347
BÓKIN AF 1

unnur7.files.wordpress.com · Web viewHár hans var “kastaníu” brúnt, eftir lýsingu bílstjórans að dæma, með byrjuninni af fáeinum vel settum krullum sem öðru hvoru

  • Upload
    others

  • View
    5

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

BÓKIN AF

SALTI

Monique Truong

Unnur Kristjáns Íslenskaði

1

1

Vissulega vorum við heppnar með að fá góða kokka, þó þeir hefðu sína galla að öðru leyti. Gertrude Stein þótti gaman að minna mig á að ef þeir þjáðust ekki af þessum kvillum, mundu þeir ekki vera í vinnu hjá okkur. Alice B. Toklas

Frá þessum degi hef ég tvær myndir og, náttúrulega, minningar mínar. Við höfðum komist til Gare du Nord þremur tímum á undan áætlun. Við dröttuðumst með fjölda ferðatöskur og koffort. Það tók tvær leigubílaferðir frá íbúðinni til lestarstöðvarinnar áður en allur farangurinn komst til skila. Smá hópur af myndatökumönnum, sem höfðu safnast saman í tilefni atburðarins, bauðst til að vakta yfir fyrsta hlassinu meðan við snérum aftur til Blómastætis til að hirða restina af hafurtaskinu. Dömur mínar þökkuðu boðið án þess að hika. Þær höfðu nær barnalegt traust á myndatökufólki. Að þeirra mati gátu myndatökumenn breytt atburði í tilefni. Návist þeirra gaf til kynna að eitthvað mikilvægt væri á seiði og frægð væri komin á staðinn. Flassandi myndarvélar þeirra, líkt og hlýlegt bros gamalla vina, hafði strax hlýjað sameiginleg hjörtu Damanna minna. Frekar eins og bros kunningja of nýja til að treysta, hugsaði ég. Þá hafði ég verið hjá Dömunum mínum hálfan áratug. Myndatökumennirnir höfðu ekki verið þarna í fyrstu. En eftir að undirbúningurinn fyrir ferðina fór af stað, flykkjuðust þeir að inngöngu Blómastrætis 27 eins og hunangsflugur. Ég gat auðveldlega séð hversvegna dömurnar umbáru þá. Eftir hverja heimsókn myndatökumannanna, án undartekninga, kom alltaf bréf með dagblaðs úrklippu; nöfn Damanna umleikin geislabug af rauðu bleki. Hver úrklipping, vandlega strokin með heitu straujárni, einkum ef hrukka hafði myndast óvart á andlit Damanna, var strax stungið inn í græna bókar kápu. “Grænt er litur öfundsýkis” sögðu Dömurnar mér, meðan þær litu íbyggnar hvor á aðra, glettnar á svip. Dömur mínar ræddu saman dularfullar á svip, en eftir margra ára sambúð þekkti ég kenjar þeirra. “Grænt” þýddi að þær höfðu beðið með örvæntingu eftir þessum degi, voru þreyttar á að sjá hann koma á dyratröppur vina sinna eða kunningja, að myndakápan hefði verið til staðar frá fyrstunni, óþolinmótt að bíða sinnar stundar; að þær væru nú spenntar að fylla hana með þekktum fjölskyldu myndum. “Grænt” þýddi ekki lengur þeirra eigið, heldur öfundsýki annara. Ég veit að það er ótrúarlegt, en það tók komu myndatökumannanna fyrir mig að skilja að ungfrúr mínar voru ekki, ja, mínar, heldur tilheyrðu þær stærra landi en ég hafði nokkurn tíma stigið fætur á; að íbúar þess höfðu rétt á að faðma og tileinka sér þær eins og eigin eign. Vissulega var alltaf fullt af gestum á Blómastræti 27, en það var allt annað mál. Dömum mínum fannst gaman að taka á móti gestum, en þeim líkaði einnig vel að sjá þá hverfa á brott. Margir höfðu komið í von um samastað við te borð Damanna minna, en ég vissi alltaf að eftir þriðja pottinn þyrftu þeir að fara. Dömur mínar þurftu að borga mér til að vera til staðar. Ljúffengt lítið háð það, hugsaði ég alltaf. Myndatökumennirnir voru samt byrjunin á einhverju nýju. Þessi síðasti aðdáanda hópur var mjög krefjandi og að öllu leyti erfitt að gera þeim til geðs. Þeir, eins og ég var mjög

2

hissa á, virtust ekki ánægðir með að banka kurteisislega á dyr Blómastrætis 27, í von um að vera boðnir í tesopa. Nei, myndatökumenn vildu að Dömur mínar ferðuðust með þeim, yfirgæfu Blómastræti 27, læstu því með lykli. Hið eina sem ég gat hugsað um þennan dag á Gare Du Nord var myndavéla blossinn, hvernig ann olli mér alltaf ótta. Blossarnir voru ljós sem þóttust vera að lýsa, en raunverulega vildu blinda mann. Líkt og elding á undan fárvirði, fannst mér. Ef til vill var þetta sjómanna beygurinn í mér að gera vart við sig. Það voru ellefu ár síðan ég fór yfir hafið. Fyrir Dömur mínar, voru það yfir þrjátíu ár. Sjórinn fyrir þær var aðeins minning, lygn, blá víðátta milli hér og þar. Fyrir mig var það lifandi, ófriðasöm minning um hvernig ekki er hægt að mæla vegalengdina aðeins eftir víðáttu hafsins, að það var aðeins byrjunin. Þegar ungfrúr mínar fyrst byrjuðu undirbúning fyrir ferðina, vildu þær fara með Körfu og Pépé með þeim. SS Champlain var fús til að hýsa hunda og allskonar gæludýr, að þvi skildu að þeir kæmu í umsjá ábyrgra eigenda. Varndræðin voru samt sem áður Ameríka. Engin hótel, eða að minnsta kosti engin í þeirra ferðaáætlun vildu taka á móti fjórfættum ferðafélögum. Samræður höfðu verið stuttar og tárvotar, fyrst og fremst stuttar. Ungfrúr mínar voru orðnar hagsýnar í seinni tíð. Jafnvel hugsunin um að elskulegu kjölturakkar þeirra týndust í París, snöktandi, eða í tilfelli Chihuahuans, gjammandi, á næstu mánuðum eða árum, jafnvel það kom ekki í veg fyrir ferðina heim. Það var vissulega eingin ást á milli mín og þessa tveggja hunda, sérstaklega kjölturakkans Körfu. Ungfrúr mínar keyptu hann í París á hundasýningu vorið 1929. Seinna þetta sama ár, kom ég líka til heimilishaldsins á Blómastræti. Mig hefur lengi grunað að vegna samtíma komu okkar að þetta dýr hagaði sér svona illa gagnvart mér. Afbrýðisemi er eðlishvöt, þegar öllu er á botninn hvolft. Á hverjum morgni, vildu Dömur mínar endilega baða Körfu í blöndu af brennisteins vatni. Hreinni hundur gæti ekki fundist nokkurstaðar. Gestir Blómagötu stoppuðu oft í mið setningu til að dást af loðfeldi Körfu og hrá-kálfakjöts bleika litnum. Í fyrstu, hélt ég að brennisteinsvatnið hefði breytt litnum á krullaða hvíta feldi Hans Hátignar. En svo varð mér ljóst að hann var í rauninni að missa hárið, að pilsu-fóðraða hörundið hans var byrjað að skína í gegn, skammarleg gægjusýning bersýnilega orsökuð af morgunböðum hans. Dömur mínar fóru bráðlega að klæða Körfu í lítinn fatnað sem líktist herðaslám, þegar gestir voru nærstaddir. Ég gat þvegið og klætt sjálfan mig, takk fyrir. Þó, líkt og Karfa, hafði ég einnig marga aðdáendur. Ja, kannske aðeins einn eða tvo. Pépé, Chihua hundurinn, á hinn bóginn, var lítill og andstyggilegur. Hann var varla hundur, bara allur augu og blautt lítið nef. Pépé ætti alls ekki að hafa neina aðdáendur, en hann, líkt og Karfa, var enn annað dæmi um hvernig umhyggja Damanna var stundum veitt óverðugum. Auðvita báðu Dömur mínar mig að koma með þeim. Getið þið ímyndað ykkur ef þær hefðu boðið Körfu og Pépé en ekki mér. Aldrei. Munið að við höfðum verið saman í hálfa öld þegar þetta skeði. Ég hafði ferðast með þeim um allt, þó í sannleika sagt þýddi það aðeins til Parísar og til sumarhúss þeirra í Bilignin. Dömur mínar voru báðar komnar yfir fimmtugt þegar ég fann þær. Þær höfðu þá losnað við alla útþrá. Fyrir þær þýddi ferðalag óviðburðarík skutlun frá einum þægilegum stað til einhvers annars, bíltúr gegnum litlausar Franskar sveitabyggðar. Sjóferð breytti öllu þessu. Dömurnar mínar byrjuðu að búast undir ferðalagið mörgum mánuðum áður. Þær pöntuðu kjóla, hanska, og skó. Ekkert var of dýrt, en allt var lúxus: vesti útsaumuð með blómum og mörgum gerðum af fuglum, ferðadraktir úr þykku grófu ullarefni, með brúnu flauelis trimmi og tölum, skór nákvæmlega eins, fyrir

3

utan hæla og stærð. Stærri skórnir juku örlítið hæðina. Á hæðina voru þeir skólastúlkulegir en annars ófínir. Smærra skótauið virtist fremur bæta við hæðina, þó ekki svimandi hæð. Ekki gleyma að báðar Dömur mínar mátu þægindi mjög mikils. “Við förum með lest frá París til Le Havre, þar sem SS Champlain er við bryggju. Þaðan verður Atlandshafið gestgjafi okkar í sex eða sjö daga, síðan birtist New York borg út við hafsauga. Frá New York, verður ferðinni heitið norður til Massachusetts, svo suður til Marylands og Virginiu, síðan vestur til Ohio, Michigan, Illinois, Texas, Kaliforníu, alla leiðina til strandar Kyrrahafsins og svo, kannske, til baka aftur.” Meðan Dömur mínar kortlögðu áform ferðalagsins, nafnið á hverri borg – New York, Boston, Baltimore, Cleveland, Chicago, Houston, San Francisco – reis skörp nóta af spenningi yfir vanalega ólagvísann og falskan blæ þeirra. Raddir þeirra titruðu einkum þegar samtalið barst að flugvélum. Þær vildu sjá Ameríku sína frá sönnu tuttugu aldar sjónarmiði, sögðu þær ljósmyndamönnum. Að ímynda sér, sögðu þær við hvor aðra, óraunverulegt flug var ekki lengur hugarburður hafður í flimtingum. Þær furðuðu sig á hvað mikið það kostaði að eignast flugvél, auðvitað notaða. Dömur mínar voru ennþá hagsýnar, þrátt fyrir allt. Ég var ofurlítið hjátrúarfullur. Mig grunaði að örlögin væru áræðanlega að hlusta á draumórana um ferðir og flug. Hvernig gæti ég komist hjá því þegar bréfið barst að Blómagötu síðar þennan sama dag? Það var mikill viðburður. Dömur mínar færðu mér umslagið á litlum silvurbakka. Þær sögðust hafa undrast á að uppgötva að aldrei hefðu þær séð allt nafnið mitt skrifað fullu nafni. Það sem kom þeim meira á óvart var þegar þeim varð ljóst að allan þann tíma sem ég vann fyrir þær, hafði ég aldrei fengið eitt einasta bréf. Ég þurfti ekki að líta á umslagið til að vita að það var frá eldri bróður mínum. Enginn annar að heiman mundi vita hvar mig væri að finna, að Blómagata 27 var þar sem ég bjó. Ég þefaði umslagið áður en ég opnaði það. Það ilmaði af fjarlægri borg, römm af eftirvæntingu um regn. Ef Dömur mínar hefðu ekki verið í herberginu, hefði ég smakkað á bréfinu með tungunni. Ég yrði viss um að finna kunnuglegu snerpuna af saltbragði, en það sem ég þurfti að vita var hvaða gerð: eldhús, sviti, tár, eða sjórinn. Ég vildi að þessi pappírs-hjúpandi hlutur ljóstraði sér upp fyrir mér, segði mér jafnvel áður en orðin komu í ljós hversvegna það hafði tekið bróður minn nær fimm ár til að svara mínu fyrsta og eina bréfi heim. Ég skrifaði honum í enda ársins 1929. Ég var fullur, sat einn í troðfullu veitingarhúsi. Þessi desember var hræðilegur mánuður til að vera í París. Allar uppáhalds stofnanir mínar voru annaðhvort troðfullar eða ömulega tómar. Fólk annaðhvort sötraði úrvals vín til að halda hátíðlegt, ellegar hvolfdi í sig áfengi og var sama hvaða tegund, drekkti sér í óhófsemi, reisti glas til að lækka hömlur, gleypti í sig drykk til að betrumbæta hugarástönd sín. Orðatiltæki voru til í miklum mæli, en þennan desember voru samtöl allstaðar eins: “Ameríkanarnir eru á leið heim.” Enn betra, þeir sem ekki voru að fara voru ekki eins montnir, svona yfir sig montnir. Peningar, sögðu allir, eru nauðsynlegir til að halda svona hlutum lifandi. Það var satt, Ameríkanar voru á heimleið, og það, eftir því hver þú varst, var ástæða fyrir að gleðjast eða syrgja. Efnahagsvöxtur var mikill, til dæmis í “Le mont-de-piété” part af borginni. Fjall miskunnar, í rauninni. Svo franskt, svo ótuktarlegt að nota svona fullt hlass af ljóðaorðum til að tala um veðlánabúðir, staði fulla af öllu dýrmætu, en aldrei ljóðskap. Veðlánabúðir Parísar voru troðfullar, hafði ég heyrt, af vel gerðum amerískum fötum. Í enda október, þegar allt þetta byrjaði, var til þunn ull, bómull, og léreft. Varla nokkur

4

fórn á þessum tíma árs, hugsaði ég. París var nú þegar of köld fyrir þannig fatnað. Mér hefur alltaf þótt best að veðsetja léttklæðnað minn þegar veðrið breytist. Það gaf vörn gegn hungruðum mölflugum og sparaði kost á mölkúlum. Mitt eigið hungur hjálpaði einnig til að ákveða veðlánið. En í byrjun vetrar varð það ljóst að Ameríkanar voru að veðlána rifflað flauel, þykka ull, bómullafóðraða grófa ull. Árstíða fatnaður þýddi aðeins eitt. Örvænting krafðist stærri pláss í skápum. Örvilnun var að ílengja dvölina. Lok 1929 bar einnig með sér skapraunir, hleraðar í og í kringum öll veitingahúsin, um mánaðar virði af óborguðum bar reykningum, svo ekki sé minnst á óborguð hótel herbergi eða gjaldfallna leigu. “Peningarnir að heiman einhvernveginn komust aldrei yfir Atlandshafið”, höfðu Ameríkanarnir á brottför fullyrt. Peningarnir að heiman voru aldrei sendir, eða verra, ekki lengur nægilegir, allir í París vissu það núorðið. Ameríkanar, ekki aðeins hér heldur líka í Ameríku, höfðu tapað fjármunum sínum. Djöfulleg lítil ósk hafði ræstst. Parísarbúar söknuðu penninganna vissulega, en enginn saknaði Ameríkananna. Þó ég frétti að í byrjun hefði verið meðaumkvun. Þegar Ameríkanar fóru fyrst að koma, höfðu Parísarbúar jafnvel verið örlátir við þá. Þessar töpuðu sálir, höfðu vissulega flúið frá landi þar sem vínflaska var af öllum hlutum ólögleg, glas af kampavíni glæpsamlegt. En þegar það varð augljóst að Ameríkanar ætluðu sér ekki að hverfa á brott og höfðu engar ásetning að láta nokkurntíma renna af sér, vildu Parísabúar fá borgina sína til baka. En það var nú þegar of seint. Hegðunar munstrið var orðið skoplega augljóst. Ameríkanar ferðuðust hingað til að njóta “ódyggðanna” að heiman. Fyrst réðust þeir á vændishúsin og síðan veitingastaðina. Parísabúar gátu vel skilið hórdóminn og fylleríin, en á endanum var það hræsnin sem féll ekki í kramið. “En það eru ennþá Rússar, Ungverjar, Spánverjar..ekki nærri því eins vel efnaðir, eða eins aðlaðandi til fara . Hláturinn sem hljómaði strax eftir þessa athugun, sagði mér að borðið næst mér var að hugsa um eitthvað meira en peninga. Þegar þeir söfnuðust saman í veitingahúsunum, töluðu Parísabúar varla nokkurntíma lengi um fjármál. Þeir afgreiddu umtalið með einum eða tveim orðum. Kynlíf, þó, var allt annað mál, raunverulegt söguljóð. Ég fékk allt mitt slúður, og jafnvel heimsfréttir í kaffihúsunum. Það tók vissulega langan tíma, en því lengur sem ég dvaldist þarna, því betur gat ég skilið þetta. Áfengi, virtist mér, var mælskulega en dálítið ónákvæmlega túlkað. Þetta desember kvöld, hafði ég farið að treysta á að fá eitt glasið eftir annað, vonglaður um að njóta ekki aðeins áfengið heldur líka svolitlar samræður. Þetta kvöld hafði ég líka engan annan stað þar sem ég átti að vera, svo ég sat og starði á sígarettu litaða veggi kaffiússins þar til buddan mín var tóm, blaðran full, og ég var orðin fullur. Það sem verra var, hafði áfengið svikið mig, gefið mér loforð og síðan valdið mér eintómum vonbrigðum. Áður fyrr höfðu litlu glösin máð skörðótta saumana milli frönsku orðanna, en þetta kvöld fjölgaði þeim og þau skerptust. Þau hótuðu að rífa og tæta. Þau kúguðu mig með spurningum, glottandi að því hvernig ég gæti setið þarna og stolið hlátri, lyft samræðum, þegar öllum var ljóst að “Ameríkanarnir voru á heimleið.” Nú voru spurningarnar fullar skelfingu: Færu nýju Dömurnar mínar með þeim?” Eða, kannske var spurningin bara “Hvenær?” Ég man ekkert eftir að spyrja þjóninn um blíant og blað, en ég hlýt að hafa gert það, því ég er aldrei með þannig dót í vasanum. Kaffihúsið gaf þetta einu sinni frítt. Svo franskt að selja vatn og gefa svona lúxus. Innihald bréfsins var leiðinlegt, troðfullt af smáatriðum sem aðeins bróðir minn hefði áhuga á: heilsa mín, verð á nærfötum, skóm, og rútuferðum, viku kaup mitt, matseðill síðustu máltíðar minnar, regn sem

5

endurkastaðist af andliti Notre-Dame, París hulin þunnri snjóbreiðu. Ég hafði gleymt hvernig málið mitt lítur öðruvísi út á blaðsíðu, að stafir þess eru svo ólíkir því hvernir þeir raunverulega hljóma. Flest orð sem ég hafði ekki talað í fleiri ár, liðu nú mjúklega um tungu mína. Orðfimi er vissulega tiltöluleg. Á blaðsíðunni, á hinum enda heimsins, er ég mælskur. Krafsið í pennanum, stafirnir á blaðsíðunni, mig langaði til að þetta stoppaði aldrei, en rýmið var á þrotum. Svo ég skrifaði á röndina: “Dömur mínar gætu verið á leið heim. Mig langar ekkert til að byrja upp á nýtt, að skandera auglýsingar eftir vinnu, banka á hurðir, ganga burt einn. Ég er hræddur. “Ég meinti að setja kommu milli “einn” og “ég er hræddur.” En á blaðinu hafði punktur í staðinn fyrir kommu breytt lafandi tákni af eftirsjá í greinilega orðaða játningu. Ég hefði getað lagað það með snöggri hreyfingu á blýinu, en svo las ég setninguna aftur og hugsaði, ÞAÐ er einnig satt. Fyrsta línan í svari bróður míns gerði mér bilt við, kom mér til að efast um hvort hann hefði eiginlega skrifað þetta. “Það er tími til að þú komir heim til Viét-Nam” tilkynnti hann í fjáglegri framköllun af rödd Gamla Mannsins, fullkomnni með alveg ómótstæðilegum hæfileikum hans til að bæla niður og stjórna. En línurnar sem á eftir komu sýndu greinilega hver hafði haldið á pennanum. “Þú ert bróðir minn og það skiptir mestu máli. Ég býð þér ekki fyrirgefningu mína, vegna þess að þú hefur aldrei þurft að afsaka þig. Ég hugsa oft til þín, sérstaklega á tungl nýárinu. Ég vona að sjá þig hér heima á næsta nýári. Góð máltíð og rauður pakki bíða þín. Einnig ég.” Bréfið var dagsett 27 janúar, 1934. Það hafði tekið aðeins einn mánuð fyrir bréfið hans að komast til Blómagötunnar. Hann gaf enga skýringu fyrir að hafa ekki skrifað fyrr, nema það að segja að allt hefði breyst heima við. Hann skrifaði að það væri betra fyrir mig að frétta um það allt heima. Það sem hann meinti var að pappírinn var ekki nógu sterkur til að þola þyngdina á því sem hann hafði að segja, en að hann yrði að prófa styrk þess samt sem áður. Neðst á blaðsíðunni, á hinum enda heimsins, skrifaði bróðir minn nafn sitt undir bréfið. Og svo, líkt og það hefði verið bakþanki, skráði hann orðin “góða ferð”, þar sem bréfið hefði átt að enda.. Ég braut saman bréf bróður míns og geymdi það í vasanum á mínum einu og þessvegna fínustu vetra jakkafötum. Fötin voru vandlega pressuð, en ofurlítið snjáð. Ég var í þeim í Gare du Nord þennan dag. Bréfið leit mun verra út. Olían á fingurgómum mínum, hitinn af líkama mínum, höfðu breytt útliti þess. Blaðsíðurnar voru orðnar gagnsýnar af sífelldri meðhöndlun, síendurteknum lestri. Blekið hafði máðst í fjölubláan lit Það var orðið erfitt að lesa. Þó sannarlega höfðu minningar mínar nú þegar gert viðfangsefnið úrelt. Fyrsta ljósmynd ferðarinnar var tekin þarna í lestarstöðinni. Hún sínir Dömur mínar hlið við hlið, að horfa beint fram fyrir sig. Þær eru að bíða eftir lestinni til Le Havre; masandi við ljósmyndatökumennina, starandi opineygðar inn í linsurnar. Þær hafa sama svip eins og þegar þær fara í nýja skó. Þær standa aldrei strax upp til að labba í kring. Þær vilja heldur sitja og leyfa tánum að rannsaka hæglega hvar leðrið gefur sig og hvar það bindur. Skemmtileg athöfn fyrir þær, þykist ég viss um, því þær skiptast alltaf á ofurlitlu afsakandi brosi. Ég er þarna fyrir handan á bekknum, fyrir aftan þær, til vinstri. Ég er sá sem horfir niður með augun lokuð. Ég er ekki sofandi, aðeins að hugsa, en það, fyrir mig er stundum auðveldara í myrkri. Ég er maður óvanur úrkostum, svo að mánuðirnir upp af þessum degi í Gare du Nord höfðu valdið mér angist, skarpri og nýrri,

6

sjálf-valdandi og sjálf-framlengdri. Ég hafði gleymt að sjálfsræði gæti valdið svona tilfinningum. Ég lít stundum á þessa ljósmynd og undrast á hvort hún hafi verið tekin áður eða eftir. Vissulega er þetta núna hrein tilgáta. Þó að mig minni reyndar þegar ég hafði einu sinni ákveðið mig, leit ég ósjálfrátt upp, eins og einhver hefði kallað á mig. Ef það er rétt, hefur ljósmyndin verið tekin nokkrum andartökum áður, þegar hjarta mitt var að slá hörðum, hröðum takti, líkt og í aðkomandi lest, og það eina sem ég gat heyrt í myrkrinu var einfalt viðkvæði: Ég vil ekki byrja upp á nýtt; skandera vinnu auglýsingar, banka á dyr, labba burt einn. Og, já, ég er hræddur.

---------------------------------

7

2

Heimilis Kokkur Tvær Amerískar konur óska eftir að ráða kokk – Blómagata 27. Talið við húsvörðinn.

Tvær Amerískar konur “óska”? Hljómar meira eins og yfirlýsing en vinnu auglýsing. Tvær Amerískar konur í París, auðvitað, nú til dags gætu aðeins “óskað” vegna þess að það að óska er að fá. Að vilja, ja, að vilja er bara ekki Amerískt. Ég samfagnaði sjálfum mér með þessari heldur viðeigandi og æsandi félagslegu athugasemd. Nú, ef ég aðeins vissi hvernig ætti að segja “viðeigandi” og “æsandi” á frönsku, gæti ég hætt að samfagna sjálfum mér og farið að hefja samræður við “le beau garcon” fallega strákinn sem sat þrem garðar bekkjum frá mér. Kaldhæðnin við að læra útlent tungumál er að ég hef bara lært nóg af ómerkilegum, gagnlegum orðum til að kinda undir girndir mínar og aldrei, aldrei nóg af örlátum, óhyggilegum orðum til að tjáþrárnar. Samt er rétt að það eru sum frönsk orð sem ég hef í rauninni fljótlega tekið upp, orð sem ég man ekki eftir að hafa aldrei kunnað. Líkt og ég hefði fæðst með þau í munninum, eins og þau væru fræ af súrum ávexti sem einhver annar át og síðan tróð frekjulega leifunum í munninn á mér.. “Óvingjarnlega? Óvingjarnlega? Ég skal segja þér hver er óvingjarnlegur. Það ert þú, þú óvingjarnlegi, ótillitsami, hverfandi durgur! Þér var kennt að segja “´s´il vous plaít, merci, Monsieur, Madame´, svo þú gætir unnið í húsi yfirlandstjóra. Elsti bróðir þinn byrjaði eins og þú. Tólf ára gamall var hann drengurinn sem hirti eftir ´petit chouchou´ litla hund Frúarinnar, þegar sá rakki skeit í hvert horn í húsinu, útbíaði trégólfin með drullu sinni og pissi. Nú er bróðir þinn þrítugur og aðstoðar yfirkokkur! Klæddur hvítri svuntu og kann meira af frönskum orðum en nágranna skólakennarinn. Bráðlega verður hann... Ég hef uppgötvað mjög fáa, sanna og stöðuga hluti á ævinni. Einn er að reiði Gamla Mannsins ber enga virðingu fyrir landafræði. Fjöll, ár, höf, og sjór, allt það sem annars hefði haldið meðalmanni föstum við landsblettinn sem hann kallar heima, þetta hefur aldrei haldið honum frá því að ryðjast inn á mig, nákvæmlega hvar sem ég er, og koma mér til að krjúpa niður. Þó að líkami hans liggi djúpt í mold Saigons, flakkar reiði hans með orðin “einskins virði durgur” alla leið til garðarbekks í París. Jafnvel hér finnur hann mig. “Atvinnulaus og einn”, giskar gamli maðurinn á, sker líf mitt niður í tvö sorgleg, stingandi orð. Ég reyni að verja mig með vanalegum hvassyrðum: Ó, þú einu sinni enn? Ég hélt ég væri horfinn þér, Gamli Maður?

8

Enginn sonur minn hættir í góðri vinnu í yfirlandstjórahúsi til að verða kokkur! Kokkur á einhverri lekandi duggu fyrir sjómenn sem vita ekki einu sinni hvernig á að segja ‘gjörið svo vel’ eða ´takk fyrir´ á sínum eigin tungumálum, ekki að minnast á frönsku. Gamlar mellur verða kokkar á skipum, engir synir mínir,” sagðir þú. Stundum get ég ekki þakkað kaþólska guði ykkar nógu vel fyrir að þú, elsku ofsafengni “faðir”, ert nú eingöngu samansettur í óflöktandi sektarkennd og sjónauka minninga minna af hrottaskap lífs míns áður fyrr. Vegna þess að hvassyrði eins og þessi, áskorun eins og þessi, hefði framkallað frá þér ekkert minna en kinnhest og hnefahögg í magann. En núna, þú sem ert upp á himni, munt hverfa á brott frammi fyrir rólegu, köldu flírubrosi mínu. Atvinnulaus og einn, samt sem áður, þrálátlega neitar að hörfa undan og heimtar að ég mæti þörfum þeirra áður en september hverfur inn í október á þessu ári drottins vors, 1929. “Tvær Amerískar konur...” Hmm. Ameríkanar. Ég vona að franska þeirra sé ekki eins léleg og mín. Heimilishaldið hjá okkur er til fyirmyndar með handapati af grófum útlistum til þess að betrumbæta skilning og gagn okkar af sameiginlegu tungumáli. Þó gagnstætt því sem Gamli Maðurinn vildi að ég trúi, er orðaforði þjónustu ekki byggður á þekkingu útlenda orða, heldur hæfileika mínum til að gleypa þau. Ekki mín eigin, auðvita, heldur Herrans og Madams. Fyrsta sem ég lærði í húsi yfirlandstjóra var að þegar Herran og Frúin voru brjálæðislega óánægð hvernig gólfin höfðu verið bónuð, hvernig hnífapörin voru fægð, eða hvernig ´poulet´ kjúklingurinn mallaður, húðskömmuðu þau heimilisþjónustufólkið, öll fimmtán okkar, á frönsku. Ekki í blöndu franskri málleysu í bland við Vietnamískt slangur sem þau yfirleitt töluðu við okkur, nei, þetta var alger nýjung, einkum beitt við tignarmenn og sljóa Indókínverska þjóna. Það var eins og Herrann og Frúin væru algjörlega óhæf að tjá sína lítt duldu ofsareiði á nokkru öðru tungumáli en sínu eigin. Við lúttum öll höfðum, auðvitað, og létum eins og við iðruðumst, rétt eins og kaþólsku prestarnir höfðu kennt okkur. Við stóðum þarna öll vitaskuld, alsæl í fávisku okkar af litbrigðum, orðaleikum, og tvöföldum “entendres” á því tungumáli sem var án árangurs að reyna að ráðast á okkur. Náttúrulega sluppu sum orð í gegn, en að mestu leyti vorum við öll heldur lagin í synjun okkar og höfnun á öllu nema því nauðsynlegasta. Minh, sá af aðstoðarkokkunum, eins og Gamli Maðurinn hafði nefnt hann, hafði sagt okkur frá því hvernir frakkar þreyttust aldrei á að rökræða um hversvegna Indókínverjar af vissum stéttum geta aldrei náð tökum ái, skarpskyggni, fljúgandi málsnilld fransks tungumáls. Nú grunar mig að þetta sé umtalsefni æðri stéttinnar allstaðar. Svo heillaðir af yfirburði sínum, tungumáli og öllu öðru, að þeir hafa tapað meðfæddum hæfileikum til að koma upp um mótþróa þeirra sem þjóna þeim. Minh aðstoðarkokkur var áður fyrr aðeins Anh Minh, eldri bróðir minn og eini bróðir minn sem gat komið mér til að fá heimþrá. Enginn mundi una sér á þessum garðarbekk og skugga vansælu kastaníuhnetatrjánna meira en hann. Anh Minh trúði staðfastlega og ákaflega að franska tungumálið gæti bjargað okkur, gæti boðið okkur velkomna inn í tómarúmið, gæti verðlaunað okkur með kossum á báðar kinnar. Trú hans var ekki óhlutbundin. Hún átti upptök sín í eldhúsi yfirlandstjóra. Hann fullyrti að eftir að Herrann og Frúin hefðu bragðað á eggjaköku sinni ´a la bourbonnaise´, á ´coupe ambassadrice´ sinni, ´créme marquise´ sinni, væri óþarfi fyrir þau að senda eftir frönskum matreiðslu yfirmanni til að leysa gamla Claude Chaboux af hólmi. Gamli Maðurinn, líkt og spámaður, tilkynnti að bráðlega yrði fyrsti Víetnamíski matreiðslu yfirmaður til staðar

9

í húsi yfirlandstjórans. Á meðan að restin af okkur í þjónustu heimilishaldsins stóð þarna og eins og aular upplifðu þrumuræðum Herrans og Frúarinnar eins og dans spor í öldugangi, stóð Anh Minh aleinn í angist, hæddur og svikin af öllum frönsku orðunum sem hann hafði tileinkað sér og geymt nær hjarta sínu. Minh, Sá Særði, fór ég að kalla hann í bænum mínum. Gamli Chaboux dó, og ungur Jean Blériot kom frá Frakklandi til þess í ósvífni að heimta nafnbótina. Aðeins guðleg athöfn, malariu kast, lostafull gón á Frúna hefðu getað flýtt fyrir brottfari Chef Blétiots, eins og hann heimtaði að láta kalla sig. Stjórn hans byrjaði 11 Maí, 1923. Anh Minh hélt áfram í eldhúsi yfirlandstjóra til að þjóna undir frönskum yfirmatsveini einu sinni enn, til að verja hann þegar hann fór að lykta af rommi, til þess að hreinsa upp eftir hann handfylli af skalotlauk og skvettu af olíu að krydda tígulsteina gólfið, þegar hann gat ekki lengur fundið barminn á pottinum. Og ég, hvað ætti ég að gera? Tuttugu ára gamall og ennþá ´garde-manger´, að myndhöggva kartöflur í fullkomnar litlar kúlur, ristandi rófu klumpa í svani, bognu hálsar þeirra eins fínlegir og fingur Blétiots, fingur sem mig langaði til að smakka. Útbúinn af kunnáttu og löngun sem enginn maður gat játað að hafa, hvað átti ég að gera? “Tvær Amerískar konur óska eftir að ráða kokk - 27 Blómagötu.” Nógu vel efnaður partur af borginni, og tvær Amerískar konur hljóta að hafa nóg til að borga góð laun. Eitt af færunum – það er meira líkt og sjónhverfing – sem ég hef öðlast síðan ég kom til þessarar borgar er skarpskyggni fyrir bæjar götunum. Ég veit hvar þær eru, hvar þær hverfa háttvísilega inn í hvora aðra, hvar þær óútskýranlega kjósa að stinga ómerktum hausum sínum upp. Kunnátta raunverulega fædd úr skorti af öðrum kunnáttum, raunverulega. Þegar hver dagur er kortlagður mér með taumlausum sýningum af götunöfnum yfirfyllandi blaðsíður atvinnuauglýsinga, þegar ég er í fylgd með ódauni af atvinnulausu fólki, er ég nauðugur inn í ákaft, dýrkandi tilhugalíf við breiðgötur borgarinnar. Ég verð að játa að á verstu örvæntingafylltu tímunum, hefur náinn þekking mín af borginni bjargað mér. París er dama með hjarta. “Nefnið hvaða götu sem er, hvaða götu. Ég skal segja þér hvar hún er, Vinstri Bakka eða Hægri Bakka, jafnvel nákvæmlegann stað. Blómagata? Það er lítið stræti út frá breiðgötunni Raspail, nær Luxemburg garðinum.” Þannig hef ég unnið mér upp mörg dúsin glös af Mark. Frakkar, drukknir menn, elska áskoranir. Hlustendur, ef einhverjir, byðja mig oft að endurtaka mig. Það virðist vera að franskur hreimur minn er erfiður í eyrum verkamanna. En eftir að það er skýrt fyrir þeim að ég sé þarna þeim til skemmtunar, er restin hrífandi sýning. Sem betur fer fyrir mig, hef ég enga hugmynd um hvernig á að segja “hrífandi” á frönsku, því annars freistaðist ég til að gorta og eyðileggja undrunina. Og þeir eru alltaf forviða. Og þeir reyna alltaf aftur. Þeir nefna götuna sem ömmufrænka þeirra Sylvie býr, þar sem slátrari þeirra er til staðar, þar sem þeir tíndust síðast, og þegar þeir eru sannarlega vonlausir, nefna þeir götu á einni af eyjunni sem kljúfa borgina. Þá er ég farinn á brott, vegna þess að of oft bregður undrun þeirra út í reiði: Hvernig getur þessi litli Indókínverji, sem getur ekki einu sinni talað rétta frönsku, sem getur ekki einu sinni talað meira en einfaldar setningar, sem getur ekki einu sinni skilið nóg til að reiðast yfir brandörunum sem við búum til á hans kosti, hvernig getur þessi Indókínverji þekkt borgina betur en við?” Það eina sem ég þarf er lítill api, klæddur dýrari fötum en ég, og ég gæti gengið í flokk ófreskju fjölleika. “Komið öll. Sjáið hálf-mann-hálf-konu sverð gleyparann, Skeggjuðu dömuna, og nú, kynnum við Litla

10

Indókínverjann Sem Þekkir Borgina Betur En Nokkur Parísarbúi!” En þetta er varla kunnátta til að komast vel fyrir sjónir Herrans og Frúarinnar. Ég hef verið í þessari borg núna í yfir þrjú ár. Ég hef farið í viðtöl við og jafnvel unnið fyrir skammarlega mörg heimilishöld. Í reynslu minni falla þau í tvo flokka. Nei, satt að segja, eru þeir þrír. Fyrst eru þeir sem, eftir kattarlegt leiftursýn á andlitið á mér, koma með tafarlausa frávísun, vanalega ómunnlega. Hurðarskellur eru óvenjulega áhrifandi tegund af útskýringum. Engar umræður, engar tilvísanir nauðsynlegar, ekkert “Vilt þú frí á sunnudögum?” Svonalöguð viðtöl, þó í fyrstunni óþægileg, finnst mér best. Í flokki númber tvö eru þeir sem kannske vildu ráða mig, en samt sem áður heimta að afklæða mig með spurningum, líkt og þeir séu að framkvæma ónærgætna læknaskoðun. Númer tvö haga sér eins og þeir hafi fengið leyfi frá frönsku stjórninni til að grafast fyrir um og sanna nákvæmlega hvernig það vilji til að ég hafi komið til að búa við heilögu strendur þeirra. “Í París í þrjú ár,” segji ég þeim. “Hvar varstu áður?” “Marseilles” “Hvar varstu áður en þar?” “Á skipi á leið til Marseilles.” “Skipi? Já auðvita. Hvaðan sigldi báturinn? En þannig, líkt og gleðikona, nauðugur til að framkvæma dans slæðanna sjö, leiði ég ófúslega í ljós nöfnin, eitt eftir annað, af borgunum sem hafa útskorið nöfn sín inn í mig, og skilið eftir örvefi sem mynda magnið af því sem ég er. “Hmmm.... þú segist hafa verið í París í þrjú ár? Nú, látum okkur sjá, ef þú fórst frá Indókína tuttugu ára gamall, ertu....” “Tuttugu og sex, Frú.” Þrjú ár sem ekki er gert grein fyrir! geturðu næstum heyrt þau hugsa. Flestir Parísubúar gætu gefið lítinn gaum og jafnvel fyrirgefið mér að hafa ekki fágun til að fæðast meðal hringjandi bjalla dómkirkjanna, sérstaklega af því ég fæddist meðal hringjandi bjalla af eftirlíkingum dómkirkja þeirra, reistar í fjarverandi nýlendu sem minna þau á tign þeirra og guðrækni heimilisstöðva sinna. Svo lengi sem Herrann og Frúin geta heimildað hvar ég hafi verið í borg þeirra eða eitt af nýlendum þeirra, geta þau treyst að lýðveldið og kaþólska kirkjan hafi haft sín vakandi augu á mér. En þegar ég afhjúpa mig sem þegn sem hefði getað flakkað í kring, ef til vill lifað óhindruðu lífi, óstjórnuðu, óstyðjað gögnum, óiðrandi, verð ég grunsamlegur í þeirra augum. Áður var ég ekki meira ógnandi en klaustruð nunna. Nú gónir Frúin á mig til að sjá hvort hún geti uppgötvað siðspillt kynferðislíf sem ég hef áræðanlega tekið upp og er nú, án efa, æxlandi undir nefi borgarinnar Notre-Dame. Frúin hefur nú áhyggjur á hvort hún geti treyst mér með litlu telpunum sínum tveim. Frú, þú þarft ekki að hafa áhyggjur um það. Ég ef engann áhuga á litlu stúlkunum þínum. Drengjunum....ja, það væri úrkostur þeirra, gæti hún heyrt mig hugsa. Líkurnar eru hlaðnar upp á móti mér með þessari gerð númer tvö, það veit ég. En ég finn að ég læt undan aftur og aftur. Allar þessar spurningar, blekki ég sjálfan mig í hvert sinn, allar þessar spurningar hljóta að þýða að ég hafi möguleika. Og þannig verð ég áfram, um síðir skammta ég sjálfan mig upp líkt og grindhorað, steikt svín, aðeins til að vera sagt, “Takk fyrir, en nei takk fyrir.”

11

Þakka þér? þakka þér? Frú, þú ættir að klappa! Standandi lófaklapp væri ekki óviðeigandi, hugsa ég í hvert sinn. Ég hef gefið þér sögu fulla af heillandi stöðum, ferðalögum um höfin, fjölskyldu leyndarmál, ókristna lösti. Þökk fyrir er ekki nóg. Sjálfumglatt bræði mitt brennir þar til ég neyðist til að viðurkenna að í rauninni hef ég ekki sagt þeim neitt. Þetta tungumál sem ég díf í eins og þurra blekbyttu hefur brugðist mér. Það hefur komið mér til að flýja burt með veikburða vængi og síðan séð mig hrapa niður í þögn. Ég er ófær um að segja þeim neitt nema lista af borgum, sumum sem þau hafa komið til og öðrum sem eru aðeins punktar á hnettinum, staðir sem þau geta snert með fingurgómunum og aldrei með iljum fótanna. Ég neyðist til að viðurkenna að ég er, í þeirra augum, ekkert nema seríur af aðkomustöðum með engum þýðingamiklum víðáttum inni á milli. Þökk fyrir, en nei takk. Þriðja flokkinn kalla ég safnara. Þeir duga alltaf í nokkrar vikur, og stundum jafnvel nokkra mánuða virði af atvinnu. Viðtöl þeirra eru fagmannleg, jafnvel vélræn. Áður en ég get boðið upp á þetta venjulega, óskýrmæla mont um “gómsætu eggjakökurnar” er ég ráðinn. Morgunverður, hádegisverður og kvöldmatur eiga að vera lagaðir sex daga á viku. Frí á sunnudögum. Stundum eru mér falin innkaupin. Aðrir heimta að koma með mér til að versla fyrstu dagana til að fullvissa sig um að ég kunni muninn á milli hænu og hana. Ég verð þeim sjaldan til vornbrigðar. Auðvita hef ég aldrei getað lagt á minnið eða talið nákvæmlega öll þessi þráhyggjulegu úrvöl orða sem frakkar nefna þetta dýr sem er í miðjunni af kássuðum, bökuðum, steiktum og fylltum hjörtum hvers heimilis franskra manna. Feitir kjúklingar, ungir kjúklingar, ný útungaðir kjúklingar, gamlar sinuseigar pútur, öllu þessu er gefið sitt eigið nafn, nokkurskona heiðvirða títill á þessu tungumáli sem hefur efni á að vera svona drukkið og óhóflegt á það sem liggur á kvöldverðaborðinu. “Kjúklingur”, og “ekki þessi kjúklingur”, eru einu orðin sem ég þarfnast til að sigla gegnum hæsna markaði borgarinnar. Samræður sem fara fram með neikvæðum orðum eru ekki þær hröðustu, eða án efa virðulegustu í gerð orðatiltækja, en fyrir okkur sem höfum fá orð í pokahorninu er það töfraþula, særingarþula, sem opnar upp annars óaðgengilegann en fundinn fjársjóð. Að beita orðum mínum eins og riðguðum eldhúshnífi, þannig get ég beðið um, afþakkað, og að lokum fundið hið sérstaka fyrirbæri sem á að prýða pott kvöldsins. Og, já, fyrir hverja ófágaða, afmyndaða setningu, fyrir hvert stytt, afbakað orð, borga ég sekt. Sem maður með lánað, vanhæft tungumál, get ég varla keppst við athygli þessarar borgar. Ég get ekki tekið þátt í fjörugum ástar rifrildum milli hennar og íbúa hennar. Ég er maður með rödd sem er hrjúft kvísl í borg sem heldur vill söng. Óhæfur til að treysta minni eigin rödd, er ég með skyggðann spegil sem sýnir andlit mitt, hendur mínar, og fullvissir mig um að ég sé enn hér. Ég líkist meira dýri með hverjum degi sem líður, ég brölta til að finna skjól í eldhúsum þeirra sem vilja taka mig inn. Sérhvert eldhús er heimkoma, skýli, þar sem ér er þorpsins eldri maður, dýrkaður vitringur. Sérhvert eldhús er velkunnug saga sem ég get ýkt með saffran, kardimommum, lárberjalaufi, og lofnarblómi. Í hita þeirra og gufum, leyfi ég sjálfum mér að trúa að það sé eintómur hraði handa minna, gallalaust mál augna minna, vísindi tungu minnar, sem er verðlaunað. Á þessum hressandi millibilum, er ég ekki lengur mállausi drengurinn sem betlar við tröppur borgarinnar. Þrisvars sinnum á dag, stjórna ég eins og í hljómsveit, og þeir sitja þegjandi með slappa kjálka. Munnar annarshugar við bragð matsins sem er svo kunnuglegt en samt uppgötvar með hverjum bita, jafnvel hið vanlátasta bragðskyn,

12

ilmandi nótur af einhverju sem þeir hafa ekki orð til að útskýra. Þeir eru, eftir allt er sagt og gert, gagnteknir af tilfinningum sem þeir hafa aldrei fundið áður, heimþrá eftir stöðum sem þeir hafa aldrei komið til. Ég skil ekki viljandi við þessi störf. Ég er sæll við að verða gamall í þeim, að kalla eldavélina ástkonu mína, að kalla kopar pönnurnar börnin mín. En safnarar verða aldrei fullsaddir af matnum mínum. Þeir eru glorsoltnir. Hunangið sem þeir eru hungraðir í liggur í vitund minni. Þeir eru þó slóttugir í brögðum sínum: spurningu laumað inn með peningunum fyrir matar fjárhagsáætlun vikunnar, áhersla lögð á hrósið fyrir eftirrétt gærkvöldsins, þrjár spurningar í viðbót dulbúnar sem forvitni um uppskrift fyrir súpu gærdagsins. Að lokum eru þeir óaðgreinalegir flokk númer tvö, nema fyrir auðkenndann kjarna þráhyggju sinnar. Þeir hafa engann sannan áhuga á hvar ég hef verið eða hvað ég hef séð. Þeir þrá ávexti útlaganna, beisku safanna, og þunga hjartanna. Þeir þrá að smakka ekta, sjó-saltaðann dapurleika úrhraksins sem þeir hafa hleypt inn í hús sín. Og ég er aðeins einn í langri röð annarra. Algerbúinn sem hallæri gerði munaðarlausann, Marokkubúinn sem misþyrmdur var af frænda sínum, Madagaskabúinn rekinn út úr þorpi sínu af því króknuð vinstri hönd hans var merki um syndir móður hans, þetta eru særðu sigurtáknin sem komu á undan mér. Ekki að ég sé á móti því. Ég hef selt sjálfan mig í skipti fyrir minna. Ólíkt mildri leiðsögn þeirra, flauelis spurningum þeirra, get jafnvel ég fundið upp á nógum sjúkdóma og minjagripa harmleikum til þess að gera þá ánægða. Þeir eru aldrei gráðugir í langanir sínar, heldur það gagnstæða. Þeir eru kerfisbundnir. Útmældir, ákveðnir skammtar eru hlutur af spennunni. Nei, ég er rekinn út af mínum eigin meðvitandi höndum. Það er aðeins spurning um hvenær það verður. Eftir svo margar vikur af þessu mjúka, stöðuga ljósi skínandi á mig, fer ég að gleyma gaddavírsreglunum af svona skuldbindingu. Ég gleymi að það koma dagar þegar það er ég sem fæ langanir, rauða, tæra þörf til að fletta ofan af öllum vanræktum, hrjúfum dögum mínum. Og ég gleymi að ég mun bíða, líkt og sá sem grátbiður við hlið musterísins, vegna þess að öll herbergi hússins eru drungaleg og þögul. Þegar ég er yfirgefinn af væmnu spurningarkveri þeirra, gleymi ég hvernig á að soðsteikja nautarifin, hvort kjúklingurinn er betri gufusoðinn yfir víni eða kjötseyði, hvar er hægt að kaupa sætasta silunginn. Ég slæ slöku við klípu af kúmeni, skvettu af umhyggju, þef af súraldini. Og þannig skrifa ég óafturkallanlega, blaðsíðu eftir blaðsíðu af uppsagnarbréfi mínu. ------------------------------- “Jú, Jú, þær eru enn að leita að matreiðslumanni,”, staðfestir húsvörðurinn. “Þú verður að koma aftur eftir klukkutíma eða svo, þegar þær koma heim úr bíltúrnum. Bankaðu bara þarna á hurðina til vinstri, þar er vinnustofan. Hvað sagðist þú heita?” “Bính,” svara ég. “Hvað?” “Bính.” “Baun? Baun, nú það er nógu auðvelt á tungunni. Þú virðist vera góður drengur. Leyf mér að gefa þér svolitla ráðleggingu – blikkaðu ekki auga.” “Hvað?” “Blikkaðu ekki auga,” endurtekur húsvörðurinn og liftir augabrúnunum og rödd sinni, til auka áherslu. “Skilurðu?” “Nei.”

13

“Þær Ameríkönsku eru ofurlítið, umm, óvenjulegar. En þú getur séð það sjálfur um leið og dyrnar á vinnustofunni opnast.” “Vinnustofunni? Málarar?” “Nei, nei, rithöfundur og, umm, förunautur. En það er ekki málið! Þær eru vingjarnlegar, mjög vingjarnlegar.” “Og?” “Ja, ekkert atriði, raunverulega. Nema, nema, þú ættir að kalla hana fullu nafni, Gertrude Stein, Alltaf ´GertrudeStein.´ Ímyndaðu þér það bara eins og eitt orð.” “Er það allt og sumt? Hvað um hina?” “Hún heitir Alice B. Toklas. Hún vill helst vera kölluð ´Fröken Toklas´” “Og?” “Ja, ekkert annað. Ekkert annað.” “Ég kem þá aftur eftir klukkutíma. Bless, herra.”

14

3

Þetta er musterí, ekki heimili. Hugmyndin – rétt aðeins mynduð, fljótandi, aðeins byrjuð að samlagast við daufu lyktina sem kemur í ljós þegar dyrnar opnast – breytist svo fljótt frá spá til guðspjalls, að ég er á stuttum tíma leystur upp úr líkama mínum, neyddur til að standa við hliðina á sjálfum mér, og leyft að þjóna sem alvarlegur sjónarvottur. Vanalega þjáist ég, líkt og Gamli Maðurinn, af seinlæti. Í honum stafaði það af hugleysi. Í mér bætist það við af kæruleysi. Við hikum við athafnir sem er vani og algengt fyrir aðra í kringum okkur: sem sagt að komast að niðurstöðum. Við erum, í staðinn, þungt haldnir af mörgum áratugum af eftirtektarsemi. Við tínum saman, tuskum og bútum, og síðan höfum við enga nál eða þráð til að sauma þetta saman. En eftir að þau eru loksins tilbúin, verður okkar þykka, þyrnótta kápa ráðningatímans hönnuð til að afstýra þef af fúa og rotnun í þykkninu. En til nágrannanna sem forvitnuðust um fjölskyldumeðlimi okkar, var Gamli Maðurinn manneskja með öruggar skoðanir, maður með óhikandi siðferði, maður sem dæmdi í ró og næði eins og uxi sem merkir slóð sína með skítahrúgum sínum. Frá fyrstu nóttu minni að heiman, hef ég kvalist í sorglegann og nöktum draumi. Ég stend fyrir framan kistu Gamla Mannsins, sem hefur verið sett fyrir framan húsið hans, undir morgunsólinni, og ég er að segja, eins og í dái: “Þetta var maður sem hafði hag af langri æfi. Gegnum marga áratugi, hafði hann komist að þó nokkrum niðurstöðum um veröldina í kringum sig. Í höndum hans, grófu þær botnföllin af lífi hans, töpuðu sínum náttúrulegu margbreytileikum, urðu strengir af perlu-líkum sannleikum, þröng hálsfesti fyrir þá sem báru nafn hans.” Sogandi andann djúpt að mér, fullyrði ég alvarlega, “Hann var hugleysingi sem loksins hafði kjark til að deyja, fullviss um að í þögninni sem hann skilur eftir sig, hef ég síðasta orðið, stíg á svið til að tryggja að orðstír hans deyr ásamt líkama hans.” Í draumi mínum er ég að segja allt þetta á frönsku, þó ég viti að það er ómögulegt. En í draumi mínum, smyr grimmd tungu mína og ég er óneitanlega fluglæs. Þetta er musterí, en ekki heimili. Ímyndin – sem eykst við lyktina af neguli og sætum kanil í loftinu – tekur mig úr fortíðinni, landamæralausu landinu sem ég oft finn sjálfan mig í, og skilar mér til baka til Parísar, til Blómagötu, þar sem hurð með hjörum riðguðum rauðum en að öðru leyti óskreytt, er að opnast. Kona með andlit sem líkist uglu kemur í ljós og stendur inni í geisla ljóss. Konan, held ég, hefur andlit “Fornmanns”. Ekki það að andlit hennar sé hrukkótt eða dauflegt. Fornmenn, eftir því sem Báo, förunautur minn á skipinu Niobe, sagði, hafa andlit sem í margar aldir hafa ekkert breyst. Að líta á þá, sagði hann, er að líta á röð af málverkum af forfeðrum þeirra og afkomendum, eins og þegar tveir speglar endurspegla endalausa mynd af hvor öðrum. Báo sagði að fornmenn hafi svo sterk og öflug einkenni að þeir geti þolað kynslóð eftir kynslóð af nýjum og uppreisnarsömum “blóðlínum”. Konur sem eru ásakaðar um hórdóm vegna þess að andlit barna þeirra neita að líkjast feðrunum, eru oft fornmenn. Í andartaki af sjálfsskoðun, sagði Báo að fólk hræðist þessar konur, af því að þær háða hjónabands sambönd, að forákvörð andlit barna

15

þeirra kunngeri of háværlega að maðurinn sé óviðkomandi, ef til vill sé alls engin þörf fyrir hann. Báo, náttúrulega, sagði þetta ekki með þessum nákvæmum orðum. Hans voru meira óhæverskuleg, afturkallandi með ljósmyndunar smáatriðum um athafnir Serena Einleikara, fegurðardísinni með blönduðu blóði, aðkomandi frá Pondicherry og sú sem dró hálfrar viku virði af launum frá honum, peningar sem hann hélt núna að hann hefði eytt vel, fyrir leiftursýn af sjálfum sér sem aukaatriði. Peningum virkilega vel eytt. Fyrir Báo, hafa Serena og hæfileika fingur hennar og tær orðið lipur dæmi, einskonar skýrt bragð, sem hjálpar honum til að útskýra allt sem hann veit um í lífinu, frá hvernig á að prútta um auka sneið af nautakjöti í skál hans af “phó”, til mismunaðar milli þess að þjóna undir enskum skipstjóra og frönskum. En það skiptir ekki máli hversvegna Serena var kynnt, eftir hverja endurtekt, án undartekninga bauð Báo upp á þessa ráðleggingu: “Munið, eins og Serena Einleikari sýndi mér, það er bara sumt sem maður getur ekki gert!” Síðan glennti Báo upp augun, og líkami hans varð fullkomlega kyrr, líkt og hann væri að fjarlægja allar truflanir svo að maður gæti fulkomlega gætt sér á ófínlegum þýðingum orða hans. Krampakenndur, þögull hlátur Báos lauk opinberlegri sýningunni. Þegar við fyrst hittumst, spurði ég Báo hversvegna hann hefði farið á sjó, þegar nafn hans þýddi “stormur”. Hann svaraði með hljóðfallslausum titring af opin-mynntri þögn, sem ég aðeins seinna lærði að skilja að væri hlátur. Þegar ég smaug inn í suður Kína sjóinn, þar sem vatn strokaði út sjávarströndina og veitti mér aflausn af syndum mínum, fór ég að trúa að átök og bardagar væru landlukt. Of svita-þvingað og klunnalegt fyrir sjóferðalög, hugsaði ég. Svo að meðan við vorum saman, komum við Báo að þögulegu samkomulagi um að allt sem hann segði væri sannleikur. Sáttmálið var auðvelt að halda, því það voru fáir um borð Niobe með yfirvald til að mótmæla, til að segja “Nei, það er ekki satt,” sem skildu hljóðin í okkur. Fyrsti yfirmaður, samkvæmt sögn Báos, kunni nokkur orð í Víetnamíksu, en konan sem seldi honum þau var frá gömlu keisaralegu borginni Hue. Eyru hans voru þjálfuð aðeins til að svara Hue takti hennar, með snúning þess og bylgjum, líkt og undun af blautu silki, drottningaleg, jafnvel þar sem hún sat nakin og bað um peningana sem hún hafði nýlega unnið sér fyrir. Fyrsti yfirmaðurinn heyrði í suður markaða glettunum okkar ókunnugt tungumál lágstétta gleðikvenna. Það er að segja, að Báo og ég höfðum byggt öruggt hús, og við vorum einu íbúar þess. Við vorum einnig banvæni gallinnn í skipulagningu þess. Handleggjum lyft upp, lófar opnir, við gáfum okkur upp til Indjána Sjávar vindanna sem báru með sér vott af einmanleika, líkt og vindborinn smákorn af frjódufti, vorum við þeirra einu stólpar, gleyptu í okkur alla þyngd vindanna. Svo lengi sem við vorum saman, höfðum við skýli. Daginn sem Niobe skipið lagðist að í Maseille, sótti Báo launin sín og veifaði bless frá skipi sem var á leið til Ameríku. “Svo lengi sem við vorum saman, höfðum við skýli,” munnaði ég til hans, en hann var nú þegar farinn út á sjó.

Konan með ugluandlitið endurtekur spurninguna. Minningar mínar um Báo hljóta að hafa verið að gleypa mig allann. Hversu lengi hef ég staðið þarna þegjandi? Taf mitt við að svara, jafnvel þegar spurningin er auðveld og bein, er vanalega hægt að ýta til hliðar með brosi og “franska mín er ekki mjög góð.” En þennann eftirmiðdag get ég ekki afhendað hvorugt. Ég get ekki svarað einu einasta af glamrandi frönsku orðum konunnar, vegna þess að ég er of gagntekinn af efri vör hennar, með svörtu hárunum rykkjandi mjúklega til og frá meðan hún talar. Yfirvaraskegg hennar, held ég, kæmu allir þrír bróður mínir til að öfunda, og þrá eftir svonalöguðu, eftir fleyri vikur af óhindruðum

16

gróði. Bogi háranna, líkt og lækkandi þriðja augabrún, er toppuð af hátíðlegum minnisvarða til lyktar guðsins. Skagandi fram úr enninu, snögglega bylgjandi út þar sem það nær til augnatófta hennar, það er eiginlega ekki nef eins mikið og altarisbrík sem aðskilur vinstri hlið andlits hennar frá þeirri hægri. Til norður hverfa andlitsdrættir hennar undir kollhúfu af hári sem hrífur eftirmiðdags ljósið. Ég er gagntekinn af þessu öllu, þar til ég lít inn í augu hennar. Þau búa í burt frá húsi þeirra. Lithimnur hennar eru tvö net sem svífa mjúklega yfir rönd af fiðrildum, eltandi ljósið sem gillir borgina snemma á haustin. Hringarnir gjósa, bjartir af hreyfingu, grípa ljósið meðan marglitaðir vængir flakta og vifta. Við stöndum og horfum á hvort annað, bíðum eftir svari mínu. Ég er hér til að spyrjast fyrir um matreiðslu stöðu, langar mig til að segja, en mig skortir fínu partana, og býð í staðinn, “ég er kokkurinn sem þið leitið af.” Augu hennar flökta af viðurkenningu og svara með skilyrðislausu “Vitaskuld.” -------------------------- Nú hef ég verið bak við dyr musterisins lengur en á nokkrum öðrum stað í þessari borg. Mér hefur verið gefið mínir eigin lyklar. Ég þekki niðurraðir herbergjanna sem dyrnar einu sinni héldu leyndum. Ég hef fengið mitt eigið herbergi. Þar hef ég sofið vel og dreymt djúpt. Ég get gengið gegnum hin herbergin með augun lokuð. Ég get labbað gegnum þau án þess að nokkur sjái til mín. Ég hef heyrt allar sögurnar sem búa í þeim, þekki litríku andlitin sem línustrika veggi þeirra. Ég get ímyndað mér Dömur mínar að bíða hér eftir mér frá upphafi. Lífið á Blómagötu 27, trúið mér, hefur útfall og rennsli hafsins, fyrirsjánlegt, með róandi tímabilum af kyrrð. Ég hef komið á sunnudags eftirmiðdegi, eftir allt. Fröken Toklas, mun hafa verið hvergi annarstaðar en staðfestlega plöntuð í eldhúsinu. Klædd þykkum ullarsokkum undir leðurólum sandala sinna, fæturnir ofurlítið í sundur, er hún afhýddi súru grænu epplin sem seinna kvöldsins færu að sefa reglubundna þrá GertrudeSteins eftir æsku sinni í Ameríku. Fröken Toklas stendur alltaf þegar hún er í eldhúsinu. Matreiðsla er ekki, heldur hún, tómstundar starfsemi. En fyrir hana, hefur það einmitt orðið beinlínis það, og hún er ákaflega meðvitandi um það. Hún á pappakassa fullann af uppskriftum, líkt og aðrar konur geyma ástarbréf frá æsku sinni. Hún hræðist um að hún fari að gleyma ástríðunni. Hún lagar mat fyrir GertrudeStein aðeins á sunnudögum. Í heimilishaldi þeirra, eins og í öðrum í París, eiga kokkar frí á sunnudögum. Í enda vikunnar, af nauðsin og löngun, stígur Fröken Toklas aftur inn í eldhúsið, fær smjör og hveiti undir neglurnar, andar inn ilm af kannilli, brennir tunguna og huggast. Þær borða aldrei úti á sunnudögum, enginn undartekning. Engir gestir við dyr vinnustofunnar með kynningabréf. Engum leyft að skoða málverkin. Á sunnudögum eru Fröken mín og Fröken örugglega fastsettar í borðstofu sinni með minningum um Ameríku sína hrúgaða ofan á stóra diska. Auðvitað getur Fröken Toklas náð mikið lengra en til matar æsku sinnar. Hún er kokkur sem setur “absinthe” í salatsósuna og rós petala í edikið sitt. Matseðlar hennar geta kortlagt heiminn. En upp á síðkastið hafa þessar tvær haft miklar mætur á fæðu sem styrkti þær í æsku. Hvorar virðast taka eftir að “eplabaka” Fröken Toklasar er nú fyllt með eplasósu og bragði af eggjabúðingi, hjúpuð smjörrjóma, eða að kjöthleifur hennar hýsir bragðbæti af appelsínu og er baðaður hvítu víni. GertrudeStein heldur að það sé botnlauslega erótískt að ástkona hennar hefur þvegið, flysjað, hnoðið og snert með höndum sínum matinn sem hún er um það bil að taka sér til munns. Hún er gagntekin af þrá þegar hún finnur dauf för af fingurprintum Fröken Toklasar á röndum bökuskorpunnar. Fröken Toklas finnst að þessi kvöld séu verðlaun sín. Hún er heiðingi

17

sem leynilega þráir Háa Messu. Fyrir hana, er eitthvað af báðu í sunnudagakvöldunum sem kemur anda hennar til að svífa. “Pjatla, það er einhver fyrir utan dyr vinnustofunnar,” hefur GertrudeStein kallað frá upphólstraða amrstólnum. Það eru tveir af þessum hægindastólum í Blómagötu 27, báðir í vinnustofunni. Þeir eru sérsmíðaðir og geta þessvegna lagað sig eftir bæði fyllingunum af ummáli GertrudeSteinar og samþjöppuðum vexti Fröken Toklasar. “Elskan, ég er þreytt á að dingla fótunum í lausu lofti. Kona á mínum aldri ætti að geta sest niður án þess að þurfa að líta út eins og óþekkur krakki,” mun Fröken Toklas hafa fyllyrt. “Allt í lagi, Pjatlan, allt í lagi,” hlýtur GertrudeStein að hafa samþykkt. Og umræða þeirra um rándýru hægindastólana hlýtur að hafa endað bara þannig. Vegna þess að Fröken Toklas þarf varla nokkurn tíma að segja annað en “elskan” til að sigrast. GertrudeStein, er nú vön þægindum hásetis síns, mun hafa kallað aftur, “vertu svo góð, Pjatla, vertu svo góð. Það er einhver að banka á vinnustofu dyrnar.” “En elskan, þú ert þarna nálægt!” hefur Fröken Toklas útskýrt því augljósu frá stað sínum við eldhúsvaskinn, fullviss allann tímann um að það gerði ekkert gagn. GertrudeStein vill ekki svara hurð sinni í dag, eða nokkurn annann dag. GertrudeStein hefur síðastliðin ár komist að þeirri niðurstöðu að þeir sem vísvitandi koma til að finna hana séu guð-skelfilegar plágur, nema þeir séu viljugir, auðvita, að kannast við snilling hennar. Hún er, verður að viðurkenna, bjartasta stjarnan í vesturheimi. Þó í sannaleika sagt, held ég að hún sé meira eins og stjörnumerki. Hún er um það bil á hæð við Fröken Toklas, en hún er sterkbyggð í vexti, ber meira af þyngd sinni í barmi og mjöðmum. GertrudeStein er mjög falleg, finnst okkur báðum, mér og Fröken Toklas. Nei, ekki mér, ekki í fyrstunni. Aðeins Fröken Toklas gæti krafist svoleiðis tafarlausum skýrleika. Einkenni GertrudeSteinar eru breiðleg, ómiskiljaleg, heldur hrjúf. Nefið og eyrun á henni virðast vera hlutsfallslega stærri en restin af andliti hennar. Hún, ber sig samt eins og hún sé girndarleg. Hún ber sig eins og hún sé sinn eigin girndarhlutur. Svoleiðis sjálfs-veittur löstur hefur sínar vanabindandi afleiðingar. Langvarandi uppljóstrun gerir aðra í kringum hana óstyrka og hjálplausa. Ég hef séð dreifða í kringum íbúðina, ljósmyndir af GertrudeStein með hárið í gríðastórum hnút, laus, ruglinslegur, ofurlítið druslulegur. Í heild, eru afleiðingarnar þó hetjulegar. Sú GertrudeStein sem ég þekki hefur minna hár á höfðinu en ég. Sagan af ummyndun hennar byrjaði, ímynda ég mér, um hádegi, því hún er varla nokkurntíma vöknuð fyrr: GertrudeStein lítur á endurkast sitt fljótandi á yfirborði silfur tepotts og ályktar að hárhrúgann á hausnum á sér sé óbærileg. Hárið, heldur hún, truflar samhengi andlitsins á henni. Að klippa það, trúir hún Fröken Toklas fyrir mun verða mikilvæg athöfn. Tilgangslaus yfirskreyting, útksýrir GertrudeStein, er hún hugsar um kommurnar og púnktana sem hún plokkar úr blaðsíðunum eftir að hún skrifar. Svoleiðis ónæði, fullyrðir hún, eru ekkert annað en froskar flataðir ofan á sveitavegum, kærulausir og ósjálegir. Nútíma veröld hefur engin takmörk, segir hún Fröken Toklas, svo að nútíma saga verður að laga sig eftir möguleikunum – leið þar sem hún getur tínst ef hún kýs, eða farið hæglega eftir til að snerta hvert einasta grasstrá. GertrudeStein ætti að vita. Hún er mjög góður bílstjóri. Hún hrasar þó þegar hún þarf að bakka upp. Heldur vildi hún keyra

18

áfram þar til hún gæti snúið bílnum við, í 360 gráðu boga af þvermóðsku. Þannig er hún, tæknilega, alltaf að fara áfram. Fröken Toklas finnst gott að láta vindinn leika um andlitið. Það tekur Fröken Toklas nærri tvo daga, truflaða aðeins af sameiginlegri þörf þeirra til að borða, að klippa hár GertrudeSteinar. Er hver lokkur smýgur milli blaða skæranna, brosir Fröken Toklas og segir, “Ó, þetta er svo spænkst!” Það er hennar mesta hrós fyrir sérhvert ástand. Spánn, heldur Fröken Toklas, er þar sem sál hennar fyrst kom fram í fullu móti. Spánn er þar sem hún fyrst upplifði Ástríðu, án GertrudeSteinar. Hver bær hefur að minnsta kosti eitt hús, merkt með krosstákni, þar sem hún gæti mætt Henni. Hennar daður, hennar ástvinur, hennar hrein mey. Í heimskókn þeirra til Ávila, grátbiður hún GertrudeStein að vera áfram, að dokra við í skugga klaustruðu veggja borgarinnar. GertrudeStein grunar að á spánskum jarðveg, gæti Fröken Toklas orðið aðdáandi einhvers annars. GergtrudeStein gæti ekki þolað svoleiðis smánarlega samkeppni. París, veit hún hefur sínar tælingar, en þær hafa að minnsta kosti líkamleg form. Fröken Toklas hrærist þegar hún lítur á axlir GertrudeSteinar, sem hæglega skreytir sjal af nýklipptu hári, líkt blúndu, hyljandi og afhjúpandi allt í senn. Fröken Toklas heldur áfram að klippa, minnist munkanna sem hlykkjuðust gegnum götur Valensíu, hægfarandi íhuguð athöfn. Hún heldur áfram að klippa, tínir sjálfri sér í samræðum GertrudeSteinar. Eftir tveggja-daga setur, hefur GertrudeStein pjötlu af snoðklipptu hári sem stoppar við eyrnasneplana, möttul ætlaður til að vera alvörugefinn, en í staðinn vitnar í skinnið, nakið og í leyni fyrir neðan. Hún þrýstir Fröken Toklas að sér, setur þökk-fyrir kossa í lófa hennar. Fröken Toklas minnist barnanna í Burgos sem rugluðust á GertrudeStein, héldu að hún væri biskup og grátbáðu um að kyssa hringinn hennar. Fröken Toklas hefur þurrkað hendurnar á sér á svuntunni og labbað síðan niður ganginn til vinnustofunnar. Hún hefur víst gengið framhjá elskunni sinni sitjandi djúpt í skugganum af enn annarri leynilögreglusögu. GertrudeStein er mjög lýðræðisleg í því sem hún vill lesa. Hún hrífst af samanþjöppuðu prósi, sem kemur henni til að fletta blaðsíðunum með ofsahraða, gufuðu samblandi að smáglæpum og ástaræfintýrum. Hún er sérstaklega háð óskammfeilni notkun á auðkenndri amerískri ensku, tungumáli sem hún heldur að kindi undir þessum sögum kraft þeirra og bráðsnilld. Eftir tvo áratugi í París, og með hverjum degi trúir GetrudeSteine samt að hún sé að verða meira náin móðurmáli sínu. Nú þegar það er ekki lengur hversdagslega nothæft, ekki lengur sóað á verðið á bensíni, veðrið, heilsu barna annars fólks, hefur það orðið, fyrir hana, tungumál sparað fyrir snilligáfu og sköpunarverk, fyrir ást og hollustu. Vegna þess að örlög hennar hafa ollið því að hún sér það oftar en hún heyrir, hefur GertrudeStein einnig farið að kunna að meta útlínur þess og sveigji, fangað og staðsett á blaðsíðum bókanna og bréfanna sem krossa yfir kjöltu hennar. Orðin espa vísinda hug hennar, minna hana á dagana þegar hún sótti læknanám, kryfjaði eitthvað lifandi og rafmagnandi, fjarlægði lífsnauðsynleg líffæri úr lifandi dýri og horfði á ringlureiðina sem á eftir fylgdi. Fröken Toklas líkar við ferskt blek á fingurgómana. Hún vélritar og prófar allt sem GertrudeStein skrifar. Innilega sambandið sem hún hefur við þessi rituð orð getur ekki gerst, heldur hún, með því að lesa bara fullgerðar vélritaðar blaðsíður. Hún þráir krotið, dökku, dökku línurnar þar sem ástin hennar hefur þrýst fast niður, úthugsandi. Hún ber kennsl á hverju broti í straumi bleksins, stundum í miðju orði, staldrar hún við í unaði sínum. Ekki þar til hún hrópar “Miskunn, gjörðu svo vel, miskunn!” heldur blekið áfram að flæða. Þegar Fröken Toklas fyrst flutti til

19

Blómagötu 27, voru aðrar konur að vélrita og próflesa fyrir GertrudeStein. Fröken Toklas kannaðist strax við vinfengina sem svona athafnir veita. Hún vildi ekki sjá ókunnuga hvíta geitarskinnshanska liggjandi á borðinu, úthelt höggorma skinn, fingrum stillt í svala snertingu á ritvélalyklana. Henni fannst hún þefa svitann sem siðspillti blekið á blaðsíðunum. Hún þurfti að vita að það væri ekki svo. Fröken Toklas hafði fyrir löngu gert sjálfa sig ómissandi fyrir GertrudeStein. Hún er eins mikið vörður musteris þeirra eins og sterkbyggð útidyr vinnustofunnar. Hún er fyrsta röð varnar, embættislegur smakkari af mat Konungsins, móður hænan. Fröken Toklas kastar upp dyrum vinnustofunnar með einum snúning af úlnliðinum, opinberun um kraft handa hennar. Hún sér andlit mitt, og segir, “ég er Alice B. Toklas, og hver ert þú?”

20

4

“Magri Bin,” segir GertrudeStein, hún ber rangt fram nafnið mitt í gríni, rímir það í staðinn með ensku orðinu sem hún fullyrðir að lýsi best aðgreinandi lögun minni, neitar að deila með mér hvað það einkenni sé eiginlega. Ég hef lært að Dama mín, þó ekki vond í sér, er full af hrekkjum. Hún sleppir aldrei að heilsa mér með brosi og hjartanlegri amerískri heilsu: “Ja, halló, Magri Bin.” Svo labbar hún framhjá og yfirgefur mig til að giska á hvað þetta “magri” gæti verið. Stuttur, held ég, sé augljóslegasta svarið. “Heimskur”, heldur Gamli Maðurinn ákveðið fram. Myndarlegur, hætti ég á, er betri ágiskun. Allir yfirmenn mínir gefa mér nýtt gælunafn, hvort þeir viti af því eða ekki. Enginn af þeim - og þetta ýki ég ekki – hefur kallað mig mínu skírða nafni. Rangur framburður þeirra eru sín eigin endalaus söguljóð. Það vill bara svo til að ljóðsögur GertrudeSteins ríma. Í hvert sinn sem hún segir nafn mitt, segi ég það líka. Að heyra það sagt rétt, ef aðeins í höfði mínu, er þrá sem ég get ekki losnað við. Ég stilli á ný og aðlaga tónana sem vanta í eða eru dapurlega rangsettir. Ég er einmana samt sem áður eftir einhverri rödd sem getur borið fram nafnið mitt, greinarmerkt með nótu af eftirvæntingu, andvarpi af létti, hlýjum andardrátt af umhyggju. “Magri Bin,” segir GertrudeStein, hvernig myndi þú skilgreina ´ást´?” Þó Dama mín byrji spurningar sínar með því sem ég hef farið að sætta mig við að sé ameríska nafn mitt, verður hún að flytja restina af spurningunum, kjarninn af þeim, til mín á frönsku. Það er, þrátt fyrir allt, eina tungumálið sem við höfum sameiginlegt. Og franska GertrudeSteins er, vissulega, alþýðuleg. Líkt og skór sem detta niður stiga. Takturinn er allur rangur. Því nær sem röddin berst, því hærri og meira ósamstæð verður hún. Grófur amerískur hreimur hennar gleður hana samt endalaust. Henni fynnst hann nauðsynlegt skraut, líkt og ein af þessum uppáþrengjandi mosaik brjóstnálum sem hún er svo hrifin af að festa á sig. Hún notar hreiminn frjálslega í labbitúrum sínum um nágrennið með Körfu togandi í hana með rauðu kaðalólinni. GertrudeStein gengur aldrei með Chihuahua hundinn. Pépé stendur sig ekki vel í kringum drullu eða með steina undir örmjóum loppum sínum. Fyrst titrar hann og síðan leysir hann vind. Fyrir hund á stærð við hænu, rekur hann meira við en maður getur ímyndað sér. GertrudeStein kýs fremur kjölturakkann sem er á stærð við smágeit. Herðasláin hennar Körfu, trúir hún, gefur henni skynsamlegann merkissvip. Saman, þessir tveir ríflegi sendiherrar amerískrar velviljunar, granskoða stræti Vinstri Bakkans, aðlaða sig að búðarmönnum sem standa við dyrastafi, gömlum mönnum sem rölta með litla hunda sína, af sömu gerð og Pépé, sem skelfa allt árið í kring. Alltaf undrast ég á að sjá Körfu töltandi með GertrudeStein. Þrátt fyrir alla þessa hrokafylli Hans Hátignar, þegar hann er einn heima með mér, er kjölturakkinn Karfa þegar hann er á götum úti lækkaður niður í aðeins einn annan tungu-vaggandi, rass-snefandi, pissu-úðandi hlut af ótilhlýðilegri aðdáun. Ég er ekki öfundsjúka típan. Það er bara að hundar, eða heldur Frökenninnar og Frökenninnar ástasambönd við þá, eru meira útlensk fyrir mig en tungumál þeirra gæti nokkru sinni

21

verið. Eins og Anh Minh myndi segja, “Aðeins þeir ríku hafa efni á að éta ekki dýrin sín.” GertrudeStein er vel að sér í tungumáli hunda aðdáunar. Hún notar það og Körfu, másandi og bleik, til að vingjarnast við jafnvel hinn önugasta slátrara við breiðstræti Edgar-Quinet, mann með eitt glerauga stöðuglega beint á raðir af smáum, berum skrokkum sem hanga í búðargluggum hans. Hún notar það og Körfu til að smjaðra við tartara stelpuna með löngu augnahárin á Gaíté götu, sem falbýður á götum úti vendi af rósmarín og fjólu, eftir því hver árstíðin er, þegar Karfa hendist yfir og sleikir hendur hennar, þefar undir pilsum hennar. Ungfrú mín notar það og Körfu vegna þess að franska hennar, eins og mín, hefur sín takmörk. Hún neitar henni. Hún þvingar hana til að vera stutt í spuna, ef ekki nákvæm. Á frönsku finnur GertrudeStein sjálfa sig að öllu leiti háða einföldum setningum. Hún bætir upp með hljóm raddar sinnar og hlýju augnanna. Hún reddar þessu með töfrandi yndisþokka. Þegar ég heyri hana tala frönsku, fyllist ég einhverju mjög nær gleði. Ég dáist af hrjúfu hennar, óafsakandi monti. Mér þykir það vera félagi tungumáls míns. Mér fynnst við eigum að skipta á samhryggðarorði og segja restina með augum okkar. Ég held að “þetta” höfum við sameiginlegt. GertrudeStein hefur einngi fengið áhuga á túlkun minni á frönsku tungumáli. Henni líkar við hvernig ég nota það neikvæða og endurtekningar. Hún hrífst af því að votta svona frumlegt, ber-hnúað niðurbrot af tungumáli. Hún er samsærismaður minn. Hún skemmtir sér auðvita við sýninguna. Ég man eftir fyrsta deginum þegar ég var ráðinn í vinnu og GertrudeStein var viðstödd fyrsta samtali mínu við Fröken Toklas um matseðil kvöldsins. Þessi samræða gerðist þá, eins og nú, í eldhúsinu. GertrudeStein, veit ég núna, kemur aldrei inn í eldhúsið. Hún hlýtur að hafa skynjað hæfileika mína frá því fyrsta. Mig langaði þann eftirmiðdag að spyrja Fröken Toklas hvort fjárhagsáætlun heimilishaldsins leyfði kaup á tveim ananasum fyrir kvöldmat, því Dömur mínar áttu von á gestum. Mig langaði til að segja henni að ég ætlaði að skera fyrsta ananasið í pappírsþunna hringi og steikja þá með skalotlauk og nautakjöts sneiðum; að sykurinn í ananasinu færi að karamellast í suðunni og gefa frá sér auft reykbragð sem er vanabindandi; að máltíðin er fágað afbragð af uppáhaldsmat móður minnar. Mig langaði til að segja henni að ég ætlaði að skera hitt ananasið í smábita, leggja þá í bleyti í rauðvíni, gera þá af drukknu rúmi fyrir skeiðafylli af tangerinu frauðís; að ég ætlaði að pípa ósætum rjóma í kringum röndina, hring af fílabeinslituðum smá rósum. Og af því að ég er hégómagjarn og vill ekkert frekar en að heyra gjós af hrósum sem ég hef espað út úr öðrum, langaði mig til að segja henni að ég vildi dreifa á toppinn pedulum af sælkerðum fjólum með glampandi sykur kristulum. “Föken, ég vil kaupa peru...ekki peru.” Fröken Toklas leit á mig, viðurkennsla fjarvera í augum hennar. Ég, já, tapaði franska orðinu fyrir ´ananas´ undir eins og ég opnaði munninn. Orðin hvurfu eftir vilja, orð þessara tungu hæða mig með sínum óundirbúnum brottförum. Þegar ég er einn, bjóða þau sig fram til mín, laus skiptimynd í grunnum vasa, en strax þegar ég þreifa til eins þeirra, hellast hin niður. Þetta hefur skeð mörgum sinnum áður. Að minnsta kosti veit ég nú hvað á til bragðs að taka, hugsaði ég. Ég endurtók spurningu mína, en í þetta sinn setti ég hendurnar ofan á höfuðið, með aðeins lófana snertandi hárið. Fingurnir á mér voru útbreiddir eins og tvær hálfvegis opnir blævængir. Fullkominn með kórónu mína, stóð ég fyrir framan nýju Föken mína og Föken, holdekja af “peru-ekki-peru.” Ég man eftir að sjá GertrudeStein brosa. Nú þegar var Fröken mín að skemmta sér

22

af frönsku minni. Hún var að velta orðum mínum um tunguna, að geyma þau þar til síðari, nákvæmari rannsókn af umbreytingum þeirra. GertrudeStein hefur síðan tekið upp þá venju að athuga kunnáttu mína. Í fyrstu var hún ánægð með úrræðagóð endurnöfn mín á mat, dýrum og hlutum heimilishaldsins. En vegna þess að það var einnig hennar vani að verða aldrei reiprennandi í neinu tungumáli nema sínu eigin, verður hún að safna saman í lista sinn á ensku, gramsa gegnum orðabók Fröken Toklasar eftir samsvarandi frönskum orðum, og finna síðan myndskreytingar eða efnisleg dæmi sem ég gæti athugað. Þetta er eftir-kvöldmat iðja fyrir GertrudeStein. Hún eyðir ekki meira en hálftíma í það, dægrastytting áður en hún smellir upp þykk kjölnaðri bók það sem eftir er kvöldsins. Fröken Toklas er alltaf nær, útsaumur hennar hnykkjandi til og frá í höndum hennar. Upp á síðkastið hefur GertrudeStein ákveðið að það borgaði sig betur ef hún byrjaði á síðasta skrefi formúlunnar. Að gera annað, heldur hún núna, er einfaldlega of óhagsýnilegt, líkt og listmálari sem málar andlitsmynd og flækist síðan um heiminn í leit að fyrirsætu. Hentuglega fyrir GertrudeStein, hefur hún heila veröld pakkaða niður í herbergjum Blómastrætis 27. Tölur, skeljar, glerhnetti, skeifunagla, eldspýtukassa, sígarettu hulstur – það síðastnefnda sem Fröken Toklas hvetjaði, rödd hennar upplýsandi vana hennar – alltsaman niðursett í kringum alla íbúðina. Sumt er flokkað eftir gerð, annað eftir árum frá öflun, enn annað eftir tilfinningum. Þegar Fröken Toklas fluttist til Blómagötu 27, hafði GertrudeStein eignast allstórt safn. Fröken Toklas skyldi strax ástandið. Ekki þurfti að segja henni að hversdagshlutir yrðu að minjagripum og helgimyndum eftir að GertrudeStein hafði snert þá með höndunum. Hún trúði því nú þegar. Kvöldmatar diskarnir hafa verið þvegnir og þurrkaðir, og sent hefur verið eftir mér til vinnustofunnar einu sinni enn. Áræðanlega eftir fjögur ár af þessum leik, held ég að það gæti ekki verið neitt eftir í íbúðinni sem við höfum ekki nefnt. Í síðastliðni viku, til dæmis, varð ég að tilkynna GertrudeStein í þriðja sinn þetta ár að Karfa var “hundur-ekki-vinur” og að Pépé, ja, Pépé er “hundur-ekki-hundur.” “Magri Bin, hvernig myndir þú útskýra ´ást´?” Ó, hugsaði ég, klassískt skref frá því efnislega til þess andlega. GertrudeStein, eins og safnarar sem komu á undan henni, vill sjá teygjumerkin á tungu minni. Ég bragða kunnugan dropa af beisku bragði aftan í hálsinum. Ég bendi á borð þar sem nokkrir roðarunnar sitja gulnandi í blárri og hvítri kína skál. Ég hristi höfuðið í átt til þeirra og hverf orðlaust út úr herberginu. ------------------------- Pappírs-hvítar hátíðarliljur, eitt hundrað blómlaukar í grunnri laug af rökum smásteinum, rætur þeirra berskjaldaðar, loðandi við, dauflegt akkeri að festa blómin er þau teygja sig til sólinnar. Gluggarnir eru aldrei fullkomlega lokaðir, vegna þess að sæta púðurs lyktin væri óbærileg. Í þessum hornum þar sem sólskinið er óuppfyllt loforð, sitja skálar á mismunandi stærð sem í eru hortensíu klasar, þurkkaðir, á litinn eins og naumlega bruggað te. Með ekkert vatn til að þyngja þeim niður, glamra blómin upp við kínversku ílátin í hvert sinn sem dragsúgur skáskýst gegnum þakherbergið. Pedalarnir skrapa létt upp við beina-efnabætandi veggina, syngja regninga söngva. Ég kýs að muna aðeins svonalagað. Restina losa ég mig við. Ég vil gleyma að þú komst til Blómagötu 27 sem “rithöfundur” meðal margra annarra sem opnuðu vinnustofu dyrnar með kynningarbréf og myndarleg andlit með hæfileikum og fyrirheitum. Þú stóðst fyrir framan vinnustofuna að hlusta á mann sem snér bakinu í

23

mig. Ég kom inn í herbergið með bakka af sykurstráðum kökum fyrir alla ungu mennina sem sitja og standa, hungraður hringur geislandi í kringum GertrudeStein. Eftir mörg ár af þröngvandi ósýnileika þjónustu, er ég ákaflega meðvitandi af því þegar einhver horfir á mig, viðkvæmni fætt af fjarlægð, ögn af salti á tungu manns sem hefur bragðað aðeins hið bitra. Meðan ég athugaði tepottana til að sjá hvort þeir þyrftu ábæti, fann ég örlítinn þrýsting. Það var þyngd augna þinna að hvíla á vörum mínum. Ég leit upp, og ég sá þig standandi nær spegli sem endurkastaði eftirmynd af stæltum ungum manni með djúpsett, starandi augu. Ég leit upp og var að sjá sjálfan mig við hlið þér. Ég er aftur á sjónum, hugsaði ég. Bylgjur eru að streyma gegnum æðar mínar. Ég er aftur út á sjó. Ég vil gleyma að þú hvíslaðir til Fröken Toklas að þú værir í leit að matreiðslumanni. Þú fylgdir Fröken Toklas inn í eldhúsið, veittir henni hrós og hamingjuóskir fyrir samsetningu teborðs hennar. Kökurnar eru nærri því eins frábærar og stillingin, sagðir þú. Geitatoppar, rósir og akasíur, laugst þú, eru uppáhalds blómavendir þínir. Þú hallaðir þér nær til að útskýra í samsæris tón að nokkrir vinir væru að koma í heimsókn og þig langaði til að bjóða þeim í góðan kvöldverð, þeim til heiðurs. Ég vona að ég geti ónáðað þig til að gefa mér ofurlitla ráðleggingu, umlaðir þú inn í sveigjandi eyrnatóft Frökennar minnar, og á þennan kurteisa og innilega veg byrjaðir þú á sögunni sem þú varst að segja fyrir mig. Fröken Toklas heillaðist af hljómblæ raddar þinnar. Hún undraðist um hvort hún væri að hlusta á bjöllu. Hún hélt að þú líktist ungum nýliða í útliti, nokkrum sem hún hafði séð í svip gegnum hrinjandi, hunangsvaxkakaða veggi spánskst klausturs. Eitthvað villt og hratt undir þægilegum fatnaðinum, minntist henni. Augu hennar dokuðu við snið fata þinna. Svo einfaldlega amerísk, fannst henni. Engar bjöllur eða flautur, hugsaði hún. Fröken Toklas líkaði vel þefinn af lávið og súraldi á hörundi þínu. Alveg líkt frönskum manni, hugsaði hún, að tilkynna sig jafnvel áður en hann kemur inn í herbergi og að skilja eftir áhrif þegar hann gengur burt. Með hverjum andardrátt var Fröken mín að drekka þig inn í sig betur, og það vissir þú. Síðar þetta kvöld spurði Fröken Toklas mig hvað ég gerði við sunnudaga mína. Ég hafði verið í heimilishaldi þeirra yfir fjögur ár og þetta kvöld var í fyrsta sinn, fyrsta sinn sem hvorug af Dömum mínum hafði spurt um frídag minn í burt frá þeim. Sunnudagar mínir tilheyra mér, hugsaði ég. “Ekkert,” svaraði ég. “Ekkert.” Endurtók Fröken Toklas með brosi. Ert þú að hæðast af mér, Frú? Hugsaði ég. “Hversvegna?” spurði ég. “Manstu eftir unga manninum sem kom inn í eldhúsið með mér í dag?” Muni eftir honum? Ef ég er heppin, hugsa ég ekki um nokkuð annað en hann í alla nótt, hugsaði ég. “Já,” svaraði ég. “Hann er að leita að kokki fyrir næsta sunnudag.” Ég er kokkurinn sem hann leitar af, hugsaði ég. “Ó,” sagði ég án þess að depla augunum. Fröken Toklas útskýrði fyrir mér að þú værir ungur piparsveinn sem myndi leyfa mér að ráða undirbúning matseðilsins. Ameríkani, en einn sem hefði efni á að borga hátt kaup, fullvissaði hún mig um, fyrir óþægindin við svona stuttann fyrirvara. Hún rétti mér nanfspjald þitt og sagði mér að mæta þér næsta dag klukkan korter yfir tvö.

24

“Minntist ég á að hann hrósaði þér fyrir þessar góðu, ég held hann sagði ´frábæru´ kökur sem þú barst fram í dag?” bætti Fröken Toklas við, vísvitandi um hégóma minn og að hégómurinn myndi skilja hunangið í rödd hennar, jafnvel þó að ég yrði að víkja til hliðar eins og maurum innantómu orðum hennar.

Ég átti engar vonir, svo mig grunaði ekkert. Ég leit á nafnið á spjaldinu og sá ekkert þar en fín stígvél fyrir veturinn. Ermalíningar skyrtu minnar voru gatslitnar. Trosnaðar rendur eru afhjúpandi merki um notaðann fatnað. Hanskar mínir bera fingurgómana fyrir kuldanum, en skór mínir, skórnir tilheyra manni sem hugsar sig ekki tvisvar um að stika gegnum lífið á hælum luxúrs. Lipurt leður, handsaumuð smáatriði, í formi sem segir mikið til og hlutverki og, já, þau glampa. Ég pússa þau daglega með svita áreynslu minnar. Ég bursta þau á hverju kvöldi þar til ég sé endurspeglun mína, leðjaða og ófægaða. Ég hafði mætt fimmtán mínútum of snemma, og enginn var heima. Ég sat í dyragættinni af rue de l´Odéon 12 og týndi sjálfum mér í framhjáfarandi götulífi. Á þennan veg, er ég hræddur um, er ég mjög franskur. Mér er best skemmt af stöðugum straumi af fólki sem ég þekki ekki. Mér finnst gaman af andlitum sem skýrast og dofna smásaman þegar þau fara framhjá. Hvað þessir Parísabúar tilkynna upphátt undir blá-litblæ af himni sínum, mun ég aldrei skilja, en ég þarfnast ekki samræðanna. Hér eru alltaf mættar meirhátta manngerðir með klassískar stellingar sínar, sem jafnvel ég get skilið: elskendur, best þegar þremennar, tvær læstar í augsýnilegt faðmlag, sú þriðja að rekja slóðina, tapandi sjálfsvirðingu en ekki von með hverju örvæntingafullu spori; nemendur, að ferðast í fjögurra eða fimm manna hópum, augun blóðhlaupin af endlalausum nætrum of margra bóka eða of margra drykkja en sjaldan báðu hvoru; skáld, alltaf einsömul jafnvel þegar þeim fylgir andagiftin, kastandi löngum skuggum í síðum frökkum með of mörgum götum og bótum, varlega ræktandi sköpunarverk sem gerir þá óhæfa fyrir meðaumkvun. Hinum megin við götuna nálgaðist þú með tvær bækur í einni hendi og í hinni, danglandi frá einum fingri, hvítur pappírskassi bundinn með rauðum spotta. Sætindi, hugsaði ég. Augu mín féllu á krumpluð brot kápu þinnar, liðina í hárinu. Ég vil vera úti á sjó aftur, hugsaði ég. Mig langar aftur á sjóinn. Hárið á þér virðist vera hreint og nýþvegið, hugsaði ég. Mikilvægur vísir um heildar hreinleika manna. Þú skiptir hárinu til vinstri. Uppáhalds hárgreiðsla mín líka. Bindi þitt er troðið inn í V-ið á skyrtunni. Mér líkar einnig við mjúka sveipi á peysum heldur en tölur og umfangsmikil vesti. Frakki þinn virðst hlýr. Hann færi mér vel. Hendur þínar...hendur þínar? En hvar eru hanskarnir? Ó, hendur eins og þínar verða ekki kaldar mjög lengi. Augu þín, kaffi og kanill. Blanda til að vekja mig úr svefni. “Jæja, ertu að koma inn með mér, eða eigum við að halda viðtalið hér í dyragættinni?” Franska þín er lýtalaus, en með hægum framburði, mærðarfullum og þroskuðum. Mig langaði til að opna munninn og bragða hvert orð. “Viðtal”, þó, sló mig í andlitið. Orðið var skörp áminning um að ég væri þjónn sem hélt að hann væri maður, að ég væri fífl sem hélt að hann væri konungur hjartans. Ég stóð upp og labbaði með þér inn í stigagang, þiljaðann sólar breiðum, smognar ein af annari gegnum rikugar gluggarúðurnar. Ég fór á eftir þér upp fjórar stigahæðir, og með hverju skrefi var ég maður að hrapa niður í stað þar sem ég gat bragðað einsemd mína, kunnuglega og sólaða.

25

Roðarunnar eru þroskaðir, GertrudeStein, þegar þeir eru gulir eins og vængir kanarífulga í miðflugi. Þeir eru þroskaðir þegar þefur þeirra kitlar þig með brest af grænum epplum og ilmvötnuðu faðmlagi kóral rósa. En jafnvel þá, eru roðarunnar ávextir, harðir og mótþróafullir – ónothæfir, GertrudeStein, þar til þeir eru soðnir hægt, dekraðir í marga tíma yfir lágum, stöðugum hita. Bættu í hunangi og vatni og fylgdu með þurru, bein-lituðu skinni þeirra drekka í sig hitann, baða sig í ríkmannlega appelsínuguluna, ekki eins og sólaruppkomu sem þú aldrei sérð, heldur tréþroskað ´papaya´ að innanverðu, lit sem hægt er að bragða. Til að svara spurningu þinni, GertrudeStein, ást er ekki skál af roðarunnum gulnandi í blárri og hvítri kínverskri skál, séð en ósnert.

26

5

Í síðasta sinn sem ég sá Anh Minh, hittumst að bakhliði yfirlandstjóra hússins. Ég man eftir að horfa inn í vel lýst eldhús þar sem sást til þyrlandi loftviftanna, þrýstandi heitum straum af lofti út um gluggana. Klukkan var tvö eftir miðnætti, en eldhúsið var allt í ofnahita. Yfirkokkurinn Blériot hafð kveikt á öllum fjórum kolaofnunum og fyllt þá þunnum hleifum, sléttir toppar þeirra skornir á jöfnum millibilum. Restin af húsinu var rökkvað, nema fyrir dimma skínu sem kom úr glugga bílstjórans. Fyrir mörgum árum, þegar ég fyrst kom til heimilishalds yfirlandstjórans, sagði Anh Minh mér að bílstjórinn væri elsti sonur ríks kaupmanns, hefði lært í París, komið aftur til Vietnam til að sjá föður sinn reykja burt allar fjölskyldu eygurnar í ópíumekkum, tapað bílnum sínum í veðju skuldir, og eyddi nú fleyri tímum, þegar hann var ekki að keyra Renaultinn Herrans og Frúarinnar, að kveða ljóð um einkaritara Frúarinnar, svolítið rangeygða stúlku sem var hálf-frönsk og hálf-vietnamísk. Allt þetta, sagði bróðir minn mér án þess að taka andadrátt eða hlé. Hann hlaup með svonalöguðum sprett gegnum lífssögur hinna sem mynduðu fimmtán manna þjónustulið heimilishaldsins. Hann hvattist vegna skylduleiks heldur en ást á slúðri. Hann vissi að ég þyrfti á þessum staðreyndum að halda til að lifa þetta af. Að sögurnar myndu hjálpa mér til að forðast gildrur þessara persónuleika sem voru hærra settir en ég. Mér var sagt þessar sögur svo að ég gæti hugsað mig um áður en ég opnaði munninn. Hjá yfirlandstjóranum, varð þjónn sem Herranum of Frúnni mislíkaði við að vera varkár, en sá sem hinum þjónunum líkaði ekki við endaðist varla eitt kvöld. Ímyndaðu þér að hafa þrettán andstæðinga í staðinn fyrir tvo, sagði Anh Minh við mig. Hann hafði góðsamlega undanskilið sjálfan sig frá upptölu mögulegra morðingja, og þá staðreynd setti ég einnig á minnið. Yfirleitt vildi elstri bróðir minn helst einskorða lexíur sínar til þess sem var að gerast í eldhúsinu. Ég vissi alltaf þegar aðstoðarkokkurinn Minh var að undirbúa sig til kennslu. Fyrst þurrkaði hann fingurnar á vasaklútnum sem hann geymdi alltaf á sér, síðan hnykkti hann hausnum aftur til að veita hálsinum að loftviftum eldhússins. Úr munni hans valt hrós um gæði á bresku smjöri, mjög söltuðu og niðurpökkuðu í dósir, sem var borið til Herrans með fransbrauði hans á morgnana. Frúin vildi heldur sultu, í þykkum glerkrúsum með hand-letruðum miðum, tilbúin úr gulum ferskjum, sem báru nöfn fagurra franskra stúlkna. “Mirabelle,” Anh Minh endurtók svo að ég gæti séð hana líka. Þegar gamli Chaboux dó og ungi Blériot kom til að taka stöðu hans, sagði bróðir minn mér að þessir frönsku matreiðslumenn væru hreinstefnumenn, þjálfaðir í klassískum stíl, menn úr frjölskyldum kokka frá því lengst aftur í baktíðinni, að minnsta kosti heila öld. Minh aðstoðarkokkur var sammála því að það væri sennilega best svona. Þrátt fyrir allt, ´chef de cuisine´ á Meginlands Hallar Hótelnu í Saigon – maður sem taldist vera frá Provence en var sagður vera óskilgetinn sonur háttsetts fransks embættismanns og vietnamískrar saumakonu hans – varð að reka vegna þess að hann bar fram mat hulinn í súraldinsgrasi og strásveppum. Hann smaug einnig bitum af ´rambutan´ og tjakkaávöxtum í froðísinn. “Kúnnunum varð misboðið, heimtuðu að þeim innfæddu í eldhúsinu yrði strax sagt upp, ef ekki fangaðir, hneykslaðir að sökudólgurinn var meinleysislegur-í-útliti ´Provencal´, nógu bálreiðir to að hóta að loka tískulegasta hótelinu í allri Indókína, og, já, Meginlands

27

hótelið sendi manninn til að pakka niður fötunum!” sagði Anh Minh, er hann flutti enn aðra námsstund á eins stuttum tíma og mögulegt var. Anh Minh trúði að ef hann gæti sparað þrjár mínútur hér, fimm mínútur þar, þá gæti hann einn daginn safnað þeim öllum saman til að hafa nóg til að byrja lífið aftur. Jafnvel þá, vissi ég að á hverju kvöldi, yrðu þessum spöruðu mínútum sóað í djúpann svefn sem bróðir minn vaknaði úr með ekkert nema vasaklútinn í vasanum. En í eldhúsinu með Minh aðstoðarkokki, var ég ánægður að hlusta bara. Af því að Anh Minh var elstur, hafði hann erft röddina sem við, þrír bræðurnir sem á eftir komu, ágirnduðumst. Ef ég loka augunum, var Gamli Maðurinn þarnar með átóna sína, láa og nær jörðinni, djúpa strauma sem stefndu mér frá ströndinni. Hann var þarna án fljótandi skolp eyjanna, hálf-köfuð lík af nýfæddum dýrum, hringiðandi laugar af þurrum laufum og brotnum greinum. Á leiðinni út úr hálf-opnum vörum Anh Minhs sagði skíruð rödd Gamla Mannsins, “ég trúi á þig.” Í eldhúsi yfirlandstjóra, lærði ég af orðum bróður míns og fann hughreystingu í rödd Gamla Mannsins. Ég öðlaðist blessunarorð þar, sem ég fengi annars aldrei heyra.

“Bjáni! Hei, Bjáni, færðu mér tóbakskassann.” Gamli Maðurinn var víst að tala við mig, en hann hefði getað verið á tali við hvern bróðurinn sem var. Þegar við urðum fótgangandi höfðum við lært nöfn okkar. “Bjáni” var deilt meðal okkar líkt og notuð flík. Við vorum allir eins, þar til einn okkar frelsaði sig, safnaði saman smá táknum, snöggum leiftursýningum af manninum sem Gamli Maðurin vildi að við værum. Einn varð lestarþjónn, annars-flokks, en hann vonaðist til að sjá fyrsta flokk að innanverðu án þess að langt um liði. Þeir frönsku höfðu tattóverað landslagið með lestarteinum, vitandi víst að færanleiki auðveldaði þeim að halda kverktaki á litla drekanum sem þeir kölluðu sinn eigin. Á hverjum degi barði hreifanleiki á herðar næstelsta bróður míns. Á hverjum degi var Anh Hoáng ýtt niður til jarðar af þyngð snyrtitaska franskra eiginkvenna. Þær, ásamt ríkisstjórnar-ritara eiginmönnum sínum, voru að ferðast gegnum nýlendu sína, í gleymi um hver þau væru, í gleymi að þau yrðu að fara yfir höf til að komast upp þjóðfélags stétt. Þriðji elsti bróðir minn vann í prenstsmyðju. Hann hreinsaði prent þynnurnar, tilbúnar til að vera rifðar niður, ógildar af fréttum næsta dags. Hann tók í sundur hverja blökk og hreinsaði stafina meðan þeir voru enn volgir og hjúpaðir mjúkri hrúð af bleki, setti busta sinn inn í sigð mánann á hverju “C,” uppgjöfins arma á hverju “Y.” Í höndum hans voru síðustu útflutnings verð á gúmmí, arðbæ, jafnvel þó innfæddir hefðu seinkað uppskeru með malríu sinni og blóðkreppusótt. Í höndum hans var tala höfða sem voru hálshöggvuð fyrir fífldjarfa morðingjatilraun – einsamall þjóðernissinninn náði ekki einu sinni eins langt og að hliðum villunnar, en réttlæti heimtaði að fordæmi yrði stranglega sett. Anh Túng leit niður og sá aðeins “Ö” öskur úr munni ljóns, “T” greinar af tréi, “S” sveigji Mekongs. Anh Túng brosti og hugsaði um hvernig hiti pressanna væri ekki eins slæmur og vinir hans höfðu varnað honum við, hvernig bragð af bleki er hægt að lauga burt með bolla af volgu tei, hvernig hann gæti bara falið gráaðar neglurnar í vösunum þegar hann bauð stúlkum út. Minh aðstoðarkokkur var óneitanlega sá lánsamasti. Hann hefði átt að vera fæddur á Ári Drekans, sagði Gamli Maðurinn. Dreki með langa hvíta svuntu var háð sem Gamli Maðurinn ekki fattaði. Af hans mati var svuntan messuklæði, útsaumað, víkt af útréttum höndum guðs almættis. Engir kjúklingsfitu blettir, enginn lauk fíla, engar klessur af

28

innyflum og fiskigörnum, aðeins litur velgengnis í augum Gamla Mannsins. Hann íhugaði oft að Anh Minh, af því að hann var sá elsti, hefði erft mest af gáfum sínum, hæfileika og metnaðargirni. Þegar jafnaldra menn hans voru í kring, tilkynnti Gamli Maðurinn að Anh Minh, sem númer eitt, hlýti að hafa drekkt í sig allt sem vömb móður hans hafði upp á að bjóða. Ég get enn séð þessa ókunnugu menn sleikja varirnar, heyrt lágan hlátur þeirra, meðan þeir deildu með sér tilhugsunini um móður mína fjórtán ára að aldri, um að vera hennar fyrsti, um að drekka hana í sig. Það sem verra er, ég get enn heyrt orð Gamla Mannsins: “Lítið á Bjánann þarna. Gott að hún þurrkaðist upp eftir hann. Það næsta hefði orðið stelpa fyrir víst!” segir Gamli Maðurinn er hann hrækir út þunnum rauðum safa sem veltist út úr vörum hans. Betel hnetu og súraldins klístrið sem hann tyggur alltaf er að leysast upp í hitanum af munni hans. Hann missir af hrákadallinum. Ég sprett upp til að þrífa gólfið. Það er ástæðan fyrir því að hann hefur mig í kringum sig. Hann otar hökunni að mér, til að bjóða kunningjum sínum mig eins og hann gerði móður mína. Hláturinn hljómar nú hátt og skrækt. Ég er sex ára gamall. Ég stend í miðjunni af herbergi fullu af mönnum, allir blindfullir af einhverju ódýru. Ég lít á Gamla Manninn meðan hann hrækir meira rauðu í áttina til mín. Volgi vökvinn kemst hálfvegis inn í látúnspottinn og hálfvegis á berar fæturnar á mér. Ég er sex ára gamall, og ég er að horfa upp til andlits þessa manns. Ég brosi til hans, því ég er barn og get ekki skilið hvað hann er að segja við mig.

Í síðast skipti sem ég sá Anh Minh, var hann inn í bakgarði yfirlandstjórans með lið af sterkustu starfsmönnum sínum, að þeyta fötur fylltar eggjahvítu og skóflur af hvítum sykri í gríðastórum kopar skálum. Vinnuborð voru sett upp nokkur skref frá eldhúsdyrunum. Á kvöldi eins og þessu, vissi Anh Minh að það væri betra að vinna undir berum himni. Gola gæti blásið í gegn, og lauf greinanna fyrir ofan gæti kælt menn hans meðan þeir strituðu. Á kvöldi eins og þessu, hjálpuðu eldhúsvifturnar lítið – eins og gríða stjarna anísur hangandi úr loftinu – til að draga úr hitanum sem kom úr ofnunum. Ef þeir hefðu verið innivið, hefðu eggjahvíturnar eldast til stinnu. Bróðir minn hafði séð það koma fyrir hjá frönsku kokkunum, nýkomnir, þegar þeir höfðu ekki hugmynd um hvað gæti gerst í eldhúsum Vietnams. Eggjahvíturnar slóu skálina að innanverðu, vírþeytarar dýfðust inn, og áður en staðföstum straumi af sykri var hægt að bæta í, yrðu hvíturnar þungar og keppaðar, kálfsheili splundraður í ónýta kekki. Í samanburði var garðurinn athvarf, en stillt langt frá því fyrirmynda hitastigi til að pískra lofti inn í hvíturnar þar til þær þöndust út líkt og koddar og urðu óþekkjanlegar. Anh Minh bætti þetta upp með því að setja hverja eld-litaða skál í baka af flísuðum ís, stórfé horfið fyrir framan augun á okkur. Fyrir utan “vúss, vúss” af lofti þeyttu af kröftugum framhandleggjum, ríkti dauðaþögn. Svitaperlur liðu niður hálsa, handleggi, og hendur og söfnuðust saman í skálunum. Salt þeirra, eins og koparinn og ísinn, hjálpuðu mixtúrunni að taka sitt form. Sextíu og tveim gestum var væntað um kvöldið í afmælisveislu Frúarinnar. Eitt hundruð tuttugu of fjórar túrban-mótaðar mareng eyjar, krisskrossaðar af fínum línum af karamelluðum sykri, áttu að hnykkjast upp og niður, tvær í einu, í kristal skálunum, barmfullum af kældri sabayon sósu. Anh Minh fullyrti að þetta væri eini rétturinn sem sannaði að gamli Chaboux hefði verið verðugur yfirmatsveinshúfunnar. Afleysismaður hans, kokkurinn Blériot, hlýtur að hafa verið samþykkur þessu, því þetta var eina

29

uppskriftin úr fyrri stjórnarfari sem hann fylgdi án breytingar. Jafnvel þó það væri mjög óhefðbundið, sagði Anh Minh, skýrt frávik frá klassískri uppskrift fyrir “oeufs á la neige.” “Eggs in the snow”, hafði Anh Minh þýtt fyrir mig, líkt og það væri fyrsta lína kvæðis. Hann, eins og kokkurinn Blériot, þverneitaði að sakfella verknað Chaboux gamla. “Vesalings Chaboux,” sagði Anh Minh “enginn hefði orðið meira undrandi af fyrirskipun Frúarinnar en hann.” Þrátt fyrir allt, “Eins og á Frakklandi” var Frúarinnar staðfest rallýar hróp, eitt sem aldrei brást að koma hjarta Chaboux gamla til að slá hraðar. “Heimilishald yfirlandstjórans ber skyldu til að bera sig með virðingu og sóma. Allt hérna á að vera eins og í Frakklandi!” skipaði Frúin, án þess að taka eftir því að í Frakklandi hefði hún aðeins þrjá, í staðinn fyrir fimmtán til að þjóna þörfum heimilishaldsins. “Eins og í Frakklandi” endaði sérhver skörp skipun, greinarmerki sem Frúin bætti við, okkur til hagsbótar. Jafnvel hinn elsti af þjónustuliðinu, aðstoða garðyrkjumaðurinn með bogna bakið og mos-grónu tungu sína, gat hermt þetta eftir henni. Á hverjum degi þegar Frúin klæddist hvítum tennisfatnaði sínum og hvarf í klúbbinn, létum við þetta sleppa út úr vörunum, allstilgangs kvörtun, vel hnitmiðuð móðgun, bitur-fullt blótsyrði. Setning Frúarinna þýddi svo margt, og við skemmtum okkur vel að nota þær allar. Undirleikið af hlátri, “eins og í Frakklandi” bergmálaði gegnum húsið, leyndi sér inn í klæðaskápum, svaf fyrir handan gluggatjöld, þar til Frúin kom til baka, roði á andliti hennar frá því að kasta litlu boltunum til og frá, til að endurheimta orðin sín. “Eins og í Frakklandi!” tapaði samt valdi sínu yfir Frúnni þegar umræðuefni dagsins var vaxandi ótraust hennar á kúamjólk. “Í þessum hitabelts hita,” hafði Frúnni verið sagt, “er ekki ólíklegt að mjólk súrni meðan hún rennur út úr sveittum spenum skepnunnar.” “Ímyndið ykkur að búa meðal fólks sem hefur bragðað aðeins móður mjólk,” yfirheyrði bílstjórinn Frúna hrópa yfir sig er hún fyrirmælti bréf. “Áður en við komum,” hélt Frúin áfram, “það sem indókínverjar kölluðu mjólk var bara vatn hellt yfir myljaðar, þurrar sojabaunir!” Frúin vissi að þetta kæmi systur hennar til að hrista höfuðið við tilhugsunina um hve lánsöm hún var að hafa gifst manni með enga metnaðargirni. Frúin sló botni í bréfið, sem einkaritari yfirlandstjórans átti að vélrita á embættis ritförin, með örfáum lokalínum um erfiðin við að stjórna heimilishaldi með fimmtán þjónustufólki. Þetta, útskýrði bílstjórinn, var bara ef ske kynni að systir hennar staldraði við of lengi við þannig óuppfræðilegar hugsanir. Fyrirskipanir Frúarinnar til Chaboux gamla voru skýrar. Anglaise rjómann, staðgengils snjóinn, samsuðaðann af eggjarauðum, sykri, og mjólk, varð að leysa af hólmi. Fyrir afmælisveisluna, vildi Frúin egg sín í snjónum, en hún vildi ekki sjá neitt af indókínverskri mjólk í snjónum. “Einfaldlega of mikil áhætta”, sagði hún. “Ég hef heyrt að þeir þjóðernissinnuðu hafi verið að fæða kýrnar hérna illgresi, svo eitrað að mjólkin, ef henni er neytað í nógu stórum skammti, gæti gera fullkomlega heilsusama konu ófrjóa.” “Konan” sem Frúin og Chaboux gamli höfðu í huga var, auðvita, frönsk. Frúin bætti við þessum ófölnum hryllingi og líkamlegri lítilsvirðingu til Móður Frakklands, ef ske kynni að Chaboux gamli þyrði að færast undan verkefni sínu. Það var allt undir honum komið. Hann var ótrauði könnuður sendur til að heiðra og varðveita heilagleika Frúarinnar og allra Frúnna sem fengu upphleypt boðskort afmælisveislunnar. Í landi nær rönd miðbaugsins, í eldhúsi skraufþurru af mjólk hans elskulega nautgrips, þessi þungt þjakaði kokkur varð að framkvæma hið ómögulega. Chaboux gamli varð að finna nýjan snjó.

30

“Sabayon sósu í staðinn fyrir anglaise rjóma!” Anh Minh, nú burtfarinn matreiðslumaður, endurtók leikrænu úrlausnina. Á hverju ári, endurtók aðstoðarkokkurinn efnin, meðan hann verndi nákvæmlegum hlutföllum þeirra sem sitt eigið leyndarmál, merki þess að undirbúningur heillar nætur fyrir kvöldveislu Frúarinnar hefði byrjað. “Yfir lægsta mögulegasta hita, pískrið eggjarauðurnar með sykri og þurru hvítvíni,” útskýrði bróðir minn uppskriftina fyrir mér einu sinni enn, er hann stóð í bráðabirgðis eldhúsi lýst af stjörnunum og naumlega sýnilegum mána. Hann vissi allan tímann að þetta yrði hans síðasta lexía, iðrandi í endanum að hún hafði svo litla þýðingu.

Ólukka og örvænting hafa alla tíð haldið upp Gamla Manninum, líkt og göngustafir, líkt og skilduræknir synir. Ekki hans eigins, en annars fólks. Gamli Maðurinn stofnaði fyrirtæki úr síðustu úrræðum annars fólks og brotnum hugaráststöndum. Hann frelsaði þá inn í opinn faðm frelsara síns, Jesus Krists, og, í minna hlutfalli, Meyjar Móðurinnar. Meyjar Móðir, já. Aðeins menn sem hafa tekið eið skírlífs gætu sært hana fram, skynvilla sem kemur til þeirra á kerta-lýstum nætrum, sem segir þeim að hvíla þreytt höfuð sín á barmi sér, sveiptann hreinlífs klæði, en búldulegann samt sem áður. Gamli Maðurinn hafði ekkert þolinmæði fyrir Hana. Frá byrjun hafð honum fundist þetta, frá deginum þegar hann var leiddur til Saigons Notre-Dame og sagt að krjúpa, að snúa andlitinu til dómkirkju dyranna og burt frá konunni sem varð að afflétta stuttu biðjandi fingur hans frá sínum eigin. Frá þeim degi, frá þeirri stund sem hann varð kaþólskur, var hún, fyrir hann, ónauðsynleg tenging, veikburða persónuleiki í sögu sem hann annars færi að trúa. Dómkirkja, jafnvel ein svo nær miðbaugnum, getur samt komið ungum dreng til að nötra. Í landi með aðeins tvær árstíðir, sól og regn, kaldur dagur, ef hann kemur, getur varla lifað af. Hús Drottins hans eru uppáhalds kvíldarstaðir, þar sem kuldanum er hamstrað, geymdur í tjaldi skriftarstólsins, steingólfi dómkirkjunnar, marmara Kristni, krossfestum og æðóttum, gylltu staupunum, ískaldari en fægðir litir þeirra gæfu í skyn. Í dómkirkju, varð skjálfandi ungur drengur einn dag Gamli Maðurinn, að eyða æskunni, hækkaður upp frá kórdreng til altardrengs til guðsfæðisstúdents, hlýðnislega lifandi lífinu sem heilugu faðirnir höfðu kosið fyrir hann. En þegar tími kom fyrir prestvígslu hans, tilkynnti ungi maðurinn að Meyjar Móðirin hefði komið til sín og sagt honum að eignast eiginkonu. Heilugu feðurnir urðu agndofa. Sumir undruðust um hversvegna hún hefði aldei sagt þeim þetta sama. Ungi maðurinn hafði logið, en orð hans voru nákvæm. Hann vildi ekki aðeins konu, heldur eiginkonu. Sumir af heilugu feðrunum höfðu eina eða tvær. Virtist sem skírlífseiður kom mörgum konum til að verða algjörlega áhyggjulausar. Berun sálar þeirra leiddi einnig til berun annarra hluta. Þegar ég er göfuglyndur, tel ég sjálfum mér trú um að hann vildi eiginkonu vegna þess að honum langaði í eitthvað sem hann gæti kallað sitt eigið. Réttara sagt, hann vildi eitthvað sem hann gæti átt, eigur sem gætu margfaldast, aukist í virði níunda hvern mánuð. Heilugu feðurnir gengu burt, höfuð hneigð, fullyrðandi að þeir vissu ekkert um svoleiðislagað. Ungi maðurinn fór að sjá hjónabandsmiðlara, sem sagði honum að hafa engar áhyggjur Jafnvel maður með enga peninga, eignir, eða fjölskyldunafn gæti fengið eiginkonu. Það að vera maður er nú þegar nægilegt virði, var honum sagt, og restin er auka, gersemi fyrir þá örfáu lánsömu. “Bragðið,” sagði hjónabandsmiðlarinn, “er að finna stúlku sem er minna virði en þú.” Fyrir unga manninn, þýddi það að hún yrði að vera alls enskis virði. Því miður, voru til margir hæfilegir frambjóðendur. Ungi

31

maðurinn gekk burt frá heilugu feðrunum og lífi klætt kyrtlum, mussum og bænabekkjum, en hann fór ekki langt. Hann fann lítið hús á útjarðri borgarinnar, nokkrum spöl frá dómkirkjunni en samt nógu nær til að heyra í kirkjubjöllunum. Hann kaus það fyrir staðsetninguna. Til að nýja fyrirtækið gæti þrifist, varð hann að vera í göngu vegalengd burt frá fátækt. Ekki nauðsynlega aumri fátækt. Það væri of mikið. Hann þarfnaðist aðeins borgað-á-laugardegi, blankur-á-sunnudegi gerð af fátækt, djúp-rótfast ekki-að-fara-neitt-bráðlega tegund af gjaldþroti. Sérstök tegund hans af sérfræðiþekkingu, krafðist þess að hann þyrfti einnig að finna vanrækta, helst visnaða útvarðarstöð Drottins síns. Bráðlega fann ungi maðurinn allt það sem hann leytaði. Hann gekk inn í tréklædda kirkju, útbúna með innfæddum presti og litlu öðru, og bauðst til að halda söfnuðinum á lífi, fyrir gjald, auðvita, borgað við afhendingu, hvert ný hneigt höfuð. Faðir Vinsent, né Vú, sem hafði lofsungið messu aðeins sem einmana atvik milli sín og öðru hverju heimsækjandi guðsfræðisstúdenta, samþykkti og ómakaði sig ekki um að spyrja hvernig. Ungi maðurin var ekki afburða snjall. Hann var ekki einu sinni vel gefinn. Hann var þó hæfileikaríkur, með einstakt innsýn: “Hvar sem er fjárhættuspil, er trú. “Þetta var gersemi sem guð hans hafði óafvitandi lagt inn í munn hans. Unga manninum datt í hug trúarsið sem auðveldaði fyrir þetta tvennt að gerast: síðkvölda spilaleikir í húsi hans og árla morguns bænir heima hjá honum. Þegar fjárhættuleikarar sigruðu, krupu þeir til að biðja, og þeir ný trúskiptu sigruðust alltaf, að minnsta kosti einu sinni eða tvisvar, krókur kræktur kvalalaust inn í kinnar þeirra. Þegar fjárhættuspilararnir töpuðu, fóru þeir að biðja. Hvernig sem fór, vann ungi maðurinn – vegna þess að hann fékk alltaf heillnæmann hlut af pottinum, fyrir utan gjaldið á hvern-haus frá Faðir Vinsent – og í minna marki vann kaþólska kirkjan. Hefði liðið yfir Faðir Vinsent, eða hefði hann að minnsta kosti roðnað, ef hann vissi um þetta? En af hverju spyrja spurningar þegar biskupsdæmið verðlaunaði honum fyrir stöðugt hlutfall af trúskiptingum, mánaðarlegar skýrningar sem margfölduðu kirkjusöfnuðinn, gaf honum loksins söfnuð. Með árunum, þróaðist þó í sívaxandi mæli flakk frá kirkjubekk til grafar í kirkju Faðir Vinsents. Jafnvel Faðir Vinsent viðurkenndi háðið. “Um leið og þeir komu í leit af frelsun, kom frelsun í leita af þeim” varð undirskriftar lína í öðruvísi óeftirtektaverðum síðasta helgiathafnar flutning hans. Með hverju ári nóteraði Faðir Vinsent hjá sér með sívaxandi iðrun að ungi maðurinn, sem nú var Gamli Maðurinn, gat ekki lengu fært honum þann hluta af íbúunum sem hafði verið lífsblóð kirkjunnar. Ungir menn, hafði Faðir Vinsent glaðlega tekið eftir, hneigðust til að gifta sig og gátu þessvegna útvegað eiginkonur og afkvæmi til kirkjusafnaðarins. Að lokum varð Faðir Vincente skilið að hrífing Gamla Mannsins var takmörkuð til manna á hans aldri. “Þú verður að þekkja viðskiptavinina,” sagði Gamli Maðurinn og yppti öxlum, með óskýrum framburði, orðin hrasandi yfir áfengis-sleipta tungu. Faðir Vinsent hélt andanum og sneri andlitinu frá honum.

Í síðasta sinn sem ég sá Anh Minh, lokaði hann augunum og sagði að hann hefði séð allt, fíflalegt bros mitt, rauðann strauminn, opnu munnana, hvítu tuskuna lafa úr höndum mínum. Hann beigði höfuðið og sagði að þá hefði hann getað bjargað mér, en ekki núna. Hann staðfesti fyrir mig það sem mig hafði alltaf grunað. Anh Minh hafði veikleika fyrir smá dýrum. Hann gat aldrei skorið hænsnaháls og haldið honum yfir skál og horft á blóðið tæmast niður. Hann skildi líf gegnum dæmisögu af atvinnugreininni sem hann

32

hafði kosið, og það sem hann vitnaði fyrir fjórtán árum í húsi Gamla Mannsins var blað að skerpast. Tilfinningar hans komu honum til að skelfa. Daginn sem sex ára gamlat fætur mínar voru rauðlitaðar, sannfærði Anh Minh Gamla Manninn um að eftir nokkur ár gæti hann fengið starf fyrir mig í eldhúsi yfirlandsstjóra. “Jafnvel hjálpin á lægstu launum fær tvær máltíðir á dag og tækifæri til að setja á sig síðu, hvítu svuntuna einn daginn,” sagði Anh Minh. “En samkeppnin er stíf,” sagði hann Gamla Manninum. “Nú til dags, kann hver einasti krakki sem bíður fyrir utan bakhliðið munnfylli af frönsku, hefur unnið í plantekra eldhúsi, hefur fjarskyldann frænda eða tvo í þjónustuliði heimilishaldsins. Núna er tíminn til að byrja.” “Hann gæti fyrst fengið reynslu með því að hjálpa Má með verkin. Ég meina viðfangsefni hennar í eldhúsinu. Auðvita er eldhús Más ekkert líkt yfirlandsstjórans,” bætti Anh Minh snögglega við, þegar hann sá glampann sem hafði glennt upp augu Gamla Mannsins. “Í hæsta lagi gæti hann lært frá Má hvernig á að halda á hnífi, hvernig á að brytja og skralla, vinna í kringum heita eldavél. Hann mun læra fínu punktana þegar hann kemur að vinna með mér. Má getur bara komið honum til að byrja með það grundvallalega,” lagði Anh Minh til, í von um að móðir okkar væri ekki á hleri fyrir aftan luktar dyrnar, vonandi að hjarta hennar væri enn heilt. Sama hve marga pakka af soðnum hrísgrjónum hún seldi, vissi bróðir minn að Gamli Maðurinn þoldi aldrei að það væri kallað “fyrirtæki.” Það var orðið hans. Anh Minh laut niður til hans jafnvel þó hann vissi að það væri hagnaðurinn úr eldhúsi móður okkar sem skaffaði hrísgrjón á borðið okkar, að laun Gamla Mannsins aðeins hindruðu að flöskurnar hans þornuðust upp. “Ekkert við því að gera,” hafði Gamli Maðurinn sagt. “Nauðsynlegur fyrirtækis kostnaður,” fullyrti hann. “Að því er varðar frönskuna, get ég kennt honum nóg til að hrífa Herrann og Frúna, en ég yrði að byrja núna. Á hverjum degi eftir að hann er búinn hjá Má, getur hann komið til yfirlandsstjórans. Ég kenni honum nokkur orð í hléunum mínum. Að minnsta kosti getur það gert honum gott að sjá hvernig reglulegt eldhús er rekið.” Bros birtist á andliti Gamla mannsins, líkt og blaðra sem myndast snögglega á hörund. Einu sinni enn var elsti sonur hans að gera hann hreikinn. Minh aðstoðarkokkur var að hugsa eins og maður, að hugsa um hvernig hann ætti að gera gróður úr tapi, hugsaði Gamli Maðurinn. Hann hafði á réttu að standa. Anh Minh var að hugsa eins og maður, hvernig hann gæti leynt kvölunum sem hann þoldi illa. Anh Minh sendi orð sín þeytandi gegnum hús Gamla Mannsins, í leit. Þau fundu þar fyrir mig herbergi sem Gamla Manninum þótti ekki við hæfi að koma inn í, eina herbergið í húsinum með moldagólf. “Nógu gott fyrir hana,” hafði Gamli Maðurinn sagt, meðan hann skaut augnagotum að móður minni. Fullyrðingin hafði sama kærulausa kraftinn og hrákurinn sem spúaðist úr munni hans. Í síðasta sinn sem ég sá elsta bróður minn, leiddi hann í ljós fyrir mér hetjudáðirnar af orðum sínum, hvernig þau spáðu lífssögu mína, eldhús-bundinn og á reki út á sjó. “Ég hef gefið þér allt,” sagði Anh Minh, “og þú hefur sóað því.” Báðir okkar voru alnir upp af Gamla manninum, þrátt fyrir allt. Eins og ég, var Anh Minh alltaf í leit af einhverju stærra, og hann hafði fundið það, er ég hræddur um, í rökkrinu af eldhúsi yfirlandsstjórans. Anh Minh, hvað hélstu að þú finndir þar? Blériot kokk og einkaritara Frúarinnar, svolítið sígandi brjóstaklof, hnút af blúnduðum nærfatnaði vafinn um blóðlausa ökla hennar, svolitlar samfarir til að áhrifast í eitthvað meira? Elsku bróðir minn, ég sóaði ekki lífinu sem þú gafts mér. Ég skipti á því fyrir

33

varir Blériots sem töldu niður hnútana á hryggnum á mér alla leið niður baksíðuna, fyrir fingurnar vafða inn í hárlokka hans, leiðbeinandi munni hans er hann kom baki mínu til að beygjast í boga, er hann kom okkur báðum til himnaríkis án smánar, er hann kom mér til að hrópa “Miskunn, gjöðu svo vel að sína miskunn”! Í síðasta sinn sem ég sá Anh Minh, stóð hann með fingurnagla mána að baki sér, með hjartað í hálsinum. “Hvernig get ég bjargað þér núna?” spurði hann, endurtók einu orðin sem hann átti eftir fyrir mig það kvöld.

34

6

Á meðan við vorum um borð Niobe, stritandi fjarlægðina milli Saigon og Marseilles, sagði Báo mér frá sjómanni sem kom frá fjölskyldu af körfu vefurum. Fjölskyldu meðlimir höfðu ofið gegnum fleyri kynslóðir. Í byrjuninni höfðu forfeður þeirra reynt að sá landið með hrísgrjóna sprotum, en vatns hýasínurnar sem uxu fyrst á þessum flæðandi ökrum neituðu að gefa upp krafir sínar. Í þrjú ár stritaðist fjölskyldan við, og vatn hýasínurnar sigruðu. Þegar það leit í kring, fannst þessu fólki að eitthvað væri að hæðast að því, jafnvel að bannsetja það, vegna þess að nágranna reitarnir voru ríkulega hrísgrjóna-akra grænir. Örvæntingafullir og sveltandi, báðu forfeður sjómannsins margar bænir til forfeðranna, og að lokum fengu þeir svar. Ættmóðir fjölskyldunnar tilkynnti einn dag að hún hefði fengið glöggskyggni, sem var sérstaklega óvænt því hún hafði verið blind frá fæðingu. Hún sagði að hér eftir ættu þau að rækta vatn hýasínur og þurrka stilka þeirra til að vefa í körfur. Að sögn Báos, sýndi hún þeim meira að segja hvernig ætti að gera það, datt í hug svo margbrotið og þétt munstur að körfurnar héldu vatni. Nágrönnunum fannst þær vera mjög notfærar og skiptu glaðlega á dálitlum hrísgrjónum fyrir eina eða tvær körfur. Þannig svelti fjölskyldan ekki lengur. Reyndar, þegar drengurinn, sem varð sjómaður fæddist, kunni fjölskyldan enga aðra leið til að hafa fyrir sér. Á fimmtánda afmælisdeginu, hætti drengurinn að vefa og tilkynnti að hann ætlaði að ferðast til næsta þorps. Þegar fjölskyldan spurði hversvegna, svaraði hann, “Bara til að skoða mig um.” Það var afmæli hans og hann var elsti sonurinn, svo fjölskylda hans pakkaði niður ofurlitlum hrísgrjónum, nóg fyrir fjögurra daga ferðalag til næsta þorps. Átta dögum seinna kom drengurinn aftur í hús fjölskyldunnar. Það var umkringt vatns hýasínum í fullu fjólubláu blómstri, og hann sagði fjölskyldunni að hann vildi flytja til næsta þorps. Þegar þau spurðu hann hvernig hann ætlaði að hafa fyrir sér, svaraði hann að hann ætlaði að taka nokkra vatns hýasínu afleggjara með sér til að stofna sitt eigið vefjunar fyrirtæki. Fjögurra daga fjarlægð er ekki svo langt, og hann var elsti sonurinn. Daginn eftir lagði drengurinn af stað frá landi fjölskyldu sinnar með körfu fyllta afleggjurum, setta ofan á hægri öxlinni. Með hverju skrefi, skildi hann eftir merki um svolítið hallandi vigt. “Geturðu giskað á hvað gerðist þegar hann kom til næsta þorps?” spurði Báo. “Hann gleymdi munstrinu.,” svaraði ég.” “Nei, fífl! Maður gleymir ekki kunnáttu eins og körfu vafningi vegna þess að hann flytur frá einu þorpi í annað.” “Ó.” Orð Báos geta oft verið ónærgætin, en mér var alveg sama, því hann var aldrei þannig sjálfur. Það er ekkert ómögulegt. Trúið mér, ég er sá sem þekkti hann, deildi rökkri af svefni með honum, hlustaði á hann söngla í morgunnsárið. Svo að ég er í rauninni sá eini sem er fær um að segja hvað er ómögulegt með Báo. “Kom nú, reyndu aftur,” hvat hann.

35

“Körfu vefarinn hafði ekkert land,” giskaði ég. “Nei, hann var ekki þorps bjáninn eins og þú. Hann skipti á vinnu sinni meðan hrísgrjónauppskeru árstíðin stóð yfir fyrir réttinn til að vinna smá blett af landi nágranna síns.” “Segðu mér það bara, Báo.” “Engar vatns hýasínur!” “Hvað?” “Engar vatns hýasínur,” endurtók Báo, líkt og að hléin, auka þagnir milli orða hans, gæti einnig veitt meiningu. Eftir því sem Báo sagði, gátu afleggjarar fjölskyldunnar ekki dafnað á nýja landinu, jafnvel þó að akrarnir væru nógu vatnsmiklir, og allt það sem erti vöxt væri hagstætt. Körfu vefarinn neyddist til að reita afleggjarana úr drullunni og vatninu og endurplanta blettinn staðbundnu tegundinni, sem bráðlega ræktaðist undir umsjón hans. Hann skar þær upp og þurrkaði, en þegar hann byrjaði að vefa þær, brotnaðist allt í sundur í höndunum á honum. Á næstu ræktunarárstíð, fór körfu vefarinn með afleggjara fjölskyldunnar til næsta þorps og reyndi að planta þeim í annann lítinn garðblett. Enn aftur komu ekki einu sinni pínulitlir sprotar upp. Aftur reyndi hann staðbundnu tegundina, en stilkarnir voru brothættir, eða það sem verra var, hélst munstra vefurinn, aðeins þar til hann kláraði körfuna, og síðan splundraðist allt í sundur. Körfu vefarinn, sagði Báo, hélt áfram rölti sínu, frá þorpi til þorps meðfram Víetnam ströndinni, aðeins til að finna út að fjölskyldu hýasínu afleggjarnir gátu hvergi ræktast. Dauðuppgefinn og bókstaflega landlaus, lenti maðurinn að lokum út á sjó. “Það hlýtur að vera annar staður,” sagði körfu vefarinn við Báo eftir fleyri vikur á sjónum. “Ég sagði honum að reyna sig í Hollandi!”, sagði Báo, auðsýnilega hreykinn af sjálfum sér fyrir að slá botni í sögu körfuvefarans, og sína eigin, með svona líka hagsýnni ráðleggingu. Þetta var, fyrir Báo, auðvita takmarkið að því að segja söguna af körfuvefaranum. Sama hver annar var í kring, var Báo hetjan í öllu sínum sögum. Ég hugsa til hans núna, vanalega þegar ég er milli vinnu, sem vissulegar er oft. Um körfuvefarann, ekki Báo. (Jú hann líka.) Fyrir mig, er það meira en aðeins mismunurinn milli lífsviðurværis hans og mín. Ég er gáttaður á hve óútflutningalegt þetta var, hve innfætt, það krafðist áframburði af landi fjölskyldunnar. En þetta er ekki ástæðan fyrir því hversvegna ég minnist sögu körfuvefarans aftur og aftur. Ég held honum hjá mér vegna þess að ég vil læra þann part af sögunni sem Báo ekki sagði mér. Hvað skeði allt í einu í húsinu, umkringdu vatns hýasínum í fullu fjólubláu blómstri, sem kom honum til að hverfa burt? “Bara til að sjá” hljómar í mínum eyrum líkt og eitthvað sem Báo dreymdi upp, setti sína eigin óljósleika í staðinn fyrir eitthvað meira dularfullt og erfitt að útskýra. Ég get ímyndað mér þráir vefarans, landafræðinni af henni sanngjarnlega útglenntri til næsta þorps, og kannske þarnæsta eða tveim eftir það. En að taka líkama sinn og viljandi setja hann út á opinn sjó, þetta, fyrir mig er ekki athöfn sem þróast af löngun heldur afleiðingum af henni, ef til vill.

Þegar ég fyrst heyrði sögu vefarans, var ég tuttugu ára gamall, sjóveikur en öðruvísi heilbrigður. Ég var mjög heilbrigður tvítugur maður, í rauninni fullur af kynlífi og stolti, fullur af því sem bróðir mínir höfðu sýnt áður en ég, líkt og hreyknar orður fyrir stríð sem þeir höfðu ekki barist í. En maður varð að hafa í hug stað og tíma. Stolt, til dæmis,

36

klæddist maður aldrei í vinnu. Minh aðstoðarkokkur hafði kennt okkur það. Herrann og Frúin eru mjög viðkvæm við að sjá það, augabrún sperrt upp off hátt, varir bognar í háði, herðar beinar af styrk og óbrotnum beinum. Stundum, jafnvel áður en þjónninn gerir sér grein fyrir að hann sýni það, hafa Herrann og Frúin komið upp um það, líkt og eitthvað á lífi undir rúmi þeirra. Þau yrðu auðvita fyrst til að öðlast vitneskju. Atvinnuleysi er óumflýjanlegt, svo því ekki bara afgreiða málið nú þegar? Ég ímynda mér að það sé ástæðan fyrir afleiðingunum, sjálfvirk uppsögn. Herrann og Frúin halda að það sé eins og að þjálfa dýr, hund ef til vill. Þegar við einu sinni vitum að vissuleg atvik hafa engar afleiðingar, erum við ónothæf. Handleggir og fótleggir sem hreyfa sig af frjálsum vilja geta ekki lengur brugðist nógu fljótt við, ekki svarað hljómnum af rödd Herrans nógu hlýðnislega. Hver einasti Herra og Frú vita að stolt ber með sér hættu. Þau hugsa um það eins og ögn froða í kringum munninn. Stolt er, þessvegna, frátekið fyrir heimahúsin, ef þú ert Víetnamískur maður, faðir eða elsti sonur. Taktu það annars út á götu. Spígsporaðu því um öngstrætin, þar sem stúlkur hengja út þvottinn og ungir menn gorta sig af pómaðinum í hárinu á sér. Vissulega kemur þetta mér að kynlífsefninu. Já kynlífi. Af hverju annars setti einhver pómað í nú þegar fitað hár, eða berir undirföt sín í hægum, bakandi sólarhita Saigons. Eins og við höfðum allir heyrt frá gamla manninum, voru bróðir mínir, Túng og Hoáng, ekki þeir best gefnu í fjölskyldunni, en þeir þörfnuðust aldrei illgjarna kipri hans á vörunum til að segja þeim að þeir væru þeir myndarlegustu. Ungar stúlkur, móðir okkar, nágrannakonur á öllum aldri, sungu söngva til þeirra, leynilegar nótur af löngun, leyndar inní hversdagslegar kveðjur og spaug. Túng og Hoáng hafa alltaf verið fallegir, en með aldrinum breyttist fegurð þeirra frá næstum stúlkulegri í eitthvað fullkomlega þeirra eigið, eitthvað sem sveimaði í kringum þá, nærri því snerti ennþá votann listatrigann af skinni þeirra. Þessir tveir, trúið mér, þurftu aldrei að leita að kynlífi, leita það uppi líkt og hrææta. Þegar við löbbuðum öngstrætin, stúlkurnar, í flýti þeirra til að öðlast athygli, hengdu út fatnaðinn ennþá drjúpandi af vatni, svo þungann að snúrurnar sveigðust. Auðvita veittu bróðir mínir þeim athygli, örþunnum blautum fötum þeirra, hvernig vatnið seitlaðist niður handleggina, gufunni sem reis af þeim. Túng og Hoáng uppskáru þessar sviðsmyndir fyrir allt það sem þær höfðu upp á að bjóða. Minningar um þessar stúlkur fæddu þá á nóttunum, mjög vel eftir því sem ég gat hlerað, rám stuna fyrir sérhvert ímyndað nart og bita. En þessir tveir þurftu ekki að reiða sig á ímyndir sínar mjög lengi. Frá byrjun, það sem hélt vöku fyrir mér á nóttunum var, ja, ekki eins auðkennt. Ég tók eftir snúrustúlkunum, blindur maður hefði veitt þeim athygli, en áhrifin á mig voru ekki eins. Þegar ég lokaði augunum, gufuðu líkamar þeirra upp, skildu eftir aðeins þrá þeirra, sterka, titrandi. Nú “það” gat ég fundið, og spádómslega fyrir þessu lífi sem ég nú lifi, þessi viðskipti sem ég nú iðka, get ég einnig bragðað það. Síðustu ferskjur árstíðarinnar, hunangaðar af sólinni, bragðið af mínu eigin salti á fingrunum, það var kross milli þessa tveggja. Með aldrinum, fylltu löngunir mínar sig inn. Ég fann andlit og líkama, ekki svo ólík Túng og Hoángs. Það var vandamálið. Ég vil ekki kalla það formælingu, vegna þess að það er það ekki. Bölvun er faðir í aðeins nafni, eða klemmann af höndum Herrans og Frúarinnar í kringum hálsinn á mér, jafnvel þegar þau eru ekki nálæg. Fordæmi, man ég að ég hugsaði þegar ég fyrst heyrði sögu körfuvefarans, var endalaus leit þessa manns, kannske staðföst trú hans um að til væri annar möguleiki en einmitt botnleðja fjölskyldulandsins.

37

Þegar ég fyrst heyrði sögu körfuvefarans, var ég tvítugur og ástfanginn. Ég meina ást með harmkvæðum, snertandi hvern einasta hluta af líkama mínum, fyrir utan höfuðið, á þann veg sem mig grunar nú að aðeins tuttugu ára gamall maður gæti verið. Ekki svo mikið eins og hitasótt, heldur skjálfti, stöðugur titringur sem erfiðaði eða gerði hugsanir ónauðsynlegar. Að tala var einnig erfitt. Mál var áreiðanlega eitt að því fyrsta sem hvarf, því svonalöguð tilfinning getur verið betur tjáð á annann veg. Ég hafði verið í vinnu í húsi yfirlandstjóra í um það bil sjö ár þegar þetta gerðist. Hann hafði verið þar í minna en mánuð, en hann kom sem yfirmatreiðslusveinn og var, auðvita franskur. Bæði tvennt gerði hann hærri í tign, langt yfir jarðarár mín. “Svo mikið vald gefið nokkrum svo ungum!” var viðkvæðið sem flakkaði gegnum hús yfirlandstjóra daginn sem hann kom. “Misnotkun og sóun,” spáðum við í þjónustuliðinu, “mun bráðlega fylgja.” En yfirmatreiðslumaðurinn Blériot bætti upp fyrir unglegt útlit sitt með hörku í hegðun sem kom jafnvel okkur á óvart. Við hefðum kallað hann Napoleon, nema að hann mótþróaði okkur með því að vera hvorki stuttur né digur um mitti. Nei, Blériot var eins valdsmannlegur í útliti og í framkomu. Hann var eftirtektavert fyrirbæri franskrar karlmennsku, neyddumst við öll að viðurkenna. Hár hans var “kastaníu” brúnt, eftir lýsingu bílstjórans að dæma, með byrjuninni af fáeinum vel settum krullum sem öðru hvoru féllu, aðeins snertu boga augabrúnanna, lyrísk hreyfing sem hreif okkur þrátt fyrir vilja okkar. En hver af okkur leit ekki andartak of lengi inn í augu hans, blá með svarta, sprengjandi stjörnu? “Kúamjólk í sínu ómælanlegu formi, ” sagði bílstjórinn, “ber ábyrgð á restinni.” Það var samt umræðuefni sem krafðist rökræðu. Við í þjónustuliðinu sátum oft og íhuguðum kjarna þessa manns. Við bölvuðuðum nafni hans og blessuðum líkama hans með löngunar orðum okkar, hver á sinn hátt. Aðstoða garðyrkjumaðurinn vildi æsku hans. Bílstjórinn öfundaði hæð hans. Einkaritari Frúarinnar, gátum við öll séð, þarfnaðist all það sem Blériot matreiðslumaður hafði upp á að bjóða. Ég, auðvita, var hneigður til hans í byrjun. Elsti bróðir minn, þrátt fyrir allt, varð að sætta sig við títillinn Minh aðstoðarkokkur í ennþá aðra lífstíð af árum. Daginn sem Blériot yfirmatreiðslumaður kom, sat Anh Minh í horni eldhússins, þessari víðáttu sem hann hafði kallað sína eigin í tvær fordæmislausar vikur, með hendurnar í kjöltunni. Ekkert var eftir fyrir hann að gera. Búið var að skrúbba og endurskrúbba potta og pönnur, sem gljáðu eins mikið og mögulegt var. Matarbúrið hafði verið sópað og þrifið. Aðstoðarkokkurinn hafði nú þegar tekið af sér yfirmatreiðslusveinahúfuna og látið þvo og stífa hana. Sjónin að sjá bróðir minn sitjandi berhöfðaðann, kyrrann af vonsvikni, kenndi mér nokkuð sem hann ekki hafði í hyggju. Þessi maður sem í heimahúsum var efni til loforða og stolts, var ekkert hérna. Minna en ekkert, hann var bara einn annar þjónustumaður. Ég er viss um að restin af heimilishalds þrjónustuliðinu minntist andlitsvipi bróður míns, en ég get ekki munað það. Þegar ég loka augunum sé ég hann núna, ég sé hendur hans, Holar, virtust þær mér. Nógu þunnar til að hendast úr kjöltu hans af golu frá skellandi hurð. Þegar sorg sést á höndunum, er hún djúp og óendaleg, ekki lengur skvamp, heldur alger drukknun. Þetta er það sem ég hef tekið með mér, þessar hendur sem ég af og til leita að á enda minna eigin handleggja. Sjónin af þeim hefði átt að slá botn í söguna, eða það hefði ekki átt að vera nein saga, en Blériot kaus svoddan slóttuga, næstum gleymanlega byrjun. Hvernig átti ég að vita? “Yfirmatreiðslumaðurinn Blériot vill að þú farir með honum á markaðinn,” sagði Anh Minh, eða Minh ennþá aðstoðarkokkur, eins og ég hafði byrjað að kalla hann.

38

“Af hverju ég?” spurði ég. “Hann vill að þú sýnir honum í kring, þýðir fyrir hann þegar á þarf að halda.” “Þýði? Sagðirðu honum að ég gæti talað frönsku?” “Ég sagði að þú hefðir verið að læra. Ekki hafa áhyggjur af því. Þú kannt fleyri frönsk orð en Blériot kann á Víetnamísku. Hérna gerir það þig þýðara.” “Ó.” “Mundu, ljúðu bara ekki.” “Hvað meinarðu? Ég hef ekki...” “Auðvita ekki, ég meinti bara að ef þú kannt ekki orðið á frönsku, játaðu það bara. Ekki ljúga. Þeir finna það alltaf út, og þá verða þeir reiðir.” “Ó.” Mér er alvara, það er ekkert grín í kringum þessa náunga. Mundu að kalla hann yfirmatreiðslumann Blériot og mundu að það sem þú gerir endurspeglast á mig.” Orð Anh Minhs voru alltaf nærgætin en stundum margþvæld. Þetta mál um speglun var ofbrúkað, sérstaklega í okkar fjölskyldu. Það hljómaði eins og eitthvað sem Gamli Maðurinn segði, nema hans útgáfa hefði blótyrði í byrjun og enda. Hvað sem öðru leið, áhættan á því að hafa alla mína óhættvísi bersýnda á hörundi bróður míns var samt ónægjulegt til halda mér í burt. “Hægar, hægar. yfirmatreiðslumaður Blériot, gjörðu svo vel, talaðu hægar. Franskan mín er ekki mjög góð.” Hann brosti, lokuðum vörum, hreyfing sem beitti athygli á boga vara hans. Í fyrstunni sá ég það sem glott, hæðnislegt bóluör af svip, en einhverstaðar milli konunnar sem seldi bitrar melónur og blinda mannsins sem seldi lauk og hvítlauk, sá ég beygjuna og ég sá varirnar. “Hvað ertu...gamall?” “Nítján, tuttugu bráðlega, yfirmatreiðslumaður Blériot.” Hann brosti aftur. Í þetta sinn var ekkert sem ég gat gert. Þessi ímynd af honum að skyggja bláu augun sín, hvert með svarta sprengjandi stjörnu, frá gulunni af árla morguns sólinni, hafði nú þegar skjalageymt sig á mig. Einhverstaðar milli tvíburasystranna að selja mangóstínu ávexti og gömlu konunnar sem seldi hvaðeina sem óx í garði hennar þann dag, spurði ég hann sömu spurningunni. “Tuttugu og sex,” svaraði hann. “Ó.” “Á morgunn sýnir þú mér fiskimarkaðinn.” “Já, á morgunn, fiskimarkaðinn sýni ég þér.” Loforð innsigldi tungumál viðskiptanna, á stað samninga og versluna. “Ýsu?” spurði Blériot. “Ýsa,” þýddi ég. “Steinbít?” “Steinbítur.” “Hákarl?” “Hákarl.” Hæg lokkun, þegar ég hugsa til þess núna, meðal ávaxta hafsins. En í þá tíð, ja, þá var ekkert til að hugsa sig um. Það var nú þegar ómögulegt. Blériot, þó, tók sinn tíma. Hann var kokkur fyrst og fremst. Við vitum öll að ef þú vilt meyrt kjöt, er soðsteikjun betri en opinn logi. Í fyrstunni mætti ég honum við bakhlið yfirlandstjórahússins klukkan

39

hálf sex á morgnana. Þegar við komum á miðmarkaðinn, höfðu sölumenn lokið við að setja upp borðin. Í enda vikunnar, vissu allir sölumennirnir hvað hann hét, jafnvel sá blindi sem seldi lauk og hvítlauk. Ég sagði Blériot að það væri engin tilviljun að þessi maður seldi það sem hann seldi. Með lauk og hvítlauk, gæti hann alltaf varið sig frá þjófum, vegna þess að hann gæti lyktað af þeim er þeir skunduðust í burt. Ofurlítil lygi gerir góða sögu. Blériot leit á mig eins og hann samþykkti. Allir sölumenn markaðarins vissu einnig um stöðu hans – Kokkurinn Blériot, yfirmatreiðslumaðurinn í húsi yfirlandstjóra, maður sem var mikilsverðari fyrir þá en sjálfur yfirlandstjórinn. Þeir kepptust um tvisvar-sinnum-á viku verslanir hans af hænueggjum, kerrufylli af þeim. Þeir settu til hliðar fyrir hann ormlausa túmmata, spöruðu gúrkur á stærð við fingur fyrir hann. Þeir féllust á að rækta spínat fyrir hann. Þeir bíttuðu á smálaukum sínum fyrir blaðlauk sem ræktaður var á fjallasvæðinu fyrir hann. Þeir uppgötvuðu að hann vildi ekki prútta, svo þeir gáfu alltaf upp sín bjartsínustu verð. Annaðhvort keypti hann eða labbaði burt. Það var hættuspilið sem þeir léku, tækifærið til að þéna auðveldann viku hagnað. Hvað mig varðaði, höfðu þeir séð mig áður, en nú grannskoðuðu þeir mig, furðuðu sig á hvar hollusta mín lá. Hvort ég væri típan sem sviki hans eigins til að bjarga upphæð hans Herra, sem var nokkra aura virði. Hvort ég lifði af þeirra blóði eða peningum hans. Hvorugt, takk fyrir. Eftir þriðju vikuna sagði Blériot mér að mæta sér klukkan fimm. Í hálfljósi morgunnsins, eru allir fallegir, man ég að hugsa, jafnvel tvíburasysturnar að selja mangóstín ávextina. Við tókum hálftímann, hálfann vaxandi mánann, og vöfðum honum í kringum ennþá hljóðlaus stræti borgarinnar. Innilegt samband, eða eitthvað þvíumlíkt, var spunnið og ofið á þennann hátt. Hver vika færði með sér annann hálftíma, aðra flís af tunglinu, þar til hann hafði heila nóttina. Náttúrulega byrjaði bilið milli líkama okkar að hverfa. Áreynslulaust byrjuðum við að snertast. Menn eins og Báo halda alltaf að “þetta” sé þegar sagan í rauninni byrjar. En það er engin frásögn í kynlífi, það er að segja, í góðu kynlífi. Það er engin byrjun og enginn endir. Aðeins nuddið, stingurinn, kitlið, hvíta ljósið af stað og stund. Þessvegna er það svo vanabindandi, svo mikið áhættunnar virði. Það er orskökin fyrir að menn eins og ég bjóða því birginn. Það er hættuspil þess virði að leika. Ég horfist í augu við orð Gamla Mannsins, varir hans sjúgandi merginn þurrann: “Þar sem eru veðmál, er trú.” Í hvert sinn sem hann hefur sagt mér sannleika, hef ég iðrast þess, vegna þess að með sannleika hans kemur gaddavíraður dómur, þykkur í sakfelli. Sannleikur er eitthvað bundið að líkama manns áður en hann er leiddur niður að vatni og hrint ofaní. Já, Gamli Maðurinn hafði á réttu að standa, enn ekki af ástæðunni sem súra hjarta hans tileinkaði mér. Í mér, blómstraðist trú, og líkt og körfuvefarans, byrjaði saga mín með trú. Þegar ég fyrst heyrði sögu vefarans, sá ég ekki að við höfðum meira sameiginlegt en þetta. Nei, ég hugsaði ekki um að spyrja, Hvað hindrar honum í að koma aftur heim, í hús umkringt vatns hýasínum í fullum fjólubláu blómsti?

40

7

Flestir Herrar og Frúr vilja ekki hugsa um það. Heldur vilja þau trúa að matreiðslufólk þeirra hafi engar líkamslegar þarfir, seytingar, svo ekki sé minnst á saurindi, en við höfum allir okkar þarfir. Við erum ekki öll hrein og algjörlega dauðhreinsuð frá hausi til táar. Við komum inn í heimili þeirra með hæfileika okkar og líkama, það síðara gestgjafi fyrir alla þá óþokka og sníkjudýr sem við höfum rekist á á leiðinni. Ég hef séð matreiðslumenn sem þvo sér aldrei um hendurnar, aldrei, jafnvel ekki eftir að þeir stinga puttunum í pott eftir pott og sjúga þá eins og grís við spena móður sinnar. Ég hef séð bakara sem hugsa sig ekki tvisvar um að stinga fingri inn í eyrað á sér, gefa honum góðan snúning, og vinna síðan vaxið inní smjörugt deig sitt. Aðeins slæmur ávani eða ákveðin óvirðing? Svarið fer eftir sambandi þeirra við Herrann og Frúna. Sett í þannig samhengi, er ávani minn ekki svo slæmur. Ég hef vissulega þaulhugsað um þetta. Ánægjuna sem væri hægt að hafa af því. Ausandi sósu á kjötið, bætandi í súpuna, aukandi í slatt af blóð appelsínu froðís, mögulegar notkanir eru endalausar, óuppgötvanlegar. En þetta er bakþanki. Ég geri það aldrei fyrir þau. Ég vildi aldrei eyða sjálfum mér þannig. Það eru aðeins örfáar mínútur af degi mínum, vanalega seint á kvöldin þegar öll veruleg verk hafa verið unnin. Feikilegur kuldi eða vanaleg köst af einmanleika hrindir því af stað. Mig langar til að segja að það sé vélrænt, en það er það ekki. Ég verð að hugsa um það í hvert sinn, íhuga kostina, ákveða að þeir eru engir. Mig langar til að segja að það færi mér ánægju eða gleði, en það gerir það ekki. Það gefur mér sönnun að ég sé á lífi, og stundum nægir það. Mig langar til að segja að það sé meira flókið en þetta, en það er það ekki. Flestir Herrar og Frúr veita þess ekki einu sinni athygli, vilja skiljanlega helst hvíthanskaða þjóna. Trúið mér, undir þessum bómulla slíðrum eru hlutir sem Herrar og Frúr ættu að sjá, fisk-hreistruð naglabönd, blómstrandi lifur blettir, bleiklitaðir og rauðir hryggir af örum og brunasárum, vörtur eins og strá af morgunn dögg. Eða, ef þau taka eftir þessu, finnst þeim ekkert um það. Flestir Herrar og Frúr eru of niðursokkin við matinn á diskum þeirra til að líta nákvæmlega á hendurnar sem laga og bera hann fram, algeng mistök, óheppileg yfirsjón. Þau sem hafa meiri reynslu í svoleiðis málum vita að nánar athygli verður að veita. Og eftir því sem Anh Minh segir, er enginn, ekki einu sinni frakkar, sem hafa meiri reynslu í svona málum en kínverjar. Þegar ég byrjaði að vinna í eldhúsi Yfirlandstjóra, sagði Anh Minh mér frá “embættis bragðörunum” sem sátu við hlið Dowager keisaradrottningu í Kína, rétt við hliðina á litla hundinum sem lepjaði upp hrákinn og kvefslím sem þessi gamla kona í þykku silki hóstaði upp af og til. Smakkaranum var ætlað að éta smá bita af hverjum diski áður en Keisaradrottningin stakk að minnsta kosti nefinu í svífandi straum gufunnar. Smakkari, samkvæmt sögn Anh Minhs, var kosinn eftir því hve nákvæmt bragðskyn hans var. Hann var maður sem gat séð með tungu sinni hvern einasta sandstein sem skilinn var eftir loðandi við liðaðar ostru varir, svíðuna af einum gneista sem flekkaði skinnið á silung úr ánni. Hann gat uppgötvað fjarvist sólar meðan ræktunarárstíðin stóð á, og návist af

41

ósoðnu blóði í beina hólfum. “Ímyndaðu þér”, sagði Anh Minh, “að vera sá fyrsti.” Eftir hans sögn, hélt ég að embættislegu smakkararnir hefðu áræðanlega ákjósanlegustu störfin. Með vanalega hraðlegum takti sínum kallaði Anh Minh fram jafnvæga ljóðsögu af bragðefnum á réttum sem þessir löngu dauðu mandarínar neyttust á. Þegar hann talaði um bitrar melónur gufsoðnar með pækil-lóðuðum tungum hundrað andarfugla, sá ég landamæri af grænu og gráu. Ég bragðaði sparsemi og eyðslu samanhrærðu í einum rétti. Anh Minh, á sinn hátt, kenndi mér að hann skyldi hvað var mest áreiðandi lexía í starfi sínu. Hann vissi að til að verða góður kokkur, varð ég fyrst að sjá fyrir mér möguleikana. Ég varð að loka augunum og sjá og bragða það sem ekki var þar. Ég varð að láta mig dreyma til að greina þetta allt á tungunni. Hægt, smám saman, var ég fær um að gera einmitt það. Auðvita minntist Anh Minh aldrei á fórnarlömbin sem voru borin út úr borðstofu keisaradrottningu á nokkra mánaða fresti. Máttlausir líkamar embættis bragðaranna, tortímaðir af eitri, eins bragðlaust og munnfylli af hreinum fjallasnjó, voru jarðaðir með pari af fílabeins matprjónum, tákn af þakklæti frá Dowager keisaradrottningu. Aðeins eftir að ég heyrði útgáfu bílstjórans af sögunni skildi ég að embættis bragðararnir voru menn dæmdir til dauða fyrir matreiðslu geðþótta sína. Keisaradrottningin, sagði bílstjórinn mér, hafði engar þarfir fyrir matmenn. Keisaradrottningin þurfti á volgum líkömum að halda, sem gætu drekkt í sig eitrið og verið gestjafar dauðans í staðinn fyrir hana. Staðreyndin af því að þessir líkamar tilheyrðu mönnum sem kunnu að meta góðann mat var bara tilviljun. Reyndar var það afleiðing öfugsnúnu skyni af góðvilja sem nánir ráðgjafar keisaradrottningu sýndu. Það voru þeir, eftir sögn bílstjórans, sem ákváðu að embættisstarf bragðara yrði gefið aðeins þeim sem hafa til að bera óslakandi, brennandi ákafa á fínasta matvæli. Ráðgjafarnir ályktuðu að ánægjan sem þessir menn gætu mjólkað úr hverjum bita myndi áræðanlega aukast, eflast í nærri óbærilegt stig, af kunnáttunni um að hvert bragð gæti orðið þeirra síðasta. Þegar þeim var sagt um yfirvofandi skipanirnar, átu þessir menn og drukku stöðugt í marga daga, jafnvel vikur, vonandi að dauðinn kæmi til þeirra í réttum sem þeir kusu. Hann vanalega kom ekki. Ég held að boðskapurinn af þessari sögu hafi alltaf verið til, en það tók túlkun bílstjórans til að koma mér til að skilja. Það er fín lína milli kokks og morðingja, og sú lína er haldin staðföst af mönnunum í minni atvinnugrein. Í rauninni er eini munurinn milli þessa tveggja að einn drepur til að malla, meðan hinn matreiðir til að drepa. Dráp er bendlað við hvortveggja. Snúningur á fiðruðum hálsum, kok kæfð, enn full af dýrahljóðum, dæmin eru endalaus. Að læra að taka líf og skilja eftir heilann líkama og ómarið skinn, þannig byrjaði ég iðnám mitt. Það er viðkvæm aðferð sem þeir sem ekki kunna, misnefna “slátrun.” Það er, trúið mér, of hart og óhreint orð fyrir þannig fínlega samstilltar hreyfingar, eins þokkafullt og dauði af höndum einhverns annars og mögulegt er. ---------------------------

“Því miður geturðu séð með fingurgómunum eins vel og augunum.” Segir Fröken Toklas. “Þrýstu hérna niður,” heldur hún samt áfram, sýnir mér nákvæma punktinn á hálsinum áður en hún lítur fljótt burt. Dúfan undir fingrum mínum, blóð þess hart, pressir gegn. “Harðara” Bin, þú ert að kvelja það.” Hvernig ætti hún að vita? Undrast ég.

42

Með andlitið snúið í burt frá mér, lækkar Fröken Toklas rödd sína og hringar hana út í lokkun. “Stöðulega. Hættu að skjálfa. Haltu áfram að þrýsta niður. Harðara, það er rétt, harðara.” Hún hljómar líkt og móðir mín, hugsa ég. Orðin eru öðruvísi, en blandan af blíðri og áríðandi hvetjun er óneitalega hin sama. Eftir að móðir mín hætti að fæða sín eigin börn, hjálpaði hún öðrum konum að koma sínum inn í veröldina. Ég heyrði oft rödd hennar að tala þær gegnum það sem líkamar þeirra mótþróðuðust um að gera. “Vel gert” Hið næsta verður auðveldara, trúðu mér.” Án þess að líta til baka, labbar Fröken Toklas út úr eldhúsinu, skilur mig eftir með fimm eftir til að drepa. Hún hafði einnig sagt “Treystu mér” í byrjun námstundarinnar. “Ef þú skerð hálsana af, taparðu öllu blóðinu. Ef þú gerir það svona, koma fuglarnir út úr ofninum bústnari og bragðbetri en þú gætir nokkurntíma ímyndað þér. Frábært!” Efi hlýtur aldrei að hafa horfið úr andliti mínu, því Fröken Toklas endurtók “treystu mér” áður en hún hélt áfram: “Þú þarft, þegar þú átt við stærri fuglinn, að gefa honum fáeinar skeiðar af eau de vie koníaki, eða ofurlítið sjerrí. Samkvæmt reynslu minni, vilja endur helst bragðið af eu de vie. Það bætir bragðið afskaplega mikið, og það býr þær einnig undir það sem er um það bil að koma fyrir. Það mun auðvelda verk þitt, Bin á allan hátt.” “Þú þarfnast...” byrjar Fröken Toklas allar sínar uppskriftir. Það er spádómur sem alltaf rætist. “Frábært!” er hvernig uppskriftirnar enda. Þó það gæti hljómað meira líkt fullyrðingu en tilsögn, meinar hún bara það: “Nú þetta” er hvernig “frábært” bragðast, er það sem hún vill að ég læri. Fröken Toklas trúir ekki að það sé meðfæddur hæfileiki hverrar einustu Guðs skepnu að bera kennsl á fullkomun. Aðstoð er stundum nauðsynleg. Henni finnst það sérstaklega rétt um kokkana sem hafa komið á undan mér til Blómastrætis 27. Eftir sögn húsvarðarins, hafa þeir margir verið. Aðstoð, hlýtur Fröken Toklas að hafa fundist, var of oft nauðsynleg fyrir þessa, nú burtfarna matreiðslumenn. Ég ímynda mér þó að margir þeirra hafi sagt upp eftir að Fröken Toklas sýndi þeim uppskrift sína fyrir kæfðar dúfur. Hún heimtar þessa aðferð fyrir undirbúning allra gerða af fuglum, sem keyptir eru lifandi í markaði Parísar. Mismunurinn í endanum, verð ég að játa, er frábær, en nauðsynleg athöfnin er ófyrirgefanleg. Ég hef skorið marga hálsa. Það er ekki vandamálið. Jafnvel áður en ég braut þann fyrsta, miðaði á þennann smá boga sem neyðir dúninn sundur og skinnið til að skýna gegn, hafði ég oft fylgst með móður minni að setja hnífinn á marga kjúklinga hálsa. Hún skar þá aldrei alveg í sundur. Röksemd hennar, ólíkt Fröken Toklas, var hagsýn. Fyrst, skarðaði hún skinnið þar til blóðið rann. Ef hnífnum var stungið inn nógu djúpt, féll rauður bogi snyrtilega frá skorunni í bíðandi skálina. Hikandi hendur gætu orsakað seytlu og gunu, endanlega, sullulega móðgun á líkama nú þegar fórnað. Það þýddi einnnig minna af storknuðu blóði í súpuna það kvöld. Hik bætir ekki upp dauða eða hungur. Fröken Toklas samþyggir af öllu hjarta að hraði og ákveðni eru nauðsynleg. Henni finnst mögulegt að vera mannúðleg, jafnvel þegar maður hegðar sér hrottalega. Þetta, veit ég að sé hennar kjörorð í einnig öðrum málum. Það er allt í lagi með mig þegar ég hef hníf í höndunum, þegar það er blaðið sem flytur coup de gráce. Eitt af uppáhalds setningum mínum á frönsku, verð ég að játa. “Loka höggið” er hvernig mér var kennt, en mér líkar betur “Náðarhöggið.” Þó ég aldrei verið reiprennur í frönsku tungumáli, hef ég lært að sönnu andlitin af loftugum tjáningum þess eru oft fundin í orðréttustu þýðingunum. Það er öfugsnúin leið til að leyna einhverju auðsýnilegu, mjög franskt í fyrirlitningu og grimmd til þeirra sem ekki eru franskir. Prýði, trúið mér, er vafalaust nauðsynleg þegar

43

maður handleikur hníf. Ég get alltaf greint sundur fagmannlegann matreiðslumann og heimiliskokk. Hnífa verkið sýnir mismuninn. Það er hagsýni í hreifingum ásamt bardagamanns árásagirni sem þegar í stað einkennir matreiðslufagmanninn. Svona fingrafimi er ekki nauðsynleg fyrir undirbúnings hversdags fæðu. Þegar ég byrjaði að vinna hjá Yfirlandstjóranum, sagði Anh Minh mér að ég yrði að endurlæra allt. “Hnífur í fagmanns eldhúsi er varðveittur hlutur,” sagði hann. Þeir bestu eru geymdir í sínu eigin striga slíðri, læstir niður, og aðeins yfirmatreiðslumaðurinn hefur lykilinn. Það er til einn fyrir hvern tilgang, að beina, flaga, taka úr liði, höggva, listinn er langur. Það er þeirra ætlunar notkun sem fyrirskipar lagið á þeim og víddina. “Yfirmatreiðslumaðurinn veit alltaf hvorn á að nota,” sagði hann. “Þú munt einnig vita,“ lofaði hann. Ég var hrifinn. Hvernig gæti ég öðruvísi verið? Móðir mín hafði kennt mér að skera og brytja, og mér fannst það vera afrek í sjálfu sér að bæta ekki fingurgómum mínum í réttinn. Hennar var sú gerð af hníf sem yrði riðgaður, nema fyrir stöðuga brúkun. Hann var gerður úr ómerkilegu efni sem varð bitlausara eftir hvern skurð. Móðir mín hafði alltaf brýnisteininn reiðubúinn. Endurfæðing fyrir blaðið, útskýrði hún. Mismunurinn, trúið mér, er þessi. Með hníf, er blaðið staðgengils böðull. Hann hefur enga tilfinningu og þessvegna getur ekki fundið til með hverfandi lífinu. En fingurnir finna allt, örvun blóðsins gegnum æðarnar og slagæðarnar til að byrja með, veikann skjálftann í endanum. Það sem verra er, þeir finna aðeins lækkandi hitann sem fylgir kyrrðinni að lokum. Fröken Toklas hefur á réttu að standa. Ég get séð með fingurgómunum, eins vel og með augunum, og það er vissulega verra.

Ég byrjaði með ávana mínum. Ég sagði að það gefur mér sönnun um að ég sé á lífi, en ég hef sagt frá engu nema smáatriðunum af þeim mörgu smá dauðum sem ég hef valdið, af hve margir af þeim séu nauðsynlegir fyrir verulega góða máltíð. Ég vil ekki vera óframfærinn. Hver er ég til að felast? Það er varla nokkur sem tekur eftir hverju ég leyni og hvað ég hef skilið eftir fyrir alls manns augu. Þó Fröken Toklas, verð ég að játa, hafði fyrir löngu tekið mig til hliðar. Ég hafði verið í Blómastrætinu í aðeins um það bil mánuð. Auðvita varð ég steinhissa. “Bin, hefur þú verið að drekka?” Þá nýja Frúin mín vildi vita. “Nei.” “Ertu viss?” “Já” “Hef ég ekki gefið þér nægann tíma? Okkur GertrudeStein er sama þó við bíðum auka korter eða svo eftir matnum.” Já, kinkaði ég kollinum. Það virtist vera rétt fyrir mig að samþyggja, jafnvel þó Fröken Toklas og ég bæði vissum að sú setning var reyndar ekki sannleikur. Án þess að taka augun af mér, teygði Fröken Toklas sig og hrifsaði til sín hendurnar á mér. Blautar frá morgunverðar diskunum sem ég hafði strax byrjað að þvo þegar ég heyrði fótatak hennar, fingur mínir rignandi um allt eldhúsgóflið, sápulöðrið skýldi þá, er þeir leystust upp í hlýjum höndum Frúar minnar. “GertrudeStein og ég brögðuðum – “ “Nei – “ fleipraði ég út úr mér. “Bin, ég veit hvað fer inn í munninn á mér,” greip Fröken Toklas fram í, það sem hefði verið þaul-tugguð ræða um brotið gler, hráa steik, eða óhreina hræringa skeið. Ég

44

veit aldrei hverja afsökun ég ætla að nota þar til hún kemur út úr munninum á mér, hæg og ósannfærandi. “Í næsta sinn, Bin, verðurðu að binda um þær. Skilurðu?” “Já,” svaraði ég. Hendur mínar voru enn í hennar, blóð hennar að dæla í gefn. Ánægð, sleppti Fröken Toklas þeim. Ég setti þær fyrir aftan bak. Hún þurrkaði sínar á viskustykki sem hékk á nærliggjandi snaga. Hún setti hægri hendina í vasann á pilsinu sínu og fiskaði upp rúllu af sárabindi. “Þetta er nóg,” sagði hún. “Nóg,” endurtók ég. Aftur, virtust orð Fröken Toklas hljóma eins og uppástunga, en þau voru lína af kennslu, jafnvel viðvörun. Ég vissi hvað hún og GertrudeStein hugsuðu. Þær héldu að ég drykki, að að ég gæti ekki haft vald á áfenginu, að ég væri þessvegna klaufalegur. Þegar ég var fullur og í eldhúsinu, fylgdi nokkurskonar hnífabardagi við sjálfan mig, ímynduðu þær sér, og þær höfðu bragðað afleiðingarnar. Árin sem við höfum verið saman síðan þann tíma, hef ég fundið út að Dömur mínar hafa oft á réttu og röngu að standa. Ég fæ huggun af því, og fæ einning huggun frá þeim. Mér hefur fundist þetta frá byrjuninni. Ég blikkaði aldrei augunum, jafnvel eftir að ég sá að Blómastræti 27 hafði Frú og Frú og engann Herra sjáanlegann. Þó ég viti að fyrir húsvörðinn, er GertrudeStein hæf í þá stöðu. Hvað öðru varðar, búa Dömur mínar saman í náð. Þær elska báðar GertrudeStein. Enn betra, þær eru báðar ástfangnar af GertrudeStein. Fröken Toklas dekrar við ástina sína , og ástin hennar leyfir henni að gera það. GertrudeStein matast á ástúð, og Fröken Toklas tryggir það að hún sé aldrei hungruð. Í skipti fyrir það, í sanngjörnustu viðskiptum, hefur Fröken Toklas ánægjuna af að vera sú eina fyrir GertrudeStein. Enginn manns guð getur sagt mér að það sé rangt. Koss frjálslega gefin er undrun að sjá, jafnvel þó það sé horft á gegnum rif á hálf-luktri hurð. Ég verð að játa að í fyrstunni var ég forvitinn. Ég efaðist aldrei um þétttleika ástar þeirra, en ég vildi vita hvort kynlíf þeirra væri, ja eins. Já og nei. GertrudeStein er drengur, fimmtán ára gamall, nákvæmlega, í græðgju sinni. Fröken Toklas eltir vel, ekki bókstaflega, auðvitað. Munið að Dömur mínar voru báðar komnar yfir fimmtugt þegar ég fann þær. Fyrir Fröken Toklas, er eltingaleikurinn allur framkvæmdur með augunum. Hörfa undan og verða mótfallin, fremja árás og síðan fallast á, lokast með undirgefni. Það sem fylgir þarf ég ekki að horfa á, því ég heyri það. Á hverri nóttu heyri ég það. Hiti, trúið mér, hefur auðkennann hljóm. Dömur mínar eru mjög reglulegar í öllu sem varðar heimilislífinu. Síðan ég kom til Blómastrætis 27, er mér varla nokkurntíma lengur kalt þegar ég fer í háttinn, þó það gæti haft minna með dæði Damanna minna að gera, heldur meira vegna rafmagns ofnanna sem þær hafa látið setja upp. Ofnarnir lykta, en gefa frá sér hlýju, líkt og of margir af mönnunum sem ég hef verið með. Fyndið og satt, sorglegt samt. Hvað varðar einmanleika, það mun taka meira en rafmagn eða Dömurnar mínar til að halda mér frá honum. Það mun taka eld brennandi fyrir innan. Feikilegur kuldi eða vanaleg einmana köst hrindir ávana mínum af stað. Ég man ekki hvað skeður næst. Ég hef minningu um það aðeins frá fyrsta sinni: Ég er níu ára gamall og er að skera grænlauk í lítil O, grænir endar að mæta hnífnum, senda hann hratt áleiðis til enda fölu rótanna. Ég á fimm búnt eftir. Fingur, andlit, hárið á mér, allt lyktandi af hráum lauk, allt í skipti fyrir móður mína að raula lagstúf sem hefur engann endir. Mér finnst þetta vera jöfn skipti. Ég hef oft gert þetta áður og hef oft fundið hnífinn ganga mér úr greipum vegna römmu sleipunnar sem húðar Oin að innan.

45

Ég gríp fastara í búntin með fingrunum. Ég tryggi hnífskaftið með þumalfingrinum. Móðir mín er að raula yfir smábita af svínakjöti sem mun gera lauk skálina að veislu. Hún er að raula og ég held ég heyri í fuglum. Ég lít upp til að fullvissa mig, og ég þræði silfur inn í fingurgómana í fyrsta sinn. Silfur þræðir skyrtuna mína. Þyngdarleysi yfirtekur mig andartak áður en sjónin skýrist, kokið afstíflast, og líkami minn byrjar að skilja að silvur er að þræða skinnið á mér. Ég er að sveima í burt og rautt haf skolar mér til baka. Ég pota fingrunum inn í skyrtuna mína. Ég gái að hvort blóðið hafi lekið inn í og eyðilagt skálina af Ounum. Nei, en án viðvörunar segir eðlishvöt mín, hungur mitt til sín, losað upp af einhverju nýju, sterkara. Spírall syndir burt frá rauðdrullugum sjónum, víkkar og hitnar, og ég get ekki stoppað það. Ég get ekki stoppað það. Móðir mín lítur upp og sér litinn á skyrtunni minni, litur sem gerist dýpri og sannari meðan ég stend þarna og lít niður á hendina á mér. Hún tekur af sér blússuna og vefur henni í þéttann hring um fingurnar á mér. Augu hennar leyta af innihaldinu af grunnri skál sem situr á fjölskyldu altarinu sem Gamli Maðurinn leyfir henni að hafa, skál sem safnar dauðum flugum og riki, haldið saman af eldhús fitu. Hún segir mér að setjast niður á jörðina. Setja alla þyngd mína ofan á þessa hönd. Hún gengur að altarinu, teygir sig í innihald skálarinnar, og tekur út smá súraldin, fórn dóttur í minningu um föður og móðir em hún hafði ekki séð síðan hún var fjórtán ára gömul. “Enginn vill súraldin þegar þeir eru dauðir,” afsakar hún til þeirra daglega. “Appelsínur, veit ég, eru meira ákjósanlegri,” segir hún. “Þær er hægt að snæða einar. Sætt er nógu gott eitt. Súrt krefst salts og rauðpipars, og ég hef hvorugt til að spara.” Hún rúllar súraldinu á borðinu. Hver hreyfing kremur aldinkjötið að innan. Hún heldur þessu áfram þar til hún finnur hertu ávaxtsins lina, detta niður í sjálfa sig, drukkna í eigin safa. Snöggur skurður yfirum slakandi maga, og hún kemur yfir eldhúsgólfið með hálfurnar, eina á móti annarri í lófa sínum. Hún vefur blússuna sína af og sér að þetta verður aldrei eins. Blíða, veit hún, breytir öllu. Ég sé þarna með fingurgómunum landslag sem verður eins kunnulegt fyrir mig og leiðin heim. Hún sest niður og vefur sér kringum mig, þrýstir bognu baki mínu að sér. Með annari hendinni heldur hún fingrum mínum saman. Með hinni kreystir hún safa súraldsins á fingurgómana á mér. “Eldur, Eldur!” öskra ég. Hún blæsir, slokknar á honum og byrjar að raula lag. Fingurgómarnir hælast, þrátt fyriri áhættuna af riðgun á hnífi hennar. Aftur hefur súraldar safinn bleikjað rendurnar. Blóðið hefur þurrkast upp, skilið eftir raðir af hvítum klettum sem standa til hliðar við leir rauðann sjó. Ég lýt niður og undrast að þetta landslag sé dauft, í samanburði við þaðan sem ég kom. Ég man, já, blíðuhót, smá tilfinningu, og þegar hendurnar á mér skjálfa, er það líkt og að vera kitlaður. Í byrjuninni vildi ég helst hníf sem hafði verið nýlega brýndur, sleiktur að steini þar til gneistar flugu, hvítir og bláir. Nú veit ég að þannig fínleiki neitaði mér bara partinn sem ég dáði mest, taktfastann slátt hörundsins að mæta og hælast. Og stundum, þegar það er nægilega djúpt, er verkur sem platar hjartað á mér. Ginnir það í falska minningu um ást sem hafði tapast út á sjó. Ég segi við sjálfan mig, “Ah, þetta minnir mig á þig.”

46

8

Tuttugu og fjórar gráfíkur, svo þroskaðar að skinnið sprekkur. Flaska af þurru portvíni. Ein önd. Tólf klukkustundir.

Ég geri lista í huganum af efnunum í réttinn sem ég ætla að laga og sem þú og einhver annar ætla að borða. Ég bjóst við miklu stærri veislu. Franska þín, var þó skýr, og jafnvel ég gat séð að risaíbúð þín gæti varla setið meira en tvo eða þrjá þægilega í kvöldverð. Ég hafði ímyndað mér minnst sex eða átta samtals, alla unga, alla karlmenn, smærri krosssneið, ef til vill, af þeim sem safnast saman í kringum GertrudeStein í laugardags kaffitímunum. Há ungtré sem þyrpast kringum jarðarblett, virðast þeir mér alltaf. Auðvita veiti ég þeim athygli. Þeir eru vikulegur bónus fyrir mig, þrátt fyrir allt. Ef ég hefði vitað það, hefði ég fallist á að vinna frítt fyrir Dömurnar mínar. Peningar, veit ég, eru ekki allt. Losti er allt önnur saga. Til hamingju útvega Dömurnar mínar mér stöðugann forða. GertrudeStein og Fröken Toklas vilja helst hvora aðra, fyrst og í öðru lagi, og svo vilja þær Herrana, unga og ameríska. Ég hefði aldrei giskað að þessar tvær konur, svo ósveigjanlega komnar framhjá blómaskeiðum sínum, vildu umkringja sig með svonalagaðri dýrð. Sumir eru herðabreiðir, beinaber æskan naumlega hemjuð af vel sniðuðum fötum. Hendur þeirra virðast mylja allt sem þær grípa, en í stað væntanlegrar grófsemi, er flautaður réttur, titrandi diskur af eggjahvítu, sem ber ljúf sætindi. Sumir hafa varir sem hafa ekki enn tapað krakkastútnum, bleikar og kröfuharðar, lostafullar er þær kyssa með opnum munnum rendur kínverskra tebollanna. Gráfíkjurnar og portvínið set ég í leirverupott “til að kynnast hvort öðru,” eins og elsti bróðir minn myndi segja. Anh Minh, kenndi mér þó ekki þessa uppskrift. Hann hefur aldrei labbað um markaði Marseilles og talið síðustu aurana í vasanum. Hann hefur aldrei þurft að læra að í þeirri borg eru gráfíkjur, appelsínur, og döðlur ódýrari en brauð. Að hungur margfaldast af stöðugum matarkúr af súru og sætu. Að manni getur hungrað í kjötbita, maga-róandi stykki af einhverju tilþrifamiklu. Hann hefur aldrei dýft handfylli af appelsínu barki í sjóinn og sleikt burt sefandi brák af salti. Hann hefur aldrei horft beint í augu ókunningja, og elt hann inn í hótel herbergi, unnið þar í rökkri. Anh Minh hefur ekki heldur matast á kvöldverð sem kostar tuttugu heila frakka, hófleysi, jafnvel þegar matarlistinn gortar af íturvaxni hönd af bakaðri önd með gráfíkjum og portvíni, hófleysi og fíflalegt, jafnvel þó ég borðaði þyngd mína af brauði, uppbleytti bragð sem réttirnir vissu ekki að þeir hefðu upp á að bjóða. Síðustu fimm frakkarnir, allt sem var eftir af kvöldvinnunni, sátu í höndum mínum og hörmuðu tapinu. Ég hafði tæmt vasana til að fóðra magann, gefið upp líkamann til að halda honum á lífi, nært hungrið, svelt sálina. “Rændi Pétur til að borga Páli,” gaggar Gamli Maðurinn, eins og gömul kerling, gömul kaþólsk kerling, meira að segja. Með aldrinum varð Gamli Maðurinn kvennlegri, eða öllu heldur minna eins og maður. Hörundið á honum slappaðist. Það hékk úr

47

beinunum, gaf honum vindlaust, mjúklegt útlit. Hann setti þunnt grátt hárið í hnút við hnakkagrófina. Hann var hneygður til að fá skyndileg köst, sem kom honum til að þrífa í barminn á sér, líkt og að hann væri lafmóð stúlka. Hann hafði talnaband sitt kringum hálsinn eins og nýskorin blóm á silkikeðju. “Þú ert ennþá sama fíflið sem móðir þín fæddi! Elsti bróðir þinn hefði tekið þessa tuttugu og fimm frakka og keypt sér sómaleg föt, stað til að vera yfir nóttu, og hann hefði strax fengið sér reglulega vinnu,” minnir Gamli Maðurinn mig á. Aldur og nú eftirlífið hafa því miður engar afleiðingar haft á tilfinningar hans til mín. “Að ræna?” það er ekki orðið, Gamli Maður, sem ég myndi nota til að lýsa því sem ég gerði það kvöld með Pétri eða Páli, eða hvað sem hann hét. Á ég að skýra það út í smáatriðum fyrir þér, frá kaffihúsinu þar sem við hittumst, til peninganna sem hann tróð í buxnavasa minnn áður en hann hrinti mér út úr hótel herberginu sínu? Það, Gamli Maður, gæði komið þér aftur í gröfina, eini öruggi staðurinn fyrir þig núna, eini staðurinn sem skömm mín getur ekki fundið þig. Tólf klukkustundir verða nóg fyrir langann og árangursríkann fund. Þá verða gráfíkjurnar feitar af víni, og vínið mun glitra af hunanginu sem seitlast úr ávestinum. Portvínið er þá tilbúið til að hella yfir öndina, sem á að sitja í leirpotti, dökkum að innan eftir margra ára notkun, helst eftir einka tilgang af öndum bökuðum í portvíni. Þannig ílát, hef ég frétt, þarf enga sápu til að þvo upp. Aðeins vatn er nauðsynlegt. Afganginn er hægt að hreynsa af, en ekki bragðið, samansafnað eins og það er af hita og vana. Öndin er síðan sett í heitann ofn í eina klukkustund og dreypt á feiti á tíu mínúta fresti eða svo, með matskeið af portvíni sem hefur orðið þungt af feiti og samansöfnuðum sykri. Áður en vínið minnkar niður í ekkert, er gráfíkjunum bætt í, og aðeins nægilegt soð til að gufa upp og væta hitann í síðustu augnablikum matreiðslunnar. Hrísgrjón, þakin smjöri, þrædd í gegn með silfur-grænni salvíu, duga í ágætis hliðar rétt. “Virkilega góðann smárétt,” myndi Anh Minh samþyggja, bjóðandi, eins og vanalega, styrk og samfögnuð fyrir lexíu vel lærða. Anh Minh kenndi mér að fyrir frakka, voru hrísgrjón aldrei þess virði að vera borin fram sóló. “Mundu, að þau eru adrei framreidd ein og varla nokkurn tíma fábreidd, varaði hann við. Smjör sósa, saffran og grænar baunir, laukur, jarðkeppir, og rjómi, allt nógu virðulegt, þykir frökkum, að deila með af og til beði af hrísgrjónum. Allt þetta eru slettirekur og árása aðilar, og samt undrast frakkar af skemmd og eyðileggingu sem þessu strax fylgir. Eldað með engu nema vatni, fyrst sem vökva og síðan gufu, geymast hrísgrjón í marga daga, lexía sem ég aldrei þurfti að læra. Hrísgrjóna leifar eftir kvöldmat verða morgunverður. Hrísgrjóna afgangar eftir morgunverð, þó sjaldgefnir því hungur örfast með rísandi sól, verður hádegismatur. Eins og Anh Minh myndi segja, “enginn ástæða til að endurtaka eftir mig, opnaðu bara munninn og lærðu.” Hrísgrjón verða aldrei eins. Ef ég tek lokið af pottinum, kemur ummyndun af bragði, lög af tyggilegu og bryðjulegu, einangrandi í vasa af mýkt, falið innan í líkt og hjartfólgin skapgerð eða tilfinningasamt hjarta. En ef ég breiði yfir það disk rétt eftir að það kólnar, ef kvöldloftið svignar af raka og regni, ef það er ekki nóg eftir til að kalla málsverð, þá eru örlög þess innsigld. Potti af vatni er bætt í næsta dag, og grjónin soðin aftir í línsterkjaðri súpu sinni þar til hvert grjón þenst út, splundrast í tvennt, örlátlega stækkar út magn sitt. Það sem byrjar sem smá skál getur nú auðveldlega fyllt að minnsta kosti fjórar. Uppákoman platar augun en varla magann, því það síðara er alltaf glöggara.

48

Ég hef lært námskeið mitt vel. Tært kjötseyði, hressað upp með lárberja laufum og sítrónu, getur orðið möndlu frauð, broddað af appelsínu-blómavatni sem hæglega slær bortni í máltíðina. Nei, ávaxtabaka er enn betri. Apríkósur, ef til vill, þó á þessum tíma ársins yrðu þær að vera þurrar. Perur væru kannske bestar. Þú sagðir að halda matseðlinum “einföldum,” sérstaklega eftirréttinum. Það var vissulega það eina sem þú sagðir áður en þú réðst mig í vinnu. Þú fékkst mér umslag sem ég taldi vera peningar, og tvo lykla úr skrifborðskúffu þinni. Þú útskýrðir að þú yrðir ekki til staðar á sunnudagsmorgni til að hleypa mér inn og að kvöldverður ætti að vera tilbúinn ekki síðar en klukkan átta. “Gjörðu svo vel að skipuleggja samkvæmt því,” síðan vísaðir þú mér til baka að stiganum. Ef ég hefði rödd þína, væri ég ekki svona stuttorður. Ég myndi aldrei hætta að tala. Því gerði ég það hefði rödd eins og hlýjann eld, ekki í byrjunar snarki og smellum, heldur í því andartaki þegar allt verður hljótt og glæðurnar glóa, þegar hitinn virðist bræða viðinn? Ef ég hefði rödd þína, myndi ég hrópa nafn þitt frá götunni, láta röddina berja eins og hjartaslátt við dyr þína, bjóða hana til þín sem söng. Ég myndi aldrei stoppa. “Einfalt?” En hve undraleg bón, sérstaklega þegar kemur að eftirmatnum. Hverslags maður hungrar ekki í ríkuleg sætindi í enda máltíðarinnar? Ábætir ætti aldrei að vera aðeins bless, alveg sama hve einföld kveðjuathöfnin. Eftirréttur, ef ég má fá að láni frá Báo, ætti að flytja sama skilaboðið sem Serena Sólóistin gerði í endanum á hverri sýningu sinni. Meðan tjaldið sígur hæglega niður, heldur aðburðurinn á sviðinu áfram án þess að stoppa. Serena heldur áfram að vekja undrun og ánægju. Tjaldið sígur hægt niður. Áhorfendur eru töfraðir og örvæntingafullir eftir meiru. Tjaldið sígur hægt niður. Allt í einu er Serena horfin. En eins og freisting, hefur hún ekki kvatt áhorfendur. Aftur á móti hefur hún vísað óbeint til þess sem gæti skeð ef aukanúmer fylgdi á eftir. Áhorfendur svara með endurómandi bón eftir endurtekningu. “Einfalt?” Kannske, ef þú meinar eitthvað eftirlitslaust. Eitthvað sem ég gæti skilið eftir fyrir þig til að bera fram, til að úthluta við rétt tækifæri. Ofnbakaður eggjaréttur kemur áræðanlega ekki til mála. Ávaxtabaka er betri, ómargbrotin, í röngu höndunum, jafnvel dálítið gróf. Líkt og amerískur strákur, gæti ég ímyndað mér. Ég skil hana eftir til að kólna í eldhúsinu, með smá skál af créme fraíche til hliðar. Svo, þegar öndin hefur verið borin fram, yfirgef ég risaíbúð þína eftir kvöldið, fer í kaffihús og glas eða tvö af einhverju sterku, mjög sterku, og þú og þinn einhvern annar verða einir um síðir. Brottför mín mun benda til að náin kynni hafi komið í veisluna. Kurteisi hefur kvatt. Þið tveir getið nú lagt niður gafflana, hnífa og skeiðar. Hendur ykkar munu ráðast á dýr, liðamót þess ekki þekkjandi neinar mótspyrnur. Sjónin af holdi að afsala sér, svo viljugt að taka þátt í sínu eigin afbroti, mun gera þig ölvaðann. Smá fræ úr enn hita-þunguðum gráfíkjum hafa smeigt sér undir neglurnar á þér. Þú verður viss um að taka eftir því og reyna að sjúga þau út. Þið byrjið á fingrum hvors annars. Þið endið á hnjánum.

Ég lýg af sjálfum mér eins og enginn annar getur. Ég veit alltaf hvað ég þarf að heyra. Hvað annað get ég gert, hverfa aftur í sannleikann og viðurkenna að ég sé tuttugu og sex ára gamall maður sem enn heldur sér fast í vonina um að einhvern daginn muni fræðimanns-prinsinn koma? Hann mun heyra söng minn fljóta yfir vatn þakið mistri,

49

verða ástfanginn af rödd minni áður en hann einu sinni kemur auga á andlit mitt, mun frelsa mig frá lífi mínu af striti og púli og faðma mig í skugga teggviðar hallar sinnar. Ég er fullur af svona sögum. Móðir mín fæddi mig af þeim meðan við unnum hlið við hlið. Frá sex ára aldri þar til ég varð tólf ára, voru efni hvers dags banana lauf, hrá límkennd hrísgrjón, ofþroskaðir bananar sem enginn annar keypti, og sögur móður minnar. Laufin kenndi Má mér að skera þvers og kruss í þrjá bita. Við settum þau síðan í bleyti í vatn til að halda þeim mjúkum. Þau þurftu að drekka inn eins mikið vatn og æðar þeirra gátu haldið. Þau þyrftu á því að halda seinna meir, þegar hitinn varð miskunnarlaus og fullur af heift. Það var staðfastur taktur í hreyfingum okkar, sem ég ber með mér, draumur að sefa mig í svefn: Hún dýfir hægri hendinni niður í vatnsbala, hristir úr henni ilmandi grænt blað. Vinstri höndin teygist eftir stórri skál, þar sem hráu hrísgrjónin hafa eitt nóttinni, svöl undir ábreiðu af vatni. Hún grípur handfylli af grjónum, hæglega glennir fingrana sundur til að láta mjólku vatnið drjúpa og tæmast. Hún setur afganginn sem eftir er í hendinni í miðjuna á laufinu. Ég teygji mig yfir og bæti í þykkum sneiðum af banönum, skornar langsum til að gera sem mest úr klofnu yfirborðinu sem er afhjúpað svo að sætu safarnir streyma síðan úr. Hver biti sýnir tvær raðir af svörtum flekkjum, einkennismerkið af ættflokki þeirra. “Því dekkri fræin,” segir móðir mín, “því þroskaðri ávextirnir.” Vinstri hönd hennar hverfur aftur í skálina eftir annari lúku af kjarna, sem síðan algjörlega hylur bananana. Hún leggur hendurnar saman eitt andartak og þær skilja eftir pakka af grænu. Hún rennir því yfir til mín, og ég vef það með lengd af trefjóttu grasi. Gufusuðupotturinn klárar verkið. Meðan hendur móður minnar fylgja settum vanagangi, gerðu sögur hennar það ekki. Þær voru frjálsar að reika um, að íhuga aðra vegi, að finna upp sínar eigin leiðir heim. Stundum var “hún” sveitastúlka að beygja sig yfir beða af ungum hrísgrjóna fræplöntum, sem höfðu ekki ennþá fest rætur. “Hún” var einstöku sinnum þjónustu stúlka í keysara höllinni, ættgöfugt andlit á röngum stað meðal lægri stéttarinnar. “Hún” var einnig fiskiþorps stúlka, sem sat við sjóinn og bætti netin, sem söng sömu lögin og bræður hennar, en hafði aldrei verið leift að fara til sjós. “Heima”, þó, var alltaf eins, teggviða salur og lærði prinsinn, maður sem var fyrst og fremst vitugur og góður. Myndarlegt útlit hans, minntist móðir mín alltaf á eins og aukaatriði. Með aldrinum, fannst mér stutt lýsing hennar ófullkomleg, og ég byrjaði að pressa hana eftir smáatriðum um lærdóms-prinsinn. Í fyrsta sinn sem ég spurði um hann var ég ellevu ára að aldri. Móðir mín brosti og kallaði mig sinn “litla lærdóms-prins.” Ég stöðvaði við að bynda pakkan í höndunum á mér. “Hvað? Ég er lærdóms-prinsinn?” endurtók ég, að berjast við að halda þýðingu á hugarburði sem hafði snúist á hvolf. Er ég sat að vefja og bynda, efaðist ég aldrei. Allan þennan tíma var það ég sem hafði röddina sem sveif yfir mistur vatnið, og það var alltaf ég sem á endanum náði í lærdóms-prinsinn, teggviða salinn, skugga-prúð faðmlögin Ég var auðvita bóndinn, þjónninn, fiskiþorps maðurinn, nema í mínum útgáfum var “hún” eflaust “hann.” Lærdóms-prinsinn lét ég vera eins, vitugann mann og góðann. Þó, í sannleika sagt, í minni útgáfu var hann mikið myndarlegri en móðir mín gæti nokkurn tíma ímyndað sér. Kæra móðir mín hefði hætt að segja sögurnar, hefði hún vitað í hverjum ég fann huggun og í hverjum ég fann ást. Svo, til að geta hlustað á sögurnar hennar, til að halda rödd hennar í herberginu, sagði ég henni aldrei að í minni útgáfu, var ég eldhúsdrengurinn sem skoppaði sléttum leirbrotum af steinum yfir þögult vatn, að

50

þegar þeir fleyttust á yfirborð vatnsins, sungu þeir. Steinarnir lentu daglega, einn eftir annann, við fætur lærða prinsins, sem rölti í fjörunni, íhugaði vatnið og samband þess við himininn. Í fyrstu var lærimanns-prinsinn of niðursokkinn í hugsanir sínar til að gefa nokkru gaum, en svo byrjuðu leirbrota steinarnir að safnast bersýnilega saman, breyttu og ónáðuðu dagdrauma hans. Hann tók upp stein, og er hann var um það bil að fleygja honum aftur í vatnið, tók hann eftir einu orði sem var skorið í yfirborðið. Áhugafullur, skoðaði hann hina steinana og fann að allir báru þeir vott af mismunandi orðum. Af því að hann var lærdóms-prins, kannaðist hann náttúrulega við að þau voru brotnir partar af kvæði. Ást var efnið. Af því að hann var maður, hélt hann að þetta væri áskorun og leikur. Lærdóms-prinsinn umraðaði steinunum og samdi svar. Hann sendi steinana skoppandi yfir vatnið. Auðvita var vatnið þakið “mistri.” Sumt er klassískt og ætti aldrei að breyta. Mistur, eins og ég hef lært af sögum móður minnar, leyfir ólíklegum elskendum að hittast og óleyfilegum hlutum að reika um landið. Í sögum mínum eru vötnin þakin eilífu mistri, eða undir haf-borinni þoku. Er steinarnir þverkrossuðu vatnið, hvert brot gárandi, skýrt ljóð, varð lærdóms-prinsinn innilega ástfanginn af eldhúsdrengnum, sem var nú maður, og í endanum, ja, fyrir mig er endinn alltaf eins. ------------------------- Jafnvel með augun lokuð veit ég. Tómleiki lækkar hitann í herbergi. Ég anda djúpt inn, í leit að kaffi brennandi inn í ennþá volgum potti, eftir sápu eða rakspíra að gufa upp, ilmandi gufu að rísa upp frá beru skinni. Ég sný mér á bakið og hlusta eftir vatni að renna úr krana – heitt og kalt hefur hvert sinn takt – hlusta eftir skrjáfandi síðum af morgunblaðinu, eftir hljóðinu af stöðugum andadrátti í öðruvísi þögulu herbergi. Nei, ekkert nema fjarvera að mynda með munninum sama orðlausa lagið. Ég opna augun og lít í kring. Ljósið af desember sólinni hangir, fölnað, grátt gluggatjald, úr glugganum. Vínflöskur liggja á borðinu, hífaðar af sinni eigin stybbu. Gulbrúnar perur, hálf-étnar, bera bitamerki ángistafulla matmanna. Kertastubbar sitja í polli af bráðnu vaxi. Ég ætla að gleyma að enginn kom í mat í gærkvöld. Ég vil gleyma að við héldum upp á sunnudaginn með því að drekka vín frá vörum hvors annars. Ég gleymi skíringunni og fermingunni. Gærkvöldið var frjálslega gefið, segi ég sjálfum mér. Ánægja fyrir ánægju er jafnt skipt. Losti fyrir losta er jafnvæg vikt. Ekki ónáða þig að leggja orð í belg, Gamli Maður. Ég þarf ekki að hlusta á guð þinn lengur. Sorglegt, samt, hvernir ég get ætíð búist við báðum formælingum þínum, að þær hafa orðið annað eðli mitt. Loksins klæði ég mig, finn tærnar sökkva í teppið við hliðina á rúminu. Ég fer í sokkana og hnýt skóreimarnar. Ég greiði hárið með fingrunum og gríp peru fyrir göngutúrinn til baka til Damanna minna. Ég fer í yfirhöfnina, og ég finn eitthvað framandi. Brjóstvasinn, næst hjarta mínu, er troðfullur og útþaninn. “Jæja, jæja, jæja. Virðist sem ég hafði á réttu að standa allann tímann. Hórur verða kokkar á bátum. Þú, átakanlegt stykki af skít. Ég vissi að þú gætir aldrei orðið neitt, en ég hefði aldrei giskað á að þú yrðir jafnvel minna en það. Í fyrsta sinn hefur þú farið út fyrir eftirvæntingu mína. Elsti sonur minn, yfirmatreiðslumaðurinn, og nú þú, mellan.” Gamli Maðurinn, dauður og þessvegna dulskyggn, staðfestir minn versta grun. Stigagangurinn er skot af ryki og deyjandi bergmálum. Mánudagur, nú þegar hálf upprunninn, hefur sofið í honum, hefur tapað minningu sinni inn í hann. L´Odéon strætið er kása af búðum og götusteinum, blindur spottur sem hverfur fyrir augum mér. Skref mín eru svo hröð að fólk starir á mig. Vegfarendur undrast um svona sprengju af hraða,

51

önugir af svona óhóflegri sýningu af orku. Afsakið, en ég er of seinn. Ég hef enga ástæðu til að dokra hérna við, hugsa ég. Þessi gata skuldbindir sig aldrei við mig, og ég svara í sömu mynt. Desembers ofurákafir skuggar gætu nú þegar hafið heimtað byggingarnar fyrir handan götuna. Þessar á hinni hliðinni virðast glóa mun meira af ljósi. Eftirtekt eftir svoleiðis smáatriðum er samt sóuð hér. Hér er aðeins staður fyrirtækja, verslana og gróðafíkna. Ekkert óvanalegt er hér að sjá. Um að gera að hraða sér áfram, hugsa ég, ekkert er hér til að skoða. Ég fer áleiðis til Luxembourg garðsins og Damanna minna, sem eru áræðanlega bálreiðar. Hver lagaði morgunverð fyrir þær? Kaffipot, disk af korn-hveitis kökum, gullann turn af myljandi ferhyrningum, amerísk uppskrift sem Fröken Toklas kenndi mér og sem hún og GertrudeStein eru stórhrifnar af. Hver pakkaði körfunni fyrir mánudags bíltúr þeirra? Kjúklinga samlokur vafðar í vax pappírs böggla, sem jafnskjótt glóa af fitu, og púaðir sætabrauðs bitar, fínlegar skeljar fyrir bráðnuð epplin innaní. Eftir að beygja inn á Raspail þverstrætið, hægi ég sporin, jafna örann hjartasláttinn, og endurkynnist því sem ég þekki best.

52

9

Áður en ég kom til Blómagötu 27, eyddi ég mörgum mánudögum hér, sérstaklega þegar engar vinnu auglýsingar voru til að svara, engin viðtöl til að vera hafnaður úr, engir bekkir fáanlegir í sól-sveltandi görðum þessarar borgar. Þegar máninn skein, þegar einum eða tveim drykkjum hafði verið hvolft niður, fann ég sjálfan mig oft hér. Ég mældi fjarlægðina niður með augunum, renndi augunum um yfirborð vatnsins eftir grýttum framsetningum, sandrifum og öðrum truflandi hindrunum. Nei, ekkert nema mánans endurspeglun. “Hvað heldur þér hér?” Heyri ég mann spyrja. Spurning þín, aðeins ósk þín til að vita svar mitt, er það sem heldur mér, hefur alltaf verið svar mitt. Ég sé hann þá brosa. Ég opnaði síðan augun og labba burt frá bryggjunni þessa nótt. Ég hitti hann, manninn á bryggjunni í 1927. Ég man ekki hvaða mánuður það var. Það gæti hafið verið einhverntíma seint að vori, kannske firstu dagana að hausti til. Það sem ég er samt viss um er að við hittumst á degi sem þessi borg hafði fyrirfram ákveðið útlit af minningu, eins og nútíðin hefði neitað að ganga til vinnu þann dag og sagt að þátíðin yrði að duga. Það var mistur yfir Seine ánni, en eins og vatn í öllu sínu formi er hneigt til að gera, mýkti það og bogaði horn borgarinnar og línur. Ullarlegur himininn hékk lágt, vætti alla litina sem Parísarbúar höfðu upp á að bjóða, rændi þá af þeirra varlega samstilltum vörnum gegn drunganum. Hárauður klútur vafður kringum háls á manni varð að riðguðu kefli. Bleik slæða á hatti ungrar stúlku hvarf inn í þokumóðu af útblástri og reyk. Á degi eins og þessum, veit ég að Dama mín og Dama bæðu um kjötsúpu. Nei, líffæra kjöt af einhverju tagi. Ristuð kálfsnýru, soðsteikta hóstarkirtla, snöggsteikt lamba lifri, eitthvað djúpt að innan til að ylja þeim að innan, væri þeirra rökstuðning. Daginn sem ég hitti manninn á bryggjunni, var ég þó mörgum dögum og tveim árum frá því að finna leið mína til Frúanna minna. Þetta er fyrsti mánudagurinn síðan ég kom til Blómastrætis 27 að ég hef komið aftur hingað, hendur á rimlagirðingunni, andliti beint að ánni. Dagar mínir, þrátt fyrir allt, tilheyra nú tveim amerískum konum, og þær halda mér önnum köfnum við matargerða stúss sem er grundvöllur af heimilishaldi sem heldur stöðug samkvæmi. Rétthyrndar fellingar af púuðu sætabrauðs deigi, hringar af páte brisée, skálar af þykkum rjóma þeyttum með og án sykurs, ferskt ávaxta mauk, skraut blóm og súkkulaði lauf, þetta eru einingarnar af sætindunum sem fylla daga mína og munna einhverja annarra. Ég segji það satt, ég ætlaði áreiðanlega að koma aftur til þeirra í dag til að uppfylla þessi byrjun-á-vinnuvikunni hlutverk fyrir þær. En þennann mánudag, hálf-eyddum, tók þverstrætið Raspail mig hingað í staðinn. Götur þessarar borgar eru á lífi, hef mér alltaf fundist. Þær vita betur en ég hvar ég þarf að vera, og í þessu tilfelli, hvern ég þarf að sjá. ------------------------------- “Þekki ég þig, Herra?” “Segjum já, og þá getum við strax ávarpað hvorn annan með Ban,” sagði maðurinn sem leit upp frá ánni til að líta í augu mín. Hann var í svörtum fötum úr grófu efni, of stór fyrir líkamsbyggingu hans, og mörgum árum úr móð, það er að segja, ef það var nokkrum sinnum í þessari borg þegar svona föt voru talin a lá mode. Jafnvel ef síðustu

53

orð hans hefðu ekki staðfest það, mundu þessi föt hans hafa gert það. Hann var óneitanlega Víetnamískur. “Ban? Já, því ekki það?” sagði ég, og breytti til tungumálsins sem ég nú vissi að við deildum saman. “Jæja, vinur, hefur þú týnst eða ertu að hugsa? Ég held að þegar manneskja stendur á bryggju, þýðir það annaðhvort eitt eða annað.” “Hef ég týnst eða er ég að hugsa?” Það, vinur minn, er spurning sem heimspekingur ætti að íhuga,” svaraði maðurinn á bryggjunni. “Ég held að svarið sé...ég er að hugsa um að vera týndur.” “Svar sem heimspekingur ætti einnig að hugsa um,” sagði ég. Þega sumir menn brosa, strekkist skinnið á andliti þeirra, teygjist til að hylja kinnbeinin á þeim. Hans leit út fyrir að vera hold undir skinninu. Það fyllti dældurnar undir kinnunum, laðaði fram andlit frá einhverjum öðrum tíma. Ekki það að hann liti annars ellilega út. Heldur þvert á móti. Hann hafði útlit án aldurs, hugsaði ég þegar ég fyrst gekk framhjá honum. Myndarlegur líka, tók ég eftir, er ég sneri mér í kring og lagði af stað í áttina til hans. “Ert þú nemandi?” spurði ég. “Nei.” “Ó.” “Giskaðu aftur,” sagði hann. Ah, leikur. Hversvegna aðlaðast ég alltaf mönnum sem finnst gaman að leika sér? “Vinur, ég veit ekki einu sinni hvernig ég á að byrja,” sagði ég. “Þú hefur ekki næga þyngd á líkamanum til að vera ríkur, veit ég fyrir víst.” “Ágæt byrjun. Haltu áfram.” “Ég myndi giska á að þú hafir ekki snætt rjóma eða ost í fleyri ár. Kannske hefurðu borðað svolítið kjöt, en ekki feitt. Nei, áreiðanlega seigt og vöðvamikið. Dýr sem hafa unnið fyrir sér, ef þú veist hvað ég meina.” “Fínt, fínt, vinur. Og ef ég ætti að giska, myndi ég segja að þú værir kokkur.” Ég brosti. “Matreiðslumenn hafa sinn eiginn orðaforða,” hélt hann áfram, “og ég veit að hann kemur alltaf beint héðan.” Hann benti á stað þar sem maginn á honum væri, ef hann hefði nokkurn. “Þú hlýtur að vera matreiðslumaður líka?” “Já, einu sinni.” “Leifðu mér að giska....bakari. Magurt fólk bakar alltaf góð sætabrauð.” “Furðulegt,” sagði hann og leit á mig með aðdáun. “Já, ég bakaði ´bökur.´” “Hvað?” “´Bökur.´ Það er enska orðið fyrir ávaxtabökur.” “Ó.” “Aðstoðarkokkur í fimm stjarna hótel bakaríi, undir stjórn fimm stjarna yfirmatreiðslumanns,” bætti hann við með uppgerðar hermanns heilsu. “Hér, í þessari borg?” “Nei, í annari borg.” “Ó, auðvitað! Fyrirgefðu vinur, ég er sljór þegar kemur að þannig smáatriðum. Borg sem étur ´bökur´ hlýtur að vera borg sem talar ensku. Þér hlýtur að hafa verið vel borgað,” sagði ég, og leit á hann á nokkurskonar endurnýjaðan hátt. Maður með sparisjóð, hugsaði ég.

54

“Vel borgað? Mér var vel borgað, ef þér finnst pappír réttlát skipti fyrir saltið af vinnu þinni eða að – “ “Vinur, greip ég framí, ég er hræddur um að þú hafir tapað mér.” Sannleikurinn, veit ég, sparar tímann, og ég hafði ekki hugmynd um hve mikið af honum ég hefði með manninum á bryggjunni. Mér fannst eins gott að tala skýrt. “Vertu svo góður að fyrirgefa mér,” sagði hann, “heimspekingurinn í mér er málóður í dag. Það sem ég meynti að segja var að bakaríið var ótrúlega heitt, tuttugu og fjórar klukkustundir á dag. Við þurftum allir að vera með klút, bundinn um ennið, svo að sviti okkar myndi ekki breyta bökunum frá sætum til salt-krydduðum. Ég megraðist svo mikið þar að ég hélt ég hvirfi einn góðan veðurdag. Ég hafði þann atburð ímyndaðann í hausnum líkt og endaleik í leikriti. ´Hvar er Ba?´ spyrði Escoffer matreiðslumaður. ´Þarna er hann!´ munu hinir aðstoðarkokkarnir svara, er þeir bentu allir saman á blautann blett á gólfinu, meðan leikhús ljósin dimmuðust.” “Jæja, Ba, það er – “ “´Ba´er ekki nafnið mitt, vinur,” leiðrétti hann mig. “Það er það sem þeir kölluðu mig.” “Ó.” “Og þú, vinur, hvar vinnur þú?” “Allstaðar.” Svaraði ég. Þegar ég segji sannleikann, hversvegna hljómar hann oft eins og lygi?” “Já, ég hef unnið þar líka,” sagði hann. “Hvar?” “Allstaðar.” “Ó, vissulega. Ég sagðist vera sljór.” Hann hló og ég hló með honum. “Allstaðar, humm...Ég er byrjaður að halda að að þú sért að plata,” stríddi ég. “Þú ert ekki bara matreiðslumaður? Þú hefðir átt að segja mér að það væri meira en eitt rétt svar. Enn hvað óvingjarnlegt!” “Það er ein leið til að líta á það. Önnur er að ef spurningin hefur mörg möguleg svör, þá hefur þú, vinur, mikið fleyri möguleika á að svara rétt. Hlutdrægur trúnaður. “Aha” kennari.” “Kom nú, vinr, látumst vera kaþólskir og að þú verðir fyrstur til að skrifta.” Hann hló aftur. Gott merki, hugsaði ég. “Listinn er langur,” byrjaði hann. “Dagur minn tilheyrir þessari bryggju og ánni. Tilheyrir dagur þinn ekki einhverjum?” “Nei, ekki á stundinni. Vanalega garðarbekkur í Luxembourg garðinum, en hann er ekki afbrýðisamur og er alltaf viljugur til að deila með.” “Eldhús strákur, sjómaður, uppþvottamaður, snjó skóflari, ofna kyndari, garðyrkjumaður, ljósmynda snyrtari, falsari málaðra kínverskra minjagripa, þinn grunndvalla hvað-sem þarf-að-gera-sem-dagverkamaður, og mesta uppáhald mitt, bréf ritari.” “Hvar færðu borgað fyrir að gera það?” “Á fraktskipi. Það var fyrir löngu síðan, og ég gerði það ekki fyrir peninga. Svo, ég held þú getir bætt við ´góðgerðarstarfi´ á listann. “Ó,” sagði ég.

55

Ég hef heyrt þessa sögu áður, hugsaði ég. “Ég hjálpaði einum af sjómönnunum að finna orðin til að lýsa litinum af indverska sjónum, og honum fannst það skáldlegt. Öll áhöfnin frétti um hagstætt mat hans, og bráðlega varð ég embættis bréf ritari fyrir Latouche Tréville,” sagði maðurinn á bryggjunni. “Hvað?” “Ég sagði að bráðlega varð ég embættis – “ “Nei, nei, hvað sagðirðu að nafnið á fraktskipinu væri?” “Latouche Grandeville. En það var fyrir svo mörgum árum að það er erfitt að segja fyrir víst. Hverslags lygi, svo snemma í leik okkar, undraðist ég. “Hvað gæti það verið mörg ár, vinur? Þú lítur ekki út fyrir að vera eldri en tuttugu og fimm ára,” sagði ég. “Og þú hefur verið innan um frakka allt of lengi,” svaraði hann og hristi höfuðið. “Hæfileiki þinn til að giska á aldur víetnamískra manna er ekki lengur í lagi.” “Leyf mér að reyna aftur,” sagði ég. “Sjómaður að nafni Báo kenndi mér formúlu. Báo sagði að þegar kemur að frökkum dregur þú frá. Ef að frakki lítur út fyrir að vera tuttugu of fimm, er hann í rauninni fimmtán. Svo, þegar um okkur er að ræða, bætir þú við. Það gerði þig ekki meira en þrjátíu og fimm ára.” “Ég er þrjátíu og sjö” sagði hann, og ef ég ætti að giska, ert þú tuttugu of fjögurra. Þegar Báo var ekki að segja sögur um Serena einleikara, var hann að segja sögur um ungann víetnamískann mann sem hafði unnið sem eldhús strákur um borð Latouche Tréville, vöruflutninga áætlunarskip sem Báo hafði ráðið sig á áður en hann kom um borð Niobe. Eldhús drengurinn, eftir sögn Báos, var vel þekktur og vinsæll meðal áhafnarinnar fyrir þrennt. Eitt var að hann skrifaði bréf heim fyrir hina víetnamísku sjómennina um borð vegna þess að hann, ólíkt þeim, kunni að skrifa meira en aðeins nafn sitt. “Ekkert gjald, meira að segja!” lagði Báo áherslu á. Ímyndaðu þér allan þann gróða tapaðann af æskunni og skort á verslunar skyni! Þetta var það sem Báo var að reyna að segja. Annað var að eldhús strákurinn var óljós um allt nema hans og annarra manna aldur. Hann, eftir sögn Báos, gat giskað nákvæmlega hvers manns aldur, og ef áskoraður, gat jafnvel reynt að giska fæðingmánuði manna. Það þriðja var, eitt kvöldið þegar eldhús drengurinn birtist ekki á sitt vanalega bréf ritunar stefnumót, fór Baó til galeiðunnar og fann hann þar sitjandi á gólfinu. Öðrum meginn við eldhús drenginn var haugur af grænum spónum og hinum meginn var heil karfa að spergli sem hann hafði rifið niður í hvítuna. “Hann skar jafnvel toppana af þeim,” sagði Báo. “Ég sagði honum að henda þeim öllum yfirborð áður en kokkurinn sá þetta, ellegar gæran á honum myndi lenda í vatninum með þessu.” Eldhús drengurinn hristi höfuðið. “Já, það er víst að þú skilur ekki hvernig frakkar eru með sperglana sína!” hló Báo. Eldhús drengurinn leit upp til Báo með tárin í augunum. Sögur Báos eiga til með að hafa auðskiljanlegt mið. Auðljósleg og hispurslaus eru aðrar óvingjarnlegar leiðir til að lýsa þeim. Sögurnar sem hann sagði um unga víetnamíska manninn sem var eldhús drengur um borð Latouch Tréville áttu að vera í grófum dráttum skoplegar. Þær voru oft ekki það. Stundum, hló jafnvel Báo ekki eftir að segja þær. Ungi maðurinn, eftir sögn Báo, hét “Ba.” Ég vissi að maðurinn á bryggjunni

56

sagði að það væri ekki sitt nafn. Auðvitað ekki. Rétt nöfn, veit ég, er aldrei skipt á í svona mótum, en ég var að vona eftir því samt sem áður. Ég man eftir að horfa í augun á honum þegar ég minntist á nafn Báos. Ekki blik, ekki skot, dýfa, ekkert nema ró sem sést í augum Búddatrúaða múnka eða ungbarna eftir að þau eru orðin vel södd. Aðeins ungbörnin verða að vera full södd, ekki munkarnir. Með æfilöng heit um fátækt og betlu skálar sínar, hafa gamlir Búddatrúaðir múnkar fyrir löngu orðið ónæmir fyrir afleiðingunum af ljúffengri máltíð. Ungbörn eru bara að byrja æfilangt vanabindi. Þegar ég hugsa núna til mannsins á bryggjunni, efast ég. Oftast er ég viss, og stundum hugsa ég, Nei, hann var aðeins maður eins og hver annar.

Ég yfirgaf Víetnam þegar ég var tuttugu og tveggja,” sagði maðurinn með augun aftur starandi á Seine ána. “Ég hef ekki komið aftur þangað.” Rödd hans fjaraði út, orð hans stukku hljóðlaust niður í vatnið. Á svona augnablikum, var þögn hið eina viðeigandi svar sem ég þekkti. Tími, í undirgefni af endurspeglun hans, til hringaða sorgleika sem fylgja íhugun hans, hefur stoppað, andað inn í sig, og byrjar hæglega ferð sína aftur, meðan við stóðum hlið við hlið, tveir menn á bryggju sem samtengdi okkur milli hvorki hér eða þar. Hendur okkar hvíldust á rimlagirðingunni. Andlit okkar beintust að ánni sem var of köld til að synda í. Því miður, mér hefur alltaf fundist að vatn sem þú getur ekki dýft líkama þínum í sé verra en ávöxtur sem þú getur ekki borðað. “Ég hef alltaf verið hrifinn af bryggjum,” hélt hann allt í einu áfram, líkt og hann hefði heyrt kvörtun mína um Seine ána og væri að bjóða upp bryggjuna í sárabót. “Og þú, vinur, hvað um þig?” Í þetta sinn sagði þögn mín honum að jafnvel á þessum stað var þetta einkennilegt að segja. “Bryggjur tilheyra engum,” hélt hann áfram samt sem áður. “Bryggja tilheyrir engum vegna þess að bryggju þyrftu tveir að eyga, einn á hvorri hlið. Það verður að vera samkomulag, gagnkvæmt samþykki, annars er það ónotfært stykki af við, sóuð óravídd af sementi. Sérhver bryggja er, á þann hátt, “ útskýriði hann, “mynnisvarði af samræmi.” “Þú ættir vissulega að bæta ´heimspekingi´ á listann of störfum þínum, vinur,” sagði ég. “Afsakaðu. Það hefur verið langt síðan ég kom hingað aftur. Ég gleymi að borgin getur gert mig – “ “Hljómar eins og lærimanns-prins,” sagði ég, ljúkandi setningunni fyrir hann. “Hvað? Lærimanns-prins? Já, ég hlýt að hljóma líkt og gamall mandaríni í þínum eyrum.” Hann hló. “Eitthvað líkt því,” kinkaði ég kolli. “Mig langaði til að heyra meira um þig, vinur. Hvað kom þér til að koma hingað? Spurði maðurinn á bryggjunni. “Það sama sem lokkaði þig hingað.” “Er það satt?” spurði hann, augun hýrguðust. Litlar púðurkerlingar í nætur dymmunni, hugsaði ég. “Já, skip,” sagði ég. Hann hló aftur. Það er mjög gott merki, hugsaði ég.

57

“Bátur færði okkur öll hingað. Það er satt. Ég geri ráð fyrir að nánari spurningin sé, hvað heldur okkur hér?” Ég hef enga fjölskyldu lengur í Víetnam,” laug ég. “Ég skil,” sagði hann, hristi höfuðið augsýnilega hrærður af hugmyndinni um mig einan. “Og þú, hvað heldur þér hér?” spurði ég. “Þú meinar hvað hélt mér hér?” Ég er bara gestur núna, ferðamaður. Og þú veist hvernig borgin getur látið þér líða...eins og hann sé fátækt skyldmenni, þolanlegt en ekki nauðsynlega velkomið.” “Borgin kemur mér til að líða svona líka,” sagði ég, “og ég hef verið hér núna í heilt ár.” Hversvegna, hugsaði ég, eru þeir alltaf í heimsókn? Aðeins einu sinni, maður með adressu í París, eða heldur, maður með Parísar heimilisfang sem vill bjóða mér þangað seinna. “Ár er ekki svo langt, vinur. Ég bjó hér næstum fjögur,” sagði maðurinn á bryggjunni. Óskir, held ég, geta verið slóttugar, jafnvel lúmskar. Nákvæmleg orð eru nauðsynleg. Táknrætt mál ætti að forðast. Að vera nákvæmur um dag, tíma, stað er mjög mikilvægt. “Hvar?” spurði ég. “Í herbergi.” Hann brosti. “Segðu mér hvað gatan hét og ég get sagt þér hvar hún er, Vinstri Bakka eða Hægri, jafnvel næstu krossgöturnar.” “Þú þekkir aðra götuna sem ég bjó við en ekki þá fyrstu.” “Reyndu mig.” “Fínt, ég byrja með þá auðveldu fyrst. Gobelins götu.” “Það er of auðvelt. Nær þrettándu krossgötu. Það er ekki slæmt nágrenni, vinur.” “Bíddu þangað til þú heyrir hvar ég bjó fyrst í þessum bæ.” “Eigum við að gera það áhugavert, vinur? Hvernig væri um drykk fyrir rétt svar? Það er aðeins eitt, er það ekki?” “Vinur, ef þú veist hvar það er, skal ég ekki aðeins kaupa drykk fyrir þig heldur kvöldverð,” sagði hann. Gjörðu svo vel, ef það er til guð, veittu að ég þekki götuna, hugsaði ég. “Blindgatan Kompúntur.” “Ég veit nákvæmlega hvar hún er! Nær sautjándu krossgötu. Blindgata með aðeins þrem eða fjórum húsum, ekki satt? Fyrirgefðu ef ég segji það, en mér datt ekki í hug að nokkrir byggju í þessum húsum. Flestöll geymsluhús, hélt ég.” “Furðulegt, vinur, furðulegt. Kannske ætti ég ekki að segja neitt annað um mig og leyfa þér að giska restina.” “Ég þekki bara götur. Því fátæklegri, því auðveldara, og því miður verð ég að játa að Blindgatan Kompúntur er ein af þeim verstu í borginni.” “Þú þekkir hana þá áreiðanlega,” sagði hann. Maðurinn á bryggjunni stóð við orð sín og stakk upp á veitingarstað á Descartes götu. “Ég þekki matreiðslumanninn þar,” sagði hann. “Hvaðan?” “Úr borg.” “Enskri?” “Amerískri.”

58

Amerískt veitingahús. Pramma-lík flykki af nautakjöti og mjög stór glös af kúamjólk, ímyndaði ég mér. En þegar við komum þangað, tilkynnti rauði lampinn sem hékk fyrir utan að þetta væri ekkert Amerískt veitingahús. “Ó,” sagði ég og andvarpaði, “ég bjóst ekki við kínverskum veitingarstaði.” Þrjár gerðir af grænmeti, og þrjár eru alveg nóg, svo lengi sem þær eru ódýrar og drekktar í súpu þykka af maísterkju, hugsaði ég. “Vinur, ég lofaði þér kvöldverði, og hann verður góður,” sagði hann, og lagði vinstri hendina létt á öxlina á mér. Hann opnaði hurðina með þeirri hægri, og við gengum inn. Að innanverðu sá ég strax að staðurinn var, ja, ókínverskur. Engar rauðar áletranir, ekkert gull-laufa skraut, engir glitrandi drekar, engir gljá-magaðir Búddar, allt það sem frakkar leita eftir í góðum kínverskum matsal var ekki sjáanlegt hér. Engin furða að hér er ekki sála, hugsaði ég. Hvernig gætu þeir séð mismuninn á þessum stað og Chez Jean, Jacques, eða Jules? Sko, hér er jafnvel fallegur franskur gjaldkeri sem situr rétt fyrir innan útidyrnar, ráðsnjöll staðsetja sem leyfir henni að gefa okkur strax engann gaum, hugsaði ég. “Fröken, borð fyrir tvo,” sagði maðurinn úr bryggjunni, franska hans borin fram með þægilegum vott af yfirvaldi. “Hvaða borð sem er er allt í lagi,” svaraði hún með stuttri, hraðri sveiflu hægri handar. “Cám on,” sagði hann, fallandi óvænt í víetnamísku til að tjá þakklæti sitt. Unga stúlkan leit upp frá bókinni sem hún var að lesa og leit á okkur í fyrsta sinn. Augu hennar voru brún með gárur af sandi inní þeim. Líkt og einkaritari Frúarinnar, hugsaði ég. “Þú ert velkominn, herra,” hvíslaði hún, jafnvel þó enginn annar væri í matsölustaðnum. Við gátum valið meðal tólf borða. Hvert borð var hvít dúkað og lagt með göfflum, hnífum og postulíns súpuskeiðum – skál-löguðum og örlátum. Þær vour hið eina inn í þessum veitingarstað sem tilkynntu mér að þetta væri fyrirtæki sem bauð upp á kínverskann mat. Við sátum niður að borðinu, og brostum til hvors annars, án þess að segja orð. Eins og við ættum leyndarmál, hugsaði ég. Þvert á móti, krakkaleg hegðun okkar, er ég hræddur um, bar auðsýnilegt kennsli um að hvorugur okkar hefði komið í veitingarhús í langann tíma. “Matreiðslumaðurinn hér er amerískur?” spurði ég. “Hvernig lærði hann að laga kínverskann mat?” “Hann er ekki amerískur. Ég sagði ekki að hann væri það, gerði ég það? Þegar kemur að síðari spurningu þinni, lærði hann að búa til mat hjá móðir sinni, gerðir þú ekki það?” “Ó.” “Heyrðu vinur, kokkurinn hér á til að vera feiminn. Hann gæti komið fram úr eldhúsinu, en hann kemur ekki að borðinu til að spjalla.” Gjaldkerinn, sem var nú einnig framreiðslustúlkan okkar, gaf okkur matseðilinn. Hún sagði að ef okkur langaði í nokkuð sem ekki væri á listanum, að vera svo góðir að láta hana vita, vegna þess að kokkurinn væri viljugur að laga mat eftir beiðni. Hún leit til mín þegar hún sagði allt þetta, en athygli hennar, allur líkaminn, gat ég séð var beindur að honum. Ég veit að lærdóms-prinsinn er myndarlegur, Fröken, en hann er önnum kafinn í nótt, hugsaði ég. “Vertu svo góð að segja matreiðslumanninum að ég vil fá salt og pipar rækjurnar með skeljarnar enn á þeim, og vinur minn hér mun hafa það sama,” pantaði hann á frönsku sem tilheyrði ekki munni neins eldhús stráks. Unga stúlkan sagði, “auðvitað,” og gekk áleiðis að tjölduðum inngangi eldhússins.

59

“Vinur,” hvíslaði ég, “þetta verður mjög dýr kvöldmatur...” “Góður matur er það eina sem ég vil borga peninga fyrir,” hann hallaðist að mér til að fullvissa mig, “og fyrir utan það, tekur kokkurinn hérna ekki einn aur fyrir matinn okkar.” Hann slakaði á bakinu á sér á stólnum. Strekkjann sem hafði skapast milli herðablaðanna á mér, viðbragð af komandi peningaleysis vandræðum, afslappaðist einnig. Tjaldið aðskiljaðist. Unga stúlkan hélt á bakka sem leit út fyrir að vera of stór til að komast gegnum þröngann ganginn. Hún sveiflaði líkamanum til hliðar, og hún og bakkinn smugu auðveldlega inn í herbergið. Yndisþokka hefði ég ekki kallað það, vegna þess að svona hreyfingar eru ekki innfæddar, ekki grannvaxin gjöf veitt limunum á fæðingardaginn. Nei, svonalagaðar hreyfingar eru æfðar daglega og fullgerðar á einstaka sinnum óhöppum í vinnunni. Ég leit á manninn á bryggjunni og sá hann horfa á hana, aðdáandi. Vissulega er hann hrifinn af bakkanum, en ekki líkamanum, hugsaði ég. Bakkinn, trúanlega, var tilkomumikill. Hann var að mestu fullur að stærðar hrúgu af bleikum rækjum, allar með skeljarnar og hausana ennþá átengda. Rautt axlarlínið undir hausnum, kórallinn skínandi í gegn, staðfesti að rækjurnar voru kvennkyns, mikið metnar og mjög dýrar þegar þær fengust í markaði borgarinnar. Á báðum hliðum voru einnig skálar. Grænar garðbaunir snöggsteyktar í hvítlauki og engiferi voru í einni, og vætukarsi sölnaður af hita leiftra var í annarri. Stærðar skál gnæfði yfir þessu öllu, í honum voru hvít hrísgrjón, gufan rísandi úr toppnum. Flaska vegaði bakkann, korkurinn tilkynti að það væri ótvírætt skref upp frá umhelltri flösku af húsvíni. Við skiptumst þá á orðum, sparsamlega, milli örlátra gaffala fulla af mat. Matprjónar höfðu ekki verið boðnir, og við báðum ekki um þá. Því eyða tíma í hnífapara smáatriði þegar veisla er fyrir framan þig? Hugsaði ég. “Morel sveppar?” Já, kinkaði hann kolli. “Morel,” endurtók ég. Óvæntanleg viðbót, hugsaði ég. Ríkar með mjöður af skóga rotnun, þessir sveppir voru falnir undir grænu garðabaununum þar til ilmurinn kom upp um þá og við byrjuðum að leyta af þeim með gafflalgöddunum. “Smjör?” Já, kinkaði hann kolli. Salt-og-pipar rækjur baðaðar í gljá af brúnuðu smjöri! Dásamaði ég. Ekki upphátt auðvitað, því munnurinn á mér var algjörlega of fullur. Þegar brætt smjör er brúnað í lit aðeins andartak eftir gullna litinn, áskotnast því óútskýrilega, eins og Anh Minh hafði kennt mér, bragð af hesilhnetum ristuð yfir viða loga, lexía sem ég hafði nú gaman af að endurlæra. “Vætukarsi?” Hann stoppaði í miðbita og starði á mig, líkt og honum hefði orðið bilt við, hugsaði ég. Fyrrverandi eftirgrennslanir mínar – þær voru meira eins og staðfestingar – væru kannske einfaldlega orðaðar, en þær gáfu í skyn bragðskyn sem hafð eytt tíma í fagmannlegu eldhúsi. Þessari spurningu gæti samt einfaldur eldhús strákur spurt. Væturkarsi er ómisskiljalegur, bitur í munninum, svalandi í líkamanum, grænmeti sem hver víetnami gæti auðkennt með augun lokuð. Ég þekkti þennann rétt vel. Það var ekki spurningin. Uppskriptin er blekkjandi einföld, olía hituð þar til reykir úr, bragðbætt með engu nema nokkrum kornum af salti og blikk af auganu. Meiri snerting við hitann, og stilkarnir snúa sér í reipi, binda sig uppp í munninum, gera manni ógerlegt að kingja. “Saltið?” spurði ég, færði mig nær kjarna málsins.

60

Já, kinkaði hann kolli. “Matreiðslumaðurinn hér,” sagði hann, “notar fleur de sel til að laga þennann rétt.” Ég hristi hausinn. Mig langaði til að gefa í skyn ókynni mitt við franska orðtakið, en ég vildi ekki opna munninn, sem var of fullur einu sinni enn. “Salt blóm,” þýddi hann. “Hugsaðu um það eins og kvæði. ´Blóm´, líkt og það fyrsta að springa út í hita sólarinnar.” “Nú ert þú skáld líka? Ég er ekki flínkur að yrkja,” sagði ég og fyllti munninn með enn öðrum gaffali fullum af vætukarsa. Salt pedalarnir opnuðust hægt við efri góm minn. “Það er sjó salt...” byrjaði hann að útskýra. Ég leit á hann eins og til að segja, ekker lítillæti, vinur! Jafnvel þó ég hafi hálfa flösku af víni og meiri mat en líkami minn hefur haft í fleyri mánuði, þýðir það ekki að ég hafi tapað öllu valdi til að hugsa rökrétt. Ég vissi að það væri ekki salt unnið úr jörðinni. Það hefði bráðara viðnám á tunguna, ýtið, jafnvel hrjúft, ef það væri meira en snefill yfir hófsemi. Lærdóms-prinsinn gaf ekki hneykslun minni gaum og þolinmóður hélt áfram að útskýra, tók okkur inn í landslag af saltvatns svæði, líkt hrísgrjóna akri þegar séð úr fjarlægð. “Nema, það eina sem vex í þessum vatna grindum eru haugar af salti,” sagði hann. Ég lokaði augunum, og sá þar snjó þakin fjöll í barnæsku, tindar fæddir úr sjónum. “Þegar sólin gufar sjóvatnið upp á þess leið, skylur það efitir salt sitt, á sömu leið og við skyljum eftir beinin okkar.” Ég opnaði augun og sá hann heila veröld í burtu. Stigvaxandi afhjúpun af sér sjálfu, eins og ég var byrjaður að læra, er eiginleiki sem skilur fleur de sel frá almennu sjósalti sem býður mín í flestum frönskum eldhúsum. Það er þroskun, hækkun og fall, þaðan sem selta þess verður greinileg, dýpkar og hverfur. Hugsaðu um það eins og koss á munninn. Unga konan sneri aftur að borðinu og tók burt tóma diskana okkar. Ég leit í kringum herbergið í fyrsta sinn síðan maturinn var borinn fram. Ennþá tómt en ekki yfirgefið, hugsaði ég. Tómt eins og einka, hentugur staður fyrir téte-a-téte. Þó ég hafi aldrei skilið hvað höfuðið hefur að gera með svonalagaða samkomu. Hönd í hönd, munn á munn, kannske. “Þetta var ekki kínverskur matur,” sagði ég. “Ég sagði ekki að hann væri það, gerði ég það?” “Nei, en hann var ekki amerískur heldur, og hann var ekki –“ “Einu sinni enn, gaf ég það ekki í skyn,” greip hann framí. “Hvað kallarðu hann þá?” “Í fyrsta lagi, vinur, er matreiðslumaðurinn hér víetnamískur. Líkt og ég, hélt hann að hann yrði rithöfundur eða lærimaður einhvern daginn,en eftir að hann ferðaðist um veröldina, gaf lífið honum nokkuð meira hagnýtt að hafa fyrir stafni. Hann eldar nú hér á Descartes götu, en hann verður ætíð ferðamaður. Hann mun alltaf laga mat úr öllum stöðunum sem hann hefur verið í. Það er hans leið til að minna sig á heiminn.” Koss í munninn getur orðið koss á munninn. Hönd á öxlina getur orðið hönd á mjöðmina. Hlátur á vörum hans getur orðið stuna á mínar. Andartökin á milli þessa eru oft erfið að mæla, erfið að skilja í sundur og greina niður. Tími sem neitar að vera þýddur í eitthvað greinilegt, tími án númera eða raðtölu tiltekið fyrir hann er oft talinn “tapaður.” Í borg sem alltaf lítur betur út í minningum, getur tapaður tími látið nóttina virðasts eins og eilíflega fulla af stjörnum. Gangan frá Descartes götu til Luxembourg garðsins var seinkuð af þyngdinni af full söddum mögum okkar. Fæturnir drógust undir

61

okkur, óvanir þyngd troðfullra líkama. Í eyrum mínum hljómaði eftirvæntingin eins og vindhviða sem bylgjir strekkt segl, eins og eldur þegar logarnir slokkna í gusta af lofti, minna eins og hljómur, meira líkt titringi sem deyfði rödd hans, jafnvel þó líkami hans væri aðeins spennivídd frá mínum. Þegar við opnuðum munnana til að tala, fór næturloftið að ilma af kanilli. Við höfðum báðir orðið svona síðan unga stúlkan gekk að borðinu okkar og sagði okkur, “grjörið svo vel að dokra við.” Ó, nei, reikningurinn, hugsaði ég. Hún hvarf bak við tjaldið og kom um hæl með ávaxtaböku þaktri holóttri skorpu. Ilmur af kanilli, augljós og aðkallandi, sérstaklega þegar tengt saman við sykur og hita, umkringdi okkur. Eppla “baka,” sagði hún, og setti eftirréttinn niður á mitt borðið. “Með hamingjuóskum frá matreiðslumanninum,” sagði hún. “Hann segir að honum þyki leitt að þú” – hún leit á lærimanns-prinsinn – “verður að fara á brott í kvöld. Bon appétit, Herrar.” Ég leit yfir að tjaldinu. Það hafði dregist saman. Ég leit yfir til ungu stúlkunnar. Hún sat aftur á stað sínum, sem fallegi gjaldkerinn. Ég leit aftur á mannin á bryggjunni. Hann var enn þarna, en ekki einu sinni alla nóttina, hugsaði ég. “Það er hljóður staður sem ég þekki í Luxembourg garðinu,” stakk ég upp á, og lærimanns-prinsinn brosti. Þó við spennum tímanum á úlniðina, troðum honum í vasana, hengjum hann á veggina, sífelt hreyfandi mynd fyrir hvert herbergi í húsunum, getur hann samt hlaupið burt, sloppið undan, sneiðst hjá, og sýnt sjálfan sig aftur aðeins þegar eftir eru nokkrar mínútur og ekkert er eftir að gera nema býða þar til enginn tími er eftir. “Ég vil labba með þér á járnbrautastöðina.” Nei, hristi hann höfuðið. “Járnbrautastöðvar eru voðalegir staðir til að kveðja.” Ég gekk aftur til bryggjunnar. Það geri ég alltaf.

62

10

“Fullur og sofandi,” skrifta ég til Damana minna. “Hann gaf mér flösku af rommi. Bónus. Ég drakk það allt og sofnaði í garðinum,” lýg ég. Hvernir gæti ég annars, í rauninni, útskýrt fjarveruna í gær? Ef ég hefði verið tveim eða þrem tímum of seinn, kannske, en hvarf mitt allann sólarhringinn, sem Dömur mínar höfðu keypt og borgað fyrir var of mikið, jafnvel fyrir þær að virða að vettugi. Þær eru bálreiðar, en ekki við mig. Þær eru skelfdar yfir að þú hefur gefið mér þannig freistingu. Dömur mínar drekka báðar vín eins og lærisveinarnir, en finnst sterkt áfengi græðandi eða bragðbætir fyrir kökur. Engin önnur afnot væru virðuleg. GertrudeStein kallar þig “rudda,” og Fröken Toklas tekur tækifærið til að minna okkur öll um að sími, ef aðeins GertrudeStein félli á að fá hann, gæti auðveldlega útkljáð málið. “Ég myndi hryngja í hann strax og segja honum ákveðið að koma ekki í kaffi næsta laugardag,” fullvissar Fröken Toklas mig. “Ekki hafa áhyggjur af kvöldmatnum, Bin. Eggjakaka. Nei. Steikt egg eru alveg nóg,” bætir hún við, lætur í ljós sakaruppgjöf sína, mannkærleik gegn mér með dulmáli sem allir franskir kokkar skylja og iðka. Ofnbakaður eggjaréttur, veit hún, væri mesta fyrirhöfn. Eggjakaka þarfnast æfingu til að fullgera og er þessvegna næstbest. Gufusoðin er þriðja best. Það fjórða og minnst fyrirhafnar eru steikt egg. Undirbúningurinn getur varla verið kallaður eldamennska. Móðgun, í rauninni, ef búist er við gestum að borðinu. Diskur af steiktum eggjum getur sagt “gestinum” líkt og engin orð geta að boð í kvöldmat verður að verðskulda en ekki vilja. Það síðara er uppáhalds kvörtun Fröken Toklas, sem hefur gegnum árin orðið hundleið á þeim listamönnum og rithöfundum sem hafa verið svo ósiðaðir að koma að vinnustofudyrnum “glorhungraðir.” Blómastræti tuttugu og sjö er ekki mötuneyti!” upplýsir hún GertrudeStein, eftir að nokkrir ungir Ungverjar með þýska matalist heimtuðu að koma í kurteisis heimsóknir, heimsóknartími þeirra grunsamlega nær og nær kvöldverðatíma. “GertrudeStein er ekki heimavið. Fyrir utan það, hefur hún beðið mig um að láta ykkur vita að hún vill ekki sjá ykkur aftur,” tilkynnti Fröken Toklas, er hún afhenti snöggt en miskunnarlaust högg á Ungverska stolt þeirra og þýska magana. Sitjandi í skugga vinnustofunnar, dymmd til bráðabyrgðar til að leggja enn meiri áherslu á óhagganleika brottvísunnar, GertrudeStein var svolítið sorgmædd yfir að sjá þá fara. Í kvöld, þó, yrðu bara Dömur mínar, matur ´en famille´, eins of frakkar myndu kalla það. Bakki af steiktum eggjum og brauðhleyfur, sett í miðjuna á fjölskylduborðinu er aldrei móðgandi. Það er helgisiður af ástúð. Það er matur sem hefur ekkert fyrirtæki við veröldina utanvið, fæða sem enginn ráðinn kokkur þyrði nokkurntíma að bera fram. Fjölskyldumeðlimur, kannske vinur, en aldrei þjónn. Ég skil bendingu Damanna minna fullkomlega. Með Fröken Toklas á einum handleggi og GertrudeStein á öðrum, skrefa ég inn í hring sem Fröken Toklas hefur á þessu andartaki dregið. Það er engin augljós vottur af útlínu, en ég veit alltaf að hún er þar. Ég hef fundið nærveru hennar í öllum heimilishöldum sem ég hef verið í. Stundum er hún víð og þenjanleg, miðjan búlgandi af Herranum, Frúnni, og öllum barnahópnum af ´fille og fils.´ Fjölskyldu gæludýr, Körfurnar og Péparnir veraldarinnar, finnast oft sofandi inní honum. Öðru hvoru er jafnvel barnfóstra . Ég hef einnig séð risaíbúðir sem hafa aðeins nóg rúm fyrir einn mann. Hús Gamla Mannsins kemur í huga, og, ég er hræddur um að

63

það séu önnur. Mig langar til að gráta, til að tárast og varðveita þessa stund inni í hnetti þeirra, en samviska mín hefur önnur áætlanir Fyrir framan svona óvæntanlega góðvild, svona óverðuga miskunn, mætir samviskubit óvænt, neyðir munninn á mér til að opnast til að tilkynna Frúunum mínum að “ég er ruddinn,” jafnvel þó ég væri óviss um hvað “ruddi” væri. “Hann gerði ekkert,” lýg ég. “Ég keypti rommið,” lýg ég aftur. “Þú ert virkilega veikgeðja!” Öskrar Gamli Maðurinn í eyrun á mér. “Fyrstu bjánarnir í borginni sem treysta þér, og þú fleygjir því aftur í andlitið á þeim. Þessar skessur munu aldrei treysta þér aftur. Lýgi til að bjarga sjálfum þér er einn hlutur. Lýgi til að bjarga öðrum er átakanlegt.” Þegiðu, Gamli Maður! Þetta hefur ekkert með þig að gera. Dömur mínar koma þér ekkert við. Þér er ekki hleypt hingað inn! Ég er að reyna að verja eina yfirráðasvæðið sem ég hef. Orustan, þó, er töpuðu á báðar framhliðar. Sjónin af dvínandi hlýju úr augum Fröken Toklas, er glampi af mínum eigin dauða. Allt í einu er ég ekki legnur þarna. “Bin, aldrei ljúga að okkur. GertrudeStein og ég viljum ekki hafa svoleiðis hegðun á heimili okkar,” áminnir Fröken Toklas. Reiði Frúar minnar er skrásett á vörum hennar, hemlaður skjálfti, sem lætur mig vita að, þó að mér sé leyft að vera innan dyra Blómastrætis 27, hefur mér verið útskúfað einu sinni enn úr þessum fullkomna hring sem er miðjan á hverju heimili.

Ég hef enga von, svo allt sem ég hef er tortryggni. Vasafylli af peningum og tómt rúm þýða hið sama allstaðar. Þú ert rekinn. Þjónusta þín hér er á enda. Ég þoli ekki að snerta á kápunni minni, jafnvel þó veðrið sé bítandi kalt með beina-verkjandi vætu sem kemur mér til að undrast yfir af hverju fólk búi nær vatni. Ég komst naumlega aftur til Blómastrætis 27 frá kjötkaupmanninum. Tvö glös af koníaki – til hamingju heimtar Fröken Toklas að elda með aðeins því besta – geta ekki komið hrollinum úr mér. Slydda er nú að ráka og óhreinka borgarinnar nú þegar skítugt andlit. Ég lít út um eldhúsgluggann og gefst upp. Ég fer inn í herbergi mitt og tek kápuna af herðatréinu. Hlýja hættir aldrei að freista mín. Þegar í stað finn ég peninga. Rúllaða inn í snyrtilegann vafning, ekki stakkaðir, brotnir saman, eða troðnir niður í hrukkandi hnugginn massa. Alveg sama, afleiðingarnar eru alltaf eins. Ófalist eftir, óviljað, og það sem verra er, þetta er að eyðileggja öðruvísi hreynt fóðrið á kápunnu minni. Ég held þó áfram að vera í henni og bý mig undir að berja kuldanum frá. Hégómur, þó, kemur mér alltaf til að gera það sem ég vildi helst ekki gera. Ég er kannske fífl, hugsa ég, en það er samt engin þörf fyrir mig að líta þannig út. Ég kem að þessari niðurstöðu eftir að reyna mörgum sinnum að þrýsta niður og slétta yfir klaufalegu bunguna sem grær úr vinstri hlið bringunnar á mér. Fífl með stækkað, þráláttt hjarta, ég þrýf inn í og tek það út, spíralað og haldandi sköpun sinni með hjálp frá stuttum streng. Rauðum, óvæntaleg athygli að smámunum, hugsa ég. Ég renni bandinu af og horfi á rúlluna afliðast í hendinni á mér. Blað snepill kemur í ljós og flýtur niður á gólfið. Ég er skelfdur. Kvíttun, mótmæling, hótun, kvörtun, hvaða skissu hef ég gert til að verðskulda þetta? Ég beygi mig niður og finn hnéin braka til mótmælis. Ég tek miðann, og franskan er svo einfaldlega skrifuð, svo varlega kosin, að jafnvel ég get skilið hana við fyrsta lestur: “Í næsta sunnudags kvöldverði eru þú og ég einu gestirnir.” Ég lýt upp ósjálfrátt, eins og einhver hafi hrópað nafnið mitt.

64

Ég er út á sjó aftur. Ég er út á sjó. Ekki sá óstöðugi, þyrlandi líkami sem kýlir opinn skipskrokk eins og nýfædda mjúka hauskúpu. Já, safír sem skips bógur rennur yfir og gerir skoru í. Róandi blá víðátta milli nú og sunnudags. -----------------------

Báo sagði mér tvisvar sinnum – einu sinni á fyrstu nóttunni á sjónum og öðru sinni á þeirri síðust – að ég ætti að breyta nafni mínu strax og við kæmum að franskri strönd. Hann sagði að það væri fullkomið tækifæri til að taka upp eitthvað nýtt, eitthvað hetjulegt, kannske. Hann gortaði að hann hefði að minnsta kosti sjö, eitt fyrir hvert sinn sem hann fór frá víetnam, áleiðis til suður kína hafsins. Hvað stöðvaði þig frá því að koma til baka? Vildi ég vita, en spurði aldrei. Báos svar, hugsaði ég, gerði mig bara sorgmæddann, kæmi mér til að þola upptalinn lista af öllu því sem ég ekki hafði. Fáfræði, hefur mér alltaf fundist, er best fyrir mann eins og mig. Ja, ekki “alltaf.” Ég er hræddur um að ég sé byrjaður að muna eftir sjálfum mér í sjó af afdráttalausu, “alltaf, ekker, aldrei, að eilífu.” Það kemur mér til að hugsa um Gamla Manninn, og það kemur mér til að hniprast saman fyrir framan endurspeglaða ímyndina af honum. Ég gleymi að mér hefur ekki alltaf fundist þetta. Ég gleymi að ég þurfti að safna saman þessum orðum, líkt og glerbrotum í hnefann, storknað blóð undir nöglunum. Það er erfitt að vera hlutlaus þegar ég er einn í minningu minni. Ég set ótilhlýðilegt traust á endurminninguna um fortíðina vegna þess að enginn er hér sem kærir sig um að mótmæla mér, til að segja þvermóðskulega, nei, þetta er ekki satt. Sannleikurinn, fyrir mig, hefur orðið að samanblendu af yfirlýsingum, ágiskunum, ásökunum, sem öllu er mætt með lamandi skort af andstæðu. (Fyrir utan Gamla Manninn, en, hann er sannarlega lygari.) Í þessu tómarúmi, oflofa ég sjálfan mig, sannleikurinn lýgur. Að stangast á við sjálfan sig er óþægileg afstaða að setja sig í, en í þessu tilfelli er ég viljugur að taka það aftur og segja, mér fannst þetta ekki alltaf. Satt að segja man ég enn daginn, nákvæmlega andatakið, sem vanþekking kom fram og meðmældi sig fyrir mér: Móðir mín og ég vorum að ganga löngu leiðina heim. Þegar ég fyrst fór að fara með henni á markaðinn, tókum við stundum krókaleið til baka að húsi Gamla Mannsins, sérstaklega þegar verslunin gekk vel og allir hrísgrjónapakkarnir seldust snemma dagsins. “Eigum við að taka löngu leiðin heim?” spurði hún og endurnefndi þessar tvær götur sem við áttum að bæta við á göngunni heim. Göturnar voru fullar af litlum búðum, og móðir mín labbaði framhjá þeim öllum með reist höfuð. Ég hélt að hún væri hreykin af því að peningabeltið var fullt og þungt af smámynt, að hún gæti gengið hvar inn sem hún vildi og keypt það sem hún vildi. Svo ég rétti einnig úr herðunum og setti hökuna fram, til að sýna, herma eftir, því sem ég hélt að væri stolt. Dúkuð borð þrengdu sérhvert andyri, marglitaðar freistingar til geðþóttans fyrir innan. Mig langaði yfirleitt ekkert í neitt sem kom fyrir sjónir okkar. Þegar öllu var á botninn hvolft, trúði ég nú þegar að allt þetta gæti verið okkar, ef aðeins móður minni langaði í eitthvað. Ekkert var þess virði að stoppa fyrir, ályktaði ég. Af hverju annars héldum við, móðir mín og ég, áfram að labba framhjá? Það varð að ske. Ég var barn og langt frá því að vera dýrlingur. Einn daginn fórum við framhjá sýningu af skærlitum tré styttum, freisting negldi mig niður á jörðina, neitaði að sleppa mér, og heimtaði að þetta væri þess virði að stoppa fyrir. “Sjáðu, Má! Hoáng, Túng, og ég,” hrópaði ég og benti á smálíkneski af þrem liltlum öpum, uppstilltum í röð og tengdum saman á grundvellinum. Ég hreifst af svipnum sem útskorinn var á andlit

65

þeirra, og sérstaklega í augnatóftirnar. Anh Minh, elsti bróðir minn, var auðvitað undanþeginnn frá apa samsetningunni, eða hvað því snertir, asna, fífli, og bjána, öll þau nöfn sem Gamli Maðurinn sparaði fyrir okkur þrjá sem á eftir komu. “Ég er þessi með hendina yfir munninum. Hoán hefur sínar yfir eyrunum, og Túng...Túng er sá sem hylur augun.” Ég var að springa af hlátri, stórhrifinn, jafnvel þá að aðlaðandi visku minni. “Hver af þeim ert þú, Má?” Móðir míns sleppti hendinni á mér og setti sína yfir hjartað á sér. Ég leit upp og sá sorgleik skora andlit hennar, augu, hrukkurnar kringum munninn, engu var haldið frá enninu á henni sem ég kyssti á hverju kvöldi, ekki einu sinni eyrnasneplunum. Móðir mín var með jaða eyrnalokka þegar hún fyrst kom í þetta hús, en það var langt síðan. Hún mundi eftir gullnálinni sem var hituð yfir opnum loga, þrýstingnum, brennunni, kælingunni af blóði og síðan jaða, sem dróg úr verkjunum. Sárt hörund. Viðkvæmt hörund. Henni var gefið tvenna fyrir eyrun. “Viðkvæmni,” var henni sagt, kæmi til að hafa enn aðrar þýðingar, þær sem snertu hjartað. En það var fyrir löngu síðan. Eftir að hún kom í þetta hús, “viðkvæmni” þýddi aðeins hörund hennar sárt af verkjum. Jaði, var henni sagt, er lifandi, andandi steinn. Hann myndi eldast með henni, færa í annál líðandi tíma. Geymdur í kassa, héldi jaðinn dimmum, grænum litblæ. Við hörundið, djúpkaðist litur jaðans smásaman, bræddi burt sínar eigin hvítlegu æðar. Aðeins á gömlum aldri gæti jaðinn verðlaunað henni með sínum sönnum persónuleika og litblæ. Eitthvað sem henni ætti að hlakka til, var henni sagt. Hann tók þá burt frá henni daginn sem ég fæddist. “Hún mun lifa af, en aldrei fæða annað barn,” upplýsti ljósmóðurin honum. Jaðinn í lófanum kældi bræði hans, minnkaði bálreiðina gegn svona lélegri vöru. Smá spékoppur í hverjum snepli er allt sem ég, fæddur síðast, liti nokkurntíma augum á.

Sorgmæði níðist á óhlýfð op, augun, eyrun, munninn, og hjarta. Ekki tala, sjá, heyra, finna til. Kvalir hverfa á brott, og sársaukar sefast. Fávitun, var ég farinn að læra, er best fyrir einhvern eins og mig. “Heldur vil ég kímni,” sagði Báo á fyrsta kvöldinu okkar út á sjó. “En mér líkar við nafnið mtt.” “Ég er ekki að segja þér að kasta burt nafninu þínu, fábjáninn þinn. Nýja nafnið er ekki fyrir þig. Það er fyrir þau. TóiNguðiÐién, AnhÐepTrai, TóiYéuEm...” hann byrjaði að nefna fyrir mig uppáhalds nöfnin sín. Eftir það þriðja, vorum við farnir að skellihlæja svo að við gátum ekki haldið áfram. Við velltumst um í kojunum okkar, hann á toppnum og ég niðri. Milli andkafanna, sagði hann mér að þau vissu aldrei hvað var fyrsta og síðara nafnið, svo það kæmi út allt í einu. Það gerði lífið léttara, sagði Báo, þegar hann heyrði, “Hei, Égervitlaus, ef þú kemur seint aftur, kasta ég lata rassgatinu á þér útfyrir borð, og ég meina ekki þegar við komum að ströndinni! Skilurðu mig, Égervitlaus?” eða “Komdu hingað, Myndalegibróðir, þú kallar þetta hreint dekk?” eða, uppáhaldið hans, “Égelskaþig! Flýttu þér með kassana! Égelskaþig, þjálfaður api gæti gert þetta betur! Þá hafði hlátur okkar gert kraftaverk, skilið mig frá líkama mínum, leyft mér að gleyma, að minnsta kosti um sinn, ofsafengnum storminum innivið og úti. Himininn og vatnið höfðu bæði orðið tjörulituð, og sjóveiki hafði tekið í öklana á mér og hent mér á hausinn niður í öldurnar. Báo hlýtur að hafa heyrt stunur mínar og veik mótmæli, sem hann vissi að væru gagnlaus. Líkami minn yrði fyrst að skilja við land áður en hann gæti lifað af út á sjó. Þrálátar mótspyrnur líkamans og ofsafengnar synjanir eru eingöngu um

66

að kenna. Búkurinn býr til uppgerða sjúkdómseinkenni, platar hugann til að trúa að sökudólgurinn sé hafið. Óvenjulegt var fyrir Báo, í rauninni var það óþekkt, eins og ég seinna fann út, en á þessari nóttu hætti hann aldrei að tala. Hann vissi að sjóveikin yrði að líða hjá af sjálfri sér, að hljóðið af mennskri rödd vara stundum stöðugur fleki út á veltandi sjó. Hann vann vanalega, sagði hann mér, á stórum 700 farþega áætlunarskipum, fyrir utan áhöfnina. Síðastliðið hafði Báo starfað á fraktskipi sem hét Latouche Tréville. Það skip, líkt og Niobe, sagði hann, sigldi aðallega milli Saigon and Marseilles. Hann hefði aldrei ímyndað sér að sigla á eins lítilsvirðu skipi og Niobe, sagði hann, en hann var auralaus, og það að vera blankur á sjó, hafði hann lært, er betra en að hafa enga peninga á landi. Allur matur er skaffaður, og ekkert er um borð til að kaupa, nema sígarettur eða flösku af gini. Einnig eru engar konur um borð, eða nokkrar sem eru til sölu. “Mikill peninga sparnaður,” fullvissaði Báo mig. Þetta var bara fyrsta nóttin mín um borð, og skipið Niobe, þrátt fyrir allt, virtist mér ekki vera svo subbulegt. Svo ég spurði hann hversvegna skipið Latouhe Tréville væri svona mikið betra. “Jafnvel matreiðslumennirnir á skipinu höfðu kokka!” svaraði Báo og hentist niður úr kojunni, hallaði efri skrokknum á sér að mér. Jafnvel matreiðslumennirnir um borð höfðu kokka? Hvað í helvítinu kom það þér við? Vildi ég vita, en spurði ekki. Aðeins breyting í hitastigi loftsins, skyndileg hlýja er líkami hans færðist nær mínum, gerði mér erfitt að tala. AnhÐepTrai er áræðanlega tilvalið nafn fyrir þig, hugsaði ég. Myndarlegibróðir, raunverulega. Þegar við fórum úr borð Niobe, hafði ég langann lista af spurningum sem ég hafði aldrei spurt Báo. Ég fann út snemma að svör hans voru ekki í besta lagi hjálpleg, eða í versta lagi, algjörlega óskiljanleg. Kænskubragð til að neita mér fullt djúpið af tilfinningum hans, sannfærði ég sjálfum mér. Ef ég hafði spurningar, þrálátar og þrákelknar, var betra fyrir mig að svara þeim sjálfur. Til dæmis var Latouche Tréville betra vegna þess að Báo, ímyndaði ég mér, líkaði best að vera nær munaði, svo náinn lykt þess, krumpuð rúmfötin stöfluð upp í fangi hans, lofnablóm ilmur af nýböðuðum kvennmanns líkömum sem hann myndi aldrei hitta, ilmvatn og vindla reikur enn dansandi í loftinu, er hann skúraði dekkin hrein klukkan þrjú að morgni til. Hann gekk á vatni, en hann var þjónn, samt sem áður. Líkt og allir þjónar, varð hann að hugga sig við auðæfi og ánægju, jafnvel þó þau væru ekki hans eigins.

67

11

Risaíbúðin er köld í morgun. Þú hlýtur að hafa verið seint úti í gærkvöld, komið heim öxl við öxl með rísandi sólinni. Ég kasta búta af eldiviði í eldavélina, einkennilegann járn Búdda, sem situr í forsæti í miðju herberginu. Þú vilt heldur gufuhita, sem drynur gegnum hringaðar pípurnar, uppfinning sem þú borgar auka fyrir með mánaðarlegri leigunni. Skrýtið að að þessi nýmóðins útbúnaður framleiðir svona fornesk hljóð. Líkt og gildrað dýr, heyrist mér. Heldur vil ég eldavélina sem brennur viði. Ef ég á að finna hlýjuna, heimta ég að sjá logana. Ég heilsa þér með kossi, kinnarnar, augun, gagnaugun, spara varirnar þar til seinna. Ég þrýsti líkama mínum að þér til að segja að munnurinn á mér hefur þráð þig, hefur þrábeðið um að snerta hörund þittt. Ég segji nafið þitt, “Ma-acus Lasti-ti-moe,” heilsa sem kemur þér til að hlægja. Ég reyni aftur, “Marcus Lat-timore.” Þú launar tilraunir mínar með kossi, sem endar ekki þar til við erum á gólfinu, fálmandi eftir tölum, efni, þar til við erum skinn á skinni, bæn til Búddans með eld í hjartanu. Þú segir mér að á föstudaginn var, hafi ég verið á blómamarkaðinum á Íle de la Cité, að ég hafði smá hvítt blóm í hnappagatinu, að ég virtist vera strandaður. Þegar ég er farin að skilja hvað þú ert að segja við mig, verð ég afskaplega meðvitandi um skinnið á mér. Ég uppgötva tilveru af gleymdu landslagi. Ég er viss um að samband mitt við þessa borg hefur nú breyst. Ég hef verið spottaður. Þú hefur vitnað útlit mitt og framkomu. Þú átt minningu um líkama minn í þessari borg, blek á blaði, og þú galdramaður og spámaður, gætir gert þetta aftur. Hvernig get ég farið í gegnum götur borgarinnar aftur? “Sæti Sunnudags Maður,” segi ég í eyrað á þér, endurtek fyrstu ensku orðin sem þú kenndir mér. Um borð Niobe, hafði Báo sannfært mig um þörfina fyrir að læra nokkrar enskar setningar. Vanalega listann af því nothæfa, sagði hann. Báo sagðist kunna margar aðrar, en að þessar kæmu mér í gegnum flestar kringumstæður: gjörðu svo vel, þökk fyrir, halló, bless, bjór, viskí, romm, þessi-maður-tók-peningana-þína, ég-svaf-ekki hjá-vinkonu-þinni, ég hætti.” Þú, Sæti Sunnudags Maður, hefur ekki ennþá kennt mér gagnlegt orð. Lexíur þínar eru um lostafullar innri hliðar, leyndarmálin sem orð geta leynt. Ég hef lært frá þér að ensku orðin “gjörðu svo vel” geta verið spurning, “má ég?” og svar, “þú mátt.” Gjörðu svo vel geta einnig verið sagnorð, fyrirhafnarlaust atvik sem fylgir þér inn í hvert herbergi. Sæti Sunnudags Maður, sannarlega. Það er eini dagur vikunnar sem ég sé þig. Tveir mánuðir hafa liðið, en við höfum aðeins haft átta daga saman. Við höfum samt nú þegar komið vissum vanagang á fót. Ég er komin í risaíbúðina þína klukkan sjö á sunnudagsmorgnum. Ég verð þar til klukkan þrjú eða fjögur á næsta morgni, síðan hverf ég aftur til Blómastrætis 27. Í fyrstunni var það aðeins til varúðar. Ég gat ekki tekið áhættuna á að gera Dömur mínar bálreiðar, með því að sofa yfir mig aftur. Hagræðingarnar verða að hæfa þér, því þú hefur ekki ennþá beðið mig að vera alla nóttina, að velja hvora hlið rúms þíns ætti að tilheyra mér. Við, já, höfum nú rútínu, og þettar er sá partur dagsins þegar við ljúgum eins og krakkar inní vömb móður sinnar, krullaðir inn í hvorn annann til hlýju og tilfinningunni sem skinnið býður upp á. Þú talar alltaf fyrst. Ég veit þér finnst þú skyldur til að reka þögnina burt með orðum

68

þínum. Þú talar við mig á barnalegri frönsku, klipptar setningar, langt frá því fullgerðar. Áreynsla þín er kærleiksrík, göfuglyndað verk sem er að taka þér um háls og kirkja þig. Þú opnar munninn, aðeins til að loka honum aftur, vitandi viss um að orð þín gætu þyngt mig niður, haldið mér frá því að nálgast ströndina, dýpka fjarlægðina milli okkar. Við liggjum hlið við hlið, búum til okkar eigið tungumál. Eins og á líðandi sunnudögum, þrýstum við og togum á það eina sem við höfum sameiginlegt. Franska þín er hægleg, leifar úr suður Ameríku þinni og ríku hljóðfalli þess, mál svo ólíkt tungumáli Damanna minna. Franska mín er klippt og skörðótt, klaufaleg, kærulaus samsetning, heimili blinda manns, drukkinn manns skjögrandi skref. Við köstum öllum orðum okkar á borðið og finnum þau sem eru mett af þýðingu. Líkt og kvöldin okkar saman, eru þau fá. Við reynum að segja hvorum öðrum sögur með einu orði. Við endum með því að segja þær með líkömunum. Það gerum við alltaf. Þú, líkt og Dama mín og Dama, hefur nú þegar gefist upp á að segja nafnið mitt. Þú segir í staðinn það sem mér heyrist vera stafurinn “B.” En þú segir ekki “bé”, eins og frakkar, heldur eins og þeir segja í Ameríku, segir þú mér. Þú teiknar mér mynd af býflugnabúi, og þú teiknar býflugu nálægt. Þú bendir á hana og svo á mig og segir að ég sé “Bí.” Betra en “Magri Bin,” hugsa ég, en þó ekkert nær nafninu mínu. Hugmyndin kemur til mín smásaman, laumast inn í herbergið. Ég stritast við sex daga á viku og á Sæta Sunnudeginum basla ég ekki meir. Ég segi þér að tala við mig á móðurmáli mínu. Ég frelsa sjálfan mig frá beinni þýðingu orða þinna til skiljanlegra tilfinninga og þekkjanlega athafna. Ég skil eftir orð þín hrá, leyfi sjálfum mér að reyna tungumál þitt sem söng, spunninn og streymandi. Ég ímynda mér tungumál þitt sem vatn í höndunum á mér, endurspeglandi og tært. Þú svarar að ef þú hverfur aftur á staðinn þar sem mosi hangir, með liðað hár, frá trjánum, þar sem mýflugur blóðga kvöldin, vildir þú aldrei stoppa. Þú vildir tala klukkutímunum saman, grafa upp orð, af uppruna, sem liggja djúpt inn í skugga magnólíu trjánna, með sterku rætur sínar vaxandi úr blóð-ríkri moldinni. Þú segir mér að þú sért suðurrískur maður, en ekki suðrrískur hefðamaður, að faðir þinn á land sem þú munt aldrei erfa, að þú sért sonur í aðeins nafni. Jafnvel áður en þú fæddist, hafði móðir þín fyrirgert nafni föður þíns fyrir æfilangar tekjur. Elskhugi sem, ólíkt föður þínum, myndi alltaf vera staðfastur, að hennar mati. Móðir þín, útskýrir þú, er kona með skilgeti sitt frá fæðingu einnig stofnað í hættu. Arfur hennar til þín er þessi dropi af blóði, sem gerir hana útlaga í landi sínu. En þú ert ekki eins og hún, segir þú, og snertir broddana af augnahárunum á mér. Blóðið er lykillinn þinn, ekki læsingin. Suðurrískur maður án ættarnafns föður síns er frjáls maður, segir þú mér, úthlutandi háð líkt og hart ókramið piparkorn. Maður með heilbrigðar tekjur frá móðir sinni er einnig frjáls maður, bætir þú við, með hlátri sem fellur niður á gólfið, örþreytt og sorgmætt. Peningar móður þinnar hafa rutt veg þinn til þessarar borgar. Þeir sendu þig fyrst til norður Ameríku þinnar í háskóla. Ég vissi að þar áferð hárs þíns, miðnættið undir grisjunni af hörundi þínu, gátu óþjálfuð augu varla kannað, segir þú og rennir fingrunum yfir viðbeinið á mér er það rís til að mæta öxlinni á þér. Þú freystist til að kalla það peningana hans, en þegar þú hugsar um það, eru þeir núna hennar. Hún hefur þénað þá, sanngjarnlega. Hornrétt á bakinu, í rauninni, segir þú og lokar augunum á mér með lokk af hári þínu. Sæti Sunnudags Maður, haltu áfram að tala, og ég fer framúr og laga kvölverð fyrir okkur. Í þinn hag eins mikið og minn, þú getur tekið hlé og sagt “Bí,” nafnið sem þú kallar mig, bætt því inn í staðinn fyrir andadrátt, og ég mun líta yfir til þín, láta þig vita að ég sé að hlusta.

69

Þegar þú fyrst komst til Parísar, voru bæði Víetnamíski keysarinn og Kambódíu krónprinsinn hér, segir þú mér, furðast á lukku þinni og hlutskipti. Þú hefur séð þá báða, gortar þú. “Bí, þeir eru báðir reiprennandi í frönsku.” Líkt og bílstjóri Yfirlandsstjórans, hugsa ég. Keysari Víetnams og krónprins Kambódíu eru miklir keppinautar. Þú ert viss um að hver kaupmaður sem hefur nokkurntíma selt einum af þessum náungum glingur, veit, að þegar dagurinn er á enda, mun hinn koma hlaupandi inn til að biðja um tvennann eða þrennann alveg eins glysvarning. Prins Norodom var sá fyrsti sem náði sambandi við þig. Víetnamíski keysarinn er sá fyrsti aðeins þegar konur eða veðmál eru um að ræða. Aðeins nítján ára gamall, en samt hefur keysarinn hefti með nöfnum af konunum sem hann hefur sofið hjá. Honum finnst gaman af kalla kapphlaups hestana sína eftir þeim. Hann unir sér af að nefna hraða hesta eftir hröðum konum. “Ekki mjög skarpur maður, þessi keysari þinn, Bí.” Ekki lærdóms-prins, hugsa ég. Norodom prins er kórdrengur í samanburði. Hann dvaldi í París um tíma, við að semja tónlist fyrir píanó, að rannsaka afleiðingar af því að fjarlægja alla hækkuðu tónana frá efniskrá sinni. Hvað varðar vinnu þína, hann frétti um starfið frá frænda sínum, nemanda í læknamámi. Prinsinn sagðist hafa verið forvitinn en vantrúaður. Hann hélt samt að það væri mjög tilviljunalegt, jafnvel heillavænlegt að þið væru næstum því nágrannar. “”l´Odéon stræti er ekki gata fyrir krónprins, eða fyrir vísinda mann, en hér erum við,´ sagði Norodom prins, ´sem þýðir að það eru örlögin að við hittumst.´ “Hans rökfærsla, ekki mín. Flekklaust samt, Bí.” Lærdóms-prinsinn, hugsa ég. Fyrst vildi Norodom prins sjá landakort þín. Hann lagði niður lokið af flygilli sínum, og þú breyddir þau út yfir toppin af innlögðu yfirborði þess. “Þetta eru nákvæmleg afrit af þeim sem Dr. J. Haskel Kritzer notar,” útskýrðir þú fyrir honum. “Undirstöðu bók hans um það viðfangsefni var gefin út í 1924. “Þú varst lánsamur að hafa lært undir honum, því svo mörgum var víkjað frá. Í þínu fyrsta viðtali við Dr. Kritzer, bað hann þig að sitja á stól nær glugga þar sem sólin skein inn. Læknirinnn leit inn í augun á þér og spurði eftir stutta stund, “Lattimore, trúir þú að hörund og bein ljúgi?” “Og það,” sagði hann prinsinum, “er fyrsta kennimynd af þessum vísindum.” Annað er að hver skottulæknir sem er getur greint beinaprungu, en það tekur sannann læknir að greina möguleika fyrir brot, ósýnilegt brot, móttækilegann breyskleika. Norodom prins snerti gagnaaugað á sér, ósjálfrátt viðbragð sem þú hefur tekið eftir í mörgum af nýju sjúklingunum þínum. Það eru alltaf andartök í fyrstu ráðaleitum þegar þeir verða varir við að þú hefur nú þegar byrjað skoðunina, gætir nú þegar verið búinn að finna út öll þau veikindi sem munu búa í líkama þeirra næstu árin, gætir hafið séð fram á alla þeirra verki og kvalir. Þú getur fullvissað þau aðeins með því að ná í stækkunarglerið. Glerið dregur úr hræðslu þeirra. Það segir þeim að, nei, læknirinn hefur ekki ennþá byrjað. “Norodom prins var svo öðruvísi, Bí.” Maður eins og hver annar, hugsa ég. Prinsinn sá hringinn af gleri afskræma mynstrið af Persísku teppinu sínu, og hann slappaði af og lagði niður hendina á sér. Síðan hallaði Norodom prins sér að píanóinu, og þú leiddir hann gegnum þríhyrnaða partinn af kortunum þínum, eitt eftir öðru, þar til þú

70

hafðir komið fullan hringinn, tvisvar. Sérhvert líffæri, kirtill og vefur í mennskum líkama er hér, sagðir þú honum, hreyfðir vísifingurinn frá vinstri til hægri yfir kortið. Sum líffæri endurspeiglast í báðu hvoru. Skjaldkirtillinn, til dæmis, liggur til hægri, á um það bil klukkan tvö svæði, og til vinstri á um það bil klukkan níu. Kenningin er einföld. Smáblettir, rendur, eða upplitun í sérstökum hluta lithimnunnar gefur í skyn vandræða blett, veikleika í samsvarandi hluta líkamans. Sem sjúkdómsgreininga verkfæri, fer það langt út fyrir seilingarfjarlægðir venjulegra læknisfræða. “Lithimnafræði er vísindi sem getur séð framtíðina, Bí.” Spámaður, hugsa ég. Það er einnig hagsýn vísindagrein, fullvissaðir þú prinsinn. Það eru engin tæki til að tala um, nema kort og stækkunargler. “Ímyndaðu þér ef Kambódískir félagar þínir væru þjálfaðir í þessari vísindagrein,” sagðir þú við prinsinn. Útbúnaðir með verkfærum sínum, þessir menn gætu auðveldlega komist um allar sveitirnar. “Ímyndaðu þér hvernig heilsa og velferð fólksins þíns gæti lagast og batnað af þessari vestrænni vísindagrein,” boðaðir þú. “Prinsinn leit upp og sagði nokkuð mjög einkennilegt, Bí.” Norodom prins sagði, “Doktor Lattimore, ef jafnvel skottulæknar geta greint beinasprungu, þá eru skottulæknar allt það sem Kambódía þarfnast nú til dags.” Hann hljómaði eins og maðurinn á bryggjunni, hugsaði ég. Prinsinn féllst á læknaskoðun samt sem áður. Þú lést hann setjast niður við skærann lampa og baðst hann að líta beint fram og framhjá andliti þínu. Þú sagðir honum að sérhver lithimna sé einstök, sem kom honum til að brosa. Þú hafðir aldrei séð konunglega lithimnu áður, segir þú mér. Nú hefur þú séð fjórar. “Samkeppni er dásamlegur hlutur, Bí.” Sæti Sunnudags Maður er samt sem áður amerísku, hugsa ég. Þú sást það strax. Það var klasi af smá blettum á hægri lithimnunni á um það bil klukkan fimm svæðinu. Augljóslega, en þú hélst áfram með skoðunina án þess að sína kvíða þinn. Þú þurftir tíma. Þú þurftir að finna réttu orðin. Þér datt í hug að nálgast málið með því að spyrja nokkrar spurningar, en svo hugsaðir þú að ef þetta værir þú, vildir þú frétta það skýrt og greinilega. “Náttúruleysi, Norodom prins.” Keysari Víetnams hringdi í þig næsta dag. Hann vildi koma til þín í skoðun seinna þann sama dag. Hann sagðist vilja senda bíl sinn. Keysarinn vissi að Norodom prins myndi sjá farartækið, með sínum auðþekktu gluggatjöldum, krúsandi niðu l´Odéon stræti. Bílstjóri keysarans opnaði bíldyrnar, beið eftir þér að klifra inn, og lokaði með alveg réttu magni af krafti, mikilvæglegt merki fyrir bílstjóra. Það segir að ólíklegt er að bílstjórinn hrapi yfir klett með þig sofandi í aftursætinu. Inn í bílnum, leyst þú í kring, snertir baðmullahnoðaðar sessurnar, drógst flauelisgardínurnar frá, og undraðist um hve mörgum konum keysarinn hafði sent eftir í þessum sama bíl. Sérhver ´bonne vivante´ í bænum hafði að minnsta kosti eina sögu að segja um unga keysarann. Söguþráðurinn er skelfilega svipaður. Keysari Víetnams sér fallega dömu eða frú. Keysaranum er sama um aldur, eða hvort konan sé gift eða ógift, en hún verður að hafa mjög ljóst hár. Litur á hveiti er jafnvel of dökkt fyrir hann. Hans hátign sendir bílinn sinn fyrir hana. Hún kemur til hans og er tekin í skoðunarferð, sem endar í svefnherberginu. Hann bendir henni í áttina að skrautlegum fataskáp og opnar hurðina. Fataskápurinn, eftir því hver segir söguna, er fylltur stöflum af frönskum peningaseðlum, útskornum jaða armböndum,

71

lausum demöntum sem sitja á flauelis tuðrum, aflöngum stykkjum úr gulli sem staflað var upp líkt og sýning af súkkulaði pakkað inn í málmpappír. Álitlegt innihaldið er endalaust. Það vex meira og meira óhóflegt við hverja frásögn. Meðan Ungfrúin eða Frúin dregur inn andann, reynir að halda hnjánum frá því að skjálfa, segir keysarinn, “Gjörðu svo vel, ma chérie, svolítið handa þér.” Margar ljóshærðar Frúr og Ungfrúr hafa rölt inn í tískuleg kaffihús Parísar, ekki að tala um Nice og Monte Carlo, með mjög eftirtektaverð armbönd og demanta hringa. “Hann er ekki flókinn maður, Bí.” Ruddi, hugsa ég. “Ert þú negri, Lattimore?” spyr Vietnamíski keysarinn strax þegar þú kemur inn í herbergið. “Nei, keysari, ég er lithimnafræðingur.” Hann blikkaði þig og sagði, “Læknir, grörðu svo vel að sleppa ´keysari.´ Ég veit auðvitað hver ég er. Ég vil einnig vita hver þú ert.” Það var blikkað aftur. Taugaspenntur vöðvakippur? veltir þú fyrir þér. “Læknir, ég hef séð andlit þitt áður. Ég get fundið lyktina af klóri í hárinu á þér, þef af lút. Ég er ekki kreddumaður, Doktor Lattimore, en ég er ekkert fífl. Þú og ég, við skiljum hvorn annann, og það er byrjunin af traustu samabandi. Vous comprenez?” “Ekki flókinn náungi, Bí.” Gamall maður, hugsa ég. Þú tókst upp kortin og grannskoðaði herbergið í leit að tómu yfirborði. “Slepptu menntunar fræðslunni, doktor. Ég hef engann heila fyrir svoleiðis hluti. Förum beint til partsins þar sem þú spáir í framtíð mína,” sagði keysarinn. “Ég er vísindamaður, þín hátign. Ég ´spái´ ekki. Ég greini sjúkdóma.” “Mai oui, Lattimore. Ég er að grínast af fagmennsku þinni, vísind þinni. Ég geri gis af öllu, doktor. Ég meina engar móðganir. Ég skal bæta upp fyrir það. Áður en þú ferð, skulum við fara í svolitla heimsókn til fataskápsins, sem ég er viss um að þú hefur heyrt svo mikið um.” Keysarinn brosti. “Þú mátt velja hlut, smá hlut, því þú ert ekki í venjulegri þjónustu.” Enn annað blikk, segir þú mér. Ekki slóttugur maður, er ég sammála þér. Þú baðst keysara Víetnams að setjast í stól. Þegar þú lyftir upp stækkunarglerinu til auga hans, fannst þú fyrir miklu innsæi. Þú leist strax inn í hægri lithimnuna, og þarna var það – klasi af smá blettum á um það bil klukkan fimm svæðinu, tvíburi Norodoms prins. Í þetta sinn hikaðir þú ekki. “Náttúruleysi, þín hátign.” Ungi maðurinn fyrir framan þig féll saman, segir þú mér, alveg eins og sá sem hafði leytað til þín aðeins daginn áður.

Þú biður mig að gera það sama fyrir þig, að segja þér sögu lífs míns, að leyfa þér að hlusta á hana á tungumálinu sem hvatti mig inn í heiminn, tungumál með orðum sem nú stífla hausinn á mér og flæða hjartað, vegna þess að þau hafa ekkert annað að fara. Gildrað eins og það er inn í munninum á mér, víetnamíska mín hefur tekið á sig fölleika deyjandi manneskju, gugginn lit þeirra yfirgefnu. Ég hlýði beiðni þinni, en eftir nokkrar mínútur veit ég að tilraunin er hörmuleg, pynding sem líkami þinn ansar með eftirtektaverðri sveigjun á hryggnum og kraftafullri bæn um miskunn. Ánægjan sem ég

72

hef að orðum þínum, getur þú ekki haft frá mínum. Þú ert ekki vanur myrkrinu í kringum þig, sem treður sér inn í eyrun, húðar tunguna á þér. Þú spyrnir á móti í staðinn fyrir að láta líkamann fljóta. Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé þig gráta. Ég sver að ég geri það aldrei aftur. Ég hef verið sérfræðilega þjálfaður, reyni ég að segja þér, ef ekki fæddur í svonalagað. Menntun þín er öðruvísi. Skilningur minn, Sæti Sunnudags Maður, er byggður af mesta leyti á hæfileika mínum til að finna merkin og túlka táknin. Orð, eru vissulega hentug, auðveldari aðferð til meiningu. En of oft, takmarka orð og neita. Fyrir okkur sem eru betur þjálfaðir, við þurfum aðeins eitt og getum svo bútað saman restina. Við leitum að blóði í hvítu augna þinna. Reiði, sorg, allar tilfynninga öfgar skrásetjast þar fyrst, rauður kóngulóarvefur, flækja af rauðum sprænum. Þær byrja allar þar og skolast síðan niður andlitið á þér, lita kinnarnar, hálsinn dalinn fyrir ofan viðbeinið. Fyrir hárfín smáatriðin, leitum við ráðum hjá dökku, djúpu laugunum, ljósari í grunninu og dekkra í djúpri miðjunni, þar sem ljós safnast saman og felur inní þig. Lygar, ættir þú að vita, fljóta til yfirborðsins, framandi hlutir, sem fyrir flest fólk valda þónokkrum óþægjindum og kvölum. Sumir geta kyrrt tilfærsluna frá einni hlið til annarra, róa titringinn á órólegum augnalokum. Hæfileika, sem ég er hræddur um að sé annaðhvort meðfæddur eða ekki. Uppruni lygara er sá sami og uppruni lyga:frá einu er annað ræktað. Skömm er oft misskilin sem lygi, en ég þekki mismuninn. Skömm er þung-hjartað og flýtur ekki. Hún vill djúpið, þar sem hún truflar stöðugt jafnvægið, hallar augnaráðinu fram og niður. Augnalokin haga sér einnig öðruvísi. Þau opnast seinlega, eru sein að hleypa nokkru inn. Skömmustu tilfynning er oft tekin fyrir örmögnun, svefn sem ekki er hægt að fresta. Hún hefur áhrif á allann líkamann, dregur úr hraðanum af máli, útblásir útlimi, þar til lömun er stöðug, yfirvofandi hætta. Skömm, fullvissa ég þig, Sæti Sunnudags Maður, er meira eitrandi en lygi.

73

12

Sá fyrsti til að taka eftir nokkru var aðstoðar garðyrkjumaðurinn. Þetta, í sjálfu sér var eftirtektarvert, vegna gamals aldurs hans og skjaldbökulegrar tilveru á hinn bóginn. Í því sem virtist vera nauðsyn í starfi hans, klæddist aðstoðar garðyrkjumaðurinn alltaf grænum fötum, bömulla skyrtu, smokaðri niður í aðeins þykkri gallabuxur, hvortveggja fölnað líkt og þurrkað gras. Hann hafði verið í þjónustu heimilishaldsins lengur en nokkur annar af okkur, og allann þann tíma, við allar slúður samkomurnar, tók enginn eftir fötunum hans. Við hugsuðum aldrei til hans nema í kringum garðinn sem hann vökvaði og reitti arfann úr. Á þeim stað, í því eina umhverfi sem við gátum ímyndað okkur hann, grænt virtist okkur mjög náttúrulegt. Hæðnislega, var Blériot sá fyrsti til að benda á felulit þessa manns. “Hversvegna grænt?” vildi Blériot vita. “Hvað?” “Ég sagði, ´hversvegna grænt?” endurtók hann. “Ég veit hvað þú sagðir, en hvað meinar þú?” spurði ég. “Af hverju klæðist aðstoðar garðyrkjumaðurinn alltaf grænum fötum?” “Gerir hann það?” “´Gerir hann´, er þetta einhver nýung fyrir þig?” “Þetta er frétt fyrir mig.” “Mér þykir gott að heyra að eitthvað er ennþá nýtt fyrir þig,” sagði Blériot, er hann sneri sér við til að líta á mig, eða rétt heldur, til að leyfa mér að horfa á hann. Maður ástanginn af sínu eigin andliti, Blériot fann til göfuglyndar og vildi deila með einhverjum. Frá dýfingu og svigi raddar hans einni saman, skildist mér að hann væri ekki lengur að ræða um hvað aðstoðarmaðurinn hafði miklar mætur á græna litnum. Nei, hann var að tala um mig, handlangarann, sem hafði kennt honum, yfirmatsveininum, eitt og annað um hita, um sykur, um þá stund þegar allt bráðnar í munninum. Matreiðsla hafði ekkert með það að gera. Við vorum á göngu heim að húsi yfirlandsstjórans, og ég gekk fyrir aftan hann eins og vanalega. Fyrir aftan mig voru þrír ungir drengir sem báru grænmetið og ávextina sem Blériot hafði fest kaup á árla þennan morgunn, frá sama aðal markaðinum. Blériot réði alltaf þessa sömu þrjá drengi. Þeir komu eins og stell. Jafnvel þegar aðeins nóg byrgði var fyrir einn af þeim að bera, komu hinir tveir einnig með. Selskapur, einmanleiki, hræðsla? Erfitt var að segja hvað lá að baki þessara drengja. Strákarnir unnu fyrir sér í markaðinum. Í byrjun reyndu þeir að bursta skó, en alvöru skóbustastrákarnir – þeir sem höfðu fjárfest í palla kassa með skóáburði og tveim gerðum af tuskum, einni grófri til að þurrka burt leðjuna og annari mjúkri til að fægja það sem eftir var af leðrinu – höfðu flokkast saman og rekið þá burt. Eftir nokkrar vikur komu strákarnir til baka. Í þetta sinn pössuðu þeir básana fyrir sölufólkið sem þurfti að létta á sér í húsasundum eða vildi skoða nýjar vörusýningar keppinauta sinna. Launin sem þessir þrír fengu vanalega fyrir þjónustu sína var síðasti sopinn af kjötseyði úr sölmannsins hádegis skál af phó. Hlandvolkt, nautakjötsbragðað, en með engu nautakjöts leyfum, aðeins smáfloti af brotnum núðlum, og ef þeir voru lukkulegir, í botni

74

skálarinnar, örlítið brjósk sem einhver hafði bitið í og hrækt aftur niður í skálina. Ég hef séð aðra krakka vinna fyrir svona laun. Hve marga sötra tekur að flla vaxandi drengs maga? Þetta er brellu spurning sem gerir ráð fyrir að það sé takmarkað magn, þröskuldur þar til engin þörf er eftir, þjökun sem auðkennir fátækt á hverjum aldri, en sérstaklega fyrir þá ungu. Ég hef séð önnur börn reyna að svara þessari spurningu, en það var sjónin af þessum þrem að deila saman kjötseyðis leyfunum í botni einnar skálar, varkárlega rétt frá einum smáum höndum í aðrar, auðsýnilegi léttirinn er andlit þeirra komu úr veislunni, meira ímyndaðri en höfð, sem að eilífu helgaði þennann markaðstað fyrir mig. Engin reykelsi, marmari, eða gull, heldur trí lifir hér, hugsaði ég. Von um að það verð alltaf eitthvað eftir í botni skálarinnar, að engin af þeim tæki meira en sinn eigin skammt, von um að þeir verði alltaf þrír. Í fyrsta sinn sem Blériot réði þessa stráka til sín, túlkaði ég fyrir hann launin sem þeir báðu um. Upphæðin var vissulega hlægileg eða þjófaleg, eftir því hvernig herra þinn var í skapinu. Til allrar hamingju, var Blériot of nýlega kominn úr bátnum til að vita að launin sem þeir báðu um voru jafngildi þremum skálum af phó, með engu brjóski, takk fyrir. Þetta var í fyrsta sinn sem Blériot kom í Saigon markaðinnn. Sölufólkið hafði okrað, og hann hafði keypt of mikið. Blériot lifði í peninga kerfi sem skapað var aðeins fyrir hann. Virði er tiltölulegt, þegar öllu er á botninn hvolft. Blériot leit á fang mitt þungað niður til jarðar af innkaupum hans. Hann leit aftur á andlit mitt og féllst á þrímenningana. Drengirnir eltu okkur til yfirlandstjóra hússins. Þeir báru poka fulla af lauk, gulrófum, og seljurætum, þrenninginn sem tilheyrir frönsku eldhúsi, lárétta í föngum sínum. Síðar þessa sömu viku þegar við komum til baka á markaðinn, hlupu drengirnir þrír upp til Blériot og réttu út þessa sömu handleggi. Ennþá skinn og bein, vissi ég að þeir vildu segja. Þrjár skálar af kjötsúpu geta haft tiltölulega lítinn árangur. Blériot rétti út einn skilding, nákvæmlega einn þriðja af því sem hann hafði samþykkt að borga. Enn hve fljótt þeir læra. Einkaritari frúarinnar er góður kennari, hugsaði ég. Drengirnir kinkuðu kollum í kór, vísvitandi að þrátt fyrir þetta mikla gengisfall, var það sem Blériot bauð ennþá meira en virði þeirra á þessum markaði. Blériot má eiga það að hann lækkaði aldrei laun þeirra aftur, jafnvel ekki eftir að hann sá hvernig þeim var vanalega borgað. Í fyrsta sinn sem hann sá það, spurði hann mig hvort konan sem seldi beisku melónurnar væri móðir þeirra. “Nei,” svaraði ég, “þessir þrír strákar eru ekki einu sinni skyldir hvorum öðrum.” Mistök Blériots voru auðveld að gera. Frúin gerði þetta alltaf. Í fyrstunni hélt hún meira að segja að allt eldhús þjónustufólkið hefði skriðið út úr sömu vömbinni, vegna þess að allir kölluðu aðstoðar yfirmatsveininn “bróðir” Minh. Einkaritari frúarinnar varð að útskýra fyrir hana að þjónustufólkið hérna notaði “Anh” sem virðinganafn, og að aðeins uppþvottamaðurinn væri blóð bróðir aðstoðar yfirmatsveinsins. Frúin var á verði gegn þessari útskýringu, grunaði að þetta væri hylma yfir hömlulausar stöðuveitingar til skyldmenna. Þegar kom að Blériot, gat ég trúlega ekki álasað hann. Hvernig gæti hann komist hjá því að gera ráð fyrir skyldleika eftir að bera vitni af strákunum að éta úr sömu skálinni? Blériot hafði ekki búið í Saigon nógu lengi til að skilja að fátækt getur gert nánar athafnir af smán. Að í þessum markaði, að snæða úr sömu skálinni var samgildi þess að pissa í sama pottinn. Það var allt í lagi, sérstaklega ef þú varst sá fyrsti að létta af þér. Eftir að við gengum gegnum bakhlið yfirlandstjóra hússins, skelltist það aftur með svo miklum skelli að þrestirnir flúðu úr trjánum fyrir aftan okkur, ögn af svartri blúndu liftist

75

upp til himna, að fiðrildin risu úr jómfrúalilju broddunum,vængir þeirra siftandi sterka ljósið frá Saigon sólinni í stutta stund. En í endanum, er ég hræddur um, voru það þessir þrír drengir sem komu upp um okkur. Blériot var óneitanlega ekki heldur til hjálpar. Hann hegðaði sér líkt og dæmigerður nýlenda liðsforingi. Hann labbaði þónokkur skref fyrir framan okkur, hélt nægilegu millibili milli okkar til segja að við værum ekki saman. Samt var hann nógu nær til að gefa í skyn einka stjórn sína yfir þessum frjórum indókínverjum sem eltu hann. Í fyrstu hélt Blériot að stræti borgarinnar væru eins og göngustígar í garði yfirlandstjórans. Hann gekk allstaðar um og hélt höfðinu hátt upp, sem þýddi að augu hans tóku ekki eftir neinu sem gerðist fyrir neðan bringu hans. Frakkar eins og hann eru lán fyrir vasaþjófa Saigons. Í fyrstu viku Blériots, hleruðum við í þjónustuliði heimilishaldsins einkaritara frúarinnar að hugga hann með móðurlegum hljómum, krydduðum með af og til móðgunum fyrir það sem hún kallaði Borg Þjófanna. Í rauninni þurfti það að koma fyrir hann nokkrum sinnum aftur áður en hann loksins kaus að læra. Fyrir menn eins og Blériot, er stolt víst meira virði en penigar, óhóf sem þjófar allstaðar elska. Síðan varð Blériot of upptekinn við hvernig hann bar líkamann og líkama annarra í kringum sig, sérstaklega ef þeir tilheyrðu indokínverjum. Reglurnar sem hann skipaði mér að halda voru einfaldar. Ekki snerta eða brosa. Þá fyrstu skildi ég, en sú síðari þótti mér fáránleg. Bros er líkt og hnerri, nauðsynlegt og ekki í mínu valdi. Sérhver tilraun til að bæla bros niður, myndi draga enn meira athygli að því. Svo ég gegndi honum ekki og brosti samt sem áður, og vegna þess hvernig Blériot lét okkur labba gegnum götur borgarinnar, göngustígar garðarins, sá hann það aldrei. Ég brosti að hausnum á honum að aftan, að hárinu á honum rauðrákótt í morgunn sólinni. Líkt og saffron þræðir, hugsaði ég. Ég brosti að hvítu skyrtunni hans, að lausa bómulla vefinum, að vöðvunum sem aðeins stöðug vinna í eldúsi getur stælt. Eins varkár og Blériot hafði orðið með líkama sinn, skortaði honum allann aga hvað varðaði tunguna. Hann setti mikið traust á vald tungumáls síns til að upphefja sig yfir almúginn, til að halda nefinu hreinu, jafnvel þegar hann var að róta í skítnum í landi einhverra aðra. Afslappaður af valdi sínu til að útiloka aðra, líkt og hliða-skellandi yfirlýsing, varð hann hirðulaus, sérstaklega þegar við vorum í félagskap drengjanna þriggja. Hann gerði ráð fyrir, og hann hefði á réttu að standa, að þeir skildu ekki orð af því sem hann sagði á frönsku. Honum láðist samt að skilja að hljómar daðurs eru líkt og hljómar örvæntingu, auðveldir að kannast við og undireins hægt að skilja, sama hvaða tungumál og fyrir fólk á öllum aldri. Já, strax þegar Blériot sagði, “...það er sumt sem er ennþá nýtt fyrir þig,” kunnu strákarnir þrír við það, og þeir hlógu, gáskafullir og gleiðisnauðir, alveg eins og við hefðum faðmast fyrir framan þá og kysst hvorn annann með opnum munnum, hungraðir. Frá morgunfrúar beði sínu hleraði aðstoðar garðyrkjumaðurinn hláturinn og hliðaskellinn. Hann hnikkti upp hvíthærða hausinn og sá andlit Blériots er það sneri sér frá mínu, í áttina að húsi yfirlandstjórans. Aðtoðar garðyrkjumaðurinn hafði séð þetta augnaráð áður. Bál hafa verið kveikt með minnu, hugsaði hann. Hlátur drengjanna þriggja var heldur ekki neitt nýtt fyrir hann. Minningar um hann blómgaðist í maga hans. Aðstoðar garðyrkjumaðurinn hneygði niður höfuðið. Hann var nú þegar í bænastellingu. Jörðin fyrir neðan hann var volg. Hann gróf fingurnar niður í moldina og þráði daginn þegar limirnir yrðu að rótum. Þegar ég yfirgaf heimilishald yfirlandstjóra, fullvissaði aðstoðar garðyrkjumaðurinn mig um að það hefði ekki verið hann. “Ég segði aldrei frá,” sagði hann. “Ég, af öllum

76

mönnum, segði aldrei frá,” hélt hann ákveðið fram. Ég leit í andlit hans, örað af þurrki. Ég leit á opnar varirnar, sprungnar af snertinga skorti, og sá stubba og sprota af öllu því sem hann hafði gleypt af hræðslu um að einn daginn það sem var náttúrulegt í honum færi að gróa. Já, hugsaði ég, af öllum mönnum, þessi segði aldrei frá.

Bílstjórinn var allt önnur saga. Hann elskaði hljóminn af sinni eigin rödd, sérstaklega þegar hann talaði frönsku, og hann og einkaritari frúarinnar töluðu ávalt saman á frönsku. Bílstjórinn hafði komið til baka frá frakklandi eins og allir hinir. Hann hafði ræktað með sér ástríðu fyrir tómstundaleiknum tennis, og hann hreifst einnig af stækju-lyktandi ostum. Hið síðarnefnda, héldum við í þjónustuliði heimilishaldsins, útskýrði hve hann var mikið töfraður að einkaritara frúarinnar. Vegna franska föður síns, þótti okkur í þjónustuliðinu að einkaritari frúarinnar ætti að vera fallegri, en hún var það ekki. Hún var ef til vill kröftulegri en flestar aðrar, en annar ekki mikið endurbætt, fannst okkur. Ef þú tækir meðal Saigons stúlku og pumpaðir hana fulla að lofti, væru afleiðingarnar þær sömu, held ég. Mig grunaði að fegurð hennar væri að mesta leyti, að minnsta kosti fyrir bílstjórann, franska tungumál föður hennar. Hún talaði það frá fæðingu og það var augljóst. Það var einnig orðrómur um að hún skrifaði frönskuna mjög vel, og að það væri hún sem samdi varkárustu hafnanir og af og til áhrifalegar afsakanir frúarinnar. Einkaritari frúarinnar, eftir því sem bílstjórinn sagði, skrifaði einnig endrum og eins ræðurnar fyrir yfirlandstjórann. Við í þjónustiliði heimilishaldstins áttum bágt með að skilja hvað það átti að þýða, óviss um hvort við vorum að eiga við franskt orðatiltæki sem hafði tapað meiningunni við þýðingu. Við héldum kannske að “skrifa ræður” fyrir yfirlandstjóra væri ef til vill önnur leið til að segja að einkaritari frúarinnar væri einnig góðsamlega að bjóða honum þjónustu sína. Hvurslags þjónusta þetta gæti verið, væri undir því komið hvaða gerð af konu einkaritari frúarinnar vildi vera. Enginn af okkur vissi raunverulega svarið við þessari spurningu, vegna þess að fyrir utan bílstjórann, hunsaði einkaritari frúarinnar okkur öll, jafnvel Minh, ennþá aðstoðarkokk. Hagnýt franska bróður míns og langa hvíta svuntan voru auðljóslega ekki nægjuleg til að hækka hann upp til sjónarmiðs hennar. Einkaritari frúarinnar var eins há og bílstjórinn, og hærri en hann þegaar hún klæddist háhæluðum skónum sínum. Þessir skór hljóta að hafa brotið hjarta bílstjórans. Menn, trúið mér, eru viðkvæmir á óvæntanlegan hátt. Veikir, er önnur leið til að segja það. Einkaritari frúarinnar, ólíkt bílstjóranum, var oft boðin í stærðar veislur og kvöldverðar dansleiki sem voru haldin hjá yfirlandstjóranum. Ekkert innilegt, en mjög rausnaleg samkvæmi, samt sem áður sem kröfðust silkikjólum og háum hælum í stíl. Meðan selskapurinn fór fram, sat bílstjórinn út á tröppunum við eldhúsið bak við húsið, og reykti eina sígarettuna eftir aðra. Þegar hann kramdi stubbana út, vissum við öll að hann var að hugsa um hana, um hver var að hvíla hendur sínar á silki kjólsins, á baksíðu hennar. Að minnsta kosti er það ekki Blériot, hugsaði bílstjórinn, er hann kíkti inn í dyragættina til að fullvissa sig um að matreiðslumanns hatturinn væri ekki að beigja sig niður í hita eldavélarinnar. Þennann morgunn, þaðan sem bílstjórinn stóð, allt sem hann gat séð var matreiðslumaðurinn Blériot að koma til baka frá markaðinum með fjóra handlangara í eftirdragi. Prins og föruneiti hans, hugsaði bílstjórinn. Ja, bílstjórinn hugsaði heldur, karlpungur og fylgdarlið hans. Skiptir ekki máli, í öllu tilfelli, mislíkaði honum hvorki meira eða minna við Blériot en öðrum í þjónustuliði heimilishaldsins. Á þessum morgni var bílstjórinn í rauninni meiri áhuga á aðstoða garðykjumanninum sem virtist hafa

77

komist aftur til lífs. Bílstjórinn sá þennann hvíta blett í maríufrúar beðinu. Hann sá hann hreyfa sig með árvekni, óvanalegri ákveðni um að mikka ekki af þessu andartaki, og hann fylgdist eftir því og augnaráði gamla mannsins líkt og dýra slóð. Það sem bílstjórinn sá, geymdi hann hjá sér. Hann kom ekki að neinum fljótfærnislegum niðurstöðum. Heldur vildi hann safna saman fleiri staðreyndum. En vissulega vissi bílstjórinn ekki einu sinni hvað hann sá eða af hverju. Þegar kom að Blériot og mér, vorum við þennan morgunn aðeins tvær mannverur við sjóndeildarhring bílstjórans. Næstu mánuði fylgdist bílstjórinn einbeitislega með því sem aðstoða garðyrkjumaðurinn sá. Hann fylgdist með því þegar hjálpari garðyrkjumannsins gáði af skáhölltu brosinu á andliti mínu. Hann sá þegar garðyrkjumanns hjálparinn tengdi saman birtingu þess og brosinu á munni Blériots. Hann horfði á garðyrkjumanns hjálparann vökva um miðnætti sækrónu klifurjurtirnar sem klifruðu upp að eldhúsglugganum. Hann horfði á þegar garðykjumanns hjálparinn auðkenndi enda vinnudagsins með ljósunum sem dimmdust eitt af öðru í eldhúsinu, af líkömunum sem fóru burt, af líkömunum sem voru enn til staðar. Þegar ég fór burt frá heimilishaldi yfirlandstjórnas, kom bílstjórinn keyrandi upp fyrir aftan mig í bíl frúarinnar. Aðkomandi framaljósin báru tvö rikfyllt göt inn í Saigon nóttina. “Hei, hei, hvert ertu að fara?” “Heim,” sagði ég. Ef ég hefði ómakað mig um að líta upp vissi ég að ég sæji höfuð bílstjórans hnykkjast upp og niður, rétt fyrir ofan stírið. Hann virtist alltaf vera að berjast við að ná andanum. “Nei, nei. Ég meina, hvar ætlarðu að fara að vinna núna?” “Hvað kærir þú þig um það?” “Sjáðu til, mér þykir fyrir því. Hún kom mér til að gera þetta....Þú, þú veist ekki hvernig það er að hlusta á hana alltaf að tala um þennan tittling. Það var eins og að hún miðaði byssu á hausinn á mér, og í hvert sinn sem hún sagði ´matreiðslumaðurinn Blériot´ væri hún að kippa í gikkinn.” “Byssu að hausnum á þér?” “Ég get ekki tekið það til baka. Ég vildi gjarnan gera það, en get það ekki. Þú hefðir átt að sjá hana. Öll púðruð með kinnalit, og hún ilmaði svo vel. Lyktin af henni var eins og eitthvað nýtt. Hvenær var síðasta skipti sem þú fannst lykt af einhverju nýju? Hvenær var – “ “Erum við búnir hérna?” “Nei. Sjáðu til, ég skal koma að kjarna málsins. Þegar ég var í læknisnámi – “ “Hvað? Þegar ÞÚ varst í læknisnámi?” “Í París.” “Hættu að ljúga!” “Ég lýg ekki. Þegar ég var í lækna skóla, heyrði ég um lækningu fyrir ástand þitt.” “Ástand?” “Já, ásigkomulag. Það eru læknar...það hafa verið nákvæmar rannsóknir gerðar í Englandi og Ameríku, Ég...Ég get hjálpað þér.” “Kærðu þig kollóttann um ástandið á mér. Hvað er AÐ þér?” Heimtaði ég að vita. Enginn af okkur í þjónustuliðinu, ekki einu sinni bróðir minn, vissi hvað bílstjórinn hafði lært meðan hann var í Frakklandi. Við héldum að það væri ljóðlist, því það virtist það eina sem hann gat gert, fyrir utan það að keyra, það sem hægt var að kalla hæfileika. “Hvað meinarðu, ´Aд mér?” spurði bílstjórinn.

78

“Ja, það hlýtur að vera eitthvað. Hversvegna væri læknir annars að hafa fyrir sér sem bílstjóri?” “Að minnsta kosti get ég unnið með fólki.” “Hvað sagðirðu?” “Sjáðu til, eins og ég sagði, ásigkomulag þitt hefur verið rannsakað og er betur skilið núna. Lækning er líklega – “ “Slepptu bara lækningum. Hvað er að ÞÉR?” Tók ég fram í. “Ekkert, ekkert. Bíddu, ef ég segi þér frá því, viltu hlusta á mig?” Ég kinkaði kollinum. “Það er einfalt. Þegar ég kom til baka til Saigon, sótti ég um læknastarf við innfæddumála skrifstofuna. Grundvalla starf. Að mesta leiti læknaskoðanir sem gerðar eru í byrjun og enda umboðstarfa og vanalegar skoðanir inn á milli. Kynsjúkdómar, bandormar, niðurgangur. Grundvalla starf. Og svo var ég ráðinn. “Svo?” “Svo, þessir yfirvöxnu frönsku skólastrákar réðu mig í starf dýralæknis. Þeir vildu að ég ferðaðist frá plantekru til plantekru til að skoða hófa, snoppur, og hvaðeina annað sem var að þeim. Þegar þeir sögðu að ég fengi starfið, sögðu þeir mér ekki orð um þetta. Engar útskýringar, ekkert.” “Ó.” “Eins og ég var að segja, það sem er að þér hefur verið rannsakað og er miklu betur skilið. Ráðabót er...” Í þetta sinn varð ég að leyfa honum að halda áfram. Öllum þessum lærdómi ætti ekki að sóa, hugsaði ég. Bílstjórinn gortaði sig af að vera heimsborgaralegur, maður heimsins gegnum Saigon og París. Svo hann fór að segja mér frá öllum kaffihúsunum og dansstöðunum í París, sem fylltir eru, sagði hann, af mönnum eins og mér. Hann kom aldrei í þessa staði sagði hann. Hann hafði aðeins lesið um þá í ritverkum þeirra lækna sem voru að reyna að finna ráðabætur. “Menn með mönnum. Menn með mönnum sem hegðuðu sér eins og konur. Konur sem hegðuðu sér eins og menn með konum sem hegðuðu sér eins og konur, og svo framvegis. Umbreytingar veikindar þinnar eru endalausar,” útskýrði bílstjórinn. Endalaust heillandi, hugsaði ég. Eftir þennan upplýsandi og djúpann fyrirlestur um margs konar hætti mennskrar aðlöðuna, bílstjórinn, eða “lækna bílstjórinn,” eins og hann í sanngirnilega ætti að vera kallaður, fyrirskipaði fyrir mig heilbrigðisreglur af ströngum líkamsæfingum og minnkandi inntöku af hvítlauk, engiferi, og öðru “sterku” kryddi. Enginn hvítlaukur? Ekkert engifer? Hverslags skottulæknir! Hugsaði ég. En ég geri ráð fyrir að bílstjórinn væri einfaldlega að sanna sig sem skáld, samt sem áður. Ráðleggingar hans höfðu lítið með vísindi að gera. Þær voru byggðar á einhverju innsæi heldur en lærdómi. Þær auðkenndu hann sem trúmann, huglæknir sem trúir á hæfileika líkamans til að umbreyta sig með því að neita sér það sem hann náttúrulega þráir. Ég gæti varla kallað það hæfileika, hugsaði ég. Að vera bæði skáld og læknir hjálpaði bílstjóranum að sjá að það sem þjáði aðstoðar garðyrkjumanninn hafði þjakað hann of lengi og væri nú aðeins verkur, hringjandi bjalla í hnéskelunum þegar ringdi. Vissulega sársaukafullt, en varla þess virði að grandskoða, hélt bílstjórinn. Hvað varðaði mig og Blériot, sá bílstjórinn blóð pumpandi gegnum skarðaðar slagæðar. Tafarlaus eftirtekt var nauðsynleg, ákvað hann. Þó, ef ég get trúað

79

bílstjóranum, var það á endanum einkaritari frúarinnar sem sagði frá. “Konum er alltaf um að kenna,” eins og Gamli Maðurinn sagði. Einkaritari frúarinnar, eftir sögn bílstjórans, hafði hugsað upp ítarlega áætlun til að lokka Blériot. Afmælis veisla frúarinnar átti að vera staðurinn og stundin. Nýr kjóll, strengur af ferskvatns perlum til að gera bleika hörund hennar áberandi, og sérstakt-tilefni háhæluðu skór hennar. Allt þetta var auðvita óþverralegt, en versti parturinn var, eftir sögn bílstjórans, að einkaritari frúarinnar varð að fara að segja honum frá þessu ölllu. “Líkt og ég væri systir hennar!”, sagði hann og hristi höfuðið frá hlið til hliðar, pendúll sem sveigðist frá skömm til vefengju. “Eins og ég væri systir hennar,” endurtók bílstjórinn. Er afmæli frúarinnar dró nær, urðu smáatriðin nákvæmari, sagði bílstjórinn. Blúnda fyrir kjólinn, ilmvatn fyrir skinnið, spennur í hárið, en það eina sem hann gat hugsað um voru háhæluðu skórnir hennar. Hvernig þeir færu að gera fætur hennar hráar af kvölum, jafnvel rauðar, hugsaði hann. Hve viðkvæmar þær yrðu þegar á leið af kvöldinu. Hvernig hann gæti nuddað þær með salti og vatni. Hve bólgnar þær væru í höndum hans. Löngunir koma til okkar í mörgum gervum, og bílstjórans voru augljóslega skóaðar í refsandi pari af háhæluðum skóm. Og hann heldur að það sé ég sem er illa staddur, hugsaði ég. “Ég hélt út eins lengi og ég gat,” staðhæfði bílstjórinn. “Hún er bara að bulla, sagði ég sjálfum mér, en...” “En hvað? Spurði ég. “En svo í morgunn, kom hún..hún með þá til að sýna mér. Að sýna MÉR af öllu fólki” Hún hafði látið lita þá í stíl við kjólinn, og þeir voru sendir til baka dröppóttir eins og glóbrystings egg. “Þeir eru eiðilagðir!´sagði hún snökktandi niður í vasaklútinn minn.” “Hvað er ´glóbrystingur´?” Það er fuglategund. Sleppum því, ég gleymi að það eru engir hér. Sleppum því, ég meina bara að skórnir áttu að vera bláir.” “Ó.” “Vissulega voru þeir bláir, en ekki um allt yfirborðið eins og hún vildi hafa þá. Þeir litu út eins og einhver hristi busta dífðann í bláa málningu yfir þá. Ég vildi að hún hætti að gráta, svo ég...ég sagði að ef hún gæti fengið meiri málningu, gæti ég hjálpað henni að fylla inn blettina. Hún grét bara meira. Ég hugsaði...ég hélt að ef ég segði henni frá Blériot, gæti það glatt hana. Ég hélt að ef hún vissi að það væri engin verðlaun í enda kapphlaupsins, kærði hún sig ekki svo mikið um að keppa í því.” “Ég þarf ekki að heyra meira,” sagði ég bílstjóranum. “Ég veit um restina.” Bílstjórinn keyrði burt eftir að ég loxins lofaði að mæta honum eftir viku til að ræða um “ástand mitt.” Hverslags skottulæknir, hugsaði ég. Enginn hvítlaukur? Ekkert engifer? Það sem mér finnst núna um bílstjórann, sérestaklega í morgunnsárið þegar götulampar borgarinnar hanga yfir mér, deyfðir af mistinu sem rís upp frá Seine ánni, hugsa ég um þessar tvær rik-fylltar holur sem hvurfu inn í Saigon nóttina. Ég hugsa til fljótandi höfuðsins á honum. Ég hugsa til sorgar þesssa manns sem krossaði höf, hyldýpis blá af brotnum eggjaskurnum fuglanna sem flugu svo langt að heiman, aðeins til að koma til baka með alls ekki neitt.

80

Í Saigon, þegar rignir, heldur sólin áfram að vera hvít af hita og það gufar úr jörðinni. Hiti þar festir sig á bakið á mér og ég ber hann með mér hvert sem ég fer, út eða inn, “molla” eða “svitakóf” eru nöfn árstíðanna þar, ótruflaðar samantengdar raðir af mánuðum sem virðast vera ár. Blómin þar læra að blómstra að nóttu til. Hátíðahöld þar lofsyngja mánann undir fyrirgefandi bláa ljósi hans. Ég hafði orðið vanur að lífið þar færi hægt fram. Ég var fullviss um að samræður væru aðgerðir alltaf hægðar við og staldraðar, vegna þess að orð voru svo treg að yfirgefa göng kælunnar sem eru kverkar samræðumanna. Ég gerði ráð fyrir að skyndilegir leiftrar af reiði væru nokkuð sem ætti að forðast, því það gæti aðeins örvað og aukið framleislu af súrum svita. Einkaritari frúarinnar, þó, tilheyrði öðrum skóla af hugsunarháttum. Hiti fyrir hana var frú, heimtandi aðgerðir. Þegar sólin sveið, leitaði hún ekki athvarfs líkt og við hin. Engir eftirmiðdags dúrar, ekkert að klæða sig úr fötum, ekkert að leggjast niður í braut af þekktri golu. Einkaritari frúarinnar hélt að hiti væri keppinautur, vægðarlaus málamiðlari. Hún ergjaðist sérlega upp vegna þess hve fljótt líkami hennar gafst upp til hitans. Daglega fann hún ósigur af bleytunni sem safnaðist saman í fellingarnar undir brjóstunum. Daglega, vatnsmerkiðs sem var skilið eftir, bylgjuð lína þar sem sviti hafði gegnbleytt efnið kjólsins hennar, minnti hana á að þessar fellingar væru að verða dýpri. Á hverju kvöldi, þegar hún lifti brjóstunum upp til að strjúka burt saltið af líkama sínum, hugsaði hún um hendur Blériots. Líkami hennar brá við með því að fá á sig blöðrur, snúast við, ranga hliðin út. Hiti var fyrir hana, þjófur og hóra. Hiti var fyrir hana, konan sem hún vildi vera. Í stuttu máli, sólin sem barðist niður þennan dag, daginn fyrir afmælisveislu frúarinnar, var eins og áminning fyrir einkaritaran um allt sem þurfti að gera áður en sólin settist, og, líkt og hún sjálf, fölnaði burt. Einkaritari frúarinnar byrjaði með lista, því raðir hlutanna voru mjög mikilsverðar fyrir hana. Fyrst boðaði hún Blériot á sinn fund. Hendur hans lyktuðu þann eftirmiðdag af fitu og blóðbergi. Hann hafði verið að undirbúa ungar dúfur síðan árla mogunns, vafði hvern fugl í vef af fitu og hélt þeim saman með klípu af blóðbergi. Fuglarnir litu út eins og ungbörn, dúðuð í hekluð sjöl. Þeir litu út eins og smábörn með grein af litlum laufum stungið í hjarta þeirra. Í ofninum, sviðnuðust klístraðir vefirnir inn í skinn þeirra og hvurfu, skildu eftir gljándi brákir sem komu vörum til að smjatta af eftirvæntingu. Í fjarveru hreinsandi hita ofnsins, var ódaunn af höndum Blériots. “Ég er líka hneykslaður. Þú verður að trúa mér að engin slík óháttvísi hafa komið fyrir. Alls ekki nein,” hvíslaði Blériot, meðan hann leit í kring eftir stað til að setjast niður. Fyrir handan skrifborðið, kinkaði einkaritari frúarinnar kollinum samúðarfull, hélt út höndunum í skilningi, og sagði, “Láttu mig um það, matreiðslumaður Blériot. En ef ég á að hjálpa, verður þú að leyfa mér að ráða öllu. Leyfðu mér að redda þessu, skilurðu mig?” “Já.” Ég undraðist oft um ef Blériot hefði hikað aðeins, stansað í aðeins sekúndu áður en hann sagði “já” eða hvort það hefði verið tafarlaust, úrsteinn stilltur á tungubroddi hans, fleygt burt vegna eðlisávísunar. Eftir það króaði einkaritari frúarinnar sjálfa frúna, sem var að koma heim úr klúbbnum og var enn í hvíta tennis búningnum. “Við verðum að losna við hann. Hiklaust! Ég vil ekki svon óþverris lygar í mínum húsum,” tilkynnti frúin skræktum rómi, jafnvel meira ískrandi en vanalega. “Ég get fengið tvo af þeim fyrir það sem ég er

81

að borga þessum eina. Fjölskylda ræktar alltaf með sér vandræði. Því miður er þetta fólk allt skylt hvoru öðru. Þetta fólk! Ef það er ekki þjófótt, er það lygarar. Vesalings, vesalings Blériot matreiðslumaður. Auðmýkingin,” sagði frúin, og setti vandlega viðeigandi svívirðingu á meint ósannindi heldur en meintar aðgerðir. Hún er vissulega frönsk. Frúin er snobbuð en ekki tepra. Henni var sama um sambandið milli tveggja manna, eins lengi sem þeir voru af sama þjóðfélags stöðu, og auðvita kynstofni. Næst, sendi einkaritari frúarinnar eftir bróður mínum. “Ég trúi því ekki,” laug Minh, ennþá aðstoðarkokkur. “Ég vil ekki kalla bílstjórann ligara, en ég trúi því bara ekki. Ég trúi ekki – “ “Auðvita gerir þú það ekki,” tók einkaritari frúarinnar fram í. Þér er ekki borgað fyrir að trúa. Þú færð borgað fyrir að laga mat. Ég er að segja þér að það er enginn vafi. Hann hefur verið að breiða út lygum af berorðum gerðum um Blériot matreiðslumann. Frúin vill hann ekki í sínum húsum. Hver veit hvað hann á til að gera næst? Hann á að fara burt héðan strax.” Allt þetta tók minna en klukkustund frá byrjun til enda. En einkaritari frúarinnar var ekki búin. “Kona með hníf er aldrei búin, hún stingur honum inn og grefur” er önnur af sögnum Gamla Mannsins. Það varð mér augljóst þennann eftirmiðdag að ÞAÐ væri ekki tilvitnun í matreiðslu aðferð. Fyrir síðasta þáttinn, settist einkaritari frúarinnar niður við skrifborð sitt, tók út lítinn spegil og brosti í hann. Hún notaði fingur nögl til að laga kóral röndina á varalit sínum, kámuga í æsingnum af öllum þessum miklu samtölum. Hún rannsakaði skinnið í kringum munninn á sér. Þetta var taugaspennti vöðvakippur hennar. Við í þjónustuliði heimilishaldsins höfðum fylgst með henni verða meira og meira “taugaveiklaða” gegnum árin. Hún gat ómögulega gengið framhjá spegli eða gljáandi yfirborði án þess að horfa á og leita. Að það væri óumflýjanlegt, héldum við, var það sem gerði hana svona taugaspennta. Einn daginn, vissi hún, finndi hún það. Í fyrstu myndi það líkjast mjóu línunum undir yfirborðinu á gömlu postulíni. Síðan yrði það dýpra og setti sig inn, þar til svæðið í kringum munn hennar yrði sprunginn árfarvegur þaðan sem litaða vaxið sem hún setti á varirnar rynni niður. Á endanum, hefði hún ekkert nema útlitið af kóral, geislandi frá munninum. Loxins sendi einkaritari frúarinnar eftir mér. Illgirni rann ekki gegnum æðar hennar þennann dag, aðeins forvitni um löngunir, þráir Blériots yfirmatreiðslumanns. Nánar skoðanir, hugsaði hún, gætu afhjúpað hvað það væri sem hreif líkama Blériots til mín. Hún vildi sjá fyrir sig sjálf, rannsaka á ný þennann uppþvottamann, þessa pílviða grein af manni, hugsaði hún. Hreyfing, skapgerð, halli af höfðinu, sveifla af mjöðmum, litblær af vörum, eitthvað sem hún gæti tileinkað sér svo að hún gæti kallað Blériot sinn eigin. Eftir öllu er á botninn hvolft, vissi einkaritari frúarinnar að Víetnamar kalla menn eins og mig lai cái. Þeir meina er að ég sé blandaður saman með og er hálfpart kona. Ef kona er það sem Blériot yfirmatreiðslumaður vill, því ekki það ekta? Hugsaði hún. Það var mælskufræðis spurning, því jafnvel hún vissi að losti og þrá eru aldrei það einföld, falla aldrei í jafnar hálfar þegar kljúfað. Forvitni er þó veikburða hlutur, fellur auðveldlega undir grimmar hvatir og tilfinningar. Þann eftirmiðdag var það sjálfsverndun sem steig inn og stakk upp á við einkaritara frúarinnar að hún ætti að vera meira ítarleg og afdráttarlaus í aðkomuleið sinni. “Ég hef sagt föður þínum frá,” sagði hún mér á víetnamísku og aftur á frönsku, til áherslu. Ég stóð þarna með hurðahúninn af skrifstofudyrum hennar enn í hendinni. Miði til Gamal Mannsins, fullyrti hún, var hennar fjórða, og þessi fundir hennar fimmta og síðasta skref.

82

13

Þegar ég sótti um stöðuna sem heimavista matreiðslumaður, vissi ég ekki um húsið í Bilignin. Ég hélt að líf þessara tveggja Amerísku kvenna og þessvegna mitt beinaðist í París á götu blómanna. Í viðtalinu sögðu þær mér ekki frá árstíðar búferlaflakk þeirra. Ekki það að það hefði skift nokkru máli fyrir mig þá. Áður en ég kom til þeirra, hélt ég að heimili væri heimili, Dama væri Dama, borg væri....ja, jafnvel þá vissi ég að París væri borg og að margir aðris staðir væru það ekki. Svo ég geri ráð fyrir að það gæti hafið skipt einhverju máli ef ég hefði vitað um það. Kannske hefði ég beðið um hærra kaup, áhættu laun, mánuði í miðjum útkjálka laun, þú-getur-ekki-borgað-mér-nóg-til-að-dvelja-hérna laun. Það er aðeins febrúar og ég veit að of snemma er að hugsa til sumarsins í Bilignin, en Sæti Sunnudags Maður hefur verið að spyrja. Hann vill vita hvort Dömur mínar ætli að ferðast þangað þetta ár og ef svo er, hvenær. Auðvita ætla þær að fara þangað. Dömur mínar eru mjög hefðubundnar, Sæti Sunnudags Maður. Þeim líkar við vanagang og stundaskrár. Þeim ólíkar við að bregða út af þessari leið lifsins sem þær hafa kosið. GertrudeStein, þrátt fyrir allt, brenndi sextíu kertum á afmælistertu sinni fyrir nokkrum dögum og Fröken Toklas mun brenna fimmtíu og sjö í Apríl. Hún hefur samt frönsk skjöl sem skrá hana að vera fædd einn dag í júní. Það voru ár þegar Daman mín beið þar til þann dag til að eldast. Ekki veit ég hvað hún hefur í hyggju fyrir 1934. Ég geri ráð fyrir að það fari eftir því hvað henni finnst um aldur sinn, þokast áfram. Mig langar þó að veðja að Fröken Toklas haldi upp á daginn í júní aftur þetta ár, vegna þess að júní þýðir að Dömur mínar verði í Bilignin. Þegar ég fór að vinna fyrir þær haustið 1929, vanagangur Damanna minna var rétt að byrja. Þegar sumar í París, pakka Fröken mín og Fröken fötum sínum og hundum niður í bílinn sinn, og þær keyra sjálfa sig og sitt hafurtask niður til Rhóne dalsins í litla sveitaþorpið Bilignin. Þær skilja mig eftir til að læsa íbúðinni og gefa húsverðinum lyklana. Alltaf hefur mig grunað að hann gleðjist mikið yfir að sjá þessar tvær amerísku konur hverfa á brott. Ég hef séð hann í glugga fyrstu hæðar að horfa á ungu mennina sem koma að biðla til GertrudeSteins, og ég hef séð hann hrista höfuðið líkt og honum sé ómögulegt að skilja hvað hrífur þessa menn. Þegar Dömur mínar hafa verið á ferðinni yfir heilan dag, pakka ég þeim hlý-veðurs fatnaði sem ég á þetta ár, og ég fer og sói pening í hatt til að verjast heitri sumarsólinni. Ef ég finn útsölu, veiti ég einnig sjálfum mér hádegisverð í stofnun með dúkuð borð og umhyggjusömum þjónum sem eru skyldir til að kalla mig “Herra.” Síðan tek ég það sem eftir er að peningunum sem Dömur mínar gáfu mér fyrir annars flokks lestarmiða, og ég kaupi þriðja flokks í staðinn. Ég steinsef alla leiðina niður til Bilignin, þar sem ég opna húsið og bíð í nokkra daga í viðbót – því Dömur mínar keyra á hraða sem ýmist er milli hægfara og að liðast áfram – áður en ég heyri flautu bílsins þeirra og gelt tveggja dauðþreitta hunda. Ég bíð eftir þeim á veröndinni. Ég er með diska af steiktri livur fyrir Körfu og Pépé og fyrir Dömur þeirra skálar af hnausþykkum rjóma, klínaðann með ögn af jarðaberja sultu síðasta sumars. Það eru bros allt í kring, fyrir utan Körfu og Pépe, sem heilsa mér með sínum vanalegum

83

fyrirlitningum. Dömur mínar dást af nýja hattinum mínum, sem gefur í skin að sumarið í Biligning hafi opinberlega hefjast. Ég er með hattinn vegna þess að húsið þarna, þó nógu rúmgott til að geta verið kallað petit chátau, hefur ekki rennandi vatn, og ég er oft úti í garðinum, þar sem er dæla. Ég er einnig með hattinn vegna þess að í Bilignin eins og í París, á ég frí á sunnudögum. Bændurnir í þorpinu eru nógu göfuglyndir, og í fyrstunni aðeins nógu forvitnir til að bjóða mér til húsa þeirra. Fyrsta asiumanninum sem þeir hafa nokkurntíma lagt augu á. Og synir þeirra, verð ég að játa, eru nógu myndarlegir til að koma mér til að þiggja í hvert einasta sinn. Allar fjölskyldur á þessu landssvæði búa til sín eigin vín, svo að aldrei er skortur á drykk, og gestrisni fyllir glas mitt þar til mig þyrstir eftir svolitlu vatni. Ég hef uppgötvað að vatn í enda þessara kvölda auðveldir komu mína til baka inn í mánudaginn. Þó stundum sé ekki til nægilegt vatn í öllum sjónum fyrir mig. Ég vakna næsta morgunn til hljóðsins frá Fröken Toklas að skella saman pottum og pönnum í eldhúsinu. Þetta eru pottar og pönnur sem hún og enginn annar ætti að þarfnast til að laga einfaldann morgunverð með ávöxtum og ferskum kinda-mjólkur osti sem hún og GertrudeStein vilja helst þegar þær eru í Bilignin. Ég klifra niður þröngar tröppurnar frá herbergi mínu niður í eldhús, og ég geri það eins sem ég kann þegar ég stend fyrir framan reiða Dömu. “Það er heilsa mín – “ lýg ég. “En mér er að batna meðan við tölum,” slær Fröken Toklas botni í ræaðu mína fyrir mig. Ég hef hlerað femme de ménage frá Bretlandi nota nákvæmlega þessi orð í húsum fyrrverandi Herra og Frúar, og ég kom henni til að kenna mér þau. Þau eru nægjulega óljós til að lýsa flestum heimilishalds óhöppum og yfirsjónum, og fela einnig í sér bendingu um framfarir endurbóta sem munu bráðlega rætast. Þegar þessi stúlka spurði mig hversvegna ég vildi að hún endurteki þessi orð, sagði ég henni að mér finndist setningin snjöll og nothæf. Þessi femme de ménage samþikkti því, en hún sagðist ekki hafa verið upprunalegur höfundur þessara orða, því hún hafði heyrt ítalska barnapíu nota sömu orði í öðru heimilishaldi fyrir mörgum árum síðan. Á þessa leið tölum við þjónustufólkið sama tungumálið sem við höfum lært í bakherbergjum húsa, og tölum það í framherbergjum á svonalöguðum tækifærum. Fröken Toklas og GertrueStein hafa orðnar hrifnar af þessari setningu. Á eftirfarandi mánudögum, þegar höfuðið á mér er aftur of þungt af víni, svífa morgunverðar samræður Dama minna upp til herbergisglugga míns, líkt og sneplar af sviðnum pappír, frá veröndinni fyrir neðan. Meðal þeirra annars óskiljalegu ensku orða, kannast ég við setninguna “það er heilsa mín” töluð í samlíkingu af þykkum frönskum hreim verkamanns. Hlátur fylgir vanalega á eftir. Skiptir engu máli, hugsa ég, er ég sný mér á hliðina. Hlátur í þessu tilfelli er allt í lagi, eða að minnsta kosti ekki hættulegt tákn. Auðvita reyni ég ekki að láta svona hegðun eftir mér mjög oft, ekki meira en tvisvar eða þrisvar á hverju sumri. Það er bara að drykkur er ódýrari í Bilignin. Í rauninni er hann ókeypis. Bændurnir þar ætlast eiginlega ekki til neins af mér, og þegar þeir gera það, virðast þeir hafa gaman af, ólíkt Parísku frændum þeirra, hljóðunum af hrasandi frönsku tungumáli af vörum mínum. Stundum vilja þeir jafnvel heyra svolitla víetmanísku. Þeir loka augunum, fullir af trausti og einlægni, og þeir ímynda sér singjandi fugla hitabeltislanda. Þegar þeir eru þannig, minnist ég þess sem maðurinn á bryggjunni sagði mér: “Frakkar eru ágætir í Frakklandi.” Það sem hann meinti, útskýrði hann, var að þegar Frakkar eru í nýlendum sínum, tapa þeir meðfæddum tilhneigindum fyrir bræðralag, jafnrétti og frelsi. Þeir skilja þessar hugsjónir eftir í

84

Móður Frakklandi. Það frelsir þá til að fara með okkur eins og bastarða í landinu þar sem við fæddumst. Maðurinn á bryggjunni, veit ég vel, hefði líkað vel við þessa bændur með syni sem aldrei fóru frá Bilignin. Á sumrin, líta Dömur mínar góðsamlega framhjá mánudagsmorguns fjarverum mínum. Hálvegis gegnum árstíðina, leggur Fröken Toklas meira að segja til að ég fari í frí á mánudögum, fyrir “heilsu mína.” Vissulega lækkar hún laun mín um einn dag, en lífið í Bilingnin krefst ekki fullrar buddu, svo ég þigg glaðlega breitinguna í vinnu samkomulagi okkar. Ég þigg líka með gleði auka glasið af víni og hvað annað sem kemur mína leið á sunnudags og mánudags kvöldum. Bændurnir í Bilignin vinna og drekka eins og hestar. Þessar tvær athafnir viðast ekki hafa mikil áhrif á hvora aðra. Aftur á móti byrja ég að tapa matarlystinni og einnig fer ég að leggja af. Í enda sumarsins, finnst GertrudeStein nauðsynlegt að endurtaka sig: “Ja, hello, magri, magri Bin.” Matreiðslumaður sem hefur enga löngun til að borða er töpuð sála. Það sem verra er, hann er vafasamur kokkur. Jafnvel þegar ég get ekki lengur sopað á, bitið í eða smakkað ögn af neinum rétti sem ég er að laga fyrir Dömur mínar, gleymist mér aldrei að það að smakka er ómissandi hlutur af matreiðslu. Kertaljós flökt af bragði, hjúskapur af björtum súrleika með sterktri bragðsterkju, ilmandi gneistað með vísibendingu af kryddi, allt þetta getur breyst í nokkrum sekúndum, en aðeins árvök tunga getur fundið hið nákvæmlega andartak þegar ekkert er eftir að gera nema borða. Fyrir matreiðslumenn sem ekki eru þaulvanir, svona atburður, skyndilegur skortur af lyst, væri hörmulegt. Að ímynda sér andlitsmynda listamann sem reynir að mála með augun fast lokuð. Til allra hamingju, er mér hægt að halda áfram að útbúa mat mjög vel, vegna þess að minni mitt er svo gott. Hendurnar á mér geta endurskapað hreyfingar fyrri tíma. Ég get þó ekki falið megrun mína. Það sýnir sig sjálft sem vansæll svipur á andliti mínu, svipur sem Fröken mín og Fröken hafa ekki tekið eftir ennþá. Þegar við erum í Bilignin, tapar Fröken Toklas öllum áhuga á nokkru sem fram fer í eldhúsinu. Hún lætur mig um það allt. Frá maí til september, liggur hjarta Fröken Toklas í görðunum, þar sem einnig er hægt að finna hana sjálfa frá árla morguns, þar til einni klukkustundu fyrir sólsetur. Ég hef heyrt hana kurra frá grænmetis beðunum. Hún er ekki vör við að hún gefur frá sér hljóð ástaratlota þegar hún er meðal túmmatanna. Ég hef heyrt hana snökkta af söfunum úr fyrstu jarðarberjunum í munni sínum. Og ég hef séð hana biðjast fyrir. GertrudeStein hefur líka séð hana, en hún heldur að Frökenin mín sé á hnjánum að reita arfa. Guðinn sem Fröken Toklas biður til er sá kaþólski. Ég hef séð talnabandið um úlnið hennar, perlurnar seytlandi eina af annarri milli fingurgómanna. Frá glugga efri hæðar hússins, sér GertrudeSein ástina sína strita í garðinum, klifjujurtir vafðar um hendur hennar, fræ fallandi með staðföstum takti úr lófum hennar. Fröken Toklas er í garði, GertrudeStein, en það er himneskt. Heilagi andinn er í henni þegar hún stingur upp smá rauðrófum, radísum, og rófum úr moldinni. Þegar hún setur slappa búka þeirra í körfuna sína, finnst henni að hún kannist við sálarkvalir Móður Meyjarinnar. Og ásamt sæluvímu sinnar, skammast hún sér, GertrudeStein, vegna þess að Daman mín hefur farið að hugsa til lífsins án þín, að skipuleggja fyrir það á ákærulegann hátt. Fröken Toklas veit að hún verður aldrei sú fyrsta til að fara. Hún gæti aldrei yfirgefið ástina sína þannig eina í veröldinni. Snillingur, heldur hún, þarfnast stöðugrar umhyggju. Hún sættir sig við staðfestinguna um að þú, GertrudeStein, farir

85

fyrst, og hvað á hún þá að gera, svona ein í veröldinni án þín? En þessi eru, GertrudeStein, orðin sem ljúka allar hennar bænir.

Síðasta ár var fimmta ár Damanna minna og mitt fjórða í Bilignin. Um það bil viku áður en við áttum að læsa húsinu í enda árstíðarinnar, kom Fröken Toklas inn í eldhúsið með fangið fullt af grænmeti; nýjum kartöflum, og það síðasta af tómötum sumarsins. Er hún sorteraði gegnum örlætið og bjó um það áður en hún pakkaði því niður fyrir ferðina heim, leit hún yfir til mín þar sem ég sat og reitti kjúkling fyrir kvöldmatinnn. Jafnvel bak við gusinn af fljúgandi fjöðrum, gat ég séð að hún var að grandskoða andlitið á mér. Fröken, hafðu engar áhyggjur, eftir nokkrar vikur í París, verð ég aftur eins og ég sjálfur, hugsaði ég. Eftir stutta stund, ræksti Fröken Toklas sig, og lagði til að þetta ár ætti ég ef til vill að ferðast til baka til Parísar með henni, GertrudeStein og hundunum. Hún gæti alveg eins vel sent grænmetið til baka til borgarinnar með lest, sagði hún mér. Ég þáði boðið án þess að hika. Ég hef oft horft með öfund eftir Körfu og Pépé að keyra burt, eyrun á Körfu blaktandi og þau á Pépe að kyppast til í vindinum, til að taka, eins og Má myndi orða það, Löngu Leiðina Heim. Þessir tveir hundar, ásamt Dömunum mínum, njóta landslagsins og stoppa, ímynda ég mér í óundirbúnar máltíðir þegar magi GertrudeSteinar byrjar að flökta af mýflögum hungursins. Fyrir bændur í Bilignin, er endi sumars árstíðarinnar táknaður með tveim atburðum, burtför tveggja Ameríkananna og Asíska kokks þeirra og samansöfnun af vínberjunum. Tínslan er hátíð þar sem ungu bændurnir hitta framtíðar einginkonur sínar og elskendur, og þó gera þeir ekki svonalagaða hluti þarna. Vín tunnurnar og flöskur frá síðustu uppskeru verður að tæma til að gefa rúm fyrir það nýja. Það krefst næstum því eins mikillar vinnu og að tína ávextina úr trjánum. En þessvegna er það að bændurnir í Bilignin vinna og drekka eins og hestar. Ég drekk eins og Gamli Maðurinn. Það er allt í lagi með mig eftir fyrstu flöskuna, en síðan verð ég rauður. Eins og þessir bændur og aðrir hafa bent á, lít ég út eins og að sólin hafi skaðbrennt mig. Kinnarnar á mér, skammast ég mig fyrir að viðurkenna, blóðroðna. Ég get ekki látið eins og það sé roði, vegna þess að liturinn er svo sterkur. En fyrir utan þennann rauða blæ, verð ég furðulega ósnortinn. Ja, það er að segja, þangað til ég missi meðvitundina. Línan milli þess að vera vakandi og ekki er auðveld fyrir mig að fara út fyrir, því ég sé hana aldrei fyrirfram. Eitt andartak sit ég á endanum á löngu borði sem sett er út undir uppskeru tunglinu í þessu tilefni, og hið næsta er ég löðrungaður og gegnbleyttur af vatni. Ég tek það eins og merki til að fara að labba heim í hús Damanna minna. Þar er mér heilsað af Körfu og Pépé sem una sér við verkefnið. Þeir byrja að gelta strax þegar ég opna járnhliðið til garðsins. Þeir halda áfram að gelta meðan ég aflæsi dyrunum inn í eldhúsið, þar sem þeir bíða átekta. Þessir tveir hegða sér mjög óhundalega á svonalöguðum kringumstæðum. Þeir henda sér aldrei á mig til að þefa og bíta. Þeir eru augljóslega ekki hamingjusamir að sjá mig. Hans Hátign og sýndardýrið til hásetisins finna ekki til dropa af hræðslu eða heldur ögn af verndar eðlishvötum til mín. Þessir tveir sitja við eldavélina og gelta, skuldbundnir af samkomulaginu milli sín að vekja athygli til tímans og ástandis heimkomu minnar. Þegar þær eru í Bilignin, hljóta Fröken Toklas og GertrudeStein að sofa eins og hundar – ja, það er að segja, vel hegðaðir hundar. Ég sé aldrei kvikna á herbergis ljósi þeirra þegar ég kem að hliðinu, og ég heyri þær aldrei rumskast um uppi þegar ég er í dimmu eldhúsinu fyrir neðan. Körfu og Pépé, þrátt fyrir meinillar tilraunir sínar, misheppnast alltaf að

86

ræsta Dömur mínar úr rúminu til að koma að sjá kokkinn sinn, rauðann, blautann, og sljóeygðann. Ja, nema síðastliðið sumar þegar Hans Hátign og sýndardýrið til hásetisins skoruðu mikinn sigur. Vissulega hjálpaði ég til með því að kasta upp og falla í yfirlið áður en ég gat komist að tröppunum upp í herbergi mitt. Nef þeirra hljóta að hafa misboðist sterka lyktin af alkohóli sem gubba mín sendi frá sér inn í eldhúsið. Ég get ímyndað mér að geltin hafi síðan orðið að sannfærandi tónhæð. Pépé á það til að gefa frá sér geldinga-virðis gól þegar honum verkjar eða þegar hefur rignt í of marga daga. Ég man eftir að þrífa til handriðsins eitt andartak og í því næsta er vatni skvett á mig í annað sinn á þessu kvöldi, eða kannske var það nú þegar morgunn. Ég leit yfir á gubbu pollinn á gólfinu og síðan á nærverandi sandala sem stóðu aðeins í sundur. “Bin, þú tekur lestina á morgunn. GertrudeStein og ég förum með græmetið með okkur í bílnum,” sagði rödd sem, ég er hræddur um, eins og sandalarnir, tilheyrðu Fröken Toklas. Síðan þrömmuðu sandalarnir burt, slóu mjúklega gólf tíglana í dimmu húsinu. Næsta dag gekk ég í kringum húsið, dapurlega og hljóðlaust, lokaði gluggahlerunum og setti ábreiður yfir húsgögnin. Afgangurinn af sumar grænmetinu fékk bíltúr til baka til Parísar með Dömunum mínum, eyrun á Körfu blaktandi, Pépés hnykkjandi til og frá. Þessi vanalegi ferðalags fjölleikaflokkur fór af stað í púi og riki er GertrudeStein kvaddi og sagði, “Bless, margri, magri Bin.” Fröken Toklas var ekki í skapi fyrir gamansemi og hún hafði hendurnar í kjöltu sér. Vertu bless, GertrudeStein. Virkilega, Fröken, hvað átti ég eiginlega að gera í Bilignin? Það var aldrei partur af upprunalega samningnum. Ég er þar í marga mánuði án þess að koma nokkurntíma auga á andlit sem lítur út eins og ég, fyrir utan það sem birtist guggnað í speglinum. Í París, GertrudeStein, stöðug umferð af fólki að minnsta kosti felur í sér Asíumenn öðru hvoru. Og þó við kinkum kannske aldrei kolli til hvers annars, tökum ekki kurteisislega ofan af, eða að minnsta kosti glönsum vingjarnlega til hvors annars, öndum við þó í svolitlu næði að hverju andliti sem við mætum. Það eru vissan um að í dimmustu götum borgarinnar er annar líkami eins og minn, og hann vill mér ekkert slæmt. Ef við viðurkennum ekki hvorn annan, er það ekki vegna skorts af góðvild. Þvert á móti, GertrudeStein. Að labba framhjá án þess að blikka auga er að segja hverjum öðrum að við séum mennskir, heilir, maður eða kona eins og allir aðrir, tvö lungufylli af lofti, hjarta sem dælir blóði, magi hungraður eftir heimakokkuðum mat, líkami í stöðugri leit af hlýju sólarinnar. Áður en ég kom til Blómastrætis, GertrudeStein, var eina leiðin sem ég vissi um til að halda í þetta augnablik af dreifingu, þetta án-þess-að-blikka-auga-skipti, til að halda hlýju í höndunum, var að þræða silfri gegnum þær. Blóð gerir mig að manni. Enginn getur tekið það burt frá mér, hugsaði ég. En eins og þú veist, GertrudeStein, til þess að geta verið áfram í Blómastrætinu, hef ég þurft að hætta vananum sem reddaði mér. Fröken Toklas grandskoðar hendurnar á mér daglega. Fyrst skoðar hún neglurnar til að sjá hvort þær séru klipptar og hreinar – ég geri ráð fyrir að fyrrverandi matreiðslumenn hennar hafi einnig þurft að undirgefa sig fyrir þessu eftirliti – og síðan snýr hún lófum mínum upp, skref sem hún hefur bætt við aðeins fyrir mig, “Litla Indókínverjann” sinn. Ég veit, GertrudeStein að þetta er það sem Fröken Toklas kallar mig þegar hún blóðreiðist. Litla Indókínverjann SINN? Fröken, við Indókínverjar tilheyrum Frökkum. Þið tvær búið ef til vill í Frakklandi, en þið eruð samt sem áður Ameríkanar. Litli Indókínverji, varla sannarlega sagt.

87

Það sem þú veist kannske ekki, GertrudeStein, er að í Bilignin, eru þú og Fröken Toklas eini fjölleikaflokkurinn í bænum. Og ég, ér er sá Asíski, aukaatriða fyrirbærið. Bændur þar eru barnalegir í heillun sinni og í óskreyttri grimmd sinni. Vegna stutt-klippta hárs þíns og, ja, karlmannlegs framferðis, kalla þeir þig, “Keisarann.” Fröken Toklas gælunefna þeir “Kleópatra” í hæðnislegu lofi til útlits hennar og förunauta hlutverki í lífi þínu. Þegar kemur að gestunum sem keyra inn til Bilignin allt sumarið, þeir eru auka aðlöðun. Síðasta sumar, gömnuðu bændurnir sér sérstaklega af málaranum sem rölti yfir akrana með klumpa af blárri málningu fasta í ógreiddu hárinu. Það var einnig ofurlítið uppnám yfir unga rithöfundinum sem fór í leður stuttbuxur til að labba með Körfu upp og niður einu götuna í bænum. Hvað varðar mig, eru bændurnir vanir mér núna. Þeir gleyma sér aðeins þegar þeir eru blindfullir. Meðan vínbegja tínslan fór fram þetta ár, spurði einn þeirra, “vissir þú hvernig á að nota gaffal og hníf áður en þú komst til Frakklands?” Vissulega vissi ég hvernig átti að nota gaffal og hníf, hugsaði ég. Svo kom, “Ætlarðu að giftast þrem eða fjórum Asískum eiginkonum?” Engum, þökk fyrir. Síðan spyr vanalega þögull bóndi, ekkjumaður sem býr einn með hundinum sínum, sem hann fullyrðir að sé skapbetri en konan sín sem dó, “Ertu umskorinn?” Ég lít í kring á gestgjafa mína og síðan upp til uppskeru mánans. Ég undrast yfir hversvegna þeir spyrja alltaf þessa spurningu. Ég get aðeins gert ráð fyrir að forvitni þeirra um karlmennsku mína hafi eitthvað að gera við nálægt samband þeirra við dýra búrekstur. Að gelda svona margar rollur gæti gert mann klínískann og svolítið snöggann að ræða um svonalagað, hugsaði ég. Næsta morgunn, muna þeir aldrei eftir að hafa spurt mig svona spurningar. Á nokkrum klukkustundum tapa allir þorpsbúar minni sínu. Allir nema ég. Trúið mér, ég hef reynt það. En alveg sama hvað ég drekk mikið, halda raddir þeirra áfram að suða, þykkar af alkóhóli, og andlit þeirra birtast mér brennd hrá af sólinni.

88

14

Frægð, segir þú mér, kemur fram í lithimnunum eins og hringur af loga. “Bee, þessar tvær eiga eftir að sóla sig í frægð.” “Hversvegna?” Augu þín hraða sér að dyrunum, til að svara banki sem ekki hefur gerst. Kyppur af skömm, held ég. Sæti Sunnudags Maður er skömmustulegur að sjálfum sér, ekki mér. Skammast sín fyrir að hafa kosið mig, maður sem gæti alveg eins verið blindur, finnst þér. Þennann október hef ég verið fimm sumur hjá Dömum mínum. Þú hlýtur að hugsa, hvernig gæti Bee ekki vitað? Sæti Sunnudags Maður, ég veit. Ég veit hversvegna Fröken mín og Fröken vakna á morgnana. Ég kannast við hljóðin sem heyrast fyrir handan herbergis dyr þeirra þegar þær halda að ég sé ekki til staðar. Ég veit um vindlana sem þær reykja. Ég veit um póstkortin sem þær safna saman og konurnar sem halla sér aftur á myndunum. Ég veit um gömulu-kerla vindana sem sleppast út úr þeim, og matinn sem ertir þá. Rósakál, ef þú vilt vita. Ég þekki andlitin á þeim sem eru oft boðnir í kvöldmat. Ég þekki bökin á þeim sem eru beðnir um að koma aldrei aftur. Ég þekki hollustuna sem Dömur mínar hafa við hvora aðra. Ég veit um trúna sem þær báðar hafa á GertrudeStein. “Hversvegna?” spyr ég aftur. “Bækur GertrudeSteins.” “Bækur?” “Stein skrifar bækur, en þær eru....óvenjulegar, næstum alls ekki bækur,” reynir þú að útskýra. Ég er samt mikið hrifinn. Fröken Toklas hefur fræði-prins, hugsa ég. “Hér,” segir þú og stikar yfir forstofu herbergi risaíbúðarinnar. Þú bendir á röð af bókum sem sitja á hillunni, og þú segir, “Hér,” aftur. Ég sé kjöl þakinn blómum, einn gulann eins og banana hýði áður en það freknast af sólinni, annan gráann eins og besti “áo dái” móður minnar. Ég tek niður bók umvafða í bláu sumar himins Bilignin, og ég blaða gegnum hana. Eins og hrýsgrjóna pappír, hugsa ég. “Það er bókfell,” segir þú, meðan þú reynir að taka bókina úr höndum mínum. “Bókfell?” endurtek ég. Pappír sem líkist kálfaskinni, útskýrir þú með handahreyfingu og gáskafullri gælu við hendina á mér Ég hendi þér bókina fúslega aftur. “Aðeins fimm,” segir þú mér með útbreydda fingur hægri handar. “Luxúrs eintök voru printuð.” Orð letruð á skinn, er ég ennþá að hugsa. Varkárlega setur þú bókina aftur á hilluna og tekur niður aðra. “Hérna er sú síðasta sem Stein gaf út.” Ég tek bókina úr höndum þér, jafnvega efri og neðri rendurnar milli fingurgómanna, hermi eftir hvernig þú sjálfur hélst á bókinni. Síðastliðið ár, segir þú mér, var mjög gott fyrir GertrudeStein. GetrudeStein var ekki aðeins gefin út í 1933, en í 1933 var hún einnig lesin. Það er minnihluta kraftaverk sem þú vonar, með

89

því að stara í augu mín, að ég geti skilið. “Æfisaga Alice B. Toklasar.” Lest þú fyrir mig frá kápu bókarinnar. Þó ég heyri titillinn bara á ensku, get ég samt skilið. Fröken mín skrifaði bók um hina Frökenina mína. Hve hentugt, hugsa ég. GertrudeStein þarf aldrei að ferðast til að safna efni í sögur sínar. Þær, grunar mig, elta hana og sárbæna að verða sagðar. Þú hefur verið í París að bíða eftir frönsku þýðingunni af Æfisögunni, segir þú mér. Safnari, hugsa ég. “Ég hef einnig verið hér,” hvíslar þú, “að bíða eftir þér.” Og er ég aðeins einn í langri röð af öðrum? Eru til særð sigurtákn sem hafa komið á undan mér? En því spyrja spurningua, segji ég sjálfum mér, þegar þú ert hér með mér núna. Sumir menn taka niður gleraugun, sumir láta augnalokin síga. Þú lækkar röddina. Löngunir auðmýkja okkur á annann veg. Líkami þinn færist nær, og ilmur af súraldini og láviði umkringir okkur. Þú hallar höfðinu. Þú kyssir varir mínar, skáhallar af brosi. Andadráttur þinn er hlýja sem breyðist um lokuð augnalok mín. Tungan á þér finnur broddana á agunahárum mínum, hreyfir þau til hliðar. Bækur Dömu minnar eru lagðar niður fyrir kvöldið.

Rétt svo að við skiljum hvorn annann, Sæti Sunnudags Maður, ég hef vitað frá byrjun að GertrudeStein væri rithöfundur. Ég vissi bara ekki að það væri starf hennar, hennar “métier”, eins og Frakkar myndu kalla það. Frá fyrsta degi mínum í Blómastræti 27, hef ég horft á Dömu mína við skriftir, en auðvita hef ég einnig séð aðrar Dömur önnum kafnar við það verkefni. Ég bjóst við að það væri allta það sama, bréf, listar, boð gefin og tekin aftur, þökk-fyrir og ekki-þökk-fyrir nótur. Hvern eftirmiðdag, Sæti Sunnudags Maður, sé ég GertrudeStein setjast niður að skrifborði sínu, einnig kallað borðstofuborð á öðrum tímum dagsins. Eftir um það bil korter, líkt og með bendingu, stendur hún upp, leitar af göngustaf sínum, og fer út með Körfu í daglegt nágranna spjall þeirra og rölt. Þegar íbúða dyrnar lokast, birtist Fröken Toklas, ekki eins og vofa, heldur líkt og gólf lampi eða fótakollur sem allt í einu vakna til lífs. Skyndilega, já, en alltaf til staðar samt. Fröken Toklas gæti verið eðlislega hagsýn, jafnvel hæglát í framferði, en hún er samt sem áður galdrakona. Fyrst, hrindir Dama mín stól GertrudeSteinar undir borðið og tínir saman blöðunum og glósubókunum sem hendur elskunnar hennar hafa hrint af borðinu. Þegar ég sá þær fyrst hugsaði ég til yfirvaxna engifer hnúða eða salvíu bjúga sem þrýstust upp að hýðinu, í öllu tilfelli, ákveðin og óyggjandi, hugsaði ég. Næst þurkar Fröken Toklas burt blekið úr pennanum, skiptir um oddann sem GertrudeStein hefur flatað eins og topp af eldgosafjalli, og leggur verkfærið aftur í sinn rauðlakkaða kassa. Fröken Toklas opnar nærliggjandi skáp, setur kassann þar inn og tekur út ritvélina. Hún sest niður að borðstofuborðinu, ekki í stól GeretrudeSteinar, heldur í þann til hægri, og byrjar að vélrita. Blaðið sem sett er í vélina þreskist upp og niður með hverjum lykli sem kemur upp til að vera sleginn, og virðist mér þeir alltaf vera að streitast á móti. Áður en við hittumst, Sæti Sunnudags Maður, hugsaði ég aldrei tvisvar um Fröken Toklas að vélrita. Ég hugsaði alltaf um það eins og dæmigerða ofdekrunar athöfn, líkt og kjöt sem er vandlega skorið í bitastærðir fyrir barn sem er meira en eins árs gamalt, eða einkennilegt eftirlátsemis verkefni, eins og að fara í nýja skó til að mýkja leðrið fyrir viðkvæma fætur ástvins. Fröken Toklas er vís til að gera hvortveggja. Eftir að heyra forsögn þína um það sem á að kalla frægð Dömu minnar, Sæti Sunnudags Maður, verð ég að viðurkenna að ég er meira forvitinn um skápinn með þungu svörtu ritvélinni og rauðlakkaða kassanum sem liggja þar inni, líkt og beinagrinda leyfar af fyrrum

90

þróttmikilli vél og útþennt hjarta hennar. Hver veit hvað annað sé inní þessum skáp? Hugsa ég. Forvitni mín, það er orðið sem við þjónarnir viljum kalla það, á til að ná hámarki á mánudögum, og hentuglega, á mánudögum eru Dömur mínar í burtu frá Blómastrætinu mestallann daginn. Í byrgjun vinnuvikunnar fyrir flestalla aðra, taka Fröken mín og Fröken bíltúra í næði sínu kringum bæjinn. Oft fylgir þeim kór af bílflauti meðan þær fara í sínar sendiferðir og af og til heimsækja vini sína. Í dag er ekkert öðruvísi. Ég kíkji á úr eldhúsglugganum er GertrudeStein rogast með gríðastóra tuðru af bókum inn í bílinn. Fröken Toklas fylgir á eftir með tvo “pátés en croúte”, einn í hvorri hendinni. Kjötbollurnar, eins og Fröken Toklas kallar þessi umbúðarvöfðu gersemi, eru á leið til heimilis tveggja vina þeirra. “Einn er við slæma heilsu og annar er bara fátækur,” sagði Fröken Toklas. “Settu enga jarðkeppi í þá,” sagði hún mér. “Þeir þurfa á kjötinu að halda, engu fumi.” Fröken Toklas hefur skynsamleg tök á bruðli, þegar kemur að matreiðslu og öðru. Bíðandi í eldhúsinu er hið þriðja “páté en croúte” með þrisvar sinnum meira vanalegu “veseni.” Fröken Toklas er virkileg seiðkona: góðvild og sjálfs-dekrun samanlögð. Til hamingju er GertrudeStein alltaf ætlaður viðtakandi af jarðkeppum og öðrum luxúr. Fyrir utan húsið hljómar GertrudeStein eins og kappreiðabílstjóri og hún veit það. Fröken Toklas veit það líka og setur hendurinar yfir eyrun. Síendurtekin umsnúning af mótornum, hljómurinn af bensíni þrýst inn í óviljuga vélina, vekur húsvörðinn, og hann hallar sér út um gluggann og skekur hnefana. “Brjáluðu Ameríkanar!” drynur í honum. GertrudeStein liftir hendinni í kveðju og brosir, býst við að húsvörðurinn hljóti að hafa sagt eitthvað í góðsamlegum tón, eins og “Bon voyage!” Dömur mínar eru of traustmiklar. Þeim dettur aldrei í hug það versta í fólki kringum þær, þó stundum held ég að þær séu bara kærulausar um hvað kemur þeim við. Í hvoru tilfelli, er það óvenjulegur eiginleiki vinnuveitenda heimilisþjóna. Einu sinni vann ég fyrir Herra og Frú sem settu keðju kringum kæliskápinn áður en þau fóru í rúmið á kvöldin. Þú mátt eiga fjárans kuldann, hugsaði ég. Ég var hjá annarri Frú sem læsti dyrunum af klósettinu áður en hún fór út úr húsi. Kaffíhús nágrennisins, eins og ég varð nauðugur til að uppgötva, krafðist kost af drykki með hverri klósettssturtu. Frú, eldhús vaskurinn verður að duga þegar blaðran á mér er full og vasarnir tómir, hefði hún átt að heyra mig hugsa. Það versta samt var Herrann sem læsti hnífunum inn í eldhús á nóttunum og setti lykilinn í kringum mittið. Þeir eru verkfæri starfs míns, í Guðanna bænum! Þú, Herra, treystir mér ekki með líf þitt, en þú treystir mér með máltíðir þínar? Fáránlegt, nést-ce pas? Allt þetta er til að segja að ég var að búast við að Fröken mín og Fröken tækju einnig öryggis ráðstöfun eða tvær, en skápar þeirra opnast hljóðlega, auðveldlega. Ég sé borðstofulín, stafla af te-blettuðum bútum vafða í sinneplitaða strengi, nokkurskonar kirkjugarð af eyðilögðum borðdúkum, munnþurrkum, og yfirbreyðum. Mér undrast ekki að Fröken Toklas geymi svona hluti. Einkennilegt samt að hún geymi þá í þessum skáp, hugsa ég. En það sem í fyrstu sjón var áreiðanlega efni, reynist vera kynstur af pappír, þegar augu mín venjast sjóninni. Þetta virðist vera beinhvítar leyfar af því sem hlýtur að vera margra áratuga virði af korterum GertrudeSteinar. Hvað hefðir ÞÚ gefið til að sjá allt þetta, hugsa ég. Tækifæri gefast mér svo sjaldan. Ég er hissa á að ég kannist ennþá við þau. Já, hugsa ég, hvað gæfir þú? Endalausir sunnudagar gegnblautir af dómkirkjubjöllum, vinstri partur af rúminu þínu, góða-nótt koss í staðinn fyrir bless, skúffa fyrir rakvélina mína og greiðu, augu þín hlý á andliti mínu þegar ég

91

færi þér te í íbúð Damanna minna, löngun þín til mín íklædd þar líkt og rautt blóm í hnappagatinu. -------------------------------

Á hverjum laugardegi bíð ég. Nærvera mín, rétt inni við inngöngu eldhúss Damanna minna, tryggir að allir bollarnir séu rjúkandi og teborðið sé þakið marsipan og smjör-rjóma-kremuðum kökum. Ætíð háttvís, næstum ósýnilegur, ímynda ég mér að þegar gestirnir líta til mín, sjái þeir lampa eða fótastól. Ég hef orðið einmitt það. “Varla! Þú ert ekki nærri því eins bjartur eða gagnlegur.” Takk fyrir, Gamli Maður, fyrir að sýna mér villur leiða minna. Utan við troðfullt herbergi bíð ég, festur kyrr af þyngd skónna minna, þykk-sóluðum og sprungnum af kuldanun. Hitinn af svo mörgum líkömum þrýstum saman en ekki snertandi hvorn annann, heldur þægilegu hitastigi í vinnustofunni, en tilfinningin af kulda er, fyrir mig, tiltöluleg. Á hverjum sunnudegi leita ég í þessari samkomu að andliti Sæta Sunnudags Mannsins og sé aðeins bregða fyrir bakinu á honum. En í dag segji ég sjálfum mér að vera ekki hræddur. Ég læt ekki koma sjálfum mér úr jafnvægji. Það er ekki aðeins spurning um tíma. Ég þarfnast ekki endurspeglunar í spegli, rauðu á hnífseggi, sannanir um að þessi líkami minn hýsi ennþá líf. Ég hef Fröken mína og Fröken. Svo lengi sem ég er hjá þeim, hef ég húsaskjól. Ég er inn í miðju býflugnabúi, og það er Sæti Sunnudags Maðurinn sem er seigla býflugan. Hunangið sem hann þráir er sagan sem hann veit að aðeins ég get sagt. Síðastliðinn sunnudag, þegar ég sagði honum frá skápnum og hvað Dömur mínar geyma þar inni, varð honum erfitt um andadrátt. Sæti Sunnudags Maður vildi vita nákvæmlega hvað margar glósubækur. Hann vildi vita um skipulagið á vélrituðu blaðsíðunum. Hann vildi vita nákvæmlega um orðin sem GertrudeStein hafði skrifað og að Fröken Toklas hafði skyldurækilega vélritað. Ég hristi höfuðið og yppti öxlunum. Í æsingi sínum, gleymdi Sæti Sunnudags Maður að enska tungumálið er læst hurð fyrir mig. Honum varð aftur erfitt um andadrátt. Hann settist niður að skrifborði sínu, og ég tók það sem merki um að fara að laga kvöldmat fyrir okkur. Það sem eftir var dagsins, ríkti taktur vanagangs okkar. Ég eldaði og hann las. Ég sá hann þó stelast til að líta til mín. Aðdáunarverðlega, hugsaði ég. Sjó breyting, vonaði ég. En teboðið þennann dag er ekkert öðruvísi. Á Blómastræti 27, vekja jafnvel húsgögnin meiri eftirtekt en ég. Skápurinn fær eftirtekt úr öllum áttum. Ljós úr einhverjum ósýnilegum uppruna er að sleikja dökkann viðinn á honum, festist við hann líkt og blautt lakk. Að vera miðpunktur eftirtektar kemur öllu til að glóa, hugsa ég. Ha, ég hefði átt að vita. Sæti Sunnudags Manni líkaði við sögu mína um skápinn. Honum líkaði hún svo vel að hann sagði frá, öllum í vinnustofunni held ég. Sæti Sunnudags Maður, það brennur í Blómastræti 27. Þegar þú og hinir gestirnir birtast í laugardags teboðið og sjá logana, flýtið þið ykkur inn til að bjarga Dömunum mínum, innihald skápsins þeirra, eða matsveininum? Hið rétta svar er Karfa og Pépé. Fröken mín og Fröken, eins og allir vita, geta hugsað um sig sjálfar. Skápurinn þarfnast líka engar aðstoðar, vegna þess að Fröken Toklas er vís til að hlaupa aftur inn í brennandi íbúðina þar til hver einasta blaðsíða sem GertrudeStein hefur snert er örugg í fangi hennar. Hvað varðar kokkinn, færu samankomnir gestir að klóra sér í hárinu og spyrja, “hafa Steinurnar kokk?”

92

Sæti Sunnudags Maður, ég sagði ekki sögur mínar um Dömurnar þá eða núna með tilliti til samkomulags eða viðskipta, heldur eins og auka aðdráttarafl, ögn af fullvissun. Með stöðugri ”forvitni,” minni vissi ég að ég gæti boðið þér nokkuð sem enginn annar maður gæti. Með augun opin, viðkvæmnin við þessar Dömur mínar, gildi mitt fyrir þig þótti mér víst að aukast, tvöfaldast og tryggjast. Gildi, hef ég heyrt, er hvernig þetta allt byrjaði. Eftir það getur það orðið dýpra í virði, flóað inn í aðdráttarafl og hjartæða sinn veg til vöðva hjartans. Mér skjátlaðist, alltaf er það mín villa, að trúa því að einhver eins og þú munir, fyrir mig, opna upp rauðu, lit af opinberun, af stöðugum loga. Ég þrái lit vara þinna, rauða lífs þíns afklætt nakið í munni mínum. En ég gleymdi að þú, Sæti Sunnudags Maður, ert gallaður eins og ég. Þú ert vafasöm samsetning, viðkvæm en ekki á fín-beinaðann veg. Fíngerður eins og slæm verkunnátta og óöryggið sem afleiðist af því getur gert hús eða líkama óíbúahæft. Virkilega vafasamt. Ég fel skrokk minn í bak herbergi hvers einasta húss sem ég hef verið í. Þú felur þig inn í sjálfan þig. Þinn er nálæg eftirlíking af föður þínum, og þú ert þakklátur fyrir hvað það leyfir þér að gera, óáreittum, fyrir hvert það leyfir þér að fara, óuppgötvuðum. Þetta er, fullvissar þú sjálfan þig, þýðingin á frelsi. Hvað varðar blóð móður þinnar, ertu varkár að láta það ekki sjást. Þú lifir lífi þar sem þú hefur slitið tengslin milli blóðs og líkama, skrapað burt það sem bindur þetta tvent saman. Sem læknir, ættir þú að vita að blóð heldur líkama á lífi. Sæti Sunnudags Maður, ég dáist af því hvernig þú getur breyst frá herbergi til herbergis. Ég öfunda hvernig þú getur hagað þér þegar þú ert í íbúðinni, umkringdur mönnunum sem telja þig einn af þeim. Liðkun útlima þinna bendir til líkamlegrar áreynslu í íþróttum og ekki vinnu. Hreyfingar þínar, sterkar og ákveðnar, benda til lífs sem hefur aldrei þekkt bælingar. Þú, Sæti Sunnudags Maður, notfærir þér auðu pappírsörkina sem er hörund þitt. Þú kynnir sjálfan þig sem rithöfundur. Þú segir sögur um fjölskyldu sem þú ekki átt, borg sem þú hefur aldrei búið í, líf sem þú hefur aldrei fullkomlega lifað. Þú heldur að þú sért snjall, úrræðagóður, að nota snöggar línur blíants og aldrei hugulsöm strik pennans. Þú hörfar frá varanleika bleksins, dimmu sem myndi doka við yfirborðið á blaðsíðu og hörundi. Þú ert, eftir allt er sagt og gert, grá skissmynd. Þegar þú ert í vinnustofunni, sé ég stellingu þína, uppgerða áhyggjuleysi hennar og ætttleiddu réttindi. Þegar við erum saman í risaíbúðinni þinni, kannast ég við það sem forsendu sem þú reynir að losna við með því að hrista af þar sem hún loðar við skrokkinn. Þar, í einu herbergjunum í borginni sem við getum sannarlega deilt saman, verður líkami þinn meira eins og minn. Og eins og þú veist, auðkennir skrokkur minn mig, tilkynnir veikleika minn, sýnir hann sem gult skinn. Óskammfeilið segir hann sögu mína, eða öllu heldur samanþjappaða, afskræma útgáfu af henni, fyrir vegfarendur, nógu forvitna til að varpa augunum til mín. Það deyfir sköpunar hæfileika þeirra, fyrirmælir fyrir þá takmarkaða listann af því sem ég gæti verið. Útlendingur, Asískur, og af því að þetta er Móðir Frakkland, hlýt ég að vera Indókínverji. Þeir vilja ekki skilgreina neitt fleyra, sleppa spurningunni um hvort ég sé frá Víetnam, Kambódíu, eða Laós, virkilega. Við tilheyrum allir sama eiganda, sama herra og frú. Það hlýtur að útskýra mistökin um að greina sundur, skort á forvitni. Fyrir þau, bíður líkami minn upp á krefjandi, forákvarða lífs sögu. Hún bæklar ímynd þeirra eins og það gerir mína. Hún segir þeim, halda þeir, allt sem þeir þurfa að vita um fortíð mína, og minna mikilvægt, um lífið sem ég nú lifi inn í núveru þeirra. Augun á mér, eru vegfarendur fljótir að taka eftir, skína ekki af snilld útlends nemanda. Ég hef alla útlimina, svo ég er ekki einn af þessum hermönnum innfluttir úr nýlendum þeirra til að berjast í þeirra “Grande Guerre.” Engir

93

fjárhættuspilarar eða hórur eru fest við mjöðmina á mér, svo ég get ekki verið ungi keysarinn eða prins gamals niðurlags lands. Á örfáu sekúndunum sem þeir eiga eftir til að íhuga málið áður en þeir rölta í burt, komast þeir að þeirri niðurstöðu að ég sé verkamaður, eini raunverulegi kosturinn sem eftir er. Á hverjum degi, þegar ég labba um götur þessarar borgar, er ég bara það. Ég er Indókínverskur verkamaður, alhæfur og ógagnrýnn, auðveldlega sýnilegur og auðkennilegur. Það er þetta einkennilega sambland af kærulausu skeytingarleysi og illum orðstír sem kemur mér til að langa til að taka skrokkinn á mér inn í ösina í markaðstað Saigons og tína honum í mannþröngunni. Þar, segi ég sjálfum mér, var ég bara maður, ónafngreindur, og fljótlega augasýnilegur, nemandi, garðyrkjumaður, skáld, matreiðslusveinn, prins, burðarmaður, læknir, lærdómsmaður. En í Víetnam, tel ég sjálfum mér trú um, var ég um fram allt aðeins maður.

15

GertrudeStein er á fótum snemma, sjaldgæfur, og fyrir mig óvelkominn viðburður. “Hún vill eggjaköku,” segir Fröken Toklas, sem gerir sig önnum kafna við diskana, hnífapörin, og bakkann. Sex egg þeitt með örlátri klípu af salti þar til blandan er þykk af lofti, þar til litur lýsist til ljós gulunnar af kamómíl miðpunktum. Tvær stórar matskeiðar af smjöri, sú fyrsta brædd í pönnunni þar til snarkar í, yfirtónn af eftirvæntingu. Hinni matskeiðinni er smokrað undir þrútnaða húðina sem hefur myndast í undir mínútu, ef hitinn er réttur. Einfaldur réttur sem sýnir meistarann, berskjaldar nýliðann. Eggjakökur mínar eru mikið í uppáhaldi allra sem hafa smakkað þær. Líkt og trúgjörn börn, full af undrun, spyrja þær alltaf, “hvað er leyndarmálið?” Lít ég út eins og fífl? Spyr ég sjálfan mig í hvert skipti. Í Guðanna bænum, Fröken, líktu ekki málleysi mínu við skort á hugsun. Ef ég hef nokkuð leyndarmál, Fröken, tæki ég það með mér til ómerktar grafar, feldi það í beinuðu kjálkunum, á stað þar sem tungan á mér væri ef hún hefði ekki rotnað burt. Voga ég mér að segja að það sé fáviti þitt, Fröken, sem fóðrar vasa mína, veitir mér inngang inn í óæðri herbergi húsa þinna, leyfir

94

snertingu minni inngang inn í þig, á mjög náinn hátt. Fröken, gjörðu svo vel að gleyma ekki að hver biti sem rennur niður döggvaðann, hvíta hálsinn á þér, hefur hvílst í höndunum á mér, dekraður í hlýju fingra minna. Það sem loðar við þá, loðar við þig. Ef ég á leyndarmál, Fröken, er það þetta – ég staldra við til áherslu, þögult lof til Báos. Múskat! Lýg ég. Mikilvæg upplýsing, halda þær alltaf. Þau trúa öll á “leyndar” efni, græðismyrsl fyrir Gallik stolt þeirra, töfra heilsudrykk sem hver sem er gæti notað til að endurtaka góða árang minn. Tilvera þess niðurlækkar hæfileika mína, ómerkir virði mitt. Tilvera þess ógnar tilveru minni. Fröken, ef þú bætir í þeytt eggin ögn af nýju röspuðu múskati, færð þú eggjaköku bryddaða af handsápu bragði og liktandi af krömdum skrokkum vissra padda sem gefa af sér viðvörunar daun til annarra skordýra. Múskat er þorparalegt þegar það er ekki sykrað og blandað í rjóma. Notað eitt saman í eggjaköku, yrði það ekki að dauða þínum, Fröken, en það kæmi þér áræðanlega til að kúgast. Ef til er “leyndarmál,” Fröken, er það þetta: Endurtekningar, vanagangur. Þjónusta, auðmýkt og undirgefni. Meðan þú hefur vaknað við lyktina af kaffi á könnunni, klætt þig við þögla taktinn af striti annarra manna, hef ég verið í eldhúsinu síðan ég var sex ára, og í eldhúsinu þínu síðan klukkan sex í morgunn. Í lífi mínu sem minniháttar húshjálp, aukapersóna í daglegu sjónleikum þínum, hef ég lagað mörg þúsund eggjakökur. Þú hefur reynt að laga þrjár, sérhver tilraun ekki til neins, fleygðar í ruslið, hálf-máni með brennda smjör gígi, einfaldur réttur sem algerlega og á hagstæðan hátt, aðgreinir þig og mig. Frá byrjun vissi ég að Fröken Toklas gæti aldrei spurt vegna þess að hún er dama sem hefur sín eigin leyndarmál. Fröken Toklas setur eggjakökuna, bognu rendurnar ennþá að söngla hitann, fyrir framan GertrudeStein. Hún skellur skollaeyrum við söng freistingunnar. GertrudeStein vill ekki snerta matinn þar til hann hefur kólnað niður í hita borðstofunnar. Ylvolgt, þykir Frökenni minni best. Heitt og kalt eru of auðveldlega skilgreint. Hlandvolgt er virði vísindalegra rannsókna, afleiðing sem krefst þvermála útreiknings. Ylvolgt er einnig, fyrir GertrudeStein, unaðslegur skammtur af hefnd. Vegna þess að Fröken Toklas er hamingjusömust þegar maturinn hennar er borðaður heitur, með þykkum gufuröndum að seilast upp, að grípa í hárið á henni og dinglandi eyrnalokkana. Hún heimtar ekkert minna af þeim sem setjast niður að borði hennar. Hún ætlast til jafnvel enn meiru af GertrudeStein. Þegar það sem er borið fram kraumar af ástríðu og stolti, framberun þess, trúir Fröken Toklas, ætti að stöðva öll samtöl, senda hendur til að þrífa til gaffla og hnífa, hvetja varir til að opnast í eftirvæntingu. Fröken Toklas trúir að með hverri máltíð, beri hún fram part af sjálfri sér, frábær myndhvörf skreytandi hvern einasta rétt. GertrudeStein veit að fyrir hverja einustu mínútu sem hún veitir sér skemmtun, líkt og óvelkominn gestur við borðið, þjáist Fröken Toklas af litlum dauða. Það sem verra er, frávísun kemur inn í herbergið og hótar að stela stól Fröken Toklasar. Á þennan hátt fær GertrudeStein ánægju frá hverri gremju sem hún hefur orðið að þola frá Fröken Toklas. Fyrir stuttu síðan var rjómi og tólg bönnuð frá matarkúrnum í sex ömurlega mánuði. Einbeitni Fröken Toklasar tryggði að sjónin af GertrudeStein að baslast við, klaufaleg og aulaleg, að standa upp úr lín-upphólstraða hægindastólnum, yrði leyndarmál sem aðeins við þrjú geymdum. Útlegða saltið, brottrekstur af alkóhóli, brottvísun sígarettanna, þetta voru önnur hrottaleg stjórnarfyrirkomulög sem birtust og hurfu, troðandi miskunnarlaust á vilja Dömunnar minnar. Hefnd kemur til GertrudeSteinars í formi svo hlutlausu, máttugu og grimmu að það gæti aðeins verið framkvæmt milli tveggja elskenda, milli GertrudeStein og “elskunnar,” hennar

95

“Drottningunnar,” hennar “Kökunnar,” hennar “Engilbarnsins,” hennar “Ungbarnsins,” hennar “Eiginkvennslu,” hennar “Pjötlunnar” hennar. Ég hef heyrt öll þessi gælunöfn. Engin af þeim eru í uppáhaldi hjá mér. Ég veit ekki hvað þau þýða. Þó “Kaka” hljómar í eyrum mínum líkt og enska nafnið “Kate.” “Kate” sem er nógu góð á bragðið fyrir GertrudeStein að borða er “Kaka,” segi ég sjálfum mér og brosi. Báo yrði stoltur. “Smokraðu þinni eigin þýðingu inn í orðin,” sagði hann, svolítil ráðlegging sem hefur bjargað mér. Tungumál er hús með fjölda dyrum, og ég er of oft óboðinn og án lykla. En þegar ég laumast inn á orð þeirra, reyni að giska á þýðinguna, skapa ég fallhlera sem hleypa mér inn þegar nóttin úti er of köld og dimm. Þegar ég fer um herbergin á Blómastræti 27 og enginn er var um mig, þegar ég svíf í sterkum og óendalegum straumi, og ég heyri Fröken Toklas bjóða GertrudeStein, “Annan kökubita?” gleypi ég andann og brosi.

Í morgunn, líkt og ætíð, er ætlast til af mér að ég sjóði kjúklinga lifur fyrir Körfu og Pépé, auðvita eftir að ég hef lokið við að þjóna Dömum þeirra. Í Blómastræti 27, eins og annarstaðar, er skipulag hlutanna mjög mikilvægt. “Bleikt í miðjunni og rakt, en ekkert blóð skyldi renna þegar þrýst er á með gaffli” var nákvæm tilsögn Fröken Toklasar. Skvetta af koníaki, Fröken? Freistist ég til en spurði ekki. Ég laga einn disk fyrir hvern hund. Þessir tveir eru alls ekki viljugir að deila saman. Ég verð að samþykkjast Pépé í þessu. Karfa er þrálátur slefari sem tilbýr sitt eigið kjötseiði ofan á hvern einasta disk. Diskur af lifri, falleg stúlka, illþefandi rassgöt á öðrum hundum, allt er þetta hið sama fyrir Körfu. Herra Hátign bregður við öllum æsandi hlutum með óstöðvandi, óhömlaðri votu, sem gefur í skyn að hann sé ánægður. Í fyrstu brá Pépé við sjóninni af drukknandi morgunverði sínum með því að bakka upp og laumast í kjöltu Fröken Toklas. Ég get sagt eitt um þessa hunda. Þeir vita hjá hverjum þeir eru í uppáhaldi. Því ekki löngu efir þessa aumulegu sýningu, fékk ég skipun um að laga sér disk fyrir Pépé. “Troðfulla af lifri hundana mína” kalla ég Körfu og Pépé þegar Dömur þeirra eru ekki í kring. Ég segi það á víetnamísku. Ég tala alltaf við Körfu og Pépé á víetnamísku. Trúið mér, Troðfullir-af lifri hundar” hljómar mikið betur á víetnamísku en á frönsku. Í öllu tilfelli, því ætti ég að óhagræða mig við tungumál sem þessir hundar kunna betur en ég? “Fitnaðu fljótt, fitnaður fljótt” er það sem ég hvísla til Körfu og Pépé þegar ég ber fram fyrir þá morgunverðinn. Ljúffengt, hugsa ég alltaf. Engin undrun á að Karfa og Pépé hafa andstyggð á mér. Þeir vita að ég vildi heldur bera þá fram en að þjóna þeim. Karfa og Pépé vita hvað ég meina, og þeir vita einnig hvernig sé best að refsa mér. Á hverjum morgni heimtar Karfa að éta sinn morgunverð undir miðju borðstofuborðinu, í staðinn fyrir uppáhaldstaðinn sinn við fætur GertrudeSteinars. Hann gerir það svo að ég verð að krjúpa á hnjánum og skríða til hans með lifrina í einni hendinni og virðingu mína í hinni. Þegar ég kem undan borðinu, er ég dokra við í morgunn eins og fyrri daginn til að dást af stærðinni af fótum GertrudeSteinar, stingur Dama mín hausnum á sér niður og spyr, “Magri Bin, er Lattimore negri?” Nei, GertrudeStein, hann er lithimna sérfræðingur, vil ég segja en ég man ekki orðið fyrir vísindið sem þú iðkar. Þú hafðir varað mig við að spurningarnar kæmu. Þær gera það alltaf, sagðir þú mér. Fór hryggurinn á henni að stífna örlítið, rétti hún hendina til baka eftir að þú snertir hana aðeins, störðu augu hennar augnablik of lengi á andlit þitt? En GertrudeStein er öðruvísi, fullvissir þú mig. Hún er lýðræðissinnað, starandi augnaráð. Allir eru þegnskyldir sömu nákvæmu rannsókninni. Hún horfir og horfir þar

96

til hún sér. Þegar augu hennar hafa lokið við verkefni sín, hefur hún eignast þig. Eða svo heldur þú. Veikleiki hennar, Sæti Sunnudags Maður liggur í kraftinum af tilgátum hennar, hraðlega mynduðum fellibylum. Þeir gera hana varnarlausa á óvæntanelgann hátt. Dama mín öskrar og allir í kring um hana falla í yfirlið, líkt og segl. Hún er lukkuleg að hafa aldrei drukknað. Hún heldur að hugmyndir sínar birtist inn í veröldina líkt og tilskipanir. Þetta er aðhöfn sem fylgir hringjandi klukkum, steypujárns fegurðir sem tilkynna nærveru sína úr rökkvuðum turnum. Aðalsmerki snilligáfu, trúir Fröken Toklas. Hún heyrði í þeim, hljómfögrum og hátíðlegum, þegar hún fyrst mætti GertrudeStein, “Kóngnum” sínum, “Fitubollunni” sinni, “Fjallfitunni” sinni, “Eiginmanninum” sínum, “Ástinni” sinni.

Dragsúgur smýgur gegnum borðstofu gluggana. Pépé skelfur í kjöltu Fröken Toklasar. Hnífsegg af vetra lofti gerir Dömu mína einmana, hún þráir snertinguna af höndum GertrudeSteinar á baksíðu sinni. Þennann morgunn, jafnvel víddin á borðinu, finnst henni of mikil fjarlægð milli þeirra. Var til líf áður en ég mætti henni? Undrast Fröken Toklas, jafnvel þó hún viti að svarið gerði hana bara afbrýðissama og angurværa. Því spyrja hvort það hafi verið önnur titrandi hjörtu að slá hratt í Blómastræti 27 áður en hún gekk inn um dyrnar, áður en hún renndi sér gegnum blóðrauðuna, skarlatsrauð-tjaldaða veggina af öðrum leggöngum sínum? “Hverslags bjánaleg spurning,” myndi GertrudeStein áræðinlega svara, og með því vísa málinu á bug. Þessvegna er sumt sem Fröken Toklas segði aldrei frá, ekki einu sinni GertrudeStein. Nú það, hef ég komist að, er ítarlegasta og mikilvægasta leyndarmál Fröken Toklasar. Hún virðist vera ákaflega gefandi, fullkomlega óeigingjörn, náðarsamlegur sjálfboðaliði. Hún kemur fram fyrir heiminn eins og auð blaðsíða sem biður um frásögn, jafnvel þó hún sé ekki hennar eigin. Fröken Toklas blekkir heiminn, vegna þes að hann er fullur af fíflum sem ómaka sig ekki að líta á ljósið í augum hennar, krossuðu línurnar af stáli. Það var líf áður en GertrudeStein kom til sögunnar, en Fröken Toklas hafði ekki lifað það. Hún var þrítug og hún hafði aldrei heyrt í bjöllum snillingsins, aldrei fundið til titrings þeirra við hjartæðaveggi sína. Það sem verra var, var hún byrjuð að gleyma að þær gætu hringt fyrir hana. Hún varð að ferðast mörg þúsund mílur að heiman í flótta frá sólsetrinu. Hún hélt að hún væri að hlýða flótta eðlishvata sinna, afreksverk svo dýrslegt að hún lét viljanlega undan. Nú man hún eftir því sem ratvísis eðlisávísun, flótti til, í staðinn fyrir frá. Þrjátíu ár í San Francisco og hún var byrjuð að hræðast rökkrið. Á hverjum degi leit hún upp til fjólubláu skýanna og rauðlitaða himinsins og sá sprungnar blóðæðar að tapa litunum. Hún líkti sólsetrinu við marið andlit á konu, andlit sem hún hafði einu sinni séð bregða fyrir frá seinfærum sporvagni. Aldrei fyrr hafði hún komið auga á svona ofbeldis sjón og svona sjón af opinberlegri löngun. Hún gat ekki skilið hversvegna þetta tvennt hafði gerst saman, kraftar tengdir í þennann eina líkama fyrir hana að sjá. Fröken Toklas þrýsti enni sínu á gluggann. Hún stóð alltaf þannig, jafnvel þegar nóg pláss var í strætisvagninum. Henni fannst hún vera árvök þegar hún var nær glugga. Sporvagninn keyrði upp að áætlunar stoppi sínu, og þarna á stéttinni var kona með blússuna óhneppta, línan milli brjóstanna var sjáanleg, líkt og mjúkur flauelis strengur. Lögreglumaður hélt um axlirnar á henni. Andlitið á henni var uppþot af litum. Þegar sporvagninn keyrði í burt, með Fröken Toklas ennþá örugga inni, hélt hún áfram að stara á þar til allt sem hún sá var hnakkurinn á konunni. Hún hélt áfram að stara þar til hún sá hreyfinguna þegar spennurnar losnuðust, þegar hárið á konunni féll niður fyrir

97

aftan pilsið, yfirgripsmikill blettur drakk í sig efnið. Það leið yfir Fröken Toklas. Hún féll niður í faðmið á ókunnugum manni og miðavörðurinn varð að lífga hana við. Þetta var undraverður atburður á annars vanalegri ferð úr húsi föður hennar, á leið til slátrarans, matvörubúðarinnar, bakarans og fiskibúðarinnar. Þetta var sviðsmynd sem hefði átt að dofna með tímanum en gerði það ekki. Fröken Toklas ríghélt í hana, meidda andlitið, mjúka flauelis strenginn, eins og verndargrip og tálbeitu, þar til hún kom til Blómastrætis 27.

Alice Babett Toklas birtist í París með koffort fullt af rósasilkis jökkum, Kínaborga rauðum; einum pelsi, silfur refslá; magabelti, kirsuberjarauðu; fangafylli af batík og silki kjólum í litum sem laða fram sígrænuna í augum hennar. Smeygt í töskuna hennar var vasaklútur snyrtur blúndu, einn af þeim þrjátíu og einum sem hún geymdi í balsam kassa, einn fyrir hvern dag af jafnvel lengstu mánuðum. Hún kom með neglurnar nýlega snyrtar, hver rósa-vökvaði fingur broddaður af boguðum, hvítum laufskálum. Hún kom með ilm af blómum og hunangi á hörundi sínu. Það síðara gat GertrudeStein ekki gert að nema taka eftir. Jörðin undir fótum Fröken Toklas hafði tapað sinni stöðugu stillingu, hafði hrunið í sefasýkis kasti, og hún virti það sem tákn. Jarðskjálfti hafði umbreytt San Francisco inn í biblíuborg. Það flæddi úr bólgnuðum aðrennslum frá brotnum vatnsrörum. Logar sleiktu opnu sárin af sprungnum gas pípum. Ótímabærlegar jurtir blómstruðu í kjölfari krefjandi hitans af eldinum. Partar af borginni féllu skyndilega í eyði, íbúarnir neyddir út í náttfötum og sloppum til að standa frammi fyrir einkennilegu logni af skýalausum himni. Faðir Fröken Toklasar svaf gegnum skjálftann. Klukkan hálf-sex að morgni var of snemma fyrir hann að fara á fætur. Fröken Toklas gekk inn í garðinn, grafði holu, og fyllti hana með silfri fjölskyldunnar, athöfn sem hún eftirá gat ekki munað eftir að hafa gert, varðveislu eðlishvöt sem alltaf kom henni vel að haldi. Á dögunum eftir skjálftann, þráði hún sígarettur, heitt bað, og fjölda annarra hluta, sem hún gat ekki enn borið kennsl á. Hún tók þetta allt sem tákn. Ári seinna, þegar september var að hverfa inn í október, bankaði Fröken Toklas að dyrum Blómastrætis 27. Meðan hún stóð fyrir utan vinnustofuna og beið eftir svari, heyrði hún skrafið af laufum að berjast gegn haustvindinum. Hún hélt að hún væri að heyra hlátur GertrudeSteinar. Mörgum árum seinna, er ég stóð fyrir utan þessar sömu dyr, fannst mér ég heyra rödd föður míns. Hún hafði skilið sinn eftir. Því miður hafði ég pakkað of miklu niður. Þegar Fröken Toklas fyrst mætti GertrudeStein, var andlit hennar staðfast. Ró, þó, væri ýkjun. Svipurinn á Fröken Toklas, hugsa ég, var sá sami sem hún setur nú á sig í öllum myndunum af henni: augun líta upp, hálf-lukt af þungum augnalokunum;varirnar þykkari en maður gerði ráð fyrir, samanklemmdar til að spyrja í hljóði, Jæja? Því þarftu að stara? Þetta er svipurinn af öllum myndunum sem teknar hafa verið af henni, fyrir utan eina. Tekin á jarðskjálfta árinu, árið áður en hún fór úr húsi föður síns, með enga ásetningu um að koma nokkurntíma til baka, þetta er eina myndin sem hangir í Blómastræti 27 sem sýnir Fröken Toklas eina. Fröken Toklas mislíkar að láta taka mynd af sér án GertrudeSteinar. Hið gagnkvæma veit hún að sé ekki svo. Myndin sýnir höfuðið og efri hluta líkamans. Hún snýr höfðinu til hliðar, og augnaráðiðinu er beint niður til vinstra horns myndarinnar. Fyrir þá sem ekki þekkja hana, segir stellingin að hún sé feimin, augun snúin undan, jafnvel hlédræg. Hún stendur fyrir framan efnis bakgrunn, sem er aðeins móðaður. Gára rennur gegnum hann, líkt og einhver hafi nýlega

98

farið út úr herberginu, lokað dyrunum þétt fyrir aftan hana, fært úr stað loftstraum, eitthvað ósýnilegt sem lífgar upp ófullgerðann efnisbútinn festann á vegginn. Skyndileg hreyfingin, sem myndavéls linsan hefur náð taki á, er nú óboðinn gestur, óþekkt andlit á bakgrunni öðruvísi vandlega stilltri “tableau.” Fröken Toklas er klædd löngum kínverskum slopp með mjúkum, ávölum herðum, silk með mjög smáatriða grunnum. Henni finnst hún vera tæluð, eða þannig ímyndar hún sé að lokkun skynjist í hvert sinn sem hún smeygir því yfir hörund sitt og lætur lausa, örláta snið hans, þekja sig. Flíkin er ekta leiklist, með löngum ermum í bjöllu-sköpuðum opnum sem gætu komið jafnvel feitum handleggjum til að virðast horaðir. Hennar eru magrir, glóandi af ungdómi, gerðir áberandi af ljósi myndatökumannsins. Andlit hennar og handleggir skína einnig hvítir. Hún krossar handleggina fyrir framan sig, hendurnar halda í andspænis framhluta handleggina. Stilltar aðeins fyrir innan ermarnar, eru hendur hennar næstum ósýnilegar. Myndavélin er forvitin og eltir þær í skuggann. Mig grunar að þetta sé ástæðan fyrir því að hún kaus þennann slopp, vildi minnisvarða sjálfa sig í honum. Ermarnar, ríflegar og áminnandi, duga sem staðgengill fyrir fleygt hálsmál, berar axlir, geirvörtur kankvísar gegn þyrlandi sniðinu sem fellur í silkið. Staðgengill, ímynda ég mér, fyrir löngun hennar til að bera líkamann fyrir ljósinu, löngun til að vekja hann. Þetta höfum við sameiginlegt, veit ég.

16

Einkaritari Frúarinnar, líkt og flestir kaþólskir víetnamar í Saigon, hafði heyrt um Gamla Manninn. Prédikara fátæka fólksins, kallar það hann. Heilagur maður, fyrir utan það að hann átti eiginkonu. Það hafði þó frétt að eftir að fjórða barnið fæddist, heitaði hann skírlífi. Hann er nú algjörlega helgaður Guði, segir það. Hann er næsti Faðir Augustine okkar, segir það. Og meðal okkar, hver hefur ekki heyrt söguna um Faðir Augustine, einfaldann sveita prest sem Biskup Saigons kaus sérstaklega í ferðina sem er eins nálæg og nokkur af okkur kemst til himnahliðsins, meðan við stöndum enn á þessari eitilharðri jörðu? Faðir Augustine, segir það, stóð undir gnæfandi hvolfþaki St. Péturs Kirkju og dáðist af mjúkum marmaranum, að hvernig Guð hans hafði leyft þjónum Sínum að tjalda ímynd sonar Síns í henni. Faðir Augustine kyssti páfahringinn, en dó áður en hann náði endanlegum ákvörðunarstað sínum, þeim sem hann trúði að gæti fullkomið pílagrímsferð sína. Hann dó á vöruflutnings skipi sem var að færa hann á leið til suður Frakklands til borgarinnar Avignon, fæðingarstað jesúitsins Alesandre De Rhodes. Faðir Augustine var sannfærður um, efir því sem sagt var, að hann vildi sjá allt

99

það sem þessi jesúiti hafði skilið eftir sig, allt það sem þessi trúboði hafði falið í hendur minninga sem urðu til að bregðast honum, allt það sem þessi maður hafði fórnað til þess að færa kaþólskuna í þetta land sem Faðir Augustine setti aldrei augu á aftur. Líf siff fyrir trú sína, sagði það. Virðulegt viðskipti, sagði það. Gamli Maðurinn er sniðinn úr sama efni og Faðir Augustine. Það eru örlög hans. En núna hefur hann þann óviðeigandi sóma að eiga sódómaskann son. Eiginkonuna er auðvelt að líta framhjá, en sá sódómski er synd gegn Guði. Hvernig gæti þannig guðlastandi ávöxtur fallið úr svona heilugu tréi?, spyrði það. Kannske er tréið sjálft rotið, viður þess graftað af lirfum, grunaði það ef til vill. Allt þetta var að hringlast um í alkóhól gegnbleyttann heila Gamla Mannsins, meðan hann stóð og beið eftir mér við framdyrnar að húsinu sínu. Frá andlitsvipnum á honum, gat ég séð að enginn partur af þeirri byggingu tilheyrði mér núna. Frá stellingu líkama hans gat ég séð að hann var meira en drukkinn, einu smá glasi frá því að kyssa gólfið. Þegar ég var yngri, hélt ég að ef ég potaði kveiktri eldspýtu inn í eyrnagöngin á honum, tendraðist allur hausinn í logum, brenndi burt alkóhólið sem stíflaði það í einum leiftri. Núna, ja, nú er það of seint. Er ég labbaði til hans, gat ég séð stráhatt móður minnar hangandi á sínum vanalega stað við eldhúsinnganginn. Eldhúsið var viðbóta bygging, bakþanki sem skagaðist út aftan við húsið. Það hafði sér inngang en engar dyr. Gluggatjald sem var á litinn eins og hunang hékk við innganginn. Móðir mín sagði að liturinn róaði sig. Hún safnaði saman te laufum okkar í heilann mánuð áður en hún hafði nóg til að lita mússulín bútann, sem hún hafði vandlega klippt af stórum stranga. ”Því ekki láta það vera hvítt?” spurði ég óþreyjufullur eftir einhverju til að standa á milli okkar og flugnanna. “Hvítt er sorgarlitur,” sagði hún. Ég vissi að hún geymdi restina af múslíninu, upprúllað og falið einhverstaðar. Tók hún það út eftir að ég var farinn? Tók hún niður hunangsgardínuna, kyssti hana eins og hún væri kinnin á mér, vafða saman til að halda henni öruggri? “Ekki koma nær! Hrópaði Gamli Maðurinn. Hann lækkaði röddina og heilsaði mér á þennan veg: “Ég á þrjá syni. Matreiðslumann, lestrarþjón. Prentara.” Er það allt og sumt? Hugsaði ég. Ég átti von á einhverju ofsalegru. Það byrjaði fyrir löngu síðan með þumalfingrinum á honum þrýstum inn í mjúka blettinn á hauskúpunni á mér. Síðan trébúti þykkri en handleggurinn á mér sem splundraðist inn í sköflunginn á mér. Seinna meir, stólleggi þrýst inn í Adamsleplið. Þó satt var að þegar ég stálpaðist, reitti Gamli Maðurinn sig minna á líkamleg ofbeldi til að komast að kjarna málsins, eða kannske hafði ég orðið flínkari að bregðast undan höggum hans. Hvað sem því varðar, hafði sami skaði gerst. Eftir allt var sagt og gert voru orð auðveldlegri fyrir hann. Þau tóku minni tíma fyrir hann, og þau rifu gegnum það sama skinn. Heyrðirðu mig? Ég sagðist hafa ÞRJÁ syni.” Hann hljómar eins og hann sé að æfa sig fyrir ræðu, hugsaði ég. “Ég er kaþólskur Heilagur Maður, og ég á þrjá syni...” ímyndaði ég mér að hann lagfærði byrjunar athugasemdir sínar. “Ég hef alltaf átt aðeins þrjá. Þú ert móður þinnar. Hvað varðar faðir þinn, verðurðu að spyrja hana. Af því að ég er góðgerðar maður, hafði ég fyrir ykkur báðum samt sem áður, og þetta er hvernig þú borgar mér aftur?”

100

Spurningu er stundum best svarað með annarri: “Góðgerðir sem verður að endurborga? Væri það ekki lán?” hugsaði ég og sagði síðan óeiginleikislega upphátt við hann. Gamli Maðurinn, sem var ekki lengur faðir minn, leit á mig, hrækti framan í mig, og hvarf aftur inn í húsið. Ég stend þar enn. Röð af eldmaurum skríður upp dyrastafinn. Smá appelsínugulir gullfíflar, pedalar þeirra klasaðir saman, vafðir inn í sjálfa sig, hrúgast inn í molda göngustíginn þar sem ég stend. Út úr hornauga sé ég trosnaðann hökuborða á hatti móður minnar blaka til og frá í sólinni. Ég stend þar enn. Faðir Augustines, eins og ég man söguna, skildi einnig eftir sig dagbók sem var full af ofsagleði, hrifningum, og deyjandi ósk. Dauði, segir það, var góður við Faðirinn og gaf honum fyrirvara. Faðir Augustine, eftir hans eigin innfærslum, tók tækifærið til að tryggja loforð frá skipstjóranum um að ef hann félli frá áður en þeir kæmust í land, yrði lík hans flutt til Avignon og jarðað í kaþólskum kirkjugarði. Til skiptis fyrir loforðið, átti skipstjórinn að fá það sem Faðir Augustine ferðaðist með, – til skipstjórans undrunar, eftirá og einnig Faðir Augustines, hefði hann bara verið á lífi til að sjá – reyndist það vera stórfé af gull bikurum, páfagjöf fyrir biskupinn í Saigon. Þetta er þar sem saga fólksins vanalega endar. Dauði er áþrifamesta niðurstaða, segir það. Langt frá því að hrífast af henni, fannst móður minni og mér að saga Faðir Augustines væri harmleikur. Að deyja svona langt að heiman, héldum við, er versti mögulegi endir. Samt sem áður líkaði okkur sagan. Ekki vegna táranna, heldur vegna gullbikaranna og að Faðirinn vissi ekkert um að hann væri að flytja þá. Okkur fannst að þess tvö aukaatriði væru bæði lausir spottar í annars ágætri sögu. Þetta var, fyrir okkur, ekki nákvæmlega ósamræmi, heldur slóðir sem ætti að rannsaka frekar. Við sögðum frá öðruvísi sögulokum, ræddum um gullbikarana og fluttningi þeirra, til að sjá hvað það leiddi til. Móður minni og mér fannst við vera frjáls til að spinna söguna, því við tengdum ekki við sögu Faðir Augustines sömu guðstrúalegu merkingu og kaþólsku víetnamar gerðu. Fyrir þá, var hann einfaldur sveita prestur, kosinn til að ferðast til páfagarðsis sem sendiboði fyrir þá trúuðu í Víetnam. Hann var einfaldur sveita prestur sem var gefið áheyrn hjá páfanum vegna þes að hann skírði heilt þorp, byrjaði með faðir sinn og móðir. Hann var einfaldur sveita prestur sem, þegar hann stóð andspænis lofunum Hans Heilaga, játaði að hafa syndgað. Mótíf hans, játaði Faðir Augustine, voru sjálfselskt. Hann hafði hræðst að verða einn í himnaríki. Hann var einfaldur sveita prestur sem kysstir páfahringinn. Einu syndir hans voru trúmennska hans og hollusta við kaþólsku kirkjuna. Lexíurnar sem ætti að læra, dáðirnar sem ætti að líkja eftir, voru fjölmargar og vaxandi í tölu. Fyrir þá sem sögðu frá, varð saga Faðir Augustines, líkt og bikarnir sem hann hafði verslað burt óaðvitandi, skip sem þeir virkilega trúföstu, gætu bragðað á himni, sætt og frelsandi. Fyrir móður mína og mig, var sagan af Faðir Augustine eins og hver önnur, eitthvað til að endurtaka og segja aftur. Saga, þrátt fyrir allt, er best þegar deilt saman með öðrum, gjöf í sannarlegasta skyni orðsins. Guð Faðir Augustines var, fyrir móðir mína, ekki eins sannfærandi og aðrir í lífi hennar. Hún var fædd búddatrúari. Henni var, ennfremur, kennt frá fæðingu að dýrka forfeður sína. Hún sá aldrei andlitin á ömmu sinni og afa, svo hún hafði aðeins föður sinn og móðir, guð og nokkurskonar hálfguð í heiðurs röðinni við altar fjölskyldunnar. Það var ekki fyrr en morguninn sem hún giftist að hún var skírð kaþólsk. Höfuð hennar

101

var hjúpað hvítum klúti, skreyttum tveim bláum borðum. Þegar hún gekk inn í kirkju Faðir Vinsents, sá hún styttu af “Móður Meyjunni,” höfuð hennar hjúpað á svipaðann hátt, og hún kannaðist við konuna sem þessi guðstrú vildi að hún væri. “Jómfrú Móðir? En hvernig hafa þær börn?” vildi stúlkan sem óx upp til að verða móðir mín náttúrulega vita. Svarið kom til hennar að nóttu til, og einnig verkirnir milli fótanna. Hann er að reyna að þrýsta sér gegn til hinnar hliðarinnar, hugsaði hún. Hún hafði rétt byrjað mánaðarlegu blæðingarnar, svo að þegar hún sá blóðið makað á læri sín næsta morgunn, hélt hún að það væri allt það sama. Hún tók eina af lérefts ræmunum sem móðir hennar hafði gefið henni og braut hana saman í mjótt búnt. Hún setti það á milli fótanna og vafði endana um aðra lengju sem hún hafði bundið um mittið. Síðan sauð hún morgunverðar hrýsgrjónin fyrir nýja húsbóndann sinn. Móðir hennar hafði gefið henni tíu lérefts ræmur og eina eyrnalokka, tvo smá jaða sem hún tók úr sínum eigin eyrnarsneplum. Langir, feitir eyranrsneplar eru tákn um góða lukku, hafði móðir stúlkunnar sagt henni, en hún hafði í rauninni lifað aðeins það slæma. Eiginmaður móðurinnar hafði dáið, og skilið ekkert eftir fyrir hana. Aðeins unga dóttir og engann son. Það er versta ógæfan, var henni sagt. Þegar dóttir hennar varð tólf ára, var móðir hennar orðin þreytt á að lifa af lítilfjörlegri, illgirnis góðvild tengdabróður síns. Henni langaði til að sjá eiginmann sinn aftur. Örvæntingafull, sá hún hann í draumum sínum, og hann sagði henni hvað hún ætti að gera. Gifta dóttur þeirra burt og koma til hans í eftirlífinu. “Það er hið eina göfuglynda sem hægt er að gera,” sagði hann henni. Fjölskylda hans hefði ekki efni á að hafa fyrir þeim að eilífu. Hún var sammála því. Hún fór til hjónabandsmiðlara daginn eftir og sagði, “ég á jaða eyrnalokka.” Hún færði hárið aftur fyrir eyrun og sýndi honum þá. “Hérna,” sagði hún, “og ég á dóttir og það er allt og sumt.” “Hafðu engar áhyggjur,” sagði hjónabandsmiðlarinn, þó hrukkað andlit hans segði, Þú ættir að hafa áhyggjur! Þessir eyrnalokkar eru varla nóg fyrir heimanmundi. Hún kom til baka í hús tengdabróður síns og grét. Dóttir hennar svaf við hliðina á henni, eins og hún hafði gert síðan faðir hennar var vafður í hvítt lak. Líf þeirra hélt áfram þannig í tvö ár í viðbót. Á nokkra mánaða fresti, frétti móðirin um annan hjónabandsmiðlara sem stoppaði í þorpinu í leit að góðri brúðu. “Mig langar til að sjá eiginmann minn aftur,” trúði hún loksins einum af þeim fyrir. “Ég er örvæntingufull,” bætti hún við er hún starði í augu mannsins og neyddi hann til að sjá það sem hún vildi koma fram. “Örvæntingafull,” endurtók hún. Hjónabandsmiðlarinn, maður með gott hjarta, sjaldgæft fyrir mann í þessari starfsgrein, sagði að hann myndi sjá til hvað hann gæti gert. Hann kom til baka mánuði seinna og tilkynnti góðu fréttirnar. Ungur, kaþólskur maður sem heilagi feðurnir höfðu menntað, vildi giftast dóttir hennar. En fyrst vildi ungi maðurinn fá að vita þetta þrennt: Fyrst, hafði stúlkan byrjað blæðingar? Annað, gengur ófrjósemi í fjölskyldunni? Þriðja, hvenær vildi móðirin fara að “sjá” eiginmanninn? Móðirin svaraði, “já, nei, og strax eftir brúðkaupið.” Málið var þannig afgreitt, því hjónabandsmiðlaranum hafði verið skipað að þiggja viðskiptasamninginn, í því tilfelli að svörin væru nákvæmlega þessi.

“Dýrkun” er einkennilegt orð. Sérstaklega ef sagt eins og skipun, ætti dýrkun ekki að vera notað kæruleysislega eða léttilega. Móður minni var kennt þýðingin á þessu orði, óblikkandi kraftur þess, jafnvel áður en hún gat sagt “Má” og “Cha.” Áður en hún vissi einu sinni hvað hún ætti að kalla þau, hvað náskyld þau væru henni, vissi hún að orð

102

þeirra voru afdráttarlaus, meira en lögin, jöfn guðstrú. Henni var sagt að í dauða þeirra væri henni skylt að dýrka þau, og meðan þau lifðu, yrði hún að gegna þeim. Frá byrjun þýddi “dýrkun” fyrir móðir mína það sama og “hlýða,” svo henni datt aldrei í hug að flýja, að standa upp og láta berar fætur sínar færa sig yfir mýrarnar sem umkryngdu hús frænda hennar. Hún sat kyrr meðan móðir hennar hitaði nálina og kom eyrnasneplunum til að blæða. Hún sat kyrr meðan móðir hennar tók jaðann úr strekktum eyrnasneplunum á sér og festi hann í hennar. Hún sat kyrr og fékk frá móður sinni sjaldgæfa gjöf af blíðu, sem fyrir stúlkuna myndi alltaf þýða kvalir. Þetta var síðasta minning hennar um móður sína. Næsta morgunn vaknaði stúlkan og enginn var við hliðina á henni. Móðir hennar hafði sagt henni kvöldið áður hvaða göngustíg hún átti að fara, og hvernig ætti að senda orð gegnum hjónabandsmiðilinn þegar brúðkaupið hafði gengið í garð. Stúlkan þreif til eyrnanna. Hún kyssti mottuna sem þær sváfu á, vegna þess að það var ekkert annað til að kveðja. Stúlkan frétti af dauða móður sinnar gegnum hjónabandsmiðilinn. Hann færir mér alltaf slæmar fréttir, hugsaði hún. Þrýstingarnir í gegn til hinnnar hliðarinnar héldu áfram þar til fór að sjá á henni. Þrútinn maginn á henni færði léttir. Hringurinn hélt áfram í tvö skipti í viðbót. Þrír drengir. Maðurinn hennar var virkilega lánsamur, var henni sagt. Eftir þann fyrsta roðnaði hann vissulega af stolti. Hann byggði fyrir hana stórt eldhús fyrir aftan húsið sitt. Hann vildi hafa herbergi þar sem hún og barnið, sem vildi ekki hætta að gráta, gætu farið í þegar viðskipti fóru fram í aðalparti hússins. Þegar hún sat inn í viðbyggingunni, með ungbarnið hans á brjósti, heyrði hún umlandi bænir og peninga klingur úr miðherbergjunum. Hún heyrði raddir ókunnugra manna, stundum kjögrandi og stundum fullar af ofsagleði, allar að segja upphátt “Amen.” Þetta “Amen” hlýtur að vera kröftugur kaþólskur guð, hugsaði hún. Í annari óhlýðni sinni – sú fyrsta var eiður hennar að koma aldrei aftur inn í kirkju Faðir Vinsents – kom hún upp smá altari aftan í eldhúsinu til heiðurs Búddans, í minningu um faðir sinn, og móðir sína, þrátt fyrir að móðir hennar hafði sýnt henni litla blíðu. Hún hafði auðvitað áhyggjur af því síðara, en hún reyndi að vera skyldurækin og sleppa því. Stundum þó á nætrunum, þegar regnið vildi ekki stoppa og eitthvað líkt því að vera kalt snerti hana, hélt hún ungbarni sínu í fanginu og hugsaði um ástina sem móðir hennar bar fyrir föður sínum. Hana langaði að vita hvernig ást á manni gæti verið meiri en ást á barni sínu. Hvernig gæti ást verið svo örvæntingafull að það kæmi móðir til að skilja einkadóttur sína eftir hjá þessum manni og þrýstingum hans til að komast í gegn til hinnar hliðarinnar? Í fyrstu hræddist hún um að eiginmaðurinn uppgötvaði altarið, en bráðlega varð það augljóst að hann kæmi aldrei inn í eldhúsið, að það væri hennar eigið. Moldagólfið, leirpottarnir, tinu diskarnir, ausurnar búnar til úr kókóshneta skeljum, leirvöru vatnsgeymirinn fyrir handan húsið sem safnaði regnvatninu, hún elskaði þetta allt eins og hún elskaði barnið sitt. Í fyrstu hræddist hún um að hún elskaði það meira, vegna þess að það tilheyrði aðeins henni. En hann átti þó einnig drenginn. Nokkrum mánuðum eftir að annar drengurinn hans fæddist, fann hún fyrir aftan nágrennis skólann gamalt almanak í ruslatunnu. Öll tákn dýrahringsins voru myndskreitt á það í rauðu bleki. Rautt var gæfu litur, hafði henni verið sagt. Svo hún hengdi dagatalið upp á vegg í eldhúsinu sínu, og á hverjum degi leit hún á merkið sitt, tákn hundsins, og undraðist yfir hversvegna foreldrar hennar hefðu ekki getað beðið í eitt ár svo að hún yrði fædd undir merki svínsins. Hundurinn er á verði, tryggur, æðislegur verjandi sinna eigins, hafði henni verið sagt. Svínið, þó, er gæddur undirgefni og

103

samþykki, þeim tveim hlutum sem ætið tryggðu vellíðan í lífi svínsins. Á þennan hátt, hafði hún heyrt, væri kona sem var fædd á ári svínsins ætíð lánsöm. En ef heppni var ekki hennar frumburðaréttur, hugsaði hún, yrði hún að leita eftir því sjálf. Svo eftir á, í enda hverrar viku, varð stúlkan ákveðin í að komast til baka til skólagarðsins til að sjá hvort hún gæti fundið annað einhvers virði í ruslatunnunni. Hversvegna henda einhverju svona dýrmætu í burt? Hugsaði hún, er hún beygði sig til að taka upp tin kassa með glyslegu mynstri. Á lokinu var mynd af konu fljúgandi upp til tunglsins, og það minnti hana á móður sína. Tungls Hátíðin hafði rétt gengið í garð, og hún fann ennþá lyktina af kökunum sem höfðu verið í kassanum í því tilefni. Hún tók kassann heim og setti hann á altarið. Jafnvel án þessarar fórnfæringu, vissi hún að foreldrar sínir væru hreiknir af sér. Hún hafði nýlega fætt þriðja son eiginmanns síns. Maginn á henni var enn þrútinn, og hún vissi að maðurinn sinn tæki ekkert eftir henni aftur í nokkra mánuði. Mikil blessun, hugsaði hún. Þegar tungl nýárið gekk í garð, hafði maginn á henni fallið saman, en hún var of önnum kafin við hátíðirnar til að hafa áhyggjur af fótafari mannsins síns á nætrum. Líkt og allir aðrir í Saigon, langaði hana í eitthvað nýtt til að fagna nýárinu. Smá gull perlu á bleikri silki snúru, “áo dái” með pínulitlum útsaumi í kringum hálsinn, stráhatt með satín hökubandi – en hún vissi að svona dýrmæti væru ekki í framtíð sinni. Svo hún fór aftur til skólabakgarðsins til að sjá hvað hún gæti fundið. Þar lá á jörðinni annar tin kassi. Frá mynstrinu á lokinu gat hún séð að í því hafði verið karamelluð lótusblóma fræ. Hún kraup niður til að ná í þetta og var hissa á að kassinn væri óopnaður, strengur vafður þétt um hann. Henni fannst hún vera eins og þjófur með eitthvað svona glænýtt í höndunum. Hún leit upp til að sjá ef einhver væri að horfa á hana. Hún leit upp og hún sá faðir minn. Hann var að horfa á hana gegnum skólagluggann. Hann var með vír gleraugu, smá, kringlótt, og næstum ósýnileg henni, er hún kraup ennþá niður. Þau táknuðu að hann væri menntaður maður af öðru þjóðfélags stigi. Fræði-prins, hugsaði hún. Tilhugalíf þeirra byrjaði þannig. Einfalt. Kassi af karamelluðum lótusblóma fræum sætti fyrstu ásta andvörp þeirra. Skólakennarinn elskaði hana, og hann elskaði líkama hennar. Hann elskaði hann þar til fór að bera á henni. Hárið á henni þykknaði, skein af olíu, og ilmaði af nýju appelsínu barkinu sem hún notaði til að mista greiðuna sína. Andlitið á henni skein, á litinn eins og sandur, hlýtt og hreint. Brjóstin urðu viðkvæm, sár af mjólk. Hún var ófrísk af sínu fjórða og hans fyrsta. Skólakennarinn sagði henni að hann væri að fara út til framhaldsnáms. Til Frakklands, sagði hann. Hann gaf henni svolitla peninga og enga leið til að komast í samband við sig. Hún hefði samt getað svarið að hún sá hann nokkrum mánuðum seinna að labba út úr Notre-Dame í Saigon með ungri konu sér við hlið. Þetta var Ösku Miðvikudagur, og þau höfðu bæði fingurfar á ennunum, á litinn eins og monsún himininn. Móðir mín tók svolítið af peningunum og keypti stranga af hvítu múslími og eitt “áo dái” úr gráu silki. Hún vissi að ómögulegt hefði verið að geyma peninga seðla. Ef hún hefði falið þá, hefði Gamli Maðurinn fundið þá. Hann tekur allt frá mér sem er nokkurs virði. Móðir mín var átján ára gömul, næstum nítján þegar hún fæddi síðasta son sinn. Hún var ung kona, og hún hafði þrjá syni með einum manni og einn með öðrum. “Gerðu það, gerðu það,” grátbað móðir mín. Hún hafði gefið ljósmóðurinni það sem eftir var að peningum skólakennarans, en hún var hrædd um að konan gengi á bak orða sinna um samning þeirra. “Ertu viss?” Endurtók ljósmóðirin.

104

Móðir mín kinkaði kollinum, já, uppgefin eftir fæðinguna. Ljósmóðirin stakk hendinni inn í hana, framandi verkur fylgdi á eftir. Þegar móðir mín vaknaði, heyrði hún: “Hún lifir af, en hún fæðir ekki barn aftur.” Eiginmaður móðir minnar stóð yfir ljósmóðurinni meðan hún þvoði hendurnar í vaskafati. Handleggir hans voru krosslagðir yfir bringuna. Talnabandið sat fast í beygju olnbogans, og krossinum var þrýst upp og út. Í öðrum enda herbergisins þar sem móðir mín lá, gat hún séð manninn negldan við krossinn, manninn sem hafði gefið Sjálfan sig fyrir syndir hennar, eins og Faðir Vinsent hafði sagt henni. Fyrir MÍNAR syndir? Hafði hún undrast um. Eiginmaðurinn gekk til hennar, og hún sneri höfðinu skyndilega til hliðar, því hún hélt að hann ætlaði að slá sig. Hann rétti út hægri hendina og sagði, “Gefðu mér þá.” Hún heyrði hann segja, “Gefðu mér hann.” En ég hef ekki barnið í fanginu, hugsaði hún. Hún hefði átt að vita að hann hefði engann áhuga á barninu. Ég var drengur, og það var gott, en annars var hann búinn með hana. “Ég vil fá eyrnalokkana,” sagði hann. “Hvernig ætti ég að borga ljósmóðurinni?” spurði hann.

En ég er búin að borga henni, hugsaði móðir mín, fyrir aðra þjónustu þó. Ljósmóðirin hafði beðið um marga mánuða fyrirframgreiðslu, fyrir að framkvæma miskunnarverk sitt. Ljósmóðirin hafði lofað að létta henni af það sem eftir var lífsins. “Ekki fleyri þrýstingar, aldrei aftur maginn að falla saman, aldrei aftur brjóstin þrútin af mjólk,” hafði móðir mín sárbeðið.

Móður minni og mér líkaði þessi endir best: Nóttina sem Faðir Augustine dó, lét skipstjórinn vefja veikburða líkinu í gamlan borðdúk og sturta því niður í Miðjarðarhafið. Skór Faðirsins fóru með honum, því enginn annar um borð hafði svona litlar fætur. Næsta dag, þegar skipið kom að landi í Marseilles höfn, vaknaði skipstjórinn, gegnblautur af samviskubiti sínu. Indókínverjinn sem hann hafði rænt var ekki aðeins maður, heldur kaþólskur prestur. Hvatvíslega, sá skipstjórinn um að dagbók Faðir Augustines flakkaði sína torveldu ferð til baka til Víetnams og til biskupsins í Saigon. Nóta frá skipstjóranum fór með dagbókinni, og tilkynnti með óstöðugri rithönd: “Faðirsins deyjandi ósk var, vissulega, virðuð. Við móðir mín skemmtum okkur af þessari útgáfu, vegna þess að síðustu orðin tilheyrðu ekki Faðir Augustine, heldur manninum sem tók gullbikarana heim með sér. Við undruðumst um hvernig þeir hlytu að hafa litið út, uppstilltir í gluggakistunni í húsi skipstjórans. Við ímynduðum okkur að þeir hlytu að hafa gripið til sín sólar geyslana og hellt ljósinu um allt herbergið. Mjög fagurt, héldum við. Þegar ég hugsa nú um sögu Faðir Augustines, segji ég sjálfum mér að biskupinn í Saigon hlyti að hafa vitað – ekki um guðlasta endingar móður minnar, heldur um gullbikarana og ferðalag Faðir Augustines með þá. Þessa útgáfu heyrði ég þó ekki, þar til ég hafði horfið frá Víetnam. Maðurinn á bryggjunni sagði mér hana í Luxembourg Garðinum, meðan restin af París svaf: Biskup Saigons hafði verið skilvíslega sagt frá örlæti páfans og hafði sent Faðir Augustine til páfagarðsins til að tryggja afhendingu bikaranna. En þegar ár hafði gengið í garð síðan Faðir Augustine hafði síðan sést krjúpa niður í kórskans St. Péturs kirkju, var gert ráð fyrir að hann hefði látist út á sjó, og biskupinn sjálfur lofsöng messu í minningu um hann. Í millitíðinni, dagbók Faðir Augustines, í svörtu leðurkápu sinni, með

105

marmaraðan pappír milli spjaldanna, til lofs eina steininum sem Faðir Augustine trúði að væri nógu heiðvirður fyrir Hann, ferðaðist um höfin og fann leið sína heim og inn í hendur biskups Saigons. Biskupinn dáðist af ítalskri verkkunnáttu hennar og fannst marmaraða mynstrið mjög smekklega gert, litaspjald af plómum og grænu sjó löðri. Biskupinn fletti til síðustu innfærslu. Síðasta blaðsíða Faðir Augustines, eins og allar hinar, var letruð á víetnamísku, tungumáli sem hafði fyrir mörgum öldum verið varpað í Rómanskt print, elt af tvíbroddum, skörpum og alvarlegum áherslumerkjum, fórnargjöf frá jesúitanum Alexandre de Rhodes. Jesúitinn, líkt og allir trúboðar á eftir honum, skildi vald skriftarkunnáttu. Skrifuð orð hætta aldrei að reyna að fá fólk á sína trú, drepast aldrei úr malaríu, og hafa kynlega tilhneygjingu til að fjölga sig, athöfn sem hann, sem Guðs maður, hafði ekki forréttindi til að gera. Jesúitinn eyðilagði myndleturstákn Víetnams og kenndi trúskiptingum spurningakver sín í tungumáli endurbreyttu fyrir einfeldis sakir. Auðveldara að læra og auðveldara að kenna, hélt jesúitinn. Biskup Saigons var lifandi vitnisburður af velgegni uppfinninga jesúitsins. Bláu augu biskupsins renndu sér yfir síðustu blaðsíðuna af dagbók Faðir Augustines og urðu fokreið að læra að einfaldur sveitaprestur hefði verslað burt gullbikarana fyrir jarðaför í Avignon. Biskupinn reif út allann vott af Faðir Augustine og geymdi dagbókina, með auðu blaðsíðunum sem eftir voru, fyrir sjálfan sig. Faðir Augustine var virkilega einfaldur sveitaprestur. Hann var sendiferða drengur í gervi sendiboða, eða ef til vill sendiboði í gervi erindastráks. Í hvoru tilfelli, var manninum rænt, sagði maðurinn á bryggjunni. Hlýðni hans og tilbiðjanir höfðu komið honum í dýpi fjarlægs hafs. Móðir mín, líkt og Faðir Augustine, hafði reynt ástríðu, sæluríka, umbreytandi ástríðu, sem hún hélt áfram að vera vör við löngu eftir að skólakennarinn hvarf í burt. Faðir minn var kannske ekki staðfastur, en hann var hugrakkur. Nægilega hugrakkur til að elska, jafnvel þó hann vissi að ást hans, eins og draumórar hans, hneigðist til að veikjast og fölna. Hún var sjálf enn hugrakkari, tel ég sjálfum mér trú um. Og þetta er þar sem saga hennar endar. Hugrekki, fyrir mig, er alltaf hápunktur sögunnar. Hvað annað er hægt að segja? Móðir mín hefði áræðanlega verið sammála, væri hún þarna og hefði heyrt þetta. Báo, var samt sá eini sem var viðstaddur. “Þetta er sagan af móður minni” var hvernig ég byrjaði. “Sagan er um lífið sem hún hlýtur að hafa lifað, ef aðeins um tíma, með fræði-prinsinum sínum. Það er saga full af misturs vötnum, skugga-prýddum faðmlögum, heillandi stöðum, ferðalögum á úthöfum, fjölskyldu leyndarmálum, ókristilegum löstum.” “Haltu áfram,” sagði Báo. Á endanum, fannst Báo móðir mín vera aðdáunarverð, líkt og einleikarinn Serena, en á annann hátt. “Já,” samþykkti ég, er ég lokaði augunum. Skipið Niobe, róað af ljósi mánans, hvíldist í dal milli tveggja bylgja, móður brjósta í fjarlægu hafi. Í rökkrinu, þar sem hugsanir mínar ferðuðust án vottar af hræðslu, þráði ég snertingu hennar, augnaráð hennar þegar ég tók í sundur arkir af hunangi og stóð andspænis henni.

Í eldhúsi sínu, hafði móðir mín beðið eftir mér á svefnmottu sinni. Hún hafði hlerað hróp Gamla Mannsins Þegar ég kom inn, stóð hún upp til að hella í tebollana fyrir okkur. Ég settist niður á moldargólfið, vegna þess að líf mitt var að hreyfast til of hratt, og ég hélt að vera nálægt jörðinni gæti hægt á henni. Ég vaggaði mér til og frá á lendunum, líkt og gamla konan sem selur hvaðeina sem hún hefur í garðinum hjá sér þann dag. Móðir

106

mín gekk til mín. Hún settist niður og vafði sig að mér, þrýsti bognu baki mínu að sér. Þetta stoppaði tímann. Ég veit, Má, ég veit. Ég hef aldrei yfirgefið vömb þína. Ég er hverning þú vilt að ég sé. Ég mun alltaf vera verndur, öruggur inni í þér, er það sem þú vilt að ég muni alltaf. Já, Má, ég veit. Já, Má, ég er enn þarna. Móðir mín tók rauðann smápoka úr peninga beltinu sem hún hafð haft í kringum mittið síðan ég fæddist. Eini staðurinn sem Gamli Maðurinn leytaði aldrei, hugsaði hún. Hún setti pokann í hendina á mér og sagði mér að hún hefði enga virkilega þörf eða löngun fyrir þetta smá óhóf lengur. Ég gaf henni pokann til baka, en hún þrýsti honum aftur í lófa minn. “Ég hef allt sem ég þarfnast,” laug hún. Ég brosti, vegna þess að móðir mín, jafnvel á svona stundum, gat ómögulega tekist að hljóma reið eða hörkuleg. Ég setti rauða pokann í skyrtuvasa minn. Ég kyssti kinnarnar á henni, tók tíma til að þefa appelsínurnar í hárinu á henni.

107

17

Stein og Toklas eru óskammfeilnar, segir þú mér. Ástin og Pjatlan? Guð, þessar

tvær hafa virkilega enga skömm, segir þú, og hlærð hátt.

Þú, Sæti Sunnudags Maður, villt vita allt um þær, frá gælunöfnum þeirra fyrir hvora

aðra, til hvort þær hafi kysst fyrir framan mig. Þú kallar þær báðar “Steinurnar”, sem

ruglar mig, en þú fullvissar mig um að allir drengirnir sem safnast saman í laugardags

teboði þeirra kalli þær einnig “Steinurnar.” Fyrir aftan bakið á þeim, það er að segja,

varar mig við að segja þetta aldrei fyrir framan þær. Steinurnar? Augðvita ekki, Sæti

Sunnudags Maður, það kæmi þeim til að hljóma líkt og nokkurskonar vélar. Dömur

mínar, trúið mér, eru margt, en þær eru alls ekki vélrænis hallaðar. GertrudeStein og

Fröken Toklas eyga farartæki, en aðeins GertrudeStein keyrir. Fröken Toklas leiðbeinir.

GertrudeStein elskar fjarlæga vegi, en aðeins Fröken Toklas hefur kortin. Báðar Dömur

mínar eru samt jafn illa undirbúnar þegar kemur að auralegum olíulekum, skarkandi

vélum, kunnuglega veltandi hreyfingin rétt fyrir hverja óáætlaða stöðvun. Bíll, eru

Dömur mínar á einu máli um, er bæði vél og dýr ruglað saman. Vegna þess að bíll fellur

einhverstaðar inn á milli, er hann ofurlítið mislyndur. Reynsla hefur þó kennt þeim að

bílarnir eru aðeins skammvinnir. Farartæki, ólíkt manneskjum, hafa mörg líf. Dömur

mínar verða einfaldlega að vera þolinmóðar og bíða eftir næstu endurholdgun. Í rauninni

verða þær bara að bíða eftir næsta bíl. Sjónin af tveim konum sem sitja inn í farkosti,

ekki með neinum manni, og þessvegna virðast vera “einar,” stoppar alltaf allskonar

umferðir, þó umferð, eða eitthvað þvíumlíkt, er oft sjaldgæf: ungur maður á hjóli,

108

heyvagn dreginn af hesti og bónda, eiganda þess, annar maður, í þetta sinn ekki svo

ungur, á hjóli. Allir eru ákafir til að hjálpa, en allir eru seinir til að geta gert nokkuð, því

verulega hjálpin er oft mörgum þorpum í burt. Í Frakklandi eru vélviðgerðamenn ekki

eins og bakarar. Það þarf ekki einn í hvert þorp.

Þegar Fröken Toklas býst við að bíltúr þeirra taki þær út úr París, til staðar þar sem

ekki er hægt að ná í leigubíl hvenær sem er fyrir ferðina til baka, pakkar hún “biðu-

útbúnaði” þeirra, sem innifelur prjóna og nokkrar hespur af eplagrænu garni, lufsulegu

gerðinni með tjásulegum hárum flæktum inn í því. Henni líkar liturinn, svo óþroskaður

að bara að líta á garnið kemur henni til að kipra saman vörunum. En helst af öllu líkar

henni hvernig líflegi liturinn verður eins og hindrun á vefnaði garnsins, að-bráðna-í-

höndum-hennar tilfinning. Augun segja henni eina sögu og hendurnar aðra. Fröken

Toklas er mjög hrifin að þannig víxlunum. Hún heldur að það geri muninn milli vel-

prjónuðum trefli og áhugaverðum, vel-prjónuðum trefli. “Nýtískulegt, glæsilegt, fallegt”

er of hlutlægt, heldur hún, of ábyrgt fyrir persónulega bresti og hugarástandi tímanna.

“Áhugavert,” á hinn bóginn tilkallar alltaf annað augnaráð, ómótstæðilega eftirtekt,

aukandi löngun til að þekkja og hafa. Áhugavirði er ekki hægt að bæta við á síðustu

stundu. Slatti af palíettum, glerjun á glas perlum, lúka af búðakeyptu kögri, allt þetta

bendir til skorts á fyrirhyggju, líkt og að salta lambalæri eftir að það hefur verið bakað í

staðinn fyrir áður. Frökenin mín veit að áhugavirði, eins og salt, er best ef það er til

staðar frá byrjun.

Aðkomuleið Fröken Toklasar á prjóni er sú sama og aðferð hennar við matreiðslu.

Taktu lamb á la Toklas, til að mynda. (Þetta er það sem ég kalla réttinn, ekki hún. Of

óhæfverkst, finndist henni.) Snemma á vorin eru Amerískum kvöldverðagestum í

109

Blómastræti 27 oft boðið lambakjöt, aðeins þeim Amerísku. Fröken Toklas heldur að

frönsku lambakjöti sé sóað á frakka. Þeir hafa verið alnir upp við það, hafa farið að bera

virðingu fyrir því. En ameríkanar, þeir koma að borðinu hennar í fávisku sinni, og það

eru þeir sem fara frá borði hennar í alsælu. Í þessum tilefnum, heimtar Fröken Toklas

“pré-salé” lamb, bakað einfaldlega í hverfandi bráðnu smjöri og borið fram án sósu,

bragðbætis, eða jafnvel sprota af piparmyntu. Aðeins flykki að fullkomlega brúnuðu

kjöti sett í miðjuna á sporöskulöguðu fati. Stjarfri framsetningunni er mætt með

kurteisum hrósorðum. Hræsnarar, hugsar Fröken Toklas. Henni finnst það mikil þjáning

að veröldin er full af fólki sem smjaðrar og vegsamar áður en það smakkar. Fröken

Toklas sóaði aldrei orðum sínum á þennan veg. Að dást af kína mynstrinu, kristal

vínglösunum, gróðurhús blómunum, en aldrei slá matnum gullhamra eftir að líta bara á

hann. Bíddu þar til hann hefur náð til tungu þinnar. Þrátt fyrir allt er tungan líffæri

sannleikans. Hún getur ekki látið sem hún finni bragð, þar sem ekkert er. Né getur hún

virt að vettugi slím-slepið af hálfhráum kjúklingi, áleitinn keim af súrri mjólk,

gegnsýrandi járn svælu af brenndum sykri. Fröken Toklas er ekkert fífl. Hún veit og hún

býst við að sjónin af lambinu einsaman muni áreiðanlega valda vonbrigðum, lifta

ósýnilegar augnabrúnir um tilgátu matreiðslu kunnáttu hennar. Ó, en þegar lambið er

skorið niður og það er borðað og því er aldrei gleymt.

Pré-salé lömb eru nefnd eftir salt mýrunum meðfram norðurstrendum Frakklands, þar

sem þau eru á beit. Saltvatn flæðir yfir flatann landsblett og skilur eftir sæta mixtúru af

kryddjurtum og flóru. Pré-salé lömb eru náttúruleg og meir, söltuð og krydduð frá þeirra

hráu byrjun. Nú, það, hugsar Fröken Toklas, er fyrirhyggja. Fyrsti bitinn er afhjúpun af

bragði, gegnbleytt og djúpt. Annar bitinn minnir mann á hversvegna við drepum og étum

110

þau ungu. Sá þriðji hleypir heilanum aftur inn í tilveruna til að spyrja, En hvernig er það

mögulegt? Enginn sýnilegur vottur af pipari, ögn af salti, ekki einu sinni daufur snefill af

rósmarín, villtu fenneli eða blóðbergi, og samt gefur lambið allt þetta og meira. Já,

áhugavirði er það sem Frökenin mín sækist eftir í öllum sínum sköpunarverkum.

Biðu-útbúnaður GertrudeSteins innifelur búnka af auðum glósubókum, línuðum og

spássíuðum fyrir notkun skólakrakka, og kassa af bridduðum blíöntum. Blek er algerlega

óhugsandi. Jafnvel þegar hún situr við viðeigandi borð, rennur blek frá fingrum hennar

til andlitsins og gegnum hárið á henni. Blek finnur ætíð ermarnar og of oft framhliðið á

blússunni. Fröken Toklas ráðleggur GertrudeStein að hún ætti að skipta á brúnum lit –

litur sem gefur fatnaði elskunnar hennar sinn auðkennilega, einkennisbúnings eiginleika –

og klæðast hagsýnnri svörtum lit. Ekki aðeins gætii það falið skítinn, sem er eina

ástæðan sem Fröken Toklas getur ímyndað sér fyrir að klæðast brúnum lit, en svart hyldi

líka blekið. GertrudeStein heldur að þetta sé mjög góð hugmynd, þar til hún sér slóttann,

grænu slönguna undir yfirborði vatnsins, í augum Fröken Toklasar. Það drunar í

GertrudeStein og Fröken Toklas glottir. Og það er á þess leið, með biðu-útbúðinn þeirra í

höndunum sem Dömur mínar finnast svo oft við vegarbrúnirnar. Fröken Toklas er aldrei

gripin skelfingu. Hjartað í henni heldur áfram sínum stöðuga slátti. Hún skilur að þessi

sjón sem hún og GertrudeStein bjóða vegfarendum er hvarvetna skilið sem kall á hjálp.

Fröken Toklas þekkir frá öllum kúreka sögunum sem GertrudeStein hefur heimtað að lesa

upphátt fyrir hana, (þegar leynilögreglusögurnar hafa verið lagðar til hliða) að ekkert er

eins fráhrindandi í landslagi klettóttra fjallagarða og blá teppaðra himna, en sjónin af

söðluðum hesti án reiðmanns. Í franskri sveit, er mannlaus bíll söðlaður hestur án manns,

víst tákn um að eitthvað hafi komið fyrir. Fröken Toklas veit að friðsamleg sjónin af

111

þeim, muni, þessvegna hrinda af stað pirrandi líku, þó hjálplegu viðbragði. GertrudeStein

heldur að það sé sigrandi ameríska bros hennar, opið-andlit, nautakjöts samloku bros, og

spjátrungslegir hattar Fröken Toklasar sem veifa niður svona mörgum boðum til hjálpar.

Þó GertrudeStein hafi sáralítinn áhuga á hverning bíllinn hennar virkar, eða oftar,

hvernig hann virkar ekki, heldur hún að það sé band sem tengir þetta tvennt saman, seigt

og lífrænt band. Raunverulega skynjar hún þetta band milli vélræna burðardýra af allri

tegund. Ef hún mætti ráða, keyrðu hún og Fröken Toklas um í trukk. Í hvert sinn sem

hún situr við stýrið, er hún viss um að það hvetur sköpunaranda sinn, streymir hann fram,

að það lokkar fram orðin til að finna þeirra annars tregu félaga. GertrudeStein heldur að

það sé þrumandi vélin, hossandi sætin, eða ef til vill aðeins veltandi loforð um hraða.

Fröken Toklas grunar að það sé stybban. Bensín og vélarolía gætu lokkað fram

snilligáfu, heldur Fröken Toklas. GertrudeStein vísir því á baug sem mjög ólíklegt. Hún

neitar að ætla svona hreysti til þess sem hún þefar af. Hún heldur að nefið á sér sé

ömurlegur brestur. Hún kennir því um vanhæfni sína við að skoða sjúklinga og

óhæfileika við matreiðslu. Fröken Toklas heldur að það sé óviðeigandi, og ef til vill

afkáralegt fyrir Ástina sína að slengja þessum tveim verkefnum þannig saman.

GertrudeStein minnir Fröken Toklas á að fyrsta reynsla hennar við lifandi sjúkling í

læknisnáminu var einnig hennar síðasta. Til að vera góður læknir, hefur GertrudeStein

síðan ályktað, verður maður að hafa gott lyktarskyn, til að auðkenna, og meira áríðandi,

skilgreina milli óþefsins sem líkami gefur frá sér er hann smá saman rotnar. Andadráttur,

til dæmis, sýnir allt, því miður. Hunang gæti þýtt sykursýki. Edik, magasár. Þvag er

einnig fræðandi. Það getur lyktað af gulrófum og káli, sem bendir til matarkúrs sem

112

skortir kjöt. Það getur blómstrað af alkóhóli, þegar lifrin er að drukkna og hefur gleymt

hlutverki sínu. Einnig er til lauklegt brenni af óþvegnum svita, sættri pilsu lyktinni af sári

sem hefur ígerst. Fröken Toklas stoppar upptöluna af samanburði GertrudeSteinar með

augnaráði sem segir, haltu varlega áfram! GertrudeStein sinnir viðvarningnum en heldur

áfram að fullyrða að nefið á sér hafi brugðist sér, því það þoldi ekki áhlaupin og hefnir

sér með því að samlaga ófreskju ódaunum allra sjúklinganna hennar í þéttann vegg af skít

og ólykt, vegg sem hún var algjörlega óviljug að klifra. Ófúst nef GertrudeSteinar, segir

hún, er einnig því að kenna að hún er gersamlega óviljug til að laga mat. Ekki þarf að

minna Fröken Toklas á að hnýsin þefskynjun er mjög mikilvæg fyrir heimilisvísindi, og

að GertrudeStein vildi heldur drekka glas af súrri mjólk en ónáða sig við að lykta fyrst af

því.

GertrudeStein verður að viðurkenna, þó ekki við Fröken Toklas, að í þessu tilfelli gæti

hún haft á réttu að standa. Hvergi angar verra af ökufarartæki en á bílaverkstæði, og þar

var hún í fyrsta sinn sem henni varð ljóst um sambandið milli sköpunaranda og bílsins

síns. GertrudeStein sat inn í einhvers annars jafn mislyndum bíl, að bíða eftir að sinn

eigin bíll yrði tekin í sundur og settur saman með nýjum rafkertum og sígarettu kveikjara

fyrir mælaborðið, hið síðara til að koma Fröken Toklas á óvart. GertrudeStein sat

einsömul þennan eftirmiðdag með bók í höndunum, því Fröken Toklas heldur ákveðið

fram að hefðarkonur komi ekki inn í bílaverkstæði. Stöðugir snúningshraða hljómar í

vélunum, nýlega endurholdgaðir bílarnir kastandi til og frá sína ullalegu bolta af útblástri,

þótti GertrudeStein einkennilega hrífandi. Áleitnir og óyggjandi þefir af lífvana hlutum,

vaknaðir til lífs, hita-sprengdir málmar snertandi moskurilmefni af svita, þefurinn af

manni að ákaflega biðla til vélanna, voru jafnvel meira truflandi. Á sama veg og Fröken

113

Toklas í magabelti er truflandi, hugsaði GertrudeStein. Hún leit niður á bókina í kjöltu

sinni og hún sá printuð orðin að berjast um athygli hennar, ágreiningar þeirra að rifja

reglu og meiningu. Til að skemmta henni, til að keppast um augnaráð hennar, stilltu

orðin sér á storkandi hátt. Þau mynduðu kvæði og leikrit, ritgerðir og byrjun á mjög

löngum smásögum. Þau lofuðu henni óperutexta og sögu allra þeirra sem höfðu lifað.

GertrudeStein gramsaði gegnum vasana á jakkanum sínum. Hvað sem var, pinna til að

stinga í svolítið af hennar eigin rauða bleki væri ágætt í þessari nauð, þótti henni. Í

rauninni fundu fingurnar á henni og ýttu til hliðar umvöfðum kanel sælgætismolum, sem

Fröken Toklas hafði sett í vasana hennar til að seinka þessari dauf-flöktandi tilfinningu

rétt fyrir hungrið, tilfinningu sem GertrudeStein hatar. Fyrirhyggja er virkilega einkenni

Fröken Toklasar, en fyrirhyggja er ekkert á við duttlunga. Þetta glappaskot í öðruvísi

flekklausri og sannri eftirvæntingu hafði komið GertrudeStein í sjaldgæfa klípu.

Minnug um að það þarf orku til að sjá sér farborða, stakk GertrudeStein rauðum

brjóstsykri í munninn og beið eftir brennunni af kanilli til að vekja tunguna. Síðan

kallaði hún á aðstoðar bílaverkstæðismanninn og sagði honum að rétta sér blíantinn sem

hann hafði stungið fyrir aftan eyrað á sér. Á næstu klukkustundum þakti GertrudeStein

smá saman bókina í kjöltu sinni með sínum eigin skriftum. Hún fann rúm á kápunum,

spássíum og röndum, auða rúminu í byrjun sérhvers kafla. Línurnar á textanum voru

prentaðar of nálægt hvorri annarri, annars hefði hún einnig skrifað milli þeirra. Þegar

GertrudeStein kom til baka til Blómastrætis 27, gaf hún Fröken Toklas bókina, og hún

byrjaði tafarlaust að afrita. Fröken Toklas vélritaði þrjú heil afrit og eyddi það sem eftir

var vikunnar í að prófarkalesa hvert einasta eintak. Síðan strokaði hún út hrafnaspark

GertrudeSteinar, sem gerði blaðsíður bókarinnar gráar. Þegar hún skilaði bókinni aftur í

114

bókasafnið, var félagsaðild þeirra beggja afturkölluð. Þegar Fröken Toklas spurði,

staðfesti GertrudeStein hreikilega bílinn þeirra sem vélræna menntagyðju. Hver

manneskja, og reyndar allt annað, hefur sinn eiginn slátt og takt. Farartækið, eftir sögn

GertrudeSteinar, hjálpaði bara til að magna þetta er það þaut framhjá. Nú, þegar hún

getur auðveldlega heyrt sláttinn og taktinnn, sagði hún Fröken Toklas, veit hún

nákvæmlega hvenær á að helga setningu eða efnisgrein til hverrar líðandi manneskju eða

hluta. Setningar geta verið fleyri hundruð orða langar. Efnisgreinar geta verið eitt eða

tvö orð. Lengd hefur ekkert með þetta að gera. GertrudeStein kastar ekki augunum

snögglega til efnisgreinar eða setningar. Hún heyrir þetta er bíllinn hennar þeytist

framhjá.

“Þeytist framhjá?” endurtekur Fröken Toklas, heimtar að vita hvernig GertrudeStein

getur mögulega keyrt og skrifað samtímis.

“Nei, nei,” sagði GertrudeStein, “ég hafði lagt af í bílaverkstæðinu.”

Fröken Toklas undraðist um hvort rökræni GertrudeSteinar væri, hér, svolítið gallað.

Ef Ástin sat inni í aflögðum bíl, í bílaverkstæði af öllum stöðum, þá gæfi það til kynna að

hreyfing og hraði hefðu lítið með sköpunar gusu og straum GertrudeSteinar að gera.

Fröken Toklas ályktaði, þrátt fyrir fullyrðingu GertrudeSteinar, að það hlyti að hafa verið

verkstæðið og ef til vill stybban.

Auðvita var það verkstæðið, Sæti Sunnudags Maður, geturði ímyndað þér nokkurn

stað meira karlmennskann, meira eingöngu fyrir menn? Já, það eru pisseríin, en Frökenin

mín hefur ekki það sem þarf til að komast inn í þau. GertrudeStein hefur farartæki, og

það er allt sem hún þarfnast til að verða hleypt inn í samkomuhús bróðernis reglur

vélaviðgerðamanna, leigubílstjóra, fragt sendingaþjónustumanna. Meðal þeirra er varla

115

nokkurn tíma kona viðstödd, fyrir utan Frökenina mína. Henni finnst gaman að

athyglinni, hvissandi sómanum af því að vera sú eina. Nú, ÞAÐ er það sem þessi Dama

sækjist eftir í öllum sínum sköpunarverkum.

Að Fröken Toklas undantekni, hef ég tekið eftir að GertrudeStein hneigist til að

forðast selskap við aðrar konur. Þreytandi, heldur GertrudeStein. Í laugardags

teboðunum, eru dyrnar á Blómastræti 27 opnar fyrir bæði menn og konur. Aðeins

konurnar, þó, eru teknar í kring til að skoða íbúðina, nauðunga ganga sem endar í

eldhúsinu, mildu greni Fröken Toklasar. Sömu kökurnar og te er borið fram hér eins og

út í vinnustofunni, sömu pappírs þunnu kína bollar og undirskálar, sömu blómavendir,

drjúpandi samt, því þeir eru óvanir hita ofnsins. Fröken Toklas heldur samræðum uppi,

hún ber saman og skilgreinir nýjustu tísku á kjólum og skóm, deilir saman áliti sínu um

borgarinnar bestu hattara og saumakonur, og gefur matreiðslu og garðyrkju ráðleggingar

sem enginn hefur falist eftir. Konurnar – starfsfélagar, samstarfsmenn, vinir, og stöku

sinnum ástkonur ungu mannanna sem eru á þessum stundum allir inn í vinnustofunni,

óvitandi um fjarveru þeirra – haldast að mestu leyti þögulir. Þeir eru hneykslaðir, er ég

viss um. Sitjandi í eldhúsinu með Fröken Toklas og “kínamanninum” hennar, eins og

þeir óútskýranelga halda að ég sé, er ekki þar sem þessar amerísku konur hafa ferðast alla

þessa leið til að vera. “Shanghaiaðar,” neyddar með brögðum, hlýtur þeim að finnast. Ja,

já, kæra mín, en að minnsta kosti ofan á pramma Fröken Toklasar, hefurðu mig til að bera

þér fram te og kökur.

Er eftirmiðdagurinn líður fram, skipta sumar af þessum konum um gír. Kannske ef

þær skemmta Fröken Toklas, ef til vill þá, yrði þeim vísað inn í bjarmann og suðið í hinu

116

herberginu. Fáguð höfuð þeirra hneigja sig að rödd Dömunnar minnar og axlir þeirra

bika orð hennar. Er þær tala, kinka þær kollunum í átt til vinnustofunnar, líkamar þeirra

þrá heitt að komast á eftir.

Engin von um það, ljúfan mín. Því berjast svona á móti Dömunni minni? Fröken

Toklas, trúið mér, er pakki þess virði að taka umbúðirnar utan af. Ætiþistill, ef þú veist

hvað ég meina. Þær vita það aldrei.

Fröken Toklas nýtur athyglinnar, svarar öllum spurningum þeirra vingjarnlega, og

gleymir aldrei verkefni sínu. Er sólin sests, og hljóðið frá vinnustofunni hækkar, fara

konurnar að sætta sig við að eldhúsið sé síðasti áfangastaður þeirra. Sú skarpskyggnasta

af þeim undrast um hvort þær séu króaðar hér af Fröken Toklas eða GertrudeStein.

Báðum, í rauninni. En af ólíkum ástæðum.

GertrudeStein lítur á þessar konur sem aðeins “eiginkonur.” Hvort þær séu giftar eða

ekki hefur hún engann áhuga á, né heldur þeirra af og til augsýnis kynferðislegi áhugi á

hvorri annarri. Eiginkonur eru aldrei snillingar. Snillingar eru aldrei eiginkonur.

GertrudeStein, hefur þessvegna ekkert gagn fyrir þær, sérstaklega í laugardags teboðum

sínum. Félagslegum samkomum, vissulega, en umfram allt er það fyrsta helgiathöfn fyrir

þá hollustu. Þá sem skemmta henni, skjalla hana, rétta henni sláandi hjörtu sín, eru

verðlaunaðir með boði til hádegisverðar, stöð númer tvö, áleiðis að innilegu sambandi.

Þriðju stöðinni er aðeins hægt að nálgast með boði til kvöldverðar. Ef eiginkonur eru

bendlaðar við, er þeim einnig boðið, fyrir kurteisis sakir og varla vegna áhuga. Fyrir

GertrudeStein, sem nú þegar hefur sína, takk fyrir mjög vel, eru eiginkonur huggun,

þægindi, of oft einhver sem þarf huggun. Þær eru skemmtilegar í smáum skömmtum,

jafnvel afþreying, sérstaklega þegar fagurskapaðir fótleggir þeirra koma til Blómastrætis,

117

í þunnu sokkunum, naumlega viðstöddu misti sem GertrudeStein veit að hægt er að

fjarlægja með nokkrum veifum handar sinnar. Fröken Toklas veit að GertrudeStein

metur eiginkonur á sinn hátt. Hún sér GertrudeStein að elta sveigjurnar sem silast upp að

pilsunum þeirra. Fjandinn hafi það, blindir menn gætu jafnvel séð GertrudeStein blínandi

augunum. Að hún kann að meta kvennmanns vöxt er vandasamt að virða að vettugi.

Þegar Fröken Toklas fyrst heimsótti Blómastrætið, fann hún “aðdáun” GertrudeSteinar á

sér, líkt og borða af stáli. Hún fann hörundið á sér nuddast að aðdáunni, fann svita

drjúpa niður bakið, seitlast niður innan á lærunum. Hún krossaði fótleggina, og

GertrudeStein leit á hana eins og hún vissi. Salt aukar sætindin. Ljúffengt, hugsaði

GertrudeStein.

Háskalegt, veit Fröken Toklas núna, GertrudeStein, eins og vanalega, misles

hvatningu Fröken Toklasar og forréttindar sína eigin. “Óeigingjörn,” andvarpar Frökenin

mín, og þakkar sínum lukku stjörnum fyrir að Fröken Toklas er alltaf til staðar til að

halda eiginkonunum í skefjum. Eiginkonur eru svo pirrandi þegar verk eru að vinna.

Ekki Pjatlan, þó, nei, aldrei Pjatlan. En þeir sem gera reglurnar áskila sér réttinn til að

búa sér til endurtekningar fyrir reglunum. Fyrir handan dyrnar á Blómastræti 27, eru

Dömur mínar alltaf undantekningar. Fröken Toklas, þó, getur aldrei verið snillingur, því

það er aðeins pláss fyrir einn, eftir því sem GertrudeStein segir, í sérhverri fjölskyldu.

Sumar reglur eru járnklæddar. Aðrar hafa vængi. Vandamálið fyrir mig hefur ætíð verið

að auðkenna hvor er hvort.

Til að mynda Karfa og Pépé. Á síðastliðnum mánuði sagði Fröken Toklas mér,

“aðeins ein máltíð á dag.” Hans hátign og taugaveiklaða sýndardýrið til hásetisins höfðu

fitnað of mikið. Í rauninni, höfðu allir í Blómastræti 27, fyrir utan Fröken Toklas og mig,

118

fitnast of mikið og voru settir í matarkúr, allir að GertrudeStein meðtaldri. Engin

eftirtekning, hugsaði ég. Af þjálfun, er ég vanur að virða algildi. Þegar ég heyri orð eins

og “aðeins” og “einn,” trúi ég þeim. En eins og hver maður gæti séð, frá bungandi

mögum þessara sakbitnu þriggja, er SÚ regla langt frá því algild. Þegar GertrudeStein sér

ekki, matar Fröken Toklas Pépé. Þegar GertrudeStein horfir ekki á, matar GertrudeStein

Körfu. Og hver matar GertrudeStein? Það geri ég auðvita. Þrátt fyrir allt, borgar hún

helmingin af kaupinu mínu. Þessi regla, trúið mér, er járnklædd.

Sæti Sunnudags Maður; ég sé þig horfa á Dömur mínar. Ég sé þig horfa til þeirra

þegar þú heldur að þær sjái ekki, í leit á lithimnur þeirra eftir öllu því sem þú annars ert

ekki í vitorði um. Þær hafa líka verið að horfa á þig. Um þetta lygji ég ekki, Sæti

Sunnudags Maður. Forvitni Damanna minni er ergjað af ólíklegum hlutum. Þær sáu

hendurnar á þér og vissu samstundis að þú værir enginn rithöfundur. Of hreinar, of vel

snirtar, hugsuðu þær. Rithöfundar hafa varla nokkurn tíma snirtilegar neglur. Þeir eiga

til að nota tennurnar. Of mjúkar og sinulausar, tóku þær eftir. Þú ert heldur ekki

verkamaður, vissu þær. Já, ég veit að þær hefðu getað ályktað það aðeins frá því að heyra

þig tala, en Dömur mínar eru á sama veg eins og ég. Þær gera aldrei ráð fyrir að orð geti

sagt þeim alla söguna. En Sæti Sunnudags Maður, það voru ekki hendurnar á þér sem

fyrst komu upp um þig. Það var bakið á þér. GertrudeStein sá það tvisvar í fyrstu

heimsókn þinni til Blómastrætis 27. Það var svoddan óvæntanleg sjón, vegna þess að

þeir sem umkringjast GertrudeStein, ganga aldrei í burt meðan hún er í miðsetningu.

Aldrei. Trúðu mér, “drengirnir,” eins og þú kallar þá, hverfa varla nokkurn tíma burt úr

samræðu hringnum, ekki einu sinni til að létta af sér. Fröken Toklas er alltaf hissa á hve

119

hrein klósettin eru eftir þessar fjölmennu samkomur. GertrudeStein gat séð á því hvernig

þú hélst höfðinu að þú værir að hanga á hverju orði hennar, jafnvel er þú labbaðir burt.

Ekki að hlusta en heyra. Að heyra en ekki hlusta. Þú, Sæti Sunnudags Maður, varst þá

skínandi ný þverstæða að hýrga dag Dömunnar minnar. Seinna kvöldsins, skýrði

GertrudeStein Fröken Toklas frá hegðun þinni yfir diskum af besta Singapore ísnum

mínum. Þær gátu báðar bragðað vanillu og kristallaða engiferið, en aðeins Fröken Toklas

gat fundið að þarna var eitthvað dýpra, eitthvað sem birtist sem drollandi blúnda af

tilfinningu á tungu hennar.

Piparkorn, Fröken Toklas. Leggðu tíu gróflega myljuð piparkorn í bleyti í mjólk frá

morgni til kvölds. Sigtaðu og haltu áfram eins og vanalega. Bragðið sem piparkornin

skilja eftir kemur matmanninum til að taka eftir, endurskoða þennan sætindis rétt á ný.

Hugsaðu um það eins og óvæntanlegann vott af háði í rödd náinns ástvins.

GertrudeStein, of hrifin til að móðgast af afskeytingarleysi þínu, vildi bjóða þér strax í

kvöldverð og athuga þig yfir nokkrum soðsteiktum skógarhæsnum. Fröken Toklas vissi

að matseðill GertrudeSteinar hafði lítð með fáanleika af veiðifuglum í desembermánuði

að gera. Fyrir GertrudeStein, hafði það meira með veiðiferðina að gera. Fröken Toklas

var ósammála. Henni fannst að svona óeigileg aðgerð gæti varað þig við. Ekkert er hægt

að hafa upp úr manni sem veit að fylgst er með honum, lexía sem Fröken Toklas hefur

viðað að sér úr öllum leynilögreglusögunum sem hún hefur þurft að þola. Betra en

kúrekarnir, hugsaði hún, en hún þráði samt þessi kvöld þegar GertrudeStein hafði lesið

fyrir hana úr “Líf Dýrlinganna.” Þær höfðu aðeins komist gegnum A´in – Heilaga Agata

með sín afskorin brjóst, Heilaga Agnes með sitt aðskilið höfuð, Heilaga Appollonia með

120

tennurnar kýlaðar inn – þegar GertrudeStein uppgötvaði áviða grimmar, þó ekki eins

skemmtilegar, leynilögreglusögur, fullar af morðum og bröskurum.

“Hugsaðu um þær eins og “Líf Syndaranna,” sagði GertrudeStein. “Það eru

samlíkingar,” fullyrti hún.

“Syndurum skortir ástríðu,” mótmælti Fröken Toklas.

Fröken Toklas ákvað að þær skyldu ekki hverfa frá sinni vanalegu stundaskrá. Þær

myndu bjóða þér í næsta laugardags te, en ekkert meira. Ekkert ætti að virðast vera

öðruvísi. Allt breyttist, auðvita, eftir að Dömur mínar settu augun á þig, Sæti Sunnudags

Maður. Fröken Toklas gladdist mjög þegar þú komst til hennar næsta laugardag með

fyrirspurn þína um kokk. En hve hentug samsetning af sjálfs-síngirni, hugsaði hún. Það

var þá sem hendurnar á þér leystu upp um sögu þína. Fröken Toklas tók strax eftir þeim.

Flytjandi af einhverri tegund, hélt hún. Svo áhrifamikið, hverning fingurnir á honum eru

bognir, að draga upp bugðóttan loftstraum. Leikari, kannske leikbrúðustjórnari, eða að

minnsta kosti maður sem hefur fyrir sér með því að fela sig, hugsaði hún. Ólíkt mér, var

Fröken Toklas ekki algerlega viss. Svo hún spurði GertrudeStein seinna kvöldsins hvort

þú hefðir hegðað þér líkt og vikuna áður.

“Já,” svaraði GertrudeStein, og skýrði fyrir Fröken Toklas að þú hefðir verið mikið

háttvísari í þetta sinn, en það var þarna samt sem áður. Reikult framferði þitt, óstöðug

köst af áhugaleysi, tilkynnti hún, voru rótfest af ákaflegri andúð á tónlist, eða að minnsta

kosti nokkrum alvarlegum samræðum um hana. “Tónlista gagnrýnandi, án efa,”

staðhæfði GertrudeStein, varir hennar snarkandi í svolítinn, mjög njótandi hlátur. Daman

mín er alltaf fullmett af sínu eigin gríni. Fyrir Fröken Toklas, hef ég tekið eftir, er

skemmtunin varla nokkurntíma eins.

121

“Nei, nei, Ástin, hann er ekki rithöfundur,” fullyrti Fröken Toklas.

“Ég veit að hann er ekki rithöfundur, Pjatla. Ég sagði þér að hann væri gagnrýnandi.”

“Hann er heldur ekki gagnrýnandi, Ástin.”

“Hvað svo sem Lattimore er, labbaði hann í dag burt í miðjum samræðum mínum við

Robeson. Heillandi kappræða,” sagði GertrudeStein, “fyrir hvern einasta mann sem hefur

hinn minnsta áhuga á tónlist.”

“Robeson, óperu söngvarinn?”

“Já, ég spurði hann hversvegna hann krafðist þess að syngja negrasálma, þegar hann

gæti flutt sálumessur og óratoríur. Veistu hvað þetta furðuverk í jakkafötum sagði? Í

þessari djúpu bassa rödd sinni, svaraði hann, ´Negrasálmarnir þeis tilheyra mér, Frökena

Stein.´”

“Ástin, hættu! Þú hljómar eins og skóbustastrákur. Hefurðu íhugað að, fyrir

Lattimore hafi samræður þínar við Robeson ef til vill ekkert með tónlist að gera.”

“Nei.”

“Kannske er það Robeson sem er efnið sem Lattimore hefur engann áhuga á, eða

kannske hefur Lattimore of mikinn áhuga og vill ekki láta það sjást.”

Mig grunar að innsæi Fröken Toklasar hafi alltaf verið meira en meðaltals, en eftir að

sitja gegnur flutningar þessarar leynilögreglusagna, hefur það skerpst í skot sem aldrei,

aldrei missir.

“Ó,” sagði GertrudeStein.

“Í Guðanna bænum, Ástin, tónlist? Það er ofurlítil ýkja. Þegar maður lítur á Herra

Robeson, er það fyrsta sem manni dettur í hug ekki tónlist. Frökena Stein, fyrir snilling,

hefarða alltafa á röngu að standa.”

122

Dömur mínar litu á hvora aðra, og hlátur þeirra reis upp þar til þær næstum köfnuðust.

Hann klifraði upp veggina, komst gegnum hornið, og elti mig er ég labbaði aftur inn í

eldhúsið. Illgirni, var ég hræddur um. Eftir að hugsa mig betur um, var það ekki illgirni

sem ég heyrði. Hlátur þeirra var ekki af þeirri tegund. Ég þekki illgirni vel, og hún er

meira vandvirkur hlutur, gerður af áreynslu. Hlátur þeirra var ormaður í miðjunni, nú-og-

þá viðhald. Truflandi að heyra samt sem áður. Kemur manni úr jafnvægi, vegna þess að

svonalagað hefur enga náttúrulega hindrun, ekkert sem getur aftrað því frá að útbreiðast.

Líkt og Dömur mínar, getur það verið fætt annarstaðar og síðan flutt til útlands. Þannig er

því sáð. Þannig vex það.

Þetta var ekki það sem Robeson sagði, var það, Sæti Sunnudags Maður? Segðu mér

svar hans. Segðu það upphátt.

“´Fröken Stein, negrasöngva get ég sungið. Hitt verð ég að flytja.´”

GertrudeStein og Fröken Toklas eru vissulega óskammfeilnar. Heldurðu Sæti

Sunnudags Maður, að Dömur mínar hefðu sent mig til hvers sem er? Góður

matreiðslumaður er mikil verslunarvara í þessari borg. Hverri einustu borg, í rauninni.

Spyrðu sjálfann þig, “Hvar snæðast þeir ekki?” Það er kjarni málsins. Matreiðsla er

svarið við veraldarinnar vinnuauglýsingum. Það leyfir mér að lifa eins og flakkandi fugl,

fiskur í ómörkuðum sjó. Blessun sem er einnig bölvun. Miskildu þetta ekki, Sæti

Sunnudags maður. Fröken Toklas vildi að ég yrði fórn til þín, lítil mús sem gæti komist

inn í eldhús þitt, boðin, en annars ekki tekið eftir. Þar gæti ég grandskoðað skápana og

hillurnar og skýrslað til þessara tveggja forvitnu Dama heima í Blómastræti 27. “Er

Lattimore negri?” er það sem þær, á endanum, vilja vita. Dömur mínar segja mér að þær

vilji bara vera algerlega vissar.

123

Öll þessi ár í Frakklandi, segir þú, og Ástin og Pjatlan eru enn amerískar, samt sem

áður.

Auðvita eru þær það, Sæti Sunnudags Maður. Vissulega eru þær.

124

18

Um borð Niobe, hélt ég á rauða smápokanum sem móðir mín hafði staðfastlega þrýst

í hendurnar á mér, og ég hugsaði um eins dags virði af vatni milli okkar. Síðan hugsaði

ég um vikurnar, mánuðina, árin, áratugina af komandi vatni. Tími, fyrir mig, hafði alltaf

verið mældur með tilliti til rísandi sólarinnar, systur hennar að setjast niður, og

áræðanlegum hring mánans. En út á sjó, lærði ég að tími gæti einning verið mældur að

því er varðar vatni, með tilliti til fjarlægðarinnar maður ferðast á reki út á sjó. Þegar

þannig mældur, eru nærvera og fjarlægð slóðir af hreyfingu tímans, ekki stöðugt framfar

með nákvæmlega beinni línu. Þegar mældur þannig, myndar tíminn lykkju sveigjist, og

getur hvenær sem er spíralað mig burt, fleygt mér síðan aftur heim.

Ég veit, Má, pokinn er rauður, vegna þess að rautt er litur lukkunnar, ekki þeirra

slæmu, aðeins þeirra góðu. Litur trúar trompandi örlögunum, vonar sem þroskast, ávaxta

á endalausum vínviði. Rautt er litur þess sem ferðast gegnum hjartað á okkur, innvortis

fljót sem við aldrei þurfum að skilja eftir. Þegar Herrann og Frúin sjá rautt, hugsa þau til

reiðar, dauða, hættu vettvangs, ástands sem krefst feikilegri varfærni og gætni. Fáránlegt,

ýkjun, algjörlegur misskilningur. Rautt á fingurgómunum á mér, Má, þýðir að ég er enn

hér. Rautt leysir þig þykkri úr líkama mínum. Rautt er það sem heldur þér nær.

Má, ég gæti notað svolitla gæfu núna, hugsaði ég, meðan ég skoðaði pokann

hreiðraðan í lófanum á mér. Sjóveiki hafði verið að þjá mig fjórum eða fimm sinnum

daglega, neyddi mig til að hneigja mig og lúta við klósettið, yfir rimlana, í skítugu

pottana og pönnurnar. Ég að sýna virðingu fyrir vatninu og vindinum var rofið aðeins af

125

kartöflu skralla lotunum, lauka brytinu, úrvalinu gegnum gegnblautt hismi af þurrum

linsubaunum og öðru grænmeti.

Já, Gamli Maður, þetta eru ekki matreiðslumanna verk, ekki einu sinni kokks á

einhverri lekandi duggu. En Niobe er franskt skip, ég er samt sem áður víetnamískur.

Ég var bara eldhúsdrengur, staða jafnvel lágsettari en “garde-manger.” Í fyrstunni var

mér ekki einu sinni leyft að snerta matinn, aðeins leyfarnar af honum á matreiðslu

ílátunum eða þeim sem borin voru fram. Þau mátti ég þvo, og það sem verra var, fylla

þau með hvað svo sem ég hafði í maganum þann dag. Þegar ég loksins gat hreinsað

diskana hraðar en ég gat útatað þá, spurði matreiðslumaður skipsins mig, frakki að nafni

Loubet, hvar ég hefði unnið áður. “Yfirlandstjóra eldhúsinu í Saigon,” endurtók Loubet

eftir mér. Það sem eftir var ferðarinnar, vaknaði Loubet seint, reykti sígaretturnar sínar,

og starði út á sjóinn gegnum kámugað kýraugað. Á meðan, sýndi ég honum allt það sem

ég hafði lært í eldhúsi yfirlandstjórans: Vinna án heiðurs. Þakklæti án hrósunar. Ánægja

án virðurkenningu.

Þegar lof skipstjórans komu til baka í galeiðuna með tómu diskunum, brosti Loubet og

umlaði, “eldhúsi yfirlandstjórans í Saigon.”

Ég hefði átt að vita betur. Fávísi, eða krafa til hennar, eins og ég hafði trúað Báo

fyrir, er alltaf best fyrir menn eins og mig.

En ég hunsaði speki þessarar reglu þegar ég sagði Báo frá rauða pokanum. Ég sagði

honum að ég efaðist ekki um innihalds hans. Pokinn hafði komið frá peningabelti móður

minnar. Nokkuð hundruð “dóng”, sagði ég honum, í óhreinum seðlum sem höfðu verið

þrýstir af líkama hennar síðan hver-veit-hve-lengi. Líklega peningar sem hún hafði

safnað fyrir líkkistu sinni, eða kannske nokkrum hvítum blómum fyrir gröfina, hugsaði

126

ég. Gamli Maðurinn, líkt og frakkar, hélt að svart væri eini viðeigandi litur til að sýna og

klæðast sorg.

Ég veit, Má, svart er liturinn á hári okkar, litur lithimnanna þegar rökkvar. Litur

hvílandi nætur svefns, kola hrísgrjóna, tamarind aldinkjöti, óbrotinn skurn af þúsund-ára

eggi. Hvernig gæti það svarta verið litur sorgarinnar? Undirgljáað af rauðáa leiri,

hildýpis blátt, hátt-í-trjátopp-grænt, svart er lýsandi, liturinn sem leyfir okkur að dreyma.

“Júhú!” blístraði Báo þegar hann frétti af rauða pokanum. Hann sagði að ég yrði að

opna hann, vegna þess að hann að minnsta kosti væri forvitinn, jafnvel ef ég væri það

ekki. Ja, hann sagði þetta kannske með ekki þessum nákvæmlegu orðum. Hann umblaði

ef til vill aðeins “heimski bastarðinn.” Júhú!” blístraði Báo aftur, eftir að ég leysti frá

pokanum, og hann sá hvað sat inni í honum. “Hvað ertu að gera hérna niðri?” vildi Báo

þegar í stað vita. “Þú gætir fengið þér einkaherbergi og sæti við borð skipstjórans á

hverju kvöldi með þessu, þú vitlausi bastarður.”

Já, hugsaði ég, í sannleika sagt. Ég vafði spottanum um pokann og setti hann aftur

undir koddann minn.

Rautt er staðfastlega þrýst í lófa. Rautt er móðir að fæða barn. Rautt er gæfa sem hún

hefur einhvernveginn safnað, geymt, og bruðlað á yngsta son sinn. Áður en ég fór að

heiman, gaf móðir mín mér poka fylltann með því sem ég hélt að væru peningar. Líkt og

allt annað um hana, tæki það tíma til að skilja, til að uppgötva hvað liggji inní, verndað

eins og í vömbinni Þegar ég loka augunum, sé ég hana enn í eldhúsinu. Moldargólfið,

leir pottana, tin diskana, kókóshnetu skurns sköftin, regn-safnandi vatnsgeyminn, allt

þetta gaf móðir mín mér, og í staðinn yfirgaf ég hana. Alls ekki jöfn viðskipti, veit ég.

127

Ég vissi ekki þar til mörgm dögum seinna út á sjó, að ég hefði hvílt höfuðið á poka

fylltannn af gull laufum, eitt sóllýst lag ofan á öðru. Léttara og dýrmætara en pappírs

hliðstæða þess, því móðir mín veit að gull er gildi sem er úr jörðinni, og verður að vera

virt hvar sem er á bogna yfirborði þess. Pappírs peningar fá gildi sitt frá þeim sem prenta

þá, og þessvegna þjást oft, finna sig algjörlega fella í gildi, þegar fluttir og fjarlægðir frá

kunnugu umhverfi. Tortímanlegir, líkt of fiskur úr vatni, eða ímyndaðu þér mann út á

opnum sjó.

Daglega heyri ég rödd Gamla Mannsins öskrandi á mig fyrir neðan jörðina, þar sem ég

fullvissa sjálfan mig um að hann liggji nú. Á andartakinu þegar hann tók blóð sitt frá

mínu, skildi það eins og hans væri hvítan og mitt rauðan, setti ég hann þar. “Þar sem

fjárhættuspil eru, er trú” er þreytta spakmælið sem Gamli Maðurinn heldur sér fast við og

heldur áfram, jafnvel núna að riðja sér gegn mjúku miðju hnöttsins, samstillandi staðarins

með breiddargráðunni og lengdargráðunni hvar svo sem vill til að ég sé niður kominn.

Fyrir mann sem hefur ekki einu sinni litið augum á sjóinn, er hann meistara

siglingafræðingur. Innvortis áttaviti hans er þar sem hjarta hans ætti að vera. Ég hafði

trú, Gamli Maður. Ég hafði trú –

“Ég veit allt um ´trú´ þína! Hvernig vogar þú þér að brúka Guðsorð til að skýra frá

því sem þú gerir. Aðeins fífl eins og þú myndi trúa að franskur sódómari gæti bjargað

þér. Út af ást? Út af losta eftir þínum grindhoraða, einskis virði líkama? Ég hef alltaf

sagt móður þinni að þú værir ömurlegur tapsár aumingi, og hér er síðasta sönnunin. Já,

þú tókst áhættuna og tapaðir – “

128

Er það þetta sem virkilega kom þér í uppnám, Gamli Maður? Að ég tapaði? Ef þessi

franski ´sódómari´ væri enn að halda mér hlýjum, ef hann væri enn að halda flöskunum

þínum frá því að þorna upp –

“Haltu kjafti! Mér verður óglatt að hugsa til þess sem þú gerir, svívirðir nafnið mitt

með. Eftir allt það sem Minh, yfirmatreiðslumaður gerði fyrir þig. Ég sagði honum að

hann ætti ekki að ómaka sig við þig, og ég hafði á réttu að standa. ´En hann verður að

læra að lesa og skrifa,´ krafðist hann. ´Á þessum dögum og tímaskeiðum, verður

yfirmatreiðslusveinn að vera fjölhæfur, aðlögunarhæfur, mælskur....´ hélt hann áfram að

fullyrða. Nú, sjáðu hvað þú hefur gert með það.”

Hvað ertu að tala um, Gamli Maður? An Minh kenndi mér að lesa og skrifa svo ég

gæti búið til matvörulista, svarað vinnuauglýsingu, farið eftir uppskrift sem einhver

franskur kokkur hafði fest á blað með eftirvæntingu eftir dauða sínum. En umfram allt,

vildi Anh Minh að ég kannaðist við útlínurnar af nafninu okkar, ein-orða söguljóði sem

einn dag yrði útsaumað á yfirmatreiðslumanns húfuna sem honum dreymdi um. Hvít og

há, eins og fögur frönsk stúlka, andvarpaði Anh Minh á miðjum nætrum. Ertu svo

mígandi fullur, Gamli Maður, að þú heldur að ég lærði að elska, hvernig hægt er að finna

ástríðu í líkama annars manns, með því að lesa og skrifa? Heldurðu að ég lærði það úr

bók? Ég er ekki eins og þú, Gamli Maður. Ég elska náungann ekki vegna þess hver ég

er, ekki af því að heilugu feðurnir sögðu mér að gera það, og heilugu guðspjöll þeirra. Í

Guðs nafni, helga ég líkama þínum til jarðarinnar þar sem hann....

En það, er ég hræddur um, voru mín mistök frá byrjun, banvænn galli í skipulagi

mínu. Ég hélt ég gæti kæft Gamla Manninn með skóflu fullri af mold og leðju. En

líkami hans í jörðunni, í tiltekinni botnsleðju fjölskyldu landsins, allt í því hlaut að deyja.

129

Hatur seytlaðist undan augnalokunum á honum, úr munninum, eyrunum, rassgatinu, þar

sem höfuð hans hafði verið alla hans tíð. Ég hefði aldrei átt að sameina hann landinu. Ég

hefði átt að kasta líkama hans í sjóinn, vísa honum á brott, ekki sjálfum mér. Reiði mín

kemur mér til að halda áfram greftrinum í jörðina, dragandi í hlífðar hjúp hennar, ákafur í

að sjá líkama hans rotna djúpt niður í. Gamli Maðurinn hefur þverneitað að vera

samvinnuþýður. Líkami hans er algjörlega óskaddaður. Mörg ár af alkóhóli getur gert

manneskju þannig, gert hann dauðann en ekki farinn, gert hann óafmánanlegann fyrir þá

sem hafa haft þá ógæfu að deila með honum nafni. Pæklaður og súrsaður er önnur leið að

hugsa um það. Allur vökvinn sem náttúrulega finnst inn í líkama hefur breyst í alkóhól í

líkama hans, áfengi nógu sterkt til að drepa allt sem kemur við það. Smá dýrin, lirfurnar,

ormana sem koma líkamanum til að rotna áður en hægt er að koma honum aftur niður í

jörðina. Allt þetta hefur enga von um að gera sitt verk, svo það lét hann vera, skildi hatur

hans eftir til að eitra landið, úrvinnsla svo hægleg, svo hlýðinn ennþá starfandi vilja hans,

að það tæki lífstíð að fullgera. Hefði ég son, tæki það kannske einnig hans lífstíð. Þetta

er eins nær ódauðleika og Gamili Maðurinn nokkurn tíma hafði rétt til, og ér er sá eini

sem heldur honum þannig.

Já, Gamli Maður, ég veðjaði. Ég veðjaði burt starf mitt sem uppþvottamaður,

ömurlegt lífstíða fastráða starf sem, gagnstætt því sem þú hélst, var ég ekkert lánsamur að

hafa. Ég veðjaði burt síðu, hvítu svuntuna, öfundsverða starf Aðstoðarmatreiðslumanns

Einhverntíma, undir stjórn Minh Loksins Yfirmatreiðslumanns. Ég veðjaði burt framtíð

– “betra,” ég veit, var gert ráð fyrir – sem Anh Minh trúði á líkt og góðviljaðann guð.

Verðleiki verður goldinn með starfshækkun. Þjónusta verður endurgoldin. Trygglyndi

veldur tryggð. Trú Anh Minhs framfleytti honum, en ekki mér.

130

Þegar Blériot kom í yfirlandstjórahúsið, horfði ég einu sinni í andlit hans og leit síðan

í kring, og ég hugsaði, hverju get ég raunverulega tapað? Svarið við þessari spurningu,

trúið mér, fer eftir því hvað fjárhættuspilarinn heldur að sé fast og stöðugt í lífi sínu.

Hvað verður alltaf þar? Hvað breytist aldrei? Jafnvel ef fjárhættuspilarinn tapar er

tilbendandi ásigkomulag lauslega fest í enda þessara spurninga. Önnur leið að hugsa um

það er: Hvað trúir fjárhættuspilarinn á? Þeir sem aldrei veðja, ímynda ég mér, þurfa ekki

að spyrja sjálfa sig þessar spurningar, verða aldrei að viðurkenna að svörin séu fá.

Svarið, eða ef hann er virkilega heppinn, svörin, auðkenna hugmyndir fjárhættuspilarans

um áhættu og hömlur. Ef “ekkert” er svar fjárhættuspilarans, hlýtur hann að tapa, vegna

þess að ekkert er til að leiðbeina honum til baka frá jaðrinum, ekkert nema áköf löngunin

til að stökkva. Áhætta hvetur fjárhættuspilara til hugrekkis. Hömlur ráðleggja honum að

vera forsjáll. Það er jafnvægið milli þessa tveggja kosta sem heldur honum í leiknum.

Ég hafði trú, Gamili Maður. Þú ert sá sem enga hafði. Alls enga trú á mér, ef þú hélst

að ég væri nógu einfaldur til að líta á Blériot og sjá frelsi í faðmi hans. Hann er Frakki,

eftir allt er sagt og gert. Jafnvel í miðjum klíðum þess sem ég kýs að minnast sem ást,

fann líkami minn línurnar strekktar milli okkar, rakblaðs-beitt þrýstist hún að líkamanum.

Ég skildi takmörkin, aðgreiningarnar, gaddavírs reglurnar af svoleiðis stefnumótum. Og

gagnstætt því sem þú ennþá heldur, Gamli Maður, í augum Blériots, með svörtu,

sprengjandi stjörnurnar inní þeim, sá ég ekki stöðuhækkun, né launhækkun fyrir Anh

Minh, ekki einu sinni dósir af niðursoðnum ferskjum og perum fyrir Má. Ég sá ekki

borgaðann miða til einhvers áfangastaðs - ´betra,´ var aftur gert ráð fyrir. Í bláu augum

hans, sá ég, ólíkt þér, ekki frelsara minn. Ég sá mann þess virði að taka áhættu á vegna

þess að ég hafði trú –

131

“Hættu að nota þetta orð! Ég sagði þér að ´trú´ tilheyrir Guði, tilheyrir einning

kirkjunni, tilheyrir þeim Heittrúuðu og Frelsuðu. Hún tilheyrir mér,” segir Gamli

Maðurinn, og hrækir skít með hverju orði.

Haltu þér saman, Gamli Maður, og leyfðu mér að klára. Þetta er saga mín. Ég vil

segja hana, og þú skalt liggja þarna þögull.

Ég hafði trú. Trú að Gamli Maðurinn hafði fundið fjögur andartök af góðvild fyrir

móður mína, fjórar blíðar snertingar, fjórar ekta ástæður til að andvarpa. Að þessi

andartök, líkt og leiftursýnir af tunglinu, mýkti rökkur þessa nætra þegar bróðir mínir og

ég komu undir. Þegar ég var barn, gat ég ekki litið upp til stjarnanna, eða lokað augunum

fyrir sólinni, án þess að trúa að klukkan væri nákvæmlega eins um allann heim. Og, líkt

og öll börn, gat ég heldur ekki litið upp til mannsins sem allir kölluðu faðir minn og trúað

að hann hefði komið mér inn í heiminn með athöfn fyrirlitningar og forsmánunar, sem

eru til staðar jafnvel núna. Heimsk, óvafasöm trú um að vegna þess að líf mitt kom frá

honum, faðir minn, þó grimmur í framkomu og hrottugur í tali, gæti ekki verið þannig í

hjartanu. Átakanleg reikningsskekkja sem ég gerði, ef ég á að trúa Gamla Manninum,

fyllibyttu, fjárhættuspilara, þjóf sem stal heimili mínu.

“Fíflið þitt! Þú gafst mér það.” Hlær Gamli Maðurinn af ánægjunni af því að vita að

það sem hann segir er staðreynd.

Já, hugsaði ég, en hve satt. Ég hefði átt að vita betur. Ég hefði átt að henda líkama

hans út á opinn sjó, ég hefði átt að vísa honum á brott og ekki mér.

Eftir að móðir mín fæddi mig, var margt sem hún gat ekki beðið fyrir lengur til föður

síns og móður. Þau höfðu afneitað henni. Hvern hefði hún þá til að tilbiðja, hvers

132

eftirmynd væri eftir fyrir hana að grípa til frá minni sínu fyrir framan fjölskyldu altarið?

Fyrirgefningar í forfeðra dýrkun eru ekki til, aðeins makleg málagjöld og eilífar skuldir.

Jafnvel í eftirlífinu, hlaut móðir mín að sjá þau, faðir sinn og móðir og allann ættflokkinn

af fólki sem hún hafði aldrei hitt, en sem hafði það hlutverk að dæma hana. Hún hafði

áhyggjur af hvað það allt segði. Mesta sorgin í lífi hennar var að hún vissi það nú þegar.

Hún hafði borgað einhverjum fyrir að taka burt eina gildið sem eiginmaður hennar fann í

líkama hennar. Hún hafði stolið frá honum hver veit hvað mörgum ófæddum synum.

Hún hafði vogað sér að beita líkama sínum einvaldi, þegar henni hafði verið sagt að hún

hefði engann rétt til þess. Þjófur, bruðlari, og það sem verra var, óhlýðin eiginkona,

viðurnefn sem eltu hana daglega þegar hún fór til markaðsins, og þau eltu hana heim á

kvöldin til toga lökin niður, hnipruðu líkama hennar saman af samviskubiti. Hún vaknaði

og fann sjálfa sig fertuga, eiginkonu manns sem heldur vildi selskap karlmanna, tunga

hans þráði líkama manns að nafni Kristur – “Heilaga altarissakrament,” sagði Gamli

Maðurinn henni; farandsali sem hafði fyrir sér aðeins til að sjá peningana hverfa; kona

sem fæddi syni til að sjá þá læra að ganga, aldrei til hennar og alltaf burt, móðir fjögurra

syna, einn af þeim trúði að bara ást hennar væri ekki nægjuleg – “hversvegna hefði hann

annars yfirgefið mig?” spurði hún sjálfa sig; dóttir föðurs og móður sem höfðu hindrað

hana frá að nokkurn tíma sameinast þeim í eftirlífinu. Eitt er að vera einn í lífinu,

hugsaði hún, en að vera einn í dauða væri óbærilegt.

Móðir mín er sterk, trúið mér. Ekki eins og kastaníutré borgarinnar eru sterk.

Stórlaufuðu tröllin þola gusta af vetrar stormunum með ósveigjanleika og margra ára

virði af sammiðjuðum brynjum. Það eru aðrar leiðir til að lifa af. Þegar misseravindarnir

byltust um, köstuðu til og frá plöntu lífi og smá dýrum, sá móðir mín að bambusreyrarnir

133

sluppu alltaf óskaddaðir. Hún sá þá einu sinni í skógarþykkninu fyrir handan eldhús

garðinn feykta til hliðar í hámarki stormsins, mögru búkar þeirra samhliða jörðinni og

himninum. Í dag brotna þau áreiðanlega, hugsaði hún. Meðan hún stóð vörð yfir þeim,

að bíða eftir harmleiknum að gerast, lifti stormurinn sér upp og hvarf á brott.

Vatnsgeymirinn hafði þá dottið niður á magann og vatnsbreiða gusaðist gegnum sprungu

á hlið hans og flæddi yfir rauða og gulrauða sílepipra sem tvístraðir voru um jarðveginn.

Sumir höfðu enn grænu stilka sína áfasta, aðrið höfðu verið rifnir burt of snemma úr

nágranna garðinum og urðu að skilja eftir sig stilkana. Iðrun rann úr þeim í myndun smá

fölnaðra fræa. Eins og í sorg, þrýstust bamursreyrarnir niður til jarðar. En eftir nokkrar

mínútur, röknuðu þeir við og veifuðu. Þeir hristu af sér regnið, áttuðu sig og sneru sér til

himins. Móðir mín varð vissulega mjög hrifin. Nú ÞETTA, er styrkur, hugsaði hún.

Þrautseigja og sveigjanleiki eru ekki gagnstæð. Það að lifa af krefst vissum

samkomulögum. Þolgæði er auðkennt af því síðasta sem enn stendur upprétt. Þetta voru

lexíurnar, ímynda ég mér, sem hún hlaut að hafa lært.

Móðir mín ákvað að verða sú síðasta sem enn stóð upprétt. Ólíkt móður sinni, ætlaði

hún aldrei að láta mann hrifsa burt líf sitt. Hún vildi fá að sjá eiginmann sinn eldast,

ellihrumann. Hún hugsaði um hvernig búkur hans myndi fljóta niður Mekong ána, út til

suður kína hafsins. Hún, ólíkt mér, ætlaði aldrei að leyfa honum að krefja landið sem hún

kallaði heimili sitt. Hún vildi vera þar til að bjóða yngsta son sinn velkominn til baka í

eldhúsið sitt, til baka til heimilis síns. En til að miða áfram áætlun sinni, varð móðir mín

fyrst að reikna aftur takmörk guðstrúar sinnar. Hún þurfti eitthvað til að trúa á sem gæfi

henni einhverja leið til að flýja heift forfeðra sinna, einhvern stað til að komast til eftir að

hún dó þar sem þeir biðu ekki eftir henni. Hún, líkt og þeir sannarlega örvæntingarfullu

134

sem komu á undan henni, snúði sér til kaþólskunnar til athvarfs. Ég ætla ekki að kalla

það trúskiptingu, því það bendir til skyndilegrar breytingar, umskipti frá einni hlið til

annars, breyting hjartans. Hún hafði enn fjölskyldu altarið og Búddann sem sat þar

brosandi á móti henni. Hún er samt sem áður víetnamísk. Hún girðir veðmál sín.

Þegar ég fór að heiman hafði móðir mín verið, í kenningu en en aldrei í framkvæmd,

kaþólsk í tuttugu og fimm ár. Dropar heilaga vatnsins snertu höfuð hennar seinni part

brúðkaupsdagsins þegar henni var sagt að opna munninn og taka Gestgjafann, þurrann og

bragðlausann á tunguna. Þeir kaþólsku eru hræðilegir kokkar, minntist hún að hugsa.

En þegar ég fór að heiman, hafði móðir mín búið, ef ekki með Honum, þá nálægt Honum

í yfir tvo áratugi. Hún hafði tekið inn, drukkið í sig gegnum smá pinnastungu af

svitaholunum, meira en nokkur af okkur gæti ímyndað sér. Í kaþólskunni kannaðist hún

við kunnulega þremenningu: samviskubit, afneitun, og töf á hamingju sem auðkenndi líf

hennar. Hún fann Faðir og Móðir, þó þau væru hér ekki gift hvoru öðru. Hún fann

einnig son til að leysa þann af hólmi sem hafði horfið burt. Í kaþólskunni, heyrði móðir

mín rödd sína liftast í bænum og í söng. Síðast þegar hún söng upphátt voru drengirnir

hennar ennþá ungbörn, og við höfðum sofnað við hækkandi og lækkndi rödd ungrar

stúlku, sofnað við ánægjulega hlýju af þessum unga líkama sem lífgaðist upp við söng. Í

kaþólskunni fann móðir mín stað þar sem hún gæti farið einn daginn, risið upp í sínum

gráa “áo dái”, líkt og reykur sem rís upp úr reykelsi á fjölskyldu altari hennar. Aðeins

smá partur af henni, aðeins eyrnasneplarnir, ímynda ég mér, fundu til sektarkenndar,

iðruðust þess að hennar eigin móðir og faðir væru ekki þarna til að heilsa henni. Þau

yfirgæfu mig bara aftur, hugsaðu hún.

135

Móðir mín hikaði þá aldrei, þegar kom að heiti sínu að koma aldrei aftur í kirkju

Faðir Vinsents, staðsins þar sem hún hafði verið keypt og seld. Á hverjum sunnudegi,

eftir að Gamli Maðurinn þvoði sér í framan, drakk bolla af sterku tei til að hylja

sætskarpa þefinn af alkóhóli á andadrættinum, fór hann til kirkju Faðir Vinsents til að

taka sér stöðu á fremsta bekknum. Móðir mín fór þá í hreina skyrtu, batt á sig stráhattinn,

og labbaði alla leið til Saigons Notre-Dame dómkirkju. Í fyrsta sinn sem hún kom til

messu þar, var henni gefið strengur af gerviperlum, kannske ekki gull á bleikum silki

borða, hugsaði hún, en að minnsta kosti var hægt að velja: bláann með krossfestum manni

eða bleikann með konu með höfuðið hjúpað, líkt og eilífa brúður. Þann morgunn, sögðu

Notre-Dames hringjandi bjöllur móður minni að messu væri lokið og að hún væri enn

margar götur í burt. Hún hélt samt áfram og komst í tíma fyrir eftirmiðdags þjónustu.

Hún smeygði sér gegnum dyrnar sem voru hæglega að lokast og settist niður í einn af

bónuðu bekkjunum. Hún starði upp á tryggðablómin, gladíólurnar og páskaliljurnar sem

prýddu altarið, rákað gulli. Mjög fagurt, hugsaði móðir mín. Jafnvel þó að kirkja Faðir

Vinsents hefði efni á meiru en gullfífum og hanakömbum, færi hún aldrei þangað til

þjónustu. Að biðjast fyrir í sama húsi og Gamli Maðurinn, hugsaði hún, væri guðslast.

Þennann morgunn vissi móðir mín ekki að í kaþólsku trúnni, það sem hún hafð gert

líkama sínum eftir að ég fæddist væri einnig synd, dauðleg og óbætanleg. Þegar hún fann

þetta út, var það of seint. Vanþekking, eða krafa til hennar hafði nú þegar frelsað hana.

Trú er byrjun sögunnar um líf mitt. Gamli Maðurinn trúði á Faðirinn, soninn, og

Heilaga Andann. Hann trúði að ef einn son væri gott að eiga, væri heill barnahópur enn

betri. Hann trúði á að færa til lífs menn sem skulduðu honum að eilífu. Því skyldi ég

136

ekki hafa mína eigin þjóna? Hugsaði hann. Til að framkvæma áform sitt, varð hann að

útvega sér eiginkonu. Annars hefði hann aldrei viljað, hefði aldrei þráð konu. Eina

konan sem hann hafði elskað hafði gefið hann burt, sett hann fyrir framan guðs dyr og

sagt honum að loka augunum og biðjast fyrir. Hann bað fyrir brosi hennar að birtast aftur

á andliti hennar. Hann bað fyrir hrýsgrjónum í skál hennar og ekki aðeins í hans eigin.

Hann bað fyrir bringu hennar að andvarpa ekki svona oft, sérstaklega þega hún hélt að

hann svæfi um nætur. Hann opnaði augun og fann að hann var aleinn. Bænir hans fyrir

hana höfðu fengið svar. Þetta voru síðustu óeigingjörnu hugsanir hans. Þegar stúlkan

sem varð móðir mín var færð honum, sá hann í örvæntingu þeirra í kringum sig aðeins

fyrirheit um stöðug laun. Í löngu lífi sínu, umkringdi Gamli Maðurinn sig

fjárhættuspilörum, örvæntingafullum eftir góðri lukku í hvaða formi sem var. Þetta voru

þær gerðir af mönnum sem nú þegar trúðu á að klæðast sömu buxunum í fleyri ár. Aðrir

borðuðu aðeins nautakjöt, þegar þeir höfðu efni á því, áður en þeir spiluðu. Margir stilltu

sig um að hafa samfarir áður en þeir léku sérstaklega mikilvæginn leik. Þetta voru menn

sem voru móttækilegir frá byrjun. Trúgjörn fífl í flokkinn var það sem Gamli Maðurinn

verslaði með. Eins manns hjátrú er annans guðstrú, vissi hann. Það voru einnig konur

með útbungandi peningabelti sem voru viljugar að taka opnum örmum hvaða guð sem

nauðsynlegt var, viljugar að endurtaka hvaða bænir sem þörf var á, til að sigra, en Gamli

Maðurinn gat ekki þolað þær, lyktina af þeim. Ein í húsinu var nú þegar of mikið,

hugsaði hann. En vegna þess að hann var maður sem trúði á það að fjölga syni, varð

hann að snerta þessa stúlku sem ilmaði eins og eina konan sem hann hafði elskað. Það

gerði hann veikann í hvert sinn. Hann framkvæmdi athöfnina fljótlega og án þess að loka

nokkurntíma augunum. Engin kona gæti aftur platað hann, hugsaði hann.

137

Móðir mín hafði augun lokuð. Hún kreisti þau saman, klemmdi þau með þéttum vef

augnaháranna. Hann getur komið mér til að opna fótleggina en aldrei augun, hugsaði

hún. Þegar hún fann að hún rifnaði, synti hún burt til myrkursins í leit að móður sinni.

Hún vildi vita hvort móður sín væri viss. Var móðir henna algjörlega viss um að þetta

væri maðurinn? Í rökkrinu, móðir hennar og faðir, sem kom með til að gefa auka

yfirvald, sögðu henni, “Já, þetta er maðurinn!” Hvernig gætu þau bæði haft á röngu að

standa, hugsaði stúlkan, og hún opnaði augun. Eginmaður hennar hafði lokið sér af, og

hún stóð upp til að þrífa sig. Hún sat á hækjum sér yfir vaskafati fullu af regnvatni. Hún

setti rassinn hæglega niður í fatið. Hún hafði bætt í vatnið matskeið af salti til að hreinsa

sárið, eins og móðir hennar hafði kennt henni. Vatnið blómstraðist bleikt. Hún leit niður

á litinn og grét. Saltið kom sárinu til að svíða. “Hlýða,” eins og “tilbiðja,” eru sterk orð.

Móðir hennar og faðir höfðu sagt henni það, og hún trúði þeim. Þau gáfu henni líf, sögðu

þau henni, svo að hún gæti gefið þeim dóttursyni. Hún hafði verið undirbúin til að gera

það verk frá byrjun. Þegar líkami hennar tók fyrsta skrefið, fann móðir hennar eiginmann

fyrir hana. Fræði-prins, ímyndaði stúlkan sér. Dagana eftir tilkynningu móður hennar,

var stúlkan minnt á aftur og aftur að hún yrði að gegna þessum manni. Hann hlýtur að

vera vel gefinn, hugsaði stúlkan. Hún mætti ekki misbjóða honum. Hann hlýtur að vera

tilfinninganæmur, hugsaði stúlkan. Hún mætti ekki yfirgefa hann. Hann hlýtur að vera

góður, hugsaði stúlkan. Frá mjúka munni konunnar sem gaf henni líf, tók móðir mín á

móti orðunum kyrr og óhreyfandi, undir Gamla Manninum. Orðin syntu með henni í

rökkrinu og héldu henni frá því að seilast upp með hníf til að skera hann á háls eins og

kjúkling. Móðir hennar sagði henni að gleypa reiðina, og hún kyngdi henni niður, þar til

138

maginn á hennni varð útþenntur af reiði. Það versta var að móðir hennar vissi að það yrði

hann.

139

19

“Ég átti einu sinni bróðir...”

GertrudeStein er hrifin af því að kasta þessu rökleysi fyrir framan ráðþrota andlit

splunkunýrra kunningja sinna. Það er próf um árvekni, færni, og snerpu. Hugsaðu um

Karati meistara sem allt í einu snýr sér ofsalega á móti lærisveinum sínum. Ef

lærisveinninn nær prófinu, heldur hann áfram til næsta kafla kennslunnar. Ef

lærisveinninn fellur, er hann skilinn eftir til að drepast af sárum sínum. Hvort sárið sé

banvænt eða aðeins skráma, fer eftir svari ógæfusama unga mannsins. Fyrir

GertrudeStein, ef ungi maðurinn fer út í aðra sálma í samræðunum, til dvalarstaðs eða

tilveru bróður hennar, þá er það banaslys. Of auðveldlega truflaður, þessvegna ekki þess

virði að þekkja, heldur hún. Bróðir er ekki áhugaverður, ekki nægilega áhugaverður til

að taka stað hennar í miðju hennar eigin samræðu. En ef ungi maðurinn fer ekki niður

skugga stiginn, ef hann getur stillt sig frá tálvonandi tilvitnun um Steina bróðirinn, þá eru

ég og Fröken Toklas viss um að sjá andlitið á honum aftur í Blómastræti 27.

“Í rauninni á hún þrjá, og eina systir,” leiðréttir Fröken Toklas oft úr horni stofunnar.

“En Pjatla, fyrir mig er til aðeins einn,” staðhæfir Daman mín.

En hve satt, hugsa ég. Við höfum öll aðeins einn, sama hvaða stærð fjölskylda okkar.

Sá sem við mundum stinga okkur niður í þöruga tjörn fyrir, drekka inn mykju hennar, og

sökkva niður í botnleðjuna til að bjarga. Sá sem við værum til í að fullyrða fyrir, “Það

var allt MÉR að kenna,” sama hvaða lagabrot eða glæpur. Sá sem við bæði tilbiðjum og

öfundum, þar til öfundsýkin verður sterkari og tekur forystuna.

140

GertrudeStein átti einu sinni bróðir. Hún krossaði Atlantshafið fyrir hann. Hún hafði

orðið tuttugu og níu ára gömul í fæðingarlandi sínu, aðeins til að finna þar ekkert nema

skarpa, bratta brekku. Hún gæti tekið tíguleg, tepruleg skref niður brekkuna, eða hún

gæti spurt, “Geta konur haft óskir?” og hlaupið niður sömu brekkuna sveiflandi

handleggjunum upp í loftið í seríum af “Já! Já! Já! París hafði tvennt til að mæla með,

bróðir hennar Leo og nýju öldina. Nú þegar þrjú ár inn í þá tuttugustu, og hún fann enn

þau greinilegu áhrif, líkt og hún byggði inn í safni, undir glasi, eiginlega skýld frá hvítri

glýju sólarinnar. Oakland, Allegheny, Cambridge, Baltimore, allar þessar borgir sem hún

hafði sofið í, en aldrei alveg vaknað í, höfðu nítjándu öldina ritaða yfir þær allar, hugsaði

hún. Enga verri móðgun gat hún ímyndað sér fyrir borg eða fyrir sjálfa sig. Vissulega

hafði líf hennar verið viðburðaríkt. Hún hafði lært og hún hafði elskað. Hún kaus heldur

hið fyrrnefnda sem leyfði eiginleikum hennar að að skara fram úr, það að hugsa og tala.

Að hugsa og tala var henni þó aldrei hjálplegt við það að elska. Hún, líkt og margir af

félags læknanemendum hennar, áttu til að þjást af sömu sjúkdómseinkennum og öllum

veikindunum sem þau voru að læra um. Þau voru að læra um hjartað, svo hún var viss

um að eitthvað mikið væri að blóðrás sinni, ásigkomulag sem hún hélt að væri ólæknandi,

ef ekki banvænt. Hún gat ekki lengur andað djúpt. Hún vaknaði á næturnar með hárið á

hausnum, í handarkrikunum, í v-inu sem skilur lærin, allt mottað af svita. Einkennilega

lyktin af hennar eigin þef magnaðist, gufa reis upp af henni svo að henni varð flökurt og

kom henni til að taka eftir návist líkama síns. Á þessum nætrum var það varla að hún

svæfi, heldur lokaði augunum og óskaði nóttina burt. Næsta morgna var hún tilbúin til að

sverja að það höfðu verið fiðrildi, að þau hefðu landað eitt af öðru á augnalokum hennar

141

og meðfram tómu fatasnúrum vara hennar. Hún hélt að þetta væri áræðanlega

sjúkdómseinkenni sem læknavísindi þyrftu að skoða, ef ekki lækna.

Gertrude “Gertie” Stein, tuttugu og níu og næstum tvö hundruð pund, var ástfangin,

og hún misskildi það sem veikindi. Hún, eins og bílstjórinn, trúði á kraft ákafra

líkamsæfinga og tempraða matarkúra. Hún hætti að fá sér eftirmiðdags te heima hjá

ástinni sinni og byrjaði að boxa með veltivigtskeppara, manni sem hafði ekki lengur von

um frægð og bætti upp fyrir það með því að láta þessa feitu ungu konu slá og sveifla.

Varir rauðar af jarðaberja sultu, hörund líkt og hæglega niðurhelltur rjómi, hár á litinn

eins og almennilega lagað te, allt þetta var það sem hún var að fórna. Hún hélt að það að

boxa gæti hjálpað henni að ná andanum aftur. Hún hafði á röngu að standa, og það gerði

hana bálvonda. Þessi ástaskapur er hrottalegur, hugsaði hún, sérstaklega þegar það eru

þrír. Þrír er ógæfu númer þegar kemur að ást, sérstaklega þegar hún var sú þriðja, sú

síðasta sem kom að fallandi bíflugnabúi, ennþá sætt en nú þegar tekið og afbríðissamlega

verjað. Hún vildi vera sú eina. Hún vildi alla tíð vera sú eina.

“Fæðingafræði sveik mig,” skrifaði Gertrude Leo bróður sínum. “Fæðingafræði hefur

frelsað mig, ólíkt hliðstæðingum mínum,” bætti hún við. Það var í rauninni hins veginn.

Hún hafði svikið fæðingafræði. Hún hafði fallið í bekknum svo hrikalega, með svoddann

skelli, að allir í háskólanum höfðu heyrt um það. “Þessi unga kona er að taka, og það

sem verra er, sóa dýrmætum auðlindum,” tilkynnti lækna háskóladeildin í einum

sameinuðum, vanþóknandi kór. Kona í læknanámi þýðir einn færri maður í læknanámi,

höfðu þessir lærðu menn ályktað. Það var þó það sem þeir höfðu þurft að sætta sig við í

skipti fyrir örláta fjárgjöf frá tveim daufgerðum piparmeyjum, sem þreyttust á að fara úr

fötunum fyrir lærða menn sem þær aldrei, aldrei ætluðu sér að giftast. Læknanámsdeildin

142

tók peninga piparmeyjanna og hleypti konum inn í náms efnisskrána, en þegar systir Leo

Steinar varð fyrsta konan meðal síns kyns til að, ja, sýna alls engann áhuga á kvennlegri

æxlun, varð hún tákn, mjög stórt lifandi merki á því hvernig piparmeyjarnar og peningar

þeirra höfðu vanhelgað náttúrulegt skipulag hlutanna. Eftirköstin fundust um allann

háskólann. Karlkyns nemandar glottu að henni, og kvennkyns nemendar hunsuðu hana

fyrir að magna nú þegar þungu byrði þeirra. Á endanum var engin önnur leið fyrir þessa

ungu konu nema að hverfa burt. Hún gat boðist til að fara í fjarvistarleyfi eða hún gat

verið kyrr til að þola burtrekstur. Án þess að hika mikið, stakk hún sér niður í

Atlanshafið og baksynti leið sína áleiðis til gamla heimsins, sem Leo bróðir hennar hafði

fullvissað hana um að væri nú raunverulega hinn nýji.

Í Blómastæti 27, var Leo listmálarinn og systir hans rithöfundur. Fag hans var

vísvitandi ákvörðun, og hennar var nokkurskonar óvilja. Hún varð að gera eitthvað með

hjarta stykki sín, traustlega byggða hluti, sem kona með nafn eins og fimmti mánuður af

þessu óþolandi ári hafði fleygt niður með skjálfandi höndum sínum. Hún hélt það væri

best að setja þetta niður á pappír, en þarna á auðunni sem var hennar að fylla upp, setti

hún brotið hjarta sitt fyrir inní líkama af manni. Óendurgoldin ást fyrir konu, sagan sem

hún fór að segja frá, varð annars óbreytt. Á Blómastræti 27, leitaði hún og fann huggun í

flækju af óbundnu máli, í þykku nesti hárs síns, í sveipum og fellingum dauflitaðra

kvennsloppa sinna. Koffort fullt af þessum fatnaði, mynjagripir frá ferðalögum Leos án

hennar, beið hennar í vinnustofunni. Hún þakkaði bróður sínum með höggi á herðarnar

og faðmlagi sem komu kremjandi lungunum á honum til að anda með erfiðismunum.

Hún kastaði strax út sloppunum sem voru útsaumaðir með trönum, bóndarósum og

kirsuberjablómum og byrjaði að klæðast restinni. Sterkbyggðir, órjúfanlegir vellir af

143

bláu, brúnu og gráu, þessir hversdagslegu sloppar voru fyrirmyndar, því þeir leyfðu henni

að sleppa algjörlega við magabeltið. Strengur af bænaperlum sem hún fann neðst í

koffortinu fullgerði útbúnað hennar. Snotuga hálsfestin, hver gerfiperla á stærð við

óþroskaða plómu, sveiflaðist frá hálsi Gertrudar niður á þar sem mittið á henni hefði

verið, hefði það verið til. Hún var þá aðeins “Gertrude,” systirin, yngri, sú sem steig í

fótskref bróður síns, og þessvegna var meira sæmandi að Leo bæri síðara nafn þeirra.

HANN er sá eini, hélt Gertrude. Heimilishald þeirra í Blómastræti 27 átti að vera

byrjunin af líflöngu sambýli. Engir eiginmenn eða eiginkonur hér, hugsaði hún. Engir

eiginmenn og engar eiginkonur var hægt að sætta sig við. Hún hafði auðvita á röngu að

standa.

“Hún hefur alltaf á röngu að standa, þegar kemur að hagstæði daglegs lífs,” eins og

Fröken Toklas getur vitnað til. Þessi niðurstaða krafðist tíma til að verða að raunveru,

fleyri grá hár á Dömunum mínum, gulnun tanna þeirra, bláæðar á kálfum. Samhengi

niðurstöðunnar – “GertrudeStein er snillingur” – gerðist ekki, og Alice Babette Toklas,

þrítug og fersk frá sinni eigin kriss krossun yfir úthöfin, var ákveðin í að lýsa því yfir.

Strax þegar þessi orð voru sögð, álög sem tilkynntu ætlun sína að verða aldrei brotin,

þrjátíu og þriggja ára Gertrude, óskammalega magabeltislaus, varð “GertrudeStein.”

Ekki lengur smækkunarorð, eins og kvenmanns nöfn eru dæmd til að vera, heldur

valdamikil yfirlýsing af hennar fullkomnri sjálfri, í hvert einasta sinn. Ekki hvaða

Gertrude sem var, heldur GertrudeStein, sú eldri, vitrari, rithöfundurinn. “Snillingurinn,”

bætti Fröken Toklas við, er hún blíðlega setti höfuð GertrudeSteinar í kjöltu sína.

“En Pjatla, það getur aðeins verið einn í hverri fjölskyldu,” umlaði GertrudeStein, er

hún smeigði höndunum undir efnisbylgjurnar á pilsi Fröken Toklasar.

144

“Þá, fyrir Steinana, ert það þú, Ástin.”

GertrudeStein hneigðist nú þegar til að samþykkjast. Þá hafði hún búið hjá bróður

sínum, Leo, í fjögur ár, og henni fannst hann hafa fölnast með hverju árinu. Ástæðan var

augsýnileg. Leo málaði ekki lengur, og það, hélt GertrudeStein, var að svipta hann

straum af sköpunaranda sem gerði hennar eigin kinnar bleikar. Það sem verra var, Leo

hafði leyft áhuga sínum á annarra manna list að skara fram úr ÞEIRRA áhuga á hans list.

Gegnum árin, höfðu þau auðkennt sjálfa sig í borginni, nákvæmlega vegna áhugans sem

þau sýndu á list annars fólks. Þau söfnuðu málverkum á Blómastræti 27, listmálurum, og

samneyti af fólki sem hafði áhuga á öllu þessu þrennu. Þetta þrennt sem skipti máli voru

málverkin, listmálararnir, og Steinarnir. Málverkin, hengd upp á veggi vinnustofunnar.

Listmálararnir, þeir sátu á sófunum og stólunum. Fólkinu buðu þau inn fyrir dyr

vinnustofunnar til að skoða sig í kring. Það var samtíða tilvist þrenningsins, eins og

Fröken Toklas hafði orðið vör við, sem myndaði þrenningar litina af magnandi frægð sem

sveif hátt yfir Blómastræti 27. En Leo, eins og systur hans, hélt að það gæti verið aðeins

einn í hverri fjölskyldu, og Leo var viss um að það væri hann. Eldri, vitrari,

SNILLINGURINN, hélt Leo. Það sem verra var, hann var ákveðinn í að tilkynna það

þannig: “Vissulega, stuðlar Gertrude að orsökinni, en það byrjar og endar með

meðundirritun ávísanna. Systir mín hefur sínar skoðanir, en mínar eru upplýstar.

Auðvita hefur hún sín uppáhöld, en ég kýs hið listræna yfir það sem er bara klókurt.”

GertrudeStein elskaði bróður sinn, hennar eini. Hún elskaði hann nógu mikið til að

heyra ekki orð af því sem hann var að segja. En eftir að Fröken Toklas fór að venja komu

sína daglega til Blómastrætisins, bætti Leo afbríðisemi og grimmd á lista sinn af erfitt-að-

elska-eiginleikum. Hann byrjaði að eyða mörgum klukkustundum, þeim sömu sem

145

Fröken Toklas var að eyða með systir hans, í kaffihúsum borgarinnar, þar sem hann, með

aðstoð flösku, eða tveggja, komst að þeirri niðurstöðu fyrir alla að heyra, að skriftir

GertrudeSteinar væri ekkert nema babl, merki af óöguðum, lötum huga: “Hún heldur að

það sé lyst að menn lesi hana og skilji ekki. Hún er að gera margbrotið hrekkjagrín að

sjálfri sér. Hún segjist vera að kynna nýung, en hún er bara að apa eftir brjálæðingum.”

“Hún,” sem þá var orðin óneitalega GertrudeStein, neitaði að láta nokkurn gera gys að

sér, sérstaklega bróður sinn. Ótryggðin, svikið, grimmdin á því, herpti saman ást hennar

á honum niður í nokkuð svo smátt að það hvarf einn daginn.

“Babl!” kvartaði GertrudeStein við Fröken Toklas.

“Ástin, það getur aðeins verið einn,” hvíslaði Fröken Toklas, endurtekning

setningarinnar yrði til að algjörlega, miskunnarlaust slíta GertrudeStein frá Leo bróður

sínum, hennar eini. Fröken Toklas vissi að þetta mundi gerast um síðir.

----------------------------

Veldu eitthvað úr miðjunni, sagðir þú mér. Enginn man nokkurntíma hvað gerist þar.

“Nei.”

“Bí, þær taka aldrei eftir því.”

“Nei.”

“Vertu svo vænn, Bí...aðeins í viku, og svo geturðu farið meða það aftur með þér

næsta sunnudag.”

En hve einkenninleg beiðni, hugsa ég. Eða er það meira líkt sárbæn, barnalegri ósk,

sem í munni manns getur fljótlega orðið annað-hvort-eða skipun?

146

Þú vilt sjá rithönd GertrudeSteinar, útstrikuð orð hennar, þau sem hún fleygði burt.

Hún ER tuttugusta öldin, segir þú mér. Það sem hún geymir og geymir ekki mun segja

þér um framtíðina, staðhæfir þú. Dama mín er ekki spákona, hugsa ég.

“Biddu mig um eitthvað annað,” bið ég. Fingurgómarnir á mér kippast til, taka upp

eins og þeir alltaf gera, rafmagns strauminn í loftinu sem gengur á undan sérhverri ógn

um eldingu áður en þeysandi stormur skellur á.

Sæti Sunnudags Maður, vertu svo vænn að skilja. Fröken mín og Fröken, þær hafa

fyrir mér. Þær borga laun mín, hýsa líkama minn. Einfalt, gætir þú haldið. Jafnvel

endurnýjandi. Morgunverðirnir, eftirmiðdags málsverðir, kvöldmatar, dag-til-dags er það

sem ég deili með þeim. Þér gæti dottið í hug að það sé aðeins óbrotin strengur af

máltíðum, samfelldum, en annars lítilfjörlegum, en þú hefðir á röngu að standa. Daglega,

snæða Dömur mínar og ég, ef ekki saman, þá bak-til-baks. Vissulega er alltaf veggur

milli okkar, en þegar þær snæða á “filet de boeuf Adrienne,” snæði ég á “filet de boeuf

Adrienne.” Þegar þær borða “salade cancalaise, borða ég “salade cancalaise.” Þegar þær

enda máltíðina með “créme renversée á cévenole,” enda ég á sömu sætu nótunni.

Skilurðu, Sæti Sunnudags Maður? Þessar tvær, ólíkt öllum öðrum sem ég hef haft þá

ógæfu að kalla Herra minn og Frú, veita mér þau réttindi að neyta því sem þær neyta, rétt

sem, eins og þú veist, er raunverulega meira eins og forréttindi þega það er ég sem laga

matinn. Dömur mínar heimta ekki einu sinni að ég bíði þar til þær eru búnar að borða, að

ég skrapi saman máltíðar mínar úr leyfum þeirra. Þegar ég sting fyrsta bitanum af “boeuf

Adrienne” í munninn og ég fell á hnéin – í óeiginlegri merkingu sagt, auðvita, því ég

frátek þá líkams stellingu fyrir ást og bænir – af hvítvíninu, koníakinu, lárviði, blóðbergi,

rauðu kúmeni, það bragðvísa síðasta efni sem endar öll hrós þeirra með spurningamerki,

147

veit ég að Dömur mínar eru líka á hnjánum, eru að segja þakkarorð fyrir tvo óforsjála

daga meðan kjötið lá í bleyti í kryddi og klukkutímanum meðan kjötinu var stöðugt

dreypt í feiti. Með nautakjötsmatnum sínum, heimta Dömur mínar ostrur sem fylgifisk.

Þessir brimsöltuðu bitar eru meira eins og hliðsetning, mótstæða til smjöruga

eftirbragðsins af kúablóði. “Salade cancalaise” veitir Dömum mínum það og meira til.

Innan við krullað salatblað er ein hægsoðin ostra. Undir þessari matskeið af haf foku, er

mjúkur pall af kartöflum. Hefilspón af svörtum jarðakeppum þekur allt þetta.

Kartöflurnar eru þarna til að fylla upp og samsetja, en jarðakeppirnir, ó, jarðakeppirnir

eru gjöf fyrir nefið. Unun fáguð í einstökum ilm, næstum dýrslegum, vanabindandi,

kroppur ástvins að nálgast þínum á tunglslausri nótt. Jafnvel þetta hafa Dömur mínar

deilt með mér. Skilurðu, Sæti Sunnudags Maður? Dömur mínar, eins og frakkar, vilja

helst salat sitt eftir aðalréttinum, eitthvað beiskt og bragðsterkt til að magna það sæta sem

á eftir fylgir. Þetta, Sæti Sunnudags Maður, er ástæðan fyrir því að ameríkönum finnst

franskir eftirréttir varla nógu sætir þegar þeir eru borðaðir einir. Hugsaðu um eftirrétt

eins og samleiks leikara sem aldrei ætti að nauða til að leika allsnakinn og einn. Úðað

með vanillu bauna fræjum og rákað í gegn með kastaníu hnetu mauki, magnar “créme

renversée á la cévenole” fábrotinn bakaðann eggjabúðing til heiðurs. Eins og Anh Minh

segði, “ef þú trúir ekki á guð, hvernig útskýrir þú þá kastaníuhnetuna?” GertrudeStein og

Fröken Toklas samþykkja þetta vafalaust. Þegar fyrstu sterku vetrar vindarnir blása,

keyra Dömur mínar til Bois de Bologne til að standa undir kastaníuhneta trjánum og

syngja, “Englar, englar!” Þegar Dömur mínar koma aftur heim til Blómastrætisins,

hungrast þær í “créme renversée á la cévenole.”

148

“GertrudeStein dæmir kokk af eftirréttum hans, og ég dæmi hann eftir öllu öðru,”

tilkynnti Fröken Toklas mér í viðtali okkar. Ég hef fundið út að þessi yfirlýsing, eins og

allar aðrar fullyrðingar Fröken Toklasar, er tvímælalaust sannleikur. Trúið mér, það

hefur sannarlega ekki verið auðvelt fyrir mig að vinna fyrir þessar tvær. Fröken Toklas er

Dama sem notar braðskyn sitt til að setja fullkomu mælikvarða. Til að gera hana ánægða,

verður matreiðslumaður hennar að gera það sama, afskaplega mikið afreksverk.

Kokkurinn hennar verður að tileinka sér tungu hennar, gera pláss fyrir hana, sem getur

aðeins þýtt að brottfæra sína eigin. Það er það sem hún heimtar af öllum sínum kokkum.

Ómögulegt, auðvita, og þessvegna hverfa þeir á brott um síðir. Ég hef verið hér svona

lengi, vegna þess að ér er reyndur, hæfur í svonalagað.

Þegar hún varð Dama mín, það fyrsta sem Fröken Toklas spurði mig var hvort ég hafi

uppskrift fyrir “gazpacho” súpu.

“Já.”

“Lærðir þú að laga hana á Spáni?”

“Nei.”

“Þá er best að gleyma því.”

“Ó.”

“Hér á Blómastræti 27,” byrjaði Fröken Toklas, “eru til fjórar gerðir af “gazpacho.”

Við skulum byrja með Malaga súpuna. Þú þarft fjóra bolla af kálfakjötseyði, tilbúið

kvöldið áður. Vertu viss um að bæta við beinin meðan þau sjóða, tveim hvítlauks

stykkjum og stórum spánskum lauk. Stór, vel þroskaður tómatur, afhýðaður með fræjin

fjarlægð, skorinn í bita ekki stærri en – láttu mig sjá hendurnar á þér – ekki stærri en

149

þumalfingursnöglin. Ein smá agúrka, ekki þykkri en helmingur af þvermáli úlnliðsins á

þér...”

Fyrsta lexían okkar hélt svona áfram, þar til Dama mín tilkynnti, “Hrærðu vel og

berðu fram ískalt. Frábært. Á morgunn, “ lofaði hún, “Segovia gazpacho súpan.”

Fröken Toklas lokaði augunum þegar hún sagði “Segovia,” sem sagði mér að súpan sú

væri einnig frábær.

Ég fór gegnum allan listann af efnunum í höfðinu: kálfskjötseyði, tómatur, agúrka,

hvítlaukur, laukur, sætur rauð pipar, soðin hrísgrjón, ólífuolía. Ég opnaði munninn til að

spyrja, “Hvað um – “

Salt er ekki nauðsynlegt hér,” greip Fröken Toklas framí. “Vertu varkár, Bin, með að

nota það.” Ögn af salti, hélt Dama mín, ætti ekki að vera frumstætt viðbragð,

taugaspenntur kippur nokkurs matreiðslumanns, sérstaklega ekki kokks við vinnu í

Blómastræti 27. Salt er efni sem á að íhuga og varlega vega, líkt og allt annað.

Raunverulegt bragð af salti – allur sjórinn á tungubroddinum, stingur sorgar, orku skellur

– hefur verið sóað, eftir sögn Dömu minnar, í margar aldir af vanrækslu við matreiðslu.

Það er bragð sem Fröken Toklas tekur strangt fram að sé ónauðsynlegt, til dæmis í

Malaga gazpacho súpuna, og að öðru leyti, eins og í Segovia gazpacho súpuna, er það

hjörin sem leyfir bragði hinna efnanna að sveiflast, opnast upp á gátt. “Í mínu eldhúsi

skal ég segja þér hvenær salt er nauðsynlegt,” sagði Dama mín, í lok kennslustundar

dagsins.

Að vinna með þessari Dömu, yrði auðsýnilega ekki auðvelt. Hún er umhyggjusöm,

sem hreinskilnislega er sú versta mögulega gerð. Hvað um hina? Hugsaði ég. Tvær

eftirtektarsamar Dömur, og ég verð horfinn á brott eftir viku, man ég eftir að hugsa.

150

Ég veit, ég veit. Það er hin Daman sem þú hefur meiri áhuga á, Sæti Sunnudags

Maður. En það sem þú virðist ekki skilja er að þær eru ein og sú sama, og það sem þú

biður mig um, get ég ekki gert Frökenni minni og Fröken. Ótryggðin, svikið, grimmdin

af því, jafnvel ég er óhæfur um það, Sæti Sunnudags Maður.

“Bí, hvað um ljósmynd?”

Já, kinka ég kolli, viðurkenni barnalegu ósk mína um eftirmynd af þér og mér.

“Við skulum gera það. Við förum til Lené vinnustofunnar og látum taka mynd af

okkur, eftir að þú...”

Jöfn viðskipti. Sanngjarnt verð. Ég gef til að fá. Ég hef leikið þennann leik áður,

held ég.

“Vertu svo vænn, Bí. Bara eina viku, sunnudag til sunnudags, og síðan getur þú...”

“Ljósmynd af okkur” er það eina sem ég vil, og það er það eina sem ég heyri. Sæti

Sunnudags Maður er hunangs ræðumaður, og ég er hungangsfluga hans, þrátt fyrir allt.

Þegar ég er með honum, man ég að sætt er ekki aðeins bragð á tunguna. Sætt er hverning

ég allur saman get fundið til. Hann kvikar púlsinn á mér, og ég verð áfram í því árvaka

ástandi, jafnvel þegar búkarnir á okkur eru ekki lengur eitt. Hann býr í líkama sem er

frjáls til að svífa gegnum samfelldann bláma borgar himinsins, og hann tekur mig með

sér þegar honum dreymir. Ég laga mat fyrir hann, og hann matar mig. Þetta er eðli

sambands okkar.

Klædd í sloppinn sinn og bæna perlur, stendur GertrudeStein fyrir framan dyr

vinnustofunnar, og hún er að bíða. Eftir Fröken Toklas, ímynda ég mér, þegar ég horfi á

þessa ljósmynd. Hár GertrudeSsteinar er ríkmannlegt og heldur áfram að vaxa þykkt og

151

gróskumikið inn í þessari líkneskju. Hálfgert bros prýðir andlitið á henni, dýpir

spékoppana í kinnunum. Það er bros sem segir, Mundu Mig. Það er ekki svo mikið

skipun heldur smá, vitur ráðlegging, veðjun á sigrandi hest. Dama mín starir inn í

myndavélina, svo einbeitt að ég ímynda mér að það hefði verið hún sem viljaði

ljósopslokinu að lokast og opnast aftur og aftur, festi það í andartakinu þegar hún

tilkynnti, “ÉG ER SÚ.” Þetta er mikilvægt tilefni sem Dömur mínar af einhverri ástæðu

eru tregar til að deila með öðrum. Og það er einmitt þannig, Fröken mín og Fröken hafa

alla tíð verið nokkuð óstöðugar um hvað þær vilja gera opinbert og hvað þær þrýsta,

skynsamlega, að brjóstum sínum. Ljósmyndina, til dæmis, hafa þær kosið að geyma inni

í skápnum með ritvél Fröken Toklasar og stílabókum og pappírum GertrudeSsteinar.

Hvílandi upp að bak panilli skápsins, sýnir ljósmyndin GertrudeStein með hendurnar

spenntar saman fyrir framan brjóstin, hnútur að bíða eftir að vera leystur. Af Fröken

Toklas, ímynda ég mér. Faldurinn á slopp GertrudeSteinar snertir jörðina og hverfur inn í

hvíta rönd myndarinnar. Ég held á henni þar, við fald flíkarinnar, og ég spyr Dömu mína,

“Gerðir þú það sama?” Ég veit að Fröken Toklas myndi svara “Já!” GertrudeStein

kemur sér aldrei í svonalagaða klípu. Hún stendur þarna og hún bíður, ekki þolmóð,

heldur sjálfsörugg, eftir því sem hún veit að er réttilega sitt. Hún er viðtakandi og aldrei

útvegari af ást og ástúð. Hún hefur Fröken Toklas fyrir það.

Ég stend fyrir framan opinn skápinn, í þögninni sem ríkir yfir Blómastræti 27 þegar

Dömur mínar eru inniluktar í faðmi hvorrar annarrar á nætrunum. Ég tek úr skápnm

þunna glósubók sem fyrir mig þýðir að bókin sé smá, ómikilvæg, jafnvel auðveld að

gleyma. Glósubókin er ekki úr miðjum staflanum, eins og Sæti Sunnudags Maður hafði

ráðlagt, en hún er ekki heldur af toppnum. Það er örugg fjarlægð frá, að mínu mati, þar

152

sem ég hef séð Fröken Toklas renna þumalfingrinum gegnum samansafnaðar

blaðsíðurnar. Jaðrar þeirra rennandi niður slétta fingra hennar, kitlandi hana af

eftirvæntingu, kemur henni til að finna það sem hún síðar man sem óumflýjanlegt. Ég

loka skápnum, en ekki fyrr en ég bið GertrudeStein, fagra í sloppnum sínum, góða nótt.

Ég fer aftur inn í herbergið mitt, loka dyrunum og opna stílabókina. Ég sé þar inni

óbrotinn streng af orðum. Augu mín renna yfir þau sem ég þekki, sem ég ef til vill kann,

líkt og andlit bróðurs í ysi líðandi mannfjölda. Nei, ekkert, held ég. Þá sé ég orðin

“gjörðu svo vel” – ein af þeim fáu ensku orðum sem Sæti Sunnudags Maður hefur kennt

mér – og ég sé það aftur. Ég fletti blaðsíðunni og “gjörðu svo vel” er einnig þarna.

“Vertu svo vænn” getur verið spurning.

Og svar: Þú mátt.”

“Gjörðu svo vel” geta einnig verið sagnorð, áreynslulaus athöfn sem fylgir Sæta

Sunnudags Manni inn í hvert herbergi.

“Vertu svo vænn” er einnig beiðni, greiði sem hann hefur beðið mig um.

Vísifingurinn stekkur frá “gjörðu svo vel” til “vertu svo vænn.” Hér... er það beiðni.

Þar....er það svar. Hér...er það athöfn, og þar..er það beiðni. Ég er að fylgjast eftir

söguþræði. Ég er kannske sá eini sem kann að finna þráðinn, en á þessari stundu, segi ég

sjálfum mér, er ég, eins og Sæti Sunnudags Maðurinn, að lesa skriftir Dömu minnar. Ég

fletti blaðsíðunni, og ég sé þar orðið “Bin.” Ég kannast við það eins og það er stafað,

nafn Dömu minnar fyrir mig. Ég finn ameríska nafnið mitt einnig ritað aftur og aftur á

næstu blaðsíðum. Í hvert sinn sem ég kem auga á það, er ég gagntekinn af tilfinningunni

um að ég sé að votta mína eigin drukknun. Þarna...er ég, hugsa ég. Hér...er ég aftur. Ég

er umkringdur ókunningjum á allar hliðar, strengdur áfram á samfelldri uppreknri línu

153

sem heldur orðunum fyrir ofan yfirborð vatnsins. Það er lína sem ég get ómögulega

haldið mér föstum í. GertrudeStein veit það, og hún hefur samt sem áður kastað mér

þarna inn, hugsa ég.

Ég gaf þér ekki leyfi, Fröken, til að fara þannig með mig. Ég er hér til að mata þig,

ekki til að vera fæða þín. Ég heimta hærra kaup fyrir þannig þjónustu, Fröken. Þú borgar

mér aðeins fyrir tíma minn. Saga mín, Fröken, er mín. Ég einn er hæfur um að segja

hana, að ýkja, eða halda aftur af.

Hér, Sæti Sunnudags Maður, hér. Þessa minnisbók á Dama mín, ef til vill, en söguna

á ég. Sjáðu, hún er með nafn mitt allstaðar. Hér og hér og hér. Augu þín fylgja

fingrinum á mér er hann rennur yfir blekaðar blaðsíðurnar, og þú brosir. “Hafðu engar

áhyggjur, Bí,” fullvissar þú mig. Sagan, saga mín, segir þú mér, gæti verið ástúðleg,

hrós, jafnvel hetjuleg. Þú setur stílabók Dömu minnar í srifborðið. Þú læsir skúffunni

með lykli sem þú hefur í kringum mittið. “Ég segi þér frá því öllu næsta sunnudag. Núna

verðum við að herða ferðinni á stefnumót okkar,” segir þú, brosandi aftur. Ljósmynd af

þér með mér, hugsa ég. Hljóðið af skúffunni að lokast, flata nótan af viði á við, skarpur

hvellurinn af lásnum, fylgja okkur niður l´Odéon götuna. Sólin skín, og ég blindast í

birtunni. Ég loka augunum, og allt sem ég get séð þar er andlit Dömunnar minnar,

brosandi á móti mér.

Eftir þessi ljósmynd af GertrudeStein í sloppnum sínum var tekin, skrifaði Leo systur

sinni, því þau höfðu ákveðið að tala ekki saman lengur. Hann ásakaði Fröken Toklas um

að hafa stolið henni burt frá sér. Þegar Fröken Toklas las þetta, hló hún og skrifaði til

baka: “Systir þín gaf mér sjálfa sig.”

154

En hve satt, hugsa ég. Gjöf eða þjófnaður. Það fer allt eftir því hver heldur

pennanum.

155

20

Febrúar sólin býður borginni sjálfa sig, sjaldgæf vara sem Parísabúar keppast um að

dýfa upp. Þeir hópast inn í Luxembourg garðinn, finna huggun í ljóspollunum. Líkt og

bráðnar smjörtjarnir, hugsa ég. Kastaníuhnetu tréin hafa verið nakin í marga mánuði

núna. Ég er enn fylltur lotningu þegar ég horfi á þau, svo mörg í röð, á hvolfi, með laufin

djúpt niður í jörðinni, ræturnar að blakta í vindinum. Afskræmingar, fimleikarar, sjón

sem ég er hræddur um að ég sé sá eini sem kemur auga á. Mig langar til að leita af

rósberjum á greinunum. Ég er hrærður af því að tréin eru enn upprétt, æðrulausir hnettir

af litum í borg sem annars hefur tapað litspjaldinu. Ég þræði fingrunum eftir lágu

greinunum. Fingurnir finna bólgurnar rétt fyrir neðan yfirborðið, hnúðann sem bendir til

seiglu lífsins. Vetrargarður er gjöf sem þessi borg hefur gefið mér, hunang í bíflugnabú,

kórall í ofsafenginn sjó. Ég verða að vera þolinmóður til að sjá þetta allt. Börn þeytast

framhjá mér. Barnfóstrur þeirra fylgja á eftir, augun á umsjáum þeirra, slúður á vörunum.

Ungar konur ganga um og leiða hvora aðra, bjöllu-lagaðir hattar þeirra sveiflast með

rösklegum takti fótanna. Nemendur, ímynda ég mér. Of mikill augnafarði fyrir

afgreiðslustúlkur. Ferðafólk, ef til vill ameríkanar, flokkast framhjá með leiðsögumanni

sínum, kannske frönskum manni, klæddur blárri yfirhöfn og lævíslegu brosi. Ég er eina

fíflið sem situr hér. Það er engin samkeppni um bekkina í febrúar. Enn önnur hagbót af

þessum garði snöggklipptum af kuldanum.

Vetur beið mín á ströndum þessa lands, líkt og hefnigjörn ekkja, bálvond og kald-

brjósta. Hún lætur mig aldrei gleyma að ég hunsaði tilveru hennar fyrstu tuttugu og

eitthvað árin sem ég var á lífi, fann aldrei til hennar í beinunum, þráði hana aldrei dagana

156

þegar sólin var of hátt uppi á miðdegishimninum. Í fyrstu var hún öll þolinmæði og

fegurð, dulbjó sig í litum, faldi sig meðal haustlaufana. Þegar hún blés fyrsta kossinum,

fagnaði ég henni með opnum örmum, grunaði aldrei að eftir nokkra daga kæmi hún mér

til að gráta.

Þegar ég fæddist, sleikti hitinn þykkar varir hennar og faðmaði mig. Áður en móður

mín gat tekið mig í fang sitt, fann ég lyktina af henni. Áður en ég gat drukkið mjólk

móður minnar, bragðaði ég saltið á geirvörtu hennar. Ég segi sjálfum mér þetta, endurtek

þetta eins og bænir til að halda mér heilum á húfi, eitthvað hlýtt til að sveipa um mig.

Yfirhafnir eru aldrei nógu þykkar fyrir mig. Ég gæti reynt að fara í tvær, en ég á bara

eina. Og vindurinn þeyttist bara gegnum auka ullalagið, og þá óskaði ég að ég ætti þrjá

frakka. Ég týnist í þessari borg aðeins á vetrum. Ég er týndur í borginni í dag. Ís magnar

lægstu tilfinningar mínar, stækkar það sem mig skortir. Snjór kemur mér til að vilja

sofna, ekki í rúminu mínu, heldur á hornum fjöldfarna breiðstræta, í húsasundum, undir

sóltjöldum troðfullra verslana, hvar sem ég vill til að vera þegar líkami minn segir, Vertu

Svo Vænn, ekki meira. Þráin er stundum svo sterk að ég hverf aftur í íbúð Damanna

minna, dauðþreittur af baráttunni. Það er ekki alltaf sigur fyrir mig. Ég hef oft tapað

heilum degi á garðarbekk, setið svo kyrr að dúfurnar eru að skoða sjálfa sig í glansanum á

skónum mínum. Hve lengi ég hef verið þarna, get ég greint af stífni útlimanna, hve lengi

það tekur blóðið af flæða gegnum handleggi og fótleggi.

Í dag er ég að horfa á barnahóp leika sér á steintröppum sem leiða upp til þar sem

kuldinn hefur varpað mér á þennann bekk. Ég tek fyrst eftir þeim þegar lítil stúlka með

stór augu gengur úr barnahópnum og hleypur upp þrepin. Hún yfirgefur gangstéttina og

kemur rakleitt í áttina að trjánum. Þegar hún nemur staðar undir trjákrónunum, byrjar

157

hún að grafa í snjónum með vettlinguðum höndunum. Hún leysir upp granna handleggs-

langa grein með brúnum laufum enn fest á hana. Hún hleypur niður tröppurnar, og

barnahringurinn klofnast opinn, bólstraðir líkamar þeirra mynda hálfkúlu þar sem

harmleikurinn sem ég hafði ekki búist við gerist.

Stóreygða stúlkan, nú sú eina sem skyggir á sjón mína, slítur burt lauf og hendir

greininni til hliðar. Hún krýpur niður og byrjar að vifta laufinu á eitthvað sem ég sé ekki.

Ég teygji álkuna fram, og augu mín festast á eitthvað grátt sem naumast hreyfist. Dúfa,

venjuleg borgar-grá dúfa, skjögrast milli svartra stígvéla stúlkunnar og reynir að breiða út

vængina. Sá hægri opnast alla leið út, flúr af hvítu. Sá vinstri fellur hálfvegis saman,

knos af gráu. Fuglinn kastast áfram og fellur á hallandi vinstri vænginn. Hann liggur þar

meðan börnin fara að æsast upp. Einn strákurinn fer að hlæja og ota fingri. Stúlkan með

stóru augun er ennþá að vifta, en krýpur ekki lengur. Börn á ferð framhjá stoppa nú.

Barnafóstrurnar toga þau burt, skamma þau fyrir að góna á eitthvað sem er að deyja. Litli

áhorfenda hópurinn minnkar og stækkar, en allir sem taka þátt í halda víðum hring milli

sín og fuglsins. Það hlýtur að vera nóg pláss fyrir svonalagað, nokkuð sem þau öll finna

á sér, fyrir utan strákinn sem potar finginum og stúlkuna með stóru augun. Hún heldur

áfram að vifta og er nú aftur á hnjánum. Andlitið lútar nú lágt niður, snertir nærri því

höfuð dúfunnar, höfuð sem heldur sér upp og dettur síðan niður, auðsýnilegt áfall í hvert

sinn sem það slær kalt yfirborð steinsins. Strákurinn með potandi fingurinn man nú eftir

kvíslinni sem stúlkan fleygði burt, og hann hleypur til að ná í hana. Hann kemur til baka

með hana og potar í dúfuna fyrir aftan hausinn. Stúlkan færir sig fjær, lútar fyrir

einhverju ofbeldi, einhverju í sjálfri sér. Fuglinn bregður við með því að skjögrast aftur

158

upp á fæturnar. Höfuðið vaggast til og frá eftir kyrrum söng, hann hoppar niður eitt þrep

og reynir að breiða vængina út aftur.

Flúr af hvítu, knos af gráu.

Fullorðnir eru nú að stoppa. Uppákoman hefur nú orðið að almennri athöfn. Dauði,

persónulegur, lætur nú sjá svolítið til sín. Andlit, hrukkuð og áhyggjufull, kíkja niður til

barnanna og dúfunnar. Nær eru maður og kona að hvíslast á. Ég ímynda mér að þau séu

ekki að tala frönsku. Skórnir hennar eru nefnilega alltof hagstæðir. Engin Parísar kona

stæði svona óskreytt og nær jörðinni. Konan snertir herðar þeirra fyrir framan sig, þar til

þar er enginn, fyrir utan drenginn með potandi fingurinn, fingur sem virðist afkáralegar

vegna greinarinar sem er teygð lengra en hún náttúrulega nær. Konan beygjir sig niður

nær fuglinum sem hefur tapað allri minningu um flug. Hún situr á samanbrotnum

fótunum, að hlýja volg eggin sem hún skilur ekki lengur að séu aðeins steinn. Konan

tekur af sér hanskana. Hreyfingin stoppar tímann. Veröldin verður smá, og konan og

fuglinn eru það eina sem kasta skugga á spinnandi yfirborð hennar. Ég loka augunum, en

get ekki haldið þeim luktum, enn annað ónothæft blak á þessum vetrardegi.

Konan tekur dúfuna í lófa sér, þvottakonu flekkótta bleika, og teygir úr sér.

Væntanleg mótspyrna, bardagi fuglsins eftir frelsi, gerist ekki. Konan labbar niður

tröppurnar, með dúfuna fyrir framan sig, uppreista eins og fórn til snjóskaflanna fyrir

neðan. Hún setur fuglinn á jarðarblett þar sem snjórinn hefur allur bráðnað. Hendur

hennar bollalaga enn líkamann, styðja hann fyrir því sem á eftir kemur, hlýja hann eins

og engin sól getur nokkurntíma aftur. Samkoman hefur elt konuna niður tröppurnar, og

frá þar sem ég sit, get ég séð líkama fólksins tala með óvissu. Bök snúa frá og síðan að

aftur. Höfuð mynda smá hring, aðeins til að breiða úr sér í hlykkjótta röð. Ég get séð að

159

þau hika um hvort bollalagaðar hendur konunar hafi flutt síðustu helgiathöfnina, hvort

þau geti nú haldið áfram deginum, endurheimt mínúturnar tapaðar í litla dauðann.

Stóreygða stúlkan er enn með laufið í höndunum, er að vifta loftið fyrir framan sig.

Drengurinn með potandi fingurinn stendur með tveim öðrum ungum strákum við hlið sér.

Lexíur eru að lærast. Grimmd líður frá einum til annars, alls ekki leyndardómsfullt

handaband.

Ég sé allt í einu gáru af kápum og höttum. Börn er verið að leiða hraðlega á brott, litlu

hendur þeirra yfir munnunum, stærri hendur þekja augu þeirra. Ég ger aftur séð til

hversdagslegu, borgar-gráu dúfunnar. Hún er að reyna að fljúga, er að valda uppákomu

verri en dauða. Með brotna vinstri vængnum, getur henni aðeins tekist að strjúkast við

snjóinn. Hún flýgur í áttina að nærliggjandi runnum og kastar sér þar að greinaflækju.

Fjaðrirnar á henni festast við þyrni og annann einkennilegann smá gróður, og lyftast upp,

berskjaldaðar á skammarlegann hátt. Dúfan blaktar vængjunum með krafti sem hristir

runnana, kemur þeim til að titra, hrekkur þeim við með einhverju líkt og lífi. Fuglinn

fellur aftur á snjóaða jörðina, neitun þess til að deyja, mjúkum, samstilltum dauða er talin,

af þeim sem hafa safnast saman, þrjósk og vanþakklát athöfn. Þeir sýna óánægju sína

með því að snúa athygli sinni burt, afturköstuð hönd. Fuglinn flýgur enn í runnana,

ruglaður og úrvinda.

Ég loka augunum, ónothæfur titringur. Ég opna þau, og sé þig hálfa veröld í burt. Ég

heyri hitasótt sem opnar varirnar á þér. Ég finn þig skjálfa, litlaus skriðdýr hlaupandi

niður hrigginn á þér. Ég lykta nætur svitann sem hefur baðað þig hreina.

Konan með bleiku dílóttu hendurnar er sú eina sem hefur verið eftir. Enginn vill

standa svona nær örvæntingu. Hún er of þykk í loftinu. Hún er náttúrulega yfirgangsleg,

160

hefur rakann óþef af mygluðum herbergjum og yfirgefnum húsum, auðkennilegt bragð,

súrt og brennandi á tungunni. Konan ætti að vita. Hún ber örvæntingu með sér, eins og

óhreinindi í saumum pilsins, saumuð inn í kápufóðrið sitt. Hún skoðar fuglinn og ber

kennsl á merkin, leyni tákn ættflokks síns, og hún veit að þetta mun taka tíma. Hún tekur

aftur upp dúfuna, snökkleg bleik umbúð einu sinni enn, og gengur með hana upp

tröppurnar. Hún fer með fuglinn framhjá mér og leggur hann undir tréin, nær þar sem

stóreygða stúlkan grafði upp greinina. Konan lítur yfir til mín, og við skiptumst á

loforðum. Einhver gerir þetta sama fyrir mig þegar að því kemur, ímynda ég hana segja.

Með engum kveðjuorðum, hverfur konan burt.

“Ca suffit!” hrópa ég til barnanna sem hafa hópast aftur saman á efstu tröppunum.

“Þetta er nóg! Þetta er nóg!” Naumlega skiljanleg franska mín kemur þeim til að hlæja,

íhuga hvort ég sé heill á geðsmunum. Umræðurnar eru stuttar, ég er vitlaus, ákveða þau.

Þau hlaupa burt, skilja mig eftir á bekknum á útjarði garðsins sem er að reyna að tjóðra

niðursetjandi sólina. Ég heyri dúfuna berjast um við snjóskaflinn. Með hverri tilraun,

þyngjast vængirnir, ískristalar festast, óþarfa skartgripir, vetrar hrúðukarlar. Dauft brakið

í snjónum kemur mér til að gráta. Ég ætla að sitja hér þar til það hættir.

Ég veit þú ert í sparikjólnum þínum. Þú keyptir hann þegar þú varst aðeins átján ára

gömul. Grátt er ekki litur fyrir unga konu. Grátt er liturinn sem þú vildir, vegna þess að

þú varst hagstæð, jafnvel þá, vissir að grátt er litur sem þú gætir vaxið inn í, ennþá klæðst

þegar hárið yrði hvítt. Þú smeigir þér inn í þennann kjól og getur ekki gert að því að taka

eftir að hann hangir frá líkama þínum, ekkert til að festast við. Brjóstin á þér eru minni

núna en fyrst þegar hann sá þau. Maginn á þér er öraður af fjórum synum þínum og

einum eiginmanni. Þú snertir andlitið á þér eins og enginn hefur gert síðan ég fór burt.

161

Þú brosir, því þú veist að ég er með þér, skil þarfir þínar fyrir að klæðast þessum kjól,

einhverju sem þú getur kallað þitt eigið. Þú veist að ég er að halda í hendina á þér, að

leiða þig út úr framdyrunum að húsinu hans. Þú stígur út í götuna, og þú ert snögg mylja

af gráu. Silki flæðir frá líkama þínum, mýkt sem hann hefur tekið burt. Í fæðingarborg

minni, ert þú trú loforðinu sem við gerðum hvoru öðru. Við unnum eið að deyja ekki á

eldhúsgólfinu, að deyja ekki undir þakbrúninni að húsi hans.

.

162

21

“Bí, Steinurnar eru að gera ferðaáætlanir.”

Sæti Sunnudags Maður, auðvita veit ég hvar til og hversvegna, þó ég trúi varla að þú

sért búin að frétta af þessu. Vonsvikni mín er fiskibein fest í kverkarnar á mér. Ég hef

verið að varðveita þessa smá frétt í yfir mánuð núna. Ég ætlaði að geyma hana þar til

seinna í kvöld.

Já, það sem þú hefur frétt er satt. Dömur mínar hafa fengið símskeyti frá Algonquin

Hóteli í New York borg. Skeytið staðfesti að hótelið hefði stöðugar birgðir af “ostrum”

og “hungangsdögg melónum.” Ég hef vandað mig við að muna þessi tvö ensku orð, og

þegar ég endurtek þau nú fyrir þig, brosir þú eins og vanalega. Ég verð að segja þau aftur

nokkrum sinnum, breyta og fletja út tóna mína eins mikið og ég get, OstUr,

hUnAngsdÖgg, og svo framleiðis, áður en þú skilur það. Þýðingin á “ostrum” á frönsku

er nógu auðveld fyrir þig, en þú átt erfitt með “hunangsdögg.” Þú útskýrir fyrir mig að

hunangsdögg sé melóna, en þú ert óviss um hvort það sé til samsvarandi orð á frönsku.

Þú verður að taka svolítinn tíma, segir þú mér, til að glugga gegnum bækur þínar og

orðabækur. Ég lít á þig og yppi öxlum, skil ekki ástæðuna fyrir að þú viljir vera að þessu

veseni. Orð, Sæti Sunnudags Maður, hafa ekki tvíbura á hverju tungumáli. Stundum

hafa þau aðeins fjarskyldan frænda, og stundum þykjast þau ekki einu sinni vera skyld.

Að minnsta kosti þekkjum við fjölskyldu þessa orðs: melóna. Ég veit þessvegna að

hunangsdögg er ávöxtur sem angar eins og blóm, ávöxtur með samsetningu sveimandi

einhverstaðar milli fasts efnis og vökva, ávöxtur með safa sem kælir lánsama líkamann

163

sem neytar hans. Þegar kemur að öðrum einkennum hunangsdöggarinnar, þau vil ég

helst ímynda mér.

Dömur mínar hafa fengið matseðil Algonquins hótelsins í pósti í janúar, rétt eftir að

undirbúningurinn fyrir ferðina hófst. Í raun og veru held ég að réttara væri að segja að

undirbúningur fyrir ferðina byrjaði ekki fyrr en hótel matseðillinn birtist í póstinum og

var dæmdur hæfilegur. GertrudeStein las hvern rétt upphátt meðan Fröken Toklas skaut

inn athugasemd öðru hvoru. Ég var hissa á að heyra að matseðill amerísks hótels hefði

svona marga franska rétti: canapés, meuniéres, paupiettes, glacées. Orðin voru huggandi

fyrir mig að heyra er ég labbaði til og frá milli borðstofunnar og eldhússins, að taka burt

leyfarnar frá kvöldverði Damanna minna. Eins og hægt var að búast við, voru einnig

sumir réttir, trúlega amerískir í uppruna, sem ég kannaðist ekki við. Í enda upplestursins,

virtist Fröken Toklas mjög hrifin, ef til vill jafnvel svolítið stolt. GertrudeStein leit bara

út fyrir að vera fegin. Hún hafði fundið þá tvo rétti, greinilega þá einu tvo rétti á

matseðlinum sem hún hafði nokkurn áhuga á. Á síðastliðnum mánuðum, höfum við á

Blómastrætinu fengið matseðla frá hótelum í borgum um alla Ameríku. Sami

upplesturinn hefur farið fram í hvert einasta sinn. Þegar ostrur og hunangsdöggir voru

ekki lesin upphátt, eða jafnvel þegar þau voru það en orðin voru óljós eða vitnuðu til, geri

ég ráð fyrir, árstímabundnum fáanleika, hófst örvæntingafull rás af símskeytaskiptum.

Fröken Toklas fór að skrifa skeytin og beið óþreyjufull eftir svörum. Oftar en ekki, þó,

las GertrudeStein “ostrur” og “hungansdögg” með efirtektarverðu ánægju andvarpi eftir

hvert orð, og spennan sem fylgdi atburðarásinni yfirgaf þá herbergið.

164

Ostrur í hálf-skelinni og ferskar hunangsdögg melónur, hvortveggja borið fram á beði

af muldum ís, segir þú mér, er eini maturinn sem GertrudeStein tekur sér til munns áður

en hún gefur fyrirlestra.

“Fyrirlestra? En ég hélt að Dama mín skrifaði bækur.”

“Það gerir hún. Síðan les hún fyrir um þær.”

“Ó.”

Við höfðum heyrt orðróm um GertrudeStein sem þar til nú hafði virst vera fjarstæða.

Það hafði verið kvíslað í laugardags teboðunum að hún væri óstyrk á taugum áður en hún

gaf fyrirlestra, að þetta stórvirki af konu yrði virkilega að setjast niður til að koma í veg

fyrir yfirlið. Jafnvel þó þú sért lithimnafræðingur, með sérstaklega mikinn áhuga á

inniflunum, veist þú að taugaóstyrkur magi er viðkvæmur. Svo þó þú persónulega gætir

ekki ímyndað þér að geta haldið niður máltíð af hráum ostrum og kaldri hungasdögg

melónu, jafnvel á bestu dögum, gætir þú vissulega skilið hvernig fínlegir litir af þessari

fæðu hafi róandi áhrif á GertrudeStein.

“Áður en hún gefur fyrirlestur,” segji ég, reyni að ímynda mér GertrudeStein að standa

fyrir framan hóp af áheyrendum svo ægilegum að þeir gætu dregið úr sjálfsöryggi

Dömunnar minnar.

“Það er ástæðan fyrir að Steinurnar eru að fara til baka til Ameríku í október.”

“Hvernig veistu það?” spyr ég.

“Ég las það í blöðunum.”

Andlitið á mér lætur í ljós hneyksli um að dagblöðin gætu vitað um forfyrirlestra

matseðla Damanna minna, og þú brosir.

165

“Ó, ÞAÐ. Hafðu engar áhyggjur, aðeins þú og ég vita um ostrurnar og

hungangsdöggina,” fullvissar þú mig um.

“Uss, herrar, gjörið svo vel að sitja kyrrir og lítið beint fram fyrir ykkur, skipar

ljósmyndarinn Lené.

Við drögum báðir djúpt inn andann og bíðum hreyfingarlausir fyrir glampa af hvíta

ljósinu. Í miðjum sjónum, á miðri nóttu, stjörnurnar, trúið mér eru aldrei svona bjartar.

“Komið til baka næsta sunnudag, herrar. Ég verð hér, og einnig ljósmyndin ykkar,”

segjir ljósmyndarinn Lené, er hann réttir þér kvittunina. Þú brýtur saman bláa

pappírsnepilinn og setur hann í frakkavasa þinn.

“Aðeins sjö dagar,” segji ég sjálfum mér.

Þegar við komum til baka til l´Odéon götunnar, ilmurinn af skjaldfléttu, sólskínið að

aflkæðast við glugga risaíbúðarinnar, allt þetta fullvissar mig um að þetta sé hættuspil

þess virði að leika. Viku virði af kvíða fyrir viku virði af eftirvæntingu, nógu sanngjarnt

skipti, hugsa ég. Hvað sem er fyrir fræði-prins minn, hugsa ég. Hvernig gæti ég

raunverulega komist hjá því að ímynda mér þig í því hlutverki? Áhugi þinn á bókum

Dömunnar minnar er langt frá því að vera skeytingarlaus. Löngun þín til þess að skoða

skriftina í minnisbækum hennar er vissulega akademísk í tilgangi. Hæfileiki þinn til að

safna saman staðreyndum um hana og Fröken Toklas hefur síðastliðið jafnast mínum

eigin.

-------------------------

Púðursykur, kexmylsna, salt. Stutt labb út á þessar borgargötur í dag, og ég verð

þakinn þeim. Ég er ekkert skáld, svo afsakið að ég kann ekki að meta og mig skorti ástúð

fyrir snjónum. Í yfirlandstjórahúsinu, sagði bílstjórinn okkur að hann væri eins og

166

mjúkasti dúnn af hvítustu dúfu, að hann hreiðrar um sig eins og blóm í höttum allra

fallegra franskra stúlkna. Hann sagði okkur að þegar snjór snertir andlitið á honum,

skynjast það eins og koss. Ég veit núna að ÞAÐ var bara minning að segja frá,

blygðunarlaust að búa til frásagnir, því bílstjórinn eins og við hin, langaði svo mikið til að

trúa. Þegar Saigon sólin sprengdi varirnar á okkur, skar þær niður eins og einhvern

mjúkann ávöxt, fyrirheitin um koss, jafnvel nokkurn svo langt í burt, gæti hjálpað okkur

gegnum endlausa röð daganna. Satt að segja, hefur mér alltaf líkað betur við regn. Það

hefur lítið með starf mitt að gera. Matreiðslufólk, ólíkt skáldum, er ósnortið af veðrum.

Frá byrjuninni, vita þeir bestu, eftir sögn Minhs aðstoðarkokks, hvernig á að notfæra sér

feikilegann hita, beiskann kulda. Þannig fólk tekur sólina og breytir kjöti ávaxta eða dýra

í munn-ljúffenga tuggu. Það gleymir aldrei, jafnvel þegar skinnið undir nöglum þeirra

blánast, að ytra útlit af ísi þýðir að kjöt verði ormalaust, án skorpu af salti. Þegar kemur

að regninu, þýðir það að ger gæti risið seint og egg gætu skemmst á nokkrum dögum.

Ástúð mín fyrir regninu hefur í rauninni lítið með matreiðslu afleiðingar að gera. Ég,

eins og allir bróðir mínir, kom undir í hellirigningu. Hvað var annað að gera á regn

árstíðinni? Anskotinn, mig grunar að allar mæður í Saigon urðu barnshafandi við hljóðið

af vatni, svallandi á þökunum, flæðandi niður frárennslurörin. Í þessari borg, ja, hver sá

sem kemur undir í París í dag yrði boðið hljóðin í bíla hornum og kirkjuklukkum, því

snjókoma magnar ekki stöðugt mas borgarinnar. Snjókoma í febrúar, þögul – þungbúin

er ekki ýkja – er fyrir mig mest ófyrirgefanleg. Það eru engin látalæti um hylli, engin

háleit hringiða, ekkert blúndulegt “confetti.” Himininn opnast bara upp og hellir niður

púðursykri, kexmylsnu, salti. Þetta eru nákvæmlega hugsanir mínar. Ekkert skáldlegt,

ekkert djúphugult, ekkert meira veraldlegt en ömurlegt veðrið og hvernig ég verð að vera

167

út í því áður en markaðurinn lokast. Morgunverður hefur verið borinn fram. Karfa og

Pépé eru troðfullir af lifri. Miðdegisverður Damanna þeirra kemur ekki fyrr en eftir

margar klukkustundir. GertrudeStein og Fröken Toklas eru heimavið í dag, vegna

veðursins, og af því ljósmyndarar eru væntanlegir seinna í tedrykkjutíma. Mánudags

takturinn á Blómastrætinu er sundurslitinn af kvörtunum um snjóinn. Ég still mig um að

minnast á hitabeltis rigningar. Örlögin, þó, eru að hlusta. Það sem verra er, þau misskilja

þunglyndis innskot fyrir kast af heimþrá. Það síðara heiðrar fortíðina, ég er bara að

harma hana.

“Magri Bin, ÞETTA er fyrir þig.”

Ég sný mér frá frostrósuðum glugganum, og hjartað stoppar. Svona fljótlega? Hugsa

ég. Það hefur aðeins liðið einn dagur, Fröken. Aðeins einn dagur.

Fröken Toklas stendur rétt fyrir innan eldhúsdyrnar, við hliðina á GertrudeStein.

GertrudeStein hefur aðra höndina í pilsisvasanum, og hin bendir á smá silfur bakka í

höndum Fröken Toklasar. “Magri Bin, ÞETTA er fyrir þig,” endurtekur GertrudeStein.

Ein leið fyrir strætó? Uppsagnargreiðsla, mínus verðið á einni glósubók, notaðri?

Meðmæla bréf fyrir næsta Herra minn og Frú: “Frábær matreiðslumaður, en klaufalegur

þegar ölvaður og hefur verið þekktur fyrir að hnupla endrum og eins. Einlæglega,

Steinurnar.” Sama hvað Dömur mínar hafa fyrir mig á þessum bakka, get ég giskað á að

það sé ekki snittur. Í öll þessi ár sem ég hef verið hjá þeim, hef ég aldrei séð þær svona

saman. Í fyrsta lagi, kemur GertrudeStein varla nokkurntíma með Fröken Toklas inn í

eldhúsið. Verkefnis skiptingar, og helmingur GertrudeSteinar hefur ekkert með þetta

herbergi að gera. Í öðru lagi, talar Fröken Toklas alltaf þegar kemur að heimilis málum.

GertrudeStein veit ekki einu sinni hvað ég fæ borgað. Hvað varðar silfur bakkann, geri

168

ég ráð fyrir að þessar tvær séu aðeins meira formlegar um burtreksturs hætti en aðrar Frúr

og Herrar. Tímasetningin, eftir morgunmat og fyrir hádegisverð er klassísk. Fleiri

kokkar eru reknir á þessum örlagaríkum klukkutímum en nokkrum öðrum. Flestir Herrar

og Frúr þurfa kaffi og eitthvað sætt frá mér áður en þau hleypa mér burt. Mánudagur er

einnig uppáhalds dagur vikunnar fyrir svonalöguð verkefni. Það gefur Herranum og

Frúnni nægan tíma til að fá afleysingar. Þessvegna eru flestar kvöldmataveislur

tímasettar frá fimmtudögum til laugardags. Byrjun vikunnar er frátekin fyrir almennann

straum af burtrekstrum og ráðunum. Og, auðvita er það snjórinn. Vont veður virðist ætíð

hvetja Herrann og Frúna til að sýna mér á dyr og læsa henni. En í þetta sinn ætla ég ekki

að flýta fyrir framkvæmdinni, svo ég stend þungbúinn minn grundvöll. Dömur, þið hafið

það nú þegar á silfurbakka. Þið gætið eins vel tekið auka skrefin til að bera það fram.

“Þjófur,” heyri ég Gamla Manninn hvæsa í eyrað á mér.

Haltu þér saman. Þetta var mitt til að gefa.

“Lygari.”

Við höfum dálítið sameiginlegt, Gamli Maður.

GertrudeStein tekur bakkann úr höndum Fröken Toklasar, gengur til mín og setur

hann í hendurnar á mér. Ég hef nú sest niður á eldhúsgólf þeirra. Lífið hreyfist of fljótt,

og eins og vanalega, held ég að það að vera nær jörðinni hægi kannske á því. Dömur

mínar eru orðnar vanar því að ég hverfi svona í burt endrum og eins. Í fyrstu kenndu þær

gjáinni í tungumálunum um þetta, síðan dáinu sem orsakaðist af drykkjuskap. Síðastliðið

hafa þær rekið það til hrörnandi heyrnaleysis míns, sem útskýrir hvernir þær hækka

raddirnar og endurtaka jafnvel einfaldar fyrirskipanir.

169

“Nei, nei, hann heyrir ágætlega. Hann er ekki heyrnarlaus, bara vitlaus,” hrópar

Gamli Maðurinn í eyrað á mér.

Þökk fyrir útskýringuna, Gamli Maður, en ég er hræddur um að Fröken mín og

Fröken heyri þig ekki. Ég er eina manneskjan sem þjáist af þessu.

“Magri Bin, við gerum ráð fyrir að þetta sé þú?” spyr GertrudeStein í þriðja sinn.

Ég lít niður á umslagið og kinka kolli, takturinn af alþjóðlegu “jái.” GertrudeStein, ég

veit að nafnið mitt lítur mjög ólíkt út þarna, samanborið við hvernig það hljómar.

Tónaleg tungumál gera það oft. Ímyndaðu þér að geta fangað takfast hljóðfall raddar

móðir minnar, hyllis nótunni af andvörpum hennar, með stöfum stafrófs ykkar. Ómakið

ykkur ekki við það, GertrudeStein, franskur Jesúiti gerði það nú þegar fyrir mörgum

öldum. Hann er ábyrgur fyrir misræminu sem liggur fyrir framan okkur núna, þó ég geti

fullvissað þig um að ÞAÐ sé nafnið sem móður mín gaf mér daginn sem ég fæddist. En

þetta í horninu er nafn elsta bróður míns, aðstoðarmatreiðslumanns í yfirlandstjórahúsinu

í Saigon.

Við sjónina af stirðbusalegri rithönd Anh Minhs, skelf ég af kuldanum sem lifir í

miðjunni af öllum beinum okkar, skrásett af heilanum, af tilfinningunni við að vera mjög

mikið aleinn. Ég hef ekki hugsað til hans í marga mánuði, ekki síðan Dömur mínar komu

heim með kastaníuhnetur troðnar í vasana og hrúgaða í baksæti bílsins þeirra. Anh Minh

trúir að kastaníuhnetur séu lostætis molar úr munni guðs. Frönskum guðs, auðvita. Eða,

ef til vill bara guði með franskan matsvein. Í öllu tilfelli, hefði enginn haft meiri ánægju

af örlætinu en hann, hugsaði ég. Anh Minh er sá eini. Ég þurfti ekki að sjá nafnið hans á

umslaginu til að vita það. Enginn annar en hann, á þeirri eða nokkri annarri hlið á

hnettinum hefði skrifað mér. Ég hafði sent honum bréf fyrir mörgum árum síðan,

170

nákvæmlega næstum fimm. Bréfið var fullt af sundurlausum athugunum, hlutdrægnum

lýsingum og ölvuðum játningum skráðum í sígarettu þokumóðu troðfulls veitingarhúss.

Heldur vildi ég vera einhverstaðar rólegra, en líkamarnir í kringum mig héldu þessari

stofnun hitaðri og hlýrri. Fyrir utan, var borgin á þessu kvöldi að halda upp á fæðingu

sonar guðs þeirra. Fyrir innan, var fagnaðurinn, eins og Gamli Maðurinn hefði kallað það,

guðlaus.

Kenndu bílstjóranum um þetta, Gamli Maður. Hann var sá sem fyrst sagði mér frá

þessum stöðum. Aðvörunar sögur bílstjórans, pistill af öllum þeim stofnunum sem hann

þykjist aldrei hafa heimsótt, hafa verið fyrir mig nauðsynleg vegakort til borgarinnar.

Þegar aurar eru í vasa mínum, eins og á þessu aðfangadagskvöldi, kaupi ég glas af

einhverju sterku og saupi hægt á því. Þegar ekkert er í vösunum, nema hendurnar á mér,

bíð ég við dyrnar eftir einhverjum að koma inn sem er meira einmana en ég. Á þessu

kvöldi skrifaði ég Anh Minh að ég væri niðursettur við marmara borðflötu í lítilli, en

glæsulegri “salon de thé.” Ég laug, vegna þess að ég vildi ekki að hann henti burt fyrsta

bréfi mínu heim. Þegar mánuðir liðu án þess að hann svaraði, síðan ár, varð ég að minna

sjálfan mig á að Anh Minh er fáorður maður. Hann sóaði aldrei orðum á það sem hefur

verið nákvæmlega eins. Því ætti hann að skrifa? Sagði ég við sjálfan mig þegar ekkert,

algjörlega ekkert heima breyttist nokkurntíma. Hann er enn Minh Ennþá

Aðstoðarkokkur. Anh Hoáng stritar jafnvel núna í annars flokks starfinu. Daglega

gleypir Anh Túng bragðið af prentara bleki. Gamli Maðurinn, ja, hann kýs

trúarathafnavín með skoldrykk af rommi.

“Það er tími til að þú komir heim til Viét-Nam,” skrifar Anh Minh. “Sama hvað hann

sagði við þig, hann er faðir okkar, og hann er að deyja.”

171

Síðan segir bróðir minn að Gamli Maðurinn hafi fengið slag, að hann sé orðinn

máttlaus á hægri hliðinni og sé nú rúmfastur. Svo það er satt, hugsa ég, að guð Gamla

Mannsins getur slegið mann niður. En mér skilst að guð hans hafi ekki enn drepið hann.

Já, ég er hræddur um að Gamli Maðurinn sé enn mjög mikið á lífi. Fyrirgefið ef það

hefur verið auðveldara fyrir mig að hugsa um hann dauðann. Síðan fyrstu nótt mína á

Niobe skipinu, get ég sofnað aðeins eftir að ég hef sturtað kistu hans niður í sogandi

leirinn, eftir að ég hef hrint Faðir Vinsent til hliðar til að flytja mína eigin útgáfu af

síðustu helgiathöfninni. Hvernig hefði ég annars getað skilið hana eftir? Ímyndið ykkur

mig að snerta kinnar móður minnar með vörunum. Ímyndið ykkur að hún segði mér að

ef ég yrði að fara, yrði ég að fara fyrir hennar sakir. “Ekki líta til baka.” Ímyndið ykkur

síðan hann enn að draga andann í næsta herbergi. Fyrirgefið ef ég er ófær um það.

“Hann er faðir okkar, les ég orð Anh Minhs aftur. Lygari, hugsa ég. Hvorri útgáfu af

sögunni ætti ég að trúa? Að elsku móðir mín hafði ástvin, sem var fræði-prins hennar, ef

aðeins um stuttann tíma, sem gaf henni skugga-hylluð faðmlög, sem skildi hana eftir með

mig, síðasta son hennar. Eða að Gamli Maðurinn sé faðir minnn og þrátt fyrir það, stóð

hann fyrir framan hús sitt, hús sem ég sé aldrei framar, og hann laug að mér svo hann

gæti séð mig dauðann að innan. Eins og þeir segja, Gamli Maður, blóð er þykkara en

vatn. En í okkar tilfelli, hefur þú útatað sjóinn með svo miklu sorpi og illgirni að ekkert

skip getur siglt um hann til að færa mig aftur til baka til þín. Þegar dagur þinn kemur og

hverfur, trúðu mér, klæðist ég ekki hvítu.

Gamli Maðurinn er að anda inn lofti. Hann er að anda inn skít. Það skiptir ekki máli

fyrir mig lengur. Móðir mín hefur loksins stappað í sig kjarki til að yfirgefa hann. Ég

þurfti ekki að lesa það í bréfi bróður míns til að vita það. Ég hef nú vitað það í marga

172

daga. Bréf Anh Minhs staðfesti bara ástæðuna fyrir heimsóknum móðir minnar á

nætrum. Við kvöddumst í Luxembourg garðinum. Borgin, eins og hún gerði í dag, hafði

vafið sig í möttul af hvítu. Móðir mín var klædd í gráa sparikjólinn sinn, og ég var

dúðaður í tvær peysur og minn eina vetrarfrakka. Við sátum á garðarbekk og skröfuðum

um ekkert sérstakt, eins og tvær manneskjur sem hafa verið saman allt lífið. Snjórinn í

kringum okkur var aðeins byrjaður að bráðna, og hún skalf af kulda. Ég sat hjá henni þar

til rísandi sólin tók hana burt. Heimsóknirnar héldu þannig áfram þar til ég sá hana einn

daginn, en ég var glaðvakandi. Í von um að lina af sorg minni, hafði hún tekið á sig

lögun dúfu, borgar-dauðþreittum fugli sem var að deyja. Dauði, trúið mér, kemur aldrei

til okkar fyrst með orðum.

“Guð hefur gefið Má vængi,” skrifar Anh Minh. Fáorða af vana, hugsa ég. Það sem

hann meinti var að móðir okkar var ekki lengur hrædd. Eftir mörg ár að þylja bænaþulu

sína, fór hún að sofa eina tunglslausa nótt og sá himnaríki skært við sjóndeildarhringinn.

Hún steig út undan þakbrún hússins hans með einbeitni sem er sannasta gjöf trúar.

Eiginmaður hennar, falskur spámaður, gæti aldrei elt hana þangað sem hún var að fara.

Fjórir synir hennar, ja, það væri undir þeim komið. Með þetta sem síðustu hugsun sína,

sameinaðist líkami hennar jörðinni, og sál hennar sveif upp til himna. Flúr af hvítu.

“Amen,” skrifar Anh Minh.

“Amen,” les ég upphátt.

Ég hrekk við af hljóðinu af minni eigin rödd og lít upp frá bréfi bróður míns. Eldhúsið

er autt. Dömur mínar hljóta að hafa farið farið fyrir löngu. Ég heyri raddir frá

vinnustofunni. Hér inni er enginn, nema eldavélin og kopar pottarnir.

173

22

Eins og vanalega, hef ég hleypt sjálfum mér inn. Hvað hann gerir á

laugardagskvöldum trúir hann mér aldrei fyrir. Hann er hreinn, nýrakaður, og klæddur

strauaðri skyrtu þegar hann kemur aftur til baka í risaíbúð sína á sunnudögum, svo ég

spyr ekki um neitt. Hvað skiptir það máli, segji ég sjálfum mér, þegar hann er hér með

mér núna. Svo heilsumst við með því að segja nafn hvors annars, þetta sem við höfum

beðið alla vikuna til að segja, hvernig líkamar okkar bæta upp fyrir tapaðann tíma. Sæti

Sunnudagur byrjar þá eiginlega fyrir mig. Hendurnar á mér skjálfa, og bölvaðir lyklarnir

festast í lásnum. Ég hef ekki sofið alla vikuna. Kvíði og eftirvænting hafa verið að leika

sína háværa tónlist allar nætur, og hjartað í mér hefur verið að slá takt við djassið.

Annaðhvort það, eða nágranni Damanna minna hefur keypt geisladiskaspilara en kjósa að

trúa að skarkali og djöfulgangur, líkt og Karfa og Pépé, ferðist ekki. Það er erfitt að segja

fyrir víst, um hvaðan hávaðinn kemur, ekki staða hundanna.

Karfa og Pépé, trúið mér, fara hvergi í bráðinni. Fröken mín og Fröken eru að reyna

að draga úr samviskubiti sínu um það með því að fá ferðalags útbúnað fyrir Hans Hátign

og sýndarmennið til hásetisins. Þær keyptu þeim leður hálsólar, tvær á stykkið, gataðar í

gegn með örlitlum stálnöglum, og fyrir Körfu, sniðinn jakka. Engar buxur, Karfa er

hundur, þrátt fyrir allt. Hundar, jafnvel ofdekraða tegundin, virðast ekki þurfa

hlífðaráklæði fyrir afturfæturnar. Hvað varðar Pépé, lítur hann betur út óklæddur, og

Dömur mínar og hann vita það. Til hamingju hafa Fröken mín og Fröken verið of önnum

kafnar við þennan undirbúning til að taka eftir skjálfandi höndunum á mér. Þær halda að

ég hafi verið að subba niður teinu þeirra, brjóta leirtau þeirra, skera mig á útflúruðum

174

leirbrotunum, vegna þess að ég sé óvanur, og þessvegna taugaóstyrkur af stöðugum

hringingum í símanum þeirra. Við í Blómastræti 27 höfum loksins okkar eigin síma.

GertrudeStein svarar honum aldrei. Fröken Toklas er símavörðurinn. Í fyrstunni fór hún

eftir franska siðnum og svaraði í símann með “Alló!” hrópað inn í munnstykkið. Nú til

dags tekur hún það bara upp og andar. Hún bíður eftir röddinni á hinum enda línunnar að

skjögra fram ávarpsorði og kennsl. Ef henni líkar ekki það sem hún heyrir, hengir hún

upp. Engar útskýringar, engar uppgerðar afsakanir, ekkert þannig. Hún gerir það sama

með augunum þegar hún heilsar fólki í persónu, svo því ætti hún að haga sér öðruvísi yfir

símalínurnar? GertrudeStein hlær upphátt þegar hún heyrir munnstykkið hlunkast niður í

tólið. Við vitum bæði að Fröken Toklas gefir bendingu á óbeit sinni á þeim sem hringir

með hve hátt hún skellir á. Svoddan gagnlegt tól, hugsar Fröken Toklas.

Dömur mínar hafa verið í gáskafullu skapi upp á síðkastið. Þær eru glettnar. Það

hefur verið hringt í þær. Þeim hefur verið sent skeyti. Það besta er að þær hafa verið

ljósmyndaðar. GertrudeStein hefur ekki sest niður að skrifborði sínu í margar vikur, og

Fröken Toklas hefur ekki einu sinni opnað skápinn til að sækja ritvélina. Ég hef samt

verið kvíðinn, vegna þess að ljósmyndarar eru ennþá forvitnari en þjónar. Eini

mismunurinn er að ljósmyndarar iðka sína yfirgangslegu list meðan Frökenin mín og

Fröken eru ennþá inni í herberginu. Í miðjum heimsóknum þeirra, hlera ég oft

GertrudeStein að senda Fröken Toklas til að ná í einhvern smá minjagrip frá árum þeirra

saman. Þetta, ímynda ég mér, hlýtur að vera yfirstandandi tilraun til að metta

samansafnaða starfsmannahópinn. Fröken Toklas er meira hreykin en nokkurn annar af

lífi sínu með GertrudeStein, en ef það er minjagripur sem hún stillir ekki upp í

vinnustofunni, er alltaf sannfærandi ástæða fyrir því. Til dæmis “La Argentina.”

175

Mánudaginn sem var senti GertrudeStein Fröken Toklas til að ná í hana til að sína tveim

spánskum ljósmyndurum sem höfðu boðið snjónum birginn til að hafa te með Dömunum

mínum. La Argentina er flamingódansari. Rauð-randað og vítt pilsið hennar vekur

Dömur mínar upp á hverjum morgni og á hverju kvöldi, þaðan sem hún dansar hátt fyrir

ofan rúmið þeirra. Þrátt fyrir nafn hennar, fengu Dömur mínar hana í Madrid. Miðinn

bak við veggspjaldið segir það. Framhliðin á veggspjaldinu, ja, framhliðin er gott dæmi

um hvernig sumar konur geta litið klámfengnar út, jafnvel þegar þær eru alklæddar. Ef

ég horfi nógu lengi á La Argentina, get ég næstum lyktað af henni. Það er engin tilviljun

að ég get séð upp undir pilsið hennar þegar ég ligg ofan á rúmi Damanna minna. Síðasta

staðhæfingin er auðvita aðeins ágiskun, því mér dirfðist aldrei að prófa sjónarmiðið fyrir

sjálfum mér.

Fröken Toklas er dama með fágaðan smekk. Hún hefur “bon goút,” eins og frakkar

kalla það. Fóðrið í töskunni hennar er í eins lita fjölskyldu og fóðrið í kápunni hennar.

Sami liturinn væri ofgerð. Ilmvatnið sem hún setur á hnakkagrófina lofar ilminum sem

rís úr borðstofunni hennar. Samkeppni væri sóun. Fröken Toklas finnst að GertrudeStein

sé dama með góða matalyst, ómiðlaða dýrslega lyst. Það þýðir að fyrir utan La

Argentina, hefur GertrudeStein skápa fulla af styttum af uppáhalds kaþólskum dýrlingum,

gerðum úr skeljum of hænsnafjöðrum, handavinna heittrúaðra en, geri ég ráð fyrir,

steinblindra nunnareglu. Hún hefur hillur fullar af örlitlum gosbrunnum með

pastellituðum dúfum stilltum upp á pífuðum brúnunum, sem ég hef séð til sölu í

ferðamannastöllum um alla borgina. Hún hefur veggi þakta málverkum af konum með

græn andlit, brotin nef, vansköpuð augu, sem oft eru einnig naktar en sem, ólíkt flamingó

dansaranum, litu mikið betur út klæddar. Blómastræti 27 er fullt af öllu þessu og fleyru,

176

og það er Fröken Toklas sem hefur sorterað gegnum þetta allt. Ég hef séð hana flytja, en

aldrei fjarlægja málverkin frá vinnustofu veggjunum. Fröken Toklas hefur strútafjaðra

rykbursta sem hún notar til að þurka af yfirborðum þeirra. Trúræknislega er rétta leiðin

til að skýra frá hve ákaflega og oft hún afrekar þessi verk. Þegar kemur að ódýrum

dýrlingum og minjagrips gosbrunnum, hefur Fröken Toklas fundið fyrir þetta dót

smáhillur meðfram skuggalegum göngum, útskot inni í fataskápum og geymslum, og

aðra þannig nána staði í Blómastræti 27. GertrudeStein virðist aldrei taka eftir

tilbreytingunum á þessum hlutum. GertrudeStein þarf auðvita aldrei að standa upp úr

bólstraða hægindastólnum sínum til að ná í nokkuð af þessum hlutum sjálf. Fröken

Toklas vill helst hafa þessa staðsetningu óbreytta.

Fröken Toklas kemur oft til baka í vinnustofuna með eitthvað algerlega ólíkt því sem

hún var sent eftir, eða, í La Argentina tilfelli, kemur hún til baka með alls ekki neitt.

Fröken Toklas yppir öxlum of veifar tómum höndunum, og bráðlega fara ljósmyndararnir

að tígja sig burt, vonsviknir en greinilega óhindraðir, því fleyri af starfsmönnum þeirra

halda áfram komu sinni til Blómastrætisins. Ef Fröken Toklas væri ekki hér, hefði ég

mikið meira til að hafa áhyggjur af. Ef hún fengi að ráða, færi GertrudeStein að skokka

með ljósmyndarana um alla íbúðina. Djöfullinn, GertrudeStein færi að drekka te með

þeim meðan hún hallaði sér aftur á rúminu sínu, óumbúnu, lökin og koddar í óreiðu. Ef

hún fengi að ráða, er ég hræddur um að GertrudeStein hefði líka skápana galopna, færi að

rugla vélrituðum blaðsíðum Fröken Toklas og frumeintökum hennar eigin minnisbóka

fyrir alla sem vildu sjá. Og þessir ljósmyndarar, trúið mér, vilja endilega grannskoða allt.

Þessvegna er Fröken Toklas alltaf í kring, því það er hún sem minnir GertrudeStein á að

gefa það aldrei burt frítt. Ég veit alltaf þegar aðrir rithöfundar hafa komið í te. Þeir skilja

177

alltaf stafla af blaðsíðum eftir, frítt. Fröken Toklas er sú fyrsta sem les það allt, og oft er

hún sú eina sem gerir það. GertrudeStein er rithöfundur, ekki lesandi, hugsar Fröken

Toklas er hún miðar á ruslakörfuna. Hún missir aldrei. Rithöfundar, held ég, eru þannig

líkir kokkum. Við stundum iðju sem magnast tíu sinnum í virði eftir að uppskerunni er

neytað og deilt með öðrum. Stílabók inn í skáp er terta að veslast upp inn í ofni löngu

eftir að hann kólnar, eitthvað sem enginn kann að meta og hættir til að gleymast. Ef

málið er þannig á litið, hef ég ekki gert neitt sem GertrudeStein hefur ekki þráð að gera

fyrir sjálfa sig. Ég hef örlætislega bætt einni manneskju í lesendahóp hennar.

Ég ýti aðeins á dyr risaíbúðarinnar með öxlunum og þær opnast. Þær hafa tapað sínu

vanalega marri. Sæti Sunnudags Maður hlýtur að hafa sett olíu á hjarirnar í síðastliðni

viku, eða ef til vill er það bara breyting í veðri. Viður á til að þenjast út og herpast

saman, líkt og lungu sem fá ekki nóg loft þegar hitastigið úti lækkast og síðan hækkast.

En dyrnar skipta ekki máli. Ég skynja af lyktinni nýja málningu og ferskt loft. Það þýðir

aðeins eitt. Sæti Sunnudags Maður sagði mér að af öllum skilningatvitunum, er sjónin

það sem hann minnst treystir á. Það er vitið sem auðveldast er að blekkja. Oftar en ekki,

sagði hann, er það hjartað sem segir okkur hvað er og er ekki til staðar.

Ég sé Búddamaga eldavél. Ég sé skrifborð við gluggann, þaðan sem sólin skín inn.

Ég sé hillur við veggina. Ég sé mottu við rúmið. Ég sé miða brotin saman í miðju,

tjaldaðann á gólfinu. Ég hef hár úr hárbustanum hans. Ég hef vasaklút úr jakkavasanum

hans. Ég hef slitnar skóreimarnar hans. Ég hef hvern einasta miða sem hann hefur skilið

eftir fyrir mig. Ég hef geymt þá alla. Efni þeirra er vanalega eitthvað um tímann. Hann

kæmi kannske seint heim, hann kæmi samt til baka um síðir, táknað af fljótandi, einmana

178

númeri á blaðsíðunni. Stundum eru miðarnir stuttir listar af efnum sem ekki eru til.

Þroskaðar gráfíkjur þegar frost er á jörðu, lambakjöt, þegar öll tréin hafa fyrir löngu tapað

laufunum, ætiþistill, þegar sumar sólin er steinsofandi, þetta er maturinn sem hann vildi

sjá á disknum sínum. En viku eftir viku, hef ég þurft að segja honum, “Bíddu.” Jörðin er

gaddfrosin. Þetta hefur verið svona frá byrjun. Desember, janúar og febrúar eru samt

mánuðir sem verðlauna úrræðagóðum matreiðslumanni. Svo, fyrir hann hef ég hæg soðið

strengi af þurrkuðum gráfíkjum í “bergamot” tei. Ég hef soðsteikt kindakjöt með vendi

af kryddjurtum bundinn saman með ræmum af sítrónu barki, þar til miðaldra, seigir

vöðvar muna eftir vorinu. Þegar kemur að ætiþistilinum, hef ég hent burt öllum

glerkrúsunum með gránuð hjörtu fljótandi í ediksbaði sínu, sem ég fann í felum inn í

eldhúskápum hans. Stundum, Sæti Sunnudags Maður, er betra að þrá.

Ég krýp niður til að sjá hvað hann hungrast eftir í dag. Vindhviða þýtur gegnur

galopna gluggana og sendir miðann þeysandi yfir gólfið. Hann landar á hliðinni, nær

niðurskúfuðum fótum á Búdda maga eldavélinnar. Litla tjaldið, get ég séð, er blátt að

innan. Líkt og skýlaus himininn fyrir utan, hugsa ég. Öll París hefur verið úti undir

himninum. Veðurbreytingin kom svo hratt að það væri ekki rétt að segja að þriðjudags

sólin bræddi mánudags snjóinn. Hann gufaði upp, og íbúar þessarar borgar kættust.

Dömur mínar gerðu það líka. Þær afboðuðu öllum sínum stefnumótum. Fröken Toklas

hringdi í ljósmyndarana, einn eftir annann og sagði þeim að koma aftur í næstu viku. Svo

fyrir utan tvo spánsku ljósmyndarana sem komu á mánudaginn í te, var restinni var vísað

á brott. Fröken Toklas og GertrudeStein fóru síðan að sóla sig í öllum uppáhalds úti

veitingarstöðum sínum, sem höfðu verið snarlega umbreyttir fyrir þetta ánægjulega

tilefni. Sólin, vissi ég, bjargaði mér. Hún tæmdi Blómastræti 27. Tóm herbergi eru

179

greinilega þagmælsk. Þau geyma leyndarmál og gleyma lausmælgni. Þau bergmála hrós

og drekka í sig formælingar. Þau eiga til að vera staðföst og þessvegna vilja helst

félagskap þess kunnuglega. Með öðrum orðum, innihald Blómastrætisins sat

miskunnalega óáreitt mestalla vikuna. Svo að í gær þegar síðustu ungu mennirnir hvurfu

burt frá laugardagsteboðinu út í ótímabært vorkvöldið, dróg ég andann léttara. Hættuspil

þess virði að spila, hugsaði ég, meðan augun á mér rúlluðu sér aftur í svefninn í fyrsta

sinn á fimm dögum. Sá sjötti hafði nú liðið án atburða og án ljósmyndara. Þegar þessi

morgunn reis og færði með sér sítrónu ávaxtaböku, andvarpaði ég aftur. Vont veður er

fyrirboði af mörgum burtrekstrum. Fallegur blár dagur, hugsaði ég, hefur varla nokkurn

tíma sömu slæmu áhrifin.

Blátt er litur ósnortins himins, litur á sléttum, sofandi sjó. Blátt er regnbogalitaður

glampi á fiska hreistrum, litur sem syndir djúpt og farnast best langt frá strönd. Blátt er

síðasta ögn af fegurð sem þetta dýr hefur til að deila með öðrum, áður en hnífur finnur

mjúkan maga þess og sker garnirnar úr því. Og hér í þessari risaíbúð með borgar loft og

langvarandi málningalykt, er blátt liturinn af öllu því sem eftir er. Blátt, veit ég, jafnvel

áður en fingurnir á mér geta staðfest það, er kvittuninn frá Lené ljósmyndastofu. Þunni

snepillinn er festur inní nótukort með smá depli af lími. Límið hefur lekið gegn og skilið

eftir kámugann blett kringum orðið “Lené.” Jafnvel glæsileg rithöndin gæti ekki bjargað

kvittuninni frá því að líta út skítug og flekkuð. Kærulaust, hugsa ég. Sæti Sunnudags

Maður gat ekki einu sinni beðið meðan límið þornaði. Hann hlýtur að hafa skellt þessum

tveim pappírs stykkjum saman án þess að hika andartak, braut þetta saman og skildi eftir

fyrir mig sem eitt viðsnúið V. Blekið á miðanum er líklega klessað, held ég. Það tekur

einnig tíma fyrir blek að þorna.

180

Eftir því hvernig íbúðin lítur út, hafði Sæti Sunnudags Maður engann tíma aflögu.

Veggirnir eru þaktir nýrri málningu. Gólfin eru tandurhrein og gljábónuð. Við-

brennandi eldavélin hefur verið skrúbbuð næstum því hrein. Það hlýtur að hafa tekið

marga daga fyrir húsráðandann. Sæti Sunnudags Maður hlýtur að hafa haft varla meira

en tvo eða þrjá daga til að pakka öllum sínum eignum. Hann gerði það vandlega, vel-

fyrirskipað-verk til enda. Þegar hann lokaði framhurðinni að risaíbúðinni, leit hann til

baka á skorsteinspotta borgarinnar rammmaða af opnum gluggunum, landslag frátekið

fyrir þá mjög ríku eða fátæku, og hann minntist mín í glampa af hvítu ljósi. Hann

bankaði á dyr nágranna og brosti. Hún hefði gefið honum hvað sem var, en hann bað

hana aðeins um penna og blað, svolítið lím. Sæti Sunnudags Maður skrifaði: “Bí, þakka

þér fyrir ´Bókina af Salti.´ GertrudeStein náði þér fullkomlega.” Miðinn var skrifaður á

frönsku, fyrir utan fjögur ensku orðin. Titillinn af minjabók Dömunnar minnar, geri ég

ráð fyrir. Í flýti sínum, gat hann ekki einu sinni þýtt þetta fyrir mig. Hversvegna ómaka

sig, hugsaði hann líklega. Hann mátti ekki einu sinni vera að því að skrifa nafnið sitt

undir. Hann seildist niður í jakkavasa sinn og fann kvittunina frá Lené ljósmyndastofu.

Hann límdi og hann braut saman. Hann skildi eftir síðasta miðann til mín á gólfinu,

vegna þess að það er ekkert eftir inni í risaíbúðinni nema Búdda maga eldavélin, sem

gefur enn frá sér hita, þrátt fyrir breytingu í veðri.

181

23

Báo hafði á röngu að standa. Gagnleg útlend orð og setningar hafa lítið með drykk,

peninga, eða stúlkur að gera. Því meira órjúfanlegt tungumálið, því meira

óframberanlegt, því auðveldara verður lífið fyrir mann eins og mig. Úrkostir tapa tölum

sínum. Ákvarðanir eru frjálsar frá íhugunum. Kostir verða afdráttarlausir og skýrir. Ef

ég sé það ekki, get ég ekki fengið það. Ef maðurinn við hliðina á mér er ekki að drekka

það, er ólíklegt að ég panti það sjálfur. Snögg höfuðhneiging, fingur uppreistur,

augnabrún lyft, segir: “Ég ætla að fá það sem hann er að drekka.” Síðan sit ég spenntur

þar til þjónninn kemur til baka, bið fyrir allann tímann að vökvinn í glasi nágranna míns

sé ekki tuttugu og fimm ára skoskt viskí eða úrvals kampavín. Ég á til að ýkja.

Stofnanirnar sem ég sækji bjóða upp á lítið sem er yfir ársgamalt. Ungt í svona stöðum er

ódýrt, alveg eins og viðskiptavinirnir, flestallir drengir, en stundum stúlkur líka. Maður

getur aldrei eiginlega sagt fyrir víst, þar til hendurnar eru rækilega skoðaðar. Fætur geta

menn látið líta út fyrir að vera smærri með oddhvössum tá skóum. Háir hælar geta valdið

sjónar áhrifum, eins og það sé ekkert undir þessu pilsi nema tíu örlitlar tær. En hendur,

málaðar eða ómálaðar neglur, eru rauðir, flaggandi fánar. Hanskar – helst svartir, því

pastellitir og skærir litir aðeins magna stærð – eru þessvegna viðurkennd uppljóstrun. Í

rauninni eru sumar “stúlkur” með þá, bara ef ske kynni að viðskiptavinirnir séu of

vitlausir eða drukknir til að auðkenna framúrskarandi þjónustu þeirra. Þegar kemur að

mér, það sem þú sérð er það sem þú færð.

Þegar kemur að Báo, hafði hann engann áhuga á því sem hann sá. Á Niobe skipinu,

hafði hann safn að nú-þegar-goldnum minningum, sem hann lokkaði fram með höndum,

182

volgum eins og suður Kína sjórinn. Meðan skipið, hengirúm strekkt milli tveggja

fallandi stafna, sveigðis okkur í svefn, heyrði ég hann oft umla.

“Einleikarin Serena,” hvíslaði Báo, “var alltaf í þeim.”

“Var alltaf í hverju?” spurði ég, að búa mig undir enn aðra sögu um kvennlega sjálfs-

ást.

“Hönskum.”

“Ó.”

“Svörtum, upp að olnbogum,” bætti hann við, “og engu öðru.”

“Engu?”

“Engu.”

Örvaður andadráttur Báos sagði mér að ÞETTA væri það sem hann vildi trúa. Því ætti

ég að vantreysta endurminningum þessa manns? Hugsaði ég, og síðan heyrði ég sjálfan

mig gera það, þrátt fyrir allt. “Heyrðu, ég veit ekki hvernig Serenu tókst með efra

partinn, en leyf mér að sýna þér hvernig á að gera restina.” Ég klifraði niður kojuna og

stóð fyrir framan hann. Ég tók hendurnar á honum, volgar eins og suður Kína sjórinn, og

ég sýndi honum hvernir á að mynda klauf inn á milli fótleggjanna, sem hvarf inn í lærin.

Í myrkrinu, heyrði ég hann umla aftur. Í þetta sinn fyrir mig, sagði ég sjálfum mér.

Ég hef lært lexíur mínar vel. Trúið mér, Blériot hafði marga kækji, og þetta var bara

einn af þeim. “Leikum Herra og Frú,” sagði Blériot, áður en hann slökkti öll ljósin. Það

sem hann meinti var í rauninni frávik á þemunni: Herra og Frú einkaritari. Blériot líkaði

við auka lagið af skinni.

“Segðu mér orðið fyrir ´sætt.´” skipaði yfirmatreiðslumaðurinn á frönsku.

“Sætt,” hlíddi uppþvottamaðurinnn á víetnamísku.

183

“Beiskt?”

“Beiskt.”

“Súrt?”

“Súrt.”

Geðþótti fyrir Blériot var undir vandlegum samsetningum af þannig orðum komið.

Þau pössuðu fyrir hann á daginn. Því ættu þau ekki að gera það á nætrum?

“Segðu mér orðið fyrir ´salt.´”

Röddin sem heimtaði í rökkrinu var í þetta sinn mín. Ég hafði spilað sama leikinn við

Sæta Sunnudags – ég meina Lattimore. Ég man að hann brosti. Í fyrstu hélt ég að hann

skildi ekki verkamanns frönskuna mína, en þá beygði hann sig niður og sleykti snefil af

því af munninum á mér. Hann hafði þá kennt mér enska orðið fyrir “sætt” og “súrt” kom

nokkuð seinna. Orðið fyrir “salt” lærði ég einnig um síðir, en ekki frá honum. Á mínu

tungumáli eru þessi fjögur orð, endurtekin og undirstrikuð með höfuðhneigingu,

ómissandi fyrir mig í eldhúsinu. Í hinum herbergjum hússins, hafa þau af og til veitt mér

líkingu af ljóðlist, ofurlítilli, ekki vegna takmörkuðum orðaforða, heldur vegna þyngd

þessara vandlega völdu orða. Ólíkt Blériot, gleymi ég ekki þessum orðum að enda

næturs, aðeins til að heimta að þau væru endurtekin aftur á óhentuglegustu stundum,

þegar orð eru ónauðsynleg. Já, Blériot hafði marga kækji, og ÞETTA var aðeins einn af

þeim.

Á svona stundum, vildi Báo helst hafa hljótt, að minnsta kosti að ég haldi mér saman.

Hann er maður, þrátt fyrir allt. Hann naut alltaf mikið að heyra sína eigin rödd. Nóttina

áður en skipið Niope landaði í Marseilles, sagði hvorugur okkar eitt einasta orð. Ljósin

af höfninni sem við vorum um það bil að leggja að teiknaði sjóndeildarhringinn með

184

gullþræði. Hvítmávar, innfæddir fuglar hverra fjölfarna hafnaborga flugu í hringi

kringum skipið, steyptu sér niður í sorp-dreifað kjölfarið okkar. Raddir, fangaðar í

liðuðum öldunum, komu út til að heilsa okkur, skip fullt af mönnum, næstum heilir á húfi

frá grípandi handleggjum hafsins. Næsta morgunn undraðist ég á að ég saknaði vatnsins,

ég var ekki sá eini. Eftir nokkra klukkutíma í landi í Marseilles, hafði Báo látið skrá sig á

áætlunarskip á ferð til Ameríku. Hann veifaði mér frá dekki sem hann mundi sjálfur

skrúbba hreint.

Í skyrtuvasa hans þennan dag var pappírs snepill, með nafni Minhs, Aðstoðarkokks

skráð á hann, í þeim tilgangi þegar Báo ferðaðist aftur til baka til Saigons. Neðst í

töskunni hans, vafið inn í tvennar skyrtur hans, undir skóm, var rauði poki móður minnar.

Ég gaf honum nafn bróður míns. Hitt tók hann. Það sem verra var, ef hann hefði aðeins

beðið um, hefði ég gefið þessum manni gull móður minnar af frjálsum vilja, hörund föður

míns, hendur bróður míns, og öll beinin sem fljóta laus í þessum líkama mínum, nú þegar

hann er horfinn í burt.

Má, vertu svo væn að gráta ekki. Ég veit ég hefði getað keypt brauð með því, herbergi

fyrir nóttina. Ég hefði getað keypt ástar atlot fyrir nóttina með því, en ég hefði aldrei

getað heimtað aftur ár lífs þíns. Sorg, jafnvel þegar tempruð af svita og striti í örlítilli

þyngd af gulli, er ennþá sorg. Einskis virði fyrir okkur bæði á endanum, Má. Betra að

ókunningi flakkar um heiminn með það heldur en yngsti sonur þinn.

Óskemmtileg og óbærileg ending, veit ég vel. Þessvegna endar sagan af rauða

pokanum, fyrir mig, aldrei á bryggjunum í Marseilles:

Báo, sjómaðurinn með nafn sem þýðir “stormur,” ferðaðist sjö höfin á sjö mánuðum,

kom loksins til baka í kunnuglegt faðmlag Mekongs. Ennþá í farangri hans var nafn elsta

185

bróður míns og hjarta móður minnar, innsiglað inn í táknsögu af rauðu og gylltu. Þegar

hann kom í land, spurði Báo um leiðbeiningar í hús yfirlandsstjórans, og við bakhliðið

bað hann um að sjá Minh, Aðstoðarkokk. “Úff!” flautaði Báo, þegar hann sá löngu, hvítu

svuntuna, og stífaða matreiðslusveins hattinn á höfði bróður míns. Helmingi styttri en sá

sem yfirmatreiðslumaðurinn Blériot var með. Hatturinn var gefin bróður mínum, ásamt

hellingum af nýjum siðareglum, allar til þess að bæta hreinlætis staðal í eldhúsi

yfirlandstjóra. En allir í þjónustuliðinu vissu að hvíti hatturinn, “eitur sveppurinn” eins

og þeir kölluðu hann fyrir aftan bak bróður míns, var reyndar eini sýnilegi vitnisburður

um sök Blériots yfirmatreiðslumanns.

“Þetta er fyrir móður þína,” sagði Báo, og setti rauða pokann í hendur Minhs, Ennþá

Aðstoðarkokks. “Binh vildi að hún fengi þetta aftur.”

“Hver?”

“Binh. Yngsti bróðir þinn – “

“Það er ekki nafn yngsta bróður míns,” svaraði Anh Minh.

“Ó,” sagði Báo, opnaði munninn í langann, hljóðlegan hlátur, feginn að heyra loksins

að eldhús strákurinn væri ekki eina fíflið um borð Niobe skipsins. “Skiptir engu máli,”

sagði sjómaðurinn við engann sérstakann, og hann sneri sér við og labbaði áleiðis til

hafsins.

Ég meinti aldrei að plata neinn, en rétt nöfn eru aldrei notuð. Eða gerði ekki saga mín

um manninn á bryggjunni það ljóst? Ég sá hann aftur um daginn. Hann leit yngri út en

þegar við mættumst fyrst. Sömu varirnar, þó þykkri en mér minntist. Sömu augu, lífleg

og forvitin. Jafnvel talandi, ef hægt er að trúa að augun geti sagt alla söguna af manni.

Sami lubbi af hári, skipt til vinstri, en svolítið síðara, meira líkt hári skálds á Vinstri

186

Bakka veitingarhúss Parísar, heldur en fræði-prins í tekk skála. Ég hef leitað hans á

breiðstrætunum, á hafnabökkunum, á garðarbekkjum borgarinnar. Ég hef meira að segja

farið til baka í veitingarhúsið á Descartes götu og staðið fyrir handan götuna frá rauð-

lömpuðum innganginum, en fyrir tveim mánuðum fór ég þangað og lamparnir voru

horfnir. Yfirmatreiðslumaðurinn, ímynda ég mér, hafði farið aftur til Víetnams til að

heimsækja móður sína, eða kannske upplifði hann annað kast af ferðaþrá og var í

hringferð um heiminn. Ég hef heyrt að á vissum aldri, framlengi menn annað hvort þrá

sína eftir brjóstum konunnar sem gaf þeim að sjúga, eða konum frá fjarlægum fjöllum.

Ég hef einnig komið aftur til bryggjunnar þar sem við hittumst, hendur á rimlinum, andlit

snúið að ánnni. Stundum hef ég staðið þar þangað til fótleggirnir fundu til eins og þeir

væru líka að muna stöðuga hreyfingu vatnsins. Vanalega þýddi það að orðið væri mjög

áliðið, og ég hefði drukkið of mikið.

Síðasti staðurinn sem ég bjóst við að finna manninn á bryggjunni var Lené

ljósmyndastofan. Auðvita fór ég aftur þangað, reyndar sama sunnudaginn sem ég fékk

miðann frá Lattimore. Ég vildi fá mína ljósmynd. Ég hafði unnið fyrir henni, heiðarlega

og drengilega, eins og hann hefði orðað það. Ég gæti alltaf klippt hana í tvennt, hugsaði

ég, og falið andlit hans, þar til þegar hnífur er ekki lengur nógu beittur og bros hans

verður að duga. Fyrir utan það, hugsaði ég, var búið að borga fyrir ljósmyndina. Ég

hafði á röngu að standa. Lattimore þurfti að borga aðeins helminginn að gjaldinu sem

inngreiðslu. Því miður, það sem hefði átt að vera auðvelt mál, varðandi inngreiðslu og

hlutdræga borgun, tók næstum hálftíma til að toga út úr afgreiðslumanninum, sem var

stöðugt á hlaupum fram og til baka frá búðinni til bakherbergisins, þar sem ljósmyndarinn

Lené var í miðjum klíðum. Það bætti lítið úr að skarpnefjaður afgreiðslumaðurinn hafði

187

litla þolinmæði fyrir hreimi mínum. Franski karlpungurinn hélt áfram að líta á kvittunina

mína og spurði, “En hvar er Herra Lattimore?” Í staðinn fyrir að fræða

afgreiðslumanninn um að “Herra Lattimore sé í helvítis ljósmyndinni!” féll ég inn í mína

auðmjúku frönsku og þrábað Herra Karlpung að biðja Herra Ljósmyndarann hvort ég

megi fá ljósmyndina núna og borga restina með vikulegum afborgunum. Það var klárt,

að minnsta kosti af mínum parti, að vikurnar yrðu ekki nauðsynlega hvorar á fætur

annari. Ég var hissa á að Herra Karlpungur féllst á að spyrja yfirmann sinn um þetta og

hann hvarf inn í bakherbergið, þar sem ég gerði ráð fyrir að hann væri í seríum af

flóknum samninga viðræðum fyrir mig við ljósmyndarann Lené, eða kannske var hann

bara að bíða þar til ég gafst upp of hvarf á brott.

Á meðan, í búð Lenés ljósmyndara, róaðist ég nægilega til að muna að ég hafði ekki

borðað síðan kvöldið áður. Ég sökk niður á nosturslegann lítinn stól sem átti aðeins að

líta á eða ljósmynda. Stóllinn var ekki þægilegur, ekki skrautlega útskorið bakið eða

græna flaujelis sætið, sem við viðkomu virtist grunsamlega eins og það væri stoppað fullt

af hráum linsubaunum. Eftir nokkrar óaðlaðandi mínútur, ákvað ég að betra væri að

standa bara á fótunum. Ég stóð upp og labbaði hæglega hungur mitt í kringum herbergið.

Veggir búðarinnar voru þaktir sýnishornum af ljósmyndum. Þær voru í alls konar

stærðum, sumar nógu litlar fyrir hálsnisti. Ofgnóttir af andlitum, hugsaði ég, leiddu til

þess að þetta auða herbergi virtist vera fjölmennt. Ég grannskoðaði svipinn á fólkinu sem

starði út til mín frá vandlega völdum ljósmynda úrvölum – ljósmyndarinn Lené er vel

þekktur í borginni fyrir að geta boðið fyrirsætum sínum mikið úrval af ímyndunar

staðsetningum, frá einföldum Grískum Garði á Vortíma, til meira heillandi Miðnættis í

Kvennabúri Síðasta Mára – og ég undraðist um hversvegna þetta var sett þarna á veggina.

188

Ég reyndi að finna hvað var sameiginlegt meðal myndanna. Hjartnæm fegurð, kynleg

stelling, óttalaus tengsl við linsu myndavélinnar Eða kannske gátu þessar fyrirsætur ekki

heldur borgað fyrir hinn helminginn af ljósmyndunum og urðu að fyrirgera andlit sín og

líkama til búðarinnar og þeim sem spann upp nú yfirgefna drauma þeirra. Ég hafði ekki

haft nein viðskipti við ljósmyndarann Lené, því Lattimore hélt uppi öllum samræðum

síðast þegar við vorum hérna, svo það var erfitt fyrir mig að segja hvaða aðferð við að

velja fyrirsætur sínar ætti betur við fyrir skapkerð ljósmyndarans. Meðan ég gekk

framhjá ljósmyndunum, ferðalag frá einum hugarburði til annars, fór ég að taka eftir að

sumar af þeim voru ekki hvítar og svartar. Sumar sýndu aðeins skol af litum,

purpurarauðum og bláum, rósrauðum og brúnum, líkt og þær væru að drekka í sig

minnkandi ljós af húmi og dögun. Ég renndi augunum yfir veggina og kom auga á

mismuni á litbrigðum. Það var þá sem ég sá hann. Ég klifraði upp á nosturslegann

stólinn til að sjá betur manninn á bryggjunni, eða heldur ungt andlit hans, í ljósmynd ekki

stærri en stærðin á hendinni á mér.

“Þekkirðu hann?”

Ég sneri mér við og sá toppinn af sköllótta hvirfil ljósmyndarans Lené að ávarpa mig.

En áður en ég svaraði honum, hélt ég að best væri að sýna þá kurteisi að klifra niður af

stólnum.

Lené endurtók spurninguna.

“Já....ég meina nei. Ég er ekki viss.” Svaraði ég með fínu dæmi um hverning

tungumál hefur yndi af að koma mér að óvörum og illa viðbúnum.

“Það lýsir honum nákvæmlega.” Hló Lené. “Besti ljósmynda lagfærari sem ég hef

nokkurn tíma haft. Betri en þetta fífl sem vinnur fyrir mig núna.”

189

“Hvað heitir hann?”

“Pierre Bazin.”

“Nei, maðurinn í ljósmyndinni.”

Sjálfsöruggt en yfirbragðlaust svar Lenés sagði mér að ég yrði að fara öðruvísi að. Ég

rétti ljósmyndaranum kvittun Lattimores. Ég bað hann að gjöra svo vel að skrifa niður

nafn mannsins í ljósmyndinni. Þegar Lené gaf mér aftur bláa miðann, var augljóslega

Víetnamískt nafn skrifað á bakhliðina: Nguyén Ái Quác.” Snjallt, hugsaði ég, ofurlítið

klaufalegt en snjallt samt sem áður.

“Svo, hvað er það sem ég heyri um vikulega greiðslu, Herra?”

Ég leit upp frá kvittuninni og án þess að hika svaraði, “Gefðu mér þessa.” Ég benti á

ljósmyndina af manninum á bryggjunni.

“A, þú þekkir hann þá,” sagði Lené. “Ég skal segja þér að enginn getur málað

augnahár eins og þessi. Enginn. Fínlegri en raunveruleg augnahár. Frábær, frábær.”

“Vertu svo vænn, ég skal borga fyrir hinn helminginn af þessu,” sagði ég og rétti

honum aftur kvittun Lattimores, “en þú mátt eiga ljósmyndina fyrir...veggina þína. Ég

skal taka þessa í staðinn.” Ég benti á ljósmyndina af manninum á bryggjunni.

“Ég get það ekki, Herra. Þessi prentmynd er mér mjög kær. Það er, sjáðu til, gömul

aðferð frá síðustu öld. Ég set upp fjórum sinnum hærra verð en vanalega fyrir salt

prentun eins og þessa, Herra. Það tekur heilann dag af sólskini til að framkalla. Heilann

dag af sólskini í París! Herra, geturðu ímyndað þér?”

Nei, hristi ég höfuðið.

“Þú getur komið og heimsótt hann,” Lené lifti hökunni í áttinni að manninum á

bryggjunni, “hvenær sem er.”

190

Já, kinkaði ég kollinum. Það var ekkert annað að segja. Fyrir mig enda peningamál

alltaf samræðurnar. Lené stóð þarna og starði á mig eins og hann vissi.

“Hérna, taktu þetta, heyrði ég hann segja.

Ljósmyndarinn Lené stóð þá fyrir aftan búðaborðið þar sem Herra Karlpungur hafði

setið og hunsað mig þar til ég ýtti bláum snepli undir andlit hans. Ég leit niður á

umslagið sem ljósmyndarinn rétti fram, og ég sagði aftur, “Fyrir veggina þína.”

Göfuglyndi, stolt, þar til nú sofandi sjálfsvirðing höfðu ekkert með þetta að gera. Ég sá

verðið skráð í hornið á umslaginu, og þó Lattimore hefði borgað helminginn, vissi ég að

ég þyrfti margar vikur, samfelldar eða ekki, til að borga restina. Ég vildi heldur spara

peningana, svitann af striti mínu, fyrir manninn á bryggjunni marandi í storm bláu vatni,

hugsaði ég. Það var liturinn af sjónum sem fyrst greip athygli mitt, sem kom líkama

mínum til að færast nær, en það, trúið mér, var aðeins byrjunin. Ljósmyndin var

framkölluð á pappír sem leit út fyrir að vera eitthvað sem andaði, með gljúpt yfirborð sem

virtist opna með hverju inntaki af lofti, seytlaðis inní einkenni mannsins á bryggjunni.

Minna eins og ljósmynd, meira eins og hörundsflúr undir skinninu.

Snjallt, hugsaði ég aftur. “Nguyén Ái Quóc” var augljóslega ekki nafnið sem

maðurinn á bryggjunni var gefið við fæðingu. Ég, og nærri því hver manneskja í

Víetnam var kallaður “Nguyén, síðara nafni.” Svo það er vissulega mögulegt að það sé

einnig hans. Samsetningin var þó einkennileg “Ái Quóc.” Orðin þýða “ást” og “land”

hvert um sig, en saman þýða þau “ættjarðarvinur.” Vissulega gott nafn fyrir ferðamann

að vera nefndur, hugsaði ég, ferðamann með hjarta sem í rauninni hefur aldrei farið að

heiman.

___________________

191

Þegar Báo fyrst kynnti sig með því að ota hendinni framan í andlitið á mér, ásamt

rymju af ósjóvirðulegu nafni sínu, varð ég orðlaus. Ég, sem hafði ekki einu sinni komið

yfir á, læk, regnþrútið stræti, stóð varla uppréttur í miðju hafi og deildi svefnplássi með

manni sem ég hafði ekkert sameiginlegt með, fyrir utan mjög óheillavænlegt, örlaga-

ögrandi skírnarnafn. Tveir “stormar” um borð á skipi, hugsaði ég, var áreiðanlega tákn

frá guði einhverra, tákn fyrir að stökkva yfirborð og synda að landi. Það var þó ekki

mögulegt, því ég kunni ekki einu sinni að troða marvaða. Þegar þögull en líkamlega

svipmikill herbergisnautur minn ómakaði sig um að spyrja mig nafni, hafði ég nógann

tíma til að íhuga málið. Í millitíðinni þjáðist ég af því sem ég hélt að væri örkumlandi

sjóveiki, en seinna þegar ég upplifði þessi sömu sjúkdóms einkenni í landi – spírala

innanvið augnalokin, bragðið af minni eigin lifur í munninum, tilfinningin af maganum á

mér að detta niður í botnslaust hafið – skildi ég að vatns ferðalagi væri ekki um að kenna.

Iðrun væri um að kenna. Ekki yfir Blériot. Svik hans, þó það gæfi í skyn tengsl af

trausti, var aðeins tímabundið. Ég var að vonast eftir nokkrum áratugum, meðan Blériot

eldaðist og ég yrði sterkari. Nei, það sem skeði milli mín og mannsins sem heimtaði að

ég kallaði hann “yfirmatreiðslumann” eða, verra, “Herra,” jafnvel þegar fötin okkar voru

á gólfinu, var óheppilegt, en varla virði þeirrar líkamlegu þjáningu sem fylgir harmi.

Ég stend þar enn.

Geturðu vaknað á morgunn, Gamli Maður, til að horfa á sjálfann þig í spegli og

tilkynna hægri fætinum á þér, “Nei, ÞÚ tilheyrir mér ekki”? Daginn eftir, geturðu afhent

sama dóm fyrir hendurnar á þér? Mun helgisiðurinn halda áfram með grimma munninn á

þér að tjá sig fyrir grimma hjartað, þar til þú, Gamli Maður, ert ekkert meira en búkur og

192

haus? Þá mun Faðir Vinsent, ímynda ég mér, helga það sem eftir er lífsins, til að berjast

látlaust fyrir páfablessun fyrir þig. Píslavottur sem getur valdið svona sjálfsáverki er

örugglega frambjóðandi fyrir helgi, mun Faðir Vinsent halda, er hann sér sjálfan sig fyrir

sér, krjúpandi við leifarnar af þér fyrir framan páfadóminn.

Ég stend þar enn.

Á tuttugu árum lífs míns þá, hafði ég verið ákaflega varkár í öllum málum varðandi

trú. Ég hafði verið vandvirkur, árvakur, skarpur, jafnvel kaldlyndur. Kaþólska kirkjan

hafði aldrei verið nein ógnun fyrir mig. Frá því að ég var nógu gamall til að ganga, elti

ég bræður mína til kirkju Faðir Vinsents, alla leið til næst aftasta bekk. Þegar Gamli

Maðurinn leiddi nýju trúskiptingana til morgunn Messu umlandi bænir sínar, ilmuðu

göturnar af svo miklu alkohóli að börnin og flækju rakkar sem eltu þá á leið til kirkju

duttu oft niður ölvuð og pissuðu á sig. Ég var neyddur til að taka þátt í þessari

skrúðgöngu, en var að öllu leyti ákaflega ósnortinn. Ég var ekki heldur vanur að leggja

fórnfæringar fyrir framan forfeðra altarið. Mig langaði aldrei til að fæða sálir manns og

konu sem voru svona áköf í eftirlífið að þau skildu eftir einkadóttur sína fyrir hann.

Jafnvel Anh Minhs trú á Herrann og Frúna hafði engin áhrif á mig. Ég er hræddur um að

eina leiðin fyrir svar við bænum bróður míns væri ef hann legðist dauður niður eitt

kvöldið. Þá yrði hann að vona að næsta morgunn endurfæddist marða en ókramda sál

hans í líkama Frakka.

Ég stend þar enn.

Ég heyri rödd þína, Gamli Maður, og ég veit að þrátt fyrir árvekni mína, skýr augu,

kaldlyndi, hefur mér misheppnast. Ég hef varið sjálfan mig gegn öllum fölskum

193

átrúnaðargoðum, nema þér. Þrátt fyrir allt, er trú kenning af ást og endurlausn. Í lífi

mínu var aldrei neitt ílát tómara af því en þú, Gamli Maður.

Má, gjörðu svo vel að gráta ekki. Frá fæðingardegi mínum til nætur dauða míns, mun

ég engu þarfnast, ekkert efa, til að falast eftir umhyggju þinni. HÚN var gjöfin sem þú

gafst mér. En ég, líkt og körfu vefarinn, leit á allsnægtirnar í kringum mig og hélt að

eitthvað meira væri til. Eldmaurar og smá appelsínulitaðir gullfíflar koma mér til að

hrylla við er þeir spinna hnöttinn hinsveginn, færa mig til baka til moldarstígsins þar sem

ég horfði á stráhattinn þinn, hangandi á sínum vanalega stað við innganginn á eldhúsinu,

og ég, blindur, sá þar ekkert nema trosnaðann hökuborðann hreyfast hægt til í sólinni.

“Bính,” svara ég án þess að blikka augunum. Hækkandi rödd Báos sagði mér að hann

hefði þurft að spyrja einu sinni of oft. Ég afsakaði mig, kenndi öldunum utanborðs

froðandi um munnana fyrir heyrnaleysi mitt.

“Bính, ha? Það er gott. Við ógildum hvorn annan,” sagði hann, sló í handlegginn á

mér til að láta mig vita að mér hefði verið fyrirgefið, og einnig til að auðkenna sína eigin

fyrirhöfn og óvanalega góðann árang við orðaleik. Það sem hann meinti var að vegna

þess að nafnið “Bính” þýðir “friður,” væri það til lukku, ekki að minnast á glæsilegt

mótvægið við “storminn” hans. Takk fyrir, ég var á sama máli sjálfur.

En þegar Báo hvat mig aftur til að kjósa nýtt nafn í tilreiðslu fyrir komu okkar í land

næsta dag, varð ég aldeilis hissa. Ég spurði hann, “en hvað höfum við verið lengi út á

sjó?” Svar hans var afhjúpun. Þegar ég skráði mig á Niobe, þurfti ég á skipi að halda

sem var að fara úr landi þann sama dag, því ég hafði einu sinni enn ekkerts svefnpláss um

nóttina. Uppsögn mín frá yfirlandstjóra var skyndileg, þó óumflýanleg. Ég átti þó ekki

194

von á að vera rekinn burt úr húsi Gamla Mannsins. Ég hugsaði ekki um viðkomuhöfn

Niobes, og javnvel minna um tímalengd siglingarinnar. Sjóferðir, hafði ég gert ráð fyrir,

væru eitthvað sem yfirleitt tók mörg ár. Heimurinn var gífurlegur áður en ég yfirgaf horn

mitt í honum. En eftir að ég fór, varð veröldin ennþá gríðastærri. Hvað varðar þetta

horn, hélt það áfram að skreppa saman þar til það var rikkorn á hnettinum. Trúið mér,

mig langaði aldrei til að sjá hvað væri á hinni hlið jarðarinnar. Ég þarfnaðist skips sem

færi út á sjó, því þar er vatnið djúpt, dýpra en innluktu árnar sem ég gæti auðveldlega

komist til gangandi. Ég vildi djúpasta vatnið, vegna þess að ég vildi renna mér niður í

það og leyfa endurspeglun mánans að gleypa mig allann. “Ég ætlaði aldrei að fara svona

langt,” sagði ég Báo. Það sem ég meinti var að þegar ég kom um borð Niobes, ætlaði ég

aldrei að koma aftur í land. Í svörtu-og-hvítu ljósmyndinni sem er veröldin að nóttu til,

leit Báo yfir til mín eins og hann vissi það.

195

24

“Ostrur, Ástin, það verða alltaf til ostrur,” heldur Fröken Toklas ákveðið fram.

GertrudeStein lítur dapurlega á Fröken Toklas til að tjá vaxandi kvíða sinn um að

eingöngu ostrur dugi alls ekki.

Þessar samræður, endurteknar á nokkra mínútra fresti, orð Fröken Toklasar töpuð af

og til í flauti lestarinnar, hafa fært okkur frá París næstum til Rouen. Fröken Töken hóf

lindýra þulu sína rétt eftir lestarstjórinn fylgdi síðustu ljósmyndurunum úr lestinni sem

var þá þegar komin af stað. Lestarstjórinn, líkt og húsvörðurinn á Blómastræti 27, hélt

áfram að hrist höfuðið, ófær um að skilja uppsprettu þessarar aðlöðunar. Ótta svipur

GertrudeSteinar fylgdi skammt á eftir.

“Og hunangsdögg,” býður Fröken Toklas, “þeir fullvissuðu okkur um að hafa

hunangsdögg.”

Þessi viðbót í fasta efniskrá Dömunnar minnar staðfesti, eftir vænti, að við höfðum rétt

liðið framhjá mikilvægu tímamóti í ferðalaginu. Ef ég ýti niður glugganum og sting

höfðinu út, veit ég að ég get bráðlega þefað sjóinn. Kirkjuklukkurnar í Le Havre, eins og

allar í hanfaborgum, útvarpa nærveru borgarinnar við vatnið með hverjum slætti sem þær

slá, gust af hafgolu, steinefnis lykt, langt fyrir utan vanaleg landamæri af þanniglöguðu.

Fröken Toklas hlýtur einngi að vita af þessu, því að í fyrsta sinn síðan við hófum

ferðalagið, hallar hún sér yfir og opnar gluggann næst sér ofurlítið. Ostrur, hugsa ég.

Raunverulega, hvað annað gæti ég hugsað meðan Fröken Toklas ítónar linnulaust? Ég

hef lengi þráð að ferðast með lestinni ásamt Dömunum mínum. Að deila fyrsta-flokks

klefa með þeim, leynileg ósk. Óskir, hef ég alltaf vitað, geta verið miskunnarlausar þegar

196

kemur að skilyrðum og uppfyllingum. Já, frá byrjun ferðalagsins, hefur mér ekkert dottið

í hug nema ostrur. Jafnvel áður en ég kunni orðið fyrir þær, vissi ég að ameríkanar, að

minnsta kosti þeim sem var boðið til Blómastrætis í kvöldverð, höfðu allir mikið dálæti á

ostrum. GertrudeStein var samt undartekningin. Á árunum sem við höfum verið saman,

hefur hún varla nokkurn tíma sýnt mikla ást eða matarlyst fyrir skelfisk, sérstaklega

hráum og hlaupkenndum.

“Og hunangsdögg,” minnir Fröken Toklas GertrudeStein um, einu sinni enn, ”þeir

fullvissuðu okkur um að hafa alltaf hunangsdögg.”

Nú, ÞAÐ undrast ég jafnvel meira á. Jafnvel þegar við erum í Bilignin, þar sem allar

tegundir af ávöxtum vaxa gróskumiklir í görðum sumarhúss Damanna minna, hef ég séð

GertrudeStein bægja frá sér vínviða-þroskuðum Charentais melónu, skorna í tvennt, með

appelsínu gulann magann beran og hnappana fulla af fræjum fyrir allan heiminn að sjá og

sérstaklega fyrir augu GertrudeSteins að líta á. Ég veit að Fröken Toklas skalf af

svolitlum hugaranga í hvert sinn sem þetta gerðist. Hún var garðyrkjumaðurinn, sá eini,

sem annaðist um fegurð uppskerunnar frá því hún blómstraði þar til hún sprakk út í hita

sumarsólarinnar.

Þegar lestin færir okkur nær sjónum, skil ég betur og betur óvanalega pörun

Dömunnar minnar af ostrum og melónum. Mig langar til að segja Lattimore frá því að

litsamleg útskýring hans sé ekki fullkomin, en eins og vanalega er ályktun mín of sein að

koma. Lattimore hafði yfirgefið mig, og sennilega París í enda febrúar. Lestin sem

Dömur mínar og ég ferðumst í er að reykja leið sína gegnum franska landsbyggð, lýst af

uppskeru ljósi októbers. Ég efast ekki um að hann hafi á réttu að standa. Ostrur og

hunangsdögg melónur hafa róandi áhrif á GertrudeStein. Fröken Toklas hefur hegðað sér

197

samkvæmt þeirri forsendu frá því að lestin fór frá Gare du Nord, og jafnvel núna, þegar

hún er að stoppa í LeHavre stöðinni. Fröken Toklas heldur að bara að heyra orðin sé nóg

til að róa Elskuna sína. Þegar kemur að áhrifunum á matreiðslumanninn, hefur Fröken

Toklas gert mig mjög saddann í fyrsta sinn. Hráar ostrur, hugsa ég, renna niður

kverkarnar á mér, og hunangsdögg, líkt og allar mjög þroskaðar melónur af öllum

tegundum, geta orðið að safa tjörnum í hita munnsins. Það er einmitt þessi vökvaleg

einkenni, álykta ég, sem mæla með þessum tveim réttum fyrir taugaspennta

GertrudeStein. Eitt veit ég um Dömuna mína, hún er ófær um að gera meira en eitt í

einu. Þessvegna er Fröken Toklas hér. Ef GertrudeStein er kvíðafull áður en hún hefur

fyrirlestra sína, þá er ekki hægt að búast við að hún hafi áhyggjur og tyggji matinn í senn.

Ef Fröken Toklas gæti það, gerði hún báðar þessar athafnir fyrir Elskuna sína. Af því hún

getur það ekki, hefur hún hugsað upp matseðil með fæðu í föstum efnum – viðurkennir

þar með aldrei ásigkomulag GertrudeSteinar, eða móðgar stolt hennar – og samt er hægt

að snæða báða réttina, án þeirrar hvimleiðu þarfar að tyggja. Fröken Toklas er vissulega

snillingur.

“Ostrur, Elskan, það verða alltaf til ostrur. Og hunangsdögg melónur, þeir fullvissuðu

mig um að eyga alltaf til hunangsdögg,” hvíslar Fröken Toklas í eyra GertrudeSteinar er

við stígum úr lestinni niður á pallinn í Le Havre.

“Ostrur” og “hunangsdögg” eru tvö orð á ensku sem ég kann nú ofurlega vel. Þegar

kemur af restinni af orðum Fröken Toklasar, ja, þau get ég ímyndað mér. En jafnvel ef

ég væri ekki vel að mér í svona færni, segir hegðun Damanna minna til sín. Ég hef, trúið

mér, heyrt þær endurtaka margt aftur og aftur við hvora aðra. Elskendur sem hafa búið

æfilangt saman hafa þann lúxus að þurfa aldrei að segja neitt nýtt. Dömur mínar eru líka

198

að nálgast þann aldur æfinnar þegar endurtekningar eru hugans leið til að geyma öll

smáatriði sem hann annars tapaði. Rödd Fröken Toklasar, þó, er mildari en ég hef

nokkurntíma heyrt hana, og andlitssvipur GertrudeSteinar, verri vegna rauðu

kóngulóanna í hvítu augnanna, gefur henni útlit líkt og krakka sem hefur verið yfirgefinn

í lestinni.

Fyrst hélt ég að Dömur mínar væru viti sínu fjær vegna þess að þær söknuðu Körfu

og Pépé. Klæddir sínu fínasta, þessi tveir voru óhugganlegir þegar húsverðinum var rétt

ólarnar þeirra. Fröken Toklas og GertrudeStein gáfu húsverðinum nógann pening til að

halda Hans Hátign og Sýndarmenninu troðfullum af lifri í minnsta kosti heilt ár. Fyrir

utan fatnaðinn sem þeir komu með, var til varasjóður fyrir auka ólar og nýjar vetrarkápur.

Vegna þess að bæði Karfa og Pépé eyga til að fitna á köldu vetrarmánuðunum, var engin

leið fyrir Dömurnar mínar að sjá fyrir endanlegri stærð þeirra á komandi mánuðum.

Húsverðinum var þessvegna treglega treyst fyrir smáatriðunum. Karfa þrýsti líkamanum

í tvíd pils GertrudeSteinar, skildi eftir krullur úr tjásulegum feldi sínum. Pépé festi

framloppurnar inn í flosið á nýja pelsi Fröken Toklasar, ýlfur hans var svo

örvæntingafullt að það var ofan sviðs mannlegrar hlustunar. Hinir hundarnir í nágrenninu

heyrðu þó í honum, og svöruðu í kór fullum af meðaumkvun og hvernig-getur-þú. Pépé

hafði alltaf hæfileika fyrir sjónleik. Aðferð Körfu var meira hreint og beint. Hann notaði

líkamsþyngd sína, það eina sem hann hafði á boðstólum, fyrir utan óráðalegt geltið, til að

halda Dömunni sinni við hliðina á sér.

“Verið þið bless, börnin mín, verið þið bless,” sögðu Fröken Toklas og

GertrudeStein, raddir þeirra samræmar í sorg, er leigubíllinn okkar ók í burt. Fröken

199

Toklas þurrkaði tárin úr augunum. GertrudeStein gat blikkað sín burt. Hversvegna tár,

Dömur mínar? Eru engir hundar til í Ameríku? hugsaði ég.

Fyrsta flokks aðbúnaður, hraðlest, og nú þessi fljótandi borg að látast vera skip, alla

leiðina heim, Dömur mínar. Og ef ljósmyndararnir hérna á þilfarinu eru nokkrar

vísibendingar, verða svo miklir leiftrar glampandi í Ameríku fyrir ykkur að það verður

aldrei myrkur á ströndum þessa lands þar sem þið fæddust.

Standandi á gler-umluktu þilfari SS Champlain skipsins, Fröken Toklas lítur

konungslega út eins og vanalega, tútaðar varir, rétt frá því að segja “burt!” GertrudeStein

virðist óvenjulega afslöppuð. Hún lítur út eins og hún hafi gjöf að gefa, nokkra sem hún

veit að verður dásamlegt að fá. Báðar Dömurnar mínar, en sérstaklega GertrudeSein,

lifna alltaf við þegar ljósmyndarar eru í kring. Nýr hópur af þeim, ásamt skipstjóranum

voru á þilfarinu að bíða eftir okkur, og í þetta sinn virðast GertrudeStein og Fröken

Toklas vera virkilega hissa á uppnáminu sem áræðanlega fylgir þeim all leið til Ameríku.

Ég hef rétt komið til baka á þilfarið eftir að fylgja hóp af burðarmönnum sem báru fjöldan

af koffortum og kössum Damanna minna inn í svítu stofu þeirra. Ég geng framhjá

ljósmyndurunum og stend við hlið Fröken Toklasar. Ég er að hugsa um vöndinn af

gulum rósum sem bíður þeirra í svítunni og hvað þessi blóm eru stærri en þau sem ég hef

nokkurntíma komið auga á í blómamarkaði Ile de la Cité. Fröken Toklas lítur yfir til mín

og myndar orðin, “hérna, taktu þetta” með munninum. Hún smýgur smá kassa af

saumadóti í jakkavasann minn. Daman mín bendir með nefinu á brúna flauelis-skreytta

skó GertrudeSteinar. Perlu hnappi liggur inn á milli þeirra og hallar sér að málma lykkju

sinni, líkt og leikfang að hvíla sig. Ólin á hægri skó GertrudeSteinar blaktar til og frá, í

sjöunda himni yfir að vera frjáls. Ólin flýgur sérstaklega hátt í hvert sinn sem

200

GertrudeStein tilfærir þyngd sína frá einum fæti til annars. GertrudeStein er að dansa

fjörugann dans, vegna þess að fætur hennar eru óvanar nýja leðrinu og auka stoppinu á

flauelis skreytingunni. Fröken Toklas tekur hendina úr vasa mínum og grípur í hendina á

mér, þá sem er næst henni. Hún þrýstir hana snögglega tvisvar sinnum. “Vertu svo

vænn, Bin, saumaðu hnappann á fyrir GertrudeStein. Við getum ekki haft ljósmyndir af

henni þegar hún lítur svona ósnyrtilega út!” er það sem Fröken Toklas vill segja með

fyrstu kreistingunni. Sú síðari, sem er til hamingju ekki eins blóð-stoppandi og sú fyrsta,

er minna eins og skipun og meira eins og bæn: “Vertu svo vænn, Bin, saumaðu

hnappann á fyrir GertrudeStein. Ég get ekki þolað að hafa ljósmyndir af MÉR að lúta

svona niður fyrir framan hana.”

Vissulega, Fröken, vissulega.

Ég tek saumakassann úr vasanum, og ég geri minn part til að GertrudeStein geti

ferðast í stíl. Ég veit að SS Champlain skipið er aðeins byrjunin fyrir Fröken mína og

Fröken. Þegar við komum um borð sá ég enga líkingu milli farþegaskipsins og Niobe.

Trúið mér, það er ekkert um svítu Damanna minna eða breiðstræta vídd þilfaranna sem

minnir mig á fyrri siglingar um höfin.

Fyrir mörgum árum, þegar Niobe var í höfn í Marseilles, var ég í þeirri hafnarborg í

nokkrar vikur, þar til ég minntist þess sem Báo hafði sagt mér: Auðveldara er að vera

auralaus á sjó en í landi. Ég skráði mig á annnað skip, af sömu gerð og Niobe, og ég fór

aftur að lifa með vatn undir fótunum, Ég stökk frá fraktskipi til fraktskips í næstu þrjú ár

og svaf í landi varla meira en rúmar fjörutíu nætur, ekki hvor á fætur annarri. Þegar ég

hugsa til baka, man ég ekki eftir að endurspeglun mánans, glampandi á saltvatns

yfirborðinu, væri dáleiðandi. Þegar ég leit niður í ljósahringinn vonaði ég alltaf að á

201

næsta skipinu, í næstu höfn, mundi ég finna Báo. Ég fann menn eins og hann, en ég sá

aldrei þann MyndarlegaBróðir aftur. Eitt kvöldið þegar ég var að skrúbba pottana með

öðrum elhús stráki, sem var frá Kínversku eyjunni Hainan, en talaði svolítið af vöruskipa-

og-versluna víetnamísku, minntist ég á að tunglið hefði breytt lagi sínu, að það væri

meira sporöskjulegt og langt, líkt og óþroskaður mangóávöxtur. Án þess að líta til mín,

sagði eldhús strákurinn, “þú þarft að skíta í landi aftur.” Þó ég hefði áður tekið á móti

glæsilegra orðaðri ráðleggingu, hélt ég að það væri eitthvað satt í því sem eldhús

strákurinn sagði. Hann virtists sjálfsöruggur, næstum ósjálfráður. Enn þann dag í dag

hrífst ég af svonalagaðri ótvíræðni. Svo þegar fraktskip okkar kom í Marseilles höfnina,

kvaddi ég Hanain eldhús strákinn, sem var reyndar þrjátíu og fimm ára gamall maður og

þriggja barna faðir, og ég fór í leit að vinnu í landi. París var eina franska borgin sem ég

hafði nokkurn tíma hugsað um, fyrir utan Marseilles og Avignon. Gegnum allskonar

leiðir sem jafnvel ég vil ekki muna eftir, fann ég leið mína til borgarinnar sem bílstjóri

yfirlandstjóra hafði gert líflega með sögum sínum, sígarettunni tifandi til og frá í

æsingunni yfir endursögnunum, glæðan á endanum í staðinn fyrir götuljósin meðfram

Champs-Élysées, leiðarljósið yfir Tour Eiffel. Þegar ég kom til Parísar, var ég tuttugu og

þriggja ára gamall, og matreiðsla var ennþá það eins sem ég kunni að gera. Ég fór að

leita að vinnu sem kokkur í vist, því ég vissi að það gæfi mér þetta tvennt sem ég

þarfnaðist hvort sem á landi eða sjó: vinnu og stað til að sofa um nætur. En líkt og á

fraktskipunum áður fyrr, er ég hrædur um að ég var ófær um að tolla lengi á þessum

svefnplássum. Herrarnir og Frúrnar voru almennt erfið umgangs, en hvor á sinn

dularfulla hátt. Lexíur lærðar á einu heimili voru ónothæfar í öðru. Vissulega öðlaðist ég

reynslu, en aldrei, aldrei þá réttu.

202

Eftir heilt ár af hörmulegum vinnustöðum, einum eftir öðrum, fór ég að hugsa um

vatnið aftur. Á hverjum degi og hvert kvöld, stóð ég þögull á bryggju meðan París

suðaði. Ég leit niður og sá hvernig endurspeglun mánans var minni í Seine ánni heldur

en það hafði verið út á sjó, en hvernig það var þó nógu örlátt. Ég mældi fjarlægðina niður

að vatninu, fann líkama minn dofinn af kulda, hugsaði um hvernig allar ár heimsins vilja

flæða út til hafsins. Ég greip í handriðið. Járnið kældi fingurnar á mér, hver um sig

skorinn af logalausum eldi. Bláir neistar og silfur þræðir loðuðu við fingurgómana,

möruðu yfirborð þeirra, neyddu þá til að hælast ekki. Ég var í hönskunum mínum þegar

ég fór í viðtöl við nýja Frú eða Herra. Það var allt í lagi núna, því enn var kalt úti, en

hvað átti ég að gera við hanska klædda hendurnar þegar hitastigið byrjaði að hækka?

Augabrýr og tortryggni færu áræðanlega að rísa, hugsaði ég. Svo kom dagurinn, áður en

árstíðin hafði haft tækifæri til að breytast, þegar ég stóð á bryggjunni og ég hitti mann.

Ég ætla mér ekki að blekkja. Ekki allir vinskapar mínir mynduðust svona auðveldlega.

Landi, þó, landi í París var ekkert sérstaklega sjaldgæfur þá eða nú, en hann kom mér

dálítið á óvart. Ímyndaðu þér það líkt og að bíta í kinnina á döðluplóma ávexti þegar

markaðir borgarinnar bjóða aðeins upp á perur. Allann daginn, á meðan við snæðum

matinn, á meðan við kveðjumst ástúðlega, lýst að ofan af margfelldum ljósastaurum í

garði gerður persónulegur af misti sem þykknar í þoku, ákvað ég að vera kyrr. Maðurinn

á bryggjunni var að fara burt þetta kvöld, og ég af öllum mönnum, ákvað að vera áfram.

Mig langaði til að sjá hann aftur. En maðurinn á bryggjunni sagði mér ekki hvert hann

væri að ferðast, og heimurinn var of stór fyrir mig að leita að honum, hugsaði ég. Eini

staðurinn sem við deildum saman var þessi borg. Víetnam, landið sem við kölluðum

heima, var nú þegar minning fyrir mig. Ég vildi hafa það þannig. “Minning” var fyrir

203

mig, ein önnur leið til að segja “saga.” “Saga” var önnur leið til að segja “gjöf.”

Maðurinn á bryggjunni var minning, hann var saga, hann var gjöf. París gaf mér hann.

Og í París verð ég áfram, ákvað ég. Aðeins í þessari borg, hugsaði ég, get ég séð hann

aftur. Fyrir ferðamann er stundum nauðsynlegt að gera heiminn smáann af ásettu ráði.

Það er eina leiðin til að hætta að flytjast búferlum og finna nýjann samastað. Eftir að

maðurinn á bryggjunni hvarf burt, hélt París loforði í sér. Hún var borg þar sem eitthvað

líkt ást hafði gerst, og hún var borg þar sem það gæti skeð aftur. Þrem árum seinna, á

garðarbekk undir kastaníu trjám, sá ég vinnuauglýsinguna sem Fröken Toklas hafði sett í

blaðið. Hún byrjaði: “Tvær amerískar konur óska....”

Í endanum, eins og í byrjuninni eru nákvæmar tilsagnir til að sjá húsvörðinn. Meðan

flautandi horn borgarinnar tilkynna íbúum Le Havres að ferðalag sé að hefjast, segir

Fröken Toklas mér að skilja nafn mitt og framsendinga adressu eftir hjá húsverðinum,

svo að þegar hún og GertrudeStein komi aftur heim til Blómastrætis 27 til að ná í Körfu

og Pépé, geta þær sent eftir mér ef þær þarfnast mín.

Auðvitað, Fröken, auðvitað.

Eftir nokkrar mínútur er ég aftur kominn á bryggjuna, stend í hóp af veifandi

velunnörum að bjóða þeim um borð SS Champlain “góða ferð.” Fyrir GertrudeStein og

Fröken Toklas teygji ég út almennu kenndina og bæti við orðinu “heim.”

Trúlega var ég aldrei svona einfaldur eins og Karfa og Pépé. Ég vissi strax að ég,

eins og þessir tveir hundar, liti aldrei augum á Ameríku. Það er að segja, ekki með

GertrudeStein og Fröken Toklas. Ég ber enga fyrtni gegn Dömunum mínum. Hótel

matseðlarnir hljómuðu eins og matreiðslu þarfir Damanna yrðu vel hugsað um á næstu

204

mánuðum. Svo að þegar Frökenin og Frökenin báðu mig um að koma með þeim til Le

Havre, hikaði ég ekki við að segja já. Af öllum koffortunuum í röð upp með veggjunum

á vinnustofunni, vissi ég að GertrudeStein og Fröken Toklas þyrftu á auka augum að

halda til að tryggja að fyrsti kafli ferðar þeirra gengi vel, að ekkert mikilvægt yrði skilið

eftir. Í skipti fyrir það, spurði Fröken Toklas mig hvort ég vildi miða báðar leiðir til baka

til Parísar eða peninga til að kaupa miða eina leið á einhvern annann stað. Enn einu sinni

hikaði ég ekki við að svara. “Peningana, vertu svo væn.” Ekki vissi ég hvert ég vildi fara

eftir Le Havre, svo að það að biðja um peninga í staðinn fyrir miða var mín leið til að

taka alls enga ákvörðun.

Vikurnar áður en Dömur mínar fóru burt, verð ég að viðurkenna að ég sníktist út frá

Blómastræti 27 til að fá mér nokkra miðnættis, miðviku drykki. Þegar ég er í París þjáist

ég af sjálfsblekkingunni um að drykkir hjálpi mér til að hugsa. Þeir gera það ekki. Því

miður mundi ég ekki eftir því þar til ég varð auralaus. Annað sumar í Bilignin hafði

byggt upp þolgæði mitt fyrir alkohóli, þolgæði sem takmörkuð fjárhagsáætlun mín gat

ekki haldið upp í París, Borg Ljósanna, og ég vil bæta við, Borg Mjög Dýrra Drykkja.

Síðastliðið sumar, það sjötta fyrir Dömurnar mínar og það fimmta fyrir mig í Bilignin,

höfðu bændurnir verið enn örlátari við mig en nokkru sinni áður. Þegar ég kom úr

lestinni, var ég klæddur hvítu og hattlaus, og þeir, á sinn hátt, skildu að það þýddi að ég

væri að syrgja. Ég þurfti ekki að orða það að móðir mín hefði dáið meðan fyrsti máni

ársins skein. Þegar það varð augljóst bændunum í Bilignin, eftir fyrstu tvær vikurnar, að

ferðafötin mín yrði fatnaður minn allt sumarið, undruðust þeir upphátt um hvort ég væri

einnig að syrgja tapaðann elskhuga. Þegar ég spurði þá hversvegna þeir sögðu

svonalagað, fullyrtu þeir að hafa séð menn hvítna fyrir hærum af ástarsorg, svo því ekki

205

það sama fyrir fatnaðinn? Ég þurfti ekki að orða það fyrir þá að Lattimore hafði farið

burt, að óvanalega mildur dagur í febrúar hafði komið og tekið hann burt, skilið ekkert

eftir í risaíbúð hans nema gluggana opna upp á gátt, ennþá blauta veggi, og volga Búdda

maga eldavél sem ég, í andataki af löngun, kraup niður til að faðma. En látið mig ekki

gleyma mergjaða þakklætismiðanum. Lattimore, maður mjög vel uppalin, vildi láta mig

vita að hann væri þakklátur öllu því sem ég hafði gefið honum í skipti fyrir það sem

reyndist vera hálf-borguð ljósmynd af ánægðum viðskiptavini og mér.

Verði þér að góðu, Lattimore, eða á ég að kalla þig “Herra”? Ef þig langar að vita, ef

þú tapar nokkurntíma mínútu af svefni þegar þú lokar augunum og þú sérð silfur leiftur af

samviskubiti við hálsinn á þér, vertu viss um að Dömurnar mínar hafa ekki tekið eftir tapi

sínu. Í langri reynslu minni við brotna diska, hnífapör sett á rangan stað, og þannig

ófyrirséðar flutningar af persónulegum eigum, ef Herrann og Frúin taka ekki eftir því sem

hefur horfið í fyrstu vikunni, þá er ólíklegt að þau geri það nokkurn tíma. Eða, ef þau

taka eftir því, er ég vanalega ekki lengur að vinna fyrir þau og ekki lengur launaður

viðtakandi af fínum hráki ofsareiðar þeirra. Orð eru orð, segji ég sjálfum mér.

Handrituð, vélrituð, GertrudeStein skrifaði þau öll, og eins og þú tækir til orða, hvað sem

GertrudeStein skrifar er upprunalegt. Fröken Toklas, fullvissa ég sjálfum mér, hlýtur líka

að hafa sín vanalegu þrjú vélrituð afrit af “Bókinni af Salti.” Nú veit ég hvað þessi orð

þýða, Lattimore. Ég endurskifaði þau frá þökk-fyrir-en-þökk-fyrir-ekki snepli þínum á

hreint blað og gaf húsverðinum það. Þó húsverðinum þætti ekkert vænt um Dömurnar

mínar, dreymdi honum um Ameríku og hann var að læra ensku til að búa sig undir daginn

þegar draumar hans rættust. Þar til sá dagur rynni upp, ætlaði hann að æfa sig á enskunni

með Körfu og Pépé. Hann þýddi orðin á frönsku fyrir mig, og spurði síðan hvort það

206

væri títill á matreiðslubók. “Nei,” svaraði ég, “bók um matreiðslumann.” Húsvörðurinn

virtist samt mjög hrifinn.

Salt, hugsaði ég. GertrudeStein, hvaða gerð? Eldhúss, svita, tára, eða hafsins.

Fröken, salt er ekki allt eins. Stingur þess, sviði, sterkleiki, greinarmunurinn er fínn.

Veistu, GertrudeStein, hvort ég hef bragðað með tungunni? Saga er gjöf, Fröken, og

verði þér að góðu.

GertrudeStein, sallaróleg, óbeygð, óiðrandi, starir á mig og brosir. Þessi ljósmynd af

henni og Fröken Toklas, önnur af tveim sem ég hef frá þessum degi, var tekin á þilfari SS

Champlain skipsins. Myndin er fullkomlega lík Dömunni minni. Ég er þarna með bakið

að myndavélinni. Ég krýp ekki fyrir framan fætur GertrudeSteinar. Ég er að sauma

hnappann aftur á hægri skóinn hennar. Hnappurinn hafði losnast í æsingnum við að

komast um borð skipsins. Þegar ég sá þessa mynd prentaða í blaðinu, ásamt

ljósmyndinni af Gare du Nord, klippti ég þær báðar út, og ég hef geymt þær allan tímann

síðan. Dömur mínar eiga líka þessar myndir, vandlega pressaðar í græna leður mynda

albúmið, núna áreiðanlega búlgandi út af aðeins opinberum fjölskyldu ljósmyndum.

Uppáhalds myndin mín er af þeim við lestarstöðina. GertrudeStein og Fröken Toklas að

tylla sér á bekkinnn fyrir framan mig. Dömurnar mínar eru að sitja fyrir smá hóp af

ljósmyndurum sem hafa safnast saman í þessu tilefni. GertrudeStein lítur næstum

stelpulega út. Fellingar brossins leggjast inn í ríflegar kinnarnar. Fröken Toklas virðist

glöð, en eins og vanalega, svolítið pirruð, ostra með sand í vörunum, kona í magabelti

sem skerst inn í mjöðmina. Við erum að bíða í Gare du Nord umkringd hljóðum

lestranna – komur þeirra fagnandi glymur, brottför þeirra líkt og jarðafarasálmur, eydd

sorg og síðustu mínútna tilfinningar hespaðar undir hraðaaukandi hjólunum. Augun á

207

mér eru lokuð vegna þess að það að hugsa, fyrir mig, er stundum auðveldara í rökkri. Ég

sé þarna vötnin fyrir utan Le Havre. Ég sé þarna hvernig líkaminn er svo móttækilegur

fyrir ljósinu í fyllingu októbers mánans. Ég finn þarna líkama minn að slappast í þessu

milda ljósi. “Hvað heldur þér hér?” heyri ég rödd spyrja. Spurning þín, aðeins löngun

þín til að vita svar mitt, heldur mér, er svar mitt. Í rökkringu sé ég þig brosa. Ég lít

ósjálfráðlega upp, eins og einhver hafi kallað á mig.

208