46
1 Yfirlitsskýrsla sendiráðs Íslands í Brussel Janúar til júní 2006

Yfirlitsskýrsla sendiráðs Íslands í Brussel · næst kemur kafli um Þróunarsjóð EFTA, svo kafli um utanríkis- og öryggismál, en síðan fylgja kaflar um einstök málefnasvið

  • Upload
    others

  • View
    8

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

  • 1

    Yfirlitsskýrsla

    sendiráðs Íslands

    í Brussel

    Janúar til júní 2006

  • 2

    EFNISYFIRLIT EFNISYFIRLIT......................................................................................................2 INNGANGUR........................................................................................................4 YFIRLIT ................................................................................................................4

    STJÓRNARSKRÁRSÁTTMÁLI ESB.......................................................................................... 5 STÆKKUN ESB.......................................................................................................................... 5 ÞJÓNUSTUTILSKIPUNIN........................................................................................................... 6 EES SAMNINGURINN................................................................................................................ 6

    UTANRÍKIS- OG ÖRYGGISMÁL..........................................................................7 A. Hernaðarleg verkefni .............................................................................................................. 8 B. Borgaraleg verkefni................................................................................................................. 8

    STÆKKUN EES OG ÞRÓUNARSJÓÐUR EFTA ...............................................11 ÞRÓUNARSJÓÐUR EFTA ...................................................................................................... 11

    DÓMS- OG INNANRÍKISMÁL ............................................................................12 SCHENGENSAMNINGURINN OG TENGD MÁL..................................................................... 12

    1. Almennt ................................................................................................................................................................. 12 2. Schengen úttekt .................................................................................................................................................... 12 4. Vinna á vegum framkvæmdastjórnarinnar ............................................................................................................ 14

    EES-SAMNINGURINN.............................................................................................................. 16 1. Frjáls för launafólks............................................................................................................................................... 16 2. Persónuvernd........................................................................................................................................................ 16

    ANNAÐ...................................................................................................................................... 16 FÉLAGS-, ATVINNU- OG SVEITARSTJÓRNARMÁL ........................................17

    FÉLAGSMÁL............................................................................................................................. 17 Ný áætlun á sviði félagsmála, vinnumála og jafnréttismála ...................................................................................... 17 Ár jafnra tækifæra 2007 ............................................................................................................................................ 17 Félagsleg þjónusta í almannaþágu ........................................................................................................................... 18

    JAFNRÉTTISMÁL ..................................................................................................................... 18 Ný jafnréttistilskipun ESB .......................................................................................................................................... 18 Jafnréttisstofnun Evrópusambandsins ...................................................................................................................... 18 Vegvísir í jafnréttismálum.......................................................................................................................................... 19 Tilskipun um jafnræði kynja í þjónustuviðskiptum ..................................................................................................... 19

    VINNUMÁL................................................................................................................................ 19 Árið í ár er tileinkað frjálsri för launþega ................................................................................................................... 19

    Leiðbeinandi reglur um útsenda starfsmenn............................................................................. 20 Grænbók í undirbúningi um vinnulöggjöf .................................................................................. 20

    HEILBRIGÐISMÁL OG ALMANNATRYGGINGAR.............................................21 HEILBRIGÐISMÁL .................................................................................................................... 21

    Heilbrigðisáætlun ESB .............................................................................................................................................. 21 Embættismannanefnd um heilbrigðisþjónustu .......................................................................................................... 21 Tillaga að þjónustutilskipun ESB............................................................................................................................... 22 Sameiginleg viðmið um heilbrigðisþjónstu ................................................................................................................ 22

    LYFJAMÁL ................................................................................................................................ 23 Ný lyfjalöggjöf............................................................................................................................................................ 23 Tilskipun um vefi og frumur ....................................................................................................................................... 23 Skýrsla um framkvæmd blóðtilskipunar .................................................................................................................... 23 Samstaða um reglur varðandi lyf ætluð börnum ....................................................................................................... 23 Nýr samráðsvettvangur – Pharmaceutical forum ...................................................................................................... 24

    ALMANNATRYGGINGAR......................................................................................................... 24 Endurgerð reglugerðar um almannatryggingar ......................................................................................................... 24 Rýmkun á reglugerð um almannatryggingar 1408/71/EB til borgara þriðju ríkja ...................................................... 24

    FJÁRMÁL ...........................................................................................................25 HELSTU GERÐIR SEM ERU TIL UMFJÖLLUNAR.................................................................. 25

    1. Tilkynningar um vöruflutninga til og frá ESB, 24-tíma reglan................................................................................ 25 2. Alþjóðlegir reikningsskilastaðlar og endurskoðunarstaðlar ................................................................................... 26 3. Heildarlöggjöf um opinber innkaup ....................................................................................................................... 26 4. Reglur um starfstengdan lífeyri ............................................................................................................................. 27

  • 3

    Í FRAMHALDI AF DÓMSMÁLI HJÁ EFTA-DÓMSTÓLNUM ................................................... 28 Flugvallaskattar ......................................................................................................................................................... 28

    ANNAÐ...................................................................................................................................... 28 Fjarvirk gagnasamskipti milli stjórnsýslustofnana í bandalaginu (IDA) ..................................................................... 28

    LANDBÚNAÐARMÁL .........................................................................................29 HELSTU GERÐIR SEM ERU TIL UMFJÖLLUNAR.................................................................. 29

    Tilskipanir um heilbrigði landbúnaðarafurða ............................................................................................................. 29 Riðusjúkdómar – Transmissible Spongiform Enchephalopathy – (TSE) .................................................................. 30 Nýjar heilbrigðisreglur koma til framkvæmda – Matvælaöryggisstofnunin................................................................ 31 Tilsk. 1774/2002 um aukaafurðir búfjár..................................................................................................................... 32 Heilbrigði dýra – ADNS ............................................................................................................................................. 32

    FUGLAFLENSA (AVIAN FLU) .................................................................................................. 33 SJÚKDÓMASMIT FRÁ MATVÆLUM ....................................................................................... 33 TVÍHLIÐA SAMNINGUR UM LANDBÚNAÐARAFURIRÐ - ENDURSKOÐN........................... 34

    IÐNAÐAR- OG VIÐSKIPTAMÁL.........................................................................35 HELSTU GERÐIR SEM ERU TIL UMFJÖLLUNAR.................................................................. 35 VERÐBRÉFAMARKAÐUR........................................................................................................ 35

    Verðbréfamarkaðstilskipun - MiFID........................................................................................................................... 35 Reglur um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka .............................................................................................. 36

    NEYTENDAMÁL ....................................................................................................................... 36 Reglur um óréttmæta viðskiptahætti ......................................................................................................................... 36 Samvinna stjórnvalda á sviði neytendamála ............................................................................................................. 37

    GERÐIR SEM VÆNTANLEGA VERÐA TEKIN UPP Í EES SAMNINGINN Á NÆSTUNNI.... 37 MENNTA-, MENNINGAR- OG ÆSKULÝÐSMÁL ...............................................38

    MENNTAMÁL............................................................................................................................ 38 ÆSKULÝÐSMÁL....................................................................................................................... 38 MENNING OG LISTIR............................................................................................................... 39 FJÖLMIÐLAR............................................................................................................................ 39 MEDIA 2007 ÁÆTLUNIN.......................................................................................................... 40

    RANNSÓKNARSAMSTARF ...............................................................................40 LISSABONFERLIÐ.................................................................................................................... 40 UNDIRBÚNINGUR 7. RAMMAÁÆTLUNARINNAR ................................................................. 40

    SAMGÖNGU- OG FJARSKIPTAMÁL.................................................................43 Open Skies................................................................................................................................ 43 Samningur um Samevrópskt flugsvæði .................................................................................... 43 Sameiginlegt evrópskt loftrými – Single European Sky ............................................................ 44 Endurskoðun þriðja ríkis pakkans í flugi.................................................................................... 44 Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugvélum.............................................................................. 44 Endurskoðun stefnu í siglingamálum (Maritime Policy) ............................................................ 45 Endurskoðun fjarskiptapakkans ................................................................................................ 45 Endurskoðun samgöngustefnu Evrópusambandsins................................................................ 46 Helstu áherslumál formennskuríkjanna 2006............................................................................ 46

  • 4

    INNGANGUR Meginhlutverk sendiráðsins er að taka þátt í rekstri EES- og Schengen samninganna, rækja samskiptin við Evrópusambandið (ESB) og aðildarlönd þess, gæta hagsmuna Íslands og reka erindi landsins á þessum vettvangi. Þetta verkefni spannar í raun í meira eða minna mæli öll svið stjórnsýslu og stjórnmála á Íslandi. Í samræmi við það eru hin ýmsu fagráðuneyti á Íslandi með fulltrúa í sendiráði Íslands gagnvart ESB. Eftirfarandi skýrsla ber þessa einkenni. Í þessum inngangi er gerð grein fyrir skipan skýrslunnar, mönnun sendiráðsins og helstu heimsóknum. Þar á eftir er yfirlitskafli, þar sem drepið er á mál sem efst eru á baugi. Þar næst kemur kafli um Þróunarsjóð EFTA, svo kafli um utanríkis- og öryggismál, en síðan fylgja kaflar um einstök málefnasvið og er þá fylgt ráðuneytaskiptingu á Íslandi. Í þeim er gerð nánari grein fyrir því sem til umfjöllunar er innan sviða hinna ýmsu ráðuneyta. Nokkur mál falla undir fleiri en eitt ráðuneyti og má þá eftir atvikum finna greinargerðir þar um á fleiri en einum stað. Þessir kaflar skýrslunnar eru teknir saman af fulltrúum viðkomandi ráðuneyta í sendiráðinu. Á tímabilinu var tekið á móti ýmsum hópum gesta sem gjarnan koma úr ýmsum áttum svo sem úr skólum og á vegum félagasamtaka. Er þetta orðinn reglulegur liður í starfsemi sendiráðsins. Af heimsóknum er helst að nefna heimsókn nema frá Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands. Þá tók sendiherra á móti íslenskum þingmönnum EFTA-þingmannanefndarinnar. Breytingar urðu á starfsliði fastanefndarinnar á samgöngusviði er Jakob Falur Garðarsson hvarf til annarra starfa í byrjun apríl mánaðar. Í stað hans kom Sigurbergur Björnsson skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu til starfa til Brussels í júní. Jafnframt tók Ive Leonidas við starfi ritara í barnsburðarleyfi Karenar Goaverts.

    YFIRLIT Fyrri hluta ársins 2006 sat Austurríki í stól formennsku ESB og verður ekki annað sagt en formennska þeirra hafi gengið snurðulaust fyrir sig. Má e.t.v. segja að ekkert eitt tiltekið mál standi upp úr sem árangur formennskutíðarinnar nema ef vera skyldi pólitískt samkomulag sem náðist um þjónustutilskipunina svo sem vikið er að í skýrslunni. Að öðru leyti má nefna neðangreind atriði sem borið hafa hátt fyrri hluta ársins og settu mark sitt á austurrísku formennskuna.

  • 5

    STJÓRNARSKRÁRSÁTTMÁLI ESB

    Í síðustu skýrslu var vakin athygli á að um nokkurt skeið hefur verið undirliggjandi ólga innan ESB vegna örlaga stjórnarskrársáttmálans. Hefur verið tekist nokkuð á um hvert skyldi halda í þeim efnum. Austurríska formennskan leiddi á fyrri hluta ársins umræðuna og lagði fram á fundi leiðtoga ESB í júní tillögur sem ætlað er að móta hana næstu mánuði undir formennsku Finna og síðar Þjóðverja á fyrri hluta næsta árs. Á tímabilinu hafa aðildarríkin ásamt formennsku ESB og framkvæmdastjórninni skipulagt ýmsa fundi og ráðstefnur í því skyni að leitast við að styrkja ímynd ESB í augum íbúa þess. Það er talin ein af forsendum þess að unnt verði að þróa frekar sáttmála ESB í því skyni að ná fram nauðsynlegum breytingum á uppbyggingu þess vegna fjölgunar aðildarríkja. Á sama tíma hefur framkvæmdastjórnin lagt fram tillögur er stefna að því að styrkja upplýsingamiðlun með það að markmiði að auka trúverðugleika ESB í huga almennings (kjósenda). Varðandi framhaldið er reiknað með að Þjóðverjar muni í sinni formennskutíð leitast við að koma umræðunni enn frekar af stað milli þjóðarleiðtogana í því skyni að marka leið fram á við. Hendur þeirra munu hins vegar án efa verða að einhverju leyti bundnar af kosningaskjálfta í Frakklandi og fleiri ríkjum. Almennt er talið að ná þurfi samkomulagi um framgang í síðasta lagi á árinu 2008.

    STÆKKUN ESB

    Í síðustu yfirlitsskýrslu var sagt fá því að stefnt er að því að aðildarsamningar Búlgaríu og Rúmeníu komi til framkvæmda í byrjun árs 2007 en gert er ráð fyrir því að gildistöku megi fresta til byrjunar árs 2008. Búist hafði verið við ákvörðun af eða á, á fyrri hluta ársins en kosið var að fresta slíku til hausts en þá mun framkvæmdastjórnin birta mat sitt á hvernig nauðsynlegum úrbótum á tilteknum sviðum hefur undið fram. Almennt er þó reiknað með að ákvörðun um byrjun árs 2007 muni standa, en óvissa ríkir enn um hvort Búlgaría og Rúmenía þurfi e.t.v. fyrsta kastið að sætta sig við að aðildarríki ESB beiti öryggisráðstöfunum gegn þeim á afmörkuðum sviðum innri markaðarins eða á sviði dóms- og innanríkismála, en heimild til slíks er að finna í aðildarsamningum ríkjanna. Of langt mál er að rekja áratugalangan aðdraganda að þeim stað í viðræðum við ESB sem Tyrkland er nú komið á í viðleitni sinni að fá aðild að ESB. Eitt af skilyrðum ESB fyrir því að hefja viðræður við Tyrki um aðild að ESB var að Tyrkir myndu staðfesta útvíkkun á tollabandalagi ESB og Tyrklands til allra 10 nýju aðildarríkja ESB, þ.m.t. Kýpur. Á þetta féllust Tyrkir og hófust aðildarviðræður nýverið. Hins vegar hefur ekkert borið á efndum þessa og er málið þessa stundina fast í tyrkneska þinginu. Meðan á þessu stendur er enn í gildi tyrkneskt bann við flutningum í lofti og á sjó milli gríska hluta Kýpur og Tyrklands sem er í andstöðu við samninginn um tollabandalagið. Er nú ljóst að verulegrar óþreyju gætir innan ESB og stutt í að Tyrkir muni verða látnir finna fyrir þessari afstöðu sinni. Olli Rehn, framkvæmdastjóri stækkunarmála hefur nýverið talað skýrt um að þetta sé óásættanlegt og muni hafa afleiðingar ef ekki verði bætt úr af hálfu Tyrkja.

  • 6

    Þannig er, að rammi viðræðna um aðild Tyrkja að ESB er með nokkrum öðrum hætti en verið hefur við fyrri stækkunarviðræður. Skipulagið er sem fyrr þannig að viðræðum er skipt í 35 efniskafla sem teknir eru fyrir á grundvelli sérstaks umboðs aðildarríkjanna fyrir hvern og einn. Það sem er nýtt, er að upphaf viðræðna um hvern kafla þarfnast einróma samþykkis allra aðildarríkja ESB og hið sama gildir um lok þeirra. Þetta þýðir einfaldlega að ef kaflarnir eru 35 þá eru 70 tækifæri til að beita neitunarvaldi. Er talið að miðað við núverandi aðstæður styttist mjög í að Kýpur muni spyrna við og setja frekari viðræðum stólinn fyrir dyrnar. Virðist sem framkvæmdastjórn ESB sé mjög sama sinnis enda ekki hægt að horfa framhjá broti Tyrkja gegn Kýpur.. Á sama tíma er sterk viðleitni af hálfu Bandaríkjanna að leysa málið þar sem m.a. er leitast við að opna á sama tíma fyrir viðskipti frá ESB inn til tyrkneska hluta Kýpur sem er ekki viðurkennt sem sjálfstætt ríki nema af hálfu Tyrkja. Utanríkismálanefnd Evrópuþingsins hefur samþykkt drög að skýrslu sem styður aðild Tyrklands að ESB en gagnrýnir mjög hvernig Tyrkir halda á málum að því er varðar aðlögun að reglum ESB á ýmsum sviðum. Gagnrýnir hún þá sérstaklega fyrir að hafa ekki uppfyllt skyldur sínar innan tollabandalagsins. Virðist nokkuð ljóst að aðildarrviðræður við Tyrki muni verða einhverjar þær erfiðustu sem ESB hefur átt í vegna stöðu Tyrklands og afstöðu einstakra aðildarríkja til þeirra. Ekki síst mun verða erfitt að koma í veg fyrir að tækifæri til neitunarvalds verði ekki notuð óspart.

    ÞJÓNUSTUTILSKIPUNIN

    Áður hefur verið fjallað ítarlega um þessa tilskipun í yfirlitsskýrslum sendiráðsins. Eins og fram hefur komið var tillagan um hana mjög umdeild. Í formennsku Austurríkismanna á fyrri hluta ársins var öturlega unnið að því að finna málamiðlanir og náðist að lokum samstaða sem byggir á málamiðlunum innan Evrópuþingsins. Felast þær í því að færri þjónustusvið falla undir hana en miðað var við í upphafi, auk þess sem gert er ráð fyrir að þjónustuveitandi þurfi að uppfylla skilyrði og reglur sem gilda í því ríki sem þjónusta er veitt. Gert er ráð fyrir að tillagan verði samþykkt undir lok ársins í þessu formi.

    EES SAMNINGURINN

    Tuttugasti og fimmti fundur EES ráðsins var haldinn 12. júní í Luxemborg. Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri, sat fundinn af hálfu Íslands. Undir liðnum pólitísk samráð var m.a. fjallað um málefni Balkanskaga, Miðausturlanda og Darfur. Að því búnu hófst hinn eiginlegi EES ráðsfundur þar sem fjallað var um framkvæmd EES samningsins og voru aðilar sammála um að rekstur hans gengi vel. Á tímabilinu janúar til júní tók Sameiginlega EES-nefndin 73 ákvarðanir og felldu 160 gerðir inn í EES samninginn. Að venju var mikill meirihluti þessara ákvarðana tæknilegar breytingar á reglum á sviði matvælamála. Af vettvangi EES bar að öðru leyti hæst á tímabilinu áframhaldandi skoðun á þátttöku Íslands í Matvælastofnun Evrópu sem leitt hefur til gagngerrar endurskoðunar á tengslum

  • 7

    Íslands við reglur ESB á sviði dýraheilbrigðis, en samningaviðræður um þetta standa enn yfir við ESB. Að lokum er rétt að nefna að þegar nýtt fjárhagstímabil ESB frá 2007 til 2013 gengur í gildi verður nauðsynlegt að endurnýja ýmsar áætlanir sem ESB stendur fyrir. Ísland tekur þátt í mörgum þeirra á grunni EES samningsins og hefur verið fylgst grannt með framgangi þessa innan ESB. Gert er ráð fyrir að nauðsynlegar ákvarðanir verði teknar í sameiginlegu EES nefndinni um eða upp úr áramótum þannig að Ísland haldi áfram þátttöku í þessum áætlunum. Um mikla hagsmuni er að ræða einkum og sér í lagi vegna samstarfstækifæra á sviði rannsókna- og þróunar.

    UTANRÍKIS- OG ÖRYGGISMÁL Hlutverk ESB á sviði friðargæslu, eða hættuástandsstjórnun eins og það heitir innan ESB, hefur farið verulega vaxandi undanfarin ár. Þessi þróun er í samræmi við þau markmið sem aðildarríki sambandsins hafa sett sér um að efla og styrkja ásýnd ESB á alþjóðavettvangi. Einn þáttur þessa er sívaxandi hlutverk ESB í friðargæsluverkefnum vítt og breytt um heiminn, oft fyrir tilstuðlan eða í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar eða eftir atvikum NATO. Ísland hefur tekið þátt í þremur verkefnum ESB á Balkanskaga. Grunnur fyrir þátttöku ESB í verkefnum sem hér um ræðir byggðist í upphafi á breytingum á sáttmálum ESB í þá átt að efla ESB á sviði öryggis- og varnarmála. Hefur ESB skilgreint það sem eina stoð í utanríkis- og öryggismálastefnu sinni að byggja markvisst upp og samræma hernaðarlega, diplómatíska og pólitíska getu til að bregðast við og koma í veg fyrir alþjóðlegt hættuástand. Hefur þetta leitt til nánara samstarfs aðildarríkjanna undir merkjum ESB á sviði öryggis- og varnarmála, þ.m.t. með aukinni þátttöku aðildarríkjanna í friðargæsluverkefnum. Verkefni þau sem ESB tekur að sér á grunni sáttmála þess eru bæði borgaraleg og hernaðarleg hættuástandsverkefni. Í því skyni að sinna verkefnum á sviði hernaðarlegrar hættuástandsstjórnunar hefur ESB sett saman 60 þúsund manna herlið sem hægt er að kalla út með 50 til 60 daga fyrirvara. Á sama tíma hefur verið komið á fót sambærilegum borgaralegum liðsafla sem kalla má til með skömmum fyrirvara í því skyni að sinna borgaralegri hættuástandsstjórnun. ESB hefur í framkvæmd einkum lagt áherslu á borgaraleg verkefni og mikill meirihluti verkefna ESB er í þeim flokki. ESB hefur stundum boðið ríkjum utan sambandsins að taka þátt í verkefnum sem sambandið hefur tekið að sér, einkum og sér í lagi stærri verkefnum sem krefjast verulegs mannafla og búnaðar. Er um að ræða þau ríki sem hafa verið aukaaðilar að Vesturevrópusambandinu (VES), Noregur, Ísland og Tyrkland. Einnig hefur Sviss leikið stórt hlutverk í ýmsum verkefnum ESB. Að sama skapi taka þau ríki sem sótt hafa um aðild að ESB þátt í verkefnum sambandsins auk Bandaríkjanna, Kanada, Rússlands o.fl.

  • 8

    Ísland hefur á þessum grunni tekið þátt í tveimur verkefnum ESB: lögregluaðgerðum í Bosníu-Hersegóvínu og friðargæsluverkefni í Makedóníu. Þau verkefni sem ESB hefur skipulagt eru eftirfarandi.

    A. Hernaðarleg verkefni

    1. EUFOR-ALTHEA-Bosnía Hersegóvína Verkefnið hófst árið 2004 þegar ákveðið var að ESB tæki við friðargæsluhlutverki sem NATO hafði gegnt undir nafninu SFOR. Í upphafi var um að ræða 7.000 manna lið sem falið var að framfylgja svokölluðu Dayton samkomulagi um frið á svæðinu. Í lok árs 2005 voru alls 6.200 í liðinu. Verkefnið er rekið á grunni “Berlín plús” og reiðir sig því á styrk og búnað NATO. Auk 22 aðildarríkja ESB taka 11 ríki utan ESB þátt í verkefninu. Það er rekið í nánu samstarfi við EUPM (sjá að neðan). Íslandi var boðin þátttaka en hefur ekki nýtt sér boðið. 2. EUFOR RD Kongó Um er að ræða hernaðarverkefni sem ESB tók að sér til að styðja við verkefni Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í tengslum við kosningar í Kongó, að ósk SÞ. Markmið þess er að tryggja öryggi á svæðinu meðan kosningar standa yfir. Um er að ræða sjálfstætt verkefni ESB þar sem ekki er leitað eftir stuðningi NATO, en heimilt er að bjóða ríkjum utan ESB til samstarfs. Umboð hersveitanna er bundið við kosningarnar.

    B. Borgaraleg verkefni

    1. EUPM Bosnía Hersegóvína Um er að ræða lögregluaðgerð á vegum ESB í Bosníu-Hersegóvínu sem hófst í ársbyrjun 2003 og tók við af lögregluliði sem starfaði undir merkjum SÞ. Um var að ræða fyrsta verkefnið sem ESB tókst á hendur undir merkjum öryggis- og varnarmálastefnu ESB. Ísland tók þátt frá upphafi og þar til s.l. vor þegar síðasti íslenski lögreglumaðurinn lét af störfum. Um 500 lögreglumenn frá 30 ríkjum tók þátt í verkefninu sem felst í því að aðstoða við uppbyggingu á löggæslu í Bosníu auk þess að gæta tiltekins eftirlitshlutverks. Upphaflegt umboð rann út í byrjun árs 2006 og var þá endurskilgreint og framlengt til loka árs 2007. Nú taka um 400 manns þátt í verkefninu (170 lögreglumenn og 28 borgaralegir starfsmenn auk 200 Bosníumanna). 2. EUPAT Makedónía Hér er um að ræða ráðgjafarhóp (eða ráðgjafarhóp) á sviði lögreglumála en ekki eiginlega löggæslu líkt og í Bosníu Hersegóvínu. Með verkefninu er fylgt eftir fyrra verkefni ESB í Makedóníu, lögregluverkefninu PROXIMA. Verkefnið hófst í desember 2005 og lauk í júní s.l. Það fólst í ráðgjöf við uppbyggingu og stýringu lögreglu í Makedóníu. 3. EUPOL COPPS sjálfstjórnarsvæði Palestínu

  • 9

    Um er að ræða lögregluverkefni í Palestínu. Það hófst í janúar 2006 og er ætlað að standa í þrjú ár. Markmiðið er að styðja við endurskipulagningu og uppbyggingu lögreglun innan Palestínu. Við það starfa 33 einstaklingar sem koma frá aðildaríkjum ESB. 4. EU BAM RAFAH Landamæri Palestínu og Egyptalands Verkefnið snýst um framkvæmd landamæraeftirlits á landamærastöð í Rafah, milli Palestínu og Egyptalands og byggist á samningi Ísraela og Palestínumanna um opnun stöðvarinnar. Verkefnið hófst í lok nóvember 2005 og er áætlað að það standi yfir í eitt ár. Það felst í því að vera til staðar sem þriðji aðili á landamærastöðinni með það að markmiði að byggja upp traust á milli Palestínumanna og Ísraela á þessu sviði. Í upphafi tóku 55 lögreglumenn þátt í verkefninu frá 15 aðildarríkjum ESB en gert er ráð fyrir að þeim verði fjölgað í allt að 75 menn. 5. EU JUST LEX Írak Um er að ræða verkefni sem ESB hefur sett upp til að þjálfa lögreglumenn, dómara og tengda aðila úr réttarkerfi Íraks. Gert var ráð fyrir eins árs verkefni en ákveðið hefur verið að framlengja það út árið 2007. Verkefnið hefur farið fram með þeim hætti að írösk yfirvöld senda hóp manna til Brussel og til níu annarra aðildarríkja ESB til þjálfunar. 6. EU POL KINSASHA Kongó Í apríl 2005, eftir náið samstarf við SÞ, hóf ESB lögregluverkefni í Kongó. Hlutverk lögreglusveita ESB er að vera til ráðgjafar við uppbyggingu nýrra lögreglusveita í Kongó. Í verkefninu taka þátt 30 einstaklingar og mun enn unnið að því samhliða öðrum verkefnum ESB í Kongó. 7. EUSEC-Kongó Verkefnið snýr að aðstoð og ráðgjöf við uppbyggingu á innra öryggiskerfi í Kongó. Það hófst í júní 2005 og var gert ráð fyrir því að það stæði yfir í eitt ár en það mun hins vegar enn standa yfir samhliða öðrum verkefnum ESB í landinu. Verkefnishópurinn samanstendur af átta sérfræðingum frá aðildarríkjum ESB og stofnunum ESB. 8. Stuðningur ESB við AMIS II-Darfur Um er að ræða verkefni í Darfurhéraði í Súdan til að styðja við friðargæsluverkefni Afríkusambandsins í héraðinu, AMIS II. Verkefnið er bæði hernaðarlegt og borgaralegt. Það hefur staðið frá í júlí 2005 og er framhald af ýmiskonar stuðningi sem ESB hafði veitt á svæðinu vegna átaka sem hafa geisað þar frá árinu 2003. Unnið er í nánu samráði við aðra aðila og m.a. hefur NATO tekið að sér loftflutninga friðargæsluliða og að takmörkuðu leiti þjálfun liðsforingja. Allt að 100 manns mynda hernaðarþátt hernaðarhóp verkefnsins en 50 einstaklingar styðja við löggæsluhluta þess. Verkefnið er ótímabundið. 10. Eftirlitsverkefni í Ache-Indónesíu Um er að ræða verkefni ESB ásamt fimm ríkjum ASEAN sambandsins, Noregi og Sviss sem snýst um að hafa eftirlit með innleiðingu og framkvæmd friðarsamnings stjórnvalda í Indónesíu og uppreisnarmanna í Ache héraðinu. Verkefninu var hrundið af stað í september 2005 og var nýlega framlengt til september 2006 þegar kosningar hafa farið fram á svæðinu. Á undirbúningsstigi komu 80 einstaklingar að því, frá ESB og ASEAN

  • 10

    og síðan komu Noregur og Sviss inn í verkefnið þegar það hófst formlega í september 2005 en fjöldi þátttakanda hélst sá sami og komu 2/3 þeirra frá aðildarríkjum ESB. 11. Landamæraverkefni í Moldavíu/Úkraínu Að beiðni yfirvalda í Moldavíu og Úkraínu hefur ESB tekið að sér að styðja við bakið á uppbyggingu landamæraeftirlits á milli ríkjanna, þ.m.t. tolleftirliti. Hófst verkefnið formlega í byrjun desember 2005. Með því er ætlunin að fyrirbyggja smygl, ólöglega umferð fólks og tollsvik með ráðgjöf og þjálfun sem eflir viðkomandi yfirvöld í ríkjunum tveimur. Verkefnið er til tveggja ára en unnt að framlengja því. Í verkefinu taka þátt 69 sérfræðingar frá aðildarríkjum ESB auk 50 manna frá ríkjunum tveimur. 12. CONCORDIA-Makedónía Um var að ræða hernaðarlegt verkefni ESB í Makedóníu sem fylgdi í kjölfar samsvarandi verkefnis á vegum NATO. Það fór fram í tengslum við NATO samkvæmt “Berlín plús” samkomulaginu og var opið fyrir þátttöku þriðju ríkja. Ísland tók þátt í með einum starfsmanni sem vann á upplýsingaskrifstofu verkefnisins. Með því var ætlunin að bæta öryggi í landinu vegna óstöðugleika milli einstaka þjóðarbrota og að styðja við framkvæmd friðarsamkomulags milli viðkomandi fylkinga. Verkefnið hófst í mars 2003 og lauk í desember sama ár er við tók lögregluverkefnið Proxima. 13. PROXIMA-Makedónía Eins og framan getur tók lögregluverkefnið PROXIMA við af hernaðarverkefni ESB í desember 2003. Ísland hafði tekið þátt í hernaðarverkefninu en ákveðið var að taka ekki þátt í lögregluverkefninu sem stóð til desember 2005. Markmiðið var að styðja áfram við framkvæmd friðarsamkomulags þjóðarbrota í landinu og veita ráðgjöf til lögregluyfirvalda auk þess að aðstoða við baráttu gegn skipulagðri afbrotastarfsemi. 14. ARTEMIS-Kongó Frá júní til september 2003 rak ESB hernaðarverkefni í Kongó sem ætlað var að fylgja eftir ályktun Öryggisráðs SÞ og var markmiðið að stuðla að stöðugleika í öryggismálum og bæta ástand mannúðarmála í héraðinu Bunia í Kongó. 15. EU JUST THEMIS-Georgía Um var að ræða verkefni ESB sem beindist að því að styrkja réttarfarskerfið í Georgíu og fólst í því að sérfræðingar frá aðildarríkjum ESB veittu ráðgjöf til ráðherra, háttsettra embættismanna og stofnana innan stjórnkerfis Georgíu. Verkefnið hófst um mitt ár 2004 og því lauk ári síðar. 16. KOSOVO-framtíðarverkefni ESB undirbýr nú að taka að sér aukið hlutverk í Kosovo og hefur í því skyni þegar sett á fót undirbúningshóp til að skoða framtíðarhlutverk ESB á svæðinu á sviði hættuástandsstjórnunar sem einkum er talið muni beinast að löggæslu- og réttarfarsþáttum. Þessa stundina beinist vinna hópsins að undibúningi á flutningi afmarkaðra verkefna frá bráðabirgðstjórninni í Kosovo sem mynduð er af Sameinuðu Þjóðunum. Endanleg niðurstaða þessa er háð niðurstöðum í viðræðum um framtíðarstöðu Kosovo. Þátttaka er nú um stundir bundin við aðildarríki ESB og verðandi aðildarríki en

  • 11

    gera má ráð fyrir að aðgerðin sjálf, komi til hennar, verði opin fyrir þriðju ríkjum þar sem fyrirfram virðist ljóst að hún verður mjög umfangsmikil.

    STÆKKUN EES OG ÞRÓUNARSJÓÐUR EFTA

    ÞRÓUNARSJÓÐUR EFTA

    Þróunarsjóður EFTA, sem stofnaður var í tengslum við síðasta stækkunarsamning EES, hefur nú verið starfræktur frá 1. maí 2004. Hann hefur til ráðstöfunar tæpa 53 milljarða íslenskra króna (miðað við að evran kosti 88 krónur) yfir 5 ára tímabil. Þar af verður framlag Íslands rétt rúmar 2.300 m.kr. Sjóðnum er ætlað að styrkja verkefni í nýju aðildarríkjunum sem miða að því að efla efnahagslega og félagslega aðlögun þessara ríkja að innri markaðnum. Forgangsverkefni sem sjóðurinn styrkir eru valin með hliðsjón af bókun 38a við EES-samninginn. Um er að ræða verkefni á sviði umhverfisverndar, sjálfbærrar þróunar, evrópskrar menningararfleifðar, mannauðs- og þekkingarstjórnunar og heilbrigðisþjónustu. Undir þetta geta fallið verkefni á sviði fiskvinnslu, jarðhitanotkunar, starfsmenntunar, upplýsingatækni o.fl., þar sem þekking og reynsla íslenskra aðila gæti nýst vel. Auk hinna nýju aðildarríkja hljóta Grikkland, Spánn og Portúgal styrki úr sjóðnum. Stærstu fjárhæðirnar renna til Póllands, eða um 47% af heildarframlagi til sjóðsins. Ungverjaland fær rúm 10%, Tékkland rúm 8%, Spánn tæp 8% og önnur ríki minna. Stjórn sjóðsins er skipuð fulltrúum Íslands, Liechtenstein og Noregs. Skrifstofa sjóðsins (Financial Mechanism Office, FMO) annast stjórnun, ráðgjöf og daglegan rekstur sjóðsins. Framkvæmdastjóri er Stine Lundin Andresen og með henni starfa um 20 manns. Öll aðildaríki Evrópska efnahagssvæðisins hafa undirritað yfirlýsingar um sameiginlegan skilning á markmiðum og starfsreglum sjóðsins. Með undirritun þeirra hófst formlegt samstarf ríkjanna á þessu sviði. Jafnframt hefur verið unnið að frágangi á viðauka við starfsreglur sjóðsins, s.s. leiðbeiningum, formum umsókna og stöðluðum samningi um styrki úr sjóðnum. Þetta er gert svo unnt sé að starfrækja sjóðinn með faglegum og formföstum hætti en á það er lögð mikil áhersla enda fær hann verulegt fjármagn sem mikilvægt er að ráðstafa á ábyrgan og gagnsæjan hátt. Styrkþegaríkin hafa flest lokið undirbúningi og hafið innleiðingu. Þannig hafa flest gert formlegar áætlunir um innleiðingu og uppbyggingu styrkjakerfisins. Að auki eru ríkin að koma á fót sérstökum sjóðum sem starfa innan ramma Þróunarsjóðs EFTA. Um er að ræða sjóði sem m.a. er ætlað að styrkja kostnaðarsaman undirbúning umsókna um stór verkefni, sjóði til að styrkja hagsmuna- og félagasamtök og sjóði til að styrkja stjórnvöld við að byggja upp kerfi sem meðhöndla styrkumsóknir. Flest styrkþegaríkin hafa auglýst eftir umsóknum um verkefni skv. aðferðarfræði fyrir opin útboð. Skrifstofa Þróunarssjóðs EFTA og óháður ráðgjafi meta umsóknirnar með hliðsjón af starfsreglum sjóðsins og gæðum verkefnia áður en stjórn sjóðsins fjalla um

  • 12

    þær. Stjórn Þróunarsjóðs EFTA hefur samþykkt nokkrar umsóknir með gerð samnings milli Íslands, Liechtenstein og Noregs annars vegar og hlutaðeigandi styrkþegaríkis hins vegar.

    DÓMS- OG INNANRÍKISMÁL

    SCHENGENSAMNINGURINN OG TENGD MÁL

    1. Almennt

    Samsetta nefndin í ráðherraráðinu, sem fjallar um þróun og beitingu Schengen regluverksins, er nú óaðskiljanlegur þáttur af starfi Evrópusambandsins á sviði dóms- og innanríkismála. Sem kunnugt er hefur vaxandi athygli beinst að sviðinu á undanförnum misserum og hefur deild framkvæmdastjórnarinnar, sem nú ber nafnið réttlæti, frelsi og öryggi í stað dóms- og innanríkismál, vaxið að sama skapi. Fimm ára stefnumörkun á þessu sviði, Haag áætlunin, var samþykkt á leiðtogafundi ESB í árslok 2004, en áætluninni er einmitt ætlað að styrkja frelsi, öryggi og réttlæti innan ESB. Haag áætlunin afmarkar áhersluatriði Evrópusambandsins á sviðinu en formennskuríkið forgangsraðar að nokkru marki. Á sameiginlegri dagskrá Austurríkis og Finnlands fyrir árið 2006 er lögð áhersla á eftirfylgni Haag áætlunarinnar, undirbúningi mats á miðju fimm ára tímabilinu undir formennsku Finna og mati á innleiðingu sameiginlegra ESB aðgerða í ríkjunum sem ætlað er að hrinda markmiðum áætlunarinnar um frelsi, öryggi og réttlæti í framkvæmd. Tillögur að gerðum í þessu skyni eru að miklu leyti þróun á Schengen gerðunum og er því fjallað um þau mál í samsettu nefndinni. Í samsettu nefndinni eiga nú sæti, auk aðildarríkja ESB, Ísland, Noregur og Sviss. Fundir ráðherra dóms- og innanríkismála í samsettu nefndinni voru þrír á tímabilinu, í febrúar, apríl og júní.

    2. Schengen úttekt

    Eftirlit með framkvæmd Schengen samningsins í aðildarríkjunum er, sem kunnugt er, hjá ríkjunum sjálfum á vettvangi Schengen úttektarnefndarinnar. Nefndin gerði á síðari hluta ársins 2005 úttekt á Norðurlöndunum og í ársbyrjun lágu fyrir drög að ráðsniðurstöðum fyrir hvert ríki fyrir sig. Almennt má segja að úttektin hafi gengið mjög vel og þykja ríkin fimm öll framfylgja Schengen reglunum með viðunandi hætti og í fjölda tilvika þykir ástandið til fyrirmyndar. Ráðsniðurstöðurnar voru samþykktar í samsettu nefndinni á tímabilinu, en ríkin fá síðan sex mánaða frest til að gera grein fyrir úrbótum sem gerðar verða í tilefni af þeim athugasemdum sem úttektarmenn hafa gert. Það verður því á síðari hluta ársins sem íslensk yfirvöld þurfa að gefa skýrslu um þetta. 3. Samsetta nefndin 1. Eftirgreind mál eru meðal þeirra mála sem afgreidd voru í samsettu nefndinni á tímabilinu: Landamærareglugerðin var formlega samþykkt og tekur gildi 1. október 2006. Þá voru samþykktar tvær gerðir sem ætlað er að gilda tímabundið, eða þar til nýju 10 ESB-ríkin og Sviss og Liechtenstein verða fullir aðilar að Schengen svæðinu. Fjallar önnur þeirra um viðurkenningu á dvalarleyfisskírteinum sem Sviss og Liechtenstein gefa út fyrir

  • 13

    þriðju ríkja borgara, eins og þau væru gefin út af Schengen ríkjum. Hin gerðin heimilar nýju ESB ríkjunum að viðurkenna Schengen áritanir fyrir gegnumferð um nýju ríkin, þannig að ekki þurfi að sækja sérstaklega um landsvisa ef menn eiga leið gegnum ríkin á leið til Schengen svæðisins. Á sviði áritana var einnig samþykkt gerð sem hefur í för með sér hækkun á gjaldi fyrir vegabréfsáritanir úr 35 evrum í 60 evrur. Var þessi tillaga afar umdeild og var hún tekin til umræðu á ráðherrafundum í febrúar og apríl, en hún var einnig rædd á vettvangi utanríkisráðherra Evrópusambandsins. Af Íslands hálfu var óskað eftir því að ráðherrafundur utanríkisráðherranna yrði haldinn í samsettu nefndinni meðan þetta mál var til umfjöllunar þar, en af tæknilegum ástæðum sem varða tímafresti varð ráðherraráðið ekki við þeirri bón. Af þessu tilefni gafst þó tækifæri til að fá það staðfest að ráðherrafundir í samsettu nefndinni eru formlega ekki bundnir við vettvang ráðherra dóms- og innanríkismála. 2. Fjöldi mála á ýmsum stigum hefur verið til umræðu í því kerfi undirnefnda ráðsins sem funda undir hatti samsettu nefndarinnar. Af óloknum málum hafa þessi borið hvað hæst. SIS II – önnur kynslóð Schengen upplýsingakerfisins. Þróun annarrar kynslóðar Schengen upplýsingakerfisins hefur verið á döfinni um hríð og hefur vinna við það haldið áfram á tímabilinu. Fjallað hefur verið um drög að tveimur reglugerðum og einni ráðsákvörðun í samsettu nefndinni og er pólitísk samstaða um texta gerðanna í augsýn. Á hinn bóginn hefur komið bakslag í framgang tæknivinnunar við kerfið og fyrirsjáaanlegt að gangsetning þess dregst, a.m.k. til ársloka 2007, en áætlunin gerði ráð fyrir mars 2007. Ákveðið hefur verið að tengja fulla þátttöku nýju Schengen ríkjanna, 10 ESB ríkjanna auk Sviss, í Schengen samstarfinu við gangsetningu þessa nýja kerfis, og því er mikill pólitískur þrýstingur tengdur þessari vinnu. Til marks um það er að leiðtogar Evrópusambandsríkjanna lýstu því yfir á fundi sínum í Brussel 15.– 16. júní s.l. að staðið yrði við þá fyrirætlan að opna landamæri milli nýju og eldri ESB- ríkjanna sem allra fyrst. VIS – Upplýsingakerfi um vegabréfaáritanir Á tímabilinu hefur verið fram haldið vinnu við reglugerð um upplýsingakerfi um vegabréfaáritanir (VIS). Reglugerðin er ákvarðanatökuferli með Evrópuþinginu (co-decision) og standa samningaviðræður nú yfir við þingið um lokagerð texta. Hafa tillögurnar tekið miklum breytingum frá því þær voru fyrst lagðar fram. Þau atriði sem hvað mestur ágreiningur hefur staðið um lúta að vernd persónuupplýsinga svo sem um aðgang lögreglu og fleiri yfirvalda að kerfinu og töku og vörslu lífkenna umsækjenda í kerfinu. Vegna tengsla sérstakrar gerðar um aðgangs lögreglu að VIS, gerðar um persónuvernd í þriðju stoð og VIS reglugerðarinnar eru þó taldar líkur til að þingið ljúki ekki afgreiðslu VIS reglugerðinnar þar til efni hinna tveggja skýrist, en um þær er fjallað á lögregluvæng Schengen samstarfsins. Samhliða umfjöllun um lagagrundvöll VIS er unnið að hönnun og tæknilegri útfærslu kerfisins á vegum framkvæmdastjórnarinnar.

  • 14

    Aðgangur lögreglu að VIS Sem fyrr segir er til meðferðar í lögreglusamvinnunefndinni sérstök gerð um aðgang lögreglu að Visa Information System (VIS) og fylgist meðferð þess máls og VIS reglugerðarinnar að. Vernd persónuupplýsinga í þriðju stoðinni Fjallað hefur verið áfram um tillögu framkvæmdastjórnarinnar að rammaákvörðun um vernd persónuupplýsinga í þriðju stoðinni, þ.e. hjá lögreglu, saksóknara og dómstólum í opinberum málum. Fjallar tillagan um söfnun, meðferð og sendingu persónuupplýsinga og er hún að nokkru sniðin eftir tilskipun um Persónuvernd sem gildir í fyrstu stoðinni (tilskipun 95/46EB, sbr. lög nr. 77/2000). Tillagan er til meðferðar í samsettu nefndinni, í vinnuhópi um skipulagða glæpastarfsemi, en gert er ráð fyrir að reglurnar sem þar eru settar gildi m.a. um meðferð upplýsinga í Schengen upplýsingakerfinu. Lögreglusamvinna 40 og 41. gr. Schengen samningsins Ákveðið var á fundi ráðherranna 27. apríl 2006 að leggja til hliðar vinnu að breytingum á 40. og 41. gr. Schengen samningsins, um lögreglusamvinnu, beina eftirför o.fl. Ágreiningur var um tiltekna þætti hennar, en eins og aðrar gerðir á sviði lögreglusamvinnu þarf einróma samþykki ríkjanna til að hún gæti tekið gildi. Þessi gerð varðar ekki Ísland vegna landfræðilegrar legu þess. External Borders Fund Á tímabilinu hefur áfram verið unnið í samsettu nefndinni að mótun gerðar um ytri-landamærasjóð “External Borders Fund” sem ætlað er að endurspegla sérstaklega samstöðu ESB ríkjanna og sanngjarna deilingu byrða í útlendingamálum á tímabilinu 2007-2013. Þessum sjóði er ætlað að styrkja samstöðu í stjórn ytri landamæra Schengen svæðisins og greiða þannig fyrir frjálsri för innan þess. Meiningin er að flytja fé frá þeim ríkjum sem í minnstum vandræðum eiga með umferð um ytri landamærin til þeirra ríkja sem eiga í mestum vandræðum með hana, en það eru jafnframt ríkin með lægstu þjóðartekjurnar. Brottvísanir Unnið er í samsettu nefndinni að nýrri gerð um brottvísanir útlendinga. Í tillögunni eru settar fram sameiginlegar reglur um málsmeðferð við ákvarðanir um brottvísun og mælt fyrir um gagnkvæma viðurkenningu og fullnustu slíkra ákvarðana.

    4. Vinna á vegum framkvæmdastjórnarinnar

    Þróun SIS II og VIS Stærstu verkefnin sem Ísland hefur tekið þátt í á tímabilinu undir hatti framkvæmdastjórnarinnar er vinna tæknimanna við áframhaldasandi þróun kerfanna SIS II (önnur kynslóð Schengen upplýsingakerfsins og VIS (áritana-upplýsingakerfið). Starfsmaður dómsmálaráðuneytisins og TMD hefur tekið virkan þátt í þessari vinnu. Handbók um landamærareglur byggð á “Schengen Border Code”

  • 15

    Ný reglugerð um Landamærareglur tekur gildi 1. október 2006. Þessi reglugerð leysir af hólmi Sameiginlegu handbókina (Common Manual) og hefur að geyma endurskoðaðar heildarreglur um för um landamæri. Lokið var á tímabilinu gerð handbókar fyrir landamæraverði sem byggir á reglugerðinni og þeim framkvæmdarreglum sem þykja til fyrirmyndar. Starfsmaður sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli, tók virkan þátt í þeirri vinnu. Þróun FADO kerfisins Unnið hefur verið að stofnsetningu gagnagrunns sem hefur að geyma ófölsuð og fölsuð skjöl sem vonir eru bundnar við að verði til verulegs gagns fyrir landamæraverði á Schengen svæðinu. Af Íslands hálfu er nú unnið að uppetningu og tengingu við kerfið, en forsenda þess var samningur um meðferð öryggisskjala sem undirritaður var á tímabilinu milli ESB og íslenskra stjórnvalda. 5. Samningar tengdir Schengen samstarfinu Samningur um þátttöku Liechtenstein í Schengen samstarfinu. Á tímabilinu fóru fram viðræður um aðild Liechtenstein að Schengen og Dublin samstarfinu, en gert er ráð fyrir aðildinni í samningum Sviss og Evrópusambandsins um slíka aðild. Samningurinn við Liechtenstein verður í formi viðauka við viðeigandi samninga Sviss. Samningur Lögregluskóla ríkisins og evrópska lögregluskólann, CEPOL Á tímabilinu var í Reykjavík undirritaður samstarfssamningur milli evrópska lögregluskólans, CEPOL, og Lögregluskóla ríkisins. Samningur um framsal sakamanna Á tímabilinu var fram haldið vinnu að samningsgerð milli ESB, Íslands og Noregs um framsal sakamanna, sem byggir á hinni evrópsku handtökuskipun sem nú gildir um framsal milli ríkja Evrópusambandsins. Af Íslands hálfu voru frá upphafi gerðir tilteknir fyrirvarar við fulla þátttöku í þeim reglum sem evrópska handtökuskipunin byggir á og hefur það m.a. valdið því að erfiðlega gekk að ljúka samningsgerðinni, sem tekið hefur nokkur misseri. Svo fór þó að lokum að samningurinn var undirritaður í Vín 28. júní 2006. Samningur um meðferð trúnaðarskjala Unnið var á tímabilinu, á vegum utanríkisráðuneytisins, að gerð samnings milli Íslands og ESB um meðferð trúnaðarskjala, en fjöldi slíkra skjala tengist Schengen samstarfinu. Samningurinn var undirritaður 12. júní 2006. Tilvist slíks samnings er jafnframt forsenda fyrir tengingu íslenskra yfirvalda við gagnagrunn um fölsuð og ófölsuð ferðaskilríki, sem landamærayfirvöld í Schengen ríkjunum nota við störf sín (FADO). Í tengslum við þessa samningsgerð var gerð úttekt á aðstæðum á Íslandi í nóvember 2005. Samningar um endurviðtöku og vegabréfaáritanir Unnið hefur verið á tímabilinu í samvinnu dómsmálaráðuneytis og utanríkisráðuneytis að gerð samninga um endurviðtöku við Rúmeníu og Macao og er samningsgerð á lokastigi. Þá hefur verið fylgst grannt með samningi ESB við Rússland, sem gengið var frá í

  • 16

    nóvember 2005, um áritanamál og endurviðtöku. Vegna þátttöku í Schengen samstarfinu er nauðsynlegt að gera sambærilegan samning við Rússland af Íslands hálfu. Af sömu ástæðu er fylgst grannt með viðræðum ESB og Úkraínu um áritanamál og endurviðtöku, sem nú standa yfir. Samningur um þátttöku í sjóði fyrir ytri landamæri Schengen Sem fyrr segir er þátttaka Íslands í sjóði fyrir ytri landamæri Schengen “External Borders Fund”, sem fjallað er um í samsettu nefndinni, háð því að gerður verði sérstakur samningur við ESB um þátttökuna. Óformlegar viðræður eru hafnar en gert er ráð fyrir að formlegar samningaviðræður geti hafist um mitt ár 2006.

    EES-SAMNINGURINN

    Á vettvangi EES samningsins hafa þessi mál helst verið meðal verkefna fulltrúa dóms- og kirkjumálaráðuneytisins á tímabilinu.

    1. Frjáls för launafólks

    Heildartilskipun ESB um frjálsa för, 2004/38/EC (Directive on the right of citizens of the Union and their family members to move and reside freely within the territory of the Member States), hefur verið áfram til umfjöllunar á vettvangi EFTA, en efni hennar fellur að miklu leyti undir EES samninginn. Tilskipunin hefur öðlast gildi innan ESB, en frestur aðildarríkjanna til að laga löggjöf að efni hennar rann út 30. apríl 2006. Mikilvægar breytingar felast í gerðinni og er tenging hugtaksins “Union Citizen” við réttinn til frjálsrar farar einna mikilvægust þeirra. Málið er til meðferðar á vettvangi undirnefndar III innan EFTA.

    2. Persónuvernd

    Sem kunnugt er leystist á árinu 2005 mál sem upp kom vegna kröfu bandarískra yfirvalda um upplýsingar um flugfarþega (PNR), með staðfestingu bandarískra stjórnvalda um að yfirlýsing til ESB ríkjanna um hvernig farið verði með þessar persónuupplýsingar tæki einnig til upplýsinga um flugfarþega sem sendar eru frá Íslandi. Staðfestingin var forsenda þess að unnt væri að innleiða ákvörðun ESB um hæfilega vernd persónuupplýsinga vegna sendinga PNR upplýsinga. Nú hefur Evrópudómstóllinn ógilt þetta samkomulag ESB og Bandaríkjanna á þeim grundvelli að sendingar á upplýsingum væru á forræði ríkjanna sjálfra. Verður því væntanlega næsta skref að taka til baka innleiðingu á tilheyrandi ákvörðun ESB. Í samvinnu við EFTA skrifstofuna hefur verið fylgst náið með skrefum ESB í málinu.

    ANNAÐ

    Á tímabilinu var fram haldið viðræðum um nýjan Lúganó samning, sem fjallar um gagnkvæma viðurkenningu dóma ofl. á sviði einkamálaréttar. Um hríð hafði verið unnið að endurnýjun samningstextans, en málið fór í biðstöðu meðan Evrópudómstóllinn

  • 17

    fjallaði um hvernig aðild ESB ríkjanna að slíkum samningi gæti orðið. Niðurstaðan varð sú að það er framkvæmdastjórnin sem fer með samningsumboð ESB ríkjanna, annarra en Danmerkur að þessu leyti. Samningaviðræður eru því hafnar aftur milli Íslands, Noregs, Sviss og framkvæmdastjórnarinnar en þeim er ólokið.

    FÉLAGS-, ATVINNU- OG SVEITARSTJÓRNARMÁL

    FÉLAGSMÁL

    Ný áætlun á sviði félagsmála, vinnumála og jafnrétt ismála

    Unnið hefur verið að því að sameina áætlanir Evrópusambandsins á sviði félags- og vinnumála í eina. Tillaga framkvæmdastjórnarinnar þar að lútandi hefur verið til umræðu í á annað ár og nú liggur fyrir samþykki allra stofnana ESB fyrir framkvæmd hennar. Hin nýja áætlun mun taka til áranna 2007 til 2013 og er áætlað að 744 millj. evra verði ráðstafað í áætlunina á tímabilinu. Áætlunin skiptist í fimm viðfangsefni: • Vinnumál, en áherslan hér verður á verkefni sem styrkja atvinnumálastefnu ESB • Stuðningur við verkefni sem stuðla að aukinni félagslegri velferð og aukinni þátttöku

    jaðarhópa í samfélagi • Bætt vinnuvernd og aukin hollustu á vinnustöðum • Aðgerðir gegn mismunun og leiðir til að auka fjölbreytni • Að endingu er áhersla á stuðning við verkefni sem stuðla að jafnari stöðu kvenna og

    karla í samfélaginu. Ísland er í gegnum EES samninginn þátttakandi í flestum þeim áætlunum sem hin nýja áætlun yfirtekur. http://ec.europa.eu/prelex/detail_dossier_real.cfm?CL=en&DosId=191546

    Ár jafnra tækifæra 2007

    Þá liggur fyrir samkomulag um framkvæmd Evrópuárs jafnra tækifæra 2007. Markmiðið ársins er að stuðla að umræðu um jafnréttismál í samfélaginu og efla baráttuna gegn félagslegri mismunun. Fjögur megin þema verða í deiglunni, þ.e. vitund almennings um rétt til jafnréttis og aðgengis, áhersla á mikilvægi þátttöku hópa sem standa höllum fæti í samfélagi í ákvarðanatöku, jákvæð umræða og viðurkenning á fjölbreytileika, og að endingu áhersla á virðingu og umburðarlyndi. Allt að 14 milljónir evra renna til verkefnisins og gefst EES/EFTA ríkjunum kostur á þátttöku.

  • 18

    Félagsleg þjónusta í almannaþágu

    Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sent frá sér orðsendingu þar sem reynt er að afmarka og skilgreina félagsþjónustu sem rekin er og veitt í almannaþágu. Markmiðið er að afmarka félagslega þjónustu frá annarri þjónustu, kalla eftir viðhorfum einstakra ríkja ESB til málsins og um leið skerpa á því hvernig löggjöf Evrópusambandsins á sviði samkeppnismála og innrimarkaðar varðar félagsþjónustu í almannaþágu. Orðsendingin felur ekki í sér beinar aðgerðir af hálfu framkvæmdastjórnar, svo sem áform um lagasetningu, en framkvæmdastjórnin áskilur sér rétt til að „decide how to follow up this process and identify the best approach to take, including, giving consideration to the need and legal possibility for a legislative proposal“. Hér er um afar athyglisvert mál að ræða og sjálfsagt að fylgjast vel með allri umræðu sem að því snýr. http://ec.europa.eu/employment_social/emplweb/news/news_en.cfm?id=153

    JAFNRÉTTISMÁL

    Ný jafnréttistilskipun ESB

    Evrópusambandið hefur nú samþykkt tillögu framkvæmdastjórnarinnar frá 21. apríl 2004 um jafna stöðu og rétt kvenna og karla til vinnu og á vinnustöðum og vinnumarkaði. Tillagan hefur gengið undir heitinu „Recast“ sem skýrskotar til þess að verið er að sameina nokkrar tilskipanir í eina. Markmið tilskipunarinnar er að einfalda og endurnýja reglur ESB er tryggja jafnan rétt og stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði og þar með fella gildandi tilskipanir Evrópusambandsins um þessi efni saman í eina. Umræddar tilskipanir hafa allar verið teknar upp í EES samninginn, en þær eru: Tilskipun um launajafnrétti, nr. 75/117/EC; jafnréttistilskipun, nr. 76/207/EC (sem var breytt með tilskipun nr. 2002/73/ESB); tilskipun 86/378/EC um jafna stöðu hvað varðar lífeyrisréttindi (sem var breytt með tilskipun 96/97/ESB); og tilskipun nr. 97/80/ESB um sönnunarbyrði. Það kunna hins vegar að vera nýmæli í hinni nýju tilskipun sem skoða þarf sérstaklega áður en því er svarað hvort og hvernig hún varðar EES samninginn.

    Jafnréttisstofnun Evrópusambandsins

    Á síðasta fundi ráðherraráðs ESB náðist samkomulag um tilhögun mála varðandi Jafnréttisstofnun Evrópusambandsins. Tillaga um að komið verði á fót slíkri stofnun hefur verið til umfjöllunar í stofnunum ESB undanfarið ár, en nú liggur sem sagt fyrir pólitískt samkomulag um stofnunina. Það felur í sér að starfsemi hennar mun hefjast á næsta ári og verður meginviðfangsefni hennar ráðgefandi hlutverk í jafnréttismálum gagnvart stofnunum ESB og einstökum ríkjum bandalagsins. Óákveðið er hvar stofnunin verður staðsett, en nokkur ríki hafa óskað eftir að hýsa hana. Alls mun 52,5 milljónum evra verða varið til verkefnisins á tímabilinu 2007 til 2013.

  • 19

    Vegvísir í jafnréttismálum

    Þann fyrsta mars síðastliðinn sendi framkvæmdastjórn ESB frá sér svokallaðan vegvísi í jafnréttismálum (Roadmap to equality between women and men). Með honum eru sett fram 6 áherslusvið sem Evrópusambandið telur rétt að unnið sé sameiginlega í jafnréttismálum á tímabilinu frá 2006 til 2010. Markmiðið er að auka jafnrétti meðal kvenna og karla og jafna fjölskylduábyrð, en áherslursviðin eru: 1. Jafnræði hvað varðar fjárhagslegt sjálfstæði kvenna og karla 2. Samþætting einka- og fjölskyldulífs annars vegar og þátttöku á vinnumarkaði hins

    vegar 3. Jöfn þátttaka og aðkoma að ákvarðanatöku 4. Afnám hverskonar kynbundins ofbeldis 5. Afnám hefðbundinna kynjaímynda 6. Jafnari þátttaka kvenna og karla í utanríkis- og þrónarmálum Fyrir hvert áherslusvið eru skilgreind forgangsverkefni og aðgerðir. Af stefnumótun þessari má ljóst vera að jafnréttismál hafa verið sett í forgang hjá Evrópusambandinu og vilji er til þess að draga karla enn frekar til ábyrgðar. http://europa.eu.int/prelex/detail_dossier_real.cfm?CL=en&DosId=193963

    Tilskipun um jafnræði kynja í þjónustuviðskiptum

    Enn er til umræðu meðal EES/EFTA ríkjanna tilskipun ESB um jafna stöðu kynjanna þegar kemur að viðskiptum með vöru og þjónustu, sbr. tilskipun nr. 2004/113/EC. Annars vegar felur tilskipunin í sér almenn ákvæði sem banna hverskonar mismunun byggða á kynferði, meðal annars bann við mismunandi kjörum sem rekja má til fjölskylduábyrgðar eða barnsfæðinga. Hvorki bein né óbein mismun er þannig leyfileg varðandi viðskipti með vöru og þjónustu. Hins vegar felur tilskipunin í sér sérstök ákvæði er snúa að viðskiptum með tryggingar og fjármálaþjónustu. Segir að ríkin skuli fyrir 21. desember 2007 tryggja að samningar sem gerðir eru um slík viðskipti og styðjast að einhverju leyti við kynbundnar breytur við útreikning iðgjalda og endurgreiðslna, feli ekki jafnframt í sér kynbundin mismun varðandi álagningu iðgjalda og útreikning bóta á einstaklingsgrundvelli.

    VINNUMÁL

    Árið í ár er tileinkað frjálsri för launþega

    Eins og kunnugt er ákvað framkvæmdastjórn ESB að helga árið 2006 umræðunni um fjrálsa för launþega. Tilgangurinn er að vekja athygli og umræður um gildi þess að geta sótt sér vinnu hindrunarlaust til annarra landa. Um 6 milljónum evra verður ráðstafað í þágu ársins, þar af munu 4,3 milljónum varið til einstakra verkefna. EES/EFTA ríkjunum gefst kostur á þátttöku á sama grundvelli og ESB ríkjum þó ekki hafi verið tekin formleg ákvörðun af háflu sameiginlegu nefndarinnar um greiðslu kostnaðar.

  • 20

    Þess má geta að Ísland var eitt fjögurra landa EES svæðisins sem tók ákvörðun um það fyrsta maí síðastliðinn að opna fyrir för launþega hinna nýju ríkja ESB sem gerðust aðilar árið 2004. http://194.185.30.69/eywmp/website/index_en.htm

    Leiðbeinandi reglur um útsenda starfsmenn

    Framkvæmdastjórn ESB hefur sent frá sér leiðbeiningar fyrir stjórnsýslu aðildarrríkja ESB, fyrirtækja og launþega varðandi reglur sem gilda í þeim tilvikum þegar starfsmaður fyrirtækis er sendur til annars ESB ríkis til að vinna að tímabundnum verkefnum. Slíkar leiðbeiningar um útsenda starfsmenn varða þar með einnig EES ríkin þar sem tilskipun þar að lútandi er hluti af EES samningnum. Framkvæmdastjórnin hefur í samstarfi við aðildarríkin greind helstu vandamál er tengjast framkvæmd gildandi reglna um útsenda starfsmenn. Þess er nú vænst að hinar leiðbeinandi reglur verði til að eyða óvissu um rétt og skyldur er gilda á þessu sviði. Leiðbeiningarnar leggja línur einkum varðandi fjögur atriði: • Engin skylda er til staðar fyrir þann aðila sem veitir þjónustu til að hafa varanlega

    aðstöðu í því ríki þar sem þjónusta er veitt • Engin heimild er til að skilyrða að fyrirfram sé veitt samþykki fyrir því að útsendir

    starfsmenn stundi sína vinnu, en fyrirtæki sem veita þjónustu yfir landamæri kunna hins vegar að þurfa hvað leyfi varðar að sæta reglum gistiríkis er varða vottun eða löggildingu viðkomandi starfsemi

    • Heimild fyrir gistiríki að afla staðfestingar á því fyrirfram að réttur og skyldur gagnvart útsendum starfsmanni séu virtar með hliðsjón af vinnurétti viðkomandi gistiríkis

    • Nauðsyn þess að þjónustuaðilar passi upp á að á vinnustað séu skráð öll atriði er varða viðkomandi útsendan starfsmann, svo sem er varða vinnutíma og öryggismál

    http://ec.europa.eu/employment_social/emplweb/news/news_en.cfm?id=149

    Grænbók í undirbúningi um vinnulöggjöf

    Í undirbúningi af hálfu framkvæmdastjórnarinnar er grænbók um þróun og framvindu vinnulöggjafar á Evrópska efnahagssvæðinu. Í grænbókinni verður farið yfir styrkleika og veikleika þeirrar ESB löggjafar sem í gildi er á sviði vinnuréttar og væntanlega koma einnig fram fyrstu hugmyndir um hvernig löggjöfin gæti tekið frekari breytingum. Meginboðskapur grænbókarinnar verður „Flexicurity“, sem er sú hugmyndafræði að samtvinna í löggjöf á þessu sviði sveigjanleika (flexibility) fyrir vinnumarkað um leið og skapað er félaglegt öryggi (security). Einnig verður áhersla á betri og einfaldari löggjöf á þessu sviði. Nýjustu upplýsingar herma að von sé á grænbókinni í október 2006. Á EES-vefsvæði félagsmálaráðuneytisins er hægt að lesa nánar um hugtakið „Flexicurity“.

  • 21

    HEILBRIGÐISMÁL OG ALMANNATRYGGINGAR Hér er gerð grein fyrir helstu málum sem eru ofarlega á baugi á sviði heilbrigðis- og almannatrygginga í EES samstarfinu. Ekki er farið ítarlega yfir hvert mál heldur drepið á helstu atriðum þeirra. Ítarlegri upplýsingar eru um þessi viðfangsefni og ýmis önnur á EES-vefsetri heilbrigðisráðuneytisins.

    HEILBRIGÐISMÁL

    Heilbrigðisáætlun ESB

    Niðurstaða hefur fengist varðandi fyrirkomulag og fjármögnun heilbrigðisáætlunar ESB. Eins og áður hefur komið fram kvað upphafleg tillaga framkvæmdastjórnar á um að heilbrigðisáætlun og neytendaáætlun Evrópusambandsins yrðu felldar saman í eina áætlun. Nokkur umræða fór fram um ágæti þess innan stofnana ESB og er niðurstaðan nú sú að áætlanirnar verða tvær eins og verið hefur. Alls munu 365,6 milljónir evra renna til heilbrigðisáætlunarinnar á þeim sjö árum sem hún verður í gildi, þ.e. á árinum 2007 til 2013, en það er töluvert lægri fjárhæð en upphaflega var lagt til (156,8 m€ munu fara í neytendaáætlunina). Meginmarkmið heilbrigðisáætlunar ESB 2007 til 2013 eru: • Aukið heilbrigðisöryggi almennings • Stuðla að auknu almannaheilbrigði og lífsgæðum • Aukin þekking um gildi heilbrigðismála http://ec.europa.eu/prelex/detail_dossier_real.cfm?CL=en&DosId=192715

    Embættismannanefnd um heilbrigðisþjónustu

    Eins og kynnt var í síðustu skýrslu hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins unnið að því að meta þróun á sviði heilbrigðisþjónustu einkum að því er varðar frelsi sjúklinga til þess að sækja heilbrigðisþjónustu til annarra landa. Um þessi áform er fjallað í stefnumarkandi áætlun ESB frá 2004 (COM 2004-301: Follow-up to the high level reflection process on patient mobility and healthcare developments in the European Union). Á vettvangi embættismannanefndar ESB, High level group on health service and medical care, eru þessi mál til umræðu og þar hafa verið samþykktar leiðbeindandi reglur um viðskipti milli ríkja með heilbrigðisþjónustu. Ísland hefur ásamt Noregi áheyrnaraðild að störfum embættismannanefndarinnar og gefur það mikilvægt tækifæri til að fylgjast náið með framvindu umræðu á þessu sviði meðal ríkja Evrópusambandsins, og ekki síst að fylgjast með mótun reglusetningar á þessu sviði. http://www.eu.int/prelex/detail_dossier_real.cfm?CL=en&DosId=190510

  • 22

    http://ec.europa.eu/health/ph_overview/co_operation/mobility/high_level_hsmc_en.htm

    Tillaga að þjónustutilskipun ESB

    Nú liggur fyrir sátt um breytingar á tillögu framkvæmdastjórnar ESB að þjónustutilskipun. Mikil umræða hefur farið fram um málið meðal aðildrríkja bandalagsins og var afar umdeilt að þjónusta í almannaþágu, þ.e. heilbrigðisþjónusta, og löggjöf á sviði vinnumála voru hluti af upphaflegu tillögunni. Þá þótti hún ganga of langt hvað varðar beitingu reglu um upprunaland (country of origin) og var bent á hættu á félagslegum undirboðum. Tillaga framkvæmdastjórnarinnar nú byggir á þeim grunni sem Evrópuþingið hafði samþykkt og í kjölfarið viðbrögðum ráðherraráðs ESB. Vænst er þess að hin nýja tillaga muni koma hreyfingu á þessi mál, en tilgangur tilskipunar sem þessarar er að skapa skilyrði fyrir aukin viðskipti með þjónustu sem um leið fæli í sér fleiri störf og vöxt í ríkjum ESB. Hún á þannig að einfalda reglur og fyrirkomulag frá einu landi til annars þegar kemur að viðskiptum með þjónustu sem veitt er yfir landamæri. Umdeild atriði eins og varðandi heilbrigðisþjónustu og ákvæði um vinnulöggjöf eru tekin út og reglum um upprunalandsákvæði er breytt verulega. http://europa.eu.int/comm/internal_market/services/services-dir/proposal_en.htm#20060328_1 http://www.europarl.eu.int/news/expert/infopress_page/056-6969-094-04-14-909-20060330IPR06875-04-04-2006-2006-false/default_en.htm

    Sameiginleg viðmið um heilbrigðisþjónstu

    Á fundi heilbrigðisráðherra ESB dagana 1. til 2. júní síðastliðinn var samþykkt yfirlýsing um sameiginleg viðmið og gildi varðandi heilbrigðisþjónustu ríkja sambandsins. Yfirlýsingin kemur í kjölfar þess að tillaga framkvæmdastjórnar ESB um þjónustutilkipun felur ekki lengur í sér ákvæði um heilbrigðisþjónustu. Yfirlýsingunni er ætlað að staðfesta vilja ríkjanna til áframhaldandi samstarfs á sviði heilbrigðismála, tryggja flæði þjónustu milli landa og varðveita gæði hennar og um leið öryggi sjúklinga. Yfirlýsingin felur þó einnig í sér skilaboð um það að ekki standi til að samræma heilbrigðisþjónustu ríkjanna, sjálfsákvörðunarréttur er virtur og viðurkennt að ríkin hafi byggt upp mismunadi skipulag og þjónustustig. Á fundi ráðherranna var einnig fjallað um önnur viðfangsefni á sviði heilbrigðismála. Ályktað var um mikilvægi þess að ríki ESB haldi áfram baráttu fyrir heilbrigðum lífsstíl og að vinna jafnframt gegn útbreiðslu sykursýkis 2, hvert um sig og í samvinnu á Evrópuvettvangi. http://www.consilium.europa.eu/uedocs/cms_Data/docs/pressdata/en/lsa/89848.pdf

  • 23

    LYFJAMÁL

    Ný lyfjalöggjöf

    Unnið hefur verið að því frá árinu 2000 að endurskoða lyfjareglur ESB. Ný tilskipun var sett árið 2001 sem var ætlað að bæta ferli við markaðssetningu lyfja og auka um leið samkeppnishæfni evrópska lyfjaiðnaðarins á heimsvísu. Árið 2004 samþykkti Evrópusambandið tvær tilskipanir og eina reglugerð sem var ætlað að ná fram enn frekar framþróun lyfjamála á innri markaði ESB (sjá tilskipanir 2004/27/ESB og 2004/28/ESB). Breytingarnar hafa gengið undir nafninu Lyfjapakkinn. Unnið hefur verið að því að meta upptöku tilskipananna í EES samninginn á vettvangi EFTA skrifstofunnar.

    Tilskipun um vefi og frumur

    Umræða hefur farið fram um það meðal EFTA ríkjanna að hve miklu leyti tilskipun nr. 2004/23 um vefi og stofnfrumur kann að vera EES tæk. Tilskipunin setur ákveðnar reglur um gæði og öryggi fyrir notkun, öflun, vinnslu, tilraunir, geymslu og dreifingu á vefjum og frumum í lækningaskyni. Tilskipunin var sett af hálfu Evrópusambandins 31. mars 2004. Málið hefur verið skoðað vandlega og hafa íslensk stjórnvöld komist að þeirri niðurstöðu að tilskipunin sé EES tæk og ekki þurfi sérstaka aðlögun hvað Ísland varðar.

    Skýrsla um framkvæmd blóðtilskipunar

    Nú liggur fyrir fyrsta skýrsla frá framkvæmdastjórn ESB um framkvæmd blóðtilskipunar frá nr. 98 frá 2002, sbr. einnig tilskipun nr. 33 frá 2004. Tilskipanir þessarar hafa nýlega verið innleiddar á Íslandi með setningu reglugerðar og því má búast við að sambærilegri skýrslugjöf þegar reynsla er komin á framkvæmd hennar. Samkvæmt blóðtilskipuninni er sú skylda lögð á herðar framkvæmdastjórn ESB að taka saman á þriggja ára fresti reynslu aðildarríkja ESB við framkvæmd hennar og „reports on the activities that they have carried out in relation to the implementation of its provisions“. Þessi fyrsta skýrsla gefur yfirlit yfir stöðu mála í þeim fimmtán Evrópuríkjum sem voru aðilar að Evrópusambandinu þegar tilskipunin var lögfest. http://ec.europa.eu/health/ph_threats/human_substance/documents/blood_com_0313_en.pdf

    Samstaða um reglur varðandi lyf ætluð börnum

    Samstaða hefur náðst um hvernig standa beri að afgreiðslu tillögu framkvæmdastjórnar ESB um reglugerð um lyf fyrir börn. Framkvæmdastjórn ESB lagði tillögu þessa efnis fram í september 2004 og hefur málið verið til umfjöllunar í stofnunum bandalagsins. Eins og staðan er í dag hafa meira en 50% þeirra lyfja sem ætluð eru fyrir börn ekki verið prófuð eða öðlast markaðsleyfi. Læknar hafa því þrengri kost þegar kemur að því að velja lyf til lækninga fyrir börn. Þetta á að breytast með hinn nýju reglugerð, segir framkvæmdastjórn ESB:

  • 24

    The regulation on children’s medicines agreed upon today which will improve the health of Europe’s children by increasing the availability of fully researched, developed and authorised medicines specifically for use in children. Því má búast við útgáfu reglugerðarinnar fljótlega og væntanlega varðar hún einnig EES/EFTA ríkin. http://europa.eu/rapid/pressReleasesAction.do?reference=IP/06/715&format=HTML&aged=0&language=EN&guiLanguage=en

    Nýr samráðsvettvangur – Pharmaceutical forum

    Í tengslum við rammaáætlun ESB um eflingu evrópskra framleiðslugreina og iðnaðar hefur verið komið á fót samráðsvettvangi lyfjamálaráðherra evrópusambandsríkja, lyfjaframleiðenda, og hagsmunaðila, kallað Pharmaceutical forum. Verkefni þessa nýja vettvangs er: Addressing the fragmentation of the European pharmaceutical market, work will focus on R&D issues and regulatory matters at Member state level, such as the crucial issues related to pricing and relative effectiveness. Unnið hefur verið að því að tryggja þátttöku EES/EFTA ríkja að þessum samráðsvettvangi og þeim þremur vinnuhópum sem á vegum hans starfa. Næsti fundur Pharmaceutical forum verður seinnihluta september.

    ALMANNATRYGGINGAR

    Endurgerð reglugerðar um almannatryggingar

    Unnið hefur verið að því að meta nýja reglugerð um almannatryggingar og réttindi þar að lútandi við för á milli landa á EES svæðinu (Coordination of Social Security Systems (Regulation (EC) No 883/2004). Reglugerðin er viðamikil, en megintilgangur hennar er að endurgera reglugerð nr. 1408/71 um þessi mál, sem hefur tekið ótal breytingum síðan hún var lögfest árið 1971. Með hinni nýju reglugerð er sköpuð betri yfirsýn yfir réttindi og skyldur í þessum efnum.

    Rýmkun á reglugerð um almannatryggingar 1408/71/EB til borgara þriðju ríkja

    Enn er til umfjöllunar í undirnefnd III reglugerð 859/2003/EB um rýmkun á reglugerð um almannatryggingar 1408/71/EB til borgara þriðju ríkja. Breytingin fæli í sér að borgarar þriðju ríkja nytu sömu réttinda til heilbrigðisþjónustu og almannatryggingaverndar og aðrir ríkisborgarar innan ESB-ríkja við flutning á milli aðildarríkja ESB og geti jafnframt flutt uppsöfnuð réttindi sín á milli ríkja. Lagagrunnur reglugerðarinnar er ákvæði 4. tölul. 63. gr. í IV. kafla stofnsáttmála EB en ákvæðið kom inn með Amsterdamsamningnum og ber yfirskriftina vegabréfsáritun, hæli, innflytjendur og aðrar stefnur tengdar frjálsri för fólks.

  • 25

    Í EES-samningnum er ekki að finna samsvarandi ákvæði. Lögfræðingar EFTA skrifstofunnar hafa komist að þeirri niðurstöðu að gerðin falli ekki undir gildissvið EES-samningsins en EFTA ríkin hafa ekki komist að niðurstöðu um hvort gerðin falli undir gildissvið EES-samningsins.

    FJÁRMÁL

    HELSTU GERÐIR SEM ERU TIL UMFJÖLLUNAR

    1. Tilkynningar um vöruflutninga til og frá ESB, 24 -tíma reglan

    Framkvæmdastjórn ESB sendi þann 24. júlí 2003 frá sér samskiptaskjal með tillögum um breytingar á tollalöggjöf ESB sem lutu að auknu eftirliti með flutningi á vörum til og frá aðildarríkjum sambandsins. Megintilgangurinn var að leggja grunn að betri áhættugreiningu við eftirlit með vöruflutningum, m.a. með vísan til hryðjuverkaógnar í kjölfar atburðanna 11. september 2001. Megininntak breytinganna var að skylt yrði að tilkynna um allar vörusendingar til og frá tollabandalagi ESB með 24 klst. fyrirvara. Gert var ráð fyrir nokkrum undantekningum varðandi: a) vörur sem ferðamenn flytja með sér, b) smásendingar, c) land- og sjóflutninga þar sem flutningstími er minni en 24 klst. og d) hraðsendingar á vegum viðurkenndra fyrirtækja. Ef ekki væri tilkynnt um vöruflutning með tilskildum fyrirvara var gert ráð fyrir því að flutningur yrði eftir sem áður heimill en tafir gætu orðið á tollafgreiðslu. Síðasta vor samþykktu Ráðherraráðið og Evrópuþingið rammalöggjöf um nýjar öryggiskröfur í tengslum við vöruflutninga til og frá ESB, sbr. reglugerð EC nr. 648/2005, sem breytti tollalöggjöf ESB nr. 2913/992 (the Community Customs Code). Sérstakir frestir til tilkynninga eru ekki tilgreindir í rammalöggjöfinni en gert ráð fyrir að framkvæmdastjórnin setji nánari reglur um útfærslu á meginreglum sem settar eru með reglugerð nr. 648/2005. Vinna við útfærslu stendur yfir og liggja fyrir drög að reglum sem kveða nánar á um kröfur til tilkynninga, þar á meðal fresti farmflytjenda til þess að tilkynna um farm og innihald hans. Stefnt er að því að reglurnar komi til framkvæmda 1. janúar 2007. EFTA-ríkin hafa fylgst náið með þróun mála. Tollanefnd EFTA hélt fundi með fulltrúum framkvæmdastjórnarinnar (DG trade) í nóvember 2003 og mars 2004 þar sem fram kom ríkur vilji til samstarfs um útfærslu öryggiskrafnanna gagnvart EES/EFTA ríkjunum með það að markmiði að kröfurnar yrðu ekki óþarflega íþyngjandi. Jafnframt fundaði tollanefnd EFTA með fulltrúum DG TAXUD á síðasta ári. Að auki hafa fulltrúar framkvæmdarstjórnarinnar þekkst boð undirnefndar I um fundi á þessu ári. EES/EFTA ríkin og framkvæmdastjórnin eru að kanna kosti þess að útfæra reglurnar með tvíhliða samningum milli ESB annars vegar og hvers EES/EFTA ríkis hins vegar. Með því

  • 26

    verður einfaldast að taka tillit til ólíkra aðstæðna ríkjanna. Þó nokkur undirbúningur er fyrirséður áður en samkomulag um útfærslu fyrir EES/EFTA ríkin liggur fyrir. Fjármálaráðuneytið og samgönguráðuneytið hafa haft samráð um túlkun reglnanna og samræmt viðbrögð við einstökum ákvæðum. Einnig hafa ráðuneytin kynnt efni reglnanna fyrir farmflytjendum á tveimur kynningarfundum.

    2. Alþjóðlegir reikningsskilastaðlar og endurskoðun arstaðlar

    Þann 19. júlí 2002 var samþykkt reglugerð ESB um alþjóðlega reikningsskilastaðla nr. 1606/2002, þar sem mælt er fyrir um að samstæðuskil skráðra fyrirtækja innan ESB (og þar með innan EES-svæðisins) skuli vera í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (International Accounting Standards) frá og með 1. janúar 2005. Þann 14. mars 2003 ákvað sameiginlega EES nefndin að fella reglugerð ESB í viðauka EES samningsins. Á síðasta ári voru samþykkt lög um breyting á lögum um ársreikninga nr. 45/2005 þar sem reglugerð nr. 1606/2002, um innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla og tilskipun nr. 51/2003 var tekin upp í íslenskan rétt. Með þessu er lokið endurskoðun á 4. og 7. félagatilskipununum sem íslensku ársreikningslögin byggja á. Lokið er þýðingu á reglugerðum 707/2004 og 1725/2003 ásamt fylgiskjölum og verða þær birtar innan tíðar. Þar er kveðið á um hvaða staðla eigi að innleiða. Innleiðing gerðanna hefur töluverð áhrif í för með sér fyrir fyritæki á Íslandi. Öllum skráðum félögum verður gert skylt að beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum og öðrum félögum verður það heimilt, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Félög sem ekki hafa skyldu eða nýta sér heimild til að fylgja alþjóðlegum reikningsskilastöðlum þurfa að taka mið af ársreikningslögum sem töluverðar breytingar hafa verið gerðar á frá setningu þeirra árið 1994. Hafinn er undirbúningur á innleiðingu alþjóðlegra endurskoðunarstaðla sem svipar til reikningsskilastaðlanna. Evrópuþingið og Ráðherraráðið samþykktu vorið 2006 8. félagatilskipunina um skyldu til að innleiða alþjóðlega endurskoðunarstaðla á EES svæðinu. Útfærsla reglnanna er enn á undirbúningsstigi og munu íslensk stjórnvöld taka þátt í undirbúningnum með svipuðum hætti og áður. Sóttir verða fundir í vinnuhópum á vegum framkvæmdastjórnar ESB og EFTA, en jafnframt hefur verið skipuð nefnd endurskoðenda á Íslandi til að útfæra staðlana og leggja til hvernig þeir verða teknir upp í íslenskri löggjöf.

    3. Heildarlöggjöf um opinber innkaup

    Heildarlöggjöf um opinber innkaup (Reform Package on Public Procurement) var samþykkt af Evrópuþinginu og Ráðherraráðinu þann 31. mars. 2004. Löggjöfin samanstendur af tveimur tilskipunum. Annars vegar tilskipun 2004/18/EC, um samræmdar aðferðir við gerð samninga um opinberar framkvæmdir og opinber innkaup á vörum og þjónustu. Hins vegar tilskipun 2004/17/EC, um samræmdar aðferðir við innkaup stofnana og fyrirtækja sem starfa á sviði vatns-, orku-, samgöngu- og póstþjónustu.

  • 27

    Með nýrri löggjöf er leitast við að breyta innkaupaaðferðum með því að hverfa frá ströngum reglum um skyldur og takmarkanir opinberra kaupenda í sveigjanlegra form þar sem vísað er til alþjóðlegra eða evrópskra staðla og leiðbeinandi innkaupaðferða t.d. með hliðsjón af umhverfisvænum innkaupum. Rafrænar innkaupaaðferðir leika stórt hlutverk í nýrri löggjöf og gert er ráð fyrir að slíkar aðferðir jafngildi hefðbundnum innkaupaaðferðum. Hvað varðar aðra nýbreytni má nefna skilvirkt rafrænt innkaupakerfi, rafræn uppboð, miðlægar innkaupastofnanir og vægi félagslegra og umhverfislegra sjónarmiða við innkaup. Gert var ráð fyrir að lög, reglugerðir og aðrar ráðstafanir í tengslum við tilskipanirnar tækju gildi fyrir 31. janúar 2006. Sameiginlega EES nefndin samþykkti að taka gerðirnir inn í EES samninginn í júní 2006. Íslensk stjórnvöld hafa sex mánuði frá þeim tíma til að innleiða tilskipanirnar í íslenska löggjög og er stefnt að því að leggja fram frumvarp um opinber innkaup á Alþingi haustið 2006.

    4. Reglur um starfstengdan lífeyri

    Tilskipun ESB um stofnanir fyrir starfstengdan lífeyri (Institutions for occupational retirement provision's - IORP's) nr. 2003/41/EC var samþykkt af Ráðherraráðinu og Evrópuþinginu þann 3. júní 2003. IORP er hugtak yfir aðila sem hafa heimild til að reka starfsemi sem felst í að taka við iðgjöldum til öflunar lífeyris, ávaxta þau og greiða út lífeyri til rétthafa. Markmið tilskipunarinnar er að stuðla að hagkvæmum fjárfestingum, tryggri ávöxtun, tryggja réttindi sjóðfélaga og annarra rétthafa, gera stofnunum fyrir starfstengdan lífeyri fært á að bjóða þjónustu yfir landamæri innan ESB, stuðla að faglegri stjórnun, tryggja samkeppni, koma á gagnkvæmri viðurkenningu eftirlitsaðila innan ESB, skapa forsendur fyrir öflugri innri markaði fyrir lífeyrissparnað og gera stofnunum þannig betur kleift að nýta kosti innri markaðar ESB og Evrunnar. Tilskipunin gildir um stofnanir fyrir starfstengdan lífeyri. Íslensku lífeyrissjóðirnir myndu því flestir falla undir tilskipunina ef ekki væri sérstökum undanþágum fyrir að fara. Sú mikilvægasta sem lýtur að lífeyrissjóðunum er að lífeyrissjóðir sem falla undir reglugerð EB/1408/71 og reglugerð EB/574/72, eru undanþegnir tilskipuninni sem og svokallaðir gegnumstreymissjóðir (pay as you go) sem ekki safna sjóðum. Samkvæmt þessu falla þær deildir sjóða sem taka við lögbundum lífeyrisiðgjöldum, ekki undir tilskipunina. Taki viðkomandi lífeyrissjóðir hins vegar jafnframt við iðgjöldum sem ekki eru skyldubundin, skulu þau vistuð í sérstökum deildum og skal eignum sem standa eiga undir þeim réttindum haldið algerlega aðskildum frá eignum sem tilheyra skyldubundnu deildunum. Litið hefur verið svo á að undir skyldubundin framlög falli lögbundið 10% framlag, auk skyldubundinna framlaga á grundvelli kjarasamninga og/eða sérlaga. Skyldubundin framlög, umfram 10% ,falla utan tilskipunarinnar en framlög þar umfram kunna hinsvegar að falla innan tilskipunarinnar. Viðbótarlífeyrissparnaður fellur ekki undir tilskipunina þar sem hann fellur undir svokallaða þriðju stoð og er byggður á ákvörðun hvers einstaklings.

  • 28

    Það er því mat íslenskra stjórnvalda að efni umræddrar tilskipunar hafi takmörkuð áhrif á Íslandi. Engu að síður er þeim skylt að innleiða hana og setja reglur sem aðilar geta starfað eftir, fari svo að slíkar stofnanir verði settar á fót hér á landi. Þetta kallar á breytingar á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Á vegum fjármálaráðuneytisins vinnur starfshópur að innleiðingu tilskipunarinnar og er ráðgert að frumvarp þess efnis verði lagt fyrir Alþingi á haustþingi 2006.

    Í FRAMHALDI AF DÓMSMÁLI HJÁ EFTA-DÓMSTÓLNUM

    Flugvallaskattar

    Þann 12. desember 2003 kvað EFTA-dómstóllinn upp dóm í máli sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) höfðaði gegn íslenska ríkinu vegna álagningar flugvallaskatts. Komst EFTA-dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að tilhögun álagningar flugvallaskatts hér á landi fæli í sér brot á EES-samningnum. Tók dómstóllinn þar undir sjónarmið ESA sem taldi að misræmi á flugvallaskatti á millilandaflug annars vegar og innanlandsflug hins vegar valdi hömlum á frelsi til þjónustu. Þess má geta að þegar dómurinn var kveðinn upp nam flugvallaskattur á millilandaflug 1.250 kr. en 165 kr. á innanlandsflug. Væri þjónustuveitendum í flugrekstri með því gert erfiðara að veita þjónustu sem næði til EES svæðisins alls, heldur en að veita þjónustu innanlands eingöngu. Var Íslandi því gert skylt að lagfæra þetta kerfi flugvallaskatta, þannig að það bryti ekki í bága við ákvæði EES samningsins. Með lögum nr. 95/2004 voru gerðar breytingar á lögum nr. 31/1987 um flugmálaáætlun og fjáröflun til flugmála. Fólu þær í sér að skattur á millilandaflug og innanlandsflug var samræmdur og nemur nú 382 kr. fyrir hvern farþega. Til að fjármagna viðbótarkostnað vegna reksturs og viðhalds alþjóðlegra varaflugvalla á Íslandi var ákveðið sérstakt varaflugvallagjald á millilandaflug sem nemur 598 kr. fyrir hvern farþega. ESA sendi íslenskum stjórnvöldum bréf dags. 26. maí 2005 með ósk um ítarlegar upplýsingar í ljósi breytinga á flugvallaskatti og nýs varaflugvallargjalds. Íslensk stjórnvöld sendu umbeðnar upplýsingar í fyrra sumar, en ekkert hefur heyrst frá ESA síðan.

    ANNAÐ

    Fjarvirk gagnasamskipti milli stjórnsýslustofnana í bandalaginu (IDA)

    Samkvæmt bókun 31 með EES samningnum eiga Íslendingar og ESB samstarf á fleiri sviðum en þeim sem falla beinlínis undir fjórþætta frelsið. Í 17. gr. bókunarinnar er kveðið á um fjarvirk gagnasamskipti milli stjórnsýslustofnana í bandalaginu IDA (Hvað heitir þetta bandalag á ensku ?).

  • 29

    Þann 21. apríl 2004 samþykktu Evrópuþingið og Ráðherraráðið aukið samstarf á sviði fjarvirkra gagnasamskipta milli stjórnsýslustofnana sem lýtur að því að auðvelda nýjum aðildarríkjum inngöngu og rafræn samskipti við aðildarríki sem eru fyrir. Verkefnið heitir “Interchange of Data Between Administration, Businesses and Citizens” (IDABC) og er framhald á IDA-verkefninu. Samkvæmt ákvörðuninni er stefnt að því að efla og koma á fót samevrópskri rafrænni stjórnsýslu og þróun rafrænna viðskipta í víðum skilningi. Meðal markmiða er að koma á skilvirkum og öruggum rafrænum samskiptum, auka árangur á sviði upplýsingasamskipta innan viðskiptalífsins og meðal borgara, efla rafræn samskipti milli stofnana ESB og milli stofnana innan aðildarríkjanna. Auk þess að b�