skógarseli 12 109 Reykjavík

Sími: 587 7080 Fax: 587 7081

[email protected] www.ir.is

Page 17: ÍR bæklingur

Styrkur til tómstundastarfsFrístundakortið er styrkur fyrir öll börn a aldrinum 6­18 ára. Styrkinn má nýta til að niðurgreiða æfingagjöld fyrir hvers konar tómstundir, eins og til dæmis íþróttaiðkun hjá ÍR. Styrknum er ráðstafað á Rafrænni Reykjavík, http://rafraen.reykjavik.is. Þjónustumiðstoð Breiðholts, Álfabakka 12, sími: 411 1300, aðstoðar við að ráðstafa styrknum ef þess er óskað sem og starfsfólk ÍR i síma: 587 7090 og þjónustufulltrúar i símaveri Reykjavíkurborgar i síma: 411 1111.

frístundakort

Grant for leisure activitiesFristundakortid [Leisure Card] is a grant for all children between 6­18 years old. The grant can be used to underwrite practice fees for all sorts of recreational activities, such as playing sports with IR. To allocate the grant go to Reykjavik Digital, http://rafraen.reykjavik.is. Information can be found there in Polish/ English/ Thai. Service center in Breidholt, Alfabakki 12 tel: 411 1300, assists with allocating the grant if requested as well as the staff of IR on tel. 587 7090 and the staff in the Telephone Assistance Center [Simaver] in Reykjavik tel. 411-1111.

Zapomoga na zajęcia w czasie wolnymFristundakortid (Karta czasu wolnego) to pomoc finansowa dla wszystkich dzieci w wieku 6­18. Zapomogę tę można wykorzystać na pokrycie opłat za rożnego rodzaju zajęcia sportowe w czasie wolnym, takie jak np. treningi w IR. Zapomog udziela Rafranni Reykjavik, http://rafraen.reykjavik.is, Centrum usług w Breidholt, Alfabakki 12, tel. 411 1300. W razie potrzeby pomocy przy uzyskaniu zapomogi oraz kontaktu z pracownikami IR prosimy dzwonić na numer tel. 587 7090 a z rzecznikami władz miasta Reykjavik pod numer 411 1111.

กองทุนสวัสดิการเพื่องานอดิเรก

บัตรสันทนาการเพื่องานอดิเรกนั้น เป็นบัตรสวัสดิการ ที่ให้การสนับสนุนเด็กที่มีอายุตั้งแต่ 6-18 ซึ่งจากสวัสดิการนี้ สามารถนำาไปใช้ในการลดหย่อนค่าใช้จ่ายสำาหรับกิจกรรมเพื่องานอดิเรกประเภทต่างๆ อาทิเช่น การฝึกฝนกีฬาที่สมาคมกีฬา ÍR สวัสดิการดังกล่าวนี้ สามารถรับบริการผ่านทางอิเล็กโทรนิคเมืองเรยค-ยาวิค ที่เวปไซท์ http://rafraen.reykjavik.is/ หรือที่สำานักงานบริการ ที่เบรดฮอล์ท(Þjónustumiðstöð Breiðholts) ตั้งอยู่ที่ Álfabakka 12หมายเลขโทรศัพท์: 411 1300 สามารถขอรับการช่วยเหลือเพื่อรับสวัสดิการในการสนับสนุนได้ตามต้องการ และที่เจ้าหน้าที่ของ ÍR ที่หมายเลขโทรศัพท์: 587 7090 และจากเจ้าหน้าที่ ฝ่ายบริการทางโทรศัพท์ของ

เมืองรยคยาวิคที่หมายเลขโทรศัพท์: 411 1111

Pašalpos laisvalaikio užsiėmimamsLaisvalaikio užsiėmimų kortelė yra pašalpa visiems 6­18 metų vaikams. Pašalpą galima panaudoti mokant už tam tikrus laisvalaikio užsiėmimus, kaip zdžiui, už sporto treniruotes IR. Pašalpos yra išskiriamos elektroniniu būdu Elektroninis Reikjavikas, http://rafraen.reykjavik.is. Pašalpas gauti jums padės Breidholt Paslaugų centras, Alfabakka 12, telefonas 411 1300, IR darbuotojai telefonu 587 7090 bei paslaugų sferos darbuotojai Reikjaviko skambučių aptarnavimo centre telefonu 411 1111.

Dhurate per aktivitetet e kohes se lireFristundakortid [Karta per Kohen e Lire] eshte dhurat­dhurate per te gjithe emijet mes moshave 6­18 vjec. Kjo dhurate mund te perdoret per te mbeshtetur financiarisht pagesat e praktikes per te gjitha llojet e aktiviteteve te argetimit, sic jane lojerat sportive prane IR. Per te perfituar dhuraten shkoni te Reykjavik Digital, http://rafraen.reykjavik.is. Qendra e sherbimit ne Breidholt, Alfabakki 12 tel: 411 1300, ju ndihmon me perfitimin e dhurates nese kerkohet, si dhe stafi i IR ne numrin e telefonit 587 7090 dhe stafi ne Qendren e Asistences me Telefon ne Reykjavik tel. 411­1111.