12
M enn ársins í vali viðskiptafjölmiðla tengjast að þessu sinni allir iðnaði. Árni Oddur, Jón og Rannveig urðu fyrir valinu meðal annars fyrir að hafa stýrt fyrirtækjunum Marel, Össuri, álverinu í Straumsvík og Eyri Invest einstaklega vel. Kaup Marel á Stork Food Systems þykja þau bestu á árinu. Marel er nú í ákjósanlegri stöðu sem stærsta fyrirtæki heims í gerð hátæknilausna fyrir fisk-, kjöt og kjúklingaiðnað og Össur er leið- andi á heimsvísu sem stoðtækjafram- leiðandi. Miklir leiðtogahæfileikar Rann- veigar og hæfni við reksturinn í Straums- vík þóttu eftirtektarverð, auk frum- kvöðlastarfs á sviði menntunar í stóriðju og langvarandi forystu í málefnum kvenna í atvinnulífinu. Marel og Össur, sem Eyrir Invest, er kjölfestufjárfestir í hafa staðið sterk í efnahagslægðinni og áhrif hennar hafa ekki haft jafnmikil áhrif á verðmæti þeirra og önnur íslensk fyrir- tæki. Eyrir Invest og þau fyrirtæki sem fjár- festingarfélagið hefur einbeitt sér að, hafa vaxið síðustu ár í samræmi við stefnu og tryggt sér góða langtímafjár- mögnun. Össur og Marel hafa sýnt bætt- an rekstrarárangur í síðustu uppgjörum eftir að stjórnendur færðu fókusinn á aukið rekstrarhagræði og innri vöxt eftir tímabil mikils vaxtar með yfirtökum. Þegar Rannveig Rist hætti að lítast á blikuna í efnahagsmálum síðastliðið vor greiddi hún upp allar skuldir álversins. Frá því hún tók við stjórnartaumunum árið 1996 hefur álverið verið rekið með hagnaði, en það greiðir fyrir eigin fram- bls. 3 bls. 5 Stuðningur við álver fer vaxandi bls. 7 Björt framtíð málm- og véltækniiðnaðar á Íslandi ef.... bls. 10 Efnahags- lægðin nú minni en 1968 bls. 12 01. tölublað 15. árg. Samtök iðnaðarins Janúar 2009 verður haldið á Grand Hóteli Reykjavík fimmtudaginn 5. mars nk. Útboðsþing Verklegar framkvæmdir 2009 Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marels og forstjóri Eyris - viðskiptamaður ársins hjá Viðskiptablaðinu Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar - maður ársins í viðskiptalífinu hjá Markaði Fréttablaðsins Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi - maður ársins í íslensku atvinnulífi hjá Frjálsri verslun kvæmdir sjálft og veltir kostnaði ekki yfir á móðurfélagið. Í uppbyggingu Össurar lagði Jón áherslu á gildi og hugmyndafræði sem færi saman við árangur og viðleitni til að láta gott af sér leiða. Langtímaárangur skipti fyrirtækið mestu máli. Íslenska krónan er að mati Jóns einn helsti ásteytingarsteinninn í að skapa fyrir- tækjum með alþjóðlegan rekstur ásætt- anlegt rekstrarumhverfi hér á landi. Erfitt verði að fá erlenda fjárfesta hingað til lands án stefnumótunar til framtíðar, eins og ákvörðun um að taka upp evru og ganga í Evrópusambandið. Árni Oddur telur Ísland geta staðið sem eitt af sterkustu og sveigjanlegustu hagkerfum Vesturlanda eftir nokkur ár. - OKKAR MENN Mikil verðmæti séu fólgin í náttúruauð- lindum á landi og í sjó, mannauði og vel menntaðri þjóð. Nú sé mikilvægast að útflutningur vaxi hraðar en innflutningur. Hlúa þurfi að verðmætasköpun og styðja við rannsóknar- og þróunarstarf. Þá sé brýnt að skýra stöðu bankakerfisins og endurreisa traust á getu þjóðarinnar til þess að standa við skuldbindingar okkar. Umsókn um ESB samhliða því að þjóðin einhendir sér í að uppfylla skilyrði fyrir upptöku evru, m.a. um verðbólgu og skuldastöðu ríkissjóðs, mun auka veru- lega trúverðugleika og hjálpa til við endurreisn efnahagslífsins. Kostnaður við að halda úti örmyntinni okkar er allt of hár til langframa til samanburðar við hugsanlegan ávinning. „Næstu 2-3 árin verða erfið en nú er ekki rétti tíminn fyrir skammtímalausnir”. Ráðstefnan Menn ársins 2008 Menntadagur iðnaðarins 2009 Mannauður í mótbyr

Menn ársins 2008 - OKKAR MENN

  • Upload
    others

  • View
    5

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Menn ársins í vali viðskiptafjölmiðla tengj ast að þessu sinni allir iðnaði.

Árni Oddur, Jón og Rannveig urðu fyrir valinu meðal annars fyrir að hafa stýrt fyrir tækj unum Marel, Össuri, álverinu í Straumsvík og Eyri Invest einstaklega vel. Kaup Marel á Stork Food Systems þykja þau bestu á árinu. Marel er nú í ákjósanlegri stöðu sem stærsta fyrirtæki heims í gerð hátæknilausna fyrir fisk-, kjöt og kjúklingaiðnað og Össur er leið-andi á heimsvísu sem stoðtækjafram-leiðandi. Miklir leið togahæfileikar Rann -veigar og hæfni við rekstur inn í Straums-vík þóttu eftirtektar verð, auk frum-kvöðla starfs á sviði menntunar í stór iðju og langvarandi forystu í málefnum kvenna í atvinnu lífinu. Marel og Össur, sem Eyrir Invest, er kjölfestu fjárfestir í hafa staðið sterk í efna hagslægðinni og áhrif hennar hafa ekki haft jafnmikil áhrif á verðmæti þeirra og önnur íslensk fyrir-tæki.

Eyrir Invest og þau fyrirtæki sem fjár-festingarfélagið hefur einbeitt sér að, hafa vaxið síðustu ár í sam ræmi við stefnu og tryggt sér góða langtímafjár-mögnun. Össur og Marel hafa sýnt bætt-

an rekstrarárangur í síðustu upp gjörum eftir að stjórnendur færðu fókus inn á aukið rekstrarhagræði og innri vöxt eftir tímabil mikils vaxtar með yfirtökum.

Þegar Rannveig Rist hætti að lítast á blikuna í efnahagsmálum síðastliðið vor greiddi hún upp allar skuldir álversins. Frá því hún tók við stjórnartaumunum árið 1996 hefur álverið verið rekið með hagnaði, en það greiðir fyrir eigin fram-

bls. 3 bls. 5

Stuðningur við álver fer

vaxandi

bls. 7

Björt framtíð málm- og véltækniiðnaðar á

Íslandi ef....

bls. 10Efnahags-lægðin núminni en

1968

bls. 12

01. tölublað 15. árg. Samtök iðnaðarinsJanúar 2009

verður haldið á Grand Hóteli Reykjavík

fimmtudaginn 5. mars nk.

ÚtboðsþingVerklegar

framkvæmdir 2009

Árni Oddur

Þórðar son,

stjórnarformaður

Marels og

forstjóri Eyris -

viðskiptamaður

ársins hjá

Viðskiptablaðinu

Jón Sigurðsson,

forstjóri

Össurar -

maður ársins í

viðskiptalífinu

hjá Markaði

Fréttablaðsins

Rannveig Rist,

forstjóri Alcan á

Íslandi - maður

ársins í íslensku

at vinnulífi hjá

Frjálsri verslun

kvæmdir sjálft og veltir kostnaði ekki yfir á móðurfélagið.

Í uppbyggingu Össurar lagði Jón áherslu á gildi og hugmyndafræði sem færi saman við árangur og viðleitni til að láta gott af sér leiða. Langtímaárangur skipti fyrirtækið mestu máli. Íslenska krónan er að mati Jóns einn helsti ásteyt ingarsteinninn í að skapa fyrir-tækjum með alþjóðlegan rekstur ásætt-an legt rekstrarumhverfi hér á landi. Erfitt verði að fá erlenda fjárfesta hingað til lands án stefnumótunar til framtíðar, eins og ákvörðun um að taka upp evru og ganga í Evrópusambandið.

Árni Oddur telur Ísland geta staðið sem eitt af sterkustu og sveigjanlegustu hagkerfum Vesturlanda eftir nokkur ár.

- OKKAR MENN

Mikil verðmæti séu fólgin í náttúruauð-lindum á landi og í sjó, mannauði og vel menntaðri þjóð. Nú sé mikilvægast að útflutningur vaxi hraðar en innflutningur. Hlúa þurfi að verðmætasköpun og styðja við rannsóknar- og þróunarstarf. Þá sé brýnt að skýra stöðu bankakerfisins og endurreisa traust á getu þjóðarinnar til þess að standa við skuldbindingar okkar. Umsókn um ESB samhliða því að þjóðin einhendir sér í að uppfylla skilyrði fyrir upptöku evru, m.a. um verðbólgu og skuldastöðu ríkissjóðs, mun auka veru-lega trúverðugleika og hjálpa til við endurreisn efnahagslífsins. Kostnaður við að halda úti örmyntinni okkar er allt of hár til langframa til samanburðar við hugsanlegan ávinning. „Næstu 2-3 árin verða erfið en nú er ekki rétti tíminn fyrir skammtímalausnir”.

Ráðstefnan

Menn ársins 2008

Menntadagur iðnaðarins 2009

Mannauðurí mótbyr

2

Janúar 2009

Okkur er tamt að velta fyrir okkur hvað framtíðin ber í skauti sér en ekki síður að líta yfir farinn veg. Óhætt er

að segja að nú sé ærin ástæða til þess að líta til baka enda blasir við að ekki hefur verið haldið rétt á spilunum. Þá gildir einu þó deilt sé um hve stór hluti okkar ófara er heimatil-búinn eða af völdum ytri aðstæðna. Af fortíðinni verðum við að læra og gera það sem unnt er til þess að endurtaka ekki þau mistök sem leidd verða í ljós. Samtímis verðum við að huga að framtíðinni, marka okkur framtíðarsýn og hefjast strax handa við að vinna þau verkefni sem færa okkur nær því markmiði. Við þurfum því í senn að horfa til baka og fram á við en mikilvægast er þó að vinna verkefni dagsins því leysum við þau ekki farsællega verða hinir þættirnir tveir að engu gagni.

Reisum nýtt og betraVið verðum að vita hvaðan við erum að koma, hvar við erum og hvert við ætlum. Samþætting þessara þátta felur í sér lykilinn að farsæld okkar. Því fyrr sem við sameinumst um að taka málin þessum tökum því betra. Við eigum ekki að láta okkur nægja að sigrast á kreppunni heldur nota tækifærið og byggja upp betra, þróttmeira og heilbrigðara samfélag og atvinnulíf en áður. Atvinnulífið á að vera eins fjölbreytt og unnt er og þar á að forðast allt sem heitir einfaldar, einhæfar skyndilausnir sem leysa eiga allan vanda. Verðmætasköpun, atvinna, jafnt og sjálfbær vöxtur eiga að vera leiðarljós at -vinnulífsins og hafa má í huga að góðir hlutir gerast jafnan hægt.

Afl þess sem gera þarfÞað eru gömul sannindi og ný að peningar eru afl þess sem gera þarf. Atvinnulífið hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum. Skrúfast hefur fyrir aðgang að fé, eftirspurn dregist saman, verðbólga rokið upp, erlendar og innlendar skuldir bólgna, eignir rýrna og vextir eru svimandi háir. Engin fyrirtæki lifa til lengdar í slíku rekstrarumhverfi. Það er óumflýjanlegt að mörg fyrirtæki munu fara í þrot eða neyðast til þess að draga saman seglin. Við þurfum að horfast í augu við þann bitra sannleik. Hitt megum við ekki láta gerast að lífvænleg fyrirtæki sem hafa komist í vanda eða fyrirtæki sem þrátt fyrir allt hefur tekist að halda sjó komist í þrot.

Hin leiðin drepurÞað verður að vera forgangsverkefni næstu daga og vikna að koma því í kring að vextir taki að lækka hratt og örugglega. Þá verður að koma fjármögnun nýju ríkisbankanna þriggja

og efnahag á hreint til þess að þeir geti sinnt fyrirtækjum sem bíða ákvarðana þeirra um fyrirgreiðslu. Vaxtamunur milli Íslands og annarra ríkja hefur um langa hríð verið ná nast óbærilegur en á síðustu mánuðum hefur algjörlega keyrt um þverbak. Vaxtamunur hefur aldrei verið meiri og það á sama tíma og algerlega er útilokað fyrir íslensk fyrir-tæki að taka lán í útlöndum. Hér verður að snúa við blaðinu án tafar. Óttist menn að gengi krónunnar falli ef vextir lækka verður að takast á við þann vanda með því að halda ströng-um gjaldeyrishöftum þar til tekst að semja við eigendur þess mikla fjármagns sem hér er innilokað. Hér er ekki hægt að gera hvoru tveggja í senn að takmarka viðskipti með gjald-eyrinn og halda uppi ofurvöxtum. Af tvennu illu er betra að halda gjaldeyrishöftum - hin leiðin drepur atvinnulífið.

FrumtakLoksins er í höfn mikilvægt mál sem Samtök iðnaðarins hafa beitt sér fyrir á liðnum árum. Fjárfestingarsjóðurinn Frumtak er loks fullskapaður og tekur til óspilltra málanna við að fjár-festa í vænlegum nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum. Hann hefur rúma fjóra milljarða króna til þess að leggja í fyrirtæki á næstu árum. Frumtak er samvinnuverkefni Nýsköpunar-sjóðs atvinnulífsins, nýju bankanna þriggja og nokkurra öflugustu lífeyrissjóða landsins. Það er afrek útaf fyrir sig að tekist hafi að ljúka þessu verkefni við núverandi aðstæður. Þar réði úrslitum einbeittur vilji allra þeirra sem að stóðu. Þar átti iðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson, ekki ódrjúgan hlut að máli.

Fólk ársins í viðskiptalífinuSamtökum iðnaðarins er það gleðiefni að fólk sem stýrir fyrirtækjum úr þeirra röðum varð fyrir valinu sem fólk ársins í viðskiptalífinu, Árni Oddur Þórðarson, Jón Sigurðsson og Rannveig Rist. Þau er öll vel að sinni viðurkenningu komin og fara fremst í flokki í liðsheildum Marels, Össurar og Alcans á Íslandi. Allt eru þetta vel rekin og framsækin fyrirtæki með fróðlega uppbyggingarsögu. Öll eiga þau það sammerkt að stjórnendur þeirra hafa ríkan skilning á viðfangsefninu og kunna þá list að flétta saman reynslu fortíðar, verkefni dags-ins og hafa um leið sterka framtíðarsýn. Þá má ætla að val þessa fólks sé vísbending um að við munum í framtíðinni byggja atvinnulíf okkar á traustum framsæknum iðnfyrir-tækj um sem fást við flókna framleiðslu byggða á mannauði og hátækni. Fyrirtækjum undir stjórn fólks sem sættir sig ekki við neitt annað en vera í fararbroddi á sínu sviði.

Jón Steindór Valdimarssonframkvæmdastjóri SI

Framtíðinræðst afverkumdagsins

3

Janúar 2009

NAFN1

Framboð til stjórnar Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar ehf. hefur þegar tilkynnt að hann gefi kost á sér til setu í stjórn Samtaka iðnaðarins. Minnt er á að framboðsfrestur rennur út 6. febrúar, sbr. auglýsingu hér að ofan.

Í tengslum við Iðnþing fer að venju fram kosning til stjórnar Samtaka iðnaðarins og valdir eru fulltrúar í fulltrúaráð Samtaka atvinnulífsins.

Formaður er kjörinn til árs í senn. Núverandi formaður er Helgi Magnússon og gefur hann kost á sér til endurkjörs.

Að þessu sinni ganga fjórir úr stjórn, Aðalheiður Héðinsdóttir Kaffitári ehf., Loftur Árnason Ístaki hf., og Tómas Már Sigurðsson Alcoa Fjarðaáli sem gefa öll kost á sér til endurkjörs. Sigurður Bragi Guðmundsson hefur setið sex ár samfleytt í stjórninni

og er því ekki lengur kjörgengur samkvæmt lögum SI. Þeir sex, sem næst eru því að ná kjöri í stjórn, taka sæti í

ráðgjafaráði SI skv. 9. grein.Í fulltrúaráði SA eiga sæti 100 fulltrúar og þar af hefur SI nú 30. Gera má ráð fyrir að fjöldi þeirra verði svipaður að þessu sinni.

Óskað er eftir tilnefningum til þessara trúnaðarstarfa og þurfa þær að hafa borist eigi síðar en 6. febrúar nk. til skrifstofu Samtaka iðnaðarins.

Hefðbundin aðalfundarstörf fara fram fyrir hádegi. Að þeim loknum er hádegisverður.

Yfirskrift Iðnþings að þessu sinni er:

Vöxtur og verðmæti - Mótum eigin framtíð

Dagskráin er að öðru leyti í undirbúningi og verður kynnt um leið og hún er frágengin.

Verður haldið fimmtudaginn 5. mars á Grand Hóteli Reykjavík

Fréttablað Samtaka iðnaðarins01. tbl. 15. árg. Janúar 2009

ISSN 1022-7741

Fór í prentsmiðju: 16.01.2009Prentvinnsla: Prenttækni hf.Plastpökkun: IðjubergLjósmyndir: Odd Stefán, Útgefandi: Samtök iðnaðarins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík, sími: 591 0100, fax: 591 0101Kennitala: 511093-2019www.si.is, netfang: [email protected]Ábyrgðarmaður: Jón Steindór ValdimarssonRitstjóri/efnisöflun: Sigríður GuðlaugsdóttirPrófarkalestur: Rakel Pálsdóttir og Sigríður GuðlaugsdóttirUmbrot: Þóra Ólafsdóttir

Fjölmiðlum er frjálst að nota ritað efni úr Íslenskum iðnaði í heild sinni eða að hluta. Fjölmiðlamenn eru vinsamlegast beðnir að geta heimildar í slíkum tilvikum.

NAFN1

Miðvikudaginn 11. febrúar kl. 09:00 verður Menntadagur iðnaðar-ins hald inn á Grand Hótel Reykjavík. Til um fjöllun ar verður mannauður í mót byr. Helgi Magnússon, formaður SI, og Þorgerður Katrín Gunnars-dóttir, mennta málaráð herra, ávarpa þingið.

Jón Steindór, framkvæmdastjóri SI, fjallar um verkefni á sviði mennt-unar og nýsköpunar. Gunn ar Guðni Tómasson, forseti Tækni- og verk-fræðideildar HR, fjallar um þróun tæknimenntunar á háskólastigi og Jón Þór Ólafsson, framkvæmdastjóri Marel, og Ingibjörg Óðinsdóttir, mannauðs stjóri SKÝRR, greina frá þróun mann auðs í fyrirtækjum sínum.

Málþingið er opið meðan húsrúm leyfir og aðgangur er gjaldfrjáls. Starfs mannastjórum hjá fyrirtækjum SI er sérstaklega boðið sem og þeim sem starfa að mennta- og mann-auðs málum í atvinnulífinu.

Skráning fer fram á [email protected].

Menntadagur iðnaðarins 2009

Mannauður í mótbyr

4

Janúar 2009

Óvissa verstÓvissa með aðgerðir ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum er versta staðan fyrir fyrirtæki sem eru að íhuga að draga saman í rekstri sagði Jón Steindór framkvæmdastjóri SI í Morgun út varpi Rásar 1. Hann sagði horfur ekki góðar, og á meðan ekki væri tilkynnt um ákveðnar framkvæmd ir yrði það til þess að sumir verktakar íhuguðu að selja vinnuvélar úr landi og segja upp fólki, sem þeir hefðu kannski ekki gert væru einhver verkefni fram undan. „Við vitum að eitthvað verður gert en stjórnvöld segja ekki hvað.“

Friðrik Arngrímsson framkvæmda-stjóri LÍÚ sagði í þættinum að afar mikilvægt væri að skuldugum fyrirtækj-um yrði gert kleift að standa undir skuld um og hafa fólk í vinnu. Hann spáði því að sagan myndi flokka þá hávaxtastefnu sem hér hafi verið rekin sem mestu hagstjórnar mistök sög unn-ar. Ótti væri uppi um að veikt gengi muni festast í sessi og verða til þess að fyrirtækjum og einstaklinum blæddi út.

Jón Steindór lagði áherslu á nauðsyn þess að ná samkomulagi við eigendur krónu- og jöklabréfa auk annarra lána-drottna. Það væri mikið áhyggjuefni og semja þurfi um lausn og skipuleggja greiðslur.

LÍÚ hafa skorað á stjórnvöld að taka upp erlenda mynt einhliða. Friðrik sagði óstöðugleika krónunnar ekki nýjan af nálinni. Auk þess hafi háir vextir orðið til þess að menn hafi velt þessu fyrir sér áður.

Samtök iðnaðarins mótmæla harð-lega hækkunum á verði fyrir dreifingu og flutning á raforku nú um áramótin.

Hópur fyrirtækja frá Lettlandi gerði sér ferð til Íslands á dögunum til að kynnast hérlendum líftæknifyrirtækjum og öðrum sem gætu haft gagn af samstarfi við þau.

Á fundi sem SÍL bauð til með gest-unum kom fram að í Lettlandi er fjöl-breytt starfsemi líftæknifyrirtækja sem byggir á gömlum grunni, þó samtök líftæknifyrirtækja séu ung, stofnuð árið 2006.

Líftækni hefur verið skilgreind sem ein af höfuðatvinnugreinum Lettlands og stefnumótum greinarinnar er í samræmi við rannsóknar- og menntunarstefnu. Lettar eru sterkir í rannsóknum og fram-leiðslu á mörgum sviðum og má þar nefna lyfjafræði, matvæli, landbúnað og orkutækni. Þá er sterk samvinna við önnur Evrópulönd, einkum Norðurlönd.

Reynsla Íslendinga af starfsemi í Lett-

Kannanir Capacent Gallup fyrir Sam-tök iðnaðarins halda áfram að sýna að mikill meirihluti þjóðarinnar er hlynntur því að teknar verði upp aðildarvið-ræður við Evrópusambandið. Þannig voru rúm lega 64% fylgjandi því í könnun nóv ember mán aðar, en 65,5% í desember könnun. Andvígir í nóvember voru tæp 24% en 20% í desember. Síðastliðin fimm ár sýna kannanir að meirihluti vill fara í aðildarviðræður.

Þeim sem eru óvissir með að taka upp evru í stað krónunnar fjölgaði milli mán aða. Í nóvember vildi metfjöldi taka upp evru miðað við kannanir SI þegar 68% voru jákvæðir á meðan 14% voru óákveðnir. Í desember vildu hins vegar 62,5% taka upp evru þegar tæplega 20% voru óákveðnir. Þeim sem eru andvígir evru fækkaði milli mánaða úr 18% í 17,6%.

Capacent Gallup hefur frá því í maí á síðasta ári gert mánaðarlegar netkann-anir fyrir Samtökin um viðhorf almenn-ings til Evrópusambandsins. Kannanir-n ar er að finna í heild sinni á vefsetri SI www.si.is.

Fylgjendum aðildarvið ræðna við ESB fjölgar

Óskiljanleg ákvörðun að hækka raforku

landi er með ágætum. Fram kom á fund-inum að íslenskir rannsóknarmenn gefa tækjabúnaði frá Lettlandi góð meðmæli. Mikill áhugi var á samstarfi milli lett-neskra og íslenskra fyrirtækja og sam-starfsfletir víða. Lettar hafa meðal ann-ars áhuga á að byggja upp sterkari þekk ingu og iðnað á sviði sjávarlíftækni og telja sig geta lært af Íslendingum á því sviði.

Stefnumót við líftæknifyrirtæki

Dina Grube, Viðskiptaskrifstofu Lettlands í Noregi, Mairita Coneva og Juris Vanags, Samtök líftæknifyrirtækja í

Lettlandi og Malvine Ivane frá fyrirtækinu Daga

Það sé óskiljanlegt að opinbert fyrir-tæki eins og RARIK hækki gjaldskrá sína um 15%.

Ekki sé ásættanlegt að opinber fyrir-tæki gangi fram fyrir skjöldu og hækki verð á nauðsynlegum aðföngum fyrir-tækja og einstaklinga á sama tíma og flest fyrirtæki þurfi að skera niður rekst ur sinn og mörg hver að segja upp fólki. Dreifing og flutningur á raf-orku er sér leyfisstarfsemi sem rekin er af opin berum aðilum og eru orkufyrir-tækin í þeirri aðstöðu að geta varpað kostnað arauka beint inn í vöruverð. Raforka er undirstaða ýmissar fram-leiðslu hérlendis. Við ríkjandi aðstæður verður að krefjast þess að opinber fyrirtæki finni aðrar leið ir til þess að ná tökum á rekstri sínum en með því að hækka verðskrá.

5

Janúar 2009

Rekstrarerfiðleikar og mikil skuld-setn ing blasir við stórum hluta atvinnu-lífs ins. Þessir þættir hafa magnast um allan helming eftir hrun íslenska banka-kerfisins, fall íslensku krónunnar, hækk un vaxta og samdráttar innan-lands sem utan. Þetta segir Jón Stein-dór, framkvæmdastjóri SI. „Því verður ekki unað ef í ljós koma tilburðir í þá átt að afgreiða vanda einnar at vinnu-greinar eða einstakra fyrirtækja með öðrum hætti eða á kostnað annarra. Hér verða allir að sitja við sama borð.“

Jón Steindór vísar þarna til orða Árna Johnsen alþingismanns um niður fell-ingu skulda útgerðarinnar og frétta-flutnings síðustu vikna af viðræðum LÍÚ við bankana um

fram virka gjald miðla-samninga.

„Allt kapp verður að leggja á að við það uppbyggingarstarf sem í hönd fer verði þess gætt að jafnræði sé milli atvinnugreina og fyrirtækja. Stjórnvöld gera þessar kröfur til fjármálafyrirtækja sbr. yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 2. desember um aðgerðir til að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja. Sömu meginsjónarmið hljóta að gilda hjá skilanefndum föllnu bankanna þriggja. Annað er óásættan legt“ segir Jón Steindór.

Jafnræðis verður að gæta

Farið verður yfir starfsumhverfi greinarinnar, verkefni, menntun, sóknarhug og framtíðarsýn.

Fjöldi erinda verður á ráðstefnunni.

Nánari upplýsingar er að finna á vef Samtaka iðnaðarins. Ráðstefnustjóri er Brynjar Haraldsson, formaður MÁLMS.

Ráðstefnan hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 16.00.

Ráðstefnan Björt framtíð málm- og véltækni-

iðnaðar á Íslandi ef .......Verður haldin á Grand Hótel Reykjavík 31. janúar

Borgarráð samþykkti að gera sam-komu lag við Samtök iðnaðarins fyrir hönd verktaka og greiða verðbætur vegna óverðtryggðra verksamninga.

Um árabil hafa verksamningar sem gerðir eru til lengri tíma en til eins árs verið verðbættir. Þannig var það líka í upphafi árs þegar Reykjavíkurborg bauð út framkvæmdir ársins. Síðan reið yfir holskefla hækkana á hráefni og aðföng um til mannvirkjagerðar. Nánast öll hrá efni á erlendum mörkuð-um hækkuðu eins og timbur, stál, málmar og lagnaefni að ónefndri olíu. Hækkunin var nær linnu laus á fyrri-hluta ársins og allt fram á haust. Til viðbótar lækkaði gengi ís lensku krón-unnar um 25% fyrir páska. Gengis-hrunið í haust hafði einnig mjög alvar-leg áhrif á þessa verksamninga.

Forsendur sem verktakar höfðu gefið sér þegar þeir reiknuðu tilboð sín á vor dögum voru brostnar og engin leið eða sanngirni að krefja þá um að standa við samninga. Til að mæta þessum ófyrir séðu áföllum hefur verið unnið að sam komulagi sem bætir verk-tökunum þessar hækkanir að hluta.

„Við fögnum þessari afstöðu borgar-innar við sanngjarnri kröfu verktaka,” segir Árni Jóhannsson forstöðumaður mannvirkjasviðs SI. Staða verktaka hafi verið afleit vegna þessara ófyrirséðu hækkana og ekki hafi verið sanngjarnt að verktakar hafi einir átt að standa undir þeim.

Í byrjun sumars tóku Vegagerðin og Siglingastofnun upp verðtryggingu allra verksamninga.

Borgin sam þykkir að verð tryggja verksamninga

6

Janúar 2009

vitað séu Íslend-ingar líka háðir utanríkis viðskipt-um. Við getum ekki framleitt allar vörur sjálf. Hráefni í ýmsan inn lendan iðnað komi frá útlöndum. Segja megi að vara sé íslensk þegar ein-hver virðisauki við framleiðslu hennar hafi orðið til hér á landi. Með því að auka vinnslu hérlendis sé hægt að spara umtalsverðar fjárhæðir og skapa störf, eins og með kaffi-brennslu, framleiðslu á bjór og sælgæti. Einstaklingar og fyrir tæki geti gert heil-mikið með því að færa slíka vinnslu hingað. Þess vegna séu Samtök iðnaðar-ins að halda merki ís lenskrar framleiðslu á lofti núna. „Sjaldan hefur verið jafn mikið tilefni til átaks í þessum efnum og nú.“

Hann hvetur jafnframt hið opinbera og fyrirtæki til að flýta sér hægt að grípa til

Kornax og Eyrarbúið á Þorvaldseyri hafa gert samkomulag um dreifingu, sölu og markaðssetningu á heilhveiti og bygg mjöli frá Þorvaldseyri. Dreifingin mun hefjast um miðjan janúar. Lands-samband bakarameistara hefur sýnt verkefninu mikinn áhuga og mun bjóða upp á vörur úr byggmjöli.

Sérstök trefjaefni í byggi, svokallaðir beta-glúkanar, geta lækkað kólesteról í blóði og haft áhrif á jafnvægi blóðsykurs. Í byggbrauðum er heildarmagn trefja-efna meira en í öðrum brauðum en neysla Íslendinga á trefjum er ekki talin nægilega mikil. Þá segir í tilkynningunni

„Ég held að í þessari stöðu eigum við engan annan kost en að finna tækifærin og nýta þau í stað þess að velta okkur upp úr erfiðleikunum,“ sagði Jón Stein-dór framkvæmdastjóri SI í viðtali við aukablað Morgunblaðsins, Sóknarfæri. Hann leggur áherslu á mikilvægi innlends iðnaðar í uppbyggingu efnahagslífsins og bendir á þær auðlindir sem við búum að, bæði í mannauð og náttúrunni. Lykilatriði sé að vinna með þau gæði til að komast í gegnum verkefnið.

Innlendur iðnaður hafi sjaldan skipt jafn miklu máli og nú. Hann sjái Íslend-ing um fyrir varningi sem hægt sé að framleiða hér og skapi gjaldeyri með útflutningi. Fjöldi öflugra iðnfyrirtækja geti staðið undir þessum hlutverkum. Fyrir utan auðlindir á landi og sjó hafi Íslendingar getið sér orð fyrir frumkvöðlaanda. Með góðu mennta- og heilbrigðiskerfi hafi Íslendingar allt til að vinna með sér til framtíðar.

„Þegar hægt er að kaupa íslenskt þá eigum við að gera það – okkar sjálfra vegna,“ segir Jón, en bætir við að auð-

Þorvaldseyri september 2008

róttækra að halds aðgerða. Það sé mikil-vægt að koma í veg fyrir spíralá hrif. Ef allir dragi harkalega saman kalli það á enn meiri ófyrir sjáanleg áhrif. Gera þurfi tæknilega gjald þrota fyrirtækjum kleift að halda áfram, efla mark aðsmál og skapa fleiri störf auk þess að huga að nýsköp un.

„Mjög mikið atvinnuleysi væri það versta sem getur komið fyrir okkur og til að sporna við því verður áhrifaríkast að horfa til greina þar sem tækifærin eru mest.“

Íslenskt hveiti og bygg á markaðað brauðin þyki sérlega bragðgóð. Rann sóknir á byggi til manneldis hafa staðið frá árinu 2006. Kornið hentar vel til brauðgerðar og eykur hollustu brauða. Landbúnaðarháskóli Íslands, Ölgerðin, Myllan og Kornax styrkja verkefnið.

Byggræktun hófst á Þorvaldseyri árið 1960 og hafa bændurnir þar verið brautryðjendur í ræktun korns hér á landi. Frá árinu 2003 hefur hveitirækt verið stunduð og er ræktunin enn í þróun hvað varðar tækni og heppileg yrki. Þá hefur greinin tekið stórstígum framförum með nýjum tækjakosti og aukinni þekkingu.

Íslenskur iðnaður spilar mikilvægt hlutverk

Samtök iðnaðarins og Háskólinn á Akur eyri hafa gefið út rit um nýliðun sem nefnist Lengi býr að fyrstu gerð. Ritið er vefrit og er notkun þess frjáls og án endurgjalds. Höfuðmarkmið þess eru:- að sýna hve mikilvægt er að taka

vel á móti nýju starfsfólki og upp-lýsa það hratt og vel um hlutverk sitt og gefa því völd í samræmi við það

- að kynna mikilvægi mannauðs-stjórn unar

- að gefa innsýn í hvern ig sum ís lensk fyrirtæki standa að nýliðun og stjórn un starfsfólks.

Ritið kom út í september rétt um það leyti sem ís -lenskt samfélag tók skyndi-lega dýfu sem enn sér ekki fyrir endann á. Ingi Bogi Bogason, for stöðu maður mennta- og mann auðsmála hjá SI, og Ingi Rúnar Eð varðs son, próf essor í stjórnun við Við skipta- og raunvís indadeild Há skólans á Akureyri eru höfundar ritsins.

1

LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ

ÞJÁLFUN NÝRRA STARFSMANNA

Háskólinn á AkureyriSamtök iðnaðarins 2008

Ingi Bogi Bogason Ingi Rúnar Eðvarðsson

7

Janúar 2009

7

SA beitir sér ekki fyrir ESB aðild og

upptöku evruNiðurstöður könnunar á afstöðu aðild-ar fyrirtækja Samtaka atvinnulífsins til þess hvort Samtökin eigi að beita sér fyrir aðild að Evrópusambandinu og upp-töku evru voru kynntar í dag. Fram kem-ur að skoðanir séu mjög skiptar innan samtak anna. Meirihluti fimm aðildar-samtaka SA var fylgjandi en meirihluti í þremur var andvígur. Á þeim grundvelli er staðfest að SA mun ekki beita sér í málinu.

Samtökin verða áfram virk í umræðu um Evrópumál og gæta hagsmuna allra félagsmanna á grundvelli þess að skoðanir séu skiptar um hvort sækja eigi um aðild að ESB eða ekki.

Skoðanakönnunin fór fram dagana 24. nóvember – 5. desember og var send 1.649 félagsmönnum í átta aðildarfélög-um SA.

Nánari upplýsingar er að finna í vefsetri Samtaka atvinnulífsins sa.is.

Fyrirtæki geta gert 2008 upp í erlendri myntNý lög sem heimila fyrirtækjum að gera árið upp í erlendri mynt hafa verið sam þykkt á Alþingi. Uppfylli fyrirtæki al þjóðlega reikningsskilastaðalinn um annan starfrækslugjaldmiðil en íslensku krónuna, geta þau sótt um heimild árs-reikningaskrár um að gera árin 2008 og 2009 upp í erlendri mynt.Umsókn-arfrestur er til 30. desember.

Á www.sa.is kemur fram að í áliti meirihluta efnahags- og skattanefndar Alþingis segi að í núverandi efnahags-ástandi gefi uppgjöf í íslenskri mynt ekki skýra mynd af raunverulegri stöðu margra fyrirtækja. Huga verði að breyt ing um á skilyrðum 8. gr. ársreikn-inga laga og ekki eigi að túlka greinina þrengra en alþjóðlegur reikningsskila-staðall gefi tilefni til.

Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hefur tekið saman kosti og galla þess að bók hald sé fært yfir í erlenda mynt.

Sú niðursveifla sem íslenska hagkerfið varð fyrir árið 1968 var mun dýpri en efnahagslægðin sem nú er hafin. Þá dundi á þjóðinni aflabrestur og verðfall afurða og landsframleiðsla minnkaði meira en gert er ráð fyrir í þessari niður-sveiflu, sem er sú níunda í íslenskum efnahagsbúskap frá árinu 1940. Þetta kemur fram í grein Helga Magnússonar, formanns Samtaka iðnaðarins, sem birt var í Fréttablaðinu.

Helgi telur að þjóðarbúið sé betur und-irbúið til að takast á við þessa niður-sveiflu en þær fyrri að því leiti að stoðir atvinnulífsins séu á breiðari grunni en áður. Útflutningur sé til dæmis mun fjöl-breyttari en árið 1968 þegar útflutningur landsmanna var nánast eingöngu í sjáv-ar útvegi.

„Íslendingar hafa reynslu af áföllum í efnahagslífinu. Við höfum ávallt unnið okkur út úr þeim,“ segir Helgi í greininni og vísar í að þó það hafi tekið tíma, hafi það alltaf tekist.

Helgi fagnar vali á mönnum ársins hjá Markaði Fréttablaðsins, Viðskiptablaðinu

og Frjálsri verslun, sem allir koma úr iðnaði. Það eru forvígismenn Alcans í Straumsvík, Össurar og Marels en þau fyrirtæki hafa staðið fyrir farsælli starfsemi á erlendri grundu.

Evrópusambandið er Helga ofarlega í huga. Hann vitnar í grein Benedikts Jóhannessonar tryggingarstærðfræðings sem bendir á að þó svo að evra hefði ekki bjargað íslensku bönkunum frá falli, hefði hún forðað fjölda heimila og fyrir-tækja frá því að fara í þrot. Þar vegi þyngst verðbólga, vextir, lán í erlendri mynt, eðlileg viðskipti við útlönd og sú staðreynd að útlendingar þyrftu ekki að óttast að festa fé hér á landi.

Að lokum fer Helgi yfir verðmætasköp-un sem byggist á að nýta tækifæri til atvinnuuppbyggingar með kerfislagfær-ing um og endurbótum. En hann varar við að skaðleg peningamála- og vaxtastefna, gjaldeyrishöft og hræðsla við Evrópu-sam bandið muni halda áfram að gera hag fólks og fyrirtækja verri.

Grein Helga má sjá í heild sinni á vef Samtaka iðnaðarins www.si.is.

-15%

-10%

-5%

0%

5%

10%

1940

1942

1944

1946

1948

1950

1952

1954

1956

1958

1960

1962

1964

1966

1968

1970

1972

1974

1976

1978

1980

1982

1984

1986

1988

1990

1992

1994

1996

1998

2000

2002

2004

2006

2008

2010

2012

Hagsveiflur á Íslandi 1940-2013mælt sem frávik frá langtímaleitni landsframleiðslu

Heimild: Hagstofa Íslands, IMF og útreikningar SI

Efnahags-lægðin nú minni en árið 1968 Helgi Magnússon

formaður SI

Miðað við hverja raforkueiningu sem net þjónabú þurfa til reksturs, gætu þau skapað fjölda atvinnutækifæra hér á landi. Þetta kom fram í ítarlegu svari iðnaðarráðherra við fyrirspurn Ármanns Kr. Ólafssonar þingmanns um störf í orkufrekum iðnaði.

Allt að 2,4 bein störf gætu myndast fyrir hvert Megawatt af raforku til móts við eitt í áliðnaði. Tæplega tvö bein störf skapast í járnblendi og eitt og hálft við kísilvinnslu. Séu afleidd störf tekin með í reikninginn skapast tvö störf aukalega á hvert Megawatt í áliðnaði.

Tvö dæmi eru tekin af fyrirhuguðum gagnaverum. Við upphaf gagnavers á Suðvesturlandi sem nýtti allt að 25 MW rafafl gæti þurft 30 - 60 fasta

Aðgangur íslenskra sprotafyrirtækja að BizSpark, nýju átaksverkefni Microsoft, getur skipt fyrirtæki miklu máli, ekki síst eins og staðan í íslensku atvinnulífi er nú. Þetta segir Haraldur Nelson forstöðu-maður upplýsingatæknisviðs Samtaka iðnaðarins um BizSpark, nýtt átaksverk-efni Microsoft, sem miðar að því að að -stoða sprotafyrirtæki í hugbúnaðargeir-an um að koma undir sig fótunum.

Með skráningu fá fyrirtæki frían að -gang að fjölbreyttu úrvali Microsoft hug-búnaðar, þróunartólum auk stuðnings frá samstarfsaðilum Microsoft. Aðgangur að tengslaneti BizSpark auðveldar fyrirtækj-

8

Viðskiptasambönd byggð upp á netinu

LinkedIn er netsamfélag tugmilljóna manna í viðskipta- og atvinnulífi. Í stað dægurmála eru fagleg mál til umræðu. Fólk setur inn upplýsingar um reynslu og fyrri störf, ferilskrá, meðmæli og annað sem skiptir máli í faglegu tilliti. Þátttak-endur koma sér upp vinahópi, líkt og á fésbókinni og hafa þá aðgang að þeirra vinum og að nokkru leiti að vinum þeirra. Þannig verður netverkið auðveld-

lega tugir þúsunda eða milljónir.

Netsamfélag sem byggir á faglegu og viðskiptalegu tengslaneti getur nýst fyrirtækjum og einstaklingum í markaðs-setningu. Hjörtur Smárason hjá Scope Communications hélt kynningu á net-samfélaginu á aðalfundi Samtaka ís -lenskra líftæknifyrirtækja á dögunum. Þar fór hann meðal annars yfir hvernig hægt er að byggja upp viðskiptasambönd og mynda ný á vefnum.

Mikilvægur þáttur LinekdIn eru fyrir-spurnir sem eru gagnlegar til að búa til sambönd og koma sér á framfæri. Þátt-takendur senda út fyrirspurnir um ýmis mál og þeir sem svara stimpla sig inn sem sérfræðinga á viðkomandi sviði. Þetta er einnig gagnleg leið til að finna aðila sem eru vel að sér á vissum svið-um og svo auðvitað til að fá brennandi spurningum svarað. Allt er þetta opið svo fólk vandar sig og svörin eru að jafnaði mjög góð. Myndaðir eru hópar um málefni og svið og hægt er að nál g-ast fólk með tiltekna þekkingu og bak-grunn.

Segja má að LinekdIn sé ódýr og öflug leið til að mynda ný viðskiptasambönd og byggja upp eldri, nú þegar fyrirtæki þurfa að huga að ráðdeildarsemi.

Samtök upplýsingafyrirtækja SUT fyrir hönd Samtaka iðnaðarins hafa tekið að sér að skrá sprotafyrirtæki og veita að -stoð og ráðgjöf. Fleiri fyrirtæki sem starfa að nýsköpun hafa lýst áhuga.

Eggert Claessen framkvæmdastjóri Frumtaks segir að framtakið sé vel þeg-ið. Miklu skipti að létta fyrirtækjum róð-urinn þar sem fyrstu ár sprotafyrirtækja séu gjarnan mjög erfið.

Fyrirtæki þurfa að starfa við hugbún-að ar hönnun, vera einkarekin, hafa verið starfrækt innan við þrjú ár og velta þarf að vera innan við eina milljón banda-ríkja dala á ári.

um að finna mögulega fjárfesta, við-skipta vini og samstarfsaðila á alþjóða-mark aði. Í framtíðinni veitir verkefnið einnig aðgang að tölvuskýinu Azure.

BizSpark hefur vakið mikla athygli en einungis fyrirtæki á stærstu markaðs-svæð um Microsoft höfðu fengið aðgang. Vegna mikils áhuga á Íslandi, stóraukn-um áhuga á nýsköpun og erfiðra að -stæðna í atvinnulífi hér á landi var ákveðið að veita Íslandi flýtimeðferð.

Fjárfestingarsjóðurinn Frumtak og

Microsoft opnar BizSpark fyrir íslenskum sprotafyrirtækjum

starfsmenn, þar af allt að 2/3 háskóla- eða fag mennt að á sviði rafeindatækni, raf magnsfræði, vélfræði, kerfisfræði og tölvunarfræði. Bein störf á hvert MW yrðu 1,2 - 2,4. Væru bein og afleidd störf talin væri fjöldinn 2,4 - 4,8 á hvert MW.

Í svari iðnaðarráðherra er bent á að áhugi sé fyrir að reisa mörg gagnaver víða um landið. Hvert þeirra myndi þurfa 10-15MW rafafl sem þýddi 1,3 - 1,5 störf á hvert MW. Með afleiddum störfum yrðu þau 2,7 - 3,0. Tekið er fram að erfitt sé að meta fyrirfram fjölda starfsmanna og tekið dæmi frá Bandaríkjunum þar sem störf við gagnaver eru mun fleiri en reiknað sé með hér á landi, eða um 4,8 – 6,5 störf á hvert MW.

Netþjónabú skapa fjölda atvinnutækifæra

Janúar 2009

9

Þórólfur Árnason kjörinn formaður SUTÞórólfur tekur við af Eggerti Claessen sem var formaður Samtaka upplýs-inga tæknifyrirtækja síðastliðin tvö ár.

Á aðalfundi SUT var meðal annars farið yfir stöðu fyrirtækja í greininni í tengslum við núverandi árferði. „Menn eru auðvitað hugsi yfir stöðunni, en binda vonir við að upplýsingatæknifyrir-tækin komi sterk út úr þeim þrenging-um sem nú ríða yfir íslenskt efnahags-líf,“ segir Þórólfur Árnason nýkjörinn formaður.

Samtök upplýsingatæknifyrirtækja eru starfrækt innan SI en í SUT eru um fimmtíu fyrirtæki með á annað þús und starfsmönnum.

Einar Mäntylä endurkjörinn formaðurSÍLBreytingar urðu á stjórn Samtaka ís -lenskra líftækni-fyrirtækja, SÍL, á síð asta aðalfundi. Þá gekk Jóhannes Gíslason fram-kvæmdastjóri Genís í stjórnina í stað Snorra Þóris sonar, framkvæmda stjóra Rannsóknar þjón-ustunnar Sýnis, sem hefur setið í stjórn frá upphafi. Einar Mäntylä hjá ORF Líftækni var end urkjörinn formað ur en Jakob K. Krist jáns son, fram kvæmda-stjóri Prókatín situr áfram í stjórn.

Þróun launa og kaupmáttar 2001-2008

Hagtölur iðnaðarins 2009

-10%

-5%

0%

5%

10%

15%

jan.

.01

maí

.01

sep.

.01

jan.

.02

maí

.02

sep.

.02

jan.

.03

maí

.03

sep.

.03

jan.

.04

maí

.04

sep.

.04

jan.

.05

maí

.05

sep.

.05

jan.

.06

maí

.06

sep.

.06

jan.

.07

maí

.07

sep.

.07

jan.

.08

maí

.08

sep.

.08

12 mánaða breyting launa í %

12 mánaða breyting kaupmáttar í %

Síðustu ár hafa einkennst af miklum launahækkunum án þess þó að það hafi skilað sér í tilsvarandi aukningu í kaupmáttar. Mikil verðbólga skýrir muninn. Síðastlitið ár hefur kaupmáttur minnkað jafnt og þétt er nú sambærilegur við ársbyrjun 2005. Horfur eru á að áfram muni draga úr kaupmætti á árinu 2009. Sagan kennir okkur að eina farsæla leiðin til að verja kaupmátt er að vinna draga úr verðbólgu. Því skiptir miklu að hemja gengi krónunnar og einnig að komandi endurskoðun kjarasamninga taki mið af stöðu fyrirtækja í landinu efnahagshorfum næsta árið.Heimild: Hagstofa Íslands

Íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP sem hannaði og rekur hinn vinsæla EVE Online tölvuleik hefur tekið upp nýja ofurtölvutækni frá Microsoft. Windows Microsoft HPC Server 2008 gerir fyrir-tækinu kleift að hafa eina milljón not-enda í leik sínum EVE Online. Nú eru notendur 300 þúsund. Á vef Microsoft í Bandaríkjunum er greint ítarlega frá fyrirtækinu og notkun þess á nýja kerf-inu.

Með áframhaldandi vexti og væntan-legri fjölgun notenda hefur fyrirtækið ákveðið að taka í notkun ofurtölvutækn-ina, meðal annars til að auka afköst.

„Við erum í raun að tala um að skipta um dekk kappakstursbíls á meðan hann er á ferð, frekar en að bíða eftir

viðgerðarstoppi,“ segir Jon-Carlos Mayes, forstjóri upplýsingatækni CCP. Metfjöldi þeirra sem geti spilað EVE Online á sama tíma núna sé rúmlega 40 þúsund manns. Markmiðið sé að koma þeirri tölu upp í 100 - 200 þúsund hið minnsta.

Þá er vitnað í Halldór Fannar Guðjóns-son, yfirmann tæknimála hjá fyrirtækinu, sem segir fyrirsjáanlegt að notendahóp-ur inn stækki umtalsvert. Stjórnin þurfi því að vera betri; „Fólk segir að þetta sé ógerlegt, en við segjum að þangað ætl-um við.“

Microsoft birtir einnig skjal með ítar-legum upplýsingum um CCP og mynd-skeið með viðtölum við nokkra aðila sem tengjast verkinu.

Ný ofurtölva CCP getur þjónað miljón notendum

Vefsetur SIwww.si.is

Janúar 2009

Félagsfundur SI hjá MIH í HafnarfirðiHafnfirskir iðnmeistarar vilja að stjórn völd grípi sem fyrst til aðgerða á mann virkjasviði. Þeir bíða eftir útspili stjórnvalda í mannaflsfrekum viðhalds-verkefnum. Á fjölmennum hádegis verð-arfundi SI með iðn meisturum í Hafnar-firði ræddi Jón Steindór, fram kvæmda-stjóri SI ástandið í íslensku atvinnulífi og aðgerðir Sam takanna við því. Fundarstjóri var Friðrik Ágúst Ólafsson, framkvæmdastjóri MIH.

Framkvæmdastjórinn lagði áherslu á að til styttri og lengri tíma væri stöðug-leiki aðalatriðið. Við þyrftum að byggja upp orðspor okkar, móta fjölbreytilega atvinnustefnu og laða að erlenda fjár-festa. Fundarmenn lýstu yfir áhyggjum af ástandi í byggingariðnaðinum. Upp-lýs ingar um fjölda óseldra bygginga sár vantaði. Friðrik upplýsti að unnið væri í málinu.

Fundarmenn hvöttu Samtök iðnaðar-ins til að vinna þétt með sveitarfélög-um við þarfagreiningu á viðhaldsverk-efn um.

Mikill hugur á Akureyri þrátt fyrir þrengingarFjölmargar hugmyndir og ábendingar um tækifæri vegna alvarlegra efnahags-þrenginga komu fram á fundi með aðil-um úr viðskiptalífinu á Akureyri. Sam-tökin í samvinnu við Atvinnuþróunar-félag Eyjafjarðar og Akureyrarstofu boðuðu til fundarins. Markmiðið var að ræða á jákvæðan hátt stöðu athafna-lífsins og draga fram möguleg tækifæri sem falist gætu í stöðunni. Hugmyndir fundarmanna snerust annars vegar um það sem hægt er að gera í stöðunni og hins vegar um verkefni sem eru líkleg til að styrkja og efla svæðið til lengri tíma.

Áhersla er lögð á að opinberir aðilar forgangsraði verkefnum sér í lagi mann-frekum verk efnum og þau sem fela í sér inn lendan kostnað. Ferðaþjónusta efld og áhersla lögð á innlenda framleiðslu.

Þátttaka fór fram úr vonum en rúm-lega 70 manns mættu. Þar kom einnig fram að ýmis fyrirtæki hafa þegar brugð ist við og sett í gang verkefni sem að þessu lúta.

10

Fjárfestingarsamningur vegna álvers í Helguvík verður staðfestur samkvæmt því sem Össur Skarphéðinsson iðnað-arráðherra sagði í grein í Fréttablaðinu. Þetta telur ráðherra að muni skapa rúm lega 2.500 manns vinnu á bygging-artíma á sama tíma og efnahagslægðin er dýpst og atvinnu leysið mest. Þar á eftir muni 650 manns starfa í álverinu en afleidd störf verði rúmlega eitt þúsund.

Össur segir í greininni að um sé að ræða skjótvirka leið til að draga úr tímabundnu atvinnuleysi fjölmargra iðnaðarmanna, byggingarverkafólks, verkfræðinga og arkitekta. Ákvörðunina hafi hann tekið undir lok síðasta árs. Fimm erlendir bankar muni í fram-haldinu veita lán til framkvæmda við allt að 360 þúsund tonna álver.

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfis-ráðherra mun ekki vera ósátt við ákvörð un iðnaðarráðherra eftir því sem fram kemur í Fréttablaðinu. „Við þurf-

Rúmlega 78% telja álver á Íslandi hafa mjög eða frekar jákvæð áhrif á efnahag samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Alcoa Fjarðaál í október. Rúm-lega átta prósent eru neikvæðir eða

Stuðningur við álver fer vaxandimjög neikvæðir. Tæplega 60% aðspurðra segjast hafa jákvæð viðhorf til fyrir-tækisins en neikvæðir eru rúmlega 18%. Nánari niðurstöður er að finna á www.si.is.

„Okkur er nauðsynlegt að

auka vöxt og verðmætasköpun

í landinu til skamms og langs

tíma. Álverið í Helguvík verður

mikilvægur áfangi á þeirri

leið.”

um að horfast í augu við þá erfiðu stað reynd að Ísland hefur ekki það lánstraust sem það hafði áður og þá þurfum við að beita sértækum aðgerð-um.“

Jón Steindór segir það gleðilegt að nú leggist allir á eitt við að hrinda

Helguvík skapar 2.500 manns vinnu

verkefninu í Helguvík af stað. „Okkur er nauðsynlegt að auka vöxt og verð-mæta sköpun í landinu til skamms og langs tíma. Álverið í Helguvík verður mikilvægur áfangi á þeirri leið.”

Janúar 2009

11

Fimmþúsund manns hafa atvinnu tengda áliðnaðiBein og óbein atvinna af álbræðslu og vinnslu járnblendis sér á sjötta þúsund manns fyrir lifibrauði hér á landi. Þetta kom fram hjá Össuri Skarphéðinssyni á Alþingi um störf í orkufrekum iðnaði.

Fastir starfsmenn álveranna þriggja eru 1385 og 17% þeirra eru með háskólamenntun. Rio Tinto Alcan í Straumsvík framleiðir 184 þúsund tonn á ári, álver Norðuráls á Grund-artanga 260 þúsund tonn og Fjarð-arál í Reyðarfirði framleiðir 346 þús-und tonn á ársgrundvelli. Afleidd störf í iðnaðinum eru talin vera í það minnsta 2.800. Allt í allt hafa því tæplega 4.200 manns atvinnu af áliðnaðinum.

Elkem á Grundartanga framleiðir 140 þúsund tonn af kísiljárni og tengdum afurðum á ári. Í verksmiðju Elkem starfa 200 manns, þar af 20% með háskólamenntun. Afleidd störf af þeirri starfsemi eru talin um 500.

Tækniskólinn – skóli atvinnulífsins ætlar að vera í fararbroddi skóla í endur-reisn atvinnulífsins og bjóða fjölda úr -ræða fyrir þá sem vilja og þurfa tækifæri til menntunar. Þetta sagði Baldur Gísla-son skólameistari þegar 150 nemendur voru útskrifaðir við hátíðlega athöfn í Hall grímskirkju föstudaginn 19. desemb-er.

Útskrifað var úr fjórum undirskólum

Tækniskólanum, Byggingartækniskól-anum, Endurmenntunar skólan um, Hönn-unar- og handverksskólanum og úr Vél-tækniskól-anum.

Skólameistari sagði einnig að nem-endur sem útskrifuðust úr skólanum með þekkingu á hönnun, sköpun og handverki væru fólk framtíðarinnar. „Þessir einstak-lingar eru oft með mikla frumkvöðlahæfi-leika og hafa sýnt að þeir eru duglegir

að skapa sér störf í samræmi við mennt-un sína.“

Jón B. Stefánsson, annar tveggja skóla meistara, flutti einnig ávarp sem og Jón Steindór, fram kvæmdastjóri SI og formaður stjórnar Tækniskólans.

Alls voru 19 viðurkenningar veittar við útskriftina, þar af ein frá Samtökum iðnaðarins fyrir góðan námsárangur.

Tækniskólinn Í fararbroddi við útskrift 150 nemenda

Verðlaunahafar 2008

Meistaraskólinn

Þetta merki gefur upplýsingar um orkuinnihald í einum skammti af

þessari tilteknu vöru Í þessu dæmi inniheldur hver

skammtur 226 hitaeiningar (HE)

Þetta er hlutfall af daglegri orkuþörf sem einn skammtur af vörunni gefur.

Í þessu dæmi gefur skammturinn 11% af daglegri orkuþörf (2000 HE)

226/2000 x 100 = 11 %

Hitaeiningar Sykur Fita Mettuð fita Salt

226 17,4g 2,8g 1,4g 0,3g

11% 19% 4% 7% 5%

af leiðbeinandi dagsskammti

Hver skammtur inniheldur

Matvælaframleiðendur vilja koma skila boðum um innihald „varasamra“ næring arefna á framfæri á jákvæðan hátt. Nú hafa svokallaðar GDA merkingar á mat vælum rutt sér til rúms í Evrópu og sjást nú í auknum mæli hér á landi.

GDA stendur fyrir Guideline Daily Amounts eða leiðbeinandi dagskammt. Merkingarnar segja til um hversu hátt hlutfall af því magni efna, sem opinberar ráðleggingar telja að neyta megi daglega af orku, salti, syki og fitu, er í vörunni. Þrátt fyrir að þessi efni séu óheppileg í of miklu magni eru þau nauðsynleg líkam-anum í hæfilegum skömmtum. GDA get-ur einnig gefið upplýsingar um önnur efni sem hafa á sér betra orð eins og prótein, kolvetni og trefjar.

Gildin byggja á nýjustu skráðum upp-lýsingum um næringarþörf og ráðlagða neyslu næringarefna og eru meðaltöl af álitinni neysluþörf heilbrigðra einstak-linga af báðum kynjum í eðlilegri líkams-þyngd. Miðað er við 2000 hitaeiningar á dag fyrir konur og 2500 fyrir karlmenn

og GDA reiknað sem hlutfall af þeirri orku. Ef ekki er gerður greinarmunur á neyslu karla og kvenna er miðað við 2000 hitaeiningar.

GDA er gefið upp fyrir skilgreindan skammt af viðkomandi vöru, en ekki magn í 100 g eins og hefðbundnar næringargildismerkingar gera. Matvæla-framleiðendur í Evrópu hafa komið sér saman um að nota gildin í töflunni sem viðmiðunargildi fyrir hvert næringarefni. Hún sýnir leiðbeinandi dagskammt fullorðinna miðað við 2000 hitaeininga orkuneyslu á dag.

Ragnheiður Héðinsdóttir

Hversu mikil næring er hæfileg?

Leiðbeinandi dagskammtur fullorðinna

Orka 2000 kcal (hitaeiningar)

Heildarfita 70 g

Mettuð fita 20 g

Kolvetni 270 g

Heildarsykur 90 g

Prótein 50 g

Trefjar 25 g

Natríum (Salt) 2.4 g (6g)

Janúar 2009

Janúar 2009

2007-2009 til að fjár-festa í nýsköp un ar- og sprotafyrir tækj um. Finnbogi Jóns son,

framkvæmda stjóri NSA og stjórnarfor-maður Frumtaks segir að niðurstaðan sé ánægjuleg. „Við vitum af mörgum áhugaverðum sprotum og það er alveg ljóst að einhverjir þeirra geta orðið að mjög öflugum fyrirtækj um.“

Rekstur Frumtaks hófst undir lok síðasta sumar þegar Dr. Eggert Claessen var ráðinn framkvæmdastjóri sjóðsins. „Nú verður hægt að halda áfram þeirri vinnu sem þegar var hafin við að skoða væn lega fjárfestingakosti,“ segir Eggert, en engar ákvarðanir voru teknar vegna óvissu í kjölfar bankahrunsins. Fjöl-breyttar viðskiptahugmyndir sem hann hafi skoðað veki bjartsýni og bjóði upp á mikil tækifæri til atvinnu og tekjusköp-unar. „Það eru því spennandi tímar framundan.“

Umsagnir um þingmál og lög

Á hverju ári berast Samtökum iðnaðar ins fjöldi þingmála, sem og mála frá ráðuneytum, til umsagnar.

Allar um sagnir Samtakanna eru birtar á vef SI. Í þeim má sjá

umsagnarferlið í heild sinni, hvenær málin bárust SI, ábyrgð armann þess

og afgreiðsludag.

Kynningarfundur um verklegar framkvæmdir ársins verður haldinn föstudaginn 30. janúar kl. 13:00 til 17:00.

Gefið verður út yfirlit yfir öll helstu útboð verklegra framkvæmda á vegum ríkisins, Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðar og Kópavogsbæjar. Kynntar verða framkvæmdir þeirra opinberu stofnana sem mest kveður að á útboðsmarkaði.

Verktökum og öðrum gefst á fundinum einstakt tækifæri til að skyggnast inn í verkefnaframboð ársins.

Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík og er opinn öllum áhugamönnum um verklegar framkvæmdir.

ÚtboðsþingVerklegar framkvæmdir 2009

Ekki var vitað með vissu um framtíð nýja fjárfestingarsjóðsins Frumtaks eftir fall íslensku bankanna í október. Nú hefur þeirri óvissu verið eytt og hlutafjár fram-lag viðskiptabankanna tryggt, en það lækkar úr 500 milljónum á hvern banka í 300. Upphaflega var gert ráð fyrir að stærð sjóðsins yrði 4.650 millj ónir króna. Í tilkynningu Nýsköpunar sjóðs atvinnu-lífs ins, NSA, kemur fram að hlutur hans og lífeyris sjóðanna er óbreytt ur og verður heildar stærð sjóðsins því 4.050 milljónir króna. Frumtak var stofnað af Nýsköpunar-sjóði, gömlu bönk unum þremur og sex lífeyris sjóðum síðastliðið sumar. Gerður hefur verið samningur milli fjár-málaráðuneytis ins og NSA sem trygg ir að NSA fái fjár muni sem ákveðið var að veita sjóðnum á Alþingi árið 2005. Um var að ræða 1.500 milljónir á árun um

Óvissu um framtíðina eytt

Verktakafyrirtækið Ístak leitar nú verk efna í auknum mæli á erlendri grundu. Fyrirtækið mun hefja verklegar fram kvæmdir við 6.000 fermetra skóla í Nuuk í Grænlandi í mars. Mánuði síðar hefst vinna við virkjun í norðurhluta Græn lands sem hafist var handa við síðastliðið sumar. Um 80 Íslendingar munu starfa við verkefnin í Grænlandi.

Loftur Árnason, framkvæmdastjóri Ístaks, segir markaðinn hér á landi al -gjörlega dauðan. Þess vegna leiti fyrir-tækið á erlenda markaði og bjóði nú í verk í nágrannalöndunum Grænlandi, Færeyjum og Noregi.

Ístak hóf byggingu neðanjarðarvirkj-unar skammt frá Sisimiut í norðurhluta Grænlands á síðasta ári. Vinna liggur niðri yfir vetrarmánuðina, en hefst aftur eftir páska og lýkur næsta haust. Á milli 40 og 50 Íslendingar unnu við virkjunina síðastliðið sumar. Loftur segir íslenskt starfsfólk við erlend verkefni að mestu starfsfólk fyrirtækisins. Þó gæti þurft að bæta við einhverjum starfsmönnum vegna þessara verkefna.

Ístak lagst í víking