8
Gleðilegt sumar! Ásatrúarmenn fagna sumri að venju með blóti á sumar- daginn fyrsta, 22. apríl. Blótið hefst kl. 15 á lóðinni okkar í Öskjuhlíð, austan nýbyggingar Háskólans í Reykjavík. Allsherjargoði helgar blótið og goðar drekka til landvætta að venju. Þá verður vígður bautasteinn til heiðurs stofnanda og fyrsta allsherjargoða Ásatrúarfélagsins, Sveinbirni heitnum Beinteinssyni. Að því loknu flytjum við okkur yfir í félagsheimilið okkar að Síðumúla 15, þar sem börnin fá sumargjafir og við skemmtum okkur saman. Boðið verður upp á grillaðar pylsur að hætti ásagrills og fleira góð- gæti, sem við skolum niður með mjólk, gosdrykkjum og kaffi. Blóttollur er enginn og börn í fylgd foreldra, 12 ára og yngri, fá sumargjafir. Tóti trúður er væntanlegur eins og undanfarin ár. Að þessu sinni hyggst hann aðstoða börnin við þeirra eigin skemmtiatriði. Góða skemmtun! 1 ISSN 1670-6811 19. árg. 2. tbl. 2010. Útgefandi: Ásatrúarfélagi›, Sí›umúla 15, 108 Reykjavík Ritstjóri og ábyrg›arma›ur: Haukur Dór Bragason — [email protected] Umbrot og prentumsjón: Egill Baldursson

Vor Siður - 2. tbl. 2010

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Fréttabréf Ásatrúarfélagsins

Citation preview

Page 1: Vor Siður - 2. tbl. 2010

Gleðilegt sumar!Ásatrúarmenn fagna sumri að venju með blóti á sumar-daginn fyrsta, 22. apríl. Blótið hefst kl. 15 á lóðinni okkarí Öskjuhlíð, austan nýbyggingar Háskólans í Reykjavík.

Allsherjargoði helgar blótið og goðar drekka til landvætta að venju. Þáverður vígður bautasteinn til heiðurs stofnanda og fyrsta allsherjargoðaÁsatrúarfélagsins, Sveinbirni heitnum Beinteinssyni.

Að því loknu flytjum við okkur yfir í félagsheimilið okkar að Síðumúla15, þar sem börnin fá sumargjafir og við skemmtum okkur saman.

☕ Boðið verður upp á grillaðar pylsur að hætti ásagrills og fleira góð -gæti, sem við skolum niður með mjólk, gosdrykkjum og kaffi.

☺ Blóttollur er enginn og börn í fylgd foreldra, 12 ára og yngri, fásumargjafir.

〠 Tóti trúður er væntanlegur eins og undanfarin ár. Að þessu sinnihyggst hann aðstoða börnin við þeirra eigin skemmtiatriði.

Góða skemmtun!

1

ISS

N 1

670-6

811

19. árg. 2. tbl. 2010. Útgefandi: Ásatrúarfélagi›, Sí›umúla 15, 108 Reykjavík

Ritstjóri og ábyrg›arma›ur: Haukur Dór Bragason — [email protected]

Umbrot og prentumsjón: Egill Baldursson

Vor siður 2. tbl. 2010_Vor sidur 2006 14.4.2010 09:47 Page 1

Page 2: Vor Siður - 2. tbl. 2010

2

Frá ritstjóraFréttabréf Ásatrúarfélagsins hefur nú fengið nýtt netfang, [email protected] uppfærið í netfangaskrám ykkar ef við á, því hið gamla fellur úr notkunvið útgáfu þessa tölublaðs. Ég hvet félagsmenn — og gildir þá einu hvort um goðaeða óbreytta er að ræða — til að senda mér greinar til birtingar í blaðinu. Fræði -greinar, vísur, hugvekjur, endurminningar eða hvað annað það sem tengist heiðnumsið eða skyldum viðfangsefnum — allt er þetta velkomið. Látið ekki áhyggjur af mál-fari né stafsetningu aftra ykkur, því færir menn sjá um prófarkalestur áður en blaðiðer sent í prentun.Goðar félagsins báðu mig að koma þeirri áminningu á framfæri til þeirra, sem

hafa hug á að nýta sér þjónustu þeirra í sumar, að huga snemma að skipulagningunni.Þannig er mál með vexti að nú þegar hefur talsvert verið bókað af athöfnum auk þesssem mikið verður um minni blót í héraði, og því ljóst að goðar okkar verða önnumkafnir í sumar.Að endingu vil ég auglýsa að lögrétta óskar eftir sjálfboðaliðum til að hjálpa til

við undirbúning blóta. Er þá helst átt við flutninga á munum til og frá blótsstað ogannað í þeim dúr. Þeir sem hafa áhuga á að leggja okkur lið, sendið endilega línu ánýtt netfang Vors siðar. Þannig má koma upp póstlista sem nýta má til að kannahvaða hendur séu á lausu fyrir blót hverju sinni. Margar hendur vinna létt verk!

Haukur Dór Bragason

RúnakvæðiÍslenska og norska rúnakvæðið fjalla um hin 16 tákn yngri rúnaraðarinnar. Hið fyrrnefnda er oft nefntÞrídeilur og er talið vera frá 15. öld. Hið norska er mun eldra — talið frá 12. öld. Kvæðin eru ólík en svipatil hvors annars og einnig til þess engilsaxneska.

Hlutverk rúnakvæðanna er óráðið. Hugsanlega er um nokkurs konar „stafrófsvísu“ að ræða; rímaðaog merkingarlausa þulu til að muna röð rúnatáknanna. Hugsanlega er um djúpstæða merkingu að ræða,spádómskvæði eða galdratól. Birtist hér norska rúnakvæðið og mun hið íslenska fylgja í næsta tölublaði.Útgáfa þessi er sú sem finna má í riti Matthíasar Viðar Sæmundssonar, Galdrar á Íslandi (1992).

Fé veldur frænda rógi; fæðist úlfur í skógi.

Úr er af illu járni; oft (h)leypur hreinn á hjarni.

Þurs veldur kvenna kvillu; kátur verður fár af illu.

Óss er flestra ferða för; en skalpur er sverða.

Reið kveða (h)rossum ve(r)sta; Reginn sló sverðið besta.

Kaun er barna bölvan; böl gerir ná fölvan.

Hagall er kaldastur korna; Kristur skóp heiminn forna.

Nauð gerir (k)nappa kosti; naktan kelur í frosti.

Ís köllum brú breiða: blindan þarf að leiða.

Ár er gumna góði; get eg að örr var Fróði.

Sól er landa ljómi; lúti eg helgum dómi.

Týr er ein(h)endur ása; oft verður smiður að blása.

Bjarkan er laufgrænstur lima; Loki bar flærða tíma.

Maður er moldar auki; mikil er greip á hauki.

Lögur er, er fellur úr fjalli, foss; en gull eru (h)nossir.

Ýr er veturgrænstur viða; vant er, er brennur, að svíða.

Vor siður 2. tbl. 2010_Vor sidur 2006 14.4.2010 09:47 Page 2

Page 3: Vor Siður - 2. tbl. 2010

3

FriggjardagurEins og lesendum Vors siðar er fullkunnugt, er Ísland eina germanska landið, þar semtekizt hefur að þurrka út hin fornu heiti vikudaganna. Það mun vera Jón „helgi“Ögmundsson, biskup á Hólum, sem ber ábyrgð á þessu velheppnaða menningarlegaskemmdarverki — árið 1107! Þó tókst til allrar hamingju ekki að breyta mánadegi íannandag og sunnudegi í drottinsdag.Laugardagur, sunnudagur og mánudagur hafa því, þrátt fyrir allt, haldið velli sem

betur fer. Reyndar hef ég haft veður af tilgátum um, að laugardagur hafi verið kennd-ur við Loka. Af ýmsum ástæðum gef ég ekki mikið fyrir slíkar vangaveltur og bendiá, að fyrir örfáum öldum var laugardagur kallaður „løverdag“ á dönsku. Látum þaðliggja.Flestar kenningar hafa verið á lofti um upprunalegt heiti föstudags. Til er heitið

frjádagur, sem ég veit varla, hvað ég á að gera með, enda tel ég um að ræða mis-skilning eða afbökun. Þó skal þess getið, að til er sögnin „frjá“, sem á skáldamáli þýðirað elska, svo nafnið getur varla talizt fjarstæða, þegar dagurinn er víðast hvar nefnd-ur eftir ástargyðju meðal evrópskra þjóða.Fólk hefur talið daginn kenndan við ýmist Frey, Freyju, eða Frigg. Freysdagur er

fljótafgreiddur, því Vísindavefur HÍ svarar spurningu þar um á óyggjandi hátt: „Svariðer nei; þetta er hreint ekki vitað með vissu heldur er þetta rangt!“ Eftir standa þáfreyjudagur og friggjardagur, en flestir virðast hallast að fyrrgreinda nafninu. Því er égeindregið ósammála, þrátt fyrir það, að latneskt heiti dagsins sé dregið af ástargyðjunniVenusi og þá staðreynd, að Íslensk orðabók nefnir frjádag og freyjudag, en hvorkifreysdag, né friggjardag. Ég tel einfaldlega þá annars ágætu bók hafa rangt fyrir sérhvað þetta varðar.Lítum á nokkur atriði, sem renna stoðum undir réttmæti heitisins friggjardagur:

1. Þriðju-, miðviku- og fimmtudagur bera nöfn Týs, Þórs og Óðins, sem allir eruæsir. Því skýtur óneitanlega skökku við, að föstudagur skuli bera nafn gyðjuaf vanaætt.

2. Þótt nærtækt sé að álykta, að freyjudagur sé rétt þýðing hins latneska heitis,Veneris, er engan veginn víst að svo sé. Fræðimenn hafa bent á, að óskýrmörk séu milli Freyju og Friggjar, sérstaklega á sunnanverðu menningarsvæðiGermana.

3. Sé gert ráð fyrir, að vikudaganöfnin hafi borizt norður eftir Evrópu frá Rómar -borg, hafa þau farið um stór svæði, þar sem vanir voru óþekktir. Mér vitan-lega er vanatrú norðurgermönsk.

4. Föstudagur heitir á færeysku „fríggjadagur“.

Ég skal fúslega játa, að hér með hef ég ekki fært endanlegar og óyggjandi sönnur á,að föstudag beri að kalla friggjardag. Ég tel þó yfirgnæfandi líkur á, að þannig sé ípottinn búið og mun halda áfram að kalla síðasta almenna vinnudag vikunnarfriggjar dag.

Óttar Ottósson

Vor siður 2. tbl. 2010_Vor sidur 2006 14.4.2010 09:47 Page 3

Page 4: Vor Siður - 2. tbl. 2010

Af hofi og bautasteiniÞað var strax árið 1973, sem Ásatrúarfélagið sótti um lóð undir hof fyrir starfsemisína. Sú beiðni var svæfð hjá borginni og var ef til vill óraunhæf.Um 1991 bauðst félaginu að kaupa „norska bakaríið“ í Grjótaþorpinu, Fischer -

sund 3, sem þá var ansi illa farið. Allsherjargoðinn lagðist gegn því, ásamt öðrumhelmingi félagsmanna, svo horfið var frá því. Allar götur síðan hefur verið starfandihofnefnd, með hléum þó, en það var ekki fyrr en um 1997 að Reykjavíkurborg undirforystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur styrkti félagið myndarlega til að festa kaup áefstu hæðinni á Granda garði 8.Það var mikil lyftistöng fyrir félagsstarfið að hafa fastan samastað og félagsmönnum

fjölgaði hratt miðað við fyrri ár. En á endanum varð húsnæðið dragbítur fyrir félagið(það eru reyndar skiptar skoðanir á því), þannig að félagsgjöld dugðu rétt fyrir afborg-unum af lánum sem lækkuðu ekkert. Þegar fara átti í tug- eða hundruð milljóna krónaframkvæmdir á húsnæðinu, þegar útrásin á Íslandi var í hvað mestum blóma, varákveðið að selja eignina og leggja söluandvirðið í hofbyggingarsjóð, en félagsfólk varstöðugt að vinna að því að finna lóð fyrir hofbyggingu. Mér er sagt að nokkrir borgar-stjórar séu búnir að fá beiðni inn á borð til sín, en það var ekki fyrr en árið 2006, þegarVilhjálmur Þórmundur Vilhjálmsson var borgar stjóri, sem hreyfing komst á hlutina.Eftir marga göngutúra með ýmsum góðum mönnum um Öskjuhlíðina, fengum

við vilyrði um að fá að vera í Leynimýri. Seinna vorum við svo færð suð-vestar íhlíðina, og þar tókum við allra fyrstu skóflustunguna fyrir hofbyggingu. Þetta varæfing, því á daginn kom að flugumferðarstjórn átti eftir að fjalla um málið og eftirfund með henni kom í ljós að þessi staður reyndist þetta vera sá óheppilegasti fyrirhofbyggingu, með tilliti til aðflugs, í allri Öskjuhlíðinni. Enn fóru menn að þrammaum hlíðina í misjöfnu veðri og höfðu á orði að við þetta spöruðust peningar í rækt-ina! Að endingu fundum við þó heppilegan stað með tilliti til flugsins. Borgarstjórivar tillögunni samþykkur og þá varð ekki aftur snúið.Eftir tiltölulega fáa mánuði, miðað við fyrri afgreiðslur frá borginni, var Ása-

trúarfélaginu sent bréf (jan. 2007), um að búið væri að úthluta félaginu lóð. Það varðmikill léttir fyrir okkur, sem vorum að vasast í þessu og við héldum að málið væri íhöfn. Við skipuðum byggingarnefnd sem átti að hafa samband við arkitekta og fylgjamálinu eftir. Fundir voru haldnir reglulega og þegar teikningarnar bárust, fengum viðí lið með okkur Hauk Viktorsson arkitekt sem faglegan ráðgjafa. — Svo hrundi allt!— Við töpuðum nokkrum milljónum og það hægðist á öllu. Menn voru að átta sigá hlutunum. Nú erum við bjartsýn, enda farið að vora, og ætlum að fara af stað aftur.Arkitektunum, sem áttu áhugaverðustu teikningarnar, verða sendar ítarlegri upp -lýsingar og þeir beðnir um að útfæra þær enn betur og öðrum leyft að vera með semþað kjósa, en án greiðslu þó.

Á meðan að á þessu stóð var auðvitað unnið í öðrum málum, svo sem gerð bauta-steins til heiðurs Sveinbirni Beinteinssyni, fyrsta allsherjargoða okkar. Steininn stóðtil að reisa við veginn að Draghálsi, og stendur það til enn. Vegagerðin er hins vegarbúin að ákveða að færa til veginn yfir Dragann, en staðsetning steinsins ræðst svo-

4

Vor siður 2. tbl. 2010_Vor sidur 2006 14.4.2010 09:47 Page 4

Page 5: Vor Siður - 2. tbl. 2010

lítið af því hvar vegurinn kemur til með að liggja. Eftir bankahrunið er ekki lengurfyrirsjáanlegt hvenær farið verður í þær aðgerðir. Við ákváðum því að fresta fram-kvæmdum þar, en reisa annan stein á lóðinni okkar í Öskjuhlíð. Efnið í hann erþegar komið í steinsmiðju til samsetningar og koparplata með brjóstmynd af goðan-um, eftir Pál á Húsafelli, bíður þess að verða fest á steininn.Ég pantaði mann hjá mælingadeild borgarinnar til að merkja lóðina með hælum,

svo hægt yrði að staðsetja steininn af einhverri nákvæmni inni á lóðinni. En vitimenn, borgarráð var ekki búið að gefa út byggingarleyfi til félagsins og við tók nokk-urra mánaða ferli í kerfinu til að koma því í gegn og enn er fyrirvari varðandi bygg-inguna vegna þess að lagnaframkvæmdir eru ekki ennþá komnar á fjárlög borgar-innar. Ég vil taka það skýrt fram að starfsmenn borgarinnar stóðu sig með miklumágætum, en þetta gekk eitthvað erfiðlega pólitískt.Lóðin stendur við Menntasveig 15, 101 Reykjavík, og mér skilst að þegar fólk

gengur frá Háskólanum í Reykjavík, yfir til okkar, verði það að fara Menntaveginn!Steinninn verður vígður á sumardaginn fyrsta, stofndegi félagsins — degi sem ég

veit að var Sveinbirni mjög kær, með verðugri athöfn kl. 15, þórsdaginn 22. apríl 2010.

Ég skora á allt ásatrúarfólk, vini og velunnara Sveinbjarnar og Ásatrúarfélagsins, aðfjölmenna á þennan einstaka atburð í sögu félagsins.

Egill Baldursson

5

Byggingarlóð Ásatrúarfélagsins við Menntasveig 15, 101 Reykjavík.

Vor siður 2. tbl. 2010_Vor sidur 2006 14.4.2010 09:47 Page 5

Page 6: Vor Siður - 2. tbl. 2010

6

ð g

-

l r

- u

r

n ,

r í

, í g

- ð

.

Heimboð að utanÍ kjölfar þátttöku undirritaðs í alþjóðlegu heiðingjamóti á Jótlandi sl. sumar hafatengsl okkar við erlend systurfélög Ásatrúarfélagsins styrkzt verulega. Þannig hafaokkur borizt a.m.k. 3 tilboð um þátttöku í samkomum erlendis.Heimboðin eru þessi:

DANMÖRK: Forn Siðr - Asa- og Vanetrosamfundet i Danmark. www.fornsidr.dk Alting (allsherjarþing). Jótland, 21.–24. maí.Frítt fæði og húsnæði og ekkert þátttökugjald fyrir 2 gesti héðan.

NOREGUR: Åsatrufellesskapet Bifrost. www.bifrost.no Ting (allsherjarþing). Björgvin, 13.–16. maí.Blóttollur er NOK 655, en ókeypis fyrir börn yngri en 15 ára. Óljóst er, hvorterlendum gestum sé gert að greiða tollinn.

ÞÝZKALAND: Verein für Germanisches Heidentum e.V. www.vfgh.de VfGH Bundesthing 2010 (allsherjarþing). Þjóðgarðurinn Lüneburger Heide íN-Þýzkalandi, 13.–16. maí.Frítt fæði og húsnæði og ekkert þátttökugjald fyrir 1–2 gesti héðan.

Þar eð þátttaka fulltrúa Ásatrúarfélagsins hefur enn ekki verið rædd í lögréttu, ermælzt til, að þeir sem áhuga hafi snúi sér til undirritaðs hið allra fyrsta.Eins og áður er ýjað að, þekki ég þetta fólk vel og hika því ekki við að gefa því

mín beztu meðmæli. Samvera með erlendum trúbræðrum okkar og -systrum er ávalltnotaleg, gefandi — og eftirminnileg.

Óttar Ottósson, [email protected].

Ungir heiðingjarUngir heiðingjar er félagsstarfsemi innan Ásatrúarfélagsins sem hóf göngu sína vorið2009 og er í umsjá Ebbu Unnsteinsdóttur, Sigríðar Sirrýjar Dagbjartsdóttur og Mar -grétar Björnsdóttur. Ætlun okkar með Ungu heiðingjunum er að styrkja félags-virknina innan Ásatrúarfélagsins og halda utan um viðburði þess auk okkar eigin.Þetta hófst með gróðursetningu á reit Ásatrúarfélagsins í Heiðmörk. Þar beið

Egill Baldursson sem vísaði okkur leiðina að reitnum. Ánægja hans með hugmyndirokkar blés í okkur meiru lífi og var í framhaldi þess sett upp síða Ungra heiðingja ásamskiptavefnum Facebook. Við fengum frábærar og jákvæðar viðtökur með til-komu síðunnar og lá leiðin að frekara samstarfi við Ásatrúarfélagið eftir það.Á síðasta ári héldum við tvo viðburði sem við höfum ákveðið að halda árlega á

okkar vegum. Á Fjörukráarhittingnum í tilefni Víkingahátíðarinnar var rifjuð uppforn menningararfleifð okkar og á hittingi okkar á tjaldsvæðinu í Heiðmörk vargrillað, tjaldað og góðrar stundar notið í blíðskaparveðri við varðeld langt fram ánótt. Þeir sem vildu höfðu heiðrúnardropa við hönd. Það var tilviljun ein að hitt-

Vor siður 2. tbl. 2010_Vor sidur 2006 14.4.2010 09:47 Page 6

Page 7: Vor Siður - 2. tbl. 2010

ingurinn í Heiðmörk var haldinn 4. júlí, á fæðingardegi Sveinbjarnar heitinsBeinteinssonar, eins af stofnendum Ásatrúarfélagsins og fyrrum Allsherjargoða. Íkjölfarið var því ákveðið að nefna þann viðburð Sveinbjarnarblót með leyfi Ása-trúarfélagsins og verður hann haldinn árlega þá helgi sem næst er afmælisdegiSveinbjarnar.Það ríkir tilhlökkun hjá okkur að endurtaka þessa viðburði og vonum við að sem

flestir sjái sér fært að mæta á þá auk annarra á árinu. Viljum við benda lesendum áað við höfum skipulagt félagsvist á fimmtudeginum 29. apríl svo endilega takið dag-inn frá. Nánari upplýsingar munu koma innan skamms á Facebook-síðu okkar.Okkur langar að nýta pistilinn í að þakka Agli, Höllu, Öldu, Böðvari og Hauki

fyrir frábæra aðstoð við uppbyggingu hópsins og starfseminnar.

Ebba, Sirrý og Margrét

7

Gróður- og grillblót fjölskyldunnar við Skóg ræktar -stöðina á Mógilsá á KjalarnesiLaugardaginn 22. maí kl. 14:00 verður haldið gróðurblót við Skógræktarstöðina ílandi Mógilsár. Safnast verður saman í skjólsælum lundi við húsið og verður leiðinvel merkt.

✓ Jóhanna Harðardóttir, kjalnesingagoði, helgar blótið og síðan verður grillað,spjallað og skemmt sér fram eftir degi í fögru umhverfi. Bakað verður skógar-brauð og leitað að földum eggjum í skóginum.

✓ Allir eru velkomir.✓ Munið að taka með ykkur eitthvað á grillið og klæða ykkur eftir veðri þótt alltaf

sé skjól í skóginum.✓ Sauna-kofinn er opinn fyrir þá sem vilja, svo og aðgangur að hreinlætisaðstöðu

hússins.

Vor siður 2. tbl. 2010_Vor sidur 2006 14.4.2010 09:47 Page 7

Page 8: Vor Siður - 2. tbl. 2010

Frá lögsögumanniSkömmu eftir útkomu þessa tölublaðs rennur upp hinn eini hátíðisdagur og almennifrídagur, sem rekja má beint til heiðni, án þess að framandi trúarbrögð komi þar neittvið sögu, nefnilega sumardagurinn fyrsti. Þess vegna er það mér sérstakt ánægjuefniað geta sagt og skrifað: Gleðilegt sumar, kæru félagar!Allnokkrar breytingar hafa átt sér stað á stjórnskipan Ásatrúarfélagsins síðan Vor

siður kom síðast út. Upphaf þess máls má rekja til afsagnar lögsögumanns, Öldu VöluÁsdísardóttur, sem kosin var til lögréttu öðru sinni á allsherjarþingi í október 2009.Úrsögn Öldu Völu, 3. marz síðastliðinn, hafði óhjákvæmilega uppstokkun lögréttu íför með sér. Fyrst þurfti að manna lögsögumannsembættið, sem var raunar einfaltmál, því það er hlutverk staðgengils lögsögumanns að hlaupa í skarðið þegar lögsögu -maður forfallast á einhvern hátt. En þar eð þrír af fjórum kjörnum fulltrúum, semeftir sátu í lögréttu, eru fyrrverandi lögsögumenn, var henni svo sem ekki mikillvandi á höndum við mönnunina. Á lögréttufundi 16. marz síðastliðinn var nýskipanlögréttu svo staðfest, þannig að undirritaður tók sæti lögsögumanns, þáverandi ritari,Lára Jóna Þorsteinsdóttir, varð staðgengill lögsögumanns, Haukur Dór Bragason kominn sem varamaður og tók við ritaraembættinu. Önnur embætti kjörinna lögréttu-fulltrúa eru óbreytt. Þó skal þess getið, að Böðvar Þórir Gunnarsson hefði að ölluóbreyttu að taka sæti í lögréttu í stað Hauks, þar eð Böðvar var 1. varamaður, envegna fyrirsjáanlegra breytinga á högum Böðvars var Haukur látinn ganga fyrir, ífullri sátt allra hlutaðeigandi. Ennfremur var við sama tækifæri staðfest sú breyting,að staðgengill allsherjargoða er nú Jóhanna G. Harðardóttir í stað Jónínu K. Berg.Full sátt var einnig um þau býti. Lögrétta er því þannig skipuð:

Óttar Ottósson lögsögumaðurLára Jóna Þorsteinsdóttir staðgengill lögsögumannsHaukur Dór Bragason ritari

Halldór Bragason gjaldkeriEgill Baldursson meðstjórnandi

Böðvar Þórir Gunnarsson varamaðurHilmar Örn Hilmarsson allsherjargoðiJóhanna G. Harðardóttir staðgengill allsherjargoða

Vonandi eru þessi málalok félögum að skapi, en að öðrum kosti gefst tækifæri til aðná fram breytingum á næsta allsherjarþingi í haust.Að lokum skal minnt á símatíma Ásatrúarfélagsins, sem er á týsdögum og þórs-

dögum kl. 14–16. Ennfremur opið hús félagsins á laugardögum kl. 14–16. Sími félags-ins er 561-8633, en netfangið [email protected] og veffangið www.asatru.is.

Til árs og friðar,Óttar Ottósson,lögsögumaður.

8

Vor siður 2. tbl. 2010_Vor sidur 2006 14.4.2010 09:47 Page 8