12
„Ég er í miðri brekku og hún er bara drullubrö“ segir Eva Þórunn Vignisdóir í einlægu opnuviðtali við Gaflarann. Eva hefur gengið í gegnum glasa- og tæknifrjóvganir eins oſt og læknisfræðin og líkami hennar hefur leyſt. Hún fagnar opinskárri umræðu um barnleysi og ófrjósemi. um barnley si og ófrj ósemi. Hvernig hefur bíllinn það? Opið: mánudaga til fimmtudaga kl. 8.00-18.00, föstudaga kl. 8.00-16.30 BJB | Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Við hjá BJB erum sérfræðingar í dekkjum, pústi, smurningu og fleiru sem viðkemur reglubundnu viðhaldi bíla. Komdu með bílinn í BJB Hafnarfirði og þú færð góða þjónustu og vandaða vinnu. 2012 Tímapantanir í síma 565 1090 Save Water, Drink Beer HAFNARFIRÐI BOLTINN Í BEINNI! HAPPY HOUR 16.00 – 19.00 TILVALINN STAÐUR FYRIR EINKASAMKVÆMI X-Hafnarörður: Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Grænir tala til kjósenda X o 4 Kíkt í kaffi: Með kjarasamning kennara á náborðinu K k 8 Hafnfirskar konur athafnasamar í Eyjum H a 2 FH-ingar sáir í upphafi móts F í 11 Fréir Umræðan Tilveran Íþróir gaflari.is föstudagur 23. maí 2014 7. tbl. 1. árg.

Gaflari 7. tbl. 2014

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Vikublaðið Gaflari sem kom út 23. maí 2014

Citation preview

„Ég er í miðri brekku og hún er bara drullubrött “

segir Eva Þórunn Vignisdótt ir í einlægu opnuviðtali við Gafl arann. Eva hefur gengið í gegnum glasa- og tæknifrjóvganir eins oft og

læknisfræðin og líkami hennar hefur leyft . Hún fagnar opinskárri umræðu um barnleysi og ófrjósemi.um barnleyyysi oggg ófrjjjósemi.

Hvernig hefur bíllinn það?

Opið: mánudaga til fimmtudaga kl. 8.00-18.00, föstudaga kl. 8.00-16.30

BJB | Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is

Við hjá BJB erum sérfræðingar í dekkjum, pústi, smurningu og fleiru sem viðkemur reglubundnu viðhaldi bíla. Komdu með bílinn í BJB Hafnarfirði og þú færð góða þjónustu og vandaða vinnu.

2012

Tímapantanir í síma

565 1090

Save Water, Drink Beer

HAFNARFIRÐI

BOLTINNÍ BEINNI!

HAPPY HOUR16.00 – 19.00

TILVALINN STAÐURFYRIR EINKASAMKVÆMI

X-Hafnarfj örður: Sjálfstæðisfl okkurinn og Vinstri Grænir tala til kjósendaXo4Kíkt í kaffi : Með kjarasamning kennara á nátt borðinuKk8

Hafnfi rskar konur athafnasamar í EyjumHa2

FH-ingar sátt ir í upphafi mótsFí11

Frétt ir Umræðan Tilveran Íþrótt irgafl ari.is föstudagur 23. maí 2014 7. tbl. 1. árg.

2 - gafl ari.is

FRÉTTIR Þrjár hafnfirskar konur opna

í sama mánuðinum þrjú ólík fyrirtæki í

Vestmannaeyjum. Þetta eru þær Fjóla

Björk Jónsdóttir, Berglind Sigmarsdóttir

og Alda Áskelsdóttir.

„Ég ætlaði bara að búa í Eyjum í

eitt ár en þau eru nú orðin átján. Hér

er yndislegt að vera en ég elska samt

alltaf Hafnarfjörðinn líka,“ segir Fjóla

sem alin er upp í Hafnarfirði en hún

opnaði Búst- og ísbarinn Joy 1. maí.

„Ég vann á KFC í Hafnarfirði með skól-

anum og hafði lengi dreymt um að

opna minn eigin stað. Í Eyjum var engin

bústbar og þegar ég fékk húsnæði á

besta stað í bænum ákvað ég að slá

til.“

Alda var að kenna við fjölmiðla-

deildina í Flensborg þegar hún var

lögð niður um áramótin. „Við hjónin

fórum til Eyja í skemmtiferð fyrir

nokkrum árum. Ég heillaðist af Eyjum,

stórbrotnu landslaginu og sögunni og

hugsaði með mér að það gæti verið

gaman að gera eitthvað skemmtilegt

í Eyjum. Mig hafð í nokkur ár dreymt

um að opna verslun þar sem íslensk

hönnun, list og handverk væri í önd-

vegi. Mér fannst vera pláss fyrir slíka

verslun í Eyjum,“ segir Alda sem opn-

aði verslunina ÚTGERÐINA 10. maí.

Berglind Sigmarsdóttir er í raun

Vestmanneyingur en hún bjó lengi í

Hafnarfirði. Hún og eiginmaður henn-

ar ætla að opna veitingastaðinn Gott

síðar í mánuðinum. „Fjölskyldur okkar

beggja búa í Eyjum og okkur langaði

aftur heim. Við vorum búin að ákveða

að opna veitingarstað þar sem mað-

urinn minn er kokkur og ég hef gefið

út tvær matreiðslubækur sem nefn-

ast Heilsuréttir fjölskyldunnar og á

þessu sviði liggur ástríða okkar. Við

ætluðum ekki að opna svona fljótt en

þegar okkur bauðst húsnæði í hjarta

bæjarins gátum við ekki sleppt því,“

segir Berglind.

Hafnfirðingar athafnasamir í Vestmannaeyjum

AÐSEND GREIN Sjálfstæðisflokk-urinn í Hafnarfirði er með á sinni stefnuskrá að útrýma kynbundnum launamun á næsta kjörtímabili. Það er ekki eftir neinu að bíða að leið-rétta það óréttlæti sem felst í því að mismuna fólki eftir kyni.

Kynbundinn launamunur er 6,1% hjá bænumSamkvæmt launakönnunum frá því á síðasta ári er óskilgreindur launa-munur hjá Hafnarfjarðarbæ 6,1%, í Reykjavík er hann 5,8% og í Kópa-vogi 4,7%.

Það munar um 25 þúsund á mánuði í launaumslagiðÞetta þýðir óútskýranlegan mis-mun milli launa karla og kvenna í krónum uppá 25.000 á mánuði mið-að við laun að fjárhæð um það bil 400.000þúsund.

Þetta er náttúrulega alveg óá-sættanlegt en jöfn laun fyrir sama starf eða sambærilegt óháð kyni er sjálfsögð krafa og raun furðulegt að það þurfi baráttu til þess að breyta þessu í því nútímasamfélagi sem við búum í. Sá mikilvægi árangur hefur þó náðst á undanförnum árum að nú er viðurkennt að kynbundinn launa-munur er staðreynd og umræðan snýst um hvernig á að leiðrétta hann.

Jafnlaunavottun er staðfesting á því að fyrirtæki mismuni ekki starfs-fólki sínu og greiði sömu laun óháð kyni. Til þess að fá þessa vottun þarf sveitarfélagið að fara í gegnum skilgreint ferli sem er síðan tekið út af óháðu matsfyrirtæki. Þessu fylgir síðan ákveðin eftirfylgni til að tryggja áframhald jöfnunar launa.

Sjálfstæðisflokkurinn vill gera betur fyrir Hafnarfjörð

Helga IngólfsdóttirBæjarfulltrúi

Sjálfstæðisflokksins.

Sjálfstæðis-flokkurinn ætl-ar að útrýma kynbundum launamun.

Frjálsíþróttahús FH í Kaplakrika var vígt við hátíðlega

athöfn um helgina. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæj-

arstjóri og Viðar Halldórsson, formaður FH, voru á meðal

þeirra sem fluttu ávarp.

Vígsluathöfninni lauk með því að viðstaddir hlupu,

skokkuðu eða gengu vígsluhring í húsinu og að því loknu

hófst svo fyrsta mótið í þessu glæsilega húsi en húsið

kemur svo sannarlega til með að bæta aðstöðu allra

íþróttamanna í Hafnarfirði.

Nýtt frjálsíþróttahús vígt

Andrea Magnúsdóttir, eigandi AndreA

Boutique á Strandgötunni, kynnti nýju-

stu fatalínuna á glæsilegri tískusýningu

í Hafnarborg síðastliðið fimmtudags-

kvöld. Gullsamfestingar, síðir kjólar,

permanett og kvenlegar línur einkenna

nýju línu Andreu, en hún var unnin út frá

laginu I´m coming out með Díönu Ross,

sem mikið var spilað á diskótekum stór-

borganna á áttunda áratugnum. Bæjar-

búar og aðrir gestir voru í skýjunum með

þessa nýbreytni í menningarlífi Hafnar-

fjarðar og var Andrea hyllt í lok sýningar.

Seventís stemning í Hafnarborg

Ljósmyndari ©P*aldis.2014

Ljósmyndari ©Eva Björk

gafl ari.is - 3

*Rekstrarniðurstaða samstæðu skv. Morgunblaðinu. Bls. 4. 12. maí 2014.

www.vinstrid.is

Best utan Reykjavíkur *

4 - gafl ari.is

Útgefandi: Bæjarfréttir ehf. - Kt. 521113-0300 • Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Alda Áskelsdóttir, Erla Ragnarsdóttir, Helga Kristín Gilsdóttir & Kári Freyr Þórðarson

([email protected]) • Umbrot & hönnun: Prentun.is • Prentun: Prentun.is - Bæjarhrauni 22 • Ljósmyndari: Helga Laufey Guðmundsdóttir • Upplag: 10.500 eintök

Auglýsingar: Ólafur Guðlaugsson & Tryggvi Rafnsson, sími: 544 2100, netfang: [email protected]

Burtu með for-

dóma sönglar lát-

laust í huga mér.

Sem er fínt, þetta

er fínt lag og góð

vísa, sem verður líklegast aldrei of

oft kveðin. Við þurfum nefnilega

meira á boðskap Pollapönkara að

halda en okkur grunar. Ég stóð mig

allavega oft að því að raula þessa

laglínu á mannamótum helgar-

innar, bæði í hljóði og upphátt, því

næg voru tilefnin. Og flestir vissu

upp á sig sökina. Við, og þar með

talin ég, erum alltof oft tilbúin til

að dæma fólk, hugmyndir þeirra

og langanir og þetta gerum við

langoftast í hugsanaleysi. Við vit-

um alveg að við erum ekki öll eins

og við viljum heldur ekki vera það.

Við þurfum bara að vanda okkur

örlítið meira. Vanda okkur meira í

samskiptum við hvort annað, eins

og Gaflari vikunnar kallar einmitt

eftir.

En það er á fleiri stöðum sem

við þurfum að vanda okkur.

Framundan eru kosningar og sú

athöfn að setja X-ið á réttan stað.

Vandasamt verk en spennandi

því nú fáum við tækifæri til að

velja fulltrúa sem tala máli okkar

næstu fjögur árin. Og hvernig er

hægt að vanda sig? Það er erfitt,

því það er oft erfitt að greina á

milli skynsamlegra hugmynda um

eitthvað sem framkvæmanlegt er

eða áróðurs, popúlisma; að segja

eitthvað, sama hversu óábyrgt

eða óraunhæft það er til þess eins

að kaupa sér vinsældir. Það eina

sem skilur þarna á milli er upplýst

ákvörðun. Að vera búin að skoða

menn og málefni fordómalaust

og af skynsemi. Fara svo á kjör-

stað og nýta hinn dýrmæta kosn-

ingarétt. Það ætla ég að gera. Ég

ætla að mæta uppádressuð, á

hælaskóm og með varalit og setja

X-ið mitt á Fjörðinn. Og hver veit

nema það eigi eftir að heyrast

Pollapönksstef úr kjörklefanum.

Erla Ragnarsdóttir

Setjum okkar X á FjörðinnLeiðari ritstjórnar Gaflarans

X-HafnarfjörðurMörgum hefur fundist kosninga-

baráttan hingað til verið nokkuð

bragðdauf. Þó dró þó til tíðinda

í vikunni þegar fregnir bárust af

meirihlutaviðræðum milli nokkurra

framboða en þær fregnir voru hratt

kveðnar í kútinn, enda ekki búið að

telja upp úr kjörkössunum. Ný skoð-

anakönnun sýndi einnig gjörbreytt

landslag í bæjarpólitíkinni og enn og

aftur mælist fylgistap meirihluta-

flokkanna, VG og Samfylkingar,

mikið. Nýju framboðin, Björt fram-

tíð og Píratar yrðu sigurvegarar

kosninganna, BF með tvo bæjar-

fulltrúa, en Píratar einn. Sjálfstæð-

isflokkur næði fjórum mönnum inn

en Framsóknarflokkurinn engum.

Allt er þetta breytingum háð og nú

er rúm vika í kosningar. Gaflari hefur

verið að gera þeim sex framboðum

sem bjóða fram í Hafnarfirði skil.

Nú er komið að síðustu tveimur

framboðunum, Sjálfstæðisflokki

og Vinstri Grænum.

Sjálfstæðisflokkurinn er í dag með fimm fulltrúa í bæj-

arstjórn en 12 ár eru síðan flokkurinn hefur tekið þátt

í meirihlutasamstarfi. Þau þrjú sem leiða lista Sjálf-

stæðisflokkinn í Hafnarfirði eru þau Rósa Guðbjartsdóttir, Kristinn And-

ersen og Unnur Lára Bryde.

Vinstri hreyfingin grænt framboð leiðir núverandi

meirihlutasamstarf VG og Samfylkingar með Guðrúnu

Ágústu Guðmundsdóttur bæjarstjóra í broddi fylkingar.

Guðrún Ágústa leiðir lista VG í Hafnarfirði ásamt þeim Elvu Dögg Ásudóttur og

Kristinsdóttur og Sverri Garðarssyni.

Hvað finnst þér að kosningarnar í vor eigi að snúast um? Kosningarnar í vor

snúast um framtíðina og þá möguleika

sem við Sjálfstæðismenn teljum að

Hafnarfjörður hafi upp á að bjóða. Það

þarf að hafa kjark, þor og bjartsýni að

leiðarljósi til að hrinda góðum hug-

myndum og verkefnum af stað sem

efla og bæta samfélagið okkar.

Hvert yrði fyrsta verk Sjálfstæð-isflokksins í nýrri bæjarstjórnar?Hefja átak í markaðssetningu og

atvinnuþróun með því markmiði að

auka tekjur sveitarfélagsins. Þannig

hæfist sú uppbygging og sókn sem

nauðsynleg er til að viðsnúningur megi

verða í Hafnarfirði. Einnig munum við

hefja átak í viðhaldi eigna, fegrun og

hreinsun bæjarins og auka sjálfstæði

skólanna, öllum til hagsbóta.

Mun Sjálfstæðisflokkurinn beita sér fyrir því að ráðinn verði ópóli-tískur bæjarstjóri í Hafnarfirði?Sjálfstæðisflokkurinn er opinn fyrir

báðum kostum. Pólitísk ábyrgð í bæj-

arstjóraembættinu hefur mikla kosti.

Ráðning bæjarstjóra er þó ávallt

samkomulagsatriði milli þeirra aðila

sem mynda meirihluta.

Afhverju eiga Hafnfirðingar að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Sjálf-

stæðisflokknum er treystandi til

að reka bæjarfélagið svo sómi sé

af. Frambjóðendur flokksins búa að

reynslu og getu til að takast á við

það verkefni. Við erum eina stjórn-

málaaflið sem getur orðið afl þeirra

breytinga sem bæjarbúar kalla á,

eftir tólf ára valdatíð vinstrimanna í

Hafnarfirði.

Hvað finnst þér að sveitarstjórn-arkosningarnar í vor eigi að snúast um? Fjármál og rekstur sveitarfé-

lagsins. Við Vinstri græn höfum sýnt

og sannað að okkur er treystandi

fyrir rekstri sveitarfélagsins. Kosn-

ingarnar í Hafnarfirði þetta vorið eins

og alltaf áður eru uppgjör við stjórn-

unarhætti, stefnu og forgangsröðun

í málefnum sem snerta alla bæjar-

búa. Kosningarnar snúast um jöfnuð

og réttlæti. Þær snúast um að velja

ábyrga og trausta forystu.

Hvert yrði fyrsta verk Vinstrihreyf-ingarinnar græns framboðs komist hún í meirihluta bæjarstjórnar í vor? Stofna embætti umboðsmanns

Hafnfirðinga, breyta fyrirkomulaginu

á niðurgreiðslum fyrir börn og ung-

menni í íþróttum og hefja undirbúning

að gerð fjárhagsáætlunar næsta árs

með þátttöku íbúa.

Mun Vinstri grænir beita sér fyrir því að ráðinn verði ópólitískur bæj-arstjóri í Hafnarfirði? Nei, oddviti

Vinstri grænna er bæjarstjóraefni

flokksins.

Af hverju eiga Hafnfirðingar að kjósa Vinstri græna? Fjárhagsstaða

Hafnarfjarðar hefur stórbatnað á

kjörtímabilinu. Við höfum skilað

góðum árangri og viljum við halda

þeirri góðu vinnu áfram á næsta kjör-

tímabili. Undir styrkri stjórn tekst

okkur að byggja upp enn betra sam-

félag.

Rósa Guðbjartsdóttir

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir

gafl ari.is - 5

HAFNARFIRÐI

Laugardagskvöld 24. maíByrjar kl. 23.00

Frítt inn • Bjór á tilboði • Mætið snemma

6 - gafl ari.is

„Fannst alltaf eðlilegt að ég myndi verða sú fyrsta sem eignaðist barn“Eva Þórunn Vignisdóttir er 33 ára

gömul, hún hefur verið með sambýl-

ismanni sínum í 15 ár. Fyrir sex árum

byrjuðu þau að reyna að eignast

barn, Eva hætti á pillunni og bjóst

við að u.þ.b. ári seinna yrðu þau

hjónaleysin komin með barn í fang-

ið. Nú fimm árum síðar eru þau enn

barnlaus og hafa gengið í gegnum

glasa- og tæknifrjóvganir eins oft

og læknisfræðin og líkami Evu hafa

leyft. Eva settist niður með Helgu

Kristínu Gilsdóttur og sagði henni

sögu sína.

Vill láta rannsaka betur áhrif pill-unnar Í lok árs 2008 ákvað Eva og unnusti

hennar að nú væri kominn tími á að

setja punktinn yfir i-ið og eignast

barn. Þau höfðu komið sér vel fyrir í

eigin íbúð, voru bæði í góðum störf-

um og eins og Eva segir „lífið hafði

leikið við okkur.“ Fljótlega eftir að

Eva hætti á pillunni fór hún að finna

fyrir hjartsláttartruflunum, átti

erfitt með svefn og fór að léttast

óeðlilega mikið, allt einkenni sem

ung og hraust kona ætti ekki að finna

fyrir. Nokkrum mánuðum síðar fór

Eva m.a. til heimilislæknis, hjarta-

læknis og efnaskiptalæknis. Engin

niðurstaða kom út úr þeim heim-

sóknum nema ávísun á svefnlyf og

líklegast að þetta væru áhrif þess að

hætta á pillunni. „Ég mátti alls ekki

við því að léttast enda þarf ég á öll-

um mínum kílóum að halda og hafði

engin auka til að missa. Og svo er

það svefninn, maður finnur það ekki

fyrr en það verður vandamál hversu

mikilvægur svefn er, hann er undir-

staða alls.“ Eva er þeirrar skoðunar

að pillan sé algert eitur og enn sé

ekki fullrannsakað hvaða áhrif hún

hefur á líkamann til langs tíma.

Átta meðferðir á tveimur árumEva er lánsöm kona. Hún býr með

manninum sem hún elskar, á yndis-

lega foreldra, heilbrigða fjölskyldu og

skemmtilega vini. En það sem margir

telja svo sjálfsagt er bara ekki alltaf

auðfengið. Því hefur Eva fengið að

kynnast á síðastliðnum árum. Vor-

ið 2010 fóru hún og sambýlismaður

hennar í rannsókn til að ganga úr

skugga um hvort eitthvað væri að þar

sem henni hafði ekki tekist að verða

þunguð. Í þeirri rannsókn kom ekkert

óeðlilegt fram. Eftir að hafa reynt að

eignast barn í eitt og hálft ár leitaði

hún til Art Medica. Í janúar 2011 fór

Eva í fyrstu tæknifrjóvgunina, en lík-

urnar eru um 16% á að hún heppnist.

Alls urðu tæknifrjóvganirnar þrjár

án árangurs og vonbrigðin eins og

gefur að skilja mikil. Næsta skref var

glasafrjóvgun þar sem líkurnar eru

um 35-40% á árangri. Eva var svo

sannarlega tilbúin í þessa meðferð

en undirbúningurinn hefst fjórum

til fimm vikum áður með daglegum

hormónasprautum. Í september 2011

var komið að eggheimtu og uppsetn-

ingu. Eva fór tvisvar í glasafrjóvgun

og þrisvar í smásjárfrjóvgun, síðustu

meðferðina í desember 2012, en þá

var hún búin að fara í átta meðferðir

á tveimur árum og þegar þar var kom-

ið við sögu sagði líkaminn og andleg

heilsa stopp.

„Allar flóðgáttir opnuðust og ég fann að ég gat ekki meira“Eva lýsir upplifun sinni þegar hún

fékk niðurstöðurnar úr síðustu með-

ferðinni viku fyrir jól: „Ég fékk niður-

stöðurnar og þær voru vonbrigði, ég

var í vinnunni og þar var ekkert tæki-

færi til að sýna neinar tilfinningar, ég

varð bara að halda áfram og bíða þar

til heim væri komið. Þegar þangað

kom opnuðust allar flóðgáttir og ég

fann að ég gat ekki meira, ég var al-

veg búin. Í framhaldinu var ákveðið

að meðferðirnar yrðu ekki fleiri í bili

enda var álagið búið að vera gríðar-

legt. Ég er ekkert að kvarta undan

þjónustunni á Art Medica en þetta

er mikil færibandavinna sem á sér

stað og allt að átta pör geta verið í

meðferð á sama tíma og það er bara

tjald sem skilur á milli sem er frekar

óþægilegt þegar þú ert í svona

persónulegum erindagjörðum. Eft-

ir meðferðirnar, þegar niðurstaða

liggur fyrir er svo ekki boðið upp á

neina þjónustu eða leiðbeiningar,

ég saknaði þess dálítið þar sem ég

upplifði mikil vonbrigði því ég held

að það hefði verið gott að geta talað

við fagaðila um þetta allt saman. En

að sama skapi þá finnst mér umræð-

an um ófrjósemi vera opnari en áður

og það er besta mál. Árið 2013 reyndi

ég að hugsa eins lítið um þetta og

kostur var. Ég hef verið að byggja

mig upp andlega sem líkamlega og

hreinlega verið að njóta þess að vera

heilbrigð og lifa góðu lífi.“

Á heimsins besta kærastaÁ þessari leið sinni hefur Eva gert

allt sem í hennar valdi stendur til að

auka líkur á þungun t.d. farið í nála-

stungur, dáleiðslu og heilun og próf-

að fullt af náttúrulegum vörum sem

eiga að auka frjósemi og heilbrigði.

„Ég lít á þetta sem verkefni og ég get

ákveðið hvort það verður skemmti-

legt eða leiðinlegt, ég ætla að hafa

það skemmtilegt og ég og Pollýanna

erum orðnar ansi góðar vinkonur. Og

svo datt ég náttúrulega í lukkupott-

inn, því ég á heimsins besta kærasta

sem er minn langbesti vinur og gerir

allt sem í hans valdi stendur til að

auðvelda mér lífið. Ég reyni að hafa

ferðalög á dagskránni og þegar

ég kem heim úr einni ferð finnst

mér gaman að fara að pæla í þeirri

næstu.“

Ein sú persónulegasta spurning sem hægt er að spyrja En hvernig finnst henni samfélagið

bregðast við því að par sem hefur

verið þetta lengi saman sé ekki enn

komið með barn?

„Ég er oft spurð hvort ekki sé kom-

inn tími á barn? Mér finnst það að

spyrja konu að þessu ein sú persónu-

legasta spurning sem hægt er að

spyrja og ég held að það sé innbyggt

í flestar konur að langa til að eign-

ast barn. Ef kona, sem er orðin þetta

gömul eins og ég, á ekki barn er þá

ekki nokkuð ljóst að annað hvort get-

ur hún ekki eignast barn eða vill ekki

eignast barn? Bæði svörin eru vond

fyrir þann sem spyr. Ég veit líka að

vinkonur mínar eru spurðar af hverju

ég eigi ekki barn. Mér finnst bara al-

veg ótrúlegt hversu mikið við spáum í

annað fólk og oft eru þetta hlutir sem

okkur kemur ekkert við. En oftast

held ég að fólk spyrji í hugsunarleysi,

því þegar maður leggur saman tvo og

tvo þá er þetta ekki svo flókið.“

„Ég hef líka upplifað tímabil þar

sem mér finnst ég alveg ómöguleg

og ég sé að bregðast fólkinu í kring

um mig. Ég er t.d. elsta barnabarnið í

móðurfjölskyldunni minni og fannst

alltaf eðlilegt að ég myndi verða sú

fyrsta sem eignaðist barn, en svo

varð ekki og það er allt í lagi. Nánustu

ættingjar og vinir hafa fullan skilning

á hlutskipti okkar og við getum rætt

þessi mál við þá.“

Og hvað svo?Í samfélagi okkar er það nokkuð

feimnismál að tala um barnleysi og

ófrjósemi, við tökum því e.t.v. sem

sjálfsögðum hlut að geta eignast

barn. Það þarf því nokkuð hugrekki

til að stíga fram og segja sögu sína

líkt og Eva hefur gert hér. En hvernig

sér Eva nánustu framtíð?

„Við höldum áfram að reyna og

njótum lífsins um leið. Lífið er stund-

um of gott til að vera satt en enginn

fer í gegnum lífið án brekku, ég er í

miðri brekku og hún er bara drullu-

brött, en ég hef trú á að ég komist

upp. Allt í kringum mig eru börn og

mér finnst ekki erfitt að horfa á vin-

konur mínar með börnin sín, ég sam-

gleðst þeim innilega. En ég þrái að

eignast barn, mig langar ekki til að

hafa herbergin í húsinu tóm. Ég trúi

því að þetta gerist á endanum hvern-

ig sem það verður, enda þýðir ekkert

að sitja úti í horni og grenja, það fæst

ekkert með því. Með jákvæðni og

gleði hefst þetta.“ Og þar með kveðj-

um við þessa hugrökku konu sem

heldur brosandi út í sólina.

Barnleysi háir um 15% para og er skilgreint sem sjúkdómur. Ófrjósemi veldur barnlausum pörum miklum áhyggjum og hugarangri. Hjá ART Medica er pörum veitt alhliða læknisþjónusta sem miðar að því að rann-saka orsakir ófrjósemi og veita meðferð. Tæknifrjóvgun:Sæðisfrumu komið fyrir í legi konu. Glasafrjóvgun: Frjóvgun sem verður í tilraunaglasi. Smásjárfrjóvgun: Sæðisfrumu stungið inn í egg undir smásjá.

artmedica.is

gafl ari.is - 7

GAFLARi VIKUNNAR

„Eft ir meðferðirnar, þegar niðurstaða liggur fyrir er

svo ekki boðið upp á neina þjónustu eða leiðbein-

ingar, ég saknaði þess dálítið þar sem ég upplifði

mikil vonbrigði því ég held að það hefði verið gott

að geta talað við fagaðila um þett a allt saman. En

að sama skapi þá fi nnst mér umræðan um ófrjósemi

vera opnari en áður og það er besta mál.“

8 - gafl ari.is

Auglýsingasími Gaflara544 2100

[email protected]

TILVERAN

Menntun? Grunnskólakennari

Hvaða bók er á náttborðinu? Engin

bók eins og er heldur kjarasamning-

ur Grunnskólakennara ásamt kjara-

samningum annarra stétta.

Eftirlætis kvikmyndin? Þessa

stundina er það Frozen

Play-listinn í ræktinni?(Hló upp-

hátt) Playlistinn mun verða svaka-

legur þegar hann verður gerður. Er

tryggur styrktaraðili líkamsræktar-

innar Hress…..og er alltaf á leiðinni.

Fallegasti staðurinn í Hafnarfirði?Hamarinn.

Eftirlætis matur? Lambahryggur

upp á gamla mátann.

Eftirlætis húsverkið?Að ryksuga

upp gúmmíkúlur sem að berast heim

með drengjunum mínum af gervi-

grasvöllum, magn þeirra er örugg-

lega búið að ná tonninu núna!

Besta græjan? Kitchen Aid hrærivél-

in og ég náum vel saman!

Ertu í einhverskonar félagi eða fé-lagsskap?Já, mörgum skemmtileg-

um og gefandi!

Hver eru helstu áhugamál þín? Fjöl-

skyldan.

Hvað gefur lífinu gildi? Að eiga

tíma með fjölskyldunni.

Hvers vegna kennari? Skemmtileg-

asta starfið.

Hvað er skemmtilegast við starf-ið? Að upplifa sigra hjá nemendum,

að sjá glaða, ánægða og stolta nem-

endur að loknum vinnudegi.

Hvað er erfiðast við starfið? And-

stæðan við það sem er skemmtileg-

ast við starfið.

Hver ættu laun kennara að vera? Hærri en þau eru nú!

KÍKT Í KAFFI Rannveig Klara Matthíasdóttir er sérkennari í Hvaleyrar-skóla. Hún hefur staðið í ströngu undanfarið enda nýkjörin í samninganefnd Félags grunnskólakennara. Rannveig Klara kom því að samningaborðinu í Karphúsinu, en samkomulag náðist loks í vikunni um kaup og kjör grunn-skólakennara.

Með kjarasamning kennara á náttborðinu

ÞITT ER VALIÐ

AÐSEND GREINKosningarnar í

Hafnarfirði þetta

vorið eins og

alltaf áður eru uppgjör við stjórn-

unarhætti, stefnu og forgangsröð-

un í málefnum sem snerta alla bæj-

arbúa. Kosningarnar snúast um

jöfnuð og réttlæti. Þær snúast um

að velja ábyrga og trausta forystu.

Það að reka sveitarfélag er að

reka samfélag, ekki fyrirtæki. Ver-

kefnin á þessu kjörtímabili hafa

verið bæði flókin og krefjandi en

okkur hefur tekist að stórbæta

fjárhag Hafnarfjarðar með gagn-

gerri endurskipulagningu á rekstri

og stjórn bæjarins.

Samfélag fyrir allaVið Vinstri græn viljum að allir

sem búa í bænum, hvort sem þeir

eru gamlir og rótgrónir Hafn-

firðingar eða nýir, upplifi að þeir

tilheyri sérstöku bæjarfélagi sem

hafi sína sérstöðu.

Ákvarðanir hafa áhrif. Það að

ákveða að skipuleggja íbúðahverfi

sem gera ráð fyrir öllum stýrir því

hvernig íbúar búa í bænum okkar.

Við Vinstri græn viljum búa í FJÖL-

BREYTTU samfélagi þar sem ALL-

IR eru velkomnir.

Þetta er meðal þeirra sérkenna

Hafnarfjarðarbæjar sem við Vinstri

græn viljum halda í! Við erum stolt af

því að tilheyra sveitarfélagi sem er

fyrir ALLA – við viljum alls konar fólk.

Spennandi tímar framundanFramtíðin býður handan við horn-

ið sem óskrifað blað og nýir kaflar

í sögu Hafnarfjarðar bíða þess að

vera skrifaðir. Það eru spennandi

tímar framundan.

Við Vinstri græn höfum sýnt

það að okkur er treystandi og við

skilum árangri. Við erum reiðubúin

til að halda áfram því góða starfi

– X við V.

Guðrún Ágústa Guðmundsdótt-

ir, bæjarstjóri og oddviti Vinstri

grænna

Skemmtileg uppákoma eða atvik í vinnunni?Já það má segja að í minni vinnu

komi upp nokkur atvik á dag, enda

vinn ég með einstaklega skemmti-

legu starfsfólki í Hvaleyrarskóla.

Mun ekki koma með dæmi hér þó!

En hef íhugað það hvort ekki væri

gaman að gerast dálkahöfundur í

blaði og koma með “sögur úr starf-

inu” og eru það þá frásagnir sem

eingöngu tengjast samstafsfólki

mínu. Á efni í fyrstu 50 dálkana nú

þegar.

Ef ég væri ekki kennari þá væri ég? Lögmaður

Hvers vegna ert þú í samn-inganefnd FG? Bauð mig fram og

var svo einstaklega lukkuleg að ná

kjöri.

Hvernig er statusinn á Facebók-inni? Linkur á grein af mbl.is ”Hefur

ekki efni á að vinna draumavinnuna”

grein eftir samkennara minn hana

Margréti Ýr.

Hvernig hljómar síðasta sms-ið sem þú fékkst?Er að versla hvað vantar? xxx Villi

gafl ari.is - 9

Í spilaranumHvað er í spilaranum hjá Stefáni Erni Gunnlaugssyni?

Að þessu sinni kíkj-

um við í plötuskáp-

inn hjá Andrési Þór G u n n l a u g s s y n i ,

gítarleikara og bæjarlistamanni.

„Ég er núna að hlusta á plötu með

dúett sem heitir Mehliana sem

eru píanóleikarinn Brad Mehldau

og trommuleikarinn Mark Guiliana.

Platan heitir Taming the Dragon og

er áhugaverð, mikið verið að nota

allskyns hljómborð og elektróník

í bland við trommuleik. Síðan er

ég líka að hlusta á nýja plötu með

Brian Blade Fellowship, platan

heitir Landmarks en Brian Blade

er mjög fjölhæfur trommuleikari

og hefur spilað með mörgum flott-

um músíköntum eins og t.d. dæmis

John Scofield, Wayne Shorter, Norah

Jones og Joni Micthell. Èg var líka

að byrja að hlusta á plötu hljóm-

sveitarinnar The Common Linnets

sem, fyrir hönd Hollands, tók þátt í

Júróvisjón. Lagið þeirra heillaði mig

þannig að mig langaði

að heyra meira. Þetta

er mjög áheyrileg

plata með mjög flottu

og lágstemmdu kán-

trýsándi sem höfðar vel til mín þar

sem ég er algjör sökker fyrir pedal

steel gíturum og svoleiðis.“

Andrés skorar hér

með á píanóleikarann

og vin sinn, Agnar Má Magnússon, en þeir

ólust upp í norðurbænum í Hafnarf-

irði og hafa spilað mikið saman síð-

ustu ár.

Bla bla bla....AÐSEND GREIN Svona hljómar

pólitík í margra eyrum. Það er synd,

því innihald pólitískrar umræðu

er geysilega mikilvægt og varðar

okkur öll.

Stjórnmál eiga að vera sjálf-

sagður hluti af daglegu lífi, en ekki

viðfangsefni fámenns hóps. Um-

ræða um málefni sem snerta okkur

öll á að vera aðlaðandi og aðgengi-

leg og ákvarðanir sem varða al-

mannahag eiga að vera opnar fyrir

aðkomu allra.

Almenningur kýs sér reglulega

fulltrúa til að annast ýmis verkefni

fyrir sína hönd. Stjórn landsins,

rekstur bæjarfélaga, skipulag al-

mannaþjónustu og svo framvegis.

Það gerist að jafnaði á fjögurra ára

fresti.

Áður fyrr var atburðarás dag-

legs lífs hægari en hún er núna.

Í dag fljúga skilaboð milli fólks í

gegnum sítengda síma og netið og

veður geta skipast skjótt í lofti.

Sá samskiptamáti sem áður þótti

sjálfsagður, að yfirheyra frambjóð-

endur stjórnmálaflokka um stefnu-

mál þeirra á fjögurra ára fresti,

gjarnan með aðstoð nokkurs konar

“tékklista”, er óviðeigandi í dag.

Við ættum heldur ekki að þurfa

að styðjast við slíkt, þar sem sam-

félagsþróunin býður nú upp á fjöl-

marga aðra kosti.

Árið 2014 er orðið býsna ein-

falt að leita beint til almennings

með spurningar um álit á málum

sem upp koma. Við ættum að gera

meira af því, nota beint lýðræði

oftar.

Víkur þá sögunni aftur að

óspennandi pólitískri umræðu.

Til þess að almenningur nenni að

veita stjórnmálum athygli, þurfa

þau nefnilega að vera aðlaðandi

og vekja áhuga. Ekki yfirmáta

leiðinleg eða sett fram á óskiljan-

legu máli. Ekki afgreidd í pökkum á

fjögurra ára fresti, heldur samfellt

samtal.

Björt framtíð samanstendur

af fólki sem vill starfa eftir hug-

myndafræði þjónandi forystu. Það

þykir kannski óljóst hugtak, en

þýðir ósköp einfaldlega að stjórn-

andinn er fulltrúi umbjóðenda, ekki

alvitur eða alvaldur, heldur þjónn.

Björt framtíð vill heldur gera

grein fyrir grundvallarafstöðu og

gildum, sem liggja munu til grund-

vallar ákvörðunum kjörinna full-

trúa okkar, en skrifa upp lista af

verkefnum í aðdraganda hverra

kosninga.

Björt framtíð vill að allir Hafn-

firðingar geti með aðgengilegum

hætti leitað upplýsinga um málefni

bæjarins og komið afstöðu sinni

til skila. Ekki bara með kosningum

fjórða hvert ár, heldur með mun

virkari þátttöku.

Þess vegna munum við leitast

við að gera hafnfirsk stjórnmál

opin, aðgengileg og helst um leið

skemmtileg. Bærinn er sameign

okkar allra, við stjórnum honum

öll og ef okkur auðnast að ræða

saman í ró og næði og móta í sam-

einingu stefnu til lengri tíma sem

allir eru tilbúnir að vinna að, trú-

um við því að hér geti verið bjartir

dagar alla daga.

Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti

Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði

ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR

ÚTFARARSTOFA ÍSLANDSðurh 5, Rv 5 1 00 t n

Sverrir Einarsson

Kristín Ingólfsdóttir

HinrikValsson

Guðlaug Kristjánsdóttir

Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði › hafnarfjordur.xd.is

Laugardaginn 24. maí kl. 12 - 14

GRILLVEISLA Á STRANDGÖTUNNI

Kosningaskrifstofan að Norðurbakka 1a verður opin alla daga milli kl. 10 - 18 fram að kosningum og XD kosningabíllinn verður á ferðinni vítt og breitt um bæinn.

Blöðrur fyrir börnin!

Hlökkum til að sjá ykkur!

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins bjóða alla Hafnfirðinga velkomna í grillveislu á túninu við Strandgötu (á móti Eymundsson)laugardaginn 24. maí milli kl. 12-14.

10 - gafl ari.is

Smjördeigsbökur

UNDIR GAFLINUM

MATUR Þessar bökur eru ein-

faldara og góðar. Mjög sniðugar í

saumaklúbbinn og eins ef það er

kominn tími til að hreinsa aðeins

til í ísskápnum og þá er hægt að

setja á þær það sem til er þar inni

hverju sinni. Önnur bakan er með

fetaosti, spínati, skinku og hnetum

en hin er enn einfaldari með basil-

iku, tómötum og mozzarellaosti.

1 pakki smjördeig

hálfur poki ferskt spínat

1 krukka fetaostur

skinka(magn fer eftir smekk)

furuhnetur eða kasjúhnetur

Leggið smjördeigið á bökunar-

pappír og setjið fyrst spínatið

ofan á, síðan skinkuna. Dreifið

fetaostinum yfir. Það er mjög gott

að láta olíuna af ostinum dreif-

ast yfir allt, setjið svo að lokum

Skemmtilegir pennar leggja Gafl ara lið.Þeir fj alla um ólík málefni og áhugamál, s.s. heilsu, dýramál, tísku og lífstíl, mat, sögu og Hafnfi rðinga í útlöndum skrifa

heim. Á gafl ari.is birtist svo í hverri viku nýr og skemmtilegur pistill eft ir hvern þeirra.

hneturnar yfir. Bakið í ofninum við

180°C í rúmlega 20 mínútur eða

þangað til smjördeigið er orðið

gullinbrúnt og farið að lyfta sér á

köntunum.

Hin bakan er með hvítlauksolíu,

mozzarellaosti, basiliku og tómöt-

um.

1 pakki smjördeig

hvítlauksolía

1 poki ferskur mozzarella ostur

lúka af ferskri basiliku

1 pakki konfekttómatar

Parmesan til að dreifa yfir í lokinn

Setjið smjördeigið á bökunarpapp-

ír og dreifið hvítlauksolíunni yfir.

Skerið tómatana í tvennt og raðið

á deigið, rífið niður mozzarella

ostinn og dreifið á milli tómatana

og að lokum setjið basilikuna yfir

allt. Svo er bara að

krydda eftir smekk

– ég nota Parmes-

an Basil salt frá

Nicolas Vahé og

svartan pipar. Svo

er bara að baka þetta eins og hina

bökuna við 180°C í rúmlega 20

mínútur eða þangað til að smjör-

deigið er orðið gullinbrúnt og farið

að lyfta sér á köntunum.

Lolý

Velkomin - Welcome - Witam Cię - Bienvenido - yin dee dtôn ráp - Sveiki atvykę - Velkommen

Alþjóðadagur Framsóknarflokksins 24. maíProgressive Party International day

Njótum saman matar og skemmtunar frá mismu-

nandi menningarheimum á kosningaskrifstofu okkar

að Linnetstíg 2 við Thorsplan. Við munum einnig fá

heimsókn frá okkar frábæra Félags- og húsnæðis-

málaráðherra Eygló Harðardóttur sem og öðrum

frambjóðendum okkar sem öll munu kynna hvernig

hægt er að gera Hafnarfjörð að fyrirmyndabæ í

fjölmenningu.

We will enjoy together food and entertainment from

multiple cultures at Linnetstíg 2 by Thorsplan. We

will also have a visit from our excellent minister for

Social Affairs and Housing Eygló Harðardóttir and

candidates from our party list will present how the

party intends to make Hafnarfjörður a Model for

Multiculturalism.

Fögnum fjölbreytileikanum saman á laugardaginn kl: 12:00Let´s celebrate diversity together next Saturday at 12:00.

gafl ari.is - 11

ÍÞRÓTTIRAuglýsing 93x25 mmAuAuAuAuAuAuAAuAuAuAAuAuAAuAuuuuAuAAuAuAAAAAuAuuuuAuAAAAAuuuuuAuAuAAAAuuuAuAAAAuAAuAuAuuAuAuAuAAAAAAuAuuAuAAAAAAAAAAAuAuAuAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAuAuAuAAAAAAAAAAAAAAAAAAuAAAAAAAAAAAAAAAAAuuAuAAAAAAAAAAuAuuAuAAAuAuAuAuAuAuAuAuuuuuuuuuuuuuAuAuuuuAuuuuuuuuAuuAuAuAuuuuuAuAuuAuAuAuuAAAAuAAAuAuAAAAuAuuuuAAuAuAuAAAuuuuuuuuuAuAAuAuAuAuuuuuuuuAAAAuuuuuuuuAuAuuAuuuuAuAuuuuAAAAuAuAAuAAuuuuuAAAuAAAuuAAAuAuuAAAuAAAuuuuuuuuggggggggglggglglgllglggggglglglgggggggllglllgggglglgllggggggggglglglgggggggglglggggggglggggggglgglglglglgllggggggglglgllggglglgggggglgllglgggglgglgllgggglgllgggggggglggggggggggggggggggglglglgggggglglgggggggggglgggggggggggggggglgggggggggggggglggggggglgggglglgggglglggglggggglgglglglglggggglglggggglggggllggggllgglgglgllgllgggggllggglllgggggllgggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggg ýýýýýýýýýýýýýsýsýýýýýýýýýýýýýsýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýý iiiiiiininnnnnnnnnnniiiiiinnnniiinnnniiinnnniiininnnnnnnnnnniiniinnnnnniinnnniinnnnnininniinnnniinnnnnnninnnnnnnnnnniinnnnnnnnnnnnnnnnnnniinnniinnniiinnnniiiiiiinnnniiiiiinnniiiiiiiinnnnnniiiiiiiiinnniiiiiiiinnnggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggg

33333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333x2x2xxx2xx2x2x2x2x2x2xxx2x2xx2xx2x2xx2x2x2x2x2x2xx2x2x2x2x 555555555555555555AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA99999999999993939939399999939999999933999999999999999999999993999399399399939993999999999393999999999339999999999999399999999999999939999999999999999999999999993999999999999999993393999999999999993999999993399999999339999999999999993999999339999999999999999999999999999999999999999999

Frétta- ogmannlífsvefurinn

ýsýýsýsýsýýýsssýsssssýsssssssssýssýssýsýsýsýssýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýý iiiiiiiiinnnnnnnnnnnnnnnnniiiiinnnnnnnnnnnnnnnininiiniiiinnnnnnnnnnniiiiinnninnnniiiiiinnnnnnnnnniiiinnnnnnnniiiiinnnnnnniiiiiiinnnnnnnniiiiiininnnnnnniiiiiii ggggggggggggggggggggggggg ggggggggggggggggggggggggg g g g g ggggggggg gg ggggggggggg ggggggg gggggg ggggg gg ggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggg5 5 55 555555 555555555555555555555 mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm

FÓTBOLTI Meistarflokkur

Hauka hóf tímabilið sitt

síðasta laugardag þegar þær

fengu stúlkurnar úr Bítlabæn-

um í heimsókn á Schenkervöll-

inn. Leikmannahópur Hauka

hefur tekið nokkrum breyting-

um frá því á síðasta ári en

einnig hafa þær fengið nýjan

þjálfara. Jón Stefán Jónsson

ákvað að færa sig aftur á

heimaslóðir á Akureyri og við

tók Kristján Arnar Ingason

sem var honum til aðstoðar á

síðasta ári.

Stórsigur í fyrsta leik og tónn-inn gefin fyrir sumarið

Leikurinn var ekki nema

ellefu mínútna gamall þegar

Hildigunnur Ólafsdóttir skor-

aði fyrsta markið og bætti

öðru Haukamarki við á 20.

mínútu. Á 35. mínútu skoraði

svo Kristín Ösp Sigurðardótt-

ir annað mark fyrir Hauka og

fóru þær inn í hálfleikinn með

þriggja marka forskot. Í seinni

hálfleik hélt markasúpan

áfram því Hulda Sigurðardótt-

ir bætti við tveimur mörkum á

rúmri mínútu. Lokatölur urðu

5-0 Haukum í vil og gefa þær

því strax tóninn að liðið ætli

sér upp á meðal þeirra bestu.

Næsti leikur liðsins er næst

komandi laugardag þegar

liðið fer og spilar við BÍ/Bol-

ungarvík á Torfunesvelli.

Hauka-stúlkur byrja sum-arið vel

Ólafur Páll Snorrason fyrirliði FH-

inga er sáttur með byrjun FH-inga á

Íslandsmótinu. FH-ingar eru nú með

10 stig eftir fjórar umferðir og sitja

á toppnum ásamt Stjörnunni. Ólafur

Páll var ekki með í síðasta leik gegn

ÍBV en hann meiddist í leiknum gegn

KR. „Þetta var lítil tognun aftan í læri

en ég vona að ég verði kominn á fullt

á þriðjudag , miðvikudag“ sagði Ólaf-

ur Páll þegar hann var spurður út í

meiðsli sín.

FH-ingar mæta KR-ingum í 32-

liða úrslitum Borgunarbikarsins og

eru flestir á því að þar mætist tvö af

sterkustu liðum landsins. Finnst Ólafi

Páli það vera vonbrigði að mæta KR-

ingum strax í 32-liða úrslitum? „Já ég

get svo sem sagt það að það hafi ver-

ið ákveðin vonbrigði en ef við ætlum

að vinna þenna bikar þá er ágætt að

slá þá út strax og eiga þá meiri séns.

Þeir eru með sterkasta liðið og vænt-

anlega líklegastir til að vinna bæði

bæði Íslandsmótið og bikarinn þó svo

að við höfum verið að spila vel upp á

síðkastið“ sagði fyrirliði FH-inga.

Ólafur Páll verður væntanlega

búinn að hrista af sér meiðslin fyrir

næsta leik og sömu sögu er að segja

um þá Kristján Gauta Emilsson og

Kassim Doumbia sem báðir meiddust

í síðasta leik gegn ÍBV.

„Ákveðin vonbrigði að mæta KR“ ÍSLANDSMÓTIÐ Í KNATTSPYRNU

ÍH menn byrja sumarið velFÓTBOLTI ÍH-menn fóru í fína ferð til

Hveragerðis síðastliðinn laugardag

þar sem þeir mættu lærisveinum

Ingólfs Þórarinssonar í Hamri. Fyr-

irliði ÍH, Hilmar Ástþórsson kom ÍH

yfir með marki úr víti á 38. mínútu og

þar var svo Örn Rúnar Magnússon

sem gulltryggði sigurinn með marki

á 59. mínútu leiksins. Heimferðin

var því ljúf hjá ÍH mönnum sem eru

til alls líklegir í deildinni þrátt fyrir

að vera spáð falli. Fyrstu tveir leikir

sumarsins er í höfn og fullt hús stiga

hjá ÍH mönnum.

Nýkjörinn formaður deildarinnar,

Hermann Óli Davíðsson, var með í

för og hefur hann væntanlega verið

sáttur við sigur í sínum fyrsta leik

sem formaður.

Hvert barn skiptir máli

Kynntu þér stefnumál Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á › hafnarfjordur.xd.is

Auka rekstrarlegt sjálfstæði skólanna og tryggja valfrelsi.Gera átak í net- og tæknivæðingu í skólunum.Samræma gjaldskrár leikskóla við gjaldskrár nágrannasveitarfélaga.Afnema sumarlokanir leikskóla.Hefja að nýju akstur frístundabílsins.

Við ætlum að:

12 - gafl ari.is

Haraldur Freyr Gíslason PollapönkariHaraldur Freyr Gíslason er einn af

Pollapönkurum sem gerðu góða ferð til

Köben á dögunum. Halli er líka formað-

ur Félags leikskólakennara þar sem

hann lætur til sín taka í kjarabarátt u svo

eft ir er tekið. Af öðrum Pollapönkur-

um ólöstuðum þá stendur Halli upp úr

þessa vikuna.

Halli er gríðarlega

metnaðargjarn og með

mikið keppnisskap. Ef

hann tekur sér eitt hvað

fyrir hendur þá leggur hann allt í að gera

það eins vel og mögulegt er. Hann hefur

mikla orku og fi nnst gott að hafa nóg

fyrir stafni. Eft ir mikla vinnutörn fi nnst

honum þó ekkert betra en að slaka á

með fj ölskyldunni.

Halli er jákvæður, hress og skemmtileg-

ur og mjög fl jótur að hugsa enda bestur

í hraðaspurningum. Þegar við byrjuð-

um saman fannst mér hann stundum

óþolandi hreinskilinn en í dag tel ég það

einn af hans betri kostum. Hann er besti

vinur minn og ég er gríðarlega stolt af

honum og þakklát fyrir líf okkar saman.

Sigríður Eir Guðmundsdótt ir, unnusta

Halla

Halli bróðir er gríðar-

lega ákveðinn, rétt sýnn

mjög, hann er það besta

sem komið hefur fyrir

stétt leikskólakennara þar sem hann er

mikill barátt uhundur. Hann er gæddur

þeim eiginleika að vera slétt sama um

hvað öðrum fi nnst um sig. Ef Halli bróð-

ir ákveður að vera góður í einhverju þá

verður hann góður í því, gríðarlega ein-

beitt ur í öllu sem hann tekur sér fyrir

hendur.

Arnar Gíslason, bróðir Halla

Róbert Magnússon,-sjúkraþjálfariHelgin mín byrjar alltaf

á pítsuveislu heima með

fjölskyldunni. Laugardagurinn fer í

undirbúning á pungaveislu en árlega

hittumst við nokkrir félagar

sem sátum við pungaborðið í Flens-

borg, höldum árshátíð og veljum pung

ársins sem heldur

veislu að ári. Byrjum við veisluna með

fordrykk klukkan fjögur, förum í bubblu-

bolta og

skolum okkur í sundi pg endum síðan

heima í grillveislu með öllu tilheyrandi

og skemmtum okkur fram á nótt. Á

sunnudaginn förum við fjölskyldan

saman í sund eða hjólreiðatúr en ef það

er gott veður reynum við að spóka

okkur saman á pallinum heima.

Hanna Ólafsdóttir, myndlistarmaður og lektor í listum við HÍÁ föstudaginn eftir vinnu

ætla ég að horfa á snjalla fimeikastrák-

inn minn á vorsýningu Bjarkanna. Um

kvöldið set ég á mig varalit og bruna á

Snaps í vinkonuhitting. Upp úr hádeg-

inu á laugardag er ætlunin að skjótast

upp í Kjós, fá að taka á móti nokkrum

lömbum eða bara þvælast svolítið fyrir.

Um kvöldið verður hrein og tær afslöpp-

un með strákunum mínum Kristófer

Bjarma, Tindi Snæ og Maríusi Högna.

Stefnum á bíógláp og heimagert sushi. Á

sunnudaginn ætla ég að sofa út. Dembi

mér svo í skissugerð þar sem ég er að

hefja vinnu á verkum sem verða á sýn-

ingu í Dk í sumar. Um kvöldið fer ég svo í

Þjóðleikhúsið að sjá „Svanir skilja ekki.“

STENDUR UPP ÚR

HELGIN MÍN

SKULDALEIÐRÉTTINGAR GEFA TÓNINNFRAMSÓKN FYRIR HEIMILIN

Áralöng barátta Framsóknar fyrir hag íslenskra heimila hefur nú skilað sér í því að opnað hefur verið fyrir umsóknir um skuldaleiðréttingu.

Við ætlum ekki að hætta þar.

Framsókn í Hafnarfirði setur heimilin og fjölskyldurnar áfram í forgang.

Gerum Hafnarfjörð

að fjölskylduvænu

samfélagi til framtíðar.

• Betri húsnæðislausnir

• Betri skólar

• Betri frístundabíll

• Betri lífsgæði

• Betra ævikvöld

Viltu fjölskylduvænt samfélag?

Settu X við B

Kosningaskriftofa okkar er á Linnetsstíg 2 við Thorsplan - Verið velkomin