7
Netvafrar og leit á interneti Mars 2012 1 Leiðbeiningar – Netvafrar og leit á interneti Kveikja á tölvu: Ýtið á hnapp sem merktur er eða sambærilegan hnapp. Þá á tölvan að ræsa sig. Internetið: Til að fara á internetið þarf að finna merki Internet Explorer sem lítur svona út Einnig er hægt að finna merki Firefox og Chrome og virkar það jafn vel. Internet Explorer, Firefox og Chrome eru svokallaðir netvafrar og eru notaðir til að komast á internetið í tölvum. Tvísmellið á eitt af táknunum og þá á gluggi að opnast með internetinu.

Netvafrar og leit á neti - Reykjavíkurborg

  • Upload
    others

  • View
    9

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Netvafrar og leit á neti - Reykjavíkurborg

Netvafrar og leit á interneti

Mars 2012

1

Leiðbeiningar – Netvafrar og leit á interneti

Kveikja á tölvu:

Ýtið á hnapp sem merktur er eða sambærilegan hnapp.

Þá á tölvan að ræsa sig.

Internetið:

Til að fara á internetið þarf að finna merki Internet Explorer sem lítur svona út

Einnig er hægt að finna merki Firefox og Chrome og virkar

það jafn vel.

Internet Explorer, Firefox og Chrome eru svokallaðir netvafrar og eru notaðir til

að komast á internetið í tölvum.

Tvísmellið á eitt af táknunum og þá á gluggi að

opnast með internetinu.

Page 2: Netvafrar og leit á neti - Reykjavíkurborg

Netvafrar og leit á interneti

Mars 2012

2

Glugginn gæti til dæmis litið svona út í smækkaðri mynd (sjá hér að neðan)

Til þess að fara aftur á fyrri síðu er hægt að smella á sem er yfirleitt efst í

vinstra horni gluggans.

Þannig er hægt að rekja sig til baka á fyrri síður.

Til að rekja sig fram á við er síðan smellt á

Til þess að loka glugganum að notkun lokinni skal smellt á táknið efst í

hægra horninu á glugganum (sjá nánar hér að neðan)

Page 3: Netvafrar og leit á neti - Reykjavíkurborg

Netvafrar og leit á interneti

Mars 2012

3

Leit á netinu:

Til þess að leita að efni á netinu er gott að notast við svokallaðar leitarvélar.

Dæmi um leitarvél er t.d.

Til að fara á Google leit er einfaldlega slegið inn www.google.is í textagluggann

sem merktur er með rauða rammanum (sjá að neðan):

(Ef ætlunin er t.d. að skoða aðrar vefsíður eins og t.d. www.reykjavik.is eða

www.mbl.is þá er það ritað sömuleiðis í textagluggann með rauða rammanum)

Google leit lítur svona út (sjá á mynd hér að ofan)

Þegar leitað er á vefnum er leitarorðið einfaldlega ritað í dálkinn fyrir miðju.

Page 4: Netvafrar og leit á neti - Reykjavíkurborg

Netvafrar og leit á interneti

Mars 2012

4

Ef ritað er t.d. Halldór Laxness í dálkinn og að því loknu þrýst á Enter

hnappinn á lyklaborðinu þá koma upp eftirfarandi leitarniðurstöður (sjá hér að

neðan):

Hér birtist listi yfir ýmsar síður um Halldór Laxness og efni tengt honum sem

hægt er að skoða nánar með því að smella á bláa undirstrikaða textann.

Page 5: Netvafrar og leit á neti - Reykjavíkurborg

Netvafrar og leit á interneti

Mars 2012

5

Margar síður koma til greina í svona einfaldri leit og því er mikilvægt að skoða

vel hvort maður hafi hitt á réttar síður.

Ef smellt er á fyrsta valkostinn í leitinni hér að ofan er okkur vísað á aðra síðu

þar sem fjallað er um Halldór Laxness (sjá hér að neðan):

Page 6: Netvafrar og leit á neti - Reykjavíkurborg

Netvafrar og leit á interneti

Mars 2012

6

Hér er hægt að lesa um rithöfundinn Halldór Laxness en Wikipedia er nokkurs

konar alfræðirit á internetinu (hægt er að finna efni á íslensku í einhverju mæli

en þó er mest af efni á ensku auk annarra tungumála).

Wikipeda (www.wikipedia.org) er eins og áður sagði frjálst alfræðirit á

internetinu með mikið magn af greinum og fræðitexta um allt milli himins og

jarðar.

Flest efnið er á ensku en þó er hægt að finna efni á íslensku og er það þá efni

sem tengist Íslandi eða Íslendingum (samanber Halldór Laxness hér áður). Til að

leita að efni er einfaldlega slegið inn nafn á viðkomandi efni eða einstaklingi í

reitinn í rauða rammanum hér á myndinni fyrir ofan.

Page 7: Netvafrar og leit á neti - Reykjavíkurborg

Netvafrar og leit á interneti

Mars 2012

7

Ef viðkomandi efni er til á íslensku þá má finna það á listanum sem er vinstra

megin á spássíu á síðunni og stilla á íslensku sem tungumál (sjá í rauða

rammanum á mynd hér að neðan). Ef íslenska er ekki að finna á listanum (ólíkt

því sem er hér fyrir neðan) er mjög líklegt að viðkomandi grein eða texti sé ekki

tiltækur á íslensku og því ekki um þann möguleika að ræða.