12
RÖSKVUFRÉTTIR 1. tölublað 2013

Röskvufréttir vorönn 2013

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Fyrstu Röskvufréttir ársins 2013.

Citation preview

Page 1: Röskvufréttir vorönn 2013

RÖSKVUFRÉTTIR1. tölublað 2013

Page 2: Röskvufréttir vorönn 2013

Hefur þú kynnt þér hvað stéttarfélagsaðild gerir fyrir þig?

STÉTTARFÉLAG HÁSKÓLAFÓLKSBorgartún 6 - 105 Reykjavík - www.fraedagardur.is - sími 595 5165

KJARASAMNINGAR - RÁÐNINGARSAMNINGAR - RÉTTINDAVARSLASJÚKRASJÓÐIR - ORLOFSSJÓÐUR - STARFSMENNTASJÓÐIR

KJARARANNSÓKNIR - STARFSÞRÓUNARSETUR - HAGSMUNAGÆSLAVINNUMARKAÐSRÁÐGJÖF - LÖGFRÆÐIRÁÐGJÖF

Page 3: Röskvufréttir vorönn 2013

Hefur þú kynnt þér hvað stéttarfélagsaðild gerir fyrir þig?

STÉTTARFÉLAG HÁSKÓLAFÓLKSBorgartún 6 - 105 Reykjavík - www.fraedagardur.is - sími 595 5165

KJARASAMNINGAR - RÁÐNINGARSAMNINGAR - RÉTTINDAVARSLASJÚKRASJÓÐIR - ORLOFSSJÓÐUR - STARFSMENNTASJÓÐIR

KJARARANNSÓKNIR - STARFSÞRÓUNARSETUR - HAGSMUNAGÆSLAVINNUMARKAÐSRÁÐGJÖF - LÖGFRÆÐIRÁÐGJÖF

Hér koma fyrstu Röskvufréttir ársins 2013. Þær gefa þér tækifæri til þess að kynna þér Röskvu og málefni hennar ásamt því sem framundan er. Það er ótrúlega margt spennandi og skemmtilegt að gerast hjá okkur á næstunni. Árshátíð, málefnafundir og skemmtikvöld ber þar hæst að nefna og í haust verður haldin vegleg afmælishátið, en við erum 25 ára.

Ég er í Röskvu af því að ég vil að allir fái jöfn tækifæri til að læra, þroskast og rækta hæfileika sína óháð samfélagstöðu, efnahag eða þroskahömlunar. Ég vil hjálpa til í hagsmunabaráttu stúdenta og leggja mitt af mörkum til háskólasamfélagsins. Ég hef hins vegar ekki verið lengi í Röskvu. Það var ekki fyrr en aðfaranótt 1. janúar 2013 sem að ég lofaði að taka sæti á lista. Ég var ekki viss í fyrstu en ákvað svo að slá til, ég hafði engu að tapa.

Ég tapaði reyndar. En græddi líka helling. Fyrir rúmlega tveimur mánuðum, um áramót á Akureyri, gaf ég loforð sem að ég sé ekki eftir. Þessum rúmum tveimur mánuður síðar er ég orðin formaður Röskvu og gæti líklegast ekki verið spenntari fyrir komandi Röskvuári. Komdu í Röskvu, það er gaman!

Jana Salóme Jósepsdóttir,formaður Röskvu

ávarp formanns

Page 4: Röskvufréttir vorönn 2013

Þann 12. desember síðastliðinn flykktust tugþúsundir ungverskra stúdenta út á götur miðbæjar Búdapest, höfuðborgar Ungverjalands, og mótmæltu fyrirætlunum ungversku ríkisstjórnarinnar varðandi framlög ríkisins og breytingar á lögum ungversku háskólanna. Þeir létu rödd sína heyrast.

Áætlanir unversku ríkistjórnarinnar

Háskólanám í Ungverjalandi hefur verið ríkisstyrkt undan-farin ár og kerfið virkar þannig að ungverska ríkið bor-gar að fullu fyrir námssæti stúdents, líkt og íslenska ríkið gerir fyrir Háskóla Íslands. Aftur á móti er fjöldi ríkisstyrktra námssæta takmarkaður í Ungverjalandi. Nýjar áætlanir ungverska ríkisins eru að borga að fullu með 10480 námssætum (20%) en aðeins að hluta til með 46.000 námssætum (80%). Fyrirhugaðar breytingar voru 75% námssæta ríkisstyrkt en 25% án nokkurra styrkja. Þeir nemendur sem fá ekki ríkisstyrkt námssæti þurfa að

greiða há skólagjöld. Ef þetta gengur eftir verða skólagjöld gerð að meginreglu í ungverskum háskólum og æðri menntun verður aðeins á færi efnameiri einstaklinga. Áætlað er að skólagjöld verði á bilinu 50.000 HUF til 100.000 HUF (60.000 krónur). Hafa ber í huga að meðallaun ungverja eru u.þ.b. 210.000 HUF eða 126.000 krónur. Þetta eru miklir peningar í augum Ungverja. Ríkisstjórnin hyggst leysa málið svo að bjóða stúdentum uppá námslán eins og við þekkjum hjá LÍN. Skilmálar þess eru svohljóðandi að stúdent sem tekur námslán skuldbindur sig til að vinna tvöfaldan námstíma sinn í Ungverjalandi eftir útskrift. Fyrir þriggja ára BA-gráðu þarf stúdent að vinna í 6 ár í Ungverjalandi. Þetta er andstætt fjórfrelsinu í Evrópusambandinu, en Ungverja-land er meðlimur í ESB. Hugsaðu þér ef þú þyrftir að skrifa undir námslán sem sviptu þig frelsi til að vinna í því landi sem þú vilt eftir útskrift! Niðurskurður í menntamálum

Það er ekki bara fækkun námssæta sem ógnar háskólasamfélaginu í Ungverjalandi heldur einnig gríðarlegir niðurskurðir í fjárframlögum til ungverskra háskóla. Háskólinn í Debrecen í austurhluta Ungverjalands sá sig knúinn til að loka allri starfsemi sinni í tvær vikur til að spara 570 milljónir króna. Ímyndið ykkur að öllum byggingum Háskóla Íslands, Þjóðarbókhlöðunni, skrifstofum allra deilda HÍ og lesrýmum yrði lokað, og slökkt á hita og rafmagni í miðjum prófum. Sú varð raunin. Þetta var gert í miðju prófatímabili og 36.000 prófum var frestað.

stúdentar hafa áhrif

Saga frá Ungverjalandi

Page 5: Röskvufréttir vorönn 2013

stúdentar hafa áhrif

Students can make a difference - A story from Hungary

On the 12th of December last year, tens of thousands of Hungarian students flocked to the streets of their capital Budapest, in protest of the proposed funding changes to Hungarian universities. The Hungarian government completely funds university students, as the Icelandic government does, but there is only a limited number that can receive that funding, roughly 20% of the total number of students. The rest receive partial funding. The proposed changes would’ve meant that 75% of students receive some funding, but 25% would receive non at all. Those without funding would then be required to pay excessive tuition fees, about half of the average Hungarian’s monthly income. In addition to this, there would be strong limitations on these students’ work opportunities post graduation, including a lack of freedom to work within other EU countries. Hungarian students experienced drastic changes first hand, all universities in the country wereclosed for 2 weeks during exams to save the equivalent of 570 million krónur. However, students made their voice heard, and the government agreed to fully support 80% of students instead of just 20%. This just goes to show, students have influence! We have to stayunited and protect our rights.

Árangur

Þrýstingur stúdenta hafði áhrif á ríkisstjórn landsins og breytti viðhorfum hennar. Ákveðið var að ríkið myndi borga að fullu með yfir 80% námsæta í stað 20% og fjárframlög til ungversku háskólanna myndu aukast um u.þ.b. 14,5 milljarða íslenskra króna! Þetta er stórsigur og sýnir okkur að stúdentar hafa áhrif.Þessi saga frá Ungverjalandi sýnir að stúdentar GETA HAFT ÁHRIF!

Reynir Hans Reynissonlæknisfræðinemi í Ungverjalandi

Page 6: Röskvufréttir vorönn 2013

Algengasta spurningin í kosningarbaráttunni er án efa ,,Hver er munurinn á Röskvu og Vöku, er þetta ekki bara allt eins?” Svörin við þessari spurningu eru ólík og velta á þeim sem

svara, allt frá því að viðmælandi þinn yppi öxlum og yfir í ítarlegan samanburð á stefnumálum, sem fáir nenna að hlusta á. Þegar tvær fylkingar einsetja sér það að vinna að hagsmunum nemenda er ekki skrýtið að stefnur þeirra verði keimlíkar. Þó er talsverður munur á stefnunum. Nærtækasta dæmið eru áherslur í jafnréttismálum. Það nægir að renna yfir stefnu hvorrar fylkingar fyrir sig til að finna þann mun.

Önnur spurning sem heyrist oft í þessu samhengi finnst mér mun áhugaverðari, og svarið er líka öllu flóknara. Af hverju leggja fylkingarnar tvær, sem eru sammála um svo margt, svona mikla áherslu á það sem þær eru ósammála um? Orðað á annan veg, af hverju eru til fylkingar? Þessar spurningar snúa að því hvort fylkingapólitík eigi rétt á sér í kosningum til Stúdentaráðs, og eru í raun gagnrýni á þá gamal-

grónu hugmynd að Stúdentaráð sé bara vettvangur fyrir flokksbundna framapotara að spreyta sig.

Svarið við spurningunum er í sjálfu sér mjög einfalt. Í Stúdentaráði, eins og annars staðar, er fólk oft ósam-mála um það hvernig sé best að ná markmiðum sínum, eða jafnvel hver þau markmið séu. Sá hluti fólks sem er sammála um markmiðin og leiðirnar vinnur saman að framgangi málefna sinna. Það felst ótrúleg vinna í því að ná til kjósenda og í þeirri samvinnu er grunnurinn lagður að fylkingu. Svarið er líka lýðræðislegt. Skýrir valkostir efla lýðræðið. Hvern kýs ég ef ég vil hækka frítekjumark námslána? Hvern kýs ég ef ég vil róttækar breytingar, frekar en hægfara? Hverjir ætla að beita sér fyrir því að opna bókhald Stúdentaráðs? Ef nemendur eiga að geta veitt frambjóðendum umboð til að gæta sinna hagsmuna þarf að vera á hreinu fyrir hvaða málefni frambjóðendur standa. Ég er í Röskvu af því að Röskva eru samtök félagshyggjufólks innan háskólans, og ég er félagshyggjumanneskja. Við viljum tryggja jöfnuð og jafnrétti til náms og bættan hag nemenda. Þess vegna höfnum við inntökupró-fum sem miðast að því að fæla fólk frá því að hefja nám og stangast á við þá grundvallakröfu að afdrif í háskólanámi byggjast á vinnuframlagi nemenda þegar komið er í háskólann, en ekki hvaða þekkingu nemen-dur búa yfir þegar þeir hefja nám. Þess vegna viljum við fjölga stúdentaíbúðum um hundruði á næstu árum. Hvaðan nemendur koma og fjárhagsleg staða þeirra á ekki að ráða því hvort þeir geti stundað háskólanám. Barátta fyrir jöfnuði og jafnrétti þarf að fara fram á öllum sviðum samfélagsins. Rétt eins og jafnréttislög skapa ekki kynjajöfnuð án öflugrar baráttu þeirra sem láta sig misrétti varða tryggir lagasetning og stefnumótun stjórnvalda hvorki jafnrétti til náms né hagsmuni stúdenta. Til þess þarf öfluga baráttu innan háskólans og þar er Röskva rétt að byrja.

Bjarni Þóroddsson,varaformaður Röskvu

af hverju fylkingar?

fíf Félag íslenskra félagsvísindamanna - www.bhm.is/fi f - s:595 5165

FélagsfræðingurStjórnm á l a f r æ ð i n g u r He i ms p e k i n g u r A f b r o t afræðingurMannfræðingurÞjóðfræðingurÞróun a r f r æ ð i n g u r S a f n af r æ ð i n g u r Tr ú f r æ ð i ngurFötlunarfræðingur

K j a r a s a m n i n g a R á ð ni n g a r s a m n i n g a R é t t i ndavörsluSjú krasjóðiOrl of s sj ó ð St a r f sm e n nt a sjóðKjararannsóknirStarfsþróunarseturHagsmunagæsluVinnumarkaðsráðgjöfLögfræðiráðgjöf

Stéttarfélag allra félagsvísindamanna

Ef þú ert félagsvísindamaður: Þá getum við aðstoðað með:

Page 7: Röskvufréttir vorönn 2013

Mér hefur alltaf fundist mikilvægt að prófa nýja hluti sem ögra mér og opna huga minn á einhvern hátt. Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég ákvað að slá til og bjóða mig

fram fyrir mitt svið í kosningunum til Stúdentaráðs. Ég var mjög óviss í fyrstu um hvort ég væri rétta manneskjan í þetta og hvort þetta væri eitthvað fyrir mig yfirhöfuð en eitthvað kom í veg fyrir að ég snéri við. Röskva hefur nefnilega eitthvað undarlegt aðdráttarafl sem erfitt er að lýsa með orðum. Það er blanda af gleði, ákefð, samstöðu og væntumþykju, sem fær mann til að vilja staldra við og að lokum var ekki annað hægt en að stinga sér á kaf í óvissuna. Ég vissi aldrei hvaða ævintýri var handan við hornið en ég var samt örugg, því ég var umvafin fólki sem ég fann á mér að ég gæti treyst. Ég fann mjög fljótt að þarna átti ég heima. Aðferðirnar, forgangsröðunin á málefnum og andinn yfir hópnum náði til mín. Hér líður mér vel og hér vil ég vera. Það er ómetanleg upplifun að vinna að einhverju sameiginlegu í samheldnum og skemmtilegum hóp. Allir mega hafa

skoðanir, allt er rætt á málefnalegum nótum, enginn er útundan, allir eru vinir og allir eru glaðir. Þetta er að verða ótrúlega væminn pistill hjá mér en það verður að hafa það. Röskva hefur gefið mér nýja sýn á marga hluti og nýja vini sem ég vil halda sambandi við og kynnast betur. Ég hef á tilfinningunni að þessi kosningabarátta hafi ekki verið mitt síðasta í starfi Röskvu. Ég er spennt fyrir áframhaldandi starfi í vetur og ég vil að Röskva verði öflug og sýnileg og laði fleira fólk að. Ég vil að fleiri fái að upplifa það sama og ég, að vera partur af hóp sem áorkar einhverju í sameiningu.

Anna Hafþórsdóttir,meðstjórnandi Röskvu

fíf Félag íslenskra félagsvísindamanna - www.bhm.is/fi f - s:595 5165

FélagsfræðingurStjórnm á l a f r æ ð i n g u r He i ms p e k i n g u r A f b r o t afræðingurMannfræðingurÞjóðfræðingurÞróun a r f r æ ð i n g u r S a f n af r æ ð i n g u r Tr ú f r æ ð i ngurFötlunarfræðingur

K j a r a s a m n i n g a R á ð ni n g a r s a m n i n g a R é t t i ndavörsluSjú krasjóðiOrl of s sj ó ð St a r f sm e n nt a sjóðKjararannsóknirStarfsþróunarseturHagsmunagæsluVinnumarkaðsráðgjöfLögfræðiráðgjöf

Stéttarfélag allra félagsvísindamanna

Ef þú ert félagsvísindamaður: Þá getum við aðstoðað með:

hér vil ég vera

Page 8: Röskvufréttir vorönn 2013

hér vil ég verahér vil ég vera

Það rýkur úr kaffibrákinni þegar Björg leggur ylhýran postulínsbollann á borðið á Tíu dropum og rennir kortinu í veskisraufina. Hún kemur sér makindalega fyrir í stökkum tréstólnum, eins og köttur á heitum ofni. Hún malar þó ekki, heldur spyr frökk, ,,jæja, hvað varstu að spá í að tala um?” Hún veit þó fullvel að umræðuefni kvöldsins eru Röskvuár hennar forðum, auk þess sem forvitinn spyrillinn hyggst skyggnast inn í innviði skipulagsins á bakvið Stúdentakjallarann. Björg er nefnilega potturinn og pannan þegar að honum kemur.

,,Björg, í hverju felast skyldur þínar nákvæmlega, sem móðir Stúdentakjallarans?”

,,Ég er titluð dagskrárstjóri Stúdentakjallarans sem er auðvitað verulega ábyrgðarmikil staða. Það felur í sér að sjá um mótun fjölbreyttrar dagskrár í Kjallaranum og sjá til þess að það sé alltaf eitthvað fáránlega gott í gangi þar. Við hjá FS erum sammála um að dagskráin þurfi að höfða til breiðs hóps fólks og auðvitað ólíkra einstaklinga innan háskólasamfélagsins. Þess vegna erum við dálítið að taka þá línu að hafa geggjaða tónlist og hljómsveitir í bland við töfrabrögð, nemendadúetta, stórviðburði á risaskjá, spilakvöld, grín, alls konar heitar umræður sem við munum halda undir formerkjum Stúdentahakkavélarinnar, fundi, kvikmynda-sýningar og margt fleira. Ég er búin að einsetja mér það að vera opin fyrir því að prófa allt að minnsta kosti einu sinni, gefa sem sagt öllu tækifæri. Síðan þarf bara að vinna sig þaðan. Svo er ég náttúrulega að fá krasskúrsa í ýmsu samhliða dagskrárstjórn, eins og að læra að róta, bestun á stjórn samfélagsmiðla, samninga-tækni við kröfuharða listamenn og stjórnun ljósaborðs sem er snarskemmtilegt verkefni.”

,,Við höfum pláss fyrir eina plebbaspurningu. Hvar sérðu kjallarann fyrir þér eftir 5 eða 10 ár? Hvað verður komið þá?”

,,Miðað við viðtökurnar sem Stúdentakjallarinn nýi hefur fengið á fyrstu dögunum reikna ég ekki með öðru en hann verði alheitasti staður Stór-Reykjavíkursvæðisins innan þessara ára sem þú nefnir, sérstaklega ef við náum að halda því konsepti sem lagt er upp með. Laugavegurinn verður væntanlega bara lengdur og endar á staðnum! Nei, að öllu gríni slepptu tel ég að möguleikar Kjallarans séu gríðarlegir ef rétt er haldið á spöðum og nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands sameinast um að hlúa vel að honum, sem mér sýnist fólk ætla að taka mjög alvarlega.’’ Þegar Björg lýkur við lokaorðin falla geislar sólarlagsins inn um gluggann og glæða

möguleikarstúdentakjallaransgríðarlegir

Page 9: Röskvufréttir vorönn 2013

andlit Bjargar og hár gylltum ljóma. Spyrill kemst vart hjá því að hugsa til Röskvusólarinnar og spyr því,

,,Björg, Bjögga, segðu mér: Hvernig hugsarðu til áranna í Röskvu? Þú myndir kannski vilja telja upp hvað þú gerðir þar og hvernig árin voru?”

,,Ég hugsa mjög hlýtt til áranna í Röskvu og í stúdentapólitíkinni. Bæði lærði ég þar mikilvæga hluti um upp-byggingu samfélagsins, hvernig stjórnsýsla og kerfið virkar í tengslum við námsmenn og menntakerfið, lærði fundarsköp og æfðist auðvitað þolinmæði við að sitja fjölmarga fundi með ólíkum einstaklingum. Síðan get ég ekki sleppt því að nefna félagslega þáttinn sem styrkist í slíkri starfsemi, en margir sem ég kynntist í stúdentapólitíkinni, bæði úr Röskvu og Vöku, eru meðal bestu vina minna í dag. Ég gegndi formennsku í Stúdentaráði frá 2008-2009. Við tókum meðal annars slag við pólitíkusa um skólagjöld en á þessum tíma, fyrir hrun, voru alvarlegar umræður í gangi um það hvort ætti að veita lagaheimild fyrir upptöku slíkra gjalda við HÍ sem Röskva hefur ætíð lagst gegn með sterkum rökum um jafnrétti til náms. HÍ og KHÍ sameinuðust á þessum tíma og við í Stúdentaráði unnum að útfærslu á sameiningunni sem snerti nemendur. Ný heimasíða Stúdentaráðs, student.is, var opnuð á þessum tíma, við endurútgáfum Akademíuna, handbók stúdenta, og styrktum betur tengslin við nemendafélög í skólanum sem mér finnst ógurlega mikilvægt að séu góð. Það er svo brjálaður slagkraftur í hópi 14.000 nemenda ef allir eru með! Þetta var reyndar dálítið skrýtinn tími, að starfa í þessum málaflokkum í miðju hruninu þegar íslenskt samfélag breyttist á einni nóttu. Eftir hrunið hófst auðvitað umræða um niðurskurð til menntamála sem við í Stúdentaráði blönduðum okkur svo sannarlega í. Sem sagt, tímabil sem ég lærði heilan helling á og kynntist fullt af frábæru og duglegu fólki sem ég mun væntanlega eiga í góðu sambandi við út lífið.”

,,Hefur eitthvað breyst síðan þú varst í Röskvu? Manstu eftir einhverum málefnum frá þínum tíma sem eru veruleiki í dag?”

,,Það sem mér finnst aðallega hafa breyst í stúdentapólitíkinni síðan ég hætti í Stúdentaráði er hvað það hefur myndast gott samstarf á milli fylkinganna Röskvu og Vöku og það finnst mér algjörlega til fyrirmyndar. Ég vona að það sé ekki bara óskhyggja því námsmenn eru svo ótrúlega öflugur hópur, hópur sem enginn stjórnmálaflokkur hefur efni á að sniðganga ef hann stendur sterkur saman um lykilmál sem allir ættu að geta sameinast um. Verð ég ekki að nefna aðstöðumálin um það sem hefur sannarlega breyst til batnaðar á háskólasvæðinu og þá er ég aðallega að vísa í endurreisn Kjallarans? Hér eiga sko hjónabönd, þvert á svið og deildir skólans, eftir að verða til í stórum stíl. Er sannfærð um það.”

Það er með blendnum tilfinningum sem spyrillinn skilur við Björgu Magnúsdóttur. Hún skilur tíu dropa eftir í bollanum og kaffilöggin er herbergisvarma viðkomu. Spyrill sleikir puttann og brennd tjaran skilur eftir beiskt eftirbragð á tungubroddinum. Spyrill skolar því niður með bjór.

Björg Magnúsdóttir is the event organiser for the new Stúdentakjallarinn. Her responsibilites as such include making sure that the events it houses serve the needs of the University and its diverse student body. Stúdentakjallarinn will house everything from live music, magicians, heated panel discussions, stand-up comedy, meetings, movie screenings, and much more. Asked how she anticipates Stúdenta-kjallarinn being after 5-10 years, she has no doubts that it has yet to be one of the hottest spots in the greater Reykjavík area, and jokingly adds that Laugavegur itself will be lengthened to end there. Björg is a former member of Röskva and headed Student Council in 2008-2009, and she reflects on the challenges she faced, including discussions about tuition fees, before the banking collapse as well as af-terwards. Since her time in office, she says much has changed for the better in student politics, primarily the good co-operation between Röskva and Vaka. She is quick to remind us of the power students can have, mentioning the resurgence of Stúdentakjallarinn as a key issue that students were able to stand united on.

Viðtalið tók Þórhallur Auður Helgason

Page 10: Röskvufréttir vorönn 2013

Háskólinn.

Orðið ber yfir sér ákveðinn ljóma í mínum augum. Fræðasamfélag þar sem stúdentar nema af fræðimönnum, sem á móti njóta hugmyndaauðgi og nýrra sjónarmiða þeirra sem yngri eru.

Ég hef verið læknanemi við Háskóla Íslands í fjögur og hálft ár og meðlimur í Röskvu tvö þeirra. Ég hef alltaf haft þá skoðun að það sé mikilvægt að Háskólinn eigi öflugt Stúdentaráð. Ég hóf snemma að fylgjast með störfum þess úr fjarlægð og ég fékk fljótt þá tilfinningu að ég gæti fundið hóp sem deildi mínum hugsjónum innan raða Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands. Í janúar 2011 tók ég þátt í starfinu í fyrsta sinn. Þrátt fyrir góða trú fyrirfram náði Röskva að koma mér skemmtilega á óvart. Ég varð bæði hissa og innilega glöð þegar ég fylgdist í fyrsta sinn með málefnavinnunni, þar sem tugir upptekinna háskólastúdenta eyddu mörgum klukkutímum í að ræða af einlægum áhuga og innblæstri um mál sem greinilega

höfðu mikla þýðingu fyrir þau. Lánasjóðurinn, almenningssamgöngur og stúdentaíbúðir voru ræddar í bland við umræður um fjölskyldufólk, leiðarlínur fyrir blinda og upplifun einstaklinga af ólíkum kynjum, kynþætti og kynhneigð í HÍ. Hvaða aðgerðum mætti beita til að knýja fram breytingar til batnaðar, og hvernig gæti háskólasamfélagið miðlað þeim breytingum áfram út á við? Ég lærði margt um skólann okkar, hvernig stjórnkerfi hans virkar og hvað þarf að bæta. Ég fékk útsýni sem náði út fyrir Læknagarð, Eirberg og LSH, og sá enn betur hvað það er margt sem kemur okkur öllum við burtséð frá skiptingu í svið og deildir.

Málin eru af ýmsum stærðargráðum en eiga það öll sameiginlegt að skipta okkur máli sem hóp, sem stúdenta. Hagsmunabarátta svo afmarkaðs hóps litast óhjákvæmilega af því og því eru stefnumál þeirra fylkinga og hópa sem láta sig þau varða ekki svo ólík þegar fljótt er á litið. Nálgunin er þó ólík að ýmsu leiti og þær lausnir sem leitað er. Röskva vill vera öflugur málsvari stúdenta gegnum Stúdentaráð. Hún vill leita lausna út fyrir Háskólann ef á þarf að halda og er óhrædd við að beita róttækum aðgerðum sem vekja athygli. Stúdentar ættu að kynna sér þau mál sem varða hagsmuni þeirra gagnrýnum augum og veita þannig Stúdentaráði þann stuðning sem það þarf og jafnframt aðhald og hvatningu til góðra verka. Þannig getur Stúdentaráði vaxið fiskur um hrygg og orðið það öfluga hreyfiafl sem okkur dreymir um.

Elva Dögg Brynjarsdóttir, læknanemi á 5. ári

að vera hluti af háskólasamfélaginu

Page 11: Röskvufréttir vorönn 2013

Elva Dögg Brynjarsdóttir, læknanemi á 5. ári

Page 12: Röskvufréttir vorönn 2013

Það getur skipt gríðarlegu máli að njóta stuðnings öflugs hagsmunafélags. Stéttarfélag lögfræðinga stendur vörð um réttindi, kjör og menntun félagsmanna. Aðild að SL veitir aðgang að orlofssjóði, sjúkrasjóði, styrktarsjóði, starfþróunarsetri og starfsmenntunarsjóði.

Kynntu þér félagið og sæktu um aðild á bhm.is/sl.

Stéttarfélag allra lögfræðinga

Stéttarfélag lögfræðinga | Borgartúni 6 | Reykjavík | Sími 595 5165 | www.bhm.is/sl