4
VID SAUM SKRIMSLI ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ

Við saum skrimsli - leikskra

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Við saum skrimsli - leiksrka a flettiformi

Citation preview

Page 1: Við saum skrimsli - leikskra

Vid saum skrimsli

ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ

Page 2: Við saum skrimsli - leikskra

Listræn stjórn: Erna ÓmarsdóttirHugmynd: Erna Ómarsdóttir og Valdimar Jóhannsson Allt efni í sýningunni er unnið og skapað í samvinnu við dansara

Dansarar: Sigríður Soffía Níelsdóttir, Ásgeir Helgi Magnússon, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Sigtryggur Berg Sigmarsson, Valdimar Jóhannsson, Erna Ómarsdóttir

Söngur: Erna Ómarsdóttir, Valdimar Jóhannsson, Sigríður Soffía Níelsdóttir, Sigtryggur Berg Sigmarsson, Lovísa Ósk GunnarsdóttirKontrabassi: Borgar MagnasonKlarínett: Pierre-Alain Giraud

Tónlist: Valdimar JóhannssonBúningar: Gabríela Friðriksdóttir, Hrafnhildur HólmgeirdóttirAðstoð við búninga: Búningadeild ÞjóðleikhússinsLýsing: Lárus BjörnssonLjósastjórn: Jóhann Friðrik ÁgústssonHljóð: Halldór Snær BjarnasonLeikmunir og mótagerð: Heimir Sverrisson (aðrir leikmunir eru fengnir úr safni Þjóðleikhússins og einkasafni)Hárgreiðsla: Guðrún Erla Sigurbjarnadóttir, Þóra BenediktsdóttirFörðun: Ingibjörg G. HuldarsdóttirDramatúrg: Karen María JónsdóttirListræn ráðgjöf: Gabríela FriðriksdóttirÖnnur dramatúrgísk ráðgjöf: Brynhildur GuðjónsdóttirLjósmyndir: Bjarni GrímssonSviðsmaður: Einar Hermann EinarssonSýningarstjórn: Gunnar Gunnsteinsson Þúsund þakkir fá: Björk Guðmundsdóttir og fjölskylda, Arna og Freyja Geirsdætur, Gabríela Friðriksdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir, Heimir Sverrisson, Ómar Kristins-son, Kristín Geirsdóttir, Geir Ómarsson, Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir, hljómsveitin Reykjavík!, Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Ása Richardsdóttir, Smári Karlssson, Hrund Gunnsteinsdóttir, makar og börn, mömmur okkar og pabbar, og dýrið.Þúsund þakkir fær einnig Þjóðleikhúsið og allir hinir frábæru starfsmenn þess sem hafa hjálpað okkur að gera þessa sýningu að veruleika.Nafn sýningarinnar var búið til af Örnu Geirsdóttur, 5 ára.Textar eru að mestu leyti unnir upp úr sannsögulegum atburðum. Við sáum skrímsli er samstarfsverkefni Shalala og Þjóðleikhússins. Sýningin var styrkt af Menntamálaráðuneytinu, Listahátíð í Reykjavík, Kópavogsbæ, CNDC Anger, WPZimmer.

Frumsýning á Stóra sviði Þjóðleikhússins 20. maí 2011. Sýningar á Listahátíð í Reykjavík.

Page 3: Við saum skrimsli - leikskra

Kæra skrímsli,

Hvaðan komstu og hver bjó þig til? Þú birtist mér í draumi en núna ertu hér. Hvað viltu mér? Skrímsli fæðast í hugum okkar út frá ótta við lífið, náttúruna, myrkrið, hið óþekkta og dauðann.Skrímslin leynast allstaðar, stundum eru þau hulin en öðrum stundum eru þau auðþekkjanleg. Stundum taka þau sér jafnvel bólfestu í okkar eigin líkama. Útlitið getur vissulega blekkt og mörkin milli veruleika og ímyndunarafls verða stundum óljós. Við sáum skrímsli er ljóðrænt verk þar sem hryllingur eins og hann birtist í trúarbrögðum, þjóðsögum, kvikmyndum og í raunveruleikanum er skoðaður í gegnum dans, söng, tónlist og myndlist.

Page 4: Við saum skrimsli - leikskra