110
UMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015

ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

  • Upload
    others

  • View
    3

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF STJARNAN

ÁRSSKÝRSLA2015

Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016

VIÐ EIGUM OKKAR

STJÖRNUREN VIÐ SPILUM SEM

EITT LIÐ

HETJURVIÐ VERJUMST EINS OG

OG VIÐ BERJUMSTHLIÐ VIÐ HLIÐ

UMF STJARNAN

Page 2: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM
Page 3: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

Efnisyfirlit

1. SKIPULAG UMF STJÖRNUNNAR ..................................................................................................................... 3

2. IÐKENDUR – SKIPTING EFTIR DEILDUM OG ALDRI .......................................................................................... 5

3. LÖG UMF STJÖRNUNNAR............................................................................................................................... 8

4. HEIÐURSVIÐURKENNINGAR ......................................................................................................................... 11

5. HEIÐRANIR ................................................................................................................................................... 12

6. SKÝRSLA AÐALSTJÓRNAR UMF STJÖRNUNNAR ........................................................................................... 16

7. SKÝRSLA ALMENNINGSÍÞRÓTTADEILDAR .................................................................................................... 20

8. SKÝRSLA BLAKDEILDAR ................................................................................................................................ 24

9. SKÝRSLA FIMLEIKADEILDAR ......................................................................................................................... 29

10. SKÝRSLA HANDKNATTLEIKSDEILDAR ....................................................................................................... 35

11. SKÝRSLA KNATTSPYRNUDEILDAR ............................................................................................................ 40

12. SKÝRSLA KÖRFUKNATTLEIKSDEILDAR ...................................................................................................... 48

13. SKÝRSLA KRAFTLYFTINGADEILDAR .......................................................................................................... 52

14. SKÝRSLA SUNDDEILDAR ........................................................................................................................... 53

15. REIKNINGAR ÁRSINS ................................................................................................................................ 57

16. ÁRITUN ENDURSKOÐENDA .................................................................................................................... 58

17. SKÝRINGAR ............................................................................................................................................ 59

18. ÁRSREIKNINGUR 2015 - HEILDARREIKNINGUR FÉLAGSINS ....................................................................... 61

19. ÁRSREIKNINGUR 2015 - SJÓÐSSTREYMI ................................................................................................... 64

20. REKSTRARYFIRLIT ÁRSINS 2015 ............................................................................................................... 65

21. EFNAHAGSYFIRLIT 31.12.2015 ................................................................................................................. 66

23. ÁRSREIKNINGUR 2015 - AÐALSTJÓRN ...................................................................................................... 67

24. ÁRSREIKNINGUR 2015 - ALMENNINGSÍÞRÓTTADEILD .............................................................................. 69

25. ÁRSREIKNINGUR 2015 – BLAKDEILD ........................................................................................................ 71

Page 4: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

27. ÁRSREIKNINGUR 2015 – FIMLEIKADEILD .................................................................................................. 77

28. ÁRSREIKNINGUR 2015 – HANDKNATTLEIKSDEILD .................................................................................... 81

29. ÁRSREIKNINGUR 2015 - KNATTSPYRNUDEILD .......................................................................................... 87

30. ÁRSREIKNINGUR 2015 - KRAFTLYFTINGADEILD ........................................................................................ 93

31. ÁRSREIKNINGUR 2015 - KÖRFUKNATTLEIKSDEILD ................................................................................... 95

32. ÁRSREIKNINGUR 2015 - SUNDDEILD .......................................................................................................101

Page 5: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

1

Page 6: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

2

Aðalfundur 2016 - Dagskrá

Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

1) Fundur settur.

2) Kosinn fundarstjóri og fundarritari.

3) Flutt skýrsla aðalstjórnar og einstakra deilda frá síðasta ári.

4) Lagðir fram endurskoðaðir reikningar aðalstjórnar og einstakra deilda félagsins,

ásamt heildarreikningi fyrir allt félagið.

Fundarhlé – kaffiveitingar viðurkenningar veittar

5) Umræða og atkvæðagreiðsla um skýrslu aðalstjórnar, deilda og reikninga.

7) Kjör aðalstjórnar.

· formaður til eins árs

· 4 stjórnarmenn til eins árs

· 2 varastjórnarmenn til eins árs

· endurskoðendur til eins árs

· varaendurskoðendur til eins árs

8) Önnur mál.

Page 7: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

3

1. Skipulag UMF Stjörnunnar

Aðalfundur UMF Stjörnunnar kýs félaginu stjórn og endurskoðendur. Stjórnin skipar stjórnir deilda,

nefndir og ráð sem starfa í umboði hennar.

Stjórnin ræður framkvæmdastjóra sem stýrir daglegum rekstri félagsins í umboði hennar.

Starfsmenn félagsins aðrir en þjálfarar og leiðbeinendur starfa undir stjórn framkvæmdastjóra.

Skipurit

Deildir

Stjórnir deilda eru skipaðar af aðalstjórn og starfa í umboði hennar.

Almenningsíþróttadeild

kt: 480305-1240

Blakdeild

kt: 6111093-2259

Fimleikadeild

480989-1989

Handknattleiksdeild

460180-0159

Knattspyrnudeild

kt: 580589-1389

Körfuknattleiksdeild

511093-2449

Lyftingadeild

470211-1560

Sunddeild

580193-2509

Page 8: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

4

Nefndir

Nefndir félagsins eru skipaðar af aðalstjórn og starfa í umboði hennar.

Töflunefnd Verkefni nefndarinnar er að vera aðalstjórn ráðgefandi um niðurröðun æfingatöflu

félagsins. Nefndin skal í starfi sínu hafa samráð við stjórnir allra deilda félagsins.

Starfi töflunefndar stýrir Íris Rut Erlingsdóttir verkefnastjóri félagsins en deildir félagsins geta

tilnefnt fulltrúa í nefndina.

Afreksnefnd Verkefni nefndarinnar er að móta afreksstefnu fyrir félagið í heild sinni. Formaður nefndarinnar er

Sigurður Bjarnason.

Page 9: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

5

2. Iðkendur – skipting eftir deildum og aldri

Iðkendur Stjörnunnar skiptust þannig milli deilda og aldursflokka á árinu 2015.

0

100

200

300

400

500

600

700

800

alm.íþr. blak fimleikar handbolti knattsp. karfa lyftingar sund

Skipting iðkenda eftir aldri og deildum 2015

12 ára og yngri

13 til 18 ára

19 ára og eldri

0

200

400

600

800

1000

1200

alm.íþr. blak fimleikar handbolti knattsp. karfa lyftingar sund

Þróun iðkendafjölda eftir deildum 2005 - 2015

(athugið að í yngsta hópnum eru sundnámskeið og í þeim elsta eru garpar í sundi og leikfimihópur)Árið 2015 alm.íþr. blak fimleikar handbolti knattsp. karfa lyftingar sund samtals12 ára og yngri 327 6 673 298 649 241 0 398 259213 til 18 ára 1 13 122 90 234 57 0 22 53919 ára og eldri 251 30 45 30 63 29 42 0 490iðkendur 579 49 840 418 946 327 42 420 3621

Page 10: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

6

0

100

200

300

400

500

600

700

800

alm.íþr. blak fimleikar handbolti knattsp. karfa lyftingar sund

12 ára og yngri

0

50

100

150

200

250

alm.íþr. blak fimleikar handbolti knattsp. karfa lyftingar sund

13 - 18 ára

Page 11: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

7

0

50

100

150

200

250

300

alm.íþr. blak fimleikar handbolti knattsp. karfa lyftingar sund

19 ára og eldri

46%

18%23%

50%

69% 71%

88%

46%50%

54%

82%77%

50%

31% 29%

12%

54%50%

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

70%

80%

90%

100%

Alm.íþr Blak Fimleikar Handbolti Knattsp. Karfa Lyftingar Sunddeild UMFStjarnan

Kynjaskipting

kk kvk

Page 12: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

8

3. Lög UMF Stjörnunnar

Samþykkt á aðalfundi í maí 2014.

1. gr.

Félagið heitir Ungmennafélagið Stjarnan, skammstafað U.M.F. Stjarnan. 2. gr.

Starfssvæði U.M.F. Stjörnunnar er Garðabær. 3. gr.

Tilgangur félagsins er að efla líkams og heilsurækt í formi keppnis- og almenningsíþrótta hjá öllum aldurshópum í Garðabæ. Ennfremur að efla samkennd bæjarbúa með virkri þátttöku í íþrótta- og félagsstarfi. 4. gr.

Félagið er myndað af einstaklingum í íþróttadeildum, sem hafa sameiginlega aðalstjórn. Aðalstjórn skipar deildarstjórnir og fer með æðsta vald félagsins milli aðalfunda. 5. gr.

Félagi getur hver sá orðið, sem skráður er í félagið og greiðir félags- eða æfingagjald til þess. 6. gr.

Úrsögn úr félaginu skal tilkynnt aðalstjórn. 7. gr.

Semja skal ársreikning fyrir aðalstjórn U.M.F. Stjörnunnar og einstakar deildir félagsins. Hver deild skal annars vegar gera upp rekstur barna- og unglingastarfs og hins vegar rekstur keppnisíþrótta fyrir 18 ára og eldri. Jafnframt skal semja samstæðureikning fyrir UMF. Stjörnuna.

Ársreikningurinn skal gerður samkvæmt lögum, reglum og góðri reikningsskilavenju. Hann skal sýna yfirlit um rekstur og framkvæmdir á reikningsárinu og efnahagsreikning í lok reikningsárs ásamt skýringum. Í ársreikningi skal sýna fjárhagsáætlun reikningsársins til samanburðar og í honum skal koma fram yfirlit um fjárhagslegar skuldbindingar félagsins.

Ráðinn skal löggiltur endurskoðandi til þess að yfirfara og árita ársreikninginn í samræmi við lög og reglur og góðar skoðunarvenjur. Með endurskoðun sinni skal hann komast að rökstuddri niðurstöðu um áreiðanleika ársreiknings og ganga úr skugga um að fylgt hafi verð ákvæðum laga, reglna og samþykkta um meðferð fjármuna.

Reikningsár félagsins er frá 1. janúar til 31. desember ár hvert.

8. gr.

Aðalstjórn U.M.F. Stjörnunnar fer með stjórn félagsins samkvæmt ákvæðum samþykkta þessara.

Aðalstjórn skal skipuð 5 mönnum, formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og meðstjórnanda, ásamt 2 varamönnum.

Aðalstjórn skal kosin á aðalfundi félagsins og skal formaður kosinn sérstaklega.

9. gr.

Aðalstjórn ber að samræma starfsemi félagsins, vinna að eflingu þess og gæta hagsmuna þess í hvívetna. Aðalstjórn er málsvari félagsins út á við og skýrir sjónarmið þess á þeim vettvangi.

Aðalstjórn ákveður félagsgjöld í upphafi starfstímabils og heldur skrá yfir alla félagsmenn.

Aðalstjórn skal skipa trúnaðarmenn félagsins og þær nefndir sem hún telur nauðsynlegar hverju sinni.

Aðalstjórn er heimilt að víkja mönnum úr félaginu eða setja þá í keppnisbann álíti hún framkomu þeirra vítaverða og brjóta í bága við anda íþróttahreyfingarinnar.

Sjóði félagsins skal ávaxta í viðurkenndum innlánsstofnunum.

Aðalstjórn skal halda stjórnarfundi minnst einu sinni í mánuði og skal halda um þá sérstaka gerðarbók. Enga fullnaðarákvörðun getur aðalstjórn tekið nema með samþykki meirihluta stjórnarmanna.

Aðalstjórn hefur umráðarétt yfir eignum félagsins og ræður starfsemi þess.

10. gr.

Aðalstjórn U.M.F. Stjörnunnar ræður framkvæmdastjóra og aðra starfsmenn félagsins til þess að annast framkvæmd ákvarðana aðalstjórnar, framkvæmd ákvarðana stjórna einstakra deilda og verkefni félagsins.

Framkvæmdastjóri félagsins skal sitja fundi aðalstjórnar, og hefur hann þar málfrelsi og tillögurétt, en eigi atkvæðisrétt. Framkvæmdastjóri undirbýr fundi aðalstjórnar og hefur á hendi framkvæmd þeirra ákvarðana, sem aðalstjórn tekur.

Framkvæmdastjóri er prókúruhafi U.M.F. Stjörnunnar. Honum er heimilt að veita öðrum starfsmanni félagsins prókúru að fengnu samþykki aðalstjórnar. Prókúruhafar félagsins skulu vera fjár sín ráðandi.

Framkvæmdastjóri undirritar skjöl varðandi kaup og sölu eigna félagsins, lántökur og ábyrgðir, svo og önnur skjöl og samninga, sem fela í sér skuldbindingar eða ráðstafanir, sem samþykki aðalstjórnar eða stjórna einstakra deilda félagsins þarf til. 11. gr.

Aðalstjórn skal ekki sjaldnar en fjórum sinnum á ári halda fundi með formönnum deilda eða staðgenglum þeirra. Slíkir fundir kallast félagsráðsfundir og þar skulu helstu ákvarðanir aðalstjórnar kynntar og stefnumarkandi ákvarðanir ræddar. 12. gr.

Aðalstjórn skal hafa umsjón með stofnun nýrra íþróttadeilda. 13. gr.

Aðalstjórn skipar minnst 3 menn í deildarstjórnir. Að jafnaði skal skipa deildarstjórnir eftir að reglulegum starfstíma deilda lýkur. Hlutverk stjórna deilda er að annast daglegan rekstur deilda í

samræmi við stefnu og markmið félagsins. Stjórnir deilda fara

ásamt framkvæmdastjóra félagsins með framkvæmdastjórn

Page 13: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

9

deilda og fjármálastjórn í samræmi við fjárhagsáætlun hverju sinni. Þær hafa hver um sig umsjón með rekstri einstakra deilda, undirbúa fjárhagsáætlanir og sjá um að ársreikningar séu samdir reglum samkvæmt.

Stjórnum einstakra deilda er heimil fullnaðarákvörðun mála, sem eigi varða verulega fjárhag deildanna, enda sé eigi ágreiningur innan stjórnar eða við framkvæmdastjóra um ákvörðunina. 14. gr.

Aðalfundur félagsins skal haldinn eigi síðar en 15. maí ár hvert. Til aðalfundar skal boðað með minnst viku fyrirvara í almennri auglýsingu í Garðabæ. Aðalfundur telst löglegur, sé löglega til hans boðað.

Kosningarétt og kjörgengi á aðalfundi hafa allir skuldlausir félagsmenn er náð hafa 16 ára aldri.

Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir: 1) Fundur settur.

2) Kosinn fundarstjóri og fundarritari.

3) Flutt skýrsla aðalstjórnar og einstakra deilda frá síðasta ári.

4) Lagðir fram endurskoðaðir reikningar aðalstjórnar og einstakra deilda félagsins, ásamt heildarreikningi fyrir allt félagið.

5) Umræða og atkvæðagreiðsla um skýrslu aðalstjórnar, deilda og reikninga.

6) Lagabreytingar.

7) Kjör aðalstjórnar.

· formaður til eins árs · stjórnarmenn til eins árs · varastjórnarmenn til eins árs · endurskoðendur til eins árs · varaendurskoðendur til eins árs

8) Önnur mál.

Á aðalfundi félagsins ræður meirihluta greiddra atkvæða úrslitum mála. Þó þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða til að breyta lögum félagsins, veita aðalstjórn heimild til að selja eða veðsetja fasteignir þess og til að leggja félagið niður.

Slíkar tillögur má einungis bera fram á aðalfundi félagsins, eða almennum fundi sbr. 14. gr., enda hafi þær borist aðalstjórn minnst tveimur vikum fyrir fund.

Aðalstjórn skal geta þess í fundarboði að slíkar tillögur hafi komið fram og að menn geti kynnt sér þær í Stjörnuheimilinu við Ásgarð á aðgengilegum tíma.

Verði tillaga um félagsslit samþykkt á aðalfundi eða almennum félagsfundi skal boða til framhaldsaðalfundar eða nýs félagsfundar eftir minnst tvær vikur en innan fjögurra vikna. Komi til félagsslita skal bæjarstjórn Garðabæjar hafa umráðarétt með eignum og sjóðum félagsins. Verði sambærilegt félag stofnað síðar innan bæjarfélagsins skulu eignirnar renna til þess.

15. gr.

Fyrir upphaf hvers starfsárs skulu stjórnir deilda gera fjárhagsáætlun fyrir komandi ár sem skal lögð fyrir aðalstjórn til samþykktar. Fjárhagsáætlun sem aðalstjórn hefur samþykkt skal vera meginregla um tekjuöflun, ráðstöfun fjármuna og fjármálastjórn U.M.F. Stjörnunnar á viðkomandi reikningsári. Við gerð fjárhagsáætlunar skal hafa hliðsjón af fjárhagslegri stöðu félagsins og hverrar deildar.

Aðalstjórn U.M.F. Stjörnunnar skal árlega gæta þess svo sem kostur er, að heildarútgjöld félagsins fari ekki fram úr heildartekjum þess. Í fjárhagsáætlun skal koma fram rekstrar- og framkvæmdaáætlun, áætlun um efnahag í upphafi og lok árs, auk áætlaðra fjármagnshreyfinga. Form fjárhagsáætlunar skal vera í samræmi við form ársreiknings.

Heimilt er að endurskoða fjárhagsáætlun U.M.F. Stjörnunnar, aðalstjórnar og deilda félagsins, og gera á henni nauðsynlegar breytingar, ef í ljós koma breytingar á forsendum fjárhagsáætlunar. Slíkar breytingar öðlast gildi, þegar aðalstjórn félagsins hefur samþykkt þær.

Til útgjalda, sem ekki eru samningsbundin eða leiða af samþykkt aðalstjórnar U.M.F. Stjörnunnar, má ekki stofna nema til komi samþykki aðalstjórnar.

16. gr.

Aðalstjórn skal boða til almenns félagsfundar ef:

1) meirihluti aðalstjórnar telur þörf krefja.

2) minnst 1/10 hluti atkvæðisbærra félagsmanna krefst þess skriflega

eða

3) félagsslit hafa verið samþykkt á aðalfundi eða almennum félagsfundi sbr. 14. gr.

Almennur félagsfundur telst löglegur ef löglega er til hans boðað samkv. 14. gr. Í fundarboði skal þess skýrt getið hvaða málefni fundinum er ætlað að fjalla um. Ekki er heimilt að afgreiða aðrar tillögur eða málefni á almennum félagsfundi en getið er í fundarboði.

Almennur félagsfundur skal haldinn minnst tveimur vikum og mest fjórum vikum frá því að lögmæt krafa kom fram um að fundur skuli haldinn.

Almennur félagsfundur er lögmætur ef minnst fjórðungur atkvæðisbærra félagsmanna sækir fundinn. Nú telst fundur ekki lögmætur vegna þessa og skal þá boða til nýs fundar með sama hætti og áður. Skal tekið fram í fundarboðinu að til fundarins sé boðað öðru sinni. Telst sá fundur lögmætur óháð því hversu mikil fundarsókn er.

17. gr.

Meginlitir búninga félagsins skulu vera blár og hvítur. Aðalstjórn er heimilt að leyfa undantekningar, s.s. að aukalitum sé bætt við. Aðalstjórn skal setja reglugerð um gerð búninga, sem hafi að geyma leiðbeinandi reglur um hvaða undantekningar verði samþykktar.

18. gr.

Merki félagsins er blátt ess (s) á hvítri stjörnu á bláum grunni. Um gerð merkisins skal sett sérstök reglugerð.

19. gr.

Aðalstjórn skal setja sérstaka reglugerð um veitingar viðurkenninga fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.

Page 14: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

10

20. gr.

a) Félagið skal á aðalfundi eða almennum félagsfundi setja reglur um úthlutun úr afrekssjóði sem kallast stofnskrá afrekssjóðs.

b) Aðalstjórn skal setja sérstaka reglugerð um úthlutun úr afrekssjóði sem byggir á stofnskrá afrekssjóðs.

21. gr.

Með lögum þessum falla eldri lög félagsins úr gildi.

Page 15: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

11

4. Heiðursviðurkenningar

Heiðursviðurkenningar Stjörnunnar skulu veittar á aðalfundi félagsins og við önnur tækifæri sem

aðalstjórn ákveður.

Viðurkenningar félagsins eru:

Gullstjarna með lárviðarsveig

Heiðursviðurkenningu þessa er heimilt að veita fyrir mikil og

farsæl störf á þágu félagsins í a.m.k. 15 ár. Þeir sem hljóta

þessa viðurkenningu verða heiðursfélagar Stjörnunnar.

Gullstjarnan Heiðursviðurkenningu þessa er heimilt að veita fyrir a.m.k.

10 ára starf og/eða keppni á vegum félagsins.

Silfurstjarna Heiðursviðurkenningu þessa er heimilt að veita fyrir a.m.k. 5

ára starf og/eða keppni á vegum félagsins.

Koparstjarna

Starfsmerki félagsins. Heiðursviðurkenningu þessa er

heimilt að veita fyrir a.m.k. 2 ára starf og/eða keppni á vegum

félagsins.

Þjálfarabikar

Þjálfarabikar UMF Stjörnunar skal veita á árlega. Bikarinn

er veittur einstaklingi sem skarað hefur fram úr í starfi sínu

sem þjálfari á vegum félagsins og með starfi sínu náð

framúrskarandi árangri, hvort heldur sem er er,

keppnislegum eða félagslegum. Þrír síðustu handhafar

bikarsins gera tillögu til aðalstjórnar um hver skuli hljóta

hann.

Silfurpeningur

Heiðursviðurkenningu þessa er heimilt að veita aðilum utan

félagsins sem hafa starfað fyrir það eða greitt götu þess á

einn eða annan hátt og ástæða þykir til að þakka sérstaklega

fyrir veittan stuðning eða hlýhug til félagsins. Heimilt er að

veita einstaklingum jafnt sem félögum og fyrirtækjum þessa

heiðursviðurkenningu.

Deildarbikar

Deildarbikar UMF Stjörnunnar skal veita árlega. Bikarinn er

veittur þeirri deild sem að mati aðalstjórnar hefur náð bestum

árangri á liðnu starfsári.

Félagsmálaskjöldur

Félagsmálaskjöld UMF Stjörnunar skal veita á árlega.

skjöldurinn er veittur einstaklingi sem unnið hefur félaginu

ómetanlegt starf í áraraðir. Þrír síðustu handhafar

skjaldarins gera tillögu til aðalstjórnar um hver skuli hljóta

hann

Íþróttamaður Stjörnunnar

Íþróttamaður UMF Stjörnunnar skal valinn árlega.

Nafnbótina hlýtur sá íþróttamaður félagsins sem að mati

aðalstjórnar er ákjósanlegur fulltrúi félagsins á opinberum

vettvangi sakir atgervis síns og árangurs í íþróttum,

íþróttamannslegrar framkomu bæði innan vallar og utan.

Deildir félagsins tilnefna einn íþróttamann/konu úr sínum

röðum til nafnbótarinnar.

Page 16: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

12

5. Heiðranir

Heiðursstjarna

Birgir Guðmundsson Sr. Bragi Friðriksson Hallgrímur Sæmundsson Ingvi Guðmundsson Vilbergur Júlíusson

Anna Ragnheiður Möller 2014 Benedikt Sveinsson 2014 Erling Ásgeirsson 2014 Lárus Blöndal 2015 Snorri Olsen 2015

Félagsmálaskjöldur

Jóhann Ingi Jóhannsson 2014 Sigrún Dan Róbertsdóttir 2013 Sigmundur Hermundsson 2012 Gunnar Kr. Sigurðsson 2011 Snorri Olsen 2010 Andrés B. Sigurðsson 2009 Eiríkur Þorbjörnsson 2008 Sævar Jónsson 2007 Lárus Blöndal 2006 Pálína Hinriksdóttir 2005 Eysteinn Haraldsson 2004 Anna R. Möller 2003 Bergþóra Sigmundsdóttir 2003 Páll Bragason 2003

Þjálfari Ársins

Rúnar Páll Sigmundsson 2014 Þorlákur Már Árnason 2013 Niclaes Jerkeholt 2012 Þorlákur Már Árnason 2011 Bjarni Jóhannsson 2010 Teitur Örlygsson 2009 Jimmy Erik Ekstedt 2008 Aðalsteinn Reynir Eyjólfsson 2007 Þorlákur Már Árnason 2006 Vignir Hlöðversson 2005 Magnús Teitsson 2004 Auður Skúladóttir 2003 Gyða Kristmannsdóttir 2003 Vignir Hlöðversson 2003

Deild ársins

Knattspyrnudeild 2014 Knattspyrnudeild 2013 Körfuknattleiksdeild 2012 Knattspyrnudeild 2011 Fimleikadeild 2010 Körfuknattleiksdeild 2009 Knattspyrnudeild 2008 Körfuknattleiksdeild 2007 Blakdeild 2006 Handknattleiksdeild 2005 Fimleikadeild 2004 Knattspyrnudeild 2003

Íþróttamaður Stjörnunnar

Daníel Laxdal 2014 Harpa Þorsteindsdóttir 2013 Andrea Sif Pétursdóttir 2012 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir 2011 Halldór Orri Björnsson 2010 Justin Christopher Shouse 2009 Florentina Stanciu 2008 Rakel Dögg Bragadóttir 2007 Patrekur Jóhannesson 2006 Valdimar Tr. Kristófersson 2005 Sigurbjörg Jódís Ólafsdóttir 2004 Róbert Hlöðversson 2003

Page 17: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

13

Sérstök viðurkenning Siggeir Magnússon 2015 Niclaes Jerkholt 2015 Alice Flodin 2015 Elín Birna Guðmundsdóttir 2014

Ólafur Ágúst Gíslason 2014 Silfurskeiðin 2013 Friðbjörn Pálsson 2012

Gullstjarna

Albrecht Ehmann 2000 Alda Helgadóttir 2000 Andrés B. Sigurðsson 2000 Anna Ragnheiður Möller 2000 Benedikt Sveinsson Bergþóra Sigmundsdóttir 2000 Bragi Eggertsson 2000 Erling Ásgeirsson Eysteinn Haraldsson 2000 Geir Ingimarsson 2000 Guðjón Erling Friðriksson 2000 Gunnar Einarsson 2000 Gunnar Kr. Sigurðsson 2010 Gunnlaugur Sigurðsson Gyða Kristmannsdóttir 2000 Halldór Sigurðsson 2009 Helga Sigurbjarnardóttir 2000 Jóhann Ingi Jóhannsson 2007 Jóhannes Sveinbjörnsson 2000 Jón Ásgeir Eyjólfsson 2015 Jón Guðmundsson 2000 Júlíus Arnarson 2000 Kristinn Rafnsson 2000 Kristófer Valdimarsson 2000 Lárus Blöndal 2006 Lovísa Einarsdóttir 2000 Magnús Andrésson 2000 Magnús Teitsson 2000 Pálína Hinriksdóttir 2007

Páll Bragason 2000 Páll Grétarsson 2014 Páll Skúlason 2000 Sigmundur Hermundsson 2000 Sigrún Dan Róbertsdóttir 2012 Sigurður Þorsteinsson 2000 Snorri Olsen 2008 Steinar J. Lúðvíksson 2000 Sævar Jónsson 2000 Tómas Kaaber 2000 Vigdís Sigurðardóttir 2000 Vignir Þröstur Hlöðversson 2012 Þórarinn Sigurðsson 2000

Page 18: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

14

Silfurstjarna Almar Guðmundsson 2015 Anna Margrét Halldórsdóttir 2014 Arnar Smári Þorvarðarson 2012 Bogi Thorarensen 2014 Emil Gunnarsson 2012 Einar Gunnar Guðmundsson 2015 Einar Páll Tamimi 2015 Eyjólfur Ingimarsson 2014 Guðmundur Thorarensen 2014 Guðni Björnsson 2014 Gunnar Richardsson 2013 Hannes Árnason 2014 Hannes Ingi Geirsson 2012 Herdís Sigurbergsdóttir 2014 Hilmar Júlíusson 2014 Jóhannes Jóhannesson 2015 Kristín Anna Ólafsdóttir 2014 Lúðvík Örn Steinarsson 2014 Magnús Karl Daníelsson 2014 Magnús Magnússon 2014 Ólafur Reimar Gunnarsson 2015

Ragnheiður Stephensen 2014 Ragnheiður Traustadóttir 2014 Sigurður Bjarnason 2014 Sigurður Guðmundsson 2014 Sigurður Sveinn Þórðarson 2015 Sturla Þorsteinsson 2015 Svala Vignisdóttir 2012 Trausti Víglundsson 2015 Vilhjálmur Bjarnason 2014 Valgeir Sigurðsson 2015 Þorsteinn Þorbergsson 2014

Koparstjarna (starfsmerki) Almar Guðmundsson 2012 Anna Margrét Halldórsdóttir 2011 Anna María Kristmundsd. 2015 Anna Laxdal 2011 Agnar Jón Ágústsson 2015 Ágústa J Jóhannesdóttir 2014 Ágústa Símonar 2013 Ágústa Hjartardóttir 2015 Ásmundur Jónsson 2008 Ástþór Hlöðversson 2012 Baldur G Jónsson 2013 Baldvin Björn Haraldsson 2015

Jóna Sigurbjörg Eðvaldsd 2013 Jóna Konráðsdóttir 2007 Konráð Sigurðsson 2014 Kristinn Ingi Lárusson 2014 Kristín Anna Ólafsdóttir 2011 Loftur Steinar Loftsson 2011 Lúðvík Örn Steinarsson 2011 Magnús Karl Daníelsson 2007 Magnús Stephensen 2015 Magnús Viðar Heimisson 2014 Margrét Sigurbjörnsdóttir 2013 María Grétarsdóttir 2007 Ólafur Þór Gylfason 2013

Page 19: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

15

Bernharð Laxdal 2011 Bragi Þ. Bragason 2007 Brynja Ólafsdóttir 2012 Brynja Ástraðsdóttir 2015 Einar Páll Tamimi 2010 Eiríkur Ari Eiríksson 2008 Eiríkur Ragnar Eiríksson 2012 Eiríkur Þorbjörnsson 2008 Emil Gunnarsson 2007 Eyþór Sigfússon 2011 Eyjólfur Örn Jónsson 2015 Finnborg Jónsdóttir 2011 Guðrún Kolbeinsdóttir 2014 Guðrún Elva Tryggvadóttir 2014 Guðrún Jónsdóttir 2015 Gunnar Erlingsson 2015 Gunnar Stefán Ingason 2011 Gunnar Leifsson 2013 Gunnar Hrafn Richardsson 2008 Gunnar Kr. Sigurðsson 2007 Guðný Handdóttir 2015 Guðný Gísladóttir 2015 Grétar Sveinsson 2015 Hanna Kristín Gunnarsdóttir 2015 Halldór Ragnar Emilsson 2015 Hanna Lóa Friðjónsdóttir 2014 Hilmar Júlíusson 2008 Hannes Árnason 2010 Hannes Ingi Geirsson 2007 Heimir Erlingsson 2011 Herborg Þorgeirsdóttir 2007 Herdís Wöhler 2007 Hörður Hrafndal 2014 Ingibjörg Guðmundsdóttir 2012 Jón Nóason 2015 Jóhann St. Ingimundarson 2008 Jóhann Jónsson 2007 Jóhannes Jóhannesson 2012

Páll Grétarsson 2008 Ragnheiður Traustadóttir 2010 Rakel Björnsdóttir 2010 Róbert Karl Hlöðversson 2012 Sigrún Dan Róbertsdóttir 2007 Sigurður Guðmundsson 2011 Sigurður Hilmarsson 2010 Sigurður Sveinn Þórðarson 2010 Steinunn Bergmann 2007 Sturla Þorsteinsson 2011 Svala Vignisdóttir 2010 Sæmundur Friðjónsson 2014 Sigurbjörg J. Ólafsdóttir 2015 Sunna Sigurðardóttir 2015 Svava Bernhöft 2015 Unnur B Johnsen 2014 Úlfar Örn Friðriksson 2010 Valgeir M Baldursson 2010 Valgeir Sigurðsson 2012 Victor Ingi Olsen 2014 Viðar Erlingsson 2014 Þorsteinn Rafn Johnsen 2007 Þorsteinn Þorbergsson 2008 Þór Jónsson 2010 Þór Ómar Jónsson 2011 Þórdís Björk Sigurbjörnsd. 2015 Þórarinna Söbech 2015 Þórey Þórðardóttir 2010

Page 20: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

16

6. Skýrsla aðalstjórnar UMF Stjörnunnar

Starfsárið 2015

Aðalfundur félagsins var haldinn í Stjörnuheimilinu 29. apríl 2015. Á fundinum var kosin stjórn sem skipti þannig með sér verkum:

Sigurður Bjarnason formaður Þórdís Björk SIgurbjörnsdóttir varaformaður Þorsteinn Þorbergsson gjaldkeri Kristján B. Thorlacius ritari Ásta Kristjánsdóttir meðstjórnandi Sigríður Dís Guðjónsdóttir varastjórn Þorsteinn Júlíus Árnason varastjórn

Endurskoðandi ársreikninga félagsins er Ómar Kristjánsson lögg. endurskoðandi hjá Endurskoðun

Ómars Kristjánssonar ehf., Bæjarhrauni 8 í Hafnarfirði.

Á aðalfundinum voru þeir Snorri Olsen og Lárus Blöndal gerðir að heiðursfélögum Stjörnunnar

fyrir áratuga farsælt starf fyrir félagið.

Starfsemin

Á starfsárinu voru verkefni aðalstjórnar með hefðbundnum hætti. Umfang starfseminnar hélt áfram

að vaxa með fjölgun iðkenda og aukinni fjárhagsveltu. Stórt skref var stigið í fjárhags- og

bókhaldsmálum þegar félagið innleiddi nýtt bókhaldskerfi og er nú allt bókhald fært á skrifstofu

félagins.

Síðasta vor fékk aðalstjórn til liðs við sig öflugan hóp sjálfboðaliða sem höfðu mikla reynslu af

samningagerð og starfsmannamálum. Markmið þeirrar nefndar var að koma með tillögur að

stöðluðu formi fyrir samninga við starfsmenn og verktaka félagsins. Samninganefndin skilaði góðri

vinnu fyrir haustið 2015 og er innleiðing nú þegar hafin.

Allar deildir félagsins fengu vottun sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ eftir að handbækur þeirra voru

uppfærðar og er það mikilvægt skref í að efla fagmennskuna innan félagsins. Samfélagsdagurinn

var haldinn í annað sinn og tókst afar vel en fjölmargir iðkendur og foreldrar mættu til að leggja

hönd á plóg. Verkefnið sýnir vel kraftinn í félagsmönnum og áhuga þeirra á að leggja Stjörnunni

lið á hvaða vettvangi sem er. Það er von félagsins að þessi viðburður verði árlegur en með honum

gefst félaginu kostur á að sýna samfélaginu í Garðabæ, með öðrum hætti en í hefðbundnu starfi,

þakklætisvott fyrir þann mikla stuðning sem það veitir félaginu.

Page 21: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

17

Starf ííþróttaskólans gekk að vanda vel og er hann búinn að tryggja sér fastan sess sem verðugur

valkostur fyrir dægradvöl barna yfir sumartímann.

Kvennahlaupið var haldið 26. árið í röð í Garðabæ. Framkvæmdin var enn sem fyrr í höndum

Stjörnunnar og tókst að vanda einkar vel. Breyting verður nú á í ár þegar hlaupahópur Stjörnunnar

tekur við framkvæmd hlaupsins.

Aðalstjórn Stjörnunnar fór með haustinu í stefnumótunarvinnu sem ól af sér fjölda verkefna sem

stjórnin hefur einsett sér að vinna að og innleiða næstu þrjú árin hjá félaginu.

Aðalfundur Stjörnunnar hefur tvö ár í röð samþykkt upptöku félagsgjalds hjá Stjörnunni. Nú hefur

verkefninu verið ýtt úr vör og ákvað aðalstjórn félagsins að félagsgjaldið yrði 2500 krónur fyrir árið

2016 og að tekjur af gjaldinu fari í viðhald félagsheimilisins og uppbyggingu félagsaðstöðu. Það

er von aðalstjórnar að upptaka félagsgjaldsinsverði til þess að byggja upp öflugan félagagrunn

Stjörnunnar til framtíðar.

Rekstur

Rekstur Stjörnunnar skilaði rúmlega 18 milljóna króna hagnaði árið 2015. Stefna aðalstjórnar hefur

verið sú að skila félaginu með jákvæðum rekstrarafgangi en í niðurstöðu ársins munar þó mestu

um fjárhagslegan ávinning meistaraflokks karla í knattspyrnu vegna árangurs í Evrópukeppninni.

Eigið fé aðalstjórnar nemur nú tæpum níu milljónum króna. en mikilvægt er að það haldi áfram að

aukast og nái að jafngildi bókfærðu virði Stjörnuheimilisins, sem er nú tæpar 29 m.kr.

Fyrirsjáanlegt er að á árinu 2016 verði ekki sá fjárhagslegi ávinningur af starfi meistaraflokks karla

í knattspyrnu líkt og uppgjör ársins 2015 byggir á.

Barna- og unglingastarf

Stærsta og mikilvægasta verkefni Stjörnunnar er að tryggja að börn og unglingar í Garðabæ geti

stundað íþróttir sér til ánægju og heilsubótar. Árangur í slíku starfi er hægt að mæla með ýmsum

hætti enda hafa margir iðkendur að bætt verulega eigið framlag frá síðustu keppni eða sigrast á

öðrum áskorunum. Þegar upp er staðið skiptir sennilega mestu máli að þeir sem hafa tekið þátt í

starfi Stjörnunnar séu líkamlega, andlega og félagslega heilbrigðari eftir að hafa verið þátttakendur

heldur en þeir voru þegar vegferðin hófst.

Afreksstarf

Afreksstarfið var svo sannarlega í blóma á starfsárinu. Meistaraflokkur karla í handknattleik

tryggðu sér sæti í efstu deildinni á næsta tímabili og meistaraflokkur kvenna hampaði

Page 22: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

18

bikarmeistaratitilinum. Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu varð bikarmeistari með sigri á Selfossi

og vann þar með titilinn annað árið í röð. Meistaraflokkur kvenna í hópfimleikum átti frábært ár þar

sem liðið hampaði Íslandsmeistaratitlinum og batt þannig enda á sigurgöngu Gerplu til fjölda ára.

Stelpurnar voru hins vegar langt frá því að vera orðnar saddar og tryggðu sér

Norðurlandameistaratitilinn í haust með hreint út frábærum æfingum. Í vetur bættu þær svo um

betur og tryggðu sér bikarmeistaratitilinn og vörðu Íslandsmeistaaratitilinn í aprílmánuði.

Lyfingadeild Stjörnunnar er ung að árum en krafturinn í starfinu er hins vegar gríðarlega mikill.

Dagfinnur Ari Norðmann átti frábært ár en hann hampaði Norðurlandameistaratitlinum í

klassískum lyftingum.

Íþróttafólk úr Stjörnunni varð hlutskarpast í vali á íþróttamanni Garðabæjar fyrir árið 2015 en þann

eftirsóknaverða titil hlutu Dagfinnur Ari Norðmann úr lyftingadeild Stjörnunnar og Andrea Sif

Pétursdóttir úr fimleikadeildinni. Þau eru vel að tilnefningunni komin og verðugir fulltrúar félagsins.

Framundan

Það eru fjölmörg mikilvæg verkefni framundan sem blasa við félaginu. Fjöldi iðkenda heldur áfram

að vaxa og um leið hefur það mikil áhrif á aðstöðuna sem deildir félagsins njóta en verulega er

farið að þrengja að mörgum þeirra auk þess sem innviðir félagsins hafa ekki náð að vaxa í takt við

stækkun félagsins.

Það er því afar mikilvægt að vinna að eflingu þeirrar aðstöðu sem í boði er, auk þess sem viðhaldi

og endurbótum sé sinnt vel og að innviðir félagsins og aðstaða starfsfólk verði bætt.

Ljóst er nú að knatthús að fullri stærð muni ekki rísa á Ásgarðssvæðinu. Hafa stjórn

knattspyrnudeildar og aðalstjórn komist að samkomulagi við bæjaryfirvöld að horfa til svæðisins í

Vetrarmýri. Stjórn knattspyrnudeildar hefur lagt áherslu á að allt æfingasvæðið við Ásgarð verði

endurnýjað ásamt stækkun vallarsvæðis.

Afreksstarf félagsins hefur verið í miklum blóma og nú stefnir í að félagið sé með bæði karla- og

kvennalið í efstu deild í fjórum deildum auk þess að vera með gríðarlega öflugan meistaraflokk

kvenna í hópfimleikum. Það er því mikilvægt að leggja áherslu á að tryggja grunn afreksíþrótta

eins og kostur er þannig að viðhalda megi þessum góða árangri.

Samstarfssamningur Stjörnunnar við Garðabæ gildir til áramóta og er það því eitt af stóru

verkefnum aðalstjórnar að semja við bæjarfélagið að nýju þar sem horft er til þessa gríðarlega

góða árangurs sem náðst hefur í starfi félagsins á undanförnum árum.

Page 23: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

19

Lokaorð

Starf Stjörnunnar er mjög viðamikið og árlega koma hundruð Stjörnumanna að því við stjórnun

deilda, í starfi nefnda og ráða auk ýmissa annarra verkefna og fjáraflana. Meginstoðin í góðum

árangri félagsins byggir á samstilltu átaki iðkenda, styrktaraðila, sjálfboðaliða og starfsmanna. Ég

vil fyrir hönd félagsins færa öllum þessum aðilum innilegar þakkir fyrir ómetanlegt og óeigingjarnt

framlag.

Garðabæ í aprílmánuði 2015.

Með Stjörnukveðju,

Sigurður Bjarnason, formaður

Page 24: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

20

7. Skýrsla almenningsíþróttadeildar

Starfsárið 2015-2016.

Deildin.

Almenningsíþróttadeild Stjörnunnar var stofnuð í ágúst 1995 og með skipunarbréfi aðalstjórnar frá

október 1995 um skipun stjórnar deildarinnar frá síðasta aðalfundi Stjörnunnar.

Stjórn.

Stjórn deildarinnar hefur frá árinu 2008 verið skipuð eftirtöldum:

Formaður: Herborg Þorgeirsdóttir, Þorrasölum 9

Varaformaður: Eiríkur Þorbjörnsson, Efstalundi 1.

Gjaldkeri: Anný Antonsdóttir, Eskiholti 21

Ritari: Örn Ottesen, Hæðarbyggð 15

Meðstjórnendur: Kristján Gunnarsson, Eskiholti 1

Kristín Hjaltadóttir, Gnitaheiði 5.

Tilgangur og markmið.

Almenningsíþróttadeild er deild innan Stjörnunnar sem sér um almenningsíþróttir. Deildin starfar

eftir félagslögum Stjörnunnar og fylgir þeirri stefnu sem aðalstjórn ákveður á hverjum tíma.

Markmið deildarinnar er að efla almenningsíþróttir í Garðabæ og gefa þeim aðilum sem að jafnaði

taka ekki þátt í keppninisíþróttum, möguleika á að efla sál og líkama með þáttöku í almennri

líkamsrækt.

Deildin telur 120 - 130 iðkendur í hóptímum í sal og skiptist sú tala nokkuð jafnt milli kynja.

Í boði eru, eins og undanfarin ár, hóptímar þrisvar í viku (morguntímar kvenna) og

eftirmiðdagstímar tvisvar í viku fyrir konur og karla.

Auk þess hefur í vetur verið boðið uppá tíma klukkan 7 á þriðjudags- og fimmtudags- morgnum

sem hugsaðir eru sem uppbótatímar fyrir þær konur sem vilja bæta við þriðja tímanum í vikunni

eða hentar þessi tímasetning betur.

Page 25: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

21

Deildin hefur lag sérstaka áhersu á:

Hóptíma í sal með menntuðum íþróttakennurum. Leikfimi Birnu og Óla. Göngu- og fræðsluferðir yfir vetrartímann á laugardagsmorgnum.

Í maí fór hópur úr deildinni ásamt Óla Gísla þjálfara á Hvannadalshnjúk í annað sinn.

Undirbúningsferðir voru farnar nokkrar helgar á nálæg fjöll og voru því allir í mjög góðu formi.

Þann 3. október 2012 var stofnaður hlaupahópur innan almenningsíþróttadeildar og hefur verið

mikil fjölgun í hópnum sem telur hátt í 100 iðkendur. Hópurinn hittist við Ásgarð þrisvar í viku.

Þáttökugjald er innheimt og fyrir það er ráðinn faglegur þjálfari. Fyrirhugað er að fulltrúar

hlaupahóps taki sæti í stjórn almenningsíþróttadeildar.

Árlegur viðburður er kvennahlaupið sem er einn stærsti íþróttaviðburður hér á landi og hefur orðið

til að efla konur á öllum aldri til að fara út og hreyfa sig og hafa gaman af. Þann 13. júní var

Kvennahlaupið haldið í 26 sinn. Upphafsmaður Kvennahlaupsins var Lovísa Einarsdóttir

íþróttakennari sem lést skömmu fyrir 24. hlaupið. Lovísa var með kvennaleikfimi í Garðabæ um

árabil og átti stórann þátt í að efla konur til þáttöku í almenningsíþróttum. Kynslóðaskipti verða í

Kvennahlaupsnefndinni í ár er ungar konur úr hlaupahópnum taka við undirbúningi af þeim eldri

sem áður hafa annast hann um árabil.

Aðstaða

Núverandi aðstaða er í Ásgarði en deildin hefur afnot af speglasal á efri hæð fimm morgna í viku

og „Bláa salnum“ niðri tvo eftirmiðdaga í viku.Tímabært er orðið að bæta aðstöðu fyrir

almenningsíþróttir í Garðabæ; tækjasalur sem er á efri hæð Ásgarðs er löngu úr sér genginn bæði

hvað varðar tækin sjálf og rýmið sem hýsir þau. Í dag þykir sjálfsagt að fólk hafi bæði aðgang að

tækjum og tímum í sal með þjáfurum en til þess þurfa Garðbæingar að leita til

nágrannasveitarfélaganna. Nauðsynlegt er líka að geta boðið uppá meiri fjölbreytni í líkamsrækt,

en með núverandi aðstöðu er það ekki hægt. Verði ekki bætt úr þessu innan fárra ára, mun þessi

líkamsrækt að öllum líkindum leggjast af þegar þjálfarar deildarinnar hætta vegna aldurs.

Stór hluti af prógraminu er að fara í heitu pottana og sundlaugina að æfingum loknum, en á næsta

starfsári mun sundlaugin loka vegna breytinga og því verður sú aðstaða ekki í boði.

Page 26: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

22

Rekstur.

Almenningsíþróttadeild greiðir leigu fyrir aðstöðuna, en hluti af þeim leigutekjum er merktur

deildinni sem eign og af þeim tekjum greiðir deildin fyrir allan æfingabúnað og dýnur og hefur

aðgang að læstri áhaldageymslu.

Markmið deildarinnar er einnig að bjóða uppá heilsutengda fyrirlestra einu sinni til tvisvar á vetri

og heilsueflingardag í Ásgarði a.m.k. annað hvert ár.

Félagslíf

Það hefur ávallt verið tilgangur deildarinnar að efla tengslin með því að brydda upp á einhverju

skemmtilegu fyrir utan líkamsræktina og hafa þjáfarar verið mjög virkir í að halda utan um hópana

sína. Ennþá eru margir iðkendur sem hafa verið með frá upphafi en sem betur fer er einnig

endurnýjun og ávallt er nýjum félögum tekið vel og þeir hvattir til að taka þátt í félagslífinu.

Deildin heldur sitt eigið þorrablót í febrúar ár hvert og var það að þessu sinni haldið í sjötta sinn.

Haldinn er vorfagnaður í apríl áður en vetrarstarfi lýkur og er þá farið eitthvert út fyrir bæjarmörkin.

Síðasti vorfagnaður var haldinn i golfskálanum í Leiru Reykjanesbæ.

Jeppaferð að hausti er árlegur viðburður og í haust var farið í Myrkholt þar sem gist var í góðum

skála og þaðan ekið að Gíslaskála á Kili.

Jólafagnaður er haldinn fyrsta miðvikudag í desember ár hvert og hefst með skemmtilegum

leikfimitíma í sal og á eftir er borðað af hlaðborði í Stjörnuheimilinu. Fastur liður er að „efla barnið

í okkur“ og því eru gömlu jólalögin sungin og dansað er í kring um jólatré.

Á aðventunni hafa að jafnaði verið skipulagðar tvær gönguferðir á laugardögum. Sú fyrri í nálægð

við miðbæ Reykjavíkur og þá er borðað saman eftir göngu, síðast á Sjónminjasafninu. Í seinni

ferðinni var genginn hringur í Heiðmörk og endað í Maríuhellum þar sem haldin var smá helgistund

á léttu nótunum og nokkur jólalög sungin. Báðir þessir viðburðir hafa verið mjög vel sóttir og

flestum þykir þeir alveg ómissandi þáttur í jólahefðinni.

Fyrir hönd almenningsíþróttadeildar.

Herborg Þorgeirsdóttir formaður.

Page 27: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

23

Hlaupahópur Stjörnunnar 2015

Hlaupahópur Stjörnunnar er hluti af almenningsþróttadeild Stjörnunnar. Hlaupahópurinn hefur

vaxið jafnt og þétt frá stofnun hans árið 2012. Að meðaltali eru um 100 meðlimir í hópnum. Um

85% meðlima koma úr Garðabæ og aðrir frá nágrannasveitarfélögum. Meðaldur hópsins er um

46 ár og kynjahlutfallið 55% konur og 45% karlar.

Á skömmum tíma varð hlaupahópur Stjörnunnar á meðal stærstu hlaupahópa landsins. Mikið og

öflugt starf hefur verið unnið innan hans. Lykillinn að því er að halda úti öflugu þjálfarateymi, góðri

aðstöðu og starfi fyrir nýliða sem hefur gengið vel

Í hlaupahópi Stjörnunnar eru bæði byrjendur og þrautreyndir hlauparar og allt þar á

milli. Stjörnuhlauparar fjölmenntu í mörg minni og stærri keppnishlaup árið 2015 bæði hér heima

og erlendis. Á árinu 2015 tóku einstaklingar í hlaupahópnum þátt í yfir 50 viðburðum. Þá voru

Stjörnuhlauparar duglegir að taka þátt í erlendum hlaupum á árinu. Má þar nefna nefna hlaup í

erlendum borgum eins og New York, Berlin, Zurich, Dublin, Tokyo, Chicago, München, Paris,

Edinborg og Kaupmannahöfn.

Árangur Stjörnuhlaupara í keppnishlaupum bæði í kvenna og karlaflokki fer batnandi með hverju

ári. Þjálfurum var fjölgað í þrjá á árinu til að sinna öllum getustigum og boðið var upp á sérstakar

styrktaræfingar í Sjálandi og inniaðstöðu á hlaupabraut í FH-höllinni, á haustmánuðum

2015. Umgjörð starfseminnar batnaði á árinu 2015 og fjölgun þjálfara og inniaðstaða yfir köldustu

mánuðina hefur aukið gæði æfinga og árangur hlaupara til muna.

Mikið og öflugt félagstarf er einnig hjá hlaupahópi Stjörnunnar. Ásamt hlauparáðinu sem stýrir

daglegum málum, þá er sérstakt viðburðarsvið sem sér um félagslega þáttinn. Hlaupahópurinn

leggur mikið upp úr honum og reglulega eru minni og stærri viðburðir.

Allir eru velkomnir í hlaupahóp Stjörnunnar, byrjendur jafnt sem lengra komnir. Hlaupahópurinn er

með fésbókarsíðuna "Hlaupahópur Stjörnunnar" og þar er að finna allar upplýsingar um starfsemi

félagsins, tilkynningar um æfingar og samskipti meðlima. Æfingar eru 4 sinnum í viku undir

leiðsögn þjálfara.

Page 28: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

24

8. Skýrsla blakdeildar

Starfsárið 2015

Stjórn blakdeildar 2015

Eftirtalin skipuðu stjórn deildarinnar tíambilið 2015-2016:

Brynja M. Ólafsdóttir, formaður Arnar Smári Þorvarðarson, varaformaður og gjaldkeri Hannes Ingi Geirsson, meðstjórnandi Emil Gunnarsson, meðstjórnandi Halldór Sigurðsson, meðstjórnandi Rósa Dögg Ægisdóttir, meðstjórnandi Ingibjörg Baldursdóttir, ritari

Starfið

Tímabilið 2015 til 2016 er, eins og ávallt, búið að vera skemmtilegt og viðburðaríkt ár hjá

blakdeildinni.

Blakdeildin er með öflugt yngriflokkastarf, meistaraflokk kvenna og meistaraflokk karla ásamt

fjórum öldungahópum sem æfa í sitt hvorum hópum. Deildin er með lið í úrvalsdeildum, bæði

karla og kvenna. Einnig eru öldungaliðin með lið í 3. deild karla, eitt lið í 1. deild kvenna, eitt lið

í 3. deild kvenna og eitt lið í 6 deild kvenna. 3. deildar lið karla er í samstarfi við blakdeild Álftaness.

Deildin hélt hið árlega Stjörnumót í Ásgarði á starfsárinu og var metþátttaka í mótinu en 41 lið

skráði sig til leiks.

Þá á Stjarnan nokkra landsliðsmenn í A-landsliðum og unglingalandsliðum.

Meistaraflokkur karla

Þjálfari liðsins er Lorenzo Ciancio frá Ítalíu sem fenginn var til starfa í ágúst sl Eins og undanfarin

ár er úrvalsdeildarlið karla byggt upp af gömlum reynsluboltum og ungum og efnilegum drengjum

úr yngri flokkum félagsins, þ.e. einstaklingum sem koma úr okkar eigin starfi. Í byrjun tímabilsins

gengu fjórir nýjir leikmenn til liðs við Stjörnuna sem gerði góða hluti fyrir leikmannahópinn.

Karlaliðið hefur átt gott tímabil endaði liðið í öðru sæti í deildarkeppninni og tryggði sér með því

heimaleikjarétt í fjögurra liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Þar mætti liðið KA mönnum en

því miður tapaðist sú rimma 2-0 sem er afar svekkjandi.

Page 29: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

25

Um miðjan mars fór fram lokakeppni í bikarkeppni Blaksambandsins en lið Stjörnunnar var eitt af

fjórum liðum sem hafði unnið sér þátttökurétt eftir útsláttarkeppni, en alls tóku 11 karlalið þátt.

Í undanúrslitum tapaði Stjarnan fyrir Þrótti frá Neskaupsstað.

Meistaraflokkur kvenna

Ítalinn Lorenzo Ciancio þjálfaði líka meistaraflokk kvenna. Eins og á síðasta ári er

úrvalsdeildarliðið skipað ungum og efnilegum stúlkum sem alist hafa upp í yngri flokkum

Stjörnunnar, ásamt nokkrum eldri og reyndari sem leikið hafa með öðrum félögum.

Liðið hafnaði í 4. sæti í deildarkeppninni. Úrslitakeppni Íslandsmótsins lauk með tapi fyrir

deildarmeisturum Aftureldingar í fjögurra liða úrslitum.

Um miðjan mars fór fram lokakeppni í bikarkeppni Blaksambandsins þar sem Stjarnan átti eitt af

fjórum liðum sem hafði unnið sér þátttökurétt eftir útsláttarkeppni sem 16 lið tóku þátt í.

.Undanúrslitaleikurinn, gegn Þrótti frá Neskaupsstað, tapaðist.

Öldungalið

Að vanda heldur deildin úti fögrum hópi öldunga sem skipa nokkur lið. Liðin spila í neðri deildum

Íslandsmótum einnig sem þau taka þátt í öldungamóti BLÍ en mótið telst til stærstu og fjölmennustu

íþróttaviðburða landsins.

Tveir stórir kvennahópar æfa á sitt hvorum tímanum bæði í íþróttahúsinu við Ásgarð og

íþróttahúsinu á Álftanesi en þjálfarar þessa hópa eru Róbert Karl Hlöðversson og Egill Þorri

Arnarsson.

Árangur liðanna hefur verið góður en auk þess að taka þátt í neðri deildum Íslandsmótsins fara

liðin á fjölda hraðmóta sem haldin eru allan veturinn. Liðinu munu einnig taka þátt í öldungamóti

BLÍ sem haldið verður á okkar heimavelli í Garðabæ dagana 5.-7. maí.

Tvö karlalið eru skráð í öldungahópa en annars vegar er um að ræða hóp sem skráður var sem

byrjendahópur fyrri hluta tímabilsins en sá hópur hefur æft undir handleiðslu Lárusar Jóns

Thorarensen. Sá hópur hefur skráð sig á sitt fyrsta öldungamót á heimavellinum í

Garðabæ. Einnig er starfandi annar karlahópur sem hefur verið starfandi í nokkur ár og

samanstendur af leikmönnum Stjörnunnar og er sá hópur í samstarfi við Álftanes og æfir með hópi

þaðan. Þjálfari liðsins er Zdravko Velikov Demirev.

Page 30: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

26

Stjarnan sendi þrjú kvennalið og eitt karlalið á Öldungamót BLÍ sem haldið var í Neskaupsstað í

maí á síðasta ári. Þar tóku þátt í mótinu 133 lið. Kvennaliðin spiluðu í 1. 4. og 6. deild mótsins en

alls var spilað í 13 kvennadeildum. Liðin stóðu sig frábærlega en 4. deildar liðið hafnaði í 2. sæti

og vann sig því upp um deild en 1. deildar liðið sigraði sína deild og eru því Íslandsmeistarar

Öldunga.

Karlalið Stjörnunnar spilaði í 1. deild mótsins af 6 karladeildum og hafnaði í 2. sæti deildarinnar

eftir að hafa tapað spennandi úrslitarimmu á móti KA.

Öldungamót BLÍ í Garðabæ 2016

Stjarnan hefur fengið það verðuga verkefnið að halda næsta öldungamót BLÍ en það mun fara

fram dagana 5.-7. maí í Garðabæ. Auk þess að vera gestgjafi mótsins hefur Stjarnan skráð sjö lið

til leiks á mótinu. Mótið, sem hefur fengið nafnið Stjörnustríð, er stærsta öldungamót sem hefur

verið haldið en alls hafa 160 lið skráð sig til leiks. Til að öðlast þátttökurétt á mótinu verða allir

leikmenn að hafa náð 30 ára aldri. Mótið verður spilað í þremur íþróttahúsum í Garðabæ; TM

höllinni, Ásgarði og Álftanesi, á samtals 13 blakvöllum en alls verða spilaðir yfir 460 leikir. Spilað

verður blak frá morgni til kvölds alla dagana ásamt því sem skemmtidagskrá verður í

Stjörnuheimilinu tvö kvöld. Mótinu lýkur svo með hófi í TM höllinni þar sem boðið verður upp á

veglegan mat og dansleik með hljómsveitinni Í svörtum fötum.

Barna og unglingastarf

Yngri flokkar blakdeildar Stjörnunnar halda áfram að standa sig vel og ber þar helst að nefna

Íslandsmeistaratitil 4.flokks A-liða. Það er þó ljóst að gera þarf átak til að auka nýliðun hjá yngstu

iðkendunum. Þeir yngstu eru í 4. bekk og þeir elstu á 2. ári í framhaldsskóla. Æfingar hófust

mánaðamótin ágúst-september af fullum krafti.

Krakkarnir æfa mjög vel og oft í viku undir dyggri handleiðslu þeirra Lorenzo Chancio og Hannesar

Inga Geirssonar, íþróttafræðings og leikmanns meistaraflokks Stjörnunnar. Þeir hafa unnið

frábært og þakklátt starf með yngri flokka deildarinnar í ár og eiga heiður skilinn fyrir þá

uppbyggingu sem hefur átt sér stað.

Page 31: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

27

4.flokkur

Hannes Ingi Geirsson er þjálfari flokksins. Æft er þrisvar til fjórum sinnum í viku og er heildarfjöldi

iðkenda um 20 talsins. Flokkarnir tóku þátt í nokkrum æfingamótum og voru alltaf í fremstu röð í

þeim.

Flokkurinn er búinn að taka þátt í nokkrum mótum í vetur og eins og áður sagði landaði A-liðið

Íslandsmeistaratitli.

Okkar krakkar setja stefnuna ávallt hátt og ljóst að þau munu gera harða atlögu að efstu sætunum

á Íslandsmeistaramótinu nú í apríl.

Krakkarnir hafa staðið sig vel við æfingar og gaman að sjá hve áhuginn er mikill. Það er sérstakt

ánægjuefni að deildin á að skipa stórum og þéttum leikmannahópi hjá stúlkunum. Á móti kemur

að gera þarf átak hvað varðar drengina.

2. og 3. flokkur

Lorenzo Chiancio þjálfari meistaraflokka hefur séð um þjálfun í þriðja flokki. Æft er fjórum sinnum

í viku og er heildarfjöldi iðkenda um 20 talsins. þar á meðal nokkrir nýliðar.

Aðeins tvær stúlkur eru skráðar í annan flokk og hafa þær spilað með sameiginlegu liði HK og

Stjörnunnar á Íslandsmótinu.

Æfingar halda nú áfram, út maí.

Landsliðsverkefni:

Tíu einstaklingar náðu þeim frábæra árangri að spila fyrir Íslands hönd á tímabilinu sem leið þar

af voru tveir sem léku með U17 og U18 ára liðum Íslands.

Þrír leikmenn mfl. karla og einn leikmaður mfl. kvenna léku fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum

sem haldnir voru hér á Íslandi í júní 2015. A landslið kvenna og karla fóru til Lúxemborgar um

áramótin 2015-2016 og tóku þátt í Novotel Cup mótinu og átti Stjarnan þrjá leikmenn í liðunum.

Stjarnan átti einn leikmann í hópi U17 landsliða sem keppti á Nevsa móti í Englandi í lok október

sl.

Fjögur landslið, þ.e. A-lið kvenna ásamt U18 og U16 liðum kvenna auk U17 liðs karla, fóru til Ítalíu

um páskana og tóku þátt í æfingaboðsmótum. Þar átti Stjarnan tvær A landsliðskonur og eina í

U18. Þannig hafa fjöldamargir einstaklingar frá Stjörnunni tekið þátt í landsliðsverkefnum á

starfsárinu og er deildin afar stolt af þeim.

Þessir leikmenn Stjörnunnar tóku þátt í landsliðsverkefnum:

Page 32: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

28

A-landsliðshópur kvenna

Ásthildur Gunnarsdóttir Rósa Dögg Ægisdóttir Nicole Hannah Johansen Erla Rán Eiríksdóttir

A-landslið karla

Róbert Karl Hlöðversson Emil Gunnarsson Benedikt Baldur Tryggvason Alexander Stefánsson

U18 Kvenna

Ragnheiður Tryggvadóttir

U17 Kvenna

Sóley Berg Victorsdóttir

Fyrir hönd blakdeildar Stjörnunnar,

Brynja M. Ólafsdóttir,

Formaður

Page 33: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

29

9. Skýrsla fimleikadeildar

Starfsárið 2015

Stjórn fimleikadeildar árið 2015

Ný stjórn tók til starfa í júní 2015:

Ágústa Jóhanna Jóhannesdóttir, formaður Hanna Lóa Friðjónsdóttir, varaformaður, tengiliður við meistaraflokksráð Þórarinna Söebech, ritari Sóley Snædís Stefánsdóttir, gjaldkeri og fjármál Björt Baldvinsdóttir, meðstjórnandi (barna- og unglingastarf, áhaldafimleikar) Guðný Hansdóttir, meðstjórnandi (starfsmannamál) Hrafnhildur M. Gunnarsdóttir, meðstjórnandi (barna- og unglingastarf, hópfimleikar)

Foreldraráð fimleikadeidar árið 2015

Á árinu 2015 var unnið að því að koma á fót nýju fyrirkomulagi á skipulögðu foreldrastarfi innan

deildarinnar. Var gerð tilraun til að setja upp foreldraráð í hverjum hópi fyrir sig til að efla tengsl

milli þjálfara og foreldra. Markmiðið var að fá foreldra meira inn í fimleikastarfið og gera deildina

að einni góðri heild þar sem samvinna og gleði ríkir. Reglan er sú að í hverjum hópi er einn

skipaður formaður, annar gjaldkeri og þrír aðrir í ráðið.

Formaður: Hlutverk formanns er að leiða ráðið og deila verkefnum innan hópsins. Það er á hans

ábyrgð að foreldraráðið sé virkt yfir veturinn og að það sinni þeim verkum sem þeim berast.

Gjaldkeri: Hlutverk gjaldkera er að halda utan um fjármál hópsins. Hann sér um að rukka inn, t.d.

ef um hópefli/æfingabúðir eða annað þess háttar er að ræða.

Aðrir meðlimir: Hlutverk annara meðlima foreldraráðsins er að vera formanni og gjaldkera til

halds og trausts, ásamt því að hjálpa til við skipulagningu ýmissa viðburða.

Þá sér foreldraráð hvers hóps um að skipuleggja fjáraflanir/hópefli ásamt því að aðstoða þjálfara

við skipulagingu keppnis- og æfingaferða. Óskað er eftir því að foreldraráð rétti hjálparhönd þegar

fimleikadeildina vantar aðstoð.

Því miður komst foreldrastarfið ekki af stað í þessari mynd á sl. ári. Í sumum hópum var skipað í

foreldraráð, en í öðrum var ekkert skipulagt foreldrastarf. Ljóst er að gera þarf gangskör í að koma

þessu fyrirkomulagi á og gert er ætluninað svo verði gert haustið 2016. Tryggja þarf að haldnir

Page 34: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

30

séu foreldrafundir snemma hausts í öllum hópum og að þar verði skipað verði í foreldraráð. Þá

þarf að koma á virku upplýsingaflæði til foreldraráða og að hlutverk þeirra sé vel skipulagt.

Mótanefnd til og með júní 2015:

Sigurbjörg Jódís Ólafsdóttir (tengiliður stjórnar) Dóra Björg Axelsdóttir Guðrún Gerður Steindórsdóttir Ingibjörg Sigfúsdóttir

Fimleikadeildin hélt engin mót á haustönn 2015.

Starfsfólk 2015:

Katrín Pétursdóttir, rekstrarstjóri til ágúst 2015 Íris Rut Erlingsdóttir, skrifstofustjóri Stjörnunnar (hlutastarf) frá 1. ágúst 2015. Ingunn Aradóttir, starfsmaður á skrifstofu (hlutastarf) frá 1. ágúst 2015 Niclaes Jerkeholt, yfirþjálfari deildarinnar og hópfimleika Nicoleta Cristina Branzai, yfirþjálfari áhaldafimleika Steinunn Sif Jónsdóttir, yfirþjálfari yngri áhaldafimleika Aníta Líf Aradóttir, yfirþjálfari yngri hópfimleika Ragna Björk Bragadóttir, yfirþjálfari grunnhópa Henrik Pilgaard, yfirþjálfari stráka Alexandra Branzai, þjálfari í áhaldafimleikum (frá ágúst 2015) Alice Flodin, þjálfari í hópfimleikum (til ágúst 2015) Anna Sofie Arverot, þjálfari í áhaldafimleikum (frá 16. nóvember 2015) Birgitte Hagelskjær, þjálfari í hópfimleikum (frá ágúst 2015) Catalin Chelbea, þjálfari í áhaldafimleikum (frá ágúst 2015 Elín Berggren, þjálfari í hópfimleikum (frá október 2015) Lucian Branzai, þjálfari í áhaldafimleikum (frá nóvember 2015) Michael HyungSuk Johansson, þjálfari í hópfimleikum Mikkel Wickström þjálfari í hópfimleikum (frá sept 2015) Niklas Boris, þjálfari í hópfimleikum (til júlí) OanaSerban, þjálfari í áhaldafimleikum (til júní 2015) Sorinel Branzai, þjálfari í áhaldafimleikum

Þjálfarar haustönn 2015:

Fastráðnir þjálfarar: 13 Þjálfarar í tímavinnu: 25 Aðstoðarþjálfarar í tímavinnu: 31

Starfið:

Page 35: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

31

Fimleikadeild Stjörnunnar hefur starfað frá árinu 1982 eða í 33 ár.. Á sl. hausti voru iðkendur

samtals 840, allt frá krílum upp í þroskaðar halastjörnur. Um 45 hópar hafa verið við æfingar á

öllum stigum og er fimleikadeildin stolt af því að bjóða bæði upp á fimleika fyrir þá sem leggja

áherslu á keppni og einnig þá sem vilja vera í skipulögðu íþróttastarfi án áherslu á keppni.

Sérstaða fimleikaþjálfunar krefst þess að þeir sem lengra eru komnir þurfa að æfa 18-20 klst. á

viku. Æfingarnar eru þess eðlis að móttaka og sérþjálfun er mikil og því fáir iðkendur á hvern

þjálfara. Æfingar fara fram seinnipart dags, á kvöldin og um helgar og hefur þurft að leita að

þjálfurum erlendis frá þar sem ekki er nægjanlegt framboð af hæfum þjálfurum hérlendis sem eru

tilbúnir að vinna á þessum tíma. Árið 2015 störfuðu alls 15 erlendir þjálfarar við fimleikadeildina,

en það hefur í för með sér aukna vinnu deildar og mikinn kostnað og því hefur deildin fundið fyrir

fjárhagslega. Það er þó líka mjög jákvætt þar sem við höfum verið afar heppin með þjálfara sem

hafa náð frábærum árangri með iðkendur og miðlað reynslu sinni til annarra þjálfara sem er ekki

síður dýrmætt fyrir deildina. Það er mikilvægt að hafa gott starfsfólk og er það stefna deildarinnar

að hjá henni starfi þéttur og öflugur kjarni góðra þjálfara. Þannig tekst okkur að ná sem bestum

árangri iðkenda bæði hvað varðar afreksstarf og ekki síður forvarnarstarf með því að koma í veg

fyrir brottfall iðkenda.

Krílahópar Mikilvægt er að fyrsta upplifun barna af íþróttastarfi sé jákvæð og það er svo sannarlega hægt að

segja um krílahópana. Í notalegu umhverfi í fimleikasalnum hafa um 243 kríli, fædd árin 2011 og

2012, hlaupið, skriðið, hoppað, klifrað og dansað ásamt því að fara í ýmsa skemmtilega leiki með

þjálfurum og foreldrum. Þarna þjálfa þau ýmis grunnatriði sem gott er að kunna áður en sérhæfing

hefst. Íþróttafræðingar og reynslumiklir þjálfarar hafa annast þá hópa síðastliðin þrjú ár.

Meistaraflokkur

Í meistaraflokki fimleikadeildar eru 16 stelpur; 15 í hópfimleikum og ein í áhaldafimleikum. Til að

komast í þennan hóp þarf að uppfylla ákveðin getuskilyrði. Á yfirstandandi æfingatímabili (2015-

2016) var haldið áfram með samninga við meistaraflokk og æfingagjöld þar með felld niður þriðja

tímabilið í röð. Samningurinn byggir á ákveðnum skuldbindingum iðkenda sem og ákveðnum

skyldum deildarinnar. Til viðbótar við samninga við iðkendur í meistaraflokki kvenna, bættust við

14 samningar á haustönn við iðkendur í meistaraflokki blandaðs liðs sem sýnir hve uppbygging

innan deildarinnar hefur verið mikil.

Meistaraflokkur kvenna í fimleikadeild Stjörnunnar uppskar heldur betur á árinu 2015 og var liðið

mjög sigursælt. Liðið hóf árið með því að sigra í WOW móti Fimleikasambandsins sem haldið var

á Akureyri. Í apríl tryggði Stjarnan sér Íslandsmeistaratitil og var sigurinn sögulegur því liðið náið

Page 36: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

32

að stöðva níu ára sigurgöngu Gerplu í kvennaflokki eftir harða baráttu. Einnig urðu þær

deildarmeistarar á vorönn. Í nóvember hreppti sama lið Stjörnunnar Norðurlandameistaratitil og

hlaut 57.933 stig á glæsilegu móti sem haldið var í Vodafonehöllinni í Reykjavík. Liðið var

stigahæst á gólfi og dýnu og lenti í örðu sæti á trampólíni. Kvennalið Stjörnunnar var valið lið ársins

hjá Garðabæ, UMSK og FSÍ og einnig var Andrea Sif Pétursdóttir valin íþróttakona Garðabæjar.

Þá var mynd frá Íslandsmeistaramótinu í Ásgarði valin besta íþróttamynd ársins á sýningu

íslenskra blaðaljósmyndara í Perlunni, myndina tók Eggert Jóhannesson. Frábær árangur hjá

kvennaliði Stjörnunnar í hópfimleikum.

Meistaraflokkur blandaðs lið Stjörnunnar átti gott keppnistímabil á árinu 2015 og erer liðið á mikilli

siglingu og í mótun. Það tók þátt í nokkrum mótum á keppnistímabilinu, m.a. Norðurlandamótinu

og stóð sig með mikilli prýði og var félaginu til sóma. Fimleikadeildin hlakkar til að fylgjast með

liðinu vaxa á næstu misserum og stefnir að því að eiga sterkt blandað lið að staðaldri sem keppir

fyrir hönd Stjörnunnar.

Grunnhópar Alls voru 10 grunnhópar starfandi árið 2015. Þeir fá undirstöðuþjálfun og þarf sú uppbygging að

vera góð svo auðvelt sé að byggja ofan á. Fimleikar eru mjög tæknileg íþrótt og fer nemendum

mishratt fram eins og gengur og gerist.

Til að nemendur fái þjálfun við hæfi getur þurft að færa þá á milli hópa á miðri önn. Þetta getur

haft í för með sér ýmis vandamál og er þar algengast að vinir séu skildir að. Þarna rekast oft á tvö

ólík sjónarmið en reynt er eftir fremsta megni að finna lausn sem allir geta sætt sig við. Þetta er

þó eitthvað sem mun fylgja þessari íþrótt, líkt og mörgum öðrum.

Hópfimleikar Gríðarleg uppbygging hefur átt sér stað í hópfimleikum og frábær árangur náðst hjá

metnaðarfullum þjálfurum og iðkendum sem leggja á sig gríðarlega vinnu. Árið 2015 átti Stjarnan

Íslandsmeistara í1. flokki kvenna, 3. flokki kvenna og eldri hópi karla. Þá urðu stúlkurnar í 1. flokki

bæði bikar- og deildarmeistarar auk þess sem stúlkurnar í 2. flokki hömpuðu

deildarmeistaratitlinum á árinu. Alls eru 22 hópfimleikahópar hjá félaginu,þar af eru 7 strákahópar

en umfang þeirra hefur farið vaxandi á síðustu árum sem er mjög jákvætt fyrir deildina.

Page 37: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

33

Áhaldafimleikar Iðkendum hefur fjölgað í áhaldafimleikum og getur Stjarnan nú státað af fleiri einstaklingum á FSÍ

mótum en áður. Í áhaldafimleikum er keppt í 1. til 5. þrepi íslenska fimleikastigans, en eftir það er

keppt í frjálsum æfingum. Það er alltaf ánægjulegt að komast upp um þrep en til þess þarf

ákveðinn fjölda stiga og að baki liggur gríðarleg vinna við æfingar á þeim fjórum áhöldum sem

keppt er á. Á árinu 2015 átti Stjarnan Íslandsmeistara í 1. og 3. þrepi í ákveðnum aldursflokkum,

auk þess sem iðkendur í áhaldafimleikum unnu til fjölmargra verðlauna í mótum á vegum FSÍ,

bæði í fjölþraut og á einstökum áhöldum.

Halastjörnur Fimleikar eru frábær líkamsrækt og hafa Halastjörnurnar, sem eru elsti hópur iðkenda, sett

skemmtilegan svip á starfið.

Sýningar og keppni

Að venju hefur Stjarnan haldið nokkur mót, þar af þrjú FSÍ mót, og hefur framkvæmd þeirra verið

félaginu til sóma. Haldin var glæsileg vorsýning með þátttöku allra iðkenda.

Mikil vinna fylgir undirbúningi móta og sýninga en þar hefur mótanefnd unnið frábært starf ásamt

öflugu liði þjálfara og foreldra. Víst er að án öflugs hóps sjálfboðaliða ætti deildin erfitt með að

halda mót og standa að jafn stórum viðburði og Norðurlandamóti unglinga.

Rekstur Rétt eins og í mörgum öðrum íþróttagreinum er rekstur fimleikadeildar í járnum. Deildin leitast við

að halda æfingagjöldum sem lægstum en um leið að halda uppi faglegu og markvissu starfi þar

sem fjölbreyttir valmöguleikar eru í boði innan íþróttagreinarinnar. Við erum afar stolt af þeim góða

árangri sem okkar iðkendur hafa náð og hversu mikla fjölbreytni er að finna í salnum. Við höfum

reynt okkar besta til að mæta eftirspurn hverju sinni en lítið má út af bregða í skipulagningu þannig

að allt þarf að ganga upp.

Launakostnaður er langstærsti kostnaðarliður deildarinnar eða u.þ.b. 72% af heildarútgjöldum.

Stöðugur vöxtur í fimleikaíþróttinni á landsvísu hefur leitt til þess að mikil eftirspurn er eftir

starfskröftum þjálfara og einnig er oft erfitt að halda þjálfurum í starfi, þegar þeir eru komnir með

fjölskyldu og börn, vegna vinnutíma. Það er þess vegna stærsta áskorun deildarinnar að viðhalda

stöðugleika í þjálfaramönnun ásamt því að reka deildina á sem hagkvæmastan hátt.

Glæsilegur fimleikasalur deildarinnar er í notkun sjö daga vikunnar og nú þegar fullnýttur á helstu

álagstímum. Það myndi hafa jákvæð áhrif á starfsemi deildarinnar og skipulag ef hægt væri að

hefja æfingar hjá yngstu iðkendunum fyrr um daginn en nú hefjast fyrstu tímar kl. 15:00. Ef hægt

Page 38: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

34

væri að byrja fyrr myndi skapast svigrúm til að endurskipuleggja salarnýtingu og stundatöflur

iðkenda og þjálfara.

Fjölgun í yngri hópum á undanförnum misserum skilar sér upp í framhaldshópa og eftir því sem

fram líður eru fleiri iðkendur sem æfa lengur og því eykst þörf fyrir rými og tíma þjálfara.

Það er áríðandi að huga að öllum mögulegum leiðum til að auka afköst hjá okkur á sem

hagkvæmastan hátt. Aðgangur að sérstökum sal fyrir dansæfingar myndi breyta hvað mest

núverandi skipulagi deildarinnar. Það myndi auka hagkvæmni og minnka líkur á biðlistum, auka

gæði starfseminnar og minnka hljóðáreiti annarra iðkenda sem eru við æfingar í aðalsal.

Lokaorð Deildin vill þakka aðalstjórn og framkvæmdastjóra fyrir gott samstarf á árinu og þann stuðning sem

veittur hefur verið við deild í örum vexti. Þjálfarar og starfsfólk eiga jafnframt hrós skilið fyrir gott

starf sem hefur sannarlega skilað sér í frábærum árangri á liðnu ári. Þá viljum við þakka öllum

þeim foreldrum sem hafa unnið ómetanlegt starf fyrir deildina og starfsfólki í Ásgarði þökkum við

vel unnin störf og gott viðmót.

Fyrir hönd fimleikadeildar,

Ágústa Jóhanna Jóhannesdóttir

Hanna Lóa Friðjónsdóttir

Þórarinna Söebech

Sóley Snædís Stefánsdóttir

Björt Baldvinsdóttir

Guðný Hansdóttir

Hrafnhildur M. Gunnarsdóttir

Page 39: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

35

10. Skýrsla handknattleiksdeildar

Starfsárið 2015-2016

Stjórn handknattleiksdeildar tímabilið 2014-2015

Gunnar Örn Erlingsson, formaður Tómas Björnsson, gjaldkeri Karl Daníelsson, ritari Dóra Viðarsdóttir, meðstjórnandi Ragnheiður Stephensen, Unnur Johnsen, meistaraflokksráð kvenna Vilhjálmur Halldórsson, meistaraflokksráð karla Guðrún Jónsdóttir, formaður barna- og unglingaráðs Karl Daníelsson, heimaleikjaráð Ragnheiður Stephensen, yfirþjálfari

Stjórn handknattleiksdeildar tímabilið 2015-2016

Gunnar Örn Erlingsson, formaður Tómas Björnsson, gjaldkeri Karl Daníelsson, ritari Pétur Jónsson, Hrönn S Steinsdóttir, meðstjórnandi Dóra Viðarsdóttir, Unnur Johnsen, meistaraflokksráð kvenna Vilhjálmur Halldórsson, meistaraflokksráð karla Guðrún Jónsdóttir, formaður barna- og unglingaráðs Karl Daníelsson, heimaleikjaráð Einar Jónsson, yfirþjálfari

Meistaraflokkarnir eru reknir hvor undir stjórn síns meistaraflokksráðsog hefur hvort ráð sjálfstæðan fjárhag. Ágætlega hefur gengið að manna kvennaráðið sen karlaráðið er heldur þunnskipað

Barna- og unglingaráð (B&U) er fjármagnað að mestu með innheimtu æfingagjalda, mótsgjalda auk annarrar hefðbundinnar fjáröflunar s.s. sölu ýmisskonar varnings. Mjög vel hefur gengið að manna og reka B&U þetta árið enda einvalalið við stjórnvölinn.

Fulltrúar þessara framkvæmdaráða og barna- og unglingaráðs eru jafnframt fulltrúar í stjórn

deildarinnar.

Page 40: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

36

Við erum svo heppin í handknattleiksdeild að hafa innan okkar raða frábæra einstaklinga sem eru

reiðubúnir til þess að leggja hönd á plóginn þegar þess gerist þörf. Þeim verður seint þakkað þeirra

framlag.

Fjárhagur og fjáröflun

Fjárhagur deildarinnar stendur þokkalega en ljóst er að tekjupóstar þurfa að vera stöðugri en þá

getur verið erfitt að finna.

TM er stærsti styrktaraðili deildarinnar og var gerður samningur við fyrirtækið á yfirstandandi

tímabili og t.d. heitir keppnishöllin núna TM-höllin. Það samstarf hefur verið ákaflega farsælt og

deildinni ómetanlegt. Auk þess hefur deildin gert samninga við Ölgerðina, Öskju, Bílaleigu

Akureyrar, Toyota, Íslandsbanka, Hreinsitækni og Namo (Jako), sem er bakhjarl okkar hvað varðar

keppnisbúninga. Þá hefur Pizzan styrkt okkur með flatbökum hvenær sem á þarf að halda. Þar

fyrir utan hafa önnur fyrirtæki styrkt deildina við ýmis tilefni. Handknattleiksdeildin á m.a. flettiskilti

á mótum Vífilsstaðavegar og Reykjanesbrautar. Sala auglýsinga á skiltið hefur gengið þokkalega

en mikil vinna liggur að baki sölu á hverri auglýsingu.

Ljóst er að veturinn 2014-2015 var okkur dýr en það er klárlega eitt af meginmarkmiðum okkar að

reka deildina réttum megin við núllið þetta tímabil!

Árangur á árinu 2015-2016

Markmið deildarinnar er að byggja upp meistaraflokkslið karla og kvenna á grunni þeirra ungu

leikmanna sem skipa liðin í dag og koma þeim í röð þeirra bestu í Olís-deild karla og kvenna.

Barna- og unglingastarfið á að styðja við þá uppbyggingu og því þarf deildin að hafa á að skipa

úrvalsþjálfurum í öllum flokkum.

Veturinn 2014-2015 var Ragnar Hermannsson þjálfari meistaraflokks kvenna og honum til

aðstoðar voru Skúli Gunnsteinsson og Rakel Dögg Bragadóttir. Rakel Dögg tók svo við liðinu

undir lok tímabilsins og stýrði liðinu til loka þess. Liðið var nokkuð vel mannað og var stefnt á titla

í öllum keppnum. Því miður fór ekki svo því liðið fór í úrslitarimmu við Gróttu um

Íslandsmeistaratitilinn en tapaði í fjórða leik í TM-höllinni.

Halldór Harri Kristjánsson tók við liðinu á núverandi tímabili, til aðstoðar honum var ráðinn Halldór

Ingólfsson. Stelpurnar urðu bikarmeistarar í lok febrúar eftir að hafa unnið Gróttu í úrslitaleik. Þær

voru svo sannarlega vel að titlinum komnar og var þungu fargi létt af stjórnarmönnum. Þegar þetta

er skrifað sitja stelpurnar í 6. sæti Olísdeildarinnar. Meistaraflokkur karlaæfði og lék, veturinn 2014-

2015 undir stjórn Skúla Gunnsteinssonar, honum til aðstoðar var Þórir Ólafsson og Magnús Karl

Daníelsson var liðstjóri. Liðið spilaði í Olísdeildinni í fyrsta skipti eftir nokkur ára dvöl í 1. deild. Í

Page 41: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

37

stuttu máli sagt þá féll liðið niður um deild með jafn mörg stig og Fram sem hélt sæti sínu í

Olísdeildinni.

Skúli Gunnsteinsson hætti með liðið eftir tímabilið og tók Einar Jónsson við liðinu fyrir veturinn

2015-2016, honum til aðstoðar er Jóhann Guðmundsson. Liðið er búið að vera frábært í vetur og

þegar þetta er skrifað er það nærrri búið að tryggja sér efsta sætið í 1. deild en það á tvo leiki eftir.

Fjöldi gesta á leikjum meistaraflokkanna er á bilinu 100-200 á karlaleikjunum en um 100–150 á

kvennaleikjum.

Alls voru 12 leikmenn valdir til æfinga með yngri landsliðum karla og kvenna í handknattleik á sl.

tímabili og sjö af þeim léku landsleiki á tímabilinu. Það er þokkalegur árangur og stefnir Stjarnan

á að fjölga leikmönnum sem ná þeim árangri á komandi árum. Auk þess áttum við einn til tvo

leikmenn í A-landsliði kvenna.

Barna- og unglingastarf

Í stjórn barna og unglingaráðs handknattleiksdeildar veturinn 2015-2016 eru Guðrún Jónsdóttir

formaður, Hrönn S Steinsdóttir gjaldkeri, Kristín Einarsdóttir ritari og meðstjórnendur eru Herdís

Jónsdóttir og Gauja Sverrisdóttir. Yfirþjálfari er Einar Jónsson. Ragnheiður Stephensen hætti

störfum sl. haust og eru henni þökkuð vel unnin störf.

Meðal yfirlýstra markmiða handknattleiksdeildar Stjörnunnar er að halda úti öflugu og

uppbyggilegu barna- og unglingastarfi. Ávallt er stefnt að því að iðkendur fái verkefni við hæfi og

að reynsla þeirra af handknattleiksiðkun verði jákvæð og þroskandi, líkamlega, andlega og

félagslega

Tímabilið 2014-2105 voru 310 iðkendur, 157 strákar og 153 stelpur. Í dag eru 137 strákar og 157

stelpur samtals 294 svo strákum hefur því fækkað, sem er áhyggjuefni.

Sl. vetur var boðið upp á æfingar á Álftanesi en sökum dræmrar þátttöku var því hætt á þessu

tímabili

Boltaskólinn er búinn festa sig í sessi hjá deildinni en boðið er upp á æfingar á

laugardagsmorgnum fyrir börn á forskólaaldri. Siggeir Magnússon og Guðný Gunnsteinsdóttir hafa

séð um skólann frá upphafi, sem er vel sóttur því fullt hefur verið á námskeiðunum hjá þeim.

Stjarnan átti lið í öllum aldursflokkum á Íslandsmótinu og í bikarkeppninni. Ekki þarf að hafa mörg

orð um hve mikla þýðingu það hefur fyrir félagið að starf yngri flokka sé gott. Árangurinn í yngri

flokkunum var ágætur en eins og fyrri ár hefur deildin haft þjálfara sem eru margir hverjir menntaðir

íþróttakennarar, fyrrverandi meistaraflokksleikmenn, landsliðmenn og atvinnumenn í handbolta.

Page 42: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

38

Stjarnan stefnir að því að bæta gæði þjálfunar enn meira á næstu árum til að tryggja aukna ánægju

hjá iðkendum og þar með betri árangur. Þjálfarateymið í vetur er mjög gott og er það von

stjórnarinnar að það haldist óbreytt á næsta tímabili.

Foreldrastarfið er einn mikilvægasti hlekkurinn í starfi yngri flokka handknattleiksdeildar. Foreldrar

mynda stóran hluta af baklandi og umgjörð félagsins. Foreldraráð eru starfandi með öllum yngstu

flokkunum. Verkefni þeirra og handtök eru ótal mörg, einnig í þágu meistaraflokkanna, enda njóta

þau góðs af með fjáröflun og sölu veitinga á leikjum þeirra í TM-höllinni. Öflug þátttaka foreldraráða

er grundvöllur skipulags og umsjónar með stórum barnamótum á vegum deildarinnar.

Handknattleiksdeildin sér, líkt og undanfarin ár, um þrjú fjölmenn barnamót í samvinnu við HSÍ.

Fyrsta mót vetrarins var í október fyrir yngra ár 5. flokks karla. Í mars var svo vinamót Stjörnunnar

í 8. flokki pilta og stúlkna. Í þeim hópi eru yngstu iðkendurnir í handbolta. Mótið er kennt við TM,

helsta stuðningsaðila deildarinnar. Í apríl verður svo síðasta mót vetrarins hjá eldra ári 5. flokks

karla, en það mót er eitt af því stærsta sem haldið er á Íslandi. Framkvæmd þessara móta er í

höndum yfirþjálfara og B&U með dyggri hjálp foreldra yngri flokkanna.

Stöðugt er unnið að því að bæta aðkomu félagsmanna að framkvæmd og skipulagi dómaramála

í yngri flokkum félagsins, í samvinnu við HSÍ. Unnið er að því að fjölga dómurum á vegum

deildarinnar á öllum stigum. Sú vinna er í höndum yfirþjálfara en þeir sem sjá um dómgæslu hjá

félaginu eru iðkendur elstu flokka félagsins ásamt einstaka reynslubolta úr röðum fyrrverandi

leikmanna. Með markvissu starfi yfirþjálfara, í samvinnu við HSÍ, hefur tekist að fjölga mjög þeim

sem komnir eru með dómararéttindi.

Það er markmið stjórnar handknattleiksdeildar -

Að karla- og kvennalið félagsins leiki í efstu deild í baráttu um toppsæti. Höfuðáhersla

verði áfram lögð á það að kjarni leikmanna þar komi úr röðum unglingastarfs félagsins.

Þessu markmiði hefur verið fylgt eftir og er svo komið að meirihluti leikmanna í hvorum mfl

er uppalinn Stjörnuleikmaður.

Að auka gæði í þjálfun yngri flokka. Þannig fást fjölmennir flokkar því iðkenndur eru

ánægðir þegar gæði þjálfunarinnar eru í lagi. Fjölmennir flokkar auðvelda allan rekstur og

styðja við stefnuna að leikmannahópur m.fl. séu að mestu leiti uppaldir Stjörnumenn.

Að halda áfram að efla dómgæslu hjá félaginu. Það verður gert með því að halda

dómaranámskeið A fyrir yngriflokka leikmenn og halda áfram að fjölga dómurum með B-

stigsréttindi

Page 43: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

39

Að sameina og virkja krafta foreldra og félagsmanna á jákvæðan hátt, til starfa fyrir deildina

og að starfandi séu foreldrafulltrúar í öllum flokkum. Stöðugt er unnið að þessum þætti og

tekist að mestu vel.

Að leiðarljósið í félagsstarfinu sé innra starf deildarinnar, félagsleg uppbygging, mótun

samstöðu og félagsanda auk hefðbundinna æfinga. Þessi félagsvinna líður þó oft fyrir

tímaleysi vegna mikillar vinnu við að tryggja grundvallaratriði rekstrarins, fjármagnið.

Deildin er mjög virk í viðburðahaldi í bænum. Herra- og kvennakvöld hafa verið haldin í

fjölda ára ásamt hinu reglulega bjórkvöldi. Deildin bætti um betur í vetur og hélt

leikmannakynningu í haust samhliða því að halda hádegishlaðborð. Þá var staðið fyrir var

jólahlaðborði og skötuveislu. Allt eru þetta viðburðir sem hugsaðir eru til að styrkja fjárhag

deildarinnar.

Að bæta umgjörð og aðbúnað í TM-höllinni til almennra félagsstarfa og að auka þann þátt,

þ.e.a.s. hið almenna félagsstarf og skemmtun og fjölga þannig áhorfendum. Garðabær

hefur smá saman verið að bæta aðbúnað fyrir deildina og hyggst á frekari framkvæmdir í

vor/sumar.

Að auka við tekjustofna og efla fjárhagslegan grundvöll rekstrarins í heild.

Að fá starfsmann í fullu starfi til að sinna tekjuöflun, barna og unglingastarfinu, og öðrum

mikilvægum verkefnum handknattleiksdeildarinnar.

Lokaorð

Mönnum telst til að u.þ.b. 1.200 klst liggi að baki vinnu við heimaleiki sl. vetrar og er þá vinna við

aðra viðburði ekki talin þar með. Sjálfboðaliðar eru hornsteinn deildarinnar og því frábæra fólki

verður vart þakkað nægilega fyrir þá vinnu. Laun erfiðisins er að sjá árangur á vellinum, því var

bikarmeistaratitill kærkominn og nær öruggt sæti í Olísdeild karla að ári. Það er trú okkar að með

bættum árangri í meistaraflokkum félagsins ásamt gæðaþjálfurum muni fjölgun aftur eiga sér stað

í yngri flokkum og að því stefnum við. Toppur skapar breidd, breiddin skapar topp.

Mig langar til að þakka öllum þeim lagt hafa hönd á plóginn í vetur. Þetta er búið að vera strembið

á stundum en alltaf jafn gaman að hittast og vinna saman að verkefnum fyrir deildina og félagið

sem okkur er svo kært.

Fyrir hönd handknattleiksdeildar Stjörnunnar,

Gunnar Örn Erlingsson,

formaður

Page 44: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

40

11. Skýrsla knattspyrnudeildar

Starfsárið 2015

Stjórn knattspyrnudeildar árið 2015.

Almar Guðmundsson, formaður. Sæmundur Friðjónsson, formaður meistaraflokksráðs karla. Einar Páll Tamimi, formaður meistaraflokksráðs kvenna. Kristinn Ingi Lárusson, afreksmál. Valgeir Sigurðsson, formaður barna og unglingaráðs. Victor Ingi Olsen, rekstrarstjóri deildarinnar.

Hér að neðan er stiklað á stóru í starfi deildarinnar á árinu.

Barna- og unglingastarf 2015

Enn eitt árið fer barna- og unglingastarfið vaxandi. Iðkendum fjölgar, brottfall er lítið og mótsleikjum

fer fjölgandi. Mikill metnaður er í starfinu og er markmiðið einfalt; að barna- og unglingarstarf

Kanttspyrnudeildat Stjörnunnar verði það besta á landinu.

Þórhallur Siggeirsson yfirþjálfari var að hefja sitt annað starfsár og var ekki aðalþjálfari neinna

flokka. Starfið er orðið það viðamikið með mikilli fjölgun iðkenda og þ.a.l. fjölgun þjálfara og

aðstoðarþjálfara. Í ágúst var síðan ráðinn þjálfari í fullt starf, Halldór Árnason og er hans hlutverk

að vera aðlþjálfari 2. flokks karla, aðstoðarþjálfari í 6.flokks karla ásamt því að móta afrekstarf og

stefnu með yfirþjálfara. Er þessi ráðning í samræmi við stækkun deildarinnar og metnað hennar.

Skráðir iðkendur í ágúst 2015 voru 887 samkvæmt Nórakerfinu sem heldur utanum skráningar

iðkenda. Þar að auki var 41 barn sem tók þátt í sumarnámskeiðum.

366 mótsleikir voru spilaðir á árinu 2015 og ljóst er að bæta verður við aðstöðu svo hægt verði að

anna fjölgun mótsleikja á Ásgarðssvæðinu. Í 11 manna bolta, 4. til 2. flokks, er aðalvöllur á

Ásgarðsvæðinu eini völlurinn sem nothæfur var fyrir keppnisleiki og í tvo mánuði yfir hásumarið

var hægt að nota Hofsstaðavöll.

Haustið 2015 var boðið uppá tvo áfanga fyrir 9. og 10. bekk í Garðskóla, þ.e. bóklega knattspyrnu

og afreksþjálfun og sá Þórhallur yfirþjálfari um kennsluna. Er þetta áhugvert verkefni og gott að

geta boðð iðkendum upp á að valáfanga, sem tengjast fótboltanum, á skólatíma.

Page 45: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

41

Sem dæmi um aukið umfang í starfinu eru æfingar og fyrirlestrar sem eru viðbót við hefðbundna

æfingtöflu. Yngstu iðkendurnir fengu auka tækniæfingar sem Guðjón Baldvinsson, leikmaður

meistaraflokks karla sá um. 4.flokkunum var boðið uppá sérstakar hlaupaæfingar og 2. og 3.

flokkum var boðið upp á sálfræðinámskeið. Að auki eru tímar í Kórnum nýttir fyrir aukaæfingar þar

sem hægt að er að sinna tækniþjálfun við bestu aðstæður, óháð veðri og vindum. Fleiri

keppnisleikir eru teknir upp en áður og aukin áhersla er lögð á leikgreiningar hjá eldri flokkunum.

Á árinu 2015 var gerður vinasamningur við danska félagið IF Lyseng. Þetta var að tilstuðlan

Halldórs R Emilssonar en hann þjálfaði hjá Lyseng um skeið þegar hann stundaði nám í

Danmörku. Hann hefur verið þjálfari 6. flokks karla hjá Stjörnunni um árabil. Á vormánuðum kom

svo hópur drengja í 3. flokki Lyseng til okkar og dvöldu hér í tæpa viku. Voru haldnar sameiginlegar

æfingar með Stjörnustrákum, spilað hraðmót og svo ýmislegt félagslegt. Óhætt er að segja að

mjög vel hafi tekist til og stefnt er að því að viðhalda þessu samstarfi með heimsóknum milli

þessara tveggja klúbba. Einnig er verið að leggja drög að samstarfi í stelpuflokkum.

Viðræður hafa einnig verið um samstarf við klúbb á Englandi sem er í mikilli uppbyggingu og eru

viðræður á frumstigi.

TM-mót Stjörnunnar fór fram á vormánuðum og er þetta orðið eitt fjölmennasta mót sem haldið er

á höfuðborgarsvæðinu ár hvert. Keppt er hraðmót í 5.,6. og 7. flokkum karla og kvenna. Foreldrar

taka virkan þátt í framkvæmd mótsins og er þetta orðin góð tekjulind fyrir knattspyrnudeild og

einnig fjáröflun fyrir iðkendur vegna þátttöku í mótum sumarsins.

Hápunktur tímabilsins var án efa þátttaka 2. flokks karla í UEFA Youth league en Stjarnan öðlaðist

þátttökurétt sem Íslandsmeistari í 2. flokks árið 2014. Drógust drengirnir á móti sænska liðunu

Elfsborg sem er eitt af fimm bestu liðum í sænsku úrvalsdeildinni. Fyrri leikur fór fram í Svíþjóð og

tapaðist 2-0 en seinni leikurinn fór fram á Samsung vellinum 21. október og var síðasti viðburður

tímabilsins. Þann leik unnu Stjörnustrákar 1-0 og duttu því úr leik á markatölu. Þess má til gamans

geta að Elfsborg komst áfram úr umferðinni á eftir og var svo slegið út af spænska stórliðinu Real

Madrid.

Ekki er hægt að ljúka þessari yfirferð án þess að minnast á aðstöðu knattspyrnudeildar. Sá

metnaður og gæði sem eru í starfinu er það besta sem gerist á Íslandi. Það er tímabært að

bæjaryfirvöld taki ákvörðun um byggingu knatthúss í fullri stærð ásamt því að viðhlada og bæta

við keppnis- og æfingaaðstöðu. Fyrir utan aðalvöll félagsins eru flestir vellir illa farnir og

æfingavöllur austan aðalvallar er ónýtur og í raun slysagildra og ekki boðlegur fyrir iðkendur okkar,

enda er á honum 12 ára gamalt gervigras sem búið er að færa til einu sinni. Er það von mín og

trú að þessi mál muni horfa til betri vegar sem fyrst.

Page 46: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

42

Að lokum vil ég þakka Valgeiri Sigurðssyni, sem nú stígur til hliðar eftir að hafa leitt starf barna-

og unglingaráðs í sex ár fyrir vel unnin störf. Sú mikla uppbygging sem hefur átt sér stað ber vott

vott um metnað og eljusemi og gaman að heyra það frá aðilum í KSÍ að starfið hjá Stjörnunni sé

öðrum til eftirbreytni.

Gunnar Leifsson, formaður barna- og unglingaráðs

Meistaraflokkur kvenna árið 2015

Árangur meistaraflokks kvenna á keppnistímabilinu 2015 var viðunandi þó svo markið hafi verið

sett hærra. Liðið sigraði í Bikakeppni KSÍ, eftir æsispennandi úrslitaleik við Selfoss, og vann

þannig stóran titil fimmta árið í röð. Liði hafnaði í 2. sæti Íslandsmótsins, fimm stigum á eftir

Íslandsmeisturum Breiðabliks. Auk þess varð liðið Lengjubikarmeistari með því að leggja

Breiðablik að velli í úrslitaleik. Þá sigraði liðið í meistarakeppni KSÍ, einnig með því að leggja

Breiðablik að velli.

Stjarnan lék í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í ágúsmánuði. Var riðill liðsins leikinn á Kýpur

og voru andstæðingarnir frá Færeyjum, Möltu og Kýpur. Síðastnefndu andstæðingarnir voru

sterkasta liðið af þeim 32 liðum sem léku í undankeppninni samkvæmt stigatöflu UEFA. Skemmst

er frá því að segja að Stjarnan vann alla leiki sína þrátt fyrir mikinn hita og erfiðar aðstæður og

tryggði sér sæti í 32-liða úrslitum.

Í 32 liða úrslitum dróst Stjarnan gegn rússneska liðinu WFC Zvezda-2005, annað árið í röð. Þetta

árið, svo sem árið á undan, mátti liðið lúta í lægra haldi gegn hinum rússnesku andstæðingum

bæði heima og heiman. Verður að telja þá niðurstöðu fádæma óheppni eftir frammistöðu sem var

heilt yfir frábær. Nægir þar að vísa í ummæli þjálfara Zvezda-2005 á blaðamannafundi eftir leikinn

í Perm, heimaborg liðsins en hann sagði að lið hans hefði aðeins verið betri aðilinn fyrstu 15

mínútur fyrri leiksins en sá lakari hinar 165 mínúturnar.

Þjálfarateymi ársins var óbreytt frá fyrra ári. Það samanstóð af Ólafi Þór Guðbjörnssyni,

aðalþjálfara, og aðstoðarþjálfurunum Jóni Þór Brandssyni og Andrési Ellert Ólafssyni. Eru þeim

öllum þökkuð störf sín á árinu.

Í meistaraflokksráði kvenna á árinu 2015 sátu Einar Páll Tamimi, formaður, Kristinn Hjálmarsson

og Bárður Tryggvason. Auk þeirra lögðu liðsstjórarnir Inga Birna Friðjónsdóttir og Guðný

Gunnlaugsdóttir mikið af mörkum til starfsins utan vallar. Þá var settur á stofn

stuðningsmannahópur meistaraflokks kvenna, Gullvagninn, og stóðu meðlimir hópsins frábærlega

Page 47: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

43

á bakvið liðið og settu skemmtilegan svip á leiki þess og umgjörðina alla. Einnig komu aðrir að

þeim fjölmörgu verkefnum sem þurfti að sinna á vettvangi flokksins, svo sem að framkvæmd

heimaleikja, verkefnum tengdum Meistaradeild Evrópu o.fl. Þeim er hér með þakkaður sýndur

áhugi og óeigingjarnt starf.

Kató hinn gamli lauk öllum sínum ræðum í rómverska senatinu með því að leggja til að Karþagó

yrði lögð í eyði. Ég hef í öllum ársskýrslum meistaraflokks kvenna undanfarin ár gert að

umfjöllunarefni það erfiða fjárhaglsega umhverfi sem kvennaknattspyrna býr við og mun ég í anda

Kató halda því áfram þar til breyting verður á. Því miður er ekki fyrirséð að miklar breytingar verði

á þessari stöðu á næstunni, en vonandi sjá stuðningsmenn Stjörnunnar og kvennaknattspyrnu

almennt gildi þess að styðja fjárhagslega við lið sem náð hefur jafn glæsilegum árangri og raun

ber vitni. Liðið hefur nú unnið sex stóra titla á fimm árum og stefnt er að því að halda áfram að

vinna titla. Grundvöllur slíks árangurs er traust fjárhagsstaða sem einungis verður að veruleika ef

þeir sem leitað er til taka vel í beiðni um auglýsinga- og styrktarsamninga. Þeim, sem slíkt gerðu

á árinu 2015, er innilega þakkaður þeirra mikilvægi þáttur og gott samstarf.

Einar Páll Tamimi, formaður meistaraflokksráðs kvenna

Meistaraflokkur karla árið 2015

Eftir hreint út sagt frábæran árangur á árinu 2014, þar sem meistaraflokkur Stjörnunnar vann sinn

fyrsta Íslandsmeistaratitil í knattspyrnu, var nokkuð ljóst að erfitt yrði að toppa þann árangur.

Leikmenn, þjálfarar, stjórn deildarinnar sem og flestir Stjörnumenn voru þó brattir í byrjun tímabils

og væntingar voru um gott gengi.

Árið byrjaði með þátttöku í Fótbolta.net mótinu þar sem Stjarnan spilaði ágætlega og vann riðilinn

sinn. Margir ungir og efnilegir leikmenn fengu tækifæri og spiluðu mikið. Í úrslitaleiknum voru

andstæðingarnir Breiðablik og skemmst er frá því að segja að Blikar höfðu betur 2-1.

Um miðjan febrúar hófst Lengjubikarinn þar sem leiknir voru 7 leikir. Hlutskipti Stjörnunnar var 3ja

sæti riðilsins en vegna æfingarferðar til Spánar var ákveðið að Stjarnan myndi ekki taka þátt í

úrslitakeppninni.

Líkt og undanfarin ár var farið í æfingarferð til Spánar um miðjan apríl. Farið var á sama stað og

árið 2014, Pinatar. Aðbúnaður og aðstæður voru með ágætum og eins og áður myndaðist góð

samstaða í hópnum.

Þann 3.maí byrjaði Íslandsmótið og var fyrsti leikur á móti ÍA á Akranesi. Nokkur vindur var meðan

á leiknum stóð og vorbragur yfir spilamennsku beggja liða. Það var svo Ólafur Karl Finsen sem

Page 48: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

44

opnaði markareikning Stjörnunnar þetta árið með glæsilegri aukaspyrnu af löngu færi og kom

Stjörnunni í 1-0 sem urðu lokatölur. Við tók sigurför til Vestmannaeyja og virtist liðið óstöðvandi,

að minnstu svona við fyrstu sýn.

Við tóku þrír jafnteflisleikir í röð sem þó mögulega gladdi einhver blá hjörtu enda umfjöllun fjölmiðla

orðin á þann veg að Stjarnan væri ósigruð í 27 leikjum í röð í efstu deild sem væri ótrúlegur

ágangur. Það var svo í 6. umferð að ekkert gekk upp. Stjarnan mætti á Kópavogsvöllinn og steinlá

á móti Breiðablik, 3-0. Eftir þann leik má segja að liðið náði ekki að vinna sig almennilega uppúr

fyrr en í fjórum síðustu leikjum tímabilsins sem allir unnust samtals með markatölunni 14-1. Eftir

þann lokasprett má segja að heilt yfir hafi tímabilið verið þokkalegt. Stjarnan endaði Íslandsmótið

í 4. sæti með 33 stig, níu stigum frá 3. sætinu en það verður að viðurkennast að væntingar til

liðsins voru meiri. Lokaniðurstaðan, níu sigrar, sex jafntefli og sjö tapleikir.

Í bikarkeppni KSI féll Stjarnan úr leik í 16. liða úrslitum eftir tap gegn Fylki á Samsung vellinum og

verður að segjast að leikurinn endurspeglaði marga leiki liðsins þetta sumarið þar sem það náði

ekki með nokkru móti að sýna sitt besta.

í 2. umferð Meistaradeild Evrópu mætti Stjarnan skosku meisturunum í Celtic. Drátturinn vakti

mikla lukku því þó að um mjög erfiða andstæðinga væri að ræða þá er þetta í annað árið í röð

sem Stjarnan mætir liði sem hefur orðið Evrópumeistari félagsliða. Athyglin sem því fylgir að mæta

slíku stórliði er frábær en fjöldinn allur af fréttamönnum sýndu leiknum mikinn áhuga auk þess

sem milljónir manna um allan heim horfðu á leikinn í sjónvarpi. Þegar kemur að afreksstarfi í

íþróttum þá er fátt skemmtilegra en að fá tækifæri til að mæla sig við einhverja af þeim allra bestu

í heimi. Af stórliðunum lærum við, eignumst vini og sambönd í útlöndum og fáum tækifæri til að

stilla markmiðunum en hærra.

Á Celtic Park voru hátt í 40 þúsund stuðningsmenn Celtic. Stjörnumenn byrjuðu leikinn að krafti,

börðust vel og voru nálægt því að skora. Leiknum lauk þó með 2-0 sigri þeirra skosku og það var

því á brattann að sækja þegar heim var komið. Fjölmargir Stjörnumenn fylgdu liðinu og eru þeim

bestu þakkir færðar. Það er í raun ótrúlegt hvað stuðningsmenn liðsins hafa lagt af mörkum, jafnvel

svo að um slíkt er skrifað í erlendum fjölmiðlum þó fjöldi þeirra þyki nú ekki mikill í samanburði við

stórliðin útí heimi.

Í seinni leiknum átti Stjarnan óskabyrjun þegar Stjarnan komst í 1-0 eftir einungis örfáar mínútur.

Það má með sanni segja að stuðningsmenn Stjörnunnar ærðust úr fögnuði og hrollur fór um þá

grænklæddu. Þegar Celtic loks náði að koma boltanum í mark okkar manna var ljóst að þetta var

búið spil enda andstæðingurinn kominn með útivallarmarkið fræga, hægt og rólega dró af okkar

mönnum og á síðustu mínútum leiksins var lítil orka eftir og meistaraliðið frá Skotlandi kláraði

Page 49: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

45

leikinn 1-4. Líkt og í örðum Evrópuleikjum liðsins var eftirspurn eftir miðum á leikinn langt umfram

framboð og þurftu alltof margir góðir Stjörnumenn að sætta sig við að horfa á leikinn í sjónvarpi.

Ljóst er að starfið er löngu vaxið uppúr þeirri aðstöðu sem búið hefur verið við að undanförnum

árnum og mikil þörf á endurbótum á aðstöðu og má þar helst nefna stækkun og endurbætur á

áhorfendastúku, blaðamannaaðstöðu, aðstöðu til sjónvarpsútsendinga, veitingasölu, fjölgun

búningsklefa og svo framvegis.

Eftir öll ævintýri félagsins í Evrópukeppni á undanförnum árum er það ljóst að þar viljum við vera

og allt kapp er lagt í að koma félaginu í hóp þeirra bestu.

Fyrir tímabilið gengu Brynjar Gauti Guðjónsson og færeyski landsliðsmarkvörðurinn Gunnar

Nielsen í raðir Stjörnumanna. Á miðju tímabili snéri svo Guðjón Baldvinsson heim frá FC

Nordsjæland og var hann mikill styrkur fyrir Stjörnuna.

Eftir að Íslandsmótinu lauk í byrjun október héldu þeir Michael Præst, Pablo Punyed, Gunnar

Nielsen, Garðar Jóhannsson og Arnar Darri Pétursson á braut frá Stjörnunni og þökkum við þeim

fyrir þeirra framlag.

Atli Jóhannsson spilaði líklega sinn síðasta leik fyrir Stjörnuna á árinu en hann hefur glímt við

meiðsli um nokkurt skeið. Við þökkum Atla kærlega fyrir hans framlag innan vallar sem utan en

við Stjörnumenn væntum þess að njóta krafta hans áfram utan vallar.

Undirbúningur næsta tímabils hófst fljótlega að loknu stuttu fríi í október og fljótlega gengu nokkrir

öflugir menn í raðir okkar. Má þar nefna Grétar Sigfinn Sigurðarson, Baldur Sigurðsson, Eyjólf

Héðinsson, Hilmar Árna Halldórsson og Ævar Inga Jóhannesson. Gaman verður að fylgjast með

þessum köppum spila fyrir Stjörnuna.

Þjálfarateymið var skipað þeim Rúnari Páli Sigmundssyni, Brynjari Birni Gunnarssyni, Fjalari

Þorgeirssyni ásamt sjúkraþjálfaranum Friðriki Ellert Jónssyni. Sigurður Sveinn Þórðarson og

Davíð Sævarsson sáu um öfluga liðstjórn á tímabilinu. Á hausmánuðum bættist Davíð Snorri

Jónasson við þjálfarateymið en hann mun sinna einstaklingsþjálfun og leikgreiningu á árinu 2016.

Að vanda vil ég þakka þeim fjölmörgu aðilum sem komu að starfi meistaraflokks karla á

keppnistímabilinu 2015 auk þeirra fjölmörgu stuðningsmanna sem fylgja okkur í gegnum súrt og

sætt og styðja við liðið. Vonumst við til að áframhald verði á Skíni Stjarnan.

Stjörnukveðja,

Sæmundur Friðjónsson, formaður meistaraflokksráðs karla

Page 50: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

46

Samantekt og lokaorð

Árangur liða félagsins á árinu var töluvert síðri en hann var árin þar á undan, en engu að síður var

hann alls ekki slæmur. Þáttaka í Evrópukeppni litaði árið en rólegt verður á þeim vettvangi árið

2016. Við lítum á það sem logn á undan næsta velgengnisstormi. Við erum afar stolt af hinum

gríðarlega fjölda iðkenda hjá okkur, faglegheitum og metnaðarfullu hugarfari þeirra sem koma að

starfinu. Fjölmargir einstaklingar náðu frábærum árangri og eftirtaldir spiluðu fyrir landslið á árinu

og er ástæða til að óska þeim til hamingju með það.

Landsliðslisti

Ólafur Karl Finsen A-karla Hörður Árnason A-karla Sveinn Sigurður Jóhannesson U21 landslið Heiðar Ægisson U21 landslið Þorri Geir Rúnarsson U21 landslið Berglind Hrund Jónasdóttir U19 landslið Guðrún Karítas Sigurðardóttir U19 landslið Kristófer Konráðsson U17 landslið Alex Þór Hauksson U17 landslið Kristófer Ingi Kristinsson U17 landslið María Sól Jakobsdóttir U17 landslið

Undanfarið hefur knattspyrnudeild lagt áherslu á eftirfarandi:

Aðstöðumál. Nú hillir undir að tímabært viðhald á vallaraðstöðu við Ásgarð fari fram. Við erum líka bjartsýn á að því fylgi hröð uppbygging fleiri valla á svæðinu og mögulega í Hofstaðamýri. Það mun gjörbreyta stöðu deildarinnar en þörf fyrir athafnarými hefur vaxið hratt samfara fjölgun iðkenda og minna brottfalli. Þrátt fyrir framangreint er kappsmál og samkeppnismál fyrir Stjörnuna að knatthús rísi í Garðabæ og stjórn deildarinnar hvikar ekki frá því. Nú virðist vera líklegast að hús í fullri stærð rísi annars staðar en á Ásgarðssvæðinu, t.d. í Vetrarmýri. Stjórn mun leggja mikla áherslu á málið áfram.

Öflugt uppeldi skili leikmönnum í afrekshópa og í yngri landslið og í atvinnumennsku. Mikil framþróun hefur átt sér stað í þjálfun innan félagsins og fær þessi þáttur aukið vægi samfara því. Kristinn Ingi Lárusson leiðir þessa vinnu í samvinnu við helstu þjálfara félagsins. Rétt er að taka fram að mikil áhersla er einnig á að allir iðkendur fái verkefni við hæfi miðað við sína getu og þarfir.

Umgjörð meistaraflokka hefur verið bætt hvað varðar þjálfun og fleiri mikilvæga þætti.

Page 51: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

47

Rekstur í jafnvægi er forsenda frekari framþróunar. Mikil áhersla hefur verið á tekjuaukningu og heilbrigt aðhald í rekstrinum. Umhverfi rekstrarins hefur verið nokkuð erfitt undanfarin ár.

Öllum samstarfsaðilum; bæjarstjórn, aðalstjórn félagsins, starfsmönnum og styrktaraðilum, er

þakkað gott samstarf. Sérstök ástæða er til að þakka sérstaklega framlag sjálfboðaliða til starfs

deildarinnar. Mikill kraftur hefur einkennt þann vettvang og koma æ fleiri að starfi deildarinnar. Þá

er starfsmönnum deildarinnar, rekstrarstjóra og öllum þjálfurum þakkað gott framlag.

Valgeir Sigurðsson, lét af störfum sem formaður barna og unglingaráðs undir lok ársins. Hann

hefur skilað ómetanlegu starfi og leitt starfið af fórnfýsi og þrautseigju. Við sjáum handbragð hans

ansi víða þar sem umbætur og framfarir hafa orðið í starfinu. Við þökkum honum af einlægni fyrir

frábært framlag og vitum jafnframt að hann verður ekki langt undan. Gunnar Guðni Leifsson hefur

tekið við starfi formanns B&U.

Undirritaður mun hætta sem formaður deildarinnar á næstu mánuðum og vinnum við nú að

breytingum á stjórninni. Þessi ásetningur minn hefur lengi legið fyrir enda liggja að baki rúmlega

6 ár og þrotlaus vinna. Um þessar mundir er góður tími til að endurnýja forystu deildarinnar. Ég tel

stöðu okkar félagslega aldrei hafa verið sterkari. Sjálfur mun ég ekki fara langt heldur feta í fótspor

öflugra manna sem hætt hafa í stjórn en hafa engu að síður haldið áfram að láta gott af sér leiða

fyrir félagið sitt.

Svo er bara að halda áfram, hærra og lengra félaginu okkar til heilla!

Skíni Stjarnan!

Fyrir hönd knattspyrnudeildar,

Almar Guðmundsson,

Formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar

Page 52: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

48

12. Skýrsla körfuknattleiksdeildar

Starfsárið 2015

Stjórn körfuknattleiksdeildar 2015

Eftirtaldir skipuðu stjórn deildarinnar tíambilið 2015-2016:

Hilmar Júlíusson formaður Jón Svan Sverrissin varaformaður Eyjólfur Örn formaður barna og unglingaráðs Hlynur Rúnarsson gjaldkeri Bryndís Gunnlaugsdóttir ritari Anna Margrét Halldórsdóttir meðstjórnandi Elías Karl Guðmundsson meðstjórnandi Gunnar Valdimarson meðstjórnandi Karen Sigurðardóttir meistarflokksráð kvk

Árið var viðburðaríkt í körfunni. Fyrst ber að nefna að meistaraflokkur kvenna tryggði sér sæti í efstu deild í fyrsta skipti í sögunni. Og annar hápuntur var bikarmeistaratitill hjá meistaraflokki karla. Barna og unglingastarfið hélt áfram að blómstra.

Meistaraflokkur kvenna

Eins og áður sagði þá tryggðu stelpurnar sér sæti á meðal þeirra bestu á síðasta tímabili með sigri

á Njarðvík í oddaleik á útivelli. Reyndar kærðu Njarðvíkingar úrslitin en þeir töpuðu því máli eins

og við reyndar bjuggumst við frá upphafi. Þrátt fyrir góðan árangur ákvað Sævaldur Bjarnason

þjálfari að halda ekki áfram með liðið af persónulegum ástæðum.

Stefnan fyrsta árið var klárlega að festa liðið í sessi sem öflugt úrvalsdeildarlið. Baldur Ingi

Jónasson var ráðinn þjálfari og miklar vonir bundnar við hann, nýtt kvennaráð undir stjórn

Bryndísar Gunnlaugsdóttur var sett á laggirnar. Félagið undirstrikaði síðan að þeim væri full alvara

þegar Margrét Kara Sturludóttir ákvað að ganga til liðs við félagið eftir nokkurra ára veru erlendis.

Fleiri sterkir leikmenn fylgdu síðan í kjölfarið m.a landsliðsmiðherjinn Ragna Margrét

Brynjarsdóttir. Síðan var lagður mikill metnaður í að fá öflugan erlendan leikmann í hópin og varð

niðurstaðan að Chelsie Schweers var ráðin en hún hafði leikið hér á landi fyri nokkur með

Page 53: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

49

frábærum árangri. En þrátt fyrir öfluga leikmenn og nýjann þjálfara og góða umgjörð þá gengu

hlutirnir ekki upp eins og lagt var upp með. Fyrstu leikirnir töpuðuðust annað hvort með minnsta

mun eða eftir framlengingu. Þetta ásamt því að erlendur leikmaður liðsins náði engann veginn að

aðlagast hópnum, virtist gera það að verkum að sjálfstraustið hvarf og leikirnir töpuðust stærra

sem endað með því ákveðið var að skipta um þjálfara fljótlega eftir áramót og var Berry

Timmerman fenginn til aðstýra liðinu út tímabilið.

Þó tímabilið hafi klárlega verið vonbrigði, þá eru markmiðin óbreytt, Að liðið keppi um titla innan

skammst tíma. Kannski ekkert ólíklegt að liðið hafi ekki náð að slípa sig saman á fyrsta tímabili.

Stelpurnar komu úr ýmsum áttum, lykilmenn að koma til baka eftir frí. En nú er þetta fyrsta tímabil

að baki og kúrsinn réttur af og spennandi tímar framundan í kvennakörfunni í Garðabænum.

Stjarnan eignaðis sína fyrstu landsliðsmenn í kvennakörfunni á árinu þegar þær Ragna Margrét

og Margrét Kara voru valdar til að leika fyrir Íslands hönd.

Meistaraflokkur karla

Tímabilið 2014-2015 var kaflaskipt hjá meistaraflokki karla. Árið byrjaði með látum, í febrúar varð

liðið bikarmeistari eftir frábæran úrslitaleik. Þetta var þriðji bikartitill liðsins á 6 árum og ekkert

annað lið hefur unnið titilinn oftar en einu sinni á þessu tímabili. Og aftur voru það KR-ingar sem

urðu að lúta lægra haldi þrátt fyrir að þeir væru sigurstranglegri eins og í leiknum fræga 2009!

Liðið lenti í 5 sæti í deildinni eftir að hafa verið í 3.-4. sæti lengst af. Slæmur lokakafli liðsins í

deildinni reyndist dýr því liðið tapaði þar með heimaleikjaréttinum og féll út í 8 liða úrslitum gegn

Njarðvík eftir fimm leikja frábæra seríu þar sem allir leikir unnust á heimavelli. Njarðvík var síðan

hársbreidd frá því að slá út verðandi íslandsmeistara KR og voru í raun ótrúlegir klaufar að klára

ekki það dæmi.

Stefnan var að sjálfsögðu á að gera betur á yfirstandandi tímabili. Ekki náðist að verja

bikarmeistaratitilinn. En eftir skrykkótta byrjun í deildinni náði liðið áttum og endaði í 2. sæti

deildarinnar sem er besti árangur liðsins frá upphafi. Andstæðingar í 8 liða úrslitum eru aftur

Njarðvíkingar.

Page 54: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

50

Stöðugleiki í leikmannamálum hefur einkennt Stjörnuna í karlakörfunni frá upphafi. Enn nurðu

ekki miklar breytingar á milli ára. Jón Orri gerði stutt stopp í Garðabænum en hann fylgdi sveitunga

sínum Fannari Helgasyni í heimahagana uppá Akranesi og lékur þeir saman í fyrstu deildinni í

vetur. Dagur Kár hélt síðan til Ameríku í háskólanám auk þess að spila þar körfubolta. Í stað

Dags kom til liðsins Tómas Heiðar Tómasson sem var einn eftirsóttasti bitinn á

leikmannamarkaðnum í sumar. Tómas er klárlega einn af betri leikmönnum deildarinnar. Um

áramótin bættist síðan annar sterkur leikmaður í hópinn þegar Arnþór Freyr Guðmundsson yfirgaf

Tindastól og gekk til liðs við Stjörnuna. Auk þess ákvað Daði Lár Jónson að yfirgefa

uppeldisfélagið. Stjarnan vann síðan stóra vinninginn í kanalottóinu þegar samið var við Al´lonzo

Coleman. Frábær leikmaður og mikill karakter bæði innan og utan vallar. Auk þessara leikmanna

var ráðinn nýr aðstoðarþjálfari sem tók við af Kjartani Atla en það var Pétur Már Sigurðsson.

Barna og unglingastarfið

Berry Timmermans tók við sem yirþjálfari yngri flokka. Í Barna og unglingaráði eru nú 5 aðilar og

markmið B&U er að halda áfram og byggja ofan á það starf

sem hefur verið í gangi síðustu ár, ráða hæfa þjálfara, leggja áherslu á að iðkendur hafi gaman af

íþróttinni og að flokkar og einstaklingar fái verkefni við hæfi.

Iðkendum heldur áfram að fjölga innan körfuknattleiksdeildar og ánægjulegt er að sjá hversu mikið

stúlkum fjölgar á milli ára.

MB 11 drengja(2003) varð Íslandsmeistari á árinu, aðrir flokkar stóðu sig vel en náðu ekki titlum.

Stjarnan átti 3 fulltrúa í yngri landsliðum á árinu,

Dagur Kár Jónsson og Tómar Þórður Hilmarsson voru valdir í U20 og Egill Agnar Októson í U16.

Í lok apríl var haldið stórt mót fyrir yngri iðkendur sem hafa ekki hafið leik á Íslandsmóti. Mótið tókst

vel og stefnan er að byggja á það mót á komandi árum og festa það í sessi sem eitt af stóru mótum

ársins. Vinna

er hafin við undirbúning fyrir næsta tímabil og sumarstarfið.

Ljóst er að stefnan er að byggja ofan á það góða starf sem hefur verið unnið síðustu ár og halda

áfram að gefa í og fjölga iðkendum.

Eyjólfur Örn Jónsson, formaður barna og unglingaráðs

Page 55: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

51

Lokaorð

Íslenskur körfubolti er í gífurlegri sókn. Það að karlalandsliðið náði að komast á Euro Basket virðist

hafa komið af stað mikilli vakningu. Öll sú athygli sem karfan fékk út á það auk hins gífurlega

vinsæla þáttar Körfuboltakvöld á Stöð 2 sport í umsjón fyrrum aðstoðarþjáflara meistaraflokks,

Kjartani Atla, virðist vera að skila sér í auknum áhuga á körfubolta sem er frábært. En hreyfingin

þarf að nýta þennann meðbyr. Það er auðvelt að sofna á verðinum þegar vel gengur, við höfum

mýmörg dæmi um það.

Stefnan árið 2016 er að sjálfsögðu að gera betur á öllum sviðum. Meistaraflokkur kvenna þarf að

festa sig í sessi sem topplið í efstu deild og meistarflokkur karla að halda áfram á sömu braut og

halda áfram að gera atlögu að þeim titlum sem í boði eru. Síðan er baráttan endalausa við að fá

fleira fólk að starfinu.

Deildin þakkar starfsfólki Ásgarðs og öllum þeim sem komu að starfi deildarinnar, leikmönnum,

iðkendum og forráðamönnum, aðalstjórn félagsins og styrktaraðilum kærlega fyrir frábært

samstarf og það er ljóst að framtíð körfuboltans í Garðabæ er björt.

Fyrir hönd körfuknattleiksdeildar,

Hilmar Júlíusson,

Formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar

Page 56: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

52

13. Skýrsla kraftlyftingadeildar

Starfsárið 2015

Stjórn Stjórn deildarinnar var á árinu 2015 skipuð eftirfarandi aðilum:

1. Formaður: Alexander Ingi Olsen 2. Gjaldkeri og varaformaður: Jón Sævar Brynjólfsson 3. Ritari: Erling Gauti Jónsson

Starfsárið 2015 var þriðja ár deildarinnar síðan Kraftlyftingafélagið gekk í Stjörnuna. Starfið hefur

verið blómlegt síðastliðið ár en deildin hefur til umráða lyftingasal í Ásgarði sem opinn er iðkendum

á þeim tímum sem íþróttamiðstöðin er opin. Um 40 manns tóku virkan þátt í starfinu í ár en

æfingaaðstaðan rúmar ekki mikið fleiri.

Afrekshópur lyftingadeildar átti mjög gott ár. Keppnislið Stjörnunnar á ÍM í klassískum

kraftlyftingum varð Íslandsmeistari karla 2015 í liðakeppni og hlaut fjóra Íslandsmeistaratitla í

einstaklingsgreinum auk einna silfurverðlauna og einna bronsverðlauna Í heildina sótti

afrekshópurinn sex Íslandsmeistaratitla á árinu ásamt því að setja fjölda Íslandsmeta. Dagfinnur

Ari Normann, okkar fremsti afreksmaður varð svo Norðurlandameistari unglinga í klassískum

kraftlyftingum og var hann kjörinn íþróttamaður Garðabæjar í kjölfarið. Það var mikil viðurkenning

fyrir Dagfinn sem og lyftingadeildina að fá þann titil. Dagfinnur er þó hvergi nærri hættur og er

undirbúningur hafinn fyrir heimsmeistaramót í Texas í júní 2016. Þá stefnir einnig í að fleiri

afreksmenn frá Stjörnunni taki þátt í landsliðsverkefnum á árinu enda miklar framfarir í gangi hjá

hópnum.

Félagsandinn var frábær líkt og fyrri ár en slíkt er lykilatriði í starfinu þar sem iðkendur vinna mikið

saman og hjálpa hver öðrum að ná markmiðum sínum. Áfram var unnið að uppbyggingu á starfi

tengdu ólympískum lyftingum og fékk deildin aðild að LSÍ á árinu og sendi keppendur á tvö mót.

Enn þarf að vinna að frekari uppbyggingu á æfingaaðstöðu svo það sé hægt að æfa íþróttina að

fullu í húsnæði Stjörnunnar en okkar von er að það birti eitthvað til í þeim málum 2016.

Miklir sóknarmöguleikar eru til staðar fyrir kraftasport í Garðabæ og lítið því til fyrirstöðu að

Stjarnan nýti sér þá og taki sér sess á meðal sterkustu íþróttafélaga á landinu. Að lokum viljum

við þakka aðalstjórn og öðrum deildum fyrir gott samstarf á liðnu ári. Skíni Stjarnan!

F.h. stjórnar Lyftingadeildar Stjörnunnar Alexander Ingi Olsen Formaður

Page 57: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

53

14. Skýrsla sunddeildar

Starfsárið 2015

Stjórn

Stjórn sunddeildar er skipuð eftirtöldum:

Hannes Árnason, formaður Arnheiður Ingjaldsdóttir Sigrún Þorsteinsdóttir Þórey Þórðardóttir

Þjálfarar

Friðbjörn Pálsson er yfirþjálfari hjá Sunddeildinni. Hann hefur séð um þjálfun yngri hópa eins og

undanfarin ár, auk þess sér hann um daglegt skipulag deildarinnar. Hannes Már Sigurðsson sér

um þjálfun A og B hóps á móti Sindra Davíðssyni. Elín Hrefna Hannesdóttir, Kristín Lúðvíksdóttir,

Guðmundur Hannesson, Harpa Sævarsdóttir og Ólöf Embla Kristinsdóttir eru með C, D, E og

barnahópa. Sunddeildin hefur jafnframt nokkra aðstoðarþjálfara sem eru, eins og þjálfarar okkar,

öll núverandi eða fyrrverandi sundmenn. Þjálfarar deildarinnar sóttu á árinu þjálfara- og

skyndihjálparnámskeið sem haldin voru á vegum SSÍ/ÍSÍ og annara aðila. Deildin er með starfsemi

í fjórum sundlaugum og setur markmið sitt að sinna öllum aldurshópum eftir bestu getu.

Iðkendur

Iðkendur hjá deildinni eru í kringum 100-120 eftir því hvort þriggja til sex ára gömul börn eru talin

með. Auk þess sækja fjölmargir námskeið á vegum deildarinnar í vatnsleikfimi og ungbarnasund.

Æfingahópar eru 11 talsins: A hópur fyrir 13 ára og eldri , B hópur fyrir 11-15 ára, tveir C hópar

fyrir 8-11 ára, þrír D hópar fyrir 7-96-8 ára, fjórir E hópar fyrir byrjendur 4-7 ára auk námskeiða

fyrir aðra aldurshóp. Sundæfingar fyrir garpa sem eru 18 ára og eldri eru í biðstöðu.

Markmið

Yngri börn: Að börnin læri undirstöðutækni í sundgreinum. Lögð er áhersla á að börnin hafi gaman

af fremur en að ná árangri í keppni. Einnig er áhersla á að byggja upp samkennd og liðsheild.

Eldri börn: Að börnin fái fjölbreytta þjálfun í keppnisgreinum sundsins. Börnin fái að spreyta sig í

keppni á löggiltum sundmótum með jafnöldrum úr öðrum félögum.

Námskeið: Að bjóða upp á alhliða líkamsrækt í gegnum sundæfingar og sundleikfimi auk þess að

efla sundiðkun almennings.

Page 58: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

54

Námskeið

Haldin eru reglulega námskeið fyrir þriggja til sex ára börn í fylgd með foreldrum og hefur Friðbjörn,

Elín Hrefna og Ólöf haft umsjón með þeim. Námskeiðin hafa gengið mjög vel og eru orðin fastur

liður í starfi sunddeildarinnar. Einnig er boðið uppá ungbarnasund sem Elín Birna Guðmundsdóttur

hefur umsjón með en hún haft samstarf við sunddeildina síðan 2005. Birna hefur einnig verið með

vatnsleikfimi og leikfimi fyrir barnshafandi konur. Sunddeildin hefur undanfarin ár staðið fyrir

sundnámskeiðum í Ásgarði og Álftanesi yfir sumartímann fyrir börn á aldrinum 3ja til 11 ára.

Sumarnámskeiðin gengu vel eins og undanfarin sumur. Sundþjálfararnir Elín og Ólöf höfðu

umsjón með námskeiðunum. Aðstoðarþjálfarar voru þau Arna, Helga og Guðmundur Einar. Auk

þessa sér sunddeildin um sumarsundnámskeið fyrir barnaskóla Hjallastefnunnar. Aðsókn að

námskeiðum hefur verið góð og ánægjulegt að sjá metnað foreldra til að tryggja börnum sínum

góðan grunn í sundi, strax frá unga aldri.

Starfið árið 2015

Árið einkenndist af metnaði og bjartsýni eins og undanfarin ár. Yngra starfið gekk vel eins og fyrri

ár. Innanfélagsmót og sýningar voru haldin í Mýrinni r tvisvar sinnum á hvorri önn

innanfélagsmót/sýningar og tókust þau vel í alla staði. Á þessum mótum er lögð áhersla á réttan

sundstíl frekar en hraða og allir frá þátttökuviðurkenningu. Auk þess er reglulega boðið uppá

pizzukvöld og leiktíma til að brjóta upp starfið hjá yngstu hópunum. Það hefur einnig verið hefð

síðusta ára að enda hverja önn með stórum leiktíma í einni veglegustu laug landsins, á Álftanesi,

við mikla ánægju iðkennda.

Elstu iðkendur deildarinnar sóttu flest þau mót sem voru í boði á árinu undir merkjum

Sundsambands Íslands; Gullmót KR, SH mót, sundmót Ægis, sundmót Ármanns, Íslandsmót í

50m laug, vormót Breiðabliks og Fjölnis. Sundmenn okkar komust á verðlaunapall í nokkrum

greinum á þessum mótum.

Í júní lauk svo A-hópurinn tímabilinu með þáttöku á aldursflokkameistaramóti Íslands (AMÍ) og

stóðu þau sig öll með stakri prýði og fengu fjölmörg verðlaun. Hallgrímur Kjartansson og Helga

Þöll Guðjónsdóttir fengu bæði gullverðlaun.

Haustið byrjaði síðan með Ægismóti, Fjölnismóti, Íslandsmóti í 25 m laug. Miklar og góðar

framfarir hafa verið í vetur og stefnir í flottan árangur á AMÍ og UMÍ í sumar.

Sunddeildin er með samning við Garðabæ frá árinu 2005 um að skráðir iðkendur deildarinnar fái

frítt í sund. Tilgangurinn hefur verið sá að gefa iðkendum kost á að bæta við sig sundæfingum.

Page 59: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

55

Þetta samkomulag verður með breyttu fyrirkomulagi; gefin verða út sérstök aðgangskort að

lauginni í Ásgarði fyrir iðkendur deildarinnar 11 ára og eldri. Þau yngri fá eins í Garðabær áfram

frítt í sund. Við hvetjum iðkendur okkar til að nýta sér þetta sem best.

Sunddeildin er í vexti og býður nú upp á fjölbreytta sundiðkun fyrir alla aldurshópa, þ.e. allt frá

ungbarnasundi að garpasundi auk vatnsleikfimi. Þannig reynir deildin að leggja sitt af mörkum til

að efla sundiðkun almennings. Deildin leggur mikla áherslu á að efla félagsanda iðkenda og að

byggja upp sterk tengsl innan hópsins. Með þetta að markmiði voru meðal annars haldin nokkur

pizzakvöld, farið í bíó, keilu o.fl. Allir þessir viðburðir hafa farið vel fram og iðkendur okkar verið

deildinni og öðrum til sóma.

Aðstaðan

Boðið eru uppá æfingar og námskeið í fjórum sundlaugum; Ásgarði, Álftanesi, Mýrinni og í

Sjálandsskóla. Sundæfingar eru að hefjast klukkan 15:15 fyrir yngsta hópinn, sem getur þannig

æft sund í tengslum við dvöl í skólaskjóli Hofsstaðaskóla. Með góðum innilaugum í Mýrinni og í

Sjálandi er unnt að bjóða upp á námskeið fyrir þriggja til sex ára börn og ungbarnasund.

Sundlaugin í Mýrinni hentar síður fyrir eldri iðkendur enda laugin stutt og vatnið almennt heitt sem

hentar litlum kroppum. Þá hafa ekki verið til staðar kvenkyns baðverðir síðla dags en slíkt

takmarkar nýtingu laugarinnar. Sundlaugin í Ásgarði nýtist vel fyrir eldri iðkendur og því fara

æfingar þeirra að mestu leyti fram þar. Við erum mjög þakklát fyrir þá aðstöðu sem sunddeildin

hefur fyrir starfsemi sína en áfram er unnt að láta sig dreyma. Kennslulaugin við Sjálandsskóla

hefur veitt okkur færi á að auka fjölga æfingahópum fyrir yngri iðkenndur. Sunddeildin hefur áhuga

á að vinna með öðrum deildum og félögum og hefur m.a. boðið fram þjálfara fyrir íþróttaskóla

Stjörnunnar og krakka í skólaskjóli Sjálandsskóla. Sunddeildin hefur jafnframt boðið uppá

sundþjálfun á Álftanesi undanfarin ár. Deildin hefur einnig séð um sérstök námskeið fyrir

nemendur í barnaskóla Hjallastefnunnar á Vífilsstöðum. Við vonumst til áfarmhaldandi samstarfs

og bjóðum fram þekkingu okkar við að veita börnum sem besta færni í sundi. Sundlaugin í Ásgarði

er komin til ára sinna og því mikilvægt að huga að endurbótum á henni. Elstu hóparnir okkar eru

einnig að stækka og leggja þarf fleiri brautir í lauginni undir æfingar, bæði á morgnana og síðdegis.

Sunddeildin hefur hins vegar áhyggjur af lágmarksmönnun íþróttahúsanna Mýrarinnar og Sjálands

en þar er bara einn starfsmaður á vakt seinni part dags með stór mannvirki eins og bent var á hér

að framan.

Page 60: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

56

Fjármálin

Sunddeildin hefur lagt áherslu á að halda fjármálum deildarinnar í jafnvægi. Fram til þessa hefur

tekist að standa undir útgjöldum með æfingargjöldum og styrkjum. Skráning á iðkendum fer fram

í Nóra, en það kerfi hefur nýst vel til að skipta hópum og innheimta æfingagjöld.

Styrkaraðilum hefur hins fækkað verulega og er nú svo komið að framlög frá þeim eru nær horfin.

Þó hafa auglýsingasamningar til lengri tíma við Pizzuna, Food Co og ÍSAM gert okkur kleift að

standa undir kostnaði við félagskvöld iðkenda sem eru þeim að kostnaðarlausu.

Framtíðin

Sunddeildin hefur verið að vaxa og dafna undanfarin ár og hefur bætt aðstaða veitt deildinni mikinn

styrk. Stöðug fjölgun yngri iðkenda leggur grunninn að öflugum keppnishópi framtíðarinnar en ekki

síður að öflugum hópi iðkenda sem gerir sundið að hluta af sínum lífsstíl. Því er mikilvægt að

halda áfram uppbyggingu sundmannvirkja til að hægt verði að mæta þörfum ólíkra hópa til

framtíðar.

Að lokum þakkar stjórn sunddeildarinnar öllum þeim sem komu að starfinu með einum eða öðrum

hætti.

f.h. sunddeildar Stjörnunnar

Hannes Árnason, formaður

Page 61: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

57

15. Reikningar ársins

Félagið er ungmennafélag, sem rekur umfangsmikið íþrótta- og tómstundastarf í Garðabæ.

Rekstur félagsins skiptist niður á 8 deildir sem hver og ein er rekin sjálfstætt. Ársreikningur

félagsins sem saminn er eftir bókum félagsins hefur að geyma rekstrar- og efnahagsreikning

hverrar deildar og heildarreikning allra deilda með skýringum og yfirliti um sjóðstreymi.

Heildartekjur félagsins á árinu 2015 námu 719,7 milljónum króna og afkoma af rekstri félagsins

var jákvæð um 18,5 milljónir króna. Eigið fé félagsins í árslok 2015 nam 71,5 milljón króna.

Garðabæ, 26. apríl 2016

Stjórn UMF Stjörnunnar

Framkvæmdastjóri

Page 62: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

58

16. Áritun endurskoðenda

Ársreikningurinn hefur að geyma rekstrarreikning og efnahagsreikning allra deilda félagsins ásamt

heildarreikningi, sjóðstreymi og skýringum.

Ábyrgð stjórnar og framkvæmdastjóra á ársreikningnum

ársreikninga. Stjórn og framk

vegna sviksemi eða mistaka.

Ábyrgð endurskoðanda

Ábyrgð okkar felst í því áliti

siðareglum og skipuleggja og haga endurskoðuninni þannig að nægjanleg vissa fáist um

sé án verulegra annmarka.

skipuleggja viðeigandi endurskoðunaraðgerði

stjórnendur nota við gerð ársreikningsins séu viðeigandi, sem og mat á framsetningu hans

Álit

desember 2012 og breytingu á handbæru fé á árinu 2012, í samræmi við lög um ársreikninga.

Reykjavík 30. apríl 2013

Íslenskir endurskoðendur ehf

_______________________ _________________________

Page 63: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

59

17. Skýringar

Reikningsskilaaðferðir

Ársreikningurinn er gerður í samræmi við lög og góða reikningsskilavenju. Hann er byggður á

kostnaðarverðsreikningsskilum og er í öllum megindráttum fylgt sömu reikningsskilaaðferðum og

á fyrra ári.

Eignir og skuldir sem bundnar eru vísitölu eða gengi erlendra gjaldmiðla eru færðar upp miðað við

verðlag eða gengi í lok reikningsárs.

Varanlegir rekstrarfjármunir

Varanlegir rekstrarfjármunir, eru færðir til eignar á upphaflegu kostnaðarverði.

Það hefur verið stefna forráðamanna UMF Stjörnunnar undanfarin ár að færa ekki til eignar í

ársreikningi félagsins óefnislegar eignir þegar veruleg óvissa ríkir um raunverulegt verðmæti

þeirra. Á það meðal annars við um verðmat á leikmönnum meistaraflokka félagsins.

Vegna skilyrðislausra krafna Leyfiskerfis KSÍ er verðmæti leikmanna meistaraflokks karla í

knattspyrnudeild nú fært til eignar í ársreikninginn. Verðmæti leikmanna er reiknað skv.

félagaskiptakerfi KSÍ og nam í árslok 2013 5,8 milljónum króna.

Skuldbindingar

Engar skuldbindingar hvíla á félaginu í árslok 2013 umfram þær sem fram koma í ársreikningi

félagsins.

Önnur mál

Auk annarra styrkja eru afnot íþróttamannvirkja í Garðabæ reiknuð og færð í ársreikninginn.

Reiknuð afnot nema samtals 101,3 mkr. og eru færð til tekna og gjalda á deildir í hlutfalli við

notkun.

Page 64: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

60

Page 65: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

2015 Áætlun 2015 2014 2013

REKSTRARTEKJUR:

Framlög og styrkir ................................................................................ 207.474.021 218.127.433 184.809.250 181.594.697

Reiknuð afnot íþróttamannvirkja ......................................................... 110.864.736 111.402.306 108.251.981 101.254.844

Æfingagjöld .......................................................................................... 150.687.526 156.608.164 155.750.906 131.788.654

Rekstur knattspynuvalla ....................................................................... 38.000.000 35.499.996 32.100.000 32.100.000

Mótatekjur ............................................................................................ 132.598.010 79.833.233 121.418.802 20.555.616

Auglýsingatekjur .................................................................................. 8.454.998 8.759.772 5.593.496 225.000

Fjáröflunarverkefni ............................................................................... 22.515.986 13.745.400 8.582.870 10.889.741

Tekjur vegna félagsskipta .................................................................... 26.201.076 25.556.200 1.581.869 8.011.612

Aðrar tekjur af íþróttastarfi .................................................................. 884.481 5.074.776 405.800 546.000

Aðrar tekjur ........................................................................................... 22.002.814 8.365.650 26.075.169 26.834.334

719.683.648 662.972.930 644.570.143 513.800.498

REKSTRARGJÖLD:

Kostnaður vegna þjálfunar:

Laun og verktakagreiðslur ................................................................... 239.489.957 207.680.074 196.613.055 165.874.975

Rekstur bifreiða .................................................................................... 94.385 4.929.756 5.322.122 5.124.186

Ferðakostnaður ..................................................................................... 2.657.355 1.593.400 1.642.524 1.080.300

Gjöld vegna félagsskipta ...................................................................... 0 237.200 0

Áhöld og búnaður ................................................................................. 2.643.797 2.595.140 4.032.800 1.602.906

Sjúkrakostnaður .................................................................................... 137.621 0 80.437 101.356

Húsnæðiskostnaður .............................................................................. 3.991.147 1.592.380 1.942.950 5.028.840

Annar kostnaður ................................................................................... 1.470.525 3.300.916 1.040.215 2.220.184

250.484.787 221.691.666 210.911.303 181.032.747

Kostnaður vegna leikmanna:

Laun og verktakagreiðslur ................................................................... 97.806.757 92.669.987 76.211.493 71.718.749

Rekstur bifreiða .................................................................................... 6.002.420 11.567.600 12.257.465 10.078.082

Ferðakostnaður ..................................................................................... 5.534.174 5.033.312 5.388.022 4.232.983

Gjöld vegna félagsskipta ...................................................................... 16.766.778 4.905.284 7.420.714 4.032.944

Áhöld og búnaður ................................................................................. 12.321.848 6.279.872 10.046.057 10.912.753

Sjúkrakostnaður .................................................................................... 13.544.807 10.267.916 10.480.893 8.828.560

Húsnæðiskostnaður .............................................................................. 10.664.091 8.529.692 8.861.194 5.452.446

Annar kostnaður ................................................................................... 7.965.558 4.148.200 7.294.937 10.995.796

170.606.433 143.401.863 137.960.775 126.252.313

Mótakostnaður:

Kostnaður sérsambands ....................................................................... 3.566.881 4.656.930 4.785.752 3.358.699

Ferðakostnaður ..................................................................................... 8.185.278 10.899.520 45.314.951 10.169.923

Dómgæsla ............................................................................................. 4.916.795 4.668.788 4.429.100 4.192.945

Mótagjöld .............................................................................................. 5.345.651 20.076.868 2.471.604 2.853.300

Annar kostnaður ................................................................................... 23.654.154 1.966.104 13.806.241 517.957

45.668.759 42.268.210 70.807.648 21.092.824

Annar kostnaður

Laun og verktakagreiðslur ................................................................... 57.402.410 59.399.928 43.925.800 33.368.161

Húsnæðiskostnaður og rekstur mannvirkja ......................................... 21.327.975 3.924.180 18.187.778 16.963.790

Reiknuð afnot íþróttamannvirkja ......................................................... 110.864.736 111.305.580 108.251.981 101.254.844

Sölu- og stjórnunarkostnaður ............................................................... 30.769.444 34.554.280 32.396.493 21.036.437

Námskeið og fræðsla ............................................................................ 113.880 0 137.200 210.500

Ýmiss annar kostnaður ......................................................................... 13.925.238 3.915.048 5.158.591 7.262.875

234.403.683 213.099.016 208.057.843 180.096.607

Rekstrargjöld alls 701.163.662 620.460.755 627.737.569 508.474.491

Afkoma fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld ........................................ 18.519.986 42.512.175 16.832.574 5.326.007

FJÁRMUNATEKJUR OG FJÁRMAGNSGJÖLD:

Vaxtatekjur ........................................................................................... 937.447 724.824 437.035 341.533

Vaxtagjöld og verðbætur ...................................................................... 934.720 )( 729.768 )( 1.806.023 )( 854.317 )(

2.727 4.944 )( 1.368.988 )( 512.784 )(

Hagnaður ársins 18.522.713 42.507.231 15.463.586 4.813.223

UMF STJARNAN HEILDARREIKNINGUR

REKSTRARREIKNINGUR 31. DESEMBER 2015

Page 66: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

2015 2014 2013

FASTAFJÁRMUNIR:

Varanlegir rekstrarfjármunir:

Fasteign ................................................................................................. 28.515.106 28.515.106 28.515.106

Óefnislegar eignir:

Verðgildi leikmanna ............................................................................. 7.100.000 6.600.000 5.800.000

Fastafjármunir samtals 35.615.106 35.115.106 34.315.106

VELTUFJÁRMUNIR:

Viðskiptakröfur ..................................................................................... 16.682.297 15.512.705 10.368.970

Ýmsar skammtímakröfur ...................................................................... 12.436.730 17.555.793 18.898.503

Fyrirframgreiddur kostnaður ................................................................ 37.148 0 290.000

Handbært fé .......................................................................................... 78.687.712 24.944.741 14.974.320

Veltufjármunir samtals 107.843.887 58.013.239 44.531.793

EIGNIR ALLS 143.458.993 93.128.345 78.846.899

EIGIÐ FÉ:

Yfirfært frá fyrra ári ............................................................................ 48.217.042 32.753.456 27.764.476

Hagnaður ársins .................................................................................. 18.522.713 15.463.586 4.813.223

Endurmatsreikningur leikmanna ........................................................ 4.800.000 4.300.000 3.500.000

Aðrar breytingar á eigin fé ................................................................. 0 0 175.757

Eigið fé samtals 71.539.755 52.517.042 36.253.456

SKAMMTÍMASKULDIR:

Skuldir við lánastofnanir ...................................................................... 41.272 9.307.222 11.448.745

Ógreiddur kostnaður ............................................................................ 46.669.328 26.141.173 28.075.663

Aðrar skammtímaskuldir ...................................................................... 25.208.638 5.162.908 3.069.035

Skuldir samtals 71.919.238 40.611.303 42.593.443

SKULDIR OG EIGIÐ FÉ SAMTALS 143.458.993 93.128.345 78.846.899

UMF STJARNAN HEILDARREIKNINGUR

SKULDIR OG EIGIÐ FÉ

EIGNIR

EFNAHAGSREIKNINGUR 31. DESEMBER 2015

Page 67: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

60

Page 68: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

2015 2014 2013

Rekstrarhreyfingar:

Afkoma fyrir fjármagnsliði .............................................................. 18.519.986 16.832.574 5.326.007

Breytingar rekstrartengdra eigna og skulda ....................................... 19.321.415 6.788.225 )( 3.600.141 )(

Handbært fé frá rekstri án vaxta .................................................... 37.841.401 10.044.349 1.725.866

Innborgaðar vaxtatekjur ................................................................ 937.447 437.035 341.533

Greiddir vextir ............................................................................... 934.720 )( 1.806.023 )( 854.317 )(

Handbært fé frá rekstri 37.844.128 8.675.361 1.213.082

Fjármögnunarhreyfingar:

Hækkun/lækkun skammtímaliða ....................................................... 15.898.843 1.295.060 5.775.049

Aðrar breytingar á eigin fé ................................................................ 0 0 175.757

Fjármögnunarhreyfingar 15.898.843 1.295.060 5.950.806

Breytingar á handbæru fé á árinu 53.742.971 9.970.421 7.163.888

Handbært fé í ársbyrjun 24.944.741 14.974.320 7.810.432

Handbært fé í árslok 78.687.712 24.944.741 14.974.320

UMF STJARNAN HEILDARREIKNINGUR

SJÓÐSTREYMI ÁRIÐ 2015

Page 69: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

Rek

stra

rtek

jur:

Fél

ag

iðA

ða

lstj

órn

Alm

.íþ

rótt

irH

lau

pa

pu

rB

lak

Fim

leik

ar

Ha

nd

bolt

iK

na

ttsp

yrn

aL

yft

ing

ad

eild

Ka

rfa

Su

nd

Fra

mlö

g o

g s

tyrk

ir2

72

.95

2.1

85

10

9.1

80

.00

05

5.0

00

7.5

71

.60

61

2.9

97

.08

03

8.5

18

.52

57

8.7

29

.45

12

4.9

31

.17

59

69

.34

8

Rei

kn

afn

ot

íþró

ttam

ann

vir

kja

22

2.1

70

.32

81

11

.30

5.5

92

98

0.5

56

5.2

35

.14

42

1.0

81

.52

82

1.0

50

.10

04

3.2

98

.44

87

58

.22

01

3.6

78

.40

44

.78

2.3

36

Æfi

ngag

jöld

15

0.6

87

.52

62

.71

6.7

13

1.7

30

.55

97

6.5

52

.61

01

1.9

58

.43

83

9.0

38

.44

98

64

.00

01

0.3

67

.80

87

.45

8.9

49

Rek

stu

r kn

atts

pyrn

uval

la3

8.0

00

.00

03

8.0

00

.00

0

tate

kju

r1

32

.59

8.0

10

62

7.0

00

2.7

87

.34

05

.65

9.8

73

12

0.1

55

.09

53

.25

5.2

02

11

3.5

00

Au

glý

sin

gat

ekju

r8

.45

4.9

98

8.4

54

.99

8

Fjá

röfl

un

arver

kef

ni

22

.51

5.9

86

62

.32

33

.69

9.1

94

5.0

98

.39

78

.60

0.6

76

5.0

50

.89

64

.50

0

Tek

jur

veg

na

féla

gas

kip

ta2

6.2

01

.07

64

24

.39

62

5.7

76

.68

0

rar

tekju

r af

íþró

ttas

tarf

i8

84

.48

15

36

.78

13

47

.70

0

rar

tekju

r2

2.0

02

.81

41

7.6

58

.90

92

.36

9.2

73

50

.00

01

.62

6.1

20

29

8.5

12

89

6.4

67

.40

42

76

.14

4.5

01

98

0.5

56

5.1

40

.98

61

5.2

76

.63

21

19

.28

0.6

53

91

.46

3.2

39

31

5.5

98

.79

91

.62

2.2

20

57

.28

3.4

85

13

.67

6.3

33

Rek

stra

rgjö

ld:

Sty

rk

ir t

il d

eil

da

17

6.7

83

.75

61

76

.78

3.7

56

Kost

na

ðu

r v

eg

na

þjá

lfu

na

r:

Lau

n o

g v

erkta

kag

reið

slu

r2

39

.48

9.9

57

3.0

80

.00

05

.76

5.4

98

83

.86

7.1

19

34

.30

8.0

92

83

.78

4.3

23

20

.65

6.3

08

8.0

28

.61

7

Rek

stu

r b

ifre

iða

94

.38

54

1.9

12

52

.47

3

Fer

ðak

ost

nað

ur

2.6

57

.35

55

4.5

22

1.2

14

.31

87

04

.49

65

54

.01

91

30

.00

0

Gjö

ld v

egn

a fé

lagas

kip

ta

Áh

öld

og b

ún

aðu

r2

.64

3.7

97

25

.10

01

33

.23

71

.07

6.5

88

22

2.2

83

39

8.2

61

17

9.3

10

54

1.0

73

67

.94

5

Sjú

kra

ko

stn

aðu

r1

37

.62

11

08

.13

72

9.4

84

snæ

ðis

ko

stn

aðu

r3

.99

1.1

47

20

0.0

00

1.1

40

.94

01

.89

8.0

94

57

9.9

75

17

2.1

38

An

nar

ko

stn

aðu

r1

.47

0.5

25

44

.00

03

5.4

64

92

0.2

73

19

3.8

73

20

3.5

68

42

.00

01

8.0

00

13

.34

7

25

0.4

84

.78

73

.34

9.1

00

7.1

29

.66

18

9.0

84

.52

93

5.4

70

.65

68

5.5

49

.63

02

21

.31

02

1.5

69

.99

28

.10

9.9

09

Kost

na

ðu

r v

eg

na

leik

ma

nn

a:

Lau

n o

g v

erkta

kag

reið

slu

r9

7.8

06

.75

71

5.7

87

.61

27

1.3

63

.35

01

0.6

55

.79

5

Rek

stu

r b

ifre

iða

6.0

02

.42

04

8.9

02

2.4

36

.79

12

.20

8.5

96

1.3

08

.13

1

Fer

ðak

ost

nað

ur

5.5

34

.17

43

8.0

00

61

0.7

26

4.0

39

.01

68

46

.43

2

Gjö

ld v

egn

a fé

lagas

kip

ta1

6.7

66

.77

84

2.0

00

3.5

01

.39

81

2.1

75

.52

21

.04

7.8

58

Áh

öld

og b

ún

aðu

r1

2.3

21

.84

85

28

.04

22

.60

5.4

71

3.9

03

.91

62

.68

3.5

47

46

.80

52

.33

7.2

63

21

6.8

04

Sjú

kra

ko

stn

aðu

r1

3.5

44

.80

76

0.0

00

48

4.1

16

3.5

81

.28

77

.42

6.2

42

1.9

93

.16

2

snæ

ðis

ko

stn

aðu

r1

0.6

64

.09

12

.44

7.9

13

6.0

71

.51

62

.14

4.6

62

An

nar

ko

stn

aðu

r7

.96

5.5

58

8.1

07

15

7.6

64

65

.71

48

71

.33

31

.38

0.6

08

4.7

11

.81

77

70

.31

5

17

0.6

06

.43

38

.10

71

57

.66

47

44

.65

83

.99

8.9

20

33

.65

0.2

51

11

0.6

79

.60

64

6.8

05

21

.10

3.6

18

21

6.8

04

tak

ost

na

ðu

r:

Ko

stn

aðu

r sé

rsam

ban

ds

3.5

66

.88

11

12

.00

06

73

.06

07

00

.40

05

74

.50

01

.01

4.0

48

49

2.8

73

Fer

ðak

ost

nað

ur

8.1

85

.27

87

56

.05

01

47

.80

01

.35

8.5

44

3.4

40

.42

82

.43

9.1

49

43

.30

7

mgæ

sla

4.9

16

.79

51

98

.00

07

68

.83

71

.79

5.1

90

21

7.1

92

1.9

37

.57

6

tagjö

ld5

.34

5.6

51

60

5.6

19

3.7

77

.40

05

51

.85

01

06

.00

07

7.0

00

75

.00

01

52

.78

2

An

nar

ko

stn

aðu

r2

3.6

54

.15

42

65

.62

48

2.1

00

23

.24

3.0

83

63

.34

7

45

.66

8.7

59

1.6

71

.66

95

.63

2.7

21

4.4

88

.08

42

7.5

81

.20

37

7.0

00

5.4

65

.77

37

52

.30

9

An

na

r r

ek

stra

rk

ost

na

ðu

r:

Lau

n o

g v

erkta

kag

reið

slu

r5

7.4

02

.41

05

7.4

02

.41

0

snæ

ðis

ko

stn

aðu

r2

1.3

27

.97

52

1.1

24

.53

22

03

.44

3

Rei

kn

afn

ot

íþró

ttam

ann

vir

kja

11

0.8

64

.73

69

80

.55

65

.23

5.1

44

21

.08

1.5

28

21

.05

0.1

00

43

.29

8.4

48

75

8.2

20

13

.67

8.4

04

4.7

82

.33

6

lu-

og s

tjó

rnu

nar

ko

stn

aðu

r3

0.7

69

.44

41

5.2

85

.78

61

1.2

10

1.5

93

.75

87

5.0

00

52

2.5

14

1.3

09

.21

31

1.5

80

.58

13

07

.03

88

4.3

44

Nám

skei

ð o

g f

ræð

sla

11

3.8

80

11

3.8

80

Ým

is k

ost

nað

ur

13

.92

5.2

38

2.7

58

.26

93

8.9

92

39

3.7

05

23

.86

23

.17

5.6

75

2.3

83

.80

74

.57

1.6

00

2.9

22

49

6.7

63

79

.64

3

23

4.4

03

.68

39

6.5

70

.99

71

.03

0.7

58

1.9

87

.46

35

.33

4.0

06

24

.77

9.7

17

24

.94

6.5

63

59

.56

4.5

09

76

1.1

42

14

.48

2.2

05

4.9

46

.32

3

Rek

stra

rgjö

ld a

lls

87

7.9

47

.41

82

73

.35

4.7

53

1.0

38

.86

55

.49

4.2

27

14

.87

9.9

94

12

3.4

95

.88

79

8.5

55

.55

42

83

.37

4.9

48

1.1

06

.25

76

2.6

21

.58

81

4.0

25

.34

5

Ha

gn

ur

(Ta

p)

án

fjá

rma

gn

slið

a1

8.5

19

.98

6

2.7

89

.74

8

58

.30

9 )

(

35

3.2

41

)(

39

6.6

38

4

.21

5.2

34

)(

7.0

92

.31

5 )

(

3

2.2

23

.85

1

51

5.9

63

5

.33

8.1

03

)(

34

9.0

12

)(

Fjá

rmu

na

tek

jur

og

fjá

rma

gn

sgjö

ld:

Vax

tate

kju

r9

37

.44

74

3.6

24

1.1

32

53

.83

92

0.2

28

20

.81

41

01

.89

64

82

.57

21

4.6

12

56

.14

61

42

.58

4

Vax

tagjö

ld o

g v

erð

tur

93

4.7

20

)(

69

9.3

37

)(

-87

.36

57

3.2

79

)(

58

.60

3 )

(

16

.13

6 )

(

2.7

27

6

55

.71

3 )

(

1.1

32

5

3.8

39

2

0.2

28

6

6.5

51

)(

28

.61

7

42

3.9

69

1

4.6

12

4

0.0

10

1

42

.58

4

HA

GN

UR

(T

AP

) Á

RS

INS

18

.52

2.7

13

2

.13

4.0

35

5

7.1

77

)(

2

99

.40

2 )

(

4

16

.86

6

4.2

81

.78

5 )

(

7

.06

3.6

98

)(

32

.64

7.8

20

5

30

.57

5

5.2

98

.09

3 )

(

2

06

.42

8 )

(

Rek

stra

rrei

kn

ing

ur

01

.01

- 3

1.1

2 2

01

5

U M

F

S T

J A

R N

A N

Á

rsy

firl

it e

ftir

dei

ldu

m

Page 70: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

Fél

ag

iðA

ða

lstj

órn

Alm

.íþ

rótt

irH

lau

pa

pu

rB

lak

Fim

leik

ar

Ha

nd

bolt

iK

na

ttsp

yrn

aL

yft

ing

ad

eild

Ka

rfa

Su

nd

Fa

sta

fjá

rmu

nir

:

Fas

teig

nir

28

.51

5.1

06

28

.51

5.1

06

Ver

ðgil

di

leik

man

na

7.1

00

.00

07

.10

0.0

00

Fas

tafj

árm

un

ir s

amta

ls3

5.6

15

.10

62

8.5

15

.10

67

.10

0.0

00

Vel

tufj

árm

un

ir:

Við

skip

takrö

fur

16

.68

2.2

97

24

5.0

00

55

0.0

00

36

8.4

22

3.4

34

.51

07

.88

6.5

74

4.1

37

.79

16

0.0

00

alst

jórn

52

.97

3.0

92

1.9

25

.39

51

.30

7.8

34

3.9

86

.97

24

1.9

19

.60

51

.15

0.0

00

2.6

83

.28

6

Krö

fur

á d

eild

ir4

.27

4.2

94

4.2

74

.29

4

Ým

sar

skam

mtí

mak

röfu

r1

2.4

36

.73

09

30

.83

02

66

.00

09

.16

6.8

38

1.7

44

.59

93

28

.46

3

Fyri

rfra

mgre

idd

ur

ko

stn

aðu

r3

7.1

48

37

.14

8

Han

db

ært

78

.68

7.7

12

13

.93

5.3

91

96

.29

31

.63

3.0

33

1.1

30

.17

36

41

.18

92

.40

4.1

74

50

.96

0.3

75

12

4.8

39

1.9

68

.65

85

.79

3.5

87

Vel

tufj

árm

un

ir s

amta

ls1

65

.09

1.2

73

19

.17

7.6

63

2.0

21

.68

81

.87

8.0

33

3.2

54

.00

71

0.1

76

.44

99

.82

5.6

56

10

2.5

11

.15

31

.27

4.8

39

9.1

18

.19

85

.85

3.5

87

EIG

NIR

SA

MT

AL

S2

00

.70

6.3

79

47

.69

2.7

69

2.0

21

.68

81

.87

8.0

33

3.2

54

.00

71

0.1

76

.44

99

.82

5.6

56

10

9.6

11

.15

31

.27

4.8

39

9.1

18

.19

85

.85

3.5

87

Eig

ið f

é:Y

firf

ært

frá

fyrr

a ár

i4

8.2

17

.04

28

.92

0.0

87

3.8

72

.37

82

.16

7.3

90

-4.9

26

.67

64

17

.31

03

8.1

81

.47

37

44

.26

4-6

.18

3.7

62

5.0

24

.57

8

En

du

rmat

srei

kn

ingu

r le

ikm

ann

a4

.80

0.0

00

4.8

00

.00

0

rar

bre

yti

ngar

á e

igin

-1.8

32

.19

31

.83

2.1

93

Hag

nað

ur

(Tap

) ár

sin

s1

8.5

22

.71

3

2.1

34

.03

5

57

.17

7 )

(

29

9.4

02

)(

41

6.8

66

4

.28

1.7

85

)(

7.0

63

.69

8 )

(

32

.64

7.8

20

5

30

.57

5

5.2

98

.09

3 )

(

20

6.4

28

)(

Eig

ið f

é sa

mta

ls7

1.5

39

.75

51

1.0

54

.12

21

.98

3.0

08

1.5

32

.79

12

.58

4.2

56

-9.2

08

.46

1-6

.64

6.3

88

75

.62

9.2

93

1.2

74

.83

9-1

1.4

81

.85

54

.81

8.1

50

Sk

am

mtí

ma

sku

ldir

Sku

ld v

ið l

ánas

tofn

anir

41

.27

24

1.2

72

alst

jórn

57

.24

7.3

86

35

.24

26

38

.05

11

6.8

38

.53

79

.94

9.5

45

12

.08

0.7

32

16

.97

4.0

92

73

1.1

87

Sku

ldir

við

dei

ldir

Ógre

idd

ur

ko

stn

aðu

r4

6.6

69

.32

83

6.6

38

.64

73

8.6

80

31

0.0

00

31

.70

02

.50

5.1

01

1.8

09

.15

64

.68

6.9

80

34

4.8

14

30

4.2

50

rar

skam

mtí

mas

ku

ldir

25

.20

8.6

38

4.7

13

.34

31

7.2

14

.14

83

.28

1.1

47

Sku

ldir

sam

tals

12

9.1

66

.62

43

6.6

38

.64

73

8.6

80

34

5.2

42

66

9.7

51

19

.38

4.9

10

16

.47

2.0

44

33

.98

1.8

60

20

.60

0.0

53

1.0

35

.43

7

SK

UL

DIR

OG

EIG

IÐ F

É S

AM

TA

LS

20

0.7

06

.37

94

7.6

92

.76

92

.02

1.6

88

1.8

78

.03

33

.25

4.0

07

10

.17

6.4

49

9.8

25

.65

61

09

.61

1.1

53

1.2

74

.83

99

.11

8.1

98

5.8

53

.58

7

SK

UL

DIR

OG

EIG

IÐ F

É

EIG

NIR

Efn

ah

ag

srei

kn

ing

ur

31

.12

20

15

Árs

yfi

rlit

eft

ir d

eild

um

U M

F

S T

J A

R N

A N

Page 71: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

2015 2014

REKSTRARTEKJUR:

Rekstrarstyrkir .............................................................................................. 43.000.004 30.000.004

Reiknuð afnot íþróttamannvirkja ................................................................... 111.305.592 108.680.567

Rekstur knattspyrnuvalla ............................................................................... 38.000.000 32.100.000

Afrekssjóður ................................................................................................. 57.200.000 60.000.000

Styrkur vegna unglingastarfs ........................................................................ 8.979.996 9.999.996

Íþróttaskóli .................................................................................................... 5.775.369 4.799.106

Kvennahlaup ................................................................................................. 286.630 98.437

Lotto ............................................................................................................. 7.014.158 7.649.888

Aðrar tekjur ................................................................................................ 4.582.752 4.654.604

276.144.501 257.982.602

REKSTRARGJÖLD:

Styrkir til deilda:

Afreksstyrkir ................................................................................................. 59.919.020 58.991.860

Styrkir til unglingastarfs ................................................................................ 6.000.000 5.473.272

Reiknuð afnot íþróttamannvirkja ................................................................... 110.864.736 108.251.982

176.783.756 172.717.114

Annar rekstrarkostnaður:

Laun og verktakagreiðslur ............................................................................. 57.402.410 43.925.800

Rekstur mannvirkja ....................................................................................... 18.841.243 15.322.255

Sölu- og stjórnunarkostnaður ........................................................................ 15.285.786 18.376.786

Íþróttaskóli .................................................................................................... 2.630.481 1.949.511

Rekstur húsnæðis .......................................................................................... 2.283.289 2.865.523

Ýmiss annar kostnaður .................................................................................. 127.788 196.335

96.570.997 82.636.210

Rekstrargjöld alls 273.354.753 255.353.324

Afkoma fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld ................................................... 2.789.748 2.629.278

FJÁRMUNATEKJUR OG (FJÁRMAGNSGJÖLD):

Vaxtatekjur ................................................................................................... 43.624 15.658

Vaxtagjöld og verðbætur ............................................................................... 699.337 )( 708.515 )(

655.713 )( 692.857 )(

HAGNAÐUR ÁRSINS 2.134.035 1.936.421

AÐALSTJÓRN

REKSTRARREIKNINGUR 31. DESEMBER 2015

Page 72: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

2015 2014

FASTAFJÁRMUNIR:

Varanlegir rekstrarfjármunir:

Fasteign ........................................................................................................ 28.515.106 28.515.106

Fastafjármunir samtals 28.515.106 28.515.106

VELTUFJÁRMUNIR:

Viðskiptakröfur ............................................................................................ 0 73.925

Kröfur á deildir ............................................................................................. 4.274.294 34.919.472

Ýmsar skammtímakröfur .............................................................................. 930.830 0

Fyrirframgreiddur kostnaður ......................................................................... 37.148 0

Handbært fé .................................................................................................. 13.935.391 259.212

Veltufjármunir samtals 19.177.663 35.252.609

EIGNIR ALLS 47.692.769 63.767.715

EIGIÐ FÉ:

Yfirfært frá fyrra ári .................................................................................... 8.920.087 6.983.666

Hagnaður ársins .......................................................................................... 2.134.035 1.936.421

Eigið fé samtals 11.054.122 8.920.087

SKAMMTÍMASKULDIR:

Skuldir við lánastofnanir ............................................................................... 0 9.307.222

Skuldir við deildir ......................................................................................... 0 31.868.187

Ógreiddur kostnaður ..................................................................................... 36.638.647 13.672.219

Skuldir samtals 36.638.647 54.847.628

SKULDIR OG EIGIÐ FÉ ALLS 47.692.769 63.767.715

EIGNIR

SKULDIR OG EIGIÐ FÉ

EFNAHAGSREIKNINGUR 31. DESEMBER 2015

AÐALSTJÓRN

Page 73: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

2015 2014

REKSTRARTEKJUR:

Framlög og styrkir ......................................................................................... 0 367.228

Reiknuð afnot íþróttamannvirkja ................................................................... 980.556 952.387

Æfingagjöld .................................................................................................. 0 2.637.624

Aðrar tekjur .................................................................................................. 0 7.500

980.556 3.964.739

REKSTRARGJÖLD:

Kostnaður vegna þjálfunar:

Laun og verktakagreiðslur ............................................................................. 0 2.007.375

0 2.007.375

Kostnaður vegna leikmanna:

Annar kostnaður ........................................................................................... 8.107 384.812

8.107 384.812

Annar rekstrarkostnaður:

Reiknuð afnot íþróttamannvirkja ................................................................... 980.556 952.387

Sölu- og stjórnunarkostnaður ........................................................................ 11.210 166.141

Ýmiss annar kostnaður .................................................................................. 38.992 47.119

1.030.758 1.165.647

Rekstrargjöld alls 1.038.865 3.557.834

Afkoma fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld ............................................ 58.309 )( 406.905

FJÁRMUNATEKJUR OG (FJÁRMAGNSGJÖLD):

Vaxtatekjur ................................................................................................... 1.132 41.267

1.132 41.267

(TAP) HAGNAÐUR ÁRSINS 57.177 )( 448.172

ALMENNINGSÍÞRÓTTADEILD

REKSTRARREIKNINGUR 31. DESEMBER 2015

Page 74: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

2015 2014

VELTUFJÁRMUNIR:

Viðskiptakröfur ............................................................................................ 0 290.000

Aðalstjórn ..................................................................................................... 1.925.395 2.000.000

Handbært fé .................................................................................................. 96.293 1.952.493

Veltufjármunir samtals 2.021.688 4.242.493

EIGNIR ALLS 2.021.688 4.242.493

EIGIÐ FÉ:

Yfirfært frá fyrra ári .................................................................................... 3.872.378 3.424.206

(Tap) Hagnaður ársins ................................................................................ 57.177 )( 448.172

Aðrar breytingar á eigin fé .......................................................................... 1.832.193 )( 0

Eigið fé samtals 1.983.008 3.872.378

SKAMMTÍMASKULDIR:

Ógreiddur kostnaður ..................................................................................... 38.680 370.115

Skuldir samtals 38.680 370.115

SKULDIR OG EIGIÐ FÉ ALLS 2.021.688 4.242.493

EIGNIR

SKULDIR OG EIGIÐ FÉ

ALMENNINGSÍÞRÓTTADEILD

EFNAHAGSREIKNINGUR 31. DESEMBER 2015

Page 75: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

2015 2014

REKSTRARTEKJUR:

Framlög og styrkir ......................................................................................... 55.000 0

Æfingagjöld .................................................................................................. 2.716.713 0

Aðrar tekjur .................................................................................................. 2.369.273 0

5.140.986 0

REKSTRARGJÖLD:

Kostnaður vegna þjálfunar:

Laun og verktakagreiðslur ............................................................................. 3.080.000 0

Áhöld og búnaður ......................................................................................... 25.100

Húsnæðiskostnaður ....................................................................................... 200.000

Annar kostnaður ........................................................................................... 44.000 0

3.349.100 0

Kostnaður vegna leikmanna:

Annar kostnaður ........................................................................................... 157.664 0

157.664 0

Annar rekstrarkostnaður:

Sölu- og stjórnunarkostnaður ........................................................................ 1.593.758 0

Ýmiss annar kostnaður .................................................................................. 393.705 0

1.987.463 0

Rekstrargjöld alls 5.494.227 0

Afkoma fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld ............................................ 353.241 )( 0

FJÁRMUNATEKJUR OG (FJÁRMAGNSGJÖLD):

Vaxtatekjur ................................................................................................... 53.839 0

53.839 0

(TAP) ÁRSINS 299.402 )( 0

HLAUPAHÓPUR

REKSTRARREIKNINGUR 31. DESEMBER 2015

Page 76: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

2015 2014

VELTUFJÁRMUNIR:

Viðskiptakröfur ............................................................................................ 245.000 0

Handbært fé .................................................................................................. 1.633.033 0

Veltufjármunir samtals 1.878.033 0

EIGNIR ALLS 1.878.033 0

EIGIÐ FÉ:

Yfirfært frá fyrra ári .................................................................................... 0 0

(Tap) ársins ................................................................................................. 299.402 )( 0

Aðrar breytingar á eigin fé .......................................................................... 1.832.193

Eigið fé samtals 1.532.791 0

SKAMMTÍMASKULDIR:

Aðalstjórn ..................................................................................................... 35.242

Ógreiddur kostnaður ..................................................................................... 310.000 0

Skuldir samtals 345.242 0

SKULDIR OG EIGIÐ FÉ ALLS 1.878.033 0

SKULDIR OG EIGIÐ FÉ

HLAUPAHÓPUR

EFNAHAGSREIKNINGUR 31. DESEMBER 2015

EIGNIR

Page 77: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

2015 2014

REKSTRARTEKJUR:

Framlög og styrkir ......................................................................................... 3.821.725 2.418.129

Reiknuð afnot íþróttamannvirkja ................................................................... 523.236 508.332

Æfingagjöld .................................................................................................. 0 30.000

Fjáröflunarverkefni ....................................................................................... 62.323 0

4.407.284 2.956.461

REKSTRARGJÖLD:

Kostnaður vegna þjálfunar:

Laun og verktakagreiðslur ............................................................................. 1.854.666 1.388.290

Ferðakostnaður ............................................................................................. 0 54.020

Áhöld og búnaður ......................................................................................... 33.066 30.120

Húsnæðiskostnaður ....................................................................................... 419.534 0

Annar kostnaður ........................................................................................... 35.464 13.794

2.342.730 1.486.224

Kostnaður vegna leikmanna:

Rekstur bifreiða ............................................................................................ 28.700 0

Gjöld vegna félagaskipta ............................................................................... 28.000 10.000

Áhöld og búnaður ......................................................................................... 528.042 0

Sjúkrakostnaður ............................................................................................ 20.000 25.000

Annar kostnaður ........................................................................................... 22.500 0

627.242 35.000

Mótakostnaður:

Kostnaður sérsambands ................................................................................ 56.000 210.500

Ferðakostnaður ............................................................................................. 582.850 1.392.405

Dómgæsla ..................................................................................................... 99.000 0

Mótagjöld ..................................................................................................... 157.000 33.000

894.850 1.635.905

Annar rekstrarkostnaður:

Reiknuð afnot íþróttamannvirkja ................................................................... 523.236 508.332

Ýmiss annar kostnaður .................................................................................. 144 921

523.380 509.253

Rekstrargjöld alls 4.388.202 3.666.382

Afkoma fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld ............................................ 19.082 709.921 )(

FJÁRMUNATEKJUR OG (FJÁRMAGNSGJÖLD):

Vaxtatekjur ................................................................................................... 515 4.011

515 4.011

HAGNAÐUR (TAP) ÁRSINS 19.597 705.910 )(

BLAKDEILD KARLA

REKSTRARREIKNINGUR 31. DESEMBER 2015

Page 78: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

2015 2014VELTUFJÁRMUNIR:

Viðskiptakröfur ............................................................................................ 550.000 100.000

Aðalstjórn ..................................................................................................... 0 355.812

Ýmsar skammtímakröfur .............................................................................. 266.000 0

Handbært fé .................................................................................................. 333.770 36.310

Veltufjármunir samtals 1.149.770 492.122

EIGNIR ALLS 1.149.770 492.122

EIGIÐ FÉ:

Yfirfært frá fyrra ári .................................................................................... 492.122 1.198.032

Hagnaður (Tap) ársins ................................................................................ 19.597 705.910 )(

Eigið fé samtals 511.719 492.122

SKAMMTÍMASKULDIR:

Aðalstjórn ..................................................................................................... 638.051 0

Skuldir samtals 638.051 0

SKULDIR OG EIGIÐ FÉ ALLS 1.149.770 492.122

SKULDIR OG EIGIÐ FÉ

BLAKDEILD KARLA

EIGNIR

EFNAHAGSREIKNINGUR 31. DESEMBER 2015

Page 79: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

2015 2014

REKSTRARTEKJUR:

Framlög og styrkir ......................................................................................... 3.106.256 1.929.304

Reiknuð afnot íþróttamannvirkja ................................................................... 523.236 508.332

Æfingagjöld .................................................................................................. 0 10.000

Mótatekjur .................................................................................................... 627.000 641.000

Aðrar tekjur .................................................................................................. 50.000 0

4.306.492 3.088.636

REKSTRARGJÖLD:

Kostnaður vegna þjálfunar:

Laun og verktakagreiðslur ............................................................................. 1.771.888 1.382.290

Ferðakostnaður ............................................................................................. 54.522 0

Áhöld og búnaður ......................................................................................... 33.067 0

Húsnæðiskostnaður ....................................................................................... 370.015 0

Annar kostnaður ........................................................................................... 0 9.436

2.229.492 1.391.726

Kostnaður vegna leikmanna:

Rekstur bifreiða ............................................................................................ 20.202 0

Gjöld vegna félagaskipta ............................................................................... 14.000 20.000

Sjúkrakostnaður ............................................................................................ 40.000 25.000

Annar kostnaður ........................................................................................... 22.500 0

96.702 45.000

Mótakostnaður:

Kostnaður sérsambands ................................................................................ 56.000 398.650

Ferðakostnaður ............................................................................................. 173.200 1.067.155

Dómgæsla ..................................................................................................... 99.000 0

Mótagjöld ..................................................................................................... 342.000 0

670.200 1.465.805

Annar rekstrarkostnaður:

Reiknuð afnot íþróttamannvirkja ................................................................... 523.236 508.332

Sölu- og stjórnunarkostnaður ........................................................................ 75.000 0

Ýmiss annar kostnaður .................................................................................. 1.050 380

599.286 508.712

Rekstrargjöld alls 3.595.680 3.411.243

Afkoma fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld ............................................ 710.812 322.607 )(

FJÁRMUNATEKJUR OG (FJÁRMAGNSGJÖLD):

Vaxtatekjur ................................................................................................... 3.302 1.901

3.302 1.901

HAGNAÐUR (TAP) ÁRSINS 714.114 320.706 )(

BLAKDEILD KVENNA

REKSTRARREIKNINGUR 31. DESEMBER 2015

Page 80: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

2015 2014VELTUFJÁRMUNIR:

Aðalstjórn ..................................................................................................... 371.389 0

Handbært fé .................................................................................................. 150.806 229.726

Veltufjármunir samtals 522.195 229.726

EIGNIR ALLS 522.195 229.726

EIGIÐ FÉ:

Yfirfært frá fyrra ári .................................................................................... 191.919 )( 128.787

Hagnaður (Tap) ársins ................................................................................ 714.114 320.706 )(

Eigið fé samtals 522.195 191.919 )(

SKULDIR OG EIGIÐ FÉ ALLS 522.195 229.726

SKULDIR OG EIGIÐ FÉ

BLAKDEILD KVENNA

EIGNIR

EFNAHAGSREIKNINGUR 31. DESEMBER 2015

Page 81: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

2015 2014

REKSTRARTEKJUR:

Framlög og styrkir ......................................................................................... 643.625 587.376

Reiknuð afnot íþróttamannvirkja ................................................................... 4.188.672 4.066.672

Æfingagjöld .................................................................................................. 1.730.559 3.380.867

6.562.856 8.034.915

REKSTRARGJÖLD:

Kostnaður vegna þjálfunar:

Laun og verktakagreiðslur ............................................................................. 2.138.944 2.207.541

Áhöld og búnaður ......................................................................................... 67.104 0

Húsnæðiskostnaður ....................................................................................... 351.391 229.000

2.557.439 2.436.541

Kostnaður vegna leikmanna:

Annar kostnaður ........................................................................................... 20.714 0

20.714 0

Mótakostnaður:

Ferðakostnaður ............................................................................................. 0 339.194

Mótagjöld ..................................................................................................... 106.619 242.000

106.619 581.194

Annar rekstrarkostnaður:

Reiknuð afnot íþróttamannvirkja ................................................................... 4.188.672 4.066.672

Ýmiss annar kostnaður .................................................................................. 22.668 49.313

4.211.340 4.115.985

Rekstrargjöld alls 6.896.112 7.133.720

Afkoma fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld ............................................ 333.256 )( 901.195

FJÁRMUNATEKJUR OG (FJÁRMAGNSGJÖLD):

Vaxtatekjur ................................................................................................... 16.411 12.448

16.411 12.448

(TAP) HAGNAÐUR ÁRSINS 316.845 )( 913.643

BLAKDEILD BARNA OG UNGLINGA

REKSTRARREIKNINGUR 31. DESEMBER 2015

Page 82: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

2015 2014VELTUFJÁRMUNIR:

Aðalstjórn ..................................................................................................... 936.445 644.918

Ýmsar skammtímakröfur .............................................................................. 0 466.249

Handbært fé .................................................................................................. 645.597 756.020

Veltufjármunir samtals 1.582.042 1.867.187

EIGNIR ALLS 1.582.042 1.867.187

EIGIÐ FÉ:

Yfirfært frá fyrra ári .................................................................................... 1.867.187 953.544

(Tap) Hagnaður ársins ................................................................................ 316.845 )( 913.643

Eigið fé samtals 1.550.342 1.867.187

SKAMMTÍMASKULDIR:

Ógreiddur kostnaður ..................................................................................... 31.700 0

Skuldir samtals 31.700 0

SKULDIR OG EIGIÐ FÉ ALLS 1.582.042 1.867.187

SKULDIR OG EIGIÐ FÉ

BLAKDEILD BARNA OG UNGLINGA

EIGNIR

EFNAHAGSREIKNINGUR 31. DESEMBER 2015

Page 83: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

2015 2014

REKSTRARTEKJUR:

Framlög og styrkir ......................................................................................... 10.805.069 6.776.260

Reiknuð afnot íþróttamannvirkja ................................................................... 1.686.528 1.686.527

Æfingagjöld .................................................................................................. 701.700 118.600

Mótatekjur .................................................................................................... 709.133 2.346.249

Fjáröflunarverkefni ....................................................................................... 3.629.194 69.088

Aðrar tekjur af íþróttastarfi ........................................................................... 427.781 0

Aðrar tekjur .................................................................................................. 186.000 986.021

18.145.405 11.982.745

REKSTRARGJÖLD:

Kostnaður vegna þjálfunar:

Laun og verktakagreiðslur ............................................................................. 12.115.862 7.697.375

Ferðakostnaður ............................................................................................. 407.073 191.595

Áhöld og búnaður ......................................................................................... 16.161 947.105

Sjúkrakostnaður ............................................................................................ 15.000 0

Húsnæðiskostnaður ....................................................................................... 179.961 0

Annar kostnaður ........................................................................................... 57.663 0

12.791.720 8.836.075

Kostnaður vegna leikmanna:

Ferðakostnaður ............................................................................................. 38.000 0

Áhöld og búnaður ......................................................................................... 1.260.577 0

Sjúkrakostnaður ............................................................................................ 417.198 255.000

Annar kostnaður ........................................................................................... 867.695 0

2.583.470 255.000

Mótakostnaður:

Dómgæsla ..................................................................................................... 400.000 0

Mótagjöld ..................................................................................................... 1.986.800 0

Annar kostnaður ........................................................................................... 93.900 781.650

2.480.700 781.650

Annar rekstrarkostnaður:

Reiknuð afnot íþróttamannvirkja ................................................................... 1.686.528 1.686.527

Sölu- og stjórnunarkostnaður ........................................................................ 87.781 0

Ýmiss annar kostnaður .................................................................................. 1.922.242 7.188

3.696.551 1.693.715

Rekstrargjöld alls 21.552.441 11.566.440

Afkoma fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld ............................................ 3.407.036 )( 416.305

FJÁRMUNATEKJUR OG (FJÁRMAGNSGJÖLD):

Vaxtatekjur ................................................................................................... 8.749 8.858

Vaxtagjöld og verðbætur ............................................................................... 65.552 )( 0

56.803 )( 8.858

(TAP) HAGNAÐUR ÁRSINS 3.463.839 )( 425.163

FIMLEIKADEILD MEISTARAFLOKKUR

REKSTRARREIKNINGUR 31. DESEMBER 2015

Page 84: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

2015 2014VELTUFJÁRMUNIR:

Viðskiptakröfur ............................................................................................ 185.000 10.000

Aðalstjórn ..................................................................................................... 0 10.905

Handbært fé .................................................................................................. 117.624 235.721

Veltufjármunir samtals 302.624 256.626

EIGNIR ALLS 302.624 256.626

EIGIÐ FÉ:

Yfirfært frá fyrra ári .................................................................................... 93.374 )( 518.537 )(

(Tap) Hagnaður ársins ................................................................................ 3.463.839 )( 425.163

Eigið fé samtals 3.557.213 )( 93.374 )(

SKAMMTÍMASKULDIR:

Aðalstjórn ..................................................................................................... 2.498.316 0

Ógreiddur kostnaður ..................................................................................... 1.361.521 0

Aðrar skammtímaskuldir ............................................................................... 0 350.000

Skuldir samtals 3.859.837 350.000

SKULDIR OG EIGIÐ FÉ ALLS 302.624 256.626

SKULDIR OG EIGIÐ FÉ

FIMLEIKADEILD MEISTARAFLOKKUR

EIGNIR

EFNAHAGSREIKNINGUR 31. DESEMBER 2015

Page 85: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

2015 2014

REKSTRARTEKJUR:

Framlög og styrkir ......................................................................................... 2.192.011 895.939

Reiknuð afnot íþróttamannvirkja ................................................................... 19.395.000 19.395.067

Æfingagjöld .................................................................................................. 75.850.910 65.572.438

Mótatekjur .................................................................................................... 2.078.207 1.544.600

Fjáröflunarverkefni ....................................................................................... 70.000 0

Aðrar tekjur af íþróttastarfi ........................................................................... 109.000 0

Aðrar tekjur .................................................................................................. 1.440.120 1.562.154

101.135.248 88.970.198

REKSTRARGJÖLD:

Kostnaður vegna þjálfunar:

Laun og verktakagreiðslur ............................................................................. 71.751.257 61.936.970

Ferðakostnaður ............................................................................................. 807.245 877.871

Áhöld og búnaður ......................................................................................... 1.060.427 526.907

Sjúkrakostnaður ............................................................................................ 93.137 0

Húsnæðiskostnaður ....................................................................................... 1.718.133 788.219

Annar kostnaður ........................................................................................... 862.610 174.468

76.292.809 64.304.435

Kostnaður vegna leikmanna:

Áhöld og búnaður ......................................................................................... 1.344.894 2.354.177

Sjúkrakostnaður ............................................................................................ 66.918 39.788

Annar kostnaður ........................................................................................... 3.638 40.000

1.415.450 2.433.965

Mótakostnaður:

Kostnaður sérsambands ................................................................................ 673.060 688.380

Ferðakostnaður ............................................................................................. 147.800 0

Dómgæsla ..................................................................................................... 368.837 293.086

Mótagjöld ..................................................................................................... 1.790.600 1.169.260

Annar kostnaður ........................................................................................... 171.724 215.525

3.152.021 2.366.251

Annar rekstrarkostnaður:

Reiknuð afnot íþróttamannvirkja ................................................................... 19.395.000 19.395.067

Sölu- og stjórnunarkostnaður ........................................................................ 434.733 3.475.836

Námskeið og fræðsla .................................................................................... 0 137.200

Ýmiss annar kostnaður .................................................................................. 1.253.433 954.336

21.083.166 23.962.439

Rekstrargjöld alls 101.943.446 93.067.090

Afkoma fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld ............................................ 808.198 )( 4.096.892 )(

FJÁRMUNATEKJUR OG (FJÁRMAGNSGJÖLD):

Vaxtatekjur ................................................................................................... 12.065 11.440

Vaxtagjöld og verðbætur ............................................................................... 21.813 )( 0

9.748 )( 11.440

(TAP) ÁRSINS 817.946 )( 4.085.452 )(

FIMLEIKADEILD BARNA OG UNGLINGA

REKSTRARREIKNINGUR 31. DESEMBER 2015

Page 86: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

2015 2014VELTUFJÁRMUNIR:

Viðskiptakröfur ............................................................................................ 183.422 201.000

Ýmsar skammtímakröfur .............................................................................. 9.166.838 11.780.161

Handbært fé .................................................................................................. 523.565 693.017

Veltufjármunir samtals 9.873.825 12.674.178

EIGNIR ALLS 9.873.825 12.674.178

EIGIÐ FÉ:

Yfirfært frá fyrra ári .................................................................................... 4.833.302 )( 747.850 )(

(Tap) ársins ................................................................................................. 817.946 )( 4.085.452 )(

Eigið fé samtals 5.651.248 )( 4.833.302 )(

SKAMMTÍMASKULDIR:

Skuldir við lánastofnanir ............................................................................... 41.272 0

Aðalstjórn ..................................................................................................... 14.340.221 14.576.674

Ógreiddur kostnaður ..................................................................................... 1.143.580 918.386

Aðrar skammtímaskuldir ............................................................................... 0 2.012.420

Skuldir samtals 15.525.073 17.507.480

SKULDIR OG EIGIÐ FÉ ALLS 9.873.825 12.674.178

SKULDIR OG EIGIÐ FÉ

FIMLEIKADEILD BARNA OG UNGLINGA

EIGNIR

EFNAHAGSREIKNINGUR 31. DESEMBER 2015

Page 87: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

2015 2014

REKSTRARTEKJUR:

Framlög og styrkir ......................................................................................... 18.658.495 10.108.225

Reiknuð afnot íþróttamannvirkja ................................................................... 2.401.956 2.332.629

Mótatekjur .................................................................................................... 2.144.632 1.224.490

Auglýsingatekjur ........................................................................................... 5.584.713 3.821.584

Fjáröflunarverkefni ....................................................................................... 3.854.169 0

Tekjur vegna félagaskipta ............................................................................. 424.396 0

Aðrar tekjur .................................................................................................. 298.512 2.433.055

33.366.873 19.919.983

REKSTRARGJÖLD:

Kostnaður vegna þjálfunar:

Laun og verktakagreiðslur ............................................................................. 8.086.151 4.975.000

Rekstur bifreiða ............................................................................................ 0 2.130.038

Ferðakostnaður ............................................................................................. 615.351 0

Áhöld og búnaður ......................................................................................... 20.222 382.823

Sjúkrakostnaður ............................................................................................ 0 53.900

Annar kostnaður ........................................................................................... 112.000 0

8.833.724 7.541.761

Kostnaður vegna leikmanna:

Laun og verktakagreiðslur ............................................................................. 8.782.952 3.013.200

Rekstur bifreiða ............................................................................................ 1.759.328 3.001.275

Ferðakostnaður ............................................................................................. 312.706 841.956

Gjöld vegna félagaskipta ............................................................................... 2.601.962 484.210

Áhöld og búnaður ......................................................................................... 2.394.440 1.662.408

Sjúkrakostnaður ............................................................................................ 1.851.923 1.092.011

Húsnæðiskostnaður ....................................................................................... 660.000 910.000

Annar kostnaður ........................................................................................... 656.981 286.554

19.020.292 11.291.614

Mótakostnaður:

Kostnaður sérsambands ................................................................................ 134.900 484.000

Ferðakostnaður ............................................................................................. 457.900 1.226.144

Dómgæsla ..................................................................................................... 515.495 645.419

Mótagjöld ..................................................................................................... 0 15.000

Annar kostnaður ........................................................................................... 0 8.759

1.108.295 2.379.322

Annar rekstrarkostnaður:

Bifreiðakostnaður ......................................................................................... 203.443 0

Reiknuð afnot íþróttamannvirkja ................................................................... 2.401.956 2.332.629

Sölu- og stjórnunarkostnaður ........................................................................ 981.719 1.865.431

Ýmiss annar kostnaður .................................................................................. 1.160.970 278.203

4.748.088 4.476.263

Rekstrargjöld alls 33.710.399 25.688.960

Afkoma fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld ............................................ 343.526 )( 5.768.977 )(

FJÁRMUNATEKJUR OG (FJÁRMAGNSGJÖLD):

Vaxtatekjur ................................................................................................... 30.504 6.530

Vaxtagjöld og verðbætur ............................................................................... 56.430 )( 29.342 )(

25.926 )( 22.812 )(

(TAP) ÁRSINS 369.452 )( 5.791.789 )(

HANDKNATTLEIKSDEILD MFL. KARLA

REKSTRARREIKNINGUR 31. DESEMBER 2015

Page 88: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

2015 2014

VELTUFJÁRMUNIR:

Viðskiptakröfur ............................................................................................ 1.769.510 5.427.992

Ýmsar skammtímakröfur .............................................................................. 0 276.900

Handbært fé .................................................................................................. 781.335 388.044

Veltufjármunir samtals 2.550.845 6.092.936

EIGNIR ALLS 2.550.845 6.092.936

EIGIÐ FÉ:

Yfirfært frá fyrra ári .................................................................................... 2.881.415 )( 2.910.374

(Tap) ársins ................................................................................................. 369.452 )( 5.791.789 )(

Eigið fé samtals 3.250.867 )( 2.881.415 )(

SKAMMTÍMASKULDIR:

Aðalstjórn ..................................................................................................... 3.776.401 6.606.235

Ógreiddur kostnaður ..................................................................................... 1.739.065 1.504.781

Aðrar skammtímaskuldir ............................................................................... 286.246 863.335

Skuldir samtals 5.801.712 8.974.351

SKULDIR OG EIGIÐ FÉ ALLS 2.550.845 6.092.936

SKULDIR OG EIGIÐ FÉ

HANDKNATTLEIKSDEILD MFL. KARLA

EIGNIR

EFNAHAGSREIKNINGUR 31. DESEMBER 2015

Page 89: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

2015 2014

REKSTRARTEKJUR:

Framlög og styrkir ......................................................................................... 17.296.722 15.695.408

Reiknuð afnot íþróttamannvirkja ................................................................... 2.401.956 2.332.629

Mótatekjur .................................................................................................... 2.276.491 1.988.418

Auglýsingatekjur ........................................................................................... 2.870.285 150.000

Fjáröflunarverkefni ....................................................................................... 1.120.876 202.650

Aðrar tekjur .................................................................................................. 0 1.420.604

25.966.330 21.789.709

REKSTRARGJÖLD:

Kostnaður vegna þjálfunar:

Laun og verktakagreiðslur ............................................................................. 7.092.757 4.875.000

Rekstur bifreiða ............................................................................................ 41.912 469.156

Áhöld og búnaður ......................................................................................... 27.105 353.091

Annar kostnaður ........................................................................................... 0 120.163

7.161.774 5.817.410

Kostnaður vegna leikmanna:

Laun og verktakagreiðslur ............................................................................. 7.004.660 2.987.500

Rekstur bifreiða ............................................................................................ 677.463 2.499.733

Ferðakostnaður ............................................................................................. 298.020 379.272

Gjöld vegna félagaskipta ............................................................................... 899.436 60.000

Áhöld og búnaður ......................................................................................... 1.507.226 836.140

Sjúkrakostnaður ............................................................................................ 1.729.364 1.083.694

Húsnæðiskostnaður ....................................................................................... 1.787.913 1.560.000

Annar kostnaður ........................................................................................... 678.827 395.647

14.582.909 9.801.986

Mótakostnaður:

Kostnaður sérsambands ................................................................................ 398.000 817.000

Ferðakostnaður ............................................................................................. 716.500 903.910

Dómgæsla ..................................................................................................... 1.073.115 927.067

Annar kostnaður ........................................................................................... 0 408.675

2.187.615 3.056.652

Annar rekstrarkostnaður:

Reiknuð afnot íþróttamannvirkja ................................................................... 2.401.956 2.332.629

Sölu- og stjórnunarkostnaður ........................................................................ 237.494 703.516

Ýmiss annar kostnaður .................................................................................. 1.005.947 37.568

3.645.397 3.073.713

Rekstrargjöld alls 27.577.695 21.749.761

Afkoma fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld ............................................ 1.611.365 )( 39.948

FJÁRMUNATEKJUR OG (FJÁRMAGNSGJÖLD):

Vaxtatekjur ................................................................................................... 6.215 4.534

Vaxtagjöld og verðbætur ............................................................................... 16.849 )( 0

10.634 )( 4.534

(TAP) HAGNAÐUR ÁRSINS 1.621.999 )( 44.482

HANDKNATTLEIKSDEILD MFL. KVENNA

REKSTRARREIKNINGUR 31. DESEMBER 2015

Page 90: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

2015 2014

VELTUFJÁRMUNIR:

Viðskiptakröfur ............................................................................................ 1.665.000 1.565.000

Ýmsar skammtímakröfur .............................................................................. 0 131.335

Handbært fé .................................................................................................. 483.860 120.206

Veltufjármunir samtals 2.148.860 1.816.541

EIGNIR ALLS 2.148.860 1.816.541

EIGIÐ FÉ:

Yfirfært frá fyrra ári .................................................................................... 2.447.285 )( 2.491.767 )(

(Tap) Hagnaður ársins ................................................................................ 1.621.999 )( 44.482

Eigið fé samtals 4.069.284 )( 2.447.285 )(

SKAMMTÍMASKULDIR:

Aðalstjórn ..................................................................................................... 6.173.144 3.574.104

Ógreiddur kostnaður ..................................................................................... 45.000 676.972

Aðrar skammtímaskuldir ............................................................................... 0 12.750

Skuldir samtals 6.218.144 4.263.826

SKULDIR OG EIGIÐ FÉ ALLS 2.148.860 1.816.541

SKULDIR OG EIGIÐ FÉ

HANDKNATTLEIKSDEILD MFL. KVENNA

EIGNIR

EFNAHAGSREIKNINGUR 31. DESEMBER 2015

Page 91: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

2015 2014

REKSTRARTEKJUR:

Framlög og styrkir ......................................................................................... 2.563.308 2.807.836

Reiknuð afnot íþróttamannvirkja ................................................................... 16.246.188 15.773.013

Æfingagjöld .................................................................................................. 11.958.438 16.101.048

Mótatekjur .................................................................................................... 1.238.750 749.880

Fjáröflunarverkefni ....................................................................................... 123.352 309.095

32.130.036 35.740.872

REKSTRARGJÖLD:

Kostnaður vegna þjálfunar:

Laun og verktakagreiðslur ............................................................................. 19.129.184 15.193.856

Rekstur bifreiða ............................................................................................ 0 364.304

Ferðakostnaður ............................................................................................. 89.145 0

Áhöld og búnaður ......................................................................................... 174.956 28.091

Annar kostnaður ........................................................................................... 81.873 11.920

19.475.158 15.598.171

Kostnaður vegna leikmanna:

Áhöld og búnaður ......................................................................................... 2.250 20.000

Annar kostnaður ........................................................................................... 44.800 55.059

47.050 75.059

Mótakostnaður:

Kostnaður sérsambands ................................................................................ 167.500 323.247

Ferðakostnaður ............................................................................................. 184.144 114.235

Dómgæsla ..................................................................................................... 206.580 545.998

Mótagjöld ..................................................................................................... 551.850 656.794

Annar kostnaður ........................................................................................... 82.100 181.600

1.192.174 1.821.874

Annar rekstrarkostnaður:

Reiknuð afnot íþróttamannvirkja ................................................................... 16.246.188 15.773.013

Sölu- og stjórnunarkostnaður ........................................................................ 90.000 126.130

Ýmiss annar kostnaður .................................................................................. 216.890 378.381

16.553.078 16.277.524

Rekstrargjöld alls 37.267.460 33.772.628

Afkoma fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld ............................................ 5.137.424 )( 1.968.244

FJÁRMUNATEKJUR OG (FJÁRMAGNSGJÖLD):

Vaxtatekjur ................................................................................................... 65.177 57.956

65.177 57.956

(TAP) HAGNAÐUR ÁRSINS 5.072.247 )( 2.026.200

HANDKNATTLEIKSDEILD BARNA OG UNGLINGA

REKSTRARREIKNINGUR 31. DESEMBER 2015

Page 92: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

2015 2014

VELTUFJÁRMUNIR:

Aðalstjórn ..................................................................................................... 3.986.972 917.478

Ýmsar skammtímakröfur .............................................................................. 0 1.035.667

Handbært fé .................................................................................................. 1.138.979 4.227.556

Veltufjármunir samtals 5.125.951 6.180.701

EIGNIR ALLS 5.125.951 6.180.701

EIGIÐ FÉ:

Yfirfært frá fyrra ári .................................................................................... 5.746.010 3.719.810

(Tap) Hagnaður ársins ................................................................................ 5.072.247 )( 2.026.200

Eigið fé samtals 673.763 5.746.010

SKAMMTÍMASKULDIR:

Ógreiddur kostnaður ..................................................................................... 25.091 190.091

Aðrar skammtímaskuldir ............................................................................... 4.427.097 244.600

Skuldir samtals 4.452.188 434.691

SKULDIR OG EIGIÐ FÉ ALLS 5.125.951 6.180.701

SKULDIR OG EIGIÐ FÉ

HANDKNATTLEIKSDEILD BARNA OG UNGLINGA

EIGNIR

EFNAHAGSREIKNINGUR 31. DESEMBER 2015

Page 93: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

2015 2014

REKSTRARTEKJUR:

Framlög og styrkir ............................................................................................. 46.035.063 52.464.081

Reiknuð afnot íþróttamannvirkja ...................................................................... 5.742.252 5.574.976

Mótatekjur ......................................................................................................... 106.979.409 103.935.973

Auglýsingatekjur ............................................................................................... 0 1.621.912

Fjáröflunarverkefni ........................................................................................... 8.357.756 7.368.939

Tekjur vegna félagaskipta ................................................................................. 25.676.680 941.667

Aðrar tekjur ....................................................................................................... 0 171.300

192.791.160 172.078.848

REKSTRARGJÖLD:

Kostnaður vegna þjálfunar:

Laun og verktakagreiðslur ................................................................................. 18.446.947 17.415.455

Rekstur bifreiða ................................................................................................. 0 499.995

Ferðakostnaður .................................................................................................. 129.379 382.670

Áhöld og búnaður .............................................................................................. 58.128 327.645

Sjúkrakostnaður ................................................................................................ 29.484 26.537

Húsnæðiskostnaður ........................................................................................... 108.725 726.231

Annar kostnaður ................................................................................................ 55.817 251.648

18.828.480 19.630.181

Kostnaður vegna leikmanna:

Laun og verktakagreiðslur ................................................................................. 62.236.865 52.458.678

Rekstur bifreiða ................................................................................................. 2.208.596 4.099.139

Ferðakostnaður .................................................................................................. 2.908.015 2.232.181

Gjöld vegna félagaskipta ................................................................................... 9.741.579 5.949.321

Áhöld og búnaður .............................................................................................. 1.714.307 2.425.104

Sjúkrakostnaður ................................................................................................ 4.503.133 4.397.477

Húsnæðiskostnaður ........................................................................................... 4.308.484 4.167.601

Annar kostnaður ................................................................................................ 3.356.270 3.704.315

90.977.249 79.433.816

Mótakostnaður:

Kostnaður sérsambands .................................................................................... 107.500 305.940

Ferðakostnaður .................................................................................................. 719.269 1.227.766

Mótagjöld .......................................................................................................... 106.000 60.000

Annar kostnaður ................................................................................................ 7.977.138 40.463.841

8.909.907 42.057.547

Annar rekstrarkostnaður:

Reiknuð afnot íþróttamannvirkja ...................................................................... 5.742.252 5.574.976

Sölu- og stjórnunarkostnaður ............................................................................ 10.061.212 6.511.345

Ýmiss annar kostnaður ...................................................................................... 4.065.782 396.801

19.869.246 12.483.122

Rekstrargjöld alls 138.584.882 153.604.666

Afkoma fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld ............................................. 54.206.278 18.474.182

FJÁRMUNATEKJUR OG (FJÁRMAGNSGJÖLD):

Vaxtatekjur ........................................................................................................ 275.387 30.001

Vaxtagjöld og verðbætur ................................................................................... 26.585 )( 1.068.166 )(

248.802 1.038.165 )(

HAGNAÐUR ÁRSINS 54.455.080 17.436.017

KNATTSPYRNUDEILD MFL. KARLA

REKSTRARREIKNINGUR 31. DESEMBER 2015

Page 94: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

2015 2014FASTAFJÁRMUNIR:

Óefnislegar eignir:

Verðgildi leikmanna .......................................................................................... 7.100.000 6.600.000

Fastafjármunir samtals 7.100.000 6.600.000

VELTUFJÁRMUNIR:

Viðskiptakröfur ................................................................................................. 5.896.574 4.974.300

Aðalstjórn .......................................................................................................... 41.919.605 15.709.482

Ýmsar skammtímakröfur .................................................................................. 1.737.799 2.679.049

Handbært fé ....................................................................................................... 26.687.715 2.454.863

Veltufjármunir samtals 76.241.693 25.817.694

EIGNIR ALLS 83.341.693 32.417.694

EIGIÐ FÉ:

Yfirfært frá fyrra ári ........................................................................................ 19.777.848 2.341.831

Hagnaður ársins ............................................................................................... 54.455.080 17.436.017

Endurmatsreikningur leikmanna ..................................................................... 4.800.000 4.300.000

Eigið fé samtals 79.032.928 24.077.848

SKAMMTÍMASKULDIR:

Ógreiddur kostnaður ......................................................................................... 4.308.765 6.920.943

Aðrar skammtímaskuldir ................................................................................... 0 1.418.903

Skuldir samtals 4.308.765 8.339.846

SKULDIR OG EIGIÐ FÉ ALLS 83.341.693 32.417.694

SKULDIR OG EIGIÐ FÉ

KNATTSPYRNUDEILD MFL. KARLA

EIGNIR

EFNAHAGSREIKNINGUR 31. DESEMBER 2015

Page 95: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

2015 2014

REKSTRARTEKJUR:

Framlög og styrkir ......................................................................................... 24.102.906 26.915.791

Reiknuð afnot íþróttamannvirkja ................................................................... 5.742.252 5.574.976

Mótatekjur .................................................................................................... 9.518.006 5.797.466

Fjáröflunarverkefni ....................................................................................... 182.144 0

Tekjur vegna félagaskipta ............................................................................. 100.000 540.202

Aðrar tekjur .................................................................................................. 0 1.800.000

39.645.308 40.628.435

REKSTRARGJÖLD:

Kostnaður vegna þjálfunar:

Laun og verktakagreiðslur ............................................................................. 8.330.000 8.814.000

Ferðakostnaður ............................................................................................. 360.000 0

Áhöld og búnaður ......................................................................................... 24.990 26.478

8.714.990 8.840.478

Kostnaður vegna leikmanna:

Laun og verktakagreiðslur ............................................................................. 8.966.485 9.866.152

Rekstur bifreiða ............................................................................................ 0 1.602.900

Ferðakostnaður ............................................................................................. 1.131.001 525.894

Gjöld vegna félagaskipta ............................................................................... 2.153.943 290.876

Áhöld og búnaður ......................................................................................... 896.922 1.148.872

Sjúkrakostnaður ............................................................................................ 2.617.955 2.043.671

Húsnæðiskostnaður ....................................................................................... 1.763.032 1.158.593

Annar kostnaður ........................................................................................... 1.355.547 1.312.608

18.884.885 17.949.566

Mótakostnaður:

Kostnaður sérsambands ................................................................................ 75.000 14.000

Ferðakostnaður ............................................................................................. 1.073.420 1.572.235

Annar kostnaður ........................................................................................... 12.148.785 5.512.456

13.297.205 7.098.691

Annar rekstrarkostnaður:

Reiknuð afnot íþróttamannvirkja ................................................................... 5.742.252 5.574.976

Sölu- og stjórnunarkostnaður ........................................................................ 232.679 232.014

Ýmiss annar kostnaður .................................................................................. 26.236 3.244

6.001.167 5.810.234

Rekstrargjöld alls 46.898.247 39.698.969

Afkoma fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld ............................................ 7.252.939 )( 929.466

FJÁRMUNATEKJUR OG (FJÁRMAGNSGJÖLD):

Vaxtatekjur ................................................................................................... 18.954 13.214

Vaxtagjöld og verðbætur ............................................................................... 25.083 )( 0

6.129 )( 13.214

(TAP) HAGNAÐUR ÁRSINS 7.259.068 )( 942.680

KNATTSPYRNUDEILD MFL. KVENNA

REKSTRARREIKNINGUR 31. DESEMBER 2015

Page 96: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

2015 2014

VELTUFJÁRMUNIR:

Viðskiptakröfur ............................................................................................ 1.700.000 300.000

Aðalstjórn ..................................................................................................... 0 159.377

Ýmsar skammtímakröfur .............................................................................. 6.800 0

Handbært fé .................................................................................................. 640.098 24.795

Veltufjármunir samtals 2.346.898 484.172

EIGNIR ALLS 2.346.898 484.172

EIGIÐ FÉ:

Yfirfært frá fyrra ári .................................................................................... 677.493 )( 1.620.173 )(

(Tap) Hagnaður ársins ................................................................................ 7.259.068 )( 942.680

Eigið fé samtals 7.936.561 )( 677.493 )(

SKAMMTÍMASKULDIR:

Aðalstjórn ..................................................................................................... 10.168.729 0

Ógreiddur kostnaður ..................................................................................... 114.730 1.161.665

Skuldir samtals 10.283.459 1.161.665

SKULDIR OG EIGIÐ FÉ ALLS 2.346.898 484.172

SKULDIR OG EIGIÐ FÉ

KNATTSPYRNUDEILD MFL. KVENNA

EIGNIR

EFNAHAGSREIKNINGUR 31. DESEMBER 2015

Page 97: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

2015 2014

REKSTRARTEKJUR:

Framlög og styrkir ......................................................................................... 8.591.482 7.833.924

Reiknuð afnot íþróttamannvirkja ................................................................... 31.813.944 30.887.321

Æfingagjöld .................................................................................................. 39.038.449 47.862.658

Mótatekjur .................................................................................................... 3.657.680 0

Fjáröflunarverkefni ....................................................................................... 60.776 0

Tekjur vegna félagaskipta ............................................................................. 0 100.000

Aðrar tekjur .................................................................................................. 0 280.000

83.162.331 86.963.903

REKSTRARGJÖLD:

Kostnaður vegna þjálfunar:

Laun og verktakagreiðslur ............................................................................. 57.007.376 44.922.659

Ferðakostnaður ............................................................................................. 64.640 0

Áhöld og búnaður ......................................................................................... 315.143 765.882

Húsnæðiskostnaður ....................................................................................... 471.250 199.500

Annar kostnaður ........................................................................................... 147.751 99.550

58.006.160 45.987.591

Kostnaður vegna leikmanna:

Laun og verktakagreiðslur ............................................................................. 160.000 0

Gjöld vegna félagaskipta ............................................................................... 280.000 0

Áhöld og búnaður ......................................................................................... 72.318 414.829

Sjúkrakostnaður ............................................................................................ 305.154 80.000

Annar kostnaður ........................................................................................... 0 428.922

817.472 923.751

Mótakostnaður:

Kostnaður sérsambands ................................................................................ 392.000 580.485

Ferðakostnaður ............................................................................................. 1.647.739 2.159.294

Dómgæsla ..................................................................................................... 217.192 30.000

Annar kostnaður ........................................................................................... 3.117.160 20.000

5.374.091 2.789.779

Annar rekstrarkostnaður:

Reiknuð afnot íþróttamannvirkja ................................................................... 31.813.944 30.887.321

Sölu- og stjórnunarkostnaður ........................................................................ 1.286.690 479.472

Námskeið og fræðsla .................................................................................... 113.880 0

Ýmiss annar kostnaður .................................................................................. 479.582 403.232

33.694.096 31.770.025

Rekstrargjöld alls 97.891.819 81.471.146

Afkoma fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld ............................................ 14.729.488 )( 5.492.757

FJÁRMUNATEKJUR OG (FJÁRMAGNSGJÖLD):

Vaxtatekjur ................................................................................................... 188.231 138.081

Vaxtagjöld og verðbætur ............................................................................... 6.935 )( 0

181.296 138.081

(TAP) HAGNAÐUR ÁRSINS 14.548.192 )( 5.630.838

REKSTRARREIKNINGUR 31. DESEMBER 2015

KNATTSPYRNUDEILD BARNA OG UNGLINGA

Page 98: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

2015 2014

VELTUFJÁRMUNIR:

Viðskiptakröfur ............................................................................................ 290.000 140.000

Aðalstjórn ..................................................................................................... 0 8.555.958

Ýmsar skammtímakröfur .............................................................................. 0 200.767

Handbært fé .................................................................................................. 23.632.562 10.678.785

Veltufjármunir samtals 23.922.562 19.575.510

EIGNIR ALLS 23.922.562 19.575.510

EIGIÐ FÉ:

Yfirfært frá fyrra ári .................................................................................... 19.081.118 13.450.280

(Tap) Hagnaður ársins ............................................................................... 14.548.192 )( 5.630.838

Eigið fé samtals 4.532.926 19.081.118

SKAMMTÍMASKULDIR:

Aðalstjórn ..................................................................................................... 1.912.003 0

Ógreiddur kostnaður ..................................................................................... 263.485 494.392

Aðrar skammtímaskuldir ............................................................................... 17.214.148 0

Skuldir samtals 19.389.636 494.392

SKULDIR OG EIGIÐ FÉ ALLS 23.922.562 19.575.510

SKULDIR OG EIGIÐ FÉ

KNATTSPYRNUDEILD BARNA OG UNGLINGA

EIGNIR

EFNAHAGSREIKNINGUR 31. DESEMBER 2015

Page 99: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

2015 2014

REKSTRARTEKJUR:

Reiknuð afnot íþróttamannvirkja ................................................................... 758.220 736.141

Æfingagjöld .................................................................................................. 864.000 621.000

1.622.220 1.357.141

REKSTRARGJÖLD:

Kostnaður vegna þjálfunar:

Áhöld og búnaður ......................................................................................... 179.310 45.360

Annar kostnaður ........................................................................................... 42.000 56.400

221.310 101.760

Kostnaður vegna leikmanna:

Áhöld og búnaður ......................................................................................... 46.805 30.000

Annar kostnaður ........................................................................................... 0 6.454

46.805 36.454

Mótakostnaður:

Ferðakostnaður ............................................................................................. 0 47.000

Mótagjöld ..................................................................................................... 77.000 10.000

77.000 57.000

Annar rekstrarkostnaður:

Reiknuð afnot íþróttamannvirkja ................................................................... 758.220 736.141

Ýmiss annar kostnaður .................................................................................. 2.922 2.851

761.142 738.992

Rekstrargjöld alls 1.106.257 934.206

Afkoma fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld ............................................ 515.963 422.935

FJÁRMUNATEKJUR OG (FJÁRMAGNSGJÖLD):

Vaxtatekjur ................................................................................................... 14.612 14.255

14.612 14.255

HAGNAÐUR ÁRSINS 530.575 437.190

KRAFTLYFTINGADEILD

REKSTRARREIKNINGUR 31. DESEMBER 2015

Page 100: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

2015 2014VELTUFJÁRMUNIR:

Aðalstjórn ..................................................................................................... 1.150.000 250.000

Handbært fé .................................................................................................. 124.839 494.264

Veltufjármunir samtals 1.274.839 744.264

EIGNIR ALLS 1.274.839 744.264

EIGIÐ FÉ:

Yfirfært frá fyrra ári .................................................................................... 744.264 307.074

Hagnaður ársins .......................................................................................... 530.575 437.190

Eigið fé samtals 1.274.839 744.264

SKULDIR OG EIGIÐ FÉ ALLS 1.274.839 744.264

SKULDIR OG EIGIÐ FÉ

KRAFTLYFTINGADEILD

EIGNIR

EFNAHAGSREIKNINGUR 31. DESEMBER 2015

Page 101: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

2015 2014

REKSTRARTEKJUR:

Framlög og styrkir ......................................................................................... 19.359.392 16.685.824

Reiknuð afnot íþróttamannvirkja ................................................................... 1.722.156 1.671.907

Mótatekjur .................................................................................................... 2.943.557 3.190.726

Fjáröflunarverkefni ....................................................................................... 902.185 317.263

24.927.290 21.865.720

REKSTRARGJÖLD:

Kostnaður vegna þjálfunar:

Laun og verktakagreiðslur ............................................................................. 5.234.764 3.500.000

Rekstur bifreiða ............................................................................................ 52.473 1.108.069

Áhöld og búnaður ......................................................................................... 0 96.557

Húsnæðiskostnaður ....................................................................................... 143.459 0

Annar kostnaður ........................................................................................... 0 167.814

5.430.696 4.872.440

Kostnaður vegna leikmanna:

Laun og verktakagreiðslur ............................................................................. 8.278.487 7.885.963

Rekstur bifreiða ............................................................................................ 1.176.687 1.054.418

Ferðakostnaður ............................................................................................. 715.835 1.149.787

Gjöld vegna félagaskipta ............................................................................... 869.953 426.871

Áhöld og búnaður ......................................................................................... 1.013.657 390.235

Sjúkrakostnaður ............................................................................................ 1.423.342 1.281.245

Húsnæðiskostnaður ....................................................................................... 2.138.291 1.045.000

Annar kostnaður ........................................................................................... 593.680 584.445

16.209.932 13.817.964

Mótakostnaður:

Kostnaður sérsambands ................................................................................ 461.548 385.000

Ferðakostnaður ............................................................................................. 1.445.100 612.605

Dómgæsla ..................................................................................................... 1.321.679 1.523.171

Mótagjöld ..................................................................................................... 30.000 0

3.258.327 2.520.776

Annar rekstrarkostnaður:

Reiknuð afnot íþróttamannvirkja ................................................................... 1.722.156 1.671.907

Sölu- og stjórnunarkostnaður ........................................................................ 182.738 459.822

Ýmiss annar kostnaður .................................................................................. 193.413 199.941

2.098.307 2.331.670

Rekstrargjöld alls 26.997.262 23.542.850

Afkoma fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld ............................................ 2.069.972 )( 1.677.130 )(

FJÁRMUNATEKJUR OG (FJÁRMAGNSGJÖLD):

Vaxtatekjur ................................................................................................... 13.906 3.285

Vaxtagjöld og verðbætur ............................................................................... 7.755 )( 0

6.151 3.285

(TAP) ÁRSINS 2.063.821 )( 1.673.845 )(

KÖRFUKNATTLEIKSDEILD MFL. KARLA

REKSTRARREIKNINGUR 31. DESEMBER 2015

Page 102: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

2015 2014

VELTUFJÁRMUNIR:

Viðskiptakröfur ............................................................................................ 4.137.791 2.370.488

Ýmsar skammtímakröfur .............................................................................. 328.463 128.000

Handbært fé .................................................................................................. 38.663 79.495

Veltufjármunir samtals 4.504.917 2.577.983

EIGNIR ALLS 4.504.917 2.577.983

EIGIÐ FÉ:

Yfirfært frá fyrra ári .................................................................................... 6.403.837 )( 4.729.992 )(

(Tap) ársins ................................................................................................. 2.063.821 )( 1.673.845 )(

Eigið fé samtals 8.467.658 )( 6.403.837 )(

SKAMMTÍMASKULDIR:

Aðalstjórn ..................................................................................................... 12.792.357 8.881.211

Ógreiddur kostnaður ..................................................................................... 180.218 100.609

Skuldir samtals 12.972.575 8.981.820

SKULDIR OG EIGIÐ FÉ ALLS 4.504.917 2.577.983

SKULDIR OG EIGIÐ FÉ

KÖRFUKNATTLEIKSDEILD MFL. KARLA

EIGNIR

EFNAHAGSREIKNINGUR 31. DESEMBER 2015

Page 103: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

2015 2014

REKSTRARTEKJUR:

Framlög og styrkir ......................................................................................... 3.761.454 1.682.536

Reiknuð afnot íþróttamannvirkja ................................................................... 1.052.664 1.021.723

Mótatekjur .................................................................................................... 286.571 0

Fjáröflunarverkefni ....................................................................................... 340.102 203.100

5.440.791 2.907.359

REKSTRARGJÖLD:

Kostnaður vegna þjálfunar:

Laun og verktakagreiðslur ............................................................................. 2.223.500 1.160.000

Rekstur bifreiða ............................................................................................ 0 46.463

Áhöld og búnaður ......................................................................................... 48.212 0

Húsnæðiskostnaður ....................................................................................... 28.679 0

2.300.391 1.206.463

Kostnaður vegna leikmanna:

Laun og verktakagreiðslur ............................................................................. 2.377.308 0

Rekstur bifreiða ............................................................................................ 131.444 0

Ferðakostnaður ............................................................................................. 130.597 203.212

Gjöld vegna félagaskipta ............................................................................... 177.905 179.436

Áhöld og búnaður ......................................................................................... 739.695 0

Sjúkrakostnaður ............................................................................................ 569.820 158.007

Húsnæðiskostnaður ....................................................................................... 6.371 20.000

Annar kostnaður ........................................................................................... 129.635 0

4.262.775 560.655

Mótakostnaður:

Kostnaður sérsambands ................................................................................ 237.500 85.000

Ferðakostnaður ............................................................................................. 680.000 352.608

Dómgæsla ..................................................................................................... 350.400 137.700

1.267.900 575.308

Annar rekstrarkostnaður:

Reiknuð afnot íþróttamannvirkja ................................................................... 1.052.664 1.021.723

Sölu- og stjórnunarkostnaður ........................................................................ 124.300 0

Ýmiss annar kostnaður .................................................................................. 79.395 413

1.256.359 1.022.136

Rekstrargjöld alls 9.087.425 3.364.562

Afkoma fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld ............................................ 3.646.634 )( 457.203 )(

FJÁRMUNATEKJUR OG (FJÁRMAGNSGJÖLD):

Vaxtatekjur ................................................................................................... 480 816

Vaxtagjöld og verðbætur ............................................................................... 8.381 )( 0

7.901 )( 816

(TAP) ÁRSINS 3.654.535 )( 456.387 )(

KÖRFUKNATTLEIKSDEILD MFL. KVENNA

REKSTRARREIKNINGUR 31. DESEMBER 2015

Page 104: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

2015 2014

VELTUFJÁRMUNIR:

Ýmsar skammtímakröfur .............................................................................. 0 203.100

Handbært fé .................................................................................................. 28.684 33.391

Veltufjármunir samtals 28.684 236.491

EIGNIR ALLS 28.684 236.491

EIGIÐ FÉ:

Yfirfært frá fyrra ári .................................................................................... 623.112 )( 166.725 )(

(Tap) ársins ................................................................................................. 3.654.535 )( 456.387 )(

Eigið fé samtals 4.277.647 )( 623.112 )(

SKAMMTÍMASKULDIR:

Aðalstjórn ..................................................................................................... 4.181.735 859.603

Ógreiddur kostnaður ..................................................................................... 124.596 0

Skuldir samtals 4.306.331 859.603

SKULDIR OG EIGIÐ FÉ ALLS 28.684 236.491

SKULDIR OG EIGIÐ FÉ

KÖRFUKNATTLEIKSDEILD MFL. KVENNA

EIGNIR

EFNAHAGSREIKNINGUR 31. DESEMBER 2015

Page 105: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

2015 2014

REKSTRARTEKJUR:

Framlög og styrkir ......................................................................................... 1.810.329 798.840

Reiknuð afnot íþróttamannvirkja ................................................................... 10.903.584 10.586.308

Æfingagjöld .................................................................................................. 10.367.808 12.394.754

Mótatekjur .................................................................................................... 25.074 0

Fjáröflunarverkefni ....................................................................................... 3.808.609 112.735

Aðrar tekjur af íþróttastarfi ........................................................................... 0 22.500

26.915.404 23.915.137

REKSTRARGJÖLD:

Kostnaður vegna þjálfunar:

Laun og verktakagreiðslur ............................................................................. 13.198.044 11.498.000

Rekstur bifreiða ............................................................................................ 0 704.097

Ferðakostnaður ............................................................................................. 130.000 136.368

Áhöld og búnaður ......................................................................................... 492.861 502.741

Annar kostnaður ........................................................................................... 18.000 0

13.838.905 12.841.206

Kostnaður vegna leikmanna:

Ferðakostnaður ............................................................................................. 0 55.720

Áhöld og búnaður ......................................................................................... 583.911 764.292

Annar kostnaður ........................................................................................... 47.000 87.177

630.911 907.189

Mótakostnaður:

Kostnaður sérsambands ................................................................................ 315.000 373.000

Ferðakostnaður ............................................................................................. 314.049 55.400

Dómgæsla ..................................................................................................... 265.497 289.309

Mótagjöld ..................................................................................................... 45.000 45.000

Annar kostnaður ........................................................................................... 0 101.735

939.546 864.444

Annar rekstrarkostnaður:

Reiknuð afnot íþróttamannvirkja ................................................................... 10.903.584 10.586.308

Ýmiss annar kostnaður .................................................................................. 223.955 108.850

11.127.539 10.695.158

Rekstrargjöld alls 26.536.901 25.307.997

Afkoma fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld ............................................ 378.503 1.392.860 )(

FJÁRMUNATEKJUR OG (FJÁRMAGNSGJÖLD):

Vaxtatekjur ................................................................................................... 41.760 23.506

41.760 23.506

HAGNAÐUR (TAP) ÁRSINS 420.263 1.369.354 )(

KÖRFUKNATTLEIKSDEILD BARNA OG UNGLINGA

REKSTRARREIKNINGUR 31. DESEMBER 2015

Page 106: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

2015 2014

VELTUFJÁRMUNIR:

Aðalstjórn ..................................................................................................... 2.683.286 964.726 Handbært fé .................................................................................................. 1.901.311 216.361

Veltufjármunir samtals 4.584.597 1.181.087

EIGNIR ALLS 4.584.597 1.181.087

EIGIÐ FÉ:

Yfirfært frá fyrra ári .................................................................................... 843.187 2.212.541

Hagnaður (Tap) ársins ............................................................................... 420.263 1.369.354 )(

Eigið fé samtals 1.263.450 843.187

SKAMMTÍMASKULDIR:

Ógreiddur kostnaður ..................................................................................... 40.000 77.000

Aðrar skammtímaskuldir ............................................................................... 3.281.147 260.900

Skuldir samtals 3.321.147 337.900

SKULDIR OG EIGIÐ FÉ ALLS 4.584.597 1.181.087

SKULDIR OG EIGIÐ FÉ

KÖRFUKNATTLEIKSDEILD BARNA OG UNGLINGA

EIGNIR

EFNAHAGSREIKNINGUR 31. DESEMBER 2015

Page 107: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

2015 2014

REKSTRARTEKJUR:

Framlög og styrkir ......................................................................................... 969.348 879.096

Reiknuð afnot íþróttamannvirkja ................................................................... 4.782.336 4.643.041

Æfingagjöld .................................................................................................. 7.458.949 7.021.917

Mótatekjur .................................................................................................... 113.500 0

Fjáröflunarverkefni ....................................................................................... 4.500 0

Aðrar tekjur af íþróttastarfi ........................................................................... 347.700 383.300

Aðrar tekjur .................................................................................................. 0 212.500

13.676.333 13.139.854

REKSTRARGJÖLD:

Kostnaður vegna þjálfunar:

Laun og verktakagreiðslur ............................................................................. 8.028.617 7.639.244

Ferðakostnaður ............................................................................................. 0 237.200

Áhöld og búnaður ......................................................................................... 67.945 0

Annar kostnaður ........................................................................................... 13.347 135.022

8.109.909 8.011.466

Kostnaður vegna leikmanna:

Áhöld og búnaður ......................................................................................... 216.804 0

216.804 8.944

Mótakostnaður:

Kostnaður sérsambands ................................................................................ 492.873 120.550

Ferðakostnaður ............................................................................................. 43.307 0

Dómgæsla ..................................................................................................... 0 37.350

Mótagjöld ..................................................................................................... 152.782 240.550

Annar kostnaður ........................................................................................... 63.347 357.000

752.309 755.450

Annar rekstrarkostnaður:

Reiknuð afnot íþróttamannvirkja ................................................................... 4.782.336 4.643.041

Sölu- og stjórnunarkostnaður ........................................................................ 84.344 0

Ýmiss annar kostnaður .................................................................................. 79.643 144.004

4.946.323 4.787.045

Rekstrargjöld alls 14.025.345 13.562.905

Afkoma fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld ............................................ 349.012 )( 423.051 )(

FJÁRMUNATEKJUR OG (FJÁRMAGNSGJÖLD):

Vaxtatekjur ................................................................................................... 142.584 49.274

142.584 49.274

(TAP) ÁRSINS 206.428 )( 373.777 )(

SUNDDEILD

REKSTRARREIKNINGUR 31. DESEMBER 2015

Page 108: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

2015 2014

VELTUFJÁRMUNIR:

Viðskiptakröfur ............................................................................................ 60.000 60.000

Aðalstjórn ..................................................................................................... 0 2.299.531

Ýmsar skammtímakröfur .............................................................................. 0 654.565

Handbært fé .................................................................................................. 5.793.587 2.064.482

Veltufjármunir samtals 5.853.587 5.078.578

EIGNIR ALLS 5.853.587 5.078.578

EIGIÐ FÉ:

Yfirfært frá fyrra ári .................................................................................... 5.024.578 5.398.355

(Tap) ársins ................................................................................................ 206.428 )( 373.777 )(

Eigið fé samtals 4.818.150 5.024.578

SKAMMTÍMASKULDIR:

Aðalstjórn ..................................................................................................... 731.187 0

Ógreiddur kostnaður ..................................................................................... 304.250 54.000

Skuldir samtals 1.035.437 54.000

SKULDIR OG EIGIÐ FÉ ALLS 5.853.587 5.078.578

SKULDIR OG EIGIÐ FÉ

SUNDDEILD

EIGNIR

EFNAHAGSREIKNINGUR 31. DESEMBER 2015

Page 109: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2015

103

Page 110: ÁRSSKÝRSLA 2015 - Stjarnanstjarnan.is/images/fundargerdir/2016/Arsskyrsla_2015.pdfUMF STJARNAN ÁRSSKÝRSLA 2015 Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016 VIÐ EIGUM

UMF STJARNAN

ÁRSSKÝRSLA2015

Aðalfundur haldinn í Stjörnuheimilinu 11. maí 2016

VIÐ EIGUM OKKAR

STJÖRNUREN VIÐ SPILUM SEM

EITT LIÐ

HETJURVIÐ VERJUMST EINS OG

OG VIÐ BERJUMSTHLIÐ VIÐ HLIÐ

UMF STJARNAN