20
TE

Te & Kaffi - Te bæklingur

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Hvað er te?Te er drykkur sem er búinn til úr laufum terunnans. Meðferð og vinnsla eftir tínslu ákvarðar hvort teið verður svart, hvítt eða grænt, en allt te kemur af sömu plöntunni (camellia sinensis). Því yngri og fíngerðari sem blöðin eru, því betra verður teið. Ávaxtate, jurtate og rauðrunnate er í raun ekki te heldur seyði úr ávöxtum, blómum, jurtum eða nálum rauðrunnans.

Citation preview

Page 1: Te & Kaffi - Te bæklingur

TE

Page 2: Te & Kaffi - Te bæklingur
Page 3: Te & Kaffi - Te bæklingur

Hvað er te?

Te er drykkur sem er búinn til úr laufum terunnans. Meðferð og vinnsla eftir tínslu ákvarðar hvort teið verður svart, hvítt eða grænt, en allt te kemur af sömu

plöntunni (camellia sinensis). Því yngri og fíngerðari sem blöðin eru, því betra verður teið. Ávaxtate, jurtate og rauðrunnate er í raun ekki te heldur seyði úr

ávöxtum, blómum, jurtum eða nálum rauðrunnans.

Af hverju te?

Te er vinsælasti drykkur í heimi á eftir vatni. Það er ódýr, hollur og bragðgóður drykkur. Heilsusamlegur ávinningur þess er ótvíræður og góð ástæða

tedrykkju. Það er aukaefna- og hitaeiningalaust og til er fjöldi afbrigða og bragðtegunda. Te er þeim einstöku kostum búið að það má drekka til að

hressa sig við að morgni, róa sig að kvöldi, ylja í kulda og kæla í hita.

Af hverju laufte? Allt te frá okkur er laufte frá helstu teræktunarsvæðum heims. Laufte er

bragðmeira og fyllra en pokate og heilsusamleg áhrif lauftesins eru margfalt meiri. Í flestum tilvikum inniheldur pokate telauf sem koma úr lægsta

gæðaflokknum (dust/fannings) sem eru afgangar eftir vinnslu tes. Þó er hægt að kaupa betri telauf í pokum en þau fást yfirleitt í sérverslunum. Þegar telaufin eru möluð í pokana tapast náttúrulegar bragðolíur sem gefa teinu heilnæma

eiginleika og bragð.

Page 4: Te & Kaffi - Te bæklingur
Page 5: Te & Kaffi - Te bæklingur

· 1 tsk. te fyrir hvern bolla, sett í tesíu.

· Þegar vatnið sýður skal hella því yfir telaufin og láta trekkja í 2–5 mínútur.

· Grófara te þarf að trekkja lengur en fíngert te, eða í um það bil 4–5 mínútur.

· Mikilvægt er að fjarlægja síuna eftir tiltekinn tíma svo teið verði ekki rammt.

Um 90% af öllu tei sem drukkið er í hinum vestræna heimi er svart te. Sterkur ilmur, mikil fylling

og kröftugt grunnbragð einkennir svart te. Svart te er steinefna- og vítamínríkt líkt og

grænt og hvítt te, enda kemur það af sömu plöntunni. Koffíninnihald þess er töluvert

minna en í kaffi. Svart te fæst hreint eða bragðbætt.

Oolong-te er hálfgerjað svart te. Telaufin eru alltaf heil, aldrei rúlluð eða brotin. Oolong-te eykur

fitubrennslu, auðveldar meltingu og er af mörgum kallað megrunarte.

SVART TE OG OOLONG-TE

Lögun:

Page 6: Te & Kaffi - Te bæklingur

· 1 tsk. te fyrir hvern bolla, sett í tesíu.

· Mikilvægt er að hella ekki sjóðandi vatni yfir grænt te heldur láta það kólna niður í um það bil 80° áður en því er hellt yfir laufin.

· Ekki skal trekkja laufin lengur en í 1–3 mínútur til að hámarka heilsusamlega eiginleika og bragð.

· Hægt er að hella tvisvar upp á sömu laufin og þá er teið látið trekkja lengur í seinna skiptið.

Grænt te er talið fyrirbyggja hina ýmsu sjúkdóma. Það er ríkt af andoxunarefnum og auðugt

af steinefnum og vítamínum svo sem A, B, C, kalki og járni. Það er til að mynda meira

C-vítamín í einum bolla af grænu tei heldur en í einni appelsínu. Grænt te er talið gott fyrir

húð og tennur, við háum blóðþrýstingi, bakteríusýkingum og offitu. Nýjustu rannsóknir sýna að

grænt te hraðar brennslu, heldur blóðsykri stöðugum, ver frumur líkamans, vinnur gegn öldrun og

er talið hefta útbreiðslu krabbameins.

GRÆNT TE

Lögun:

Page 7: Te & Kaffi - Te bæklingur
Page 8: Te & Kaffi - Te bæklingur
Page 9: Te & Kaffi - Te bæklingur

· 1 tsk. te fyrir hvern bolla, sett í tesíu.

· Vatn soðið og hellt yfir.

· Gott er að trekkja ávaxtate í 5 mínútur eða jafnvel lengur til að fá sterkara bragð.

Allt ávaxtate er koffínlaust. Það inniheldur þurrkaða ávexti, blóm og jurtir og er bragðbætt með

ávaxtaolíu. Ávaxtate er C-vítamínríkt, ferskt, hollt og mjög svalandi, sérstaklega ef það er borið

fram kalt. Þegar laga á íste er gott að sæta ávaxtateið á meðan það er heitt, t.d. með hunangi eða

sírópi og geyma það svo í ísskáp.

Heimatilbúnir frostpinnar úr ávaxtatei eru góðir fyrir krakkana!

ÁVAXTATE

Lögun:

Page 10: Te & Kaffi - Te bæklingur

· 1 tsk. te fyrir hvern bolla, sett í tesíu.

· Mikilvægt er að hella ekki sjóðandi vatni yfir hvítt te heldur láta það kólna niður í um það bil 80° áður en því er hellt yfir laufin.

· Ekki skal trekkja laufin lengur en í 1–3 mínútur til að hámarka heilsusamlega eiginleika og bragð.

Úr yngstu og fínlegustu telaufunum fæst hvítt te. Margar rannsóknir hafa bent til þess að

vegna þess hve lítið hvíta teið er unnið innihaldi það töluvert meira af andoxunarefnum

en grænt og svart te. Talið er að það lækki blóðþrýsting, styrki ónæmiskerfi, bein og

tennur og sé einstaklega gott fyrir húðina. Einn bolli af hvítu tei inniheldur 12 sinnum meira af

andoxunarefnum en glas af hreinum appelsínusafa.

Kælið hvíta teið og berið á húðina, besta andlitsvatn sem völ er á!

HVÍTT TE

Lögun:

Page 11: Te & Kaffi - Te bæklingur
Page 12: Te & Kaffi - Te bæklingur
Page 13: Te & Kaffi - Te bæklingur

· 1 tsk. te fyrir hvern bolla, sett í tesíu.

· Vatn soðið og hellt yfir.

· Gott er að láta jurtate trekkjast í 5–10 mínútur eða jafnvel lengur til að fá fulla virkni.

Í gegnum tíðina hafa jurtir mikið verið notaðar í lækningaskyni. Jurtir nýtast gegn ýmsum kvillum.

Seyði þeirra eru því tilvalin til tedrykkju.

Íslenskt blóðberg – gott við kvefi og timburmönnum.

Blóðbergsblanda – góð gegn flensu og bætir meltinguna.

Fjallagrasablanda – græðandi og góð gegn öndunarfærasjúkdómum og bólgum í maga.

Vallhumalsblanda – lækkar blóðþrýsting og er góð við svefnleysi.

Kamilla – bólgueyðandi, róandi og góð gegn kvefi.

Piparmynta – góð gegn veikindum, ógleði og lofti í maga, vinnur gegn kvefi og hálsbólgu.

Stokkrós (hibiscus) – vatnslosandi og C-vítamínrík.

Brenninetla – vatnslosandi og góð gegn gigtarsjúkdómum og blóðleysi. Góð gegn astma og

ofnæmi og er talin auka brjóstamjólk.

Kínamynta – góð gegn kvefi og flensu og við veikindum í maga.

„Anti strain-Ayurvedic“ jurtate – mjög róandi og gott gegn streitu.

JURTATE

Lögun:

Page 14: Te & Kaffi - Te bæklingur

· 1 tsk. af telaufum fyrir hvern bolla, sett í tesíu.

· Vatn soðið og hellt yfir.

· Gott er að trekkja rauðrunnate í 3–5 mínútur eða jafnvel lengur.

Rauðrunnate er koffínlaus og prótínríkur heilsudrykkur. Þetta er algerlega hitaeiningalaus drykkur,

stútfullur af steinefnum sem tapast við æfingar og er því tilvalinn fyrir íþróttafólk.

Mælt er með rauðrunnatei við svefnleysi og fyrir þá sem hafa viðkvæman maga eða taugar. Það er

einstaklega róandi og gott við vöðvaverkjum. Einnig er það talið gott við ýmiskonar exemi.

Óléttar konur og mæður!

Rauðrunnate er járnríkt, en konum á meðgöngu og með barn á brjósti vantar oft járn. Teið er

einnig mjög gott við hinum ýmsu ungbarnakvillum, svo sem magakrömpum. Rauðrunnate er einnig

kalkríkt og hjálpar því til við uppbyggingu tanna og beina sé því bætt við fæðu barnsins. Gott er að

kæla rauðrunnate og bera á bleyjuútbrot og exem, en það hefur róandi áhrif á húðina.

RAUÐRUNNATE

Lögun:

Page 15: Te & Kaffi - Te bæklingur
Page 16: Te & Kaffi - Te bæklingur
Page 17: Te & Kaffi - Te bæklingur

· Vatn soðið og kælt niður í um það bil 80°.

· Mjög mikilvægt er að vatnið sé ekki of heitt þegar því er hellt yfir teið.

· ½ tsk. af matcha-dufti sett í skál og 80 ml af vatni hellt yfir.

· Teið er svo þeytt með sérstökum bambusþeytara í um það bil 15 sekúndur, eða þangað til fín froða

myndast ofan á teinu.

Matcha-te er japanskt grænt te sem er framleitt úr hágæða telaufum. Löng hefð er fyrir drykkju

matcha í Japan og oftar en ekki er það sérstakur temeistari sem lagar teið fyrir gesti sína eftir

ákveðnum reglum. Undirbúningur fyrir matcha-te byrjar nokkrum vikum fyrir uppskerutímann.

Þá er breitt yfir terunnana til að vernda þá fyrir beinu sólarljósi. Þetta hægir á vextinum og blöðin

verða dökkgræn sem gerir það að verkum að innihald þeirra verður ríkara af amínósýrum sem

gefa sætara bragð í bolla. Eftir tínslu eru laufin þurrkuð og þau gætilega möluð í sérstökum

granítkvörnum. Engin önnur fæðutegund inniheldur eins mikið af andoxunarefnum

og matcha-te. Matcha inniheldur 10–15 sinnum meira af næringarefnum en annað

grænt te. Þessi andoxunarefni styrkja ónæmiskerfið, auka efnaskipti og koma reglu á

blóðsykur og kólesteról.

MATCHA

Lögun:

Page 18: Te & Kaffi - Te bæklingur

ORAC-stig (Oxygen Radical Absorbing Capacity)

ORAC-aðferðin (Oxygen Radical Absorbing Capacity) mælir andoxunarvirkni í matvælum og drykk.

Eins og sést á þessari töflu inniheldur matcha töluvert meira af andoxunarefnum en önnur matvæli

sem hingað til hafa verið talin súperfæða.

ORAC mælir andoxunarefni í matvælum. Matcha fær allt að 1.573 stig.

Mælieining á hvert gramm (1).

MatchaGoji-berDökktsúkkulaði

GranatepliBláberAcai-berSpergilkál (brokkolí)

Page 19: Te & Kaffi - Te bæklingur
Page 20: Te & Kaffi - Te bæklingur

www.teogkaffi.is

Við erum með te í fremstu röð