14
ICELANDIC 23 tbl. Október 2011 - ISSN 1670-8776 Útgefandi: Guðmundur R Lúðvíksson, myndlistamaður Meðal efnis; Saatchi Gallery ( frh ). Cartoon Gallery London Texti; Hvað með það ! Um skopmyndagerð. Vissir þú. Læknirinn. Hver hefur sinn dj... að draga. Listasafn Reykjanesbæjar. LP / CD Cover Forsíðumynd; “London I Love“ G R Lúðvíksson ðl fi

Trodningur 23 tbl

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Trodningur 23 tbl. Free Art Magazine. Privade by Gudmundur R Ludvikssoon

Citation preview

Page 1: Trodningur 23 tbl

ICELANDIC

23 tbl. Október 2011 - ISSN 1670-8776

Útgefandi: Guðmundur R Lúðvíksson, myndlistamaður

Meðal efnis;

Saatchi Gallery ( frh ) .

Cartoon Gallery London

Texti; Hvað með það !

Um skopmyndagerð.

Vissir þú.

Læknirinn.

Hver hefur s inn dj . . . að draga.

Listasafn Reykjanesbæjar.

LP / CD Cover

Forsíðumynd; “London I Love“ G R Lúðvíksson

ð l f i

Page 2: Trodningur 23 tbl

London I Love 2011

Að þessu sinni ætlar Troðningur að gera nokkur skil í myndum og máli af ótrúlegri götulist sem virðist hafa fest rætur m.a í London. Þessa list eða menningu má kalla “afl eiðing” og felst í því að koma fyrir úti á götum á almannafæri restum af neyslu dagmenningarinnar. Þessa hluti af “menningunni” má orðið sjá um alla borg. Nánast um allt í alfaraleið, fyrir framan íbúðarhús, verslanir og hótel. Oft á tíðum eru þessir skúlptúrar í nokkra daga, en eru svo fjarlægðir og aðrir samskonar koma í staðinn. Þetta verður því eins

og nokkurskonar hreyfi mynd í huganum, ef maður leggur á minnið hverja útsetningu fyrir sig. Svo sjálfsagðir eru þessir skúlptúrar í umhverfi hversdagsleikans að nánast engir taka eftir eða láta sig nokkuð varða. Engin þessara skúlptúra er merktur höfundum, nema þá helst að tengja má þá við staðsetningu hvers og eins. T.d við götunúmer, götuheiti, verslun eða hótel þar sem hver og einn skúlptúr stendur fyrir framan. Margskonar efni eru þarna notuð en þó er plast og pappír hvað algengastur.

Page 3: Trodningur 23 tbl

5

London I Love 2011

Sum af þessum verkum gefa frá sér lykt sem fl estum þykir ekki pen. Hvað um það, daglega koma ný verk á göturnar sem fólk getur virt fyrir sér og þefað af. Ég velti því fyrir mér ef listamenn færu allir með verk sín út á götur, fyrir framan íbúðarhús, hótel, verslanir eða á næsta götuhorn, hvort umburðarlindi fólksins yrði það sama og þessi verk fá að njóta ?

Það er í raun nokkuð merkilegt umburðarlyndi sem þessum umhverfi sverkum eru sýnd af öllum. Fólkinu, bæjaryfi rvöldum og eigendum verkanna. Sjálfsagt er í þessum verkum ákveðin fe-gurð og ljótleiki. En að mestu er þó umgengnisháttur mannsins sjálfs og regluverkið um allt mögulegt. Ef hundur kúkar á götu þykir það afar hvimleitt og eigendum ber að bera á sér sérstakan plastpoka og hirða upp ósó-mann. Það er sem sé engin fegurð í hundakúk. Þó man ég eftir einu verki í Rotterdam, nánar í fínustu göngugötunni, að þar er kopar verk eftir einhvern listamann, af hundakúk á götunni !Hvað um það, þá sá ég ákveðna fegurð eða eigum

við að segja einhverskonar lifandi umhverfi sverk um alla London þegar ég á dögunum heimsótti borgina í mína árvissu menningaferð til þessarar mögnuðu borgar.

Þótt sumum kunni að virðast sem hér sé verið að gera lítið úr eða sýna einhvern ljótleika á borginni London, þá er það ekki svo frá hendi Troðnings. London er eins og áður sagði, mögnuð og falleg borg. Söfn og gallerí í hæsta gæðafl okki. Byggingar stórkostlegar og mannlífi ð margbrotið. Hér er aðeins verið að benda á þann möguleika að skoða allt frá hinum ýmsu hliðum í fegurð og ljótleika, sem er æri mismunandi mat hjá fólki.

London hefur kveikt lítinn neista í minni menningarreisu, sem á örugglega eftir að verða að einhverju. Myndirnar hér ættu alls ekki að draga úr hjá nokkrum manni að heimsækja London. Svo margt er hægt að gera þar og njóta. London I Love 2011

Page 4: Trodningur 23 tbl

CARTOON MUSEUM - LONDON - UK

Cartoon Museum London

Cartoon Museum London

Cartoon eða skopteikningar eru ekki hátt skrifaðar innan listarinnar. Segja má að skopteiknarar eigi nokkurskonar samleið með grínleikurum hvað þetta varðar. Þó er alveg á hreinu að skopteiknun krefst hæfi leika,

listrænt innsæi og gríðarlegrar þjálfunar og svo ekki sé talað um einfalda en hnitmiðaða framsetningu.Á Íslandi er afar lítil hefð fyrir skopteikningum, en þó má segja að á síðustu árum hefur hún vaxið og fengið meira vægi. Án efa eiga þar nokkrir brautryðjendur mikinn þátt. Má nefna, Halldór Pétursson, Sigmund, og alla þá sem komið hafa að teiknimyndablaðinu Gisp. ( Aðstandendur blaðsins, sem eru auk Halldórs, Bjarni Hinriksson, Jóhann Torfason og Þorri Hringsson . ) Þar hæst ber örugglega skopteiknarinn Halldór Bragason sem lengi teiknaði fyrir Morgunblaðið en er nú hjá Fréttablaðinu.

Troðningur notaði tækifærið og heimsótti eina “Safnið” sem hýsir skopmyndagerð í London.

Því má skjóta hér inn að á heimsvísu eru ekki mörg söfn tileinkuð þessari listsköpun, og einnig má geta þess að Menningamiðstöðin Gerðuberg í Reykjavík hefur gert þessari tegund fl ott skil með sýningu og umfjöllun.

Cartoon Museum í London er ekki stórt safn. Það er í hliðargötu rétt við Oxford St. Þegar komið er inn er gengið í gegnum verslun safnsins og þaðan inn í aðal miðjurímið. Í safninu eru verk eftir marga helstu skopteiknara frá öllum tímum. Megin hluti safnsins eru gefi n verk eða lánuð annaðhvort af höfundum eða eigendum. Í safninu er einnig kennslurými fyrir börn sem vilja læra undirstöðuatriðin í skopmyndagerð.

Page 5: Trodningur 23 tbl

MUSEUM http://www.cartoonmuseum.org/

Á annari hæð.

Kennslurými fyrir börn.

Spéspegill.

Verslun í safninu.

Safnið séð frá götunni.

Hluti af sýningarrými.

Page 6: Trodningur 23 tbl

Texti ! Skopteikningar

Hvað með þaðSamið 8. maí 2009

Það var haustið sem að heimur féll

hundrað miljarðar fengu skell.

Inn á börum drukku börnin kók

bisness víkingarnir – sögðu jók.

Svo kom bretinn með allar bissurnar

og beitti þeim á rauðu hrissurnar.

Þá landsfaðirinn lék á píanó

en lýðurinn tapaði og að lokum dó.

Hvað með það

það er ekkert að.

Hvað með það

allt á leið í kaf.

Hvað með það.

Þá kom búsáhalda byltingin

blés á allan spilltan hryllinginn.

Pottar og pönnur slógu fastan takt

peninga og banka skal nú niður lagt.

Teikning: Halldór Baldursson

Teikning: Guðmundur R Lúðvíksson

Teikning: Sigmund Jóhannsson Baldvinsen

Listasafnssalur;

1 September - 16 OktóberDúkkur / DollsValgerður Guðlaugsdóttir

Bíósalur;

1 September - 16 OktóberSamnorrænt verkefni; Óvættir og aðrar vættirOgres and other CreaturesNordic print making projectThe works of 12 - 15 year old teenagers from Ice-land, Norway and Swedenbased on legends from their countries

Page 7: Trodningur 23 tbl

Um skopmyndir og teiknimyndasögur. 1.

Hvenær kom fyrsta

teiknimyndasagan út?

Hver var tilgangur hennar og

um hvað var hún?

Ef nefna á einhvern einn mann væri það Svisslendingurinn Rodolphe Töpffer (1799-1846). Hann er upphafsmaður andhetjuhefðarinnar innan myndasagna en hans sögur fjölluðu gjarnan um árangurslitla og hlægilega baráttu vonlausra manna við samfélag og náttúru.

Uppruni listforma er yfi rleitt ekki ákveðið ár eða dagur, heldur mótast hefð og verður til á löngum tíma. Myndir og myndmál eru eldri tjáningarform meðal manna en ritmál með sértækum táknum, eins og hljóðstafrófi ð okkar. Hellamálverk virðast mörg vera málaðar frásagnir af atburðum. Egypskar híeróglýfur eru einnig notaðar til frásagna af atburðum,

sönnum eða skálduðum. Hér á eftir verður rakið hvernig myndasagan mótast til þeirrar myndar sem við þekkjum hana, á síðustu öldum.

Teiknimyndasögur eru sögur sagðar í myndum sem styðjast fyrst og fremst við ritmál til að birta samtöl. Uppruna þeirra sem fjöldamiðils má rekja til upphafs prentlistar, en strax í kringum 1550 eru prentaðar þýskar tréristur, myndasögur sem fjalla um líf dýrlinga, kraf-taverkasögur úr samtímanum, gamansögur um kynlegar ástir og áróður gegn Gyðingum.

Árdagar myndasagna Á 17. öld ber nokkuð á áróðursmyndasögum í kringum trúardeilur og stjórnmálaátök, aðallega í Þýskalandi og Hollandi. Einna best

þekkt af þessum sögum er saga þrjátíu ára stríðsins, gerð af Hollendingnum Callot.

Hollenski listamaðurinn Romeyn er sá fyrsti til að helga sig fyrst og fremst myndasögugerð. Hann fjallaði einnig um pólitíska viðburði í sínum sögum.

Meinlegar harðstjórnar-eiginkonur eru vinsælt viðfangsefni hæðinna myndasagna í Þýskalandi á 17. öld -- þær má enn sjá í myndasögum á borð við Gissur Gullrass. Þá ber og á glæpasögum á 18. öld og til verður rómantísk ímynd utangarðsglæpamanna, sem skilar sér í spæjarasögum síðar meir. Hollendingar framleiða á sama tíma nokkuð af myndasögum

ætluðum börnum. Um miðja 18. öld gera Rússar líka háðskar myndasögur um ýmis efni.

Myndasögur Bretans Hogarths þykja listilegur tilbúningur. Sögur hans voru oftar en ekki hæðinn farvegur samfélagsádeilu. En í þeim var ekkert stuðst við talmál og þær voru fl estar sagðar í einum ramma.

Samlandar Hogarths, Rowlandson og Gillray halda fram hefð hans en ganga lengra í skrumskælingum og ýkjum. Þeir og fl eiri Bretar einfalda teiknimyndirnar og auka um leið táknræni – nota bakgrunn og umhverfi til að gefa stétt og stöðu til kynna með einstökum hlutum, skissa upp arin frekar en teikna heila stássstofu.

Svisslendingurinn Rodolphe Töpffer hefur hins vegar verið nefndur faðir teiknimyndasögun-nar. Hann lifði fyrri hluta 19. aldar og leggur til myndasöguhefðarinnar hennar helstu aðalsmerki til okkar daga:Andhetjuna sem stritar marklaust og hlægilega gegn örlögum og óvinveittu samfélagi.„Markvisst markleysi“ í frásögn, útúrdúrar og uppákomur sem vart koma fl éttu sögunnar við.Og síðast en ekki síst: Skissulegar teikningar þar sem raunsærri þrívídd var kastað fyrir róða en áhersla lögð á hreyfi ngu og spennu.Siðferðisboðskapur sagna hans var óræður þar sem hefðbundið orsakasamhengi glæps og refsingar var hunsað.

Myndasögur sem upp úr miðri 19. öld taka að birtast í dagblöðum og tímaritum eru fl estar undir sterkum áhrifum frá Töpffer.

Teikning; GRL

Page 8: Trodningur 23 tbl

Um skopmyndir og teiknimyndasögur. frh. 2.

Bresku hjónin Marie Duval og Charles Ross lögðu persónuna Ally Sloper til myndasöguhefðarinnar. Hann var fyrsta framhaldspersóna myndasagnanna, það er fyrsti fastagestur í blaði.

Fyrsti listamaðurinn til að hafa myndasögur að atvinnu var Þjóðverjinn Wilhelm Busch á seinni hluta 19. aldar. Hann gaf bæði út í blöðum og bókum. Bækurnar gerðu honum kleift að gera lengri sögur en annars tíðkuðust. Sögur hans byggja á hefð Töpffers en eru rökvísari og jarðbundnari. Best þekktar meðal persóna hans eru stráklingarnir Max og Moritz, en tvíeyki af þeirra toga enduróma um alla sögu myndasagnanna, á síðustu árum til dæmis í Beavis og Butthead.Busch lagði líka til ýmist táknmál sem enn er stuðst við, tákn fyrir hreyfi ngu, hávaða og tilfi nningaviðbrögð.

Fyrri hluti 20. aldar og Bandaríkin Fyrstu myndasöguna sem birtist í almennu dagblaði átti

Frakkinn Caran d’Ache í dagblaðinu Le Figaro, upp úr 1880. Myndum hans fylgdi ekkert ritmál. Hann þróaði mjög uppbyggingu myndasagna; skapaði stígandi í fáránleika, sem margir hafa síðan leikið eftir.

Myndasöguræmur dagblaða, í þeirri mynd sem þær þekkjast í dag, urðu til undir lok 19. aldar, þegar bandarísk dagblöð kepptu

harkalega um hylli lesenda. Persónan Yellow kid, sköpuð af Richard Outcault, varð þá til sem fyrsta framhaldspersóna bandaríska teiknimyndasagna. Talblaðran staðlaðist með gula krakkanum, en lítið hafði farið fyrir henni síðan á 17. öld.

Í kjölfarið sló myndasagan Katzenjammer Kids eftir Rudolph Dirks í gegn, með talblöðrur, stöðugan hóp persóna og skiptingu frásagnarinnar í ramma.

Aðrar myndasögur sem gegndu mikilvægu hlutverki í þróun myndasögunnar eftir að hún komst í dagblöð voru:Little Nemo in Slumberland eftir Winsor McCay.Winnie Winkle eftir Martin V. Branner.Tillie the Toiler eftir Russ Westover.

Tarzan var fyrsta ævintýraræman. Höfundur hennar, Harold Foster, sótti mikið til kvikmynda í framsetningu sinni og teikningar hans voru nákvæmari og

raunsærri en lengi höfðu sést í myndasögum.

1933 hefst útgáfa myndasögublaða í Bandaríkjunum, í sama broti og algengast er enn í dag (19x26 cm).

Seinna stríð og Evrópa Á tíma seinni heimstyrjaldar snúast bandarískar myndasögur mikið um stríð og glæpi og eru mikið lesnar af amerískum hermönnum á vígvöllum. Þessar sögur urðu alræmdar fyrir siðleysi og bæði evrópskir og bandarískir uppalendur urðu mótfallnir myndasögum. Myndasöguiðnaðurinn brást við og dró nokkuð úr ofbeldi, kynþáttahatri og stríðshyllingu.

„Bókmenntalegar“ myndasögur, með heimspekilegu, sálfræðilegu og félagsfræðilegu ívafi , urðu vinsælar á seinni hluta 6. áratugar. Einna hæst reis Smáfólk eða Peanuts eftir Charles Schulz sem enn birtist í Morgunblaðinu.

Í Evrópu nutu amerískar myndasögur mikillar hylli, svo Bretar lögðu fyrst og fremst til myndasögur handa börnum, t.d. Róbert bangsa (Rupert bear) eftir Mary Tourtel. En í seinni heimstyrjöldinni urðu fullorðinsmyndasögur vinsælar meðal evrópskra hermanna, líkt og bandarískra, og http://www.zai.net/arcomics/storia/jane/jane.html eftir Norman Pett naut einna mestrar hylli. Hún birtist í Daily Telegraph, fyrst árið 1932.

Í Frakklandi birtist fyrsta daglega myndasagan árið 1934. Á seinni hluta aldarinnar hafa franskar myndasögur blómstrað og er

Page 9: Trodningur 23 tbl

Um skopmyndir og teiknimyndasögur. frh. 3.

nánast óþarft að kynna þær fyrir Íslendingum en margar hafa verið þýddar og útgefnar. Tinni (Tintin) eftir Belgann Hergé og Ástríkur (Astérix) eftir Goscinny og Uderzo hafa notið hylli barna og unglinga hérlendis til margra ára, en þeir voru fyrstir franskra teiknimyndapersóna til að skáka bandarískum myndasögum í frönskum málheimi. Og Franquin er Íslendingum sömuleiðis að góðu kunnur fyrir sögur sínar um Sval og Val og Viggó Viðutan.

Sögur neðanjarðar Hér að ofan hefur verið stiklað á stóru um sögu vinsælla

myndasagna. En myndasögugerð er mikil í heiminum og fara margar kynngimagnaðar sögur um meðal smærri hópa auk þeirra sem nefndar hafa verið. Erfi ðara er að nálgast heilsteypta sögu þeirra og myndun hefða, eins og gefur að skilja. Á Íslandi hafa verið gefi n út myndasögublöðin Blek og Gisp!. Kjartan Arnórsson heitir íslenskur höfundur sem hefur gefi ð út efni erlendis. En fátt er af íslenskum myndasögum á netinu. Á heimasíðu Bríetar má þó fi nna ræmu eftir Kristínu Eiríksdóttur en myndasögur hennar fjalla um vonleysi í mannlegu samfélagi, einkum frá sjónarhóli stúlkna og

kvenna.

Á vefsetri Artcomic kennir ýmissa grasa og róta.

Heimild:( Vísindavefurinn / Britannica.com og aðrir vefi r. )

Page 10: Trodningur 23 tbl

Heimsókn í Saathci Gallery í London !

Í síðasta tölublaði Troðnings (22) var sagt frá Saathci gallery í London. Útefandi Troðnings heimsótti safnið í byrjun október 2011 og lætur hér nokkrar myndir fylgja sem teknar voru í

galleríinu. En þess má geta að þarna er leyfi legt að taka myndir að vild og frítt er í alla sali. Fyrir lis-tunnendur er þetta gallerí ómissandi að heimsækja.

Ljósmyndir; GRL

Page 11: Trodningur 23 tbl

Hver hefur sinn dj... að draga - 2011 Vissir þú að...

*Gúmmíteygja endist lengur sé hún fryst.

*Hnetur eru ein af mörgum uppistöðum í dýnamíti.

*Hákarl er eini fi skurinn sem getur blikkað með báðum augunum.

*Það eru fl eiri kjúklingar en manneskjur í heiminum.

*Winston Churchill fæddist á kvennaklósetti.

*Köttur hefur 32 vöðva í hverju eyra.

*Gullfi skur hefur aðeins 3 sekúndu minni.

*Meðalmanneskjan sofnar á 7 mínútum.

*Maginn þarf að framleiða nýtt magaslím á tveggja vikna fresti annars myndi hann melta sjálfan sig.

*Hósti ferðast á 96.5 kílómetra hraða á klukkustund upp um munninn.

*Þegar þú hnerrar stöðvast mjög margt í líkama þínum, meira að segja hjartað þitt.

*Ljóshært fólk hefur fl eiri hár en dökkhært fólk.

*Lengd fi ngranna segir til um hversu hratt neglurnar vaxa. Þessvegna vaxa neglurnar á löngutöng hraðast.

*Hitler var með innilokunarkennd. Lyfta í Arnarhreiðrinu var innréttuð með speglum, til að hún virtist stærri, fyrir Hitler.

*H.C Andersen var lesblindur.

*Fullt nafn Barbie dúkkunnar er Barbara Millicent Roberts.

*Leonardo Da Vinci fann upp skærin.GRL 2011

Page 12: Trodningur 23 tbl

LP/CD cover sem listform

Hönnun eða myndskreyting á hljómplötuumslögum og nú í seinni tíð á geisladiska hulstrum hefur lengi verið kraftmikil og óþrjótandi lynd til að skapa fyrir listamenn, grafíska hönnuði, teiknara og eða ljósmyndara. Framan af þegar plötur voru eingöngu gefnar út

var þetta listform stærra um sig þar sem hljómplötur eru eðlilega stærri en geisladiskar. Fljótlega eftir að geisladiskarnir náðu yfi rtökum og ýttu hljómplötunum út af markaðnum náðu þeir þessu listræna gildi í hönnun og gerð. Ég hef m.a sótt nokkur gallerí þar sem eingöngu eru

sýnd frumgerðir af grafískri hönnun, teikningum ljósmyndum og eða málverkum af geisladiska hulstrum ( Coverum ). Eftir að tölvan yfi rtók völdin og Photo Shop og fl eiri samskonar for-rit urðu öfl ug og notendavæn fyrir nánast alla, hefur minna verið leitað til t.d listamanna eða grafískra hönnuða. Þó verður að segja það eins

og það er í fl estum tilfellum þar sem um frumlegt og eða snilldar vel gerð cover hefur verið leitað til þessara aðila. Auðvitað eru til undantekningar. Troðningur lætur hér til gamans fylgja myndir af ýmsum coverum í gegnum tíðina. Þau eru ekkert endilega þau bestu, heldur er hér handahófskent val um að ræða. Hver veit nema að Troðningur

Page 13: Trodningur 23 tbl

Læknirinn eftir Gumma

sökkvi sig aðeins í gerð íslenskra covera ??? Gaman væri ef einhverjir glöggir lesendur blaðsins sendu línur og ábendingar til blaðsins. Hægt er að senda á; [email protected] eða [email protected]

Page 14: Trodningur 23 tbl

ART MAGAZINEICELANDIC

Menning &List