108
Viðhorf og virðing Námskeið um fjölbreytni Kennsluleiðbeiningar Mars 2006

Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

  • Upload
    others

  • View
    2

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

Viðhorf og virðing

Námskeið um fjölbreytni

Kennsluleiðbeiningar

Mars 2006

Page 2: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

Útgefandi: Rauði kross Íslands, mars 2006, með leyfi ©Mangfold og Dialog í Noregi. Þýðandi: Salvör Aradóttir. Óheimilt er að endurprenta eða nota efnið nema með leyfi Rauða kross Íslands.

Page 3: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna
Page 4: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna
Page 5: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 1

0

Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni....................................... 1 Viðhorf og virðing, aðferðir og vinnulag ........................................................... 2 Uppbygging VOV-námskeiðsins um fjölbreytni.................................................... 4

Page 6: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 1

1

Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni

Atburðir í Vestur-Evrópu sýna að mismunun vegna þjóðernisuppruna, litarháttar eða trúarbragða er vaxandi vandamál sem er eins og tímasprengja verði ekkert að gert. Það er því mikilvægt að opinskáar samræður fari fram um þetta vandamál. Í Noregi búa meira en 100.000 innflytjendur af fyrstu eða annarri kynslóð. Þeir sem eru innflytjendur í dag sætta sig kannski tímabundið við sérstaka meðhöndlun. En börn þeirra og barnabörn munu ekki gera það. Þetta getur leitt til ágreinings í þjóðfélaginu. Hvernig erum við í stakk búin til að takast á við kynþáttahyggju og fordóma? Búum við yfir þekkingu og færni til að takast á við þessi vandamál? Hvað geta frjáls félagasamtök gert? Hvað getur skólinn gert? Hvað geta stjórnvöld gert? Hvað getum við gert hvert og eitt? Viðhorf og virðing er aðferðakerfi sem tekur mið af almennum, mannlegum viðbrögðum við samfélagsbreytingum. Í lýðræðisþjóðfélagi er nauðsynlegt að tala opinskátt um ótta, gildismat og atferlismynstur á friðsamlegum nótum. Skilmerkilegar umræður um fjölbreytileikann er viðfangsefni sem kennarar, æskulýðsleiðtogar, íþróttakennarar, stjórnmálamenn, leiðbeinendur fermingarbarna, trúnaðarmenn á vinnustöðum og aðrir sem móta afstöðu þurfa að takast á við. Strax í lok áttunda áratugarins fór að bera á fordómum og viðhorfi í Evrópu sem gáfu vaxandi kynþáttahatur til kynna. Af þessu mátti draga mikilvæga ályktun: Ámóta tilhneigingar myndu væntanlega koma fram í Noregi innan tíðar. Hvernig erum við í Noregi búin undir að takast á við og vinna gegn fordómum og kynþáttahatri?. Verkefnið, Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni, á upphaf sitt að rekja til verkefnis Alþjóðaráðs kirkjunnar, „Program to Combat Racism”, sem upphaflega var stofnað til í Suður-Afríku. Mpho Ktoane, prestur í Suður-Afríku miðlaði síðan reynslu af verkefninu til kirkjanna í Evrópu, einkum í Hollandi. Í Svíþjóð var unnið að þessu verkefni í nánu samstarfi við Hollendinga og það aðlagað að aðstæðum í Svíþjóð, Í Noregi hefur verið byggt á á sænsku gerðinni. Í samstarfi við alþjóðlega tengiliði, einkum í Svíþjóð og Hollandi hefur reynslu af ýmsum uppeldisaðferðum frá breiðu þekkingarsviði verið safnað og hún metin. Verkefnið byggir á hefðum og reynslu norskrar alþýðuhreyfingar á sviði alþýðumenntunar af vinnu í hópum. Frumkvæði að því að fá þetta verkefni til Noregs var tekið af biskupsembættinu í Ósló. Starfið hófst árið 1994 og í janúar 1995 var stofnaður stjórnarhópur um VOV-verkefnið. Eftirfarandi stofnanir standa að baki verkefnisins í Noregi og eiga þær fulltrúa í stjórnarhópnum um VOV- verkefni.: Norska kirkjan, Katólska kirkjan Landssamband barna- og unglingasamtaka í Noregi Norsk hjálparsamtök alþýðusambandsins í Noregi Norsku kennarasamtökin, Útlendingastofnun og Antirasistisk senter.

Page 7: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 1

2

Viðhorf og virðing, aðferðir og vinnulag

Þær aðferðir sem starfað er samkvæmt á VOV-námskeiðunum eru þróaðar af Orvar Alinder og Marco Helles. Þeir sem áður hafa starfað að menntun munu þekkja margar æfinganna. Í kennsluleiðbeiningunum eru dæmi um æfingar þar sem unnið er með gildismat, hlutverkaleiki og reynsluleiki (situasjonsspill). VOV tekur mið af reynslu og upplifunum hópsins og afstöðu. Æfingarnar, samtöl í hópnum, hlutverkaleikirnir og greiningarnar eru þróaðar með það fyrir augum að virkja þátttakendur og vekja áhuga þeirra. Grundvöllur VOV er viðhorf einstaklingsins til umhverfis síns. Það er lögð áhersla á að skoða samfélagið út frá sjónarhornum minnihlutahópa og meirihlutahópa, fjalla um spurningar sem varða mismunum og kúgun og leitast við að finna leiðir að opnara samfélagi. VOV byggir á opnum samræðum milli þátttakendanna, þar sem þekking, reynsla og viðhorf hvers og eins er tekin alvarlega og. Í VOV eru engin fyrir fram tilbúin svör. Við reynum frekar að líta í eigin barm og skoða okkar eigið viðhorf til annarra til að skapa grundvöll fyrir skapandi samræður. Í sameiningu munum við reyna að finna uppbyggilegar lausnir fyrir framtíðina. VOV skapar vettvang fyrir einlægar samræður í opnu og uppbyggilegu andrúmslofti. Leiðbeinandinn gegnir lykilhlutverki og þarf því að vera góður hlustandi og sýna hreinskilni. Á VOV-námskeiði um fjölbreytni á að ríkja andrúmsloft litað af gleði og hreinskilni, og þar blandast gaman og alvara. Markhópar

Markhópar VOV-námskeiðsins eru kennarar, æskulýðsleiðtogar, leiðbeinendur fermingarbarna, stéttarfélög, meðlimir samtakanna, nemendur í 9. og 10. bekkjum grunnskólans, framhaldsskólar, lýðháskólar og aðrir sem koma að starfi með flóttafólki/innflytjendum jafnt í einkageiranum sem á sviði opinberrar stjórnsýslu. Aðferðin er sveigjanleg og hana má aðlaga mismunandi aldurshópum og þekkingarstigi eftir því sem við á. VOV-hópur getur verið annað hvort samsettur eða einsleitur. Á námskeiði þar sem þátttakendur eru bæði fulltrúar frá meirihluta og minnihluta verða samræðurnar ákafari og áhugaverðari. Það er mikilvægt að norskum þátttakendum gefist tækifæri til að heyra hvað fólk frá öðrum menningarheimum hefur að segja um reynslu sína af norsku samfélagi. Hópar með þátttöku beggja kynja heppnast best, einkum hvað sumar æfingarnar varðar. Þá er hægt að fjalla um málefnin út frá mismunandi sjónarhornum. Það eflir samræðuna, hún verður innihaldsríkari og hjálpar hópnum framvegis. Menntun og endurmenntun Einungis leiðbeinendur sem hafa tekið þátt í VOV-námskeiði að lágmarki 20 tíma, geta tekið þátt í þessu leiðbeinandanámskeiði. Síðan má bæta við endurmenntun af ýmsu tagi. Þú þarft að vera VOV-kennari (instruktör) til að geta menntað VOV-leiðbeinendur (ledere). Kennaraþjálfunin fer fram á vegum verkefnisstjórnar VOV.

Page 8: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 1

3

Hægt er að hafa samband við aðila stjórnarhópsins:

Sími: Símbréf: Norsk Folkehjelp 22 03 77 00 22 17 96 12 Biskupsdæmisráðið í Osló 22 19 37 00 22 68 28 92 Hið katólska biskupsdæmisráð í Osló 22 20 72 65 22 20 53 80 Landssamband barna- og unglingasamtaka í Noregi 22 67 00 43 22 68 68 08 Útlendingastofnun (UDI), Eystri svæðisskrifstofa (Regionskontor öst) 22 33 92 00 22 33 92 10 Norsku kennarasamtökin 22 00 20 00 22 00 21 80

Ég fékk hræðilega martröð í nótt. Mig dreymdi að innflytjendur

þyrftu ekki lengur á hjálp að halda.

Page 9: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 1

4

Uppbygging VOV-námskeiðsins um fjölbreytni

Gott er að byggja námskeiðið um fjölbreytni upp á einingum. Með því að byggja á sameiginlegum einingum gefst leiðbeinandanum kostur á að byggja kennsluna upp á kerfisbundinn hátt. (Leiðbeinandinn þarf ekki að fylgja leiðbeiningunum í blindni en þær geta verið til stuðnings). Helstu kostir eru:

Námskeiðin eru byggð upp á skipulegan hátt Námskeiðin verða lík Tilgangur og markmið verða skýrari Þrepamódelið leiðir að settu markmiði

Hvert þrep skal hafa: Skipulagt ferli Markmið Tengsl við næsta þrep

Þættir ferlisins Byrjunarþrep þar sem allir kynna sig og traust myndast. Skýra, greina og skilgreina hvað átt er við með hugtökum eins og fordómar,

þjóðhverfur hugsunarháttur og kynþáttahyggja. Greina, lýsa og sjá hvernig fordómar og kynþáttahyggja birtast í samfélaginu

og í daglegu lífi: í stjórnsýslunni, í menningunni og hjá einstaklingum. Skilgreina og vinna úr ótta og persónulegum tilfinningum sem tengjast

hugtakinu kynþáttahyggja. Útskýra hvernig eigið viðhorf og viðmót tengist fordómum og mismunun í

eigin menningu. Útskýra framtíðarþróun og -möguleika út frá forsendum í hverju landi og

svæði. Þróa eigin persónulega aðferð til að berjast gegn kynþáttahyggju innan

stofnana jafnt sem á einstaklingsgrundvelli. Þegar við fellum dóma um annað fólk gerum við það út frá okkar eigin grundvelli og eigin menningu. Þess vegna er farið í gegnum eftirfarandi þætti á öllum námskeiðum sama hvort þau eru löng eða stutt. Persónulegar rætur Hver er afstaða mín til lífsins – mitt eigið viðhorf Hvernig samfélagi vil ég búa í Afleiðingar fordóma - frá ótta til kynþáttahaturs

Page 10: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 1

5

Hvernig vil ég að framtíð mín líti út? Hvað get ég gert?

Sjónarhornin Mikilvægur þáttur VOV- kerfisins eru mismunandi sjónarhornsæfingar þar sem

við lærum að skoða hlutina frá ólíkum sjónarhornum. Mikilvægast er þó að draga mannlega þáttinn inn í umræðuna; það þýðir að við fjöllum ekki bara um málefnin á pólitískum grundvelli en að við lítum einnig á þau út frá sjónarhorni daglegs lífs, hvernig við sem einstaklingar bregðumst við þegar upp kemur ágreiningur, bæði í litlum og stórum samhengjum.

Orka innan hópsins Í þessari möppu kynnum við VOV- námsefnið í ákveðinni röð.

Þetta ber ekki að skilja á þann hátt að allir verði að gera allt í sömu röð. Þvert á móti, VOV-kerfið byggir fyrst og fremst á orku og samsetningu þess hóps sem um ræðir. Sumir hópar eru forvitnir og vilja læra meira. Aðrir hópar taka ekki virkan þátt í upphafi. Enn aðrir hópar eru ekki á námskeiði að eigin frumkvæði. Einhverjir aðrir hafa beðið þá um það af einhverjum ástæðum. Sumir hópar eru blandaðir. Sumir geta verið herskáir, aðrir mildir sem lömb. Sumir birgja allt inni og sitja með krosslagða handleggi og spá í hvað í ósköpunum þetta gangi út á. Í sumum hópum geta verið innbyggð átök og hlutverkaskipti. Það getur verið nauðsynlegt að taka tillit til samsetningar hópsins varðandi aldur, kyn, uppruna, trúarbrögð og menningarbakgrunn. Það er ekki víst að sama röð og samsetning æfinga henti öllum hópum. Í skóla er samsetning bekkjarins gefin fyrir fram. Sama á við um hlutverk kennarans. Ef kennarinn vill hafa þemaviku gegn kynþáttafordómum getur upplegg og röð efnis í möppunni hentað. Aðrir kennarar kjósa e.t.v. að skipuleggja starfið til lengri tíma og vilja fjalla um spurningarnar þega þær koma upp. Þá er lögð áhersla á að það séu spurningar sem brenna á og séu viðkomandi fyrir bekkinn og skólann sem fjallað er um. Allar aðferðir sem kynntar eru í möppunni/kennsluleiðbeiningunum hafa stuttan inngang. Það getur gefið góða raun að lesa kaflann um hvernig byrja má VOV-námskeið út frá mismunandi samsetningum hópa. Í lok hverrar æfingar getur verið gott að gera stutta samantekt til að meta ferlið með tilliti til markmiðsins.

Page 11: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 2 Kafli 2 Samræður og samtal......................................................................... 1 Nokkrar grundvallarreglur ............................................................................... 1 Að bera saman samræður og umræður .............................................................. 4 Leiðbeinandinn ............................................................................................. 6 Hópurinn ..................................................................................................... 8 Fjögur horn .................................................................................................12 Mýtur og mótrök ..........................................................................................14 Límmiðaæfing..............................................................................................15 Þvert á móti æfing .......................................................................................17 Afleiðingaæfing ...........................................................................................18 Þankar ........................................................................................................19 Línan..........................................................................................................20 Leikhlé! ......................................................................................................22 Heitur stóll..................................................................................................23 Flettitafla og tafla ........................................................................................24 Að nota ævintýri ..........................................................................................25 Fleiri sveigjanlegar aðferðir............................................................................26 Hlutverkaleikur með tveimur persónum ............................................................29 Kringumstæðnaleikur, ágreiningsleikur ............................................................30 Lifandi styttur .............................................................................................32 Hugmynd að hlutverkaleik .............................................................................33

Page 12: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 2

1

Kafli 2 Samræður og samtal Nokkrar grundvallarreglur Vel heppnað VOV-námskeið um fjölbreytni byggir á: Hlustun Samtal byggir á virðingu fyrir skoðunum annarra. Að virða rétt annarra til að hafa eigin skoðanir er grundvallaratriði samræðunnar. Þá gefst rými fyrir ólík viðhorf og skoðanaskipti í anda umburðarlyndis. Innsýn í og skilningur á rökum annarra er mikilvægur þáttur ef láta á reyna á eigið gildismat og viðhorf.

Þátttöku Legðu áherslu á að allir beri sameiginlega ábyrgð á umræðunni, og að allir hafi jafnan rétt til að tjá skoðanir sínar. Ef ólík sjónarhorn og gagnstæðar skoðanir koma fram, reyndu þá að varpa ljósi á málefnið frá ýmsum hlliðum með beinum spurningum: - finnst þér þá að..., - getur þú útskýrt nánar hvað þú átt við, - hvers vegna viltu það? - hér virðast tvær gagnstæðar skoðanir vera á ferðinni, eigum við að skýra aðeins rökin . . og svo framvegis. Öryggi Oft geta umræðuefnin verið tilfinningahlaðin, og því erfitt að tjá innstu hugsanir sínar. Því er mikilvægt að skapa öruggt andrúmsloft. Gerið öllum ljóst, að VOV-námskeiðið snúist hvorki um sönnunarferli né yfirheyrslur. Það sem mestu máli skiptir er samtalið en ekki skoðanir hópsins. Hver og einn þátttakandi verður að hafa á tilfinningunni að hans eða hennar skoðanir verði innan hópsins og fari ekki lengra. Legðu áherslu á að það séu málefni en ekki persónur sem eru til umfjöllunar.

Samskiptum Hlutverk leiðbeinandans er að skapa grundvöll fyrir samskipti en ekki að flokka eða sía skoðanir. Ef umræðurnar staðna, er það hlutverk leiðbeinandans að koma samræðunum af stað aftur með nýjum spurningum eða æfingum. Reyndu að vera eins hlutlaus og þér er unnt og sýndu áhuga á að skýra málin og draga niðurstöður. Að stjórna hópsamtölum Inngangur Leiðbeindu hópnum inn í þema umræðunnar. Gerðu grein fyrir málefninu og útskýrðu sérstakt þema spurningarinnar. Reyndu að koma á fót samskiptum þar sem þátttakendur tala hver við annan en ekki bara við þig sem leiðbeinanda.

Page 13: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 2

2

Haltu samræðunum á réttri braut Vertu ekki of fljót á þér að grípa inn í samtal sem skyndilega fer í annan farveg, en vertu samt viðbúin og fylgstu grannt með að mikilvæg þemu komi virkilega fram, svo látið verði reyna á forsendur skoðananna.

Ef einhver er of fyrirferðarmikill Leiðbeinandinn verður að sjá til þess að allir taki þátt í samræðunum. Þegar fjallað er um persónuleg og tilfinningahlaðin málefni kemur persónubundinn munur skýrt fram og einstaklingarnir munu skipa sér í hlutverk. Vertu í sambandi við alla og sjáðu til þess að samræðurnar verði ekki átök milli tveggja sterkra aðila.

Ef einhver tekur ekki þátt Stundum þarf leiðbeinandinn að fylgjast með og draga þá sem ekki taka þátt í samræðunni inn í hana með spurningum og augnsambandi. Stundum stafar skortur á þátttöku af hugsunarlausri athugasemd sem hefur fallið eða að aðrir eru of fyrirferðarmiklir í samtalinu. Sumir vilja kannski ekki láta uppi viðhorf sína eða afstöðu. Þá geta spurningar sem brjóta upp fræðin og taka á tilfinningum í staðinn, hjálpað samræðunni á rétt spor, t.d. - af hverju haldið þið að fólk hrökkvi í baklás þegar þessi spurning kemur upp? Getur það verið vegna þess að fólk vill komast hjá erfiðum svörum, af því . . . Þess háttar spurningum er ekki ætlað að afhjúpa neinn, en eru bornar upp út frá grun um ástæðuna fyrir því að þeir taka ekki þátt. Það eru örugglega sumir sem taka ekki þátt í umræðu sökum feimni. Spurningar geta rofið þögnina, en það gera aldrei athugasemdir á borð við „þú segir ekki neitt, hvað finnst þér eiginlega?”

Notaðu eigin aðferðir Notaðu fleiri en eina aðferð á meðan á samtalinu stendur (sjá ýmsar hugmyndir í kennsluleiðbeiningunum). Stundum gefst vel að breyta formi samtalsins. Notaðu oft flettitöflu eða töflu/myndvarpa til að skýra rök og taka saman niðurstöður. Virkur og áhugasamur leiðbeinandi getur hjálpað þátttakendum til að halda einbeitingunni. Samantekt Dragðu saman niðurstöður við og við. Hópurinn þarf ekki endilega að vera sammála. Þó getur verið gagnlegt að taka saman ólík rök og sjónarmið. Spurðu! Þú verður að þora að bera upp erfiðar spurningar! Ekki láta umræðurnar snúast um yfirborðsleg hugtök. Spurðu greinandi spurninga út frá grundvallarsjónarmiði sem byggir á lýðræði, fjölbreytni og mannúðarstefnu. Ef þetta er skoðun þín, hvaða afleiðingar hefur það? Hvað hefðir þú gert undir þessum kringumstæðum..? Ef umræðurnar staðna og fólk á erfitt með tjá sig skoðun sína, getur gefið góða raun að spyrja um hvað maður trúir ekki á. Hver er valkosturinn? er öflug gagnspurning. Þegar erfið mál koma upp er viðkvæðið oft: „þessu er ég ekki sammála!” eða „þessu trúi ég ekki!”. „Hvað eigum við þá að gera?” gæti verið góð spurning.

Page 14: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 2

3

Það er mikilvægt að hafa opna valkosti. Spurningar á borð við: „Hvaða aðrir möguleikar eru fyrir hendi?”, eða „Hvaða mikilvægum möguleikum og rökum höfum við gleymt?” geta gefist vel.

Erfiðar spurninga geta vakið reiði þátttakenda. Mundu að óreiðan getur verið skapandi og að þeir sem reiðast eru yfirleitt hugsandi fólk. Ef þú vilt hafa áhrif á viðhorf og tilfinningar þátttakenda, verður þú að reikna með að þær komi fram.

Að lokum Endaðu með að gera samantekt úr umræðum og rökum. Hvað var erfitt, læst sjónarhorn, hindranir? Hvar eru möguleikar, opnanir og sameiginlegur skilningur? Gerið mat á samtalinu saman. Hafið þið lært eitthvað hvert af öðru? Skiljið þið hvert annað? Hefur einhver skipt um skoðun á meðan á samtalinu stóð, eða alla vega byrjað að hugsa öðruvísi? Hvað getum við gert eftir umræðurnar? Eru einhver sameiginleg grundvallarviðhorf fyrir hendi?

Page 15: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 2

4

Að bera saman samræður og umræður Samanburðurinn hér á eftir byggir á því að umræður eiga sér oft stað á opinberum vettvangi en samræður fara fram milli þeirra þátttakenda sem eru viðstaddir. Oft eru umræður nauðsynlegar, fyrst og fremst til að fá fram ólík viðhorf. Í nútíma samfélagi eru samræður sjaldgæfar. Kosningaumræður bera þess vitni. Til að umræðan geti breyst í samræður þarf að tengja umræðu og samtal. Eftirfarandi yfirlit er unnið upp úr lýsingu sem Shelley Berman hefur gert. Hann byggir á umræðum í „The Dialogue Group of the Boston Chapter of Educators for Social Responsibility” (ESR). Lucile Burt, Dick Mayo-Smith, Lally Stowell og Gene Thompson tóku einnig þátt í samræðuhópnum. Nánari upplýsingar um ESR áætlunina og leiðbeiningar um hvernig nota megi samræður til að taka á umdeildum málefnum getur þú nálgast á skrifstofu ESR í Bandaríkjunum: 617 492-1764.

Page 16: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 2

5

Samræður Í samræðum birtist samstarfsvilji: tvær eða fleiri hliðar leitast við að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Markmið samræðna er að finna sameiginlegan grundvöll. Í samræðum hlustar maður á hinn aðilann til að reyna að skilja, finna merkingu og verða sammála. Samræður þróa, og geta jafnvel breytt skoðunum þátttakenda. Með samræðum gefst tækifæri til að sannreyna eigin staðhæfingar. Með samræðum má leita betri lausna en nokkur fyrirliggjandi tillagna ber í sér. Samræður gefa til kynna opið viðhorf, maður gæti haft á röngu að standa , Viðhorfsbreytingar geta átt sér stað. Í samræðum leggur maður fram sínar bestu hugmyndir, maður veit að hugmyndir hinna geta bætt þær. Í samræðum verða þátttakendur að líta á sannfæringu sína í nýju ljósi. Í samræðum er leitast við að verða sammála. Í samræðum er leitað að styrknum í afstöðu hinna. Samræður leiða til einlægrar umhyggju fyrir hinum aðilanum og óskar um að skapa ekki fjarlægð eða vandamál. Samræður byggja á að margir hafi hluta af svarinu og að saman muni þeir finna góða lausn. Samræður opna fyrir áframhaldandi umræðu.

Umræður Í umræðum koma fram andstæður: tvær andstæðar hliðar reyna að sýna fram á að hinn aðilinn hafi á röngu að standa. Í umræðum er markmiðið að hafa betur. Í umræðum hlustar maður á hinn til að finna galla og veikleika svo hægt sé að ráðast að rökunum. Í umræðum er grunur jafngildur sannleika. Umræður fela í sér gagnrýni á staðhæfingum hinna. Í umræðum verja mælendur eigin lausnir, þær eru bestar og aðrir valkostir útilokaðir. Umræður gefa til kynna lokað viðhorf, mælandi er sannfærður um að hann hefur rétt fyrir sér. Í umræðum leggur maður fram sínar bestu hugmyndir og ver þær gegn spurningum til að sýna fram á að maður hefur hugsað rétt. Í umræðum verða þátttakendur að verja sannfæringu sína af öllu hjarta. Í umræðum er leitað að mismunum. Í umræðum er leitað að göllum og veikleikum í afstöðu hinna. Umræður fela í sér andmæli gegn staðhæfingum hinna án þess að tekið sé tillit til tilfinninga eða tengsla og oft er litið niður á hinn aðilann eða honum haldið í fjarlægð. Umræður byggja á að það sé bara til eitt rétt svar og að einhver búi yfir því. Umræður loka fyrir áframhaldandi umræðu.

Page 17: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 2

6

Leiðbeinandinn

Hvaða kostum þarf góður VOV-leiðbeinandi að vera búinn? Komdu með hugmyndir! Við spurðum hóp af kennurum þessarar spurningar. Svona lítur þeirra listi út:

Vera sannfærandi og geta tekið ákvarðanir Sannur lýðræðissinni Hafa gaman af fólki Þekkja sjálfan sig Geta litið á sjálfan sig úr fjarlægð Geta lagt þrýsting á sjálfan sig Þarf ekki alltaf að hafa rétt fyrir sér Geta gert greinarmun á mönnum og málefnum Geta skilið hismið frá kjarnanum Geta sett hlutina í samhengi – ekki bara litlu ágreiningsmálin Þora að gera spurningar mannlegar Hæðist ekki að tilfinningum og ótta Er opinn og forvitinn Er nálægur, hópurinn er það eina sem skiptir máli hér og nú Er ekki að hugsa um aðra hluti, er 100% til staðar fyrir hópinn Hlustar og grípur ekki viðstöðulaust fram í Skapgóður Tekur spurningar hópsins alvarlega Kann skil á umfjöllunarefninu Þorir að spinna af fingrum fram og leggja áætlunina til hliðar þegar aðstæður

krefjast þess Sveigjanlegur Hefur kímnigáfu Hefur augnsamband Þolir andstöðu og ósammæli Reynir ekki að koma sér hjá tilfinningum Notar ekki mörg orð Vill ná fram mismunandi sjónarhornum Krefst ekki „sannleikans” Hagar sér ekki eins og lausn eða „sía” Predikar ekki Getur dregið mörk og haldið áfram Sér að hlutirnir hafa fleiri en eina hlið Viðurkennir að hafa gert vitleysu Nýtur sín í fjölbreytni

Page 18: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 2

7

Lítur ekki á andstæður í hópnum sem ógnun Lítur á ágreining sem uppbyggilegan og hefur áhuga á forsendum lausna og

ágreinings Þorir að vera leitandi

Hér er bent á nokkra mikilvæga eiginleika leiðbeinandans. Þetta eru allt mannlegir eiginleikar. Hann þarf einnig að búa yfir hæfileika til að skipt um sjónarhorn, að geta séð hlutina frá fleiri en einni hlið, og fyrst og fremst að sjá hvert hinar ýmsu æfingar leiða og hafa yfirsýn yfir hvernig þær tengjast. Það þriðja er nánd, að þú sem leiðbeinandi hafir hópinn í fyrirrúmi. Það fjórða er samræmi milli orðs og æðis, að viðmót manns sjálfs sé í anda lýðræðis og samræðu.

(Mangfold og likeverd) Cappelen 1996

Page 19: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 2

8

Hópurinn

Velheppnað VOV-námskeið er háð því að hópurinn geti unnið saman.

Skólabekkur Yfirleitt endurspeglast samsetning samfélagsins meðal nemenda í skólabekk.

Nemendur búa við mismunandi fjölskylduaðstæður og eru úr mismunandi þjóðfélagshópum. Flestar stjórnmálaskoðanir eiga sína fulltrúa þó nemendurnir komi fram sem hópur gagnvart kennurum og fullorðnum. Sumir eru trúaðir. Sumir stunda íþróttir. Aðrir taka þátt í félags- og klúbbastarfsemi. Sumir eru innflytjendur o.s.frv. Það er bekkurinn og skólinn sem hefur raðað þessum nemendum saman. Það er sem sagt ýmis konar mismunur sem taka má á í frekara samtali. Í bekknum þróast eigið hegðunarmynstur. Það líður ekki á löngu þar til hlutverkaskipan hefur farið fram. Litið er á suma sem lestrarhesta, aðrir eru íþróttafrík. Sumir eru álitnir vandræðagemlingar, aðrir eru eða verða þögulir, enn aðrir eru lagðir í einelti. Oftast eru stúlkurnar meira bráðþroska en drengirnir, og kynferðið getur skipt suma miklu máli á meðan aðrir hafa nánast engan áhuga. Sambandið við kennarann er flókið. Sumir eru uppáhaldskennarar. Aðrir eru álitnir leiðinlegir og klikkaðir. Stundum talar einn kennarinn um tiltekinn bekk sem ótrúlega skemmtilegan en öðrum kennara getur þótt sömu nemendur vera algerlega vonlausir. Til að VOV-námskeið heppnist vel í bekk þarf að reyna að rjúfa fastlögð og rótgróin munstur. Búa til nýja smáhópa, raða saman nemendum sem yfirleitt vinna ekki saman o.þ.h. Á VOV-námskeiðunum eru ekki gefnar einkunnir. Það eru engar frammistöðu- eða lærdómskröfur. En það getur ýmislegt óvænt komið upp á sem hægt er að nýta sér. Táningar hafa tilhneigingu til að líta á hlutina í svart-hvítu, rétt og rangt, vitlaust og sniðugt. Táningar stunda svo sannarlega „við og hin” – leikinn. En táningar eru líka forvitniir, spyrjandi og vilja gjarnan ræða málin ef þeim gefst tækifæri til að koma skoðun sinni á framfæri. En þeir geta líka verið þögulir eða orðið þögulir vegna þess sem gerist. Þá þarf að draga fram það besta í þeim, t.d. láta þau takast á við erfiðar kringumstæður eins og FREÐMÝRIN (nánari umfjöllun seinna í möppunni).

Oft skerpast andstæður. Það er mikilvægt að finna aðferðir til að vinna gegn því. Það má einnig nota aðferðirnar til að draga úr árásarhvöt, og stofna til uppbyggilegra samræðna. Ef bekkur t.d. er augljóslega herskár í framkomu, þarf að taka á því sem skapar óróa og pirring. Spurning eins og „Hvað er sagt um innflytjendur – hvað hafið þið heyrt”, getur afhjúpað marga fordóma, jafnvel manns eigin, þó ekki þurfi að láta það uppi. Skrifaðu allt upp á töflu, búðu til langan lista. Spurðu síðan, „hvað er sagt um Norðmenn?” Siðan má hafa umræður um hvernig fordómar virka og afleiðingar þeirra (sjá kaflann um fordóma).

Stundum getur bekkurinn orðið hundþreyttur á „öllu þessu tali um rasisma” og öllu þessu rausi um hvernig maður eigi að hugsa og hvaða skoðanir maður eigi að hafa. Þá er það vita gagnslaust að kasta sér út í umræður um hættur rasismans. Í staðinn væri kannski rétt að byrja að ræða um nemendur skólans, án þess að benda á ákveðna tungumálaminnihlutahópa sérstaklega. Það er til dæmis hægt að biðja

Page 20: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 2

9

nemendurna um að skilgreina eigin mörk í bekknum, hvað er „inni”, hvað er „úti”, hvernig á að klæða sig, hver er munurinn á „hipp-hoppara” og „blitzer” (antirasistagrúppa) og af hverju er mikilvægt að vera með muninn á hreinu o.s.frv. Síðan má ræða um aðra þjóðfélagshópa út frá þessu sjónarhorni og enda á tungumálaminnihlutahópum. (Sjá tillögu í kaflanum „Við og hin”). Stundum vilja nemendur fá svör um hönd, og vænta þess að leiðbeinandinn eða kennarinn geti lagt mat á allt sem gerist, vera eins konar lausnahefti. Í þessu liggur augljós hætta: að bekkurinn verði einskonar dómnefnd sem leggi mat á hegðun annarra og að ætlast sé til að kennarinn eða leiðbeinandinn á námskeiðinu verði yfirdómari sem geti sagt til um hvort hinir eða þessir séu rasistar eða ekki. „Er Carl I. Hagen rasisti?” er dæmigerð slík spurning. Spyrjandinn einblínir á aðra og varpar spurningunni frá sjálfum sér. Þá er mikilvægt að leiðbeinandinn sé ekki með of einhlýt og einföld svör en reyni frekar að efna til samræðna um hvað við eigum við með rasisma og hvaða afleiðingar hann getur haft. Sumum nemendum finnst gaman að koma með ögrandi spurningar. Þeir kasta fram fullyrðingum á borð við „Hvað, hendið þeim bara út, þá lagast allt”, kannski í blandi af gamni og alvöru. Það getur verið rétt að taka þá á orðinu, og sýna fram á raunhæfar afleiðingar slíkra fullyrðinga (sjá afleiðingaæfinguna). Þegar þú ert að ákveða hvaða aðferð þú ætlar að nota er rétt að taka mið af kringumstæðum og samsetningu bekkjarins. Allir bekkir hafa bæði breidd og dýpt. Það eru margir möguleikar á að umræðan geti orðið gefandi og lifandi.

Aðrir hópar Enginn hópur er öðrum líkur. Því er hvert VOV-námskeið um fjölbreytni einstakt. Ef þátttakendur þekkja ekki hvern annan þarf að gefa sér tíma til að hópurinn kynnist innbyrðist og blandist. Það getur líka verið áhugavert að fá að vita hvers vegna þeir eru á þessu námskeið (sjá hrista hópinn saman). Flestir hópar eru undir áhrifum frá ráðandi meirihlutamenningu. Það er ef til vill einhver fulltrúi tungumálaminnihlutahóps í hópnum. Þá er mikilvægt að þessi eini sé ekki fulltrúi fyrir alla. „Hvað finnst ykkur innflytjendum um þetta?” er algeng spurning. En hvernig getur maður frá Chíle tjáð sig um hvernig maður frá Sómalíu hugsar? Við verðum að hafa hugfast að fólk sem þekkist vel hópar sig oft saman. Stundum getur verið mikilvægt að brjóta þetta munstur, svo áhrif frá ókunnugu fólki geti auðgað samræðurnar og fram komi ný sjónarmið. Orka hópsins verður auðvitað meiri ef hægt er að blanda körlum og konum og aldurshópum saman. Ef námskeiðið er t.d. á vinnustað, í samtökum eða söfnuði, þar sem þátttakendur þekkjast vel, er gott að hafa eftirfarandi í huga:

Reynið að komast hjá því að halda námskeiðið á sjálfum vinnustaðunum. Við höfum gert þau mistök og komist að því að sumir reyna að sinna vinnu sinni um leið. Þeir þurfa oft að taka símann og „aðeins að redda” hinu og þessu o.s.frv. Að flytja hópinn á annan stað hefur marga kosti. Það er gott að skipta um umhverfi, losna úr viðjum vanans, það hefur góð áhrif á einbeitingu, brýtur upp einstaklingsbundin hlutverk, betra næði til að ræða saman o.s.frv.

Page 21: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 2

10

Sjáið til þess að starfshóparnir blandist, svo ekki allir stjórnendur séu í sama hópi, skrifstofufólkið í öðrum hópi, viðskiptafræðingarnir saman o.s.frv. Brjótið upp munstur þannig að þátttakendur upplifi nýjar kringumstæður og jafnvel hinir þöglu fái tækifæri til að til að tjá sig.

Page 22: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 2

11

Uppröðun húsgagna Uppröðun húsgagna skiptir miklu máli fyrir að námskeiðið heppnist vel. Nokkrar tillögur:

Skiptið upp í litla hópa, t.d. fjórir í kringum hvert borð. Raðið borðunum þannig að allir geti verið í augnsambandi við þig sem leiðbeinanda án þess að færa sig.

Komist hjá fyrirlestrauppröðun. Að sitja í röðum kemur í veg fyrir samskipti í hópnum.

Komist hjá að raða upp í skeifu sem er algengt við margar ráðstefnur. Sama á við um langborð.

Rýmið á að vera lifandi og „virkt”. Allir þátttakendur þurfa að geta verið í augnsambandi við að minnsta kosti þrjá aðra þátttakendur í kringum borðið, verða að geta hreyft sig frjálst, geta haft pláss fyrir flettitöflublað, geta spjallað við sinn hóp o.s.frv.

Sem leiðbeinandi þarft þú að mæta tímanlega. Kannaðu rýmið (þú skalt reikna með að þurfa að breyta uppröðun húsgagna), gakktu úr skugga um að allt sem þú þarft að nota sé til staðar, hvernig er birtan í herberginu, er hægt að opna gluggana (loftaðu gjarnan vel út áður en þið byrjið).

Við höfum því miður tekið eftir því að oft vantar tússa til að skrifa á flettitöflu, töflu og myndvarpa. Athugaðu þetta vel og eins hvort það sé nógur pappír á flettitöflunni og að myndbandstæki, segulbandstæki o.s.frv. sé á sínum stað.

Page 23: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 2

12

Lýsingar á æfingum Leiðbeinandi á námskeiði um fjölbreytni þarf að ráða yfir mismunandi æfingum

til að koma samtalinu af stað, leysa flækjur og koma umræðunum vel í gang. Stundum trufla einhverjir þátttakendur ferlið með herskárri hegðun, neikvæðum athugasemdum eða jafnvel aðgerðaleysi, og gefa óánægju til kynna með viðmóti eða líkamstjáningu. Þá verður leiðbeinandinn að takast á við það, kannski nýtast einhverjar af þeim aðferðum sem gert er grein fyrir hér á eftir.

Fjögur horn Með æfingunni „fjögur horn” býður leiðbeinandinn hópnum upp á fjóra valkosti

út frá gefnum kringumstæðum. Þátttakendur fá blað með tölustöfum frá 1 til 4 í hverju horni (kort yfir herbergið). Það er ágætt að hafa valkostina skrifaða fyrirfram upp á glæru, þó þátttakendur sjá þá ekki, á flettitöflublað, eða á töfluna. Hér eru nokkrar tillögur. Þú getur búið til dæmi úr daglegu lífi, um ágreiningsmál eða annað sem ofarlega er á baugi og fjallað hefur verið um í dagblöðum. Ef þú býrð sjálf til æfinguna, þá verður þú að íhuga vel hvort kringumstæðurnar séu raunverulegar fyrir þátttakendurna og hvort valkostirnir séu góðir og viðeigandi. Það getur verið erfitt að búa til góðar æfingar á meðan á leiknum stendur. Sem leiðbeinandi getur þú til dæmis lýst eftirfarandi kringumstæðum:

Dæmi 1 Þú gengur fram hjá sjoppu þar sem norskir unglingar eru að áreita innflytjenda. Þú hefur fjóra valkosti. Hvað gerir þú?

Þú gengur fram hjá og vilt ekki blandast inn í málið, þú hringir kannski til lögreglunnar á eftir.

Þú tekur þér stöðu í fimm metra fjarlægð og vonar að nærvera þín muni koma í veg fyrir ofbeldi.

Þú tekur þér stöðu í fimm metra fjarlægð en segir „ef þíð hættið þessu ekki þá hringi í lögregluna”.

Þú blandar þér í málið. Biddu þátttakendurna um að merkja við þann valkost/horn sem þeir telja sennilegast að þeir myndu velja, áður en þeir fara í „sitt horn”. Á þennan hátt er auðveldara að komast hjá hópþrýstingi varðandi val af horni. Síðan fara þátttakendur í það horn sem þeir hafa merkt við. Leiðbeinandinn stjórnar svo umræðum milli hópanna. Leiðbeinandinn á ekki að taka þátt í umræðunum, en á að stjórna þeim með spurningum, gjarnan ögrandi, sem hóparnir eiga að svara. Samræðurnar eiga að fara fram á milli þátttakendanna og fjalla um hvers vegna þeir hafi valið að taka á málinu á ólíkan hátt.

Page 24: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 2

13

Dæmi 2 Þú starfar á móttökustöð fyrir hælisleitendur. Einn daginn verður þú vitni að því að maður frá Bosníu sem hefur dvalið nokkrar vikur á stöðinni „hellir sér yfir” mann frá Sómalíu sem er nýkominn á móttökustöðina og segir honum að drífa sig aftur heim til Afríku. Hann heldur því fram að hann hafi ekkert að gera í Noregi o.s.frv., o.s.frv. Hvernig bregst þú við?

Þú verð straks Sómalíubúann. Þú biður báða um að koma inn á skrifstofu. Þú biður þá hvort í sínu lagi um að koma inn á skrifstofu. Þú gerir ekkert.

Page 25: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 2

14

Mýtur og mótrök

Auðvelt er að nota „mýtu og mótraka-æfingun”. Teiknaðu tvo dálka á töfluna og gerðu lista yfir mýtur og fordóma í fremri dálkinn. Byrjaðu með stuttri hugstormun um til dæmis „Hvað er sagt um”... presta, kennara, stjórnmálamenn, leiðbeinendur fermingarbarna, flóttafólk o.s.frv. Reyndu svo að finna rök gegn mýtunum og skrifaðu þau í hinn dálkinn. Mótrökin geta nýst í áframhaldandi starfi með fordóma í daglegu lífi. Hver hefur ekki lent í því að vera í veislu þar sem einhver hefur kastað fram fordómafullri fullyrðingu, og það kemur í ljós að maður hefur ekkert gott svar á reiðum höndum, engin mótrök. Oft tjáir fólk sig á alhæfandi hátt og fordómafullan hátt. Leið til að andmæla slíkum fordómum er að svara með gagnspurningu. Dæmi: Einhver fullyrðir að innflytjendur steli öllu steini léttara. Mótrökin í þessu tilfelli gætu verið: „Áttu þá við að allir innflytjendur steli öllu steini léttara?” Þá verður svarið sennilega; „Nei, ekki allir, en margir”: Mótrök: Hve margir? o.s.frv. Sennilega veit sá sem kom með upphafalegu fullyrðinguna ekki hversu margir. Kannski einhverjir. Og þá snýr málið öðruvísi við. Þú getur lokið þessu með því að það segja að sennilega steli margir Norðmenn öllu steini léttara alveg eins og Ameríkanar, Þjóðverjar og fleiri. Þetta er árangursrík tækni.

Titti Hasselrot hefur skrifað góða bók um mýtur: „Sverige blandat – svör við algengum spurningum um innflytjendur og flóttafólk”, Gefin út hjá Bonnier Carlsen Bokforlag AB, 1994.

Page 26: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 2

15

Límmiðaæfing

Til að reyna að leysa vandamál getur„ límmiðaæfing” verið góð aðferð. Hún er bæði einföld og snjöll til að virkja sköpunargáfu og reynslu hópsins, og til að finna óhefðbundnar lausnir.

Þrep 1 Hvað er vandamálið?. T.d.: Það er „inni” að uppnefna og tala niðurlægjandi um nokkra innflytjendanemendur í bekknum. Þetta skapar andstæður. Af hverju getum við ekki leyst þetta vandamál? Taktu eftir því neikvæða í spurningunni. Þrep 2 Biddu þátttakendurna um að setjast tvo og tvo saman og láttu þá spjalla nokkra stund. Svo skaltu dreifa límmiðum í hópunum. Hóparnir skrifa níður allar þær hindranir sem þeim dettur í hug. Bara eina hindrun á hvern miða. Leggðu áherslu á að þátttakendurnir þurfi ekki að vera sammála um allt áður en þeir skrifa niður.

Þrep 3 Á meðan undirbýr leiðbeinandinn flettitöflublað og teiknar á það stóra hringi. Hver hringur er fulltrúi fyrir ákveðið þema eins og til dæmis tíma, þekkingu, hegðun, viðhorf. Bíddu með að skrifa þemun á blaðið.

Page 27: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 2

16

Þrep 4 Safnaðu öllum miðunum saman og raðaðu þeim þannig að allir þátttakendur sjái. Raðaðu miðunum og staðsettu þá eftir þema inn í hringina. Ef það kemur fram nýtt þema þá teiknar þú nýjan hring. Það má jafnvel hafa sérstakan hring fyrir ýmislegt. Skoðaðu allar hugmyndirnar og skiptu þeim upp í:

a) langtíma aðgerðir b) skammtíma aðgerðir c) það sem gera má straks

Merktu með mismunandi litum hverjar heyra undir a, b eða c.

Við erum nú komin með kort sem við getum notað sem vegvísi: „Þetta þurfum við að athuga nánar”. Við byrjum á c og skiptum með okkur verkum, höldum svo áfram til b og endum á langtímaaðgerðum undir a.

Page 28: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 2

17

Þvert á móti æfing

„Þvert á móti æfingin” er árangursrík til að fá fram skapandi og raunhæfar tillögur að lausnum á vandamálum og erfiðleikum. Maður gerir það sem er gagnstætt því sem maður gæti hugsað sér . .

„Þvert á móti æfingin” er í fjórum þrepum.

Dæmi; við spurningunni: „Hvernig geta Norðmenn og innflytjendur náð betra sambandi”, gæti „þvert-á-móti” svar verið „hvernig geta Norðmenn og innflytjendur fengið verra samband?”.

Þrep 1 Láttu hópinn taka örstutta hugstormun til að fá fram eins margar gagnstæðar hugmyndir og unnt er út frá spurningunni um hvernig Norðmenn og innflytjendur gætu „fengið verra samband”. Allar gagnstæðar hugmyndir sem koma fram eru skrifaðar upp.

Þrep 2 Eftir nokkurra mínútna spjall eru valdar þrjár til fjórar trúverðugustu og ískyggilegustu fullyrðingarnar frá þrepi 1 og þær skrifaðar upp,

Þrep 3 Taktu nú þessar fullyrðingar og snúðu þeim við einu sinni enn, og gerðu „þvert-á-móti æfingu” til að snúa því neikvæða upp í jákvæðar og upbyggilegar hugmyndir. Hvernig getur ógn orðið að tækifæri? Gerðu þetta ekki of auðvelt með því að taka einungis einfaldar staðhæfingar, en reyndu að byggja upp jákvæðar setningar.

Þrep 4 Reyndu nú að útskýra og gera áþreifanlegt

Hver gerir hvað, hvenær? Hvað getum við gert, hvert og eitt, hvert í sínu lagi? Hvað eigum við að gera saman? Hvernig eigum við að framkvæma ákvarðanirnar? Hvernig setjum við okkur markmið?

Page 29: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 2

18

Afleiðingaæfing

„Afleiðingaæfingin” er önnur leið til að vinna með óánægju, óljósar og óskýrar fullyrðingar, alhæfingar, fordóma og mýtur. Maður tekur fullyrðinguna alvarlega og greinir afleiðingar hennnar. Ætlunin er að sá/þeir sem koma með fullyrðinguna eigi að fjalla um eigin fullyrðingu með hjálp spurninga.

Dæmi:

Þrep 1 Fullyrðing: Sendum þá í burtu! Einhver heldur því fram að Noregur væri betra land án innflytjenda. Það eigi að senda þá alla í burtu. Þá er fullyrðingunni fylgt eftir med t.d. eftirfarandi svari: Allt í lagi, þú heldur því fram að það eigi að senda alla innflytjendur í burtu. Við skulum líta á afleiðingar þess ef allir innflytjendur yrðu neyddir til að yfirgefa landið. Þrep 2 Hvar drögum við mörkin? Hver á að fara? Ef þú átt við alla þá verðum við að taka ákvörðun um hve langt aftur í tímann við þurfum að fara. Erum við að tala um eina kynslóð? Tvær kynslóðir? Harald Noregskonung? Þrjár kynslóðir? Eins verðum við að gera okkur grein fyrir að ef „allir innflytjendur” eiga að fara, gæti það þýtt að einhver vina okkar verði einnig sendur í burtu.

Láttu þátttakendurna „hugstorma” um þetta. Varpaðu ljósi á málið út frá eins mörgum sjónarhornum og hægt er; t.d: Þrep 3 Afleiðingar fyrir

Iðnaðinn, hver á að vinna störfin? Útleigjendur húsnæðis, hver greiðir tapið?

Vinnumarkaðinn, margir „lifa á” innflytjendum. Verslunareigendur, minni kaupmáttur. Sölu og framleiðslu matvæla. Skólann, bekkinn, hópinn Innflytjendur. Og svo framvegis.

Þessa aðferð má nota í flestum tilfellum og því verða allir leiðbeinendur á VOV-námskeiði um fjölbreytni að kunna vel skil á henni. Hafðu hugfast að þessi æfing fjallar ekki um að færa mótrök. Hér á bara að líta á afleiðingar hreinna fullyrðinga!

Page 30: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 2

19

Þankar

„Þankaæfingin” er önnur aðferð til að vinna með hugmyndir og fullyrðingar. Þankaæfinguna notum við til að skoða allar hliðar tiltekins máls. Við tökum tiltekið þema og lítum á það frá þremur sjónarhornum.

JÁKVÆTT NEIKVÆTT ÞANKAR Kostur þankaæfingarinnar er að það er margt sem skýrist þegar þessi aðferð er notuð. Þrep 1 Einhver í hópnum kemur með fullyrðingu eða hugmynd. Orðið eða setningin er skrifuð á töfluna og búinn til listi yfir jákvæðar hugsanir sem tengjast orðinu eða setningunni.

Þrep 2 Þar á eftir er búinn til listi yfir neikvæðar hugsanir. Þegar búið er að gera neikvæða listann við hliðina á jákvæða listanum er búinn til þriðji dálkurinn; ÞANKAR. Í þennan dálk á að skrifa hugleiðingar eða þanka út frá jákvæða og/eða neikvæða listanum. Þrep 3 Það má halda áfram með þessa æfingu og sjá hvernig breyta megi því neikvæða í jákvætt, eða hvernig við getum dregið úr merkingu og umfangi þess neikvæða (sjá þvert-á-móti aðferðina). Dæmi: Rasistinn Tökum fyrir fullyrðinguna: Það eru margir rasistar í skólanum okkar! Fyrst búum við til jákvæðan lista, t.d. um að rasistinn standi vörð um norska menningu, það sé mikilvægt að nemendunum standi ekki á sama o.s.frv. Svo búum við til neikvæðan lista, t.d. að rasistinn hati aðra menningarheima, að þeir skrifi óþægilega hluti á veggina á klósettunum, að þeir noti orku sína á neikvæðan hátt o.s.frv.

Í þankadálkinn á að skrifa hugleiðingar, eitthvað sem er umhugsunarvert: „Hljóta hatur og þjóðerniskennd að haldast í hendur?” „Getur þjóðerniskennd rasistanna leitt til skynsamlegra umræðna?” Dragið niðurstöður af umræðunum og þær munu koma mjög á óvart!

Page 31: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 2

20

Línan

„Línuæfingin” er viðhorfsæfing sem er hægt að breyta næstum í hið óendanlega. Aðferðin er svona:

Þrep 1 Láttu hópinn raða sér upp meðfram einum veggnum. Á gagnstæðan vegg skaltu merkja þrjá valkosti til að taka afstöðu til:

JÁ VEIT EKKI NEI Eða merktu fimm valkosti, háð kringumstæðum og/eða stærð hópsins

JÁ! JÁ, EN . . . VEIT EKKI KANNSKI ... NEI Þrep 2 Settu saman nokkrar fullyrðingar sem tjá ólík viðhorf. Blandaðu gjarnan inn nokkrum saklausum fullyrðingum eins og t.d. „rauðir skór fara vel við frakka”. Inn á milli leggur þú spurningar som tjá skýrt persónulegt viðhorf.

Þrep 3 Farðu svo yfir fulllyrðingarnar hverja fyrir sig og láttu hópinn raða sér upp við þann valkost sem er í mestu samræmi við viðhorf hans/hennar. Þú skalt íhuga vel hvort spurningarnar henti þínum hópi og hvort þær eigi að vera skarpar og afhjúpandi. Íhugaðu vel hversu margar fullyrðingar þú ætlar að nota: Ef til vill er betra að hafa fáar og góðar fullyrðingar. Mundu að næstsíðasta spurningin á að fela í sér viðhorf. Sjá dæmi hér að neðan.

Að þessu loknu kemur lokafullyrðing: Mér finnst ég vera mjög umburðarlynd/ur

Dæmi Ég tel að

1 fólki ætti að vera frjálst að flytjast til Noregs 2 guli liturinn sé langfallegastur. 3 það séu of margir Kínverjar í Bandaríkjunum. 4 karlar séu yfirleitt klárari en konur. 5 allir geti keypt fasteign í Noregi. 6 það sé snobb að vera í jakkafötum og með bindi dags daglega.

7 „blitzerar” séu notalegur þáttur í götumyndinni.

Page 32: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 2

21

8 það ætti að banna nasistasamtök.

9 mér finnst að „pakkis” sé alltaf skammaryrði. 10 o.sfrv., finndu fleiri setningar. Næstsíðasta setning: Mér finnst að múslímar eigi að fá að stofna eigin skóla í Noregi, eða: mér finnst ekki að gyðingar eigi að fá að slátra samkvæmt trúarhefðum sínum. Siðasta setning: Mér finnst ég vera mjög umburðarlynd/ur.

Þú getur valið um hvort þú vilt veita þátttakendum tækifæri til að rökstyðja „ viðhorf” sitt eða ekki. Rökstuðningurinn gæti komið af stað samræðum milli þátttakendanna og þeir gætu haft sama viðhorf þrátt fyrir ólíkan bakgrunn. Þeir munu trúlega fá þörf fyrir að skilgreina hugtök og hafa fleiri blæbrigði í valkostum. Þú getur líka skipt þessu upp á annan hátt, svo það henti betur þeim fullyrðingum sem þú ætlar að nota, t.d.: ALVEG SAMMÁLA! SAMMÁLA, EN . . VEIT EKKI AÐALLEGA ÓSAMMÁLA, EN . . ALVEG ÓSAMMÁLA

Page 33: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 2

22

Leikhlé!

Oft koma upp kringumstæður í hópi þar sem eitthvað eða einhver hefur truflandi áhrif á skapandi starf með neikvæðum athugasemdum og letjandi fullyrðingum:

„þetta gengur aldrei...”

„þetta höfum við gert áður en það tekst ekki...”

„hvert barn getur séð að þetta virkar ekki...”

„ósköp eruð þið einföld...”

„ég er ekki rasisti, en...”

„almáttugur, þetta er glatað”! Stundum þarf að stoppa svona orðalag til að ferlið geti haldið áfram. Til að að koma í veg fyrir þessa frasa má grípa til „þvert-á-móti æfingarinnar” eða „afleiðingaæfingarinnar”. Það er líka hægt að gera lista yfir neikvæða „leiðindafrasa” og biðja hópinn um að breyta þeim í jákvæðar andhverfur. T.d. má breyta „þetta gengur aldrei” í „kannski getum við ...”. Myndbönd og kvikmyndir

Góður leiðbeinandi á námskeiði um fjölbreytni notar oft áhugaverð kvikmyndaskeið sem grundvöll fyrir umræður, en aðeins sem hvata. Kvikmyndirnar eiga ekki að koma í staðinn fyrir samtalið og hópferlið. Kosturinn við myndbandið er að hægt er að stöðva það hvenær sem er til að koma með athugasemdir og viðbrögð. Mikilvæg skeið er hægt að skoða aftur til að geta gert nánari greiningu. Í kennsluleiðbeiningunum er að finna lista yfir kvikmyndir sem fjalla um málefni sem eru ofarlega á baugi. Þú getur líka byggt upp þitt eigið myndbandasafn til að nota í framtíðinni.

Dagblöð, útvarp og sjónvarp

Gott VOV-námskeið um fjölbreytni á að fjalla um atburði líðandi stundar sem eru ofarlega á baugi. Gott er að staðfæra svo VOV-leiðbeinandinn geti vísað í atburði sem allir þekkja til. Lesendabréf í dagblöðum og dreifibréf geta vakið ágætis umræður. Fjölmiðlafyrirsagnir um þemað/umfjöllunarefnið er gagnlegt tæki fyrir velheppnað VOV-námskeið. Það getur verið sniðugt að byrja með eitthvað sem gerst hefur á staðnum til að vekja áhuga hópsins á þemanu/umfjöllunarefninu. Æfingin „mýtur og mótrök” hentar vel til þess, þ.e.a.s. að nota nærgöngular spurningar til að afhjúpa fordóma sem við fyrstu sýn virðast byggja á staðreyndum.

Page 34: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 2

23

Heitur stóll

Þessi æfing getur komið í staðinn fyrir æfingarnar „Línan” og „Fjögur horn”. Hún getur verið góð til upphitunar því í henni þurfa þátttakendur að koma sér hjá því að færa rök fyrir viðhorfum sínum. Þú raðar stólunum upp þannig að það sé hægt að hreyfa sig í kringum þá, eins og í „stólaleiknum”, en nú er einum stólnum fleiri en þátttakendur. Þátttakendur setjast á stólana. Þeir sitja nú og snúa bökum saman í tveimur röðum þar sem stakur stóll er fyrir hverjum enda. Þú undirbýrð þátttakendur undir að þú ætlir að lesa upp nokkrar fullyrðingar. Þú lest hverja fullyrðingu tvisvar sinnum. Þeir sem eru sammála fullyrðingunni sitja kyrrir, en þeir sem eru ósammála eða ekki alveg vissir eiga að færa sig og skipta um stól. Þú byrjar að lesa upp af listanum, sem þú hefur útbúið fyrirfram. Í fyrsta skipti sem þú notar þessa æfingu getur þú notað eftirfarandi lista, eða listann sem fylgir æfingunni „línan” í kafla 2. 1. Rauður er fallegasti litur í heimi. 2. Fiskur er uppáhaldsmaturinn minn. 3. Strákar ættu alltaf að vera með bindi í vinnunni. 4. Stelpur ættu að punta sig meira. 5. Múslímar ættu að fá að ganga í eigin skóla. 6. Börn norskra trúboða geta gengið í norska skóla í útlöndum. 7. Innflytjendur ættu að verða eins og við. 8. Það eru of margir Kínverjar í Bandaríkjunum..

9. Mér finnst „pakkis” vera skammaryrði. 10. Karlar eru yfirleitt klárari en konur. 11. Strákar pæla bara í útlitinu hjá stelpum. 12. Mér finnst ég vera umburðarlynd/ur. Æfingin verður betri ef þú býrð til þinn eigin lista sem hentar bæði því skipulagi sem þú hefur ákveðið fyrir þetta tiltekna námskeið og fyrir þá þátttakendur sem eru á þessu tiltekna námskeiði.

Page 35: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 2

24

Flettitafla og tafla

Leiðbeinandinn þarf að nota flettitöflu og töflu til að meta og vinna úr samtalinu, draga niðurstöður, flokka og fara í gegnum spurningar og rök.

Kosturinn við flettitöflu er að hægt er að hengja tillögur hópsins og niðurstöður umræðna upp á vegg, svo það sem sagt er og gert geti lifað áfram í vitundinni á meðan á VOV-námskeiðinu stendur.

Tákn, hringir, örvar og mismunandi litir auka áhrif og auðvelda þátttakendum að skipuleggja hugsanir sínar. Það verður notað mikið af pappír!

Page 36: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 2

25

Að nota ævintýri

Öll eigum við minningar um ævintýri sem við heyrðum þegar við vorum börn. Gömul þjóðleg ævintýri eru oft tvíræð, hafa tvöfalda merkingu. Í biblíusögunum eru líka margar dæmisögur. Við getum dregið lærdóm af ævintýrum, þjóðsögum og dæmisögum. Það er upplagt að nota ævintýri til að vinna úr fordómum, mýtum og ótta. Ævintýri geta bæði skapað nálgun og fjarlægð gagnvart umhverfinu. Við getum líka notað ævintýrin til að leysa vandamál og örva skapandi hugsun. Í ævintýraheiminum mætum við ögrunum, við þorum að takast á við hindranir og yfirvinna þær. Ævintýrin hjálpa okkur til að skilja erfið, mannleg og hversdagsleg vandamál. Ævintýrin eru tvíræð. Oft geta ævintýrin virkað eins og „spéspegill” þar sem við getum séð skopmynd af sjálfum okkur. Ævintýrin taka afstöðu með „lítilmagnanum”, sem skyndilega og öllum að óvörum kemur með lausnarorðið og fær prinsessuna og hálft kóngsríkið að launum. Ævintýrin lýsa hvernig hinn fátæki, fyrirlitni, hann sem öllum finnst heimskur og allir hlæja að, fær stórt og mikilvægt verkefni í mannlegum samskiptum. Við komum með nokkur dæmi um ævintýri sem hægt er að nota á VOV-námskeiðum:

„Per, Pål og Espen Askeladd”

„Dumme menn og troll til kjerringer”

„Den rettferdige firskilling” Nýju fötin keisarans Litli ljóti andarunginn

Hugsaðu um eftirfarandi: Hvaða ævintýri er hægt að nota í starfi gegn fordómum og kynþáttahyggju ? Þekkir þú önnur ævintýri, sem hafa tvöfalda merkingu og sem gætu hentað í

skólum/barnaheimilum þar sem börn eru lögð í einelti? Búðu til lista með stuttum, aðlöguðum útdrætti úr hverju ævintýri! Þekkir þú einhverjar nýjar kvikmyndir fyrir börn og unglinga sem lýsa

kringumstæðum sem gætu verið viðkomandi? Búðu til lista og skrifaðu niður af hverju þessar myndir henta í starfi gegn einelti og kynþáttafordómum.

Í „Ævintýri fyrir börn” eftir Asbjørnsen og Moe eru mörg ævintýri sem myndu henta vel. Í bókinni “Regnbågens fange” (Í fjötrum regnbogans) eftir Janne Lundström og Fibben Hald eru svokölluð „togstreituævintýri”. Það gæti verið góð hugmynd að vinna áfram með ævintýri, t.d. ævintýri frá ýmsum löndum. Mörg ævintýri eru í raun þau sömu í mörgum löndum. Dýr, blóm og myndir gætu verið annar möguleiki. Reyndu að finna ævintýri sem þátttakendur kannast við, þó þau séu ólík.

Page 37: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 2

26

Fleiri sveigjanlegar aðferðir „Hugmyndasamkeppni”

„Hugmyndasamkeppni” getur hjálpað hópnum til að vera fljótur til að taka þátt í umræðum. Leiðbeinandinn ber fram spurningu eða kemur með fullyrðingu og hópurinn lætur hugann reika út frá henni. Allar hugmyndir eru skrifaðar upp á töflu eða á flettitöfluna. Mundu að enginn á að fá tækifæri til að koma með athugasemdir um tillögur hinna fyrr en búið er að skrifa allt upp. „Hugmyndasamkeppni” getur komið í veg fyrir að einhver sé alltaf að leggja mat á eða koma með athugasemdir um hugmyndirnar. Þegar „hugmyndaflæðið”, sem oft er stutt, er liðið yfir, er hægt að fara að flokka og leggja mat á hugmyndirnar.

„Hugmyndasamkeppni” virkar best í sambandi við einfaldar og beinar spurningar eins og

„Hvað er norskt?”

„Hvað erum við Norðmenn hræddastir við?”

„Hverjir eru algengustu fordómarnir um innflytjendur?”

„Hvað dettur þér í hug í sambandi við rauða litinn?”

„Hvað kemur í veg fyrir gott samtal?” Í stuttu máli má segja að góð hugmyndasamkeppni einkennist af:

Leik (allir eiga að láta ímyndunaraflið leika frjálst) Virkni (ekki gera hlé til að ræða eða meta) Hraða (halda hraðanum, ekki ljúka röksemdafærslunni) Glettni (það er í lagi að grínast)

Að lokinni „hugmyndasamkeppni” hefst umfjöllun, mat, greiningar og umræður. Hugmyndasamkeppni á að hrinda ferli af stað, ekki ljúka því.

Hlutverkaleikur

Ef þú hefur ekki notað hlutverkaleik áður, ættir þú að lesa þig nánar til, en ekki láta þér nægja það sem stendur í þessum leiðbeiningum. Brúðuleikhús getur komið í stað hlutverkaleiks. Hlutverkaleikur fjallar um tilfinningar og innlifun. Með hlutverkaleiknum drögum við aðra vídd – tilfinningarnar – inn í umræðurnar. Hlutverkaleik má nota til að vinna úr ágreiningi og alls staðar þar sem ágreiningur hefur komið upp milli fólks og innan hóps. Hlutverkaleikur er ekki leikhús, Það eru engir áhorfendur að hlutverkaleik.

Page 38: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 2

27

Hlutverkaleikur heppnast vel þegar þátttakendur reyna að setja sig inn í kringumstæður og túlka afstöðu annarra, viðhorf þeirra og viðmót. Að hlutverkaleiknum loknum á að meta það sem gerst hefur og ræða upplifunina.

Page 39: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 2

28

Hlutverkaleikur getur komið róti á tilfinningar þátttakenda. Það getur verið auðvelt að vera áfram í hlutverkinu eftir að leiknum er lokið. Því getur verið þörf fyrir eftirfylgjandi samtal.

Fyrir það fyrsta: útskýrðu vel tilgang hlutverkaleiksins fyrir þátttakendum svo þeir geri sér grein fyrir hverju þeir eigi að taka þátt í.

Vertu meðvituð um að þú getur hrint af stað mjög öflugum tilfinningalegum ferlum sem getur verið nauðsynlegt að vinna úr á eftir.

Það mega ekki vera of margir þátttakendur og helst engir áhorfendur. Ef einhver er að hlusta, getur nærvera þeirra haft í för með sér að þeir sem eiga að leika hin ýmsu hlutverk verði heftir og leiki ekki hlutverkið „að fullu”.

Það verður að vera góður tími til að vinna úr leiknum. Það á að vera tími til að breyta öllum hlutverkaleiknum, til dæmis að skipta um hlutverk og kringumstæður og prófa aftur. Það getur líka verið kostur grípa inn í og gera hlé á hlutverkaleiknum til að ræða það sem gerst hefur. Eins er hægt að hafa hlutverkaskipti og láta aðra upplifa hvernig sé að vera í öðru hlutverki.

Þátttakandinn verður að gera sér grein fyrir að hann/hún gengur inn í hlutverk og að leiknum loknum fer maður út úr hlutverkinu. Hlutverkaleikur má ekki halda áfram í hléum.

Það þarf að stjórna hlutverkaleiknum af öryggi. Taktu gjarnan upp og ræddu þær tilfinningar sem hlutverkaleikurinn hefur vakið og notaðu þær á uppbyggilegan hátt. Ef leiðbeinandinn er öruggur verður hlutverkaleikurinn oft góður og veitir mikilvæga innsýn í flókin mál, tilfinningalega innlifun í að vera misskilinn, geta ekki tjáð skoðun sína, vera vanmetinn og að vera í minnihluta.

Hlutverkaleikur er árangursríkur til að ná fram tilfinningum og koma af stað umræðum sem nota má i áframhaldandi starfi med VOV. Gefðu þér góðan tíma svo allir fái lokið máli sínu.

Hlutverkaleiknum ber að ljúka með umræðum um þróun leiksins og þau viðbrögð sem hann hefur vakið.

Stundum er hægt að gera hlé í miðri senu og ræða hvort einhverjar aðrar lausnir séu mögulegar en þær sem eru komnar fram í hlutverkaleiknum.

Í VOV-kennsluleiðbeiningunum eru nokkrar hugmyndir sem hægt er að nota í mismunandi hlutverkaleikjum. Þú getur líka sjálf búið til leiki, gjarnan með staðbundnum tengingum við atburði sem fjallað er um í blöðunum, aðrar kringumstæður.

Page 40: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 2

29

Hlutverkaleikur með tveimur persónum - t.d. „snúa bökum saman”

Stundum er nóg að leika hlutverkaleik með tveimur persónum, t.d. í leiknum sem við köllum „snúum bökum saman” æfinguna, þar sem tveir þátttakendur setjast á stóla og snúa bökum saman. Með þessari æfingu er til dæmis auðvelt að leika símtal. Hugmynd: náðu þér í nokkra gamla síma ef þú ætlar að nota þessa aðferð. Það er kostur að allir þátttakendur séu að vinna samtímis með þetta. Til greina getur komið að „sýna” hinum, en þú skalt ekki leggja hart að neinum að gera það.

Hugmyndir: - starfsviðtal - móðir – bekkjarkennari - móðir – skólastjóri - faðir – lögregla

Dæmi 1. Starfsviðtal: Hjá tæknifyrirtæki; VOV-leiðbeinandinn getur sjálfur lýst fyrirtækinu nánar ef það er nauðsynlegt. Persónur: 35 ára gamall starfsmannastjóri. Hann er menntaður í stjórnsýslu, stjórnun og viðskiptafögum, ógiftur og barnlaus. Maður í atvinnuleit: 30 ára gamall maður frá Afríku, menntaður í heimalandi sínu í verkfræði með viðbótarmenntun frá Tækniháskólanum í Þrándheimi, enga reynslu í Noregi. Móðurmál hans er afrískt tungumál. Að auki talar hann ensku, zwahíli, frönsku og ágæta norsku eftir að hafa búið í 8 ár í Noregi. Hann er giftur og á fjögurra ára gamalt barn. Önnur dæmi:

- móðir – bekkjarkennari - móðir – skólastjóri - faðir – lögregla

Fyrir VOV-leiðbeinendur: Skapaðu persónur og sögurnar sjálfur eða láttu hópinn búa til sögurnar.

Page 41: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 2

30

Kringumstæðnaleikur, ágreiningsleikur

„Kringumstæðnaleikur” eða ágreiningsleikur er sérstakt form hlutverkaleiks sem hefur verið þróað til að vinna úr ágreiningi. Hann fer í stuttu máli þannig fram að áhorfendur og leiðbeinandinn geta gripið inn í leikinn og stöðvað atburðarásina, eða jafnvel ögrað leikendum. Hlutverkaleikurinn á að byggja á kringumstæðum þar sem einn (eða fleiri) er kúgaður og annar (eða aðrir) er í hlutverki kúgara. Markmiðið með kringumstæðnaleiknum er að rjúfa kúgunina, til dæmis með því að breyta viðbrögðum hins kúgaða í leiknum. Þátttakendur verða að treysta hver öðrum áður en þú byrjar á þessari æfingu. Skiptu þátttakendum upp í hópa og láttu þá undirbúa leik sinn samtímis. Það er kostur að hóparnir vinni aðskilið.

Kringumstæðnaleikur á að vera stuttur og á að enda í óreiðu eða „eymd”. Fyrst á að sýna leikinn einu sinni og svo endurtaka hann. Í seinna skiptið geta áhorfendur gripið fram í og stöðvað leikinn til að einhver annar taki yfir hlutverk þess kúgaða, eða sem fær óréttláta meðferð, er lagður í einelti, verður fyrir áreiti, er ógnað eða sem á um sárt að binda. Kúgarinn verður áfram sá sami. Leiðbeinandinn útskýrir leikreglur fyrir þátttakendum og hvetur til mismunandi lausna. Hann getur tekið þátt í leiknum, skipt um hlutverk og ögrað. Það er mikilvægt að fleiri mismunandi lausnir á stöðunni komi fram.

Markmiðið með kringumstæðnaleiknum er að breyta óvirkri nærveru áhorfandans í virkt skapandi aðalhlutverk svo hann öðlist þjálfun í að takast á við raunveruleikann.

Það er ekki leikurinn sem er markmiðið. Umræðurnar skipta mestu máli. Kostur þessa leiks er að hann byggir á þeirri persónu sem er þolandinn. Vandi

persónunnar er gerður svo almennur sem unnt er. Leikurinn er verkfæri til að rjúfa sinnuleysi og vonleysi. Þátttakendur fá tækifæri til að greina og ræða ágreiningsmál á skapandi hátt, og til að sjá hvernig leita má leiða til að leysa vandasamar kringumstæður.

Það má hefja kringumstæðnaleik á margan veg. Fyrst þarf að skapa öryggi og trúnað í hópnum. Kringumstæðnaleikur er ekki það fyrsta sem gert er með tilteknum hópi! „Fjögur-horn” æfingin og “lifandi styttur” eru góðar upphitunaræfingar til að byrja á.

Láttu þátttakendur í minni hópum búa til eigin leiki út frá raunverulegum kringumstæðum. Það mikilvægasta er að það þurfa að vera kringumstæður þar sem kúgari og kúgaður eru hluti af leiknum.

Ræðið upplifunina; hvaða aðferðir og valdbeiting komu fram? Hvernig afhjúpum við drottnunartækni (gera gys að, hæðast að o.þ.h.)?

Viltu vita meira? Fyrir þá sem vilja fræðast nánar um hlutverkaleiki er bent á bókina: „Rollespil í teori och praktik”, eftir Björn Nilsson og Anna Karin Waldimerson, Studentlitteratur 1988.

Page 42: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 2

31

Í bók Katrin Byreus eru góðar lýsingar á kringumstæðnaleik: „Du har hovedrollen i ditt liv”, Utbildningsförlaget 1990. Fleiri góðar bækur: Augusto Boal: „För en frigörande teater”, Gidlunds 1977, og „Förtröllad, förvandlad, förstenad - Teater for alle”, Gidlunds 1980. Berit Ås: „5 herskerteknikker”.

Page 43: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 2

32

Lifandi styttur

Að búa til styttur úr lifandi manneskjum getur oft vakið áhuga og skapað samstöðu í hópnum. Það má til dæmis gera á eftirfarandi hátt: Skiptið þátttakendum í þriggja til fjögurra manna hópa. Hóparnir undirbúa sína styttu sem lýsir t.d. kúgun. Styttan á að lýsa kúgurum og kúguðum, sorg, undirokun, andstöðu eða yfirmanni/undirmanni. Láttu þér endilega detta eitthvað í hug! Hóparnir fá sem verkefni að skapa eina skýra mynd og aðra óskýrari. Láttu fyrst þátttakendurna ræða sín á milli í mesta lagi í 5 mínútur um hvernig þau vilji forma sína styttu. Síðan eiga þau að sýna hinum þátttakendunum styttuna sína. Biðjið svo einhvern af hinum þátttakendunum um að breyta styttunni með að hámarki þremur breytingum, þannig að kúgunin verði rofin og í staðinn gefi hún til kynna samkennd. Mundu að því færri breytingar sem styttan þarf því betra. Haldið áfram og búið til fleiri styttur, svo allir þátttakendur fái tækifæri til að vera styttur og að breyta boðskapi hinna styttanna. Ljúkið með nokkrum umræðuspurningum:

1. Hvernig er að vera kúgaður eða sá sem kúgar? 2. Hvernig var þegar styttunni var breytt? 3. Hvernig var að taka þátt í að breyta styttunni?

Þessi æfing ætti að taka um það bil eina klukkustund.

Page 44: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 2

33

Hugmynd að hlutverkaleik Kariby framhaldsskóli - hlutverkaleikur um fordóma og kynþáttahyggju.

Innleiðandi athugasemdir um hlutverkaleiki Áður en þú hefur hlutverkaleikinn, skalt þú lesa það sem stendur um

hlutverkaleiki í upphafi þessa kafla. Hafðu hugfast að hlutverkaleikur getur skapað mikið tilfinningarót og viðbrögð sem vinna þarf úr að leikslokum með samtölum í rólegu og afslöppuðu andrúmslofti. Sem „upphitun” fyrir hlutverkaleikinn getur verið gott að nota æfinguna um „fjögur hornin” eða að fara í kringumstæðnaleik. Hugsaðu um þitt eigið hlutverk í hlutverkaleiknum. Þú verður annað hvort að finna leið til að vera þáttakandi eða skapa þér hlutverk eftirlitsmanns.

Bakgrunnur hlutverkaleiks um framhaldsskólann í Kariby Í framhaldsskólanum í Kariby hafa alla tíð flestir nemendur verið frá Kariby og

nærliggjandi sveitarfélagi. Þar til fyrir skömmu hafa íbúar Kariby verið „norskir”. Upp á síðkastið hefur sveitarfélagið tekið á móti mörgum innflytjendum og flóttafólki sem setur svip sinn á bæjarlífið. Í upphafi skólaárs fréttist að það væri von á u.þ.b. 30 innflytjendanemendum og að heildarfjöldi nemenda í skólanum yrði þá rúmlega 450. Í fyrstu er allt friðsamlegt. Margir foreldrar hafa þó áhyggjur vegna þessarar nýju samsetningu nemanda skólans. Eftir nokkra mánuði gerist eftirfarandi:

Einn „norsku” nemendanna lendir í rifrildi við nemenda frá Erítreu og hrópar „svertingjadjöfull” á eftir honum. Þetta endar í slagsmálum. Síðan hefur andrúmsloftið verið þrúgandi og þessi atburður hefur haft augljósar andstæður milli innflytjendahópsins og hinna nemendanna í för með sér. Nokkru seinna tekur innflytjendahópurinn málið upp við skólastjórann. Eitthvað þarf að gerast og því fyrr, því betra! Að tillögu innflytjendahópsins boðar skólastjóri til fundar í skólanum til að fjalla um stöðuna og leggur fram lista með tillögum sem innflytjendanemendurnir hafa búið til. Eftirfarandi persónur/hópar taka þátt í fundinum:

Þrír fulltrúar frá innflytjendahópnum

Þrír fulltrúar frá nemendaráðinu, bara „norskir” nemendur Tveir fulltrúar frá foreldraráðinu Fjórir fulltrúar kennaranna Skólastjórinn, sem er fundarstjóri

Page 45: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 2

34

Ef fjöldi þátttakenda passar ekki með fjölda hlutverka má bæta við eða fækka fulltrúum kennara og nemenda. Ef það vantar fleiri hlutverk verður að undirbúa þau fyrirfram. Það er mikilvægt að enginn sitji og sé óvirkur áhorfandi. Ef hópurinn er of stór, verða leiðbeinendur á VOV-námskeiðinu að vera fleiri svo hægt sé að skipta hópnum og gera tvo leiki í sitt hvoru herberginu. Ef þú hefur tíma og tækifæri til þá „endurskrifar” þú leikinn og hlutverkin og staðfærir út frá heimastöðvum þátttakendanna eða nágrenni námskeiðsins.

Page 46: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 2

35

Lýsing

Ljósritaðu „hlutverkin” á næstu blaðsíðum handa þátttakendunum. Mundu eftir að aðlaga fjölda hlutverka að hópnum. Það ættu ekki að vera færri en 13 persónur.

Skiptu hlutverkum fyrir fundinn á Kariby skólanum og biddu þátttakendur um að setja sig inn sín hlutverk. Hlutverkalýsingarnar eiga bara að þjóna sem grundvöllur eða rammi um hlutverk þátttakanda leiksins. Þeir þurfa ekki að lesa lýsinguna upphátt, en eiga að reyna að leika í samræmi við persónulýsingar. Ekki láta aðra leikara vita um hvernig hin hlutverkin eru. Það mun auka áhrif leiksins.

Þegar þátttakendur hafa lesið hlutverkið segir þú eitthvað í þessa átt:

„Við skulum fá okkur sæti á eftirfarandi hátt”:

Norskir nemendur Foreldraráðið

Skólastjóri Innflytjendanemendur

Kennarafulltrúar

„Velkomin á þennan fund, sem boðað hefur verið til með það fyrir augum að leysa vandamál sem hafa komið upp við skólann. Ég gef nú skólastjóranum orðið og hann mun vera fundarstjóri. Gjörðu svo vel Fredriksen skólastjóri!”

Nú er það skólastjórinn sem stjórnar fundinum Það getur verið að þú, sem stjórnandi hlutverkaleiksins, þurfir að koma

leiknum af stað með því að biðja einn innflytjendanemendanna um að byrja á því leggja fram sitt mál. Á meðan á leiknum stendur getur þitt hlutverk verið að koma með ögrandi spurningar til að skýra andstæður. Þú getur til dæmis skapað ágreining milli hópanna og skipt um hlutverk meðan á leiknum stendur. Hafðu hugfast að þú mátt ekki vera of áberandi og að afskipti þín geta líka haft hemjandi áhrif á þáttakendur.

Ef það er hægt skalt þú láta leikinn halda áfram á meðan áhugi og lifandi þátttaka er fyrir hendi.

Stöðvaðu leikinn þegar rökin fara að endurtaka sig og leikurinn fer að ganga í tómagangi.

Page 47: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 2

36

Besti tímapunkturinn til að binda endi á hlutverkaleik er ef það gerist eitthvað skemmtilegt þannig að allir fara að hlæja. Það dregur úr hættu á að æstar tilfinningar haldi áfram eftir að leiknum er lokið.

Umræður eftir leikinn Þrep 1 Reyndu að fá alla þátttakendur til að segja frá upplífun sinni af leiknum. Hvað finnst þér um það hlutverk sem þú lékst? Var erfitt að lifa sig inn í hlutverkið? Var það eðlilegt? Var erfitt fyrir þig að halda fast í þitt „viðhorf” og þína afstöðu? Kom þinn leikur og það sem þú sagðir þér á óvart? Hvað var auðveldast? Hvað var erfiðast? Hvers vegna brást þú við á þennan hátt (nefndu dæmi)?

Þrep 2 Láttu fara fram hugstormun út frá hlutverkaleiknum. Aðalatriðið á að vera: „Hvernig upplifir þú vandamálið og hvernig á að leysa það?” Stundum getur verið rétt að reyna að finna uppbyggilegar lausnir. Þær geta leyst upp margar óþægilegar tilfinningar og viðbrögð sem geta hafa komið upp á meðan á leiknum stóð. Hvað finnst þér um hlutverkið? Komst þú sjálfri þér á óvart?

Hlutverkalýsingar fyrir fund á framhaldsskólanum í Kariby (Til að ljósrita og dreifa til hlutverkahafa eftir því sem við á)

SKÓLASTJÓRI Ég hef verið skólastjóri við framhaldsskólann í Kariby í 10 ár. Ég er 49 ára og hef allan minn starfsferil verið þekktur fyrir að vera réttlátur og góður hlustandi. Ég hef gott samband við nemendur, kennara, foreldra og skólaskrifstofuna. Ég heiti Erik/Erika Fredrikssen og á sjálfur/sjálf börn sem hafa gengið í þennan skóla. Atburðir undanfarinna mánuða hafa vakið með mér alvarlegan ugg. Mig hefur aldrei dreymt um að svona alvarlegir kynþáttafordómar myndu nokkurn tíma koma upp í mínum skóla. Í upphafi vonaði ég að þessir atburðir myndu líða hjá af sjálfu sér, en ég trúi ekki lengur á það.

Ég hef frétt að nokkrir nemendanna hafi stofnað samtök sem þau kalla „Kariby fyrir Norðmenn”. Mér finnst mikilvægt að við tökum á þessum málum. Ég vona að þessi fundur beri árangur. Ég hef lesið það sem innflytjendanemendurnir hafa skrifað og held að það séu skiptar skoðanir um það. Eiginlega koma viðbrögð innflytjendanemendanna mér á

Page 48: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 2

37

óvart. Það er einkennilegt að ekki stærri hópur skuli vera upphaf að svo miklum ágreiningi. Ég vona að þessi fundur verði árangursríkur og hafi róandi áhrif á alla aðila. Mér finnst að orðstír skólans og það sem honum er fyrir bestu skipti mestu máli.

Page 49: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 2

38

KENNARI 1 Ég heiti Gunn/Gunnar Jensen. Ég tek þátt í SOS-gegn kynþáttafordómum og í Amnesty. Ég kenni samfélagsfræði.

Ég er sannfærður um að „fólk er fólk”, en líka að „fólk er bara svona”. Ég trúi á almenna mannúðarhugmynd um að hægt sé að breyta heiminum með upplýsingu. Í pólítísku tilliti er ég sósialisti. KENNARI 2 Ég heitti Helgi/Helga Blom Ég er meðlimur í sóknarnefndinni og missi aldrei af messu. Ég hef alla tíð reynt að beina börnunum á rétta braut.

Ég trúi ekki á að að setja hart á móti hörðu?. „Ef einhver slær þig á hægri vangann þá réttu fram þann vinstri” er grundvallarhugsun fjallræðunnar. Jesús sagði líka að maður skuli elska óvini sína og launa illt með góðu. Ef allir færu að þessum reglum væri heimurinn friðsamlegri.

KENNARI 3 Ég heiti Magda/Magne Dahl Á mínum 23 ára ferli hér við skólann hafa aldrei komið upp svona illindi. Hverjum hefði dottið í hug að það gæti komið upp svona óþægileg staða hér í okkar friðsamlega samfélagi. Stundum mætti ætla að við værum komin til Beirút. Ég hef reynt að uppfræða foreldra nemandans (nemandans sem lenti í slagsmálum við innflytjendann) um heilbrigða skynsemi. Ég hlakka til að hætta að kenna, svo ég losni við þessi ömurlegheit sem virðast ætla að verða afleiðingar þess að verið er að blanda saman alls konar fólki. Fólk ætti að vera heima hjá sér. KENNARI 4 Ég heiti Inge/Inger Olsen og er nýútskrifaður kennari. Mér líður mjög vel hér á framhaldsskólanum í Kariby. Ég er tungumálakennari og mín aðalfög eru franska og þýska, en ég gæti líka kennt ensku. Á námsárunum bjó ég með strák frá Makedóníu. Eða, hann var kannski ekki frá Makedóníu, hann er fæddur í Þrándheimi, en foreldrar hans eru þaðan.

Page 50: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 2

39

(athsemd þýðanda: er það viljandi að foreldrum 1 og 2 og nemanda 1 er sleppt ?? Þessi blaðsíða er ekki með í “stytt útgáfa” sem ég fékk.)

NEMANDI 2 Ég heit Åse/Ådne Grøndahl Ég er í nemendaráðinu. Ég blandaðist af tilviljun inn í þetta rifrildi. Ekki beinlínis, en óbeinlínis þar sem það voru bestu vinir mínir sem negrinn réðist á og sem hinir niggararnir voru að áreita. Mitt viðkvæði er „Farið aftur heim til ykkar”. Og mér er alvara með það. Það getur ekki verið meiningin að við eigum að vera að blanda geði við fólk alls staðar að úr heiminum. En svona má víst ekki tala opinberlega. Þá er maður kallaður rasisti. Og ég er ekki rasisti. NEMANDI 3 Ég heiti María Brink. Strákurinn sem lenti í slagsmálum við þennan strák frá Palestínu er kærastinn minn. Það eru ekki margir sem vita að við erum saman. Ég skil vel að Per varð reiður í þetta skiptið. Það var Malek sem byrjaði: INNFLYTJENDANEMENDUR (3) Við heitum Georg, Ibrahim og Martha. Georg er frá Líbanon og við hin erum frá Palestínu. Það sem gerðist, rifrildið milli Per og Malek, var eiginlega dropinn sem fyllti mælinn, því allan tímann, alveg síðan við komum hingað til Kariby, höfum við ekki fengið að vera í friði. Ef við förum á diskótek erum við áreitt, ef við erum á kaffihúsi og fáum okkur gos þá er verið að hreyta í okkur ókvæmisorðum. Í skólanum erum við mest út af fyrir okkur. Það er erfitt að eignast norska félaga. Nú erum við orðin þreytt á ástandinu og viljum gera eitthvað í málunum. Ef þetta áreiti hættir ekki munum við kvarta yfir þeim nemendum sem eru með leiðindi og stjórn skólans til lögreglunnar. Okkur finnst: 1. Við erum þreytt á þessu neikvæða viðhorfi sem við mætum í skólanum. Við erum þreytt á niðurlægingu, fyrirlitningu og uppnefningum sem á sér stað daglega, bæði frá nemendum og kennurum. 2. Við erum þreytt á sífellt að vera lýst sem framandi og utanaðkomandi fyrirbærum. Þegar það hentar erum við spurð „hvernig er það að koma frá öðru landi”, en annars erum við ekki virt viðlits. Við krefjumst: Að fá fulltrúa í nemendaráðið. Ekki bara einn, en marga.

Page 51: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 2

40

Aðrar kringumstæður Það geta verið margar aðrar kringumstæður sem henta jafn vel, og jafnvel betur, fyrir hlutverkaleik, t.d. atburðir frá heimaslóð þátttakandanna sem þú veist um fyrir fram, nýlegir atburðir sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum eða tölfræðileg gögn. Bakgrunnur þátttakendanna getur gefið þér hugmyndir um aðrar hentugar kringumstæður. Kariby-leikurinn hentar kannski ekki vel fyrir þá sem eru með námskeið fyrir flóttamenn, stjórnmálamenn, leiðbeinendur fermingarbarna, íþróttaleiðbeinendur eða starfsmenn fangelsa. Ef þátttakendur á námskeiðinu eru íþróttaleiðbeinendur, getur þú t.d. byggt upp kringumstæður og leik um ofbeldi á íþróttavellinum, þar sem leikurinn gæti staðið milli innflytjendaliðs og „norsks” liðs. Þá gætu hlutverkin verið:

Liðstjórar beggja liða Fulltrúar beggja liða

„innflytjendaáhorfendur”

„norskir áhorfendur” Fulltrúi íþróttafélagsins

Ef þátttakendur á námskeiðinu eru leiðbeinendur fermingarbarna, getur þú til dæmis byggt upp kringumstæður þar sem innflytjandi hefur verið lagður í einelti vegna þess að hann á ekki að fermast. Þá gætu hlutverkin verið:

Innflytjendur sem eiga að fermast Innflytjendur sem eiga ekki að fermast Borgaraleg fermingarbörn Kirkjuleg fermingarbörn Leiðbeinandi fermingarbarna

Notaðu ímyndunaraflið!

Page 52: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 3

1

Kafli 3 Að hrista hópinn saman frá byrjun ..................................................... 2 Nafnaæfingin – staður minn á jörðinni ............................................................. 3 Hugmynd fyrir 4.-8. bekki og barnahópa ........................................................... 7 Aðrar æfingar til að tengja þátttakandur........................................................... 8 Að teikna draumahúsið..................................................................................11

Page 53: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 3

2

Kafli 3 Að hrista hópinn saman frá byrjun

Allir sem koma að hópastarfi vita að það er mikilvægt að hópurinn blandist vel. Annars getur verið erfitt að koma af stað frjóum samræðum og góðu ferli. Það er mikilvægt að öllum finnist þeir vera velkomnir. Allir eru komnir til að kynnast og til að þjálfa sig í að ræða saman um mikilvæg málefni. Það er því nauðsynlegt að það skapist traust og trúnaður í hópunum eins fjlótt og hægt er. Það er líka mikilvægt að þátttakendurnir geri sér sem fyrst grein fyrir hvað námskeiðið fjallar um. Þitt hlutverk er því að útskýra hvað „Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni” fjallar um og hvað þú hefur hugsað þér að þið eigið að gera saman, eins konar áætlun. Þú verður að íhuga vel hvernig þú ætlar að byrja. Sumir hópar þekkjast vel fyrir fram, stundum of vel. Þá getur reynst erfitt að breyta þeim hlutverkaskiptum sem fyrir eru í hópnum. Meðal nemenda í skólabekk eru hlutverk og valdahlutföll oft gefin fyrir fram. Þá getur verið sniðugt að breyta uppröðun húsgagnanna og láta nemendur skipta um sæti til að rjúfa lærð og læst munstur svo samræður geti hafist. Að láta nemendur í skólabekk, þátttakendur á námskeiði eða málþingi vinna með nöfnin sín getur verið góð leið til að hefja starf um fordóma og kynþáttahyggju.

„Nafnaæfingin” hefur marga kosti: maður talar fyrst um sjálfan sig, ræðir svo saman um heiminn án þess að andstæður skerpist eða dregið sé í dilka. Með því að byrja á hlutlausu svæði minnkar hætta á árasargirni, spurningarnar verða strax persónulegar, kynningin verður óformlegri og tengist ekki starfshlutverkum. Fólki gefst tækifæri til að draga fram aðrar hliðar á sjálfum sér en það á að venjast, við fáum persónulegar upplýsingar um hvert annað o.s.frv. Kennaranum mínum finnst ég eigi að finna mínar rætur, en hvar á ég að finna þær? Hér í Majorstua hverfinu eru engin tyrknesk tré .

Page 54: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 3

3

Nafnaæfingin – staður minn á jörðinni Markmið Nöfnin okkar gefa skýr skilaboð. Út frá nöfnunum getum við dregið ályktanir um barnæsku, fæðingarstað, ættartengsl – stundum margar kynslóðir. Nöfnin okkar geta gefið til kynna hvaða menningarstraumar hafa borist hingað og blandast norskri menningu. Við höfum til dæmis orðið fyrir miklum áhrifum af menningu gyðinga og kristinna manna frá Miðausturlöndum. Hugsið um öll biblíunöfnin sem eru í almanakinu okkar! Nöfnin okkar eru nærtæk leið að nýrri sýn á heiminn. Gögn

Nafnabækur, sem er hægt að kaupa í bókabúðum eða fá lánaðar á bókasafni Flettitafla Límband eða eitthvað til að festa pappír á veggina Tússpennar

Lýsing Biddu þátttakendur um að skrifa niður nöfnin sín. Skrifið öll nöfnin niður. Sláðu merkingu þeirra upp í nafnabókunum. Þátttakendurnir skrifa niður. Þar á eftir koma þátttakendur hver og einn upp að flettitöflunni og svara eftirfarandi spurningum:

Hvað heiti ég? (skrifaðu fullt nafn) Hver gaf mér þetta nafn? Hvað merkir nafnið mitt? Hvaðan kemur nafnið mitt? (land, trúarbrögð, fjölskylda o.s.frv.) Hvað finnst mér um nafnið mitt? (jákvætt eða neikvætt, hvers vegna, af

hverju ekki) Þetta getur litið svona út:

Fullt nafn Per Martin Olsen Merking steinn herskár Uppruni grískt rómverskt Hver gaf mér nafnið pabbi amma pabbi

Finnst gott / ekki gott (þetta er ekki nauðsynlegt verkefni) Ef vill, má skrifa tákn undir hvert nafn: ++ mjög gott + gott

~ Allt í lagi

Page 55: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 3

4

- Ekkert sérstaklega – Alls ekki

Page 56: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 3

5

Önnur æfing með nöfn Ef hópurinn er í tímaþröng eða hópurinn er mjög stór, má stytta nafnaleikinn. Það gæti verið góð hugmynd að nota bara fornafnið. Í stórum hópi væri hægt að biðja alla um að koma upp að flettitöflunni, biðja þá sem bera norsk/norræn nöfn um að safnast saman á einum stað, þá sem hafa grísk/hebraísk nöfn á öðrum stað, arabísk saman á þriðja staðnum o.s.fr.v. Það gæti líka verið góð hugmynd að þeir sem bera hrein norsk nöfn séu saman í hópi og þeir sem hafa norræn nöfn í öðrum. Ef leiðbeinandinn þekkir nöfnin í hópnum fyrirfram er auðveldara að skipta upp í hentuga hópa. Ef leiðbeinandinn hefur aðgang að þáttakendalista og hefur kynnt sér nöfnin fyrir fram, getur hún skrifað niður, eða lagt á minnið, uppruna nafnanna og merkingu.

Umræður um nöfnin Ræðið bakgrunn hópsins. Markmiðið er að kynna heiminn fyrir þátttakendum og þátttakendurna fyrir heiminum, að sjá að Noregur hefur um aldaraðir orðið fyrir áhrifum frá öðrum þjóðum og menningarheimum. Það mun koma mörgum á óvart að nöfn sem við höfum haldið að væru norsk að uppruna eru t.d. grísk, hebraísk og persnesk. Að nöfnin Per og Kari koma bæði úr grísku. Per merkir steinn og Kari merkir hrein.

Hversu margar þjóðir, lönd, landslag, trúarbrögð og menningarheimar felast í nöfnum okkar?

Segja nöfnin skýrt frá menningaruppruna og tengslum? Hvernig er nafngiftum háttað í Afríku, Miðausturlöndum, Suður-Ameríku o.s.frv.

Hvernig er að bera óalgengt nafn, nafn sem gefur ástæðu til stríðni, eineltis og útilokunar?

Er gott að geta stundum falið sig bak við uppnefni? Hvaða kostir og gallar finnst þér fylgja uppnefni?

Hvernig er að vera uppnefndur? Af hverju erum við uppnefnd? Er uppnefni og gælunafn það sama?

Hvað gerist með nöfn kvenna þegar þær gifta sig? Hvað með nöfn barnanna? Hverfur eitthvað af upprunalegri sjálfsmynd þegar maður skiptir um nafn? Hvaðan hafa nöfn borist til Noregs, af hverju eru nöfn eins og Martin,

Kristian og Ida svona algeng? (Skoðið lista yfir algengustu nöfn og notið dæmi úr hópnum ef hægt er.)

Nafn og sjálfsmynd er mjög tengt í mörgum menningarsamfélögum hvernig er það í Noregi? hvers vegna veljum við þau nöfn sem við veljum? eru tengslin við nöfnin í öðrum menningarsamfélögum sterkari en

hjá okkur? ef svo er, til hvers bendir það?

Page 57: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 3

6

Inni eða úti Með þessari einföldu æfingu höfum við komist að raun um að nafnið okkar er stór þáttur í sjálfsmynd okkar. Nafnið gefur til kynna hver ég er. Nafnið okkar sendir líka skilaboð til umhverfisins. Þessi skilaboð segja oft til um hver við erum. Sumir bera kannski óalgengt nafn. Aðrir bera nafn sem hefur erlenda tengingu. Hvernig bregðumst við við slíkum nöfnum? Hvaða mynd fáum við af persónu sem ber nafn af gyðinga-, múslímskum, kúrdiskum eða afríkönskum uppruna? Hvaða máli skiptir nafnið þegar við sækjum um vinnu. Nafn sem hljómar norskt getur sent ákveðin skilaboð til vinnuveitanda, og nafn sem hefur erlendan hljóm sendir önnur skilaboð. Hvað finnst þér til dæmis um Mohammed Olsen? Þess eru mýmörg dæmi að norskumælandi innflytjendur, vegna nafns sem er ekki norskt, hafi ekki fengið starf sem þeir hafa sótt um, þó þeir séu „alnorskir”, fæddir og uppaldir í Noregi.

Ljúkið þessari æfingu með „snúum bökum saman æfingunni”. Einn fær hlutverk þess sem er í atvinnuleit með greinilegu „erlendu nafni” og annar fær hlutverk vinnuveitandans. Látið þáttakendurna sjálfa koma með tillögu að sínum nöfnum. Setjið á svið „þykjustunni” samtal. Vinnuveitandinn getur verið djarfur og ákveðinn eða vingjarnlegur og óákveðinn. Hugmynd: Ef það eru innflytjendur í hópnum, látið þá leika hlutverk vinnuveitendans. Þeir hafa oft lent í svipaðri aðstöðu í veruleikanum og gefst hér tækifæri til að nýta reynslu sína í æfingunni.

Það er líka hægt að halda áfram með „ kringumstæðna-reynsluleik” ef það er greinilegt að einhverjum er mismunað og einhver misbeitir valdi sínu gegn honum, til dæmis með hæðni, uppnefni, niðrandi umtali, vegna nafns. Eins má nota nafnaæfinguna til að vinna með kynjahlutverk, en þá er eðlilegt að beina athyglinni að eftirnafninu. Persónulegar rætur.

Að nafnaleiknum loknum, ef tími leyfir, má leita að persónulegum rótum i heiminum. Biddu þátttakendur um að skrifa niður sögu og bakgrunn fjölskyldunnar. Hversu margir þátttakenda eiga rætur að rekja til annarra heimshluta? Í dag eru meira en 160 etnískir hópar í Noregi. Búðu til lista yfir lönd, trúarbrögð og þjóðarbrot sem eiga fulltrúa í hópnum. Láttu þátttakendur kynna sér nánar það land sem nafn þeirra á uppruna sinn í. Ef þátttakendur á námskeiðinu eru kennarar gæti verið góð hugmynd að nota smá tíma til að ræða hvernig megi halda áfram, til dæmis með að setja nafnaæfinguna inn í faglegt samhengi t.d. í kennslu í landafræði eða samfélagsfræðum.

Page 58: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 3

7

Hugmynd fyrir 4.-8. bekki og barnahópa Að ættleiða land Kennari notaði nafnaæfinguna á eftirfarandi hátt:

Eftir nafnaæfinguna fékk kennarinn nemendurna til að ættleiða „heimaland” sitt. Nöfn barnanna komu frá Grikklandi, Ítalíu, Þýskalandi, Frakklandi, Íran og Englandi. Sum nafnanna voru keltnesk, önnur norræn, finnsk, rússnesk og fornnorsk. Á skólaárinu lærðu nemendur um „sitt” land, um menningu þess og hefðir, um tónlist og mat, um stjórnmál, trúarbrögð og landafræði, um kjör barna o.s.frv. Við lok skólaársins hélt bekkurinn sýningu og kynnti mat, myndir, teikningar, plaköt, tónlist og dans. Ein móðirin sagði frá því að dóttirin hefði fengið fjölskylduna til að breyta ferðaáætlun fyrir sumarfríið. Fjölskyldan hafði hugsað sér að fara til Spánar, en af því að Soffía er grískt nafn, vildi dóttirin fara til Grikklands og það varð úr. Nemendurnir unnu áfram með sama þema næsta ár. Þau skrifuðust á við nemendur í „sínum” löndum og fylgdust með þróun landsins „síns” í fjölmiðlum. Hjá sendiráðunum er hægt að nálgast gagnlegar upplýsingar og fá aðstoð við að útvega pennavini. Samtök minnihlutahópa og ferðaskrifstofur geta líka veitt gagnlegar upplýsingar. Sumir nemendur skipulögðu heimsóknir til og frá minnihlutahópum og samtökum minnihlutahópa.

Page 59: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 3

8

Aðrar æfingar til að tengja þátttakandur Teiknið hvort annað

Við höfum nú kynnst hvert öðru í hópnum. Við vitum hvað allir heita, hvaðan þeir koma, eitthvað um bakgrunn þeirra og fjölskyldu o.s.frv. En við gætum kannski kynnst enn betur. Markmið Markmið æfingarinnar er að þora að sýna samúð, traust og einlægni gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Gögn Hver þátttakandi fær:

penna blað til að teikna á

Lýsing Skiptið þáttakendum upp í tveggja manna hópa, helst karli og konu. Biðjið þau um að dreifa sér í herberginu eða milli herbergjanna. Allir eiga, án þess að horfa á blaðið, að skoða andlit hvors annars. Svo eiga þau, án þess að horfa á blaðið, að teikna útlínur andlitsins. Teiknið þar á eftir útlínur munnsins og augnanna. Sýnið nú hvert öðru teikninguna. Umræður

Þessar tvær persónur eiga að segja frá hvað þau sáu í andliti hinnar, rétt áður en hann/hún átti að teikna andlitið.

Hvaða tilfinningu fengu þau hvert af öðru? Er það í samræmi við mynd hins af sjálfum sér? Segðu hinni persónunni eitthvað um sjálfa þig!

Pallborðsumræður Leiðbeinandinn safnar saman öllum teikningunum og blandar þeim saman. Hún tekur síðan fram eina og eina mynd í einu og lætur allan hópinn geta upp á af hverjum hún sé. Sá sem myndin er af fær svo tækifæri til að koma með athugasemdir og segja frá persónulegum viðbrögðum sínum við myndinni. „Fyrirsæturnar” fá síðan andlitsmyndirnar. Umræður

Finnst þátttakendunum þau hafa komist í samband við mótaðilann? Uppgötvuðuð þið eitthvað nýtt hjá mótaðilanum sem þið höfðuð ekki hugsað

út í áður? ATH! Enginn má segja frá því sem sagt var undir fjögur augu.

Page 60: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 3

9

Hvað kom í ljós við frjálsu teikninguna, hvað kom með og hvers vegna?

Page 61: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 3

10

Aðrir möguleikar Önnur hugmynd, sérstaklega ef þátttakendur eru ungir, er að þau teikni hvert annað í fullri stærð.

Aðrar spurningar sem geta opnað og verið örvandi

Það er líka hægt að hefja VOV-námskeið um fjölbreytni með því að spyrja:

Hvers vegna komið þið á þetta námskeið? Hvaða væntingar hafið þið? Skrifið niður! Hvaða spurningar hafið þið með? Búið til lista! Hvað óttist þið? Skrifið eitt orð á miða. Lesið upp það sem stendur

á miðanum og leiðbeinandinn skrifar það á flettitöfluna. Þessi orð á að taka upp seinna á námskeiðinu. Gott er að nota límmiða.

Biðjð þátttakendur um að segja frá persónulegri reynslu af fordómum, mismunun og kynþáttahyggju. Hefur einhver lent í því sjálfur? Hefur einhver sjálfur komið illa fram?

„Tveir hlutir”

Önnur leið til að kynnast er að tveir og tveir kynni sig hvor fyrir öðrum með því að sýna tvo hluti sem þeir hafa með sér.

„Þetta er ég . . .”

„Þessi hlutur er táknrænn fyrir mig”. Það byrja tveir og tveir saman, og smátt og smátt geta þeir kynnt hvern annan fyrir hinum þáttakendunum í hópnum með aðstoð hlutanna sem þeir hafa tekið með. Á þennan hátt kviknar áhugi á manneskjunni í stað þess að þátttakendur hugsi um starfshlutverk; „guð, ertu kennari”, eða „vá, ertu prestur?”

Page 62: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 3

11

Að teikna draumahúsið Markmið æfingarinnar: Að hrista saman nýja hópa þar sem þátttakendur hafa kannski notað nafnaæfinguna.

Gögn Eitt flettitöflublað handa hverjum hópi Tússar, jafnvel í mörgum litum Límband

Lýsing Fáðu hópana til að teikna draumahúsið í sameiningu. Það eiga ekki að vera neinar fjárhagslegar skorður eða aðrar takmarkanir, til dæmis um staðsetningu eða annað. Allir hópmeðlimir eiga að skrifa fornafnið sitt á flettitöflublaðið þannig að við sjáum hverjir hafa teiknað húsið.

Ræðið árangur Láttu hvern hóp kynna draumahúsið sitt.

Hvað skipti þátttakendurna máli? Var hópurinn sammála/ósammála í forgangsröðun? Berðu saman niðurstöður hópanna og ræðið hvort eitthvað sé sameiginlegt

hjá öllum eða einhverjum. Ræðið aðeins um gildismat og norska menningu sem ef til vill endurspeglast

í draumahúsunum.

Framhald verkefnisins Teikna „norska húsið”

Page 63: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 4

1

Kafli 4 Við og hin ...................................................................................... 2 Við erum best ............................................................................................... 7 Að draga mörk .............................................................................................. 9 Tungumálið sameinar og aðgreinir ..................................................................11 Að vera öðruvísi ...........................................................................................13

Page 64: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 4

2

Kafli 4 Við og hin

Oft eiga átök uppruna sinn í því sem við köllum „við og hin” leikinn. Á VOV-námskeiðinu um fjölbreytni er leitast við að afhjúpa þennan leik – en þetta er leikur sem fólk hefur alla tíð leikið. Hann getur orsakað heimiliserjur, mótsetningur kynjanna, nágrannaerjur, þorpserjur og ágreining milli byggðarlaga. Hugtök eins sveitamenn og borgarbúar gefa til kynna leikinn „við og hin”. Þessi leikur getur valdið átökum af menningarlegum, etnískum og trúarbragðalegum toga, átök þjóða og þjóðarbrota og getur endað í styrjöldum. Dæmi um það er bæði fyrrum Júgóslavía og Írland. Í þessum leik birtist ákveðin tvíhyggja, þ.e. að við skiptum lífinu upp í andstæður, t.d. gott og illt. Hugmyndin um meinta mannvonsku hinna styrkir samkennd eigin hóps og verður jarðvegur varna, lokaðra landamæra, útbreiðslu áróðurs og fordóma, einföldunar og alhæfinga, útilokunar, mismununar og endanlega útrýmingar þjóðarbrota.

Sem betur fer er ágreiningur sem byggir á hugmyndinni um „við og hin” yfirleitt smávægilegur, og með því að tala saman og kynnast má vinna úr honum. Aðrar „við og hin” deilur eiga sér dýpri rætur. Við verðum að koma okkur upp viðbúnaði svo við getum komið auga á hættuna og gert okkur grein fyrir afleiðingum raunverulegra og lítilsvirðandi fordóma. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að á tímum kreppu og atvinnuleysis geta fordómar leitt til þess að við útnefnum „sökudólga”.

Það eru fjöldi þátta sem gerir okkur að „við”.

Lýsing Teiknaðu stóran hring á töfluna eða flettitöfluna. Inn í þennan stóra hring skrifar þú VIÐ.

Til að lýsa „við-hópnum” kynnir þú eftirfarandi hugtök. Á meðan spjallið þið út frá útskýringum sem eru á eftirfarandi blaðsíðum. (Sjá undir fyrirsögninni “VIД) Þegar þú hefur skrifað öll hugtökin inn í stóra hringinn, teiknar þú annan, minni hring. Skrifaðu HIN í litla hringinn og teiknaðu svo ör frá stóra hringnum yfir í litla hringinn. Fyrir ofan örina skrifar þú orðið „ekki”. (Sjá undir fyrirsögninni HIN)

Skúrkar

Gildismat

Einkennis-fatnaður

Hetjur

Athafnir

Norm/Siðfræði

Menning

Tungumál Helgisiðir

Viðhafnasiðir

Hefðir

Saga

Tákn

Við

Ekki

Hin

Page 65: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 4

3

Útskýrðu að annar hringurinn sé stærri til að gefa til kynna að við vitum meira um það sem við þekkjum. Gefðu VIÐ hringnum gjarnan blæbrigði: Hin eru ekki bara „hin”, en margir mismunandi hópar. Í fjölmiðlum er oft talað um innflytjendamenningu. Hvaðan kemur hún? Frá Chíle, Danmörku eða Gambíu?

„VIД Það sem VIÐ eigum sameiginlegt er meðal annars:

TUNGUMÁLIÐ sameinar hópinn. Það getur verið þjóðtunga, eins og til dæmis norska, það getur verið mállýska eða sérstakt tungumál ýmissa menningarkima, tölfunörda, „blitzera”, náttúruverndarsinna, hundaeigenda, fótboltaáhugafólks, presta, lækna, sósíalista, íhaldsfólks o.s.frv. HELGISIÐIR. Hver hópur hefur sérstaka helgisiði sem aðgreina hann frá öðrum hópum. Norðmenn hafa sína þjóðlegu siði, Svíar og Danir sína. Oft gerum við okkur ekki grein fyrir því að hver lítill hópur hefur eigin siði sem farið er. Hvað með íþróttaheiminn, ýmis trúarbrögð og tónlistarheiminn. Margir Norðmenn geta ekki án þess verið að horfa á fréttirnar á hverjum degi, lesa blaðið á morgnana og fara í kirkju á aðfangadag.

VIÐHAFNARSIÐIR tengja hópinn. Það geta verið veislur, „uppákomur”, 17. maí og annað þess háttar. Í Rjukan er haldin sólarveisla. Mismikil áhersla er lögð á hátíðarhöld vegna þjóðhátíðardags. Barnaskrúðgöngur eru sérstakar fyrir „okkur”. Í Bergen er er keppt í skotfimi á boga. Í mörgum löndum fara fram hersýningar í tilefni þjóðhátíðardagsins.

HEFÐIR. Allir hópar vilja viðhalda sínum hefðum. Saumaklúbburinn fer í sumarbústað einu sinni á ári, veiðiklúbburinn hittist aðra vikuna í september og strákarnir fara saman á völlinn á sunnudögum. Margir fara í kirkju á aðfangadag, afi les jólaguðspjallið og múslímar halda Ramadan hátíðlegan. SAGA. Allir hópar hafa sína sögu að segja komandi kynslóðum. Það geta verið veiðisögur, sögur af íþróttaafrekum og aðrar mismikilvægar sögur, sem styrkja sjálfsmynd hópsins.

TÁKN tengja fólk. Það geta verið tákn sem gefa til kynna pólitískan, menningarlegan og etnískan uppruna eða trúarbrögð. Fáninn er eitt algengasta tákn Norðmanna. Merki, hárgreiðsla og klæðnaður eru önnur algeng tákn.

EINKENNISBÚNINGUR sameinar og skapar tilfinningu af „VIД. Ýmsar starfsstéttir eins og t.d. póstburðarfólk, lögreglan og hjúkrunarfræðingar nota einkennisbúninga. Margir menningarkimar eiga sína einkennisbúninga. Táningar klæða sig á ákveðinn hátt. Oft má þekkja „blitzara”, hipphoppara, anarkista og aðra hópa á klæðaburði. Þeir sem fara í óperuna klæðast öðruvísi en þeir sem fara í „house-partý”. Aðdáendur íþróttafólks gefa til kynna hvaða liði þeir halda með. Oft má meira að segja sjá mun á þjóðum, ákveðinn stíll gerir að það er auðvelt að gera greinarmun á Þjóðverjum og Norðmönnum á ferðamannastöðum.

HETJUR. Flestir hópar eiga sínar hetjur sem litið er upp til og dáðst að. Hetjur skipta máli fyrir sjálfsmyndina og stoltið. Ræðið við þátttakendur um þeirra hetjur. Hverjar eru þær? Af hverju? Norskar hetjur eins og Nansen, Amundsen, Björn Dæhlie, Drillo,

Page 66: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 4

4

Anne Grethe Preus, Vebjorn Rodahl, Johan Olav Koss, Arve Tellefsen, Anne Cath Vestli og Ólafur Noregskonungur fylla okkur stolti. Fjölskyldan, stofnanir samfélagsins og allt þar á milli eiga sér eigin hetjur og „költfyrirmyndir”. Sameiginlegar hetjur skapa tilfinningu af því að við séum góð. Ef okkur er sagt að „hinir” eigi sér sínar eigin hetjur þá lítum við á það sem undantekninguna sem sannar regluna. Þegar Alberto Tomba gerir vel er það Alberto Tomba og ekki Ítalía. Þegar Björn Dæhlie gengur vel eru Norðmenn að standa sig.

Page 67: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 4

5

Ræðið hverjar séu hetjur hópsins. Hvers vegna?

SKÚRKAR. Flestir hópar eiga sameiginlega „skúrka” sem þeir hafa ákveðna skoðun á. Nefndu dæmi um norska skúrka sem þú hefur lesið um eða séð í sjónvarpinu. Við „leyfum” þeim að vera hluti af „okkur”, en guð hjálpi „hinum” ef þeir hafa sömu skúrkana og við. Hjá okkur eru þeir einstaklingar sem verða okkur að umræðuefni. Hjá „hinum” verða þeir að táknum fyrir hegðan alls hópsins.

ATHAFNIR. Hegðunarmynstrið hjá tilteknum hópi er mikilvægt. Sá sem bregður út af því fær oft allan hópinn á móti sér. Ef einhverjir innflytjendur haga sér öðruvísi verður það samstundis tilefni til umræðna. Ef „blitzer” hittir einn af „vinum Smiths” er menningarárekstur ekki langt undan. Meðal Norðmanna er fjöldi óskráðra reglna um hvernig Norðmönnum beri að haga sér. Við sættum okkur við tilbrigði innan hópsins, en ef það er til dæmis Pakistani sem bregður út af hinum óskráðu reglum eigum við erfiðara með að sætta okkur við það, GILDISMAT. Allir hópar hafa ákveðin gefin gildi. Ákveðin gildi verða að vera sameiginleg til að einkenna hópinn. Því stærri hópur, því fleiri tilbrigði eru leyfileg. Stundum getur sameiginleg óvinamynd verið það sem tengir hópinn. Sameiginlegt gildismat getur t.d. verið ákveðin sýn á manneskjuna, sýn á börn, sýn á refsingar eða mannréttindi. Gildismat innan mismunandi táningahópa er í raun og veru kafli út af fyrir sig og er mjög áhugavert út frá „við og hin” sjónarhorni!

NORM/SIÐFRÆÐI. Allir hópar hafa eigið kerfi og hegðunarreglur sem verður að haga sér eftir. Ef reglur eru brotnar koma upp umræður. Ef hópur tekur breytingum eru það gildin og siðfræðin sem mest er fjallað um. Þegar Gorbatsjov tók til við að innleiða „glasnost” og „perestrojka” lagði hann allt sovétkerfið að veði. Þegar Valgjerd Svarstad Haugland var kjörin leiðtogi Kristilega þjóðarflokksins var mikið fjallað um rauðvínsglasið í fjölmiðlum. Málefni á borð við börn utan hjónabands, kvenpresta og fóstureyðingar fjalla um norm og siðfræði. Öll samfélög byggja á sameiginlegum normum og siðfræði. Það á einnig við um minni hópa.

YFIRRÁÐASVÆÐI. Fyrst heimilið, svo gatan, bærinn, sveitarfélagð. Allir hópar hafa sín „landamæri” og vita hvað er innan þeirra og hvað er fyrir utan. Þessi landamæri eru varin. MENNING. Með menningu er átt við samnefnara ýmissa hópa. Það getur verið summan af öllum stikkorðunum hér að ofan. Það getur líka verið tónlist, dans, bókmenntir, listir, matur og svo framvegis.

Við erum „við” í krafti þessara sameiginlegu þátta. Í hópnum endurspeglast sjálfsmynd okkar og öryggi. Innan ramma hópsins þorum við að skapa og vera skapandi. Við getum verið við sjálf. Við getum líka leyft okkur að vera ólík. Þó við séum ólík erum við samt „við”. Þegar við mætum „hinum” förum við gjarnan í vörn. Til að virða aðra er mikilvægt að virða sjálfan sig, að vera öruggur. Óöryggi gerir oft að maður yfirfærir eigin galla á aðra.

„HIN” Þegar „hin” koma inn í myndina er auðvelt að taka á sig áhorfendahlutverk. Við

horfum á það sem gerist, aðeins úr fjarlægð, erum undrandi og spyrjandi, svolítið óróleg yfir hvað muni gerast þegar þeir eru komnir inn á okkar yfirráðasvæði. Það

Page 68: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 4

6

sem við vitum um þá er að þeir eru öðruvísi en við. Þeirra sjálfsmynd skapast af því að þeir eru öðruvísi en við. Það getur verið útlitið eða eitthvað annað sem kemur leiknum af stað. Allt í einu lít ég ekki á þau sem einstaklinga, heldur sem „hin” og það sem „þau” eru, er fyrst og fremst það sem aðgreinir þau frá okkur. Meira þarf ekki til að vekja tortryggni og fordóma. Við förum í varnarstöðu. Hvernig haldið þið að þetta virki þegar um raunverulega alvarleg átök er að ræða. Það sem aðgreinir okkur tengir okkur sameiginlega innan hópsins gegn þeim, og allt í einu komum við fram sem einsleitur hópur án einstaklingseinkenna. „Hin” eru ekki „hin” en margir mismunandi hópar. Ræðið hvort það sé til innflytjendamenning? Er þetta hugtak ekki skapað af fjölmiðlum?

Hann er indíáni frá Perú

Mér er skítsama hvernig indjáni hann er. Þeir styðja allir Khomeni.

Page 69: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 4

7

Við erum best Markmið Að sýna fram á að allir hafa tilhneigingu til að aðgreina fólk í VIÐ og HIN hópa, og að þetta skerpir oft andstæður.

Gögn Flettitafla Tússar Límband

Lýsing Ef litið er á samfélagsátök, kemur í ljós að þau eru alltaf merki um andstæður. Byrjið á því að lýsa hegðan áhorfenda á fótboltaleik, t.d. á milli Brann og Rosenborg. Látið þátttakendur bæta frjálst við út frá eigin reynslu. Hvað finnst okkur um taklingar, dómarann, aukaspyrnu, víti, rangstöðu, brottvísun o.s.frv.?

Við höfum tilhneigingu til að horfa á hlutina út frá „við og hin” sjónarhorni og sköpum þannig fjarlægð. Við sjáum heiminn í ljósi sterkra andstæðna þar sem heiminum og tilverunni fyrir utan okkar eigin heim er lýst með niðurlægjandi og alhæfandi orðum. Nú eigum við að bera saman og ræða hvaða orð og orðalag sem, þegar þau eru sett saman, lýsa andstæðum. Í þessum orðum birtist tvíhyggja, það er að segja við skiptum tilverunni í andstæður, t.d. gott og illt, líkama og sál, langt og stutt, nútímalegt og frumstætt. Til að varpa ljósi á hvaða augum við lítum annars vegar hópinn VIÐ (Norðmenn) og hins vegar hópinn HIN (innflytjendur) skrifum við þessar andstæður í hringina „VIÐ og HIN”

Þrep 1 Þessi æfing er gerð eins og „hugstormun”. Búðu til tvo dálka á flettitöfluna og skrifaðu VIÐ og HIN efst í sitt hvorn dálkinn. Þátttakendur koma með hugmyndir um hvað einkennir annars vegar VIÐ hópinn og hins vegar HIN hópinn. Dæmi:

VIÐ HIN Hvít Svört

Nútímaleg Frumstæð Kristin Heiðin

Siðmenntuð Vanþróuð Skynsöm Óskynsöm

... o.s.frv.

Page 70: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 4

8

Þrep 2 Farðu yfir listann og settu plús (+) fyrir framan þau orð sem eru jákvæð, og mínus (-) fyrir framan þau orð sem eru neikvæð. Umræðuefni

Hvað eru margir plúsar í VIÐ dálknum? Hvað eru margir mínusar í HIN dálknum? Hvað eru margir plúsar í HIN dálknum? Sennilega munu þátttakendurnir uppgötva að við höfum borið það besta í

okkar fari saman við það versta í fari hinna. Aðlögun Að reyna að gera andstæðurnar hlutlausar með því að setja spurningarmerki við neikvæðar og fordómafullar athugasemdir er árangursrík aðferð þegar fjallað er um rasisma og fordóma. Í hvert skipti sem einhver gefur til kynna fordóm um „óvininn” eða það sem maður óttast berum við upp spurningu: Er þetta alltaf svona? (Sjá líka mýtur og mótrök). Við ætlum að reyna að færa rök með spurningum í stað fullyrðinga. Ef við notum fullyrðingar erum við gengin í sömu gildruna og tökum þannig sjálf þátt í að skerpa andstæður.

T.d.: „Erum við Norðmenn alltaf rökréttir og skynsamir en „hinir” (innflytjendur) alltaf órökréttir og óskynsamir? Eru til órökréttir eða hreinlega vitlausir Norðmenn? Eru til greindir, örlátir, siðmenntaðir eða vingjarnlegir innflytjendur?” Fordómar sem byggja á alhæfingum, andstæðum og tvíhyggju geta verið eins og spilaborg. Einangrað og eitt og sér getur hvert og eitt spil verið sannfærandi. En ef einu spilinu er blásið í burtu, hrinur spilaborgin eins og hún leggur sig.

Tvær stelpur. Tveir ólíkir upprunar. Hvaðan er þeirra menning komin? Frá foreldrunum eða hvor annarri? Eða hvoru tveggja? Mynd úr bókinni Mangfold og likeverd (Cappelen 1996)

Page 71: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 4

9

Að draga mörk

Við drögum mörk af margvíslegum toga í lífinu. Þau geta verið af siðfræðilegum, siðferðilegum eða trúarbragðalegum toga, þau geta verið til að vernda, viðhalda, ala upp, til aðvörunar, til að merkja sér yfirráðasvæði og til að eigna okkur „svæði”. Mörk geta haft marga kosti en þeim getur einnig fylgt hættuleg hlið með vörnum, skorti á umburðarlyndi, blindri hlýðni, verið ógnandi, o.s.frv.

Markmið Markmiðið með æfingunni er að sýna fram á nauðsyn þess að tala skýrt, mikilvægi sjálfsmyndar, öryggis og sjálfstæðis. Þetta eru eðlilegar mannlegar þarfir, sem við ákveðnar aðstæður geta dregið okkur út í „við og hin leik” og haft alvarlegar samfélagslegar afleiðingar. Mikilvægast að koma fram af virðingu og opnum hug gagnvart öðrum.

Lýsing Leikurinn um „landamærin” hefst með „hugstormun” og er byggður upp eins og „Þankaæfingin”:

Dálkur 1 Dálkur 2 Dálkur 3 Kostir við að setja mörk

Gallar við að setja mörk

Hugleiðing

Dæmi Dæmi Dæmi Vernd Skortur á

umburðarlyndi Þörf fyrir sjálfsmynd

Sjálfsmynd Útilokun Kontra fordóma gagnvart öðrum Samstaða Fjandskapur Af hverju hefur samstaða með

einum hópi oft í för með sér skort á umburðarlyndi gagnvart öðrum? Verður þetta að vera þannig?

Öryggi Refsing Dragðu umræðuna í átt að frásögnum af persónulegri reynslu af mörkum, bæði jákvæðum og neikvæðum. Reyndu að þróa aðferðina nánar. Dæmi: Unglingar bregðast oft við mörkum þeirra fullorðnu. Búðu til lista yfir hvað það er í heimi hinna fullorðnu sem unglingarnir mótmæla. Hvaða mörk er blásið á, hver er farið yfir og hverjum er unnið gegn? Unga fólkið setur sér líka eigin mörk til að aðgreina þau frá öðrum hópum í samfélaginu eða frá öðrum unglingahópum. Búðu til lista yfir mörk unglinganna. Ræðið hvort þessi mörk séu nauðsynleg, hvað þau hafa í för með sér, hvers vegna

Page 72: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 4

10

margir virða þau. Hvernig vegnar þeim sem brjóta reglurnar og hvað gerist ef einhver gengur í lið með „óvininum”?

Page 73: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 4

11

Tungumálið sameinar og aðgreinir Markmið Að sýna fram á hvernig tungumál og notkun tungumálsins annars vegar skapar samkennd og hins vegar aðgreinir okkur frá öðrum. Við ætlum einnig að rannsaka hvort notkun okkar á „ekki-, ó- og fyrir utan orðum” skapi fjarlægð milli fólks.

Lýsing Byrjaðu á að nefna dæmi um hvernig við notum tungumálið, t.d.: Tungumál getur bæði fært okkur nær hvort öðru og skapað fjarlægð. Öll höfum við einhvern tíman upplifað að samtal eða umræður hafa farið inn um annað eyrað og út um hitt. Við höfum fundið til vanmáttar, orðið áttavillt eða heyrt orðin án þess að skilja.

Ýmsar starfstéttir hafa eigið fagmál („ættbálkamál”) sem sameinar þá sem eiga hlut að máli, eru í hópnum, og útilokar hina. Stundum er svona fagmál framandi fyrir þá sem ekki eru innvígðir. Þeir innvígðu vita hins vegar vel hvað verið er að tala um. Þeir komast hjá óþarfa útskýringum og fagorðin geta tjáð heilar setningar og komið í stað langra útskýringa. Slíkar kringumstæður skapa auðveldlega gjá á milli fólks. Fólk skilur ekki hvort annað.

Það verður enn skrítnara ef þeir sem tala, nota líka „ekki-, ó- og fyrir utan orð”. Hugsið um allt ekki-fólkið sem kemur til Noregs. Það eru ekki-Norðmenn, ekki-kristnir, ósiðmenntaðir, ólýðræðislegir, ekki-evrópskir og óæskilegir.

Flest okkar hafa örugglega talað um innflytjendur sem „ekki – Norðmenn og ekki-kristna”. Það er eiginlega skrítin skilgreining á því sem er rétt við bæjardyrnar! Við notum neikvæð heiti þegar við tölum um annað fólk! Að skilgreina það sem er framandi og öðruvísi á þennan hátt á sér djúpar rætur hjá okkur. Svona „ekki-mál” er líka í mörgum öðrum tungumálum, sérstaklega ensku, en það breytir því ekki: að við frá upphafi höfum skapað fjarlægð með því að leggja áherslu á hverjir eru með í hópnum og hverjir eru utan hans!

Það má líka skapa fjarlægð á annan hátt. „Aðfluttur” er algeng skilgreining sem þýðir að við heyrum saman, en hinir ekki. Það er sjaldan að sagt er „ekki-hvítur”, en margir eiga við það þegar þeir tala um allt sem er utan Evrópu: Arabi, Afríkani, Pakistani, Írani, Asíubúi og Suður-Ameríkani. Þeir eru allir „ekki-hvítir”! Það væri áhugavert að heyra hvað Afríkaninn, Asíubúinn og Indjáninn frá Suður-Ameríku kalla okkur í sínu heimalandi. Ætli þeir kalli okkur „ekki-svarta, ekki-gula eða ekki-rauða”? Það eru mörg orð og orðasambönd sem skapa fjarlægð, t.d. kynblendingur.

Page 74: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 4

12

Umræður: Hvers vegna drögum við svo skýr mörk með tungumálinu?

Hverjir skapa normin og eru fulltrúar fyrir hið „normala” þegar við notum „ekki-orð”?

Er það sama tilfellið í öðrum tungumálum og menningarsvæðum? Hvernig hefðum við brugðist við ef múslímar, gyðingar eða búddatrúarmenn

færu að kalla okkur ekki-múslima, ekki-gyðinga og ekki-búddatrúarmenn? Hvað þýðir eiginlega kynblendingur? Hvað er þá óblandaður eða hreinræktaður, og hverjir eru það? Eru fleiri sambærilegar leiðir til að skapa fjarlægð með tungumálinu?

Page 75: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 4

13

Að vera öðruvísi Hvernig er að vera alltaf öðruvísi og vera alltaf fyrir utan? Sagan um O segir frá því hvernig það er að vera öðruvísi í tilteknu umhverfi. Kvikmyndin lýsir hvað gerist í hópi þar sem er meirihluti: X, og minnihluti, sem brýtur stundum upp munstur meirihlutans: O. Hvað ræður því að sumir einstaklingar eru X eða O?

Jú, það er einfaldlega vegna þess að tiltekinn einstaklingur er „öðruvísi” en meirihlutinn. Munurinn getur falist í aldri, kynferði, tungumáli, starfi, fötlun, útliti eða uppruna. Margir þættir geta virkað saman og skapað skil á milli hinna fáu Oa og hinna mörgu Xa. Í okkar samfélagi notum við oft aldur, starf, félagslega stöðu og kynferði til að skilgreina fólk. Þegar við tölum um innflytjendur á það þó ekki við í sama mæli. Oft er litið á þá sem einsleitan hóp, sama hvort þeir koma frá Tyrklandi, Íran eða Sómalíu. Þeir eru í stuttu máli innflytjendur og eru settir í ákveðinn bás, því þeir eru líkari hver öðrum og ólíkir okkur.

Því er stundum haldið fram að það sé erfitt að vera kona: „maður á að líta út fyrir að vera 18 ára, hugsa eins og karl og vinna eins og hestur”. Ef kona sækir um starf, þarf hún þá að vera hæfari en karl til að fá starfið? Við getum líka litið á söguna um O sem sögu um einelti, um þann sem lagður er í einelti og gerandann í eineltinu.

Það getur verið gott að nota „kringumstæðnaleik” í þessu tilfelli. Við getum notað kvikmyndina til að hrinda af stað umræðum um hvernig við getum unnið úr neikvæðum viðbrögðum og óbeit sem getur komið upp þegar einhver „að utan” kemur inn í hóp sem virðist vera einsleitur.

Þrep 2 Horfið á kvikmyndina Söguna um O. Hún er um það bil 17 mínútur.

Þrep 3 Komið af stað stuttu pallborðssamtali til að fá hugmyndir að umræðum í hópunum. Sagan um O lýsir meðal annars þeim vandamálum sem O-in lenda í þegar þau reyna að verða hluti af X hópnum.

Gátuð þið kannast við ykkur sjálf í hlutverki X? Eða í hlutverki O? Gefur myndin rétta mynd af samspili milli X-hópsins og O-hópsins? Gátuð þið séð að X-persónurnar voru ólíkar? Eru til í veruleikanum O-persónur sem eru eins og staðalmyndirnar í

kvikmyndinni; aðstoðarmaðurinn, kynveran, verndarinn, hermaðurinn? Voru aðrar staðalmyndir?

Nefndu dæmi um fólk sem ber af í okkar samfélagi?

Page 76: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 4

14

Þrep 4 Ræðið í hópum, 30-60 mínútur. Tillögur að umræðuefni: Fyrsta tillagan er að vera einfaldlega með frjálsar umræður um það undir hvaða kringumstæðum þátttakendum hefur fundist þeir vera í hlutverki O. Þú getur byrjað með að koma með hugmyndir að hugsanlegum kringumstæðum:

Karlar í dæmigerðum kvennastörfum, hjúkrun eða leikskólakennslu. Konur í dæmigerðum karlastörfum, lögreglan eða herinn. Háskólamenntuð manneskja meðal iðnaðarmanna Unglingar meðal eldra fólks Innflytjandi sem reynir að komast inn á vinnumarkaðinn.

Eftir að búið er að kortleggja þessar kringumstæður er hægt að halda áfram með umræður um hvernig sé að vera O í meirihlutahópi. Reyndu að rifja upp eins mörg mismunandi dæmi og unnt er og komu fram í kvikmyndinni, ræðið reynslu þeirra og áhrif.

Page 77: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 4

15

Hafið þið einhvern tíman lent í dæmigerðum O-hlutverkum? Getur sú athygli sem beinist að O-unum verið jákvæð í ákveðnum tilfellum? Nefnið fleiri dæmi um staðalmyndir sem þið hafið tekið eftir? Eru til dæmigerð X? Hvaða staðalmyndir eru X-in fulltrúar fyrir? Verða O-in alltaf að sætta sig við hefðir X-anna? Hvernig er að þurfa að vera trúr tvennum aðilum? Hvað eru eiginlega X-tengslanet? Eru til O-tengslanet?

Þrep 5 Eftir þetta snúið þið öllu við og ræðið undir hvaða kringumstæður og á hvern hátt þátttakendunum hefur fundist þeir hafa sama viðhorf og X til fatlaðra, innflytjenda eða einhvers af gagnstæðu kyni.

Hvernig hafið þið komið fram eins og X? Hvernig var sú framkoma?

Þrep 6 Ef þið hafið komið fram eins og O við ákveðnar kringumstæður, hvernig komuð þið þá fram?

Þögn, feimni, flótti, árás Segið hvort öðru frá eigin framkomu við slíkar kringumstæður

Þrep 7 Þegar hópurinn er búinn að segja frá viðbrögðum sínum sem O eða X, er kominn tími til að taka upp sérstakar kringumstæður og ræða meira í dýptina hvernig takast skal á við þær. Það má gera á ýmsan hátt.

Hlutverkaleikur

„Snúa bökum saman” æfing, t.d. eins og símtal Láttu þátttakendurna velja hvaða kringumstæður þeir vilja nota.

Page 78: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 5

1

Kafli 5 Fordómar........................................................................................ 2 Vítahringurinn .............................................................................................. 2 Mýtur og fordómar......................................................................................... 4 Flökkusögur .................................................................................................. 5 Niðurlægjandi athugasemdir ........................................................................... 6 Afbrot meðal innflytjenda............................................................................... 9

Page 79: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 5

2

Kafli 5 Fordómar Vítahringurinn Markmiðið með æfingunni Markmiðið með þessari æfingu er að sýna hvernig ótti , sem er mjög eðlileg mannleg tilfinning, getur þróast í átt að kynþáttahatri.

Gögn Flettitafla, tússpennar og límband

Lýsing

Byrjaðu á að skrifa „Vítahringurinn” á flettitöflublað. Teiknaðu hring og skrifaðu orðið „óöryggi” fyrir neðan hringinn, vinstra

megin. Skrifaðu síðan hin orðin inn í hringinn, réttsælis. Komdu með athugasemdir

um hugtökin á meðan þú gerir þetta.

Page 80: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 5

3

Vítahringurinn getur upphaflega stafað af menningaráfalli, gremju yfir að eitthvað er augsýnilega öðruvísi, ágreiningi, sýnilegum mun á hópunum, hegðun sem er frábrugðin því sem gengur og gerist, aðrar persónulegar áherslur en það sem tíðkast hjá meirihlutanum – varðandi tónlistarsmekk, klæðaburð, trúartákn, listræna tjáningu, ummæli, o.s.frv. – það er að segja allt sem virðist öðruvísi.

Það er mikilvægt að líta nánar á hugtökin „ótti” og „óöryggi” í hringnum, því þau eru tilefni vítahringsins. Fyrst og fremst þarf að leggja áherslu á að ótti og óöryggi eru eðlileg viðbrögð sem ekki er ástæða til að skammast sín fyrir. Að vera rasisti er eitthvað allt annað en að vera óöruggur og að óttast það sem virðist framandi.

Dragðu línu í gegnum hringinn þannig að orðin „þjóðhverfur hugsanaháttur”, „fjandsemi”, „augljós óánægja” og „kynþáttahatur” séu saman í hóp. Þennan hóp köllum við Harða fordóma. Hin orðin: „staðalmyndir”, „alhæfing”, „flokkun”, „tortryggni”, „óöryggi” og „ótti” eru í öðrum hópi. Hann getum við nefnt Mjúka fordóma. Mjúku fordómana er hægt að hafa áhrif á. Þeir eru síbreytilegir. Viðhorf okkar breytast – oft án þess að við tökum eftir því – þegar við hittum nýtt fólk, öðlumst nýja þekkingu, jákvæðar upplifanir o.s.frv.

Athugasemdir Við höfum áður talað um tilhneigingu okkar til að alhæfa. Við höfum líka talað um að okkur hættir til að flokka fólk í „hin” og „við”. Þessi tilhneiging þróast strax í sandkassanum. Takið eftir hvernig börnin bregðast við:

„Voða ertu vitlaus..” sem þýðir: „ég er góður...” Með þessum dæmum höfum við viljað varpa ljósi á hve auðveldlega algengir og hversdagslegir atburðir verða tilefni fordóma. Óttaslegnu og óöruggu fólki hættir sérstaklega til að nota breiðar og alhæfandi athugasemdir. Sennilega er hluti af ástæðunni fyrir tortryggni, skorti á umburðarlyndi, ótta og fjandsemi, sem er algengt í næstum öllum samfélögum, að það kemur fyrir að við skiljum ekki né þekkjum bakgrunn hegðunar, menningar eða vana annars fólk. En sjálfur grundvöllurinn er og verður okkar eigin ótti. Óttanum fylgir tortryggni, sem er jarðvegur staðalmynda, þeim fylgir gjarnan þjóðhverfur hugsunarháttur og fjandsemi gagnvart því óþekkta. Þá er opinskátt kynþáttahatur ekki langt undan – enn sterkari ótti, óöryggi og tortryggni, eða sterkar staðalmyndir, og þjóðhverfa, innflytjendahatur og ofstækisfullur rasismi.

Þennan vítahring getur verið erfitt að rjúfa. En innsýn í þessi viðbrögð getur aukið skilning okkar á okkur sjálfum og öðrum.

Page 81: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 5

4

Mýtur og fordómar Ef við skoðum mýtur og fordóma á gagnrýninn hátt getum við þjálfað okkur í

röksemdafærslu og til lengri tíma lítið komið í veg fyrir að fordómar skjóti rótum í eigin huga. Í þessu ferli er mikilvægt að vera meðvitaður um að enginn er algerlega fordómalaus. Allir eru með fordóma. Við nánari athugun á því hvernig mýtur og fordómar í garð hins óþekkta verða til, kemur fljótt í ljós að þeir byggja á staðalmyndum, alhæfingum eða á tortryggni og ótta. Þessar orsakir eiga það sameiginlegt að þeim fylgir neikvætt viðhorf, eða kuldalegt eða ógnandi viðmót. Við þurfum að kryfja fordóma og mýtur, greina þær og vinna úr þeim.

Markmiðið með æfingunni „Fordómum verður ekki eytt með upplýsingu” segir Arne Trankell. En við getum lært að kryfja fordóma á almennan, málefnalegan og gagnrýninn hátt.

Gögn Flettitafla Tússpennar Límband

Lýsing Berðu fyrst upp spurningu: Hvað haldið þið að fólk segi um . .? t.d. kennara? Skrifaðu þann tiltekna hóp sem um ræðir á blaðið.

Táningar eru: (Eða hardrockarar, hipphopparar, gáfnaljósin í skólanum . . .)

Kennarar eru: (eða starfsfólk félagsmiðstöðva, prestar, stjórnmálamenn . . .) Spurningarnar eiga að fjalla um þann hóp sem er á námskeiðinu í hvert skipti. Komdu af stað umræðum um hugmyndir um t.d. kennara, og skrifaðu allar tillögur sem koma fram, á flettitöfluna. Tilgangurinn er að fá hópinn til að setja orð á algengar hugmyndir sem eru við lýði í samfélaginu um t.d. kennara og táninga. Að endingu skaltu spyrja um „innflytjendur”. Síðasta spurningin : Hvernig finnst ykkur sjálfum að þið séuð?

Hafðu hugfast: Það er mjög algengt að hópar tjái neikvæða sjálfsmynd. Hvers vegna? Og hvernig stendur á því að okkur finnist, þrátt fyrir tiltölulega neikvæða sjálfsmynd, að „við” séum betri en „hin”? Samtal

Hversu algeng er þessi mynd af ykkur? Kannaðist hópurinn við sig í þessari lýsingu? Leynist einhver sannleikur í þessum fullyrðingum? Eru t.d. kennarar alltaf svona?

Eru t.d. allir kennarar svona?

Page 82: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 5

5

Flökkusögur

Oft liggja liggja mýtur og fordómar að baki flökkusögum. Það sem einkennir flökkusögur er að sömu söguna má finna á mörgum mismunandi stöðum en á mismunandi tímum og í ólíkum formum. Flökkusaga vekur alltaf athygli og hún gengur frá manni til manns, frá landi til lands. Í meginatriðum er atburðarásin sú sama. Þegar svona sögur eru skoðaðar nánar getur verið áhugavert að spyrja: „Hefur þetta gerst í raun og veru?”

Og enn má spyrja: „Hvers vegna hefur þessi saga farið svona víða?” Hver getur haft hag af því að viðhalda þessum mýtum? Dæmi um flökkusögu sem fór víða, var sagan um „Sions Vises Protokollen” (Bræðralag Síons) en hún viðheldur mýtunni um að gyðingar sækist eftir heimsyfirráðum. Sameiginlegt með mörgum flökkusögum er að fjallað er um aðalpersónur á niðurlægjandi hátt. „Svíabrandarar”, sem sagðir eru í Noregi (í Svíþjóð eru sagðar sögur af Norðmönnum) eru gott dæmi – en hér er samt um mikilvægan mun að ræða, því í þessum sögum takast tveir jafnræðir aðilar á um hver geti sagt bestu sögurnar. Annað dæmi um þetta er sagan um Gjest Bårdsen, „Rottenikken” eða hin fræga saga Albert Engstöms um Kolingen i Svíþjóð, sem ávallt hefur betur í átökum sínum við yfirstéttina – eða margar ótrúlegar skrýtlur hins danska Storm P. um heimska embættismenn og lögreguþjóna. Og í Noregi þekkjum við frá Asbjörnsen og Moe að oft var gert grín að bæði prestinum og fógetanum. Þessar sögur eiga það þó sameiginlegt að þær gerast annaðhvort á jafnræðisgrundvelli eða að gert er grín að þeim sem ofar standa í þjóðfélagsstigann.

Samtal Hvaða mýtur og fordómar eru til um innflytjendur? Af hvaða innflytjendahópum eru sagðar flestar sögur í Noregi? (Nefndu

dæmi.)

Er munur á almennum mýtum og mýtum um tiltekna innflytjendahópa? (Nefndu dæmi.)

Leynist vottur af sannleika þessum mýtum? Er hægt að bera saman það sem við köllum „svíabrandara” og „pakkishistorier”, sem fjalla um pakistana?

Þú getur lesið nánar um flökkusögur í „Vandrehistorier og fremmedhat”, frá 1996, eftir Tori Vik.

Page 83: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 5

6

Niðurlægjandi athugasemdir

Synnøve Svabø gerir oft grín að körlum, einkum körlum í valdastöðum, í sjónvarpsþáttum sínum. Hvernig hefðu viðbrögðin orðið ef karlkyns þáttastjórnandi hefði hagað sér á sama hátt gagnvart konum? Eftirfarandi æfing verður betri ef þú sýnir skeið úr sjónvarpsþáttum Synnøve Svabø.

Samtal Hvaða viðbrögð hefði gagnstætt þema vakið? Hvernig hefðu fjölmiðlar

brugðist við? Hvernig stendur á því að við getum tekið svona þætti um karla sem gríni, en

svipaður þáttur um konur hefði jafnvel verið álitinn niðurlægjandi? Hefur það eitthvað með vald að gera?

Nefndu dæmi um grófar og ruddalegar athugasemdir, mýtur og fordóma í garð karla eða kvenna sem hópurinn þekkir til eða hefur tekið þátt í að viðhalda.

Hvað áhrif geta langlífar mýtur og fordómar haft á samlíf karls og konu?

Aðrar hugmyndir Hvaða dæmigerða fordóma hafa karlar í garð kvenna? Hvaða dæmigerða fordóma hafa konur í garð karla? Skrifið niður og ræðið! Hvað afleiðingar hafa slíkir fordómar? Skiljum við hvert annað? Hver hefur rétt fyrir sér – eða hafa báðir aðilar rangt fyrir sér?

Hvaðan kemur þú? Kringlunni!

Page 84: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 5

7

„Við erum ekki með neina fordóma...”

Markmið æfingarinnar Við ætlum að kanna umburðarlyndið í hópnum með bæði „fjögur-horn æfingunni” og „línuæfingunni”. (Áður en þú byrjar á eftirfarandi æfingu skaltu lesa það sem stendur um þessar aðferðir framar í möpppunni.). Við ætlum einnig að kanna viðhorf í hópnum og athuga hvort það séu fordómar innan hópsins. Það gerum við með því að segja nokkrar sögur úr daglegu lífi þar sem fordómar geta haft áhrif á viðbrögð okkar. Sjá „Vi vil ha fargene tilbake”, eftir Marit Linløkken, Antirasistisk Senter. Fyrsta saga: Mercedes Bens Ímyndaðu þér að lúxus Mercedes Bens – 500 SE – aki fram úr þér á hraðbrautinni – bílstjórinn er virðulegur herra og farþegarnir eru glæsilegir og velklæddir Norðmenn. Hvernig bregst þú við? Hvað hugsar þú? Hvaða athugasemdir kemur þú með? Ímyndaðu þér svo að sami bíllinn aki fram úr þér. Nú er bílstjórinn er virðulegur, svarthærður maður og farþegarnir fjórir eru augsýnilega ekki-norskir? Hvað hugsar þú? Hvernig bregst þú við?

Í þessu dæmi má gera„ fjögur-horn æfinguna” á eftirfarandi hátt: Þátttakendurnir eiga að velja þau viðbrögð sem sem komu þeim fyrst í hug. Fyrsta horn: Ég bregst ekki við.

Annað horn: Mér bregður aðeins, en gleymi þessu strax.

Þriðja horn: Það lítur ekki vel út að innflytjendur séu á lúxusbílum. Maður fær rangar hugmyndir og það gæti leitt til rasisma.

Fjórða horn: Ég verð pirraður og segi eitthvað um mafíu, svarta vinnu eða tryggingasvindl.

Leiðbeinandinn á að hvetja hópana í hornunum til að færa rök fyrir sínum svörum og ræða saman út frá sínum sjónarhornum. Komdu gjarnan með ögrandi spurningar eins og t.d. „Þið sem standið í fjórða horni – trúið þið þeim sem standa í fyrsta horni? Önnur saga: Hárgreiðslustofan Pakistanar hafa opnað hárgreiðslustofu í bænum (eða hverfinu) – rétt hjá stofu sem Norðmenn reka. Hjá Pakistönunum er auglýst ódýrari klipping en hjá Norðmönnunum. Þú sérð að það eru bara Pakistanar sem sitja þar og bíða eftir að komast að. Notaðu „fjögra horna æfinguna” og búðu sjálf til þá valkosti sem þér finnst henta. Þú getur örugglega fundið önnur dæmi um kringumstæður sem þú hefur sjálf lent í, eða sem þú veist af í þínu hverfi. Best er að endurtaka þessa æfingu nokkrum sinnum.

Page 85: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 5

8

Þriðja saga: Mannrán Faðir, sem ætlar að flytja aftur til Norður-Afríku,rænir barninu sínu. Móðirin snýr sér til fjölmiðla, sem fjalla um málið. Við getum næstum verið viss um að flestir Norðmenn munu sjálfkrafa taka afstöðu með konunni og rétti hennar til að ala barnið upp í Noregi. Snúðu kringumstæðum aðeins: Hvernig hefðum við brugðist við ef norsk kona, búsett í Norður-Afríku, myndi ræna barninu sínu til að fara með það til Noregs? Hefði faðirinn einhvern rétt í því tilfelli?

Naushad (Samora)

Page 86: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 5

9

Afbrot meðal innflytjenda

Bakgrunnur Afbrot meðal innflytjenda er þema sem oft er til umræðu. Oft er haldið fram að „samkvæmt tölfræðilegum upplýsingum eru það hlutfallslega fleiri innflytjendur sem fremja afbrot en Norðmenn”. Við vitum að hagræða má tölfræðinni. Þetta er engu að síður þema sem sýnir að það er mikilvægt að bera fram spurningar. Hve stórt hlutfall afbrota eru framin af Evrópubúum?

Hve stór hluti afbrota eru framin af fólki frá hinum Norðurlöndunum? Hvaða afbrot er verið að bera saman? Hvaða innflytjendur er átt við – flóttafólk, hælisleitendur, aðra? Hversu margir þeirra innflytjenda sem hafa verið teknir fyrir afbrot eru

eiginlega ferðamenn sem eru í stuttri heimsókn? Hve margir þeirra hafa dvalarleyfi í Noregi? Er hugsanlegt að hörundsdökkt fólk sé sjálfkrafa talið innflytjendur þrátt fyrir

norskan ríkisborgararétt? Það er ekki ætlunin með þessum spurningum að þræta fyrir að það séu afbrotamenn meðal innflytjenda. Tilgangurinn er að sá efa um þessar sannleiksgildi fullyrðinga á borð vð; „allir innflytjendur eru . . .” eða „innflytjendur sem hópur fremja fleiri afbrot . .” Hafið hugfast að fram að júni 1995 var tölfræðiupplýsingum hjá lögreglustjóraembættinu í Osló þannig háttað að ekki var hægt að svara ofangreindum spurningum! Leita má skýringa á hluta afbrota meðal ungra innflytjenda í aðstæðum sem tengjast húsnæði, atvinnu og menntun, en ekki því að þeir séu innflytjendur. Atvinnuleysi meðal innflytjenda er (1995) þrisvar til fjórum sinnum algengara en meðal Norðmanna. Margir innflytjendur búa í slæmum hverfum. Mörgum finnst þeir hafa orðið undir í menntakerfinu. Það væri ekki úr vegi að kanna þessa þætti nánar áður en niðurstöður um umfang afbrota meðal innflytjendur eru dregnar. Um hve marga innflytjendur er að ræða – og eru afbrot „normið” hjá innflytjendum? Sjá Khalid Salimi „Mangfold og likeverd” (1996). Lýsing

Náðu í nýjustu tölur um innflytjendur og afbrot og skoðaðu þær nánar út frá spurningunum hér að ofan. (Hagstofan, lögreglan, FAFO, Antirasistisk senter, UDI)

Berðu tölurnar saman við aðrar upplýsingar um innflytjendur, þ.e. atvinnuleysi, meðaltekjur, heilbrigðis- og húsnæðismál, menntun o.fl. Reyndu að draga niðurstöður út frá þessum upplýsingum.

Ræðið hvernig Norðmenn, sem búa við sömu efnahags- og félagslegu aðstæður og innflytjendur, koma fram.

Page 87: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 5

10

Eru einhver afbrot sem þykja ásættanleg í Noregi ef þau eru framin af Norðmennum? Nefndu dæmi.

Page 88: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 6

1

Kafli 6 Sjónarhornsæfingar.......................................................................... 2 Hvað er sjónarhornsæfing............................................................................... 2 Opnar æfingar............................................................................................... 3 Freðmýrin – sannsögulegur atburður ................................................................ 4 Freðmýrin – sagan: ........................................................................................ 7 Kort yfir svæðið ............................................................................................ 8 Freðmýrin - forgangsröðun.............................................................................. 9 Forgangsröðun sérfræðinga á hlutunum 15.......................................................10 Góða samfélagið...........................................................................................12 Greifinn og greifynjan...................................................................................14 Ævintýrið um Greifann og greifynjuna .............................................................15 Hinum megin við hafið..................................................................................16 Þú færð ekki pláss ! ......................................................................................18 Hvað er íslenskt ?.........................................................................................20

Page 89: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 6

2

Kafli 6 Sjónarhornsæfingar Hvað er sjónarhornsæfing

Markmiðið með sjónarhornsæfingunum er að víkka sjóndeildarhring okkar svo við sjáum að allt á sér fleiri en eina hlið. Dæmi um sjónarhornsæfingar:

Kortaæfing Freðmýrin Greifinn og greifyjnan Lýðræðisleikurinn – hið góða samfélag Ekkert pláss fyrir þig Hinum megin hafsins Barnga Paxton gengið

Allar þessar æfingar hafa að markmiði að víkka sjóndeildarhring okkar og hjálpa okkur til að skoða heiminn með „augum annarra”. Æfingarnar eru mjög nytsamar, fyrst og fremst því þær eru tvíræðar. Stundum má nota þær sem hlutlausan inngang að tilteknu málefni. Styrkur sjónarhornsæfinganna er að þær eru í sjálfum sér hlutlausar. Við getum lært ýmislegt um lýðræði, um að hlusta, um stjórnun og samvinnu af Freðmýraræfingunni, sem er „raunveruleika- og þrautaæfing”. Það er kostur að samtalið hefst ekki á spurningum um rasisma sem oft vilja skerpa andstæður. Freðmýraræfingin er góður grundvöllur að áframhaldandi starfi, einkum ef haldið er strax áfram með lýðræðisleikinn.

Greifinn og greifynjan er æfing sem m.a. má nýta til að afhjúpa þrálát sjónarmið um kynjahlutverk. Hún dregur athyglina að því að mikilvægi þess að sjá fólk frá fleiri en einu sjónarhorni. Greifann og greifynjuna má líka nota til að afhjúpa mismunun sem tengist trúarbrögðum, menningum, efnahag, siðferði, löggjöf eða félagslegri stöðu. Með hjálp hugmyndaflugs má nota gildismats- og sjónarhornsæfingarnar á ýmsan hátt á námskeiðum um fjölbreytni. Stundum má byrja á svona æfingu, og stundum er hægt að nota þær til að ljúka umfjöllun um staðreyndir. Það má einnig nota þær til að koma hópnum af stað. Sjónarhornsæfingarnar eru yfirleitt skemmtilegar og spennandi.

Page 90: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 6

3

Opnar æfingar Einnig má nota opnar sjónarhornsæfingar: 1. Bílslys: tveir eru alvarlega slasaðir. Læknir kemur á staðinn. Hann getur

einungis bjargað öðrum, annars deyja báðir. Hverjum bjargar hann? 2. Allir bæjarbúar eru þunglyndir og daprir. Ef tiltekin persóna í bænum væri tekin af

lífi yrðu allir glaðir og hamingjusamir. Hvað gerir þú? Þú getur veitt þátttakendum frjálsar hendur til að gefa sér forsendur að vinna út frá. Þú getur líka gripið inn í leikinn og gefið þáttakendum fleiri upplýsingar.

Teikning: Naushad A. Quershi

Page 91: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 6

4

Freðmýrin – sannsögulegur atburður Markmið Í skólabekk getur þessi æfing hentað vel í upphafi námskeiðs, eða strax á eftir nafnaleiknum. Æfingin kemur oft á óvart og sýnir áhugaverð sjónarhorn á mörg af sviðum lífsins. Æfingin hentar best á löngu námskeiði. Það er best að gera þessa æfingu þegar þátttakendur hafa kynnst örlítið og allir eru öruggir og finnst þeir vera orðnir hluti af hópnum. Æfingin hjálpar okkur til að meta færni okkar í samvinnu, stjórnun, að sannfæra aðra, rökstuðningi og til að sýna traust. Hún veitir þjálfun í að nýta þá þekkingu sem hópurinn í heild sinni býr yfir, að standa fast á sinni sannfæringu þó meirihlutinn sé á annarri skoðun. Á meðan á æfingunni stendur sjáum við afleiðingar ákvarðanna sem eru teknar, annars vegar af einstaklingum og hins vegar af hópnum. Æfingin er mikilvæg fyrir frekara starf að verkefninu Viðhorf og virðing. Vertu meðvituð um að þessi æfing er frábrugðin hinum sjónarhornsæfingunum að því leyti að henni fylgir „lausn”. Æfingin byggir á sannsögulegum atburði. Reynslan sýnir að flestir, u.þ.b. 70%, kjósa að leggja af stað gangandi, þá er dauðinn vís. Út frá víðara sjónarhorni má segja að þessi æfing varpi ljósi á hvernig við viljum hafa samfélagið, hverjir taka ákvarðanirnar, og afleiðingar þeirra. Gögn Hver þátttakandi á að hafa: Penna og blað til að geta skrifað hjá sér. Kort yfir svæðið þar sem brotlendingin átti sér stað. Þessu á að dreifa við upphaf æfingarinnar. Listi yfir útbúnað með 15 hlutum. Þessum lista er dreift þegar leiðbeinandinn hefur lesið „Freðmýrarsöguna”. Flettitöflublað til að leggja fram niðurstöður hópvinnunar.

Lýsing Þrep 1. Lestu söguna. ATH! Lestu hægt, endurtaktu gjarnan mikilvæg atriði. Allir eiga að skrifa niður hjá sér stikkorð og aðalatriði sögunnar. Þrep 2. Lýstu verkefninu, Gerðu þitt mat í dálk 1. Forgangsraðaðu hlutunum 15.

Þrep 3. Mat og umræður Þátttakendur skipa sér í hópa til að koma sér saman um forgangsröðun hlutanna 15. Nauðsynlegur tími fer eftir stærð hópanna. Hópurinn skrifar sameiginlega niðurstöðu

Page 92: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 6

5

í dálk 2. Þó einhverjir hópmeðlimir skipti um skoðun á meðan á leiknum stendur, eiga tölurnar í dálk 1 að standa eftir sem áður. Þátttakendur í hópunum verða að vera sammála! Sem leiðbeinandi verður þú að fylgjast grannt með hópunum; hverjir taka frumkvæði, hvernig þróast samtölin, hvaða stjórnendahlutverk þróast, hvaða sjónarhorn eru lögð á viðfangsefnin o.s.frv. Tími: u.þ.b. 45 mínútur Þrep 4 . Pallborðsumræður um niðurstöður hópanna. Búðu til lista á töfluna með rými fyrir niðurstöður allra hópanna. Hver hópur fyrir sig gerir grein fyrir af hverju þeir hafa valið það sem þau völdu. Þú átt að spyrja hvort það séu einhverjir í hópunum sem hafi gefið eftir þó þeir væru á annarri skoðun en hópurinn.

Þrep 5. Lestu upp lista „sérfræðinganna”. Biddu hópana um að veita mismuninum athygli og skrifa lista „sérfræðinganna” í dálk 3. Þrep 6 Ljúkið æfingunni með umræðum um þau ólíku sjónarhorn sem æfingin hefur afhjúpað. Þetta má gera með „hugstormun”. Athugasemd Það mikilvægasta í þessari æfingu er ekki að að fá fram réttar skoðanir. Innbyrðis forgangsröðun getur auðvitað verið mismunandi eftir kringumstæðum. Það má örugglega líka gagnrýna lista „sérfræðinganna”. Hvers vegna fær rommflaskan ekki hærri forgangsröðun, hana mætti nota til að kveikja eld. Bókinni má líka brenna. Það mikilvægasta er að þátttakendur velji að halda kyrru fyrir á staðnum og koma sér upp búðum. Ef einn eða fleiri í hópnum sannfæra hina um að rétt sé að reyna að komast til byggða, hefur það sennilega í för með sér að allir farast. Ef tími gefst til og manni finnst það áhugavert, má bera einstaklingsbundnar niðurstöður saman við niðurstöður hópsins. Í flestum tilfellum eru sameiginlegar niðurstöður hópsins betri en niðurstöður einstaklingsins. Það hefur þó komið fyrir að einhver með „góðar” einstaklingsniðurstöður hefur þurft að gefa eftir og velja verri lausn. Ræðið þetta!

Page 93: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 6

6

Ræðið forsendur forgangsröðunar! Í upphafi getur þú sem leiðbeinandi vakið athygli á að forgangsröðunin er háð þeim forsendum sem gefnar hafa verið. Ef hópurinn velur að yfirgefa staðinn – tortíming. Ef hópurinn velur að halda kyrru fyrir – komast allir lífs af.

Viðbrögð og sjónarhorn Gefðu þátttakendunum tækifæri til að tjá skoðun sína á starfsaðferðum hópsins og afleiðingum hinna ýmsu lausna.

Sem leiðbeinandi getur þú unnið á eftirfarandi hátt: Biddu hópinn um að hugleiða spurninguna: Hvað höfum við lært? Hvað finnst ykkur um æfinguna? Hvað höfum við lært um samfélagið? Listi frá námskeiði á lýðháskóla leit svona út:

Hlustið á aðra! Stattu við þína skoðun! Þorðu að skipta um skoðun! Röksemdafærsla er mikilvæg. Notaðu ímyndunaraflið! Ekki halda fast í fyrri skoðanir. Allt er háð gefnum forsendum. Stjórnendahlutverkið, hver tók það að sér og hvers vegna? Vinna alltaf góðu rökin? Hvers vegna gefa stelpurnar eftir? Hvers vegna þagði ég?

Maður verður að „núllstilla” sig og á ekki að hafa væntingar . . . Fyrri reynsla hrekkur ekki til. Það er auðvelt að láta leiða sig í ógöngur! Sjá hlutina með augum annarra. Taka tillit til þekkingar annarra. Einhver verður að taka endanlega ákvörðun! Það getur verið erfitt að skipta um skoðun og sannfæringu. Hvers vegna spurðum við engra mikilvægra spurninga? Maður missir yfirsýnina ótrúlega fljótt . . .

Ljúkið æfingunni með því að finna önnur dæmi úr eigin samfélagi á borð vð flóð, fárviðri og snjóbyl þar sem sambærileg ákvörðun gæti skipt sköpum um líf og dauða annarra. Til að geta tekist á við ágreining í samfélaginu verðum við að vera sammála um hvað það er sem skiptir máli!

Page 94: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 6

7

Freðmýrin – sagan:

Klukkan er u.þ.b. 14.30 þann 15. október. Hópurinn ykkar varð að nauðlenda með flugvél austan við vatnið Laura Lake. Vatnið er á mörkum hins byggilega heims nyrst á landamærum Quebec og Nýfundnalands. Flugmaðurinn fórst í brotlendingunni, en aðrir eru óslasaðir. Þið eruð öll rennvot upp í mitti, og löðursveitt vegna áreynslu. Stuttu eftir brotlendinguna rak flugvélina út á djúpt vatn og sökk með lík flugmannsins klemmt fast í flakinu. Flugmanninum tókst ekki að hafa samband við neinn fyrir brotlendinguna. Þið vitið að þið eruð 5 mílum fyrir sunnan uppgefna stefnu og 4 mílum austan við áfangastað ykkar, Schefferville, en þaðan var ætlunin að leggja upp í óbyggðabúðirnar. Schefferville er nálægasta þekkta byggð. Námubærinn Holliger Lake var yfirgefinn fyrir mörgum árum síðan eftir að allar byggingar eyðilögðust í bruna. Í Schefferville eru u.þ.b. 6000 íbúar sem lifa á málmbroti. Bærinn liggur u.þ.b. 5 mílum norðan við St. Lawrence flóann, sem er 50 mílum vestur af ströndum Atlantshafsins. Þangað er bara hægt að komast með flugvél eða lest. Allir vegir enda nokkrum kílómetrum utan við bæinn. Þið hafið sent boð í gegnum talstöð til björgunarsveitarinnar í Schefferville um að þið munið vera komin tilbaka frá Norðvestur-Labrador til Schefferville, í síðasta lagi 19. október, þ.e.a.s. eftir tvær vikur. Nánasta umhverfi er þakið lágvöxnum barrtrjám, sem eru 4-5 sentimetrar í þvermál. Það eru hrjóstrugir hæðahryggir á svæðinu. Dalirinir milli hæðahryggjanna eru norðurskautssífreri. Eini gróðurinn á svæðinu er runnar og kjarr. U.þ.b. 25% af svæðinu er þakið löngum, mjóum vötnum sem liggja frá norðvestri til suðausturs. Fjöldi lækja og áa renna í vötnin og tengja þau saman (sjá kort).

Hitastigið í október er frá -4˚C til +2˚C, en getur einstaka sinnum orðið allt að +10˚C og niður að -18˚C og 75% af tímanum er þungskýjað. 10. hvern dag er nokkurn veginn heiðskírt. Jörðin er þakin 13-18 sm. snjólagi. Snjóþykktin getur verið mjög breytileg háð vindum og landslagið sem stendur upp úr getur því verið næstum snjólaust, en í stormsveipum geta skaflar orðið allt upp í 1-1,5 metra háir. Vindhraðinn er u.þ.b. 6-7 m/sek og er yfirleitt að vestan eða norðvestan. Meðalúrkoma í október eru 19 sm. og 11 dagar. Sólin kemur upp kl. 06.15 og sest 17.45. Þið eruð öll í ullarnærfötum, ullarsokkabuxum, þykkum ullarsokkum, þykkum ullarpeysum, vind- og regnþéttum buxum, prjónavettlingum, lambaskinnsjökkum, með prjónahúfur og í þykkum leðurstígvélum. Hópurinn hefur samtals 153 kanadíska dollara í fórum sínum, þó nokkuð í mynt, 1 tvíblaða vasahníf, sterklega ísöxi, blýantsstubb og flugkort (hjálagt). Skoðið kortið vandlega. Ykkur tókst að bjarga 15 hlutum úr flugvélinni áður en hana rak frá landi og hún sökk. Þessir hlutir eru skráðir á hjálagðan lista. Þið eigið nú að forgangsraða þessum 15 hlutum, eftir því hvað þið teljið þá mikilvæga til að lifa af. Skrifið „1” við þann hlut sem þið teljið mikilvægastan, og „15” við þann sem þið teljið hafa minnst mikilvægi. Allir fá afrit af kortinu yfir svæðið. Þegar þú hefur lesið söguna, dreifir þú listanum yfir hlutina. Biðjð alla um að skrifa sína forgangsröðun í dálk 1.Tími: u.þ.b. 10-15 mínútur.

Page 95: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 6

8

Kort yfir svæðið SHEFFERVILLE, NÝFUNDNALAND-Quebec, Kanada Mælikvarði: 1:250 000 Landamærin milli Quebec og Nýfundnalands eru á

vatnaskilum milli ánna sem renna til Atlantshafsins annars vegar og Kyrrahafsins hins vegar.

Mísvísun áttavita á árinu 1966 var allt frá 29˚ 50’ vestur,

við miðjan vinstri kant kortsins, til 31˚ 20’ vestur, við miðjan austari kant kortsins. Meðalbreyting á ári hverju er 4˚ 9’ austur.

Hæð yfir sjávarmáli 30,5 (100 fet) (1 fet = 30,5 cm)

Page 96: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 6

9

Freðmýrin - forgangsröðun 1

Mín forgangsröðun

2 Forgangsröðun

hópsins

3 Forgangsröðun

sérfræðina

4 Mismunur

1-3

5 Mismunur

2-3 Seguláttaviti Dós með hlynsírópi

Einn svefnpoki á mann

Vatnshreinsandi töflur

Yfirbreiðsla 5x6 metrar

13 eldspýtur í vatnsþéttu hulstri með skrúfloki

76 metra nælonreipi

Vasaljós Þrjú pör af þrúgum

Ein flaska af Bacardi rommi

Rakhnífur og spegill

Vekjaraklukka Lítil öxi Sprungin slanga úr flugvélahjóli

Bókin: Að rata eftir stjörnum norðurhiminsins

Page 97: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 6

10

Forgangsröðun sérfræðinga á hlutunum 15 1. 13 eldspýtur í vatnsþéttu hulstri með skrúfloki Að mati sérfræðinganna er þetta afdráttarlaust mikilvægasti hluturinn. Vörn gegn kulda og möguleikinn til að kveikja bál er lífsnauðsyn. Þó kveikja megi eld með öðrum aðferðum, þá er það skoðun sérfræðinganna að ekki sé hægt að reiða sig á þær nema í höndum sérfræðinga. Á nóttunni getur bál líka verið merki. Þar sem við erum staðsett tiltölulega hátt í landslaginu, má sjá bálið frá flugvélum á leið til og frá Schefferville. 2. Lítil öxi Það er nauðsynlegt að geta borið við á bálið. Öxin mun verða sá hlutur sem verður mest notaður í búðunum; hana má nota til að ryðja pláss fyrir búðirnar, að höggva tré til að búa til einangrandi undirlag, til að búa til skjól fyrir vindi og til verndar eða veiða, ef birnir eða elgir sýna sig í námunda við búðirnar. 3. Yfirbreiðsla 5x6 metrar 4. Einn svefnpoki á mann Svefnpoki sem þolir allt að 15 mínus gráður er nauðsynlegur til að lifa af 14 nætur á þessu svæði. Það er mikilvægt að svefnpokinn sé þurr.

5. Ein flaska af Bacardi rommi Það má nota rommið sem lyf, til deyfinga og sótthreinsunar. Áfengi, sem inniheldur meira en 50% alkóhól, má einnig nota til að kveikja eld. Flaskan getur nýst sem vatnsílát. 6. Dós með hlynsírópi Hægt er að nota þennan hlut á tvennan hátt. Sírópið getur verið orkugjafi og gefur næringu. Dósina er hægt að nota til að sjóða í og til að sækja vatn. Þar sem matur mun verða vandamál fyrir hópinn, og takmarkað möguleika á að flytja sig um set, eru allir möguleikar á að útvega fæðu mikilvægir. Dósin gegnir mikilvægu hlutverki því flestar jurtir á svæðinu eru ætar, einkum ef þær eru soðnar. Þar sem þurrkur er stórt vandamál á norðurheimsskautinu má ekki borða snjó. Þá mun maður þorna upp í staðinn fyrir að slökkva þorstann. Bræðið ís í staðinn. Það fer 50% meiri orka til að bræða sama vatnsmagn úr snjó en ís.

7. 76 metra nælonreipi Nælonreipi má nota til að binda saman staura í skjól gegn vindi, eða til að festa yfirbreiðslu milli tveggja trjáa. Þræði úr reipinu er hægt að nota til að veiða með. Það er hægt að búa til gildrur (snörur) til að veiða dýr. Eins má nota reipið til að búa til boga, eða til að hengja upp kjöt svo birnir og úlfar nái ekki í það. Eins má búa til net úr reipinu.

8. Þrjú pör af þrúgum Það er erfitt um vik að hreyfa sig á svæðinu. Lagðar, en ekki mannheldar, ár, lækir og vötn eru farartálmar. Hægt er að nota þrúgurnar við veiðar og aðrar ferðir um nágrenni búðanna.

9. Sprungin slanga úr flugvélahjóli

Page 98: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 6

11

Allir kunna að búa til kastvopn úr svona slöngu. Það er mikið af fugli í nágrenninu. Það er hægt að búa til svartan reyk með slöngunni sem gæti leiðbeint björgunarfólki. Eins getur hún nýst við að binda eða búa til teygjuhluta í gildrum. Það má kveikja bál með slöngunni og þá kemur svartur, þykkur og vel sýnilegur reykur.

10. Rakhnífur og spegill Spegillinn er góður til að senda merki þegar sólin skín. Rakvélarblöðin má nota til að skera með. 11. Vasaljós Þar sem útlit er fyrir að teygst geti úr dvölinni í búðunum, getur orðið þörf fyrir meira ljós en það sem hafa má af eldinum. Vasaljósið má einnig nota til merkjasendinga að næturlagi. Vegna kuldans er endingartími rafhlaðanna takmarkaður. 12. Bókin: Að rata eftir stjörnum norðurhiminsins Þar sem leiðbeiningarnar í bókinni um stjörnur norðurhiminsins nýtast einungis að nóttu til, væri það hættulegt að leggja af stað og ætla sér að rata samkvæmt þeim. Svona langt í norðri eru stjörnurnar mjög fjarlægar og því erfitt að rata eftir þeim. Vissulega má nota bókina sem eldivið.

13. Vekjaraklukka Vekjaraklukkuna má nota á margvíslegan hátt. Ef hún er ekki tekin í sundur má nota hana til að finna norður. Ef litli vísirinn vísar að sólinni klukkan 14.50, þá mun norður liggja milli 7 og 8. Það er hægt að nota klukkuna til að skipuleggja mikilvæg reglubundin störf í búðunum, eins og t.d. vaktaskipti við bálið. Ef klukkan er tekin í sundur koma þar fullt af fjöðrum, skífum og þ.h. sem nota má t.d. í öngla.

14. Vatnshreinsandi töflur Hvergi í heiminum er vatnið hreinna eða tærara en hér. Pilluglasið gæti komið að notum.

15. Seguláttaviti Ekki er hægt að reiða sig á seguláttavita á þessu svæði. Vegna nálægðar við segulsvið Norðupólsins geta komið upp alvarlegar misvísanir. Járnmálmar á svæðinu valda einnig mikilli misvísun. Samkvæmt sérfræðingunum er ekki hægt að ganga 100 metra og koma aftur til brottfararstaðar með aðstoð þessa áttavita. Þessi saga er að mestu leyti samhljóma atburði sem átti sér stað í veruleikanum. Hópurinn skipti sér upp í tvo hópa. Þeir sem lögðu af stað, fórust. Þeir sem settu upp búðir og biðu eftir hjálp, fengu hana og komust af.

Page 99: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 6

12

Góða samfélagið. Markmið Að komast að því hvort þátttakendur séu sammála um hvernig fyrirmyndarsamfélag eigi að líta út. Lýsing Skiptið í hópa með þremur eða fjórum þátttakendum, eftir því sem hægt er. Hafðu hugfast að þú átt ekki að útskýra allar æfingarnar samtímis. Útskýringarnar eiga að koma í þeirri röð sem þær standa hér svo þær komi á óvart.

Þrep 1 – einn og einn Hver þátttakandi fær fyrst það verkefni að lýsa góðu samfélagi með fimm orðum (eða þremur orðum). Biddu þau um að skrifa orðin niður.

Þrep 2 – hópurinn Nú á hópurinn að verða sammála um fimm orð (eða þrjú orð), út frá orðunum fimm (þremur) sem þau hafa skrifað niður. Orð hópsins eru skrifuð á flettitöflublað. Þrep 3 – samningar Ekki nota þetta þrep með börnum og unglingum, það er mikilvægt að þau fái að halda sínum tillögum.

Sem leiðbeinandi getur þú nú sagt eftirfarandi: „Hver hópur á nú að velja samningsaðila úr sínum hópi. Samningamennirnir setjast saman til að fá allan hópinn til að verða sammála um þrjú orð sem lýsa góðu samfélagi.” Hinir þátttakendurnir sitja áfram í hópunum en geta ekki talað við sína samingamenn. Þau geta þó látið þau hafa miða með „ráðum og rökum”. Legðu áherslu á að það er ætlunin að samningahópurinn verði sammála um hvaða orð séu best. Hengdu flettitöflublaðið með orðunum fimm upp á vegg svo allir sjái þau. Komdu svo samningaferlinu af stað. Samningum lýkur þegar samningamennirnir hafa orðið sammála um þrjú orð. Skrifaðu þau á flettitöflublað.

ATH! Ef samningarnir staðna, getur þú sem leiðbeinandi fyrirskipað leikhlé, svo samningamennirnir fái tækifæri til að ráðfæra sig við hópana eftir því sem við á. Hléð á að vera stutt, ein mínúta að hámarki.

Page 100: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 6

13

Þrep 4 – umræður Hvernig gengu samningarnir? Eru allir ánægðir? Er hópurinn ánægður með

samningamann sinn?

Voru einhverjir „kaffærðir”? Hvers vegna? Hver tók forystuna í samningunum? Hvers vegna?

Eruð þið ánægð með orðin? Lýsa þau því samfélagi sem þið viljið helst lifa við?

Trúmennska gagnvart hópnum? Þorir fólk að brjótast undan henni? Ef erfitt var að verða sammála, hvers vegna þá? Hvað orð hurfu í samningaferlinu? Samtalið er í senn nauðsyn og vandamál lýðræðisins. Það er erfitt að komast

til að taka ákvörðun þegar hóparnir koma með tilbúnar lausnir. Þá taka umræður yfir.

Hvað skrifuðuð þið? Hvers vegna? Þrep 5 – að lokum Til að ljúka æfingunni má ræða öll orðin án þess að velja þau mikilvægustu. Hóparnir hafa orðið sammála um mikilvæga hluti um samfélagið, og bakgrunn viðhorfs okkar og viðmóts. Allar aðrar umræður hljóta að taka mið af þessu sjónarmiði. Ef þú berð tillögur þátttakendanna saman við greinar mannréttindasáttmálans, munt þú sennilega finna ágætis samsvörun. Annar möguleiki Gerðu æfinguna en slepptu samningaþrepinu og skrifaðu orð hópanna upp á töflu. Ræðið orðin og merkingu þeirra. Þá skiptir ekki máli að hafa betur í samningunum. Í samningaæfingunni koma fram mismunandi samningaaðferðir. Það getur í sjálfu sér verið mjög fróðlegt.

Page 101: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 6

14

Greifinn og greifynjan Láta þátttakendur koma sér vel fyrir til að hlusta vel Lesa söguna hægt og rólega og með innlifun, lesa 2 sinnum Skipta í hópa

Markmið Sýnir hvernig viðhorf okkar s´tyrir hugsunum okkar þegar við erum að

túlka frásögn eða sögu. Að fá þátttakendur til að sjá að rasismi og kynjamismunum er skylt efni

og að viðhorf okkar stýrir siðfræði- og siðferðislegri sýn. Að þátttakendur hugsa ólíkt.

Vinna í hópum Hver er mest sekur af dauða greifynjunnar, gefið 6 stig Hver er minnst sekur af dauða greifynjunnar, gefið 1 stig Rökstyðjið svarið

Dýpkun á spurningum Staða greifynju m.t.t. framhjáhalds Ef greifinn hefði haldið fram hjá Að gefa skipun – að hlýða skipun Staða greifynjunnar, átti hún að vera heima? Hvernig finnst ykkur að fá að meðhöndla mál morðingja? Fannst ykkur erfitt að dæma? Voru allir sammála ? Af hverju ekki? Hver ætli ástæðan fyrir ágreiningnum hafi verið? Hvernig er sambandið milli greifans og greifynjunnar ? Fyrir hvern væri það auðveldast að bjarga greifynjunni? Hve oft byggjum við ákvarðanir okkar á ágiskunum? Hver hafði minnstu að tapa við að hjálpa greifynjunni? Lögfræðilegt álit – siðferðislegt álit Hver er ástæðan fyrir mismunandi svörum ?

Útbúa töflu á flip-over Greifinn

Greifynjan

Elskhuginn

Vaktmaður

Ferjumaður

Vinkona

Page 102: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 6

15

Ævintýrið um Greifann og greifynjuna Persónur: Greifinn, greifynjan, elskuhuginn, vaktmaðurinn, ferjumaðurinn, vinkonan. Þegar hinn afbrýðisami greifi var að leggja í langa ferð um greifaumdæmi sitt, sagði hann varúðarfullur við ungu og fallegu konuna sína:“Þú mátt ekki yfirgefa höllina þegar ég er í burtu. Ef þú gerir það mun ég refsa þér þegar ég kem tilbaka” Eftir því sem dagarnir liðu upplifði greifynjan sig meira og meira einmana og yfirgefna, og þrátt fyrir aðvörun yfirvaldsins ákvað hún að heimsækja elskhuga sinn, sem bjó í bæ þó nokkurn spöl frá höllinni. Háa höllin er staðsett á eyju í stórri og straumharðri á. Á milli eyjunnar og lands er brú þar sem áin er þrengst. “Ég held að maðurinn minn komi ekki tilbaka strax” hugsaði hún og skipaði þjóni sínum að slaka brúnni niður og hafa hana niðri þar til hún kæmi tilbaka. Eftir góðar stundir með elskhuga sínum fór hún tilbaka til hallarinnar. Þegar þangað kom var búið að hífa brúnna upp og hún sá að vaktmaðurinn vopnaður sverði stóð við innganginn að brúnni. Hann hrópaði: “Ekki reyna að koma yfir brúna, yðar hátign. Ef þú hefur aðvörun mína að engu verð ég að drepa yður. Þetta er skipun frá greifanum”. Greifynjan skalf af hræðslu. Í hræðslukasti sínu hljóp hún tilbaka til elskhuga síns og bað hann um hjálp. “Okkar litla ástarævintýri hefur enga sérstaka þýðingu” svaraði hann. “Ég get ekki hjálpað þér”. Greifynjan fann ferjumanninn við ána og útskýrði fyrir honum stöðu sína og bað hann að ferja sig yfir ána. “Ég get hjálpað þér ef þú borgar mér fimm silfurpeninga”, sagði ferjumaðurinn. “En ég hef enga peninga á mér, leyfðu mér að borga seinna”, svaraði greifynjan. “Það var slæmt fyrir þig”, svaraði ferjumaðurinn. “Engir peningar – engin ferjuferð” . Ferjumaðurinn horfði á greifynjuna með vanþóknun. Hræðsla greifynjunnar óx meira og meira, hún hljóp til vinkonu sinnar, útskýrði fyrir henni stöðu sína og bað hana um að lána sér pening svo hún gæti borgað ferjumanninum. “Ef þú hefðir ekki verið ótrú mannninum þínum, hefði þetta aldrei gerst”, sagði vinkonan. “Ég get ekki lánað þér peninga því að þetta er þér að kenna”. Myrkrið færðist yfir og greifynjan sá að hún átti engra kosta völ. Hún ákvað því að fara tilbaka til hallarinnar og gera örvæntingafulla tilraun til að fá að komast inn. Um leið og hún tók fyrsta skrefið á brúnna var hún stungin til bana af vaktmanninum.

Page 103: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 6

16

Hinum megin við hafið Markmið Að komast að því hvort mismunandi, einstaklingsbundinn bakgrunnur okkar, uppeldi, trúarbrögð, kynferði eða félagsleg staða hafi áhrif á siðfræði og siðferðileg gildi okkar. Lýsing Þrep 1: Segðu eftirfarandi sögu: Eva, sem býr öðru megin við hafið, elskar Adam, sem býr hinum megin við hafið. Eini möguleiki Evu til að komast yfir hafið er að fá lánaðan bát hjá Kalla. Eva fer til Kalla og biður hann um að lána sér bátinn. Kalli svarar: „Auðvitað getur þú fengið lánaðan bátinn minn! En fyrst verður þú að sofa hjá mér”. Eva reiðist og verður á báðum áttum við svar Kalla og fer til Eiríks til að fá ráð um hvað hún eigi að taka til bragðs.

Eiríkur svarar: „Ekki spyrja mig. Ég hef ekkert með þetta að gera”. Að lokum verður Eva svo örvingluð af þrá eftir Adam að hún sefur hjá Kalla, fær lánaðan bátinn hans og fer yfir hafið. Hún segir Adami allt af létta um hvað það hafi kostað hana að komast til hans. Adam verður frá sér af reiði yfir að hún hafi haldið fram hjá honum og rekur hana á dyr. Þá fer Eva til Andrésar og segir honum allt af létta. Andrés tekur upp hanskann fyrir Evu og fer til Adams og ber hann.

Verkefni hópsins Tölusettu sögupersónurnar frá 1-5 samkvæmt skoðun þinni á breytni þeirra.

Sá sem þér finnst hafa breytt réttast fær 1 og sá sem gerði rangast fær 5. Þetta gerir hver og einn.

Finndu einhvern annan í þínum hópi og berðu saman hvernig þið hafið metið breytni persónanna. Ekki breyta röðuninni sem þið hafið gert hvert fyrir sig.

Svo fara allir yfir niðurstöðurnarog bera þær saman. Ræðið hvað hefur ráðið viðhorfi til sektar. Hefði Suðurameríkani, Japani eða

Írani raðað og metið á annan hátt?

Þrep 2: Við breytum nú sögunni lítillega María, sem býr í framandi landi, elskar Svein, sem býr í friðsömu landi. Eini möguleiki Maríu til að flytja til Sveins er að kaupa dýran farmiða af José, sem getur smyglað henni til nýja landsins. José sér hér tækifæri til að vinna sér inn góðan pening og leggur til að María selji sig. José býðst til að sjá um peningamálin og kaupa miða fyrir Maríu. Ef enhverjir peningar verða afgangs ætlar José að halda þeim sem umbun fyrir aðstoðina. María er ráðalaus og biður Önnu vinkonu sína um að lána sér peninga fyrir farmiðanum. Anna vill það ekki. María verður meira og meira örvingluð og ákveður að selja sig til að hún geti seinna látið smygla sér úr landi.

Page 104: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 6

17

Þgear hún kemur til friðsamlega landsins með öðru flóttafólki tekur lögreglan á móti henni. María segir Sveini sögu sína. Hann vill ekkert hafa með hana að gera. Hann vill ekki giftast vændiskonu. María fær ekki að vera í friðsamlega landinu, en er samstundis vísað burt. Einn vinur Sveins, Pétur, reiðist fyrir hönd Maríu, fer heim til Sveins og segist ekki vilja vera vinur hans lengur. Ræðið í hópum: Hver breytti réttast, hver breytti rangast, í þessu tilfelli? María: Flóttamaðurinn José: Mannsmyglarinn Anna: Vinkona Maríu í heimalandinu Svein: Kærastinn í nýja landinu Pétur: Vinur Sveins Ræðið mismunandi flóttaaðstæður

Undir hvaða kringumstæðum myndir þú kjósa að flýja Noreg? Farsótt, efnahagslegar hamfarir, umhverfisslys, stríð eða ofsóknir? (trúarbrögð, pólitísk, etnísk osfrv.)

Hvenær myndir þú grípa tækifærið að flytja frá Noregi? Hvers vegna myndir þú flytja?

Eru fleiri Norðmenn í Bandaríkjunum en í Noregi? Hvað búa margir Norðmenn erlendis? Hvaða hluti myndir þú taka með þér ef þú neyddist til að flýja með stuttum

fyrirvara? Útbúðu lista! Sem leiðbeinandi þarft þú að ákveða hvort það eru þrír, fimm eða tíu hlutir.

Hvert myndir þú fara ef þú yrðir að flýja á morgun? Hvar getur þú sótt um hæli? Færðu rök fyrir vali þínu.

Ef þú yrðir að flýja innan tveggja daga, hvaða tvær manneskjur, fyrir utan fjölskylduna, myndir þú reyna að taka með? Færðu rök!

Page 105: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 6

18

Þú færð ekki pláss ! Útskýringar

Ljósrita nafnalistann og dreifa honum til allra þátttakenda Skiptu í litla hópa með max fjórum í hverjum. Tilvalið er að kynjaskipta

hópunum Láta hvern hóp ákveða hvaða tíu persónu á að skilja eftir. Strikaðu yfir þá

sem ekki verður bjargað strax Hafa umræður um niðurstöður

Sagan Þú færð ekki pláss! Í vetur lenti rúta í brjáluðu veðri og valt niður bratta brekku. Það var algjör óreiða á slysstað en enginn alvarlega slasaður. Það var brjálað veður, snjóbylur, 20 metrar á sek og 5 stiga frost . Slysstaðurinn var langt utan alfaraleiðar. Fyrir hreina tilviljun frétti björgunarherflokkur frá varnarmálaráðnueytinu af slysinu. Það var ekki mögulegt fyrir aðra en þennan björgunarherflokk að ná á slysstað fyrr en veðrinu slotar. Það var liðið seint á kvöldið og hertrukkurinn gat ekki tekið alla farþegana inn í hlýjuna og öryggið. Það eru 30 km í skjól þar sem herinn er með skjól. Einhver verður að vera eftir í kuldanum í nokkra klukkutíma, hugsanlega alla nóttina. Þú ert flokkstjórinn í björgunarleiðangrinum og verður að taka ákvörðun. Trukkurinn getur tekið 15 persónur, 10 verða að vera eftir og bíða því eftir hugsanlegri björgun seinna… Eftirfarandi 25 farþegar voru í rútunni. Þitt verkefni sem flokkstjóri er að velja úr. Hverja velurðu úr? Rökstuddu valið Hvern telurðu hafa mesta þörf fyrir skjól og hjálp og af hverju ?

Page 106: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 6

19

Farþegar Varnarmálaráðherra 45 ára, 3ja barna faðir

Ritari varnarmálaráðherra 39 ára, 4ra barna móðir

Liðsforingi, alkohólisti 56 ára barnlaus og nýskilinn

Ófrísk hjúkrunarkona 27 ára

Faðir 32 ára, með 2 börn; 3ja og 6 ára

Kaupmaður 62 ára, afi og hefur átt við hjartveiki að stríða

Nemandi, stelpa 14 ára

Pólverji, símaverkfræðingur 28 ára, 2ja barna faðir

Ungt ástfangið par, sígaunar 21 og 19 ára

Kona með sakferil að baki 20 ára

Tveir pönkarar 16 og 17 ára

Kona, blaðamaður 44 ára, einhleyp

Franskur kaupsýslumaður 51 árs með viðhaldið (ástkonu) sem er 21 árs

Fjórir ungir hælisleitendur

frá Norður Afríku karlmenn

Framhaldsskólanemi, strákur 18 ára

Bifvélavirki 48 ára, nýskilinn og barnlaus

Rútubílstjóri 38 ára, nýgiftur og á nýfædda stelpu

Page 107: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 6

20

Hvað er íslenskt ? Markmið Með því að vera með sjálfan sig á hreinu (öruggur með sitt) getur maður tekist á við framandi hluti með virðinginu og skilningi. Í verkefninu reynum við að spegla okkur sjálf og að reyna að finna út hvernig þessi spegill er. Innlögn Hver á sér fegra föðurland – setja texta á myndvarpa og lesa 1. hluti Við tölum oft um hluti sem eru týpískt íslenskir, þ.e. hlutir sem okkur finnst einkenna okkur. En þetta tengist líka mati okkar og gildum. Sumt stýrir hegðun okkar og hvernig við bregðumst við. Hóparnir eiga að skrifa niður hvað er sérstakt/týpískt íslenskt. Skipta í 4 hópa H1 = Íslensk menning H2 = Íslensk hegðun H3 = Íslensk gildi H4 = Íslensk hræðsla/óöryggi Hópar hengja veggspjöldin upp. 2. hluti Nokkrar spurningar til að fá umræðu – nota veggspjöldin

1. Hvernig lítur Íslendingur út ? Koma með hugmyndir hvernig týpiskir Íslendingar líta út. – ljóshærður, bláeygður, fallegur…

2. Hvað er skilyrðislaust (absolut) íslenskt og alveg einstakt fyrir Ísland af því sem er hér á veggspjöldunum?

3. Hversu íslensk er íslensk menning? Hvað hefur haft áhrif á okkur og hvað er það sem breytir okkur?

4. Eru til einhver almenn gildi sem geta verið gildi fyrir alla menningu í heiminum og er ekki sérstaklega íslenskt ?

5. Finnum alla þá erfiðleika sem koma upp þegar fólk með mismunandi menningarlegan bakgrunn hittist, hvað talar fólkið um ? Hvernig getur maður unnið á þessum erfiðleikum?

6. Hvað erum við fyrst og fremst hrædd við ? - eitthvað sem er óþekkt og þekkjum ekki

7. Hefur þetta eitthvað með fordóma að gera ? – eitthvað sem er óþekkt og þekkjum ekki

Af þessu má sjá að við eigum meira sameiginlegt en við höldum.

Page 108: Námskeið um fjölbreytni - sjalfbodalidar.raudikrossinn.is · 2016. 2. 11. · 1. Kafli 1 Viðhorf og virðing – námskeið um fjölbreytni. Atburðir í Vestur-Evrópu sýna

VOV Kafli 6

21

3. hluti Í þessum hluta æltum við að láta reyna á það íslenska í okkur – gildi okkar og hegðun, þ.e. að yfirfæra á aðra.

1. Sem Íslendingur, hvað gætuð þið hugsað ykkur að breyta í Englandi, Bandaríkjunum, Írak, Danmörku ?

2. Myndu þessi samfélög verða betir ef þessi gildi okkar væru lögð til grundvallar? Eða verri?

En sjáum hér nokkrar auglýsingar THULE sem í raun sýna hvernig við erum og sjáum sjálfa okkur. Fá myndina “How do you like Iceland?” Enda á markmiði.