16
Finnst tilhugsunin um að það geti ekki allir haldið gleðileg jól á Íslandi skelfileg Örvar Þór Guðmundsson er gaflari vikunnuar Jólainnlit til Maríu Kristu 10 Fjárhagsáætlun bæjarins: staðreyndir ekki sýndarmennska 2 12 Grýla í nærmynd Kíkt í kaffi: Falleg jólatónlist er ómissandi á aðventunni 14 Fréir Umræðan Tilveran Íþróir gaflari.is fimmtudagur 18. desember 2014 23. tbl. 1. árg. MARKAÐUR Fjarðar M M M M A A A A R R K KA KA KA KA R R R K K K K Ð Ð Ð Ð U U U U Ð Ð Ð Ð Ð Ð Ð Ð R R R R A A A A Ð Ð Ð Ð M M M M M M M M ALDREI BETRA ÚRVAL - ALDREI BETRA VERÐ RISA LEIKFANGAMARKAÐUR Í FIRÐI 2. HÆÐ LEIKFÖNG - SPIL - PÚSLUSPIL - DVD ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR Opið um helgar frá kl. 12-18 og 22. og 23. des. frá kl. 16-21. #Jólaþorpið Gleðileg jól

Gaflari 23. tbl. 2014

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Gaflari Bæjarblað sem kom út 18. desember 2014

Citation preview

Page 1: Gaflari 23. tbl. 2014

Finnst tilhugsunin um að það geti ekki allir haldið gleðileg jól á Íslandi skelfileg

Örvar Þór Guðmundsson er gaflari vikunnuar

Jólainnlit til Maríu Kristu10

Fjárhagsáætlun bæjarins: staðreyndir ekki sýndarmennska2

12 Grýla í nærmynd

Kíkt í kaffi: Falleg jólatónlist er ómissandi á aðventunni14

Fréttir Umræðan Tilveran Íþróttirgaflari.is fimmtudagur 18. desember 2014 23. tbl. 1. árg.

MARKAÐURFjarðar

MMMMAAAARRKKAKAKAKARRRKKKK ÐÐÐÐUUUUÐÐÐÐÐÐÐÐ RRRRAAAAÐÐÐÐMMMMMMMM

ALDREI BETRA ÚRVAL - ALDREI BETRA VERÐ

RISA LEIKFANGAMARKAÐUR Í FIRÐI 2. HÆÐ

LEIKFÖNG - SPIL - PÚSLUSPIL - DVD

ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR

Opið um helgar frá kl. 12-18 og 22. og 23. des. frá kl. 16-21.

#Jólaþorpið

Gleðilegjól

Page 2: Gaflari 23. tbl. 2014

2 - gaflari.is

15 geðfatlaðir einstaklingar hafa beðið eftir húsnæði í fjögur árFRÉTTIR 15 geðfatlað-ir einstaklingar hafa verið á biðlista eftir húsnæði að með-altali í fjögur ár. Átta þeirra eru í brýnni þörf, þar af þurfa tveir þeirra á sólarhringsþjónustu að halda en hinir sex bíða eftir bú-setuúrræði þar sem þeir geta búið sjálfstætt en þó með mik-illi þjónustu. „Rannveig Einars-dóttir, sviðsstjóri fjölskyldu-þjónustu Hafnarfjarðar segir að þessir einstaklingar búi nú við misjöfn skilyrði. „Sumir eru hús-næðislausir, aðrir hjá ættingjum eða á geðdeildum. Þeir fá líka mismikla þjónustu í dag. Allt frá sólarhingsþjónustu yfir í enga þjónustu.“

Rannveig segir að aðeins sé tvennt í stöðunni til að þessir einstaklingar fái úrlausn sinna mála. „Það þarf að leysa hús-næðisvanda og veita þjónustu.“

„Fjölskylduráð hefur að undanförnu verið að fara yfir félagslega húsnæðiskerfið í heild sinni”, segir Guðlaug Krist-jánsdóttir, formaður Fjölskyldu-ráðs. „Þessi endurskoðun er í takt við stefnu meirihlutans um að endurskoða rekstur þess með fjölgun íbúða að markmiði. Í þeirri vinnu hefur komið skýrt fram að sérstaklega þurfi að huga að húsnæðismálum geð-fatlaðra enda fyrirliggjandi að staða í þeim málaflokki er alvar-leg. Við óskuðum því eftir sér-stakri greiningu á þeim þætti, sem síðan var lögð fyrir ráðið á síðasta fundi.“

Guðlaug segir að nú blasi við að að finna þurfi bráðabirgða-lausn á meðan hugað er að varanlegum langtímaúrræðum. „Enda lauk umræðu Fjölskyldu-ráðs á síðasta fundi með þeim hætti að sviðstjórum félags-þjónustu og framkvæmdasviðs var falið að koma með tillögur þar að lútandi. Hér verður ein-faldlega að leita allra leiða sem allra fyrst, hvað fjármagnið og tímann varðar. Þá bíðum við svars sviðstjóranna um næstu skref. Málið er brýnt.

„Staðreyndir en engin sýndarmennska“Niðurstöður rekstrarúttektar verða kynntar öllum fulltrúum samtímis

FRÉTTIR „Í ljósi þess að verið er að saka meirihlutann um sýndarmennsku í vinnubrögðum, sem er að öllu leyti fráleit túlkun, er rétt að fara yfir ferli þessarar ákvarðanatöku,“ segir Guð-laug Kristjánsdóttir, forseti bæjar-stjórnar um gagnrýni minnihlutans á fjárhagsáætlun bæjarins.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sam-þykkti í síðustu viku fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árin 2015-2018, þar sem gert var ráð fyrir óbreytt-um rekstri frá því sem verið hefur á yfirstandandi ári, að teknu tilliti til verðlagshækkana og kostnaðarhækk-ana vegna kjarasamninga. Ákveðið var að falla frá áformum um hækkun dval-ar- og fæðisgjalda í leikskólum sem og hækkun gjalds í heilsdagsskólum, enda hafði endurskoðun á rekstrarþáttum bæjarins leitt í ljós að hægt var að draga úr áætluðum útgjöldum, allt að 200 milljónum króna og koma þannig til móts við aukin útgjöld bæjarins.

Minnihluti bæjarstjórnar Hafnar-fjarðar gagnrýndi í framhaldinu harð-lega vinnubrögðin í kringum gerð fjárhagsáætlunar bæjarins. Fjárhagsá-ætlun sem meirihlutinn hafi lagt fram til síðari umræðu og afgreiðslu hafi ekki verið hugsuð sem endanleg áætl-un, heldur aðeins til bráðabirgða, að alltof lítið svigrúm hafi gefist til um-ræðna um áætlunina og að fjárhags-áætlun eigi að endurspegla pólitíska stefnumörkun og áherslur sveitarfé-lagsins í einstaka málaflokkum, „hún á að segja hvert við viljum og ætlum að stefna til framtíðar,“ eins og segir í fréttatilkynningu minnihlutans.

Guðlaug kveðst vera undrandi yfir þessum viðbrögðum minnihlutans.

Hvað varði svigrúm til umfjöllunar um fjárhagsáætlunina var hafist handa á svipuðum tíma og fyrri ár. „Ég held að öll bæjarstjórnin geti verið sammála um að þörf sé á því að byrja fyrr á árinu að undirbúa fjárhagsáætlun. Eftir því sem ég kemst næst þá var í ár byrjað á svipuðum tíma og t.d. í fyrra, en eins og kemur fram í inngangi bæjarstjóra að greinargerð með fjárhagsáætlun þá stendur vilji hans og okkar í meirihlut-anum til að setja vinnu að fjárhagsætl-un í gang að vori næsta ár, í stað þess að byrja eftir sumarleyfi eins og hingað til. Þetta árið hafa starfsmenn bæjar-ins staðið sig framar vonum við þær krefjandi aðstæður að þurfa að hefja verkið án starfandi fjármálastjóra, en nýr fjármálastjóri hóf störf hjá okkur í október síðastliðnum. Kjörnir fulltrúar í meiri- og minnihluta komu síðan að verkefninu samtímis, þegar starfs-menn kynntu hlutaðeigandi ráðum stöðuna í aðdraganda fyrri umræðu.“

Verið að fjárfesta í mannauði sveitarfélagsinsGuðlaug bendir á að þetta árið hafi ekki bara tímalegar skorður verið

við vinnu fjárhagsáætlunar heldur hafi líka þurft að taka tillit til ytri þátta, svo sem verðlagshækkana og kostnaðarhækkana vegna kjara-samninga. Breytingar á launakostn-aði vegna kjarasamninga ársins fór t.a.m. talsvert fram úr fyrri áætlun-um. „Sá útgjaldaauki, er í eðli sínu gleðilegur, enda verið að fjárfesta í mannauði sveitarfélagsins, þrengdi mjög allt svigrúm til stefnumark-andi breytinga á útgjaldahliðinni. Þar er alls ekki um að ræða skort á pólitískri stefnumótun meirihluta, heldur einfaldlega þá staðreynd að aukin útgjöld settu allri vinnu stífar skorður.“

Niðurstöður rekstrarúttektar verða kynntar öllum fulltrúum samtímisGuðlaug segir fjárhagsáætlunin vissu-lega vera til bráðabirgða, enda liggi fyrir sú staðreynd að bæjarstjórn samþykkti þann 29. október sl. með 11 samhljóma atkvæðum að ráðast í heildstæða rekstrarúttekt á starfsemi Hafnarfjarðarbæjar. „Það verkefni stendur nú yfir og munu niðurstöður þess verða kynntar öllum kjörnum fulltrúum samtímis. Bæjarstjórnin er því öll meðvituð um að framundan er umræða þar sem afstaða verður tekin til tillagna frá úttektaraðilanum. Þessi úttekt er í samræmi við samstarfs-sáttmála meirihlutaflokkanna og mikil áhersla lögð á aðkomu allrar bæjar-stjórnar að henni. Í þessu sambandi þarf því ekki að koma neinum á óvart, síst kjörnum fulltrúum í bæjarstjórn - sem allir standa að úttektinni saman - að rekstur bæjarins verði áfram til umræðu á nýju ári.“

Guðlaug Kristjánsdóttir forseti bæjar-stjórnar

Page 3: Gaflari 23. tbl. 2014

gaflari.is - 3

HLJÓMSVEITINA SKIPA

ÞÓRIR ÚLFARSSON HLJÓMBORÐ JÓN E HAFSTEINSSON GÍTAR KRISTJÁN GRÉTARSSON GÍTAR

RÓBERT ÞÓRHALLSSON BASSI JÓHANN HJÖRLEIFSSON TROMMUR

BJÖRGVIN HALLDÓRSSON OG VINIR HANS FLYTJASKEMMTILEG OG HÁTÍÐLEG LÖG RÉTT ÁÐUR EN JÓLIN GANGA Í GARÐ!

UPPLÝSINGAR OG MIÐASALA Á MIÐI.IS OG VIÐ INNGANG · MIÐAVERÐ 4.900.

TÓNLEIKARNIR HEFJAST KL. 22.00 HÚSIÐ OPNAR KL. 21.00

LÉTTÖL

Page 4: Gaflari 23. tbl. 2014

4 - gaflari.is

Útgefandi: Bæjarfréttir ehf. - Kt. 521113-0300 • Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Alda Áskelsdóttir, Erla Ragnarsdóttir, Helga Kristín Gilsdóttir ([email protected]) • Umbrot & hönnun: Prentun.is • Prentun: Prentun.is - Bæjarhrauni 22 Ljósmyndari: Helga Laufey Guðmundsdóttir • Upplag: 10.500 eintök Auglýsingar: Ólafur Guðlaugsson, sími: 544 2100, netfang: [email protected]

Skatan, hressir, bætir og kætirFRÉTT Fólk kemur aldrei að tómum kofanum hjá honum Jóa í Fjörukránni á þorláksmessu og þannig verður það heldur ekki í ár. Í 25 ár hefur Fjörukráin ilmað eða lyktað, eftir því hvernig maður lítur á það, af vel kæstri skötu á þeim degi. Jói segir að skatan sem hann bjóði upp á sé hafnfirsk enda hefur hann sínar ástæður fyrir því. „Ég var mikið fyrir vestan þegar ég var barn og unglingur. Eftir hverja fótbolta-æfingu fórum við strákarnir niður að bingnum þar sem skötunni var staflað og sprændum yfir hann. Ekki í illu heldur vegna þess við höfðum heyrt að þannig ætti að gera,“ segir Jói og skellir upp úr.

Gestirnir sem koma í Fjörukrána til að gæða sér á skötunni koma úr ýmsum áttum en eiga það sam-eiginlegt þennan dag að skarta ekki sínu fínasta pússi í skötuveislunni. „Húsakynni fólks eru orðin svo fín að karlarnir fá ekki lengur að elda skötu heima, ekki einu sinni í bílskúrnum. Þeim þykir því gott að koma hingað og fá sér skötu enda dýr-mætt að halda í gamlar hefðir. Það tekur okkur svo

nokkra daga að lofta út á eftir,“ segir Jói og kímir.Flestir þeirra sem koma í skötuveisluna í Fjöru-

krána eru fastagestir á þorláksmessu. „Margir hóp-ar hafa verið með alveg frá byrjun. Þetta er svona síðasti hittingur fyrir jól.“

Þeir sem ekki borða skötu en langar til að smakka

eða bara njóta stemningarinnar, geta fengið maga-fylli af öðrum kræsingum þennan dag. „Við opunum kl. 11:30 og erum að fram á kvöld og bjóðum upp á skötuna en samhliða henni erum við með jólahlað-borð. Þannig að hér er eitthvað fyrir alla þó að við reynum nú að fá flesta til að smakka skötuna.“

21.des13-1910-1812-1810-18

hefðb.opn.hefðb.opn.hefðb.opn.hefðb.opn.hefðb.opn.11-18

hefðb.opn.

11-19hefðb.opn.

21.des

Hefðbun-din

opnun í öllum verslu-num

23. des10-2210-2210-2210-229-22

hefðb.opn.10-2210-2310-2210-22

hefðb.opn.

10-2210-20

24. des10-1310-1310-1210-1310-1310-1410-1310-1310-1310-138-1610-1310-12

25. des

Allar verslanirlokaðarnema

11-17

26. deslokaðlokaðlokaðlokað14-18lokaðlokaðlokaðlokaðlokað10-20lokaðlokað

27.-30.des

Hefðbun-din

opnun í öllum verslu-num

31. des10-1310-1310-1210-1210-1310-1410-1310-1410-1310-128-1610-1310-12

1.jan

Allar verslanirlokaðarnema

11-17

2.jan

Hefðbun-din

opnun í öllum verslu-num

AkureyriBlönduósBolungarvíkDalvíkGrundarfjörðurHafnafjörðurHúsavíkÍsafjörðurNeskaupsstaðurÓlafsfjörðurSelfossSiglufjörðurSkagaströnd

Opnunartími um jólin

Akureyri · Blönduós · Bolungarvík · Dalvík · Grundarfjörður · Hafnarfjörður · Húsavík Ísafjörður · Neskaupstaður · Ólafsfjörður · Selfoss · Siglufjörður · Skagaströnd

HANGilæri

meðlætið

uNGrjúpuBriNGur

skoskar-4stk

Allt tiljÓlANNA

BAyONNeSkiNkA

HAmBOrGAr

HryGGur

www.Samkaupurval.is

mar

khön

nun e

hf

Óskum Hafnfirðingum öllumgleðilegra jóla og farsældar á nýju ári!

PIPA

R\T

BWA

· S

ÍA

Ómissandi

umjólin

Gleðileg Lindujól

Page 5: Gaflari 23. tbl. 2014

gaflari.is - 5

21.des13-1910-1812-1810-18

hefðb.opn.hefðb.opn.hefðb.opn.hefðb.opn.hefðb.opn.11-18

hefðb.opn.

11-19hefðb.opn.

21.des

Hefðbun-din

opnun í öllum verslu-num

23. des10-2210-2210-2210-229-22

hefðb.opn.10-2210-2310-2210-22

hefðb.opn.

10-2210-20

24. des10-1310-1310-1210-1310-1310-1410-1310-1310-1310-138-1610-1310-12

25. des

Allar verslanirlokaðarnema

11-17

26. deslokaðlokaðlokaðlokað14-18lokaðlokaðlokaðlokaðlokað10-20lokaðlokað

27.-30.des

Hefðbun-din

opnun í öllum verslu-num

31. des10-1310-1310-1210-1210-1310-1410-1310-1410-1310-128-1610-1310-12

1.jan

Allar verslanirlokaðarnema

11-17

2.jan

Hefðbun-din

opnun í öllum verslu-num

AkureyriBlönduósBolungarvíkDalvíkGrundarfjörðurHafnafjörðurHúsavíkÍsafjörðurNeskaupsstaðurÓlafsfjörðurSelfossSiglufjörðurSkagaströnd

Opnunartími um jólin

Akureyri · Blönduós · Bolungarvík · Dalvík · Grundarfjörður · Hafnarfjörður · Húsavík Ísafjörður · Neskaupstaður · Ólafsfjörður · Selfoss · Siglufjörður · Skagaströnd

HANGilæri

meðlætið

uNGrjúpuBriNGur

skoskar-4stk

Allt tiljÓlANNA

BAyONNeSkiNkA

HAmBOrGAr

HryGGur

www.Samkaupurval.is

mar

khön

nun e

hf

PIPA

R\T

BWA

· S

ÍA

Ómissandi

umjólin

Gleðileg Lindujól

Page 6: Gaflari 23. tbl. 2014

6 - gaflari.is

Birna Hilmarsdóttir, námsráðgjafi í Víði-staðaskóla, heldur jólin að þessu sinni í Amman í Jórdaníu þaðan sem eigin-maður hennar er. Gaflari sló á þráðinn til Birnu og forvitnaðist um jólahaldið í Miðausturlöndum.„Það var ekki erfið ákvörðun að fara og halda jólin ,,heima” þegar sonur okkar hringdi og spurði hvort við værum til. Öll nærfjölskyldan ætlar að hittast og það verður í fyrsta skipti í langan tíma sem allir verða saman um jólin. Auk þess ætlar frændi barnanna minna að gifta sig þannig að okkur þótti ærið tilefni til að leggja land undir fót. Heim segi ég en

ég átti heima í Amman í Jórdaníu í 12 ár, fyrst sem flugfreyja hjá Arnarflugi í eitt ár og svo sem arabísk húsmóðir í 11 ár“ segir Birna.Hvernig verða svo jólin? „Jólasveinn-inn er búinn að koma og gefa í skóinn, skrýtnast þótti fimm ára ömmustrákn-um að fá bréf frá jólasveininum á ís-lensku, hann var ekki alveg að ná því að hann kynni íslensku. Í Jórdaníu eru 10% þjóðarinnar kristn-ir þannig að það gefur auga leið að allt jólahald er af skornum skammti. Örfáar skreytingar í stöku húsi minna á fæðingu frelsarans, Jórdan

áin rennur lygn skammt héðan og fæðingastaður frelsarans er í stuttu færi héðan. Við erum í námunda við allt sem tengist jólum en á sama tíma svo óralangt frá hefðbundinni jólastemningu. Ósætti og stríð setja strik í reikninginn, landamærin yfir í Jerúsamlem, sem að öllu venju ætti ekki að taka lengur en 45 mínútur að fara, eru nú illfarin með fullvopnaða hermenn og gæti tekið allan daginn að komast yfir Alenbi brúnna og ekki þess virði að leggja það á sig og sína. Kannski verður komin einhver sátt næst þegar við komum,“ segir Birna hugsi. Hún bjó þó þannig um hnútana að hafa með sér sitthvað sem tengist hinu hefðbundna jólahaldi. „Hangi-kjötið varð veðurteppt og náði ekki í ferðatöskuna en lax, malt og appel-sín, lakkrískurl í toppa, Nóa konfekt og Síríussúkkulaði í súkkulaðibollana 25. des er með í för og verður vel nýtt og notið. Jólatréð er í vinnslu en við erum búin að sjá þau til sölu víða og höfum við lúmskan grun um að fleiri en kristnir séu að skreyta tré. Til-gangur jólanna hér sem annars staðar er ekki gleymdur, við munum klæðast okkar fínasta, borða góðan mat og vera saman sem fjölskylda, njóta, gleðjast og minnast þeirra sem farnir eru og þeirra sem minna eiga.“

Í SPILARANUM

Hvað er í spilaranum hjá Guðjóni Óskari?

Hjörtur Hinriksson skoraði á vin sinn Gauja, Guðjón Óskar Guðmundsson, í síð-

asta blaði. Gauji byrjaði í haust að starfa sem forfallakennari í Lækj-arskóla og hefur mjög gaman af, en einnig stundar hann Crossfit af krafti. Hann segist vera frekar hefð-bundinn í tónlistinni með Pearl Jam og U2 í uppáhaldi. „Ég hef reyndar verið að uppgötva Billy Joel uppá síðkastið sem er hálf furðulegt fyr-ir gamlan rokkhund eins og mig - en Billy er mikill snillingur og algjörlega minn maður þessa dagana.“ Gauji segist ekki hlusta mikið á jólatónlist, „nema auðvitað Helga Björns þegar hann syngur um það hvort hann nenni...ekki beint jólalegt að nenna því síðan ekkert, en lagið er gott – Helgi má eiga það.“

Gauji skorar hér með á frænda sinn og sjálfskipaðan bítla-sérfræðing Íslands, hinn skelegga og

dagfarsprúða Starkað Pétursson.

Við minnum á nýjan möguleika í mat og gistingu sem vert er að kynna sér.

Hlið á Álftanesi

Jólahlaðborð Fjörukráarinnar

Bjóðum einnig uppá Jólapakka fyrir einstaklinga sem og hópa, Sælkerapakka, Þorrapakka og Árshátíðarpakka.farðu inn á www.fjorukrain.is og og skoðaðu hvað við getum gert fyrir þig.

Verð á jólahlaðborði er 7.900 krónur á mannGerum einnig tilboð fyrir hópa í gistingu og mat.

w w w . f j o r u k r a i n . i s P ö n t u n a r s . 5 6 5 1 2 1 3

Sem endranær verðum við með það sem við erum þekktust fyrir, að hafa þetta þjóðlegt með stórkostlegum söngvurum sem eru eitt af því sem hafa gert okkur svo sérstök. Öll hafa þau skemmt hér í áraraðir og því heimavön og nú labba þau á milli borða og syngja lög sem tengjast jólunu m.

Eftir borðhald tekur svo Hörður G. Ólafsson við og spilar frameftir kvöldi

Minnum á skötuveisluna á þorláksmessu frá kl. 11:30 og frameftir kvöldi

Söngsveitina okkar skipa þau Kjartan Ólafsson, Elín Ósk, Svava Kristín Ingólfsdóttir og Ólafur Árni Bjarnason.Þau munu ásamt öðrum sem skipa Víkingasveitina okkar sjá um að halda uppi jólaskapinu meðan á borðhaldi stendur.

Jól í Jórdaníu

Page 7: Gaflari 23. tbl. 2014

gaflari.is - 7

Page 8: Gaflari 23. tbl. 2014

8 - gaflari.is

Sælla er að gefa en þiggjaHelga Kristín Gilsdóttir hitti Örvar Þór Guðmundsson á Súfistanum á dimmu kvöldi í desember og sagði henni frá því hvers vegna hann safnar peningum sem hann gefur fólki sem hann þekkir ekki neitt.

Á dimmu vetrarkvöldi í vindi og trekki er fátt betra en að ylja sér á góðu kaffi og spjalla við áhugavert fólk. Það er einmitt svoleiðis stemning þegar ég hitti Örvar Þór Guðmundsson á Súfistanum. Ég þekki Örvar ekki neitt en þekki samt svo marga sem þekkja hann og þannig er það svo oft í Hafnar-firði. Ástæða þess að ég hitti Örvar þetta kvöld, þegar fáir eru á ferðinni vegna veðurs, er jólasöfnun sem Örvar hefur staðið fyrir undanfarin tvö ár og er í miðjum klíðum við þá þriðju þegar við hittumst.

Hvernig vildi það til að þú fórst að safna peningum fyrir fólk sem þú þekkir ekki neitt?

„Ég var nú bara eitthvað að keyra á milli staða og heyrði í útvarpinu, á FM957, að það var hægt að skrá fólk

í einhvern leik sem gekk þannig fyrir sig að ef þú vissir um einhvern sem þyrfti á aðstoð að halda fyrir jólin þá var hægt að setja nafn viðkomandi í pott og svo yrðu dregnir út vinningar s.s. jólatré, jólasteik, kjólar o.fl. sem tilheyrir jólahaldi.

Útvarpsviðtal sem breytti öllu.Örvar segir þetta augnablik í útvarp-inu hafa fangað athygli sína og því ákveðið að hlusta áfram. „Ég heyrði þegar hringt var í vinningshafann, konu á þrítugsaldri, sem fékk m.a. jólatré, jólasteik og kjól til að vera í á jólunum. Konan var grátandi af gleði og sagði að hún ætti bara tæplega tvö þúsund krónur og þetta var í kringum 8. des-ember. Þetta sló mig svo að ég hafði samband við útvarpsstöðina og bað

stjórnanda þáttarins að finna upp-lýsingar um konuna því ég vildi koma henni til hjálpar sem ég gerði.“

Og þar sem þetta hafði haft svo mikil áhrif á Örvar setti hann upptök-una á facebook-síðu sína og bauð fólki að hafa samband við sig í einkaskila-boðum ef það vildi leggja konunni lið. „Eina skilyrðið sem ég setti var að fólk skrifaði gleðileg jól í skýringu.“ Við-brögðin voru mikil og góð og tveimur dögum seinna sagði Örvar stopp enda höfðu þá safnast u.þ.b. 200 þúsund krónur.

Það fer enginn inn í svefnherbergi og ákveður að búa til langveikt barn „Svo var þetta bara búið og gert og ég pældi ekkert meira í þessu fyrr en það var farið að spyrja mig að því

í október í fyrra hvort ég ætlaði ekki að vera með jólasöfnun aftur? Fólk talaði um hvað þetta hefði verið frá-bært og því hefði liðið vel með að geta hjálpað öðrum. Ég ákvað því að fara af stað en var með ákveðið verkefni í huga og það var að styðja við bakið á fjölskyldu sem ætti langveikt barn og þyrfti á aðstoð að halda fyrir jólin.“

Örvar sem er þriggja barna faðir segir að lítið megi út af bregða hjá barnafjölskyldum fjárhagslega og veikindi barna geti sett strik í reikn-inginn „það fer enginn inn í svefnher-bergi og ákveður að búa til langveikt barn.“

Örvar hafði samband við Barna-spítala Hringsins og þar fékk hann þær upplýsingar að vissulega væru fjölskyldur sem þyrftu á aðstoð að

Page 9: Gaflari 23. tbl. 2014

gaflari.is - 9

„Maður vaknar ekki einn daginn, röltir út í bíl og ákveður svo að fá sér krabbamein af því að það sé

svo gaman eða sniðugt.“

halda. Eitt leiddi af öðru og í fram-haldinu vann Örvar með Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börn-um, við að velja fjölskyldur sem nytu góðs af söfnuninni. „Að lokum voru það tíu fjölskyldur sem nutu góðs af þessari söfnun minni sem var framar mínum björtustu vonum“ segir Örvar auðmjúkur.

Og nú hefur Örvar lagt upp í sína þriðju söfnun einfaldlega vegna þess að þetta er gaman og gefandi eins og hann segir sjálfur. „Með árunum er ég orðinn meyrari og sé hjá börnunum mínum hvað það er mikilvægt að geta haldið gleðileg og áhyggjulaus jól. Og ef það er eitthvað sem ég get gert til að svo megi verða þá er ég til í að leggja smá aukavinnu á mig.“

Í ár ákvað Örvar að styrkja fjöl-skyldu þar sem fyrirvinnan glímir við krabbamein „Maður vaknar ekki einn daginn, röltir út í bíl og ákveður svo að fá sér krabbamein af því að það sé svo gaman eða sniðugt.“

Tryggingafélagið afþakkaði frekari viðskiptiSjálfur ólst Örvar upp í stórum systk-inahópi, er yngstur fimm systkina. Hann hefur alla tíð alið manninn í Hafnarfirði, fyrst í Norðurbænum og nú á Völlunum. „Það gekk oft mikið á á æskuheimilinu en við erum fjórir bræðurnir og ein systir. Og það gekk svo mikið á að einn daginn fékk pabbi sent bréf frá tryggingafélaginu þar sem frekari viðskipti voru afþökk-uð, það var greinilega enginn hagur í þessu fyrir það enda stöðugt verið að brjóta rúður með boltum eða aðra hluti í ærslafullum leik. Á þessum tíma voru engar tölvur, eiginlega ekkert til að horfa á í sjónvarpinu og þegar mað-ur var ekki skólanum þá var verið úti að leika. Og ekki skrýtið að eitthvað hafi látið undan enda húsið fullt af börnum.“

Áfall sem enginn kemst yfirÞegar Övar var fimmtán ára reið áfall yfir fjölskylduna sem enn markar hana. Elsti bróðir Örvars, Matthías, tók eigið líf. „ Þegar þetta gerðist vissi ég ekki hvað sjálfsvíg var og hélt að það væri bara eitthvað sem gerðist í lélegum bíómyndum. Þetta er áfall

sem enginn kemst yfir en við höfum lært að lifa með því. Í dag eru liðin rúm tuttugu ár síðan Matti dó og á næsta ári hefði hann orðið fimmtugur. Ég stefni á að safna saman öllum gömlu félögum hans á billjarðstofunni sem hann átti og heiðra minningu hans.“

Örvar sem bæði æfði handbolta og fótbolta með Haukum fram á ung-lingsár lagði þá skó á hilluna eftir að Matti bróðir hans kynnti hann fyrir snóker. „Ég var níu ára þegar ég próf-aði snóker fyrst og þegar ég var tólf ára var ég orðinn með þeim bestu á landinu og farinn að vinna Íslands-meistaratitla.“

Og þegar hér er komið við sögu er ég farin að sjá að Örvar er maður sem gerir allt af krafti sem hann gerir og því lagði hann kjuðann á hilluna þegar hann varð faðir í fyrsta sinn árið 2003. Örvar hóf störf í prentsmiðju bróður síns, Prentmet, átján ára gamall. „Ég byrjaði nú á að sópa gólf og hef eig-inlega unnið öll störfin í prentsmiðj-unni en er núna viðskiptastjóri.“ Örvar lauk námi í grafískri hönnun og segir námið hafi nýst sér vel í þeim störfum sem hann hefur unnið í prentsmiðj-unni þó svo að hann hafi vitað að hann myndi e.t.v. ekki vinna sem graf-ískur hönnuður. „Ég áttaði mig á því að ég yrði að hafa einhverja menntun og hún hefur bara aukið sjálfstraust mitt.“ Eins og fyrr segir á Örvar þrjú börn með konu sinni, Hörpu Gústavs-dóttur, og hefur tekið föðurhlutverk-ið föstum tökum. „Ég hef bara verið upptekin við barnauppeldi og vinnu undanfarin ár en af einhverri rælni tók ég þátt í snókermóti um daginn sem var úrtökumót fyrir landsliðið og varð einn af sex sem komst áfram. Ég er því að fara á Norðurlandamótið í snóker sem haldið verður í Ósló í byrj-un febrúar.“

Maður með gott hjartalagÖrvar segir það hafa breytt sér mikið að verða pabbi og svo róast maður og þroskast með árunum. Hann segist ekki hafa verið mikill jólakall hér áður fyrr en með tilkomu barnanna hafi það breyst. „Við erum ekki endilega fastheldin þegar kemur að jólahaldi, höfum t.d. bæði verið í útlöndum og í sumarbústað á jólunum sem var alveg

frábært. Mestu finnst mér skipta að fjölskyldan sé saman og að geta glatt börnin mín. Núna er ég farinn að laum-ast á Létt-fm í nóvember og hlusta á eitt og eitt jólalag og held svei mér þá að ég sé eitthvað að mýkjast með árunum.“

Það gefur eiginlega auga leið að maður sem safnar hátt á aðra milljón og gefur fólki sem hann þekkir ekki neitt er maður með gott hjartalag. Og í ár var það líkt og í fyrra að Örvar hringdi í fjölskyldur og styrkti þær í jólahaldi sínu og að þessu sinni voru

fjölskyldurnar tólf. „Þessi símtöl eru góð en erfið og enn sem komið er hefur enginn sagt nei við aðstoð, fólk grætur af gleði og ég get ekki neitað því að ég fæ líka tár í augun.

Í ár starfaði Örvar með Krafti, samtökum ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein, sem aðstoð-aði hann við að finna fjölskyldur sem hefðu þörf fyrir hjálp við jólahaldið. „Mér finnst alveg skelfilegt til þess að hugsa að það geti ekki allir Íslendingar haldið gleðileg jól og hef lagt mitt af mörkum til að breyta því“

Page 10: Gaflari 23. tbl. 2014

10 - gaflari.is

Jólin í hrauninuÍ hrauninu kúrir dásamlega fallegt hús sem gengur undir nafninu Brúsastaðir 2. Kyrrðin er algjör og útsýnið yfir hafið er dásamlegt. Það er eins og maður sé kominn langt upp í sveit en svo er nú alls ekki, enda blasir Hafnarfjörður við með öll-um sínum skarkala rétt handan við hæðina. Á þessum skemmtilega stað hefur María Krista Hreiðarsdóttir, hönnuður, komið sér fyrir ásamt fjölskyldu sinni. María Krista er þekkt fyrir fallega hönnun og því kemur ekki á óvart að heimilið hennar er einstaklega fallegt og nú fyrir jólin er það svo sannarlega komið í sparibúninginn.Sjá viðtal og fleiri myndir á gaflari.is

Gaflarinn óskar lesendum sínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári!

Page 11: Gaflari 23. tbl. 2014

gaflari.is - 11

SKÖTUVEISLA

Hin árlega skötuveisla verður haldin í golfskála Keilis 23.des 2014 til styrktar unglinga- og afreksstarfi.

Boðið verður upp á hádegismat í tveimur hópum kl.11:30 og kl.12:30. Vinsamlegast takið fram við bókun hvora tímasetninguna er óskað eftir.

Á boðstólnum er kæst skata fyrir byrjendur og lengra komna, saltfiskur og allt sem þarf til að koma þér í

Húsið er opið öllum meðan húsrúm leyfir.Miðaverð 3.200 kr.

Vinsamlegast bókið tíma í síma Hraunkots 565 33 61 eða á [email protected]

Gleðileg Jól unglinga- og afreksstarf Keilis.

KEILIS Á ÞORLÁKSMESSU

Listamenn vilja koma aftur og aftur í FjörðinnMenningarsetrið Bæjarbíó

Mikið líf og fjör hefur verið í Bæjarbíó undanfarin misseri eftir að húsið var látið í hendurnar á Menningar- og listafélagi Hafnarfjarðar. Óhætt er að segja að sprengja hafi orðið í fjölda tónleika og lifandi viðburða í bland við skemmtilega blöndu afþreyingar fyrir bæjarbúa á öllum aldri. Kristinn Sæmundsson hefur borið hitann og þungan af starfseminni og leitt starf-ið og að sögn Kristins hefur þetta að mörgu leyti gengið. Það taki þó alltaf tíma að koma húsi sem ekki hefur þjónað slíku hlutverki aftur á kortið, enda er framboð viðburða á höfuð-borgarsvæðinu mikið og með stærri húsum sem sé sum hver með stórar markaðsmaskínur á bakvið sig.

„Ég hef reynt að halda þessu soldið „lókal” og það virðist eiga upp á pallborðið, húsið er einstakt bæði hvað varðar útlit og hljómburð og

allir þeir listamenn sem hingað hafa komið hafa verið hæst ánægðir og boðað komu sína aftur, enda falla þeir allir í stafi yfir sjarma hússins og umgjörð. Kristinn segir að huga þurfi vel að framtíðarnýtingu hússins og að fljótlega þurfi að fara í frekari framkvæmdir á því. „Við þurfum að koma andyri hússins í það horf að það sé hægt að taka sómasamlega á móti fólki og laga eitt og annað til

að gera þetta enn meira aðlaðandi og við hlökkum til að taka á móti Hafn-firðingum og öðrum á næstu misser-um,“ segir Kristinn að lokum.

Mikil dagskrá er framundan í Bæj-arbíói og helst ber að nefna Ladda, sem snýr aftur á heimaslóðir svo ekki sé talað um kónginn sjálfan, Björgvin Halldórson, sem heldur „litlu jólin” í Bæjarbíói á þorláksmessu með hópi frábærra listamanna.

Jólasöngvar fjölskyldunnar

Hljómsveit

Stuð og jólasveinar

Sjáumst!

Jólaball Fríkirkjunnar á Thorsplani

21. desember kl. 11

Page 12: Gaflari 23. tbl. 2014

12 - gaflari.is

Kæru Hafnfirðingar

Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári.Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar

Grýla í nærmyndÞótt Grýla sé orðin gömul og grá er langt frá því að hún sé dauð úr öllum æðum. Enn leynist í henni villiköttur þó að hún hafi nú meyrnað með árunum eins og gengur og gerist. Og þrátt fyrir að ég viti að Grýla sé löngu hætt að borða börn og að konur á besta aldri hafi aldrei verið á matseðli hennar svo vitað sé er ég hálf smeyk þegar ég pikka í hana í Jólaþorp-inu, minnug þess að í mínu ungdæmi átti hún það enn til að skella óþekktaröngum í pokann sinn.

Nú er ég bara gömul og pirruðGrýla hreytir í mig hryssingslega þegar ég spyr hana hvers vegna hún leggi sér ekki lengur börn til munns. „Tímarn-ir breytast og Grýla líka. Það er bara þannig sem það gerist. Síðustu 100 árin höfum við fjölskyldan breyst mikið. Við erum ekki lengur vond og hrekkjótt. Börnin fóru að sýna strákunum mínum svo mikla ástúð og kærleika. Þegar þeir komu svo heim sýndu þeir mér sömu hegðun og smátt og smátt hafði það áhrif á mig. Nú er ég bara gömul og pirruð en illska er ekki til í mér.“Þó að hjartalag Grýlu hafi breyst er hún samt enn jafn ófríð og fyrr - þó að hún

vilji ekki kannast við það sjálf. „Eftir að ég varð góð hurfu af mér allar vörturn-ar. Svo skil ég ekkert í því hvers vegna fólk er alltaf að tala um tennurnar í mér og segja að þær séu ljótar. Þær eru bara dálítið skítugar. Krakkarnir í Jólaþorpinu eru alltaf að gefa mér tannkrem en mér finnst tannkrem algjör viðbjóður og set það ekki inn fyrir mínar varir. Mér finnst að allir ættu að vera með tennur eins og ég – ef þið hættið þessu tannburstunar-bulli fáið þið svona fallegar tennur,“ segir Grýla hróðug og brosir sínu breiðasta og afhjúpar þar með kolsvartar geiflurnar.

Er ekki kominn tími til að sveinarnir 13 flytji að heiman?Sú saga hefur verið á kreiki síðustu áratugina að heimilislífið hjá Grýlu og fjölskyldu sé ansi skrautlegt enda hlýt-ur mikið að ganga á fjölmennu heimili. Flestum okkar finnst ágætt að hugsa til þess að börnin fljúgi úr hreiðrinu þegar þau eru komin á þriðja tuginn en Grýla og Leppalúði hafa setið uppi með syni sína jafnvel öldum saman. „Og vera ein með Leppalúða?, nei þakka þér fyrir væna mín,“ gellur í Grýlu þegar þetta er nefnt við hana.

Leppalúði gefur gott fótanuddEn þrátt fyrir að Grýla geti ekki hugs-að sér að búa ein með Leppalúða er samband þeirra með ágætum og hefur batnað með árhundruðunum og það er ekki laust við að sú gamla fái glampa í augun þegar hún er spurð út í samband þeirra hjóna. „Leppalúði er snillingur í að gefa gott fótanudd og þannig höldum við neistanum í sambandinu. Ég er orðin gömul og fótafúin.“

Eins og á öðrum heimilum er jólahaldið hjá Grýlu og fjölskyldu í föst-um skorðum og allir hafa sitt hlutverk. „Það er álag á okkur Leppalúða á þess-

um tíma. Stákarnir verða yfir sig spennt-ir og eru sífellt að stelast í bæinn. Ég er á stöðugum þeytingi á eftir þeim um allar trissur á meðan Leppalúði hugsar um heimilið, eldar og þrífur – tvíreykta hangiketið sem hann gerir er lostæti,“ segir sú gamla dreymin á svip og hrekk-ur svo í gírinn á ný og segir í óspurðum fréttum að henni líki þó vel að koma í Jólaþorpið í Hafnarfirði. „Mér finnst gaman að sjá hvað fólkið í litlu húsunum hefur verið að sýsla og krakkarnir eru skemmtilegir. Sumir eru dálítið hræddir við mig og það finnst mér nú bara gott en þeir sem þekkja mig vita að ég er ágæt inn við beinið.“

Hákarl, hangiket og ullarvetlingarMatseðillinn er ekki flókinn áheimili Grýlu á jólunum – eflaust eitthvað sem margir myndur fúlsa við. „Við erum alltaf með hákarl í forrétt og svo fáum við okkur hangiket í aðalrétt,“ segir Grýla og þegar hún er spurð út í það hvað sé efst á jólagjafalistanum hjá henni í ár kemur í ljós að neysluhyggjan hefur ekki náð tangarhaldi á þessari lífsreyndu frú. „Mig dreymir um að fá ullarvettlinga frá Leppalúða sem hann prjónar sjálfur.“

Page 13: Gaflari 23. tbl. 2014

gaflari.is - 13

F A

B R

I K

A N

www.hafnarfjordur.is

Hafnarfjarðarbær býður bæjarbúa velkomna á viðurkenningarhátíð í íþróttahúsinu við Strandgötuþriðjudaginn 30. desember kl. 18.

Allir velkomnir!

Eftirtaldir afreksíþróttamenn fá viðurkenningu:

Dans:Sara Rós Jakobsdóttir, Dansíþróttafélag HafnarfjarðarSigurður Már Atlason, Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar

Frjálsar íþróttir:Kristinn Torfason, FHSveinbjörg Zophoníasdóttir, FH

Golf:Gísli Sveinbergsson, Golfklúbburinn KeilirGuðrún Brá Björgvinsdóttir, Golfklúbburinn Keilir

Handknattleikur:Sigurbergur Sveinsson, Haukar

Hestaíþróttir:Eyjólfur fiorsteinsson, Sörli

Knattspyrna:Pétur Viðarsson, FH Körfuknattleikur:Auður Íris Ólafsdóttir, Haukar

Skotíþróttir:Stefán Geir Stefánsson, Skotíþróttafélag Hafnarfjarðar

Skylmingar:Gunnar Egill Ágústsson, FH Þórdís Ylfa Viðarsdóttir, FH Sund: Hjörtur Már Ingvarsson, Íflróttafélagið Fjör›urHrafnhildur Lúthersdóttir, Sundfélag HafnarfjarðarKolbeinn Hrafnkelsson, Sundfélag HafnarfjarðarKolbrún Alda Stefánsdóttir, Íflróttafélagið Fjör›ur

Tennis:Hjördís Rósa Gu›mundsdóttir, Badmintonfélag Hafnarfjarðar

Á dagskrá er m.a. ViðurkenningartilþeirrasemurðuÍslandsmeistarar2014

Viðurkenningartilþeirrasemurðubikarmeistarar2014

Viðurkenningarvegnasérstakraafrekaáárinu2014

AfhendingÍ.S.Í. – bikars

Afhendingviðurkenningarstyrkjatilíþróttafélaga

Úthlutunstyrkjavegnaíþróttastarfs16áraogyngri

ViðurkenningtilÍþróttaliðs ársins2014 Eftirtalin lið eru tilnefnd:

Haukar – Handknattleikur – Meistaraflokkur karlaHaukar – Körfuknattleikur – Meistaraflokkur kvennaÍþróttafélagið Fjörður – Sund – sameiginlegur hópurSundfélag Hafnarfjarðar – Boðsund – Meistaraflokkur karla

Viðurkenningartilþeirrahafnfirskuíþróttamannasemskaraframúrogeruhvetjandifyrirástunduníþrótta

Lýstkjöri Íþróttakonu Hafnarfjarðar 2014 og Íþróttakarls Hafnarfjarðar 2014

2014

Page 14: Gaflari 23. tbl. 2014

14 - gaflari.is

TILVERAN Auglýsingasími Gaflara544 2100

[email protected]

Fjölskylduhagir? Konan mín heitir Linda Laufey Bragadóttir innan-húsarkitekt og við eigum þrjá stráka. Darra sem er í sagnfræði í Háskólan-um, Frey Gígju sem er fréttamaður hjá RÚV og Breka sem hrærist mest í tónlist þessa stundina. Bókin á náttborðinu? Ég er nú að lesa bókina Náðarstund eftir Hannah Kent. Hannah Kent var 17 ára skipt-inemi í Skagafirði þegar hún heyrði söguna um Agnesi Magnúsdóttur sem dæmd var til dauða fyrir hrotta-legt morð á elskhuga sínum og öðr-um manni. Í Náðarstund dregur hún upp ótrúlega mynd af íslenskum veruleika, harðri lífsbaráttu, heitum tilfinningum og hörmulegum örlögumPlatan í spilaranum? Þar sem ég er flautuleikari leita ég gjarnan í diskana með flautuleikurum sem mér þykir mikið til koma eins og James Galway, William Bennett og Manuelu Wiesler. Gítarleikararnir John Williams og Juli-an Bream lenda reyndar líka oft undir nálina hjá mér.Gamli skólinn minn og ræturnar? Ég á ótrúlega góðar minningar úr gamla góða Lækjarskóla við tjörnina. Minn-ingarnar eru sjálfsagt góðar af því að ég var þeirrar gæfu njótandi að fá Rúnar Brynjólfsson sem kennara. Rúnar hafði einstakt lag á að lokka fram alla þá góðu hæfileika sem hver og einn nemandi bjó yfir. Ég held að einelti hafi ekki verið til í B bekknum og þegar maður rekst á gamla bekkj-arfélaga 50 árum síðar rifjast bara upp góðar minningar. Hvers vegna Hafnarfjörður? Ég er það sem kallað er hreinræktaður Gaflari, sem fæddist á Hverfisgöt-unni. Þótt ég búi þessa stundina bæði við golfvöllinn að Kiðjabergi og

KÍKT Í KAFFI Gaflarinn kíkir í kaffi til Gunnars Gunnarssonar, skólastjóra Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Gunnar stóð í ströngu framan af haustönninni, enda tónlistarkennarar í löngu verkfalli sem svo sannarlega setti strik í reikning alls skólahalds. Gunnar segir að það verði að segja kennurum Tónlistarskólans til hróss að þeir hafa allir lagt sig í hvívetna fram um að koma skólahaldinu í eðlilegt horf. Jólatónleikar voru eitthvað færri og ekki eins fjölmennir, en allir nemendur skólans uppteknir við að æfa upp jólalögin og skólinn ómar nú af jólatónlist. Gunnar, sem er mikið jólabarn, segir fallega jólatónlist einfaldlega ómissandi á aðventunni.

1oo hvítlauksgeira réttur í uppáhaldi

á Ránargötu í Reykjavík þá er ég og verð alltaf Hafnfirðingur.Líkamsræktin? Ég hef alltaf stund-að sundið og reyni helst að mæta alla morgna kl. 06.30 og synda einhverja 600 metra. Það er ótrúlegt hvað þetta er hressandi og nærandi.Uppáhalds maturinn minn? Það er einn réttur sem er í miklu uppáhaldi hjá mér sem er kjúklingaréttur sem kemur frá munkum á 16. öld. Réttur-inn er með 1oo hvítlauksgeirum, já þetta er rétt 100. Mikið sellerí og kon-íak o.fl. Eitt sinn borðaði ég algjörlega yfir mig af þessum 100 geira rétti og þurfti að kenna á flautuna í lítilli kennslustofu í Tónlistarskólanum sem þá var í Alþýðuhúsinu á Strand-götu. Kennari sem tók við stofunni af mér kom að máli við mig daginn eftir og spurði mig hvort það gæti verið að það væri farin í sundur „gasleiðsla“ einhverstaðar í herberginu! Hvers vegna tónlistarkennari? Tónlist hefur alltaf verið stór þáttur í mínu lífi. Byrjaði ungur í Drengjalúðrasveitinni hjá Brauner og síðar í Lúðrasveit Hafnarfjarð-ar. Lærði svolítið á gítar hjá Erlendi Sveinssyni. Árin í söngflokknum Lítið Eitt eru mjög eftirminnileg sérstak-lega þegar við stjórnuðum Kvöld-stundarþættinum í sjónvarpinu og fórum til London í plötuupptöku. Eftir að ég hóf þverflautunámið var ekki aftur snúið. Tónlistin var mín fjöl. Skemmtilegasta heimilisverkið?Mér finnst bara skemmtilegt að vaska upp. Þar reynir svo mikið á skipulagshæfileikana sem ég tel mig hafa. Leiðinlegasta heimilisverkið? Að taka til eftir aðra Helstu áhugamál? Eftir að ég kynnt-

ist golfinu verður því ekki neitað að það er að verða eitt helsta áhuga-málið hjá mér. Gönguferðir með kon-unni minni og íslensku fjárhundunum hennar er líka ofarlega á blaðinu.Hvað kemur þér í hátíðarskap? Há-tíðarskapið kemur alltaf þegar allir í fjölskyldunni eru búnir að klæða sig upp og kirkjuklukkurnar byrja að hljóma í útvarpinu á aðfangadags-kvöldi og kirkjukórinn syngur lagið „ Í dag er glatt í döprum hjörtum“ .Uppáhalds jólaminning? Mér eru jólin mjög minnisstæð þegar ég ung-ur drengur og eignaðist mitt fyrsta hljóðfæri, sem var melodika sem pabbi hafði látið kaupa fyrir sig í Þýskalandi. Það besta við jólin? Það besta við jólin er að þau eru enn haldin hátíð-

leg og að við gefum okkur tíma til að fagna fæðingu frelsararns og finna þessa miklu birtu sem kemur inn í skammdegið hjá okkur Hvað stendur upp úr á árinu? Að eignast Dverghamar sem er sum-arhús að Hesti 7 í GrafningshreppiSíðasta sms-ið og frá hverjum? Barn er oss fætt, sonur er oss gef-inn. Þessi líka flotti drengur kom í heiminn kl. 21.24. Nýjustu tölur 4,3 kg. og 53,5 cm. Móður og barni heilsast og allt gekk eins og í sögu. Mikil gleði og stuð. Kveðja frá kríli, stórabróður og foreldrum. Sms frá góðum vini.Á laugardagskvöldið var ég? Að sjálfsögðu hjá konunni minni í sumar-húsinu Dverghamri Hesti 7.Ég mæli með? Góðum göngutúr.

Page 15: Gaflari 23. tbl. 2014

gaflari.is - 15

Sendum viðskiptavinum og landsmönnum öllum hugheilar jóla- og nýárskveðjur

www.hsorka.is

Umhverfisvæn orkuframleiðsla í 40 árNjótið jólana í birtu og yl frá umhverfisvænni framleiðslu

Page 16: Gaflari 23. tbl. 2014

16 - gaflari.is

Laddi

Laddi snéri aftur á heimaslóðir um síðustu helgi. Laddi brá sér að venju í allra kvikinda líki og Bæj-arbíó hristist og skalf úr hlátri. Var það mál manna að Laddi væri í sínu allra besta formi um þessar mundir.

Laddi er snilling-ur og er maður þúsund radda og persónuleika. Hann

er feiminn að eðlisfari en feimnin hverfur um leið og hann hleypir persónum sínum út. Hann er fæddur leikari og það standast honum fáir snúning í leik og tímasetningum. Svo er hann líka einn af ástsælustu leikurum þjóðarinnar. Björgvin Halldórs-son, vinur og samstarfsmaður Ladda

Allir sem þekkja hann pabba vita það að hann er afskap-lega ljúfur og góður

maður. Ég hef til dæmis aldrei heyrt hann tala illa um neinn. Svo tók hann upp á því nýlega að byrja að mála og hélt sína fyrstu myndlistarsýningu nýlega og eins og með allt sem hann gerir þá var það ótrúlega flott og vel gert. Hann er sannur listamaður fram í fingurgóma. Hann er eins og ég, gjörsamlega gallalaus. Þórhallur Þórhallsson, sonur

STENDUR UPP ÚR

Gísli Björn Heimisson, kerfisfræðingur og formaður Leikfélags Hafnarfjarðar: Af því

að ég er kominn í jólafrí frá leik-listinni, þá ákvað ég að skreppa út til Liverpool seinustu helgina fyrir jól. Ég byrja föstudaginn á því að fljúga út til Englands, smá rútuferð og síðan bara tékka sig inn á Jury‘s Inn í Liverpool. Föstudagurinn verður

nýttur í jólagjafainnkaup, þar sem ég frestaði þeim til að klára þau í útlöndum, alveg satt. Á laugardegin-um verður strikið tekið á markaðina sem einungis eru opnir um helgar og þeir þræddir. Á sunnudeginum er síðan farið á Anfield og horft á leik Liverpool og Arsenal sem verður góð skemmtun, hvernig svo sem leikurinn fer. Eftir það verður síðan skálað fyrir góðum sigri, eða sorgum drekkt.

Vigdís Lilja Ásgeirs-dóttir, starfsmaður á sambýlinu Svölu-hrauni og á Hrafn-

istu: Mikið rosalega er ég spennt fyrir helginni! Þvílík dagskrá sem bíður mín. Ég ætla að byrja á því að sinna elstu vinum mínum á Hrafnistu. Svo ætla ég að skottast í innflutningspartý til vinkonu minnar, alveg magnað hvað vinir

mínir þykjast vera orðnir fullorðnir og kaupa bara íbúðir hægri, vinstri. Á laugardeginum ætla ég að fara á tónleika með fjölskyldunni að sjá KK og Ellen, fer svo þaðan beint í tvítugsafmæli hjá bestu vinkonu minni. Ætli sunnudagurinn fariekki bara í rólegheit, kannski smájólastúss, kaupa síðustu gjafirn-ar og svo til Keflavíkur í mat til pabba. Gleðileg jól!

HELGIN MÍN

Um leið og við þökkum viðskiptavinum

okkar samfylgdina á árinu óskum við öllum

landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar

á komandi ári. Sýnum alúð og aðgát um

hátíðirnar og pössum vel hvert upp á annað.

VÍS - þar sem tryggingar snúast um fólk.

VÍS óskar landsmönnum gleðilegra jóla

VÍS | ÁRMÚLA 3 | 108 REYKJAVÍK | SÍMI 560 5000 | VIS.IS

FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ Í FRIÐI OGÁÁ RÓ