12
„Eins og við séum stödd í miðju fljóti sem sífellt bætir í“ Líf Hildar Brynju Sigurðardóttur og fjölskyldu hennar tók svo sannarlega u-beygju þegar Íris Embla, dóttir hennar, greindist sex mánaða gömul með ólæknandi heila- og taugasjúkdóm. Rekstrarúttekt gerð á fjárhagsstöðu bæjarins 2 Hvar á nýtt hjúkrunar- heimili að rísa? 2 11 Fjórir frjálsíþróttamenn til liðs við FH Kíkt í kaffi: Undirbúningur jólanna er stærsta verkefni vetrarins 10 Fréir Umræðan Tilveran Íþróir gaflari.is fimmtudagur 30. október 2014 19. tbl. 1. árg. Motus hefur opnað þjónustuskrifstofu á 5. hæð í verslunarmiðstöðinni Firði, Hafnarfirði. 20-40% afsláttur TÍVOLÍ á planinu til 22. Bjarni Ara skemmtir! Opið til kl. 24:00 Miðnæturopnun í kvöld! sjá nánar á baksíðu . . .

Gaflari 19. tbl. 2014

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Gaflari 19. tbl. sem kom út 30. október 2014

Citation preview

Page 1: Gaflari 19. tbl. 2014

„Eins og við séum stödd í miðju fljóti sem sífellt bætir í“Líf Hildar Brynju Sigurðardóttur og fjölskyldu hennar tók svo sannarlega u-beygju þegar Íris Embla, dóttir hennar, greindist sex mánaða gömul með ólæknandi heila- og taugasjúkdóm.

Rekstrarúttekt gerð á fjárhagsstöðu bæjarins2

Hvar á nýtt hjúkrunar-heimili að rísa?2

11 Fjórir frjálsíþróttamenn til liðs við FH

Kíkt í kaffi: Undirbúningur jólanna er stærsta verkefni vetrarins10

Fréttir Umræðan Tilveran Íþróttirgaflari.is fimmtudagur 30. október 2014 19. tbl. 1. árg.

Motus hefur opnað þjónustuskrifstofu á 5. hæð í verslunarmiðstöðinni Firði, Hafnarfirði.

20-40% afsláttur

TÍVOLÍ á planinu til 22. Bjarni Ara skemmtir!

Opið til kl. 24:00Miðnæturopnun í kvöld!

sjá nánar á baksíðu . . .

Page 2: Gaflari 19. tbl. 2014

2 - gaflari.is

FRÉTTIR Nú í haust voru 3,5% Hafnfirðinga á aldrinum 16 – 69 ára án atvinnu. Þetta er lægsta hlutfall sem mælst hefur það sem af er ári. Á sama tíma í fyrra voru 4,3% þessa hóps án vinnu. Flestir þeirra sem eru atvinnulausir eru á aldr-inum 20 – 39 ára eða rúmur helm-

FRÉTTIR „Ég hef búið í Hafnarfirði í 25 ár og faðir minn er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði þannig að hér vil ég vera,“ segir Laufey Vilhjálms-dóttir, eigandi KONU, nýrrar tísku-vöruverslunar í Firðinum. Laufey hefur lengi unnið við verslunarstörf í Firðinum, vann í Anas í 14 ár og er með sömu glæsilegu merkin og hún seldi þar. „Ég vil bjóða hafnfirskum konum upp á vandaðan og glæsi-legan fatnað frá dönskum hönnuð-um og persónulega þjónustu,“ segir Laufey. „Carla Du Nord fæst t.d.

ekki í öðrum verslunum á Íslandi og er mjög töff og vandaður fatnaður fyrir konur á öllum aldri. Créton er kvenlegur og flottur fatnaður og ég er með úrval af kjólum frá þeim.

MosMosh er með flottar gallabuxur og toppa, þetta er aðeins grófari lína og svo er það spænska merkið Desiqual sem er með mjög litríkan og munstraðan fatnað.“

Rekstrarúttekt gerð á fjárhags-stöðu bæjarins- gæti dregið upp ranga mynd af fjárhagslegri stöðu Hafnarfjarðarbæjar segir minnihlutinn

FRÉTTIR Undirbúningur er hafinn að gerð úttektar á rekstri Hafnar-fjarðarbæjar. Lögð var fram ver-kefnislýsing og umfangsáætlun vegna verkefnisins á bæjarráðs-fundi á mánudaginn. Rekstraráætl-unin verður kynnt stjórnendum bæjarins í dag. Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna lögðu fram bókun á fundinum þar sem bent var á að ítarleg úttekt hefði verið unnin í kjölfar hrunsins og mikil vinna við hagræðingu í rekstri Hafnar-fjarðarbæjar hefði átt sér stað. Í bókuninni lýstu bæjarráðsfull-trúarnir einnig yfir áhyggjum sínum af því að með úttektinni yrði röng mynd dregin upp af fjárhagsstöðu bæjarsjóðs eða eins og segir í bók-uninni: „ Aðhald og aukin skilvirkni í rekstri á undir öllum kringum-stæðum að vera hluti af vand-aðri og markvissri fjármála- og rekstrarstjórn en ekki tímabundið átaksverkefni eins og hér er lagt upp með. Það að nú, eftir þá miklu vinnu sem átt hefur sér stað á undanförnum árum og hefur skilað gríðarlegum árangri, eigi að efna til sérstaks hagræðingarátaks gæti að okkar mati verið til þess fallið að draga upp neikvæða og beinlínis ranga mynd af fjárhagslegri stöðu Hafnarfjarðarbæjar.“

520 Hafnfirðingar án atvinnu

Öðruvísi KONA

Flóamarkaður í Gúttó

ingur hópsins. Þegar atvinnuleysi er skoðað með tilliti til menntunar kemur í ljós að flestir þeirra sem eru án atvinnu, hefur tæpur helm-ingur lokið grunnskólanámi. Næst fjölmennasti hópurinn eru þeir sem hafa lokið háskólanámi eða 124 einstaklingar. Ívið fleiri kon-

ur í Hafnarfirði eru án atvinnu en karlar eða 341 á móti 226. Flestir þeirra sem eru atvinnulausir hafa verið það lengur en í ár eða 191. Heldur hefur þó fækkað í þeim hópi frá því á sama tíma í fyrra en þá höfðu 215 þeirra sem voru án at-vinnu verið það lengur en í ár.

Hvar á nýtt hjúkrunar-heimili að rísa?FRÉTTIR Nýr meirihluti, Sjálfstæð-isflokks og Bjartrar framtíðar, í bæj-arstjórn fékk fyrirtækið Capacent til að gera óháða úttekt á því hvar best væri að byggja nýtt hjúkrunarheim-ili í Hafnarfirði. Undirbúningur byggingar nýs hjúkrunarheimilis hef-ur staðið frá árinu 2006. Meirihluti Samfylkingar og VG á síðasta kjör-tímabili var búinn að festa lóð undir hjúkrunarheimilið í Skarðshlíð, auk þess sem búið var auglýsa eftir umsóknum til þátttöku í forvali um hönnun, byggingu og rekstur á nýju hjúkrunarheimili sem síðar var reynd-ar hætt við með tilheyrandi bótakröf-um frá þátttakendum.

Í aðdraganda síðustu kosninga kom fram hópur sem vildi að nýtt hjúkr-unarheimili yrði byggt við Sólvang eða í nágrenni hans. Þar að auki fóru forsvars-menn Hrafnistu fram á að nýja heimilið yrði byggt við Hrafnistu í Hafnarfirði sem myndi sjá um rekstur þess.

Í síðustu viku skilaði Capacent svo skýrslunni – í henni er ekki tekin afstaða til þess hvar best sé að reisa hjúkrunarheimili. Í skýrslunni er hins vegar hinum ýmsu þáttum gefið vægi sem á að auðvelda ráðamönnum að taka ákvörðun. Það fer svo eftir því hvaða þætti fólk telur mikilvæga hvort Skarðshlíð eða Sólvangur kem-ur betur út. Í lokaorðum skýrslunnar

er bæjaryfirvöldum einnig bent á að skoða Hrafnistu sem valkost.

Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar, segir að sér finnist úttektin gagnleg. „Hún rammar inn samanburðarþætti, aðskilur stað-reyndir frá matskenndum þáttum og er þannig gott innlegg. Nú er lokið þeim tíma sem ætlaður var í þessa hlutlausu úttekt og málið kemur aft-ur til kasta allra kjörinna fulltrúa. Í mínum huga er myndin skýrari eftir lestur þessarar skýrslu og mér finnst ég betur í stakk búin til að vera virk í því samtali sem framundan er um verkefnið, sem og ákvarðanatökunni þegar að henni kemur.“

FRÉTTIR Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti á síðasta fundi ráðsins að farið verði í átaksverkefni til að draga út notkun plastpoka og einnota umbúðum hjá stofn-unum bæjarins. Mælst er til þess að allar stofnanir skoði með hvaða hætti þær geti stutt verkefnið og komi með til-lögur en einnig er lagt til að innkaupastjóri bæjarins styðji við verkefnið með því að taka saman tölur fyrir lok þessa

árs um umfang innkaupa á plasti og setji fram markmið um minnkun.

Til þess að skapa jákvæða umræðu um verkefnið og hvetja til þátttöku mun Hafnarfjarðarbær gefa bæjar-búum fjölnota poka sem verður dreift til íbúa bæjarins. Þannig villl Hafnarfjarðarbær hvetja íbúa til að draga úr notkun á plastpokum og nota fjölnota poka.

Burt með plastiðHafnarfjarðarbær gefur bæjarbúum fjölnotapoka

FRÉTTIR Kvennakór Hafnarfjarðar stendur fyrir flóamarkaði í gamla Gúttó nú um helgina, 1.-2. nóvember. Flóamarkaðurinn er orðinn árviss viðburður í starfi kórsins og má þar jafnan finna skemmtilegar, prjóna-vörur, handverk, bækur, skó, og það sem gjarnan leynist á góðum flóa-markaði. Sjón er sögu ríkari.

Page 3: Gaflari 19. tbl. 2014

gaflari.is - 3

Föstudagur:

• HALLOWEEN afsláttur.

• Jólamarkaðurinn á göngunum.

• Tívolíið verður á planinu til kl. 22.

• Ólöf Björg Björnsdóttir í Gallery Fjörður.

Laugardagur: Draugabærinn Hafnarfjörður

• HALLOWEEN afsláttur.

• Jólamarkaðurinn á göngunum.

• Zumba dívurnar taka Halloween dansa kl. 13:30.

• Ólöf Björg Björnsdóttir í Gallery Fjörður.

• Frí andlitsmálun frá kl. 12-15.

• Tívolíið verður á planinu til kl. 18.

• Skottsala í bílakjallara.

Draugabærinn Hafnarfjörður

H A L L O W E E NHALLOWEEN afsláttur!

Hafnfirðingar halda íslenska hrekkjavöku í miðbæ Hafnarfjarðar 29. okt. til 2. nóv.

Mætum öll í miðbæinn og gerum Hafnarfjörð að „hræðilegasta“ bæ landsins!

Tívolí

Fim.-fös. kl. 14-22 Lau. kl. 11-18

Tívolíið verður á planinu

um helgina!

Page 4: Gaflari 19. tbl. 2014

4 - gaflari.is

Útgefandi: Bæjarfréttir ehf. - Kt. 521113-0300 • Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Alda Áskelsdóttir, Erla Ragnarsdóttir, Helga Kristín Gilsdóttir ([email protected]) • Umbrot & hönnun: Prentun.is • Prentun: Prentun.is - Bæjarhrauni 22 Ljósmyndari: Helga Laufey Guðmundsdóttir • Upplag: 10.500 eintök Auglýsingar: Ólafur Guðlaugsson, sími: 544 2100, netfang: [email protected]

Streita eða stress er eitthvað sem flestir kannast við úr okkar hraða nútímasamfélagi. Streita verður því miður oft hluti af lífi fólks, stundum ómeðvitað, stundum er hún fylgifiskur þess lífstíls sem við höfum valið okkur. Hún staldrar tímabundið við hjá sumum, aðrir glíma við hana lengur enda getur verið erfitt að

skilgreina hana og orsakavaldinn sjálfan, því stundum geta margir þættir haft áhrif á aðstæður fólks. Hjá mörgum er hún sjálfskaparvíti en hjá öðrum grípa örlögin óvænt í taumana og lífið tekur miklum breytingum á svipstundu. Býsna flókið getur verið að fóta sig áfram í hversdagsleikanum og þá skiptir bakland hvers og eins miklu máli og þá ekki síst maður sjálfur.

Mörgum reynist erfitt að passa upp á sjálfan sig. Stundum þvinga aðstæður mann til að horfa í eigin barm. Það hef ég fundið á eigin skinni. Það er þetta með að hafa ekkert að gera. Það er jú það sem blasir við þegar maður er í nýju umhverfi, þegar maður er fluttur til annars lands. Auðvitað getur maður alltaf fundið sér eitthvað að gera hér í Berlín en það er ekki endalaust hægt að þeytast á milli safna, kapp-leikja, kaffihúsa eða verslana eða hjóla um næsta nágrenni. Stundum koma bara tímar þar sem maður hefur ekkert að gera. Og engan til að tala við. Við fjölskyldan höfum lært að taka á móti þessum stundum fagnandi. Staldra við í núinu, njóta kyrrðarinnar og hlusta á okkar innri mann. Og stundum er gott að hitta þennan innri mann, rifja upp gömul og góð kynni og kryfja nýlegar upplifanir og langanir.

Í dag heitir þetta núvitund, eða mindfullness og búið að skrifa margar bækur um fyrirbærið, flytja erindi og halda námskeið. Einhvers staðar í erli dagsins týndum við nefnilega mörg hver þessum innri manni. Þetta þarf ekkert að vera flókið, ég leyfi

mér svolítið að horfa til æskunnar, þegar mér fannst ég hafa allan tíma í heiminum til þess eins að vera til. Þá gat ég setið lon og don, ein að dunda, oftast við að lesa heilu bókaraðirnar, Kötubækurnar, Frank og Jóa, Fimm fræknu og Ævintýrabækurnar og hugsa. Ein með sjálfri mér. Ég tók þetta reyndar stundum aðeins of langt, var víst alltaf síðust út úr skólanum því ég þurfti að fylgjast með öllu og það var víst heldur ekki hægt að senda mig út í búð. Ég komst aldrei lengra en út á næsta horn því ég þurfti að meðtaka (telja bílana), horfa og skynja umhverfið. Vera til.

Sem betur fer erum við Íslendingar nokkuð meðvituaðir um þessar afleiðingar nútímalífstíls og eins og Hildur Brynja, gaflari vikunnar, bendir á í opnuviðtali þá er velferðarþjóðfélagið okkar að mörgu leyti með hin ýmsu úrræði til að takast á við áföll á takteinunum. Það er vel og það er gleðilegt fyrir okkur Hafnfirðinga að heyra að Hildur Brynja og fjölskylda njóti stuðnings nærsamfélagsins.. Fyrirbyggjandi starf er einnig nauðsynlegt. Flensborgarskóli okkar Hafnfirðinga, sem hefur verið leiðandi skóli í verkefninu um heilsueflandi framhaldsskóla síðustu sex ár, hefur t.a.m. unnið markvisst með núvitundina með bæði nemendum sínum og starfsfólki. Og við getum gert betur, það gladdi mig að sjá að hér í Þýskalandi hefur núvitund verið skilmerkilega skilgreind í námskrá grunnskólans og sonur minn sem situr 8. bekk hér í Berlínarborg rýnir í sjálfan sig og skilgreinir drauma sína, færni og lang-anir eins og ekkert sé. Enda veitir ekki af því hér í stórborgarskarkalanum er lögð áhersla á heimanám, gerð krafa um sjálfstæð vinnubrögð og góðan námsárangur og hér gæti streitan svo sannarlega yfirtekið allt. En þá er að staldra við og eiga við sig orð…

Erla Ragnarsdóttir

Staldraðu við Leiðari ritstjórnar Gaflarans

Öflugri FjörðurÍ ár fagnar Fjörður 20 ára afmæli sínu. Verslun-armiðstöðin hefur á þeim tíma gengið í gegnum hæðir og lægðir. Guðmundur Bjarni Harðarson, framkvæmdastjóri Fjarðar, segir að Fjörður hafi farið illa út úr hruninu eins og svo margir aðrir en nú séu bjartari tímar framundan. „Ný fyrirtæki hafa bæst í hópinn undanfarið. Öll rými á neðri hæðinni eru nú í útleigu og tvær nýjar verslanir hafa opnað á efri hæðinni og útlit fyrir að sú þriðja sé að líta dagsins ljós.“

Fjörður á tímamótumGuðmundur tók við starfi framkvæmdastjóra fyrir hálfu ári og hans hlutverk er að byggja upp Fjörð að nýju og gera hann að eftirsóknarverðum verslun-arstað. „Hér hefur gengið vel. Fjörður fær tæplega milljón heimsóknir á ári sem er bara býsna gott ef miðað er við aðrar verslunarmiðstöðvar eins og Smáralind og Kringluna sem fá um fjórar milljónir heimsókna á ári,“ segir Guðmundur og bætir við: „Til að verslunarmiðstöð blómstri þurfa að vera fyrir hendi öflugar verslanir og þjónustufyrirtæki. Í dag er að finna margvíslegar sérverslanir og þjónustu-fyrirtæki í Firði eins og fataverslanir, lyfjaverslun, gleraugnaverslun, bakarí, sérverslanir, hárgreiðslu-stofur og snyrtistofur að auki er hér að finna heilsugæslustöð, pósthús, banka, bónstöð o.fl. Svo má ekki gleyma því að allar almenningssamgöngur byrja og enda hér fyrir utan. Hér eru líka mörg bíla-

stæði og bílakjallari sem er til mikilla þæginda núna þegar vetrarmánuðir eru að bresta á.“

Guðmundur er borinn og barnfæddur Ólsari (Ólafsvík) sem býr í Reykjavík. Hann segir að það komi sér vel í starfi sínu enda sé gestsaugað oft glöggt. Hafnarfjörður er fallegur bær og bæjar-stæðið einstakt og út á það þurfi að gera. „Hér eru öflugar verslanir og þjónustufyrirtæki og stundum finnst mér eins og Hafnfirðingar sæki vatnið yfir

lækinn. Tíminn er dýrmætur og eitthvað sem fæstir hafa nóg af í nútímasamfélagi. Það er hægt að spara ómældan tíma og kostnað ásamt því að losna við umferðarhnúta með því að versla í heimabyggð. Í Hafnarfirði eru verslanir eins og þær gerast bestar. Í flestum þeirra er viðskiptavinurinn í beinu sam-bandi við eigandann því oftar en ekki vinnur hann í versluninni. Hér eru ekki stórar keðjur sem gerir þjónustu í verslunum okkar persónulegri.

Page 5: Gaflari 19. tbl. 2014

gaflari.is - 5MIÐAVERÐ KR. 3.500 - HÚSIÐ OPNAR KL. 20.30 - FORSALA Í BÆJARBÍÓI OG MIDI.IS

BÆJARBÍÓ Í DRAUGABÆNUM HAFNARFIRÐISUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER KL. 21.00

TÓNLEIKAR

Page 6: Gaflari 19. tbl. 2014

6 - gaflari.is

Skrefin inn í heim þroskaskertra og fatlaðra voru þung enóendanlega falleg og kærleiksríkNæstkomandi laugardag, 1. nóvember, verða Hressleikarnir haldnir í Hress í fimmta sinn. Hressleikarnir er æfingapartý þar sem æft er í tvo tíma, 15 mínútur í senn. Á leikunum verða átta 28 manna lið sem öll klæðast sínum lit. Hressleikarnir ganga þannig fyrir sig að þátt-takendur skrá sig í lið og greiða 2.500 kr. fyrir þátttökuna sem renna til þess málefnis sem ákveðið hefur verið að styrkja. Að auki er hægt að kaupa happadrættismiða í afgreiðslu Hress og fyrir þá viðskiptavini sem vilja leggja málefninu lið en komast ekki á leikana má leggja inn á reikn.135-05-71304 kt.540497-2149. Allir sem vilja taka þátt eru velkomnir hvort sem þeir eiga kort í Hress eða ekki. Starfsfólk Hress gefur auk þess launin sín þennan dag í söfnunina.

Að þessu sinni er það fimm manna fjölskylda sem varð fyrir valinu. Hjónin Hildur Brynja og Erlendur búa ásamt þremur börnum sínum þeim Emil Snæ 9 ára, Ívari Elí 6 ára og Írisi Emblu 3 ára í Norðurbænum. Líf þeirra tók svo sannarlega u-beygju þegar Íris Embla greindist sex mánaða gömul með ólæknandi heila- og taugasjúkdóm en auk þess glímir Íris Embla við CP (heftarlömun), er flogaveik og töluvert sjónskert. Þá er Íris Embla hreyfihöml-uð og bundin við kerru/hjólastól og þarf aðstoð við allar daglegar athafnir. Sjúkrahúsheimsóknir hafa verið tíðar upp á síðkastið vegna krampa sem valda öndunarstoppi hjá Írisi Emblu.

Helga Kristín Gilsdóttir hitti Hildi Brynju á kaffihúsi á fallegu haustkvöldi fyrir skömmu og fékk að heyra af dag-legu lífi fjölskyldunnar.

Hildur Brynja er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir og starfaði sem ljósmóðir áður en Íris Embla fæddist. Erlendur hóf nýverið störf hjá Metal, stálsmiðju, Emil Snær og Ívar Elí eru í Barnaskóla Hjallastefnunnar en Íris Embla er á leik-skólanum Víðivöllum.

Vissi strax að eitthvað var aðHildur Brynja segir að auðvitað breyt-ist líf fólks með nýjum fjölskyldumeð-limi en þau hafi engan veginn verið undir það búin sem í vændum var þegar Íris Embla fæddist. „Ég tók strax eftir að eitthvað var að. Íris Embla grét

stöðugt og svaf sama sem ekkert og því fór hún í rannsóknarferli fljótlega eftir að hún fæddist. Þegar hún var sex mánaða, eftir margar blóðprufur og segulómun kom í ljós að hún er með ólæknandi heila- og taugasjúkdóm.“

Íris Embla er á leikskólanum Víðivöll-um og á inn á milli góð tímabil og það hefur alveg gerst að hún fer í leikskól-ann fimm daga vikunnar. Á leikskólan-um er henni afskaplega vel tekið og þar unir hún sér vel. Þangað kemur sjúkra-þjálfari en auk þess fer Hildur Brynja með hana í sjúkraþjálfun. Þessa dagana er Íris Embla viðkvæm enda mikið um pestar í gangi og hún er móttækileg fyrir slíku eins og öll önnur lítil kríli.

Suma daga tökum við bara klukku-tíma fyrir klukkutíma Hildur Brynja hefur ekki getað unnið úti eftir að Íris Embla fæddist. „Ég byrjaði að vinna en hætti eftir átta vaktir. Þetta var óþægilegt bæði gagnvart vinnu-veitandanum og mér sjálfri að vera alltaf með nagandi samviskubit yfir því að geta ekki mætt í vinnuna eða vita aldrei hvort ég kæmist og líka hvort allt væri í lagi með Írisi Emblu.“

Nú er líf fjölskyldunnar þannig að Íris Embla og hennar heilsa stjórna lífi þeirra og þau hafa aðlagað sig að því. „Það er t.d. erfitt að þiggja hvers-konar boð, við vitum aldrei hvort við komumst eða ekki. Við getum heldur ekki farið of langt frá sjúkrahúsi og

Page 7: Gaflari 19. tbl. 2014

gaflari.is - 7

stundum er alveg útilokað að við get-um farið eitthvert. Oftast ræðst það á síðustu stundu hvort við förum eitt-hvert eða ekki. En við höfum lært að taka einn dag í einu og suma daga tök-um við bara klukktíma fyrir klukkutíma.“

Þekkir grátinn, hláturinn og vonbrigðinEins og áður sagði er Íris Embla bundin við kerru/hjólastól og tjáir sig ekki með tali og þrátt fyrir að augu hennar séu heilbrigð þá er úrvinnsla sjónarinnar ekki sem skyldi. „Hún greinir birtu, liti og hreyfingar en notar heyrnina mest. Ég þekki grátinn, hláturinn og vonbrigð-in og ég veit hvenær hún er svöng, ég hef lært að lesa hennar tjáningu og hún tjáir sig heilmikið, bara ekki með orðum.“

Bræðurnir Emil Snær og Ívar Elí voru að vonum spenntir þegar þeir vissu að von væri á systkini. Hildur Brynja kveið því nokkuð fyrir því að segja þeim bræðrum frá því að Íris Embla væri ekki heilbrigð. „Þeir hafa alltaf tekið henni eins og hún er og hafa fundið sínar að-ferðir til að finna frið inni á heimilinu. Þegar það hafa verið erfið tímabil hjá Írisi Emblu notar Emil Snær heyrnatól og hlustar á tónlist og Ívar Elí á það til að biðja um að fara í bað því þar getur hann verið með eyrun í kafi og heyrir þá minna í systur sinni. Börn hafa al-veg ótrúlegan aðlögunarhæfileika og þeir voru fljótir að átta sig á nýjum að-stæðum fjölskyldunnar.“ Hildur Brynja og Erlendur hafa alltaf reynt að vera hreinskilin við bræðurna varðandi veikindi systur þeirra. „Einhversstaðar heyrði ég að við hverja skóstærð sem barn vex um gæti það tekið við meiri upplýsingum. Við höfum reynt jafnt og þétt að upplýsa þá sem mest og best, en of miklar upplýsingar eru heldur ekkert góðar.“

Bræðurnir hafa þurft að þroskast hrattUndanfarna mánuði hafa sjúkrahús-heimsóknir Írisar Emblu verið tíðar þar sem hún fær krampa og lendir í fram-haldinu í öndunarstoppi. Slíkt atvik kom upp nú í haust þegar Hildur Brynja var að koma börnunum í skóla og leik-skóla. „Erlendur var farinn í vinnuna og við hin á leiðinni út þegar Íris Embla fær krampa. Ég hringdi í 112 og Emil Snær varð að klára símtalið þar sem ég þurfti að aðstoða Írisi Emblu. Ég náði ekki í Erlend og því var það svo að þegar ég fór í sjúkrabílnum með Írisi Emblu sá ég að þeir bræðurnir stóðu hönd í

hönd með tárin í augunum og þurftu að labba einir í skólann. Þeir vita að þeir þurfa að halda áfram þrátt fyrir að hafa horft upp á systur sína í lífshættu og ég veit að það er vel tekið á móti þeim í skólanum. Starfsfólk skólans veit af aðstæðum okkar og þekkja þá vel. Nokkru síðar gat ég komið skilaboðum til bræðranna um að systir þeirra væri að jafna sig. En þetta var ömurleg til-finning að hafa engan til að fylgja þeim og þeir hafa þurft að þroskast hratt. En mér finnst gott að þeir séu tveir og hafi stuðning hvor frá öðrum. Þeir taka henni báðir algjörlega á hennar forsendum og ætlast ekki til mikils af henni en þeir vita þó að önnur þriggja ára börn gera miklu meira en hún gerir. Og þegar ég hef sagt þeim að einhver sem við þekkjum eigi von á barni þá spenna þeir greipar og biðja til guðs að barnið þeirra verði heilbrigt.“

Hafnarfjarðarbær gatenga hjálp veittHeilbrigðiskerfið hefur reynst okkur vel. Þrátt fyrir að önnur börn séu e.t.v. með sama sjúkdóm þá er hvert tilfelli einstakt. Íris Embla er einstök að því leitinu til að hún er með marga „hliðar-sjúkdóma“ við heila- og taugasjúk-dóminn og er alltaf að fá fleiri og fleiri greiningar. Við höfum stuðningsfjöl-skyldu sem við treystum 100% og ef heilsa Írisar Emblu leyfir þá á hún rétt á að fara í Rjóðrið 5-7 daga í mánuði. „Enn sem komið er finnst mér erfitt að láta hana frá mér enda er hún svo ung en við eigum örugglega eftir að nýta Rjóðrið betur þegar fram líða stundir. Heimahjúkrun er líka á næsta leiti og við

erum með félagsráðgjafa sem aðstoðar okkur eftir fremsta megni. Hins vegar stóðum við frammi fyrir því að þurfa að skipta um húsnæði þar sem íbúðin sem við bjuggum í gat engan vegin hýst öll þau hjálpartæki sem Íris Embla þarf að nota.“ Húsnæðiskaup voru ekki á dag-skránni hjá fjölskyldunni og hafa sett strik í reikninginn. „Ég leitaði til bæjarins til að athuga hvort hægt væri að fá ein-hverja aðstoð en þar sem við erum gift og þar að auki í eigin húsnæði var ekkert hægt að aðstoða okkur.“

Fjölskylda Hildar Brynju og Erlends stendur þétt við bakið á þeim og oftar en ekki hefur móðir Hildar Brynju eða systir komið inn á heimilið og tekið yfir. Þau eiga stóran vinahóp sem hefur svo sannarlega sýnt að er skipaður góðu fólki. „Við finnum fyrir stuðningi frá mörgum stöðum og það er ótrúlega margt gott fólk kringum okkur. Það gefur okkur líka styrk að vita að fólk hugsar hlýtt til okkar.“

Laðar fram það besta sem við eigumÁ þessum tíma sem liðinn er frá því Íris Embla fæddist hefur Hildur Brynja oft velt fyrir sér hver sé tilgangur til-veru hennar og hvers vegna svo mikið sé lagt á svona lítið kríli? „Ég fæ e.t.v. aldrei svör við þessum spurningum en ég veit hins vegar nú þegar að hún hefur kennt okkur öllum svo margt og laðað fram allt það besta sem við eig-um. Okkur finnst hversdagslegir hlutir stórmerkilegir, við njótum lífsins betur og höfum á einhvern hátt öðlast dýpri skilning á lífinu. Við erum rólegri gagn-vart mörgum hlutum og það þarf minna til að gleðja okkur.“

Sjarmatröll sem hefur færtokkur mikinn kærleikaEnn sem komið er sefur Íris Embla mjög illa og því nýtir Hildur Brynja tím-ann þegar Íris Embla er í leikskólanum til að safna kröftum áður en hún kem-ur aftur heim, „enda eru andvökunæt-ur erfiðar og þegar henni líður illa erum við öll tætt. Við pössum vel upp á að bera virðingu fyrir henni og höfum hana alltaf með í öllu sem við gerum og púslum okkur í kringum hana eftir hennar þörfum hverju sinni. Skrefin inn í heim þroskaskertra og fatlaðra voru þung en þetta er heimur sem er samt svo óendanlega fallegur og kær-leiksríkur. Rétt eins og Íris Embla sem heillar alla sem hitta hana upp úr skón-um, hún er sko algjört sjarmatröll með sterka nærveru sem hefur fært okk-ur mikinn kærleika. En eins og er má segja að við séum stödd í miðju fljóti og við vitum ekki hvað er framundan, það eina sem við vitum að þetta er stórt verkefni sem virðist sífellt vera að bæta á.“

Hildur Brynja mátar sig í nýju hlut-verki og kemur til með að sitja hinu megin borðsins á laugardaginn þegar Hressleikarnir fara fram. Sem heil-brigðisstarfsmaður er hún vanari að veita hjálp en þiggja. „Ég hef fylgst með Hressleikunum úr fjarlægð undanfarin ár og finnst þetta virkilega flott framtak og ég á hreinlega ekki orð yfir þessa samkennd sem okkur en sýnd.“ Og þannig kveð ég þessa hugrökku og æðrulausu konu sem hef-ur með þessu stutta spjalli kennt mér svo margt.

Page 8: Gaflari 19. tbl. 2014

8 - gaflari.is

Pokahorn PétursPétur Óskar Sigurðsson er þrítugur Hafnfirðingur, hann lærði

alþjóðasamskipti, hagfræði og viðskiptafræði í Boston og leiklist í París. Það er fátt sem Pétur lætur sér óviðkomandi og í pistlum sínum í Gaflaranum lætur hann móðann mása.

TilgerðinTilgerðin hefur verið til síðan fyrsti

apinn doggaði hinn apann á jörðinni. Fyrst voru þeir bara tveir að hafa gam-

an; fíflast í hvor öðrum, klifra, öskra og borða banana. Tæpum níu mánuðum síðar fædd-ust tvíburaapar. Annar fæddist þunglyndur en hinn glaðari en öll serótínín heims á sveppatrippi. Karlapanum þótti vænna um þunglynda apann en kvenapanum þótti vænna um glaða apann. Auð-vitað tók þetta sinn toll á endanum þannig að karlapinn og sonurinn fóru að þykjast vera eins og hin, alltaf glöð og ánægð en það var vitað mál að þeim leið ömurlega. Það fór svo að lokum að þung-lyndu aparnir drápu ánægðu apana úr gerviánægju og almennri tilgerð. Þetta tilgerðarógeðsgen þróaðist svo í gegnum aldirnar og náði hámarki sínu hér á Íslandi. Ég er að tala um tískubloggin sem sprottið hafa upp eins og golfkúlur nema hvað Birgir Leifur sló þær allar svo langt út fyr-ir braut að það er ekki séns að hann nái nokkurn tíman í gegnum niðurskurð á neinu stórmóti. Hvenær ætlar hann samt í alvöru að hætta að fá óþarfa skolla á síðustu holunni? Netið er stútfullt af fólki sem heldur að ég hafi áhuga á að lesa um bláberja, goji-berja, avókadó, chia fræ smoothia sem eru svo ótrúlega hollir að það er ekki séns

að hata sjálfan sig þann daginn. Á öllum þessum blogg-, facebook- og Instagram-síðum er fólk að presentera einhverja Übermensch útgáfu af sjálfu sér sem Nietzsche hefði verið yfir sig stoltur af. Allar þessar síður hafa það sameiginlegt að fólkið á bak við þær er endalaust að velta fyrir sér hvern-ig það getur presenterað bestu hliðarnar af sjálfu sér. Filterarnir sem hægt er að velja á milli eru líka bestu vinir þessa fólks sem er mikið að birta mynd-ir af sér. Fólk sem ég veit fyrir víst að fékk ekki einu sinni að kaupa sér miða í genalottóinu hvað þá vera með einn réttan notar þá óspart og lítur allt í einu ágætlega út. En það er galli á gjöf Njarðar og hann er að því meiri snilld sem lífið þeirra lítur út fyrir á netinu því meiri ömurleiki er í hjartanu á því. Það er verið að velta sér upp úr því hvaða neon Nike-galli sé bestur í ræktina og hvaða lit hlaupaskórnir eigi að vera. Burt’s Bees varasalvinn varð allt í einu besti varasalvi heims og þess má til gamans geta að fyrirtækið fagnar nú 30 ára afmæli sínu. Gleði-lega helvítis hátíð. Ég varð líka þrítugur um daginn en er ekki næstum því jafn pirrandi og Burt’s Bees. Það er samt á margan hátt pirrandi að vera þrítug-ur. Ég hef ekki við að hide-a fólk sem birtir myndir af börnum sínum á Facebook og Instagram. Það er eins og það sé einhver keppni um hver eigi sætasta

barnið á samfélagsmiðlunum. Þannig tilgerðin er farin að hafa áhrif á ungabörn sem báðu aldrei um að taka þátt í þessari geðveiki foreldra sinna. Það er við hæfi að ég segi það í eitt skipti fyrir öll - það er öllum drullusama um þessar myndir af barninu þínu nema sjálfum þér. Svo er það Snapchat sem er annar vettvangur fyrir andlega gjaldþrota ný-bakaða lúxus pirrandi foreldra. Um leið og ég fæ Snapchat frá þannig eintaki og barnið er að gretta sig framan í snjallsímann þá slekk ég. Ég hata samt ekki börn, finnst gaman að hitta börn vina minna og systkina. Það eru samt til börn sem eru með einstaklega pirrandi nærveru. Yfirleitt ljóshærð börn úr Garðabæ í Manchester United búning. En alla vega niðurstaðan er sú að við venjulega fólkið getum ekki keppt við þessa gull og grænu skóga sem þessir bloggarar og lífssnillingar spegla á netinu. Við verðum bara hræðilega leið er við ber-um okkur saman við þetta fólk og hugsum hvað við höfum það ömurlegt þegar við vöknum klukkan 7:15 eftir að hafa snoozað þrisvar sinnum og dröttumst loksins fram og hittum fyrir eiginmann, eiginkonu, börn eða foreldra og óskum þess heitast að þau haldi kjafti í allavega korter á meðan við hellum laktosfrírri léttmjólk yfir cheerios í skál og drekk-um kaffi sem er búið til af engri ást né tilgerð.

„Raddirnar okkar passa einhvern-veginn svo ótrúlega vel saman“

Hafnfirðingarnir Margrét Eir og Páll Rósinkranz hafa um langa hríð verið í hópi fremstu söngvara lands-ins. Þau hafa hins vegar ekki sungið mikið saman í gegnum árin en nú er að koma út ný plata þar sem þau flétta saman hugljúfar raddir sínar.

Þrátt fyrir að Páll og Margrét séu bæði Hafnfirðingar í húð og hár þekktust þau lítið sem ekkert áður en þau hófu samstarf sitt. „Hann er náttúrlega MIKLU yngri en ég,“ seg-ir Margrét og skellir upp úr. „Þó að Hafnarfjörður hafi verið lítill bær þá, þá var hann mjög hverfaskiptur og maður hélt sig svolítið í sínu hverfi og með fólkinu þar og þeim sem maður var með í skóla. Ég var í Öldutúni og Palli í Lækjarskóla.“

Margrét segir að þau Palli hafi fyrst sungið saman dúett á plötu sem kom út árið 2000 til heiðurs Sigfúsi Halldórssyni. „Við sungum

lagið Játning en hittumst aldrei í því ferli. Ég söng líka smá bakraddir fyrir Jet black Joe á stórhátíðinni Eldborg - en það var ekki fyrr en 2007 þegar ég var komin í hljómsveitina Thin Jim og við vorum að svipast eftir söngvara til að syngja með mér lag-ið Old union station, að Páll kom til sögunnar. Lagið varð mjög vinsælt og ég heyri það ennþá stundum spil-að. Hann hefur sungið með okkur af og til eftir það og við höfum prufað að syngja okkur í gegnum allskonar lög og það bara hljómar alltaf vel. Raddirnar okkar passa einhvernveg-inn svo ótrúlega vel saman.“

Það er því kannski ekki neitt furðulegt við það að þau hafi ákveðið að skella saman í eina plötu. „Tónlistin sem er á þessari plötu er mest sótt í amerísku þjóð-lagahefðina. Þetta eru lög sem eru minna þekkt hérlendis en öll lög-

in eiga það sameiginlegt að vera með frábæra texta, með sögu sem snertir okkur. Lögin eru heldur ekkert endilega þekkt fyrir að vera dúettar, við bara útsettum þau í dúett. Við erum með lítið band

með okkur og allar útsetningar eru mjög lágstemmdar, mjög einlægar, textinn þarf að komast til skila og frábært fyrir okkur söngvara að fá rými fyrir túlkun og tilfinningar.“ Sjá nánar á gaflari.is

Page 9: Gaflari 19. tbl. 2014

gaflari.is - 9

Hipp & KúlMilla Ósk Magnúsdóttir er 23 ára Hafnfirðingur sem stundar

laganám við HR. Hún starfar einnig sem skrifta á RÚV.AirwavesÞeir eru margir landsmenn sem bölva

og blóta þegar dagana styttir og sólin hættir að láta sjá sig. Ískaldir

bílar og slydda eru t.d. ekki í uppá-haldi hjá mörgum og svo er einnig um mig. Ég þoli t.d. ekki að skafa – hvað er það??

Það er hinsvegar þrennt sem þessi tími ber með sér sem ég kætist oftast mikið yfir. Í fyrsta lagi eru það fallegar kápur, treflar, vettlingar og hlýjar og þykkar peysur. Í öðru lagi er það af-mæli, en ég er mikið afmælisbarn og einhverra hluta vegna eiga flestir sem ég þekki afmæli á haustin. Í þriðja lagi er það Icelandic Airwaves hátíðin sem hefst næstu viku og er þetta í 15. sinn sem hátíðin er haldin.

Þegar Airwaves var splunkuný og að taka sín fyrstu skref í átt til heimsfrægðar var hátíðin alltaf haldin í kringum afmælið mitt, mér til mik-illar gleði. Það var þó oft erfitt að útskýra fjar-veru mína í kökuboðunum fyrir gömlum frænk-um og ömmu og afa en núna er hins vegar búið

að seinka henni og afmælisgleði fjölskyldunnar getur farið ótruflu fram. Hátíðin, sem fer fram dagana 5. – 9. nóvember, hefur sjaldan litið bet-ur út og Hafnfirðingar eiga svo sannarlega sinn hlut í dagskránni að þessu sinn. Kíkjum hér á nokkur nöfn:

Í fyrsta lagi er það Vök. Hljómsveit sem kom, sá og sigraði Músiktilraunir 2013. Hljómsveitin byrjaði sem tveggja manna band árið 2011 þegar Margrét Rán, söngkona, og saxafónleikarinn Andri Már hófu samstarf, en svo bættist Ólafur Alexander gítarleikari við hljómsveitina sumar-ið 2013. Þau hafa slegið í gegn með lagið Ég bíð þín og það er virkilega spennandi að sjá hvað kemur meira frá þessari flottu hafnfirsku sveit í framtíðinni.

Hljómsveitin Halleluwah er ekki síður spennandi. Hún er þó ekki alhafnfirsk, en hún samanstendur af Rakel Mjöll, Hafnfirðingi mikl-um og svo er það Sölvi Blöndal, kenndur við Qu-arashi. Sveitin var stofnuð sumarið 2013 og gaf

þá út lagið Blue Velvet sem sló í gegn hjá helstu útvarpsstöðum landsins. Tónlistin þeirra hef-ur oft verið sögð blanda af retro söng og R&B tónlist með electrónísku ívafi. Áfram hálfhafn-firskt!

Síðast en ekki síst ætla ég að fjalla um döm-urnar í Ylju. Þær Bjartey og Guðný Gígja voru fyrst tvær árið 2008 en hafa nú fengið fleiri tónlistarmenn til liðs við sig og Ylja orðin að 5 manna hljómsveit. Þeirra helsta einkennismerki eru raddaðir tónar og gítarspil, ásamt töfrandi lögum sem bera með sér örlítinn þjóðlagakeim. Þessi hljómsveit er gott dæmi um ,,sjón er sögu ríkari” og það er mjög auðvelt að heillast upp yfir haus af þeim þegar þær byrja að syngja og spila.

Það gleður hafnfirskt hjarta að sjá góð og skemmtileg hafnfirsk bönd á line-upi hjá Airwa-ves í ár og ef það er eitthvað sem við Hafn-firðingar getum verið stolt af, þá er það unga fólkið okkar og tónlistin sem það spilar.

www.n1.is facebook.com/enneinn

ÍSLEN

SKA

/SIA.IS E

NN

70873 10/14

Jeppaeigendur þekkja að við íslenskar aðstæður veltur mikið á að hjólbarðarnir séu af bestu gerð. Láttu dekkin frá Cooper draga

fram það besta í jeppanum þínum í vetur.

Hjólbarðaþjónusta N1:Bíldshöfða 440-1318 Fellsmúla 440-1322 Réttarhálsi 440-1326 Ægissíðu 440-1320

Langatanga Mosfellsbæ 440-1378 Reykjavíkurvegi Hafnarfirði 440-1374 Grænásbraut Reykjanesbæ 440-1372 Dalbraut Akranesi 440-1394

Opið mánudaga-föstudaga kl. 08-18 laugardaga kl. 09-13 www.n1.is www.dekk.is 

Cooper undirjeppann í vetur

• Nýtt og endurbætt vetrardekk með öflugu gripi

• Mikið skorið og neglanlegt fyrir veturinn• Hentar íslenskum aðstæðum enda hannað

fyrir norræna vegi

Cooper Discoverer M+S 2

• Nýtt óneglanlegt vetrardekk • Mikið skorið, mjúkt og

góðir aksturseiginleikar• Míkróskorið með góða vatnslosun

og magnað veggrip

Cooper SA2

Cooper Discoverer M+S

• Vetrardekk fyrir jeppa, mikið skorið með sérhönnuðu snjómynstri

• Neglanlegt með nákvæmri röðun nagla sem grípur vel á hálum vegum

• Endist vel og vinsælt sem heilsársdekk

UNDIR GAFLINUM Skemmtilegir pennar leggja Gaflara lið.Þeir fjalla um ólík málefni og áhugamál, s.s. heilsu, dýramál, tísku og lífstíl, mat, sögu og Hafnfirðinga í útlöndum skrifa

heim. Á gaflari.is birtist svo í hverri viku nýrog skemmtilegur pistill eftir hvern þeirra.

Page 10: Gaflari 19. tbl. 2014

10 - gaflari.is

Auglýsingasími Gaflara544 2100

[email protected]

TILVERAN Auglýsingasími Gaflara544 2100

[email protected]

Fjölskylduhagir? Giftur Elínu Maríu Nielsen, fjögur börn og tvö fósturbörn, samtals 6Hvaða bók er á náttborðinu? Vatns-dalur og Vatnsdæla. Þetta er bók um Vatnsdal frá landnámi og til dags-ins í dag. Hún segir sögu bæjanna í dalnum og laxveiðisögu dalsins en Vatnsdalsá er einmitt mín uppáhalds veiðiá, hún hefur alla kosti góðrar veiðiár.Eftirlætis kvikmyndin? Óbærilegur léttleiki tilverunnar (Vorið í Prag. Úff, klikkað umhverfi)Playlistinn í ræktinni? Hvaða rækt??????? Hvers vegna Hafnarfjörður? Hvers

KÍKT Í KAFFI Bakaríið Kökulist varð fljótlega hluti af miðbæjarstemningunni eftir að Fjörður var opnaður fyrir 20 árum. Bakaríð var þó fyrst stað-sett í Norðurbænum en hefur verið starfrækt í Firðinum síðustu 17 ár. Jón Rúnar Arilíusson er eigandi Kökulistar, sprenglærður í bakaralistinni og danskri konfektgerð og hefur hann í gegnum tíðina glatt margan Hafnfirðinginn með brauðum, tertum og listverkum úr súkkulaði. Gaflarinn kíkti í kaffi til Jóns Rúnars bakarameistara

„Geturðu græjað tertu fyrir son minn?“

vegna.. ? Er til betri staður á jörðinni?Eftirlætismaturinn? Jólakalkúnninn okkar Elínar með salvíu fyllingu – Þegar við Elín héldum okkar fyrstu jól saman settumst við niður og komumst að samkomulagi um hver jólamaturinn skyldi vera. Kalkúnn varð fyrir valinu. Elín átti gamalt Gestgjafablað sem hún dró fram í ljósið. Þá kom í ljós að þetta var gamalt jólablað þar sem ég og Sturla Birgis vorum aðalgestir og hafði uppskriftin komið frá okkur. Fyllingin er: Salvía, kastaníuhnetur, laukur, brauð og kjúklingasoð…nammmmmmmmmmBest úr bakaríinu? Góðu SÚRDEIGS-BRAUÐIN okkar!Eftirlætis heimilisverkið? Baða og

svæfa yngstu dúllurnar á heimilinuHelstu áhugamál? Bakstur, veiði og skíðiÞað sem gefur lífinu gildi? Fjölskyld-an og vinirnirHvers vegna bakari?? Ég var ákveðinn frá 7 ára aldri þegar ég byrjaði að baka heima. Þannig var að pabbi spilaði bridge og fjórða hvert fimmtudags-kvöld var spilað heima. Þá var aðal spenningurinn hjá mér að fá að baka fyrir karlana.Skondin saga úr bakstrinum? „Það kom bleikur froskur inn í bakarí og bað um bakarann. Þegar hann kom sagði froggi? „Fá einn snúð!“ Bakarinn fór á bak við og skaut sjónvarp kom svo til

baka og sagði? „Við eigum ekkert heil-hveitihorn.“ Þá svaraði froggi, „allt í lagi ég er á hjóli.“Stærsta verkefni vetrarins? Undirbúningur jólanna; baka lagterturnar, smákökurnar, jóla-brauðin terturnar og botnana. Og síðan er það aðventan, Jólaþorpið og jólastemningin í Firðinum sem er alveg einstök. Síðasta sms-ið og frá hverjum? Get-urðu græjað tertu fyrir son minn á morgun? Frá traustum kúnnaÁ föstudagskvöldið var ég? Í Hörpu að hlusta á Begga bróður syngja U2( geðveikt!)

Erum á Facebook: Sko sala í Firði

í bílakjallaranum í Firðilaugardaginn 1. nóv.

Opið frá 12.00 til 16.00

Stuð og stemmningKomdu og grúskaðu Prúttaðu og gerðu góð kaup

í bl

O

og

i

0

Page 11: Gaflari 19. tbl. 2014

gaflari.is - 11

Frétta- ogmannlífsvefurinn

Hallgrímur Indriða-son fréttamaður: Ég mun eyða helginni á Akur-

eyri. Liverpoolklúbburinn mun halda árlegan fánadag sinn þar í tengslum við leik Liverpool og Newcastle á laugardaginn og ég mun aðstoða við það. Það er alltaf stemning á þessum dög-um fyrir norðan eins og alltaf þegar stuðningsmenn Liverpool koma saman. Við munum svo nýta það sem eftir er af þeirri helgi til að njóta norðlenskr-ar sælu. Svo á ég líka marga ættingja fyrir norðan þannig að það er aldrei að vita nema að ég noti tækifærið og heimsæki einhverja þeirra líka.

Harpa Þrastardóttir, nemi í heilbrigðis-verkfræði við HR: Um helgina verður mikið um fjör

vegna þess að á þriðjudaginn næsta verð ég tvítug og ég ætla að nota laugardaginn í að bjóða vinum mínum í smá teiti til að fagna því. Ætli ég eyði því ekki föstudeginum að mestu í undirbúning fyrir veisluna. Á sunnudagsmorguninn fer ég svo á fótboltaæfingu en að öðru leyti fer morguninn örugglega bara í tiltekt. Svo fer reyndar að styttast í próf svo ætli ég reyni ekki að troða einhverjum lærdómi inn í þessi plön.

HELGIN MÍN

ÍÞRÓTTIR

Fjórir frjálsíþrótta-menn til liðs við FHFjórir öflugir íþróttamenn gengu til liðs við Frjálsíþróttadeild FH á dögunum. Þetta eru þau Hilmar Örn Jónsson, Arna Stefanía Guðmunds-dóttur, Juan Ramon Borges Bosque og Ari Bragi Kárason. Eggert Boga-son, þjálfari og varaformaður frjáls-íþróttadeildarinnar, segir engum vafa undirorpið að stórbætt aðstaða til æfinga í Kaplakrika hafi haft mik-ið um val þessa unga og efnilega íþróttafólks á félagi að segja. „Þetta er allt afreksfólk, ungt fólk sem vill bæta frammistöðu sína. Og þar skipt-ir miklu góð aðstaða til íþróttaiðkun-ar miklu máli,“ segir Eggert. „FH hefur lengi verið stórveldi í frjálsum og er félagslega mjög sterkt, mórallinn hjá okkur er góður og við erum með gott þjálfarateymi þannig að það er í margt að sækja. “

Hilmar Örn Jónsson er einn efnileg-asti sleggjukastari á Íslandi og í heim-inum í dag. Arna Stefanía Guðmunds-dóttir hefur verið meðal fremstu hlaupara og sjöþrautarkvenna lands-

ins undanfarin ár og hefur átt fast sæti í landsliði Íslands. Juan Ramon Borges Bosque hefur verið meðal öflugustu spretthlaupara og lang-stökkvara landsins í yngri flokkum síðustu ár og er í dag landsliðmaður í boðhlaupi sem og Ari Bragi Kárason, en hann er einn fremsti spretthlaup-ari landsins í dag og landsliðsmaður í greininni.

„Það skiptir miklu máli fyrir okkur að fá þetta unga íþróttafólk til okkar. Þau eru góðar fyrirmyndir og munu draga til sín ungt fólk, börn og ung-linga, til að koma og æfa með okkur. Þau er einnig öll líkleg til árangurs, frábærir íþróttamenn og stefnan hjá okkur er að vera með eins öflugt lið eins og við getum. Þessi fjögur styrkja okkur svo sannarlega.“

Í spilaranumHvað er í spilaranum hjá Guð-mundi Pedersen?

Jón Freyr Egilsson skoraði á vin sinn Guð-mund Pedersen hjá

VÍS og handboltaþjálf-ara. Guðmundur hlustar á

nánast alla tónlist. „Þessa dagana hef ég gaman af að hlusta á Sam Smith. Annars er klassík eins og Pearl Jam, U2, Smashing Pumpkins, Damian Rice alltaf ofarlega á lista. Af íslenskri tónlist finnst mér gaman að hlusta á Valdimar, Sigur Rós, Of Monsters and

Man og Ásgeir Trausta. Annars er sennilega efst á blaði þessa

dagana Dýrin í Hálsa-skógi með litlu strákun-

um mínum, það er varla farin bílferð með þeim án þess að skella Dýrunum á fóninn.“ Guðmundur skorar á Magnús Sig-mundsson, vin sinn til að opna plötuskápinn í næsta blaði.

MEST LESIÐ Á gaflari.is

Þegar á móti blæs…

„Þetta er nátt-úrulega bara

rugl, þetta var svo gaman“

„Bikar, svaka gleði, frábært

að sjá bræðurna spila saman“

Anas verður KONA

Málefnaþurrð nýs meirihluta?

Page 12: Gaflari 19. tbl. 2014

12 - gaflari.is

Miðnæturopnun í kvöld!

Dagskrá

Fimmtudagur: Miðnæturopnun

Föstudagur:

Laugardagur: Lifandi laugardagur í miðbæ Hafnarfjarðar

• Opið til kl. 22 í öllum verslunum.• TaxFree í öllum verslunum.• Léttar veitingar í öllum verslunum.• Gospel kórinn tekur lagið.• Zumba dívurnar taka sporið og koma öllum í gott skap.• Jólamarkaðurinn opnar á göngunum.• Allir sem mæta fá frían dag í líkamsrækt hjá Hress.• Allir sem versla fá fría viku í líkasmrækt hjá Hress.• Tívolíið kemur á planið og verður opið til kl. 22.

• TaxFree í öllum verslunum.• Jólamarkaðurinn á göngunum.• Tívolíið verður á planinu.

• TaxFree í öllum verslunum.• Jólamarkaðurinn á göngunum.• Tívolíið verður á planinu.• Skottsala í bílakjallara.• Opið til kl. 16.

Tívolí

Opið til 22 í Firði

– allt sem þú þarft

Gælsilegt Tívolí verður á planinu um helgina!

Aðeins 500 kr í hvert tæki

Opið frá kl. 12-22 fim, fös, lau. og sun.

Frábær skemmtun fyrir alla!

20% afsláttur í öllum verslunum í dag

Dagskrá: Miðnæturopnun

• Opið til kl. 24:00.

• 20-40% afsláttur.

• Vörukynningar.

• Bjarni Ara mætir í Fjörð kl. 21.

• Zumba dívurnar taka sporið kl. 20.

• Ástjarnarkórinn syngur gospellög kl. 18

• Ólöf Björg Björnsdóttir opnar sýningu í Gallery Fjörður.

• Jólamarkaðurinn opnar á göngunum.

• 200 fríir dagpassar í líkamsrækt hjá Hress.

• Tívolíið kemur á planið og verður opið fram á kvöld.

Miðnæturopnun í kvöld!Opið fimmtudag til kl. 24:00

• 20-40% afsláttur til miðnættis!

Bjarni Ara tekur lagið.

Tívolí

Fim.-fös. kl. 14-22 Lau. kl. 11-18

Tívolíið verður á planinu

um helgina!