6
Hluti hópsins sem stóð að hönnun og smíði íslenska kappakstursbílsins. „Það var mikil upplifun að mæta á Silverstone kappakstursbrautina og taka þátt í verkfræði- keppni þar sem liðlega 100 háskólar alls staðar að úr heiminum tefldu fram kappakstursbílum sem þeir höfðu smíðað,“ segir Ari Elísson, verkfræðinemi í Háskóla Íslands. Hann er einn nær 30 nemenda í verkfræðideildum Háskóla Íslands sem tóku í sumar þátt í Formula Student, alþjóðlegri keppni í smíði og hönnun kappakstursbíla í Bretlandi. Í keppnisliðinu voru líka þrír nemendur Listaháskóla Íslands sem sáu um útlitshönnun bílsins. Jónar Transport studdu liðið til fararinnar. „Við höfðum aðeins 10 mánuði til að hanna og smíða bílinn og þess vegna skipti máli að vera með samstarfs- aðila sem gat bjargað hlutum með hraði frá Evrópu og Bandaríkjunum. Samstarfið við Jónamenn gekk mjög vel og þeir önnuðust líka öll samskipti við tollinn fyrir okkur.“ Rafkerfi bílsins var sérhannað af hópnum, sem er sjaldgæft því yfirleitt nota keppnisliðin tilbúin rafkerfi í bíla sína. Því miður náðist ekki að ljúka smíði þess og íslenski bílinn tók því ekki þátt í kappakstrinum sjálfum heldur keppti um hönnun og framleiðslu bíla. „Okkur gekk ágætlega í því sem við náðum að ljúka og fengum góðar ábendingar frá dómurum um aðra þætti.“ Flestir bílar í keppninni voru bensínknúnir en einnig var keppt í flokki óhefðbundinna aflgjafa, svo sem rafmagns, vetnis eða lífræns eldsneytis (bíódísil). Þátttakendum í síðast- nefnda flokknum fjölgar ár frá ári. Frétta flutningur 12 2012 Lyf á leið úr landi Furðuvera á Íslandi Bls. 2 Bls. 5 Íslenskur rafknúinn kappakstursbíll

Fréttabréf 2012

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Fréttabréf Jóna Transport gefið út í desember 2012

Citation preview

Page 1: Fréttabréf 2012

„Viðskiptavinir Jóna Transport njóta sannarlega góðs af því að erum hluti af alþjóðasamtökum flutningsmiðlara (World Air Cargo Organisation - WACO), ásamt um 100 öðrum fyrirtækjum í um 80 löndum. Þarna eru margir af stærstu flutningsmiðlurum veraldar og stöðugt fjölgar í hópnum,“ segir Kristján Pálsson, framkvæmda-stjóri Jóna og stjórnarmaður í WACO. Hann var kjörinn í stjórn samtakanna á ársþingi í Berlín árið 2011, fyrstur Íslendinga.

Á þessari sömu samkomu fengu Jónar alls þrjár viðurkenningar fyrir tiltekna þætti starf seminnar: eina fyrir sölumál og þjónustu, aðra fyrir frammistöðu í rekstri og þá þriðju fyrir samskipti vegna bókhalds og greiðslu-flæðis. „Við hirtum öll gullverðlaun sem í boði voru fyrir flugfrakt og getum því sagt með sanni að samstarfsfyrirtæki okkar hafi tekið eftir því sem við gerum og kunni að meta öflugt þjónustu- og viðskiptakerfi okkar. Verðlaunin eru rósir í hnappagöt starfsmanna Jóna Transport.“

Fréttaflutningur

„Fyrsta stóra kvikmyndaverkefnið okkar fengum við með skömmum fyrirvara vorið 2011 þegar ljóst varð að leikstjórinn Ridley Scott kæmi hingað til að taka upp hluta kvikmyndarinnar Prometheus. Sú mynd var frumsýnd fyrr á þessu ári. Í kjölfarið komu fleiri verkefni af þessu tagi, kvikmyndir sem frumsýndar verða 2013 og 2014,“ segir Kristján Pálsson, framkvæmdastjóri Jóna Transport.

Stofnað var sérstakt sérverkefnateymi í Jónum til að sinna kvikmyndaframleiðendum og öðrum sem þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda. Guðrún Guðmundsdóttir stýrir því og bæði hún og samstarfsmenn hennar geta nú vitnað um að það er í senn skemmtilegt, ögrandi og gríðarlega krefjandi að þjóna erlendum kvikmyndafyrirtækjunum. Til kasta

Jóna kemur að annast flutninga á búnaði til og frá höfnum eða flugvöllum erlendis, til og frá Íslandi í skipum og flugvélum og til og frá tökustöðum á Íslandi. Þessu fylgja mikil umsvif vegna tollamála og þar skiptir sérþekking starfsfólks í tolladeild Jóna sköpum.

„Vinna fyrir erlend kvikmyndafyrirtæki er góð búbót fyrir fyrirtækið en líka fyrir íslenska þjóð, sem fær bæði vel þegin störf og

gjaldeyri. Eitt einkenni þessara verkefna er að hlutirnir gerast hratt. Ákveðið er með skömmum fyrirvara að fara til Íslands til að taka upp og þá verða allir að bregðast hratt við. Þegar sjálft verkefnið er komið í gang velta menn ekki fyrir sér hvaða dagur er eða hvaða tími sólarhrings. Við erum alltaf til taks þegar á þarf að halda og sumarfríinu er þá bara slegið á frest ef svo ber undir.“

„Orðspor og reynsla erlendra kvikmynda-gerðar manna af því að starfa á Íslandi skiptir auðvitað máli upp á framhaldið. Flutningaþjónustan er bæði stór og mikilvægur hlekkur í keðjunni og ef menn standa sig ekki á þeim vettvangi þýðir það einfaldlega að Íslendingar standa sig ekki í stykkinu þegar á heildina er litið. Staðreyndin er hins vegar sú að við stöndum okkur bara býsna vel í störfum fyrir afar kröfuharða verkkaupa!“ segir Helga Margrét Reykdal, framkvæmdastjóri kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins True North.

True North hefur starfað með nokkrum af stærstu og þekktustu kvikmyndafram-leiðendum veraldar við tökur á Íslandi og samhæfir krafta heimamanna sem að slíkum verkefnum koma. Þetta eru í mörgum tilvikum stórverkefni og veltan í þeim í samræmi við það. Framleiðsla kvikmyndaðs efnis hefur nær þrefaldast á þremur árum. Árið 2010 var velta kvikmyndaframleiðslu á Íslandi um þrír milljarðar króna en stefnir í að verða nær átta milljarðar króna 2012! Ríkissjóður endurgreiðir framleiðendum um fimmtung fram-leiðslukostnaðar hér á landi.

„Erlendu framleiðendurnir horfa auðvitað fyrst til þess hvort þeir finna yfirleitt rétta umhverfið á Íslandi til að nota í myndunum

sínum,“ segir Helga Margrét. „Endur-greiðslukerfið skiptir miklu máli og síðan umhverfið sem framleiðendunum er búið: íslensk náttúra, þekking og reynsla íslenskra fyrirtækja í kvikmyndagerð og annað sem þörf krefur, þar á meðal öflug flutningastarfsemi. Kvikmyndagerð erlendra fyrirtækja hér er

gjaldeyrisskapandi, atvinnuskapandi og umfangsmikil starfsemi í alla staði. Það er hreint ekki sjálfsagt mál að hún sé stunduð hérlendis því ef þessi fyrirtæki fá ekki það sem þau sækjast eftir fara þau bara eitthvað annað.“

5

Kvikmyndaævintýri Jóna hófst með Prometheus

Hluti hópsins sem stóð að hönnun og smíði íslenska kappakstursbílsins.

Vinnubúðir Ístaks í Pakitsoq á vesturstönd Grænlands sumarið 2011. Mynd: Margrét Magnúsdóttir.

Flutningaþjónusta er mikilvægur hlekkur

Fréttaflutningur

„Grænlendingar áforma stórframkvæmdir af ýmsu tagi næstu árin og umsvif í flutninga- þjónustu aukast að sama skapi. Við flytjum nokkuð af vörum til Grænlands í flugi og sjáum ýmsa spennandi möguleika til að færa út kvíar í samstarfi við heimamenn í tengslum við það sem koma skal þarna á næstu árum,“ segir Baldur Steinn Helgason, starfsmaður í sérverk-efnadeild Jóna. Hann fór fyrir hönd Jóna Transport á kaupstefnu í Nuuk í lok október 2012 ásamt fleiri fulltrúum íslenskra fyrirtækja.

Tækifærið var notað til að stofna grænlenskt-íslenskt viðskiptaráð og Ísland er reyndar fyrsta ríkið sem stofnar til formlegs samstarfs af því tagi við Grænlendinga.

Verktakafyrirtækið Ístak kemur mjög við sögu virkjunarframkvæmda á Grænlandi um þessar mundir og íslensk fyrirtæki horfa til fleiri stórframkvæmda þar. Í deiglunni er til dæmis að reisa álver á Grænlandi og kínverskir fjárfestar eru drifkraftar í gríðarmiklu námaverkefni sem fyrirhugað er, fjárfestingu

upp á jafnvirði um 280 milljarða króna á þremur árum. Þá er leitað að olíu við Grænland og ef sú leit ber árangur má gera ráð fyrir miklum fjárfestingum og framkvæmdum.

Jónar flytja einkum vörur tengdar hátækni og sjávarútvegi flugleiðis til Grænlands en menn sjá fyrir sér sóknarfæri þar fyrir útflutning af ýmsu tagi: tæknibúnað, fatnað, matvæli, sælgæti og margt fleira.

„Það var mikil upplifun að mæta á Silverstone kappakstursbrautina og taka þátt í verkfræði-keppni þar sem liðlega 100 háskólar alls staðar að úr heiminum tefldu fram kappakstursbílum sem þeir höfðu smíðað,“ segir Ari Elísson, verkfræðinemi í Háskóla Íslands. Hann er einn nær 30 nemenda í verkfræðideildum Háskóla Íslands sem tóku í sumar þátt í Formula Student, alþjóðlegri keppni í smíði og hönnun kappakstursbíla í Bretlandi. Í keppnisliðinu voru líka þrír nemendur Listaháskóla Íslands sem sáu um útlitshönnun bílsins. Jónar Transport

studdu liðið til fararinnar. „Við höfðum aðeins 10 mánuði til að hanna og smíða bílinn og þess vegna skipti máli að vera með samstarfs-aðila sem gat bjargað hlutum með hraði frá Evrópu og Bandaríkjunum. Samstarfið við Jónamenn gekk mjög vel og þeir önnuðust líka öll samskipti við tollinn fyrir okkur.“

Rafkerfi bílsins var sérhannað af hópnum, sem er sjaldgæft því yfirleitt nota keppnisliðin tilbúin rafkerfi í bíla sína. Því miður náðist ekki að ljúka smíði þess og íslenski bílinn tók því ekki þátt í kappakstrinum sjálfum heldur keppti

um hönnun og framleiðslu bíla. „Okkur gekk ágætlega í því sem við náðum að ljúka og fengum góðar ábendingar frá dómurum um aðra þætti.“

Flestir bílar í keppninni voru bensínknúnir en einnig var keppt í flokki óhefðbundinna aflgjafa, svo sem rafmagns, vetnis eða lífræns eldsneytis (bíódísil). Þátttakendum í síðast-nefnda flokknum fjölgar ár frá ári.

Helga Margrét Reykdal, framkvæmdastjóri kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins True North.

Jónar Transport hluti af alþjóðaneti flutningsmiðlara

3

Fréttaflutningur12 2012

Lyf á leið úr landi Furðuvera á ÍslandiBls. 2 Bls. 5

Íslenskur rafknúinn kappakstursbíll

Fulltrúar á ársþingi WACO á Indlandi í október 2012. Stjórnarmenn sitja fremstir, Kristján Pálsson er annar frá hægri.

Jónar skyggnast um bekki á Grænlandi

Page 2: Fréttabréf 2012

„Kvikmyndatakan á Íslandi var ótrúleg lífsreynsla. Fólkið var hjálplegt, áhugasamt og studdi mjög framgang verkefnisins. Ég held að það hefði ekki verið hægt að taka þessa mynd annars staðar,“ segir Ani Simon-Kennedy kvikmyndaleikstjóri sem nýlega lauk gerð kvikmyndarinnar Days of Gray á Íslandi. Kvikmyndin er þögul og segir sögu ungs drengs á afskekktum bæ á landsbyggðinni og tengslum hans við stúlku sem býr við svipaðar aðstæður.

Um þriðjungur tökuliðsins var íslenskur og allir leikararnir Íslendingar nema einn. Aðalhlut-verkin, piltinn og stúlkuna, leika Davíð Laufdal

Arnarsson og Diljá Valsdóttir. Ani segir að allir, sem leitað var til, hafi verið tilbúnir að taka þátt í verkefninu þótt aðstandendur þess hafi ekki getað boðið miklar greiðslur fyrir. „Í raun og veru tókst þetta vegna þess að fólki þótti vænt um verkefnið en einnig skipti miklu að við fengum til liðs við okkur frábæra styrktaraðila eins og Jóna Transport sem voru tilbúnir að taka áhættuna og vera með þótt þetta væri fyrsta kvikmyndin okkar. Days of Gray hefði ekki orðið eins mögnuð og raun ber vitni nema vegna stuðnings þessara aðila.“

Jónar lögðu kvikmyndagerðarfólkinu til litla rútu sem notuð var til að flytja leikara og

tæknilið til og frá tökustað. „Tökustaðir voru allir í um það bil klukkutíma aksturfjarlægð frá Reykjavík og þess vegna hefði verið stórmál að sjá um flutninga ef við hefðum ekki notið aðstoðar Jóna. Við erum mjög þakklát Andra Má Helgasyni og öðrum hjá Jónum fyrir að lána okkur bílinn sem við notuðum daginn út og inn í heilan mánuð.“

Ani skrifaði handritið ásamt tökumanni myndarinnar, Cailin Yatsko, og Hrafni Jónssyni. Tónlistin er samin og flutt af hljómsveitinni Hjaltalín. Um þessar mundir er myndin á leið á kvikmyndahátíðir en Ani vonast til að hægt verði að sýna hana á Íslandi fyrir áramót.

Davíð Jónsson var sigurvegari í höggleik án forgjafar á golfmóti Jóna Transport í sumar með 68 högg. Næstir komu Ásgeir Jón Guðbjartsson með 71 högg og Guðmundur Ingvi Einarsson með 72 högg.

Þórður Björnsson sigraði í punktakeppninni með 40 punkta. Næstur kom Haukur Armin Úlfarsson með 39 punkta og því næst þrír keppendur með 38 punkta: Sturla Rafn Guðmundsson, Ásgeir Jón Guðbjartsson og Davíð Jónsson.

Golfmót Jóna er árlegur viðburður og vinsæll mjög. Þátttakendur voru um 130 í þetta sinn í blíðskaparveðri á golfvelli Keilis í Hafnarfirði.

Fréttaflutningur 4

Nýtt upplýsingakerfi tekið í gagnið í áföngum

Days of Grey segir sögu drengs á afskekktum bæ.

Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir og Anna Margrét Benediktsdóttir á lestarstöð í Svíþjóð.

Fréttaflutningur 3

Jónar Transport taka nú skref fyrir skref í gagnið nýtt sameiginlegt upplýsingakerfi fyrir starfsemina í höfuðstöðvum félagsins í Reykjavík og á skrifstofum þess erlendis. Byrjað var að innleiða það í sjóflutningunum fyrr á þessu ári og stefnt er að því að kerfið taki líka til flugflutninga snemma næsta árs. Allir vinna þá á sama kerfinu, hvar svo sem þeir starfa í veröldinni.

Andri Már Helgason, markaðsstjóri Jóna, stjórnar verkefninu. Hann segir nýja kerfið

breyta tilverunni umtalsvert fyrir starfsmenn og viðskiptavini líka í framhaldinu. Markmiðið sé að hafa mun betri yfirsýn í flutningsmiðluninni; fylgjast með og halda utan um upplýsingar sem miðlað sé úr kerfinu.

Allir sem tengjast kerfinu sjá strax þegar vara er skráð til flutnings og öll samskipti vegna flutnings, tollaafgreiðslu eða annars verða einfaldari og skilvirkari en áður þegar mörg upplýsingakerfi voru við lýði. Afritum pappíra og skjala er haldið til haga þannig að viðskipta-

vinurinn geti nálgast upplýsingar á lokuðu svæði ef á þarf að halda. Þegar kerfið verður komið í gagnið að öllu leyti er gert ráð fyrir að viðskiptavinurinn geti fylgst með för vöru sinnar í flutningi og til dæmis óskað eftir tollafgreiðslu eða heimakstri með einföldum tölvuboðum. Samskiptin verða þannig einfaldari og öruggari og ætla má að verulega dragi úr tölvupóstsendingum og símhring-ingum til að miðla upplýsingum manna á milli.

Tvær knattspyrnukonur úr HK-Víkingi kynntust í haust lífi og starfi atvinnumanna í fótbolta þegar þær dvöldu í nokkra daga í ranni Kristianstads DFF, kvennaliðs í úrvalsdeildinni í Svíþjóð. Laufey Ása Bjarnadóttir, sem er í umsjónarráði HK-Víkings, segir að þjálfarar HK-Víkings hafi valið leikmennina og umbunað þeim þannig fyrir frammistöðu, áhuga og ástundun. Tveir leikmenn fóru í hliðstæða ferð til Malmö í Svíþjóð haustið 2011 og félagið hyggst halda þessum utanlandsreisum áfram, enda er hvetjandi fyrir leikmenn að geta átt von á slíkri draumaferð að ári.

Jónar-Transport styrktu HK-Víking vegna Svíþjóðarferðanna í fyrra og aftur í ár og hyggjast gera það einnig haustið 2013. Fyrirtækið telur sér bæði heiður og sæmd að

styðja kvennaknattspyrnuna. Rekstur íþróttafélaga er jafnan mikill barningur og Laufey Ása segir stuðning Jóna koma HK-Víkingi afar vel.

Anna Margrét Benediktsdóttir útileikmaður og Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir markvörður urðu fyrir valinu í ár og heimsóttu „Ís-lendingaliðið“ Kristianstads DFF. Elísabet Gunn-arsdóttir þjálfar liðið, Björn Sigurbjörnsson er aðstoðarþjálfari og Kjartan Orri Sigurðsson styrktarþjálfari. Í sjálfu liðinu eru svo fjórir íslenskir leikmenn, þar af þrír sem mikið hafa komið við sögu landsliðsins okkar: Guðný Björk Óðinsdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Sif Atladóttir sem jafnframt er fyrirliði Kristianstad.

Anna Margrét og Unnbjörg fylgdust með

æfingum og tóku sjálfar þátt í þeim. Þær kynntu sér undirbúning Kristianstad fyrir leik og hittu í áhorfendastúkunni tvær landsliðs-konur til viðbótar: Söru Björk Gunnarsdóttur og Þóru B. Helgadóttur sem leika með Malmö en brugðu sér til Kristianstad til að sjá heimaliðið tapa fyrir Tyresö.

HK og Víkingur, félögin tvö hvort sínum megin í Fossvogsdal, starfrækja sameiginlega meistaraflokk og 2. flokk í kvennaknatt-spyrnunni. HK-Víkingur tryggði sér í haust sæti í úrvalsdeild og spilar því meðal þeirra bestu á leiktíðinni 2013.

Fréttaflutningur 2

Þögul mynd um vináttu

Lyfjaflutningur í stórum stíl

„Jónar eru mjög góður vinnustaður. Hér er létt yfir mönnum, andrúmsloftið jákvætt og allar dyr opnar,“ segir Baldur Steinn Helgason sem hóf störf í sérverkefnadeild Jóna á vormán-uðum 2012. Hann hefur haft í nógu að snúast, aðallega í þjónustu við erlend kvikmyndafyrir-tæki við tökur hér á landi. „Þetta eru mjög lífleg og fjölbreytt verkefni og hlutirnir þurfa að gerast mjög hratt.“ Hann er reyndar vanur slíku álagi eftir að hafa starfað um árabil hjá Rauða krossi Íslands og Alþjóða rauða krossinum, bæði hér heima og erlendis. Hann var við hjálparstörf í Níger og Malí í Afríku og í Indónesíu en síðast dvaldi hann ásamt fjölskyldunni í rúmt ár í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem Alþjóða rauði krossinn rekur svæðisskrifstofu.

Fjölskyldan flutti heim til Íslands um jólin 2010 og Baldur vann síðan hjá Rauða krossi Íslands þar til hann flutti sig yfir til Jóna í vor. Hann segir það vissulega viðbrigði að fara af vettvangi hjálparstarfs til Jóna en eðli starfa sinna á báðum stöðum sé í raun hið sama. „Á báðum stöðum snýst þetta um flutnings-miðlun, logistics, að skipuleggja vöruflutninga og lagerhald. Margt er sambærilegt en einnig margt ólíkt sem ég hef þá þurft að setja mig inn í og læra.“

Baldur er kvæntur og þau hjón eiga tvö börn. Fjölskyldan fylgdi honum á flakkinu um heiminn. Áhugamál utan vinnutíma eru körfubolti og útivera með fjölskyldunni.

Steinn Sveinsson, deildarstjóri sölu- og markaðs-deildar Jóna Transport (lengst til vinstri), og Guðmundur Haraldsson, stjórnarmaður í golf-klúbbnum Keili, afhentu verðlaun í mótslok. Hér tekur Davíð Jónsson við sínum sigurlaunum.

„Ég kláraði viðskiptafræðina í Háskólanum í Reykjavík vorið 2012 og byrjaði að vinna sem þjónustufulltrúi í sjódeild Jóna strax að loknu námi,“ segir Leifur Jón Elíasson sem aðallega starfar í viðskiptaþjónustu og tekjuskráningu og deilir verkefnum með tveimur öðrum starfsmönnum í deildinni. „Þetta er góð vinna og ánægjulegt að koma hingað til Jóna beint frá prófborðinu í HR.“

Leifur Jón er alinn upp á Seltjarnarnesi og helstu áhugamálin eru fótbolti, golf og snjóbretti. Hann æfði fótbolta og handbolta í yngri flokkum Gróttu en á unglingsárunum dró úr fótboltaiðkuninni og aðrar íþróttir komu til sögunnar. „Síðustu ár hefur verið frekar snúið að stunda skíði og snjóbretti í snjóleysinu hér fyrir sunnan og þess vegna hef ég yfirleitt farið eina helgi í snjóinn fyrir norðan.“ Hann stundar líka golf þegar tími gefst til og er með 24 í forgjöf. „Golfið er íþrótt sem tekur stundum á taugarnar en ég reyni að sinna því eftir megni. Hér innanhúss er starfandi golfklúbbur sem stóð meðal annars fyrir þremur golfmótum síðastliðið sumar. Því miður hafði ég ekki tök á að taka þátt í þeim en það stendur vonandi til bóta næsta sumar.“

Leifur Jón segir helsta tilhlökkunarefnið þessa dagana að flytja í fyrstu íbúðina sína og hefja þar með eigin búskap; fara með öðrum orðum úr foreldrahúsum. „Leigumarkaðurinn er mjög erfiður en íbúðarleitin bar á endanum árangur.“

Sveinn Bergmann Rúnarsson hóf störf í útflutningsdeild Jóna í byrjun júlí 2012 og er einn fjögurra starfsmanna þar. Starfið felst aðallega í gerð tilboða og skjalagerð auk annars sem til fellur og tengist útflutningi. Hann segist kunna vel við sig enda nóg að gera á líflegum vinnustað: „Það er mjög góður andi hérna og fólk vinnur vel saman.“

Óhætt er að segja að Sveinn sé þrautreyndur í flutningsmiðlun því hann hefur starfað í greininni í 20 ár. Hann kom til Jóna frá DHL en þar áður vann hann hjá DM. „Þessi grein hefur breyst gríðarlega mikið á þeim tíma sem ég hef verið viðloðandi hana, fyrst og fremst hafa samskiptin þróast mikið. Þegar ég byrjaði var það telefaxið sem gilti. Nú hefur tölvutæknin með tölvupósti og öðrum samskiptaleiðum bylt öllum vinnubrögðum í flutningsmiðlun og hraðinn eykst að sama skapi. Samkeppnin í greininni hefur líka aukist mikið og það er hart bitist um flutningsverkefnin.“

Sveinn er fjölskyldumaður með konu og þrjú börn. Utan vinnustaðar er fjölskyldan í fyrirrúmi en síðan nefnir hann skíði og golf sem helstu áhugamálin. „Uppáhaldsskíðastaðirnir mínir eru Austurríki þar sem ég hef skíðað mikið en hér heima er það Skálafellið enda brekkurnar þar mun lengri og skemmtilegri en í Bláfjöllum. Það má reyndar segja að ég sé nánast alinn upp í Skálafelli því ég er KR-ingur og var mikið í skíðaskála KR í Skálafelli frá því að ég var fjögurra ára gamall.“

Jónar Transport tóku fyrr á þessu ári þátt í einu stærsta verkefni sinnar tegundar til þessa þegar flutt var nýtt samheitalyf frá Actavis héðan á markað víðs vegar í Evrópu.

Verkefnið stóð yfir í um þrjá mánuði og tók til umfangsmikillar undirbúnings- og skjala-vinnu, hýsingar birgða og sjálfs flutningsins, flugleiðis og sjóleiðis. Egill Örn Einarsson, deildarstjóri útflutnings Jóna, segir að í mörg horn hafi verið að líta í verkinu en það hafi gengið snurðulaust fyrir sig og vonum framar í raun.

Lyf eru, eðli máls samkvæmt, vandmeðfarin vara í flutningi og það átti sannarlega við í þessu tilviki. Gæta þurfti vel að því að halda ákveðnum hita á lyfinu frá upphafi til enda í flutningsferlinu. Varan er þá í hitastýrðum umbúðum þar sem hægt er að fylgjast stöðugt með hitastiginu og skrá upplýsingar um það jafnharðan.

Nýir starfsmenn

Sveinn Bergmann Rúnarsson

Leifur Jón ElíassonBaldur Steinn Helgason

Fjölmennt golfmót Jóna

Draumareisa til Kristianstad

Fréttaflutningur Jóna Transport | Útgefið í desember 2012 | Ábyrgðarmaður: Andri Már Helgason | Texti, umbrot og umsjón: Athygli | Hönnun: Vinnustofa Atla Hilmarssonar | Ljósmyndir: Andri Már Helgason o.fl. | Prentun: Oddi

Lyfjasendingin mikla á leið úr landi: flutningavélin fermd á Keflavíkurflugvelli.

Page 3: Fréttabréf 2012

„Kvikmyndatakan á Íslandi var ótrúleg lífsreynsla. Fólkið var hjálplegt, áhugasamt og studdi mjög framgang verkefnisins. Ég held að það hefði ekki verið hægt að taka þessa mynd annars staðar,“ segir Ani Simon-Kennedy kvikmyndaleikstjóri sem nýlega lauk gerð kvikmyndarinnar Days of Gray á Íslandi. Kvikmyndin er þögul og segir sögu ungs drengs á afskekktum bæ á landsbyggðinni og tengslum hans við stúlku sem býr við svipaðar aðstæður.

Um þriðjungur tökuliðsins var íslenskur og allir leikararnir Íslendingar nema einn. Aðalhlut-verkin, piltinn og stúlkuna, leika Davíð Laufdal

Arnarsson og Diljá Valsdóttir. Ani segir að allir, sem leitað var til, hafi verið tilbúnir að taka þátt í verkefninu þótt aðstandendur þess hafi ekki getað boðið miklar greiðslur fyrir. „Í raun og veru tókst þetta vegna þess að fólki þótti vænt um verkefnið en einnig skipti miklu að við fengum til liðs við okkur frábæra styrktaraðila eins og Jóna Transport sem voru tilbúnir að taka áhættuna og vera með þótt þetta væri fyrsta kvikmyndin okkar. Days of Gray hefði ekki orðið eins mögnuð og raun ber vitni nema vegna stuðnings þessara aðila.“

Jónar lögðu kvikmyndagerðarfólkinu til litla rútu sem notuð var til að flytja leikara og

tæknilið til og frá tökustað. „Tökustaðir voru allir í um það bil klukkutíma aksturfjarlægð frá Reykjavík og þess vegna hefði verið stórmál að sjá um flutninga ef við hefðum ekki notið aðstoðar Jóna. Við erum mjög þakklát Andra Má Helgasyni og öðrum hjá Jónum fyrir að lána okkur bílinn sem við notuðum daginn út og inn í heilan mánuð.“

Ani skrifaði handritið ásamt tökumanni myndarinnar, Cailin Yatsko, og Hrafni Jónssyni. Tónlistin er samin og flutt af hljómsveitinni Hjaltalín. Um þessar mundir er myndin á leið á kvikmyndahátíðir en Ani vonast til að hægt verði að sýna hana á Íslandi fyrir áramót.

Davíð Jónsson var sigurvegari í höggleik án forgjafar á golfmóti Jóna Transport í sumar með 68 högg. Næstir komu Ásgeir Jón Guðbjartsson með 71 högg og Guðmundur Ingvi Einarsson með 72 högg.

Þórður Björnsson sigraði í punktakeppninni með 40 punkta. Næstur kom Haukur Armin Úlfarsson með 39 punkta og því næst þrír keppendur með 38 punkta: Sturla Rafn Guðmundsson, Ásgeir Jón Guðbjartsson og Davíð Jónsson.

Golfmót Jóna er árlegur viðburður og vinsæll mjög. Þátttakendur voru um 130 í þetta sinn í blíðskaparveðri á golfvelli Keilis í Hafnarfirði.

Fréttaflutningur 4

Nýtt upplýsingakerfi tekið í gagnið í áföngum

Days of Grey segir sögu drengs á afskekktum bæ.

Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir og Anna Margrét Benediktsdóttir á lestarstöð í Svíþjóð.

Fréttaflutningur 3

Jónar Transport taka nú skref fyrir skref í gagnið nýtt sameiginlegt upplýsingakerfi fyrir starfsemina í höfuðstöðvum félagsins í Reykjavík og á skrifstofum þess erlendis. Byrjað var að innleiða það í sjóflutningunum fyrr á þessu ári og stefnt er að því að kerfið taki líka til flugflutninga snemma næsta árs. Allir vinna þá á sama kerfinu, hvar svo sem þeir starfa í veröldinni.

Andri Már Helgason, markaðsstjóri Jóna, stjórnar verkefninu. Hann segir nýja kerfið

breyta tilverunni umtalsvert fyrir starfsmenn og viðskiptavini líka í framhaldinu. Markmiðið sé að hafa mun betri yfirsýn í flutningsmiðluninni; fylgjast með og halda utan um upplýsingar sem miðlað sé úr kerfinu.

Allir sem tengjast kerfinu sjá strax þegar vara er skráð til flutnings og öll samskipti vegna flutnings, tollaafgreiðslu eða annars verða einfaldari og skilvirkari en áður þegar mörg upplýsingakerfi voru við lýði. Afritum pappíra og skjala er haldið til haga þannig að viðskipta-

vinurinn geti nálgast upplýsingar á lokuðu svæði ef á þarf að halda. Þegar kerfið verður komið í gagnið að öllu leyti er gert ráð fyrir að viðskiptavinurinn geti fylgst með för vöru sinnar í flutningi og til dæmis óskað eftir tollafgreiðslu eða heimakstri með einföldum tölvuboðum. Samskiptin verða þannig einfaldari og öruggari og ætla má að verulega dragi úr tölvupóstsendingum og símhring-ingum til að miðla upplýsingum manna á milli.

Tvær knattspyrnukonur úr HK-Víkingi kynntust í haust lífi og starfi atvinnumanna í fótbolta þegar þær dvöldu í nokkra daga í ranni Kristianstads DFF, kvennaliðs í úrvalsdeildinni í Svíþjóð. Laufey Ása Bjarnadóttir, sem er í umsjónarráði HK-Víkings, segir að þjálfarar HK-Víkings hafi valið leikmennina og umbunað þeim þannig fyrir frammistöðu, áhuga og ástundun. Tveir leikmenn fóru í hliðstæða ferð til Malmö í Svíþjóð haustið 2011 og félagið hyggst halda þessum utanlandsreisum áfram, enda er hvetjandi fyrir leikmenn að geta átt von á slíkri draumaferð að ári.

Jónar-Transport styrktu HK-Víking vegna Svíþjóðarferðanna í fyrra og aftur í ár og hyggjast gera það einnig haustið 2013. Fyrirtækið telur sér bæði heiður og sæmd að

styðja kvennaknattspyrnuna. Rekstur íþróttafélaga er jafnan mikill barningur og Laufey Ása segir stuðning Jóna koma HK-Víkingi afar vel.

Anna Margrét Benediktsdóttir útileikmaður og Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir markvörður urðu fyrir valinu í ár og heimsóttu „Ís-lendingaliðið“ Kristianstads DFF. Elísabet Gunn-arsdóttir þjálfar liðið, Björn Sigurbjörnsson er aðstoðarþjálfari og Kjartan Orri Sigurðsson styrktarþjálfari. Í sjálfu liðinu eru svo fjórir íslenskir leikmenn, þar af þrír sem mikið hafa komið við sögu landsliðsins okkar: Guðný Björk Óðinsdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Sif Atladóttir sem jafnframt er fyrirliði Kristianstad.

Anna Margrét og Unnbjörg fylgdust með

æfingum og tóku sjálfar þátt í þeim. Þær kynntu sér undirbúning Kristianstad fyrir leik og hittu í áhorfendastúkunni tvær landsliðs-konur til viðbótar: Söru Björk Gunnarsdóttur og Þóru B. Helgadóttur sem leika með Malmö en brugðu sér til Kristianstad til að sjá heimaliðið tapa fyrir Tyresö.

HK og Víkingur, félögin tvö hvort sínum megin í Fossvogsdal, starfrækja sameiginlega meistaraflokk og 2. flokk í kvennaknatt-spyrnunni. HK-Víkingur tryggði sér í haust sæti í úrvalsdeild og spilar því meðal þeirra bestu á leiktíðinni 2013.

Fréttaflutningur 2

Þögul mynd um vináttu

Lyfjaflutningur í stórum stíl

„Jónar eru mjög góður vinnustaður. Hér er létt yfir mönnum, andrúmsloftið jákvætt og allar dyr opnar,“ segir Baldur Steinn Helgason sem hóf störf í sérverkefnadeild Jóna á vormán-uðum 2012. Hann hefur haft í nógu að snúast, aðallega í þjónustu við erlend kvikmyndafyrir-tæki við tökur hér á landi. „Þetta eru mjög lífleg og fjölbreytt verkefni og hlutirnir þurfa að gerast mjög hratt.“ Hann er reyndar vanur slíku álagi eftir að hafa starfað um árabil hjá Rauða krossi Íslands og Alþjóða rauða krossinum, bæði hér heima og erlendis. Hann var við hjálparstörf í Níger og Malí í Afríku og í Indónesíu en síðast dvaldi hann ásamt fjölskyldunni í rúmt ár í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem Alþjóða rauði krossinn rekur svæðisskrifstofu.

Fjölskyldan flutti heim til Íslands um jólin 2010 og Baldur vann síðan hjá Rauða krossi Íslands þar til hann flutti sig yfir til Jóna í vor. Hann segir það vissulega viðbrigði að fara af vettvangi hjálparstarfs til Jóna en eðli starfa sinna á báðum stöðum sé í raun hið sama. „Á báðum stöðum snýst þetta um flutnings-miðlun, logistics, að skipuleggja vöruflutninga og lagerhald. Margt er sambærilegt en einnig margt ólíkt sem ég hef þá þurft að setja mig inn í og læra.“

Baldur er kvæntur og þau hjón eiga tvö börn. Fjölskyldan fylgdi honum á flakkinu um heiminn. Áhugamál utan vinnutíma eru körfubolti og útivera með fjölskyldunni.

Steinn Sveinsson, deildarstjóri sölu- og markaðs-deildar Jóna Transport (lengst til vinstri), og Guðmundur Haraldsson, stjórnarmaður í golf-klúbbnum Keili, afhentu verðlaun í mótslok. Hér tekur Davíð Jónsson við sínum sigurlaunum.

„Ég kláraði viðskiptafræðina í Háskólanum í Reykjavík vorið 2012 og byrjaði að vinna sem þjónustufulltrúi í sjódeild Jóna strax að loknu námi,“ segir Leifur Jón Elíasson sem aðallega starfar í viðskiptaþjónustu og tekjuskráningu og deilir verkefnum með tveimur öðrum starfsmönnum í deildinni. „Þetta er góð vinna og ánægjulegt að koma hingað til Jóna beint frá prófborðinu í HR.“

Leifur Jón er alinn upp á Seltjarnarnesi og helstu áhugamálin eru fótbolti, golf og snjóbretti. Hann æfði fótbolta og handbolta í yngri flokkum Gróttu en á unglingsárunum dró úr fótboltaiðkuninni og aðrar íþróttir komu til sögunnar. „Síðustu ár hefur verið frekar snúið að stunda skíði og snjóbretti í snjóleysinu hér fyrir sunnan og þess vegna hef ég yfirleitt farið eina helgi í snjóinn fyrir norðan.“ Hann stundar líka golf þegar tími gefst til og er með 24 í forgjöf. „Golfið er íþrótt sem tekur stundum á taugarnar en ég reyni að sinna því eftir megni. Hér innanhúss er starfandi golfklúbbur sem stóð meðal annars fyrir þremur golfmótum síðastliðið sumar. Því miður hafði ég ekki tök á að taka þátt í þeim en það stendur vonandi til bóta næsta sumar.“

Leifur Jón segir helsta tilhlökkunarefnið þessa dagana að flytja í fyrstu íbúðina sína og hefja þar með eigin búskap; fara með öðrum orðum úr foreldrahúsum. „Leigumarkaðurinn er mjög erfiður en íbúðarleitin bar á endanum árangur.“

Sveinn Bergmann Rúnarsson hóf störf í útflutningsdeild Jóna í byrjun júlí 2012 og er einn fjögurra starfsmanna þar. Starfið felst aðallega í gerð tilboða og skjalagerð auk annars sem til fellur og tengist útflutningi. Hann segist kunna vel við sig enda nóg að gera á líflegum vinnustað: „Það er mjög góður andi hérna og fólk vinnur vel saman.“

Óhætt er að segja að Sveinn sé þrautreyndur í flutningsmiðlun því hann hefur starfað í greininni í 20 ár. Hann kom til Jóna frá DHL en þar áður vann hann hjá DM. „Þessi grein hefur breyst gríðarlega mikið á þeim tíma sem ég hef verið viðloðandi hana, fyrst og fremst hafa samskiptin þróast mikið. Þegar ég byrjaði var það telefaxið sem gilti. Nú hefur tölvutæknin með tölvupósti og öðrum samskiptaleiðum bylt öllum vinnubrögðum í flutningsmiðlun og hraðinn eykst að sama skapi. Samkeppnin í greininni hefur líka aukist mikið og það er hart bitist um flutningsverkefnin.“

Sveinn er fjölskyldumaður með konu og þrjú börn. Utan vinnustaðar er fjölskyldan í fyrirrúmi en síðan nefnir hann skíði og golf sem helstu áhugamálin. „Uppáhaldsskíðastaðirnir mínir eru Austurríki þar sem ég hef skíðað mikið en hér heima er það Skálafellið enda brekkurnar þar mun lengri og skemmtilegri en í Bláfjöllum. Það má reyndar segja að ég sé nánast alinn upp í Skálafelli því ég er KR-ingur og var mikið í skíðaskála KR í Skálafelli frá því að ég var fjögurra ára gamall.“

Jónar Transport tóku fyrr á þessu ári þátt í einu stærsta verkefni sinnar tegundar til þessa þegar flutt var nýtt samheitalyf frá Actavis héðan á markað víðs vegar í Evrópu.

Verkefnið stóð yfir í um þrjá mánuði og tók til umfangsmikillar undirbúnings- og skjala-vinnu, hýsingar birgða og sjálfs flutningsins, flugleiðis og sjóleiðis. Egill Örn Einarsson, deildarstjóri útflutnings Jóna, segir að í mörg horn hafi verið að líta í verkinu en það hafi gengið snurðulaust fyrir sig og vonum framar í raun.

Lyf eru, eðli máls samkvæmt, vandmeðfarin vara í flutningi og það átti sannarlega við í þessu tilviki. Gæta þurfti vel að því að halda ákveðnum hita á lyfinu frá upphafi til enda í flutningsferlinu. Varan er þá í hitastýrðum umbúðum þar sem hægt er að fylgjast stöðugt með hitastiginu og skrá upplýsingar um það jafnharðan.

Nýir starfsmenn

Sveinn Bergmann Rúnarsson

Leifur Jón ElíassonBaldur Steinn Helgason

Fjölmennt golfmót Jóna

Draumareisa til Kristianstad

Fréttaflutningur Jóna Transport | Útgefið í desember 2012 | Ábyrgðarmaður: Andri Már Helgason | Texti, umbrot og umsjón: Athygli | Hönnun: Vinnustofa Atla Hilmarssonar | Ljósmyndir: Andri Már Helgason o.fl. | Prentun: Oddi

Lyfjasendingin mikla á leið úr landi: flutningavélin fermd á Keflavíkurflugvelli.

Page 4: Fréttabréf 2012

„Kvikmyndatakan á Íslandi var ótrúleg lífsreynsla. Fólkið var hjálplegt, áhugasamt og studdi mjög framgang verkefnisins. Ég held að það hefði ekki verið hægt að taka þessa mynd annars staðar,“ segir Ani Simon-Kennedy kvikmyndaleikstjóri sem nýlega lauk gerð kvikmyndarinnar Days of Gray á Íslandi. Kvikmyndin er þögul og segir sögu ungs drengs á afskekktum bæ á landsbyggðinni og tengslum hans við stúlku sem býr við svipaðar aðstæður.

Um þriðjungur tökuliðsins var íslenskur og allir leikararnir Íslendingar nema einn. Aðalhlut-verkin, piltinn og stúlkuna, leika Davíð Laufdal

Arnarsson og Diljá Valsdóttir. Ani segir að allir, sem leitað var til, hafi verið tilbúnir að taka þátt í verkefninu þótt aðstandendur þess hafi ekki getað boðið miklar greiðslur fyrir. „Í raun og veru tókst þetta vegna þess að fólki þótti vænt um verkefnið en einnig skipti miklu að við fengum til liðs við okkur frábæra styrktaraðila eins og Jóna Transport sem voru tilbúnir að taka áhættuna og vera með þótt þetta væri fyrsta kvikmyndin okkar. Days of Gray hefði ekki orðið eins mögnuð og raun ber vitni nema vegna stuðnings þessara aðila.“

Jónar lögðu kvikmyndagerðarfólkinu til litla rútu sem notuð var til að flytja leikara og

tæknilið til og frá tökustað. „Tökustaðir voru allir í um það bil klukkutíma aksturfjarlægð frá Reykjavík og þess vegna hefði verið stórmál að sjá um flutninga ef við hefðum ekki notið aðstoðar Jóna. Við erum mjög þakklát Andra Má Helgasyni og öðrum hjá Jónum fyrir að lána okkur bílinn sem við notuðum daginn út og inn í heilan mánuð.“

Ani skrifaði handritið ásamt tökumanni myndarinnar, Cailin Yatsko, og Hrafni Jónssyni. Tónlistin er samin og flutt af hljómsveitinni Hjaltalín. Um þessar mundir er myndin á leið á kvikmyndahátíðir en Ani vonast til að hægt verði að sýna hana á Íslandi fyrir áramót.

Davíð Jónsson var sigurvegari í höggleik án forgjafar á golfmóti Jóna Transport í sumar með 68 högg. Næstir komu Ásgeir Jón Guðbjartsson með 71 högg og Guðmundur Ingvi Einarsson með 72 högg.

Þórður Björnsson sigraði í punktakeppninni með 40 punkta. Næstur kom Haukur Armin Úlfarsson með 39 punkta og því næst þrír keppendur með 38 punkta: Sturla Rafn Guðmundsson, Ásgeir Jón Guðbjartsson og Davíð Jónsson.

Golfmót Jóna er árlegur viðburður og vinsæll mjög. Þátttakendur voru um 130 í þetta sinn í blíðskaparveðri á golfvelli Keilis í Hafnarfirði.

Fréttaflutningur 4

Nýtt upplýsingakerfi tekið í gagnið í áföngum

Days of Grey segir sögu drengs á afskekktum bæ.

Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir og Anna Margrét Benediktsdóttir á lestarstöð í Svíþjóð.

Fréttaflutningur 3

Jónar Transport taka nú skref fyrir skref í gagnið nýtt sameiginlegt upplýsingakerfi fyrir starfsemina í höfuðstöðvum félagsins í Reykjavík og á skrifstofum þess erlendis. Byrjað var að innleiða það í sjóflutningunum fyrr á þessu ári og stefnt er að því að kerfið taki líka til flugflutninga snemma næsta árs. Allir vinna þá á sama kerfinu, hvar svo sem þeir starfa í veröldinni.

Andri Már Helgason, markaðsstjóri Jóna, stjórnar verkefninu. Hann segir nýja kerfið

breyta tilverunni umtalsvert fyrir starfsmenn og viðskiptavini líka í framhaldinu. Markmiðið sé að hafa mun betri yfirsýn í flutningsmiðluninni; fylgjast með og halda utan um upplýsingar sem miðlað sé úr kerfinu.

Allir sem tengjast kerfinu sjá strax þegar vara er skráð til flutnings og öll samskipti vegna flutnings, tollaafgreiðslu eða annars verða einfaldari og skilvirkari en áður þegar mörg upplýsingakerfi voru við lýði. Afritum pappíra og skjala er haldið til haga þannig að viðskipta-

vinurinn geti nálgast upplýsingar á lokuðu svæði ef á þarf að halda. Þegar kerfið verður komið í gagnið að öllu leyti er gert ráð fyrir að viðskiptavinurinn geti fylgst með för vöru sinnar í flutningi og til dæmis óskað eftir tollafgreiðslu eða heimakstri með einföldum tölvuboðum. Samskiptin verða þannig einfaldari og öruggari og ætla má að verulega dragi úr tölvupóstsendingum og símhring-ingum til að miðla upplýsingum manna á milli.

Tvær knattspyrnukonur úr HK-Víkingi kynntust í haust lífi og starfi atvinnumanna í fótbolta þegar þær dvöldu í nokkra daga í ranni Kristianstads DFF, kvennaliðs í úrvalsdeildinni í Svíþjóð. Laufey Ása Bjarnadóttir, sem er í umsjónarráði HK-Víkings, segir að þjálfarar HK-Víkings hafi valið leikmennina og umbunað þeim þannig fyrir frammistöðu, áhuga og ástundun. Tveir leikmenn fóru í hliðstæða ferð til Malmö í Svíþjóð haustið 2011 og félagið hyggst halda þessum utanlandsreisum áfram, enda er hvetjandi fyrir leikmenn að geta átt von á slíkri draumaferð að ári.

Jónar-Transport styrktu HK-Víking vegna Svíþjóðarferðanna í fyrra og aftur í ár og hyggjast gera það einnig haustið 2013. Fyrirtækið telur sér bæði heiður og sæmd að

styðja kvennaknattspyrnuna. Rekstur íþróttafélaga er jafnan mikill barningur og Laufey Ása segir stuðning Jóna koma HK-Víkingi afar vel.

Anna Margrét Benediktsdóttir útileikmaður og Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir markvörður urðu fyrir valinu í ár og heimsóttu „Ís-lendingaliðið“ Kristianstads DFF. Elísabet Gunn-arsdóttir þjálfar liðið, Björn Sigurbjörnsson er aðstoðarþjálfari og Kjartan Orri Sigurðsson styrktarþjálfari. Í sjálfu liðinu eru svo fjórir íslenskir leikmenn, þar af þrír sem mikið hafa komið við sögu landsliðsins okkar: Guðný Björk Óðinsdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Sif Atladóttir sem jafnframt er fyrirliði Kristianstad.

Anna Margrét og Unnbjörg fylgdust með

æfingum og tóku sjálfar þátt í þeim. Þær kynntu sér undirbúning Kristianstad fyrir leik og hittu í áhorfendastúkunni tvær landsliðs-konur til viðbótar: Söru Björk Gunnarsdóttur og Þóru B. Helgadóttur sem leika með Malmö en brugðu sér til Kristianstad til að sjá heimaliðið tapa fyrir Tyresö.

HK og Víkingur, félögin tvö hvort sínum megin í Fossvogsdal, starfrækja sameiginlega meistaraflokk og 2. flokk í kvennaknatt-spyrnunni. HK-Víkingur tryggði sér í haust sæti í úrvalsdeild og spilar því meðal þeirra bestu á leiktíðinni 2013.

Fréttaflutningur 2

Þögul mynd um vináttu

Lyfjaflutningur í stórum stíl

„Jónar eru mjög góður vinnustaður. Hér er létt yfir mönnum, andrúmsloftið jákvætt og allar dyr opnar,“ segir Baldur Steinn Helgason sem hóf störf í sérverkefnadeild Jóna á vormán-uðum 2012. Hann hefur haft í nógu að snúast, aðallega í þjónustu við erlend kvikmyndafyrir-tæki við tökur hér á landi. „Þetta eru mjög lífleg og fjölbreytt verkefni og hlutirnir þurfa að gerast mjög hratt.“ Hann er reyndar vanur slíku álagi eftir að hafa starfað um árabil hjá Rauða krossi Íslands og Alþjóða rauða krossinum, bæði hér heima og erlendis. Hann var við hjálparstörf í Níger og Malí í Afríku og í Indónesíu en síðast dvaldi hann ásamt fjölskyldunni í rúmt ár í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem Alþjóða rauði krossinn rekur svæðisskrifstofu.

Fjölskyldan flutti heim til Íslands um jólin 2010 og Baldur vann síðan hjá Rauða krossi Íslands þar til hann flutti sig yfir til Jóna í vor. Hann segir það vissulega viðbrigði að fara af vettvangi hjálparstarfs til Jóna en eðli starfa sinna á báðum stöðum sé í raun hið sama. „Á báðum stöðum snýst þetta um flutnings-miðlun, logistics, að skipuleggja vöruflutninga og lagerhald. Margt er sambærilegt en einnig margt ólíkt sem ég hef þá þurft að setja mig inn í og læra.“

Baldur er kvæntur og þau hjón eiga tvö börn. Fjölskyldan fylgdi honum á flakkinu um heiminn. Áhugamál utan vinnutíma eru körfubolti og útivera með fjölskyldunni.

Steinn Sveinsson, deildarstjóri sölu- og markaðs-deildar Jóna Transport (lengst til vinstri), og Guðmundur Haraldsson, stjórnarmaður í golf-klúbbnum Keili, afhentu verðlaun í mótslok. Hér tekur Davíð Jónsson við sínum sigurlaunum.

„Ég kláraði viðskiptafræðina í Háskólanum í Reykjavík vorið 2012 og byrjaði að vinna sem þjónustufulltrúi í sjódeild Jóna strax að loknu námi,“ segir Leifur Jón Elíasson sem aðallega starfar í viðskiptaþjónustu og tekjuskráningu og deilir verkefnum með tveimur öðrum starfsmönnum í deildinni. „Þetta er góð vinna og ánægjulegt að koma hingað til Jóna beint frá prófborðinu í HR.“

Leifur Jón er alinn upp á Seltjarnarnesi og helstu áhugamálin eru fótbolti, golf og snjóbretti. Hann æfði fótbolta og handbolta í yngri flokkum Gróttu en á unglingsárunum dró úr fótboltaiðkuninni og aðrar íþróttir komu til sögunnar. „Síðustu ár hefur verið frekar snúið að stunda skíði og snjóbretti í snjóleysinu hér fyrir sunnan og þess vegna hef ég yfirleitt farið eina helgi í snjóinn fyrir norðan.“ Hann stundar líka golf þegar tími gefst til og er með 24 í forgjöf. „Golfið er íþrótt sem tekur stundum á taugarnar en ég reyni að sinna því eftir megni. Hér innanhúss er starfandi golfklúbbur sem stóð meðal annars fyrir þremur golfmótum síðastliðið sumar. Því miður hafði ég ekki tök á að taka þátt í þeim en það stendur vonandi til bóta næsta sumar.“

Leifur Jón segir helsta tilhlökkunarefnið þessa dagana að flytja í fyrstu íbúðina sína og hefja þar með eigin búskap; fara með öðrum orðum úr foreldrahúsum. „Leigumarkaðurinn er mjög erfiður en íbúðarleitin bar á endanum árangur.“

Sveinn Bergmann Rúnarsson hóf störf í útflutningsdeild Jóna í byrjun júlí 2012 og er einn fjögurra starfsmanna þar. Starfið felst aðallega í gerð tilboða og skjalagerð auk annars sem til fellur og tengist útflutningi. Hann segist kunna vel við sig enda nóg að gera á líflegum vinnustað: „Það er mjög góður andi hérna og fólk vinnur vel saman.“

Óhætt er að segja að Sveinn sé þrautreyndur í flutningsmiðlun því hann hefur starfað í greininni í 20 ár. Hann kom til Jóna frá DHL en þar áður vann hann hjá DM. „Þessi grein hefur breyst gríðarlega mikið á þeim tíma sem ég hef verið viðloðandi hana, fyrst og fremst hafa samskiptin þróast mikið. Þegar ég byrjaði var það telefaxið sem gilti. Nú hefur tölvutæknin með tölvupósti og öðrum samskiptaleiðum bylt öllum vinnubrögðum í flutningsmiðlun og hraðinn eykst að sama skapi. Samkeppnin í greininni hefur líka aukist mikið og það er hart bitist um flutningsverkefnin.“

Sveinn er fjölskyldumaður með konu og þrjú börn. Utan vinnustaðar er fjölskyldan í fyrirrúmi en síðan nefnir hann skíði og golf sem helstu áhugamálin. „Uppáhaldsskíðastaðirnir mínir eru Austurríki þar sem ég hef skíðað mikið en hér heima er það Skálafellið enda brekkurnar þar mun lengri og skemmtilegri en í Bláfjöllum. Það má reyndar segja að ég sé nánast alinn upp í Skálafelli því ég er KR-ingur og var mikið í skíðaskála KR í Skálafelli frá því að ég var fjögurra ára gamall.“

Jónar Transport tóku fyrr á þessu ári þátt í einu stærsta verkefni sinnar tegundar til þessa þegar flutt var nýtt samheitalyf frá Actavis héðan á markað víðs vegar í Evrópu.

Verkefnið stóð yfir í um þrjá mánuði og tók til umfangsmikillar undirbúnings- og skjala-vinnu, hýsingar birgða og sjálfs flutningsins, flugleiðis og sjóleiðis. Egill Örn Einarsson, deildarstjóri útflutnings Jóna, segir að í mörg horn hafi verið að líta í verkinu en það hafi gengið snurðulaust fyrir sig og vonum framar í raun.

Lyf eru, eðli máls samkvæmt, vandmeðfarin vara í flutningi og það átti sannarlega við í þessu tilviki. Gæta þurfti vel að því að halda ákveðnum hita á lyfinu frá upphafi til enda í flutningsferlinu. Varan er þá í hitastýrðum umbúðum þar sem hægt er að fylgjast stöðugt með hitastiginu og skrá upplýsingar um það jafnharðan.

Nýir starfsmenn

Sveinn Bergmann Rúnarsson

Leifur Jón ElíassonBaldur Steinn Helgason

Fjölmennt golfmót Jóna

Draumareisa til Kristianstad

Fréttaflutningur Jóna Transport | Útgefið í desember 2012 | Ábyrgðarmaður: Andri Már Helgason | Texti, umbrot og umsjón: Athygli | Hönnun: Vinnustofa Atla Hilmarssonar | Ljósmyndir: Andri Már Helgason o.fl. | Prentun: Oddi

Lyfjasendingin mikla á leið úr landi: flutningavélin fermd á Keflavíkurflugvelli.

Page 5: Fréttabréf 2012

„Viðskiptavinir Jóna Transport njóta sannarlega góðs af því að erum hluti af alþjóðasamtökum flutningsmiðlara (World Air Cargo Organisation - WACO), ásamt um 100 öðrum fyrirtækjum í um 80 löndum. Þarna eru margir af stærstu flutningsmiðlurum veraldar og stöðugt fjölgar í hópnum,“ segir Kristján Pálsson, framkvæmda-stjóri Jóna og stjórnarmaður í WACO. Hann var kjörinn í stjórn samtakanna á ársþingi í Berlín árið 2011, fyrstur Íslendinga.

Á þessari sömu samkomu fengu Jónar alls þrjár viðurkenningar fyrir tiltekna þætti starf seminnar: eina fyrir sölumál og þjónustu, aðra fyrir frammistöðu í rekstri og þá þriðju fyrir samskipti vegna bókhalds og greiðslu-flæðis. „Við hirtum öll gullverðlaun sem í boði voru fyrir flugfrakt og getum því sagt með sanni að samstarfsfyrirtæki okkar hafi tekið eftir því sem við gerum og kunni að meta öflugt þjónustu- og viðskiptakerfi okkar. Verðlaunin eru rósir í hnappagöt starfsmanna Jóna Transport.“

Fréttaflutningur

„Fyrsta stóra kvikmyndaverkefnið okkar fengum við með skömmum fyrirvara vorið 2011 þegar ljóst varð að leikstjórinn Ridley Scott kæmi hingað til að taka upp hluta kvikmyndarinnar Prometheus. Sú mynd var frumsýnd fyrr á þessu ári. Í kjölfarið komu fleiri verkefni af þessu tagi, kvikmyndir sem frumsýndar verða 2013 og 2014,“ segir Kristján Pálsson, framkvæmdastjóri Jóna Transport.

Stofnað var sérstakt sérverkefnateymi í Jónum til að sinna kvikmyndaframleiðendum og öðrum sem þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda. Guðrún Guðmundsdóttir stýrir því og bæði hún og samstarfsmenn hennar geta nú vitnað um að það er í senn skemmtilegt, ögrandi og gríðarlega krefjandi að þjóna erlendum kvikmyndafyrirtækjunum. Til kasta

Jóna kemur að annast flutninga á búnaði til og frá höfnum eða flugvöllum erlendis, til og frá Íslandi í skipum og flugvélum og til og frá tökustöðum á Íslandi. Þessu fylgja mikil umsvif vegna tollamála og þar skiptir sérþekking starfsfólks í tolladeild Jóna sköpum.

„Vinna fyrir erlend kvikmyndafyrirtæki er góð búbót fyrir fyrirtækið en líka fyrir íslenska þjóð, sem fær bæði vel þegin störf og

gjaldeyri. Eitt einkenni þessara verkefna er að hlutirnir gerast hratt. Ákveðið er með skömmum fyrirvara að fara til Íslands til að taka upp og þá verða allir að bregðast hratt við. Þegar sjálft verkefnið er komið í gang velta menn ekki fyrir sér hvaða dagur er eða hvaða tími sólarhrings. Við erum alltaf til taks þegar á þarf að halda og sumarfríinu er þá bara slegið á frest ef svo ber undir.“

„Orðspor og reynsla erlendra kvikmynda-gerðar manna af því að starfa á Íslandi skiptir auðvitað máli upp á framhaldið. Flutningaþjónustan er bæði stór og mikilvægur hlekkur í keðjunni og ef menn standa sig ekki á þeim vettvangi þýðir það einfaldlega að Íslendingar standa sig ekki í stykkinu þegar á heildina er litið. Staðreyndin er hins vegar sú að við stöndum okkur bara býsna vel í störfum fyrir afar kröfuharða verkkaupa!“ segir Helga Margrét Reykdal, framkvæmdastjóri kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins True North.

True North hefur starfað með nokkrum af stærstu og þekktustu kvikmyndafram-leiðendum veraldar við tökur á Íslandi og samhæfir krafta heimamanna sem að slíkum verkefnum koma. Þetta eru í mörgum tilvikum stórverkefni og veltan í þeim í samræmi við það. Framleiðsla kvikmyndaðs efnis hefur nær þrefaldast á þremur árum. Árið 2010 var velta kvikmyndaframleiðslu á Íslandi um þrír milljarðar króna en stefnir í að verða nær átta milljarðar króna 2012! Ríkissjóður endurgreiðir framleiðendum um fimmtung fram-leiðslukostnaðar hér á landi.

„Erlendu framleiðendurnir horfa auðvitað fyrst til þess hvort þeir finna yfirleitt rétta umhverfið á Íslandi til að nota í myndunum

sínum,“ segir Helga Margrét. „Endur-greiðslukerfið skiptir miklu máli og síðan umhverfið sem framleiðendunum er búið: íslensk náttúra, þekking og reynsla íslenskra fyrirtækja í kvikmyndagerð og annað sem þörf krefur, þar á meðal öflug flutningastarfsemi. Kvikmyndagerð erlendra fyrirtækja hér er

gjaldeyrisskapandi, atvinnuskapandi og umfangsmikil starfsemi í alla staði. Það er hreint ekki sjálfsagt mál að hún sé stunduð hérlendis því ef þessi fyrirtæki fá ekki það sem þau sækjast eftir fara þau bara eitthvað annað.“

5

Kvikmyndaævintýri Jóna hófst með Prometheus

Hluti hópsins sem stóð að hönnun og smíði íslenska kappakstursbílsins.

Vinnubúðir Ístaks í Pakitsoq á vesturstönd Grænlands sumarið 2011. Mynd: Margrét Magnúsdóttir.

Flutningaþjónusta er mikilvægur hlekkur

Fréttaflutningur

„Grænlendingar áforma stórframkvæmdir af ýmsu tagi næstu árin og umsvif í flutninga- þjónustu aukast að sama skapi. Við flytjum nokkuð af vörum til Grænlands í flugi og sjáum ýmsa spennandi möguleika til að færa út kvíar í samstarfi við heimamenn í tengslum við það sem koma skal þarna á næstu árum,“ segir Baldur Steinn Helgason, starfsmaður í sérverk-efnadeild Jóna. Hann fór fyrir hönd Jóna Transport á kaupstefnu í Nuuk í lok október 2012 ásamt fleiri fulltrúum íslenskra fyrirtækja.

Tækifærið var notað til að stofna grænlenskt-íslenskt viðskiptaráð og Ísland er reyndar fyrsta ríkið sem stofnar til formlegs samstarfs af því tagi við Grænlendinga.

Verktakafyrirtækið Ístak kemur mjög við sögu virkjunarframkvæmda á Grænlandi um þessar mundir og íslensk fyrirtæki horfa til fleiri stórframkvæmda þar. Í deiglunni er til dæmis að reisa álver á Grænlandi og kínverskir fjárfestar eru drifkraftar í gríðarmiklu námaverkefni sem fyrirhugað er, fjárfestingu

upp á jafnvirði um 280 milljarða króna á þremur árum. Þá er leitað að olíu við Grænland og ef sú leit ber árangur má gera ráð fyrir miklum fjárfestingum og framkvæmdum.

Jónar flytja einkum vörur tengdar hátækni og sjávarútvegi flugleiðis til Grænlands en menn sjá fyrir sér sóknarfæri þar fyrir útflutning af ýmsu tagi: tæknibúnað, fatnað, matvæli, sælgæti og margt fleira.

„Það var mikil upplifun að mæta á Silverstone kappakstursbrautina og taka þátt í verkfræði-keppni þar sem liðlega 100 háskólar alls staðar að úr heiminum tefldu fram kappakstursbílum sem þeir höfðu smíðað,“ segir Ari Elísson, verkfræðinemi í Háskóla Íslands. Hann er einn nær 30 nemenda í verkfræðideildum Háskóla Íslands sem tóku í sumar þátt í Formula Student, alþjóðlegri keppni í smíði og hönnun kappakstursbíla í Bretlandi. Í keppnisliðinu voru líka þrír nemendur Listaháskóla Íslands sem sáu um útlitshönnun bílsins. Jónar Transport

studdu liðið til fararinnar. „Við höfðum aðeins 10 mánuði til að hanna og smíða bílinn og þess vegna skipti máli að vera með samstarfs-aðila sem gat bjargað hlutum með hraði frá Evrópu og Bandaríkjunum. Samstarfið við Jónamenn gekk mjög vel og þeir önnuðust líka öll samskipti við tollinn fyrir okkur.“

Rafkerfi bílsins var sérhannað af hópnum, sem er sjaldgæft því yfirleitt nota keppnisliðin tilbúin rafkerfi í bíla sína. Því miður náðist ekki að ljúka smíði þess og íslenski bílinn tók því ekki þátt í kappakstrinum sjálfum heldur keppti

um hönnun og framleiðslu bíla. „Okkur gekk ágætlega í því sem við náðum að ljúka og fengum góðar ábendingar frá dómurum um aðra þætti.“

Flestir bílar í keppninni voru bensínknúnir en einnig var keppt í flokki óhefðbundinna aflgjafa, svo sem rafmagns, vetnis eða lífræns eldsneytis (bíódísil). Þátttakendum í síðast-nefnda flokknum fjölgar ár frá ári.

Helga Margrét Reykdal, framkvæmdastjóri kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins True North.

Jónar Transport hluti af alþjóðaneti flutningsmiðlara

3

Fréttaflutningur12 2012

Lyf á leið úr landi Furðuvera á ÍslandiBls. 2 Bls. 5

Íslenskur rafknúinn kappakstursbíll

Fulltrúar á ársþingi WACO á Indlandi í október 2012. Stjórnarmenn sitja fremstir, Kristján Pálsson er annar frá hægri.

Jónar skyggnast um bekki á Grænlandi

Page 6: Fréttabréf 2012

„Viðskiptavinir Jóna Transport njóta sannarlega góðs af því að erum hluti af alþjóðasamtökum flutningsmiðlara (World Air Cargo Organisation - WACO), ásamt um 100 öðrum fyrirtækjum í um 80 löndum. Þarna eru margir af stærstu flutningsmiðlurum veraldar og stöðugt fjölgar í hópnum,“ segir Kristján Pálsson, framkvæmda-stjóri Jóna og stjórnarmaður í WACO. Hann var kjörinn í stjórn samtakanna á ársþingi í Berlín árið 2011, fyrstur Íslendinga.

Á þessari sömu samkomu fengu Jónar alls þrjár viðurkenningar fyrir tiltekna þætti starf seminnar: eina fyrir sölumál og þjónustu, aðra fyrir frammistöðu í rekstri og þá þriðju fyrir samskipti vegna bókhalds og greiðslu-flæðis. „Við hirtum öll gullverðlaun sem í boði voru fyrir flugfrakt og getum því sagt með sanni að samstarfsfyrirtæki okkar hafi tekið eftir því sem við gerum og kunni að meta öflugt þjónustu- og viðskiptakerfi okkar. Verðlaunin eru rósir í hnappagöt starfsmanna Jóna Transport.“

Fréttaflutningur

„Fyrsta stóra kvikmyndaverkefnið okkar fengum við með skömmum fyrirvara vorið 2011 þegar ljóst varð að leikstjórinn Ridley Scott kæmi hingað til að taka upp hluta kvikmyndarinnar Prometheus. Sú mynd var frumsýnd fyrr á þessu ári. Í kjölfarið komu fleiri verkefni af þessu tagi, kvikmyndir sem frumsýndar verða 2013 og 2014,“ segir Kristján Pálsson, framkvæmdastjóri Jóna Transport.

Stofnað var sérstakt sérverkefnateymi í Jónum til að sinna kvikmyndaframleiðendum og öðrum sem þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda. Guðrún Guðmundsdóttir stýrir því og bæði hún og samstarfsmenn hennar geta nú vitnað um að það er í senn skemmtilegt, ögrandi og gríðarlega krefjandi að þjóna erlendum kvikmyndafyrirtækjunum. Til kasta

Jóna kemur að annast flutninga á búnaði til og frá höfnum eða flugvöllum erlendis, til og frá Íslandi í skipum og flugvélum og til og frá tökustöðum á Íslandi. Þessu fylgja mikil umsvif vegna tollamála og þar skiptir sérþekking starfsfólks í tolladeild Jóna sköpum.

„Vinna fyrir erlend kvikmyndafyrirtæki er góð búbót fyrir fyrirtækið en líka fyrir íslenska þjóð, sem fær bæði vel þegin störf og

gjaldeyri. Eitt einkenni þessara verkefna er að hlutirnir gerast hratt. Ákveðið er með skömmum fyrirvara að fara til Íslands til að taka upp og þá verða allir að bregðast hratt við. Þegar sjálft verkefnið er komið í gang velta menn ekki fyrir sér hvaða dagur er eða hvaða tími sólarhrings. Við erum alltaf til taks þegar á þarf að halda og sumarfríinu er þá bara slegið á frest ef svo ber undir.“

„Orðspor og reynsla erlendra kvikmynda-gerðar manna af því að starfa á Íslandi skiptir auðvitað máli upp á framhaldið. Flutningaþjónustan er bæði stór og mikilvægur hlekkur í keðjunni og ef menn standa sig ekki á þeim vettvangi þýðir það einfaldlega að Íslendingar standa sig ekki í stykkinu þegar á heildina er litið. Staðreyndin er hins vegar sú að við stöndum okkur bara býsna vel í störfum fyrir afar kröfuharða verkkaupa!“ segir Helga Margrét Reykdal, framkvæmdastjóri kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins True North.

True North hefur starfað með nokkrum af stærstu og þekktustu kvikmyndafram-leiðendum veraldar við tökur á Íslandi og samhæfir krafta heimamanna sem að slíkum verkefnum koma. Þetta eru í mörgum tilvikum stórverkefni og veltan í þeim í samræmi við það. Framleiðsla kvikmyndaðs efnis hefur nær þrefaldast á þremur árum. Árið 2010 var velta kvikmyndaframleiðslu á Íslandi um þrír milljarðar króna en stefnir í að verða nær átta milljarðar króna 2012! Ríkissjóður endurgreiðir framleiðendum um fimmtung fram-leiðslukostnaðar hér á landi.

„Erlendu framleiðendurnir horfa auðvitað fyrst til þess hvort þeir finna yfirleitt rétta umhverfið á Íslandi til að nota í myndunum

sínum,“ segir Helga Margrét. „Endur-greiðslukerfið skiptir miklu máli og síðan umhverfið sem framleiðendunum er búið: íslensk náttúra, þekking og reynsla íslenskra fyrirtækja í kvikmyndagerð og annað sem þörf krefur, þar á meðal öflug flutningastarfsemi. Kvikmyndagerð erlendra fyrirtækja hér er

gjaldeyrisskapandi, atvinnuskapandi og umfangsmikil starfsemi í alla staði. Það er hreint ekki sjálfsagt mál að hún sé stunduð hérlendis því ef þessi fyrirtæki fá ekki það sem þau sækjast eftir fara þau bara eitthvað annað.“

5

Kvikmyndaævintýri Jóna hófst með Prometheus

Hluti hópsins sem stóð að hönnun og smíði íslenska kappakstursbílsins.

Vinnubúðir Ístaks í Pakitsoq á vesturstönd Grænlands sumarið 2011. Mynd: Margrét Magnúsdóttir.

Flutningaþjónusta er mikilvægur hlekkur

Fréttaflutningur

„Grænlendingar áforma stórframkvæmdir af ýmsu tagi næstu árin og umsvif í flutninga- þjónustu aukast að sama skapi. Við flytjum nokkuð af vörum til Grænlands í flugi og sjáum ýmsa spennandi möguleika til að færa út kvíar í samstarfi við heimamenn í tengslum við það sem koma skal þarna á næstu árum,“ segir Baldur Steinn Helgason, starfsmaður í sérverk-efnadeild Jóna. Hann fór fyrir hönd Jóna Transport á kaupstefnu í Nuuk í lok október 2012 ásamt fleiri fulltrúum íslenskra fyrirtækja.

Tækifærið var notað til að stofna grænlenskt-íslenskt viðskiptaráð og Ísland er reyndar fyrsta ríkið sem stofnar til formlegs samstarfs af því tagi við Grænlendinga.

Verktakafyrirtækið Ístak kemur mjög við sögu virkjunarframkvæmda á Grænlandi um þessar mundir og íslensk fyrirtæki horfa til fleiri stórframkvæmda þar. Í deiglunni er til dæmis að reisa álver á Grænlandi og kínverskir fjárfestar eru drifkraftar í gríðarmiklu námaverkefni sem fyrirhugað er, fjárfestingu

upp á jafnvirði um 280 milljarða króna á þremur árum. Þá er leitað að olíu við Grænland og ef sú leit ber árangur má gera ráð fyrir miklum fjárfestingum og framkvæmdum.

Jónar flytja einkum vörur tengdar hátækni og sjávarútvegi flugleiðis til Grænlands en menn sjá fyrir sér sóknarfæri þar fyrir útflutning af ýmsu tagi: tæknibúnað, fatnað, matvæli, sælgæti og margt fleira.

„Það var mikil upplifun að mæta á Silverstone kappakstursbrautina og taka þátt í verkfræði-keppni þar sem liðlega 100 háskólar alls staðar að úr heiminum tefldu fram kappakstursbílum sem þeir höfðu smíðað,“ segir Ari Elísson, verkfræðinemi í Háskóla Íslands. Hann er einn nær 30 nemenda í verkfræðideildum Háskóla Íslands sem tóku í sumar þátt í Formula Student, alþjóðlegri keppni í smíði og hönnun kappakstursbíla í Bretlandi. Í keppnisliðinu voru líka þrír nemendur Listaháskóla Íslands sem sáu um útlitshönnun bílsins. Jónar Transport

studdu liðið til fararinnar. „Við höfðum aðeins 10 mánuði til að hanna og smíða bílinn og þess vegna skipti máli að vera með samstarfs-aðila sem gat bjargað hlutum með hraði frá Evrópu og Bandaríkjunum. Samstarfið við Jónamenn gekk mjög vel og þeir önnuðust líka öll samskipti við tollinn fyrir okkur.“

Rafkerfi bílsins var sérhannað af hópnum, sem er sjaldgæft því yfirleitt nota keppnisliðin tilbúin rafkerfi í bíla sína. Því miður náðist ekki að ljúka smíði þess og íslenski bílinn tók því ekki þátt í kappakstrinum sjálfum heldur keppti

um hönnun og framleiðslu bíla. „Okkur gekk ágætlega í því sem við náðum að ljúka og fengum góðar ábendingar frá dómurum um aðra þætti.“

Flestir bílar í keppninni voru bensínknúnir en einnig var keppt í flokki óhefðbundinna aflgjafa, svo sem rafmagns, vetnis eða lífræns eldsneytis (bíódísil). Þátttakendum í síðast-nefnda flokknum fjölgar ár frá ári.

Helga Margrét Reykdal, framkvæmdastjóri kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins True North.

Jónar Transport hluti af alþjóðaneti flutningsmiðlara

3

Fréttaflutningur12 2012

Lyf á leið úr landi Furðuvera á ÍslandiBls. 2 Bls. 5

Íslenskur rafknúinn kappakstursbíll

Fulltrúar á ársþingi WACO á Indlandi í október 2012. Stjórnarmenn sitja fremstir, Kristján Pálsson er annar frá hægri.

Jónar skyggnast um bekki á Grænlandi