4
„Mamma, það er svo erfitt að tala íslensku þegar maður er með svona mikið af sænsku inni í sér.“ (Sölvi, 5 ára, Gautaborg) Og hvernig er svo komið til móts við Sölva og alla þessa sænsku, þegar hann er kominn heim til Íslands? „Kennsla í norsku eða sænsku stendur til boða nemendum sem hafa sérstök tengsl við Noreg eða Svíþjóð og kemur kennslan þá í staðinn fyrir dönskukennslu og hefst á sama tíma og dönskukennsla hefst í grunnskóla.“ AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLA, Erlend tungumál: 1999, Menntamálaráðuneytið (bls.47) Nemendur í norsku og sænsku á Ís- landi hafa þessi mál annaðhvort sem móð- urmál eða sem annað mál. Foreldrar þeirra eru oft frá Noregi eða Svíþjóð eða hafa vegna námsdvalar og atvinnu sterk tengsl við landið. Nemendurnir hafa því grunn- þekkingu í málinu og menningarlegar rætur í landinu, áður en formlegt nám hefst. Nemendurnir hafa þó mismikla kunnáttu í málinu og misjafnar aðstæður til að viðhalda kunnáttu sinni. Nemendahópurinn í norsku og sænsku hefur þá sérstöðu að vera fámennur og dreifður um land allt. Skólaárið 1999–2000 fór kennsla í sænsku fram á 32 stöðum á landinu og var heildarfjöldi nemenda um 260. Í norsku voru 120 nemendur sem fengu kennslu á alls 17 stöðum. Formlegt nám í norsku og sænsku hefst samtímis og dönskukennsla í grunn- skóla og hafa nemendur víða einungis átt kost á tveim kennslustundum í tungumál- inu í viku hverri. Námið hefur farið fram að loknum hefðbundnum skóladegi og nemendur hafa oft þurft að sækja kennslu utan síns venjulega námsumhverfis. Þetta á við um þéttbýlli staði þar sem nemendur eru fleiri. Víða úti um land er skortur á menntuðum kennurum, sem getur valdið því að nemendur eiga þess ekki kost að viðhalda kunnáttu sinni í málinu og eru neyddir til þess að taka dönsku í staðinn. Til samræmingar kennslu í norsku og sænsku hafa kennararnir og leiðbeinendur þessara barna unnið undir stjórn kennslu- ráðgjafa, sem starfa á vegum Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur og er það undir hverju sveitarfélagi komið hvort það kaupir þessa þjónustu af Fræðslumiðstöð. Vinnuskilyrðum kennara í norsku og sænsku er þannig háttað að á Reykjavíkur- svæðinu hafa þeir þurft að hitta nemend- ur sína á fleiri en einum stað sama daginn. Það er ljóst, að við aðstæður sem þessar, er fjarkennslutilhögun góður kostur. Hvatinn að kennsluvef í norsku og sænsku á grunnskólastigi eru fyrrgreindar aðstæð- ur nemenda í norsku/sænsku og kennara þeirra, ásamt von um að fjarkennsla muni bæta og auðga starfsaðstæður þeirra. Undirrituð átti frumkvæði að gerð kennsluvefsins í nafni Norrænu tungu- mála-ráðgjafarinnar. Leitað var eftir sam- starfi til Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, sem býður upp á kennsluráðgjöf í norsku/sænsku, Íslenska menntanetsins, sem hefur umsjón með uppsetningu verk- efnanna á netinu og hýsir verkefnið. Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Ís- lands mun síðan annst mat á þessari vinnutilhögun.Verkefnið nýtur velvilja og stuðnings Sambands íslenskra sveitarfé- laga. Styrkir hafa fengist úr Nordmål áætl- un Norrænu ráðherranefndarinnar og Þróunarsjóði grunnskóla. Verkefnið hófst um áramót 1997–98 og lýkur um áramót- in 1999–2000. Markmið Markmiðin í námskrá gera ráð fyrir að nemandinn öðlist í málanáminu færni í hlustun, tali, lestri og ritun (communicati- 4 Norsku- og sænskukennsla á neti Tilraunaverkefni Brynhildur A. Ragnarsdóttir Málfríður | 15. árgangur 2. hefti 1999 | www.dlh.dk/dpb/infodok/malfridur

Norsku- og sænskukennsla á neti

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Norsku- og sænskukennsla á neti

Citation preview

Page 1: Norsku- og sænskukennsla á neti

„Mamma, það er svo erfitt að tala íslenskuþegar maður er með svona mikið af sænskuinni í sér.“ (Sölvi, 5 ára, Gautaborg)

Og hvernig er svo komið til móts viðSölva og alla þessa sænsku, þegar hann erkominn heim til Íslands?

„Kennsla í norsku eða sænsku stendurtil boða nemendum sem hafa sérstöktengsl við Noreg eða Svíþjóð og kemurkennslan þá í staðinn fyrir dönskukennsluog hefst á sama tíma og dönskukennslahefst í grunnskóla.“ AÐALNÁMSKRÁGRUNNSKÓLA, Erlend tungumál:1999, Menntamálaráðuneytið (bls.47)

Nemendur í norsku og sænsku á Ís-landi hafa þessi mál annaðhvort sem móð-urmál eða sem annað mál. Foreldrar þeirraeru oft frá Noregi eða Svíþjóð eða hafavegna námsdvalar og atvinnu sterk tengslvið landið. Nemendurnir hafa því grunn-þekkingu í málinu og menningarlegarrætur í landinu, áður en formlegt námhefst. Nemendurnir hafa þó mismiklakunnáttu í málinu og misjafnar aðstæðurtil að viðhalda kunnáttu sinni.

Nemendahópurinn í norsku og sænskuhefur þá sérstöðu að vera fámennur ogdreifður um land allt. Skólaárið1999–2000 fór kennsla í sænsku fram á 32stöðum á landinu og var heildarfjöldinemenda um 260. Í norsku voru 120nemendur sem fengu kennslu á alls 17stöðum.

Formlegt nám í norsku og sænskuhefst samtímis og dönskukennsla í grunn-skóla og hafa nemendur víða einungis áttkost á tveim kennslustundum í tungumál-inu í viku hverri. Námið hefur farið framað loknum hefðbundnum skóladegi ognemendur hafa oft þurft að sækja kennsluutan síns venjulega námsumhverfis. Þetta ávið um þéttbýlli staði þar sem nemendureru fleiri. Víða úti um land er skortur ámenntuðum kennurum, sem getur valdið

því að nemendur eiga þess ekki kost aðviðhalda kunnáttu sinni í málinu og eruneyddir til þess að taka dönsku í staðinn.

Til samræmingar kennslu í norsku ogsænsku hafa kennararnir og leiðbeinendurþessara barna unnið undir stjórn kennslu-ráðgjafa, sem starfa á vegum Fræðslumið-stöðvar Reykjavíkur og er það undirhverju sveitarfélagi komið hvort þaðkaupir þessa þjónustu af Fræðslumiðstöð.

Vinnuskilyrðum kennara í norsku ogsænsku er þannig háttað að á Reykjavíkur-svæðinu hafa þeir þurft að hitta nemend-ur sína á fleiri en einum stað sama daginn.

Það er ljóst, að við aðstæður sem þessar,er fjarkennslutilhögun góður kostur.Hvatinn að kennsluvef í norsku og sænskuá grunnskólastigi eru fyrrgreindar aðstæð-ur nemenda í norsku/sænsku og kennaraþeirra, ásamt von um að fjarkennsla munibæta og auðga starfsaðstæður þeirra.

Undirrituð átti frumkvæði að gerðkennsluvefsins í nafni Norrænu tungu-mála-ráðgjafarinnar. Leitað var eftir sam-starfi til Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur,sem býður upp á kennsluráðgjöf ínorsku/sænsku, Íslenska menntanetsins,sem hefur umsjón með uppsetningu verk-efnanna á netinu og hýsir verkefnið.Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Ís-lands mun síðan annst mat á þessarivinnutilhögun.Verkefnið nýtur velvilja ogstuðnings Sambands íslenskra sveitarfé-laga. Styrkir hafa fengist úr Nordmål áætl-un Norrænu ráðherranefndarinnar ogÞróunarsjóði grunnskóla. Verkefnið hófstum áramót 1997–98 og lýkur um áramót-in 1999–2000.

Markmið

Markmiðin í námskrá gera ráð fyrir aðnemandinn öðlist í málanáminu færni íhlustun, tali, lestri og ritun (communicati-4

Norsku- og sænskukennsla á netiTilraunaverkefni

Brynhildur A. Ragnarsdóttir

Málfríður | 15. árgangur 2. hefti 1999 | www.dlh.dk/dpb/infodok/malfridur

Page 2: Norsku- og sænskukennsla á neti

ve competence), menningu og sögu lands-ins, jafnhliða því að þeir noti tæknina tilþess að viðhalda tengslum sínum við dag-legt líf í Noregi/Svíþjóð (culturalcompetence). Einnig er gert ráð fyrir aðnemendur verði meðvitaðir um eigiðnámsferli og hvernig þeir geti sjálfir styrktog bætt kunnáttu sína (metacognition).

Meginmarkmið verkefnisins eru:

* að koma til móts við nemendur á mis-munandi getustigi.

* að sjá til þess að nemendur í norskueða sænsku geti stundað allt skyldunámsitt innan veggja síns heimaskóla, áskólatíma.

* að sjá til þess að allir nemendur ínorsku og sænsku sitji við sama borðhvað námsefni og gæði kennslunnarvarðar.

* að auka þátttöku foreldra í námi barn-anna, þar sem foreldrarnir eru yfirleittbeinn tengiliður þeirra við tungu ogmenningu þessara landa.

* að stuðla að því að nemendur eigi þesskost að mynda tengsl sín á milli, þráttfyrir landfræðilegan aðskilnað.

* gera nemendum kleift að kynnast þvísem efst er á baugi í löndunum tveimog styrkja þar með tengsl þeirra viðland og þjóð.

Jafnframt hefur kennsla, með stuðningivefsins, þann kost að nemendur læra aðnota tölvu, tölvupóst, ráðstefnukerfi ognetið til upplýsingaleitar og útgáfu á verk-efnum. Þarna fer því fram virk og náinsamþætting greina.

Uppbygging vefsins

Vefurinn er hýstur af Ísmennt og vefráð-stefnukerfi þeirra er notað. Hann skiptist íupplýsingavef og kennsluvef. Á upplýs-ingavefnum er gerð grein fyrir því ítarefnisem tiltækt er á vegum kennsluráðgjafar,námslýsingum, samstarfsaðilum, og öðruþví sem lýtur að tungumálunum tveimur,ásamt upplýsingum til foreldra. Upplýs-ingavefurinn verður öllum opinn.

Kennsluvefurinn byggir á gagnvirkumvefverkefnum, stýrðum vefleiðöngrum,ráðstefnuvef og stuðningsverkefnum viðhefðbundið námsefni í þessum tungumál-um. Kennsluvefurinn er lokaður öðrumen nemendum, kennurum og foreldrum.

Námsefninu er skipt upp í þemu, hvertþeirra er 2–3ja vikna vinna. Miðað er viðað nemendur geti sinnt náminu í net-tengdri tölvu á bókasafni eða tölvuveri ásama tíma og skólafélagar þeirra eru ídönsku og þar með tvöfaldað vinnu-stundafjölda sinn í greininni frá núverandifyrirkomulagi.

Vefurinn er þannig úr garði gerður aðnemendur eiga auðvelt með að tengjastvefjum í Noregi eða Svíþjóð. Þeir eru ísífelldri endurskoðun og hafa ætíð aðgeyma nýjustu upplýsingar og auðga þvíog bæta hefðbundið námsefni og auð-velda nemendum að vera í beinumtengslum við það sem efst er á baugi íhvoru landi.

Kennsluumhverfið

* Vefur með verkefnum og textum, semoftast hafa krækjur og tilvísanir í aðravefi sem eru hluti af lesefni nemendaog efni í sjálfstæð verkefni. Á hverrisíðu er vísað í veforðabók sem auð-veldar nemendum vinnu á beinni línu(online).

* Ráðstefna, þar sem fram fara samskiptikennara og nemenda, einnig nemendaí milli og þar leggja þeir inn skriflegverkefni. Þar er einnig vettvangur sam-starfs, fyrirspurna og óformlegra sam-skipta nemenda (frímínútur). Áherslaer lögð á að öll samskipti fari fram ámálinu. Ráðstefnuvefurinn hefur einnigþann kost að nemendur kynnast inn-byrðis, geta unnið saman og unnt er aðkoma á „bekkjaranda“ þótt nemendursitji ekki hlið við hlið.

* Uppsláttartafla, þar sem stærri sjálfstæðverkefni sem nemendur hafa unniðundir leiðsögn kennara eru lögð út ávefinn.

* Vandaðar spjallrásir sem nemendur 5

Vefurinn er þannigúr garði gerður aðnemendur eigaauðvelt með aðtengjast vefjumí Noregi eðaSvíþjóð.

Málfríður | 15. árgangur 2. hefti 1999 | www.dlh.dk/dpb/infodok/malfridur

Page 3: Norsku- og sænskukennsla á neti

hafa aðgang að. Þar geta þeir átt beinsamskipti við jafnaldra sína í Noregieða Svíþjóð.

* Krækjur sem vísa beint í síður semvarða áhugamál unglinga, án þess aðþær komi kennsluefninu beint við.

* Nemendur læra á miðilinn samtímisþví að þeir læra málið. Verkefnin erusamin með tilliti til þess að málið opnidyr að miðlinum og miðillinn dyr aðmálinu.

Kennslustofan og heimiliðFjarkennsla eykur möguleika á því aðopna kennslustofuna inni á heimilunum,þar sem tölvur eru fyrir hendi. Það eykurþað líkur á því að foreldrar verði virkariþátttakendur í námi barna sinna og fylgistbetur með því sem fram fer í skólanum.Viðfangsefni nemenda verða foreldrumsýnilegri og gefur þeim kost á því aðstyrkja samstarfið við skólann.

TilraunakennslanTilraunakennsla sem hófst í byrjun árs1999 gefur vísbendingu um það sem velgengur og það sem lagfæra má og verðurhún notuð til þess að gera betur. Í hausttaka norskunemar bæði í 9. og 10. bekkþátt í tilraunakennslunni og um áramótverður hafist handa við tilraunakennslu ísænsku. Það ber þó að hafa í huga að lif-andi kennsla í tungumáli krefst þess aðkennsluefnið og kennsluumhverfið sé í sí-felldri endurskoðun og er námsumhverfivefsins vænlegt til að svo megi verða.

Kostir:* nemendur öðlast bein tengsl við kenn-

ara* málið er notað í öllum samskiptum* tengsl við það sem efst er á baugi* auðvelt að endurskoða og endurnýja

námsefnið* nemendur fá hugmyndir og verkefni

hver hjá öðrum* nemendur læra á tölvu jafnframt því að

þeir vinna með málið

* rýfur einagrun* eykur nemendum sjálfstraust* eykur sjálfstæði nemenda* ýtir undir frumkvæði nemenda* hægt er að samnýta efni við nám í öðr-

um Norðurlandatungumálum.

Gallar:* erfitt að koma við talþjálfun* nemendur sakna þess að sjá ekki kenn-

ara og samnemendur* erfitt að ná til þeirra sem dragast aftur

úr einhverra hluta vegna* verkefni og miðill strembinn fyrir slaka

nemendur, enn sem komið er.

Kostirnir virðast vera fleiri en gallarnir ogþeir þess eðlis að á þeim má ráða bót ogverður leitað leiða til þess. Fjarkennslameð aðstoð netsins er fyrirkomulag sem,eykur sjálfstæði nemenda í námi og stuðl-ar að því að hver og einn fái verkefni viðsitt hæfi. Það er sérlega mikilvægt í námieins og norsku og sænsku þar sem mál-þroski nemenda er mismikill. Jafnframteru tengsl nemendanna við viðkomandimálsamfélag missterk og er net-/vef-kennsla því líkleg til þess að viðhaldaog/eða endurvekja tengsl við samfélag ogmenningu Norðmanna og Svía.

Þeir sem vinna verkið:Margar hendur hafa lagt hönd á plóginnvið að gera vefinn að veruleika - aðilarsem búa yfir margvíslegri sérfræðiþekk-ingu, bæði tæknilegri, kennslufræðilegriog þekkingu á málunum tveim.Vefurinner samvinnuverkefni í orðsins fyllstumerkingu. Ég held þó að á engan sé hall-að, þegar ég segi að Gry Ek Gunnarsson,kennsluráðgjafi Fræðslumiðstöðvar ínorsku, eigi heiðurinn af því hversu vel áveg tilraunaverkefnið er komið, en húnhefur, með góðum stuðningi sérhæfðsstarfsfólks Menntanetsins, verið mjögáhugasöm um að verkefnið verði sem bestúr garði gert.

6

Viðfangsefni nem-

enda verða forel-drum sýnilegri oggefur þeim kost áþví að styrkja sam-starfið við skólann.

Málfríður | 15. árgangur 2. hefti 1999 | www.dlh.dk/dpb/infodok/malfridur

Page 4: Norsku- og sænskukennsla á neti

Verkaskipting:Gry Ek Gunnarsson hefur haft veg ogvanda af inntaki vefsins í heild og semurverkefnin í norsku með aðstoð frá BjörgJuhlin og Brynhild Mathisen. Að aukiannast hún umsjón með tilraunakennsluog uppbyggingu vefsins. Ingegerd Narbysemur verkefnin í sænsku með aðstoð fráPetru Högnas, Sigrúnu Hallbeck og Elisa-beth Alm. Af hálfu Menntanetsins hafaÞorvaldur Pálmason og Jóna Pálsdóttirannast það sem að útliti vefsins snýr, ásamtráðgjöf í því sem lýtur að kennslufræðifjarnámsins og undirrituð hefur haft verk-efnisstjórn með höndum.

Samstarfshópurinn bindur vonir við aðþessi nýbreytni í kennsluháttum muniverða til þess að efla norsku- og sænsku-kennslu innan íslensks skólakerfis og aukatrú manna á að nýir miðlar verði til þessað jafna aðstöðu nemenda í ýmsum grein-um og á ýmsum skólastigum án tillits tilbúsetu.

Brynhildur A. Ragnarsdó[email protected] sprogkonsulentNordens hus Tel: +354 562 0167101 IS Fax: +354 552 6476

7

Málfríður | 15. árgangur 2. hefti 1999 | www.dlh.dk/dpb/infodok/malfridur