46
Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirði Jóhann Helgi Stefánsson september 2013

Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirðijhs7/Raektun.pdf · geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar

  • Upload
    vandang

  • View
    229

  • Download
    4

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirðijhs7/Raektun.pdf · geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar

Kortlagning ræktanlegra svæða í

Sveitarfélaginu Hornafirði

Jóhann Helgi Stefánsson september 2013

Page 2: Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirðijhs7/Raektun.pdf · geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar

Kortlanging ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirði

Jóhann Helgi Stefánsson

Lokaskýrsla til Nýsköpunarsjóðs námsmanna

Umsjónarmenn: Grétar Már Þorkelsson og Hjalti Þór Vignisson

Höfn í Hornafirði

Nýheimar

september 2013

Page 3: Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirðijhs7/Raektun.pdf · geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar
Page 4: Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirðijhs7/Raektun.pdf · geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar
Page 5: Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirðijhs7/Raektun.pdf · geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar

Efnisyfirlit Úrdráttur ................................................................................................................................................. 8

1. Inngangur............................................................................................................................................. 9

2. Meginmál ............................................................................................................................................. 9

2.1 Sandgræðsla Austur-Skaftfellinga ..................................................................................................... 9

2.2 Ræktunarfélag Austur-Skaftafellssýslu ............................................................................................ 10

2.3 Jarðvegsgerðir í Sveitarfélaginu Hornafirði ..................................................................................... 11

2.4 Veðurfar og Sveitarfélagið Hornafjörður ......................................................................................... 12

2.5 Náttúruvernd og Sveitarfélagið Hornafjörður ................................................................................. 13

2.6 Fuglar og landnotkun ....................................................................................................................... 16

3. Niðurstöður ....................................................................................................................................... 16

3.1 Viðtöl við bændur ............................................................................................................................ 16

3.1.1 Öræfi ......................................................................................................................................... 18

3.1.2 Suðursveit ................................................................................................................................. 19

3.1.3 Mýrar ........................................................................................................................................ 21

3.1.4 Nes ............................................................................................................................................ 23

3.1.5 Lón ............................................................................................................................................ 26

3.2 Merkingar bænda ............................................................................................................................ 29

3.3 Ræktunarland samkvæmt greiningu landupplýsinga ...................................................................... 32

3.4 Næstu skref ..................................................................................................................................... 44

Heimildarskrá ........................................................................................................................................ 46

Page 6: Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirðijhs7/Raektun.pdf · geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar

Myndaskrá Mynd 1 Jarðvegsflokkar í Sveitarfélaginu Hornafirði ............................................................................ 11

Mynd 2 Gráðudagar frá maí til sept. á veðurstöðvum í Sveitarfélaginu Hornafirði .............................. 13

Mynd 3 Svæði á náttúruminjaskrá í Sveitarfélaginu Hornafirði ............................................................ 14

Mynd 4 Friðlýst svæði í Sveitarfélaginu Hornafirði ............................................................................... 14

Mynd 5 Merkingar bænda í Öræfum .................................................................................................... 29

Mynd 6 Merkingar bænda í Suðursveit ................................................................................................. 30

Mynd 7 Merkingar bænda á Mýrum ..................................................................................................... 30

Mynd 8 Merkingar bænda í Nesjum ...................................................................................................... 31

Mynd 9 Merkingar bænda í Lóni ........................................................................................................... 31

Mynd 10 Land yfir 200 m og halli yfir 5% .............................................................................................. 33

Mynd 11 Flokkun lands – Vestari hluti öræfa ....................................................................................... 35

Mynd 12 Flokkun lands – Eystri hluti Öræfa ......................................................................................... 36

Mynd 13 Flokkun lands - vestari hluti Suðursveitar .............................................................................. 37

Mynd 14 Flokkun lands - eystri hluti Suðursveitar ................................................................................ 38

Mynd 15 Flokkun lands - Mýrar ............................................................................................................. 39

Mynd 16 Flokkun lands - vestri hluti Nesja ........................................................................................... 40

Mynd 17 Flokkun lands - eystri hluti Nesja ........................................................................................... 41

Mynd 18 Flokkun lands - vestari hluti Lóns ........................................................................................... 42

Mynd 19 Flokkun lands - eystri hluti Lóns ............................................................................................. 43

Töfluskrá Tafla 1 Náttúruminjar í Sveitarfélaginu Hornafirði ................................................................................ 15

Tafla 2 Gróðurflokkar Nytjalands .......................................................................................................... 34

Page 7: Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirðijhs7/Raektun.pdf · geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar

8

Úrdráttur Markmið þessarar ritgerðar er að varpa einhverju ljósi á landgæði Sveitarfélagsins Hornafjarðar út frá

möguleikum til ræktunar og hvernig best sé að haga skipulagi á landnýtingu. Landbúnaður er ein af

grunnstoðum samfélagsins á Hornafirði ásamt sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Tekin voru viðtöl við

nokkra bændur í hverjum af gömlu hreppunum þ.e.a.s. Öræfum, Suðursveit, Mýrum, Nesjum og Lóni.

Einnig voru ræktunarmöguleikar skoðaðir út frá landfræðilegum upplýsingakerfum og var stuðst að

mestu leyti við Nytjalandsgrunn Landbúnaðarháskóla Íslands.

Bændur í Sveitarfélaginu Hornafirði eru almennt áhugasamir um ræktun og starfsemi

Ræktunarsambands Austur-Skaftafellssýslu. Helst eru það sauðfjárbændur sem hafa minnstan áhuga

á slíkri vinnu en það skýrist af því að þeir þurfa lítið á fóðurbæti (s.s. korni og byggi) að halda. Bændur

í Öræfum og Suðursveit telja sig hafa einna slökustu landgæðin og þó svo Nesjamenn telji að sitt land

henti vel undir ræktun þá er lítið eftir sem er ekki búið að breyta í ræktunarland. Á Mýrum er mikið til

af ræktanlegu landi en í Lóni er svipaða sögu að segja eins og í Öræfum og Suðursveit. Þessar

skoðanir bænda koma nokkuð heim og saman við þær landfræðilegu greiningar sem gerðar voru.

Page 8: Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirðijhs7/Raektun.pdf · geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar

9

1. Inngangur Á síðustu árum hefur áhugi manna um ástand ræktaðs lands og möguleikar til frekari ræktunar aukist

töluvert. Er skýringuna helst að leita í þá staðreynd að íbúum jarðar fer stöðugt fjölgandi sem leiðir

af sér aukna þörf fyrir matvæli. Fréttir um hnignandi matvælaframleiðslu í Evrópu eykur einnig á

nauðsyn slíkrar umræðu (RÚV, 2013a). Sumarið 2013 tilkynnti Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra að

landnýtingaráætlun væri í bígerð, er myndi flokka land eftir notagildi þess og minnka áhættuna á

hagsmunaárekstrum ólíkra aðilla sem og að standa vörð um ræktunarland (RÚV, 2013b).

Árið 2010 var gerð skýrsla um landnotkun að beiðni þáverandi landbúnaðarráðherra Jóns

Bjarnasonar. Skýrsla sú er afar viðamikil og tekur á mismunandi þáttum varðandi notkun og

varðveislu ræktanlegs lands. Sérstaklega er áhugasömum bent á umfjöllun þeirra um skipulags- og

jarðalöggjöf. Koma höfundar með þó nokkuð af tillögum um hvernig skuli best haga þessum málum í

komandi framtíð m.a. um sjálfbæra nýting ræktaðs lands og verndun þess gagnvart byggingum. Telja

þau ekki mikla þörf á að vernda ræktunarland gagnvart skógrækt þar sem hún hefur ekki sömu

langtímaáhrif eins og t.d. byggð og vegalagning (Þórólfur Halldórsson, Drífa Hjartardóttir, Eiríkur

Blöndal, Jón Geir Pétursson, Ólafur Eggertsson og Arnór Snæbjörnsson, 2010)

Í komandi ritgerð verður fyrst fjallað um ýmsa þætti er tengjast ræktunarmálum. Til að mynda

verður fjallað um landgræðslu- og ræktunarmál í Sveitarfélaginu Hornafirði en einnig almennt um

náttúruvernd, jarðveg, veðurfar og fleira. Í niðurstöðum eru tekin saman viðtöl sem tekin voru við

bændur sumarið 2013 og sett inn á kort merkingar þeirra á ræktanlegum svæðum. Einnig er í

niðurstöðum LUK-greining á ræktanlegu landi. LUK-greining felur í sér að útiloka ákveðin svæði m.v.

hæð yfr sjávarmáli og halla. Markmið þessarar vinnu er að ólíkir aðilar t.d. bæjarstjórn og bændur

geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar vinnu að

minna á mikilvægi náttúru-, jarðveg- og búsvæðaverndunar.

2. Meginmál

2.1 Sandgræðsla Austur-Skaftfellinga Landbúnaður hefur verið nauðsynlegur þeim sem byggt hafa þetta land. Bændur í Austur-

Skaftafellssýslu hafa löngum átt allt sitt undir sauðfénu, líkt og bændur annarsstaðar á landinu.

Sauðfjárrækt er þó þeim vandkvæðum bundin að hún takmarkast af aðstöðu til beitar (bæði sumar

sem vetrar) og heyöflun. Gerðar voru miklar landbætur um miðja síðustu öld sem leiddu það af sér að

möguleikar til búfjárræktunar jukust til muna.(Páll Þorsteinsson, 1981).

Ræktun var fram á miðja síðustu öld afar lítill í sýslunni en helst voru ræktaðar kartöflur og aðrar

garðjurtir. Þegar kom fram á sjötta áratuginn fóru bændur að huga sér til hreyfings í ræktunarmálum,

þar spilaði inní að lélegt árferði hafði það í fór með sér að uppskera á garðaávöxtum brást auk þess

sem mjólkurbú var stofnað á Höfn 1956. Þurfti þá að rækta upp svæði til þess að fóðra þennan aukna

búpening, skipti þá mestu máli framræsla og sér í lagi uppgræðsla á söndum. Í Öræfum var

framræslun lands mun fyrirferða meiri en sandgræðsla. Þó voru græddir upp nokkrir hektarar lands,

m.a. svæðið sem Skeiðaráin hafði flæmst yfir höfðu flæmst yfir áður en varnargarðar voru byggðir og

áin brúuð. Sandræktun var helst stunduð á eftirfarandi stöðum: Svínafelli, Kvískerjum og

Hnappavöllum. Í Suðursveit og Mýrum var lagt mikið kapp við sandræktunina en þar var hún mest

m.v. aðra hreppi í sýslunni. Opinberir styrkir fengust í þetta verkefni en fólst sá stuðningur í formi

fræja til sáningar. Einnig náði styrkurinn að mestu leyti utan um efniskostnað við girðingar, bændur

notuðu þó sjálfir sínar vélar og útbjuggu verkfæri s.s. flaghefla. Það er m.a. þessum styrkjum að þakka

Page 9: Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirðijhs7/Raektun.pdf · geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar

10

að það myndaðist samstaða milli bænda og úr varð félagsræktun. Sandræktin átti því sér helst stað á

eftirfarandi stöðum: Flatey á Mýrum, Breiðamerkursandi, Steinasandi, í landi Hólms á Mýrum og

Sævarhólasandi. Eftir að Hornafjarðarfljótin voru stemmuð fyrir brúargerð opnuðustu bændum í

Svínafelli, Hoffelli og Miðfelli í Nesjum stór svæði sem þeir ræktuðu að einhverju leyti á sinn kostnað.

Aðalverkefnið í Nesjum var hinsvegar Skógeyjarsvæðið en það var áður mjög stór og góð engjalönd,er

eyddust upp vegna sandfoks frá Hornafjarðarfljótum og tókst sú uppgræðsla mjög vel. Er þetta eitt

stærsta verkefni sem Landgræðsla ríksins hefur staðið fyrir. Lónsmenn hafa ekki látið sitt eftir liggja

þegar kemur að uppgræðslu gegnum tíðina. Á sjötta áratug síðustu aldar færðist aukinn kraftur í þá

uppgræðslu sem hafði verið stunduð á árunum á undan t.d. á vegum Ásmunds Sigurðssonar frá

Reyðará.Hefur þessi uppgræðsla verið a.m.k. í einhverri mynd fram á okkar daga. Á nánast öllum

bæjum í Lóni var stunduð uppgræðsla í einhverri mynd en í heildinni litið voru um 250 ha ræktaðir

upp. Svo hefur á síðustu áratugum land farið að gróa upp að sjálfsdáðum, þó stundum hafi verið

hjálpað til með áburðargjöf (Nanna Dóra Ragnarsdóttir, 2000).

2.2 Ræktunarfélag Austur-Skaftafellssýslu Þann 10. febrúar 2011 var ræktunarfélag Austur-Skaftfellinga stofnað, þetta ræktunarfélag var

stofnað út frá olíujurtatilraunum sem áttu að eiga sér stað í sýslunni en þetta félag var byggt á grunni

Kornræktarfélagi Austur-Skaftfellinga. Markmið þessarar tilraunaræktunar voru eftirfarandi:

„(1) hvort unnt væri að fá uppskeru af vetrar- og sumaryrkjum af repufræi og (2) áhrif mismunandi yrkja og

áburðargjafar á uppskeruna. (3) Að kanna hvaða jarðvegsgerðir henti best fyrir ræktunina og (4) að meta hvort

raunhæft sé að rækta repju og nepju til fræs í Austur- Skaftafellssýslu“ (Sveinn Rúnar Ragnarsson, 2013).

Tilraunasáningar voru gerðar sumarið 2011 og vorið 2012. Sumarið 2011 var sáð á 6 stöðum en þeir

voru: Svínafell í Öræfum, Steinasandur í Suðursveit, Tjörn á Mýrum, Akurnesi,Seljavellir í Nesjum og

Brekka í Lóni. Á öllum stöðunum nema í Nesjum, var sáð í mismunandi jarðvegstegundir: Í Svínafelli

var það valllendi, á Steinasandi í jökulsáraur, í Tjörn á framræsta mýri og á Brekku í sandbakka, enn

fremur var reynt að bera saman mismunandi yrki. Í Nesjum aftur á móti var reynt að bera saman

sáðtíma, sáðmagn og áburðarliði. Jarðvegurinn í landi Akurnesja sem sáð var í var framræst mýri og á

Seljavöllum á leirborið mólendi. Farin var haustskoðun þann 4. okt 2011 til að meta t.d. hlutfallslega

lifun og þrótt plantna og stærð. Farið var svo aftur þann 18. apríl 2011 og skoðað þá reiti sem höfðu

lifað veturinn af. Skemmst er frá því að segja að tilraunarækt af vetraryrki heppnuðust illa en einungs

var hægt að uppskerumæla í Svínafelli þann 4. okt 2012. Ástæður þess að ekki kom uppskera á hina

blettina má leita í jarðvegsgerð, staðhátta og þroska plantnana. Í Svínafelli er mikil veðursæld og þar

var sáð í mjög góðan jarðveg, sem gerði það að verkum að sá staður hafði yfirburði yfir hina.

Uppskeran er þó heldur lægri en svipaðar tilraunir hérlendis hafa verið að skila af sér en horft er til

þátta eins og vatnsálags, þurrkálags og hitastigs á mismunandi vaxtartímum sem mögulegum

skýringum fyrir því. Repjuyrkin Rohan og Visby voru með mestu uppskeruna þó ekki hafi verið

tölfræðilega marktækur munur. Nepjuyrkið Largo hafði að öllum líkindum verið búið að missa

eitthvað af fræjum sínum þar sem það var orðið þroskað 2 vikum fyrr en hin, en var þó skorið á sama

tíma. Það kom einnig út úr tilrauninni að vetraryrkin geta náð fullum þroska í sýslunni og var lifun

repjuyrkjana sú mest samanborið við aðrar íslenskar tilraunir. Það þarf þó að velja vel staði til

sáningar til að lágmarka áhrif umhverfisþátta. Árið 2012 voru gerðar tvær tilraunir með sumaryrki í

landi Hoffells í Nesjum, þar sem þeim var sáð í valllendi (kallaður Stekkkur) og í aur á Hoffelssandi þar

sem fyrir hafði verið tún og byggakrar. Mikið norðanrok gerði skömmu eftir sáningar sem leiddi til

Page 10: Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirðijhs7/Raektun.pdf · geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar

11

þess að fræið í Stekkunum fauk svo að ekki var hægt að gera uppskerumælingar ennfremur var mikil

þurrkur í júní, sá mesti í 21 ár. Uppskera var þó á Hoffelssandi en hún var skorin 3. okt 2012.

Repjuyrkin voru með slakari uppskeru heldur en nepjuyrkin en það skýrist á því að vargur hafði étið

ofan repjunni en ekki nepjunni. Þegar skoðað var hlutfallslegt þurrefnisinnihald sést að repjuyrkin

voru nokkuð frá því að hafa náð fullum þroska og nepjuyrkin höfðu náð fullum þroska hefði þau verið

skorin seinna. Tilraunin leiddi það í ljós að íslenskt sumar er að öllum líkindum ennþá of stutt fyrir

repjuyrkin en hægt er að fá uppskeru af nepju svo að viðunandi geti talist (Sveinn Rúnar Ragnarsson,

2013)

2.3 Jarðvegsgerðir í Sveitarfélaginu Hornafirði Jarðvegur er einn af mikilvægustu auðlindum jarðar. Jarðvegur hér á landi er um margt sérstakur en

það stafar af hversu eldvirkt Ísland er. Sá jarðvegur sem einkennir Ísland er svo kölluð Eldfjallajörð (e.

andosol). Á mynd 1 sést hvaða jarðvegstegundir einkenna Austur-Skaftafellssýslu og hvar

mismunandi jarðvegstegundir finnast. Þess verður þó að geta að þetta kort er ekki ætlað að sýna

nákvæma dreifingu mismunandi jarðvegstegunda. Þær jarðvegstegundir sem finnast í sýslunni og

hafa þroska og lífræn efni eru brúnjörð og votjörð, en þær jarðvegstegundir sem einkenna auðnir og

hafa lítin þroska eru sand-, mela- og bergjörð.

Mynd 1 Jarðvegsflokkar í Sveitarfélaginu Hornafirði

Hér verður fjallað stuttlega um helstu einkenni þessarra jarðvegstegunda. Brúnjörð: Einkennir vel

gróið þurrlendi hér á landi en hún getur þó verið frekar ólík. Ýmsir þættir ráða eiginleikum hennar t.d.

magn áfoks og gjóska (hversu nálægt hún er gosstöðvum). Töluverður munur er á lífrænum efnum í

jarðveginum eftir því hvort að hún finnist á gosbeltunum eða ekki. Á gosbeltinum er töluvert minna af

Page 11: Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirðijhs7/Raektun.pdf · geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar

12

leir (sem myndast við efnaveðrum fjarri beltunum) og lífrænum efnum (1-3% C á móti 3-6% C).

Votjörð: Eins og með brúnjörðina er töluverður munur á þessari jarðvegstegund hvort hún finnst á

gosbeltunum eða ekki. Þar sem áfok er tiltölulega lítið er jarðvegurinn oft frekar leirríkur og lífrænt

kolefni um 12%. Sandjörð: Þessa jarðvegstegund skortir mjög lífrænt efni sem er nauðsynlegt fyrir

gróður. En þar sem jarðvegurinn inniheldur gjósku, þá hefur hún jónrýmd og vatnsrýmd, sem gerir

hana frábrugna skyldum tegundum annarsstaðar í heiminum. Melajörð: Hún myndast aðallega í

jökulurðum og hefur malarlag á yfirborðinu vegna frostlyfingar. Í jarðveginum er gjarnan að finna

jarðvegslag sem einkennist af töluverðu magni af leir. Þessi leir myndast annars vegar með

efnaveðrun (t.d. leyfar gamals jarðvegsyfirborðs) og hinsvegar með áfoki (t.d. brúnjörð). Bergjörð:

Jarðvegur þarna er oft mjög grýttur og snauður af moldarefnum (<2 mm) einkum af leir og lífrænu

efni (Ólafur Arnalds og Hlynur Óskarsson, 2009).

2.4 Veðurfar og Sveitarfélagið Hornafjörður Umræðan um loftlagsbreytingar hefur farið sívaxandi síðustu ár og eru fáir sem afneita því að þau

eiga sér stað. Ástæður breytinganna eru bæði að leita í umsvifum manna en á sér líka náttúrulegar

skýringar. Bjarni E. Guðleifsson (2004) skrifaði grein þar sem fjallað er um áhrif loftlagsbreytinga á

landbúnað hér á landi. Þegar horft er til fóðurræktunar fyrir búpening er nánast öruggt að aukning

muni verða í heyfangi um allt að 64%. Vallarfoxgrasið sem hefur notið mikilla vinsælda meðal bænda

mun gefa öruggari og meiri uppskeru. Auk þess sem að aukin uppskera og auknir möguleikar munu

fylgja notkun á nýjum fóðurjurtum. Einkum er hægt að horfa til belgjurta t.a.m. rauðsmára sem gæti

minnkað áburðarþörf á túnum. Svipaða sögu er segja um nánast hvaða ræktun sem er.

Loftslagsbreytingarnar munu að öllum líkindum hafa mestu áhrifin á kornrækt. Bygguppskeran mun

aukast t.a.m. um 1 tonn/ha á hverja gráðu sem sumarhitinn hækkar og því er möguleiki að uppskera

aukist töluvert a.m.k. fram til ársins 2150. Þessi hækkun mun leiða af sér að vaxtartími korns hér á

landi um lengjast sem þýðir öruggari ræktun og stækkun á því svæði sem hentar undir kornrækt.

Einnig munu aukast möguleikar á ræktun fleirri tegunda t.d. hafra og hveitis. Matjurtaræktun mun

einnig njóta góðs af hækkun hitastigs hér á landi. Uppskeran mun því aukast á garðávöxtum sem eru

nú ræktaðar hér t.d. kartöflur, rófur og gulrætur. En einnig mun opnast nýjir möguleikar í ræktun,

ræktun á blómkáli og kínakáli mun verða öruggari vegna hækkun hitastigs, meiri úrkomu og hærra

hlutfalli koltvískýrings í andrúmsloftinu. Aukinn vetrarhiti mun auka uppskeru jarðaberja og ræktun

hindberja, asía og graskerja mun verða árennilegri.

Hugtakið gráðudagar er töluvert notað af vísindamönnum m.a. við athugunum á ræktunarskilyrðum

en gráðudagar eru margfeldi meðalhita tímabils og fjölda daga. Gert er ráð fyrir að undir lok þessarar

aldar (2071 til 2100) verði gráðudagar hærri er nemur 300 en breytingar milli ára verða síst minni. Þó

að þessar spár gefi góð fyrirheit hvað varðar hækkun hitastigs á hluta af vaxtartímabili plantna (1. júlí

til 15. september) þá fylgir sá böggur skamrifi að spár gera ráð fyrir að hvassviðris dögum muni fjölga.

Ef að þessar spár ganga eftir þá mun gráðudögum fjölga verulega sem leiðir af sér að við lok

aldarinnar er nánast árviss uppskera á byggi og í góðum árum geti hveiti einnig orðið fullþorska.

Vegna þessa mun áhætta á frostskemmdum minnka hlutfallslega en áhætta vegna skemmda af

völdum hvassviðris aukast (Haraldur Ólafsson, Áslaug Helgadóttir, Aðalsteinn Sigurgeirsson, Jónatan

Hermannsson og Ólafur Rögnvaldsson, 2007).

Ef skoðað er veðurfar síðustu ára sést að það þurfa ekki að vera miklar hitabreytingar svo að

ræktunarmöguleikar stóraukist. Á mynd 2 sjást gráðudagar tímabilsins frá maí til september

Page 12: Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirðijhs7/Raektun.pdf · geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar

13

undanfarinna ára á nokkrum veðurstöðvum sýslunnar (Þóranna Pálsdóttir, tölvupóstur 2013).

Lágmarksþroski byggs eru 1100 gráðudagar en full þroski fljótþorska byggs við 1200 gráðudaga. Það

sést því að hitafar í Sveitarfélaginu Hornafirði hentar vel í ræktun.

Mynd 2 Gráðudagar frá maí til sept. á veðurstöðvum í Sveitarfélaginu Hornafirði

2.5 Náttúruvernd og Sveitarfélagið Hornafjörður Í náttúruminjaskrá eru tekin saman öll friðlýst svæði auk svæða sem ekki hafa verið friðlýst en teljast

merkileg. Á mynd 3 sést hvaða svæði er að finna á Hornafirði. Sú náttúrminjaskrá var gefin út 1996 en

með tveimur breytingum þar sem fleiri svæði voru friðlýst. Eins og sést á áðurnefndri mynd er

töluvert af svæðum innan sveitarfélagsins, en þó eru 4 sem teljast sem friðlönd, fólkvangar og

náttúruvættir. Friðlöndin (mynd 4) eru Lónsöræfin, Ingólfshöfði, Salthöfði og Salthöfðamýrar. Hin

síðarnefndu eru bæði undir 200 metrum og gæti því talist hluti af ræktanlegu landi

(Umhverfisstofnun, á.á.). Í auglýsingu um þessa friðlýsingu Salthöfða og Salthöfðamýra í

Stjórnartíðindum (B, 249/1977) segir, „Óheimilt er að breyta landslagi á svæðinu, náttúrulegu

grunnvatnsborði og rennsli straumvatna.“. Er því ljóst að ekki verður stunduð ræktun á því svæði og

svipuð ákvæði gilda um Ingólfshöfða. Náttúruvættir eru skilgreindir í lögum um náttúruvernd

(nr.44/1999) sem friðlýstar náttúrumyndanir en þær eru skilgreindar í áðurnefndum lögum á þennan

hátt: „Náttúrumyndanir, svo sem fossa, eldstöðvar, hella og dranga, svo og fundarstaði

steingervinga, sjaldgæfra steinda, bergtegunda og bergforma, sem mikilvægt er að varðveita sakir

fræðilegs gildis þeirra, fegurðar eða sérkenna“. Þessi náttúruvætti eru Díma í Lóni en hún er

klapparhæð á aurum Jökulsár í Lóni með fjölbreyttum gróðri og Háalda í Öræfum. Ósland var auglýst

sem fólkvangur 1982. Aðrar náttúruminjar sem skráðar eru í Hornafirði eru á töflu 1 en þar eru þessar

minjar útlistaðar og gerð lýsing á þeim (Umhverfisstofnun, á.á).

Page 13: Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirðijhs7/Raektun.pdf · geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar

14

Mynd 3 Svæði á náttúruminjaskrá í Sveitarfélaginu Hornafirði

Mynd 4 Friðlýst svæði í Sveitarfélaginu Hornafirði

Page 14: Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirðijhs7/Raektun.pdf · geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar

15

Tafla 1 Náttúruminjar í Sveitarfélaginu Hornafirði

Staður Lýsing

Lónsfjörður og Hvalnes

Grunnur fjörður með þroskamiklum og sérstæðum botngróðri, sjávarfitjar og mýrlendi með tjörnum. Þýðingarmikill viðkomustaður farfugla. Sérkennilegt og fagurt landslag með hömrum úr djúpbergi við Hvalnes.

Þórisdalur Fjölbreytt og litríkt landslag. Dalsskógur í norðanverðum Laxárdal. Fjölsótt útivistarsvæði.

Laxárdalur Dalur með fjölbreyttum og litríkum jarðmyndunum, mýrlendi og vötn. Talsvert fuglalíf.

Skarðsfjörður Lífauðugar leirur og grunnsævi með miklu fuglalífi. Álaugarey er jarðfræðilega sérstæð.

Baulutjörn, Óvenju lífrík tjörn, mikið fuglalíf

Umhverfi Hoffellsjökuls

Stórbrotið landslag umhverfis skriðjökul. Kjarrlendi, jarðhitavottur er í Vandræðatungum. Jaðarlón framan við Svínafellsjökul, minjar um hopun jökuls. Djúpberg í Svínafellsfjalli og Geitafelli.

kálafellsjökull og fjalllendi í Suðursveit

Stórbrotið landslag, jarðmyndanir svo sem jökulminjar og gabbróhnullungar. Í tindum og jökulskerjum vaxa fjallaplöntur í 1100-1300 m hæð.

Steinadalur og Staðarfjall

Stórbrotið landslag með háum fjöllum, Þverártindsegg, hrikalegu gljúfri, þ.e. Klukkugili, og kjarri á Steinadal og í Staðarfjalli.

Hrollaugseyjar Eyjar í hlýjasta hluta sjávar við landið, en nálægt skörpum hitaskilum. Klettafjörur, nánast þær einu á mjög stóru svæði.

Breiðamerkursandur, Jökulsárlón, jökulöldur við Kvíárjökul og Eystrihvammur

Jökulsárlón er þekktasta jaðarlón á landinu. Kvíármýrarkambur, Kambsmýrarkambur og aðrar jökulöldur við Kvíárjökul eru einhverjar stærstu og sérstæðustu jökulöldur á landinu. Eystrihvammur er kjarri vaxinn með tæru stöðuvatni. Mikill og sérstæður gróður, auðugt fuglalíf og selir.

Hamrar milli Gljúfursár og Salthöfða

Sérkennilegir blágrýtishamrar, sérstætt náttúrufar.

Svínafellslögin Vatnasetlög með blaðförum frá hlýskeiði ísaldar.

Stóralda Forn, algróin jökulalda framan við Svínafellsjökul.

Fjalllendið utan Skarðsdals

Fagurt fjallendi með margvíslegum bergtegundum. Í Vesturhorni finnst bæði granófýr og gabbró.

Heinabergsfjöll Stórbrotið landslag með sérkennilegum móbergstindum í Heinabergsfjöllum, jökullón og jarðhiti í Vatnsdal og birkikjarr í Heinabergsdal.

Í náttúruverndaráætlun 2009 til 2013 eru útlistuð þau svæði og þær tegundir sem áætlað er að

friðlýsa á því árabili. Þrjú af þessum svæðum lenda innan Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Þessi svæði

eru Steinadalur í Suðursveit, skóglendið við Hoffellsjökul og undirhlíðar í Nesjum. Tvö fyrrnefndu

svæðin verða hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. „Forðast ber að skipuleggja landnotkun sem krefst

jarðrasks á þessum svæðum“ er í sagt í þingskjali sem fylgir áætluninni. Sérstaklega er tekið fram að

jarðrækt(t.d. tún og akrar) og efnistaka ógni undirhlíðum Nesjum. Skýringu á því hvers vegna svo

sterkt er tekið til orða varðandi undirhlíðar Nesja er að finna í markmiði friðlýsingarinnar en þar segir:

„Verndun búsvæðis fyrir stærstu bjöllutegund landsins, íslenskan tröllasmið Carabus problematicus

islandicus sem er staðbundinn í brekkurótum fjalla frá Hoffelli og austur fyrir Almannaskarð. Með verndun

svæðisins er tegundinni tryggt athvarf til að dafna áfram á eigin forsendum eins og hann hefur gert um aldir.

Page 15: Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirðijhs7/Raektun.pdf · geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar

16

Einnig er friðlýsingin í samræmi við 2010 markmið samningsins um líffræðilega fjölbreytni.“ (Þingskjal 239 –

192. mál).

Það skiptir því gríðarlegu máli að aðilar séu vakandi fyrir jarðraski á þessu svæði þar sem

Hornfirðingar bera gríðarlega ábyrgð á því að þessi tegund hafi það rými sem hún þarfnast.

2.6 Fuglar og landnotkun Sérhver nýræktun felur óhjákvæmilega í sér töluverða breytingu á landslagi og vistkerfum þeirra

svæða sem hún nær yfir, hvort sem það er skóg-, tún- eða akurrækt. Þetta leiðir af sér að a.m.k.

einhver breyting verður á fuglalífi, þar sem að flestir fuglar verpa undir 200 metrum en þar fer líka

fram mest öll ræktun (Gunnarsson, T.G., Gill J.A., Appleton G.F., Gíslason H., Garðarsson A.,

Watkinson A.R. og W.J. Sutherland, 2006). Hér verpir gríðarlega stór hluti af heimstofni margra

vaðfugltegunda og því er Ísland eitt af lykillöndum þegar kemur að þessum dýrahóp. Þær breytingar

sem urðu á landslagi og gróðurfari eftir landnám með t.d. beit og skógarhöggi en einnig gjóskufalli,

eru taldar ástæðan fyrir því hversu stórir vaðfuglsstofnar eru á Íslandi nú á tímum (Þóra Ellen

Þórhallsdóttir, 2002). Stofnar þessara fugla eru sterkir hér á landi og því sést ekki sú fækkun sem á sér

stað í öðrum löndum Evrópu. Í Bretlandi eru og hafa verið áform um að vernda búsvæði þessara

fuglategunda fyrir ágangi landbúnaðar (Bradbury, R.B. og Kirby, W.B, 2006). Ræktun hefur mikil áhrif

á vistkerfi lands þar sem mósaík lands er breytt og land verður einsleitnara. Votlendissvæði eru svæði

sem hafa mjög fjölbreytta mósaík mynstur, þessi svæði eru nátengd og spila saman við graslendi,

mólendi og ræktað land svo dæmi séu tekin. Þessi blanda af mismunandi svæðum er nýtt svo af

fuglum t.d. jaðrakan sem heldur sig í votlendi en ungar hans leita oft í þurrara land í fæðuleit og

fylgsni. Það er áhugavert að sjá að mófuglar hafa mestu tegundafjölbreytnina og þéttleikan í

fjórsömum landbúnaðarhéruðum sunnan- og norðanlands. Þetta skýrist af því að væntanlega eru

ræktunarskilyrði best þar sem að fjólbreytni í fánu og flóru er mest. Landbúnaður getur einnig haft

jákvæð áhrif á fuglalíf, aukið fæðuframboð og þess háttar, en það verður þá að vera landbúnaður af

lítilli ákefð (e. non intensive). Aftur á móti þegar landbúnaður er stundaður í stórum stíl og af mikilli

ákefð þá fara neikvæð áhrif hans að vega mun þyngra en hin jákvæðu t.d. með eyðingu búsvæða. Hér

á landi er nokkuð langt í þennan skurðpunkt ólíkt nágrannalöndum okkar eins og fyrr segir. Sá

möguleiki er hinsvegar til staðar að Ísland geti lent á þessum sama stað, sérstaklega ef að breytingar

á landi halda áfram með sama hraða og þær hafa verið að gera. Aukin skógrækt og frístundabyggðir

geta t.d. leitt á þessa braut. Þessi mál auka enn á mikilvægi þess að landnotkun verði skipulögð þar

sem t.d. skógrækt og sér í lagi frístundabyggðir geta þrifist ágætlega á ófrjósömu landi og ætti því

ekki að vera ástæða að taka frjósamt land undir þessa tegund nýtingar (Tómas Grétar Gunnarsson,

2010).

3. Niðurstöður

3.1 Viðtöl við bændur Grétar Már Þorkelsson ráðunautur Búnaðarsambands Suðurlands valdi viðmælendur enda er hann í

miklum tenglsum við bændur í sveitarfélaginu. Notast var við eigindlegar rannsóknaraðferðir með

hálf opinn spurningalista. Það fól í sér að viðmælendur voru heimsóttir á heimilum sínum, viðtölin

tekin upp og teikningar á kort gerðar. Hér á eftir er listi yfir viðmælendur, bú þeirra, hvernig búskap

þeir stunda og dagsetning viðtalana.

Page 16: Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirðijhs7/Raektun.pdf · geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar

17

Benedikt Steinþórsson: Sauðfjárbóndi að Svínafelli í Öræfum. Viðtal var tekið 20. júní 2013.

Ármann Guðmundsson: Sauðfjárbóndi að Svínafelli í Öræfum. Viðtal var tekið 20. júní 2013.

Gunnar Sigurjónsson: Sauðfjárbóndi að Litla Hofi í Öræfum, einnig með hross. Viðtal var tekið 20. júní

2013.

Guðmundur Þórðarson: Sauðfjárbóndi að Hnappavöllum í Öræfum, einnig með bleikjueldi. Viðtal var

tekið 20. júní 2013.

Sigurgeir Jónsson: Fyrrverandi bóndi að Fagurhólsmýri í Öræfum. Viðtal var tekið 20. júní 2013.

Örn Bergson: Sauðfjárbóndi að Hofi í Öræfum, einnig með hross. Viðtal var tekið þann 16. júlí 2013.

Bjarni Steinþórsson: Sauðfjárbóndi að Kálfafelli í Suðursveit. Viðtal var tekið 8. júlí 2013.

Fjölnir Torfason: Ferðaþjónustubóndi, sauðfjárbóndi og bleikjueldi að Hala í Suðursveit. Viðtal tekið

þann 26. júlí 2013.

Steinþór Torfason: Kúabóndi að Hala í Suðursveit. Viðtal tekið þann 26. júní 2013.

Bjarni Ingvar Bergsson: Sauðfjárbóndi að Viðborðsseli á Mýrum. Viðtal tekið þann 4. júlí 2013.

Elvar Þór Sigurjónsson: Sauðfjárbóndi að Nýpugörðum á Mýrum. Viðtal tekið þann 26. júní 2013.

Friðrik Reynisson: Bústjóri á kúabúinu í Flatey á Mýrum. Viðtal tekið þann 26. júní 2013.

Gunnar Helgason: Kúabóndi að Stórabóli á Mýrum. Viðtal tekið þann 8. júlí 2013.

Sæmundur Jónsson: Kúabóndi að Árbæ á Mýrum. Viðtal tekið þann 26. júní 2013.

Eiríkur Egilsson: Kúabóndi og kornræktandi að Seljavöllum í Nesjum. Viðtal tekið þann 17. júlí 2013.

Hjalti Egilsson: Kartöflubóndi og repjubóndi að Seljavöllum í Nesjum. Viðtal tekið þann 11. júlí 2013.

Marteinn L. Gíslason: Sauðfjárbóndi að Ártúni í Nesjum. Viðtal tekið þann 4. Júlí 2013.

Ómar Antonsson: Hrossabóndi að Horni í Nesjum. Viðtal tekið 15. júli 2013.

Sævar Kristinn Jónsson: Kartöflu- og svínabóndi að Miðskeri í Nesjum. Viðtal tekið 8. júlí 2013.

Valþór Ingólfsson: Kúabóndi og kornræktandi að Grænahrauni í Nesjum. Viðtal tekið þann 11. júlí

2013.

Vilborg Jónsdóttir: Sauðfjárbóndi að Bjarnanesi í Nesjium. Viðtal tekið þann 4. júlí 2013.

Þrúðmar Sigurðsson: Fyrirverandi bóndi að Hoffelli í Nesjum. Viðtal tekið þann 4. júlí 2013.

Kristín L. Jónsdóttir: Sauðfjárbóndi að Hlíð í Lóni. Viðtal tekið þann 12. júlí 2013.

Olga Friðjónsdóttir: Sauðfjarbóndi og ferðaþjónustubóndi að Brekku í Lóni. Viðtal tekið 12. júlí 2013.

Óskar Þorleifsson: Sauðfjárbóndi að Vík í Lóni. Viðtal tekið þann 15. júlí 2013.

Page 17: Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirðijhs7/Raektun.pdf · geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar

18

3.1.1 Öræfi Bændur í Öræfum eru almennt séð frekar áhugasamir um ræktunarsambandið og þá vinnu sem liggur

þar að baki. Það var þó bent á að menn hefðu takmarkaðan tíma til að standa í annari ræktun vegna

þess hve vorin eru annasöm hjá sauðfjárbændum. Flestir bændur í Öræfum telja landleysi há þeim

mest varðandi ræktun. Það var helst Guðmundur á Hnappavöllum sem taldi sig eiga nóg land sem

hægt væri að taka undir ræktun. Landleysi Öræfinga felst fyrst og fremst í öllum þeim aurum og

söndum sem eru þar að finna. Benedikt í Svínafelli var sá bóndi sem tók þátt í tilrauninni 2011 og

heppnaðist hún vel. Hann hefur áhuga á að fara útí frekari ræktun, það eru hinsvegar ákveðin atriði

sem takmarka frekari ræktun. Eitt af því er að Öræfin eru talin hreint svæði og skapast því ákveðin

vandamál með tækjakost, bændur þar þyrftu helst að eiga tækin sjálfir. Þegar hann var spurður hvort

hann sæi fyrir sér einhver sérstök svæði sem taka ætti undir olífræsræktun, þá nefndi hann að hann

sæi helst fyrir sér slíka ræktun næst bænum þar sem þar væri mun veðursælla en frekar ætti leggja

kapp á túnrækt niður frá, vestan við þjóðveg. Þegar var spurt um hvort að bændur hefði áhuga að

fara útí korn eða olíujurtarækt voru nokkuð skiptar skoðanir en það var helst Benedikt í Svínafelli sem

hafði áuga á því. Örn Bergson sagði að hann sæi ekki fyrir sér að fara útí þess konar ræktun heldur

væri það frekar verkefni sem biði næstu kynslóðar bænda þar. Hann sagði þó að frumskilyrði þess að

kornrækt yrði stunduð í sýslunni að hér myndi rísa upp þurrkstöð og benti hann á að Flatey ætti að

vera miðstöð kornræktunar í sýslunni m.a. vegna þess hve mikið ræktunarland er þar að finna.

Ármann í Svínafelli sagði einnig að hann hefði ekki áhuga að fara út í þess konar ræktun „eins og

staðan væri í dag“. Guðmundur á Hnappavöllum tók í nokkuð annan streng, honum þótt ólíklegt að

hann myndi fara útí kornræktun heldur myndi hann frekar horfa til repjunnar. Þar sem að hann taldi

sig hafa það stórt land þó að það væri allt óskipt.

Aðspurðir út í verndun náttúru og halda svæðum í sem upprunalegustu mynd virðast allir aðspurðir

mjög jákvæðir gagnvart þess konar stefnu. Sigurgeir frá Fagurhólsmýri var sá eini sem lýsti einhverri

neikvæðri skoðun á þessi mál. Hann sagði að honum finndist að „fuglarnir væru teknir fram yfir

mannskeppnuna“ og að „það mál allt ganga útí öfgar“. Spurt var hvort að menn hefðu uppá sitt

einsdæmi tekið frá einhver svæði sem hefði verið hægt að rækta gagngert vegna friðunar á fuglalífi

eða gróðurfari, segjast engir bændur hafa gert það en benda á að þeir hafa ekki þurft þess vegna

þeirra búskaparhátta er þeir hafa. Ármann í Svínafelli segir t.a.m. „Það eru náttúrulega fullt af

svæðum sem eru þannig, sem er ekkert verið á leiðinni að taka frá. Þannig að ég veit ekki hvort að

það þarf beint að taka það frá.“ Einnig nefnir Guðmundur á Hnappavöllum í þessu samhengi þá

uppgræðslu sem þeir hafa verið að standa í. Bendir hann á að fyrir neðan þjóðveg hafi allt það land

verið „kolsvartur aur“ en eftir að árnar voru beislaðar hefur svæðið verið að gróa upp og hafa bændur

verið hluti af verkefni Landgræðslu ríksins, Bændur græða landið. Gunnar frá Litla Hofi lét í ljós

skoðun sína að ekki ætti að dreifa byggð eða ræktuðu landi á þau svæði þar sem ekki er hefð fyrir

þeim. Benti hann á svæði eins og Sandfell í því samhengi. Einnig lét hann í ljós andstöðu sína við að

byggja upp á fleiri svæðum t.d. landsvæðið milli Kvískerja og Hnappavalla sem og Breiðarmerkursand.

Þegar bændur voru inntir eftir skoðun sinni á því hvernig bændur og Sveitarfélagið Hornafjörður gætu

unnið saman að gerð skipulags á ræktuðu landi var lítið um ákveðnar skoðanir. Flestir bændur nefndu

þá skoðun að nauðsynlegt væri að gott samkomulag og samstarf yrði á öllum málum. Nokkrir

bændur áréttu það að bændur hafa eignarétt á landinu og ættu því m.a. að stjórna hvernig ræktun

væri háttað á jörðum sínum. Árétti Guðmundur á Hnappvöllum skoðun sínu í þessu samhengi að

raska ekki of mikið dýra- og fuglalífi. Einnig sagði hann að það væri frekar hlutverk sveitarfélagsins að

styðja við bændur í aðgerðum sínum. Örn á Hofi sagði þá skoðun sína að það eigi að vernda

Page 18: Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirðijhs7/Raektun.pdf · geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar

19

ræktunarland. Nefndi hann nauðsyn þess að rannsaka til þaular og kortleggja þau svæði sem teljast

ræktanleg, og hann sæi ekki ástæðu m.v. staðhætti í A-Skaftafellssýlu að byggja þar sem gott er

ræktunarland.

Ef litið er til framtíðar landbúnaðar í Öræfum er helst vart við svartsýni bænda þar um nýliðun í

bændastéttinni. Margir nefna ferðaþjónustuna í því samhengi. Erni á Hofi verður tíðrætt um áhyggjur

sýnar varðandi framtíð kúabúskapar í sýslunni, nefndi hann að kúabúskapur myndi leggjast af í

Öræfum í náinni framtíð.

3.1.2 Suðursveit Suðursveitungar líkt og Öræfingar eru jákvæðir í garð ræktunarsambandsins og reyndar allri

samstöðu varðandi ræktun. Fjölnir nefnir afnot af tækjum í því samhengi og bróðir hans Steinþór

segir að það sé "ekkert nema gott eitt um það [ræktunarsambandið] að segja“.

Aðspurðir útí veðurfar á svæðinu og hvernig það samræmist veðurstöðinni á Höfn. Sögðu þeir að

helst væri munur á styrk eftir vindáttum í Suðursveit og á Höfn. Steinþór sagði að það gæti orðið

frekar hvasst sérstaklega þá í norðvestan átt og að vestan áttin væri nokkuð hvöss, það yrði þó „aldrei

hættulega hvasst“. Bjarni sagði aftur á móti að norðanáttir væru góðar þar en aftur á móti slæmar

útá Höfn. Aðspurður um hvaða árstími væri hvað verstur nefndi Steinþór að haustin væru það og

Bjarni talaði um hve breytilegt veðrið gæti verið og benti hann á máli sínu til stuðnings að oft væri

úrkoma á túnum innarlega en þurrt á þeim sem ytri eru.

Þegar talið barst að möguleikum til frekari ræktur sögðu bændur að þeir hefðu ekki mikið af góðu

ræktunarlandi til taks. Landið í kringum Hala hefur að mestu leyti verið tekið undir ræktun en það

land sem ekki er í ræktun sagði Steinþór að væri ákaflega erfitt, þar sem þetta væru hallandi mýrar og

að „vatnið kemur bara upp þar sem maður á síst von á því“. Nefndu bæði Steinþór og Fjölnir svæðið

austur á Steinasandi, en þar er töluvert af landi sem hægt væri að taka undir ræktun. „En það er

auðvitað ekki gott ræktunarland“ sagði Steinþór það felst aðallega í því að þetta er aurasvæði og er

hann grófur. Þarna eru þó tún og hafa þau verið að reynast vel og lítið um þurrkaskemmdir. Fjölnir

sagði þó að það þyrfti að grípa til einhvera aðgerða því að Kaldakvíslin hefur verið að brjóta

upptöluvert af grónu landi. Bjarni í Kálfafelli tók í nokkurn annan streng en bændurnir á Hala en

hann sagði „það er allavega óhemjumikill möguleiki til túnræktunar allavega og til allra þeirra jurta

sem myndu spretta á aurnum. Hann sagði að olíurepjan hefði ekki lukkast en að korn myndi líklega

lukkast.

Akurlendi er nánast ekkert á jörð Hala s.k.v. Steinþóri, það er eru aðeins nokkrir blettir auk þess sem

það er orðið mjög lítið eftir hjá bænum vegna byggingaframkvæmda sem hafa átt sér þar stað. Það

er því nánast aðeins möguleiki á að gera grastún á Steinasandi en einnig er hægt að rækta eitthvað

upp af grænfóðri s.s. rýgresi og hafrar. Aðspurður að það væri þá möguleiki að hafa akra þar seinna,

tók hann undir það og sagðist hafa gert það að hluta til en honum reis hugur við byltingu á því

stórgrýti ennfremur sem það er erfitt að slétta svæðið. Fjölnir benti á að bróðir sinn, Steindór, hafi

verið að nýta hluti af landi Reynivalla t.d. undir bygg og sagði að þar væri mjög gott ræktunarland og

þar gætu menn örruglega komist að samkomulagi um frekari ræktun. Aðspurður um almennan vilja

landeigenda sem stunda ekki búskap á slíku samkomulagi sagði hann eftir farandi „hjá sumum er það

alveg tvímælalaust, svo eru aðrir sem eru alveg á móti því og getur verið bara vesen.“

Page 19: Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirðijhs7/Raektun.pdf · geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar

20

Þegar talið barst að ræktun á olíujurtum lét Fjölnir á Hala í ljós mikla andstöðu við ræktun á þeim

jurtum hér á landi og sagði hann eftirfarandi máli sínu til stuðnings:

„Ég held að það sé alveg ljóst ef menn setjast niður í rólegheitunum og skoða það. Að þá er það

búgrein sem kemur aldrei til með að geta staðið undir sér. Ég er mjög harður á því að það sé ekki verið að etja

bændum í einhver verkefni sem eru kannski svona gæluverkefni, eða hugmyndafræðilega vafasöm. Og menn

nota kannski eitthvað af opinberu fré til að styðja við það, en í raun og veru hefur mér sýnst að í þeirri ræktun

eru menn að nota a.m.k. jafn mikla olíu og menn fá, stundum töluvert meiri olíu. Fyrir nú utan það að þessi

hugmyndafræði, kemur til með eftir tiltölulega fá ár að verða bönnuð, um allan heim. Vegna þess að hún ógnar

matvælaöryggi þjóða og hækkar vöruverð. Og gerir raun og veru samkeppnishæfni fátækari þjóða, nánast

alveg vonlausa, að fá bara nóg í matinn.“

Steinþór segir að það stefni ekki í frekari kornrækt en er það aðallega vegna ágangs gæsa og álfta á

akrana. Bjarni kom inn á að hann hafi staðið í tilraunum á línrækt fyrir nokkrum árum og það hafi

gefist vel en aftur á móti þegar hann var spurður um skógrækt gaf hann lítið fyrir ræktun af því tagi.

Fjölnir benti á þann hag sem menn geta haft af skógrækt í bland við annarskonar ræktun, sá hagur

felst í þeim veðurfarsskilyrðum sem skógræktin skapar og vökvasöfnun trjáa sem þau deila svo út

þegar á þarf. Þegar Steinþór var spurður um annars konar ræktun kom í ljós áhugi fyrir henni en

tímaskortur stoppaði hana af eða eins og hann komst að orði „vorið er alltaf búið þegar það kemst í

verk.“ Fjölnir benti ennfremur á að áratugum saman lifðu Suðursveitungar eingöngu á kartöflurækt.

Hann sagði að það hafði verið lítið af hefðbundnum búskap en málin tóku að breytast þegar

Mjólkursamlagið á Höfn var stofnað um 1958. Þá hafi menn farið að auka grasrækt á kostnað

kartöflunar, auk þess að sandræktirnar byrjuðu á þessum tíma. Með kuldaárunum frá 1964 fram

undir 1980 hefði svo kartöflurækt endanlega lagst af.

Spurt var hvað bændum fyndist um að halda svæðum utan við ræktun vegna náttúrulegs fuglalífs og

gróðurfars sagði Fjölnir að honum þætti þessi umræða vera á villigötum. Segir hann að Ísland sé eitt

manngerðasta land í Evrópu en það er helst í formi ofnýtingar og ofbeit lands. Hann lagði mikla

áherslu á að menn myndu umgangast landið af þeirri virðingu að það fái að þróa sig sjálft og sagði að

hann myndi lofa því að það land sem fengi að vera í friði myndi vera skógi vaxið. Nefndi hann máli

Skeiðarár- og Breiðamerkursand máli sínu til stuðning. Sagði hann enn fremur að það myndi koma

mörgum á óvart að sjá hversu mikla beit og mannleg umsvif Ísland geti borið ef það fengi að þróast

sjálft. Steinþór á Hala hafði ekkert á móti slíkri vernd og benti á að það væru þarna mjög stór svæði

óröskuð og frjáls. Hann talar einnig um að mörg svæði í hans nær umhverfi séu að gróa upp og því

fylgi meira fuglalíf, stafar þessi uppgræðsla af því að ár hafa verið færðar í fastan farveg. Nefnir hans

svæði í þessu samhengi eins og Fell, Reynivelli og Breiðamerkursandur.

Þegar kom að skipulagi á landnotkun og samvinnu bænda voru aðilar nokkuð ósammála. Steinþór

taldi ef að góð samvinna og samræður milli aðila þá myndi slíkt skipulag ganga vel. Hann nefndi

einnig að þetta ætti að vera á aðalskipulags grundvelli. Þar ætti því að skilgreina svæði út frá

mismunandi athöfnum t.d. sérstök byggingarsvæði, ræktunarsvæði og skógræktarsvæði. Segir hann

einnig að það þurfi að gera þetta í tíma og áður en „allt er komið í flækju“ og bætir við „því það er svo

erfitt fyrir aðila að ætla að grípa inní ef það eru ekki til neinar samþykktir eða neitt um hlutina.“

Fjölnir telur að þessir aðilar geti ekki unnið saman og efast um að það sé þörf á slíkri vinnu. Nefnir

hann þar máli sínu til stuðnings að breytingar geta orðið svo miklar á 10 ára grundvelli að það sé

algjörlega ómögulegt að gera deiliskipulag sem myndi ekki verða úrelt. Hann segir því að við eigum

ekki að vera að eyða tíma í þetta heldur taka jákvætt á þeim ferlum sem er í gangi og gæta þess að

Page 20: Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirðijhs7/Raektun.pdf · geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar

21

náttúran fái að njóta sín. Segir hann að það verði ekki umflúið að byggingar muni sækja á ræktanlega

svæðið, þar sem að veðurfar er þar best.

Aðilar voru allir sammála um að landbúnaður yrði að haldast í Suðursveit því eins og Fjölnir sagði þá

myndi margt tapast um leið og hann færi t.d. örnefni og þekking á landsvæðum. Hann sagði einnig að

það þyrfti að huga meira að menntun í landbúnaði, því að þá yrði hann sterkari og bændur betur í

stakk búnir til að takast við þær áskoranir koma upp. Töldu þeir að landbúnaður myndi ekki leggjast

af í Suðursveit á næstu árum a.m.k. ekki sauðfjárbúskapur og horfðu þeir á ferðaþjónustuna til að

auka við mannskap í sveitinni. Taldi Steinþór nauðsynlegt að fjölskyldufólk myndi stofna til búsetu og

gæti þá unnið við ferðaþjónustu. Ferðaþjónustan mætti ekki einblína að fá skammtíma starfsfólk, ef

sú þróun yrði myndi opnast möguleikar á sterkum sveitum sem myndu fela í sér endurkomu þjónustu

sem hefur í auknu mæli verið að færast til Hafnar t.d. skólar.

3.1.3 Mýrar Þeir bændur sem rætt var við á Mýrum hafa flestir einhvern áhuga á ræktun. Sæmundur í Árbæ sagði

að hann hefði mjög mikinn áhuga á starfsemi ræktunarsambandsins og sér þætti það mjög jákvætt

þegar bændur taka sig saman og vinna að nýjungum. Hann benti á að hann sjálfur hefði staðið í

svipuðum tilraunaræktunum áður en að félagið var stofnað. Tímaskortur varð þess valdandi að hann

tók ekki meira þátt í því sambandi en raun var. Bjarni frá Viðborðsseli var með sömu afstöðu og

Sæmundur varðandi áhuga sinn á starfsemi ræktunarsambandssins. Elvar á Nýpugörðum sagði að

hann væri ekki mjög spenntur fyrir því. Slæmur gangur í kornrækt og efasemdir um gæði lands fyrir

olíurepju eru ástæður fyrir þessum litla áhuga, endurræktun túna er það sem heillar hann frekar.

Gunnar í Stórabóli tók í sama streng og Elvar en hann sagði „ég ætla bara að rækta það sem ég þarf á

eigin vegum“.

Bjarni var sá aðili sem talað hvað verst um vindafar hjá sér og sagði að það mjög illviðrasamt á sinni

jörð og sagði að það væri eitthvað verra en á jörðunum í nágrenni hans. Sæmundur talaði einnig um

hvassviðri. Bæði Elvar og Gunnar töluðu heldur betur í vindafar á sínum jöðrum og skýrist það vegna

þess að þeir eru komnir í meiri fjarlægð frá fjöllum, en báðir sögðu að suðvestan áttin gæti orðið

hvöss. Úrkoman er hinsvegar mjög svipuð á öllum jörðunum.

Gunnar, Friðrik og Sæmundur telja að það sé möguleiki að taka töluvert meira svæði undir ræktun en

þegar er gert. Sama er ekki hægt að segja um Bjarna og Elvar en þeir telja þá möguleika sem þeir hafa

á sínum jörðum afar litla. Bjarni sagði þó að hann hafi land á milli Árbæjar og Lambleiksstaða og þar

væru ágætir möguleikar til frekari ræktunar. Varðandi kornrækt þá sagði Sæmundur að hann teldi

Ísland aðallega vera grasræktarland og því myndi kornrækt aldrei verða aðalbúgrein heldur getur hún

einungis stutt við t.d. mjólkurframleiðslu. Hann sagði ennfremur að það væri frábært ræktunarland á

Mýrunum og ef bændur myndu taka upp endurræktunarhringrás þá gæti kornræktin komið mjög vel

þar inní. Varðandi olíurepjuna þá eru henni meiri takmörk sett en það þarf alltaf að velja besta landið

undir hana. Það land sem er neðan við veg og austan til í Flatey sagði Friðrik að væri mjög gott og

væri meira að segja búið að ræsa fram að hluta. Gunnar sagði hinsvegar að landið hjá sér neðan við

þjóðveg væri ekki gott vegna bleyti, en það væri margt um mjög gott ræktunarland ofan við

þjóðveginn. Landið neðan við þjóðveg sagði hann að værimjög erfitt í framræslu og á veturnar liggur

mikil klaki yfir svæðin, einnig nefndi hann að í miklum rigningum þá flæðir allt svæði. Hann nefndi að

landið á Mýrunum væri oft í miklum klaka á veturnar og hann væri mjög lengi en það eru aðstæður

sem repjan lifir ekki við. Sæmundur sagði lika að mest af ræktunarlandinu væri að finna fyrir ofan

Page 21: Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirðijhs7/Raektun.pdf · geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar

22

þjóðveginn en þó væri land allt að 1 km fyrir neðan þjóðveginn. Hann benti þó á að þeir hafi verið að

lenda í vandræðum með túnin sín fyrir neðan þjóðveginn, skurðir hafa verið fullir af vatni en þarna er

lika mjög litill halli sem veldur því að vatn rennur illa til sjávar. Elvar sagði að hann myndi ekki stunda

kornrækt núna nema af því að hann fái hálminn, ástæðuna sagði hann að það væri útaf það væri ekki

endalaust hægt að eyða í eitthvað sem ekki væri tryggt. Einnig nefndi hann að akrarnir væru frekar

langt í burtu frá heimili sínu og hann hefði lent í miklu tjóni vegna álfta. Gunnar sagði að hannstefndi

ekki á kornrækt vegna þess að honum fyndist það þægilegra að fá það bara keyrt heim að bæ og gæti

því nýtt tíman í annað sem hann hefði áhuga á. Sæmundur telur að menn þurfi að hugsa stærra til að

hafa ræktun á korni og olíujurtum hagstæða þar sem það er dýrt að flytja tæki milli svæða sem eru 1-

2 ha tekur hann sem dæmi. Hann segir ennfremur að með aukinni samvinnu bænda geti gert

landbúnaðinn í heild sinni hagstæðari fyrir bændur t.d. með sameign á heyvinnutækjum eða

verktakastarfsemi í þeim geira landbúnaðarins. Bjarni telur að það sé ekkert verulega hagstætt að

rækta korn eða olíurepju í sýslunni og allra síst á hans jörð, hann nefnir máli sínu til stuðnings tölur

um þá hámarksuppskeru sem náðs hefur af korni að það sé í „slöku meðallagi“. Friðrik telur það

hinsvegar að það sé hagstætt að rækta korn í Flatey, því að þar er hægt að gera mjög stóra akra og

það þyrfti ekki að fórna þeim túnum sem fyrir eru undir slíkt.

Sæmundur talaði um að verndun lands vegna fuglalífs og gróðurs væri nauðsynlegt með

nýtingaráformum og að það ætti að koma inní skipulag á landnýtingu sveitarfélagsins. Sagði hann

hinsvegar að honum þætti það fráleitt þegar væri verið að veita styrki til endurheimt votlendis, hans

skoðun er sú að það væri skynsamlegra að viðhalda því sem fyrir er. Elvar var á svipuðu máli og

Sæmundur, hann sagði að þess konar verndun væri góð á þeim svæðum sem henta „en ekki bara öll

svæði af því að einhverjum náttúruverndnarsinna dettur það í hug.“ Hans skoðun er ennfremur sú að

ef land telst gott ræktunarland þá á að nýta það undir slíkt en ekki vernda það þó svo að mikið fuglalíf

finnist þar. Þar sem að hann telur að það verði alltaf einhver svæði sem verða ekki nýtt t.d. vegna að

að þar er mjög mikið votlendi eða fjalllendi. Bjarni sagði að það væri ástæðan fyrir því að hann hefði

ekki farið að laga ákveðið svæði á sínu landi því að hann vildi halda þeim náttúrulegum. Hann benti á

að það væri hægt að grafa skurði útí fjörð en hann myndi láta það eiga sig. Friðrik sagðist ekki hafa

neina skoðun á þessu máli og sagði að hann teldi að það væri ekkert svæði í landi Flateyjar sem væri

ástæða til að vernda. Hann benti þó á að það væri svæði sem væri mjög blautt og hefði mikið fuglalíf,

en að það væri svo blautt að menn myndu ekki geta ræst það og því myndi það vernda sig sjálft.

Gunnar telur að það sé bráðnauðsynlegt að halda slíkum svæðum og sagði að votlendið yrði að vera

áfram óraskað. Hann hefur ekki haldið frá slíkum svæðum en sagði að svæði yrðu eftir vegna

landfræðilegra aðstæðana t.d. væri ekki fært um það og benti á að það væri hið besta mál.

Þegar talið barst að slíku skipulagi á landnotkun og landgæðum þá benti Sæmundur á að sér finndist

það jafn þarft að skilgreina notkun lands í dreifbýli líkt og gert með skipulagi í þéttbýli. Honum fyndist

að Sveitarfélagið og Búnaðarsambandið ættu að gera þetta í sameiningu og að allir aðilar ættu að fá

að koma með sína skoðun á málefninu. Gunnar telur að þeir sem eiga landið verði að skipuleggja

ræktunina á því sjálfir, landeigendur myndu því alltaf eiga lokaorðið um hverskonar nýting myndi vera

á sinni jörð. Því telur Gunnar að það sé ekki grundvöllur fyrir þess háttar skipulagi, Friðrik var á sama

máli og Gunnar en hann sagði að hann teldi ekki að það væri grundvöllur fyrir slíkri vinnu. Hann benti

þó á að menn væru tilbúnir að gera ýmislegt ef menn fengu ásættanlegt verð fyrir afurðir sínar. Elvar

á Nýpugörðum tók í nokkurn annan streng og taldi bændur og sveitarfélag vel geta unnið saman að

slíku skipulagi. Hann kom inná það að honum þætti það miður þegar ræktanleg svæði væri tekið

undir skógrækt. Hann benti ennfremur á að það þýddi líka ekki að rækta eitthvað ef ekki væri

Page 22: Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirðijhs7/Raektun.pdf · geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar

23

markaður fyrir það þó svo að það eigi að nota þau svæði sem henta undir ræktun einungis undir

ræktun. Hann kom einnig inná að samráð þyrfti að vera milli allra aðila og þó svo að honum finnist að

landeigendur ættu að hafa lokaorð í framkvæmdum þyrfti stundum einhver utanaðkomandi aðili að

grípa inní. Bjarni hafði einnig þá skoðun að samvinna væri lykilþáttur svo að vel tækist til. Honum

finnst að byrja ætti að skilgreina nógu stórt landbúnaðarland sem yrði svo yfirfarið af landeigendum

sem eru staðkunnugri. Hann er með nokkuð aðra skoðun en hinir þegar kemur að hver ætti að eiga

lokaorðið en honum finnst að sveitarfélagið ætti að hafa lokaorð um það hvað væri landbúnaðarland

og hvað ekki, en þó með títtnefndu samráði við bændur.

Þegar að talið barst að framtíð landbúnaðar á Mýrum þá var svipuð svör og í Öræfum og Suðursveit.

Nýliðun meðal bænda er það sem flestir hafa áhyggjur af og benti Friðrik á að jarðaverðið væri orðið

svo hátt að nánast ómögulegt væri fyrir nýtt fólk að koma inní greinina og einnig að

afkomumöguleikar væru svo litlir að alls ekki er tryggt að afkomendur þeirra bænda sem fyrir eru

byrji búskap. Elvar telur þó að landbúnaður verð áfram og haldist svipaður á meðan Gunnar telur að

landbúnaður muni minnka í framtíðinni og efaðist um að búin myndu stækka á móti. Sæmundur lét í

ljós þá skoðun sína að það ætti að vera eitt aðal markmið sveitarfélagsins að halda fólki í sveitunum.

Hann sagði einnig að meiri samvinna mismunandi aðila er forsenda þess að menn lifi af. Honum

finnst að það ætti að reyna að örva samvinnu þriggja stærstu aðila á svæðinu sem eru landbúnaður,

ferðaþjónusta og sjávarútvegur þar nefndi hann máli sínu til stuðnings heimsókn aðila á vegum

íslenska sjávarklasans til sín það sumarið er voru að skoða tilraunir hans að nota úrgang frá

sjávarútvegnum sem áburð. Kom hann ennfremur inná mögulega metan vinnslu úr úrgangi

sjávarútvegs og landbúnaðar og þann möguleika sem gæti skapast í sjálfbæru samfélag.

3.1.4 Nes Valþór segir að starf ræktunarsambandsins sé mjög gott af því að bændur þurfa nauðsynlega að vita

hvar þeir geta ræktað hverja tegund. Nefnir hann í því sambandi þær ræktunartilraunir sem þeir hafa

stundað í fjörunum við Horn með samvinnu Ómars landeigenda þar. Ómari lýst ágætlega á

ræktunarsambandið og segir að það sé gott að kanna það hvort að sé möguleiki á þessari ræktun.

Hjalti finnst að slíku starfi þyrfti að halda miklu meira á lofti og vildi hann sjá hlutina eins og þeir voru,

þegar töluvert var um tilraunir meðan Búnaðarsamband Austur-Skaftfellinga var á virkt. Sævar segir

að áhugi sinn á ræktunarsambandinu sé takmarkaður en aðallega vegna þess hve takmarkað

ræktunarland hann hefur. Hann telur sig enn fremur ekki hafa land fyrir repjurækt. Marteinn hefur

einnig lítinn áhuga á ræktunarsambandinu. Segir hann að það sé engin ástæða fyrir því eins og staðan

sé í dag og er á móti því að menn fari að sá í miklu magni korni og olíujurtum.

Veðurfar í Nesjum og útá Höfn er mjög svipað samkvæmt öllum viðmælendum. Er það bara styrkur

vinds eftir vindáttum sem einhver munur er á en norðvestan áttin sem er verri í Nesjum en útá Höfn

en aftur á móti er betra í sunnan áttum. Voru allir viðmælendur sammála þessu. Þrúðmar talaði um

að honum fyndust vera meiri öfgar í veðrinu nú en voru þegar hann var á fullu í búskap einnig nefndi

Vilborg að á haustin gerði vestu veðrin. Ómar sagði að það væri einna hlýjast á sinni jörð af

sveitunum í king en það væri þó vindasamt og sviptivindar en annars taldi hann veðrið væri með

svipuðu móti.

Þegar talaði barst að möguleikum til frekar ræktunar segir Vilborg að það sé búið að rækta allt sem

hægt er að rækta og segir að það votlendi sem eftir verði erfitt til ræktunar. Sævar tekur í sama

streng og segir að þeir séu litir á sinni jörð, nefnir hann þó Skógeyjarsvæðið og segir að hann hafi þar

Page 23: Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirðijhs7/Raektun.pdf · geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar

24

eitthvað um 4 ha. Marteinn tekur í sama streng og þau en hann telur að það séu um 8 til 10 ha

óræktaðir en hann nefnir þó að endurræktun túna væri helsti möguleikinn. Hjalti segir að hann sé

búinn að nýta mjög stóran hluti af því landi sem hentar undir kartöfluræktun en hann telur samt að

það væri möguleiki að vera með svipað hektarafjölda í skiptiræktun. Þar sem að það sé nauðsynlegt

að hvíla garðlöndin og nefnir hann þá bygg eða hafra sem kosti í slíka skiptiræktun. Hann hugsar sér

þá að hafa tvö ár kartöflur og móti einu ári af byggi. Valþór segir einnig að það séu litlir möguleikar til

frekari ræktunar á olíujurtum eða slíku á sinni jörð en hægt sé að auka tún- og kornrækt að einhverju

leiti en það þyrfti þá að ræsa meira fram. Annað hljóð er í Ómari en hann telur sig hafa mjög mikla

möguleika til frekari ræktunar hvort sem er til korn- eða túnaræktunar. Sagði hann enn fremur að

þetta land væri mjög gott og hefðu þurrkar sumarsins 2012 haft lítil áhrif hjá sér, þá sérstaklega út á

fjörum. Sagði hann að það hefði komið sér mjög á óvart hversu auðvelt hefði verið að rækta allar þær

plöntur sem eru ræktaðar annarsstaðar í sýslunni. Þar sem jörð hans hefur oft verið talin veðravíti og

óhæf til hefðbundins landbúnaðar. Sandarnir á Horni eru mjög auðveldir í alla jarðvinnu þar sem að

það þarf að plægja landið einu sinni en næstu ár eftir það er nóg að fara yfir það með herfi. Þrúðmar

er á svipuðu máli og Ómar og segir að enn sé hægt að taka töluvert meira af landi undir ræktun, það

væru sandarnir og með því að framlengja það túnin eftir Hoffelsánni einnig svæðið neðan við

þjóðveginn. Eiríkur leggur áherslu á að menn hugi að því hversu hagstætt það er að rækta á hverjum

stað fyrir sig sérstaklega með tiliti til þess hve áburðarverð hefur hækkað mikið undanfarin ár. Hann

segir að það fari upp undir helmingi meira af áburði í ræktun á korni eða repju á sandatúnum eða

framræstum túnum. Hann bendur þó reyndar á það að í góðu árferði, líkt og var sumarið 2013, þá

getur komið meiri uppskera af slíkum sanda- eða auratúnum heldur en á hefðbundnum en svo getur

fengið mikið minni í verra árferði. Vegna þessarar óvissu þá ætlar hann að draga úr ræktun á slíku

landi (sem er í landi Hoffells) til þess að geta dreift áhættunni.

Sævar var spurður hvort að hann hefði áhuga að auka við sig í kornrækt og játaði hann því af því að

hann hefði áhuga á að fullnýta það land sem hann hefði. Hann hefur einnig fundið fyrir þeim góðu

áhrifum sem skjólbeltaræktun getur haft í för með sér og finnst að það sé hægt að gera mun betur í

þeim málum í sýslunni enda segir hann:

„Ég sé það svona í draumsýn sem kannski aldrei verður, að skjólbeltarækt verði gerð með skipulögðu

átaki allsstaðar. Það myndi gjörbreyta þessu svæði bæði ræktunarmöguleikum og það yrði miklu búsældarlegra

og betra fyrir menn, skeppnur, gróður og allt. Mér finnst kannski þetta vera það sem vantar, mér finnst menn

vera svolítið á skökkum stað að ætla að gera átak í einhverjum ræktunarmöguleikum eins og repju. Við ættum

að byrja á skjólbeltarækt, þá fengjum við víðar miklu betri repju, víðar hægt að rækta hana og svo framvegis.

Það væri það skemmtilegasta sem ég gæti séð í ræktunarmöguleikum og að það kæmi eitthvað skemmtilegt

þar á eftir.“

Hjalti tekur í svipaðan streng og Sævar en hann segir að það sé greinilegt að skjólbelti hafi talsvert

mikil áhrif og segir hann að þau hafi meira að segja áhrif á grasvöxt í túnum. Hann hefur staðið

töluverði skjólbeltarækt og eftir því sem hann tekur fleiri garðlönd undir segist hann að öllum

líkindum rækta upp skjólbelti við þau. Áréttar hann að þar sem fólk er að rækta t.d. kartöflur og korn

þá ætti fara í skjólbeltarækt meðfram því. Áhugi Hjalta á því að auka við korn- og olíujurtarækt er því

töluverður með áðurnefndri skiptiræktun og einnig er hann með aðstöðu til að pressa olíuna og koma

henni í neytendavænar umbúðir. Eiríkur hefur áhuga að halda áfram í korn og repjurækt en með

þeim fyrirvara að takist að vinna repju fyrir neytendamarkað. Þá telur hann að bændur í sýslunni ættu

fyrst og fremst að huga að ræktun á repju til eigin nota t.d. geta kúabændur notað próteinið í kýrnar

og jafnvel að selja olíuna. Hann segir að það væri það „flottasta“ sem hann myndi sjá að það yrðu

Page 24: Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirðijhs7/Raektun.pdf · geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar

25

ræktaðir 50 til 100 ha sem myndi þá vera þurrkað og unnið á staðnum. Þar sem ekki er nein

þurrkstöð í sýslunni þá finnst Eiríki og fleiri bændum það vera hlutverk sveitarfélagsins að létta undir

með bændum að koma slíku á laggirnar. Valþór segir að með breyttu tíðarfari séu komnir miklir

möguleikar á kornrækt í sýslunni. Þrúðmar telur sig ekki hafa þekkingu á því hvort að hagstætt sé að

rækta olíujurtir og korn út frá veðurfari á landgæðum. Hann segir þó að hann sjái ekki vandkvæði á

því m.v. þær tilraunir sem hafa verið gerðar undanfarin ár og bendir á þá kosti sem þetta svæði hefur,

að það sé sjaldan snjóþungt fram undir vori og klaki er yfirleitt farinn snemma.

Bændum er tíðrætt um þann skaða sem álftir og gæsir hafa valdið á uppskeru sinni nefndi Eiríkur það

sérstaklega að það væri slæmt að hafa tún í fjarlægð frá sér, þar sem að þessi fjarlægð gerir honum

erfiðara fyrir að fæla þessa fugla úr ökrum sínum. Út frá hugmyndum um verndun svæða vegna

fuglalífs og gróðurfars finnst Þrúðmari þau sjónarmið vera ágæt en leggur þó áherslu að taka verði

skynsamlegar ákvarðanir um friðun og notkun, melar og aurar eru ekki hátt skrifaðir hjá honum.

Vilborg og Sævar eru líka sammála því að það að þurfi að vernda ákveðin svæði og bendir Sævar á

Skógeyjarsvæðið og segir „en það er nú svo ágætt að það friðar sig sjálft, því að það er svo votlend að

menn fara ekkert að róta í því“. Marteinn er einnig með svipaðar skoðanir en segir að það geti verið

erfitt á sinni jörð þar sem hún er nánast fullnýtt hann bendir þó á að það er talsvert fuglalíf í ræktuðu

svæðunum. Hann vill þó ekki að að mönnum verði bannað að rækta sitt land. Ómar telur að sín jörð

sé sú minnst raskaða í Nesjum þar sem að einungis eru 12 ha af landi sem hefur verið framræst og því

er votlendi og fuglalíf hvergi meira en þar. Hann nefnir þó engin sérstök svæði sem hann vildi friða og

segir að fjörurnar séu t.d. það stórar að aukin túnrækt myndi varla hafa áhrif. Þó að Valþór sé mjög

jákvæður gagnvart náttúruvernd áréttar hann að varast beri öfgar og nefnir hann verndun á álftum

og gæsum í því samhengi. Þau hafa verið að friða svæði t.d. Sigurðarkletta og eyjum útaf landinu

vegna fuglalífs. Hjalti segir að Skógeyjarsvæðið hefði átt algjörlega að vera í friði t.d. engir vegir um

það og enginn beit, eða þá að rækta um 1000 ha skóglendi í því.

Þegar talið barst að skipulagi á landnotkun og ræktuðu landi var Marteinn á því að ræktun þyrfti að

vera innan ákveðins skipulagsramma líkt og með húsbyggingar, en þar myndu þættir eins og

náttúruvernd koma inní. Sævar tekur í sama streng og áréttar að það sé nauðsynlegt að vernda

ræktunarland t.d. gagnvart skógrækt þó að hann sé mjög hlynntur henni og þar ætti sveitarfélagið að

koma að málunum. Þrúðmar segir að skipulagsyfirvöld og bændur verða að vinna saman því ekki er

hægt að una því að annar aðilinn ákveði allt og hinn hafi lítið um málir að segja. Hjalti telur að

samvinna bænda og skipulagsyfirvalda ætta að geta gengið vel fyrir sig. Ómar telur það mjög

mikilvægt haga þessum málum þannig að þessi mál séu opin þar sem að breytingar geta átt sér stað á

mjög skömmum tíma. Að haga hlutum með þeim hætti er líka forsenda þess að slíkt skipulag geti

gengið upp og gott samstarf sé á milli bænda og skipulagsaðilla. Hjalti áréttar líka að yfirvöld verða að

vera hlutlaus gagnvart bændum og öðrum þegar kemur að slíkri vinnu og nefnir hann fyrirhugaðan

fljótaveg máli sínu til stuðnings. Eiríkur telur að slíkt samstarf geti heppnast vel en það fari eftir

hverjum og einum bónda. Hann leggur þó áherslu á það að slíkt mat verði aldrei neitt nema huglægt.

Sævar segist sjá fyrir sér að það verði áfram öflugur landbúnaður í Nesjum sem og ferðaþjónusta

vegna þess land í Nesjum henti mjög vel undir landbúnað. Varðandi nýliðun telur hann að opinberir

aðilar geti ekki haft áhrif hana en nefnir þó að það eru ákveðin atriði sem þurfa að vera í lagi svo fólk

vilji búa þar og starfa en hann segir þá vera í góðum máli eins og staðan er núna. Þrúðmar segir að

sér finnst það miður að einyrkja búskapur sé á undanhaldi. Hann telur það óumflýjanlegt að til þess

að fólk geti lifað við svipuð kjör landbúnaði og annarsstaðar muni einingarnar verða stærri. Það hefur

Page 25: Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirðijhs7/Raektun.pdf · geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar

26

leitt til þess að menn þurfa að tileinka sér nýja tækni og hafa meira fjármálavit en var á árum áður,

sem leiðir aftur af sér að menntun verður sífellt mikilvægari. Hann telur þó ekki að ætti að gera

menntunarkröfur hjá bændum því að hann segir að mjög jákvætt að áhugamenn starfi við

landbúnaðinn. Menntun er því æskileg en ekki skilyrði að mati Þrúðmars. Hjalti segir að framtíðin

ráðist að því hverjir munu vilja stunda búskap og hvernig búskapur sé stundað. Hann telur verð á

landbúnaðarvörum s.s. mjólk og kartöflum of lágt sem þýðir að litlir afkomu möguleikar eru í

greininni sem leiðir af sér að ungt fólk vill ekki hafa landbúnað að sínu ævistarfi. Hann segir þó að sem

betur fer sé einhver nýliðun í Nesjum og sú sveit standi nokkuð betur að vígi en nágranna sveitir.

Ómar telur að á næstu árum fari bændur að rækta meira vegna verðhækkana, jafnvel tvö- eða

þrefalda hektarafjölda á næstu 10 árum. Hann telur einhverja nýliðun muni eiga sér stað en að

bændum muni fækka en búin stækka á næstu árum vegna aukinnar kröfu um hagræðingu. Valþór

telur að framtíð landbúnaðarins í Nesjum sé mjög björt þar sem að það þarf að framleiða meiri

matvæli og tíðarfarið hefur batnað. Valþór segir enn fremur að þó svo að Ísland gengi í

Evrópusambandið þá myndi það ekki veikja stöðu bænda. Aðspurður um nýliðun hefur hann þá trú

að fólki muni ennþá sækja í landbúnaðinn, þó svo að menn verði ekki ríkir þá fá þeir andlega fyllingu.

Sveitin er lítils virði ef ekki er landbúnaður í henni að mati Vilborgar. Hún hefur einnig góða trú að

landbúnaður haldist áfram nokkuð sterkur í Nesjum en það er verra að hennar mati hvað

landbúnaðurinn sé samþjappaður á ákveðnum stöðum og minni á öðrum. Hún telur ennfremur að

það vanti meira beitiland í Nesjum því að þau bera varla allt það sauðfé sem er í Nesjum, nóg sé

frekar af ræktuðum svæðum. Marteinn sýnist að hin hefðbundni búskapur sé heldur að tala í Nesjum,

bæði sauðfjár- og kúabúskapur, á meðan að aukinn vöxtur sé í ræktun. Hann segir að helst vildi hann

sjá sveitirnar í blóma og allir væru á útopnu við landbúnað. Honum finnst að í framtíðinni ætti að

gefa landbúnaðinn meira frjálsan svo að hann byggist ekki allur uppá styrkjum eða færslu á peningum

frá almenningi í landbúnað.

3.1.5 Lón Aðspurð um veðurfar segir Kristín að undanfarin sumur hafi verið þurrkasumur og sé það slæmt

vegna þess að þau eru með mikið af túnum á aurum og söndum. Norðan- og norðaustanáttirnar eru

slæmar í Hlíð vegna þess hve kaldar þær eru. Henni finnst vorin vera orðinn sá árstími sem verst er

veðrið. Olga segir að suðvestan áttin sé mun betri hjá sér en útá Höfn og norðaustan áttin verra. Hún

bendir á að þetta sé þó mjög breytilegt eftir bæjum í Lóni en henni finnst ekki vera neinn munur á

árstíma varðandi illviðri. Óskar segir einnig að norðaustan áttin sé verst á meðan suðaustan áttin sé

einna best. Óskar segir að maí sé orðinn yfirleitt kaldari en apríl enn fremur sér hann mikinn mun á

veðrinu hjá sér og útá Höfn. Sá munur felst í að það sé þurrara hjá honum en oft hvassara en

Hvalnesstöðin passar betur við Vík.

Kristín segir að ennþá sé töluvert mikið eftir af óræktuðu landi og það sem hefur verið gert af túnum

á síðustu árum trúði engin að væri hægt að gera fyrir um 30 árum síðan. Hún telur því að það sé

miklir möguleikar bæði í mýrlendi sem og á aurum eða söndum. Hún telur þó að þetta land sé ekki

gott fyrir ræktun á olíujurtum en segist hafa ræktað grænfóður fyrir fé og það fari eftir tíðarfari

sumarsins hvernig uppskeran er. Ástæðanna fyrir því að hún telur að landið henti ekki undir olíujurtir

er fyrst og fremst frostlyfing á veturnar en þó mögulega væri hægt að rækta í gömlum túnum. Hún

segir enn fremur að framræsta mýrlendið myndi eflaust henta vel undir kornsrækt og jafnvel eitthvað

af „þessum söndum“ ef ekki væri mikill þurrkur. Óskar telur einnig að hann geti tekið meira land

undir ræktun með framræslu en hann segir að álftin og gæsin séu það sem fælir hann frá frekari

ræktun. Óskar heldur að út frá landgæðum og veðurfari sé hagstætt að rækta korn en jafnvel þurfti

Page 26: Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirðijhs7/Raektun.pdf · geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar

27

að grafa betur upp gömlum skurðum og hann leggur áherslu á að þau eru í útjaðri sýslunnar sem

leiðir af sér að dýrt er að fá tæki. Möguleikar til frekar ræktunar eru einnig miklir að sögn Olgu hvort

sem það eru akrar eða tún. Olga segir að hún hafi ekki áhuga á að rækta olíujurtin sem yrði notað

beint á vélar heldur hefði hún meiri áhuga að fara í ræktun til manneldis. Hún segir að þess konar

ræktun er „happ og glapp útaf rysjóttu veðurfari“ en jarðvegurinn og landgæði eru til staðar.

Kristín segist þó ekki mjög mikinn áhuga á að fara í kornrækt en ástæðunna segir hún vera

búskaparhættir þar sem hún þarf lítið af fóðurbæti fyrir sauðfjárbú. Hún segist þó styðja slíkt

heilshugar og finnst hálmurinn henta vel sem undirburð fyrir lambær. Óskar segir að það væri gaman

að taka þátt í slíkri ræktun aftur en áréttar að það sé fuglinn sem hindrar hann i því. Olga segist hafa

áhuga fyrir því að fara í einhverskonar kornrækt til manneldis eða t.d. kartöflur og slíkt. Kristín segist

vera mjög jákvæð gagnvart skógrækt og telur hana mikil landbót. Sérstaklega nefnir hún skjólbelti í

þessu samhengi og segir að hún hafi farið svolítið framhjá Skaftfellingum. Einnig nefnir hún þá

ástæðu að menn sjá oft ekki fyrir sér skepnuhald og skógrækt en hún telur að það séu bara

byrjunarerfiðleikar, þegar trén eru komin upp í vissa stærð fer slíkt ágætlega saman. Olga er ekki jafn

jákvæð útí skógarækt og Kristín en segir þó skjólbelti séu góðra gjalda verð og geti hentað vel með

ræktun.

Óskar telur að menn eigi ekki að gera of mikið að því að vernda svæði vegna fuglalífs og gróðurfars

vegna þess að hann segir að menn eigi að geta nýtt jarðirnar en það þýðir þó ekki að menn þurfi að

þurrka allt upp. Olga er aftur á móti mjög jákvæð gagnvart slíku ef að það er ekki búið að spilla því

þess vegna finnst henni óþarfi að taka nýtt land undir ræktun heldur frekar að nýta það betur sem

búið er að vinna. Olga nefnir fenin fyrir ofan fundarhúsið í Lóni og henni þætti það miður ef það væri

t.d. ræst fram. Kristín segir að menn þurfi að fara varlega í því að breyta stórum svæði og segir að hún

telji Íslendinga ekki átta sig nógu vel á því hvað „óspillt náttúra þannig séð sé mikils virði“. Henni

finnst að menn þurfi að gæta sig á því setja ekki tegundir eins og lúpínu um fjöll og öræfi, hún segir

enn fremur að lúpína og aðrar ágengar tegundir séu ekki vandamál nema þegar skepnum er farið að

fækka og miðað við þróunina í því þá fari slíkar tegundir að verða mikið vandamál. Enginn

viðmælanda hefur tekið af eigin frumkvæði svæði frá til friðunar en Kristín skýrir það út með því að á

hennar jörð hafa verið opið og örfoka land sem hefði ekki gróið upp þrátt fyrir friðun.

Þegar horft er til skipulags á landnotkun og ræktanlegu landi telur Olga það frumskilyrði að

skipulagsyfirvöld viti hvað umráða maður landsins vill gera. Henni finnst alveg sjálfsagt að þegar fólk

er að gera breytingar á landi t.d. með skógrækt að það fari í umhverfismat. Hún segir að fyrst þurfi að

gera stefnumörkun í skipulagi og þegar það er búið að vera í ákveðin tíma þá telur hún að það verði

meiri samstarfsgrundvöllur. Að hennar mati þýðir því ekki ætla að gera hlutina mjög hratt heldur

verður þetta að gerast yfir ákveðið tímabil. Kristín segir það mjög mikilvægt að gott landbúnaðar land

sé ekki selt til annara nota nema að það fari í gegnum eitthvert mat. Hún segir að nú sé flest allar

þjóðir að vakna upp við það að landbúnaðarland sé mjög verðmæt auðlind og segir að jafnvel þurfi

Íslendingar að átta sig á því líka setja ekki allt land undir t.d. frístundabyggð. Hún segir þó að slíkt eigi

þó rétt á sér en þurfi ekki endilega að vera á besta ræktunarlandinu. Hún telur því að sveitarfélagið

eigi að taka slík mál til rækilegar skoðunar t.d. þegar það fær beiðnir um skipulag á frístundabyggð.

Hún segir að samvinna og samráð verði að vera milli landeigenda, eigenda nærliggjandi jarða og

sveitarfélag ætti að vera mikið. Hún er sammála Olgu þegar að kemur að umhverfismati og skógrækt

og segir að þegar tekin eru stór svæði t.d. fjallshlíðar undir skógrækt þá eigi það að fara í einhverslags

umhverfismat. Óskar telur einnig að samkomulag verði að nást milli sveitarfélaga og landeignda þar

Page 27: Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirðijhs7/Raektun.pdf · geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar

28

sem eignarétturinn er sterkur. Hann telur þó að landeigandi ætti að hafa lokaorð í því hvernig land er

skipulagt.

Óskar segist að sér sýnist sem svo að búskapur í Lóni sé að lognast útaf því að hann sér ekki fyrir sér

nýliðun í greininni. Olga benti á það að yngsti bóndinn í Lóni er 49 ára og segist vera hrædd um það

að nýliðun verði engin í Lóni. Kristín tekur í sama streng og þau varðandi áhyggjur sínar af nýliðun í

Lóni. Olga nefnir einnig að þjónusta við þá bændur sem fyrir eru sé alltof lítið og bendir hún þá

sérstaklega á vetrarþjónustu á vegum sem leiðir af sér að oft geti verið mjög þungfært útá Höfn á

veturnar.

Page 28: Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirðijhs7/Raektun.pdf · geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar

29

3.2 Merkingar bænda

Ekki var einungis tekin viðtöl við bændur heldur voru þeir einnig beðnir að teikna inn á kort hvar þeir

telja vera gott ræktunarland á sinni jörð og nærliggjandi jörðum. Flestir bændur teiknuðu inn á kortin

og er þau svæði sýnd á myndum 5 til 9.

Mynd 5 Merkingar bænda í Öræfum

Page 29: Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirðijhs7/Raektun.pdf · geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar

30

Mynd 6 Merkingar bænda í Suðursveit

Mynd 7 Merkingar bænda á Mýrum

Page 30: Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirðijhs7/Raektun.pdf · geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar

31

Mynd 8 Merkingar bænda í Nesjum

Mynd 9 Merkingar bænda í Lóni

Page 31: Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirðijhs7/Raektun.pdf · geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar

32

3.3 Ræktunarland samkvæmt greiningu landupplýsinga Stuðst var við viðmiðun um flokkun akuryrkjulands sem Áslaug Helgadóttir, Hafdís Hafliðadóttir og

Sveinn Runólfsson (2011) gerðu og fjallað var um á Búnaðarþingi. Þessi flokkun er eftirfarandi.

1. Miðað skal við að land sé vinnanlegt niður á 25 cm dýpi svo að grjót hindri ekki plægingu 2. Framræst land er víða mikilvægasta akuryrkjuland landsins. Þegar hefur þorri votlendis á láglendi verið ræstur fram og leggja þessi viðmið það land fyrst og fremst til grundvallar þegar akuryrkjuland er skilgreint. Jafnframt er bent á að óraskað votlendi, 3 ha eða meira, nýtur sérstakar verndar skv. Lögum um náttúruvernd og þurfa því tillögur að röskun votlendis í skipulagi að taka tillit til þess. 3. Landhalli má ekki vera meiri en 5-10%, háð jarðvegsgerð, til þess að forðast jarðvegsrof (hallatala háð frekari rannsóknum og ákvörðum). 4. Akuryrkjuland skal skilgreina sem slíkt fram á ár- og vatnsbakka en þekja vatnshelgunar síðan lögð yfir til frekari takmörkunar og tæki þá af helgunarsvæði vatna og vatnsfalla. 5. Til þess að teljast akuryrkjuland þarf það að vera svo stórt að ná megi 3 ha spildum samfelldum hið minnsta án vandkvæða. Skurðir inni í spildum teljast þó ekki rjúfa samfellu.

Gerðu þau svo frekari flokkun á akuryrkju landi sem byggir á ofangreindum þáttum. Sú flokkun er

röðuð eftir verðmæti lands. Hún er eftirfarandi:

A. Afbragðs akuryrkjuland Framræstar mýrar og mólendi og >1250 daggráður (D°) á vaxtartíma.

B. Gott akuryrkjuland Framræstar mýrar og mólendi og 1000-1250 daggráður (D°) á vaxtartíma. Melar og sandar og >1250 daggráður (D°) á vaxtartíma.

C. Mögulegt akuryrkjuland Melar og sandar og 1000-1250 daggráður (D°) á vaxtartíma.

Gerð var flokkun á akuryrkjulandi í landfræðilegum upplýsingakerfum (LUK) og byggð á áður nefndri

flokkun. Tekin voru út svæði yfir 200 m yfir sjó og þau svæði er hafa 5% eða meiri halla (mynd 10 ).

Ástæða fyrir því að svæði voru tekin út sem eru 200 m er að hita lækkar almennt um 1° við hverja 100

m hækkun. Ástæðan fyrir útilokun lands í 5% halla eða meira er vegna að tæki eiga erfitt með að

vinna í slíkum halla og jarðvegsrofi.

Page 32: Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirðijhs7/Raektun.pdf · geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar

33

Mynd 10 Land yfir 200 m og halli yfir 5%

Ekki var vatnasvið tekið út sérstaklega vegna þess að gagnagrunnur Landmælinga Íslands(IS50v)

inniheldur ekki nærri öll vatnasviðin innan sveitarfélagsins einnig vantar einhverjar ár inní

Nytjalandsflokkunina. Á myndum 11 til 19 sést flokkun á landi. Þessi flokkun er aðalega byggð á

gróðurflokkun Nytjalands frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Í flokkinn „afbragðs ræktunarland“ er

gróðurflokkarnir „graslendi“ og „ríkt mólendi“. Skal það vera tekið fram að greiningin er orðin nokkra

ára gömul og hafa einhver tún eða akrar bæst við síðan þá. Einnig gæti verið eitthvað af ræktuðu

landi sé merkt sem graslendi í Nytjalandsflokkuninni. Í flokknum „gott ræktunarland“ eru eftirfarandi

gróðurflokkar „rýrt mólendi“, „hálfgróið“ og „líttgróið land“. Ástæðan fyrir því að sett var rýrt

mólendi í þennan flokk er jarðvegsþykktin en þessi svæði er oft á gömlum aurum í sveitarfélaginu

með lítinn jarðveg og erfiðari til ræktunar vegna þurrkahættu. Nánari útlistun á einkennum hvers

gróðurflokks er í töflu 2 (Nytjaland, á.á). Út frá náttúruverndarsjónarmiðum var ákveðið að þau svæði

sem flokkast undir Votlendi eru ekki tekin með inní þessa greiningu. Telur höfundur það skjóta

skökku við að óraskað votlendi skulu vera tekið undir ræktin með tilheyrandi framræslu. Miðað við

hitastig sem er og hefur verið einkenndi í sveitarfélaginu undanfarin ár falla engin svæði beint undir

flokkinn „mögulegt akuryrkjuland“ helst væri þó hægt að setja svæðin næst Hvalnesi undir þennan

flokk.

Page 33: Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirðijhs7/Raektun.pdf · geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar

34

Tafla 2 Gróðurflokkar Nytjalands

Gróðurflokkun Lýsing

Graslendi Graslendi er alla jafna uppskeruríkt og umhverfisaðstæður þar hentugar gróðri. Þessi svæði eru oft frekar einsleit, slétt og jarðvegurinn er þurr. Land sem hefur verið framræst og og gróðurbreyting hafa átt sér stað (votlendisttegundir hörfað fyrir grösum) telst til graslendis.

Ríkt mólendi Gróskumikil svæði og yfirleitt með þykkan jarðveg. Þessi svæðu eru oft rík af lostætum beitarplöntum og smárunnum en þó sjást þær stundum ekki vegna beitar. Yfirborðið er oftast þýft.

Rýrt mólendi Er yfirleitt að finna á þurrlendum móasvæðum eða á melasvæðum sem eru að gróa upp. Oft endurspeglar þessi gróðurflokkun verulega hnignun vegna mikillar beitar yfir langan tíma. Þessi gróðurflokkur finnst einnig hátt til fjalla, á söndum og á stöðum þar sem umhverfisaðstæður hamla framleiðslugetu lands.

Hálfgróið Svæðin sem lenda í þessum flokki hafa gróðurhulu á bilinu 20 til 50%. Þetta land hefur því frekar litla framleiðslugetu og jarðvegurinn er rýr.

Lítt gróið Gróðurþekja á þessum svæðum er minni en 20%. Einkennis gróður á þessum svæðum eru plöntur með víðtækt rótarkerfi og er langt á milli hvers einstaklings. Jarðvegur þarna er afar lítill eða engin.

Page 34: Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirðijhs7/Raektun.pdf · geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar

35

Mynd 11 Flokkun lands – vestari hluti öræfa

Page 35: Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirðijhs7/Raektun.pdf · geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar

36

Mynd 12 Flokkun lands – eystri hluti Öræfa

Page 36: Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirðijhs7/Raektun.pdf · geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar

37

Mynd 13 Flokkun lands - vestari hluti Suðursveitar

Page 37: Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirðijhs7/Raektun.pdf · geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar

38

Mynd 14 Flokkun lands - eystri hluti Suðursveitar

Page 38: Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirðijhs7/Raektun.pdf · geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar

39

Mynd 15 Flokkun lands - Mýrar

Page 39: Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirðijhs7/Raektun.pdf · geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar

40

Mynd 16 Flokkun lands - vestri hluti Nesja

Page 40: Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirðijhs7/Raektun.pdf · geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar

41

Mynd 17 Flokkun lands - eystri hluti Nesja

Page 41: Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirðijhs7/Raektun.pdf · geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar

42

Mynd 18 Flokkun lands - vestari hluti Lóns

Page 42: Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirðijhs7/Raektun.pdf · geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar

43

Mynd 19 Flokkun lands - eystri hluti Lóns

Page 43: Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirðijhs7/Raektun.pdf · geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar

44

3.4 Næstu skref Kortin sýna að töluvert er til af landi í Sveitarfélaginu Hornafirði. Athygli skal þó vakin á því að þetta

eru alls ekki fullkomin flokkun. Nauðsynlegt er koma t.d. með betri upplýsinga um veðurfar og

jarðveg í sveitum Hornafjarðar. Ekki voru tekin saman gögn um úrkomu og vindafar þó svo að þeir

þættir skipta gríðarlegu máli. Erfitt er að hafa áhrif á úrkomu en skjólbelti veita góða vörn gegn

vindum. Þó svo að tölur um hita far hafa verið teknar hér til skoðunar eru þær alls ekki fullkomnar og

þyrfti í raun að skoða betur hitastig eftir sveitum. Telur höfundur að einhver hluti af því landi sem

landi sem nú telst gott ræktunarland verði flokkað sem óhæft ræktunarland t.d. þegar tekið er tilliti

til úrkomu. Náttúruvernd verður einnig að taka meira tillit til náttúruverndar þó svo að m.v. viðtölin

eru bændur almennt mjög hlynntir náttúruvernd og ræktun er ekki í mjög stór í sniðum. Þá verður að

teljast afar líklegt að koma muni til einhverra árekstra vegna mismunandi hagsmunna. Þá verður

nauðsynlegt að ekki verið gengið á mikilvæg svæði svo sem bú- og athafnasvæði fugla. Ástæður þess

er að þessir þættir hafa ekki fengið það vægi sem þeim ber í umfjöllun þessari er að leita í tíma- og

fjármagnsskorti. Bændum var tíðrætt um þann sakaða sem álftir og gæsir valda á ökrum þeirra og

hefur það haft þau áhrif að þeir hreinlega treysta sér ekki í slíka ræktun. Það er því ljóst að til

einhverra ráðstafana þarf að grípa, vorveiði gæti t.d. komið til greina en myndi þó vera undir

einhverskonar eftirliti. Það er einnig nokkuð ljóst að bæði stofnar álfta og gæsa innan marka

sveitarfélagsins eru mjög sterkir og aukin veiði myndi ekki hafa áhrif á stofninn í heild sinni.

Höfundur er sammála nokkrum viðmælendum sínum t.d. Sævari á Miðskeri um að stórefla þurfi

ræktun skjólbelta í Sveitarfélaginu Hornafiðri og geta aðilar notað sér ýmis rit sér til stuðnings(sjá t.d.

Kjartan Ólafsson, 1980; Þorbergur Hjalti Jónsson, 1988 og Óli Valur Hansson, 1985). Telur höfundur

að þá muni möguleikar til nýræktunar stóraukast sem og uppskerumagn á hektara. Höfundur telur

enn fremur að rétt sé að hlíta þeim vilja bænda að standsett verði kornþurrkunarstöð í

sveitarfélaginu og geti sveitarfélagið sem slíkt komið með eitthvað mótframlag í þá vinnu. Er slík stöð

forsenda þess að hagkvæmt verði að rækta afurðir í sveitarfélaginu. Hjalti á Seljavöllum er nú að

vinna að gera repjuolíu fyrir neytendamarkað og er það dæmi um nýjungar sem bændur geta

tileinkað sér í verðmætasköpun.

Fjölnir sagði skoðun sína á ræktun olíujurta til framleiðslu á olíu fyrir faratæki og vinnutæki. Hans

skoðun var sú í stuttu máli að ræktun til þessháttar nota væri röng og jafnvel siðlaus. Tekur höfundur

að nokkru undir þetta sjónarmið. Með auknum mannfjölda í heiminum (um 9 milljarðar 2050),

aukinni samkeppni um land og hnattrænum loftslagsbreytingum mun þörf á matvælum verða sífellt

meiri. Einnig er að eiga sér stað lífsstíllsbreytingar í Asíu en þar eru ákveðnir hópar farnir að auka

neyslu sína kjöt- og mjólkurvörum á kostnaða grjóna og kornvöru (Þórólfur Halldórsson o.fl., 2010). Í

stjórnarsáttmála þeirrar ríkisstjórnar sem tók við á vormánuðum 2013 er vikið af matvælaframleiðslu

en þar segir: „Til að bregðast við aukinni eftirspurn eftir matvælum og hækkandi verðlagi verður

skipaður starfshópur til að móta tillögur um hvernig auka megi matvælaframleiðslu á Íslandi.“ (RÚV,

2013c) Verður því að teljast að það skjóti skökku við að vera að nota ræktunarland hérlendis sem

erlendir, undir framleiðslu á olíu fyrir farar- og vinnutæki sem gæti nýst við að fæðuframleiðslu fyrir

íbúa heimsins. Það er því mat höfundar að stefna eigi einvörðungu að matvælaræktun hér á landi

hvort sem það er beint(t.d. kartöflur á neytendamarkað) eða óbeint(t.d. korn fyrir mjólkurkýr). Slíkar

áherslur þýða þó ekki að lögð verður niður framleiðsla á olíujurtum, heldur verða þær ræktaðar fyrir

neytendamarkað líkt og Hjalti á Seljavöllum hefur verið að gera. Annað mál sem tengist

matvælaframleiðslu er svo sóun matvæla sem er gríðarlega alvarlegt málefni sem bændur, neytendur

Page 44: Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirðijhs7/Raektun.pdf · geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar

45

og aðrir aðilar verða að taka föstum tökum. Það er þó efni í aðra rannsókn og verður ekki fjallað um

það meira hér.

Ferðamennska hefur verið að aukast mikið í sveitum sýslunnar undanfarin ár og voru allir

viðmælendur ánægðir með þá þróun. Telja þeir að búskapur(þá sérstaklega sauðfjárbúskapur) og

ferðaþjónusta geti farið vel saman. Eitthvað var þó byrjað að örla á árekstrum milli

ferðaþjónustubænda og þeirra sem enga ferðþjónustu stunda. Að koma í veg fyrir slíka

hagsmunaárekstra verður að gerast nú strax í upphafi, þar sem að það getur haft slæm áhrif á

samskipti og samvinnu bænda innan sveitarfélagsins. Slíkt verður helst gert með aukinni

skipulagningu á ferðamennsku innan marka sveitarfélagsins t.d. með aukningu á merktum

gönguleiðum og aukinni salernisaðstöðu með fram þjóðveginum. Árétta skal þó að viðhorf

viðmælenda til ferðaþjónustu var mjög jákvætt.

Eftir vinnu við þessa ritgerð er það mat höfundar að tvö atriði séu hvað mikilvægust til að auka

ræktun í Sveitarfélaginu Hornafirði. Fyrsta lagi er það stofnsetning kornþurrkunarstöðvar með allan

þann útbúnað sem henni fylgir. Ráðamenn sveitarfélagsins geta t.a.m. stutt bændur fjárhagslega í

stofnsetningu á slíkri stöð, hvort sem það væri í form láns eða styrkja. Breið sátt þyrfti einnig að

myndast meðal bænda um hvar hún ætti að vera staðsett. Hún þyrfti þó að vera staðsett nokkuð

miðlægt svo að kostnaður falli nokkuð jafnt á alla aðila. Í öðrulagi er það skjólbelta ræktun.

Höfundur telur að mjög miklir möguleikar felast í samvinnu skjólbeltaræktunar og jarðræktunar.

Viðmælendur töluðu gjarnar um þau haustrok sem gera á Hornafirði og er það nánast örrugt að ef

platnað er niður skjólbeltum á rétta staði þá muni áhrif þessa roks dvína verulega. Búnaðarsamband

Suðurlands gæti auðveldlega komið að þessum málum m.a. með að halda námskeið fyrir bændur á

Hornafirði um hvernig sé best að haga málum í slíkri ræktun.

Page 45: Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirðijhs7/Raektun.pdf · geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar

46

Heimildarskrá Bjarni E. Guðleifsson (2004). Áhrif væntanlegra loftlagsbreytinga á landbúnað á Íslandi. Fræðaþing

landbúnaðarins 2004(1). 17-25

Bradbury, R.B. og Kirby, W.B (2006). Farmland birds and resource protection in the UK: Cross-cutting

solutions for multi-functional farming? Biological Conservation 129(2006). 530-542

Gunnarsson, T.G., Gill J.A., Appleton G.F., Gíslason H., Garðarsson A., Watkinson A.R. og W.J.

Sutherland (2006). Large-scale habitat associations of birds in lowland Iceland: implications for

conservation. Biological Conservation 128(2006): 265-275.

Haraldur Ólafsson, Áslaug Helgadóttir, Aðalsteinn Sigurgeirsson, Jónatan Hermannsson og Ólafur

Rögnvaldsson (2007). Líkleg þróun veðurfars á Íslandi með tilliti til ræktnar. Fræðaþing

landbúnaðarins 2007(1). 29-36

Kjartan Ólafsson. Skjólbelti í landbúnaði. Ráðunautafundur 1980.

Lög um náttúruvernd nr. 44/1999.

Nanna Dóra Ragnarsdóttir (2000). Uppgræðsla lands í Austur-Skaftafellssýslu. Skaftfellingur, 13(1),

11-22

Nytjaland (á.á). Flokkun gróðurs. Skoðað 27. Ágúst 2013 á

http://nytjaland.is/landbunadur/wgrala.nsf/key2/grodurflokkar-flokkunarkerfi.html

Páll Þorsteinsson (1981). Atvinnuhættir Austur-Skaftfellinga. Austur-Skaftafellssýsla.

Ólafur Arnaralds og Hlynur Óskarsson (2009). Íslenskt jarðvegskort. Náttúrufræðingrinn 78(3-4). 107-

121

Óli Valur Hansson. Kartölfur – skjólathuganir. Ráðunautafundur 1985. 193-198

RÚV (2013a). Hnignandi fæðuframleiðsla í Evrópu.Skoðað 25. ágúst 2013 á

http://www.ruv.is/frett/hnignandi-faeduframleidsla-i-evropu

RÚV (2013b). Landnýtingaráætlun í bígerð. Skoðað 25. ágúst 2013 á

http://www.ruv.is/frett/landnytingaraaetlun-i-bigerd

RÚV (2013c). Þetta eru áherslur ríkisstjórnar Sigmundar. Skoðað 27. ágúst 2013

Stjórnartíðindi. B, nr. 249/1977

Sveinn Rúnar Ragnarsson (2013). Tilraunarækt á repjufræi í Austur-Skaftafellssýslu. Höfn:

Ræktunarfélag Austur-Skaftafellssýslu.

Umhverfisstofnun (á.á.). Náttúruminjaskrá Austurlands. Skoðað 14. ágúst 2013

Þingskjal 239 - 192. mál

Þorbergur Hjalti Jónsson. Val tegunda í skjólbelti og nytjaskóga. Ráðunautafundur 1988. 263- 268

Page 46: Kortlagning ræktanlegra svæða í Sveitarfélaginu Hornafirðijhs7/Raektun.pdf · geti fengið aukna yfirsýn ræktanlegt land í sveitarfélaginu. Einnig er markmið þessarar

47

Þóra Ellen Þórhallsdóttir (2001). Ásýnd lands. Ráðunautafundur 2001(1). 77-85

Þórólfur Halldórsson, Drífa Hjartardóttir, Eiríkur Blöndal, Jón Geir Pétursson, Ólafur Eggertsson og

Arnór Snæbjörnsson (2010). Skýrsla nefndar um landnotkun – athugun á notkun og varðveilsu

ræktanlegs lands. Reykjavík: Atvinnuvegaráðaneytið.