48
Skólanámskrá 2013 2014 8. bekkur Umsjónarkennarar: Birgir Örn Birgisson Hildur Arna Håkansson Ingvar Þór Guðjónsson

8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

  • Upload
    others

  • View
    4

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Skólanámskrá 2013 – 2014

8. bekkur

Umsjónarkennarar:

Birgir Örn Birgisson

Hildur Arna Håkansson

Ingvar Þór Guðjónsson

Page 2: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 8. bekkur 2013 - 2014

1 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Efnisyfirlit

EFNISYFIRLIT ......................................................................................................................... 1

INNGANGUR ............................................................................................................................ 2

ÍSLENSKA ................................................................................................................................. 4

STÆRÐFRÆÐI ......................................................................................................................... 8

NÁTTÚRUVÍSINDI OG UMHVERFISMENNT ................................................................... 13

SAMFÉLAGSFRÆÐI ............................................................................................................. 16

DANSKA ................................................................................................................................. 22

ENSKA ..................................................................................................................................... 24

LÍFSLEIKNI ............................................................................................................................ 27

STUNDIN OKKAR ................................................................................................................. 28

UPPLÝSINGATÆKNI ............................................................................................................ 29

ÍÞRÓTTIR, LÍKAMS- OG HEILSURÆKT ............................................................................ 31

SUND ....................................................................................................................................... 34

LIST- OG VERKGREINAR .................................................................................................... 38

HEIMILISFRÆÐI .................................................................................................................... 38

HÖNNUN OG SMÍÐI ............................................................................................................. 40

MYNDMENNT ....................................................................................................................... 41

TEXTÍLMENNT ...................................................................................................................... 43

TÍSKA ..................................................................................................................................... 44

LEIKRÆN TJÁNING .............................................................................................................. 45

RYTMASPUNI OG KROPPAKLAPP .................................................................................... 46

Page 3: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 8. bekkur 2013 - 2014

2 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Inngangur

Námi í unglingadeild Hraunvallaskóla er skipt niður í 6 þrep, en hvert þrep samsvarar

einni önn að umfangi.

Nám á unglingastigi er einstaklingsmiðað og reynt er að mæta hverjum og einum

nemenda á hans forsendum. Kennsla fer fram á fagsvæðum og fara nemendur á milli

svæða í umsjónarhópunum sínum.

Viðhafðar eru fjölbreyttar kennsluaðferðir til að mæta þörfum flestra nemenda

og er ýmist unnið einstaklingslega, í hópum, í gegnum leiki, umræður, ritun o.s.frv.

Kennarar hafa gert áætlun í hverju fagi fyrir sig og vinna nemendur eftir þeim. Þar hefur

námsefni vetrarins verið skipt niður á vikurnar og námsmat dagsett. Kennarar skrá

heimanám í Mentor en einnig eru nemendur hvattir til að nýta sér dagbækur. Ef

nemendur ljúka ekki áætlun vikunnar taka þeir námsefnið með sér heim og ljúka því

þar.

Á unglingastigi er námsver sem er ætlað þeim sem þurfa sérstakan stuðning í

námi.

Verk- og listgreinakennsla er kennd í hringekju. Nemendahópnum er skipt í 6 hópa

sem mæta í um 16-17 skipta lotum í hverja verk- og listgrein.

Page 4: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 8. bekkur 2013 - 2014

3 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Viðmiðunarstundatafla fyrir 8. bekk

(Hver tími er 40 mín. á viku að meðaltali)

Námsgrein: Tímafjöldi

Íslenska 6

Stærðfræði 6

Danska 3

Enska 3

Náttúrufræði og

umhverfismennt

3

Samfélagsgreinar 3

Lífsleikni 1

Íþróttir 3

Heimilisfræði 1

Listgreinar 4

Upplýsingamennt 1

Hönnun og smíði 1

Umsjón 2

SAMTALS 37

Page 5: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 8. bekkur 2013 - 2014

4 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Íslenska

Markmið

Lestur

Að nemandi:

- geti fundið afþreyingarefni við sitt hæfi á heimili sínu, bókasafni eða á

Netinu

- afli sér heimilda á bókasafni eða á tölvutæku formi til frekari úrvinnslu

- þjálfist í notkun orðabóka og annarra handbóka

- sé fær um að gera útdrátt úr efni sem hann hefur lesið

- geti myndað sér skoðun á því sem hann hefur lesið

- þjálfist í að lesa og túlka ýmiss konar myndmál og myndrænt efni

- auki orðaforða sinn og lesskilning og efli málskilning með margvíslegum

lestrarverkefnum í skóla og á heimili

Talað mál og framsögn

Að nemandi:

- geti tjáð sig frjálslega frammi fyrir skólafélögum sínum og öðrum hópum,

t.d. við kynningu á hópverkefnum

- geti gert grein fyrir skoðunum sínum og rökstutt þær

- þjálfist í að taka þátt í samræðum um tiltekin málefni og komist að

niðurstöðu

- þjálfist í að tala blaðlaust um ákveðið efni, bæði að eigin vali og um málefni

líðandi stundar

- tileinki sér skýran og áheyrilegan framburð og viðeigandi talhraða

Hlustun og áhorf

Að nemandi:

- þjálfist í að hlusta á flókin fyrirmæli og fara eftir þeim

- skilji meginatriði í nákvæmum munnlegum upplýsingum

Page 6: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 8. bekkur 2013 - 2014

5 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

- tileinki sér viðeigandi framkomu og geti hlustað af þolinmæði, með athygli

og skilningi á samræður annarra

- geti hlustað á umræður og gert sjálfum sér og öðrum grein fyrir innihaldi

þeirra

- þjálfist í að hlusta á upplestur ýmiss konar bókmenntaefnis

- fái tækifæri til að hlusta á vandaðan upplestur bókmenntaefnis, t.d. af

myndbandi eða hljóðbandi, fara í leikhús og sjá efni af myndbandi

Ritun

Að nemandi:

- þekki flestar stafsetningarreglur og hafi náð nokkurri færni í

greinarmerkjasetningu

- þjálfist í að nota stafsetningarorðabók, ritunar- og leiðréttingarforrit

- þjálfist í uppsetningu og frágangi á eigin texta, m.a. bréfum, umsóknum,

ritgerðum og lýsingum

- geti skrifað skilmerkilega um eigin reynslu, hugsanir og tilfinningar

- geti skrifað sögur og ljóð og þjálfist í að nota myndmál, málshætti og orðtök

þar sem við á

- geti byggt upp texta á viðeigandi hátt

- læri að nýta sér heimildir við ritun

Bókmenntir

Að nemandi:

- lesi og ræði ítarlega um bækur sem fjalla um reynsluheim unglinga

- lesi og ræði um mismunandi lausamálstexta, s.s. smásögur, þjóðsögur,

goðsögur, ævintýri og valda texta úr Íslendingasögum eða -þáttum

- skoði hugmyndaheim teiknimyndasagna

- þekki mun óhefðbundinna og hefðbundinna ljóða

- geri sér grein fyrir grunnhugtökunum í umfjöllun um skáldsögur, t.d.

boðskapur, aðal- og aukapersónur og umhverfi

- þekki hugtökin rím, stuðlar, braglína, endurtekning, persónugerving og

líking og geti notfært sér þau í umfjöllun um bókmenntatexta

Page 7: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 8. bekkur 2013 - 2014

6 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Málfræði

Að nemandi:

- fái ríkuleg tækifæri til að leika sér með tungumálið á fjölbreyttan hátt

- átti sig á flokkun í sagnorð, fallorð og óbeygjanleg orð

- þekki beygingaratriði fallorða og geti í því sambandi fundið fall, tölu og kyn

og notfært sér þessi hugtök í leiðbeiningum um málfar og í tengslum við

leiðbeiningar og frágang texta

- geri sér grein fyrir hvaða orðmynd er uppflettimynd fallorðs og geti nýtt sér

það við notkun orðabóka

- geti fundið nútíð og þátíð sagnorða og átti sig á mun reglulegrar beygingar

og óreglulegrar, geti fundið nafnhátt og boðhátt sagna

- geti fundið stofn orða og nýtt sér þá þekkingu við stafsetningu og

orðmyndun, geti greint forskeyti og viðskeyti og skilið hlutverk þeirra við

orðmyndun

- þekki mun á setningu, málsgrein og efnisgrein

Inntak náms

Í skólanum er lögð áhersla á heildstæða móðurmálskennslu, þ.e. tengsl einstakra þátta

og viðfangsefna innbyrðis og eðlilega stígandi í náminu miðað við aldur og þroska

nemenda. Samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla skiptist námið í eftirfarandi þætti:

Lestur, talað mál og framsögn, hlustun og áhorf, málfræði, bókmenntir og ritun.

Í 8. bekk er lögð áhersla á eftirfarandi þætti: Í bókmenntum er lesin ein fornsaga og ein

nútímasaga auk valbókar og fleira. Eru gerð verkefni þessu tengd. Þau eru í formi

spurninga, prófa og umræðna. Í málfræði er unnið með grundvallaratriði og lögð áhersla

á að nemendur nái færni í beygingarfræði orðflokka. Í málnotkun er lögð áhersla á að

nemendur kynnist margbreytileika málsins og þeir þjálfaðir í notkun orðtaka og

málshátta og öðrum atriðum sem auka orðaforða og málskilning. Í stafsetningu er lögð

áhersla á þjálfun grundvallaratriða og því fylgt eftir að nemendur fái þjálfun í gegnum

verulega skriftarvinnu. Í ritun er lögð áhersla á að nemendur geti byggt upp sjálfstæða

frásögn, sagt frá persónulegri reynslu og sagt hlutlægt frá atburðum. Einnig er gerð

kjörbókarritgerð. Lögð er áhersla á að nemendur lesi bók/bækur í frjálsum

valbókarlestri. Foreldrar eru hvattir til að örva börn sín til bóklesturs.

Page 8: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 8. bekkur 2013 - 2014

7 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Kennsluskipan

Kennslustundir eru 6 á viku. Megináherslan í íslensku er á lestur, rétta málnotkun og

ritun. Nemendur lesa fjölbreytta bókmenntatexta og fá viðfangsefni í tengslum við þá.

Nemendur fá jafnframt tækifæri til að lesa texta að eigin vali, sér til ánægju og

yndisauka. Lögð er áhersla á að nemendur noti grundvallarreglur í stafsetningu og

málfræði í öllum greinum. Nemendur þjálfa þessar reglur svo sérstaklega í gegnum

vinnubækur.

Námsmat

Símat á sér stað á vinnu nemenda allan veturinn. Vinnubækur nemenda og vinnusemi

gilda til einkunnar í öllum þáttum íslenskunnar. Kannanir eru lagðar fyrir reglulega í

málfræði, lesskilningi og stafsetningu. Nemendur vinna auk þess að stærri verkefnum,

s.s. ritgerð og ýmsum hópverkefnum, sem gilda jafnframt til einkunnar.

Námsgögn

Sögur:

a) Laxdæla

b) Gauragangur

Málfræði og stafsetning: Fallorð, Málfinnur, Skriffinnur, Stafsetning (brúna bókin),

Smáorð, ljósrit frá kennara, efni af vef, ljóðabækur, annað efni frá kennara.

Kennarar: Karl Pálsson og Guðbjörg Pálsdóttir

Page 9: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 8. bekkur 2013 - 2014

8 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Stærðfræði

Markmið

Reikniaðgerðir, reiknikunnátta og mat

Að nemandi:

- lesi og skrifi háar og lágar tölur sem koma fyrir í texta, töflum og

myndritum, ártöl í rómverskum tölum, almenn brot, tugabrot, mælitölur af

ýmsu tagi og prósentur

- temji sér að fara rétt með stærðfræðiheiti og tákn, s.s. jafnaðarmerki

- þjálfist í notkun sviga og forgangsröð aðgerða

- vinni með heilar tölur, röðun þeirra, talnarunur og reikniaðgerðir

- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota,

styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur

- breyti endanlegum tugabrotum í almenn brot og almennum brotum í

tugabrot

- noti reiknivél til að leggja saman, draga frá, margfalda og reikna prósentur

með því að breyta í tugabrot og reikna svo

- minnist hlutverks tölunnar 0 í reikniaðgerðum

- öðlist það góða tilfinningu fyrir tölum að hann geti lagt mat á hvort útkoma

úr reikningsdæmi er sennileg

- temji sér að prófa útkomur og leita að reiknivillum

- námundi tölur að heilum þúsundum, hundruðum, tugum, einingum, tíundu

hlutum, hundraðshlutum og þúsundustu hlutum

- venjist því að reyna að gera sér grein fyrir svari áður en gripið er til

reiknivélar

Hlutföll og prósentur

Að nemandi:

- fáist við hlutföll milli stærða og geti skýrt þau með tilvísan til almennra

brota og mynda eða teikninga

- vinni með mælikvarða á vinnuteikningum og landakortum

Page 10: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 8. bekkur 2013 - 2014

9 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

- taki þátt í umræðum þar sem þörf er á skilningi á hlutföllum

- vinni með prósentur í margvíslegu samhengi þannig að nemandinn skilji

- að prósent merkir hluta af hundraði og byggi á þeim skilningi þegar hann

reiknar með prósentum

- fáist við prósentureikning sem algengur er í þjóðfélaginu, t.d. hækkun eða

lækkun, aukningu eða minnkun og afslátt

Rúmfræði

Að nemandi:

- þekki hugtök, s.s. punkt, línu, línustrik, geisla, horn og ýmsar gerðir

marghyrninga, fari rétt með heiti þeirra og geti lýst þeim bæði í mæltu máli

og með því að teikna myndir, borið þau saman og flokkað

- kynnist hugtökunum réttstrendingi og teningi, kunni að skilgreina þau og

nýta sér í útreikningum

- kynnist rétthyrndum, jafnarma og jafnhliða þríhyrningum og geti nýtt sér

eiginleika þeirra í útreikningum

- tileinki sér hugtök og aðferðir við að mæla og reikna lengdir strika,

flatarmál og ummál marghyrninga og rúmmál réttra strendinga

- hanni rétthyrning með gefnu ummáli og flatarmáli og átti sig á því að

rétthyrningur með gefið ummál getur haft breytilegt flatarmál

- fáist við rétthyrnt hnitakerfi í sléttum fleti og hnit punkta og spegli og hliðri

punktum í hnitakerfi

- fáist við einfaldar hliðranir, snúninga og speglanir mynda í sléttum fleti

- kynnist aðferð Eschers við að mynda flatarmyndir sem nota má til að þekja

flöt

- vinni verkefni sem sýna fram á regluna um hornasummu þríhyrnings og noti

hana til að reikna stærðir grannhorna og horna í jafnarma, jafnhliða og

rétthyrndum þríhyrningum

Stæður og jöfnur

Að nemandi:

- temji sér að fara rétt með stærðfræðiheiti og tákn, s.s. jafnaðarmerki

- þjálfist í notkun sviga og forgangsröð aðgerða

Page 11: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 8. bekkur 2013 - 2014

10 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

- lesi og túlki skýringartexta í námsefni og útskýri lausnir sambærilegra

verkefna og þar er fjallað um

- taki þátt í samstarfsverkefnum með bekkjarfélögum þar sem reynir á þessa

færni og þátttöku hans í umræðum um lausnarleiðir og niðurstöður

- lesi og ræði um röksemdir í námsefni og geri sér grein fyrir mikilvægi

þeirra

- ræði og rökstyðji samhengið í venjulegum reikniaðferðum, t.d. samlagningu

almennra brota

- þýði verkefni úr daglegu lífi yfir á táknmál stærðfræði

- vinni með heilar tölur, röðun þeirra, talnarunur og reikniaðgerðir

- þekki mengi heilla talna, náttúrlegra talna og ræðra talna og táknheiti þeirra,

Z, N og Q

- minnist hlutverks tölunnar 0 í reikniaðgerðum

- öðlist það góða tilfinningu fyrir tölum að hann geti lagt mat á hvort útkoma

úr reikningsdæmi er sennileg

- temji sér að prófa útkomur og leita að reiknivillum

- tileinki sér tækni til að reikna í huganum, m.a. með því að beita námundun

eða dreifireglu, tengireglu og víxlreglu þar sem við á

- noti táknmál algebru til að lýsa reglum í talna- og rúmfræðimynstrum

- vinni með bókstafi til að tákna stærðir og beiti reiknireglum á stæður (heiti)

þar sem ein eða fleiri óþekktar stærðir koma fyrir

- leysi einfaldar jöfnur og byggi á skilningi á því hvernig bókstafir eru notaðir

til að tákna stærðir

- kynnist hugtökunum liðun og þáttun og dæmum um hvernig hægt er að

einfalda stæður með beitingu þeirra

- vinni með víxlreglu og tengireglu samlagningar og margföldunar

- kynnist muninum á stæðu (heiti) og jöfnu

Brot

Að nemandi:

- lesi og skrifi háar og lágar tölur sem koma fyrir í texta, töflum og

myndritum, almenn brot, tugabrot, veldi og prósentur af ýmsu tagi

Page 12: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 8. bekkur 2013 - 2014

11 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

- ræði og rökstyðji samhengið í venjulegum reikniaðferðum, t.d. samlagningu

almennra brota

- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota,

styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur

- stytti almenn brot með því að leysa teljara og nefnara í frumþætti

- breyti endanlegum tugabrotum í almenn brot og almennum brotum í

tugabrot

- noti reiknivél til að leggja saman, draga frá, margfalda og reikna prósentur

með því að breyta í tugabrot og reikna svo

- fáist við hlutföll milli stærða og geti skýrt þau með tilvísan til almennra

brota og mynda eða teikninga

Tölfræði,töflur og myndrit

Að nemandi:

- fáist við, þekki og skilji hugtökin tíðni, tíðnidreifing, meðaltal, tíðasta gildi

og miðgildi

- setji fram og túlki tíðnitöflur, súlurit, línurit og aðrar einfaldar aðferðir við

framsetningu og lýsingu tölulegra gagna

- þjálfist í öflun gagna, flokkun þeirra og framsetningu

- geri sér grein fyrir líkindahugtakinu og átti sig á að sumir hlutir eru háðir

líkindum en aðrir ekki

- venjist því að kynna sér verkefni til hlítar, skilgreina hvað er gefið og hvað

ekki, nota fjölbreytilegar aðferðir, t.d. gera töflur og teikningar, eða setja á

svið til að leita lausna og prófi og sannreyni niðurstöður

- glími við verkefni og þrautir þar sem lausnarleiðir eru ekki augljósar fyrir

fram; þrautirnar feli í sér samsetningar ólíkra hugtaka og aðferða

- meðhöndli upplýsingar um náttúrufyrirbrigði á stærðfræðilegan hátt, t.d.

setji veðurathuganir upp í töflur og gröf og túlki sem fall af tíma

Inntak náms

Áhersla er lögð á að nemendur skilji stærðfræðileg hugtök og leysi fjölbreytt verkefni á

margvíslegan hátt. Helstu þættir sem unnið er með eru: reikniaðgerðir, hlutföll og

Page 13: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 8. bekkur 2013 - 2014

12 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

prósentur, rúmfræði, stæður og jöfnur, tölfræði, töflur og myndrit. Auk þess verður

haldið áfram að byggja ofan á þá grunnþætti sem nemendur hafa áður fengist við í námi

sínu. Stuðlað verður að því að nemendur skilji gildi stærðfræðinnar í tengslum við

umhverfi sitt og geti nýtt hana í daglegu lífi innan og utan skóla.

Kennsluskipan

Kennslustundir eru 6 á viku. Námi í stærðfræði í 8. bekk er skipt niður í 2 þrep, en hvert

þrep samsvarar einni önn að umfangi. Hverju þrepi er síðan skipt í 4-6 vikna lotur þar

sem tekist er á við eitt meginþema. Námið krefst þess af nemendum að þeir séu

sjálfstæðir í námi og bera að miklu leyti ábyrgð á framvindu þess sjálfir. Nemendur

geta farið á eigin hraða í gegnum námið og lokið þannig grunnskólaprófi í stærðfræði á

skemmri tíma en 3 árum, ef þeir kjósa svo. Þannig geta nemendur hafið

framhaldsskólanám í stærðfræði fyrr ef þeir kjósa. Kennari mun leggja til

viðmiðunaráætlun í hverju þrepi sem nemendur geta farið eftir.

Við upphaf hvers þreps fá nemendur öll þau gögn sem þeir þurfa til þess að ljúka hverri

lotu. Þar er að finna þau námsgögn sem nota á, lista yfir þau verkefni sem á að vinna,

upplýsingar um námsmat og viðmiðunaráætlun.

Námsmat

Námsmat fer þannig fram að nemendur taka kannanir úr hverri lotu og þurfa að skila

vinnubók. Ef nemendur vinna framúr áætlun má finna heppilegan tíma til þess að taka

próf og kannanir. Þetta þýðir að nemendur geta stýrt því hvenær þeir taka þau próf sem

þeir þurfa að ljúka í hverri lotu, í samvinnu við kennara. Í lok annar er stærri könnun

svokallað samantektarpróf.

Námsmat fyrir hvert þrep (1. og 2. þrep)

Námsmat í lotum:

Lotupróf 50%

Verkefnabók 25%

Vinnusemi 25%

Page 14: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 8. bekkur 2013 - 2014

13 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Samantektarpróf (1. og 2. þrep) 30%

Námsgögn

Almenn stærðfræði I e. Lars – Erik Björk o.fl. 1987. Þýð. Hildigunnur Halldórsdóttir og

Sverrir Einarsson, Átta-tíu 1 og 2 e. Guðbjörg Pálsdóttur og Guðný Helga

Gunnarsdóttir 2005, ásamt öðru námsefni frá kennara. Nemendur koma með vasareikni,

reglustiku og hringfara.

Kennari: Klara Hallgrímsdóttir

Náttúruvísindi og umhverfismennt

Markmið

Lífvísindi

Aðeins ein jörð

Að nemandi:

- kynnist vísindalegum vinnubrögðum, notkun áhalda og tækja við

vísindarannsóknir

- nái færni í beitingu ýmissa grunnhugtaka varðandi efnaskipti, frumuöndun,

ljóstillífun, vöxt, æxlun, þroskun og hreyfingu

- geti lýst sameiginlegum einkennum, skipulagi, orkuþörf og orkuöflun

lífvera

- geri greinamun á ólífrænum og lífrænum efnum og þekki algengustu

frumefni í lífverum

- geti lýst uppbyggingu frumna

- læri um tengsl lífvera í vistkerfi og aðlögun að umhverfinu

- þekki grunnhugtök vistfræðinnar.

- geti skýrt mögulegar afleiðingar þess að fæðukeðjur raskist

- geti nefnt dæmi um fjölbreytni í samskiptum lífvera s.s samhjálp,

samkeppni, gistilífi, sníkjulífi

- geti útskýrt orkuflæði í vistkerfum

Page 15: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 8. bekkur 2013 - 2014

14 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Inntak náms

Áhersla er lögð á að nemendur fá að kynnast því hve nauðsynlegar allar lífverur eru fyrir

jörðina og lífríkið. Farið er í skiptingu lífríkisins og flokkar þess skoðaðir. Nemendur eiga að

geta gert sér grein fyrir umhverfi dýra, þekkja hugtakið náttúruval og aðlögun. Enn fremur

eiga nemendur að þekkja mismunandi frumur, frumulíffæri og frumuskiptingar. Skilji að

vistkerfi byggist á samspili lífvera innbyrðis og við lífvana umhverfi.

Kennsluskipan

Í unglingadeild er samfélagsfræði, náttúrufræði og lífsleikni kennd í þemalotum.

Kennslustundir eru sjö á viku og það er mismunandi eftir þemum hversu margar vikur

eru teknar í hvert viðfangsefni. Þemað sem tengist aðallega líffræði, köllum við Aðeins

ein jörð og tekur það þema 8 vikur.

Áhersla er lögð á fjölbreyttar kennsluaðferðir, hópavinnu og einstaklingsvinnu.

Námsmat

Námsmatið í náttúrufræði er með fjölbreyttum hætti. Nemendur taka skriflegar

kannanir, skila ritgerðum, vinna hópverkefni þá er vinnubók þeirra metin. Auk þess fá

nemendur vinnueinkunn sem er samsett úr vinnu þeirra er í hverjum tíma.

Námsgögn

Halfdán Ómar Hálfdánarson þýddi og staðfærði 2010. Lífheimurinn, Námsgagnastofnun

Myndbönd, ljósrit og annað efni frá kennara og veraldarvefurinn

Kennari: Hildur Arna Håkansson og Ingvar Þór Guðjónsson

Mannslíkaminn

Page 16: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 8. bekkur 2013 - 2014

15 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Að nemandi:

- þekkja fjölbreytileika vefja og hvernig vefir mynda líffæri

- þekkja starfsemi helstu líffærakerfa og hvernig jafnvægi er viðhaldið í starfsemi

líkamans

- skilja tengsl innihaldsefna í matvælum við starfsemi líkamans

- skilja hvað stjórnar kynferði manna

- átta sig á mikilvægi ábyrgrar kynhegðunar

- gera sér grein fyrir að sjúkdómar geti verið af ýmsum orsökum og að leiðir til að koma

í veg fyrir þá eða lækna tengjast orsökunum

-

Inntak náms

Lögð er áhersla á að nemendur þekki hvernig líkaminn meltir fæðu og hvaða tilgangi hún

ásamt öndun þjónar. Fjallað er um blóðrásina, húðina auk stoð kerfis líkamans. Þá er farið í

hvernig taugakerfið stjórnar líkamanum. Nemendur kynnast sjúkdómum og sjúkdómsvörnum

líkamans.

Kennsluskipan

Í unglingadeild er samfélagsfræði, náttúrufræði og lífsleikni kennd í þemalotum.

Kennslustundir eru sjö á viku og það er mismunandi eftir þemum hversu margar vikur

eru teknar í hvert viðfangsefni. Þemað sem tengist aðallega líffræði, köllum við

Mannslíkaminn og tekur það þema 8 vikur.

Áhersla er lögð á fjölbreyttar kennsluaðferðir, hópavinnu og einstaklingsvinnu.

Námsmat

Námsmatið í náttúrufræði er með fjölbreyttum hætti. Nemendur taka skriflegar

kannanir, skila ritgerðum, vinna hópverkefni þá er vinnubók þeirra metin. Auk þess fá

nemendur vinnueinkunn sem er samsett úr vinnu þeirra er í hverjum tíma.

Page 17: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 8. bekkur 2013 - 2014

16 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Námsgögn

Halfdán Ómar Hálfdánarson þýddi og staðfærði 2011. Mannslíkaminn,

Námsgagnastofnun.

Myndbönd, ljósrit og annað efni frá kennara og veraldarvefurinn

Kennari: Hildur Arna Håkansson og Ingvar Þór Guðjónsson

Samfélagsfræði

Landafræði

Upp um fjöll og firnindi

Markmið

Að nemandi

- þjálfist í að vinna sjálfstætt og með öðrum

- læri að virða jafnrétti og skoðanir annarra

- geti ferðast af nokkru öryggi um fjalllendi

- kunni að búa sig í fjallaferðum

- skilji mikilvægi að þvo upp samkvæmt ströngustu hreinlætiskröfum

- átti sig á að landakort eru gjarnan flokkuð eftir mælikvarða í kort í stórum mælikvarða

(minni en 1:250 000) eða kort í litlum mælikvarða (stærri en 1:250 000)

- læri að lesa á kort, átti sig á bauganetinu og tímabeltunum.

- átti sig á hvernig mælikvarði korta setur skorður við þeim upplýsingum sem hægt er

að koma fyrir á landakorti

- þekki áttavita

- fái grunnþekkingu í skyndihjálp.

Page 18: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 8. bekkur 2013 - 2014

17 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Inntak náms

Lögð er áhersla á að nemendur læri samvinnu og að skilji mikilvægi þess þegar farið er í

óbyggðir. Þeir munu læra grunn í skyndihjálp, hvernig áttaviti virkar og læra að nýta sér hann

og læri auk þess kortalestur. Þá á nemandi að geta vitað hvaða útbúnað þarf þegar farið er í

fjallaferðir.

Kennsluskipan

Í unglingadeild er samfélagsfræði, náttúrufræði og lífsleikni kennd í þemalotum.

Kennslustundir eru sjö á viku og það er mismunandi eftir þemum hversu margar vikur

eru teknar í hvert viðfangsefni. Þemað sem tengist aðallega landafræði, köllum við Upp

um fjöll og firnindi og tekur það þema 4 vikur.

Áhersla er lögð á fjölbreyttar kennsluaðferðir, hópavinnu og einstaklingsvinnu.

Námsmat

Kennaramat og sjálfsmat á hópverkefnum I og II, kennaramat á útbúnaðarlista og

verkefnahefti metið eftir metnaði og framlagi nemenda. Auk þess sem vinnueinkunn er gefin.

Námsgögn

Ýmis konar útivistar tímarit, kvikmyndin Vertical Limit, ýmsar vefsíður sem tengjast útivist

og fjallamennsku, Landafræði I og verkefnahefti, ljósrit frá kennara.

Kennarar: Hildur Arna Håkansson og Ingvar Þór Guðjónsson

Trúarbragðafræði

Manndómsvígslur

Page 19: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 8. bekkur 2013 - 2014

18 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Markmið

Að nemandi:

- átti sig á því hvað einkennir þróunarlönd t.d. með tilliti til atvinnuvega og

tæknistigs þeirra, fæðingar- og dánartíðni, ungbarnadauða, læsis og fjölda

lækna

- kynnist dæmum um alþjóðlegar aðgerðir til að bæta líf fólks í

þróunarlöndum

- skilji hvernig náttúrufar hefur áhrif á athafnir fólks og hvernig mismunandi

menningarleg gildi, trúarleg viðhorf og tæknileg, efnahagsleg og pólitísk

kerfi geta mótað líf fólks á ólíka vegu

- öðlist yfirlit yfir heiminn um menningarleg einkenni, hvað sé líkt og hvað

ólíkt

- átti sig á ástæðum þess að fólk flytur, t.d. vegna óskar um betra húsnæði,

það skiptir um starf, flýr faraldra, stríð eða ofsóknir

- hafi öðlast færni í að fást við siðferðisleg álitamál í ljósi mismunandi

gildismats, trúarbragða og lífsviðhorfa, t.d. tengd samskiptum kynjanna,

fjölskyldulífi, atvinnulífi, heiðarleika, sannleika og trúnaði,stríði og friði

Inntak náms

Nemendur kynnast ólíkum menningarheimum með því að skoða mismunandi

manndómsvígslur.

Kennsluskipan

Í unglingadeild er samfélagsfræði, náttúrufræði og lífsleikni kennd í þemalotum.

Kennslustundir eru sjö á viku og það er mismunandi eftir þemum hversu margar vikur

eru teknar í hvert viðfangsefni. Þemað sem tengist aðallega trúarbragðafræði, köllum

við Manndómsvígslur og tekur það þema 3 vikur.

Áhersla er lögð á fjölbreyttar kennsluaðferðir, hópavinnu og einstaklingsvinnu.

Page 20: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 8. bekkur 2013 - 2014

19 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Námsmat

Nemendur gera hópverkefni um manndómsvígslur um heiminn og kynna það fyrir

bekknum. Auk þess er vinnusemi og virkni í tímum metin.

Námsgögn

Veraldarvefurinn auk heimilda af bókasafni.

Kennarar: Hildur Arna Håkansson og Ingvar Þór Guðjónsson

Saga

Sagan okkar

Markmið

Nemandi á að:

- þekkja sjálfstæðisbaráttuna á Íslandi og geta tengt hana við hugmyndastrauma síns

tíma

- þekkja til nokkurra forystumanna í þjóðlífi 19. aldar á Íslandi, einkum Jóns

Sigurðssonar, og geta metið hvernig þeir mótuðust af og mótuðu umhverfi sitt

- þekkja til fyrstu áfanga lýðræðis og jafnréttis á Íslandi og geta borið saman við

grannlöndin

- þekkja til breytinga á atvinnuháttum og þjóðlífi í grannlöndum og geta borið þær

saman við aðstæður á Íslandi

- þekkja valdastöðu Evrópu og samspil hennar við önnur svæði heims

- hafa með árangursríkum hætti unnið verkefni um valda menningarþætti 18. eða 19.

aldar, á Íslandi og/eða erlendis

Inntak náms

Fjallað verður um íslenskt samfélag frá siðaskiptum fram til loka 19.aldar, lok miðaldar og þróun nýaldar.

Gert er grein fyrir þróun íslensks samfélags í réttri tímaröð, sjálfstæðisbaráttunni, trúabrögðum þess tíma

og innleiðingu verslunar og iðnaðar.

Page 21: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 8. bekkur 2013 - 2014

20 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Kennsluskipan

Í unglingadeild er samfélagsfræði, náttúrufræði og lífsleikni kennd í þemalotum.

Kennslustundir eru sjö á viku og það er mismunandi eftir þemum hversu margar vikur

eru teknar í hvert viðfangsefni. Þemað sem tengist aðallega sögu, köllum við Sagan

okkar og tekur það þema 4 vikur.

Áhersla er lögð á fjölbreyttar kennsluaðferðir, hópavinnu og einstaklingsvinnu.

Námsmat

Nemendur skila vinnumöppu sem inniheldur öll verkefni sem unnin hafa verið. Tekið

verður tillit til vinnusemi, sjálfstæðis og frágangs við mat á vinnumöppu. Ýmis önnur

verkefni í vinnubók eru metin sérstaklega auk þess sem nemendur fá vinnueinkunn..

Námsgögn

Leifur Reynisson. 2010. Sögueyjan. 2.hefti 1520-1900. Námsgagnastofnun

Auk þess verða sýndar heimildamyndir, nemendur nota ýmislegt ítarefni og fá önnur

gögn frá kennara eftir því sem við á

Tónlist og 20.öldin

Markmið

Nemandi á að:

- þekkja helstu hljómsveitir 20. aldar

- þekkja til mismunandi tónlistarstefna og hvernig tónlistin mótaðist af umhverfi sínu

- þekkja til áhrifa sem nokkrar hljómsveitir og tónlistarstefnur höfð á þjóðfélagið

- meti listir og menningu sem einstaklingsbundið framlag í samhengi við tíma og

umhverfi

Page 22: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 8. bekkur 2013 - 2014

21 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

- öðlist skilning á að einstaklingar geta upplifað og túlkað áreiti í umhverfinu með

ólíkum hætti

- fái yfirsýn yfir þjóðfélagsbreytingar á Íslandi (úr sveit í borg) sem urðu á 20.

öldinni

Inntak náms

Markmiðið er að nemendur kynni sér sögu 20. aldarinnar og geri það m.a. í gegnum tónlist, kvikmyndir

og tísku. Í þemanu er ein bók höfð til hliðsjónar, bókin Úr sveit í borg. Í henni eru rakin helstu atriði sögu

Íslands á síðustu öld og leitast er við að varpa ljósi á sem flesta þætti þessa mikla breytingartímabils

þjóðarinnar. Einnig munum við vinna mikið með efni á veraldarvefnum þar sem nemendur munu kynna

sér tilteknar hljómsveitir og tengsl þeirra við þjóðfélag þess tíma. Þá munu nemendur kynna sín verkefni

fyrir öllum hópnum. Verkefnin verða að mestu leyti unnin í litlum hópum.

Kennsluskipan

Í unglingadeild er samfélagsfræði, náttúrufræði og lífsleikni kennd í þemalotum.

Kennslustundir eru sjö á viku og það er mismunandi eftir þemum hversu margar vikur

eru teknar í hvert viðfangsefni. Þemað sem tengist aðallega sögu, köllum við Tónlist og

20. öldin og tekur það þema 5 vikur.

Áhersla er lögð á fjölbreyttar kennsluaðferðir, hópavinnu ásamt einstaklingsvinnu.

Námsmat

Nemendur skila verkefnamöppu sem inniheldur öll verkefni sem unnin hafa verið úr

bókinni Úr sveit í borg. Tekið verður tillit til vinnusemi, sjálfstæðis og frágangs við mat

á verkefnamöppu. Ýmis önnur verkefni s.s kynning á hljómsveit eru metin sérstaklega

auk þess sem nemendur fá vinnueinkunn..

Námsgögn

Guðmundur J. Guðmundsson. 2008. Úr sveit í borg. Námsgagnastofnun

Page 23: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 8. bekkur 2013 - 2014

22 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Auk þess verða sýndar heimildamyndir, nemendur nota ýmislegt ítarefni á

veraldarvefnum og fá önnur gögn frá kennara eftir því sem við á

Kennarar: Hildur Arna Håkansson og Ingvar Þór Guðjónsson

Danska

Markmið

Hlustun

Að nemandi:

- skilji einfalt efni tengt daglegu lífi

- skilji aðalatriði í sögu og frásögnum

- geti fylgt meginatriðum í myndmiðlaefni, eins og kvikmyndum og þáttum

Lestur

Að nemandi:

- geta lesið margskonar létta texta og greint aðalatriði frá aukaatriðum

- geta lesið einfaldaðar smásögur og stuttar skáldsögur

- kunni að nýta sér orðabækur

Talað mál

Að nemandi:

- geti rætt um viðfangsefni sem hann hefur kynnt sér

- geti sagt skilmerkilega frá því sem hann hefur lesið eða heyrt

- geti flutt einfalda, undirbúna kynningu

Ritun

Að nemandi:

- geti skrifað stuttan samfelldan texta á tiltölulega réttu máli

- geti tjáð sig um það sem hann hefur horft á, lesið eða heyrt um

Orðaforði og málfræði

Að nemandi:

- vinni markvisst að því að bæta við orðaforða sinn

- kunni nútíð og þátíð reglulegra og óreglulegra sagna

Page 24: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 8. bekkur 2013 - 2014

23 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

- kunni að nota lýsingarhátt nútíðar og þátíðar

- þekki óákveðinn og ákveðinn greini

Inntak náms

Nemendur vinna markvisst að því að byggja upp góðan grunn í dönsku. Farið verður í

lesskilning, hlustun, málfræði og ritun. Nemendur þjálfast í sjálfstæðum vinnubrögðum

og geta stýrt námi sínu að miklu leiti sjálfir. Nemendur lesa smásögur, vinna ýmis

verkefni sem reyna á orðaforða og flytja munnlegt verkefni.

Kennsluskipan

Nemendur vinna að miklu leyti sjálfstætt, en einnig vinna þeir hópa – og paraverkefni,

ásamt virku samvinnunámi. Kennslustundir eru 3 á viku.

Námsmat

Nemendur vinna markvisst að því að byggja upp góðan grunn í dönsku. Farið verður í

lesskilning, hlustun, málfræði og ritun. Nemendur þjálfast í sjálfstæðum vinnubrögðum

og geta stýrt námi sínu að miklu leyti sjálfir. Nemendur lesa smásögu, vinna ýmis

verkefni sem reyna á orðaforða í lesbók og fleiri verkefni og einnig flytja munnlegt

verkefni.

Þrep 1 haustönn

Námsefni Til prófs Vægi

Tænk les– og vinnubók Rend og hop med din krop 20%

Tænk les- og vinnubók Dig, mig og vi to 20%

Tænk les- og vinnubók Hjemmet 20%

Dönsk lög Kemur frá kennara 9%

Vinnubók og heimavinna 6%

Power Point sýning Jul i Danmark 15%

Munnlegt verkefni Verkefnablað frá kennara 10%

Page 25: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 8. bekkur 2013 - 2014

24 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

100

Þrep 2 vorönn

Námsefni Til prófs Vægi

Tænk les– og vinnubók Konfirmation 20%

Tænk les- og vinnubók Fritid 20%

Tænk les- og vinnubók Mystik 20%

Dönk lög Kemur frá kennara 9%

Vinnubók og heimavinna 6%

Power Point sýning Kemur frá kennara 15%

Munnlegt verkefni Verkefnablað frá kennara 10%

100

Kennslugögn

Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen. Tænk, 2007. Námsgagnastofnun. Lesbók og

vinnubók. Dönsk lög (ljósritað hefti). Ljósrit með smásögum. Power-point verkefni.

Kennari: Guðrún Margrét Salómonsdóttir

Enska

Markmið

Hlustun

Að nemandi:

- skilji efni tengt daglegu lífi þegar talað er skýrt, t.d. um líf jafnaldra í

enskumælandi löndum

- skilji aðalatriði í sögu, frásögn og samtali tveggja

- geti fylgt meginþræði í myndmiðlaefni sem tengist áhugasviði

- geti fylgt nokkuð nákvæmum leiðbeiningum og upplýsingum

- geri sér nokkra grein fyrir formlegu og óformlegu máli

Page 26: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 8. bekkur 2013 - 2014

25 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Lestur

Að nemandi:

- geti lesið einfaldaðar smásögur og styttri skáldsögur

- skilji lykilatriði í aðgengilegu fjölmiðlaefni

- geti lesið nákvæmlega eða hraðlesið eftir þörfum

- geti fundið og skilið leiðbeiningar og upplýsingar um það sem snertir

daglegt líf, t.d. tómstundir og ferðalög

- kunni að nýta sér orðabækur

Talað mál

Að nemandi:

- geti rætt um viðfangsefni sem hann hefur kynnt sér

- geti sett fram skoðun á skýran hátt

- geti tjáð sig um daglegt líf og ýmis efni sem hann hefur kynnt sér

- geti sagt frá og lýst atburðum og athöfnum

- geti sagt skilmerkilega frá því sem hann hefur lesið eða heyrt

- geti flutt einfalda, undirbúna kynningu

Ritun

Að nemandi:

- geti skrifað stuttan samfelldan texta á tiltölulega réttu máli, t.d. stuttar sögur,

endursagnir og dagbókarbrot eftir fyrirmælum

- geti tjáð sig um það sem hann hefur horft á, lesið eða heyrt um

- geti notað algengustu tengiorð til að lýsa atburðarás t.d. first, then, later

Inntak náms

Nemendur vinna markvisst að því að byggja upp góðan grunn í ensku. Farið verður í

lesskilning, hlustun, málfræði og ritun. Nemendur þjálfast í sjálfstæðum vinnubrögðum

Page 27: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 8. bekkur 2013 - 2014

26 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

og geta stýrt námi sínu að miklu leiti sjálfir. Nemendur lesa smásögur, vinna ýmis

verkefni sem reyna á orðaforða, halda dagbók og flytja munnlegt verkefni.

Námsgögn

Matrix Foundation les – og vinnubók. Verkefnahefti sem inniheldur málfræði – og

orðaforðaæfingar ásamt léttlestrarefni.

Kennsluskipan

Kennslustundir eru 3 á viku. Nemendur vinna að miklu leyti sjálfstætt, en einnig vinna

þeir hópa – og paraverkefni, ásamt virku samvinnunámi.

Námsmat

Þrep 1

Námsefni Til prófs

Vægi

Lotupróf x 2 Matrix kaflar 1-4 ásamt

orðaforða og sögnum.

50%

Verkefnamappa Verkefni unnin á önninni. 20%

Smásögur Irish Rose, Haw Par Villa,

Banshee og The Yew Trees

15%

Léttlestrarbók Treasure Island 15%

100

Þrep 2

Námsefni Til prófs Vægi

Lotupróf x 2 Matrix Kaflar 5-8 ásamt

orðaforða og sögnum.

50%

Léttlestrarbók Dr Jekyll & Mr Hyde 15%

Verkefnamappa Verkefni unnin á önninni. 20%

Léttlestrarbók Vinna og frammistaða í tímum 15%

Page 28: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 8. bekkur 2013 - 2014

27 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

100

Kennari: Birgir Örn Birgisson

Lífsleikni

Markmið

Að nemandi:

- sé meðvitaður um þátt tilfinninga í öllum samskiptum

- geri sér grein fyrir hugsanlegum áhrifum og afleiðingum misbeitingar og

neikvæðra áreita fyrir þolanda

- sé fær um að hafa mannréttindi og jafnrétti að leiðarljósi í samskiptum

- geti tjáð og rökrætt hugsanir sínar, skoðanir, tilfinningar og væntingar til að

komast að sameiginlegri niðurstöðu

- sýni sjálfsaga og sjálfstraust í margvíslegum samskiptum í daglegu lífi, til

að mynda í persónulegum og ópersónulegum samskiptum, samskiptum við

jafningja, foreldra, kennara og aðra

- geti nýtt sér þekkingu og ráðgjöf náms- og starfsráðgjafa, sem í boði er í

skólanum, um náms- og starfsleiðir

- læri að vega og meta áhrif fyrirmynda og staðalmynda í mótun eigin

ímyndar og lífsstíls

- viti af hættum samfara neyslu ávana- og fíkniefna

- sé meðvitaður um samhengi hirðusemi og hollra lífsvenja

Inntak náms

Í lífsleikni er fjallað á uppbyggilegan og markvissan hátt um hugmyndir, lífssýn og

reynslu nemenda. Farið verður sérstaklega í kynfræðslu og nemendur verða fræddir um

skaðsemi ávana- og fíkniefna og sjónum þeirra beint í jákvæðari áttir. Nemendur fara í

Page 29: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 8. bekkur 2013 - 2014

28 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

námsefni um námstækni þar sem þeir læra að skipuleggja tíma sinn, læra mismunandi

aðferðir við að glósa, góðar svefnvenjur o.s.frv.

Kennsluskipan

Í unglingadeild er samfélagsfræði, náttúrufræði og lífsleikni kennd í þemalotum.

Kennslustundir eru sjö á viku og það er mismunandi eftir þemum hversu margar vikur

eru teknar í hvert viðfangsefni. Lífsleikni fléttast inn í þemavinnuna í hópavinnu og

námstækni og með því að efla sjálfsþekkingu, samskipti og ábyrgð en einnig koma

vikur þar sem nemendur fá eina kennslustund á viku til þess að vinna með sitt

áhugasvið. Fagfólk verður fengið til að ræða um ávana- og fíkniefni og sjá um

kynfræðslu.

Námsmat

Verkefni nemenda, mæting og hegðun í tíma.

Námsgögn

Námsgögn frá kennara og vefurinn http://vefir.nams.is/namstaekni/.

Kennari: Hildur Arna Håkansson og Ingvar Þór Guðjónsson

Stundin okkar

Markmið

Að nemandi:

- geti aukið val um nám sitt þar sem ólíkir styrkleikar og hæfileikar þeirra fái

notið sín

- taki eigin ákvarðanir og hvetja þá til að standa við ákvarðanir sínar og ýta

undir frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

Page 30: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 8. bekkur 2013 - 2014

29 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Inntak náms

Nemendum verður kynnt almenn námstækni í byrjun skólaárs. Þessir tímar verða einnig

notaðir í:

- nemendasamtöl þar sem farið verður með nemendum yfir stöðu þeirra í

náminu hverju sinni

- aðstoð við heimanám

- nánari útskýringu á því efni sem við á

Námsgögn

Efni frá kennara.

Kennsluskipan

Gert er ráð fyrir tveimur kennslustundum á viku.

Námsmat

Ekkert hefðbundið námsmat fer fram en fylgst með vinnu og virkni nemenda.

Kennari: Viðkomandi umsjónarkennari

Upplýsingatækni

Markmið

Að nemandi:

- nái tökum á blindskrift og réttri líkamsbeitingu við tölvuvinnu

- nái tökum á Word og geti sett upp ritgerðir með heimildaskrá

- nái tökum á Excel og geti nýtt sér það í öðru námi

- nái tökum á PowerPoint og geti búið til einfaldar glærusýningar

- þekki tengsl upplýsinga og tjáningarfrelsis

Page 31: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 8. bekkur 2013 - 2014

30 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

- geti nýtt sér heimasvæði og sameign skólans til vistunar gagna á

skipulagðan hátt

- skilji þýðingu höfundarréttar og þekki inntak laga um höfundarrétt og

persónuupplýsingar.

Inntak náms

Áhersla er lögð á að nemendur læri að líta á tölvur sem gagnleg vinnutæki fyrst og fremst en

ekki eingöngu skemmtileg leiktæki. Þeir kynnist og nái tökum á algengustu forritum sem

notuð eru í skólakerfinu og á almennum vinnumarkaði.

Kennsluskipan

Kennt er einn tíma í viku á bókasafninu.

Námsmat

Námsmatið í upplýsingatækni byggir á prófverkefnum þar sem kannað er hversu vel þau

hafa tileinkað sér námsefnið. Auk þess fá nemendur vinnueinkunn sem er samsett úr

vinnu þeirra í hverjum tíma.

Námsgögn

Arndís Hilmarsdóttir,Margrét Sigurgeirsdóttir, Jóhanna Geirsdóttir 2012.

http://vefir.nams.is/uppltaekni/index.htm Námsgagnastofnun

Myndbönd, ljósrit og annað efni frá kennara og veraldarvefurinn

Kennari: Örn Ólafsson

Page 32: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 8. bekkur 2013 - 2014

31 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Íþróttir, líkams- og heilsurækt

Markmið

Skynþroski / Hreyfiþroski

Að nemandi:

- þjálfist í samsettum hreyfingum

- þjálfist í flóknum hreyfingum með tónlist sem viðhalda og bæta samhæfingu

- taki þátt í æfingum og leikjum sem veita útrás fyrir hreyfiþörf og efla færni í

íþróttagreinum

- þjálfist enn frekar í óhefðbundnum íþróttum

- fái nýja hreyfireynslu sem snýr að þátttöku í íþróttum eða hreyfingu

- þjálfist í undirstöðuatriðum nýrra eða áður lærðra hóp- og

einstaklingsíþrótta sem stundaðar eru hér á landi

- nái frekari tökum á undirstöðuatriðum í vetraríþróttum

- fái tækifæri til að iðka íþróttagrein að eigin vali í styttri eða lengri tíma

Líkamsþroski / Fagurþroski

Að nemandi:

- þjálfist í æfingum sem efla líkamsþol, hjarta- og blóðrásarkerfi

- þjálfist í æfingum sem efla kraft

- þjálfist í að nota eigin líkamsþunga til kraftþjálfunar

- þjálfist í æfingum sem efla hraða og viðbragð

- þjálfi þrek sitt á leikrænan hátt með undirstöðuæfingum ýmissa íþróttagreina

- tileinki sér rétta tækni við vöðvateygjur og liðkandi æfingar

- taki stöðluð próf til að meta eigin líkamshreysti

- þjálfist í að auðga hugmyndaflug, sköpunarmátt og tjáningu með fjölbreyttu

hreyfinámi

Félagsþroski / Tilfinningaþroski / Siðgæðisþroski

Að nemandi:

- þjálfist í að skipuleggja, framkvæma og bera ábyrgð á hópvinnu sem snýr að

íþróttum og leikjum

Page 33: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 8. bekkur 2013 - 2014

32 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

- taki þátt í og beri ábyrgð á samstarfsverkefnum

- öðlist enn frekari skilning og raunsætt mat á eigin getu í ýmsum færni- og

tjáningarþáttum

- taki þátt í hópverkefnum sem innihalda tjáningu af ýmsum toga

- þjálfist í leikjum og æfingum þar sem veita þarf félaga eða félögum

hvatningu

- fái hvatningu til frekari íþróttaiðkunar

- fái upplýsingar um möguleika til frekari ástundunar íþrótta hjá

íþróttafélögum í heimabyggð eða næsta nágrenni

Vitsmunaþroski

Að nemandi:

- fræðist um og tileinki sér rétta líkamsbeitingu í skóla og við vinnu

- læri helstu hugtök ýmissa íþróttagreina

- tileinki sér öryggis- og umgengnisreglur á nýjum vettvangi

- fái fræðslu og reynslu í notkun ýmiss konar útbúnaðar og klæðnaðar vegna

útivistar

- nýti sér tölvu og upplýsingatækni við skrásetningu æfingadagbókar í líkams-

og heilsurækt

Inntak náms

Verulegar líffræðilegar breytingar eiga sér stað á þessum árum. Mestu breytingar eru

mikill vöxtur og aukin þyngd. Nemendur þroskast mishratt. Öll líffræðileg aðlögun sem

á sér stað á þessum árum er meira og minna varanleg. Það sem vanrækt verður vart bætt

síðar á ævinni og það sem ávinnst varir oftast ævilangt. Í unglingadeild ber því að leggja

aukna áherslu á að þroska hreyfieiginleika og hreyfifærni. Stefna þarf að því að auka

færni nemenda í íþróttum og áhuga þeirra á líkamsrækt einnig eftir að skóla lýkur. Með

því að blanda saman skyldum íþróttagreinum fáum við tilbreytingu og áhugahvöt.

Íþróttir efla sjálfsmynd unglinga, sjálfstraust þeirra og árangur í skóla. Aukin áhersla er

lögð á hópíþróttir. Í hópíþróttum svo og leikjum fá nemendur oft tækifæri til að finna til

ábyrgðar varðandi árangur heildarinnar. Gildi íþrótta hjá unglingum gefa ótvírætt til

kynna að þær skipti sköpun í forvörnum gegn óheilbrigðu líferni.

Page 34: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 8. bekkur 2013 - 2014

33 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Markmið

Stefnt skal að því að nemendur:

- efli líkamlegan þroska sinn, heilbrigði og þrek

- efli líkamsvitund sína og hæfileika til tjáningar og sköpunar

- skilji mikilvægi reglubundinnar líkamsræktar og finni til þess leiðir við sitt

hæfi

- öðlist aukinn félags-, tilfinninga- og siðgæðisþroska

- fái aukið sjálfstraust, viljastyrk og áræði

- fræðist um íþróttir, líkamsrækt og heilsuvernd

Kennsluskipan

Kennsla fer fram í íþróttahúsinu við Hraunvallaskóla. Kennslustundir eru tvær á viku,

40 mín hvor. Fyrirkomulag kennslu verður fjölbreytt s.s.:

- grunnþjálfun: alhliða þrekæfingar, liðleikaæfingar og æfingakerfi

- smáleikir: hlaupaleikir, eltingaleikir, boltaleikir og ratleikir

- leikfimi: líkamsbeiting, staðæfingar ( þrekæfingar ), klifur, hangæfingar,

teygju- og slökunaræfingar, styrktaræfingar og þolþjálfun

- fimleikar: dýnu og gólfæfingar (s.s. samsettar æfingar og handahlaup) stökk

(yfir áhöld með notkun brettis) jafnvægisæfingar, æfingar gerðar með

stigvaxandi erfiðleikagráðu

- frjálsíþróttir: hlaup (þolhlaup, viðbragðsæfingar, spretthlaup og boðhlaup)

stökk (stökk án atrennu, hástökk og langstökk) köst (boltakast og spjótkast)

- knattleikir: knattspyrna, handknattleikur, körfuknattleikur og blak,

tækniæfingar, leikskipulag, leikreglur og spil

- heilsuvernd: hreinlæti, fara í sturtu eftir íþróttaiðkunn í sal. Vera með

stuttbuxur, bol, handklæði og innanhúsíþróttaskó

- badminton, golf o.fl.

- íþróttafræði: áhrif íþróttaþjálfunar á hjarta, blóðrás, öndun og vöðva.

Mikilvægi upphitunar við íþróttaiðkun. Hvíld, svefn og slökun

Page 35: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 8. bekkur 2013 - 2014

34 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Námsmat

Stöðugt mat á vinnu nemenda. Tekið er mið af hegðun, virkni og ástundun. Einnig eru

tekin próf sem reyna á almennt líkamshreysti; MSFT-þolpróf, langstökk án atrennu,

sippa, 60m hlaup, uppstökk án atrennu, kviðæfingar, hraðahoppi og armbeygjum.

Kennslugögn

Íþróttir Líkams og Heilsurækt, æfingar og leikir með litlum áhöldum. Höfundur Jóhann

Arnarson

Íþróttir Líkams og Heilsurækt, leikir. Höfundur Jóhann Arnarson

Íþróttir Líkams og Heilsurækt, gólf og áhaldaæfingar. Höfundur Jóhann Arnarson

Íþróttir Líkams og Heilsurækt, boltaleikir. Höfundur Jóhann Arnarson

Skólaíþróttir, 6.-10. bekkur. Námsgagnastofnun 1994

Leikjabókin. Höfundar Hörður G. Gunnarsson og Páll Erlingsson

Working with young athletes. Höfundur George Bunnar MBE

Verkefni og þrautir gerð af kennurum

Vefsíður með ítarefni varðandi leiki, íþróttir og líkamsrækt

Kennarar: Ágúst Haraldsson, Ragnar Ingi Sigurðsson og Marta Ólafsdóttir

Sund

Markmið

Skynþroski / Hreyfiþroski

Að nemandi:

- bæti tækni í helstu sundaðferðum

- kynnist ýmsum möguleikum til sundíþrótta

- nái tökum á nákvæmri útfærslu hreyfinga og öndunar í

o 25 m skriðsundi

o 25 m baksundi

- nái valdi á fjölbreyttum og flóknum hreyfingum eins og

Page 36: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 8. bekkur 2013 - 2014

35 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

o samsettum hreyfingum arma og fóta með mismunandi útfærslu

- geti synt að hlut í miðri laug, kafað eftir honum á allt að 2 m dýpi og synt til

baka. Æfingin síðan endurtekin eftir 10 sek.

Líkamsþroski / Fagurþroski

Að nemandi:

- taki þátt í æfingum og leikjum sem efla líkamsþol, s.s. að

o auka vegalengd sem synt er um 50 m í hverjum tíma

o synda 10x50 m með ýmsum sundaðferðum

- taki þátt í æfingum og leikjum sem efla

o kraft, hraða og viðbragð

o samhæfingu og nýtni sundtaka

o liðleika og hreyfanleika

- taki þátt í sundþjálfun til að synda ákveðnar vegalengdir innan ákveðinna

tímamarka

o 50 m bringusund þar sem tímalágmark er 67,0 sek.

o 25 m skriðsund, þar sem tímalágmark er 30,0 sek.

- taki þátt í 400 m þolsundi þar sem markmiðið er að geta synt vegalengdina

viðstöðulaust með frjálsum sundaðferðum

- þjálfist í að geta troðið marvaða í a.m.k. eina mínútu

- læri að nýta sér umhverfi sundstaðar til líkams- og heilsuræktar

- taki þátt í ýmsum aðferðum við þjálfun og kennslu

Félagsþroski / Tilfinningaþroski / Siðgæðisþroski

Að nemandi:

- þjálfist í að skipuleggja, framkvæma og bera ábyrgð á hópvinnu sem snýr að

sundiðkun

- leysi af hendi verkefni sem ná til hvatningar til áframhaldandi sundiðkunar

- fái upplýsingar um frekari ástundun sunds hjá íþróttafélögum

- taki þátt í æfingum og leikjum sem innihalda tjáningu af ýmsum toga

- þjálfist í leikjum og æfingum þar sem veita þarf félaga eða félögum

hvatningu

Page 37: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 8. bekkur 2013 - 2014

36 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Vitsmunaþroski

Að nemandi:

- öðlist þekkingu á mikilvægi sunds og geti nýtt sér það til líkams- og

heilsuræktar

- öðlist aukna þekkingu á réttri beitingu sundtaka

- læri helstu hugtök og reglur sundíþrótta

- tileinki sér öryggisatriði sundstaðar

- þjálfist áfram í helstu atriðum sem snúa að björgun úr vatni og endurlífgun

Kennsluskipan

Kennsla fer fram í Ásvallalaug. Kennt er einu sinni á viku allan veturinn, 40 mínútur í

einu. Viðfangsefni og fyrirkomulag kennslu verður fjölbreytt s.s.:

Stöðva- og hringþjálfun

Bringusund

Skriðsund

Skólabaksund

Baksund

Flugsund

Marvaði

Námsmat

400 metra frjáls aðferð, viðstöðulaust

75 metra skriðsund

50 metra baksund

Page 38: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 8. bekkur 2013 - 2014

37 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

25 metra flugsund með eða án hjálpartækja

50 metra bringusund, tímataka

25 metra skriðsund, tímataka

Troða marvaða í 1 mínútu

8 metra kafsund að hlut á botni laugar. Synda til baka (ekki í kafi). Endurtekið eftir 10

sek.

Virkni í tíma og samskipti nemanda við aðra nemendur

Námsgögn

Skólasund 1.-10. bekkur, kennslugagnamappa

Skólasund , kennarahandbók

Verkefni og þrautir gerð af kennurum

Vefsíður með ítarefni varðandi sundkennslu

Kennarar: Ragnar Ingi Sigurðsson og Marta Ólafsdóttir

Page 39: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 8. bekkur 2013 - 2014

38 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

List- og verkgreinar

Verk- og listgreinakennsla er kennd með tvennu lagi. Annars vegar eru nemendur í

heimilisfræði eða smíði og skipta um áramót. Hins vegar eru smiðjur sem telja 16 - 17

skipti hver. Þar eru nemendur í leikrænni tjáningu, myndmennt, rytmaspuna og

kroppaklappi og textílmennt.

Heimilisfræði

Markmið

Að nemandi:

- þekki helstu næringarefni fæðunnar og hlutverk þeirra og sjúkdóma sem

stafa af röngu mataræði

- fái þjálfun í að tengja næringarfræði og matreiðslu í verki

- fái þjálfun í að setja saman máltíð með hliðsjón af fæðuhring

- kynnist Manneldismarkmiðum fyrir Íslendinga

- kynnist ráðlögðum dagskömmtum (RDS)

- fái þjálfun í að matreiða fjölbreyttan, girnilegan og góðan hversdagsmat

samkvæmt manneldismarkmiðum

- vinni af öryggi með helstu matreiðsluaðferðir og hafi tileinkað sér góða

vinnutækni og rétta líkamsbeitingu

- þjálfist í að vinna sjálfstætt eftir matreiðslubókum og margmiðlunarefni

- tileinki sér að fara eftir viðurkenndum kröfum um hreinlæti við matargerð

- fái þjálfun í að matreiða venjulegt hráefni og nota krydd af smekkvísi

- geti hagnýtt sér umbúðamerkingar matvæla

- kunni skil á skaðsemi mismunandi örvera (krossmengun)

- þjálfist í að sýna hreinlæti í verki við heimilisstörf

- öðlist skilning á mikilvægi hreinlætis fyrir vellíðan hvers einstaklings og

umhverfi hans

Page 40: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 8. bekkur 2013 - 2014

39 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

- temji sér að nota hreinlætisvörur í hófi, velji umhverfisvænar vörur og viti

hvaða efni á að varast

- geri sér grein fyrir því hvers vegna mikilvægt er að þvo upp samkvæmt

ströngustu hreinlætiskröfum

- þjálfist í að halda hreinum tækjum og áhöldum

- fái þjálfun í að leggja gagnrýnið mat á hættur í umhverfi sínu

- þjálfist í að vinna með öðrum og virða jafnrétti og skoðanir annarra

Inntak náms

Heimilisfræði er annars vegar verklegt og hins vegar bóklegt nám. Nemendur fá þjálfun

í að matreiða fjölbreyttan og góðan hversdagsmat og þjálfast um leið við að vinna

sjálfstætt eftir matreiðslubókum og margmiðlunarefni. Kynnt eru Manneldismarkmið

fyrir Íslendinga og ráðlagðir dagskammtar (RDS). Áhersla er lögð á hreinlæti við

matreiðslu og nauðsyn þess að vel sé vaskað upp og gengið frá.

Kennsluskipan

Kennslan fer fram í heimilisfræðistofu. Kennt er í lotum 2 kennslustundir einu sinni í

viku í eina önn.

Námsgögn

Áslaug Traustadóttir. 2006. Heimilisfræði - uppskriftir fyrir unglingastig.

Námsgagnastofnun, Reykjavík.

Brynhildur Briem. 2008. Matur og menning. Námsgagnastofnun, Reykjavík.

Brynhildur Briem. 2008. Matur og menning-Verkefni. Námsgagnastofnun, Reykjavík.

Ýmsar uppskriftir til stuðnings og hugmyndaauka.

Page 41: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 8. bekkur 2013 - 2014

40 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Námsmat

Stöðugt mat á vinnu nemenda. Metið er samvinna, ábyrgð, vinátta, hvort farið er eftir

fyrirmælum, frágangur og þrif.

Kennari: Guðrún Benediktsdóttir

Hönnun og smíði

Markmið

Að nemandi:

- þjálfist í að móta hugmyndir sínar í efni með þeirri verkfærni og

verkþekkingu sem smíðagreinin býr yfir

- hafi tileinkað sér hagkvæmar vinnustellingar ásamt réttri notkun áhalda og

véla

- geri sér grein fyrir mikilvægi vandaðra vinnubragða og góðrar umgengni

- vekji og efla áhuga fyrir nytsömu og þroskandi tómstundastarfi sem gefur

þeim færi á að gleðja sig og sína nánustu með því að skapa hluti sem hafa

persónulegt gildi

- geri sér grein fyrir að samhengi er á milli góðrar umgengni og öryggisþátta

- teikni eigin hugmyndir að smíðisgripum sínum og útfæra í heppilegt efni

- læri á tifsög og umgengni við hana

Inntak náms

Unnið er með ólík efni í nokkrum verkefnum þar sem reynir á mismunandi þætti eins og

frumkvæði, sköpun, sjálfstæði í vinnubrögðum og vandvirkni.

Verkefni: gestabók, leðurbudda, glerverkefni, valverkefni.

Page 42: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 8. bekkur 2013 - 2014

41 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Námsgögn

Almenn áhöld til smíðavinnu, krossviður, fura, MDF-plötur, plast, látún, ál, gler, leður

og annað efni sem verkefnin gera kröfu og tilefni til.

Kennsluskipan

Kennslan fer fram í smíðastofu skólans. Kennt er í hringekju, 2 kennslustundir þrisvar

sinni í viku í fimm til sex vikur (16 – 17 skipti). Hópunum er skipt eftir

umsjónabekkjum og kynjum.

Námsmat

Einkunn er gefin fyrir hvert einstakt verkefni, einnig er tekið tillit til

frumkvæði/sjálfstæði nemenda, færni, framfara, virkni í tímum og umgengni. Gefið er

fyrir í heilum og hálfum tölum.

Kennari: Helgi Már Eggertsson

Myndmennt

Markmið

Að nemandi:

- geti fylgt hugmynd til endanlegs verks

- geti unnið sjálfstætt á grundvelli þekkingar

- geti nýtt sér ólík efni og miðla við myndsköpun

- geti nýtt sér hugtök og heiti sem tengjast lögmálum myndlistar

- þekki helstu myndlistarmenn Íslendinga og áhrif þeirra í menningarlegu

samhengi

- geti gert sér grein fyrir þeim fjölbreyttu avinnugreinum sem grundvallast á

sjónlistum

Page 43: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 8. bekkur 2013 - 2014

42 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Inntak náms

Sniðið að þörfum og áhuga námshópsins hverju sinni, markmiðin höfð að leiðarljósi.

Nemendur:

- vinni eigin skissubók og hanni hana frá grunni

- æfi teikningu með mismunandi teikniáhöldum

- æfi málun með mismunandi efnum

- vinni með mismunandi aðferðir, efni og áhöld til myndsköpunnar

- Listasaga. PoppArt, OppArt (kviklist). Myndlistarmenn sem tengjast

stefnunum kynntir og íslenskir myndlistarmenn, tengsl þeirra við erlendar

stefnur og strauma. Myndlist í samhengi við atvinnulífið

Námsgögn

Fjölbreytt myndlistarefni, eins og pappír, mismunandi teikniáhöld, litir, leir og verkfæri.

Einnig bækur, skyggnur og margmiðlunarefni, valið og útbúið af kennara.

Kennsluskipan

Kennsla fer fram í myndlistarstofu. Námsgreinin er kennd í smiðjum. Kenndar eru 3x2

= 6 kennslustundir á viku í 5-6 vikur (16 - 17 skipti). Nemendur fá að jafnaði eina

kennslustund á viku í myndmennt.

Námsmat

Stöðugt mat á vinnu nemenda. Öll verkefni sem nemendur vinna eru metin. Mat er lagt

á, virkni, vinnubrögð, frammistöðu, hugmyndavinnu, frumkvæði og hvernig

nemandanum gengur að fara eftir fyrirmælum. Unnið verður að breytingum á námsmati

í vetur.

Kennari: Ásdís Guðjónsdóttir

Page 44: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 8. bekkur 2013 - 2014

43 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Textílmennt

Markmið

Að nemandi:

- læri að prjóna eftir einföldum uppskriftum

- læri að prjóna brugðna lykkju og að prjóna með hringprjón

- þjálfist í að fara eftir skriflegum vinnulýsingum og tileinki sér orðaforða

textílgreinarinnar

- tileinki sér vandvirkni, góða umgengni, rétta meðferð áhalda og véla

- þjálfist í að velja sér verkefni í textílmennt í samræmi við langanir og þarfir

Inntak náms

Nemendur læra að prjóna brugðna lykkju og tengja prjónles saman í hring. Þjálfast í að fara

eftir skriflegum leiðbeiningum og geti fundið leiðir til þess að skapa falleg og nytsamleg

verkefni. Nemendur fá þjálfun í því að nýta þau efni sem til eru og að vinna á skapandi hátt

með þau.

Námsgögn

Verklýsingar gerðar af kennara

Ýmsar handbækur tengdar greininni

Saumablöð tengd greininni

Kennsluskipan

Kennslan fer fram í textílstofu skólans. Kennt er í hringekju, 2 kennslustundir þrisvar

sinni í viku í fimm til sex vikur (16 – 17 skipti). Hópunum er skipt eftir

umsjónabekkjum og kynjum.

Page 45: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 8. bekkur 2013 - 2014

44 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Námsmat

Stöðugt mat á vinnu nemenda. Öll verkefni sem nemendur vinna eru metin. Nemendur þurfa

að ná ákveðnum markmiðum sem kennari leggur upp með. Metið er virkni, vinnubrögð,

frammistaða, hugmyndavinna og frumkvæði. Unnið verður að breytingum á námsmati í vetur.

Kennari: Guðrún Svava Viðarsdóttir

Tíska

Markmið

Að nemandi:

- kynni sér tísku á 20 og 21 öldinni

- þekki helstu og nýjustu fatahönnuði

- tjáir sig um hvað honum/henni finnist um tísku

Inntak náms

Megináhersla er lagt á að nemandi hafi gaman af því að tjá sig um tísku. Heimsóttir verða

tískustaðir í Hafnarfirði og fleiri stöðum. Nemendur kynnast tísku frá þekktum fatahönnuðum.

Kennsluskipan

Kennslan fer fram í dönskustofunni á mánudögum. Kennt er í 8 vikur í senn í 2

kennslustundir einu sinni í viku.

Námsmat

Stöðugt mat á vinnu nemenda þar sem horft verður til frammistöðu, samvinnu, þátttöku og

viðhorfs nemenda í tímum og vegur um 100% af lokaeinkunn.

Kennari: Guðrún Margrét Salómonsdóttir

Page 46: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 8. bekkur 2013 - 2014

45 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Leikræn tjáning

Markmið

Að nemandi:

- þekkja og geta notað allar helstu aðferðir leikrænnar tjáningar

- geta túlkað hlutverk í litlum leikþáttum

- geta fjallað um blæbrigði raddarinnar

- geta tekið þátt í að skapa og móta mismunandi gerðir leikþátta þar sem blandað er

saman margs konar aðferðum leikrænnar tjáningar og tækni leikhússins

- geta skapað persónu og túlkað viðhorf hennar bæði munnlega og skriflega

- hafa öðlast öryggi og sjálfstraust til að tjá hugsun sína, tilfinningar og hugmyndir

- geta með látbragði túlkað einfaldar aðstæður

- geta staðið upp og tjáð skoðanir sínar og rökstutt þær

- geta flutt og túlkað texta á áheyrilegan hátt úr pontu

- vera fær um að taka virkan þátt í skapandi ferli í samvinnu við aðra

- geta í hlutverki túlkað sjónarmið annarra í rituðum texta

Inntak náms

Leiklist er eingöngu verkleg. Nemendur fá þjálfun í framkomu, tjáningu og öllum helstu

aðferðum leiklistar. Áhersla verður á að nemendur hafi gaman og að auka sjálfstraust

nemenda innan hóps sem utan.

Kennsluskipan

Kennslan fer fram í dönskustofunni og á þemasvæði. Kennt er í lotum 2 kennslustundir

þrisvar sinnum í viku, alls 16-17 skipti.

Page 47: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 8. bekkur 2013 - 2014

46 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Námsgögn

Ýmis gögn frá kennara

Námsmat

Stöðugt mat á vinnu nemenda þar sem horft verður til frammistöðu, samvinnu, þátttöku og

viðhorfs nemenda í tímum, gildir 40%. Verkefni sem nemendur vinna eru t.d. leikþættir úr

þekktum sögum, 20% og útvarpsleikrit 40%.

Kennari: Hildur Arna Håkansson

Rytmaspuni og kroppaklapp

Markmið

Að nemandi:

- þekki helstu ásláttarhljóðfæri frá ýmsum heimshornum og geti prófað sig áfram á

þeim

- kynnist hlutverki tónlistar í ólíkum samfélögum

- geti tekið þátt í að skapa tónlist með öðrum

- geti samið takt á líkama, trommur og ýmiss ásláttarhljóðfæri

- þekki leiðir til að vinna að tónsköpun

- geti spilað mismunandi takta á stafi, trommur, kúabjöllu, hristur og fleiri hljóðfæri

- geti flutt og túlkað verk eftir sjálfan sig og aðra

- sé fær um að taka virkan þátt í skapandi ferli í samvinnu við aðra

- geti sett saman rytmaverk á líkama með samsettum töktum

- geti lesið einfaldar nótur út frá ta, títí, tirrindí

Page 48: 8. bekkur - Hraunvallaskóli- meti hvenær tvö almenn brot eru jöfn og fáist við röðun almennra brota, styttingu og lengingu og tengsl þeirra við tugabrot og prósentur - breyti

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 8. bekkur 2013 - 2014

47 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Inntak náms

Megináhersla verður lögð á líkamann sem slagverkshljóðfæri og rytmavinnu. Einnig

verður skoðuð spilatækni og heiti ýmissa slagverkshljóðfæra. Nemendur verða leiddir

áfram í samspili og rytmavinnu. Nemendur læra rytmamunstur frá ólíkum heimsálfum

og vinna sig í gegnum útsetningar fyrir slagverkshljóðfæri. Unnið verður með aðferð

Keith Terry í kroppaklappi.

Kennsluskipan

Kennslan fer fram í sérkennslustofunni á þriðjudögum og tónmenntastofunni á

miðvikudögum. Í þriðjudagstímum er unnið með líkamann sem slagverk en hljóðfæri

eru eingöngu notuð á miðvikudögum. Kennt er í lotum, 2 kennslustundir tvisvar sinnum

í viku, alls 16 – 17 skipti.

Námsgögn

Ýmis gögn frá kennara

Congatrommur, Bongótrommur, Djembetrommur, stafi, bjöllur, kastaníettur, hrossabresti,

þríhorn, maracas, tambúrínur, xylofónar, klukkuspil, tréspil og margt fleira

Námsmat

Stöðugt mat á vinnu nemenda þar sem horft verður til frammistöðu, samvinnu, þátttöku og

viðhorfs nemenda í tímum og vegur um 70% af lokaeinkunn. Nemendur semja ásláttarverk á

líkama og hljóðfæri ásamt því að útsetja lag að eigin vali. Þetta verkefni gildir 30%.

Kennari: Þórunn Jónsdóttir