11
Gengin skyldi leið sú sem á máli göngumanna nefnist “Öskjuvegur”. Um er að ræða leiðina frá Herðubreiðarlindum um Bræðrafell, Dreka, Dyngju- fell, Svartárbotna og til byggða í Mývatnssveit. Alls eru þetta 5 dagleiðir, um 20 km hver þeirra milli náttstaða. Svæði þetta er hið þurrasta á landinu og ekkert vatn að hafa nema í skálum, og jafnvel sumt af því regnvatn af þökum. Allan vökva til notkunar á gönguleiðum þarf því að bera. Þetta var ljóst áður en ákvörðun var tekin um þessa göngu, en Ratar létu ekki deigan síga. Pokar yrðu því í þyngra lagi því flestir ætluðu að hafa göngutjöld, dýnur og svefnpoka auk venjulegs farangurs til útivistar. Miðvikudagur 5. ágúst. Ratar höfðu mælt sér mót símleiðis og var ákveðið að hittast við Mývatn. Rétt aftan við Hótel Reynihlíð er býlið Hlíð og reka ábúendur almennt tjaldstæði og þjónustumiðstöð með sama nafni þar skammt fyrir norðan. Samkomulag hafði verið gert við bóndann þar um að fá að geyma bíla og tjöld heima við bæ en ekki á tjaldstæðinu. Þetta reyndist sem best var á kosið enda snyrtiaðstaða á staðnum og steinsnar að Reynihlíð, en þaðan átti rútan inn í Herðubreiðarlindir að fara morguninn eftir. Fólk kom á ýmsum tíma í góðu og mildu veðri, en gekk þó á með smáskúrum og björtu á milli. Undir kvöld brast á með blíðu og var grillað og borðað úti. Gengið var snemma til náða enda átti að vakna snemma næsta morgun. Um miðja nótt tók að rigna og rigndi eldi og brennisteini. Ollu veðurfræðingar nokkrum vonbrigðum því ekki var rigning það sem spáð hafði verið. DAGBÓKARBROT 3. kafli Ágrip ferðasögu gönguklúbbsins Rata dagana 5. -11. ágúst 1998. Úr hópi Rata tóku þátt í göngunni þetta árið, raðað eftir fjölskyldum: Hallgrímur (hh), Guðríður og Guðmundur sonur þeirra Sigfinnur, Bjarnheiður (bg), Stefán sonur þeirra og Kristófer (kþ) Ólafur (os) og Helga Ingvar (iag) og Þórunn Gunnar, Sigríður og Rósa Dögg dóttir þeirra Finnur (fj) (sögumaður) og Þórunn Auk ofangreindra Rata er þjónað hafa út sinn reynslutíma og tekið vígslu, slógust að þessu sinni með í förina Hörður Þórhallsson og Kristbjörg Kristinsdóttir frá Reyðarfirði, alls 18 manns. Klúbburinn Rati, sumarið 1998 (os) Gengið skyldi um eyðimerkur Íslands (os) 1 2

DAGBÓKARBROT 3. kafli · 2017. 3. 12. · 3. kafli Ágrip ferðasögu gönguklúbbsins Rata dagana 5. -11. ágúst 1998. Úr hópi Rata tóku þátt í göngunni þetta árið, raðað

  • Upload
    others

  • View
    2

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

  • Gengin skyldi leið sú sem á máli göngumanna nefnist “Öskjuvegur”. Um er að ræða leiðina frá Herðubreiðarlindum um Bræðrafell, Dreka, Dyngju-fell, Svartárbotna og til byggða í Mývatnssveit. Alls eru þetta 5 dagleiðir, um 20 km hver þeirra milli náttstaða. Svæði þetta er hið þurrasta á landinu og ekkert vatn að hafa nema í skálum, og jafnvel sumt af því regnvatn af þökum. Allan vökva til notkunar á gönguleiðum þarf því að bera. Þetta var ljóst áður en ákvörðun var tekin um þessa göngu, en Ratar létu ekki deigan síga. Pokar yrðu því í þyngra lagi því flestir ætluðu að hafa göngutjöld, dýnur og svefnpoka auk venjulegs farangurs til útivistar. Miðvikudagur 5. ágúst. Ratar höfðu mælt sér mót símleiðis og var ákveðið að hittast við Mývatn. Rétt aftan við Hótel Reynihlíð er býlið Hlíð og reka ábúendur almennt tjaldstæði og þjónustumiðstöð með sama nafni þar skammt fyrir norðan. Samkomulag hafði verið gert við bóndann þar um að fá að geyma bíla og tjöld heima við bæ en ekki á tjaldstæðinu. Þetta reyndist sem best var á kosið enda snyrtiaðstaða á staðnum og steinsnar að Reynihlíð, en þaðan átti rútan inn í Herðubreiðarlindir að fara morguninn eftir. Fólk kom á ýmsum tíma í góðu og mildu veðri, en gekk þó á með smáskúrum og björtu á milli. Undir kvöld brast á með blíðu og var grillað og borðað úti. Gengið var snemma til náða enda átti að vakna snemma næsta morgun. Um miðja nótt tók að rigna og rigndi eldi og brennisteini. Ollu veðurfræðingar nokkrum vonbrigðum því ekki var rigning það sem spáð hafði verið.

    DAGBÓKARBROT 3. kafli Ágrip ferðasögu gönguklúbbsins Rata dagana 5. -11. ágúst 1998. Úr hópi Rata tóku þátt í göngunni þetta árið, raðað eftir fjölskyldum: Hallgrímur (hh), Guðríður og Guðmundur sonur þeirra Sigfinnur, Bjarnheiður (bg), Stefán sonur þeirra og Kristófer (kþ) Ólafur (os) og Helga Ingvar (iag) og Þórunn Gunnar, Sigríður og Rósa Dögg dóttir þeirra Finnur (fj) (sögumaður) og Þórunn

    Auk ofangreindra Rata er þjónað hafa út sinn reynslutíma og tekið vígslu, slógust að þessu sinni með í förina Hörður Þórhallsson og Kristbjörg Kristinsdóttir frá Reyðarfirði, alls 18 manns.

    Klúbburinn Rati, sumarið 1998 (os)

    Gengið skyldi um eyðimerkur Íslands (os)

    1 2

  • Fimmtudagur 6. ágúst. Ræst var kl. 7 og enn rigndi. Allt sem blotnað gat blotnaði þegar verið var að pakka niður og ganga frá til ferðarinnar. Tóta kom með nýbakað morgunbrauð frá húsfreyjunni í Hlíð og var það einn fárra ljósra punkta þarna í regninu. Ekki var nein leið að taka niður tjöldin og voru þau látin standa. Sérstök rúta var fengin til að ferja hópinn í Herðubreiðarlindir en nokkrir kassar með vistum fóru á áætl-unarbílinn sem gengur alla leið inn í Öskjuop og skyldu kassarnir verða eftir í Dreka. Bíll okkar bar nafnið Sól-s k r í k j a n o g vonuðust allir til að nafnið væri borið með rentu. Lagt var af stað kl. 8.45 og enn rigndi. Lítið bar til tíðinda á leiðinni enda ekkert að sjá vegna gráma en hinir bjartsýnustu þóttust sjá að í suðrinu væri léttara yfir. Ekki er því að neita að eftir því sem nær dró áfangastað smækkuðu droparnir á framrúðu bílsins og var það helsta tóm-stundagamanið að fylgjast með því. Fór svo um síðir eftir tveggja tíma

    akstur, að þ e g a r s t a ð n æ m s t var í Herðu-breiðarlindum stytti upp og brast á með blíðu. Flugan var ekki sein á sér og sótti fast en mikill munur var þó

    að geta lagt upp í gönguna í þurru og var klukkan þá 11.15. Litið var við í Eyvindarkofa en stoppað stutt. Stefna var tekin á Herðu-breið og liggur leiðin til að byrja með yfir n o k k u ð ú f i ð helluhraun en þó e k k i a l s l æ m t . Stikum er komið fyrir á hæstu hraun-hólum en slóðin hlykkjast á sæmilega sléttu milli hólanna. Við rætur fjallsins er sveigt og gengið milli hrauns og hlíða, heldur tilbreytingarlítið, vestur með norðurhlið og suður með vesturhlið allt að uppgönguleiðinni á

    Lítið bar til tíðinda … (bg)

    Við upphaf göngunnar (iag) Stefnan tekin á Herðubreið (bg)

    3 4

    Við Eyvindarkofa (bg)

  • fjallið á suðvesturhlið þess. Þarna er afgirt bílaplan og greinileg slóð austur á Öskjuveg. Veður var gott til göngu, norðvestan kaldi með smáskúrum af og til og voru bara hressandi. Slæða var allan tímann á fjallinu en ekki hefði mikið sést þótt bjart væri vegna þess hve nærri því er gengið. Stefna var því næst tekin á Bræðrafell nokkurn veginn í hávestur, en það gengur suður úr Koll-óttudyngju. Leiðin var vel stikuð, nokkuð auðveld, yfir slétt helluhraun

    að fara, en heldur tilbreytingarsnauð í fyrstu. Þegar nær dró Bræðrafelli breyttist allt til hins betra. Hraunið þar er alsett ljósgráum mosa-brúskum, ýmist kúlulaga eða ílöngum. Einnig breyttist yfirborð hraunhellanna og tók á sig allskyns mynstur og falleg form. Rétt við

    gönguleiðina er gígur Flötudyngju sem minnir helst á grjót-nám þar sem verið hafa stórvirkar vinnu-vélar að verki. Sjálf dyngjan lætur lítið yfir sér og tekst varla eftir henni fyrr en opnast inn í gíginn rétt við gönguleiðina. Nánast er um jarðfall að ræða þannig að

    segja má að dyngjan sú sé með neikvæðu formerki, en samt mjög skoðunar-verð. Í Bræðrafell var komið um kl. 19 eftir um 18 km göngu. Mesta furða var að allir skyldu komast á leiðarenda en mjög var af sumum dregið. Lán er að hæðarmunur er lítill, aðeins hækkun um 240 m á allri leiðinni. Í skálanum geta gist 12 manns svo að nokkrir slógu upp tjöldum á vikursléttu nærri skálanum. Strax var tekið til við að kynda upp í kabyssunni og matbúa. Ekki var nein orka eftir að loknum kvöldverði þannig að flestir gengu snemma til náða.

    Föstudagur 7. ágúst. Hinir árrisulustu voru komnir á ról um kl. 8 og rigndi lítilsháttar. Veðurglöggir þóttust sjá teikn á lofti um batnandi veður og létu blaut tjöldin standa meðan morgunmatur var undirbúinn og snæddur. Þetta gekk eftir og reif hann af sér úr suðvestri og náðist

    allt saman þurrt og í besta veðri. Lagt var af stað um kl. 10.30 og stefna tekin á Drekagil. Byrðar voru ofurþungar sem fyrr og að auki sat eftir eitthvað af þreytu gærdagsins. Allan vökva til notkunar á leiðinni þurfti að taka í Bræðrafelli

    Þorstinn sækir að! (bg)

    Grjótnámið! (Flatadyngja) og Eggert í bakgrunni (os)

    Aldrei var drottningin langt undan, 1 (hh)

    Tjaldstæði og skálinn Brærafell (os)

    5 6

    Mynstur og falleg form (iag)

    Aldrei var drottningin langt undan, 2 (iag)

  • því ekki er deigan dropa að hafa á leiðinni frekar en fyrri daginn. Í byrjun liggur leiðin um tiltölulega slétt helluhraun, sem er hið sama og gengið var daginn áður. Eftir um tveggja stunda göngu tók gamanið að kárna er haldið var inn í mjög úfið og óslétt

    apalhraun. Yfirferðin var næstum engin en á sama tíma miklu erfiðari en áður. Þetta tók sem betur fór enda og var komið inn í skriður ónefndra gíga og eldstöðva á hægri hönd. Lengi dags var þannig gengið og tóku við Stórakista og Litlakista á hægri hönd en til vinstr i mátt i s já

    Svör tudyng ju og se inna Vikrafell. Veður var hið besta og mátti raunar ekki vera hlýrra. Um miðjan dag rofaði til á toppi fjalladrottningarinnar og voru margar myndavélar samstundis á lofti. Útsýni fór ört batnandi þegar á daginn leið og blasti

    Snæfell við í austri svo og Kverkfjöll á sínum stað. Oft þurfti að stoppa og vökva líkamann því ekki var laust við að svita-dropar féllu undan ofurbyrðunum og veð-ur með eindæmum gott þar á ofan. Eftir að komið var úr apal-hrauninu var gengið eftir hjólförum yfir þéttan vikur milli hrauns og hlíða og var

    yfirleitt mjög gott göngufæri. Leiðin er heldur tilbreytingarlítil þegar aðeins er gengið og gengið. Freistandi hefði verið að skoða gíga og önnur sérstök fyrirbæri á leiðinni en til þess gafst ekki tími vegna lengdar dagleiðarinnar, sem er svipuð og áður, 18-19 km. Þegar komið var suður fyrir Litlukistu blasti við Drekagil. Ekki er ráðlegt að taka stefnuna beint þangað en þá yrði fyrir

    mjög úfið hraunið úr Öskjugosinu 1961. Ekki er nema kunnugum fært að leggja út á hraunið og því var tekinn krókur austur fyrir jaðar hraun-tungunnar. Þetta lengir leiðina um nokkra kíló-metra en um þéttar vikursléttur er að fara. Fljólega var komið á Öskjuveginn og hann

    Hið mjög svo úfna hraun (os)

    Litadýrð á fjöllum (hh)

    7 8

    Áning á mjúkum 1961 vikrinum (hh)

    Kverkfjöll í fjarska (bg)

    Skálinn Dreki (kþ)

    Hressingarstund við Dreka (iag)

  • genginn síðasta spölinn að skálanum Dreka. Eins og gengur var hraði Ra ta á göngunn i mismikill og hafði nokkuð dregið í sundur með hinum fyrstu og hinum síðustu, en þeir komust á leiðarenda um kl. 19. Skálinn Dreki er með svefnlofti en borðsal niðri og áttu Ratar pantað loftrýmið. Ekki er annað en vikur umhverfis skálann en samt kusu nokkrir að tjalda. Umferð þarna er með ólíkindum og bílar og rútur sífellt að koma eða fara. Lauslega áætlað hafa verið um 100 manns af ýmsum þjóðernum í tjöldum þessa nótt sem í hönd fór. Farartæki voru líka fjölbreytt, reiðhjól, vélhjól, jeppar, rútur eða tveir jafnfljótir eins og í okkar tilfelli. Sem fyrr voru flestir þreyttir eftir gönguna en fóru þó að skoða Drekagil áður en gengið var til náða um kl. 23.

    Laugardagur 8. ágúst. Dagurinn heilsaði með sólskini og blíðu. Þegar hér var komið sögu hafði ritari ákveðið að láta við svo búið standa á göngnni og fá sér far með rútu til baka að Mývatni næsta dag. Ævagamalt mein á hné hafði tekið sig upp undan ofurálagi byrðanna þannig að ekki var ráðlegt að halda áfram. Sem góðri eiginkonu sæmir ákvað Þórunn að fylgja öldnum bónda sínum og ganga ekki lengra að sinni. Því er einnig frá að segja að Stefán ákvað að láta gott heita og tók sér far til byggða með Önnu ömmu sinni, Jóni og Sjöfn, systur Tótu og Bjarnheiðar. Þau voru á ferð um Norðurland og voru komin í Drekagil til fundar við göngugarpana. Við þessa breytingu opnuðust ýmsir möguleikar til að hagræða og létta þeim

    gönguna sem áfram héldu. Pantað var far fyrir byrðarnar með rútunni frá Mývatni sem gengur alla leið upp í Öskjuop. Ritari og Þórunn urðu eftir í Dreka til að fylgja farangrinum eftir upp í Öskjuop, þegar göngu-garpar lögðu af stað um kl. 10.30. Ingvar, Tóta,

    Gunnar, Sigga og Sigfinnur fóru yfir fjöllin upp með Öskju en hinir gengu veginn. Það stóð á endum, að göngugarpar voru að ljúka baði í Víti þegar ritari og Þórunn komu þar að eftir að hafa gengið frá farangrinum við bílastæðið. Sumir Ratar voru enn í neðra, aðrir á uppleið sem er bæði brött og erfið. Ritara

    datt helst í hug klifur Jóns bónda upp til Gullna hliðsins þegar litið var niður af barminum. Þarna var kvaðst með tárum og góðum óskum á barmi Vítis, þótt staðurinn líktist frekar Lækjartorgi þennan m o r g u n e n e i n u m eyðilegasta stað á landinu. Frásögn af göngunni niður

    Á leið yfir fjöllin (iag)

    Á sólarströnd í Víti (hh)

    9 10

    Baðað í Víti (os)

    Drekarnir í gilinu sínu (fj)

    Djaldað við Drekagil (fj)

  • í skálann Dyngjufell í Dyngjufjalladal og síðan í Suðurárbotna er sam-kvæmt viðtölum við þá sem gengu þá leið. Ritari lét nægja að ganga í

    huganum og er frásögnin samkvæmt því. Leiðin úr Öskjuopi liggur fyrst yfir úfið hraun sem kom upp í nokkrum gígum við opið 1961. Leiðin yfir hraunið reyndist þó betri en á horfðist enda ekki um langan veg að fara. H a n d a n h r a u n-tungunnar var stefna

    tekin í vestur á Jónsskarð, inn með botni öskjunnar. Leiðin var að mestu þakin snjó sem í venjulegu árferði mun hverfa þarna á sumrin. Vegna hita þennan dag hafði yfirborðið meirnað og var þungt að ganga. Gengið var á snjó um skarðið og allt niður í brekkur að norðanverðu. Nú komu í ljós í norðri fjöll Mývatnssveitar og síðan í austri Kollóttadyngja, Bræðrafell og Herðubreið, sem virtust óralangt í burtu. Trölladyngja og Bárðarbunga sáust í suðri. Leiðin niður Dyngjufjalladal bauð fátt annað en takmarkið, að komast í skálann Dyngjufell. Veðurblíðan var áfram allsráðandi og hressti upp á þá lúnu. Það var álit allra, að þessi dagleið væri sú erfiðasta í allri göngunni, enda lækkun úr Jónsskarði niður í Dyngjufell veruleg. Öll var leiðin stikuð sem fyrr og GPS tæknin einungis notuð til þess að fylgjast með hvursu ferðin sæktist og reyndust tilgátur um yfirferð oftast ofáætl-aðar. Í skála var ekki orka afgangs til neins annars en helstu nauðþurfta, að

    snæða og koma sér í háttin. Ekki verður látið hjá líða að segja frá göngu ritara og Þórunnar til baka frá

    Víti og niður í Dreka. Vegna einmuna blíðu og bjartviðris var ákveðið að grípa tækifærið og fara yfir f j ö l l i n , e n sleppa baðinu í Víti enda tekið að líða á daginn. Gengið var inn með Öskjubotni að norðaustanverðu og

    síðan stefnt upp í skarð milli toppa sem gnæfa upp úr austurbrún öskjunnar. Tindar þessir bera ekki nöfn en eru auðkenndir á kortum með hæðartölum

    Sjónarhorn ritara frá toppum Dyngjufjalla 1 (fj)

    11 12 Í Jónsskarði – Sellandafjall í fjarska(os)

    Norðan Dyngjufjalla, áður en komið er í Dyngjufjalladal (os)

    Gengið mót sólarlagi norðan Dyngjufells (os)

    Öslað í snjónum í átt að Jónsskarði (kþ)

  • ítalska og enska en engin íslenska og var bara ljúft að sofna við kliðinn. Um miðja nótt vaknaði ritari við að tekið var að hvessa af suðaustri og fór mikinn. Ekki var um annað að ræða en að skríða dýpra í pokann og sjá hvað verða vildi með morgninum. Sunnudagur 9. ágúst. Það var heldur nöturlegt að vakna í Drekagili með vitin full af vikri en svo hvasst var, að renningur huldi alla sýn og smaug fínn vikurinn inn um og ofan í allt. Einnig hafði kólnað mjög og sýndi hitamælir 5°. Tjald var drifið niður eftir morgunverð kryddaðan vikri og hófst biðin langa eftir rútunni að Mývatni. Hennar var von ofan úr Öskjuopi kl 17. Af göngugörpum er að segja, að hvassviðrið náði niður í Dyngju-fjalladal en var sem betur fer í bakið. Að loknum morgunverði var lagt af stað í átt að Suðurárbotnum. Dalur-inn er “hreinræktuð” eyðimörk, hraun og sandar án tilbreytingar. Þar er gömul bílslóð

    og var henni fylgt í stórum d r á t t u m . Heldur hallar undan fæti en hitt og létti það ásamt g ó ð u m m e ð b y r h e l d u r g ö n g u n a . Sandstormur

    1381 og 1448. Gönguleiðin er auðveld, um sléttar brekkur, þaktarföstum vikri er að fara. Í miðjum hlíðum er komið að bullandi leirhverum með ótrúlegu litaskrúði útfellinga og gróðurs allt um kring. Af tindinum 1448 var útsýni með eindæmum og veður spillti ekki. Stafalogn var og Öskjuvatn sem spegill. Létt ský og fjöllin handan vatnsins spegluðust þannig að erfitt var að greina á milli láðs og lagar. Á tindinum var lítil varða og var bætt í hana tveimur steinvölum áður en tekið var til við að njóta útsýnisins. Í vestri blasti við Hofsjökull með Miklafell fremst og Arnarfell sunnar. Í norðri sá allt til Eyjafjarðar- og Kinnarfjalla. Smjörfjöll og Dyrfjöll gnæfðu við norðaustur himin og Snæfell í austri. Kverkfjöll voru á sínum stað og Vatnajökull allur. Sem hendi væri veifað í suðvestri var hann að ganga upp með mikinn mökk og fór hratt yfir. Greinilegur strengur hafði myndast milli Bárðarbungu og Dyngjufjalla og var sem Sprengisandur hefði ákveðið að bregða sér austur á land. Á minna en klukkustund var öll sýn til suðurs og austurs horfin og gulbrúnt mistur yfir. Litlu síðar hafði mökkurinn lagst um allt og Herðubreið hvarf í sortann. Alltaf var þó sama stafalognið á tindinum góða og gafst tími til að snæða nestið og horfa á þessar ótrúlega hröðu breytingar. Niðurgangan að Drekagili gekk að óskum og um sléttar vikurbrekkur að fara líkt og á uppleiðinni. Við ármót ofan gilsins þar sem koma tvær kvíslar saman áður en þær falla niður í gilið var stoppað í blíðunni. Ritari lagðist á vikurskafl og gleymdi sér smástund og var það nóg til að ljúka niðurgöngunni sem var mun erfiðari en uppgangan, enda hæðarmunur mun meiri í ofanálag. Í Dreka var orðið fullt af útlendingum sem höfðu tjaldað allt um kring í blíðviðrinu. Var þetta sem fuglabjarg og heyrðist töluð franska, þýska,

    Sjónarhorn ritara af toppum Dyngjufjalla 2 (fj)

    13 14

    Skálinn Dyngufell (os)

    Matarhlé í eyðimörkinni (hh)

  • gerði göngumönnum lífið leitt á köflum, einkum þegar til stóð að gæða sér á nestinu, en þá reyndist erfitt að finna skjól og sandur blandaðist saman við allt góðgætið sem var með í för. Lítið bar til tíðinda á göngunni og var komið í nýja

    skálanum Botna eftir um 6 tíma göngu. Botni er reistur um 600 m ofan og austan við efstu lindir Suðurár. Skálinn er hinn vistlegasti, með rúmgóðri forstofu og tekur 14-15 manns í rúmstæðum. Veður hafði skánað til muna og þegar leið á kvöldið var aðeins hlý gola úr suðri og útivist góð. Afmæli Ingvars bar einmitt upp á daginn og að loknum kvöldverði var tekið til við að halda upp á það. Fór afmælishaldið fram ýmist úti á svölum eða inni í skálanum. Af ritara og frú er það að frétta að rútan kom á tilsettum tíma í Dreka og var komið að Mývatni skömmu fyrir kl 21. Ekki var beðið boðanna og lagt af stað inn í Suðurárbotna til móts við göngugarpana. Ekið er um hlaðið á

    Grænavatni og var bankað upp á og bóndi spurður til vegar. Það átti eftir að koma sér vel en án leiðbeininga hans hefði slóðin að nýja skálanum aldrei fundist enda degi tekið að halla. Góð slóð er suður með Sellandafjalli og um 7-8 km sunnan við fjallið er ekið meðfram fjárgirðingu. Þar við veginn er hlaðin varða og þar skyldi beygt

    þvert út af slóðinni sem heldur áfram í átt að eldri skála neðar með Suðuránni. Ekið var og skekist um uppblásna fláka og inn á mikla hraun-breiðu sem nefnist Útbruni og gekk á ýmsu þar. Slóðin er vel stikuð og merkt með vörðum en ótrúlega hlykkjótt. Ritara var ekki að verða um sel, svo torsótt og löng reyndist leiðin og loks þegar komið var að skálanum Botna höfðu verið eknir 50 km frá Reynihlíð á um 2 klst. Miklir fagnaðarfundir urðu og stóð afmælisveisla Ingvars sem hæst. Eftir langan dag var þó gengið til náða upp úr miðnætti og varð úr að ritari og frú sváfu í bílnum. Það hefur oft verið gert og gengið vel.

    15 16

    Suðurárbotnar (fj) Úr afmælisveislunni (hh)

    Skálinn Botni (hh)

    Haldið út Dyngjufjalladal (bg)

  • Mánudagur 10. ágúst. Dagurinn heilsaði með allhvassri suðaustan átt og nokkru sandfoki. Nú kom sér vel að bíll skyldi kominn í skálann og var bakpokum og öðru lauslegu staflað í bílinn og má segja að hann hafi verið fylltur. Einnig var ákveðið að unglingarnir fengju far enda búnir að standa sig vel. Þórunn kaus að ganga með hópnum og var byrjað á því að ganga nokkur hundruð metra leið niður að efstu lindum Suðurár. Hún vellur þar með miklum krafti beint undan hrauninu og upp um botn farvegarins. Umhverfið er mjög gróið vegna jarðvatnsins og allt hið vistlegasta. Sennilega hefur skálanum verið valinn staður svo langt frá lindunum til að létta á átroðningi. Þótt gróðurinn sé fallegur er hann vafalaust viðkvæmur. Lindirnar mega heldur ekki líða undan of mikilli umferð. Þarna skildu leiðir, garparnir lögðu af stað með stefnu á Sellandafjall. Fátt er að segja af sjálfri göngunni nema hvað undrun vakti hinn mikli uppblástur sem átt hefur sér stað á þessum slóðum. Gengið var langtímum saman meðfram rofabarði Stóruflesju sem var eitt lengsta rofabarð sem göngumenn höfðu augum litið. Þegar nær dró Sellandafjalli var síðan gengið fram á landgræðslu sem þar er stunduð af miklum móð en greinilegt er að

    sandfokið af hinu mikla Ódáðahrauni er ekki auðvelt viðureignar. Af r i t a ra og unglingum er það að frétta að gengið var til baka að skálanum og tekið til við að skakast yfir hraunið. Hi-Luxinn var vel hlaðinn og því vissast að fara varlega. Eftir um 1 klst. var komið á betri slóðina og ljóst að göngugarpar yrðu ekki komnir þangað fyrr en undir kaffi. Ákveðið var að fara niður að Mývatni, tæma bílinn og ná í fleiri bíla til að ferja mannskapinn á leiðarenda. Á tjaldstæðinu voru Sjöfn og fjölskylda og var ákveðið að ferja bíl Ingvars og fara með Land-Cruiser Jóns og Sjafnar á móti göngufólkinu. Ritari fór fyrir bílalestinni og hafði svo talast til að Óli hefði samband um GSM til að ákveða mótstað. Þegar hringingin barst fengust ekki önnur skilaboð með þeirri upphringingu en að rafhlöður væru búnar. Ekki var að fást um það og hafði ritari áætlað að göngugarpar yrðu

    17 18

    Þorstinn sækir að (hh)

    Móttökunefndin mætt (os) Gengið með rofabörðum Stóruflesju (os)

  • komnir í námunda við vörðuna góðu. Það gekk eftir og höfðu þá verið gengnir um 15 km úr Botna. Flestir voru verulega fegnir að komast í bílana, enda gengnir upp að hnjám. Ferðin til baka að Mývatni gekk vel og var komið þangað um kl. 17. Ákveðið var að fara í sund og snæða síðan saman í Gamla bænum á hlaði Reynihlíðar. Þar átti hópurinn mjög ánægjulega stund við góðan mat og drykk. Skylt er að geta þess að þjónusta, verðlag og allt annað er til fyrirmyndar á þessum stað, enda var orðið fullt út úr dyrum áður en yfir lauk. Að loknum snæðingi flutti hópurinn sig til og hófst nú lokahóf

    ferðarinnar í tjaldvagni Ingvars og Tótu. Varð af hin besta skemmtan með söng og glensi og nú kom sér vel að vera ekki á almennu tjaldstæði. Gleðin stóð fram á nótt og voru Ratar ótrúlega hressir þótt fótafúnir væru. Þriðjudagur 11. ágúst. Kominn var suðvestan andvari með hlýindum og mikilli flugu. Kveðjustundin var að renna upp var þá þegar ljóst að hópurinn mundi dreifast. Nokkrir fóru austur, aðrir vestur og sumir ætluðu

    að sjá til og njóta blíðunnar við Mývatn, en þegar leið á morguninn var að verða ólíft vegna flugunnar sem nú ætlaði heldur betur að njóta sumarsins sem loksins var komið. Ferðamenn við Mývatn skyldu fá að finna fyrir því og flýðu flestir úr hópnum þennan annars góða stað. Ratar skildu sáttir við sig og sína og voru sammála um ágæti ferðarinnar þótt erfið hafi hún verið. FJ

    Úr fyrra lokahófinu (bg)

    Úr seinna lokahófinu (hh)

    20 19

  • Ferð Rata sumarið 1998