17
Ársskýrsla Skólaárið 2009-2010 frá september 2009 til september 20010 Siglufjörður 15. september 2010 Kristín María Hlökk Karlsdóttir Aðstoðarleikskólastjóri

Ársskýrsla Skólaárið 2009-2010 · 2011. 1. 18. · Ársskýrsla Leikskála skólaárið 2009-2010 _____ 9 5. Starfsáætlun ársins (Skóladagatal Leikskála 2009-2010) Eftirfarandi

  • Upload
    others

  • View
    3

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Ársskýrsla Skólaárið 2009-2010 · 2011. 1. 18. · Ársskýrsla Leikskála skólaárið 2009-2010 _____ 9 5. Starfsáætlun ársins (Skóladagatal Leikskála 2009-2010) Eftirfarandi

Ársskýrsla

Skólaárið 2009-2010

frá september 2009 til september 20010

Siglufjörður 15. september 2010

Kristín María Hlökk Karlsdóttir

Aðstoðarleikskólastjóri

Page 2: Ársskýrsla Skólaárið 2009-2010 · 2011. 1. 18. · Ársskýrsla Leikskála skólaárið 2009-2010 _____ 9 5. Starfsáætlun ársins (Skóladagatal Leikskála 2009-2010) Eftirfarandi

Ársskýrsla Leikskála skólaárið 2009-2010

________________________________________________________________________________

2

1. Almennar upplýsingar

1.1. Gerð leikskóla, húsnæði og lóð

Leikskálar tóku til starfa í núverandi húsnæði haustið 1993. Skólinn er þriggja deilda,

579 fermetrar að flatarmáli en leikrými 293 fermetrar. Ein deild skólans er ætluð yngstu börnunum 1 til 2

ára, önnur deild fyrir börn frá 2 til 4 ára og sú þriðja fyrir 4 til 6 ára börnin. Leikskólinn er einsetin og á

öllum deildum er boðið upp á breytilegan vistunartíma frá 4 – 8 ½ klukkustundir á dag og er leitast við að

mæta þörfum foreldra um vistunartíma, eftir því sem hægt er.

Heit máltíð er borin fram í hádeginu, jafnframt því sem boðið er upp á morgunverð og nónhressingu.

2. Starfsgrundvöllur

2.1 Uppeldislegar áherslur, markmið og matsaðferðir

Leikskálar byggja starf sitt á lögum um leikskóla og uppeldisáætlun leikskólanna.

Í lögum segir að veita skuli börnum góða umönnun og örugg uppeldisskilyrði.

Ennfremur segir að leikskólinn skuli í samráði við foreldra og aðra forráðamenn veita börnum á

leikskólaaldri uppeldi og menntun. Meginstefna í markmiðslýsingu laganna er að uppeldistarfið myndi

órofna heild og stuðli þannig að því að efla alhliða þroska barnsins í samræmi við þarfir og þroska hvers og

eins.

2.2 Uppeldissýn Leikskála

Við viljum leitast við að rækta með einstaklingnum þá hæfileika sem koma til með að nýtast honum best í

nútímasamfélagi. Við teljum mikilvægt að rækta sterka sjálfsmynd, félagslega hæfni og trú á eigin getu. Við

viljum að samfélag okkar sé byggt upp af ríkri samkennd með þeim sem minna mega sín og teljum því

mikilvægt að rækta eiginleika eins og kærleik, hjálpsemi, umburðalyndi, tillitsemi og ábyrgðarkennd. Mikil

áhersla er lögð á að efla vináttuna, jákvætt hugarfar og glaðleg samskipti. Markmið okkar er að tekið sé mið

af þörfum, styrkleika og getu barnanna. Að þeim líði vel og þau finni til öryggis og hlýju í leikskólanum.

Síðast en ekki síst að frá Leikskálum útskrifist kát og glöð börn, sem bera virðingu fyrir sér, öðrum og

umhverfi sínu. Jafnframt að börnin hafi þann félagsþroska og almenna færni sem þarf til að takast á við

næsta skólastig.

Leikurinn er hornsteinn starfsins og við göngum út frá virkri þátttöku barnanna. (Skólanámskrá 2003 bls.7)

Page 3: Ársskýrsla Skólaárið 2009-2010 · 2011. 1. 18. · Ársskýrsla Leikskála skólaárið 2009-2010 _____ 9 5. Starfsáætlun ársins (Skóladagatal Leikskála 2009-2010) Eftirfarandi

Ársskýrsla Leikskála skólaárið 2009-2010

________________________________________________________________________________

3

2.3 Daglega lífið í Leikskálum

Daglega lífið hjá okkur markast af föstum athöfnum og er sniðið að þörfum barnanna. Þar ríkir jafnvægi á

milli mismunandi þátta: á milli frjálsra og skipulagðra leikja, innileiks og útileiks, á milli hópastarfs og

einstaklingsverkefna og á milli hvíldar og þátttöku í leik og starfi.

Breytingar voru gerðar á dagskipulagi síðasta vetur þannig að valtími var færður fram og morgunmaturinn

kom þar inn. Þ.e. börnin fara úr leik og í morgunmat og aftur í leik. Morgunverður var borinn fram í

tónlistaskála fyrir börn á Skollaskál, í Listaskála fyrir Selskál. Nautaskál gefur börnunum inn á deild þar sem

það fyrirkomulag hentar betur börnunum þar.

Í september opnuðum við aftur þrjár deildar á morgnana. kl 7:45.

Dagskipulag Nautaskál

07:45-8:00 Leikskólinn opnar/róleg stund

8:00-8:15 Róleg stund

8:25-8:45 Morgunmatur

8:45-9:50 Frjálsleikur

10:00-10:40 Hópastarf

10:40-11:00 Ávaxtatími

11:00-11:50 Útivera

12:00-12:30 Hádegismatur

12:30-13:00 Róleg stund/svefn

13:00-14:00 Svefn

14:00-14:30 Börn að vakna róleg stund

14:45-15:30 Nónhressing

15:30-16:15 Valtími

16:15 Leikskólinn lokar

Page 4: Ársskýrsla Skólaárið 2009-2010 · 2011. 1. 18. · Ársskýrsla Leikskála skólaárið 2009-2010 _____ 9 5. Starfsáætlun ársins (Skóladagatal Leikskála 2009-2010) Eftirfarandi

Ársskýrsla Leikskála skólaárið 2009-2010

________________________________________________________________________________

4

Dagskipulag Selskál og Skollaskál

7:45 Leikskólinn opnar

8:00-8:15 Róleg stund/valtími

8:15-9:00 Morgunverður/valtími

8:15-9:50 Valtími

9:50-10:00 Samvera/ávaxtastund

10:00-11:00 Hópastarf

11:00-11:50 Útivera

12:00-12:30 Hádegismatur

12:30-13:00 Róleg stund/svefn

13:00-14:00 Útivera/svefn

14:00-14:30 Innkoma/samvera

14:45-15:30 Kaffitími

15:30-16:15 Valtími

16:15 Leikskólinn lokar

2.5 Skipulagið í hnotskurn

Markmiðið er að hafa dagskrána sem líkasta frá degi til dags. Ákveðnar tímasetningar og skipulag skapa

ramma um leikskólastarfið og um leið festu og öryggi fyrir barnið og starfsfólkið.

Á matmálstímum er ávallt boðið upp á fjölbreyttan og næringarríkan mat. Áhersla er lögð á að börnin læri

almenna borðsiði. Þau skiptast á að vera þjónar, en þeirra hlutverk er að leggja á borð og sækja matinn.

Samvera er sá tími þar sem allur hópurinn er saman og þá er fjallað um viðburði líðandi stundar. Við æfum

okkur í tjáningu, það er sungið, sagðar sögur, spjallað og fleira.

Svefn og hvíld er öllum börnum nauðsynleg. Lögð er áhersla á kyrrláta stund á degi hverjum þar sem yngstu

börnin sofa en þau eldri hlusta á sögu, spjalla eða eru í rólegum leik.

Útivera. Í fataklefanum æfa börnin að klæða sig í og úr. Útivera er hverjum og einum holl, styrkir og eflir,

eykur mótstöðuafl, matarlyst og býður upp á góða hreyfingu. Í útiverunni gefast ótal tækifæri til náms, t.d.

um náttúruna og veðrið. Úti gilda líka aðrar reglur en inni, þar má hamast og hafa eins hátt og við viljum.

Page 5: Ársskýrsla Skólaárið 2009-2010 · 2011. 1. 18. · Ársskýrsla Leikskála skólaárið 2009-2010 _____ 9 5. Starfsáætlun ársins (Skóladagatal Leikskála 2009-2010) Eftirfarandi

Ársskýrsla Leikskála skólaárið 2009-2010

________________________________________________________________________________

5

Róleg stund. Þá finnum við okkur eitthvað til dundurs eins og t.d. púsl og perlur, spjöllum saman, förum

með vísur, segjum hvert öðru sögur eða förum í leiki.

Valtími er sá leiktími þar sem allir hópar á deildinni blandast saman. Börnin geta valið að eigin frumkvæði

fyrirfram ákveðin svæði t.d. byggingasvæði, listasvæði, leirsvæði, loft og herbergi. Ákveðinn fjöldi kemst á

hvert svæði. Þegar um val er að ræða, ræður frjálsi leikurinn ríkjum og þar geta börnin leikið á sínum

forsendum með skapandi efnivið. Á þessum stundum er starfsfólk í eftirlitshlutverki og aðstoðar börnin eftir

þörfum en leggur jafnframt áherslu á að þau fái sjálf að kljást við efniviðinn og viðfangsefnið áður en gripið

er inn í.

Hópastarf er sá tími þegar börnin vinna að skipulögðum verkefnum eða leikjum í aldursskiptum hópum

undir stjórn leikskólakennara/leiðbeinenda.

Markmið okkar með hópastarfinu er meðal annars að:

efla hópkennd barnanna, vináttu þeirra og samkennd

efla virkni þeirra og getu

efla sköpunargleði

að hafa gaman af því sem við erum að gera

sinna markvisst þeim námssviðum sem okkur ber að sinna samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla.

(Skólanámskrá Leikskála 2003 bls. 10)

Stóra val. Í vetur fórum við af stað með Stóra val annan hvern mánudag, á hópastarfs tíma. Í stóra vali velja

börnin sér viðfangsefni og svæði eftir áhugasviði sínu börnin geta valið um 6 svæði þ.e. tónlist myndlist,

íþróttir, einingakubbar, Holow kubba, og ein deild. Á hverju svæði eru börn af Skollaskál og Selskál, eins

skiptast kennarar á að vera á svæðunum. Markmiðið með stóra vali er að börnin öðlist sjálfstraust og

sjálfsöryggi, að börnin læri í gegnum leikinn að bera virðingu fyrir hvert öðru óháð aldri, að þau kynnast

húsnæði leikskólans vel og tengslin á milli deildanna eflist sem gera aðlögun á milli deilda auðveldari fyrir

börnin .

Stig af stigi (Second step) er lífsleikniverkefni sem á að auka tilfinningaþroska barna á aldrinum fjögurra

til tíu ára.

Markmiðin með Stig af stigi eru:

að skilja aðra og láta sér lynda við þá

að leysa úr vanda og nota til þess félagslegan skilning

að kunna að umgangast reiði og draga úr æsingi.

Page 6: Ársskýrsla Skólaárið 2009-2010 · 2011. 1. 18. · Ársskýrsla Leikskála skólaárið 2009-2010 _____ 9 5. Starfsáætlun ársins (Skóladagatal Leikskála 2009-2010) Eftirfarandi

Ársskýrsla Leikskála skólaárið 2009-2010

________________________________________________________________________________

6

3. Börn

3.1 Fjöldi barna og barngildi

Á miðju skólaári í janúar/febrúar 20010 voru 47 börn Skipting barnahópsins var eftirfarandi:

Í árgangi 2004 voru 13 börn

Í árgangi 2005 voru 6 börn

Í árgangi 2006 voru 8 börn

Í árgangi 2007 voru 8 börn

Í árgangi 2008 voru 9 börn

Í árgangi 2009 voru 3 börn

Kynjaskiptingin var þessi

Í lengdri viðveru, árgangar 2001, 2002 og 2003 voru 15 börn.

Kynjaskiptingin var þessi:

0

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

árg 2004 árg 2005 árg 2006 árg 2007 árg. 2008árg. 2009

Stelpur

Strákar

0

1

2

3

4

5

8 ára 7 ára 6 ára

Stelpur

Strákar

Page 7: Ársskýrsla Skólaárið 2009-2010 · 2011. 1. 18. · Ársskýrsla Leikskála skólaárið 2009-2010 _____ 9 5. Starfsáætlun ársins (Skóladagatal Leikskála 2009-2010) Eftirfarandi

Ársskýrsla Leikskála skólaárið 2009-2010

________________________________________________________________________________

7

3.2 Börn sem njóta sérkennslu/stuðning

Skólaárið 2009/2010 voru 10 börn. sem nutu sérstaks stuðnings/sérkennslu í leikskólanum.

Sérkennsla/stuðningur á skólaárinu var vegna tilfinninga og/eða félagslegra erfiðleika, talörðuleika og

hreyfiþroska.

4. Starfsmenn

4.1 Fjöldi starfsmanna

Starfsmannafjöldi miðast m.a við fjölda barngilda og dvalartíma barnanna.

Á miðju skólaári janúar/febrúar 2010 voru samtals 13. Starfsmenn við leikskólann í stöðuhlutfalli frá

50% upp í 100%. Þar af 5. menntaðir leikskólakennarar, 1. aðstoðarleikskólakennari,

6. leiðbeinendur og 1. matráður.

Verktaki sér um ræstingu Leikskála.

Hugborg Inga Harðardóttir kom til starfa í eldhús í október 2009.

Rósa Dögg Ómarsdóttir kom til starfa í ágúst 2009

Sjöfn Stefánsdóttir lét af störfum 3. Mars eftir 35 ára starf. Þökkum við henni fyrir gott starf.

Ásdís Gunnarsdóttir hætti störfum 1. Júlí 2010. Þökkum við henni fyrir gott starf.

Gurrý Anna Ingvarsdóttir kom til okkar aftur í mars 2009.

Starfsmenn Leikskála veturinn 2008-2009.

Kristín Leikskólastjóri Guðný Huld Aðstoðarleikskólakennari

Hanna Þóra Matráður Hugborg aðstoðarmatráður

Page 8: Ársskýrsla Skólaárið 2009-2010 · 2011. 1. 18. · Ársskýrsla Leikskála skólaárið 2009-2010 _____ 9 5. Starfsáætlun ársins (Skóladagatal Leikskála 2009-2010) Eftirfarandi

Ársskýrsla Leikskála skólaárið 2009-2010

________________________________________________________________________________

8

Starfsmenn deilda voru

Nautaskál:

Guðný Sjöfn Regína Gurrý

Skollaskál

Elín Fanney Ásdís

Selskál

Víbekka Rósa Dögg Erla Ösp

Flakkari er

Birna

Page 9: Ársskýrsla Skólaárið 2009-2010 · 2011. 1. 18. · Ársskýrsla Leikskála skólaárið 2009-2010 _____ 9 5. Starfsáætlun ársins (Skóladagatal Leikskála 2009-2010) Eftirfarandi

Ársskýrsla Leikskála skólaárið 2009-2010

________________________________________________________________________________

9

5. Starfsáætlun ársins (Skóladagatal Leikskála 2009-2010)

Eftirfarandi upptalningar gefa einhverja mynd af helstu viðburðum vetrarins.

5.1

Ágúst: 04. ágúst hófst nýtt skólaár.

Leikskólinn 16 ára

September:

Þema vetrarins eru árstíðir og við byrjum á haust og vetra þema

Söngstund á sal, börn og kennarar hittust og sungu saman.

Inni íþróttir, þrautabrautir settar upp.

Rauð vika, allir að koma í einhverju rauðu og unnið verður með rauðan lit.

Opið á milli deilda. Börnin fara um leikskólann og kynnast því sem önnur börn eru að gera.

Ömmu og afa kaffi, boðið var upp á vöfflur með rjóma og kaffi.

Haustfundur með foreldrum

Afmælisdagur; börn sem eiga afmæli bjóð deildinni sinni upp á köku.

Október:

Söngstund á sal.

Rugldagur, börn og kennarar koma í öfugum fötunum og brotið var upp hefðbundið starf.

Bangsavika börnin komu með bangsa sinn í leikskólann ásamt bangsabókum og fl.

Foreldrasamtöl, deildastjórar tóku foreldrasamtöl farið var yfir líðan og þroska barnanna.

Afmælisdagur börn sem áttu afmæli bjóða börnum á deildinni upp á köku.

Nóvember:

Söngstund á sal.

Bókadagur í tilefni dags íslenskrar tungu, nemendur úr efraskólahúsi komu til að lesa fyrir okkur.

Skipulagsdagur, sjá kafla 6,2

Dótadagur börn komu með leikföng að heiman.

Piparkökubakstur allar deildar bökuðu.

Jólagjafir til foreldra byrjað var að útbúa þær,

Nautaskál árgang 2008 gifshendi.

Skollaskál árgangur 2007 og 2006 gerðu hveitibatik mynd sett í a4 ramma.

Árgangur 2005 máluðu keramik engil og gerðu myndaramma úr saltkeramik

Selskál árgangur 2004 mánaðardagur ásamt ættartré sem er lítill blómapottur, grein og gifs ásamt myndum sem

barnið teiknar af fjölskyldunni sinni.

Afmælisdagur börn sem áttu afmæli bjóða börnunum á deildinni upp á köku.

Page 10: Ársskýrsla Skólaárið 2009-2010 · 2011. 1. 18. · Ársskýrsla Leikskála skólaárið 2009-2010 _____ 9 5. Starfsáætlun ársins (Skóladagatal Leikskála 2009-2010) Eftirfarandi

Ársskýrsla Leikskála skólaárið 2009-2010

________________________________________________________________________________

10

Desember:

- Aðventustundir voru hvern mánudag í desember deildarnarnar skiptust á að halda þær,

sungið var við Kveikjum einu kerti á.

Skreytingadagur, foreldrar komu og skreyttu piparkökur með börnum sínum.

Kirkjuferð, Séra Sigurður Ægisson kom til okkar og fræddi okkur um jólin og sungum nokkur

jólalög. Hann kom vegna þess að úti var veður vont.

Kakóferð veitingahúsin bjóða börnunum upp á súkkulaði og smákökur. Selskál fór á Torgið

Skollaskál fór á Allann, Nautaskál fékk súkkulaði og smákökur á leikskólanum.

Jólaball var haldið á leikskólanum 16. desember fyrir hádegi. Sturlaugur Kristjánsson spilaði og

tveir jólasveinar frá Kiwanis komu í heimsókn.

Jólagjöfin þetta árið voru húfur merktar barninu.

Jólagjafir til foreldra voru

Nautaskál: gifshendi

Skollaskál: hveitibatik myndir í ramma,

Keramik englar og myndarammi úr saltkeramiki með mynd af barninu.

Selskál: Almanak fyrir árið 2010 og ættartré í blómapotti.

Jólamatur Hangikjöt, uppstúf, baunir og laufabrauð.

Reynt var eftir bestu getu að leggja áherslu á rólegheit í desember og markmiðið að draga úr

jólastressi.

Afmælisdagur börn sem áttu afmæli bjóða börnum á deildinni upp á köku.

Janúar:

Vika ljós og skugga. Börnin komu með vasaljós að heiman og leikið var með ljós og skugga þessa viku

Söngstund á sal.

Opið á milli deilda. Börnin fóru um leikskólann og sáu hvað verið var að vinna með á hinum deildunum.

Þorrablót, boðið var upp á hefðbundinn þorramat sem börnin fengu í hádeginu, börn sem eru fjóra tíma f.h.

var boðið í mat.

Gul vika unnið með gulan lit og börnin komu í einhverju gulu.

Sólardagur, í tilefni dagsins voru bakaðar pönnukökur og allir mættu í einhverju gulu.

Börnin fóru og hlustuðu á grunnskólabörnin syngja á kirkjutröppunum.

Afmælisdagur börn sem áttu afmæli bjóða börnum á deildinni upp á köku.

Febrúar:

Söngstund í sal.

Tannvernd í eina viku. Fjallað um tennur, hollan og óhollan mat.

Bolludagur matráður bakaði vatnsdeigsbollur.

Sprengidagur allir borðuðu á sig gat.

Öskudagur þá var kötturinn slegin úr tunnunni og haldið grímuball.

Page 11: Ársskýrsla Skólaárið 2009-2010 · 2011. 1. 18. · Ársskýrsla Leikskála skólaárið 2009-2010 _____ 9 5. Starfsáætlun ársins (Skóladagatal Leikskála 2009-2010) Eftirfarandi

Ársskýrsla Leikskála skólaárið 2009-2010

________________________________________________________________________________

11

Afmælisdagur börn sem áttu afmæli bjóða börnum á deildinni upp á köku.

Græn vika unnið með grænan lit.

Mars:

Söngstund á sal.

Spila og púsl dagur, allir að koma með spil eða púsl að heiman.

Blá vika

Dekur og náttfatadagur: við kveikjum á kertum, fáum krem og tökum því rólega.

Pix myndir komu og buðu foreldrum upp á myndatöku, bæði einstaklingsmyndir og hópmyndir.

Páskabingó foreldrafélagsins var haldið í Allanum.

Afmælisdagur börn sem áttu afmæli bjóða börnum á deildinni upp á köku.

Apríl:

Páskar og páskaföndur.

Söngstund á sal

Fjólublá vika unnið með fjólubláan lit.

Foreldrasamtöl, deildastjórar fóru yfir þroskalista og líðan barnanna í leikskólanum.

Kökubasar foreldrafélagsins.

Vorsýning á verkum barnanna.

Afmælisdagur, börn sem áttu afmæli bjóða börnum á deildinni upp á köku.

Maí:

Vor og sumar þema byrjar

Skipulagðar heimsóknir elstu barnanna í grunnskólann.

Söngstund á sal.

Opið á milli deilda.

Útskriftaferð elstu barna að Sólgörðum og fjöruferð í Haganesvík.

Sveitaferð var farinn að Helgustöðum í Fljótum í samvinnu við foreldrafélag Leikskála.

Útskrift elstu barna.

Afmælidagur, börn sem áttu afmæli bjóða börnum á deildinni upp á köku.

Júní:

Hjóladagur. Börnin komu með reiðhjól eða þríhjól í leikskólann. Lögreglan kom í heimsókn og sagði þeim

frá mikilvægi þess að nota hjálma. Hvanneyrarbraut var lokuð fyrir umferð frá leikskólaplani og að

Brekkugötu.

Boltadagur, allir komu með bolta.

Vettvangsferð á slökkviliðsstöðina.

Vettvangsferð á lögreglustöðina.

Page 12: Ársskýrsla Skólaárið 2009-2010 · 2011. 1. 18. · Ársskýrsla Leikskála skólaárið 2009-2010 _____ 9 5. Starfsáætlun ársins (Skóladagatal Leikskála 2009-2010) Eftirfarandi

Ársskýrsla Leikskála skólaárið 2009-2010

________________________________________________________________________________

12

Sumarhátíð Leikskála 16. júní.

Börnin sungu nokkur lög og gestirnir tóku þátt.

Nemendur úr 9. bekk komu og máluðu börnin í framan.

Grillaðar voru pylsur og hestar frá hestamannafélaginu Glæsi komu í heimsókn.

Júlí:

Sumarlokun frá hádegi 30. júní til 3. ágúst.

6. Námskeið, fræðsluerindi, endurmat og umbótastarf

6.1 Fundir

Starfsmannfundir eru haldnir mánaðarlega, utan vinnutíma, þeir voru 11. á árinu.

Á starfsmannfundum eru rædd þau málefni er snerta starfsemi Leikskála. Þá er starfið endurskoðað,

undirbúið og stundum boðið upp á fræðsluerindi.

Deildarfundir voru einu sinni í mánuði en þá hittist starfsfólk á hverri deild fyrir sig og ræddi mál

deildarinnar. Þeir eru hafðir oftar ef þörf er á.

Deildarstjórafundir voru að meðaltali aðra hverja viku. Á þeim fundum var komið á framfæri ýmsum

skilaboðum sem koma öllum deildum við og ýmis mál rædd er varða, starfið og skipulagið. Á þessum

fundum eru teknar sameiginlegar ákvarðanir um ýmis málefni er varða starfsemi leikskólans.

6.2 Skipulagsdagar

Skipulagsdagar eru þrír á hverju almanaksári og eru þeir ýmist notaðir til námskeiðahalds, skipulagningar,

endurmats og undirbúnings fyrir starfið eða í vettvangsferðir til að kynna sér starf á öðrum leikskólum. Þá

daga er leikskólinn lokaður og er það auglýst með góðum fyrirvara.

Fyrsti skipulagsdagurinn var nýttur í endurmenntun Víbekka Arnardóttir rifjaði upp

mikilvægi einingakubba og hvar þeir koma inn í nám barna. Starfsmenn spreyttu sig síðan á

byggingum. Mariska van der Meer sjúkraþjálfi kom og var með pistil um heilsu og rétta

líkamsbeitingu. E.h. var Karitas Skarphéðinsdóttir –Neff með kynningu á Olweus

eineltisáætluninni sem verið er að vinna eftir í skólanum. Allir starfsmenn tóku þátt.

Annar skipulagsdagurinn Starfsmenn fóru á námskeið í starfsmannasamtölum sem haldið var fyrir

starfsmenn Fjallabyggða. Námskeiðið var á vegum Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar E.h.

Page 13: Ársskýrsla Skólaárið 2009-2010 · 2011. 1. 18. · Ársskýrsla Leikskála skólaárið 2009-2010 _____ 9 5. Starfsáætlun ársins (Skóladagatal Leikskála 2009-2010) Eftirfarandi

Ársskýrsla Leikskála skólaárið 2009-2010

________________________________________________________________________________

13

kom Júlía Sæmundsdóttir félagsfræðingur og var með kynningu um barnavermd og

tilkynningaskyldu kennara.

Þriðji skipulagsdagurinn var nýttur í námskeið hjá Elfu Lilja Gísladóttir í tónlist. Farið var yfir

kennsluefnið Hring eftir hring Námskeiðið fór fram á Ólafsfirði með starfsmönnum Leikhóla.

6.3 Námskeið og Endurmenntun starfsmanna.

Hópaðlögun Gurrý Anna Ingvarsdóttir og Kristín Karlsdóttir

Hópefli: Allir starfsmenn

Heilsa og líkamsbeiting: allir starfsmenn

Olweus: allir starfsmenn

Starfsmannaviðtöl: allir starfsmenn

Barnavermd: allir starfsmenn

Tónlist: allir starfsmenn

Trúnaðarmannanámskeið eining iðja Fanney.

Trúnaðarmannanámskeið Fl. Elín Björg Jónsdóttir.

Sjá nánar námskeið og fræðsluefni sem unnið var á starfsdögum kafli 6.2.

Þrír kennarar stunduðu nám í grunnskólakennslufræðum við Háskóla Íslands. Vibekka, Elín og Rósa Dögg

7. Samstarf

7.1 Foreldrasamvinna

Kennarar leikskólans bera ábyrgð á foreldrasamvinnu.

Góð samvinna og gagnkvæmur trúnaður foreldra og starfsfólks er forsenda þess að leikskóladvölin verði

barninu ánægjuleg og árangursrík.

Við leggjum mikla áherslu á að ná góðu samstarfi við foreldrana þegar barnið er að byrja og er í aðlögun, þá

er lagður hornsteinn að góðu samstarfi foreldra og starfsfólks.

Almennur foreldrafundur var haldin að hausti samkvæmt venju

Ömmu og afa kaffi . Börnin buðu ömmu og afa í vöfflukaffi. Þetta skilaði góðum árangri og

höldum við þessu áfram.

Page 14: Ársskýrsla Skólaárið 2009-2010 · 2011. 1. 18. · Ársskýrsla Leikskála skólaárið 2009-2010 _____ 9 5. Starfsáætlun ársins (Skóladagatal Leikskála 2009-2010) Eftirfarandi

Ársskýrsla Leikskála skólaárið 2009-2010

________________________________________________________________________________

14

Í byrjun desember komu foreldrar með börnum sínum og skreyttu piparkökur sem börnin höfðu

bakað í leikskólanum. Markmiðið var að skapa jólastemmingu, vorum með jólatónlist, jólaskapið og

boðið var upp á djús, smákökur og kaffi.

Jólaball, foreldrar komu sungu og dönsuðu í kringum jólatréð og gæddu sér á máluðum piparkökum

og súkkulaði.

Foreldrasamtöl, eru haldin tvisvar á ári, að hausti og á vori. Foreldrum var einnig bent á að hægt væri

að óska eftir samtali við leikskólastjóra og deildarstjóra hvenær sem er á skólaárinu og eins óskuðum

við eftir samtali við foreldra ef þörf var á.

Opið hús var 6. feb. í tilefni af degi leikskólans. Það var vel sótt af foreldrum.

Í byrjun maí var öllum foreldrum boðið á vorsýningu þar sem sýndur var afrakstur þemavinnu

vetrarins.

Í lok maí var öllum foreldrum elstu barnanna boðið að vera við útskrift barna sinna. Félagar frá

Rauða krossinum komu og gáfu börnunum hjálma og lögreglan kom og var með smá

umferðarfræðslu.

Farið var í sveitaferð að Helgustöðum. Við lögðum fram nesti fyrir alla en foreldrafélagið greiddi

rútuna.

Haldin var sumarhátíð þar sem foreldrum var boðið að taka þátt í ýmsu glensi.

Um haustið kom út skóladagatal fyrir skólaárið.

Á auglýsingatöflu í fataklefum má finna fréttir og upplýsingar af starfinu, ásamt því að skoða

yfirlitsblöð yfir hópavinnu og ýmsar aðrar upplýsingar.

Heimasíðan var uppfærð reglulega þannig að upplýsingastreymi til foreldra ætti að vera gott.

7.2 Samstarf við grunnskólann

Lögð hefur verið áhersla á að miðla upplýsingum á milli skólastiga, deila hugmyndum, ræða

hugmyndafræði, kennslufræði og skipulag þessara skólastiga. Hljóm og þroskalisti eru upplýsingar sem

fylgja barninu í skólann. Allar upplýsingar sem fara héðan með barni eru með samþykki foreldra.

Page 15: Ársskýrsla Skólaárið 2009-2010 · 2011. 1. 18. · Ársskýrsla Leikskála skólaárið 2009-2010 _____ 9 5. Starfsáætlun ársins (Skóladagatal Leikskála 2009-2010) Eftirfarandi

Ársskýrsla Leikskála skólaárið 2009-2010

________________________________________________________________________________

15

Börn í elsta árgangi Leikskála fara í litlum hópum í heimsóknir í grunnskólann og börn frá grunnskólanum

koma í heimsókn á Leikskólann. Íþróttasal Grunnskólans höfum við einnig fengið lánaðan og fóru börnin

þangað í annarri hverri viku. Leikskólakennari sér um kennsluna.

Börn úr efraskólahúsi komu á degi íslenskrar tungu og lásu fyrir börnin, þetta reyndist vel og væntum við

þess að þetta samstarf haldist áfram.

7.3 Lengd viðvera grunnskólabarna

Lengd viðvera hefur aðsetur í leikskólanum. Það voru á milli 12 og 15 börn nýttu sér þjónustuna í vetur.

Í ár var boðið upp á heimanámsaðstoð tvisvar í viku og vettvangsferðir. Ekkert varð úr vettvangsferðum þar

sem börnin voru að koma og fara á mismunandi tímum og aðeins einn starfsmaður með hópinn. Gjaldskrá

var sú sama á milli ára. Þau börn sem nýttu sér þjónustuna virtust njóta sín vel

Farið var í viðræður við grunnskólann um að færa lengda viðveru til þeirra þar sem árekstrar voru í útiveru

barna á leikskólanum og barna í lengdri veðveru. Ekki varð úr þeirri tilfærslu.

.

7.4 Samstarf við rekstaraðila og ýmsa ráðgjafa

Við höfum átt ágætt samstarf við ýmsa aðila á árinu má þar meðal annars nefna:

bæjarstjóra, fræðslunefnd, fræðslufulltrúa, starfsmannastjóra, launafulltrúa, félagsmálafulltrúa, foreldrafélag

Leikskála, starfsmenn Áhaldahúss, sóknarprest, starfsfólk heilsugæslu,

Starfsmenn sem veittu ráðgjöf á árinu voru

Sonja Magnúsdóttir Talmeinafræðingur hún kom fjórum sinnum yfir árið.

Kristín Guðmundsdóttir Iðjuþjálfi kom

Júlía Sæmundsdóttir kom nokkru sinnum yfir veturinn..

Þökkum við þeim fyrir gott samstarf.

7.5 Samstarf við öldrunardeild sjúkrahússins.

Árgangur 2003 fór þrisvar í heimsókn upp á öldrunardeild sjúkrahússins. Börnin sungu,

Spiluðu bingó, og sýndu dans. Þetta reyndist mjög vel, börn, kennara og eldra fólkið skemmtu sér vel.

7,6 Brunavarnir

Slökkviliðsstjóri kom í heimsókn og fékk elstu börnin í lið við sig. Einu sinni í mánuði fóru tvö börn um

leikskólann og skoðuðu brunavarnir skólans, héldu skrá yfir það sem var ábótavant og hvað var í lagi. Í

lokin fengu þau viðurkenningu frá slökkviliðsstjóra.

Page 16: Ársskýrsla Skólaárið 2009-2010 · 2011. 1. 18. · Ársskýrsla Leikskála skólaárið 2009-2010 _____ 9 5. Starfsáætlun ársins (Skóladagatal Leikskála 2009-2010) Eftirfarandi

Ársskýrsla Leikskála skólaárið 2009-2010

________________________________________________________________________________

16

8.Viðhald og breytingar

8.1 Viðhald á húsi.

Farið yfir allar klemmuvarnir.

Farið var yfir allar gluggafestingar og þær lagaðar.

Skollaskál máluð

Forstofur og fataherbergi hjá deildum málaðar.

Sett var upp skilrúm inn á nautaskál.

Gert var við blöndunartæki á Selskál

Vaskaskápur opnaður til að skoða hvort að eitthvað væri í ólægi, mikil og vond lykt kemur við vaska

í eldhúsi . (ekki er en vitað hvaðan hún kemur.

8.2 Viðhald lóðar.

Skipt um sand í sandkassa.

Þrep í stiga lagað

Gera þarf endurbætur á bökkum leikskólans, þar var mikið og stórt geitungabú þegar við komum

aftur úr sumarfríi.

Ömmu og afa kaffi í sept. Nemar úr grunnskólanum lesa fyrir börnin.

Jólamatur Litlu jól

Page 17: Ársskýrsla Skólaárið 2009-2010 · 2011. 1. 18. · Ársskýrsla Leikskála skólaárið 2009-2010 _____ 9 5. Starfsáætlun ársins (Skóladagatal Leikskála 2009-2010) Eftirfarandi

Ársskýrsla Leikskála skólaárið 2009-2010

________________________________________________________________________________

17

9.Lokaorð

Enn einu viðburðarríku starfsári leikskólans er lokið og mörgum minnisverðum atburðum.

Leikskólinn er einsetin í dag sem þýðir að öll börnin koma inn fyrir hádegi og dvelja síðan mislengi fram

eftir degi. Gjaldskrá leikskólans hækkaði um 4% í janúar og börn í elsta árgangi fá nú gjaldfrjálsavistun í 10

mánuði þ.e. að borgað er fyrir júní mánuð fullt gjald. Sumarfríi leikskólans var frá 1. Júlí til 29 júlí en á

fræðslufundi í lok júní var ákveðið að lengja lokun um 1 og ½ dag þannig að leikskólinn opnaði ekki aftur

fyrr en 3. ágúst. Leikskólinn færði sumarfríið því fram um tvær vikur frá síðasta ári.

Aðbúnaður í skólanum er nokkuð góður en hafa þarf í huga að skólinn er 16 ára og ýmislegt farið að láta á

sjá. Skipta þarf út stólum og tölvur eru lélegar.

Verkefnið “Skóli á grænni grein” heldur áfram hjá okkur, er þetta mun auðveldara nú en áður eftir að bærinn

fór að taka við flokkuðum úrgangi. Miklar umræður hafa farið fram um skólamál í Fjallabyggð nú í vetur í

tengslum við sameiningu skólastiganna. Niðurstaðan var að lokum sú að Leikskálar og Leikhólar yrðu að

Leikskóla Fjallabyggða. Það segir okkur að skemmtilegur tími er framundan í umræðu og umfjöllun um

skólastarf. Mikil fagþekking er í báðum skólum og leggst það vel í okkur að fara af stað í haust og vinna að

sameiginlegri skólanámskrá fyrir skólann okkar Leikskóla Fjallabyggða.

Stiklað hefur verið á starfi leikskólans í skýrslunni og viljum við þakka bæjarstjóra, bæjarstjórn,

fræðslufulltrúa og fræðslunefnd fyrir gott samstarf og áhuga þeirra á að gera góðan leikskóla betri.

Við viljum vera leikskóli í þróun og er góð samvinna, endurmenntun og fræðsla fyrir kennara undirstaða

þess.

Kristín María Hlökk Karlsdóttir.

Aðstoðarleikskólastjóri.