16
„Ég brýt víst margar reglur“ segir Jóhannes Viðar Bjarnason í Fjörukránni í einlægu opnuviðtali við Ga- flarann. Jóhannes man tímana tvenna í ferðaþjónustu í Hafnarfirði en í dag verður átjánda víkingahátíðin se með tilheyrandi sverðaglamri og söng. Jóhannes er gaflari vikunnar. Jóhannes er g aflari vikunnar. Hvernig hefur bíllinn það? Opið: mánudaga til fimmtudaga kl. 8.00-18.00, föstudaga kl. 8.00-16.30 BJB | Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Við hjá BJB erum sérfræðingar í dekkjum, pústi, smurningu og fleiru sem viðkemur reglubundnu viðhaldi bíla. Komdu með bílinn í BJB Hafnarfirði og þú færð góða þjónustu og vandaða vinnu. 2012 Tímapantanir í síma 565 1090 Save Water, Drink Beer HAFNARFIRÐI BOLTINN Í BEINNI! HAPPY HOUR 16.00 – 19.00 TILVALINN STAÐUR FYRIR EINKASAMKVÆMI Bó segir „gó” í bíó B 4 Kíkt í kaffi: Ég er alltaf glöð og hamingjusöm í vinnunni K h 8 Sjálfstæð björt framtíð S 2 Vorum einfaldlega of fámenn V o 12 Fréir Umræðan Tilveran Íþróir gaflari.is föstudagur 13. júní 2014 10. tbl. 1. árg. Í Fréir Umræðan Tilveran Íþróir gaflari.is föstudagur 13. 2014 10. tbl. 1. árg.

Gaflari 10. tbl. 2014

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Vikublaðið Gaflari sem kom út 13. júní 2014

Citation preview

Page 1: Gaflari 10. tbl. 2014

„Ég brýt víst margar reglur“segir Jóhannes Viðar Bjarnason í Fjörukránni í einlægu opnuviðtali við Ga-

fl arann. Jóhannes man tímana tvenna í ferðaþjónustu í Hafnarfi rði en í dag verður átjánda víkingahátíðin sett með tilheyrandi sverðaglamri og söng.

Jóhannes er gafl ari vikunnar.Jóhannes er gggafl ari vikunnar.

Hvernig hefur bíllinn það?

Opið: mánudaga til fimmtudaga kl. 8.00-18.00, föstudaga kl. 8.00-16.30

BJB | Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is

Við hjá BJB erum sérfræðingar í dekkjum, pústi, smurningu og fleiru sem viðkemur reglubundnu viðhaldi bíla. Komdu með bílinn í BJB Hafnarfirði og þú færð góða þjónustu og vandaða vinnu.

2012

Tímapantanir í síma

565 1090

Save Water, Drink Beer

HAFNARFIRÐI

BOLTINNÍ BEINNI!

HAPPY HOUR16.00 – 19.00

TILVALINN STAÐURFYRIR EINKASAMKVÆMI

Bó segir „gó” í bíóB4Kíkt í kaffi : Ég er alltaf glöð og hamingjusöm í vinnunniKh8

Sjálfstæð björt framtíðS2

Vorum einfaldlega of fámennVo12

Frétt ir Umræðan Tilveran Íþrótt irgafl ari.is föstudagur 13. júní 2014 10. tbl. 1. árg.

ÍFrétt ir Umræðan Tilveran Íþrótt irgafl ari.is föstudagur 13. júní 2014 10. tbl. 1. árg.

Page 2: Gaflari 10. tbl. 2014

2 - gafl ari.is

FRÉTTIR Golfklúbburinn Keilir hef-ur hlotið GEO CertifiedTM-sjálf-bærni- og umhverfisvottunina. Klúbburinn hefur á liðnum árum stigið ýmis framfaraskref í þágu umhverfisverndar og sjálfbærni, sem felur jafnframt í sér aukin gæði og hagræðingu í rekstri. Meðal slíkra verkefna eru sam-starf við Álverið í Straumsvík um endurnýtingu á kælivatni, sem klúbburinn notar svo til vökvunar, og nýting gamalla mannvirkja sem áður tilheyrðu Sædýrasafninu. Mannvirkin hafa verið nýtt í að skapa heilsárs æfingaaðstöðu. Allt er þetta í anda hugmyndafræðinn-ar um sjálfbærni og sjálfbæra þró-un, sem klúbburinn hefur einsett sér að starfa eftir í framtíðinni.GEO eru umhverfissamtök sem starfrækir vottunarkerfi fyrir golfvelli. Samtökin njóta víðtæks stuðnings innan golfhreyfingar-innar á heimsvísu og vinna náið með aðilum utan golfheimsins líkt og UNEP, umhverfisáætlun Sam-einuðu þjóðanna og eru aðilar að ISEAL, alþjóðlegum samtökum umhverfismerkja.

FRÉTTIR Bæjarfulltrúar Sjálf-stæðisflokks og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði kynntu málefnasamn-ing bæjarstjórnar á miðvikudaginn. Samstarfið er byggt á málefna-samningi sem kynntur verður nánar á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar

18. júní næstkomadi. Guðlaug Krist-jánsdóttir verður forseti bæjar-stjórnar og Rósa Guðbjartsdóttir formaður bæjarráðs.Helstu markmið og verkefni nýrr-ar bæjarstjórnar snúa að gerð langtímastefnu um framtíð bæj-

arins á kjörtímabilinu og að leitað verði eftir frumkvæði og þátttöku bæjarbúa og samstöðu innan bæjarstjórnar. Vönduð og skilvirk stjórnsýsla sem nýtir sér nýjustu þekkingu og tækni er forsenda fyrir velgengni bæjarins. Lögð er áhersla á ábyrga og trausta fjár-málastjórnun með skýr og mælan-leg langtímamarkmið. Fyrstu verkefni nýrrar bæjarstjórn-ar felast í því að ráða ópólitískan bæjarstjóra með reynslu af rekstri og stjórnun, gerð verður óháð út-tekt á fjárhagsstöðu bæjarins og hefja hefja verkefni um atvinnu-þróun og markaðssetningu með áherslu á miðbæinn.

FRÉTTIR Fjölbreytt hátíðardag-skrá verður í boði fyrir alla fjöl-skylduna á þjóðhátíðardaginn. Að lokinni hátíðardagskrá á Hamr-inum fer skrúðgangan að Thors-plani þar sem fram fer fjölbreytt skemmtidagskrá og iðandi mannlíf um stræti og torg. Dagskrá lýkur með tónleikum Pollapönkara og Björgvins Halldórssonar og hljóm-sveitar.Miðbærinn verður lokaður fyrir bílaumferð á meðan hátíðarhöld-um stendur. Hafnarfjarðarbær býður bæjarbúum frítt í innanbæj-arvagna Strætó á milli kl. 12 og 22, 17. júní og eru bæjarbúar hvattir til að leggja bílnum og nýta sér strætó.

Frumkvæði og þátttöku bæjarbúa fagnað

Haukar unnu sinn fyrsta leik

Golfklúbbur-inn Keilir fær sjálfbærni-vottun GEO

Hæ, hó og jibbíjei...

FRÉTTIR Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar tók við lyklunum að Bæjarbíói á dögunum. Nú um helgina er hugmyndin að opna þetta gamla og sögufræga hús fyrir bæjarbúum og halda opnunarhátíð Bæjarbíós. Í kvöld verða tónleikar með Björgvini Halldórssyni, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem Björgvin heldur tón-leika í Firðinum. Annað kvöld verður boðið upp á Bíógrín. Þá verða tvær myndir leikstjórans Gunnars Björns Guðmundssonar sýndar, Astropía og stuttmyndin Karmellmyndin sem gerist einmitt í Hafnarfirði. Gunnar Björn mun kynna myndirnar og á milli sýninga munu Radíusbræður, þeir Steinn Ármann og Davíð Þór, fara með gamanmál. Sunnudagur-

inn verður tileinkaður Þráni Ber-telssyni, en fjórar af hans myndum verða sýndar, kl 15 Jón Oddur og Jón

Bjarni og svo taka þær við í röð Lög-gulíf kl 17, Dalalíf kl 19 og svo Nýtt líf kl 21. Nánari upplýsingar á mlh.is

Bíó með sögu og sál – Opnunarhátíð Bæjarbíós

FRÉTTIR Haukar unnu sinn fyrsta leik í 1. deild karla í knattspyrnu á þessu tímabili þegar þeir lögðu BÍ/Bol-ungarvík á þriðudag. Leikurinn fór 3:1, en staðan var 0:0 í hálfleik. Hilmar Rafn Emilsson skoraði tvö markanna og Gísli Eyjólfsson eitt. Nikulás Jónsson minnk-aði muninn fyrir Djúpmenn.FH stelpur töpuðu síðan fyrir Fylkis-stelpum í vikunni, 3:0. FH er í þriðja neðsta sæti Pepsi-deildar kvenna, með sex stig eftir fimm leiki.

Page 3: Gaflari 10. tbl. 2014

gafl ari.is - 3

Víkingahátíð í Hafnarfirði 13.- 17. júní 2014

Víkingahátíð í Hafnarfirði 13.- 17. júní 2014

Dagskrá Víkingahátíðar 2014

Nú líður að því að 18. hátíðin verði sett og að vanda verður hún fjölbreytt. Dágóður hópur erlendra víkinga kemur til okkar, sumir í 18. skipti. Víkingarnir eru sögumenn, götulistamenn, handverksmenn sem bæði höggva í steina og tré og berja glóandi járn, bardagamenn og bogamenn svo eitthvað sé nefnt. Víkingahópurinn Rimmugýgur og fjöldinn allur af víkingum víðsvegar af landinu hefur boðað komu sína hingað til okkar. Á þriðja hundrað víkingar verða á svæðinu þegar mest lætur og fjölhæfir eru þeir eins og sjá má af upptalningunni hér fyrir framan.

Dansleikir eru fastir liðir meðan á hátíðinni stendur og í þetta skipti er það gamla góða Víkingasveitin okkar sem heldur uppi fjöri fram á nótt. Það

eru þeir bræður Hermann Ingi Hermannsson og Helgi Hermanns ásamt Smára sem spila.

Að lokum vil ég þakka þeim sem stutt hafa þetta framtak í gegnum árin en lógóin þeirra má sjá í dagskránni. Þeir hafa ekki brugðist og eru búnir að standa með okkur í gegnum öll árin og verður þeim seint fullþakkað.

Það er von mín að þessi hátíð eigi eftir að halda uppi merki víkinga og halda áfram að gleðja þá gesti sem á hátíðina koma.

Gleðilega VíkingahátíðJóhannes Viðar Bjarnason

Föstudagur 13. júní13:00 Markaður opnaður13:15 Víkingaskóli barnanna14:00 Bardagasýning14:30 Hljómsveitin Krauka spilar15:00 Pól Arni Holm (söngur) og Jón Joensen (gítar) úr Færeysku rokksveitinniTýr16:00 Bardagasýning17:00 Bogfimi og axakast17:30 Hljómsveitin Krauka spilar19:00 Bardagasýning19:30 Tónlist og söngur við eldstæðið20:00 Lokun markaðar 20:00 Víkingaveisla í Fjörugarðinum, Víkingasveitin spilar22:30 Tónleikar í Fjörukránni með hljómsveitinni Krauka23:00 Pól Arni Holm (söngur) og Jón Joensen (gítar) úr Færeysku rokksveitinniTýr23:30 Dansleikur með hljómsveit Hermanns Inga, Helga Hermanns og Smára (Gamla víkingasveitin)03:00 Lokun

Laugardagur 14. júní13:00 Markaður opnaður13:30 Víkingaskóli barnanna14:00 Bardagasýning14:30 Pól Arni Holm (söngur) og Jón Joensen (gítar) úr Færeysku rokksveitinniTýr15:00 Sagnaþulir í Hellinum á hótelinu15:30 Hljómsveitin Krauka spilar16:00 Bardagasýning16:30 Bogfimikeppni víkinga17:00 Hljómsveitin Krauka spilar18:00 Hljómsveitin Krauka spilar

19:00 Bardagasýning19:30 Tónlist og söngur við eldstæðið20:00 Lokun markaðar 20:00 Víkingaveisla í Fjörugarðinum, Víkingasveitin spilar22:30 Tónleikar í Fjörukránni með hljómsveitinni Krauka23:00 Pól Arni Holm (söngur) og Jón Joensen (gítar) úr Færeysku rokksveitinniTýr23:30 Dansleikur með hljómsveit Hermanns Inga, Helga Hermanns og Smára (Gamla víkingasveitin)03:00 Lokun

Sunnudagur 15. júní13:00 Markaður opnaður13:30 Víkingaskóli barnanna14:00 Bardagasýning15:00 Pól Arni Holm (söngur) og Jón Joensen (gítar) úr Færeysku rokksveitinniTýr16:00 Bardagasýning16:30 Bogfimikeppni víkinga17:00 Hljómsveitin Krauka spilar17:30 Sagnaþulir í Hellinum á hótelinu18:00 Hljómsveitin Krauka spilar19:00 Bardagasýning19:30 Tónlist og söngur við eldstæðið20:00 Lokun markaðar 20:00 Víkingaveisla í Fjörugarðinum, Víkingasveitin spilar22:30 Tónleikar í Fjörukránni með hljómsveitinni Krauka23:00 Pól Arni Holm (söngur) og Jón Joensen (gítar) úr Færeysku rokksveitinniTýr01:00 Lokun

Mánudagur 16. júní12:00 Kraftakeppni, sterkasti fatlaði maður/kona heims12:30 Kraftakeppni, sterkasti fatlaði maður/kona heims

13:00 Markaður opnaður13:30 Kraftakeppni, sterkasti fatlaði maður/kona heims13:30 Víkingaskóli barnanna14:00 Bardagasýning14:45 Kraftakeppni, sterkasti fatlaði maður/kona heims15:00 Hljómsveitin Krauka spilar16:30 Bardagasýning16:30 Kraftakeppni, sterkasti fatlaði maður/kona heims18:00 Víkingasveitin spilar18:30 Bardagasýning19:00 Kraftakeppni, sterkasti fatlaði maður/kona heims20:00 Lokun markaðar 20:00 Víkingaveisla í Fjörugarðinum, Víkingasveitin spilar22:30 Tónleikar í Fjörukránni með hljómsveitinni Krauka23:30 Dansleikur með hljómsveit Hermanns Inga, Helga Hermanns og Smára (Gamla víkingasveitin)03:00 Lokun

Þriðjudagur 17 júní13:00 Markaður opnaður13:30 Víkingaskóli barnanna14:00 Bardagasýning15:00 Sagnaþulir í Hellinum á hótelinu15:00 Hljómsveitin Krauka spilar16:00 Bardagasýning16:30 Bogfimikeppni víkinga17:00 Hljómsveitin Krauka spilar18:00 Hljómsveitin Krauka spilar19:00 Bardagasýning20:00 Víkingaveisla í Fjörugarðinum, Víkingasveitin spilar20:30 Lokaathöfn með Gudrunu Vicktoriu og fleiri víkingum22:30 Tónlist í Fjörugarðinum að hætti víkinga01:00 Lokun

Fjölskylduhátíð

Nánari upplýsingar er að finna á heimsíðu okkar www.fjorukrain.is

Víkingahátíðin er fyrir alla fjölskylduna13. til 17. júní 2014

Víkingamarkaður, handverks- og bardagavíkingar, fornir leikir, glíma, bogfimi og axarköst, fjöllistamenn,

víkingaskóli fyrir börn, víkingatónlist, eldsteikt lamb, víkingaveislur, kvöldvaka

að hætti víkinga, dansleikir og fleira.

HOTEL& Restaurants

GARÐABÆR / ÁLFTANES

Eftir að Víkingahátíðinni lýkur verður haldið til Vestmannaeyja þar sem haldin verður heljarinnar hátíð 20. og 21. júní í samvinnu við Herjólf, Vestmannaeyjabæ og veitingahúsið Vöruhúsið.

www.gaflari.is

Page 4: Gaflari 10. tbl. 2014

4 - gafl ari.is

Menningar- og listafélag Hafnar-fj arðar stendur fyrir opnunarhátíð í Bæjarbíó um helgina og ber hún yfi rskrift ina Bíó með sögu og sál. Rykið verður dustað af nokkrum íslenskum kvikmyndum sem með einum eða öðrum hætt i tengjast Hafnarfi rði og Björgvin Halldórs-son verður með sína fyrstu tónleika í Hafnarfi rði á föstudagskvöld. „Þett a bar brátt að, mér fi nnst þett a sniðugt hjá Menningar- og listafé-laginu að taka þett a gamla hús undir sinn verndarvæng og ég bind miklar vonir við þett a sem tónleikahús fyrir okkur Hafnfi rðinga. Tala nú ekki um ef maður kemst í bíó, ég ólst upp í þessu húsi, þannig að þegar félagið ákvað opna húsið með glæsibrag og bað mig um að vera með þá sló ég til.“Margir eiga sjálfsagt bágt með að trúa að Björgvin hafi aldrei haldið tónleika í Firðinum. „Ég hef aldrei stigið á svið í Bæjarbíói né haldið tónleika hér í Firðinum. Skrýtið en satt ! Ég hef auðvitað sungið víða í bænum, í Hafnarborg, Iðnaðar-húsinu, Alþýðuhúsinu og á stóru þorrablótunum í Kaplakrika, en aldrei staðið fyrir tónleikum. Ætli það sé ekki vegna þess að hér hefur svo sárlega vantað tónleikasal en nú verður vonandi breyting á.“

Björgvin er með valinkunna hljóð-færaleikara með sér í för í kvöld en hljómsveitina skipa þeir Jón Elvar, gítar, Þórir Úlfarsson, hljómborð, Friðrik Sturluson á bassa og Jóhann Hjörleifsson, trommur. Sviðsstjóri er Ágúst Ágústsson og hljóðmaður Hafþór "Tempo" Karlsson. „Við ætl-um að leika þekkt lög frá ferlinum og spila þett a svona svolítið eft ir eyranu. Við erum öllu vanir og erum vel æfðir og það verður gaman að spjalla við fólk um Fjörðinn, enda margar sögurnar sem maður getur sagt. Í minningunni, þegar maður hugsar um þessi tvö bíó, Hafnar-fj arðarbíó, það fallega hús sem var rifi ð og svo Bæjarbíó. Hefðin var að fara í guðsþjónustu í KFUM-húsið á Hverfi sgötunni, síðan í bíó að sjá Roy Rogers eða Ríki undirdjúpanna og með hasarblöðin sem seld voru í hlénu til að eiga fyrir gott i. Á eft ir var farið út í hraun að leika bíómyndina, í löggu og bófahasar og þá var það spurningin hver yrði fyrstur til að segja: Pant vera aðal, og svo kom pant vera besti vinur aðals,“ segir Björgvin og hlær. „Þett a voru ljúfi r dagar og þett a gerðum við strákarn-ir helgi eft ir helgi. Og hugsaðu þér, maður fékk 10 krónur, 6 krónur fyrir miðanum og fj órar fyrir gott i.“

Framundan er annasamur tími hjá Björgvini, en hann verður á faralds-fæti langt fram eft ir sumri. Hann tilheyrir m.a. hljómsveit sem kallar sig Bó & Co. Þarna er á ferðinni hóp-ur tónlistarfólks, Matt i Matt , Eyþór Ingi Jóhanna Guðrún, Friðrik Ómar, Helgi Björns, Eiður Arnars, Tommi

Tomm, Kiddi Grétars og Ingólfur Sig ásamt Björgvini og eru lög Björgvins allsráðandi á dagskránni. Bó & Co verða á ferðalagi með Bylgjunni í sumar og um helgina á svokallaðri Kótelett u þeirra Selfyssinga og Björgvin mun einnig koma fram á 17. júní hátíðarhöldunum á Thorsplani.

Útgefandi: Bæjarfréttir ehf. - Kt. 521113-0300 • Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Alda Áskelsdóttir, Erla Ragnarsdóttir, Helga Kristín Gilsdóttir & Kári Freyr Þórðarson

([email protected]) • Umbrot & hönnun: Prentun.is • Prentun: Prentun.is - Bæjarhrauni 22 • Ljósmyndari: Helga Laufey Guðmundsdóttir • Upplag: 10.500 eintök

Auglýsingar: Ólafur Guðlaugsson & Tryggvi Rafnsson, sími: 544 2100, netfang: [email protected]

Nú er önnur af

stærstu ferðahelg-

um ársins að baki.

Ég eins og margir

aðrir Íslendingar

lagði land undir fót, skrapp austur fyrir

fjall enda alltaf notalegt að komast út

fyrir bæjarmörkin og hlaða batteríin.

Já það þarf að hafa orku fyrir sumarið

enda ætla ég að fylgja mínu fólki eftir

á fótboltavellinum í sumar og þegar

yfir líkur verð ég væntanlega búin að

sjá vel á annað hundrað leiki, en það er

önnur saga.

Fyrir austan fjall á laugardagskvöldið

lá leið mín í gegnum tjaldstæði. Þar

voru pabbar með bjór í vasanum að

sparka á milli með börnunum sínum

og móðir sem benti í átt til tveggja

drengja með Opal-pelann í hendinni og

sagði „ Strákar mínir ekki eyðileggja

útileguna, farið og finnið fólk em er að

gera eitthvað“ og í augnablik fannst

mér ég vera stödd í atriði úr Stellu í Or-

lofi, sem ég veit ekki hvort er gott.

Þegar á annað borð er farið austur

fyrir fjall er upplagt að koma við á Sól-

heimum. Þangað er yndislegt að koma

og þar ræður ríkjum algert fordóma-

leysi – líkt og Pollapönkarar sungu um

daginn. Kaffivélin var reyndar biluð og

því var enginn latte í boði, en lífrænt

sítrónute Sólheima stóð fyrir sínu

sem og dvergræktað grænmetið sem

bragðaðist eins og sælgæti og hægt

var að velja á nammibar í búðinni. Það

er eitthvað svo hugguleg stemning á

Sólheimum, allir eru í góðu skapi og

allir eru vinir og það er alveg til fyrir-

myndar. Já ég held að allir verði betri

eftir stutta stund á Sólheimum því þar

eðlilegt að vera eins og maður er, stór

eða lítill, feitur eða mjór, svartur eða

hvítur. Þar er svo augljóst hvað skiptir

máli í lífinu – já kærleikurinn og gleðin,

það er málið…

Helga Kristín Gilsdóttir

Kærleikurinn og gleðin…Leiðari ritstjórnar Gaflarans

Fjölmiðlahópur Vinnuskólans

„Skrýtið en satt!“

Fjölmiðlahópurinn er skipaður unglingum í Vinnuskóla Hafnar-fj arðar á aldrinum 15-16 ára. Verk-efni hópsins í sumar verður að sjá um facebook-síður Hafnarfj arðar, birta frétt tir í Gafl arablaðinu og á gafl ari.is, upplýsa um það sem er að gerast í bænum og taka viðtöl við Hafnfi rðinga. Meginmark-mið hópsins verðu að upplýsa og skemmta Hafnfi rðingum.Hópurinn heimsækir allskonar stofnanir t.d. RÚV og Morgun-blaðið og skoða starfsemi þeirra. Fjölmiðlahópurinn er staðsett ur í Músíkheimum Dalshrauni 10 og þau Tómas Ingi og Katrín Ósk hafa umsjón með starfsemi hópsins næstu sex vikunar. Hópurinn heim-sækir líka sérhópa Vinnskólans eins og listahóp, graff íti-hóp, jafn-ingjafræðsluna og margt fl eira.Krakkarnir í fj ölmiðlahópnum koma úr fl estum skólum Hafnar-fj arðar og er hópurinn afar fj ölbreytt ur með áhugasömum krökkum.

Page 5: Gaflari 10. tbl. 2014

gafl ari.is - 5

Bíó með sögu og sál

Föstudagur 13. júni Fyrsta sinn í HafnarfirðiBjörgvin Halldórsson kl. 20:00Miðaverð 3.900, kr.

Laugardagskvöldið 14. júni Astropía Uppistand: Radíus Bræður / Steinn Ármann og Davíð ÞórStuttmyndin KarmellumyndinHúsið opnar 20:30 / Miðaverð 1.500,kr.

Sunnudagurinn 15 júní Tileinkaður Þránni Bertelssyni. Sýndar verða 4 af hans klassísku myndum. Jón Oddur og Jón Bjarni kl. 15:00Löggulíf kl. 17:00 Dalalíf kl. 19:00 Nýtt líf kl. 21:00Miðaverð á sýningu er 500, kr. eða dagspassi á allar sýningar á 1.000, kr.

Miðasala á midi.is og Súfistanum Hafnarfirði

OPNUNARHÁTÍÐ BÆJARBÍÓS

Page 6: Gaflari 10. tbl. 2014

6 - gafl ari.is

14.00-16.00 Hátíðarhöld í miðbænum

Unglingarnir Arnór og Óli Gunnar kynna dagskrá

14:00 Lína langsokkur. 1

14:45 Arabesque - Dansdeild SH. 15:00 Víkingabardagi – Rimmugýgur. 15:30 Íþróttaálfurinn og Solla stirða.

Lusus naturae

14:00 Margrét Arnardóttir með harmonikkuna. 14:15 Línudans eldri borgara. 14:30 White Signal. 15:15 Línudans eldri borgara.

Á Strandgötunni

Á Austurgötunni

Hansatorgi.

húsnæði Rauða .

bílastæði á bak við Ráðhúsið.

Unglingarnir Arnór og Óli Gunnar kynna

Atriði úr söngleiknum We Will Rock You úr

Björgvin Halldórsson ásamt hljómsveit.

Guðrún Gunnarsdóttir

Gunnari Gunnarssyni.

Dagskrá 17. júní

Karlakórinn Þrestir.

Helgistund.

fer fyrir skrúðgöngunni.

Fánaborg frá Hraunbúum og íþróttafélögum.

Miðbærinn verður lokaður fyrir bílaumferð á meðan hátíðarhöldum stendur:

Fjarðargata, Strandgata og Austurgata: Lokað við Lækjargötu

Linnetstígur:

Mjósund: Lokað við Austurgötu

Miðbærinn verður lokaður fyrir bílaumferð á meðan hátíðarhöldum stendur:

y

Fjarðargata, Strandgata og Austurgata: Lokað við Lækjargötu

Linnetstígur:

Mjósund: Lokað við Austurgötu

Þann 17. júní býður Hafnarfjarðarbær bæjar búum frítt far með innan bæjar-vögnum Strætó milli kl. 12 og 22.30.

Leggðu bílnum– nýttu þér strætó!

Engin bílaumferð í miðbænumMiðbærinn verður lokaður fyrir bílaumferð meðan á hátíðarhöldum stendur en fjölmörg bílastæði eru nærri miðbænum.

Bílastæði fatlaðra verða við Fjarðargötu 17.

Ítarlegar upplýsingar um umferðar-lokanir eru á hafnarfjordur.is og Facebook-síðu Hafnarfjarðarbæjar.

Skiljum hundana eftir heimaHundar eru ekki leyfðir á viðburða-svæðum. Skiljum þá eftir heima – þar líður þeim mun betur en í margmenninu í miðbænum.

Page 7: Gaflari 10. tbl. 2014

gafl ari.is - 7

GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA!

NÁNARI UPPLÝSINGAR ERU Á HAFNARFJORDUR.ISOG Á FACEBOOK-SÍÐU HAFNARFJARÐARBÆJAR

FJÖLBREYTT HÁTÍÐARDAGSKRÁ FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA· Hátíðardagskrá á Hamrinum· Skrúðganga frá Hamrinum· Skemmtidagskrá og iðandi mannlíf um stræti og torg: Á Thorsplani, á Strandgötunni, við Ráðhúsið, Hafnarborg og víðar· Austurgötuhátíð· Kvölddagskrá á Thorsplani

Sjáumst í bænum á 17. júní!

Page 8: Gaflari 10. tbl. 2014

8 - gafl ari.is

„...hér er ég búinn að vera upp á dag, síðustu 25 árin í víkingabúning. Geri aðrir betur, það

hefur enginn í Rimmugýg verið eins oft í búning og ég.“

Víkingur í 25 ár

„ Við setjum Víkingahátíðina í dag, í átjánda sinn. Þett a er nú með sama sniði og venjulega, dagskráin er orðin það meitluð, en við breyt-um auðvitað til, ár hvert koma nýir skemmtikraft ar og ferskir víkingar. Sumir að koma í fyrsta sinn, líkt og tólf manna víkinghópur frá Bret-landi, bæði bardaga- og handverks-menn. Færeyingar eru mjög tryggir, þeir koma á hverju ári og nú kemur fi mmtán manna hópur þaðan. Svo eru alltaf einhverjir sem koma einir og sér. En allir eru hér nú á eigin veg-um. Þannig var það ekki til að byrja með, við þurft um að bjóða öllum að koma hingað þegar við héldum há-tíðina í fyrsta sinn,“ segir Jóhannes Bjarni Viðarson, eða Jói í Fjörukránni eins og fl estir Hafnfi rðingar þekkja hann. Erla Ragnarsdótt ir leit við á Fjörukránni í vikunni þar sem undir-búningur fyrir komandi hátíð var kominn á fullt. Og það er erilsamt í kringum Jóa, iðnaðarmenn af öllum toga eru að dytt a að svæðinu og vösk sveit vík-inga er mætt á staðinn til að máta sig við umhverfi ð. Mitt í þessu öllu saman stendur Jói, veifandi og gef-andi skipanir, með símann tilbúinn í annarri hendinni. Enda stendur mik-ið til, framundan er fi mm daga hátíð, með tilheyrandi bardagasýningum, bogfi mikeppni, tónlist og söng og mat.„Í fyrsta sinn voru allir æstir í að koma til Íslands, mekka víkinganna,

og það komust færri að en vildu. Þá komu 500 víkingar hingað til lands, átt u að vera 200, en þett a var fj ótt að vinda upp á sig. Ég var þá í samstarfi við Flugleiðir og Hafnafj arðarbæ, sem vildu gera þett a almennilega. Fyrsta hátíðin, árið 1996, tókst ljóm-andi vel og vakti mikla athygli. Ég skaut sjálfan mig í fótinn, ég hafði stofnað fyrirtækið en sagði mig svo úr landnámi og þessir aðilar héldu hátíðina á eigin vegum næstu tvö árin. Þett a voru einu hátíðirnar sem ég hef grætt á, þá var hátíðin haldin á Víðistaðatúninu og tilkostnaður mikill, þannig að þeir gáfust fl jótlega upp, en þarna græddi ég. Þessar há-tíðir hafa yfi rleitt verið í járnum og ég kem aldrei til með að vinna það upp. Enda er þett a gert með það í huga að ég nái endum saman, að ég tapi ekki miklu,“ segir Jói kankvís. „Jú, jú, maður nennir þessu þá ár eft ir ár, en ég er alveg opinn fyrir því að ein-hver taki við kefl inu. Dæturnar tvær eru komnar í þett a með mér, sem er ánægjulegt. En það verður alltaf einhver að sjá um matinn fyrir vík-ingana – ég hef öll árin verið fastur í því og því ekki getað hellt mér út í þennan víkingaheim.“

Ég brýt víst margar reglurJói í Fjörukránni er engu að síður félagi í Rimmugýg, hinu hafnfi rskra víkingafélagi. Saga víkinga og menn-ing þeirra hefur lengi verið Jóa hug-leikin, en hugmyndin að víkingahá-

tíð var upphafl ega fyrst og fremst viðskiptalegs eðlis. „Þá var maður ungur og þett a var heillandi og ég var alltaf til í að prófa eitt hvað nýtt . Ég er heiðursfélagi í Rimmugýg – heiðursfélagi nr. 1, hvorki meira né minna, en hef aldrei starfað af full-um kraft i með Rimmugýg né lagst í víking með þeim. Á sínum tíma sendi ég mína menn á aðrar víkingahátíðir til þess að kynna sér málin. Ég brýt víst margar reglur í sambandi við hefðir og annað á víkingahátíðum – en þett a er okkar hátíð og þannig vil ég hafa þett a.“

Maður gerði ýmislegt sem ekki mætt i í dagJói fór á sínum tíma í Hótel og veitingaskólann og lærði þjóninn. Hann lærði í Naustinu og vann víða, m.a. á gamla Þórskaffi og Holiday Inn. „Maður var búinn að vera að

vinna lengi og vera m.a. veitinga-stjóri. Ég átt i ekkert annað eft ir en að hætt a eða gera eitt hvað sjálf-ur. Árið 1990 keypti ég Fjöruna, litla húsið hér við hliðina, sem þá var veitingastaður. Þá voru engir túristar í Hafnarfi rði en ég náði fl jótlega til heimamanna. Ári seinna sótt i ég um að stækkun og það kost-aði ákveðið þref, þett a var á þeim tíma sem maður gerði ýmislegt sem ekki mætt i í dag. En það var fyrst og fremst velvilji bæjarstjórnar sem gerði þett a að veruleika, þar voru menn eins og Guðmundur Árni Stef-ánsson, sem þorðu og þannig gat ég stækkað fyrirtækið.“

Napóleon Bónaparte og Edith Piaf í fullum skrúðaÞegar Fjörukráin varð til, eins og Hanfi rðingar þekkja hana í dag, þá átt i Jói ekki von á að Íslendingar

Page 9: Gaflari 10. tbl. 2014

gafl ari.is - 9

GAFLARi VIKUNNAR

aðgengilegri, okkur vantar fl eiri lítil græn svæði með litlum sætum húsum í stíl við uppruna sinn, höfn-ina og sjóinn. Ég vil láta rífa þessa ljótu steinkubba hér í miðbænum sem eru sama sem ekkert nýtt ir. Ef Hafnfi rðingum fj ölgar upp í fi mm-tíu þúsund hvar ætlum við að hafa þett a fólk,“ spyr Jói og skilur lítið í sofandahætt i bæjaryfi rvalda.„Enginn í Rimmugýg verið eins oft í búningi og ég“Jói á Fjörukránni á ekki rætur sínar að rekja hingað í Fjörðinn, heldur í Kleppsholtið og er því Reykvíkingur í húð og hár. „Ég kom bara að skoða mig um og langaði að opna veitinga-hús hér. Fjaran var virðulegur og góður veitingastaður, á þessum tíma var kreppa og fólk hafði ekkert of mikið á milli handanna og staðurinn var að drabbast niður, svo ég keypti hann og vann hann upp. Ég fékk mjög góðar mótt ökur hjá Hafnfi rðingum. Mig langaði að vera með litla mat-arkrá, með góðum íslenskum mat á góðu verði og þarna var bjórinn að koma inn hjá Íslendingum og mér tókst að tengja þett a saman, mat-sölustað og bar. Ég réði þrjá bestu píanóleikara landsins til mín, bræð-urna Jón og Karl Möller og Einar Loga. Innan tíðar var allt orðið fullt. Ég bjó í Firðinum um tíma, en hér er ég búinn að vera upp á dag, síðustu 25 árin í víkingabúning. Geri aðrir betur, það hefur enginn í Rimmugýg verið eins oft í búning og ég.“ Segja má að Jói í Fjörukránni sé frumkvöðull í ferðaþjónustu hér í Firðinum og það er ekki annað hægt en að dást að þessum athafnamanni sem lagt hefur allt sitt að veði til þess að láta draum sinn rætast. En skyldi eitt hvað annað komast fyrir í lífi hins atorkusama Jóa? „Já, oft er sagt að menn gift ist fyrirtækjunum sínum og ég viðurkenni það, ég hef lifað fyrir þett a allan þennan tíma. Dætur mínar spurðu mig um daginn hvort ég gerði mér grein fyrir því að Fjörukráin verður 25 ára á næsta

ári og það sem meira er, að ég verð sextugur! Þannig að nú er komið að því að hugsa um sjálfan mig. Mín lífsfylling hefur alltaf verið þett a fyrirtæki og börnin mín. Þegar ég var yngri spilaði ég fótbolta og var allur í íþrótt unum en ég er löngu hætt ur því. Félagarnir eru margir hverjir komnir í golfi ð, en ég hef ekki tíma fyrir þett a sport. Ég segi oft við þá að nú séu þeir að æfa sig áður en ég kem á svæðið, ég verð búinn að ná þeim eft ir einn hring,“ segir Jói og hlær. „En nú er sko komið að því, ég kem hérna við á Fjörukránni einu sinni í viku og ríf kjaft ,“ segir hann kátur yfi r tilhugsuninni og blikkar yngri dótt ur sína.

Eltir MathísenanaÞað eru ekki margir sem vita það að Jói í Fjörukránni á sér gæluverkefni. Draumur hans er nefnilega að búa til lítið þorp, einhvers konar þema-þorp, úti á Álft anesi en þar býr Jói í dag, á jörð sem heitir Hlið, á vestasti tanganum á nesinu, á öndverðu við Bessastaði. Þar er hann með litla heimagistingu og þar verða engir víkingar, heldur nokkurs konar safn. „ Án þess að vita nokkuð hver ætt i Fjöruna á sínum tíma þá var það Matt hías Mathiesen, eldri, sem var með verslunarrekstur í bænum og reisti þett a hús. Kristján Mathiesen, bróðir Matt híasar, átt i hins vegar Hlið. Ég virðist því elta Mathísen-ana,“ segir Jói og hlær. „Þá rak Krist-ján eina stærstu sjóútgerð á Suður-landi, var með yfi r níu langæringar og 100 manns í naustum. Þarna var verið vinna fi sk og þessi vör sem bátarnar voru dregnir upp í, svo-kallað bátalag, það eru ekki margar svoleiðis eft ir á landinu og hún er enn óhreyfð. Ég vona að ég fái leyfi til að gera þett a, þett a er mikið til friðað svæði, þannig að það þarf að fara varlega, en mig langar að búa til fallegt þorp til til heiðurs forfeðrum okkar sem voru að að bera björg í bú. Við sjáum hvernig þett a fer.“

myndu koma. „Við buðum upp á söng og skemmtun á meðan á mat-arveislunni stóð og vorum einnig með þemadaga. Við fengum erlenda kokka til að koma og gerðum ým-islegt skemmtilegt. Hér voru fínar söngkonur sem sungu erlend dæg-urlög. Á frönskum dögum t.a.m. var Napóleon mætt ur í fullum skrúða og Edith Piaf var sungin. Það var því ekkert óeðlilegt að slá upp veislum með víkingaþema fyrir Íslendinga. Menn héldu að þett a yrði bara sum-argaman en nú erum við enn að, tutt -ugu árum síðar.“

Túristar sem heimsótt u Ísland komu við á FjörukránniSú var tíðin, þegar Fjörukráin var upp á sitt besta, að um 60% þeirra túrista sem heimsótt u Ísland komu við á Fjörukránni. Í dag er tímarnir breytt ir. Um 80% gesta Fjörukrár-

innar eru útlendingar, bæði í mat og gistingu. Jói áætlar að í það minnsta 60 manns séu á hótelinu daglega og þeir geti vel farið yfi r eitt hund-rað. Í dag eru einnig fl eiri hótel í Hafnarfi rði sem Fjörukráin er í góðu samstarfi við. „Það eru svo sannar-lega ferðamenn í Firðinum, þeir eru bara ekki svo sjáanlegir vegna þess hversu fl jótt þeir fara úr bænum. Grunnurinn að því að hafa túrista í bænum er að hafa hótel,“ segir Jói og hann hvetur Hafnfi rðinga til að taka af skarið. „ Hér vantar meiri afþr-eyingu, eitt hvert aðdrátt arafl . Það mætt i koma eitt hótel til viðbótar. Svo vantar meiri útivist, meira líf í miðbæinn okkar. Við þurfum að nýta strandlengjuna betur; bjóða upp á hjólreiðatúra, vera með litla sölubása, þó það væri ekki nema um helgar. Jafnvel ferðatívolí. Og við þurfum að gera miðbæðinn

Page 10: Gaflari 10. tbl. 2014

10 - gafl ari.is

Menntun? Próf úr Fósturskóla Íslands 1993

Starf? Sérkennslustjóri á leikskólan-um Álfabergi.

Hvaða bók er á náttborðinu? Sandmað-urinn eftir Lars Kepler og Snemmtæk íhlutun í málörvun ungra barna.

Eftirlætis kvikmyndin? Bridesmaid - get endalaust hlegið að henni. Color purple - græt endalaus út af henni. Sólskinsdrengurinn - fallegasta mynd sem ég hef séð. Mao s last danser ef Kærleikskúlurnar spyrja mig.

Playlistinn í ræktinni? Kiss - Gunni karateþjálfarinn minn velur tónlistina :) - ég er bara farin að fíla Kiss í tætlur núna.

Hvers vegna Hafnarfjörður? Hef alltaf búið í Hafnarfirði og tími ekki að fara héðan. Þetta er bærinn minn.

Eftirlætismaturinn? Humar er alltaf einstaklega gómsætur og svo get ég aldrei sagt nei við jarðaberjum og súkkulaði.

Eftirlætis heimilisverkið? Þvotturinn - elska að flokka, þvo, hengja upp og brjóta saman. Draumurinn er að eiga fallegast þvottahús í heimi og vera eingöngu í þessu heimilisstarfi.

Helstu áhugamál? Karate, syngja, mála, hlusta á tónlist, spila á gítarinn, gönguferðir, kaffihúsaspjall og heim-spekiumræður. Og í augnablikinu er það uppáhalds áhugamálið mitt, að finna allar mögulega aðferðir til að kenna ungum börnum viðeigandi boð-skipti og félagsfærni.

Það sem gefur lífinu gildi? Jákvæðni, gleði og kærleikur er aðalmálið. Fjöl-skyldan er í fyrsta sæti, svo er mér lífsnauðsynlegt að eiga fullt af góðum og skemmtilegum vinum. Það eykur lífsgæðin að kunna að hlægja og sjá

allt það skondna í hinum hversdags-lega veruleika.

Hvers vegna leikskólakennari? Ætlaði í Kennaraháskólann og verða sérkennari en fór að vinna á Hjalla og heillaðist af leikskólakennarastarfinu og metnaðinum þar. Þar lærði ég að hafa jákvæðni, gleði og kærleika að aðalmarkmiði starfsins og hef haldið því markmiði síðan.

Skemmtilegast við starfið? Fyrir mér er þetta draumastarfið og ég er alltaf glöð og hamingjusöm í vinnunni. Skemmtilegast er að hafa samskipti við börnin og taka þátt í því að finna lausnir á öllum mögulegum málum.

Erfiðast við starfið? Það er afar illa launað. Erfitt að þurfa vera velta því fyr-ir sér hvort maður hafi efni á því að vinna við þetta æðislega og gefandi starf.

Skondin saga úr vinnunni? Gæti sagt ykkur ansi margar skemmti-legar sögur úr vinnunni en þessi er samt ein af uppáhalds. Ein móðir-inn sagði mér að hún hefði verið að kenna 5 ára syni sínum, sem er góður vinur minn, lagið „Jesús er besti vinur barnanna” - hún fór nokkrum sinnum yfir lagið og spurði hann svo „Hver er besti vinur barnanna” - þá var hann snöggur að svara og sagði „Jóhanna”.

Á föstudagskvöldið var ég: Í Ny-

borg í heimavistinni í Efterskolen ved Nyborg, að knúsa 18 ára dóttur mína sem er búin að vera í vetur í lýðháskóla þar, að spila körfubolta. Hún og vinir hennar fóru með mér á veitingastað að borða og gengu svo um Nyborg með mér til að sýna mér borgina.

Auglýsingasími Gaflara544 2100

[email protected]

TILVERAN

KÍKT Í KAFFI Í næstu viku hafa leikskólakennarar boðað til vinnustöðvunar. Með því vilja þeir mótmæla bágum launakjörum og sýna samninganefnd sinni stuðning í verki. Jóhann Jesdóttir er leikskólakennari af lífi og sál. Hún elskar starfið sitt en segir erfitt að þurfa að velta því fyrir sér hvort hún hafi efni á að vinna við það sem hún vill allra helst gera. Gaflari kíkti í kaffi til Jóhönnu.

Jákvæðni, gleði og kærleikur er aðalmálið Hollráð Steinars

GAFLARI MÆLIR MEÐ...

…fjölskyldu-ferð í fjöruna.Á góðviðrisdegi

er fátt skemmti-

legra en að dýfa

tánum í ískalt Atlantshafið og

finna hvernig lifnar yfir kroppnum.

Í fjörunni leynist líka margt djásnið

sem gleður augað og gaman er að

taka með heim, s.s. fallega steina

eða rekavið. Það sem toppar svo

ferðina hjá ungviðinu að ganga fram

á krabba eða fuglshræ.

…ferð um Snæ-fellsnesið en

þar rekur hvert

stórundrið ann-

að. Vatnshellir

er á meðal þess en hann er um 200

metra langur og þar er hátt til lofts.

Til að komast í hellinn er farið niður

hringstiga. Þegar niður er komið er

upplifunin einstök - að kanna hella

er ólýsanlegt og engu líkt.

Það hefur vorað sérlega vel í ár og

gróður kominn all langt í þroska

miðað við oft áður. Sýrenur og

gullregn eru t.d. að byrja blómstra.

Aftur á móti er ekki allt jafn fallegt.

Steinar hjá Skógræktinni gefur góð

ráð til að klippa kal af plöntum:

Klippum kalið: Margar tegundir

trjáa og runna hafa kalið og sviðnað

mikið í vetur. Sumar ungar plöntur

af t.d. furu, þin og rauðgreni hafa

hreinlega alveg drepist. Rósir hafa

víða kalið mjög mikið. Þessar kölnu

plöntur munu því miður ekki laufg-

ast meira en orðið er. Allar greinar

sem ekki hafa nú þegar laufgast

eru dauðar. Þær er best að fjar-

lægja núna. Klippið alveg niður að

næsta lifandi blaði/sprota. Berið

á (t.d. blákorn) að lokinni klippingu

svo að plönturnar eigi auðveldara

með að bæta skaðann.

Page 11: Gaflari 10. tbl. 2014

gafl ari.is - 11

Page 12: Gaflari 10. tbl. 2014

12 - gafl ari.is

„Úrslit kosninganna voru vissulega

vonbrigði og ekki í takt við það sem

við bjuggumst við. Landslagið er

auðvitað breytt og nýju framboð-

in, Píratar og Björt framtíð, eru að

taka til sín töluvert fylgi. Það er

e.t.v. megin skýringin á þessar út-

komu. Við höldum sama fylgi frá

kosningum 2010. Framsóknarflokk-

urinn í Hafnarfirði hefur alla tíð ver-

ið lítill og þegar við höfum náð inn

manni þá hefur það að hluta til verið

vegna óánægjufylgis í bænum. Það

fylgi er að fara annað í dag,“ segir

Ágúst Bjarni Garðarsson, oddviti

Framsóknarflokksins í Hafnarfirði.

Flokkurinn fékk 6,7% atkvæða í ný-

afstöðnum sveitarstjórnarkosning-

um og náði ekki manni inni, annað

kjörtímabilið í röð.

Þetta er í fyrsta sinn sem Ágúst

Bjarni tekur beinan þátt í stjórn-

málastarfi og í framvarðasveit

Framsóknarflokksins hér í Firðin-

um. Hann segir þetta hafa verið

ánægjulega reynslu. „Kosningabar-

áttan var bæði fín og málefnaleg.

Við stóðum sterk, sérstaklega mál-

efnalega og vorum tilbúin í slaginn.

En það sem flokkurinn var að berj-

ast við hér í Firðinum var að við vor-

um ekki nógu mörg í allri undirbún-

ingsvinnu, við vorum einfaldlega

of fámenn.“ En hvað með atburða-

rásina í Reykjavík í aðdraganda

kosninga og ummæli oddviti Fram-

sóknarmanna í borginni. Höfðu þau

áhrif á hingað í Fjörðinn? „Fyrstu

ummæli Sveinbjargar eru vond

en það tókst að einhverju leyti

að snúa þeirri umræðu tilbaka og

um skipulagsmál í borginni. En öll

þessi umræða skaðaði okkar hér í

Hafnarfirði tvímælalaust og víðar

á landinu. Þetta kom ítrekað fram

í samræðum okkar við kjósendur,

sérstaklega þegar við stóðum fyr-

ir framan verslanir, þá fékk maður

stundum fúkyrðin yfir sig, en að

sama skapi kom líka fólk sem vildi

ræða málin. Þetta skall allt saman á

mjög stuttu fyrir kosningar, enginn

fyrirvari og hugsanlega brugðust

menn of seint við. Enda stangast öll

fordómafull umræða, hvaðan sem

þau koma, algjörlega á við grunn-

stefnu Framsóknarflokksins,“ segir

Ágúst Bjarni. Blaðamaður spyr um

brotthvarf Jennýjar Jóakimsdóttur

úr flokknum, hvort það hafi komið

Ágústi á óvart. „Já svo sannarlega

kom það flatt upp á okkur, enda

sú ákvörðun ekki rædd við mig

né nokkurn annan. Jenný mætir á

fund með okkur á þriðjudagskvöld

eftir kosningar, þar sem við erum

að fara yfir úrslitin og næstu skref

og þá virðist allt vera í lagi. Sólar-

hring síðar er hún búin að segja sig

úr flokknum. Það er alltaf leiðin-

legt að missa góðan félaga. En við

virðum hennar ákvörðun og það er

mikil eftirsjá af henni og hennar

kröftum.“

Talið berst næst að endurtaln-

ingunni. „Það kom í raun ekki á óvart

að Píratar skyldu krefjast endur-

talningar. Við íhuguðum það líka, en

að þarna skyldu finnast 16 atkvæði,

1 dæmt ógilt og 15 gild atkvæði

Framsóknarflokksins, úr bunka at-

kvæða sem tilheyrðu Sjálfstæðis-

flokknum, það hlýtur að vekja upp

spurningar. Ég skil ekki hvernig slíkt

gat gerst.“

Hvað með framhaldið? „Ég er enn-

þá oddviti Framsóknarflokksins í

Hafnarfirði og við ætlum að halda

áfram að berjast fyrir þeim mál-

um sem við vorum að berast fyrir í

kosningabaráttunni. Við ætlum að

reyna að nýta þetta fylgi eins vel

og kostur er og við höfum fundað

með Rósu Guðbjartsdóttur, for-

manni bæjarráðs, um það hvort við

getum ekki fundið einhverja leið til

að koma að málum og hafa áhrif.

Annars er ég að líka að slappa af

eftir þessa törn, ná áttum og hugsa

um fjölskylduna mína. Framundan

hjá mér er svo að klára meistara-

prófið í verkefnastjórnun, svo er

framtíðin óráðin.“

„Vorum einfaldlega of fámenn“Oddviti Framsóknar ætlar að nýta fylgið eins vel og kostur er

Auglýsingasími Gaflara544 2100

[email protected]

TILVERAN

Page 13: Gaflari 10. tbl. 2014

gafl ari.is - 13

Í Fornubúðum hefur verið að byggj-

ast upp skemmtilegt safmélag

lista- og handverksfólks. Þar eiga

nú athvarf listmálarar, leirlistamenn,

saumakona og gullsmiður sem vinna

að listsköpun sinni í sátt og samlyndi

við fiskverkendur.

Sigurður Ingi Bjarnason, gullsmiður,

eða Ingi í Sign er einn af frumbyggj-

um. „Ég var með vinnuaðstöðu heima

en fannst ég þurfa að auðvelda

viðskiptavinum mínum aðgengið.

Pabbi og bróðir hans áttu þennan

grásleppuskúr og ég keypti hann af

þeim.“

Ingi segir að honum hafi fundist um-

hverfið heillandi. „Ég var áður með

verslun og verkstæði á Laugarveg-

inum en bryggjan og umhverfið hér

gefur sköpuninni byr undir báða

vængi – hér er andrúmsloftið líka

aflappaðra.“ Hann segir að viðskipta-

vinirnir séu ekki síður ánægðir með

bryggjuna en hann. „Það mætti samt

gera svæðið enn fallegra og að-

gengilegra.“

Ingi sér fyrir sér að gamli slippurinn

og svæðið þar í kring verði gert að

útivistarsvæði og Íshúsinu breytt

í lista- og menningarmiðstöð. „Á

góðviðridögum er iðandi mannlíf

á göngustígnum meðfram strand-

lengjunni, frá Norðurbakkanum að

slippnum en þar stoppar allt. Það

þarf að byggja þetta svæði upp og

opna hér kaffihús en ég vil samt alls

ekki missa alla fiskverkun í burtu.

Mér finnst þetta svo skemmtileg

blanda.“

Á þeim árum sem Ingi hefur verið í

Fornubúðum hefur lista- og hand-

verksfólkinu fjölgað. „Aðalheiður

Skarphéðinsdóttir í Gallerí Múkka var

hér þegar ég kom hingað, en síðan hafa

listmálararnir Ólöf Björg og Soffía

Sæmundsdóttir bæst í hópinn, ásamt

leirlistakonunum í Gáru og nýverið

opnaði saumakonan Edda Bára Ró-

bertsdóttir, vinnustofu í Fornubúðum.“

Edda Bára á ekki í neinum vandræð-

um með að svara því hvers vegna

Fornubúðir urðu fyrir valinu. „Mér

fannst þetta bara svo heillandi stað-

setning og spennandi tilhugsun að

tilheyra samfélagi sem þessu. Ég er

nýflutt heim frá Englandi þar sem ég

starfaði við hönnun og saumaskap.

Þar var ég t.d. með ráðgjöf um val á

gardínum og rúmteppum fyrir hót-

el og sá um saumaskap. Mig langar

til að halda þessu starfi áfram hér

heima, hvort heldur sem er fyrir fyr-

irtæki og einstaklinga og mig vantaði

vinnustofu. Þegar ég sá auglýsinguna

í glugganum hér var ég ekki lengi að

ákveða að þetta væri rétti staðurinn

fyrir mig.“

Að þessu sinni kíkjum við í plötu-skápinn hjá Magnúsi Kjartanssyni, píanóleikara og kórstjóra með meiru. Magnús er þessa dagana að undirbúa sumarið og er m.a. að spila kántrý og western. „Ég er núna að hlusta á alls konar kátrý og western tónlist. Oft er maður nefnilega að hlusta á það sem maður er að spila, t.d. þessa gömlu góðu eins og Hank Williams og Elvis Presley, Randy Travis. Þess á milli dúkkar alltaf upp diskur sem Elton John og Leon Russell gerðu saman fyrir tveimur árum síðan. Þar spila saman tveir geysilega færir píanóleikarar sem kunna listina að semja lög og spila undir söng. Þett a eru allt ný lög sem þeir sömdu saman. Leon Russell þekkja fáir Íslendingar því miður, hann hefur aðallega verið að semja fyrir

ameríska artista og á mörg af þessum vinsælu lög sem við öll höfum heyrt, án þess að vita að hver samdi.“ Magnús skorar hér með á Ingi-

mund Óskarsson, bassaleikara hjá Dúndurfrétt um.

Lífið er list í gömlum grásleppuskúrum

Í spilaranum

ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR

ÚTFARARSTOFA ÍSLANDSðurh 5, Rv 5 1 00 t n

Sverrir Einarsson

Kristín Ingólfsdóttir

HinrikValsson

Hvað er í spilaranum hjá Magnúsi Kjartanssyni?

Page 14: Gaflari 10. tbl. 2014

14 - gafl ari.is

Guðrún Ágústa Guðmundsdótt ir, hefur gegnt starfi bæjarstjóra síð-ustu tvö árin, starfi sem er marg-slungið og á sennilega allan hug og hjarta þess sem sinnir því á hverj-um tíma. Nú er hins vegar komið að kveðjustund hjá Guðrúnu Ágústu, enda eru Sjálfstæðismenn og Björt framtíð komin við stjórnvölinn og hyggjast ráða ópólitískan bæjar-stjóra til verksins. Guðrún Ágústa segist fi nna fyr-ir eft risjá vegna starfsins. „Hver dagur hefur verið einstakur og ég hef lært eitt hvað nýtt á hverjum degi. Bæjarstjórastarfi ð er 24/7 og maður veit aldrei hvað bíður manns í upphafi dags. Það er líka hluti af því að gera starfi ð svona skemmtilegt. Svo er líka alveg frábært að fá tækifæri til að hitt a alls konar fólk á öllum aldri við ólík tækifæri.“Þegar hún er beðin um að líta til baka og nefna það sem var skemmtilegast við starf bæjar-stjóra, segir hún það hafa verið að

fá tækifæri til að móta samfélagið sem við búum í og svo hafi auðvit-að verið frábært að fá að hitt a alls konar fólk enda læri maður enda-laust á því.Efrfi ðast fannst Guðrúnu Ágústu hins vegar að takast á við undir-búninginn fyrir endurfj ármögnun á skuldum bæjarins. „Það var bæði fl ókið og vandasamt verk sem tók

heilt ár.“ Síðustu dagar Guðrúnar Ágústu í bæjarstjórastólnum eru að vissu leyti ólíkir því sem hún á að venjast. „Síðustu dagarnir í vinnu eru frekar rólegir. Þeir fara í að ganga frá og halda kerfi nu gangandi. Fastir liðir halda áfram eins og viðtalstímarnir sem eru í hverri viku.“ Og þegar hún er spurð út í hvert hennar síðasta verk sem

bæjarstjóri verði, svarar hún: „Að kveðja mitt góða samstarfsfólk sem gengið hefur með mér þessi tvö ár.“En hvað tekur svo við? „Nú tekur bara við sumarfrí. Ég ætla að njóta þess að vera með fj ölskyldunni sem ekki hefur of mikinn tíma síðustu tvö ár og svo er bara að hafa augun opin fyrir skemmtilegu starfi .“

Mér finnst svína-

lundir góðar og

þær eru reglulega

á borðum hjá mér.

Yfirleitt grillum

við þær, en eftir

þessari uppskrift má bæði bæði

grilla eða setja í ofninn. Svínalundir

eru mjúkar og góðar og klikka ekki.

Basilsinnepið og lundin eru eins og

„match made in heaven.“

1 svínalund

Ólífuolía

1 krukka basil sinnep frá Nicolas Vahé

2 dl sojasósa

2 msk púðursykur

2 msk tómatsósa

Takið sojasósuna, púðursykurinn

og tómatsósuna og blandið saman

í skál ásamt dassi af ólífuolíu.

Skerið mestu fituna af lundinni,

setjið í poka og hellið sojasósu

blöndunni í pokann og lokið hon-

um. Látið þetta standa í ísskáp í að

minnsta kosti eina klukkustund.

Þegar lundin er búin að taka sig inni

í ísskáp, takið hana þá úr pokanum

og setjið í eldfast mót, hellið vökv-

anum yfir hana og smyrjið hana svo

með basilsinnepinu. Svo er bara

að setja hana í ofninn og elda við

180°C í 20-30 mínútur en það fer

auðvitað alveg eftir ofninum hjá

manni en lundin þarf að ná kjarn-

hita upp í 64-65°. Hún má vera að-

eins bleik innst, því þá er hún best.

Upplagt að bera fram með bak-

aðri kartöflu og góðu salati, svo er

það undir hverjum og einum komið

hvernig sósu maður vill með þessu,

en ég mæli með bernaise-sósu á

loly.is

Svínalund með basilsinnepi

UNDIR GAFLINUM Skemmtilegir pennar leggja Gafl ara lið.Þeir fj alla um ólík málefni og áhugamál, s.s. heilsu, dýramál, tísku og lífstíl, mat, sögu og Hafnfi rðinga í útlöndum skrifa

heim. Á gafl ari.is birtist svo í hverri viku nýr og skemmtilegur pistill eft ir hvern þeirra.

Lólý

Nýtur lífsins og hefur augun opin fyrir skemmtilegu starfi

Page 15: Gaflari 10. tbl. 2014

gafl ari.is - 15

Hver kannast ekki við það að hafa ekki tíma til að æfa? Eða nenna ekki að fara út úr húsi til að æfa? Öll erum við misupptekin og hreyfi ng er mikilvæg fyrir líkama og sál. Það má æfa heima hjá sér, út í garði meðan krakkarnir leika sér eða í ferða-laginu. Ég ætla að setja hér inn þrjár mis-munandi æfi ngar, þett a eru svokall-aðar Crossfi t æfi ngar sem má gera hvar sem er. Mikilvægt er að vanda sig að gera æfi ngarnar vel, en reyna að halda góðu æfi ngatempói. Byrjum á upphituninni en það er mik-ilvægt að hita upp. Þú getur einnig farið út að hlaupa, sippað eða tekið góðan hjólatúr.

Upphitun: 2 umferðir10 Jumping Jacks (Sprellikall)

10 hnébeygjur

10 armbeygjur

Ég ætla að gefa ykkur þrjár hug-myndir af æfi ngu, en svo getið þið tekið þessar hugmyndir og leikið ykkur að þeim og breytt æfi ngum og þess hátt ar.

Hugmynd 1: 4-5 umferðir – með 1 mín hvíld milli setta

40 Framstig (labbandi)

30 Uppsetur (kviðæfing)

20 Súperman bakæfing (lyfta höndum og fótum)

10 Armbeygjur

Hugmynd 2 50 Hnébeygjur

50 Uppsetur

50 Burpees (án djóks)

50 Framstig

50 Armbeygjur

Hugmynd 3Stilltu niðurteljarann á 15 mínútur og gerðu eins marga hringi og þú getur af þessum 3 æfingum, engin hvíld á milli. (Til mörg forrit í snjall-símann – finndu HIIT Timer)

5 Armbeygjur

10 Uppsetur

15 Hnébeygjur

Svo er eitt hvað sem við eigum öll að gera er plankinn en það má gera

hann í ýmsum formum, ekki bara horfa á klukkuna sem virðist ekki hreyfast hvort sem er. Mér fi nnst skemmtilegra að lyft a höndum og eða fótum til skiptis eða lyft a ein-hverju. Gangi þér vel og eigðu frábært æf-ingasumar, engar afsakanir!

Silja Úlfarswww.siljaulfars.is

GOLF Fjölmiðlahópurinn ræddi við Henning Darra Þórðarson sem nýverið vann mót í Íslandsbankamótaröðinni í golfi . Hann er 16 ára og vann í fl okki 15-16 ára drengja. Henning spilaði fyrri hringinn á 72 höggum og seinni hringinn á 69 höggum en samtals var hann þrjá undir pari. Það munaði sex höggum á Henning og Arnóri Snæ sem varð í öðru sæti. Mótið fór fram á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ dagana 7. til 8. júní en þett a var annað mótið í mótaröðinni af sex en Hennig vann þau bæði.“Ég stefni klárlega í atvinnumennsku í golfi !” segir hinn ungi og efnilegi kylfi ngur en hann hefur æft golf í átt a ár með golfk lúbbnum Keili. Í sumar fer hann í þrjár ferðir með landsliðinu þar á meðal til Finnlands en hann er bæði í undir 16 ára landsliðinu og undir 18 ára landsliðinu. Hennig hefur einnig orðið Íslandsmeistari fj órum sinnum áður sem sýnir hæfi leika hans í þessari íþrótt agrein. Henning á fj ölda styrkt-araðila og sem dæmi má nefna Garra og golfk lúbbinn Keili.Í síðustu viku útskrifaðist Henning úr Hvaleyraskóla og eft ir sumarið hefur hann nám við Flensborgarskólann í Hafnarfi rði þar sem hann fer á við-skipta- og hagfræðibraut. Hann hefur

mikið að gera utan golfvallarins þar sem hann æfi r einnig fótbolta með FH. Hann æfi r þó aðalega fótbolta á vet-urna en golfi ð spilar hann allt árið um kring. Hann og vinir hans eru líka mjög duglegir að gera eitt hvað skemmtilegt saman eins og til dæmis að fara í sund. Nokkrir aðrir fj ölskyldumeðlimir spila einnig golf þar á meðal faðir hans, afi og stóri bróðir sem nýlega tóku aft ur upp kylfurnar eft ir hlé. Að lokum spurðum við hann hvort hann ætt i sér eitt hvert mott ó og hann svaraði: ”50% af heiminum eru sig-urvegarar og 50% af heiminum eru taparar en 95% af þeim geta ákveðið hvort þeir eru.”

ÍÞRÓTTIRAuglýsing 93x25 mmAuAuAuAuAuAuAAuAuAuAAuAuAAuAuuuuAuAAuAuAAAAAuAuuuuAuAAAAAuuuuuAuAuAAAAuuuAuAAAAuAAuAuAuuAuAuAuAAAAAAuAuuAuAAAAAAAAAAAuAuAuAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAuAuAuAAAAAAAAAAAAAAAAAAuAAAAAAAAAAAAAAAAAuuAuAAAAAAAAAAuAuuAuAAAuAuAuAuAuAuAuAuuuuuuuuuuuuuAuAuuuuAuuuuuuuuAuuAuAuAuuuuuAuAuuAuAuAuuAAAAuAAAuAuAAAAuAuuuuAAuAuAuAAAuuuuuuuuuAuAAuAuAuAuuuuuuuuAAAAuuuuuuuuAuAuuAuuuuAuAuuuuAAAAuAuAAuAAuuuuuAAAuAAAuuAAAuAuuAAAuAAAuuuuuuuuggggggggglggglglgllglggggglglglgggggggllglllgggglglgllggggggggglglglgggggggglglggggggglggggggglgglglglglgllggggggglglgllggglglgggggglgllglgggglgglgllgggglgllgggggggglggggggggggggggggggglglglgggggglglgggggggggglgggggggggggggggglgggggggggggggglggggggglgggglglgggglglggglggggglgglglglglggggglglggggglggggllggggllgglgglgllgllgggggllggglllgggggllgggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggg ýýýýýýýýýýýýýsýsýýýýýýýýýýýýýsýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýý iiiiiiininnnnnnnnnnniiiiiinnnniiinnnniiinnnniiininnnnnnnnnnniiniinnnnnniinnnniinnnnnininniinnnniinnnnnnninnnnnnnnnnniinnnnnnnnnnnnnnnnnnniinnniinnniiinnnniiiiiiinnnniiiiiinnniiiiiiiinnnnnniiiiiiiiinnniiiiiiiinnnggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggg

33333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333x2x2xxx2xx2x2x2x2x2x2xxx2x2xx2xx2x2xx2x2x2x2x2x2xx2x2x2x2x 555555555555555555AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA99999999999993939939399999939999999933999999999999999999999993999399399399939993999999999393999999999339999999999999399999999999999939999999999999999999999999993999999999999999993393999999999999993999999993399999999339999999999999993999999339999999999999999999999999999999999999999999

Frétta- ogmannlífsvefurinn

ýsýýsýsýsýýýsssýsssssýsssssssssýssýssýsýsýsýssýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýý iiiiiiiiinnnnnnnnnnnnnnnnniiiiinnnnnnnnnnnnnnnininiiniiiinnnnnnnnnnniiiiinnninnnniiiiiinnnnnnnnnniiiinnnnnnnniiiiinnnnnnniiiiiiinnnnnnnniiiiiininnnnnnniiiiiii ggggggggggggggggggggggggg ggggggggggggggggggggggggg g g g g ggggggggg gg ggggggggggg ggggggg gggggg ggggg gg ggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggg5 5 55 555555 555555555555555555555 mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm

Allir út, engar afsakanir

Á leið á toppinn

Page 16: Gaflari 10. tbl. 2014

16 - gafl ari.is

Sædís ArndalKennariSædís Arndal var á dögunum valin ný-sköpunarkennari grunnskólanna 2014. Sædís kennir smíði og nýsköpun í Hofs-staðaskóla í Garðabæ. Hún er Hafn-fi rðingur í húð og hár. Sædís stendur upp úr.

Augljóslega fi nnst mér ekki hægt að hugsa sér betri mömmu heldur en hana mútt u mína. Hún

hefur alltaf verið til staðar fyrir mig og mína. Við systkinin vorum svo heppin að hafa hana heimavinnandi þegar við vorum að alast upp og hótel Mamma var með þennan þægilega opnunartíma sem kallast sólarhringsvakt alla daga vikunnar, alla daga ársins. Traustari manneskju er ekki hægt að hugsa sér, hún er frábær kokkur og býr til pítsur sem eru to die for. Svo er hún frábær amma og amma Dísa er í miklum met-um á mínu heimili.Hún er þrjóskari en það þrjóskasta, það getur verið kostur og ókostur. Ætli þett a kallist ekki að vera með rétt lætis-kennd yfi r meðallagi.

Sigursteinn Arndal, sonur Sædísar.

Sædís er góð vinkona og samstarfsmaður, hún er hörkudugleg og þrjóskari en allt. Hún

gefst aldrei upp heldur fi nnur hún sér alltaf nýjar leiðir til að leysa hlutina. Sæ-dís er ótrúlega hugmyndarík, skemmti-leg og er sannarlega búin að vinna fyrir titlinum nýsköpunarkennari ársins. Við í Hofsstaðaskóla erum ótrúlega stolt af Sædísi.Ester Jónsdótt ir, vinkona og sam-kennari Sædísar.

María Kristín Gylfadót-tir,stjórnandi Eras-mus+,menntaáætlunar ESB á Íslandi

Þessa helgi er ævintýralega mikið á

dagskrá. Ég kem heim frá Helsinki á

föstudag og þá ætla ég að elda eitt h-

vað gott handa mínu fólki. Á laugard-

aginn förum í þrjú boð; nafnaveislu,

ætt armót, tvöfalda útskrift barna

vinahjóna okkar og fi mmtugsafmæli.

Sunnudagurinn verður rólegri en það

þarf að vinna í garðinum og skipta

út þakrennum. Gullhundurinn Erró,

elskaðasta heimilisdýr í Hafnarfi rði,

verður eins og alltaf í forgrunni um

helgina. Gönguferð á Stórhöfða

og sundsprett ur í Kleifarvatni er á

dagskránni hans. Á sunnudag reyni

ég líka að pakka fyrir stutt a ferð til

uppáhaldsborgarinnar Brussel sem

hefst á mánudagsmorgun.

Guðjón Árnason, iðnrek-strarfræðingurHelgin hjá mér er mikið

skipulögð og verður

frekar golft engd.

Á föstudaginn hitt i ég vinnufélaga þar

sem verður grillað saman og horft á HM.

Laugardeginum ver ég í Borgarnesi þar

sem ég verð í kaddý-starfi hjá dótt ur-

inni sem spilar á Eimskipsmótaröðinni

í golfi . Ég hef mjög gaman að því og

reyni að komast með henni sem oft ast.

Á sunnudag er ræs snemma því á dag-

skránni er árleg ferð með nokkrum af

mínum bestu vinum þar sem við gerum

víðreist um uppsveitir Árnessýslu. Við

leigjum okkur hús, spilum golf og gril-

lum góðan mat. Mögulega rauðvínstár

með. Sannkölluð „gourmet-ferð“ þar

sem mikið er lagt í matinn og þett a er

ferð sem ég missi helst aldrei af.

STENDUR UPP ÚR

HELGIN MÍN

Kíktu við í Fjörð

– í miðbæ Hafnarfjarðar

37%afsláttur

JÚNÍTILBOÐ99 KR.

SNICKERS

1.980 kr./kg99 KR.

1.9801 kr./kg129 KR.

LIONPEANUT

2.150 kr./kg2.150 kr./

199 KR.BURN 0,5 L

398 kr./ltr.

149 KR.SPORT LUNCH

1.863 kr./kg

129 KR.SUN RICE BAR

2.867 kr./kg

149 KR.FANTA 0,5 L

298 kr./ltr.KR...................

5 L

tr.

1.863 kr./kg

129 KR.KLEINUHRINGUR

129 kr./stk.

79 KR.CAPRI SONNE

395 kr./ltr.

199398

SUN RICE BAR

hársnyrtistofa

1190 kr.1890 kr.

HM TILBOÐ

Súpa dagsinsásamt brauði

Verð með afslætti 680 kr.1.050 kr.

Eða taktu með